Hoppa yfir valmynd

Styrkir til félagsamtaka í þróunarsamvinnu

Styrkveitingar til félagasamtaka í þróunarsamvinnu

Hafa þín félagasamtök áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Undir hatti samstarfs við félagsamtök bíður utanríkisráðuneytið uppá styrkveitingar þróunarsamvinnuverkefna og til mannúðaraðstoðar. Auglýst er reglulega eftir umsóknum um styrki vegna samstarfsverkefna af þessu tagi.

Um framlögin

Markmið með samstarfi við félagsamtök og fyrirtæki í þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt, bregðast við neyðarástandi og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í þróunarríkjum. Þátttaka og samstarf ólíkra hagsmunaaðila er grundvöllur þess að hægt sé að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á fullnægjandi hátt.

Boðið er uppá styrki til mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnuverkefna, þ.m.t. styttri verkefna, langtíma verkefna og nýðliðaverkefna. Einnig geta félög sótt um kynningar- og fræðslustyrki. Nánari upplýsingar um umsóknir má finna neðst á síðunni.

Veittir eru styrkir til verkefna sem koma til framkvæmdar á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar, með áherslu á lág- og lágmillitekjuríki auk smáeyþróunarríkja. Kynningar- og fræðsluverkefni skulu framkvæmd á Íslandi.

Styrkhæfir aðilar

Styrkveitingar eru takmarkaðar við íslensk félagasamtök og þurfa þau að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Vera skráð í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra sem félagasamtök, skv. rekstrarformi eða starfsgreinaflokkun, eða vera skráð sem félag til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri skv. lögum nr. 119/2019,
  • ekki vera rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit),
  • hafa sett sér lög og starfandi stjórn,
  • félagsmenn, styrktaraðilar eða stuðningsaðilar séu minnst 30 talsins,
  • hafa lagt fram staðfestan ársreikning.

Umsækjendur þurfa að uppfylla kröfur Ríkisendurskoðunar um meðferð og vörslu fjármuna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.

Umsóknarferli

Næsta umsóknarferli er áætlað í lok nóvember 2020 fyrir styrki til úthlutunar í byrjun árs 2021. Umsóknarfrestur er að öllu jafna 6 vikur frá  upphafsdegi umsóknarferils.

Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti matshóps skipuðum þremur sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.

Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum sérstakan umsóknarferil hjá Ísland.is. Nánari upplýsingar væntanlegar.

Eyðublöð og önnur gögn

Verið er að uppfæra viðeigandi gögn og munu þau birtast í byrjun nóvember hér á síðunni.

Þróunarsamvinnuverkefni

Mannúðarverkefni

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira