Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Katrínar Jakobsdóttur

Áskriftir
Dags.Titill
04. apríl 2024Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands - 4. apríl 2024<p style="text-align: justify;">Formaður bankaráðs, seðlabankastjóri og varaseðlabankastjórar, starfsfólk Seðlabanka Íslands og kæru ársfundargestir.</p> <p>Það er ekki ofmælt að segja að undanfarin ár hafi litast af mörgum stórum en ólíkum áskorunum við stjórn efnahagsmála. Stjórnvöld réðust í mjög afgerandi aðgerðir til að verja afkomu fólks og styðja við atvinnulífið þegar efnahagsáfall vegna heimsfaraldursins reið yfir á árinu 2020. Aðgerðirnar voru ekki aðeins árangursríkar við að verja störf og afkomu almennings heldur áttu sinn þátt í að byggja undir kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins þegar faraldurinn var að baki. Þessi viðspyrna, sem fór raunar fram úr björtustu vonum, hafði þó nýjar áskoranir í för með sér. Hækkandi húsnæðisverð, kröftug innlend eftirspurn, spenna á vinnumarkaði, stríðsátök og alþjóðlegur verðbólguþrýstingur ýttu undir vaxandi innlenda verðbólgu, sem náði hámarki í upphafi síðasta árs. Síðustu misseri hefur því baráttan við verðbólguna verið stærsta verkefnið við stjórn efnahagsmála. </p> <p>Því verkefni er auðvitað langt frá því að vera lokið en á síðustu mánuðum hafa ýmis góð teikn birst á lofti. Verðbólga hefur hjaðnað, þrátt fyrir örlítinn mótvind og nýgerðir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru mikilvægt skref til að skapa forsendur fyrir minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta á næstunni. Ég er bjartsýn á að aðrir hópar á almennum vinnumarkaði og starfsfólk hjá hinu opinbera muni fylgja á eftir og semja á sambærilegum grunni. Það er sömuleiðis trú mín að þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög hafa ákveðið að ráðast í til að styðja við samningana muni skila sér í bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks, samhliða því að verðbólgan færist aftur í átt að markmiði.</p> <p>Stuðningur ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga vegna kjarasamninga felst m.a. í auknum húsnæðisstuðningi, aðgerðum sem stuðla munu að auknu framboði íbúðarhúsnæðis og stuðningi við barnafjölskyldur. Þá munu ríki og sveitarfélög halda aftur af gjaldskrárhækkunum og munu gjaldskrár ríkisins almennt ekki hækka umfram 2,5% á árinu 2025. Allt mun þetta skipta máli. </p> <p>Þá vil ég við þetta tilefni minnast á, að fyrr á þessu ári tilkynnti Hagstofan að hún muni á komandi sumri skipta um aðferð við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Frá og með júní næstkomandi verður aðferð svokallaðra húsleiguígilda notuð við útreikning á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs í stað þeirrar aðferðar sem notuð hefur verið frá árinu 1992. Aðdragandi þessara breytinga teygir sig aftur til Lífskjarasamninganna frá árinu 2019, en ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sammæltust þá m.a. um að ráðast í aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar. Í framhaldinu skipaði ég nefnd sérfræðinga um aðferðafræði vísitölu neysluverðs sem gaf út skýrslu og kom ábendingum til Hagstofunnar árið 2020, m.a. um mögulegar aðferðir við mat á húsnæðislið vísitölunnar. En það skal áréttað hér að Hagstofan hefur lögum samkvæmt fullt sjálfstæði yfir ákvörðunum um aðferðafræði við verðbólgumælingar. Undirbúningur og vinna vegna þessara breytinga hefur staðið yfir innan Hagstofunnar frá árinu 2020 og betri gögn um leigumarkaðinn gera það að verkum að nú er unnt að taka upp aðferð húsaleiguígilda hér á landi. Væntingar standa til að með breyttri aðferðafræði verði húsnæðisliður vísitölu neysluverðs stöðugri gagnvart skammtímasveiflum á húsnæðismarkaði. </p> <p>Þegar horft er fram á við hafa verðbólguhorfur batnað og vísbendingar eru um að dregið hafi úr þeirri spennu sem verið hefur í þjóðarbúinu undanfarin tvö ár. Hagvaxtarhorfur á þessu ári eru samt sem áður ágætar eða um 2% á meðan lítill hagvöxtur eða samdráttur mælist í mörgum helstu viðskiptalöndum okkar í Evrópu. Staða Íslands er því að mörgu leyti góð í efnahagslegu tilliti. Skuldastaða heimila og fyrirtækja er heilt yfir góð, bankakerfið er vel fjármagnað og er vel í stakk búið til að styðja við atvinnulíf og heimili. Áfram er markmiðið að ná verðbólgu niður og skapa forsendur fyrir lækkun vaxta.</p> <p><strong>Eldsumbrot á Reykjanesskaga</strong></p> <p>Áskoranir í ríkisfjármálum eru hins vegar af ýmsum toga. Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa nú staðið í nokkur ár og í nóvember var Grindavík rýmd. Grindavík stendur enn að mestu auð og þar er mannlíf og atvinnustarfsemi ekki svipur hjá sjón um þessar mundir. Staðan sem upp er komin í Grindavík er&nbsp; að mörgu leyti fordæmalítil en jarðhræringar og eldsumbrot á Reykjanesskaga ganga yfir á um 800-1000 ára fresti og geta staðið lengi í senn, jafnvel áratugi. </p> <p>Smám saman hefur runnið upp fyrir okkur að viðlíka ógn vegna náttúruvár hefur ekki steðjað að samfélagi okkar um langa hríð – og verkefnið er nú þegar orðið það umfangsmesta sem stjórnvöld og almannavarnakerfið hefur tekist á við á lýðveldistímanum vegna náttúruhamfara. Þessar jarðhræringar geta ógnað byggð og mikilvægum innviðum á þéttbýlasta svæði landsins. Við höfum unnið að því undanfarið að kortleggja stöðuna og undirbúa ólíkar sviðsmyndir en eigum enn mörg verkefni fyrir höndum á því sviði. Geta okkar til að bregðast við þessari ógn er hins vegar betri en nokkru sinni.</p> <p>Ráðist var í stórar framkvæmdir við byggingu varnargarða við Svartsengi og umhverfis Grindavík til að verja byggðina þar og mikilvæga innviði fyrir íbúa á öllum Suðurnesjum. Þessar framkvæmdir, sem eru einstakar á heimsvísu, hafa þegar sannað gildi sitt og nýjum áskorunum hefur verið mætt snurðulaust af viðbragðsaðilum sem m.a. hafa unnið stórvirki við að endurhanna og hækka varnargarða í atburðunum miðjum.</p> <p>Þá hefur verið ráðist í margvíslegar efnahagslegar aðgerðir til þess að styðja við íbúa Grindavíkur sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og atvinnustarfsemi á svæðinu. Seðlabankinn hefur komið að þessu verkefni m.a. með beinum aðgerðum þegar fjármálastöðugleikanefnd rýmkaði tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík og hyggja á kaup íbúðarhúsnæðis annars staðar. Umfangsmesta efnahagslega aðgerðin snýr að boði til íbúa Grindavíkur um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í bænum sem margir hafa þegar ákveðið að nýta sér. Vinna stendur nú yfir við að greiða frekar úr áskorunum atvinnulífsins í Grindavík og áfram mun það verða okkar sameiginlega verkefni að leysa úr þeim viðfangsefnum sem upp koma í því óvissuástandi sem enginn veit hvað varir lengi. </p> <p>Verkefnin í ríkisfjármálunum eru því áfram ærin og hefur það verið viðfangsefni okkar á síðustu vikum að tryggja að ríkisfjármálin í heild og sú fjármálaætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í næstu viku styðji við markmið um verðstöðugleika og lækkun vaxta á sama tíma og við forgangsröðum brýnum verkefnum eins og aðgerðum til stuðnings kjarasamningum og aðgerðum vegna stöðunnar í Grindavík. </p> <p><strong>Sameining Seðlabankans og FME – endurskipulagning og uppbygging síðustu ára</strong></p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum árum farið í gegnum miklar breytingar. Síðastliðið vor voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann sem vörðuðu einkum skipulag og starfsemi fjármálaeftirlitsnefndar. Aðdragandi þeirra lagabreytinga voru niðurstöður úttektar óháðra sérfræðinga um að skýra þyrfti og afmarka betur valdsvið og hlutverk nefndarinnar. Ég tel að rétt skref hafi verið stigin með þessari lagabreytingu og hygg að hún marki ákveðin þáttaskil í sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. </p> <p>Ef til vill má líta á hana sem síðasta skrefið í því umfangsmikla verkefni að styrkja stofnanaumgjörð fjármálamarkaðarins og treysta stjórn efnahagsmála hér á landi eftir efnahagshrunið 2008. Vörðurnar í þeirri uppbyggingu hafa verið margar, svo sem stofnun peningastefnunefndar (2009), stofnun fjármálastöðugleikaráðs og kerfisáhættunefndar (2014) - sem fjármálastöðugleikanefnd hefur nú leyst af hólmi, sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (2020), stofnun Þjóðhagsráðs (2016), bætt lagaumgjörð ríkisfjármála (2015) og margt fleira. Í þessu samhengi er vert að hafa orð á þeim góða árangri sem náðst hefur með beitingu þjóðhagsvarúðartækja til að tryggja fjármálastöðugleika á undanförnum árum. Leiða má að því líkum að notkun þeirra hafi skipt sköpum við að stuðla að betra jafnvægi í hagkerfinu og hamlað mikilli skuldasöfnun gegnum kröftuga hagsveiflu síðustu ára. Sést það meðal annars á því hvernig uppgangur síðastliðinna ára hefur ekki leitt til ójafnvægis í utanríkisviðskiptum eða ósjálfbærrar skuldasöfnunar heimila og fyrirtækja.</p> <p>Góður árangur af þessari endurskipulagningu og bættri umgjörð fjármálakerfisins fékkst einnig staðfestur á liðnu ári þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lauk yfirgripsmiklu mati sínu á styrk og heilbrigði fjármálakerfisins hér á landi.<a href="file:///C:/Users/r01dabi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/JJ1XOOPM/%C3%81varp%20%C3%A1%20%C3%A1rsfundi%20S%C3%8D%204.4.2024%20-%20KJAK%20(002).docx#_ftn1" name="_ftnref1">[1]</a> Eins og við var að búast úr svo viðamikilli úttekt bendir sjóðurinn á fjölda úrbótatækifæra sem bæði snúa að stjórnvöldum og Seðlabankanum en heildarniðurstaðan fyrir Ísland er góð og vitnisburður um þá faglegu vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum hjá stjórnvöldum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.</p> <p>Eitt þeirra viðfangsefna sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fjallaði nokkuð ítarlega um í úttektinni er lífeyrissjóðskerfið og kerfislegt mikilvægi þess. Á síðustu áratugum hefur okkur farnast einstaklega vel við að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem kemur vel út í alþjóðlegum samanburði og tryggir sífellt batnandi afkomu þeirra kynslóða sem ljúka starfsævinni. Umsvif lífeyrissjóðanna hafa því vaxið í öllu tilliti frá því sem áður var, og líkt og lagt var upp með standa þeir undir stöðugt stærri hluta ellilífeyris og vitaskuld hefur stærð þeirra og umsvif á fjármálamarkaði vaxið samhliða þessu. Fyrirséð er að á næstu árum muni lífeyriskerfið halda áfram að stækka, með öllum þeim kostum og áskorunum sem því geta fylgt. Það er því mikilvægt að geta átt samtal um framtíðarþróun kerfisins, hvernig megi bæta það og takast á við hugsanlegar áskoranir í víðum skilningi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á að þetta samtal og stefnumörkun fari fram í samráði við helstu hagsmunaaðila; þ.e. lífeyrissjóðina og heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins sem hafa átt mestan þátt í að varsla og þróa kerfið á undanförnum áratugum. Á þessum grunni skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp um gerð grænbókar fyrir lífeyriskerfið á liðnu ári og ég vænti þess að grænbókin verði lögð fram síðar á þessu ári. Ég hef jafnframt væntingar um að grænbókin verði traustur grunnur að uppbyggilegu samtali um framtíðar stefnumörkun og áframhaldandi vinnu við að bæta og styrkja umgjörð lífeyrissjóðskerfisins sem grundvallarstoð í velferð og afkomuöryggi landsmanna. Og er það von mín að sú framsýni, forsjálni og samtryggingarhugsjón sem einkennt hefur uppbyggingu lífeyriskerfisins verði áfram í öndvegi.</p> <p><strong>Þjóðaröryggi: innlend greiðslumiðlun og rýni erlendra fjárfestinga</strong></p> <p>Líkt og ég minntist á áðan hefur í mörgu tilliti tekist vel til við að endurskipuleggja og styrkja umgjörð efnahagsmála og fjármálastöðugleika á undanförnum árum, bæði hér á landi en einnig alþjóðlega. Verkefnunum lýkur hins vegar aldrei. </p> <p>Í febrúar síðastliðnum mælti ég fyrir frumvarpi til laga á Alþingi sem hefur það að markmiði að styrkja heimildir Seðlabankans til að tryggja rekstraröryggi og viðnámsþrótt innlendrar greiðslumiðlunar og leggja grunn að því að traust innlend rafræn smágreiðslumiðlun verði sett á fót. Þetta mál á sér langan aðdraganda og mikil greiningarvinna hefur á síðustu árum farið fram á vegum Seðlabankans og stjórnvalda um nauðsynleg skref til að tryggja virka og örugga innlenda greiðslumiðlun. Í mínum huga er um mikilvægt þjóðaröryggismál að ræða. Þá er ég bjartsýn á að aðgerðir Seðlabankans í framhaldinu, verði frumvarpið að lögum, opni leið að aukinni samkeppni í greiðslumiðlun sem verði allt í senn frumkvöðlum í fjármálaþjónustu, verslun og þjónustu og neytendum til hagsbóta. </p> <p>Í öðru lagi vil ég nefna á að nú í mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. Líkt og nafnið gefur til kynna snýr frumvarpið að rýni eða faglegri greiningu og mati á því hvort viðskiptaráðstafanir, sem tryggja erlendum aðilum eignaraðild, veruleg áhrif eða yfirráð yfir atvinnufyrirtækjum eða fasteignaréttindum hér á landi, ógni þjóðaröryggi eða allsherjarreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjárfestingarýni er ekki ætlað að takmarka erlendar fjárfestingar almennt heldur er markmiðið að ganga úr skugga um að einstakar erlendar fjárfestingar á afmörkuðum samfélagssviðum leiði ekki af sér öryggisógn – það er, að erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og annarri samfélagslega mikilvægri starfsemi séu í samræmi við þjóðaröryggi. Rík ástæða er til að taka ákveðin skref núna til þess að tryggja grundvallaröryggi og verjast ógnum vegna hugsanlegra fjárfestinga óvinveittra og áhættusamra aðila í grunnkerfum, innviðum og öðrum viðkvæmum samfélagsgeirum. Þau skref sem ég hef lagt til eru í samræmi við alþjóðlega þróun og flest ríki innan EES og OECD hafa sett lög af svipuðum toga. Sé rétt að slíkri löggjöf og framkvæmd staðið getur hún, að mínu mati, jafnframt orðið til þess að auka traust á íslensku fjárfestingarumhverfi til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið í heild.</p> <p>Við Íslendingar vitum að traust erlent samstarfi hvort sem er á sviði viðskipta, menntunar eða menningar getur skipt sköpum fyrir tækifæri okkar og framþróun. Af því höfum við góða reynslu ekki síst í gegnum samstarf EES/EFTA ríkjanna við ESB en á dögunum var 30 ára afmæli EES samningsins minnst á fundi leiðtogaráðs ESB með forsætisráðherrum Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samstarfið hefur á síðustu þremur áratugum reynst okkur farsælt og þátttaka okkar í innri markaðunum fært okkur efnahagslegar og félagslegar umbætur sem skilað hafa almenningi og atvinnulífinu miklu og áfram mikil tækifæri til að efla það og þróa.</p> <p><strong>Lokaorð</strong></p> <p>Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til að þakka Unni Gunnarsdóttur fyrir hennar störf í þágu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, en hún lét af störfum sem varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits í maí síðastliðnum, og sömuleiðis vil ég þakka Guðrúnu Þorleifsdóttur sem lét af störfum í fjármálaeftirlitsnefnd fyrr á þessu ári.</p> <p>Þá vil ég þakka bankaráði, stjórnendum og starfsfólki Seðlabankans fyrir góð störf á umliðnu ári og óska ykkur gæfu og velfarnaðar í störfum ykkar framundan.</p> <div> <div id="ftn1"> </div> </div>
11. mars 2024Blá ör til hægriEfnahagslegt jafnrétti - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2024<p>Efnahagslegt jafnrétti verður umfjöllunarefni kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í næstu viku. Jafnrétti kynjanna er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og því miður er það svo að heimurinn á líklega lengst í land með að ná því markmiði af öllum heimsmarkmiðunum. Þrátt fyrir árangur Íslands í jafnréttismálum og að Ísland hafi í fjórtán ár verið efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins þegar kemur að kynjajafnrétti á alþjóðavísu mælist enn kynbundinn launamunur á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni.</p> <p>Við útrýmum hvorki kynbundnum launamun né náum fram jafnrétti á vinnumarkaði með því að sitja og bíða eftir því að það gerist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert, þá gerist ekkert. Jafnlaunavottun, sem var lögfest hér á landi árið 2017, hefur valdið viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og kynbundinn launamunur hefur minnkað jafnt og þétt. En betur má ef ef duga skal.</p> <p>Árum saman hefur konum verið sagt að aukin menntun sé lykill að launajafnrétti. En nú hafa erlendar rannsóknir sýnt, meðal annars rannsóknir Claudiu Goldin sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði á síðasta ári, að launamunur kynjanna eykst með aukinni menntun og hærri tekjum kvenna. Með öðrum orðum er kynbundinn launamunur mestur hjá þeim hópum kvenna sem hæstu launin hafa.</p> <p>Við höfum líka heyrt því fleygt að konur hafi ekki nægan metnað, að þær vilji ekki axla ábyrgð, hafi valið ranga starfsgrein, biðji ekki um jafn há laun og karlar og fleira í þeim dúr. Það sé því þeim sjálfum að kenna ef þær fá lægri laun en karlkyns samstarfsmenn í sömu eða sambærilegum störfum. En rannsóknir bæði hérlendis og erlendis hafa leitt í ljós að launamun kynjanna má fyrst og fremst rekja til kynskipts vinnumarkaðar og kerfisbundins vanmats á störfum kvenna. Þeim störfum sem teljast til hefðbundinna kvennastarfa var lengst af sinnt af konum inni á heimilum án launa, svo sem umönnun sjúkra, aldraðra og barna. Með samfélagslegum breytingum hafa störfin flust út af heimilunum en þeim er þó enn að stærstum hluta sinnt af konum.</p> <p>Á tímum heimsfaraldurs Covid-19 kom mikilvægi hinna hefðbundnu kvennastarfa skýrt í ljós þegar konur sem unnu við umönnun aldraðra og veikra, störfuðu á leikskólum og við kennslu ungra barna mættu til vinnu á meðan aðrar stéttir gátu sinnt sínum störfum að heiman í fjarvinnu. Að þessum störfum hafi verið sinnt lagði grunninn að því að halda samfélaginu okkar gangandi.</p> <p>Til þess að leiðrétta skekkjuna sem felst í kynbundnum launamun þarf að skoða áhrif þess að hefðbundin kvennastörf hafa lengst af verið unnin launalaust og rýna í það félagslega samhengi sem veldur því að þau eru enn metin minna virði en önnur störf sem gera kröfu um sambærilega menntun, reynslu og hæfni.</p> <p>Alþjóðavinnumálastofnunin hefur um árabil lagt áherslu á að atvinnurekendur nýti virðismatskerfi í þágu launajafnréttis þar sem gætt sé jafnvægis í kvenlægum og karllægum matsþáttum.</p> <p>Aðgerðarhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem ég skipaði 2021 hefur skilað tillögum sem miða að þvi að ná fram launajafnrétti á vinnumarkaði með áherslu á virðismat starfa. Þær snúast um að meta virði ólíkra starfa með markvissum hætti þannig að unnt sé að leiðrétta þann launamun kynja sem eftir stendur og skýrist einkum af kynskiptum vinnumarkaði.</p> <p>Með heildstæðu virðismati starfa á vinnumarkaði getum við brugðist við kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum og þannig komist nær markmiði okkar um að eyða kynbundnum launamun. Það er löngu kominn tími til. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!</p>
18. janúar 2024Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar eldgoss við Grindavík 14. janúar 2024<p>Þjóðin stend­ur nú and­spæn­is hrika­leg­um nátt­úru­öfl­um. Eld­gos hófst í morg­un og hraun streym­ir nú yfir byggðina í Grinda­vík. Versta sviðsmynd hef­ur raun­gerst, eld­gos á Sund­hnúks­gíga­sprung­unni á versta stað og hluti goss­ins inn­an bæj­ar­mark­anna þannig að varn­argarðarn­ir duga ekki til. Eld­arn­ir eira engu, eyðilegg­ing­in er gíf­ur­leg.</p> <p>Allt frá 10. nóv­em­ber hafa Grind­vík­ing­ar búið við yfirþyrm­andi óvissu en þá var bær­inn rýmd­ur. Öll vonuðum við að ástandið sem hófst með skelfi­leg­um jarðskjálft­um myndi verða skamm­vinnt og fólk gæti fljót­lega snúið aft­ur til síns heima. Mér er minn­is­stæður faðir­inn sem sagði mér í nóv­em­ber að dótt­ir hans hefði haft mest­ar áhyggj­ur af því að jóla­gjaf­irn­ar hefðu orðið eft­ir heima. Þá vonuðum við öll að Grind­vík­ing­ar gætu snúið heim fyr­ir jól. Því miður fór það ekki svo. Eld­gos hófst 18. des­em­ber en sem bet­ur fer olli það ekki mikl­um skaða. Annað gild­ir um eld­gosið sem hófst í dag.</p> <p>Þetta ástand hef­ur nú varað í ríf­lega tvo mánuði, 65 daga, en óróa­tíma­bilið á Reykja­nesskaga hef­ur varað í meira en fjög­ur ár. Grind­vík­ing­ar hafa sýnt æðru­leysi og seiglu frammi fyr­ir óviss­unni en í dag þyrm­ir yfir okk­ur öll. Hug­ur allra lands­manna er hjá Grind­vík­ing­um.</p> <p>Viðbragðsaðilar eru all­ir sem einn á vett­vangi og hafa verið á vakt­inni allt frá því að jarðskjálfta­hrin­an ógur­lega hófst í haust. Ljóst var að við töld­um rétt að rýma byggðina vegna sprungu­hreyf­inga eft­ir hið skelfi­lega slys sem varð í vik­unni. Þess manns er enn saknað og hug­ur minn er hjá aðstand­end­um hans.</p> <p>Öryggi íbúa og viðbragðsaðila hef­ur frá upp­hafi verið al­gjört for­gangs­mál og það verður áfram svo. Eðli­lega hafa marg­ir Grind­vík­ing­ar verið óþreyju­full­ir að snúa heim og und­ir niðri var alltaf von­in um að jarðeld­arn­ir myndu hlífa byggðinni. Áfallið að sjá nýja sprungu opn­ast um há­deg­is­bil inn­an bæj­ar­mark­anna var því djúp­stætt.</p> <p>Við vit­um öll innra með okk­ur hversu verðmætt það er að eiga heima – að eiga heima merk­ir að eiga ör­ugg­an stað, griðastað, stað fyr­ir sig og sína. Heima er staður­inn þar sem við höf­um byggt upp líf okk­ar, heima er þar sem við eig­um minn­ing­ar og sögu, heima er staður­inn þar sem við eig­um ræt­ur. Heim­kynni Grind­vík­inga eru sem stend­ur í hættu af hraun­flæði sem engu eir­ir. Eng­inn get­ur skilið slíkt áfall sem ekki hef­ur orðið fyr­ir því en við skynj­um öll hversu hrika­legt það er fyr­ir alla Grind­vík­inga.</p> <p>Þetta áfall er eitt­hvað sem hver og einn Grind­vík­ing­ur upp­lif­ir – bæði einn og sér og sam­eig­in­lega með öðrum bæj­ar­bú­um. En þjóðin stend­ur með ykk­ur og mun gera það áfram. Sem þjóð og sem sam­fé­lag, mun­um við nú sem áður styðja við Grind­vík­inga og gera það sem þarf til að koma þessu ein­staka sam­fé­lagi í gegn­um þenn­an brimskafl. Ég vil sér­stak­lega nefna að við mun­um tryggja að Grind­vík­ing­ar hafi aðgang að sál­ræn­um stuðningi og fagþjón­ustu í gegn­um þessa reynslu.</p> <p>Allt frá 10. nóv­em­ber höf­um við tekið þetta skref fyr­ir skref. Sam­an hafa Grind­vík­ing­ar mætt þeim áskor­un­um sem hver dag­ur hef­ur fært þeim. Það hef­ur verið full samstaða á Alþingi um all­ar stuðningsaðgerðir vegna stöðunn­ar í Grinda­vík og á morg­un mun rík­is­stjórn­in funda og ákveða áfram­hald stuðningsaðgerða vegna hús­næðis, stuðningsaðgerða vegna af­komu fólks sem við mun­um áfram tryggja. Við mun­um setja stór­auk­inn kraft í að kaupa íbúðir til að tryggja aðgengi að hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga, sem er ekki nægj­an­lega gott nú, og mun­um ljúka við að kynna stuðning við fyr­ir­tæk­in á svæðinu. Mark­miðið er að koma öll­um sem enn búa í skamm­tíma­hús­næði í ör­ugg­ari stöðu eins fljótt og kost­ur er. Við mun­um flýta eins og kost­ur er allri vinnu við upp­gjör á tjóni í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lagið.</p> <p>Áfram mun­um við fylgja ráðum okk­ar fær­ustu sér­fræðinga sem öll miða að því að tryggja ör­yggi fólks á erfiðum tím­um. Ég vil nota tæki­færið hér og þakka okk­ar vís­inda­fólki og öll­um viðbragðsaðilum sem hafa verið vak­in og sof­in yfir þessu erfiða verk­efni. Það er mik­il gæfa fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag að eiga fólk eins og ykk­ur.</p> <p>Við erum ekki óvön því að upp­lifa sorg og van­mátt gagn­vart eyðilegg­ing­ar­mætti nátt­úr­unn­ar en það venst samt aldrei. En á krefj­andi stund­um koma bestu hliðar ís­lensks sam­fé­lags iðulega í ljós. Ham­far­ir dynja yfir en and­spæn­is þeim sýn­um við sam­heldni sam­fé­lags­ins og seiglu. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvað framtíðin fær­ir okk­ur en við vit­um að samstaða, æðru­leysi og kær­leik­ur munu verða okk­ar mik­il­væg­asta leiðarljós fram und­an.</p> <p>Það er svart­ur dag­ur í dag fyr­ir Grinda­vík. Og það er svart­ur dag­ur í dag fyr­ir Ísland. En sól­in mun koma upp á nýj­an leik. Sam­an tök­umst við á við þetta áfall og hvað sem verða kann. Hug­ur okk­ar og bæn­ir eru hjá ykk­ur.</p>
31. desember 2023Blá ör til hægriÁramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 31. desember 2023<p>Ágætu landsmenn!</p> <p>Í vikunni birtist könnun þar sem fram kom að landsmenn eru bjartsýnir á komandi ár og telur meirihluti að árið verði betra en árið sem nú rennur sitt skeið. Ég er ein af þeim sem tilheyri þessum meirihluta. Árið sem senn er á enda einkenndist af verðbólgu og annarri ólgu – ég trúi því hins vegar að á nýju ári eigum við rík tækifæri til að efla farsæld allra landsmanna. Bjartsýni er stundum skilgreind sem trú á samfélaginu og öðru fólki, að hægt sé að vinna eitthvað til góðs og hafa jákvæð áhrif á heiminn. Sú trú er nauðsynleg.</p> <p>Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Miklu skiptir að þar takist vel til, samið verði til langs tíma og niðurstaðan styðji við vaxandi kaupmátt fólks á grundvelli verðstöðugleika. Það er í okkar höndum að ná verðbólgunni niður og tryggja þannig forsendur fyrir lægri vöxtum og bættum lífskjörum. Björninn er ekki unninn og hér þarf samstillt átak. Ríkisstjórnin, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins, við þurfum öll að taka höndum saman til að skapa forsendur fyrir vaxandi velsæld og bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu.</p> <p>Undanfarna mánuði höfum við átt í virku samtali við aðila vinnumarkaðarins um hvernig megi tryggja langtímasamninga sem stuðla að auknum kaupmætti og verðstöðugleika. Í húsnæðismálum verður ný húsnæðisstefna nauðsynlegur leiðarvísir en hún hefur það meginmarkmið að tryggja húsnæðisöryggi landsmanna. Byggt verður á þeim mikilvægu skrefum sem tekin hafa verið nú þegar til að stórauka framboð á húsnæði. Við leggjum þunga áherslu á að treysta betur húsnæðisöryggi og samhliða þessum aðgerðum verður horft til aukins stuðnings við barnafjölskyldur. Öll börn eiga að geta nýtt þau fjölmörgu tækifæri sem íslenskt samfélag býður upp á, óháð efnahag og félagsstöðu foreldra, og það er okkar hlutverk að tryggja að þau geti það. Við leggjum grunn að betra samfélagi með því að styðja betur við barnafjölskyldur og stefna að því að útrýma fátækt barna sem er eitt mikilvægasta samfélagslega verkefni hvers tíma.</p> <p>Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að styðja við farsæla niðurstöðu kjarasamninga og verðbólgumarkmið á sama tíma. Ríkur vilji er hjá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til að þetta geti gengið eftir. Með sameiginlegu þjóðarátaki gegn verðbólgu sköpum við forsendur til að unnt verði að lækka vexti sem mun skipta öllu fyrir almenning í landinu. Við Íslendingar erum nefnilega þannig að ef við stöndum saman og einsetjum okkur að ná árangri þá næst hann. </p> <p>Ég er sannfærð um að við munum ná árangri og ég er einnig sannfærð um að við munum sjá verðbólguna hjaðna á árinu þannig að hún hafi lækkað um helming í lok árs landsmönnum öllum til verulegra hagsbóta.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Á fundum mínum með Grindvíkingum og á samverustundum í Hallgrímskirkju og Keflavíkurkirkju varð mér iðulega hugsað til meira en þúsund ára sambýlis manns og fjölbreyttrar en stundum viðsjárverðrar náttúru á þessu landi. Ekki einu sinni heldur tvisvar opnaðist jörðin á Reykjanesskaga og spúði hrauni á árinu sem senn er liðið. Í aðdraganda síðara gossins skalf jörðin ógurlega þannig að heljarsprungur opnuðust og tekin var ákvörðun um að rýma Grindavík sem hefur verið í byggð frá landnámsöld. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi fólks og hafa allar ákvarðanir miðað að því markmiði. Það er stór ákvörðun að ákveða að flytja hátt í 4000 manns af heimilum sínum og út í óvissuna, sem er umfangsmesta rýming hér á landi í fimmtíu ár. Í kvöld kveðja fæst þeirra árið á sínum heimaslóðum og hugur okkar er og verður hjá íbúum Grindavíkur. </p> <p>Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir áramót að reisa stóran varnargarð til að verja byggðina við Grindavík og reyna af fremsta megni að tryggja öryggi íbúa. En ógnin af eldgosi nær víðar – &nbsp;hún nær til allra 30 þúsund íbúa Suðurnesja sem reiða sig á hita og rafmagn frá orkuverinu við Svartsengi. Þess vegna var nauðsynlegt að&nbsp;ráðast í byggingu varnargarðs til að reyna að verja orkuverið og þar með öryggi allra íbúa Suðurnesja. </p> <p>Ísland er ekki eina landið sem stendur nú frammi fyrir alvarlegri náttúruvá. Loftslagsvá af manna völdum hefur þegar skapað neyðarástand víða um heim. Árið sem nú er á enda er heitasta ár sögunnar. Ísinn á norður- og suðurskauti hopar, yfirborð sjávar hækkar og hitinn veldur auknum öfgum í veðurfari. Neyðarástand er staðreynd og við því þarf að bregðast. Við verðum að draga úr losun gróðurlofttegunda og það þýðir að við verðum að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í áföngum til að ná markmiðinu um að halda hlýnun jarðar innan einnar og hálfrar gráðu og koma&nbsp; í veg fyrir að verstu spár um afleiðingar hlýnunar jarðar gangi eftir. Þetta krefst þess að við gerum hlutina öðruvísi í takt við nýja tíma og breyttar aðstæður. Stundum munum við þurfa að gera meira og stundum minna. En Ísland mun áfram leggja sitt af mörkum í þessari baráttu.</p> <p>En ekki voru það einungis náttúruöflin sem ollu usla í heiminum. Rússland réðst inn í Úkraínu snemma árs 2022 og enn sér ekki fyrir endann á þeim ógnaratburði. Mannfall hefur verið gríðarlegt og óljóst hverju stríðið á að skila öðru en dauða, skaða á náttúru og innviðum, sorg og reiði. Á árinu sem er að líða gerðu Hamas-samtökin mannskæða árás á óbreytta borgara í Ísrael þar sem á annað þúsund dóu og í kjölfarið hófust skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza þar sem meira en 20 þúsund almennir palestínskir borgarar hafa fallið. Þessar hræðilegu árásir hafa leitt af sér hörmungar sem engin orð fá lýst. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessar árásir á óbreytta borgara og innviði og hafa gert kröfu um tafarlaust vopnahlé og rannsókn á stríðsglæpum. Því miður sér enn ekki fyrir endann á þessum hörmungum og dregið hefur úr von um varanlegan frið og öryggi á grundvelli tveggja ríkja lausnar.</p> <p>Á sínum tíma orti skáldkonan Hulda um að Ísland væri fjarri heimsins vígaslóð en samt erum við hluti af samfélagi þjóðanna og örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínu kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til. </p> <p>Það sem Hulda er meðal annars að yrkja um er griðastaðurinn Ísland. Blessunarlega er það svo að í öllum samanburði höfum við það gott á Íslandi sama hvort við berum okkur að hinni efnahagslegu mælistiku, horfum á gæði náttúrunnar eða metum samfélagið sjálft. Venjulega myndi ég segja að það væri þó margt sem við gætum gert betur – en í kvöld vil ég bæta því við að við megum ekki hætta að vera þakklát fyrir þann ótrúlega fjársjóð sem við eigum í íslensku samfélagi. Þetta samfélag er gott samfélag, við erum alls konar fólk með ólíkar skoðanir, þrasgjörn jafnvel, einkum þegar vel gengur, en þegar á móti blæs stöndum við saman og erum býsna úrræðagóð þegar á þarf að halda. Við erum raunverulegt lýðræðissamfélag þar sem reglur réttarríkisins eru virtar, þar sem tjáningarfrelsi er virt og þar sem við veitum hvert öðru aðhald. Ekkert af þessu er sjálfgefið og allt er þetta merki á góðu samfélagi. Við eigum að gæta vel að því sem við höfum skapað saman og kappkosta að efla áfram samfélag okkar sem best. Þannig aukum við almenn lífsgæði landsmanna allra, en erum einnig í betri færum með að hjálpa og styðja meðbræður okkar, sem svo mjög þurfa á hjálp að halda.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Einn dásamlegan sumardag í ár heimsótti ég Siglufjörð þar sem ég afhjúpaði listaverkið Síldarstúlkurnar. Síldarævintýrið skapaði ævintýraleg verðmæti og útflutningstekjur og minnir listaverkið okkur á þátt kvenna í þeirri verðmætasköpun. Konurnar voru jafnan í miklum meirihluta á síldarplönunum, unnu gríðarlega erfiða vinnu í öllum veðrum og vindum. Og aðstæður þessara kvenna voru&nbsp; misjafnar, sumar fóru frá fullu heimili af börnum, oft þurftu þær að skilja kornabörn sín eftir dögum saman, sumar tóku ung börn sín með til vinnu og konurnar voru á öllum aldri, ungar sem aldnar og allt þar á milli. Það var ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld sem þessar konur fengu ókeypis gúmmívettlinga til að sinna störfum sínum og þótti það mikil kjarabót á þeim tíma enda urðu þær oft handlama af sárum og ígerð.</p> <p>Þessar konur voru mér ofarlega í huga á degi kvennaverkfalls í október. Krafan var skýr: Jafnrétti verður ekki náð nema við útrýmum kynbundnum launamun og kynbundu ofbeldi og áreiti. Ég hef í ófá skipti setið með erlendum blaðamönnum sem sumir spyrja af hverju enn þurfi að mótmæla misrétti á Íslandi sem mælist efst á flestum listum sem mæla jafnrétti. Þá er rétt að benda á að ástæða þess að Ísland stendur best í jafnréttismálum í heimi er elja og þrautseigja íslenskra kvenna sem hafa t.a.m. barist fyrir kerfislegum breytingum eins og leikskólum og fæðingarorlofi, sett málefni eins og kynbundið ofbeldi og áreiti rækilega á dagská og breytt hugarfari og gildismati í bæði opinberri umræðu og daglegu lífi. En markmiðinu er ekki náð og íslenskar konur munu ekki unna sér hvíldar fyrr en fullu jafnrétti er náð. </p> <p>Þó stundum geti verið varhugavert að nefna ártöl í umræðu sem þessari þá trúi ég því að við getum náð því markmiði fyrir árið 2030. Árangurinn undanfarin 30 ár ætti að vera innblástur til að gera það sem gera þarf. Jafnrétti kynjanna er réttlætis- og mannréttindamál sem hefur&nbsp; jákvæð áhrif á samfélag og efnahag og því er það allra hagur að taka höndum saman og útrýma kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Samfélag þar sem jafnrétti kynjanna hefur verið náð er því ekki einkamál okkar kvenna, slíkt samfélag hlýtur að vera og á að vera baráttumál allra, óháð kyni eða öðru því sem er til þess fallið að skilja á milli í umræðu um skipan þjóðfélagsins. &nbsp;</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Enn og aftur er runninn upp dagurinn þar sem við gerum upp árið sem nú er á enda og setjum okkur ný fyrirheit fyrir komandi ár. Tilfinningarnar sem fylgja þessum degi geta verið blendnar. Stundum eru minningarnar frá árinu fyrst og fremst góðar. Stundum viljum við bara losna við árið sem er á förum, fá nýtt og betra ár, stokka upp spilin og byrja upp á nýtt. Á þessu er allur gangur eins og við er að búast.</p> <p>Sjálf get ég sagt að þrátt fyrir ýmsar áskoranir var svo ótal margt gott á liðnu ári – og auðvitað hlýjaði það öllum landsmönnum um hjartaræturnar að fylgjast til dæmis með íslenskum listamönnum og íþróttamönnum á árinu. Þau vekja hjá okkur öllum stolt og bera vott um sterkar undirstöður, hvort sem er í listmenntun eða íþróttastarfi, þar sem grunnurinn er lagður að afrekum síðari tíma en ekki síst því að efla og styrkja hvern og einn sem manneskju og samfélagið allt. Slíkt skiptir máli fyrir framtíð þessa lands. </p> <p>Á morgun hefst nýtt ár og við getum látið það marka nýtt upphaf. Ár sem við vonum og trúum að geti fært okkur frið og farsæld. Ár þar sem við í sameiningu tökum höndum saman um að bæta velsæld og lífskjör okkar allra. Þess óska ég á þessum gamlársdegi; ekki aðeins okkur Íslendingum heldur heiminum öllum.</p> <p>Kæru landsmenn, gleðilegt ár.</p>
11. desember 2023Blá ör til hægriBaráttan fyrir mannréttindum í 75 ár - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 11. desember 2023<p style="text-align: left;">„Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Svo hljóðar fyrsta grein í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á allsherjarþingi aðildarríkjanna í París hinn 10. desember 1948. Við fögnum því 75 ára afmæli þessarar einstöku yfirlýsingar sem var samin í kjölfar tveggja heimsstyrjalda með óbærilegum hörmungum og langtíma afleiðingum.</p> <p>Fyrsta greinin í yfirlýsingunni er fagur vitnisburður um sameiginlegan skilning á réttindum hverrar manneskju en líka tregafull og áhrifarík áminning til okkar allra.</p> <p>Mannréttindayfirlýsingin er tímamótaplagg í sögu mannréttinda, einstakt skjal sem var samið af fulltrúum ríkja með mismunandi bakgrunn í lögum og menningu frá ólíkum landsvæðum heims. Yfirlýsingin var samin með það í huga að í fyrsta sinn yrði til sameiginlegur staðall eða mælikvarði fyrir allar manneskjur og ríki til að fylgja eftir. Þetta var í fyrsta sinn sem grundvallarmannréttindi voru ákvörðuð og skráð niður og vernduð. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur verið þýdd yfir á um 500 tungumál og er grunnurinn að eða fyrirmynd um 70 mannréttindasáttmála sem eru í gildi og hafa skipt gríðarlega miklu máli í baráttunni fyrir mannréttindum um allan heim. </p> <h3>Konur sem unnu að Mannréttindayfirlýsingunni</h3> <p>Konur léku lykilhlutverk við gerð Mannréttindayfirlýsingarinnar. Þá má nefna Eleanor Roosevelt sem vann ötullega að því sem fulltrúi Bandaríkjanna í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og formaður nefndarinnar að ná samkomulagi milli ólíkra aðila og ríkja og hina konuna í nefndinni; Hansa Metha, fulltrúa Indlands, sem á heiðurinn af lokaútgáfu fyrstu greinarinnar. Aðrar konur sem unnu vasklega að því að tryggja réttindi kvenna í lokatexta yfirlýsingarinnar voru til að mynda Minerva Bernardino, Begum Shaista Ikrahmullah, Bodil Begtrup, Marie-Hélene Lefaucheux, Evdokia Uralova, Lakshmi Menon og fleiri konur. Þeim ber að þakka fyrir að tryggja réttindi kvenna í lokaútgáfunni því án þeirra hefðu þau ekki ratað á blað. Það sýnir okkur hversu gríðarlega mikilvægt er að hafa konur og kvár þar sem ákvarðanir eru teknar sem og fulltrúa fjölbreyttra samfélagshópa. Mannréttindi eru nefnilega ekki gefin eða sjálfsögð, heldur eru þau afrakstur þrotlausrar réttindabaráttu fólks úr fjölbreyttum áttum. </p> <h3>Ísland og Mannréttindayfirlýsingin</h3> <p>Þó að sleitulaus vinna liggi að baki framförum í mannréttindum þá verðum við stöðugt að vera á varðbergi til að verja þann ávinning sem náðst hefur. Sérstaklega þegar kemur að jafnrétti kynjanna, réttinum til kynheilbrigðis, rétti fólks til kyntjáningar, réttinum til lýðræðislegrar þátttöku og skoðana – og tjáningarfrelsi. Við höfum séð bakslag á þessum sviðum undanfarin ár. Við verðum líka að bregðast við stærstu áskorun okkar kynslóðar sem eru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á mannréttindi á heimsvísu. Það verðum við að gera með áþreifanlegum aðgerðum en ríkisstjórn Íslands hefur gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum að forgangsverkefni sínu. </p> <p>Ísland skuldbindur sig á 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna til að efla mannréttindi. Í því augnamiði ætlum við að koma á fót öflugri, óháðri og skilvirkri mannréttindastofnun í samræmi við Parísarviðmiðin. Í öðru lagi er markmið ríkisstjórnarinnar að útbúa öfluga og yfirgripsmikla aðgerðaáætlun um mannréttindi. Í þriðja lagi mun Ísland fullgilda valfrjálsu bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þriðju valfrjálsu bókunina við samninginn um réttindi barna. Í fjórða lagi mun Ísland rúmlega tvöfalda grunnframlag sitt til Skrifstofu Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2024 – 2028. </p> <p>Við munum líka hafa áfram, nú sem fyrr, reisn og jafnrétti allra sem leiðarljós í okkar störfum. </p> <h3>Virði Mannréttindayfirlýsingarinnar á tímum stríðsátaka </h3> <p>Ástandið nú um mundir á alþjóðavettvangi fyllir marga vonleysi og vanmætti. Stríðsátökum hefur fjölgað að undanförnu og er talið að allt að 70 stríðsátök eigi sér stað í heiminum; allt frá innrás Rússa í Úkraínu með tilheyrandi fólksflutningum milljóna manna og hörmungum, til hryllilegra stríðsátaka á Gaza í Palestínu þar sem saklaus börn og óbreyttir borgarar eru helstu fórnarlömbin. Líka má nefna grimmilega borgarastyrjöld í Súdan sem nær varla athygli fólks á Vesturlöndum eða áframhald á hræðilegu ástandi í Myanmar. Öll þessi stríðsátök og önnur eiga það sameiginlegt að fórnarlömbin sem missa mest og bera mestan skaða er saklaust fólk; börn sem hafa ekkert unnið sér til saka, konur og karlar sem þrá einfaldlega að lifa sínu lífi í friði. Við svona dapurlegar aðstæður er auðvelt að missa móðinn og missa trúna á að mannkynið geti áorkað í sameiningu að tryggja frið og mannsæmandi líf fyrir allar manneskjur sem eiga rétt á því. Mörgum finnst orð til einskis nýt og samvinna þjóða ekki skila nógu áþreifanlegum aðgerðum, nógu hratt. Þá reynir á samtakamáttinn og trúna á að samvinna ólíkra hópa fólks, af ólíkum uppruna með ólíkan bakgrunn geti áorkað einhverju sem stuðlar að betra lífi fjöldans. Nákvæmlega það gerðu höfundar Mannréttindayfirlýsingarinnar á sínum tíma eftir koldimma tíma í sögu mannkyns og náðu ótrúlegum árangri – samfélögum og venjulegu fólki til heilla um allan heim. Baráttan fyrir friði og mannréttindum hefur aldrei verið auðveld en hún hefur sjaldan verið mikilvægari og saman verðum við að vinna áfram og stöðugt að friði og mannréttindum allra, ekki fárra. </p> <p>Þetta er kjarninn í því hvers vegna við höldum áfram að styðja heilshugar við alþjóðasamstarf, við fjölþjóðastofnanir og ekki síst við Sameinuðu þjóðirnar, þetta mikilvæga ríkjasamstarf sem skiptir okkur öll máli. Til hamingju með 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. </p>
02. desember 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2. desember 2023<p><span>Dear collegues, ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>As we gather here at COP28, we must recognize that we face serious threats of irreversible change. We must keep our goal, to limit temperature increase to 1,5° C. Iceland welcomes the Synthesis Report by the IPCC and strongly supports its guidance on effective climate action.</span></p> <p><span>We have moved dangerously close to the 1.5 degree target, as we take stock of the Paris Agreement. The good news is that we are seeing a burst of climate action in many countries and economic sectors including a record investment in renewable energy. The price of green technologies is going down. All this is positive.</span></p> <p><span>The bad news is that progress is too slow. We need to do more to cut emissions –&nbsp; accelerate a clean energy transition, scale up green solutions, increase nature-based solutions and make sure that those who pollute pay. But we also need to do less: Our economic systems are focused on maximizing production and consumption, rather than sustainability and wellbeing. This needs to change.</span></p> <p><span>Transitioning into clean and sustainable energy is critical for the health of our Earth. Iceland supports the phasing out of fossil fuels and subsidies of fossil fuels need to end. We should not burn public money to cook the planet. Instead we should scale up support for clean solutions and just transition.</span></p> <p><span>We need to improve our food systems, alleviate hunger, improve nutrition and lower carbon emissions of food production, especially in developed countries. Blue food from the ocean has great potential in providing quality nutrition with a low carbon footprint.</span></p> <p><span>Iceland does not count among the world’s big emitters, but we have a role to play, not least in advancing green solutions from geothermal utilization to carbon mineralization. Iceland has put into legislation to be carbon neutral by 2040. My government will not issue licences for oil exploration in Icelandic waters. We are implementing a legislation on the circular economy. We have set ambitious climate goals, including working on decarbonizing all major sectors.</span></p> <p><span>Climate action is central to Iceland´s international development cooperation policy and will feature even more prominently in our plan for the next four years. My government is committed to mobilizing increased funding to climate financing. We are proud to take part in the establishment of the new fund for loss and damage and our contribution to begin with will be 600.000 USD. We will also raise contributions to the GCF and Adaptation Fund.</span></p> <p><span>The global community needs to concentrate on the perils of climate change and environmental degradation. The right to a healthy and sustainable environment is a human right and we need to base all our actions on that ground. Let us focus our minds at this important meeting with its global stocktake and give a clear message that we will take do what it takes to safe our planet </span></p> <p><span>Thank you.</span></p>
02. desember 2023Blá ör til hægriSaman á fullveldisdegi - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 1. desember 2023<p>Í dag fögnum við fullveldinu en 105 ár eru nú liðin síðan Ísland varð fullvalda ríki. Fullveldið hefur reynst ótrúlegur aflvaki framfara á þessari rúmu öld sem liðin er en það breytir því ekki að margar stórar áskoranir blasa við íslensku samfélagi nú sem endranær.</p> <p><span>Við höfum að undanförnu búið við þráláta verðbólgu og háa vexti. Almenningur finnur fyrir áhrifum þessa, hvort sem það er í matvöruversluninni eða í mánaðarlegum afborgunum húsnæðislána. Í liðinni viku tók peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun um að hækka ekki stýrivexti í ljósi óvissunnar sem ríkir vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Það eru mikilvæg skilaboð. Á sama tíma stendur til að ljúka afgreiðslu fjárlaga þar sem ríkisstjórnin hefur staðið við áform sín um að styðja við peningastefnuna með auknu aðhaldi í rekstri og aukinni tekjuöflun, einkum frá atvinnulífinu í landinu. Krónutölugjöld í fjárlagafrumvarpi ársins miðast við 3,5% og ekki verðlagsþróun. Skilaboðin eru skýr – verðbólguna skal slá niður. </span></p> <p><strong><span>Kjarasamningar framundan</span></strong></p> <p><span>Á sama tíma hvikum við ekki frá stefnu okkar. Við undanskiljum mikilvæga almannaþjónustu frá aðhaldi og verjum þau sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar. Við fylgjumst vel með stöðu ólíkra hópa í núverandi ástandi. Staða íslensks hagkerfis um þessar mundir er sérstök; það er kraftur í hagkerfinu og atvinnuleysi lítið en verðbólga þrálát og vextir háir. Okkar sameiginlega verkefni er að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta sem léttir álagi af íslenskum heimilum. Þar munu komandi kjarasamningar skipta miklu en það er algjört lykilatriði að hér náist skynsamlegir langtímasamningar. Ég hef mikla trú á forystu verkafólks og atvinnurekenda í þessu verkefni og líkt og ég hef áður sagt munu stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir farsælli niðurstöðu í viðræðunum. </span></p> <p><span>Þar skiptir miklu að halda áfram vinnu okkar í húsnæðismálum þannig að landsmenn allir hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Þess vegna hefur ríkið stigið með fastari hætti en áður inn í húsnæðismálin og raunar er það svo að undanfarin ár hefur þriðjungur allra íbúða verið byggður með stuðningi ríkisins í gegnum stofnframlög til byggingar hagkvæms húsnæðis. Þetta er mikil breyting á aðkomu stjórnvalda að húsnæðismálum og sýnir auknar félagslegar áherslur í því hvernig stuðningi ríkisins er beitt. Þá höfum við tvöfaldað áætlanir okkar fyrir næstu tvö árin þannig að 2000 íbúðir verða byggðar á vegum ríkisins í stað 1000 íbúða áður árin 2024 og 2025. Við munum áfram forgangsraða húsnæðismálunum og endurskoða húsnæðisstuðning ríkisins og bæta réttarstöðu leigjenda. </span></p> <p><span>Annað forgangsmál er staða barnafjölskyldna. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í umfangsmiklar kerfisbreytingar á barnabótakerfinu til að það nái til fleiri fjölskyldna en áður. Þær breytingar eiga m.a. rætur að rekja til vinnu á vettvangi þjóðhagsráðs. Við munum byggja á þessum breytingum og halda áfram að styrkja þetta kerfi. En lífsgæði barnafjölskyldna byggja ekki eingöngu á tilfærslukerfunum. Það er mikilvægt að horfa á kjör þessa hóps í heildstæðu samhengi og skoða kerfisbreytingar sem geta bætt lífsgæði barnafólks til framtíðar. Til að mynda glíma margar barnafjölskyldur við lægri tekjur og aukna streitu þegar börnin eru ung – ekki síst þegar þau fá ekki leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Ríkið steig fyrsta skrefið til að brúa umönnunarbilið með því að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf en til þess að ljúka þessu verki þurfa sveitarfélögin að koma að málum með ríkinu. Þetta er mál sem þarf að taka til skoðunar. Aðrar aðgerðir sem gætu sannanlega bætt lífskjör barnafjölskyldna væri að létta af þeim útgjöldum sem sum hafa hækkað mjög að undanförnu. Þar mætti til dæmis skoða gjaldfrjálsar skólamáltíðir.&nbsp; Þar með værum við ekki aðeins að ná fram kjarabótum heldur einnig að stíga marktæk skref til að draga úr fátækt barna – og við eigum að gera það enda fátt þjóðhagslega hagkvæmara en að útrýma fátækt barna.</span></p> <p><span>Þó að efnahagsmálin séu fyrirferðarmikil eru önnur mál sem hafa yfirskyggt flest annað undanfarnar vikur. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og verkefni sem fylgja því að heilt bæjarfélag hafi þurft að yfirgefa heimili sín eru í forgangi og markmiðið þar er að tryggja öryggi og velferð Grindvíkinga og mikilvægra innviða á svæðinu. Við höfum undanfarin ár unnið að því að kortleggja mikilvæga innviði um land allt og tryggja viðnámsþrótt okkar gegn náttúruvá af ýmsu tagi sem er hluti af lífi okkar sem hér búum. Sú vinna kemur sér vel núna.</span></p> <p><strong><span>Styrkur fullveldisins</span></strong></p> <p><span>Ísland varð fullvalda 1. desember 1918, undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar hugmyndin um þjóðríki hlaut byr undir báða vængi í Evrópu. Kröfur Íslendinga um sjálfstæði þóttu alls ekki sjálfsagðar vegna smæðar þjóðarinnar en sóttu styrk sinn í sögu og menningu því að þrátt fyrir smæðina hafði íslenska þjóðin unnið menningarleg afrek sem sýndu hvað í henni bjó.</span><span> Tungumálið var eitt af því sem við héldum á lofti í sjálfstæðisbaráttunni en í vikunni kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í þágu íslenskrar tungu. Þó að áskoranir stundarinnar séu brýnar er ekki síður brýnt að horfa til lengri tíma og tryggja að íslensk tunga blómstri í gegnum þær miklu samfélagsbreytingar sem við höfum séð á undanförnum árum. </span></p> <p><span>Í raun hafa forsendurnar </span><span>fyrir fullveldi okkar </span><span>ekki breyst svo mjög. Íslendingar eru enn fámenn þjóð sem aðeins er hlustað á ef við höfum eitthvað fram að færa. Enn þurfa fullveldið og sjálfstæðið líka að sanna ágæti sitt</span><span> og við þurfum að hlúa að fullveldinu í öllum okkar verkum.</span><span> Í mínum huga felst gildi </span><span>fullveldisins</span><span> ekki síst í nándinni. Þegar hluti þjóðarinnar verður fyrir áfalli eins og Grindvíkingar tökum við þátt í því áfalli og örlög samfélagsins verða ekki ráðin af embættismönnum í fjarlægu landi sem grundvalla sínar niðurstöður eingöngu á útreikningum um hagkvæmni.</span></p> <p><span>Að sj</span><span>á</span><span>lfsögðu verður það aldrei þannig að íslenska þjóðin verði sem einn maður. Við hugsum á fjölbreyttan hátt, hugðarefnin eru fjölbreytt og miklu getur munað á skoðunum okkar. En við eigum hér samleið á þessum stað, getum horfst í augu hvert við annað, rætt saman og skipst á skoðunum. Sú nálægð gerir fullveldið eftirsóknarvert og er ein helsta forsenda þess. Ekki síst þess vegna verðum við að leggja rækt við tungumálið og annað sem sameinar okkur en ekki síður við samhygðina með náunganum, hversu ólíkur okkur hann er.</span><span> </span><span>Ísland </span><span>er vissulega ekki fullkomið frekar en nokkurt annað samfélag. En þegar reynir á finnum við að </span><span>samfélag</span><span> okkar býr yfir ótrúlegum styrk.</span><span> </span><span>Hann</span><span> er ekki síst fullveldi okkar að þakka.</span></p>
19. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnun þings Hringborðs Norðurslóða 19. október 2023<p><span>Ministers, excellencies, dear friends. </span></p> <p><span>Allow me to welcome all of you to Iceland and to this year´s Arctic Circle, which yet again is filling up the floors of Harpa. </span></p> <p><span>What started as an ambitious gathering of Arctic enthusiasts is now an enormously important meeting place for politicians and policy makers, academics and practitioners, businesspeople, students and everyone else interested in the Arctic. &nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>It´s been amazing to see this forum expand and mature, and I would like to congratulate President Grimsson and his co-workers on this achievement. </span></p> <p><span>The Arctic’s significance lies in its far-reaching influence around the globe. </span></p> <p><span>By the same token, the progress and well-being of the region are intertwined with global development. </span></p> <p><span>And sadly, the state of world affairs is becoming more serious by the day. </span></p> <p><span>Russia´s illegal invasion of Ukraine is not only catastrophic in itself, but also sets a dangerous precedent in international relations. </span></p> <p><span>It is a violation of the international order and an outright invitation to chaos and lawlessness. </span></p> <p><span>The terrible aftermath of the Hamas attack on Israel, followed by the ensuing warfare in and around Gaza – with all its death, destruction and danger to the broader region – serves as a stark reminder of the cascading cycle of war and conflict. Ultimately, the use of arms will always hurt innocent people.</span></p> <p><span>At an international peace conference, held last week here in Harpa, we learned that there are currently 70 ongoing conflicts around the world. This shows us the constant need of peaceful solutions. </span></p> <p><span>It is always essential to safeguard and promote peace, arms control and disarmament, also here in the Artic.</span></p> <p><span>This has been a year of </span><span>climate disasters. </span></p> <p><span>We no longer find ourselves in an era of global warming, but in a period of global boiling, as UN Secretary General Guterres has rightly pointed out. </span></p> <p><span>This summer, the island of Maui turned into a hellish inferno, and the desert city of Derna was the victim to a catastrophic flood, costing thousands of lives. Global sea surface temperatures are at record highs. The sea ice around Antarctica is at an all-time low. </span></p> <p><span>Here in the Arctic, the ice cap and glaciers continue to melt. And we know that climate change is happening at a much faster pace here in the Arctic than many other parts of the world.</span></p> <p><span>According to the a new report from the Icelandic Scientific Committee on Climate change that was launched yesterday glaciers in Iceland have retreated and lost 19% of their area since they reached their maximum size at the end of the 19th century and several glaciers have already disappeared. Calculations based on climate change scenarios indicate that even if the Paris Agreement holds the glaciers in Iceland will still lose 40-50% of their area. </span></p> <p><span>Nonetheless, we are witnessing a concerning climate backlash, not only with populist political factions dismissing climate science but also some political forces suggesting we move much slower. </span></p> <p><span>This underscores the pressing need for a clear message about the urgency and importance of phasing out fossil fuels at COP28 in December.</span></p> <p><span>The third alarming global trend is the systematic erosion of fundamental human rights, most visibly women's rights as evidenced in two ongoing human rights crises in Afghanistan and Iran. </span></p> <p><span>Gender persecution</span><span> and gender apartheid are a somber reality. </span></p> <p><span>This aligns with the troubling fact that SDG5 on achieving gender equality is progressing so slowly that according to estimates it will take 300 years to ensure equal rights between women and men. </span></p> <p><span>300 years ago it was the year 1723. </span></p> <p><span>Are we really going to wait another three centuries for gender equality?</span></p> <p><span>During discussions at last month´s SDG Summit in New York, it was clear that progress on other sustainable development goals also falls short on expectations. </span></p> <p><span>Inequality, hunger and poverty remain prevalent in many parts of the worlds, creating social unrest, forced migration and a fertile ground for authoritarian rule. </span></p> <p><span>We need to step up the implementation of the Sustainable Development Goals and that must be the primary outcome of next year´s Summit of the Future. </span></p> <p><span>Dear friends,</span></p> <p><span>All of this bears significance for the Arctic. </span></p> <p><span>The good news is, that a region like the Arctic can serve as a model for effective multilateralism, scientific research, environmental protection, responsible use of resources and sustainable development with the Artic Council at its core. </span></p> <p><span>The Arctic should be an area where low tension and high situational awareness go hand in hand, a region of peace and prosperity. </span></p> <p><span>To achieve this, Arctic cooperation must continue to build on the norms and values anchored in international law. </span></p> <p><span>We need not agree on everything. But we must resolve our differences in a respectful, rules-based, and above all peaceful, manner. </span></p> <p><span>Ten years ago, we would not have foreseen a large-scale war erupting in the heart of Europe, killing hundreds of thousands and forcing millions to flee. </span></p> <p><span>We did not anticipate the undermining of human rights, democracy and the rule of law, both within democracies and in the face of growing autocracies.&nbsp; </span></p> <p><span>And we certainly did not imagine that women´s rights could be rolled back in many parts of the world, including in mature democracies.</span></p> <p><span>So, our collective mission continues: </span></p> <ul> <li><span>Maintaining peace and security. </span></li> <li><span>Ensuring meaningful climate action and environmental protection.</span></li> <li><span>Strengthening research and science collaboration. </span></li> <li><span>Facilitating mutually beneficial business development, digital opportunities and people-to-people contacts. </span></li> <li><span>Guaranteeing gender equality, health and wellbeing.</span></li> </ul> <p><span>This is our task in the Arctic.&nbsp; </span></p> <p><span>I wish all of us fruitful deliberations in the coming days. </span></p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi um loftslagsmál á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 20. september 2023<p><span>Dear colleagues. </span></p> <p><span>This year is the year of climate disasters. The paradise island of Maui turned into a hellish inferno. The desert city of Derna, battered by a catastrophic flood, costing thousands of lives. </span></p> <p><span>Global sea surface temperatures are at record highs. &nbsp;The sea ice around Antarctica is at an all-time low and, in the Arctic, the ice cap and glaciers continue to melt.</span></p> <p><span>We are not in an era of global warming, but global boiling – as the Secretary General has pointed out. </span></p> <p><span>In Iceland we have many positives. We have 100% renewable energy for heating and electricity. We take pride in science-backed new projects in carbon capture and other fields. We export our know-how in clean energy, emphasizing a just and inclusive transition. We have put into legislation that Iceland should become carbon-neutral no later than 2040. But we can and we need to do much more.</span></p> <p><span>My Government will not issue any licenses for oil exploration in Iceland's exclusive economic zone. We are making the shift to renewables in our transport system. We are subsidizing new technologies to accelerate the green transition. We are heading for a future where non-renewables should not be an option.</span></p> <p><span>With a legislation on the circular economy we are recycling more. We are integrating the principles of the wellbeing economy into our budget, measuring more than only economic growth. As Ursula von der Leyen said, if you want something done, you have to measure it. Business sectors are setting their own emission targets. We have a successful history of land restoration and reforestation, and ambitious goals for the future. </span></p> <p><span>Internationally, Iceland will double its support to the Green Climate Fund for the second replenishment period and we will contribute to the financing of Early warnings for all. The climate is central to Iceland´s development policy and will feature even more prominently in our plan for the next four years. In recent years my Government has gradually increased total contributions for development co-operation and we aim for a further increase. We will continue to emphasize the enormous potential of blue food in providing healthy nutrition while lowering carbon emissions.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Let me also remind you that SDG5 on gender equality is an enabler and a multiplier for all other SDGs, and thus for meaningful climate action. Empowering women and girls is key to resolving many of our challenges and Iceland will continue to do its share for gender equality locally and globally.</span></p> <p><span>We need a frank stocktake and fresh urgency at COP28.We need tangible results from the Summit of the Future and clear guidelines to phase out fossil fuels and for financial mechanisms to finance climate action. Climate inaction is unacceptable.&nbsp; </span></p> <p><span>Change is hard but change we must. We have time, but not much time. Past alerts are today´s shocking facts. Present warnings will be tomorrow‘s cascading disasters if we do not accelerate climate action and implement systemic change.</span></p> <p><span> Iceland will do its part.</span></p> <p><span>I thank you. </span></p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 19. september 2023<p><span>Excellencies, distinguished colleagues. </span></p> <p><span>Iceland is steadfast in its support of the Secretary-General and the joint determination to strengthen the multilateral system.</span></p> <p><span>Multilateralism is our best chance of meeting today´s challenges </span><span>and ultimately achieving the Sustainable Development Goals. </span></p> <p><span>Everything we do must be firmly rooted in respect for the UN Charter and international law. This is why Iceland stands firm against the war of aggression in Ukraine, and all other wars and conflicts. The number of conflicts in the world hasn´t been higher since the end of World War II.</span></p> <p><span>We also stand firm against the global backlash against </span><span>gender equality, LGBTI rights and other human rights. We are experiencing that backlash everywhere – and the voices of those who think that human rights should be a privilege of some have sadly grown louder.</span></p> <p><span>There is an urgent need for more resolute action on SDG5, as ensuring gender equality helps us reach other SDGs goals. Gender equality is not only the smart thing to do because it has a profound positive effect on society and economy – it is the only right thing to do. Gender equality is about the human rights of half of mankind – and we have so far to go to reach that goal. </span></p> <p><span>Internationally, Iceland commits to substantially increase climate finance. This includes doubling our contribution to the Green Climate Fund and contributing to the financing of the Early Warnings for All. </span></p> <p><span>My government aims for a significant further increase of our official development assistance, with emphasis on gender equality and actions to combat climate change, including a just and inclusive green energy transition.</span></p> <p><span>We continue to advocate for the highly underfunded SDG14. Healthy oceans and aquatic blue foods have enormous potential to contribute to food security, economic wellbeing and combatting climate change.</span></p> <p><span>Nationally, we are committed to revising the national action plan for accelerating sustainable development by 2030. A newly established multi-stakeholder platform, Sustainable Iceland, will be part of revising our national action, guided by the SDGs.</span></p> <p><span>Last week, my government decided to integrate the principles of the wellbeing economy to our national budget in addition to our five-year fiscal strategy, building on the positive experiences of gender budgeting. This way, we want to measure more than economic growth alone, namely the health and happiness of our nation. </span></p> <p><span>We must also manage our so-called spillover effects and work to minimize the negative impacts felt in other countries from lifestyle within our own. My government will continue to address this.</span></p> <p><span>This concludes my national statement.</span></p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á viðburði um velsældarhagkerfið í New York 19. september 2023<p><span>Excellencies, dear guests.</span></p> <p><span>I want to thank the organizers for the opportunity to address this event on pursuing well-being, equity, and healthy societies.</span></p> <p><span>Iceland, has been at the forefront of international cooperation in developing policies on well-being economies – economies that pursue human and ecological well-being instead of simply material growth. We have joined a group of smaller countries in the Well-being Economy Governments project, working toward well-being within the context of the UN 2030 Agenda. </span></p> <p><span>The project entails an analysis of the shortcomings of traditional economic theory and policy, and a commitment to build an alternative future. This approach allows us to examine the quality of life above and beyond monetary measures and take advantage of scientific knowledge to follow the Agenda 2030. </span></p> <p><span>We are here in New York this week to discuss the implementation of the SDG's and the urgent need for robust climate action. </span></p> <p><span>At a closer look, this is instrinsically linked to the Wellbeing Economy.</span></p> <p><span>The climate crisis, threatening the lives of future generations, is one of the reasons why a paradigm shift remains much needed. Ultimately it is the story of a failed economic model – &nbsp;urging us to rethink our way of life, modes of consumption and production and how these threaten the future.</span></p> <p><span>Building a Well-being economy is both a societal and a systemic process that takes time. </span></p> <p><span>In Iceland, the Directorate of Health started measuring the population's well-being in 2007. </span></p> <p><span>In 2011, well-being became a policy goal as part of a strategic vision for Iceland in 2020. I was in the steering group for that strategic vision with the current mayor of Reykjavík – but I then served as a minister for education and culture. In the same year we implemented health and well-being in the national curriculum for kindergartens, primary schools and secondary schools. </span></p> <p><span>In 2019, well-being first became an active governmental policy when my government introduced around 40 indicators to track the progress of the well-being economy that were in part prepared through a population-wide survey on what people valued most in their daily lifes. Health was at the top of the list.</span></p> <p><span>In 2020 my government approved six well-being policy priorities to guide the annual five-year fiscal strategy. Earlier this month, we decided to prioritize our well-being economic approach further by preparing the adaptation of a well-being budgeting method. I am looking very much forward to that work where the ministry of finance plays a very important part with the prime ministers office.</span></p> <p><span>In this work, we will utilize the positive experiences from integrating gender budgeting by statute in the Budget Act in 2015. </span></p> <p><span>Dear friends, </span></p> <p><span>Adapting a well-being economic framework takes time but the journey allows us a broader view that reveals previously neglected issues. </span></p> <p><span>For example, it has been a challenge to impact the gendered labor market. Female-dominated sectors have systematically been paid less and more women than men work part-time, reflecting women's significant share in unpaid work. Women leave the labor force earlier than men, relying on early retirement, rehabilitation, or disability benefits. </span><span></span></p> <p><span>Further, these structures negatively affect women’s health, income, career development, and future pensions. </span><span></span></p> <p><span>The Nordics have made major contributions to counter these structures by introducing policies on universal childcare and shared parental leave. Longitudinal Research indicate that fathers contribute more at home, have a stronger attachment to their children, and enjoy a higher quality of life. This evidence suggests that these have had normative social influence and we need to include these facts in our analysis to pursue well-being in sustainable fiscal policies.</span></p> <p><span>Averting the climate crisis may come at a short-run cost. This does not need to translate into a decrease in well-being as the broader view enables us to preserve qualities of life and better uses of resources.</span><span></span></p> <p><span>Going forward depends significantly on research on well-being – an exciting field that has come into its own in recent years. It has taught us about human motivation, how social comparisons shape people's preferences, and how these change along with people's circumstances assisting us to shape policy in different areas. </span></p> <p><span>One such example is Professor Lord Richard Layard's suggestion that tax policies should be used to provide people with incentives to attain a healthy work-life balance — an idea we could discuss further today.</span></p> <p><span>I am delighted to witness the global movement and that international agencies are increasingly promoting the well-being economy paradigm for a healthier, fairer, and more prosperous future. </span></p> <p><span>Your input and expertises are critical to progressing this work.</span></p> <p><span>Thank you! </span></p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á viðburði í tilefni Alþjóðlega jafnlaunadagsins í New York 18. september 2023<p><span>Excellencies, dear guests. </span></p> <p><span>The gender pay gap remains one of the biggest obstacles to achieving gender equality, in Iceland as well as globally. </span></p> <p><span>When we discuss the gender pay gap we must keep in mind that equal pay is so much more than just the paycheck. Equal pay and economic independence are the keys to women’s liberation and important factors in our work toward eliminating all forms of violence against women and girls.&nbsp; </span></p> <p><span>Iceland has been at the top of the World Economic Forum‘s index for gender equality for the last fourteen years and is the only country to have closed more than 90% of its gender gap. </span></p> <p><span>This is among other things due to women‘s equal political participation, high level of education, equal division of parental leave for both parents, universal daycare and preschools for all children, and, equal access to health care. But gender equality in Iceland has not happened on its own. We have a long history of women who have fought for every step in gender equality. Despite this we still have a gender pay gap to close. </span></p> <p><span>Gender equality in general has always been high on the political agenda in my government. One of our actions has been to </span><span>tackle gender-based wage discrimination. In 2018 a Law on Equal Pay Certification took effect, requiring companies and institutions to undergo an audit to ensure that they offer equal pay for work of equal value. </span></p> <p><span>Research conducted by Statistic Iceland in collaboration with the Prime Ministers Office, published in 2021, shows that the gender pay gap is gradually and slowly diminishing. The research also shows that the remaining unadjusted gender pay gap in Iceland is largely explained by the gender segregation of the labor market. </span></p> <p><span>To deal with this we must do a comprehensive study of, and reckon with, how jobs and work in our society are valued. It has always been the case that sectors that happen to be women-dominated are not valued as highly economically as other jobs. The field of care work, caretaking within the healthcare system, and children´s education, largely women-dominated professions, are not valued as highly as technical jobs or jobs in the financial sector. &nbsp;And though we´ve always known this, the Covid-19 pandemic starkly showed us how important these women-dominated fields are, how they are the foundation for everything else, and how our societies run to a halt without them functioning properly. </span></p> <p><span>Women also tend to leave the labor force earlier than men, relying on early retirement, rehabilitation, or disability benefits. </span></p> <p><span>This is not least true for women who work in care and education, emotionally and physically demanding jobs that are becoming more complex by the day. This negatively affects their health, income, career development, and future pensions. It is interesting to note here that care work has actually been defined as one of the areas that artificial intelligence will struggle to take over, especially the emotionally charged labor associated with paid and unpaid care.</span></p> <p><span>Ensuring a gender balance in employment is essential for women's financial independence and, therefore, a key element in ending gender inequalities.</span></p> <p><span>To tackle this undervaluation of women-dominated fields, my government is paying special attention to this wage gap and I have appointed an action group</span><span> </span><span>with </span><span>the mandate to eliminate the gender pay gap that is explained by the gender-segregated labor market and the systematic undervaluation of traditional women's jobs. </span></p> <p><span>What we are doing here is shifting the focus from equal pay to pay equity and by that, we compare not only the same or similar jobs but different jobs that require the same or similar level of skill, responsibility, and effort.</span></p> <p><span>Dear guests. </span></p> <p><span>Another important aspect related to the topic of equal pay is time use. How do we spend our time outside the workplace and how does this affect the genders in different ways? Here we have to look into the time used on household jobs but also the invisible workload- the mental load that is sometimes called the “third shift”.</span></p> <p><span>My government has in collaboration with Statistics Iceland launched a time-use survey to get detailed information on time use. The goal is to estimate the scope of unpaid work in the household and how these tasks are divided between the genders.</span></p> <p><span>Research points to the fact that women perform more household and care work than men and this affects women's position on the labor market and their employment. We do know that women are more likely to be part-time workers and much less likely to be in senior management and this also has an impact on the gender pay gap. </span></p> <p><span>This gendered division of labor also promotes gender stereotypes and outdated beliefs about women's capabilities and roles in society.</span></p> <p><span>The gender pay gap not only affects women but also damages our society's economic growth. When we underutilize the potential of half the population, we miss out on valuable skills and ideas that could drive innovation and progress.</span></p> <p><span>The ultimate goal we all strive to attain is an equal and inclusive world of work in which all genders receive equal pay for work of equal value, in which all genders have equal opportunities in the labor market and where all genders fully participate in unpaid work such as household duties. Full equality will not be reached until we close the gender pay gap. And even then we also have to stay alert and guard our rights as we are too well aware of the fact that human rights seem to be easier to erase than to obtain. This is a hugely important task we must all work on together. </span></p> <p><span>Thank you and I wish you a fruitful discussion.&nbsp; </span></p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á viðburði um stöðu kvenna í Afganistan sem fram fór í New York 18. september 2023<p><span>Dear all, </span></p> <p><span>I warmly welcome you all to this important event that the Icelandic government has the honour of convening here today, together with UN Women. </span></p> <p>I am very pleased and grateful to see the interest in this event, which is a testament to the commitment of the international community to the rights and well-being of Afghan women and girls – and to our collective will to find ways to improve their lives.</p> <p><span>When the Taliban took power in Afghanistan, they wasted no time before starting the most severe crackdown on women´s right in recent history. </span><span>Women and girls have been denied their rights and access to secondary and higher education, to work, to movement and to assembly. Opponents of the regime have been attacked; even tortured and murdered.</span><span> They have also severely restricted the freedom of the media and expression. </span></p> <p><span>The Afghan people are living a humanitarian and human rights ordeal under Taliban rule. </span><span>More than 28 millions of&nbsp;people – two-thirds of the population – are in urgent need of humanitarian assistance. </span><span>The Taliban´s &nbsp;response to the country´s overwhelming humanitarian emergency has been to restrict women´s significant contribution to alleviating the urgent needs of their people – as women can no longer work for UN Agencies and important humanitarian organizations in the country. The crisis has for this reason disproportionately harmed women and girls directly, they have more difficulties getting access to food, health care and housing. Their livelihood and their family’s food security is thrown up in the air. </span></p> <p><span>This whole situation in Afghanistan has become the most critical and severe gender crisis in the world right now. The Special Rapporteur´s report from earlier this year finds that practices<strong> </strong>constitute gender persecution and an institutionalized framework of gender apartheid. The international community, therefore, faces a clear dilemma; How can we address the serious humanitarian crises without validating the Taliban, who are guilty of such grave human rights violations? </span></p> <p>Dear all,</p> <p>The purpose of this event today is to have a solution-oriented discussion, with the participation of Afghan women and high-level representatives from the international community. As responsible members of the United Nations, we all have a duty and a responsibility.</p> <p>Duty to seek a path towards a solution to this situation or at least to find ways to minimize the crisis. And a responsibility to act. All states, big and small, can use their voice, means and experience to contribute to address this critical situation. Iceland has had gender equality and promotion and protection of human rights as a key priority for the last years. Therefore, Iceland has repeatedly called global attention to the devastating situation of women and girls in Afghanistan, in the United Nations General Assembly, at the United Nations Human Rights Council, and other high-level meetings. We have also increased funding for humanitarian assistance aimed at women and girls in Afghanistan.</p> <p>Dear all,</p> <p><span>We all know that the situation in Afghanistan is complex and that here are many different views on the “right“ responses. But we must not forget the goal which is to give women and girls and the people in Afghanistan hope for a better life than they are living today.&nbsp;</span><span></span></p> <p>I look forward to hearing your interventions today and hope for a fruitful and responsible discussion.</p> <p>Thank you. </p>
02. október 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis í New York 17. september 2023<p><span>Excellencies, distinguished guests, </span></p> <p><span>It is a great honour to be with you today and I would like to thank UN Women for initiating this special GEF Midpoint Moment for us to come together, discuss, listen, and to jointly take stock on our important project – the Generation Equality Forum. </span></p> <p>Allow me to start with the fundamental truth, that gender equality is not a “nice-to-have” or a “soft topic” in international politics.</p> <p>On the contrary, gender equality is a hardcore issue that must be at the top of our agenda. This is why I, as Prime Minister, relocated the portfolio to the Prime Minister’s office, ensuring that gender equality remains central and integrated into all government policy.</p> <p>Gender equality is not an issue that can be pushed to the wayside. It not only stands as an essential goal in its own right but holds transformative potential across all Sustainable development goals.</p> <p>Unfortunately, as we reach the halfway point of the 2030 Agenda, the world is failing to achieve gender equality. The latest data shows progress towards SDG 5 stalling, and we see regressive legislation, persistent violence, and reversals of women’s rights.</p> <p>Violence against women and girls is one of the greatest global human rights crisis. New platforms for violence have emerged and digital gender-based violence has become the newest threat. None of this can be tolerated.</p> <p>The Icelandic government has attached enormous importance to uprooting and preventing violence against women by adopting new legislation and changing protocols in dealing with gender-based violent offenses, allowing us to fully understand the scope of the problem. The Icelandic parliament passed a progressive legislation on womens´ abortion rights in 2019 – at the same time women around the world were experiencing a serious backlash in reproductive rights.</p> <p>As one of the leaders of the Generation Equality Forum’s Action Coalition on Gender-Based Violence, Iceland made 23 commitments to end all forms of gender based and sexual violence and discrimination. While we have made important progress, with most of the commitments completed, we will continue to work full force until 2026 and beyond.</p> <p>I am pleased to announce that Iceland is reinforcing one of our flagship commitments by contributing additional funding to UN Women’s work on prevention and response to gender-based violence through engaging men and boys and transforming harmful masculinities.</p> <p><span>Further, as co-hosts of the Generation Equality Midpoint Moment along with Tanzania, Iceland is dedicated to mobilizing political will, advocacy, and support for women’s leadership through the UN Women Leaders Network. </span></p> <p><span>As Prime Minister, I will join this network alongside 100 other women leaders. </span><span>I look forward to strengthening our partnership with Tanzania through this network, chaired by the Executive Director of UN Women.<strong></strong></span></p> <p>Dear friends,</p> <p>The world is witnessing increased polarization and deepening division with a global backlash to gender equality and human rights. Every day we see signs of increased hate speech, growing hate crimes, the rampant growth of digital gender-based violence and deliberate disinformation aimed at silencing women. All of this is part of a serious pushback against the hard-won gains towards gender equality and the sexual and reproductive rights of women and girls – which are the core rights of every woman, having control over her own body</p> <p>We cannot wait 300 years for reaching full gender equality. We must act, together and with resolve.</p> <p>A bold, societal approach is needed to disrupt entrenched and rising global gender inequalities. We need intensified ambition, more resources, and stronger accountability. – This is what Generation Equality is all about.</p> <p>Iceland remains committed to the Generation Equality Forum and I urge everyone to continue to commit,– setting the stage for a world where gender equality is a lived reality.</p> <p>I look forward to our discussion here today on how commitments are being tracked, hear the success stories, understand the failures, and examine UN Women’s accountability dashboard.</p> <p>I thank you.</p>
15. september 2023Blá ör til hægriÁrangur fyrir almenning - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 14. september 2023<p><span>Alþingi var sett í vikunni og fjármálaráðherra mælir fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Í stefnuræðu minni í gær gerði ég efnahagsmál og kjarasamninga að sérstöku umtalsefni. Það hefur blásið á móti undanfarin misseri; fyrst í heimsfaraldri með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum og síðan í verðbólgu og vaxtahækkunum. </span><span>Þjóðin hefur siglt </span><span>mót</span><span>byrinn af staðfestu og reynst vandanum vaxin. </span><span>Ríkisstjórnin hefur tekið forystu í þessum málum og gripið til aðgerða í ríkisfjármálum til að styðja við peningastefnuna. </span></p> <p><span>Ef</span><span>nahagslegar vísbendingar </span><span>vísa nú í rétta átt</span><span>.&nbsp;</span><span>Afkoma ríkissjóðs hefur batnað langt umfram bjartsýnustu spár en g</span><span>ert er ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs í ár verði um 100 milljörðum betri en áætlað var við samþykkt fjárlaga 2023 í lok síðasta árs. Þannig verði hann jákvæður um 50 milljarða, í stað þess að vera neikvæður um sömu fjárhæð.</span><span> Undirliggjandi verðbólga stefnir nú niður á við og við munum sjá verðbólgumælingar ganga niður. Þetta mun skapa forsendur fyrir lækkun vaxta sem eru farnir að bíta verulega, bæði almenning og </span><span>atvinnulíf. </span></p> <p><span>Við höfum sýnt gott fordæmi með því að miða launahækkanir æðstu ráðamanna við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Við höfum varið kaupmátt öryrkja þannig að kaupmáttur þess hóps hefur ekki minnkað frá því sem var áður en verðbólgan fór af stað. Viðbótartekjuskattur verður lagður á fyrirtækin í landinu til að veita viðnám gegn þenslu og verðbólgu og fjármálaráðherra hefur kynnt umtalsvert aðhald í ríkisrekstri en áfram leggjum við áherslu á að verja grunnþjónustuna. Allar þessar aðgerðir og margar fleiri til styðja við okkar sameiginlega markmið um að ná niður verðbólgu og vöxtum.</span></p> <h3><span>Öruggt húsnæði og bætt kjör</span></h3> <p><span>Miklu mun skipta að aðilar vinnumarkaðarins fái ráðrúm til að ná saman um farsæla kjarasamninga til að tryggja að lífskjör hér á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist. Þar munu stjórnvöld hér eftir sem hingað til greiða fyrir samningum eins og hægt er. Miklu skiptir að áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum gangi eftir </span><span>sem og þátttaka sveitarfélaganna í framkvæmd rammasamkomulags um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til að mæta fyrirsjáanlegri þörf allra hópa fyrir íbúðarhúsnæði</span><span>. Í vor tilkynnti ríkisstjórnin um tvöföldun framlaga til að tryggja framboð af hagkvæmu húsnæði. Þessi aukning gerir það að verkum að unnt verður að byggja 2000 almennar íbúðir til langtímaleigu fyrir tekjulægri heimili á næstu tveimur árum í stað 1000. </span><span>Þá verður unnið að bættri réttarstöðu leigjenda á grundvelli tillagna starfshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins</span><span> </span><span>auk þess sem vinna stendur yfir við skoðun á beinum húsnæðisstuðningi við leigjendur og hvernig betur megi tryggja samræmi og sanngirni í honum. Öruggt húsnæði er lykill að lífsgæðum og þar mun ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum. </span><span>Frá upphafi hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna</span><span>. Úttekt á stöðu ungbarnafjölskyldna stendur nú yfir á vegum þjóðhagsráðs og verða niðurstöðurnar nýttar til að bæta kjör þeirra. Þegar hafa stór skref verið stigin </span><span>til að efla barnabótakerfið og hefur foreldrum sem eiga rétt á barnabótum fjölgað um tíu þúsund á fimm árum.</span></p> <p><span>Í forsætisráðuneytinu vinnum við nú að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt í kjölfar skýrslu sem ég lét vinna að beiðni Alþingis. Þar kom fram að dregið hefur úr fátækt á undanförnum tuttugu árum og staðan á Íslandi er með því besta sem þekkist. Það er gott að okkur hefur miðað áfram og það gefur okkur trú á verkefnin en það breytir því ekki að fátækt er enn til staðar og þar standa einstæðir foreldrar, örorkulífeyrisþegar og innflytjendur verst. Við þurfum áfram að grípa til markvissra aðgerða á grundvelli greininga. </span></p> <p><span>Árangur í baráttunni gegn fátækt er lykilatriði þegar horft er til almennrar velsældar. Heildarendurskoðun og umbætur á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga sem nú er unnið að í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegur þungt í þessu samhengi. Í vetur voru fyrstu skrefin tekin þegar 14 ára kyrrstaða í frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá örorkulífeyrisþegum var rofin og upphæðin nær tvöfölduð. Á næstu árum verður nýtt kerfi með frekari umbótum innleitt í áföngum og þegar</span><span> þessar breytingar hafa náð fram að ganga verða þær eitt stærsta skref sem lengi hefur verið tekið af hálfu Alþingis til að draga úr fátækt – og okkur öllum til sóma. </span></p> <h3><span>Sameiginleg markmið fyrir samfélagið</span></h3> <p><span>Núverandi ríkisstjórn er vissulega óvenjuleg </span><span>vegna þess að það er sjaldgæft að ólíkir flokkar taki sig saman um að byggja brýr á milli gagnstæðra póla með velsæld fólksins í landinu að leiðarljósi. Öll slík verkefni byggja á því að skilgreina markmið sem eru samfélaginu til hagsbóta og finna svo leiðir að þeim – og það getur kallað á málamiðlanir um leiðina og hversu hratt markmiðum verður náð. Ríkisstjórnin hefur tekist á við mörg stór mál með þessum hætti með góðum árangri. Það stærsta án efa heimfaraldurinn en einnig má nefna breytingar á skattkerfinu, stuðning við kjarasamninga og kaupmáttaraukningu og fleira mætti telja. </span></p> <p><span>Það eru mörg mikilvæg mál sem við þurfum að takast á við. Ég hef enn trú á að besta pólitíkin sé að vinna að sátt um lausnirnar frekar en pólitík sem snýst um að herða pólana og færa þá lengra í sundur. Og ég er viss um að við sem byggjum þetta land erum langflest sammála um það. V</span><span>erkefnin fram undan eru skýr. Meginviðfangsefnið er að ná niður verðbólgu og vöxtum og byggja ofan á þann góða árangur sem náðst hefur í efnahags- og velferðarmálum þrátt fyrir áhlaup síðustu ára. </span><span>Við erum á réttri leið og nú þarf að tryggja að</span><span> batinn sem fram undan er skili sér</span><span> inn í íslenskt samfélag og efnahagslíf</span><span>.</span><span> </span></p>
13. september 2023Blá ör til hægriStefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 154. löggjafarþingi, flutt á Alþingi 13. september 2023<p><span></span><span>Kæru landsmenn, kæru þingmenn.</span></p> <p><span>Að venju lék sumarið vel við landsmenn og þrátt fyrir ýmis deiluefni á sviði stjórnmálanna sýnist mér þingmenn koma vel undan sumri, tilbúnir í viðburðaríkan vetur.</span></p> <p><span>Efst á baugi verða efnahagsmál og kjarasamningar enda hefur blásið á móti undanfarin misseri; fyrst heimsfaraldur með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum og síðan hraður viðsnúningur hér innanlands samhliða stríðsátökum í Evrópu með verðbólgu og vaxtahækkunum. Þjóðin hefur siglt mótbyrinn af staðfestu og reynst vandanum vaxin. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa borið árangur og hagvísar vísa nú í rétta átt.&nbsp;</span><span>Afkoma ríkissjóðs hefur batnað langt umfram bjartsýnustu spár en gert er ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs í ár verði um 100 milljörðum betri en áætlað var við samþykkt fjárlaga 2023 í lok síðasta árs. Undirliggjandi verðbólga stefnir nú niður á við og við munum sjá verðbólgumælingar ganga niður. Þetta mun skapa forsendur fyrir lækkun vaxta sem eru farnir að bíta verulega, bæði almenning og atvinnulíf. </span></p> <p><span>Til að styðja við peningastefnuna hefur ríkisstjórnin tekið forystu og gripið til margvíslegra aðgerða. Sýnt gott fordæmi með því að miða launahækkanir æðstu ráðamanna við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans. Varið kaupmátt öryrkja með viðbótarhækkunum á örorkulífeyri almannatrygginga. Til að veita viðnám gegn þenslu og verðbólgu verður viðbótartekjuskattur lagður á fyrirtækin í landinu og ráðist í umtalsvert aðhald í ríkisrekstri – en grunnþjónustan verður þó varin og styrkt þar sem þörf er á. Allar þessar aðgerðir og margar fleiri styðja við sameiginlegt markmið okkar um að tryggja vaxandi velsæld með því að ná niður verðbólgu og vöxtum. </span></p> <p><span>Miklu mun skipta að aðilar vinnumarkaðarins fái ráðrúm til að ná saman um farsæla kjarasamninga til að tryggja að lífskjör hér á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist. Þar munu stjórnvöld hér eftir sem hingað til greiða fyrir samningum eins og hægt er. Miklu skiptir að áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum gangi eftir sem og þátttaka sveitarfélaganna í framkvæmd rammasamkomulags um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til að mæta fyrirsjáanlegri þörf allra hópa fyrir íbúðarhúsnæði. Í vor tilkynnti ríkisstjórnin um tvöföldun framlaga til að tryggja framboð af hagkvæmu húsnæði. Þessi aukning gerir það að verkum að unnt verður að byggja 2000 almennar íbúðir til langtímaleigu fyrir tekjulægri heimili á næstu tveimur árum í stað 1000. Þá verður unnið að bættri réttarstöðu leigjenda á grundvelli tillagna starfshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. A</span><span>uk þess er til skoðunar hvernig betur megi tryggja samræmi og sanngirni við beitingu á beinum húsnæðisstuðningi við leigjendur. Öruggt húsnæði er lykill að lífsgæðum og því eitt forgangsmála ríkisstjórnarinnar. </span></p> <p><span>Frá upphafi hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Úttekt á stöðu ungbarnafjölskyldna stendur nú yfir á vegum þjóðhagsráðs og verða niðurstöðurnar nýttar til að bæta kjör þeirra. Þegar hafa stór skref verið stigin </span><span>til að efla barnabótakerfið og hefur foreldrum sem eiga rétt á barnabótum fjölgað um tíu þúsund á fimm árum.</span></p> <p><span>Í forsætisráðuneytinu vinnum við nú að aðgerðaáætlun til að draga úr fátækt í kjölfar skýrslu sem ég lét vinna að beiðni Alþingis. Þar kom fram að dregið hefur úr fátækt undanfarna tvo áratugi og staðan á Íslandi er með því besta sem þekkist. Það er gott að okkur hefur miðað áfram og það gefur okkur trú á verkefnin. En meðaltöl og langtímaþróun leysa ekki neyð þeirra sem ennþá eiga vart til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn. Sama gildir um áhyggjur foreldra sem ekki geta veitt börnum sínum þátttöku í íþróttum og tómstundum vegna fjárskorts. Fátækt er enn til staðar og þar standa einstæðir foreldrar, örorkulífeyrisþegar og innflytjendur verst. Það kallar á áframhaldandi markvissar aðgerðir á grundvelli greininga.</span></p> <p><span>Árangur í baráttunni gegn fátækt er lykilatriði þegar horft er til almennrar velsældar. Heildarendurskoðun og umbætur á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga sem nú er unnið að í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegur þungt í þessu samhengi. Fyrstu skrefin voru tekin síðasta vetur m.a. með því að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega eftir 14 ára kyrrstöðu. Nýtt kerfi með frekari umbótum verður að fullu innleitt í áföngum á næstu árum og gerir fjármálaáætlun ráð fyrir </span><span>16,5 milljarða króna auknum framlögum á ársgrundvelli þegar það hefur verið innleitt að fullu. Þegar þessar breytingar hafa náð fram að ganga verða þær eitt stærsta skref sem lengi hefur verið tekið af hálfu Alþingis til að draga úr fátækt – og okkur öllum til sóma. </span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Von er á </span><span>uppfærðri aðgerðaáætlun í loftlagsmálum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um áramót. Þar munu birtast endurskoðaðar og nýjar aðgerðir til að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum. Von er á frumvarpi frá umhverfisráðherra um vindorku og þar skiptir mestu að unnið verði faglega, gætt að náttúruvernd, tryggt að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar á sama tíma og við nýtum fjölbreytta möguleika til grænnar orkuöflunar. </span></p> <p><span>Kynntar hafa verið niðurstöður umfangsmikillar vinnu um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins sem byggja á víðtæku samráði og opnu samtali um íslenskan sjávarútveg. Í efnislegum niðurstöðum eru ýmis tíðindi og ég nefni sérstaklega tvennt; annars vegar að meginreglur umhverfisréttar, til dæmis hvað varðar vistkerfa- og varúðarnálgun, verði innleiddar í fiskveiðistjórnunarkerfið og hitt, að viðmið um heildaraflahlutdeild og tengda aðila verði einfölduð og skýrð og gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegfyrirtækja aukið m.a. með skráningu viðskipta með aflaheimildir í opinbera gagnagrunna. Hvorttveggja risastór framfaramál sem við munum fást við á þingvetrinum. </span></p> <p><span>Framundan er fyrsta starfsár nýs Vísinda- og nýsköpunarráðs sem verður stjórnvöldum til ráðgjafar varðandi stefnumótun í þeim málum. Við höfum séð stórfelldan vöxt í þekkingarmiðaðri starfsemi í atvinnulífinu á undanförnum árum sem er orðin ný undirstöðustoð í íslensku atvinnulífi, fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aukist og hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Ríkisstjórnin boðar aukin framlög til háskólanna í fjármálaáætlun sinni enda eru þeir undirstöðurnar undir allan þennan vöxt.</span></p> <p><span>Íbúar höfuðborgarsvæðisins og þau sem þangað eiga leið, sjá nú nýjan Landspítala rjúka upp. Tímamóta framkvæmd sem mun gerbreyta starfsaðstæðum þeirra sem vinna á þessari grundvallarstofnun íslenska heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma höfum við aukið fjárframlög til heilbrigðisþjónustu, hvort sem er í krónum talið eða sem hlutfall af landsframleiðslu, og dregið úr beinni greiðsluþátttöku sjúklinga. Samið hefur verið við sérfræðilækna, styrkir til tannréttinga nær þrefaldaðir.&nbsp; Unnið er samkvæmt áætlun um mönnun heilbrigðiskerfisins sem er risastórt viðfangsefni ekki eingöngu á Íslandi heldur í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. </span></p> <p><span>Ráðherranefnd um íslenska tungu tók til starfa í nóvember síðastliðnum og menningar- og viðskiptaráðherra mun leggja fyrir þingið tillögu um eflingu íslenskrar tungu. Við stöndum á tímamótum þar sem ensk máláhrif eru alltumlykjandi í nýju tækniumhverfi og íslenskan er áskorun fyrir innflytjendur, sem hafa aldrei verið fleiri. Um leið hefur atorka stjórnvalda í góðri samvinnu við ýmis samtök og einstaklinga skilað árangri. En betur má ef duga skal. Við höfum skyldum að gegna til að varðveita íslenska tungu og gera öðrum kleift að njóta hennar, ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur heiminum öllum sem yrði fátækari ef ein þjóðtungan enn hyrfi af sviðinu.</span></p> <p><span>Herra forseti.</span></p> <p><span>Í veröld allri hafa dregist upp skarpar átakalínur undanfarin misseri og ár. Á sama tíma </span><span>og loftslagsváin hefur skapað neyðarástand víða hefur átökum í heiminum fjölgað. Oftar en ekki snúast þau átök um grundvallarréttindi fólks. Á vettvangi alþjóðastofnana er tekist á um mannréttindi sem við héldum að við hefðum þegar barist fyrir – eins og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama eða réttindi hinsegin fólks. Tekist er á um gildi þeirrar samfélagsgerðar sem við höfum byggt upp – lýðræði, frelsi, mannréttindi og réttarríkið. Víða er vegið að sjálfstæði dómstóla og grafið undan löggjafarvaldinu. Ísland á að beita sér og tala hátt og skýrt fyrir þessum gildum á alþjóðavettvangi. Ísland tók í fyrsta sinn sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019 og beitti sér þar af krafti. Við bjóðum okkur nú fram á nýjan leik til setu þar á árunum 2025-2027.</span></p> <p><span>Áfram munum við berjast fyrir jafnrétti kynjanna heima og að heiman og ég mun leggja fyrir þingið frumvarp um Mannréttindastofnun núna strax í haust sem er forsenda þess að unnt verði að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn. </span></p> <p><span>Það er alltaf krefjandi viðfangsefni að vera í ríkisstjórn og ekki síður óvenjulegri ríkisstjórn. </span><span>Óvenjulegri vegna þess að það er sjaldgæft að ólíkir flokkar taki sig saman um að byggja brýr á milli gagnstæðra póla með velsæld fólksins í landinu að leiðarljósi. En það gerir hlutverk stjórnarandstöðu líka óvenjulegt og krefjandi enda er hún ekki síður innbyrðis ólík en ríkisstjórnin.</span></p> <p><span>Auðvitað ætti það ekki að vera framandi. Okkar daglega líf og samskipti snúast að miklu leyti um þetta – að kunna ekki bara að hlusta á ólík sjónarmið, heldur virða þau og geta komist að sameiginlegri niðurstöðu í þágu heildarinnar. Allt frá því hvað á að vera í kvöldmatinn, hver skjátíminn á að vera og hvaða verkefnum á að forgangsraða í húsfélaginu yfir í það hvernig við aukum velsæld og náum árangri í loftslagsmálum. Öll slík verkefni byggja á því að skilgreina markmið sem eru samfélaginu til hagsbóta og finna svo leiðir að þeim – og það getur kallað á málamiðlanir um leiðina og hversu hratt markmiðum verður náð.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur tekist á við mörg stór mál með þessum hætti með góðum árangri. Það stærsta án efa heimsfaraldurinn en einnig má nefna breytingar á skattkerfinu, stuðning við kjarasamninga og kaupmáttaraukningu, rammaáætlun og fleira mætti telja. Og ég fagna því að sjá málefnalegt frumkvæði Viðreisnar að því að eiga þverpólitískt samtal um málefni útlendinga – ég held að slík vinnubrögð geti fært samfélaginu öllu árangur og framfarir. </span></p> <p><span>Það eru mörg mikilvæg mál sem við þurfum að takast á við. Og ég hef enn trú á að besta pólitíkin sé að vinna að sátt um lausnirnar frekar en pólitík sem snýst um að herða pólana og færa þá lengra í sundur. Og ég er viss um að við sem byggjum þetta land erum langflest sammála um það. Ég er ekki aðdáandi þeirra stjórnmálamanna sem telja sér til tekna að semja aldrei, líta á hverja sátt sem uppgjöf og telja deilur sér til tekna fremur en sátt og samvinnu. Það er nefnilega fleira sem sameinar okkur heldur en sundrar og þessi ríkisstjórn sem nú situr var mynduð til að finna leiðir að markmiðum sem þjóðin getur sameinast um frekar en deilur og flokkadrætti. </span></p> <p><span>Þar með er ekki sagt að pólitísk deilumál eigi að víkja til hliðar og lognmollan ein að ríkja. En það er sitt hvað pólitík sem annars vegar byggir á skautun, virðingarleysi fyrir pólitískum andstæðingum og popúlisma og hins vegar þeirri pólitík sem tekst á við þá staðreynd að fólkið í þessu landi hefur ólíkar skoðanir og reynir að leiða fram skynsamlega niðurstöðu mála sem megin þorri þjóðarinnar getur fellt sig við. </span></p> <p><span>Verkefni þessarar ríkisstjórnar og alls Alþingis eru ljós og skýr. Meginviðfangsefnið er að ná niður verðbólgu og vöxtum og byggja ofan á þann góða árangur sem náðst hefur í efnahags- og velferðarmálum þrátt fyrir áhlaup síðustu ára. Við erum á réttri leið og nú þarf að tryggja að batinn sem fram undan er skili sér inn í íslenskt samfélag, efnahagslíf og inn á hvert heimili. Það er verkefni okkar og frá því munum við ekki hvika. Ábatann munum við sjá í vetur svo fremi sem okkur auðnist að vinna saman að stóru markmiðunum – heill og velferð íslensku þjóðarinnar.</span></p>
13. september 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á dómstóladeginum 8. september 2023<p><span>Kæru gestir, takk fyrir að bjóða okkur handhöfum ríkisvalds á dómstóladaginn – þetta er einn skemmtilegasti klúbbur á landinu.</span></p> <p><span>Í dag ræðum við þrískiptingu ríkisvaldsins með sérlegri áherslu á sjálfstæði dómsvaldsins en þrískiptingunni er ætlað að tryggja sjálfstæði hverrar greinar ríkisvaldsins og tempra áhrif eins valdhafa fram yfir aðra og koma þar með í veg fyrir misnotkun valdhafa gagnvart fólkinu í landinu. Þetta er hvorki nýtt álitamál né þess eðlis að umræðu um inntak og eðli þess verði einhvern tímann lokið. Breytingar á samfélaginu, þjóðfélagsgerð og tækniframfarir eru allar til þess fallnar að vekja upp spurningar um samspil og þessi mörk. </span></p> <p><span>Í upphafi vil ég hins vegar benda sérstaklega á að margt fleira í stjórnskipan okkar og samfélaginu sjálfu temprar vald – til dæmis innan hverrar greinar ríkisvaldsins. Ef ég sem forsætisráðherra gerist of gírug til valda er ég í fyrsta lagi með embættismenn mér við hlið sem myndu vara mig við. Í öðru lagi þarf ég að koma stærri málum í gegnum ríkisstjórn, til dæmis breytingar á lögum sem lögð eru fram sem stjórnarfrumvörp á Alþingi.&nbsp; Hver ráðherra fer síðan samkvæmt forsetaúrskurði með tiltekin málefni og getur því ekki beitt valdi sínu á öðrum sviðum en þeim sem heyra undir hann – og ráðherrar eru almennt mjög passasamir um að aðrir ráðherrar seilist ekki inn á þeirra svið. </span></p> <p><span>En þótt í stjórnskipan okkar sé ráðherra æðsti handhafi framkvæmdavalds á sínu málefnasviði setur stjórnarskrá og löggjöf þessu framkvæmdavaldi ráðherra mörk. Samkvæmt stjórnarskrá hafa sveitarfélög sjálfsstjórnarrétt og ráða málum sínum sjálf eftir því sem lög ákveða. Þá eru fjölmörg sjálfstæð stjórnvöld, kærunefndir og úrskurðarnefndir sett á fót með lögum sem takmarka framkvæmdavald ráðherra. Forseti lýðveldisins er varnagli þegar mikið liggur við. Þá er þingið með sérstakar eftirlitsstofnanir, þ.e. umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðun. Síðan er það auðvitað aðhald almennings og fjölmiðla á grundvelli tjáningarfrelsis og síðan kjósenda í kosningum. Loks má ekki gleyma aðhaldinu sem kemur frá alþjóðasamfélaginu.</span></p> <p><span>Þótt ég nefni þarna ýmsa fleiri aðila sem veita aðhald þá eru dómstólar í algeru lykilhlutverki sem síðasta vígið þegar á reynir sem áttaviti réttarríkisins. Þangað geta einstaklingar leitað þegar allt annað þrýtur og dómarar gæta að ýmsum grundvallarréttindum eins og þeirra sem sviptir eru frelsi. En dómstólarnir hafa auðvitað líka óbein áhrif á allt samfélagið með því að túlka lögin, þróa réttinn og taka þátt í að leggja línur um hvað það þýðir að búa í lýðræðissamfélagi. Embættismaðurinn sem hefur temprandi áhrif á ákvarðanir ráðherra styðst við fordæmi dómstóla og afstýrir því að mál þurfi nokkurn tíma að fara svo langt. </span></p> <p><span>Eftir sem áður er ætíð til staðar hættan á of mikilli samþjöppun valds og misbeitingu þess í þágu ólýðræðislegra eða annarlegra hagsmuna. Á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí síðastliðnum var lýst áhyggjum af því bakslagi sem hugsjónir Evrópuráðsins um lýðræði, mannréttindi og réttarríkið verða nú fyrir, grófasta dæmið er auðvitað innrás Rússa í Úkraínu, en aðför að dómsvaldinu í Póllandi og Ungverjalandi hefur einnig verið mikið áhyggjuefni. Utan Evrópu má nefna gríðarleg átök um sjálfstæði dómstóla í Ísrael.</span></p> <p><span>Leiðtogarnir sáu því ástæðu til þess nú að ítreka helstu grunngildi lýðræðisríkja og að þátttökuríkin myndu meðal annars standa vörð um aðgreiningu valdstoðanna með viðeigandi gagnkvæmu aðhaldi milli mismunandi stofnana ríkisins á öllum stigum til að afstýra of mikilli samþjöppun valds. </span></p> <p><span>Þá skyldi tryggja sjálfstæða, óhlutdræga og skilvirka dómstóla. Dómarar þyrftu að vera frjálsir gagnvart utanaðkomandi íhlutun, þar á meðal frá framkvæmdarvaldinu.</span></p> <p><span>Þannig að frumskylda mín á þessu sviði í forystu fyrir framkvæmdavaldinu er að stuðla að og standa vörð um sjálfstæði dómstóla. Það varðar m.a. fyrirkomulag við val á dómurum, afskiptaleysi af meðferð dómsmála og að virða &nbsp;dómsniðurstöður en einnig aðbúnað og fjárhag dómstóla. Hér á landi höfum við styrkt dómskerfið með ýmsum hætti á undanförnum árum. Nýtt dómstig var tekið upp og sjálfstæði dómstólanna frekar tryggð í stjórnsýslu og sameiginlegum málefnum með tilkomu Dómstólasýslunnar. </span></p> <p><span>Hins vegar verður ekki annað sagt en að ákveðið bakslag hafi orðið í þessari þróun þegar íslenska ríkið var talið brotlegt við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í Landsréttarmálinu. Það mál ætti að vera okkur öllum lærdómur um að vanda þurfi sérstaklega vel til verka til að tryggja hið mikilvæga jafnvægi milli ólíkra greina ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla. </span></p> <p><span>Í yfirskrift þessa dagskrárliðar er talað um valdmörk. Fræðilega séð getur misbeiting valds orðið hvar sem er innan ríkisvaldsins og reyndar utan þess líka. Oftast hafa menn auðvitað framkvæmdarvaldið í huga og að koma þurfi í veg fyrir að forseti eða forsætisráðherra sé of einráður og beygi aðra handhafa ríkisvalds undir sig.</span></p> <p><span>Skiptar skoðanir eru á því hvernig dómstólar standa sig í því hér á landi að veita löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. Eftirlit dómstóla með athöfnum annarra handhafa ríkisvalds er hins vegar ekki almennt heldur reynir á það þegar aðilar bera mál upp fyrir dómstóla þar sem reynir á stjórnskipulegt gildi laga og heimildir framkvæmdarvalds. Dómstólar annast ekki almennt eftirlit með störfum okkar hinna. Þá eru ýmis réttarfarsskilyrði sem þarf að uppfylla þ.m.t. áskilnaðurinn um lögvarða hagsmuni af sakarefni og að dómstólar svari ekki svokölluðum lögspurningum sem reynir oft á í slíkum málum. Einhverjir hafa bent á að strangar kröfur dómstóla varðandi réttarfarsskilyrði séu fyrst og fremst í þágu annarra valdhafa, þ.e. löggjafans og framkvæmdarvaldsins, og að það hafi leitt af sér verulegar takmarkanir á því hvaða athafnir opinberra aðila verði bornar undir dómstóla. Þá hefur verið vakið máls á því hvort að reglur um málsforræði og útilokun bindi hendur dómstóla of mikið þegar reynir á handhöfn framkvæmdavalds eða stjórnskipulegt gildi laga.&nbsp; </span></p> <p><span>Aðrir eru hins vegar á því að sé tekið mið af þróun í réttarframkvæmd hér á landi verði ekki annað ályktað en að eftirlitshlutverk dómstólanna gagnvart framkvæmdavaldinu hafi aukist. Vegur þar þungt aukin áhersla á hugmyndir um réttarríkið og rétt borgaranna til að fá úrlausn sjálfstæðra dómstóla um hvort handhafar ríkisvalds misbeita valdi sínu. </span></p> <p><span>Sú staða getur líka komið upp að dómstólar setji ofan í við aðrar stoðir ríkisvalds vegna aðgerðaleysis. Slíkir dómar hafa verið að falla erlendis – meðal annars á sviði umhverfismála og vegna loftslagsvandans. Ég nefni hér að 7. júní sl. féll dómur í æðsta stjórnsýsludómstóli Finnlands um það hvort að umhverfisverndarsamtök gætu borið aðgerðarleysi finnskra stjórnvalda í að draga úr losun gróðurhúslofttegunda undir dómstóla. Enda þótt að ekki hafi verið um áfellisdóm að ræða af þeirri ástæðu að ekki hafi legið fyrir eiginleg ákvörðun sem bera mátti undir dóminn má ráða af forsendum hans að dómstólar kunni að þurfa að skera úr áframhaldandi aðgerðarleysi.</span></p> <p><span>Ég hef sjálf barist um árabil fyrir því að rétturinn til heilnæms umhverfis verði stjórnarskrárvarinn – og mun leggja á ný fram tillögur þessa efnis á þessu kjörtímabili. Meðal annars fyrir tilstilli Íslands var fjallað um þennan rétt í niðurstöðum leiðtogafundar Evrópuráðsins sem ég vísaði til hér áðan. </span></p> <p><span>Ef löggjafarvaldið tekur ekki á þessu álitaefni getum við reiknað með því að slík mál muni rata til dómstóla sem þurfa þá að leysa úr álitaefninu. Að sjálfsögðu á þetta að vera hlutverk löggjafarvaldsins að móta almennar reglur sem framkvæmdavaldið fylgir eftir en dómstólar skeri úr álitaefnum slíkrar settra lagareglna ef á reynir. </span></p> <p><span>En afskiptin geta verið í báðar áttir. Nýlega hefur reynt á mörk afskipta löggjafar- og framkvæmdarvalds af launakjörum dómara. Í frumvarpi til laga sem ég flutti til að draga úr launahækkunum til æðstu embættismanna var vitnað til þess í greinargerð að Feneyjanefnd Evrópuráðsins hefði sagt í áliti; „... að komi til skerðingar á kjörum dómara af efnahagslegum ástæðum þá þurfi að gæta þess að launin séu áfram í samræmi við virðingu embættisins og ábyrgð sem því fylgi. Almenn lækkun launa opinberra starfsmanna þegar harðnar verulega á dalnum megi ná til dómara og verði ekki talin brot á sjálfstæði dómstóla. Laun dómara hljóti að taka mið af aðstæðum og kjörum annarra háttsettra embættismanna. Það megi líta á slíkt sem tákn um samstöðu og félagslegt réttlæti.“ Nú stendur yfir dómsmál þar sem dómarar telji að þessi sameiginlega aðgerð vegi að sjálfstæði dómstóla. Eðli málsins samkvæmt eru það dómstólar sem þurfa að skera úr þeirri þrætu líkt og þegar deilt er um gildi löggjafar eða athafna framkvæmdavaldsins. </span></p> <p><span>En það má spyrja sig þegar um er að ræða almennar aðgerðir til þess að bregðast við yfirvofandi efnahagsvanda þjóðarinnar og landsins forna fjanda verðbólgunni hvort að handhafar einnar greinar ríkisvaldsins þ.e. dómsvaldsins eigi að vera þar undanskildir? Spyrja má sig ef dómarar væru ávallt undanskildir slíkum breytingum hvort að í því fælust skilaboð um að sú grein ríkisvalds sé mikilvægari heldur en aðrar? Að sama skapi má spyrja hvort að slíkar breytingar vegi þá líka að sjálfstæði annarra greina ríkisvaldsins ekki síður en dómsvaldsins?&nbsp; Ég ítreka að á endanum er það dómstóla að skera úr þessum ágreiningi sem endranær – en það er mín skoðun að allar greinar ríkisvaldsins beri ríka skyldu til að sýna samfélagslega ábyrgð og samstöðu þegar tekist er á við efnahagslegan vanda. </span></p> <p><span>Í stærra samhengi má greina visst jákvætt samspil handhafa ríkisvalds við að þróa samfélagið áfram. Stundum ryður löggjafinn nýjum viðhorfum braut en stundum er dómsvaldið í því hlutverki, þessa má sjá stað í jafnréttismálum til dæmis. Ég vil nefna annað dæmi um slíkt samspil í almannaþágu. Alþingi setti árið 1998 lög um þjóðlendur. Síðan hefur hægt og bítandi verið farið yfir allt landið á vegum framkvæmdarvaldsins til að draga mörk milli eignarlanda og þjóðlendna. Mörg málanna hafa komið til kasta dómstóla sem hafa leyst úr endanlegum álitamálum hvað þetta varðar. Einstaka lagabreytingar hefur þurft að gera til að fínpússa regluverkið. Ríki og sveitarfélög taka svo við umsýslu viðkomandi landsvæða. Þarna hafa allar þrjár greinar ríkisvaldsins og ýmsar deildir innan þess á 25 ára tímabili hjálpast að við að færa landsmönnum auðlind sem áður var mjög óljóst hver réði yfir. </span></p> <p><span>Annað sem er sameiginlegt viðfangsefni er traust til okkar starfa. Ef marka má mælingar Gallup og OECD þá getum við bætt okkur verulega þar.&nbsp;Vantraust getur haft slæmar afleiðingar, gert erfiðara að halda uppi lögum og reglu og meðal annars aukið líkur á að popúlískir flokkar komist til valda með tilheyrandi hættu fyrir grundvöll samfélagsins. Eitt af því sem stuðlað getur að auknu trausti er gagnsæi. Nýlegar breytingar á upplýsingalögum fólu í sér að þau ná nú yfir allar þrjár greinar ríkisvaldsins. Það má spyrja sig hvort meira þurfi að koma til til að bæta aðgengi almennings að upplýsingum á öllum sviðum hins opinbera. </span></p> <p><span>Í þessu sambandi vil ég velta því upp hvernig megi auka skilning á störfum dómara. Ég hygg að það sé nokkuð sérstakt hér á landi hversu mjög dómarar halda sér til hlés í opinberri umræðu. Að vissu marki er það skiljanlegt, sérstaklega í fámennu landi þar sem nálægðin er meiri en annars staðar. Dómar eiga að tala sínu máli og dómarar vilja sjálfsagt ekki lenda í þeirri aðstöðu að dragast inn í rifrildi um dómsniðurstöður. Ég vek hins vegar athygli á því til samanburðar að núverandi forseti Hæstaréttar Danmerkur skrifaði á árunum 2010-2022 tæplega 100 greinar í Jyllandsposten um áhugaverð dómsmál og það á meðan hann var hæstaréttardómari.&nbsp;Hann hætti því svo þegar hann varð forseti réttarins því þá yrði erfiðara fyrir hann að tjá sig í eigin nafni, þ.e.a.s. hættara væri að orð hans yrðu túlkuð sem skoðun Hæstaréttar.</span></p> <p><span>Í framhaldinu má velta því upp hversu mikið löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið geta tjáð sig um störf dómsvaldsins. Sjálf hef ég frekar haldið mér til hlés þegar niðurstöður dómsmála eru til umræðu í samfélaginu en hef þó oft heilmiklar skoðanir á málum. Á forsætisráðherra að tjá sig um niðurstöður dómstóla eða á hún að sleppa því að tjá sig um slíkar niðurstöður stöðu sinnar vegna? Þó að dómur sé endir allrar þrætu og ekki verði meira gert í málum getur maður vissulega haft skoðanir á niðurstöðunum – ýmist verið sammála eða haft verulegar athugasemdir við röksemdir eða niðurstöðu. En ef forsætisráðherra lýsir skoðun sinni þegar dómur er fallinn – er hún þá að hafa afskipti af dómstólum? &nbsp;Ég hef hins vegar ávallt verið skýr með það að þegar endanlegur dómur er fallinn ber framkvæmdavaldi skýlaust að fara að niðurstöðum dómstóla.</span></p> <p><span>Í fyrrnefndri ályktun leiðtogafundar Evrópuráðsins var vísað í það fræga hugtak: checks and balances, á endanum snýst þetta samspil valdstoðanna um að veita mótspyrnu þegar komið er út fyrir eðlileg mörk og tryggja þannig eins konar jafnvægi þar sem enginn einn valtar yfir hina. Að flestu leyti held ég að okkur hafi lánast ágætlega að viðhalda slíku jafnvægi á Íslandi í heildina tekið. Og það er mikilvægt – þrískipting ríkisvaldsins sem fæst okkar velta mikið fyrir sér í daglegu lífi er í raun undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við eigum og mikilvægi þess að viðhalda jafnvæginu milli ólíkra stoða verður seint ítrekað nægjanlega.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p> <div><hr align="left" size="1" width="33%" /> </div>
10. júlí 2023Blá ör til hægriSjálf­bært Ís­land og smit­á­hrif okkar á heims­vísu - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Vísi 6. júlí 2023<p>Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í&nbsp;<a href="https://www.overshootday.org/">byrjun ágúst</a>&nbsp;og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/sjalfbaert-island/">sjálfbært Ísland</a>&nbsp;í breiðu samfélagslegu samráði.</p> <p>Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/library/Pdf-skjol/Iceland's%20VNR%202023%20-%20final%20version%209.6.23.pdf">stöðuskýrslu</a>&nbsp;til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p> <p>Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á&nbsp;<a href="https://www.government.is/topics/sustainable-iceland/side-event-on-spillover-effects/">vefsíðu Sjálfbærs Íslands</a>&nbsp;. Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er.</p>
17. júní 2023Blá ör til hægriÞjóðhátíðarávarp Katrínar Jakobsdóttur á Austurvelli 17. júní 2023<div>Kæru landsmenn,</div> <div>&nbsp;</div> <div>Íslensku þjóðinni hefur á ríflega 1100 árum lánast að koma sér upp einstakri veðurgleymsku sem lýsir sér í því að við munum aðeins sólardaga frá liðnum sumrum og erum ævinlega jafn hissa þegar bjartasti mánuður ársins reynist ekki sá heitasti. Þrátt fyrir margra alda þjálfun í bjartsýni verður víst ekki litið framhjá því að aldrei hafa mælst jafn fáar sólskinsstundir í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna hreyfa í engu þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla og ef ekki, nú þá verður haustið alveg örugglega gott.</div> <div>&nbsp;</div> <div>En gusturinn er ekki aðeins í veðrinu, það gustar líka í efnahagslífinu. Verðbólga er áberandi hér sem og annars staðar á Vesturlöndum. Síðustu mánuði höfum við fundið fyrir verðhækkunum og hækkandi vöxtum en verðbólguástand bitnar alltaf verst á þeim sem síst skyldi. Þess vegna skiptir miklu máli að kveða hana niður. Þar eru engar töfralausnir á borðum en teikn eru nú á lofti um að draga muni úr verðbólgunni á næstu mánuðum og að samræmdar aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka hafi tilætluð áhrif.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Ríkisstjórnin og Alþingi ákváðu undir lok þingsins að takmarka launahækkanir æðstu ráðamanna til að senda skýr skilaboð um að þeir sem betur mega sín og hærri hafa launin verða að sýna sérstaka ábyrgð í þessu ástandi. Þá tókum við líka ákvörðun um að tvöfalda framlög ríkisins til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði sem er lykilatriði til að tryggja velsæld og bæta framboð á erfiðum húsnæðismarkaði.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Margar þjóðir Evrópu búa nú við lítinn sem engan hagvöxt á sama tíma og verðbólga hefur neytt Seðlabanka Evrópu til að hækka vexti. Við Íslendingar erum í annarri stöðu. Hér eru efnahagsleg umsvif mikil, atvinnuástand gott og afkoma ríkissjóðs hefur farið batnandi í stórum skrefum. Íslenskt hagkerfi hvílir á mun fjölbreyttari stoðum en áður sem eykur viðnámsþrótt þess í svona aðstæðum. Saman munum við ná verðbólgunni niður og halda áfram að bæta lífskjör allra landsmanna.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Góðir Íslendingar.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Það er engin tilviljun að Ísland mælist meðal bestu landa í heimi þegar mæld eru lífskjör og lífsgæði. Við búum að ríkulegum auðlindum og í krafti vísinda og tækni í bland við þó nokkra vinnuhörku höfum við náð eftirtektarverðum árangri. En vaxandi efnahagur býr ekki til gott þjóðfélag þótt hann sé góður grunnur. Samfélagsgerðin, hvernig við umgöngumst hvert annað og hvernig við störfum og lifum saman, ræður því hvort samfélagið telst gott, hvort lífskjör í víðustu merkingu þess orðs séu góð. Við getum verið stolt yfir því sem vel hefur tekist en slíkt stolt þarf að hvíla á þeirri trú að alltaf megi gera betur.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Jafnréttisbaráttan endurspeglar þetta vel. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi þegar jafnrétti kynjanna er mælt á alþjóðlega mælikvarða. En er þá baráttunni lokið? Nei, við hættum ekki fyrr en fullu launajafnrétti er náð, fyrr en kynbundið ofbeldi og áreitni heyrir sögunni til og fyrr en hinni ólaunuðu vinnu er jafnt skipt. Og jafnvel þá, þegar öllu þessu er náð, þá þurfum við að viðhalda og tryggja að næstu kynslóðir varðveiti árangurinn og efli.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Annað dæmi er sú staðreynd að dregið hefur marktækt úr fátækt á landinu. Kaupmáttur allra tekjutíunda hefur aukist seinustu ár. Þýðir það að verkefninu sé lokið? Nei, það breytir því ekki að við viljum gera betur og tryggja sem best að enginn búi við fátækt. Það verður verkefni okkar hér eftir sem hingað til að tryggja að hvorki börn né aðrir búi við fátækt í íslensku samfélagi.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Nýjar áskoranir mæta okkur hér á landi eins og heiminum öllum. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað, loftslagsváin lætur enga þjóð ósnortna. Við höfum sett okkur markmið og áætlanir til að takast á við þessar áskoranir. Ég er sannfærð um að mikill meirihluti landsmanna er meira en reiðubúinn til að leggja mikið á sig til að Ísland skili sínu í þessari baráttu. Á ferðum mínum um landið í vor hitti ég fólk um land allt til að ræða þetta. Samhljómur er um að við þurfum að gera meira til að ná árangri og tryggja að Ísland verði sjálfbært samfélag. Stjórnvöld þurfa að vísa veginn í þeirri baráttu – en til þess að ná árangri þurfum við öll að taka þátt til að hafa áhrif til góðs með lífsháttum okkar.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Önnur áskorun er þróun gervigreindar en hún og fylgifiskar hennar hafa orðið raunverulegri í hugum margra á undanförnum mánuðum. Gervigreind getur gert ótrúlega hluti. Ég get beðið hana að skrifa menntastefnu fyrir vinstri-grænan stjórnmálaflokk og fengið plagg ekki ósvipað plaggi minnar eigin hreyfingar – án þess að halda tuttugu fundi og deila um einstakar setningar. En vill fólk ekki vita hvað öðru fólki raunverulega finnst, fremur en að lesa tölvuskrifað plagg? Eins er með skáldverk, fræðirit og ræður eins og þessa. Liggur gildi þeirra ekki í að vera tjáning fólks, ófullkomin en um leið mannleg og lifandi? Höfum við í raun og veru minnsta áhuga á texta sem manneskja hefur ekki samið eða mynd málaða af vél, sama hversu tæknilega fullkomin slíkt verk kynni að vera?&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Gervigreindin vekur spurningar um menntun, vinnumarkað, pólitíska umræðu, neysluvenjur og margt fleira. En fyrst og síðast vekur hún spurningar um mennskuna, hver við erum og hver við viljum vera. Að sjálfsögðu þurfum við að skilja tæknina til að geta stýrt henni og tryggt að hún nýtist til góðra verka. En mestu skiptir að við skiljum okkur sjálf til að geta tryggt að mennskan lifi af allar þær umfangsmiklu breytingar sem nú eru að verða.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Páll Skúlason heimspekingur benti á að menntun snerist um að efla mennsku – að efla okkur sem menn og sem þátttakendur í samfélagi. Menntun væri ekki aðeins þjálfun í tiltekinni tækni eða öflun þekkingar. Hún væri þroskaferli sem leiddi að markmiði. Og til þess að ná því markmiði þyrfti að skilja mennskuna, skilja fólk. Menntun er lykilatriði til að mæta þessum stóru áskorunum. Þær byrja og enda á okkur sjálfum.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Kæru landsmenn</div> <div>&nbsp;</div> <div>Á einum af rigningardögunum mörgu í maí flykktust leiðtogar Evrópu til Íslands til þess að ræða hvernig við getum sem best tryggt þau gildi sem við viljum eiga saman: Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Þar ræddum við sérstaklega innrás Rússa í Úkraínu og hvað við getum gert til að koma á réttlátum friði. En við ræddum líka þá staðreynd að lýðræðið á víða undir högg að sækja. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið ásmegin víða um heim vegna þess að þau þykjast bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum viðfangsefnum. Við þurfum að velta fyrir okkur hvers vegna slík gylliboð freista nú meira en oft áður. Eftir seinni heimsstyrjöldina var heimurinn rækilega bólusettur fyrir lýðskrumi hins sterka en vörnin sem fólst í þeirri hrikalegu reynslu virðist vera að dofna.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Á þessum degi fögnum við lýðveldinu. Við fögnum líka lýðræðinu sem hefur orðið sannur aflvaki framfara á Íslandi. Í sjálfstæðisbaráttunni skipti miklu sannfæringin um að okkur miðaði fram á veg. Sá maður sem við helst þökkum þennan áfanga, Jón Sigurðsson, afmælisbarn dagsins, hafði þessa einlægu sannfæringu og segir eftirfarandi í ritgerð sinni Um skóla á Íslandi:&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div><em>Öll framför mannkynsins er byggð á því að halda við því, sem einu sinni er numið, og láta það gánga frá einum knérunni til annars ; með því að ein kynslóð býr þannig undir fyrir aðra, verður því komið til leiðar, að mannkyninu fer alltaf fram, þegar á allt er litið, þó oft hafi verið farið afvega, og stundum sýnist það heldur reka en gánga.</em></div> <div>&nbsp;</div> <div>Það getur sýnst reka þegar sólin felur sig á bak við ský um tíma en við vitum líka að saga Íslands er saga mikillar velsældar á skömmum tíma. Og þar hafa leiðbeiningar Jóns Sigurðssonar skipt máli. Menntun var eitt af því þrennu sem hann taldi lykilatriði fyrir sjálfstæði Íslands ásamt löggjafarvaldi og verslunarfrelsi. Í ritgerð sinni um skóla talaði Jón skýrt: Skólunum var ætlað að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð. Hann taldi að menn mættu ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri – og Jón þurfti að eiga við féfast íslenskt þing – því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða.</div> <div>&nbsp;</div> <div>Til þess að stuðla að almennum samfélagslegum framförum er nauðsynlegt að hugsa samfélagið út frá fólkinu sem það byggir. Menntun, menning og mennska eru af sömu rót runnin, hið mannlega og ræktun þess, tilgangur menntunarinnar getur því aldrei verið sá einn að undirbúa einstaklinginn fyrir ákveðin störf síðar á æviskeiðinu.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Til að takast á við áskoranir á sviði umhverfismála, tæknibreytinga og fjölbreyttari samfélaga mun menntun skipta sköpum. Það hefur sjaldan verið meiri þörf á öflugri menntun í landinu – meðal annars til að mæta þeirri staðreynd að hér hafa aldrei búið fleiri af erlendum uppruna. Fjölbreytninni fylgir fegurð og gróska en um leið kallar hún á aukinn kraft í íslenskukennslu og íslenskumenntun,kallar á fjölbreytta menntun til að tryggja að við öll getum fundið okkar tækifæri í samfélaginu og skilið hvert annað. Fátt tryggir félagslegan hreyfanleika betur en jafnt aðgengi að menntun. Aukin áhersla á menntun mun marka veginn til framfara og tryggja að hér á landi verði áfram gott samfélag.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div> <div>Kæru landsmenn.</div> <div>&nbsp;</div> <div>17. júní er alltaf fallegur dagur, alveg óháð því hvaða veður gráglettin náttúruöflin skenkja okkur. Hann er fallegur því að hann minnir á sameiginlega sögu okkar aftur í aldir. Á þessum fallega degi munum við af hverju við erum þjóð, að við eigum saman samfélag – við stöndum ekki ein á berangri heldur saman; erum öll hluti af stærri heild. Við eigum gildi sem hafa fylgt okkur í allri sögu okkar sem fullvalda þjóð: lýðræði, jöfnuð og mannréttindi. Þessi gildi eru ekki til að stæra sig af heldur nauðsyn sem nærir okkur og veitir kraft til að halda áfram því verki sem við höfum fengið í arf frá forfeðrum okkar.&nbsp;</div> <div>Til hamingju með daginn.&nbsp;</div> <div>&nbsp;</div>
16. júní 2023Blá ör til hægriFramtíðarsýn í málefnum útlendinga - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Vísi 14. júní 2023<p>Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt. Markmið laganna voru að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum og að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga.</p> <p>Það er mikilvægt að rifja þetta upp nú, sex árum eftir að þessi lög voru samþykkt. Á þeim tíma hefur margt breyst í heiminum í kringum okkur. Fólksflutningar í heiminum hafa aldrei verið meiri en talið er að yfir 281 milljón manna sé á faraldsfæti eða um 3,6% jarðarbúa. Það er gríðarlegur fjöldi fólks. Allar spár benda til þess að þessir fólksflutningar muni aukast enn, vegna loftslagsbreytinga og versnandi umhverfisaðstæðna.</p> <p>Heimurinn hefur breyst frá samþykkt útlendingalaga. Íslenskt samfélag hefur líka breyst en nú eins og þá er ríkur vilji til að Ísland taki vel á móti því fólki sem hingað leitar eftir skjóli eða kemur í leit að betra lífi.</p> <p>Framkvæmd laganna á þeim árum sem eru liðin hefur oft verið umdeild og breytingar hafa verið gerðar, flestar í þá átt að gera kerfið mannúðlegra, til dæmis með því að stytta málsmeðferðartíma í málum þar sem börn koma við sögu. Þannig var hámarkstími málsmeðferðar styttur á síðasta kjörtímabili, bæði í hælismálum og verndarmálum þegar börn eiga í hlut. Þá hefur jafnframt verið lögð áhersla á að um hámarkstíma sé að ræða og málsmeðferð eigi alla jafna að taka skemmri tíma. Vilji stjórnvalda er því skýr um að sérstaklega þurfi að gæta að hagsmunum barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.</p> <p>Í þessu samhengi getur tölfræðin verið gagnleg til að sýna breytingu á milli tímabila, þótt hún segi ekki alla söguna. Árið 2012 var hlutfall innflytjenda á Íslandi 8% en í fyrra voru 15,5% íbúa landsins innflytjendur samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það ár sóttu 118 einstaklingar um alþjóðlega vernd og 15 einstaklingar hlutu alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 5 í gegnum verndarkerfið.</p> <p>Árið 2017 var sama mynd svona: 1096 sóttu um vernd á Íslandi og 226 fengu alþjóðlega vernd, þar af 178 í gegnum verndarkerfið. Þegar við lítum á stöðuna í dag er staðan sú að í fyrra sóttu 871 manns um vernd og heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd var 577 einstaklingar, þar af 353 í gegnum verndarkerfið. Stríðið í Úkraínu hefur svo haft þau áhrif að það sem af er þessu ári hafa um 1700 manns sótt um vernd og meira en 1100 einstaklingar hlotið hana.</p> <p>Eins og sést á þessum tölum hlýtur fólk vernd hér á landi ekki aðeins í gegnum verndarkerfið, heldur getur vernd einnig verið á grundvelli fjölskyldusameiningar og sömuleiðis getur vernd fyrir flóttafólk einnig verið í boði stjórnvalda og er þá oft kallað kvótaflóttafólk. Þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár, og er oft um að ræða fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem statt er í flóttamannabúðum og hefur engar bjargir til að koma sér sjálft þaðan. Stefna ríkisstjórnarinnar er að taka á móti enn fleira kvótaflóttafólki á næstu árum.</p> <p>Þá hafa íslensk stjórnvöld á undanförnum árum mótað afar skýra stefnu í því að taka sérstaklega á móti viðkvæmum hópum. Þá stefnu má sjá birtast í því kvótaflóttafólki sem við höfum tekið á móti og má þar sérstaklega nefna konur frá Afganistan sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti eftir að Talibanar tóku þar aftur völdin. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig boðið fram aðstoð við að taka á móti fötluðum börnum frá Úkraínu og fjölskyldum þeirra.</p> <p>Þegar við berum saman stöðuna hér við önnur Norðurlönd þá eru umsóknir um vernd á hverja 10.000 íbúa hér mun fleiri en annars staðar á Norðurlöndum en á Íslandi eru það 23 umsóknir á hverja 10.000 íbúa, næsta land fyrir neðan er Svíþjóð með 11 umsóknir á hverja 10.000 íbúa. Önnur Norðurlönd eru með færri umsóknir.</p> <p>Á sama tíma hefur mikil gerjun átt sér stað í umræðu um þessi mál í löndunum í kringum okkur og þar hafa annars konar breytingar verið gerðar, flestar í þá átt að herða regluverkið. Því er það kúnstugt að heyra því haldið fram að hérlend löggjöf sé með því harðasta sem gerist á alþjóðavettvangi, sú fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun.</p> <p>Hins vegar er það svo að það er flókið að ræða kerfi sem byggir á þeirri staðreynd að við búum í heimi með landamærum þar sem ólíkar reglur gilda fyrir ólíka einstaklinga eftir aðstæðum þeirra og uppruna. Að setja slíkt kerfi í samhengi við hugmyndir um félagslegt réttlæti er enn flóknara en það er eigi að síður viðfangsefni okkar.</p> <p>Hugmyndir um hvað er réttlátt í slíku kerfi eru auðveldari í orði en á borði þegar við sjáum andlit og lærum nöfn einstaklinga og fjölskyldna sem hingað eru komin. Það breytir því ekki að ef þingmenn voru sammála um eitthvað árið 2016 þá var það að hafa kerfi sem tryggði þeim sem hingað koma réttaröryggi, kerfi sem væri í senn mannúðlegt og skilvirkt.</p> <p>En þessi sjónarmið geta rekist á ef við tökumst ekki á við umræðuna með stóru myndina undir, þótt það sé erfitt að horfa ekki aðeins á fólkið sem er fyrir framan okkur á hverjum tíma. Við verðum að ræða málaflokkinn með þau sem við sjáum ekki líka í huga, þeirra réttindi og þeirra bjargir. Stjórnmálin þurfa að takast á við það og marka stefnu í málefnum útlendinga til lengri tíma því ljóst má vera að fólki á flótta fjölgar enn eins og áður sagði. Þar þurfa réttlæti, mannúð og réttaröryggi áfram að vera leiðarljós okkar.</p> <p>Stefna í málefnum útlendinga snýst hins vegar ekki eingöngu um fólk á flótta heldur ekki síður þau sem hingað flytja til að vinna, í leit að betra lífi. Þar blasa við stór verkefni. Það er ljóst að tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að koma hingað til að vinna og setjast að eru allt of þröng. Pólitískur vilji er til þess að rýmka umgjörð atvinnu- og dvalarleyfa svo auðveldara verði fyrir fólk utan EES að koma til Íslands að vinna og byggja upp gæfuríkt líf hér á landi. Þetta verður að gerast í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og ég legg áherslu á að unnið verði hratt og vel í þessum efnum.</p> <p>Við þurfum líka að takast á við stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir hátt hlutfall innflytjenda í samfélaginu eru sorglega fá úr þeirra hópi í stjórnunarstöðum í samfélaginu. Allt of mörg sækja sér ekki æðri menntun. Þau eru ekki eins sýnileg og þau eru mörg. Börn innflytjenda þurfa meiri stuðning í skólunum og við þurfum að hækka hlutfall þeirra sem sækja tómstundir. Þetta eru allt risastór viðfangsefni þar sem við sem samfélag þurfum að taka okkur á og tryggja það að hér verði áfram eitt samfélag, samfélag jöfnuðar, þar sem við höfnum þeirri stéttaskiptingu sem við erum að sjá fæðast fyrir framan augun á okkur.</p> <p>Ný ráðherranefnd um flóttafólk og innflytjendur fundaði í gær. Stofnun hennar endurspeglar þá skýru sýn ríkisstjórnarinnar að við viljum forgangsraða þessum málaflokki í stjórnkerfinu. Við viljum tryggja það að Ísland verði senn fjölbreytt samfélag og jafnaðarsamfélag. Og við viljum að kerfið okkar tryggi áfram réttláta og góða málsmeðferð. Við þurfum dýpri umræðu um málaflokkinn og þar eru stjórnvöld reiðubúin til samtals og samstarfs.</p>
14. júní 2023Blá ör til hægriOpnunarávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á velsældarþingi í Hörpu 14. júní 2023<p><span>Distinguished Ministers, Ladies, and Gentlemen,</span></p> <p><span>Good morning and sincere welcome to all our honored guests. </span></p> <p><span>With great pleasure, I welcome you to the first Wellbeing Economy Forum here in Reykjavík. </span></p> <p><span>I am delighted to be with you here today. </span></p> <p><span>I'm pleased to say that we successfully have brought together many of the world's best experts and practitioners to Reykjavík to discuss the challenges and opportunities within the field of the wellbeing economy – a matter I believe to be of paramount importance and critical to our goal of achieving environmental sustainability.</span></p> <p><span>Among us are politicians and experts from the Wellbeing Economy Governments (WEGo), the Wellbeing Economy Alliance, the World Health Organization (WHO), the Organisation for Economic Cooperation and Development (OECD), Action for Happiness, and many more.</span></p> <p><span>It is five years since Scotland, Iceland, and New Zealand, 2018, created the Wellbeing Economy Governments, or the WEGo group – as well call it. Since then, Wales, Finland, and Canada have joined and actively participated in the work.&nbsp;&nbsp;</span><span></span></p> <p><span>It is a collaboration of governments interested in sharing expertise and policy practices to advance the ambition of building Wellbeing Economies and progress towards the UN Sustainability Goals. </span></p> <p><span>I want to mention that the Scottish government has been a leading force in the WEGo project. On behalf of the Icelandic Government, I would like to thank them for their leadership and all the work and dedication they have put into this important project. </span></p> <p><span>Dear guests!</span></p> <p><span>We have built an economic model under which constant growth is essential and considered positive no matter how it is achieved and at what cost. </span></p> <p><span>The WEGo project differs from this thinking. It entails both an analysis of the drawbacks of our current economic model and a commitment to building an alternative future, focusing on the wellbeing and quality of life of current and future generations. Sustainability is, therefore, at the heart of the wellbeing economy.</span><span> The objective, then, is to raise people’s quality of life. That does not mean that we dispense with wealth but rather that economic growth is good insofar as it can be harnessed to increase well-being without devastating ecological consequences. It is not a goal in and of itself. </span></p> <p><span>Our joint vision is to pursue human and ecological wellbeing beyond and above the traditional monetary measures such as GDP through indicators that can better assess the quality of life and happiness in our societies.</span></p> <p><span>That doesn't mean we dispense with wealth but rather that economic growth is desirable as it can be harnessed to increase wellbeing without causing economic and social inequalities and devasting ecological consequences. </span></p> <p><span>We are now at the halfway point of the 2030 Agenda and need to demonstrate unprecedented resolve in accelerating action on the SDGs. </span></p> <p><span>Worldwide, only 12% of the reported Sustainable Development Goals (SDGs) are on track, and the number of people living in extreme poverty has increased since 2019, which is a deeply worrying trend. </span></p> <p><span>We, in Iceland are committed to doing our part. Iceland ranks relatively high on SDG implementation, but there is room for improvement in many areas, especially in understanding and managing our adverse spillover effects. </span></p> <p><span>Recently, my government has strengthened our national framework for sustainable development with a new cooperation platform called Sustainable Iceland, and we have established a large sustainability council with members of the government and across the society. </span></p> <p><span>And by the end of this year, we aim to have developed a national strategy for sustainable development for 2030 using the SDGs as guiding principles.</span></p> <p><span>At the same time we have been implementing well-being indicators and well being priorities.</span></p> <p><span>In 2019 my government introduced 39 indicators (they are now 40) to track the progress of the well-being economy. The indicators include economic, environmental, labor market, and social factors and are compatible with well-being indicators published in other countries and international organizations like the OECD. The preparation of those indicators was pan-political and part of it was making an opinion poll, asking the population what they valued the most in their private life and in society. Health was on the top of both lists.</span></p> <p><span>We have integrated six well-being priorities into the five years fiscal strategy. They are mental health where we have among other things doubled the number of psychologists working for the public health-care, secure housing but in the years 2020 and 2021 one third of all new appartments was built because of public social initiatives, better work-life balance, where we introduced a longer parental leave (from 9 months to 12 months shared equally between parents) and a shorter working week, a zero-carbon-neutral future, where we have introduced new taxes and lifted other ones to accelerate energy transition, innovation growth, where we have increases r&amp;d funding and seen export revenue from innovation grow substantially and better communication with the public but apart from increased emphasis on public consultation when preparing legislation I could mention our information strategy during the pandemic where we kept the public informed at all times – the response was strong confidence in government action during the pandemic and high participation in vaccinations. </span></p> <p><span>Dear guests!</span></p> <p><span>The greatest challenge of our era remains the climate crisis. In the end, it is the story of deeply flawed economic policy where the more affluent countries have contributed most to the problem but tend to be the least affected by it.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>As we all know, human wellbeing is intrinsically linked to the planet's health. Climate change, environmental degradation, and biodiversity loss threaten our physical, mental, and social health and pose significant challenges to our efforts to promote wellbeing for all. </span></p> <p><span>On the other hand, the paradigm provided by the wellbeing economy is well suited to address threats, such as the urgency of climate change action, as healthy, resilient communities can better adapt to environmental challenges. </span></p> <p><span>The climate crisis has forced us to rethink our way of life, our modes of consumption, production, and transportation, and how these might threaten the quality of life of future generations.</span></p> <p><span>Solutions to prevent climate change may come at a considerable economic cost. But that cost does not have to translate into a decrease in wellbeing. Moving from a narrow focus on production and consumption volumes to a broader view of wellbeing may enable us to preserve the overall quality of people's lives through better use of resources, emphasising human needs over economic growth.</span></p> <p><span>We have focused on wellbeing and sustainable development as organizing principles in governance to enhance societal development. Practically, this means that the wellbeing approach is not owned by one Ministry or sector. These are intertwined agendas that run through all sectors and government levels.</span></p> <p><span>Lastly – the Wellbeing Economy Forum.</span></p> <p><span>This Forum, taking place here in Reykjavík, is an opportunity for anyone participating to share knowledge and insights on the interconnections between wellbeing and sustainability. </span></p> <p><span>We will explore the latest research on the health impacts of environmental degradation, examine how sustainable development can promote human wellbeing, and discuss the practical steps that can be taken to create more sustainable and equitable societies.</span></p> <p><span>The aim of this Forum is not least to find fruitful ways to work together towards finding innovative and practical solutions to the complex challenges of promoting wellbeing and sustainability.</span></p> <p><span>In the next couple of days, your input, expertise, and perspectives will be critical to progressing this work. </span></p> <p><span>I want to thank my team, which works on sustainability and wellbeing, the Ministry of Health and Directorate of Health in Iceland, and the City of Reykjavík for organising this Forum. </span></p> <p><span>Thank you.&nbsp; </span></p>
17. maí 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við almennar umræður á leiðtogafundi Evrópuráðsins 17. maí 2023<p><span>Madam Secretary General, dear colleagues, </span></p> <p>Iceland´s presidency of the Council of Europe has been shaped by Russia’s invasion into Ukraine.</p> <p><span>We must continue to support Ukraine and its people, striving for a just peace that fully respects international law, and Ukraine’s sovereignty and territorial integrity. </span></p> <p><span>This requires accountability for human rights violations and international crimes committed. We have to pay special attention to women and girls who have been raped, tortured and trafficked. Iceland is prepared to do its part to assist victims of gender-based violence</span></p> <p><span>The Council has demonstrated its ability to support Ukraine in the pursuit of justice and reconstruction of society and state. </span></p> <p><span>We are proud of the progress made during our presidency, as reflected in the Outcome Document.</span></p> <p>Regrettably, we have seen serious democratic backsliding and a rise in authoritarianism around the globe.</p> <p><span>As Iceland assumed the Presidency, we recognised the need to focus on our fundamental principles of human rights, democracy, and the rule of law. </span></p> <p><span>Our Presidency has also advocated for the rights of women and girls, the environment, and children and youth.&nbsp; </span></p> <p><span></span><span style="text-decoration: underline;">Climate change poses a significant threat to</span> human rights globally; responding to it with meaningful climate action is our greatest generational challenge.&nbsp;</p> <p><span>Iceland has highlighted the link between human rights and the environment and worked to strengthen efforts to promote the right to a clean and healthy environment. </span></p> <p><span>I welcome the renewed focus on environmental issues but the Council of Europe should lead the way with more decisive action. </span></p> <p>We emphasized <span style="text-decoration: underline;">protecting the rights of children and young people</span> as every child has the right to grow up in health, peace and dignity.&nbsp; We fully support the special emphasis that the Council has placed on the illegal deportation of Ukrainian children.</p> <p>Iceland remains committed to gender equality and protecting the rights of LGBTI+ persons. Also in preventing and combatting violence against women and domestic violence through the Istanbul Convention.&nbsp;</p> <p><span>I urge the Member States to finish ratifying the Convention. </span></p> <p><span>Finally, we underlined the importance of addressing the extremely rapid technological changes, particularly in AI, that can threaten democracy and human rights. </span></p> <p><span>The Council should lead in establishing new standards regarding AI to safeguard human rights.</span></p> <p><span>Dear colleagues, </span></p> <p><span>The freedoms that the Council of Europe guarantees represent a life worth living, with dignity, meaning and free from oppression. </span></p> <p><span>We have come together because these freedoms are under attack in war with other threats on the horizon. </span></p> <p><span>We have been here before and we know this story has many possible endings. </span></p> <p><span>Let us recommit to the purpose of the Council of Europe and work towards ensuring a new era of peace and respect in our continent, and the continuation of our common cause – Europe. </span></p>
16. maí 2023Blá ör til hægriOpnunarávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík 16. maí 2023<p><span>Distinguished colleagues, dear guests: </span></p> <p><span>It is a pleasure and a privilege to welcome you to Iceland, to the Reykjavík summit of the Council of Europe... </span><span>Bienvenue à tous</span><em><span>.</span></em></p> <p><span>Depuis sa fondation, Le Conseil d´Europe a servi comme organisation directrice fondamentale á ses Membres pour faire progresser les droits de l´homme, la démocratie et l´État de droit. Si le principe fondamental de l´égalité des droits de tous, quelles que soient les circonstances, reste une notion radicale pour quelques-uns, il constitute la base de la Convention des droits de l´homme. </span></p> <p><span>It is to that core mission that the Parliamentary As</span><span>sembly, the European Court of Human Rights, the Congress of Local and Regional Authorities, the </span><span>Missions in Strasbourg, and the Secretariat and our institutions and missions are dedicated. </span></p> <p><span>We are not gathered here in celebration but under the cloud of war. Russia´s aggression against Ukraine is the gravest assault on peace and security in Europe since the Second World War; in addition to huge military casualties, it has led to massacres, rapes, and murders of civilians. </span></p> <p><span>To the people of Ukraine and to President Zelensky I want to say this: We have tremendous respect for your determination to resist. We will continue to stand with you – and to call on Russia to withdraw its forces from Ukraine as the first step toward ending this war. We also demand accountability and a just peace. The victims of this war have a right to be heard and not to be subjected to oblivion. </span></p> <p><span>This senseless war in our continent is contrary to all the values for which we united with the founding of this Council; it is a grave assault on the very principles that make Europe more than just a continent, but a common cause. </span></p> <p><span>Dear colleagues: </span></p> <p><span>In recent years, we have witnessed increasing political attempts to undermine basic values, subvert democratic practices, and weaken the rule of law.</span><span> Democracy has come under strain due to various forms of authoritarian encroachments. </span><span>We are facing a widespread and violent push-back against women’s rights and freedoms, gender equality and LGBTI rights. We should not forget that the</span><span> </span><span>democratic concept that underpins the European Convention on Human Rights and the European Social Charter is inclusive; it requires that the rights and interests of all are considered, including those most vulnerable to violations of their basic rights.</span></p> <p><span>The very concept of “human rights for everyone” continues to be contested – and without firm resistance, hard-earned rights can disappear in an instant or wither away in silence. It is also a reminder that a </span><span>democratic political system is not a given; it can survive only if it is embedded in a society that allows it to prosper.&nbsp; </span></p> <p><span>The Reykjavik Summit has three main objectives: </span></p> <p><span>First, to reaffirm our support for Ukraine, to adopt concrete measures to address accountability for war crimes, and to strengthen the Council of Europe’s role as a leading human rights organization. </span></p> <p><span>Second, to renew, in general terms, our commitment to the democratic human rights values that our societies are based on and that must be nurtured and protected. </span></p> <p><span>And lastly, by recommitting to our values, we seek to meet pressing global challenges. The climate and biodiversity crisis is affecting all parts of the world, with rising temperatures fueling natural disasters, food and water insecurity, economic disruptions and wars. The exponential growth of artificial intelligence raises profound questions about its detrimental as well as its beneficial effects – about the nature of knowledge production, control of information and, ultimately, its influence on democracy.</span></p> <p><span>We have a duty to make this gathering a meaningful undertaking; we are here to discuss problems that need urgent action – let us make the most of this opportunity. </span></p> <p><span>In conclusion: I hope that the Reykjavik Summit will be remembered as an event when European leaders stood in solidarity with Ukraine as well as a venue for reaffirming core values in a time of war and democratic backsliding. To ensure that our common cause – Europe – will be able to meet the enormous challenges ahead.</span></p> <p><span>With these words, I declare the Reykjavik Summit of the Council of Europe formally open. </span></p>
15. maí 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á málþingi í tilefni 80 ára afmælis Ólafs Ragnars Grímssonar - 14. maí 2023<p><span>Kæru gestir.</span></p> <p>Það er mikill heiður að fá að ávarpa þessa samkundu þar sem við fögnum áttræðisafmæli fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég man vel eftir Ólafi Ragnari frá bernskuárum mínum, aðallega úr lokaumræðum formanna flokkanna fyrir kosningar, en skýrasta minningin er Áramótaskaupið 1989 og frægt atriði um þáverandi fjármálaráðherra – Ólaf Ragnar Grímsson – sem birtist sem Skattmann – svona Batman opinberra fjármála. Þetta atriði er sígilt og raunar eru þau ansi mörg, atriðin úr skaupum ýmissa ára þar sem Ólafur Ragnar hefur verið í aðalhlutverki. Og stjórnmálamenn vita að það eru bestu meðmæli sem maður getur fengið – og við upplifum sterka höfnunartilfinningu á gamlárskvöld ef við erum ekki hluti af skaupinu.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt mínum heimildum hefur Ólafur Ragnar ævinlega verið kallaður báðum nöfnum sínum, öfugt við margt annað þekkt fólk sem gekk undir einu nafni áður en það varð þekkt. En þegar litið er yfir feril hans er kannski engin furða að fólki hafi fundist rétt að nota tvö nöfn um Ólaf Ragnar því að tveir menn mættu auðveldlega vera &nbsp;sáttir við helming af því sem Ólafur Ragnar hefur gert á sinni ævi. Upphaf þess sem nú er kallað félagsvísindasvið Háskóla Íslands og er nú fjölmennasta svið Háskólans er árið 1970 þegar Ólafur Ragnar Grímsson var ráðinn lektor í stjórnmálafræði, þá aðeins 27 ára. Sama ár lauk hann doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Manchesterháskóla, einna fyrstur Íslendinga (kannski fyrstur) til að leggja það fag fyrir sig.</p> <p>En Ólafur Ragnar var ekki aðeins frumkvöðull á sviði háskólamenntunar heldur líka í sjónvarpsþáttagerð. Hinn nýi lektor byrjaði þegar að reyna að innleiða hina snörpu ensku umræðuþáttamenningu á Íslandi og strax haustið 1970 er hann orðinn frægur á Íslandi sem sjónvarpsmaður. Þetta tvennt hefði ef til vill nægt einhverjum öðrum en mér skilst að þegar árið 1971 hafi verið umræða um þingframboð Ólafs Ragnars, þá fyrir Framsóknarflokkinn. Árið 1974 er hann efsti maður Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna í Austurlandskjördæmi og árið 1978 er hann kosinn á þing fyrir Alþýðubandalagið, verður brátt formaður þingflokksins og er leiðandi í flokknum næstu átján árin. Það var talsverð andstaða við að Ólafur Ragnar yrði formaður Alþýðubandalagsins árið 1987 en hann vann góðan sigur og var formaður í átta ár og á þeim tíma fjármálaráðherra. Á þeim tíma blés oft ekki byrlega fyrir Alþýðubandalaginu í skoðanakönnunum en fylgi flokksins árið 1991 kom á óvart.&nbsp;</p> <p>Í október árið 1995 nefndu 1,4% Ólaf Ragnar sem vænlegan forseta í könnun DV en á átta mánuðum náði hann að auka fylgi sitt og var í júní kosinn forseti Íslands með góðum meirihluta –&nbsp;eftir að m.a. ég hafði komið fram í stuðningsmannablaði. Þetta segir kannski eitthvað um samband þjóðarinnar við Ólaf Ragnar, hann hefur ekki alltaf verið óumdeildur en hefur samt ítrekað náð að höfða til þjóðarinnar og jafnvel fornir andstæðingar hafa að lokum greitt honum atkvæði.</p> <p>Ég ferðaðist mikið um landið seinustu ár 20. aldar og hvarvetna voru myndir af forsetahjónunum. Eftir aldarfjórðung í stjórnmálum, þar af 19 ár í Alþýðubandalaginu sem Morgunblaðið kallaði enn „kommúnista“ þegar hann gekk í flokkinn, var hann kannski óvænt orðinn sameiningartákn þjóðarinnar. Alþýðubandalagið fékk ríflega 14% fylgi undir forystu Ólafs Ragnars en sjálfur var hann kjörinn forseti Íslands með ríflega 41%. Burtséð frá veru minni í stuðningsmannaliði hans árið 1996 –&nbsp;við Ólafur Ragnar höfum sannarlega ekki alltaf verið sammála æ síðan –&nbsp;er þetta sláandi persónulegt afrek og sýnir í hversu góðu sambandi þessi maður – sem menntaði sig á Englandi og vann alla tíð í Háskóla Íslands eða á Alþingi – er við íslenskan almenning. Hann var síðan sjálfkjörinn forseti tvisvar og hafði þar að auki betur í tvennum forsetakosningum, í bæði skiptin umdeildur fyrir störf sín en hafði að lokum öruggan sigur, jafnvel eftir 16 ár í embætti.&nbsp;</p> <p>Það er margt sögulegt við forsetatíð Ólafs Ragnars og flestum kemur eflaust í hug 26. grein stjórnarskrárinnar sem hann virkjaði með eftirminnilegum hætti, oftar en einu sinni. Þau sem glöddust kannski mest yfir fyrsta skiptinu fögnuðu mögulega minna í hin síðari. Sú saga – alveg óháð hvað hverjum fannst hvenær – minnir okkur á hvað stjórnmálamenn – líka á forsetastóli – geta áorkað miklu með því að láta hugrekkið för. Og eins og ég nefndi í stuttri ræðu þegar ég fékk þann heiður að afhjúpa brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir nokkrum árum þá er ekki annað hægt en að dást að Ólafi Ragnari fyrir óttaleysið – hann hefur oft og iðulega látið sig litlu skipta hvað öðrum finnst og þannig sýnt kjark.</p> <p>En mig langar samt að nefna aðra þætti en þá sem Ólafur Ragnar er þekktastur fyrir í forsetatíð sinni. Ólafur Ragnar var lengi formaður samtakanna Parliamentarians for Global Action, ferðaðist víða á þeim árum og vann m.a. með þjóðarleiðtogum eins og Rajiv Gandhi. Hann barðist þá ekki síst fyrir afvopnun, máli sem aldrei hefur verið mikilvægara en nú. Það er stundum sláandi hversu sjónarhorn allra sem mest ber á í íslenskum fjölmiðlum og samfélagi er bundið við Evrópu og Bandaríkin en þar hefur Ólafur Ragnar lengi verið mikilvæg undantekning. Þó að hugmynd hans um „útflutningsleiðina“ hafi ekki slegið í gegn í alþingiskosningum árið 1995 er hún í samræmi við þessa víðu sýn hans sem hefur ekki verið aðeins tímabundin og aldrei fylgt veðrabrigðum heldur hefur hún sett svip á allan feril Ólafs Ragnars og er ein ástæða þess að margir leggja við eyrun þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. Ólafur Ragnar hefur ræktað samband við fjölmarga þjóðarleiðtoga og hugsuði utan okkar næstu nágranna og mig grunar að þetta verði eitt af því sem síðar mun einna hæst halda merki hans á lofti.</p> <p>Sama má segja um verkefni Ólafs Ragnars að lokinni forsetatíð en stærst þeirra er Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle. Þar koma saman þjóðarleiðtogar, stjórnmálamenn, forystufólk úr atvinnulífi, menningarlífi og frá frjálsum félagasamtökum, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn og ræða saman um Norðurslóðir – ekki síst áhrif loftslagsvárinnar. Ólafi Ragnari hefur tekist á þeim vettvangi að leiða saman ólíka aðila á jafnréttisgrundvelli og ekki síst vakið athygli fyrir að leyfa spurningar úr sal sem stundum hafa nánast orðið til að kveikja í húsinu. Þar birtist enn sami andinn sem færði nútímann í sjónvarpssal fyrir hálfri öld en allt er það í anda lýðræðislegrar umræðu, þar sem fólk á að mætast á jafnréttisgrundvelli. Og gleymum því ekki að hér í Hörpu talaði þáverandi forseti Frakklands, Francois Hollande fyrir fullu húsi í aðdraganda Parísarráðstefnunnar þar sem náðist merkt samkomulag – innblásinn af ferð að Sólheimajökli í fylgd Ólafs Ragnars. Þá sat ég í salnum með Árna Páli Árnasyni vini mínum og við gátum ekki annað en brosað í kampinn yfir því hvernig okkar manni hefði enn og aftur tekist að stela senunni.</p> <p>Við fögnum í dag áttræðisafmæli. Ísland hefur tekið mjög miklum breytingum síðan árið 1943 og er kannski allt annað samfélag. Bók Ólafs Ragnars, Bréfin hennar mömmu, sem kom út í fyrra og lýsir í senn þjóðfélagi þess tíma&nbsp; og rekur &nbsp;fallega erfiða glímu við skelfilegan sjúkdóm, berklana, minnir okkar á það. Kynslóð Ólafs Ragnars hefur sannarlega lifað tímana tvenna og hann sjálfur hefur flestum fremur sett svip á samtíma sinn, meðal annars með einstakri hæfni sinni til að bregðast við breyttum aðstæðum og vera stundum flestum öðrum fyrri að átta sig á hvað klukkan slær. Hann hefur oft staðið frammi fyrir mjög erfiðum aðstæðum og iðulega komið á óvart, aldrei siglt lygnan sjó en þó stýrt skipinu gegnum margan boðann og enn er það á góðri siglingu. Þar hefur einstök geta til að greina stöðuna komið sér vel ásamt því að hafa stundum sýnt einstakan kjark&nbsp; til að stökkva en ekki hrökkva.</p> <p><span>Til hamingju með daginn kæri Ólafur Ragnar.</span><span></span><span></span></p>
11. maí 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á IDAHOT+ ráðstefnunni - 11. maí 2023<p><span>Dear all!</span></p> <p><span>I am happy to be here with you today. It is a real pleasure for the Icelandic government to host the IDAHOT+ forum this year. IDAHOT is an occasion where we come together to celebrate milestones, re-assess the current state of affairs, and set new goals in our constant campaign for LGBTI+ rights.&nbsp; </span></p> <p><span>If we look back ten or twenty years on the status of LGBTI+ people in our societies, it´s clear we´ve come a long way and made significant progress in securing legal rights and&nbsp; advancing social acceptance and protection against discrimination. </span></p> <p><span>However, the fight for equality, inclusiveness, and full acceptance is far from over, and we must continue to work towards creating a society that is truly inclusive for all people, regardless of their gender identity or sexual orientation. </span></p> <p><span>We know from experience that the fight for human rights has the tendency to move some steps forward and then some steps back. We see this happen all around the world today with the backlash towards both gender equality and LGBTI+ rights. We see movements seeking to roll back progress made toward LGBTI+ rights and it's important that we remain vigilant and put in the extra work to ensure that progress toward equality is not reversed. We must never take progress for granted and always be ready to fight against the push back.</span></p> <p><span>We see trans people, including non-binary persons and intersex people, facing significant challenges in many of our societies. Not everyone accepts their concept of gender identity, and as a result, trans people and non-binary people face discrimination, harassment, and violence. With this in mind, it is important that governments, decision-makers and the general public&nbsp; do all they can to build a more inclusive society that recognizes and celebrates different gender identities. </span></p> <p><span>Inclusiveness means ensuring that LGBTI+ individuals have access to the same opportunities as everyone else, including education, employment, and healthcare. And celebrating&nbsp; diversity and embracing difference, rather than seeking to exclude and marginalize people based on their identity. </span></p> <p><span>We must also be aware of the intersection of various aspects of identity, such as ethnic origin, disability, gender, and sexual orientation. It's important to recognize that individuals within the LGBTI+ community face different challenges based on their ethnic origin, gender, and other factors. For example, disabled people in the LGBTI+ community face higher rates of discrimination than able bodies people. When building a more inclusive society we need to use an intersectional approach that recognizes and addresses the unique challenges faced by different members of the LGBTI+ community.</span></p> <p><span>Legal amendments and policymaking are important tools to push things forward. And on the ILGA Europe Rainbow Map that was published here earlier today we see where we stand in that context. </span></p> <p><span>I am delighted to see Iceland´s fifth place on ILGA Europe Rainbow map&nbsp;and the first place on the Transgender Europe Map. This is the result of some strong policy making as well as a testiment to our LGBTI+ organisations and&nbsp; activists who work tirelessly toward making a better and more just society. </span></p> <p><span>In the years 2019 and 2020, important legal milestones when it comes to trans people and intersex people were reached in Iceland:</span></p> <p><span>Every person, from the age of 15,&nbsp; and children under the age of 15 may, with the assistance of their guardians, have the right to change their gender registration in Registers Iceland. No medical requirements can be made for the gender registration change and gender neutral registration is also permitted. </span></p> <p><span>Sex characteristics were included in discrimination legislation and most importantly, we have also made it illegal to apply any unnecessary medical interventions on minors born with atypical sex characteristics. Such interventions can now only be made when the child themselves can give informed consent, giving intersex children the right to make decisions about their own bodies.</span></p> <p><span>We have also put more effort into fighting hate speech and hate crimes. Last spring, a bill was adopted amending Iceland´s General Penal Code to include a provision on hate crime and hate speech protecting a variety of groups, among them intersex persons. And right now, the Icelandic Parliament is debating my proposal on action against hate-speech – something that we need to tackle firmly and decisively – and I hope that the Parliament will pass that proposal this spring.</span></p> <p><span>And finally an action plan on LGBTI rights and equality was put forward and passed in Parliament last year.</span></p> <p><span>While it is hugely important to make changes to the legal frameworks we must also do all we can to ensure and then safeguard social acceptance. These aspects must go hand in hand if we want to see true change.</span></p> <p><span>My government will continue to stand by the human rights of LGBTI+ people and we will make further legal amendments towards bettering our society for all of us. </span></p> <p><span>After all, a society where diversity is enjoyed, and where everyone has an opportunity to live a good life and make the most of their talents, is a better and richer society for all of us. </span></p> <p><span>The fight for LGBTI+ rights is ongoing, and we must remain vigilant in face of the many ongoing challenges. We must also recognize and address the unique challenges faced by different members of the community, including trans people, non-binary people, and intersex people. </span></p> <p><span>We must work towards creating a society that is inclusive of all people, regardless of their gender identity or sexual orientation. </span></p> <p><span><br /> Together, we can create a truly accepting world that celebrates diversity in all its forms. </span></p> <p><span>Thank you.</span></p>
21. apríl 2023Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnun Eddu - húss íslenskunnar, 19. apríl 2023<p><span>Forseti Íslands, ráðherrar og kæru gestir sem ég veit að bera allir hag tungumálsins okkar fyrir brjósti,</span></p> <p>Þetta barn sem við tökum á móti í dag er sannarlega búið að dvelja lengi í móðurkviði og á að minnsta kosti níu mæður eins og guðinn Heimdallur mun hafa átt. Ég held að sonum mínum finnist ein kappnóg þegar sú er komin í ham; við getum öll ímyndað okkur hvernig líf brúarvarðar ásanna hefur verið.</p> <p><span>En það er mörgum að þakka þegar kemur að sögu þessarar byggingar. Þegar ég horfi yfir salinn sé ég Björn Bjarnason sem skipaði nefnd árið 2000 til að móta tillögur um byggingu sem átti að hýsa stofnun Árna Magnússonar og fleiri háskólatengdar stofnanir sem fást við rannsóknir á íslenskri tungu og bókmenntum og vinna að viðgangi þeirra. Tómas Ingi Olrich tók við af Birni og næst kom svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.</span></p> <p><span>Það var í hennar tíð var haldin samkeppni um hönnun þessa húss og voru niðurstöður hennar kynntar í ágúst 2008. Við munum líklega öll hvað gerðist skömmu síðar. Á einum af mínum fyrstu fundum sem mennta- og menningarmálaráðherra fékk ég kynningu á vinningstillögunni. Það liðu ár uns fé fannst í verkefnið – en síðasta vetur þeirrar ríkisstjórnar var kynnt sérstakt fjárfestingaátak þar sem ráðast átti í byggingu hússins. Og fyrir tíu árum var eitt síðasta verk mitt í starfi að taka skóflustungu að þessu húsi. </span></p> <p><span>Síðan tóku við við hagræðingaraðgerðir og Húsi íslenskunnar var slegið á frest. Til varð brandarinn góði um holu íslenskra fræða því að Íslendingum finnst gaman að búa til brandara og einmitt þess vegna þurfum við þetta hús til að rannsaka íslenska tungu. En næsti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hóf á ný að safna liði og húsið komst aftur á dagskrá. Og þá tók Kristján Þór Júlíusson við og á eftir honum kom Lilja Alfreðsdóttir. Það var svo fyrir tveimur árum að forseti Íslands og núverandi menningar- og viðskiptaráðherra lögðum hornsteininn að húsinu og nú er hátíðleg stund runnin upp: Við vígjum Hús íslenskunnar. </span></p> <p><span>Halldór Laxness orti í orðastað Bjarts í Sumarhúsum:</span><span> </span></p> <p><span>Því er mér síður svo stirt um stef</span><span><br /> ég stæri mig lítt af því sem ég hef<br /> því hvað er auður og afl og hús<br /> </span>ef engin jurt vex í þinni krús.</p> <p><span>Á þessum gleðidegi þegar við fögnum nýju húsi íslenskunnar er gott að hafa í huga að eftir sem áður er húsið sjálft, þótt glæsilegt sé og fagurt, ekki aðalatriðið heldur fólkið sem þar mun eiga sumar sínar bestu stundir við rannsóknir, kennslu og nám.&nbsp;</span></p> <p><span>Auðurinn í mannfólkinu er mikilvægasti auðurinn. Eins auðurinn í mannlegu tungumáli, hugsunum mannanna, samtali mannanna, heilsum okkar og kveðjum, gleði okkar og sorgum sem við reynum stundum að fanga með orðum. Orðum sem ekki eru alltaf auðfundin en sem fólkið sem hér mun dvelja, þroskast og dafna mun hjálpa okkur að finna.&nbsp;</span></p> <p><span>Auðlegðin í manninum og máli hans er sú eina sanna jurt sem mun vaxa í krús þeirra sem hér munu rækta garð íslenskra fræða. Í þessu húsi munu kynslóðir ræðast við og auðga andann, ungt fólk mun kynnast íslenskum bókmenntum, íslenskri tungu og íslenskum menningararfi og heyja glímuna við tungumálið, búning hugsunarinnar sem mótar okkur og rammar inn alla tilvist okkar.&nbsp;</span></p> <p><span>En þjóðin mun líka eiga leið í þetta hús til að sjá íslensku handritin sem Árni Magnússon og fleiri björguðu frá glötun, handrit sem eru fyrst og fremst merkileg vegna þess að á þeim standa orð, íslensk orð sem víða um heim vekja athygli og aðdáun.</span></p> <p><span>Ég á sjálf </span><span>g</span><span>óðar minningar úr Árnagarði sem hýsti íslensk fræði áratugum saman og var upphaflega reist til að hýsa handritin. Í hverju húsi býr andi</span><span> og ég á þá ósk heitasta að</span><span> andinn í þessu húsi verð</span><span>i</span><span> góður og verða allri þjóðinni mikilvægur styrkur þegar þörf</span><span>in </span><span>er mest.&nbsp;</span></p> <p><span>Júlíana Jónsdóttir skáldkona sem bjó síðustu ár sín vestanhafs orti um íslenska tungu svo að ég get ekki orðað það betur:</span></p> <p><span>Lifi íslenska móðurmálið</span><span><br /> á meðan stendur himinn blár,<br /> hreint eins og gull og hart sem stálið<br /> </span>hljómi það skært um gjörvöll ár.</p> <p><span>Megi ósk fyrstu konunnar sem </span><span>sendi frá sér</span><span> bók með eigin ljóðum verða </span><span>að </span><span>árnaðarorð</span><span>um</span><span> fyrir þetta nýja hús.&nbsp;</span></p>
18. apríl 2023Blá ör til hægriViðspyrna gegn verðbólgu - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 15. apríl 2023<p>Áskoranir á sviði hagstjórnar ráðast iðulega af utanaðkomandi aðstæðum sem við oft og tíðum ráðum litlu um. Við slíkar aðstæður skipta viðbrögð stjórnvalda öllu máli – það sýnir reynslan úr heimsfaraldri okkur þar sem árangur þess að nýta styrk ríkissjóðs til að styðja við heimili og fyrirtæki skilaði sér í hröðum bata og mikilli fjölgun starfa þegar faraldrinum sleppti. Hagvöxtur tók vel við sér og er nú einn sá mesti í Evrópu. Eins er bæði afkoma og skuldastaða ríkissjóðs mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir – í ár munum við ná þeim mikilvæga áfanga að afgangur verður af frumjöfnuði ríkissjóðs í fyrsta sinn síðan fyrir faraldurinn. Þessu spáðu fáir í upphafi faraldurs og sýnir það vel að skynsamleg viðbrögð stjórnvalda ráða miklu um þróun mála.</p> <p>Nú blasir við okkur ný staða. Meginviðfangsefni hagstjórnarinnar í flestum löndum, austan hafs og vestan, er að takast á við þá miklu verðbólgu sem fylgdi í kjölfar stríðsátaka í Úkraínu með tilheyrandi vaxtahækkunum og áhrifum á lífskjör almennings. Forgangsmál er að hemja þensluna, vinna náið með peningamálastjórn Seðlabankans og slá niður verðbólguna og þar með nauðsyn á frekari hækkun vaxta. Við þessar aðstæður leggjum við fram nýja fjármálaáætlun sem sendir skýr skilaboð um viðspyrnu ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni, forgangsröðun mikilvægrar velferðar- og almannaþjónustu, m.a. með endurskoðun örorkulífeyriskerfisins, og framtíðarsýn um áherslumál okkar í uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins. Fjármálaáætlun til næstu fimm ára leggur þannig grunn að því að treysta hinn efnahagslega og félagslega stöðugleika og skapa forsendur fyrir lækkun vaxta.</p> <h3>Markvissar aðgerðir</h3> <p>Við munum áfram beita ríkisfjármálunum með markvissum hætti í þessu verkefni eins og þeim sem við höfum tekist á við á undanförnum árum með góðum árangri. Annars vegar þurfum við að beita ríkisfjármálunum til þess að draga úr þenslu með aðgerðum á tekju- og gjaldahlið og draga úr fjárfestingarumsvifum ríkisins um sinn. En ekki er minna um vert að við stöndum vörð um mikilvæga grunnþjónustu, tryggjum afkomuöryggi og styðjum þá hópa sem hafa minnst bjargráð til þess að mæta áhrifum verðbólgunnar.</p> <p>Á síðasta ári gripum við til markvissra aðgerða til að verja kjör viðkvæmra hópa, hækkuðum örorkulífeyri, barnabætur og húsnæðisbætur og í fjárlögum þessa árs var einnig gripið til ráðstafana gegn þenslunni með öflun nýrra tekna, aðhaldi í rekstri og frestun framkvæmda. Í þessari fjármálaáætlun sem við nú setjum fram leggjum við til að haldið verði áfram á sömu braut og stigið enn fastar til jarðar. Þannig munum við beita frekari ráðstöfunum á tekjuhliðinni, sækja nýjar tekjur og draga úr skattaívilnunum en einnig munum við auka aðhald, hagræða í opinberum rekstri og fresta ýmsum framkvæmdum að sinni uns hægist á umsvifum í hagkerfinu. Afkomutryggingakerfin og viðkvæm velferðarþjónusta verða áfram varin fyrir aðhaldi.</p> <h3>Aukin tekjuöflun og hagræðing</h3> <p>Tekjuöflunin mun fyrst og fremst beinast að þeim geirum efnahagslífsins sem einkum eru aflögufærir. Þannig verður tekjuskattur lögaðila hækkaður tímabundið vegna ársins 2024 úr 20% í 21%, fiskeldisgjald hækkað, veiðigjöld endurskoðuð til hækkunar, gjaldtaka aukin í ferðaþjónustu og tekið upp varaflugvallargjald. Þá verður endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði lækkað, auk þess sem breytingar verða gerðar á gjaldtöku af ökutækjum og umferð til að mæta breyttri samsetningu bílaflotans og stuðningi við orkuskipti í samgöngum verður breytt úr skattaívilnunum í átt til beinna styrkja.</p> <p>Áætlunin ber skýr merki um þá áherslu ríkisstjórnarinnar að treysta grunnþjónustuna og styðja við þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir verðbólgunni. Áform okkar um frekari eflingu barna- og vaxtabótakerfisins og áframhaldandi uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu eru liður í því. Framlög til heilbrigðis- og öldrunarþjónustunnar eru áfram aukin til að mæta fjölgun þjóðarinnar og hækkandi lífaldri. Þá verður áfram dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni og framlög aukin til sjúkratrygginga og til reksturs nýrra hjúkrunarheimila. Allt eru þetta mikilvæg velferðarmál.</p> <h3>Endurskoðun örorkukerfis tryggð</h3> <p>Fjármagn er tryggt í áætluninni til löngu tímabærrar heildarendurskoðunar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga og til að treysta stuðning og þjónustu við þau sem hafa skerta starfsgetu. Gert er ráð fyrir að hefja undirbúning breytinganna á árinu 2024 og taka í upphafi árs 2025 upp nýtt endurbætt greiðslukerfi sem styður betur við þennan hóp. Þar að auki munum við hækka örorkulífeyri almannatrygginga um mitt þetta ár til að mæta verðbólgunni og verja kjör öryrkja.</p> <p>Liður í aðhaldsaðgerðum til að hemja verðbólguna er frestun á tilteknum nýframkvæmdum ríkisins til að draga úr þenslu í hagkerfinu. Vissulega er það bagalegt, því um er að ræða mikilvægar framkvæmdir. En bæði í bráð og lengd er það mikilvægara að ná tökum á verðbólgunni. Við erum ekki að falla frá þessum framkvæmdum en þær bíða að sinni. En ríkið hættir ekki að framkvæma, við munum halda áfram viðamikilli uppbyggingu nýs Landspítala og áfram verður fjárfest í samgönguinnviðum og almennum íbúðum fyrir tekjulág heimili ásamt því sem við bætum í fjárframlög til rannsókna og háskólamála.</p> <h3>Samtaka gegn verðbólgu</h3> <p>Aðalatriðið er að ný fjármálaáætlun sendir skýr skilaboð. Ríkisstjórnin ætlar að ná verðbólgunni niður, með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru en jafnhliða því verjum við viðkvæma hópa eins og unnt er. Þessi fjármálaáætlun er hluti þeirrar vinnu. En fleira þarf að koma til. Fram undan eru kjarasamningar og sú krafa stendur nú upp á forystu atvinnulífsins að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum en leita fremur allra leiða til að koma í veg fyrir að hækkun á vöru og þjónustu leiti út í verðlagið. Öllum má ljóst vera að launafólk eitt getur ekki borið meginþungann af baráttunni við verðbólguna, atvinnurekendur verða að axla ábyrgð til jafns. Nýliðin saga kennir okkur að til að ná árangri í baráttunni við verðbólguna þá þarf samvinnu allra, launafólks, atvinnurekenda og hins opinbera.</p> <p>Við eigum öll mikið undir því að það takist að hemja verðbólguna áður en hún grefur um sig og verður illviðráðanleg. Allar forsendur eru til staðar til þess að við getum náð árangri, efnahagslífið er þróttmikið og staða ríkissjóðs batnar jafnt og þétt. Við þessar aðstæður verður ríkisfjármálaáætlun áfram rædd á þingi nú í vikunni. Megináherslurnar eru skýrar: Ríkið mun afla aukinna tekna, hagræða í rekstri og fresta framkvæmdum. Þessar aðgerðir slá á verðbólgu og skapa aðstæður til að lækka vexti. Þannig styðja ríkisfjármálin við Seðlabankann í stjórn peningamála og jafnframt tryggja aðgerðirnar forsendur fyrir félagslegum og efnahagslegum stöðugleika og áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða fyrir almenning í landinu.</p> <div>&nbsp;</div>
30. mars 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands - 30. mars 2023<p><span>Formaður bankaráðs, Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjórar, starfsmenn Seðlabanka Íslands, góðir gestir.</span></p> <p><span>Hér í upphafi langar mig að minnast Jóhannesar Nordal fyrsta bankastjóra Seðlabanka Íslands en hann stýrði bankanum í tæpa þrjá áratugi, frá stofnun hans árið 1961 fram til ársins 1993. Jóhannes er án efa einn af áhrifamestu mönnum í íslensku efnahagslífi á síðustu öld. Hann var efnahagsráðgjafi stjórnvalda og síðar mikilsvirtur í störfum sínum á vettvangi Seðlabankans og hafði þannig markverð áhrif á gang efnahagsmála hér á landi. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, var m.a. stjórnarformaður&nbsp; Landsvirkjunar og tók virkan þátt í uppbyggingu og vexti fyrirtækisins. Ég átti því láni að fagna að eiga nokkra fundi með Jóhannesi og hann var einstaklega hlýlegur maður sem hafði frá miklu að segja og naut þess að fylgjast með samfélagsmálum og umræðu. </span></p> <p><span>Ég votta eftirlifandi börnum og barnabörnum og fjölskyldu mína dýpstu samúð.</span></p> <p><span>Það er ekki laust við að maður hugsi til Jóhannesar þegar við horfum yfir áskoranir á sviði efnahagsmála nú og undanfarin misseri. Heimsfaraldur var meiriháttar álagspróf fyrir samfélagið allt og ég leyfi mér að segja að við öll höfum staðist það próf. Afkoma almennings og atvinnulífs var tryggð og innviðir efldir þannig að efnahagsbatinn var hraður og staðan á vinnumarkaði batnaði fljótt eftir að faraldrinum sleppti. Öflugar varnir skiluðu kröftugri viðspyrnu.</span></p> <p><span>En eitt tók við af öðru þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og stríð hófst í Evrópu. Aukin óvissa á alþjóðasviðinu með hækkandi orku- og hrávöruverði olli hærri verðbólgu en sést hefur um árabil bæði austanhafs og vestan með tilheyrandi vaxtahækkunum og áhrifum á lífskjör almennings og rekstrarskilyrði fyrirtækja. Nýjar áskoranir í ríkisfjármálum og stjórn peningamála hafa tekið við. Við þetta bætast stórar áskoranir á heimsvísu hvort sem það er loftslagsváin, hraðar tæknibreytingar eða aukinn fjöldi fólks á flótta. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á stjórn efnahagsmála og traustan sjálfstæðan Seðlabanka sem hefur yfir að ráða nauðsynlegum stjórntækjum til að rækja hlutverk sitt.</span></p> <p><strong><span>Sameining SÍ og fjármálaeftirlitsins</span></strong></p> <p><span>Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum árum farið í gegnum miklar breytingar. Með sameiningu bankans og &nbsp;Fjármálaeftirlitsins varð til ný, öflug stofnun. Eitt helsta markmið sameiningarinnar var að efla eftirlitsþáttinn í starfseminni og tryggja betri heildaryfirsýn yfir fjármálakerfið.</span></p> <p><span>Heilt yfir hefur verkefnið gengið vel og við höfum nú skýrslur tveggja óháðra úttektarnefnda sem staðfesta að svo sé. </span></p> <p><span>Sú fyrri, sem kom út í nóvember 2021 var ætlað að meta reynsluna af nýju nefndaskipulagi bankans. Mat skýrsluhöfunda er að rösklega hafi verið gengið til verks við sameininguna stofnananna og það með góðum árangri. Nefndarstörf bankans njóti samlegðarinnar og meiri samvinna sé nú á milli sviða bankans. Mikið hafi áunnist í upplýsingatæknimálum og gagnaúrvinnslu og enn frekari uppbygging sé í vændum.</span></p> <p><span>Síðari skýrslan, sem kom út í lok janúar á þessu ári, var unnin af úttektarnefnd sem skipuð var á grundvelli 36.gr. laga um Seðlabankann og var ætlað að meta hvernig bankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt var nefndinni falið að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndinni sátu valinkunnir sérfræðingar á sviði efnahagsmála, alþjóðlegrar fjármálastarfsemi og rekstrar Seðlabanka, þau Patrick Honohan fyrrverandi bankastjóri Írlands, Joanne Kellermann fyrrverandi stjórnarmaður í hollenska Seðlabankanum og Pentti Hakkarainen fyrrum varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins.</span></p> <p><span>Í hnotskurn er það niðurstaða úttektarnefndarinnar að Seðlabanki Íslands hafi tekist á við sameininguna með skjótum og skilvirkum hætti. Það sé vissulega langtímaverkefni að koma á fót samhæfðri stofnun með fullkomlega skilvirkum verkferlum, yfirsýn og sameiginlegri stofnanamenningu – en jafnframt að starfsfólk hinnar sameinuðu stofnunar hafi rækt skyldur sínar eins og til er ætlast.</span></p> <p><span>Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með skýrum hætti og þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að sameiningin var rétt skref og ný stofnun hefur aukinn slagkraft til að takast á við þær áskoranir sem við blasa hverju sinni í efnahagslífinu og fjármálakerfinu.</span></p> <p><span>Það er því full ástæða til að hrósa starfsfólki bankans fyrir góð störf í þágu hans í þessum umfangsmiklu verkefnum&nbsp; og&nbsp; ánægjulegt að fá slíka umsögn frá alþjóðlegum sérfræðingum á þessu sviði.</span></p> <p><span>Báðar skýrslurnar benda hins vegar á ýmis úrbótatækifæri sem varða bæði ytri umgjörð , og ekki síður er varða innra skipulag hans og starf. </span></p> <p><span>Hvað varðar þann þátt sem snýr að þeirri lagalegu umgjörð sem Alþingi markar bankanum má segja að báðar skýrslurnar hvetji til þess að gerðar verði breytingar á skipulagi og starfsemi fjármálaeftirlitsnefndar. Nokkrar sviðsmyndir eru settar fram í þeim efnum. </span></p> <p><span>Meginskilaboð beggja nefnda eru þau að skýra þurfi betur hlutverk og valdsvið fjármálaeftirlitsnefndar og koma þannig í veg fyrir óskýrleika og mögulega réttaróvissu. Tvær leiðir séu færar. Önnur felur í sér að umboð og verkefni nefndarinnar yrði aukið með því að veita henni víðtækt hlutverk í mikilvægum áætlunum og stefnumálum. Hin leiðin er að þrengja umboð nefndarinnar frekar en nú er.</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp sem ég mælti fyrir til að bregðast við ábendingum fyrri úttektarskýrslunnar – en þar var niðurstaðan mjög skýr í þá veru, að víðtækt starfssvið fjármálaeftirlitsnefndar væri óraunhæft. Í raun sé í núverandi kerfi brugðist við því með víðtæku framsali frá nefndinni til varaseðlabankastjóra sem fari með málefni fjármálaeftirlits. Það fyrirkomulag </span><span>og hin lagskipta stjórnsýsla sem búin var til í kringum eftirlitsverkefni innan sömu stofnunar skapi flækjustig við ákvarðanatöku</span><span>.</span><span> Með því að afmarka nánar í lögum hvaða ákvarðanir nefndin skuli taka er stuðlað að auknum skýrleika í stjórnsýslu á sviði fjármálaeftirlits og er breytingunum ætlað að gera starf nefndarinnar markvissara og efla þar með eftirlitsstarfsemi Seðlabankans.</span></p> <p><span>Það sem helst greinir á varðandi frumvarpið annars vegar og álit 36.gr. nefndarinnar &nbsp;hins vegar snýr að aðkomu ytri nefndarmanna. Taldi nefndin að ef fjármálaeftirlitsnefnd fengi betur skilgreint, takmarkað umboð, væri óvíst að þörf væri fyrir utanaðkomandi nefndarmenn. </span></p> <p><span>Þessu sjónarmiði er ég ekki sammála og &nbsp;tel enn að aðkoma ytri nefndarmanna sé mikilvæg til að tryggja bæði valddreifingu og mótvægi við töku mikilvægra ákvarðana á sviði fjármálaeftirlits. Að auki tel ég þá sérfræðiþekkingu og yfirsýn sem ytri aðilar koma með að borðinu nýtast vel fyrir störf nefndarinnar. &nbsp;Því hef ég lagt til við efnahags- og viðskiptanefnd að ekki verði gerð breyting á frumvarpinu hvað þetta atriði varðar en lagt er til í frumvarpinu að skipunartíma utanaðkomandi sérfræðinga í fjármálaeftirlitsnefnd verð breytt þannig að hann verði mislangur, frá þremur til fimm árum til að tryggja að allir utanaðkomandi sérfræðingar í nefndinni láti ekki af störfum á sama tíma og samfella verði í störfum og þekkingu innan nefndarinnar. </span><span>Þá er</span><span> í frumvarpinu lagt til að </span><span>seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar en hann er formaður hinna tveggja fastanefnda </span><span>bankans</span><span>. Er tillagan í samræmi við það sem ég lagði til í</span><span> því</span><span> frumvarp</span><span>i</span><span> sem varð að lögum um Seðlabanka Íslands 2019 en úttektarnefndin benti á að </span><span>þetta fyrirkomulag</span><span>væri rökréttara þegar horft væri til hefðbundinna sjónarmiða um að ábyrgð fylgi ákvörðunum</span><span>. </span><span></span></p> <p><span>Og enn er von á úttekt alþjóðlegra sérfræðinga á þáttum er varða starfsemi Seðlabanka Íslands. Úttekt</span><span> Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenska fjármálakerfinu þar sem lagt er mat á viðnámsþrótt þess </span><span>er væntanleg á næstunni. Ekki er útilokað að hún kalli á frekari umbætur.</span></p> <p><span>Hvað varðar aðrar ábendingar sem snú að innra skipulagi og starfi bankans vænti ég þess að stjórnendur bankans fari heildstætt yfir þær umbótatillögur sem fram hafa komið í þessum umfangsmiklu úttektum og leggi til leiðir til að mæta þeim. Bankinn hefur nú þegar hafið þessa vinnu og brugðist við ákveðnum þáttum og hef ég haft fregnir af því að frekari umbætur séu í undirbúningi. </span></p> <p><strong><span>Verðbólgan og efnahagsástandið</span></strong></p> <p><span>Efnahagsbatinn hefur verið hraður eftir faraldur, atvinnuástandið er gott, ferðaþjónustan hefur náð fyrri styrk og hagvöxtur er meiri en spár gerðu ráð fyrir, var raunar ríflega 6 prósent fyrra. Ummerki mikilla umsvifa í hagkerfinu má sjá hvarvetna. Heimilin standa heilt yfir vel eftir kaupmáttarvöxt síðustu ára þótt heldur hafi gefið eftir, skuldastaðan er góð bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og vanskilatölur eru enn sögulega góðar. En verðbólgan er hins vegar meiri og þrálátari en vonir stóðu til og er nú </span><span>orðið meginviðfangsefni </span><span>hagstjórnar hér á landi eins og reyndar víðast annarsstaðar</span><span>. </span><span>Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að við náum tökum á verðbólgunni – það er forsenda þess að við getum haldið áfram því verkefni að efla lífsgæði og velsæld fyrir okkur öll. </span></p> <p><span>Það er sameiginlegt verkefni að vinna að því að ná böndum á verðbólgunni. Seðlabankinn hefur þar veigamiklu hlutverki að gegna enda eitt hans meginhlutverk að tryggja verðstöðugleika. </span></p> <p><span>Bankinn hefur beitt stýritækjum sínum markvisst í því skyni að stöðva þessa neikvæðu þróun til að auka peningalegt aðhald og ná niður verðbólgu. Þetta hefur verið nauðsynlegt en hefur eins og gefur að skilja mikil áhrif á afkomu margra heimila og efnahagslífið allt.</span></p> <p><span>Þá hefur sú breyting, sem gerð var á lögum á síðasta kjörtímabili til að tryggja bankanum fleiri stýritæki til þess að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, reynst mikilvæg við núverandi aðstæður og hefur bankinn beitt reglum um veðsetningar- og greiðslubyrðahlutfall í þeim efnum. En við vitum mæta vel að enginn er eyland og að farsæl stjórn efnahagsmála krefst alltaf samspils hinna þriggja stoða peningamálastjórnar, ríkisfjármála og vinnumarkaðar. </span></p> <p><strong><span>Vinnumarkaðurinn</span></strong></p> <p><span>Það er því sérstakt fagnaðarefni að lokið hafi verið við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og í morgun fengum við góðar fréttir af samningum aðildarfélaga BSRB og BHM og ég geri mér því góðar vonir um að samningum verði lokið við öll félög á opinbera markaðnum innan tíðar. Þó einungis hafi verið samið til skamms tíma dregur það úr óvissu nú um stundir og skapar svigrúm til þess að tryggja þær forsendur sem þarf til að vinna að langtímasamningum. Til að greiða fyrir gerð samninganna kynntu stjórnvöld stuðningsaðgerðir til að styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Aðgerðirnar eru fjölbreyttar en miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum, auknum húsnæðisstuðningi við eigendur og leigjendur og auknum stuðningi við barnafjölskyldur þar sem barnabætur voru hækkaðar og ná nú til 3000 fleiri fjölskyldna en áður.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að aðilar vinni náið saman á næstu mánuðum m.a. á vettvangi þjóðhagsráðs þar sem saman koma fulltrúar stjórnvalda, Seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins, að samstilltum aðgerðum til að tryggja að nauðsynlegar forsendur fyrir langtímasamningi verði hér fyrir hendi þegar gengið verður að samningaborðinu að nýju undir lok árs.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><strong><span>Aðgerðir ríkisstjórnarinnar</span></strong></p> <p><span>Aðgerðir og skilaboð stjórnvalda gegna að sjálfsögðu lykilhlutverki við þessar aðstæður og hefur ríkisstjórnin tekið það hlutverk alvarlega og aðlagað áætlanir sínar og sett fram aðgerðir til að sporna gegn þenslu og styðja við aðgerðir Seðlabankans í þeim efnum. Mörgum þykir eflaust ekki nóg að gert en verkefnið er í mínum huga tvíþætt. Við þurfum annars vegar að beita ríkisfjármálunum til þess að draga úr þenslu með aðgerðum á tekju – og gjaldahlið en tryggja um leið ákveðið jafnvægi sem felst í því að við verjum mikilvæga grunnþjónustu og styðjum þá hópa sem hafa minnst bjargráð til þess að mæta áhrifum verðbólgunnar. Þess vegna gripum við þegar í fyrra til ákveðinna aðgerða til að verja kjör viðkvæmra hópa eins og örorkulífeyrisþega og leigjenda og í fjárlögum þessa árs var einnig dregið úr halla ríkissjóðs umfram fyrri áætlanir með öflun nýrra tekna, aðhaldi í rekstri og frestun framkvæmda. </span></p> <p><span>Í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í gær höldum við áfram á þessari braut og stígum enn fastar til jarðar. Það er einkar gleðilegt að nú er útlit fyrir að í ár náist sá mikilvægi áfangi að frumjöfnuður ríkissjóðs verði jákvæður í fyrsta sinn síðan 2019. Skilaboð okkar eru skýr, við munum grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja stöðugleika og sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þannig munum við áfram beita ráðstöfunum á tekjuhliðinni, sækja nýjar tekjur og draga úr skattaívilnunum en einnig að auka frekar aðhald og fresta framkvæmdum að sinni þar til hægist á umsvifum í hagkerfinu.</span></p> <p><strong><span>Innlend smágreiðslumiðlun</span></strong></p> <p><span>Eitt af þeim verkefnum sem ég hef fylgst með af miklum áhuga á síðustu árum er skoðun Seðlabankans á á leiðum til að tryggja innlenda óháða greiðslumiðlun en þjóðaröryggisráð hefur m.a. látið sig þetta mál varðað enda getur högun greiðslumiðlunar ógnað þjóðaröryggi í starfrænum alþjóðlegum heimi auk þess sem veruleg tækifæri eru til að draga úr kostnaði fyrir allan almenning.&nbsp; </span></p> <p><span>Samkvæmt ágætri skýrslu um málið sem Seðlabankinn gaf út fyrr á þessu ári er kostnaður samfélagsins af notkun greiðslukorta hátt í 50 milljarðar á hverju ári, sem gerir um 1,39% af vergri landsframleiðslu. Sambærilegt hlutfall í Noregi er um 0,8% sem segir okkur að hér er hægt að gera mun betur. Vissulega liggur eitthvert óhagræði í stærðarmun þessara tveggja landa, en það skýrir ekki allan þennan mun og almennt er greiðslumiðlun hér á landi bæði óhagkvæmari og ótryggari.</span></p> <p><span>Ef bara er litið til greiðslukortakostnaðar verslunar og þjónustu þá er hann nálægt 10 milljörðum árlega – og við vitum hvar sá kostnaður lendir.</span></p> <p><span>Smágreiðslumiðlun hér á landi einkennist því af mikilli greiðslukortanotkun þar sem treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Hér er mikil áhætta, t.d. ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur viðkomandi kerfa loka á viðskipti við Ísland. </span></p> <p><span>Ég tel því afar mikilvægt að lokið verði við það verkefni hið fyrsta að koma hér á fót innlendu greiðslumiðlunarkerfi sem bæði skapar ávinning fyrir neytendur og tryggir öryggi og viðnámsþrótt kerfisins. </span></p> <p><span>Til að styðja við þetta verkefni hef ég skipað starfshóp með fulltrúum Seðlabankans, fjármála- og efnahagsráðherra og míns ráðuneytis, en verkefni hans verður að vinna tillögur að lagabreytingum til að koma á innlendri óháðri smágreiðslulausn. Vænti ég þess að tillögur hópsins liggi fyrir eigi síðar en í maí lok og því verði unnt leggja fram frumvarp á næsta löggjafarþingi sem tryggi farsæla innleiðingu á slíku kerfi eigi síðar en um næstu áramót.</span></p> <p><strong><span>Lokaorð</span></strong></p> <p><span>Ég vil að endingu þakka Gylfa Zoega, sem lét í &nbsp;af störfum í peningastefnunefnd nú í febrúar, fyrir góð störf þeirra í þágu bankans en Ásgerður Pétursdóttir hefur tekið sæti í nefndinni í hans stað og eru konur nú í fyrsta sinn í meirihluta í Peningastefnunefnd.</span></p> <p><span>Þá vil ég einnig nota tækifærið og þakka Unni Gunnarsdóttur kærlega fyrir hennar störf í þágu bæði Fjármálaeftirlitsins gamla og Seðlabankans frá ársbyrjun 2020, en hún lætur af störfum sem varaseðlabankastjóri þann 1. maí næstkomandi. Nú stendur yfir ferli við val á &nbsp;nýjum varaseðlabankastjóra. Að lokum vil ég þakka, bankastjórn, stjórnendum og starfsmönnum bankans fyrir góð störf í þágu bankans á umliðnu ári og óska ykkur velfarnaðar í vandasömum störfum ykkar framundan.&nbsp; &nbsp;</span></p>
29. mars 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi Bandaríkjaforseta um lýðræði - 29. mars 2023<p><span>Dear Colleagues, </span></p> <p><span>There is no shortage of urgent challenges facing us. The deepening climate crisis requires immediate action from all countries as the new IPCC report demonstrates; growing inequalities within and between societies continue to be a grave challenge.</span></p> <p><span>Democracy is not a given and depends on those claiming it. It evolves and needs to be actively strengthened and protected against authoritarian tendencies. </span><span>We need to take control when it comes to new technologies and AI ensuring that they strengthen democratic processes and human rights, instead of undermining basic principles and values.&nbsp;</span></p> <p><span></span><span>Political leaders need to combine efforts to combat social exclusion and disinformation and they need to be combined with new visions of the collective good, which can appeal to the public and strengthen their sense of social belonging. But we also need to have strong democratic institutions, including democratic political parties and strong and independent media.</span></p> <p><span>Dear collegues.</span></p> <p><span>War has returned to Europe with Russia´s senseless, illegal war against Ukraine. </span></p> <p><span>Iceland, is currently chairing the Council of Europe, one of Europe´s oldest and largest organizations with 46 Member States. </span></p> <p><span>Our chairmanship will conclude with a Summit in May, where European Leaders will come together in Reykjavik to re-commit to the fundamental values underpinning the organization; democracy, human rights and the rule of&nbsp; law.</span></p> <p><span>We will discuss the organization’s role regarding urgent challenges, such as ensuring the right to a healthy environment and addressing human rights in relation to AI and the digital space. </span></p> <p><span>We will also convene in Iceland to support Ukraine. </span></p> <p><span>I am hopeful that the Council of Europe will take practical decisions in Reykjavik to ensure accountability for crimes committed. </span></p> <p><span>One such step is the setting up of a </span><span>register to record and document evidence and claims for damage, loss, or injury resulting from the Russian aggression.</span></p> <p><span>Dear colleagues. </span></p> <p><span>Even at times of war, gender equality needs to be on our agenda. Sustainable development goal number 5 on Gender Equality is one of the 17 goals that we are furthest away from achieving. It has been stated that it will take 300 more years to achieve full gender equality. We are witnessing a serious push-back when it comes to gender equality and the rights of LGBTI persons. </span></p> <p><span>Ensuring gender equality and human rights is fundamental to any democracy – and this is something we need to be working on right now. To strengthen our democracy is to think of that important inter-linkage between democracy, human rights and gender equality. </span></p>
13. mars 2023Blá ör til hægriBlómstrandi barnamenning - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á Vísi 9. mars 2023<p>Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands.</p> <h2>Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil</h2> <p>Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu.</p> <h2>Aðgengi að menningu skiptir máli</h2> <p>Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi.</p> <p>Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð.</p>
09. mars 2023Blá ör til hægriFullt jafnrétti 2030 - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 8. mars 2023<p>Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir og er að þessu sinni helguð stöðu kvenna á tímum örra tæknibreytinga. Jafnrétti kynjanna er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stundum er sagt að heimurinn eigi lengst í land með að ná því markmiði. Er þá mikið sagt en það er þyngra en tárum taki að baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna sé eilífðarverkefni. Á undanförnum árum hefur orðið bakslag í réttindum kvenna til að ráða yfir eigin líkama með strangari þungunarrofslöggjöf, bæði vestan hafs og í Evrópu. Kynbundið ofbeldi er meinsemd sem gengur allt of hægt að berjast gegn og enn hefur engin þjóð náð að útrýma launamun kynjanna. Á sama tíma vinna konur meiri ólaunaða vinnu en karlar. Og ný tækni veitir ekki aðeins tækifæri heldur færir okkur nýjar áskoranir í kynjajafnréttismálum.</p> <p>Við erum líklega flest meðvituð um að verja æ meiri tíma í netheimum, hvort sem er í einkalífi eða vinnu. Samfélagsmiðlar eru stór hluti tilverunnar og hafa breytt samskiptum fólks. Samskiptaforrit breyta því hvernig fólk kynnist en ekki síður myndinni sem við drögum upp af okkur sjálfum fyrir heiminn. Efnisveitur sjá okkur fyrir afþreyingarefni þar sem gervigreind leggur til hvað við getum horft eða hlustað á næst. Öll þessi nýja tækni byggist á algrímum þar sem okkur er beint í tiltekna átt eftir því hvernig við erum metin af tækninni. Gervigreind er nýtt til að skanna atvinnuumsóknir og leggja til hvaða umsækjendur komast áfram í ferlinu. Gervigreind er nýtt innan læknisfræðinnar þegar reynt er að greina hvað amar að. Og þar skiptir máli hvers kyns við erum. Þó svo við teljum að tækin sé hlutlaus er það langt frá því að vera raunin. Algrímin eru hönnuð af fólki, oftast karlmönnum, og oft eru karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er því lykilatriði að tryggja hlut kvenna í nýrri tækni, í menntun, rannsóknum og nýsköpun í tæknigreinum, og tryggja þannig að tæknin stuðli að jafnrétti kynjanna.</p> <p>Tæknin hefur skapað nýjan vettvang fyrir kynbundið ofbeldi en þar hefur Ísland tekið forystu á alþjóðavettvangi með því að leiða ásamt öðrum þjóðum bandalag sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis. Við höfum óhrædd talað um þann grimma veruleika að heimilisofbeldisbrot eru um helmingur allra ofbeldisbrota á Íslandi og við sjáum aukin merki um stafrænt kynferðisofbeldi. Einnig þar hafa stjórnvöld líka gripið til skýrra aðgerða: Með því að breyta löggjöf og tryggja þannig ákvæði um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti, ásamt því að stórbæta réttarstöðu brotaþola í löggjöf, auka fjármögnun þessa málaflokks og vinna samkvæmt forvarnaáætlun gegn kynferðislegu ofbeldi og áreiti í grunnskólum landsins. Undirstaða þessa alls er hugmyndin um yfirráð kvenna yfir eigin líkama en Alþingi samþykkti framsækna þungunarrofslöggjöf 2019 á sama tíma og mörg önnur ríki fóru í þveröfuga átt.</p> <p>Í dag mun ég mæla fyrir þingsályktunartillögu minni um aðgerðir gegn hatursorðræðu en þar er lögð áhersla á fræðslu um hatursorðræðu fyrir ólíka hópa. Einnig er lagt til að metið verði hvernig þau lagaákvæði sem ætlað er að takast á við hatursorðræðu hafi gagnast. Tillagan var unnin í breiðu samráði og ljóst að þörfin fyrir fræðslu og umræðu er mikil – ný tækni hefur skapað nýjan vettvang fyrir niðrandi umræðu sem hefur ekki síst neikvæð áhrif á yngri kynslóðir.</p> <p>Kynbundinn launamunur hefur minnkað jafnt og þétt á Íslandi og þar hefur jafnlaunavottun vafalaust haft áhrif. Samt er enn kynbundinn launamunur sem að miklu leyti má skýra með ólíku starfsvali kynjanna og við það verður ekki unað. Núna er unnið að tilraunaverkefni um jafnvirði starfa – mati starfa út frá virði þeirra til að tryggja að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Það er von mín að þetta tilraunaverkefni skili því að allur vinnumarkaðurinn, bæði sá almenni og sá opinberi, taki upp jafnvirðisnálgun sem útrými því sem eftir stendur af kynbundnum launamun. Þá má ekki gleyma því að samfélagið allt reiðir sig á ólaunaða vinnu kvenna, ekki síst í margvíslegri umönnun innan fjölskyldunnar. Hagstofan vinnur nú að beiðni minni að tímarannsókn á því hvernig önnur og þriðja vaktin skiptist á milli kynjanna – vonandi munu þær niðurstöður aðstoða við að skipta ólaunaðri vinnu jafnt milli kynjanna og meta ólaunaða vinnu að verðleikum.</p> <p>Fæðingaorlof sem skiptist á milli beggja foreldra og leikskóli fyrir öll börn eru líklega þær kerfisbreytingar sem skilað hafa þeirri staðreynd að Ísland stendur jafn framarlega í kynjajafnréttismálum og raun ber vitni. Það er von mín að þær kerfisbreytingar sem verið er að innleiða í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni og ný nálgun í jafnlaunamálum komi Íslandi í mark þannig að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti kynjanna náist fyrir 2030. Það væri sannarlega samfélag sem okkar kynslóð gæti verið stolt af að skila til barnanna okkar.</p>
06. mars 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 67. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna 6. mars 2023<p><span>Honourable chair. </span></p> <p>Iceland welcomes the opportunity to review our efforts and progress towards gender equality and the empowerment of all women and girls.</p> <p>There are challenges that stand before us regarding gender equality and technological change.</p> <p>We all know that the world as we know it has largely been designed by men, for men. But what about the digital world, where we spend an increasing amount of our time? Who designs the algorithms that have more control over our thoughts and decisions than we care to think about? </p> <p>Algorithms will be exactly as flawed as their creators, including having built in gender biases. We have a huge data gap when it comes to women’s role in society and AI is based on data. If we do not have data on women and if the algorithms are mainly designed by men, the risk is that new technologies will make our world even more unequal.</p> <p>Gender equality must remain a top priority regarding innovation and technological change. We need to take action to make innovation and technological change work for all of us. By embedding gender in innovation and technology development, investing in feminist innovation and tech, dismantling gender stereotypes and educating and empowering women, I truly believe&nbsp; it will contribute to a better, more equal society, but we need the whole of humanity to produce knowledge and solutions for our current challenges, not just half of it.</p> <p>Digitalisation has expanded a growing resistance to gender equality and provided a new platform for gender based violence that cannot be tolerated. Recent numbers show that 38% of women have experienced online violence. At the same time that we should be moving forward we see that younger women are more likely to have been the victim of such violence&nbsp; In Iceland we are already taking action and in 2021 the Icelandic Parliament adopted a progressive legislation to fight online gender based violence. We will continue to build policies to end this and all forms of gender based violence.</p> <p>As one of the leaders of the Generation Equality Forum’s Action Coalition on Gender-Based Violence, Iceland participates in an action coalition on technology and innovation for gender equality. Our shared goal there is to bridge the gender gap in digital access and competence, which is substantial.</p> <p>But the fight against gender based and sexual violence takes place on many frontiers.</p> <p>In every war we see gender-based violence surging. In Ukraine, women have been raped and sexually assaulted as part of Russia’s military strategy, and more than 8 million Ukrainians have fled their country, mostly women and children.</p> <p>Domestic violence continues to be one of the greatest threats to women. Out of all violent crimes reported in 2020 in Iceland, 50% were crimes of domestic violence. The high number follows a change in protocol on how we deal with domestic violence crimes. This shift is happening right now and I strongly believe that bringing gender based violence into the light is the only way to eradicate it.</p> <p>Dear colleagues, the line of defense is not a constant – it moves and we are forever reminded that human rights, women’s rights, can be lost just as they can be won. Today the battle revolves around women’s sexual and reproductive rights that are under attack all around the world. Iceland passed a progressive abortion legislation in 2019, ensuring women’s self-determination over their bodies. Our demands for women all over the world are clear: They control their bodies.</p> <p>Distinguished guests:</p> <p>In Iceland we have put gender equality in the foreground in all decision-making. We will continue to do so both at home and in international cooperation, with the aim of creating a socially just, a more peaceful and a better world. </p>
23. febrúar 2023Blá ör til hægriYfirlýsing Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi vegna stríðsins í Úkraínu 23. febrúar 2023<p>Herra forseti. Á morgun er liðið heilt ár síðan Rússland réðst með hervaldi á Úkraínu. Þá fyrir réttu ári komum við saman hér í þingsal, fulltrúar allra flokka á Alþingi Íslendinga, fordæmdum harðlega innrásarstríð Rússlands og lýstum yfir fullum stuðningi við Úkraínu. Það gerum við aftur í dag. Á hverjum degi í heilt ár höfum við fengið fregnir af mannfalli og eyðileggingu; tugþúsundir hafa látið lífið, hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og milljónir eru á flótta. Öll stríð eru stríð gegn venjulegu fólki. Saklaust fólk hefur þurft að leita skjóls í myrkum kjöllurum undan sprengjuárásum sem hefur verið beint gegn óbreyttum borgurum, nauðgunum og pyndingum er beitt sem vopni, fjöldamorð hafa verið framin, fjölskyldum er sundrað, heimili eru í rúst og fólk er flutt með nauðung yfir landamærin til Rússlands.</p> <p>Á þessum tímamótum vil ég enn og aftur ítreka að innrásarstríð Rússlands er skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðalögum og á sér enga réttlætingu. Um þetta snúast grunnreglur alþjóðasamfélagsins, nákvæmlega þetta; friðhelgi landamæra, lýðræði, mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Íbúar Úkraínu, Zelenskí Úkraínuforseti og stjórnvöld í Kænugarði hafa sýnt hugrekki og þolgæði sem heimsbyggðin öll tekur eftir. Samstaða lýðræðisríkja sem hafa fylkt sér að baki Úkraínu sendir mikilvæg skilaboð til rússneskra stjórnvalda: Við fordæmum þessa ólögmætu innrás og henni verður að linna strax.</p> <p>Við höfum líka á liðnu ári ekki einungis séð skelfilegan eyðingarmátt stríðs heldur líka hvernig hernaðarátök taka yfir allt annað, ryðja aðkallandi úrlausnarefnum til hliðar því auðvitað kemst ekkert annað að. Það er auðvitað þungbært að hugsa til þess að hnattrænar aðgerðir í loftslagsmálum hafa liðið fyrir stríðið og sama má segja um mörg önnur mál, mannréttindi, jafnréttismál, fæðuöryggi hefur verið ógnað í fátækustu ríkjum heims og orkuöryggi víða í uppnámi. Stríðið í Úkraínu sýnir okkur svo áþreifanlega að friður er forsenda allra framfara. Ef ekki ríkir friður þýðir lítið að tala um framfaramál, sjálfbærni eða jöfnuð. En friðurinn þarf líka að vera réttlátur. Friður má ekki byggjast á kúgun og yfirgangi þjóða yfir öðrum þjóðum.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þingmönnum á Alþingi Íslendinga fyrir þá breiðu samstöðu sem hér hefur ríkt um stuðning við Úkraínu og ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka landsmönnum öllum sem hafa nýtt hvert tækifæri til að sýna stuðning, ljáð fólki á flótta liðsinni, veitt húsaskjól, aðstoðað þau sem hingað hafa komið við að finna sér stað í íslensku samfélagi eða prjónað og sent út vettlinga, því þótt við séum herlaus þjóð þá gátum við sent hlýju til Úkraínu og það skiptir svo sannarlega máli í vetrarkuldanum. Öll þessi aðstoð er ómetanleg.</p> <p>Herra forseti. Stríðið gegn Úkraínu hefur ekki aðeins bein áhrif á okkur hér á landi. Það hefur líka áþreifanlega merkingu fyrir öll þau ríki sem eins og Ísland eiga allt undir starfhæfu alþjóðakerfi sem byggir á lögum og reglu, gagnkvæmri virðingu ríkja á réttindum almennings. Alþjóðalögin eru okkar fyrsta varnarlína og þess vegna höfum við lagt sérstaklega áherslu á virðingu fyrir grundvallargildum og reglum í starfi okkar á alþjóðavettvangi, hvort sem er í formennskunni í Evrópuráðinu, norrænu samstarfi eða annars staðar þar sem við störfum á alþjóðavettvangi. Að sjálfsögðu hefur stríðið vakið umræðu um öryggis- og varnarmál í okkar heimshluta og kallar ótvírætt á áframhaldandi virka vöktun og eftirlit á okkar stóra nærsvæði á siglingaleiðum, landhelgi og lofthelgi. Áfram munum við gæta vandlega að samfélagslega mikilvægum innviðum eins og netöryggi og neðansjávarköplum, en undanfarin misseri höfum við lagt sífellt meiri áherslu á að tryggja þær varnir okkar með auknum framlögum til netöryggismála og með lagningu nýs fjarskiptastrengs sem stóreykur fjarskiptaöryggi.</p> <p>Herra forseti. Ég vil að lokum segja þetta: Ísland stendur með Úkraínu. Sá stuðningur hefur birst í verki. Íslensk stjórnvöld veittu í fyrra rúmlega 2,1 milljarð kr. í mannúðar- og efnahagsstuðning og stuðning við grunninnviði og varnir landsins, og við munum halda áfram á sömu braut. Ísland stendur með mannréttindum og alþjóðalögum. Það þarf að draga þá sem eru ábyrgir fyrir stríðsglæpum til ábyrgðar og við munum leggja á það áherslu í formennsku okkar í Evrópuráðinu. Síðast en ekki síst stendur Ísland með réttlátum friði, friði fyrir allt það fólk sem fyrst og fremst vill lifa sínu daglega lífi, sinna sínum störfum og sínu fólki, réttlátum friði sem svo sannarlega er forsenda allra framfara.</p>
22. febrúar 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu UNESCO 22. febrúar 2023<p><span>Chere Audrey, distinguished audience,</span><span></span></p> <p>I am delighted to be with you here today virtually, to address this important issue. This issue is closely tied to the founding mandate of UNESCO. To protect the free flow of information, both word and images, and for UNESCO to serve as a laboratory of ideas.</p> <p>Today, few things impact our minds more than the information we get through our digital devices, brought to us by algorithms.The huge changes we are seeing in how we get our information, are neither the first or the last ones of their kind. When written language replaced spoken language, and when printing presses replaced manuscript writers, the power structures of societies were inevitably affected.</p> <p><em>The medium is the message</em>, has never been more relevant, now when we are in the middle of the digital transformation. It presents great opportunities, both economically and in challenging fields, such as our environmental issues and in health-care.The internet and social media have enabled &nbsp;people, both within local communities and across borders worldwide, to connect in a way we have not seen before. This has often been a force for great positive change. These tools have given people a voice and agency, given marginalized groups ways to seek their rights, to get their issues on the political agenda.</p> <p>But at the same time, the internet and social media can be a dangerous place. Hate speech has driven people into despair and online harassment has ruined lives. We also know that vulnerable people have been radicalized through internet communites. It´s also been notable how women, including politicians and public figures, are targeted with threats and sexual harassment. Here, the goal clearly seems to be to silence them and diminish their power. This is in line with tendencies we´ve seen before when traditional power structures change, and a wider group gets influence, the backlash against these changes becomes real. We must always fight against such tendencies, safeguarding the progress we have made towards a more equal and just world.</p> <p>The online harassment and violence against journalists, not least women journalists poses a threat to media freedom globally. Deliberate spread of false information in order to &nbsp;undermine democracy presents a grave danger to all of us. In the last past couple of years, we have witnessed two of the world’s largest democracies, question the integrity of elections, risking the peaceful transition of power, due to the spread of disinformation online. Algorithms can create lagre divides within communities. This can create deeper discord in our public discourse, harm democratic processes, affect elections, and undermine the institutions we rely on to run our societies.</p> <p>Discussions, such as the ones we are having now in Paris, are immensely important. I thank UNESCO for organizing this impressive multi-stakeholder gathering. This topic is one of the most important ones for the health of our societies and the future of international relations.It´s important to figure out a common set of guidelines on how to regulate this digital space. Technology cannot be misused to suppress people, to surveil or harass, or to&nbsp;shut down the internet.</p> <p>We need to ensure that new technologies serve the people, that they strengthen democratic processes and human rights, instead of undermining basic principles and values. The impact of artificial intelligence on our societies is unquestionable and is a growing issue we must take seriously. And UNESCO’s important human rights-based recommendation on the ethics of AI responds to that reality. If these innovative technologies are to increase our common good, we need to ensure fair and equal accessibility. Accessibility of AI for indigenous and small language groups can be criticial for their future viability. In Iceland, we face this challenge and it has been a priority of my government to make sure that new technology is and will be available in Icelandic, the <span style="text-decoration: underline;">language</span> on which our cultural heritage is founded, and we use to communicate.</p> <p>We need to make the digital space a safe space for our <span style="text-decoration: underline;">children</span>. This is an integral part of the media legislation we are preparing to propose in Iceland, and the guidelines we are discussing here will be part of the upcoming debate in Iceland on this legislation.&nbsp;Moreover, we´ve been doing comprehensive work on how to counter hate speech and I will present a resolution to the Icelandic parliament on that shortly. The work of UNESCO and the UN, and these guidelines, will be useful in that discussion.We are also working on ways to counter the spread of disinformation during electoral periods. For this the guidelines will also be useful.</p> <p><span>Dear guests, Iceland currently holds the chairmanship of the Council of Europe, the key institution for democracy, human rights, and rule of law in 46 countries. Our goal is to use this chairmanship to advance human rights, and as the Council of Europe is a leading organization on media freedom, we will facilitate the debate on these guidelines there as well.</span><span></span></p> <p>Chere Audrey, merci pour votre direction sur cette question. Je vous souhaite à toutes et à tous bonne chance dans cette tâche, extrêmement difficile, et j'ai hâte que mon gouvernement et moi continuions à travailler avec vous pour promouvoir la paix dans l'esprit de l'humanité à travers le monde.</p>
27. janúar 2023Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Evrópuráðsþinginu 26. janúar 2023<p><span></span><span>Thank you, Mr. President,</span></p> <p><span>Dear/Madam Secretary General,</span></p> <p><span>Secretary General of the Assembly,</span></p> <p><span>Distinguished Parliamentarians, </span></p> <p><span>Distinguished Ambassadors </span></p> <p><span></span><span>C'est un honneur de m'adresser à vous aujourd'hui au nom de la Présidence islandaise du Conseil de l'Europe et à l'approche du quatrième Sommet des chefs d'État et de Gouvernement qui se tiendra à Reykjavik en mai.</span></p> <p><span>J'ai eu le plaisir de rencontrer certains d'entre vous en novembre dernier, lorsque l'Alþingi-le Parlement islandais<br /> -a accueilli le comité permanent en Islande.</span></p> <p><span>Avant de devenir Première ministre, j'ai été membre de cette Assemblée, pendant une brève période, et j'ai eu l'occasion de participer à votre important travail, et d'apprendre de première main le rôle clé de l'Assemblée parlementaire comme forum pour la discussion démocratique en Europe, et en tant que catalyseur d'idées et d'actions nouvelles.</span></p> <p>The Assembly has shown much vigor and resilience when responding to major crises in the past few years. It was able to adapt its procedures to continuing its work through the pandemic, stressing the need to balance social restrictions with human rights and highlighting, among other things, the detrimental impact of Covid-19 on vulnerable groups. Following the Russian invasion of Ukraine, the Assembly demonstrated its unity around the values upon which the Council of Europe was founded by condemning Russia’s aggression and by recommending its expulsion from the Council of Europe.</p> <p>Dear friends,</p> <p><span>Iceland was the twelfth state to join the Council of Europe in 1950—only six years after it became a republic. Our membership has played an important part in the advancement of human rights and the rule of law in Iceland.&nbsp; Judgements by the European Court of Human Rights are fundamental to the organisation's core role to advance and protect fundamental rights. Full and unequivocal respect for and execution of the Court</span><span>'s judgements are therefore a shared responsibility of all Member States.</span><span> The Council of Europe, the European Court of Human Rights, and its system of legal conventions constantly remind us of our obligations and have made valuable suggestions for improvements in guaranteeing citizens’ rights.&nbsp; </span></p> <p>As a forum for dialogue and cooperation, the Council of Europe has been instrumental in safeguarding, implementing, and promoting fundamental values and principles. This is no simple task, for democracy can be complicated, cumbersome and even messy, with demanding and lengthy debates. Yet, it is precisely the need for time and patience that makes democratic governance effective. Therein lies our strength: to express different opinions, to debate openly and freely, and to look for common solutions based on our core values and the interests of our citizens. The democratic concept which lies at the core of the European Convention on Human Rights is an inclusive one, it requires that the interests of all are taken into account, including rights and interests of the weak and the vulnerable. This is what we must all continue fighting for.</p> <p>Dear colleagues,</p> <p><span>Iceland takes over the presidency of the Committee of Ministers of the Council of Europe at a critical time. Eleven months have passed since the launch of Russia’s full-scale attack on Ukraine. Tragedy and violence are not only confined to the battleground. Russia’s systematic attacks on civilian infrastructure has caused much human suffering and hardship—and millions of innocent civilians have fled their homes. Horrendous reports of atrocities, sexual and gender-based violence, and other grave human rights violations have fueled a sense of urgency—we all feel—of ending this war and bringing our continent back to peace. This was after all the founding ideal of the Council of Europe after the end of the Second World War. The furtherance of peace lies at the genesis of our common European project.</span></p> <p>The Council of Europe has, as noted, taken a firm stance against Russia’s aggression against Ukraine, which is a clear violation of international law as embedded in the United Nations Charter as well as that of the Statute of Council of Europe. Victims of the war and displaced persons are also suffering violations of their rights and freedoms under the European Convention on Human Rights as well as international humanitarian law. &nbsp;Most member states, including Iceland, are part of the sanctions regime against Russia and have provided material support for Ukraine.</p> <p>The ultimate goal is a just peace that respects international law and the sovereignty and territorial integrity of Ukraine. Justice also requires a comprehensive system of accountability for human rights violations and international crimes, to avoid impunity and to prevent further violations. Iceland supports efforts to document crimes—committed by Russia in Ukraine—and to bring the perpetrators to justice. Given the make-up of the UN Security Council, major political hurdles stand in the way of establishing international tribunals—such as those created after the wars in the former Yugoslavia or the genocide in Rwanda—or involve the International Criminal Court without a Russian membership.</p> <p>However, the rights of victims must be recognised and violations remedied as far as possible. I recall the landmark Opinion of the Parliamentary Assembly from the 15<sup>th</sup> of March, on the 'consequences of the Russian Federation's aggression against Ukraine', where the Assembly made clear that it constituted 'a crime against peace', an aggression under international law and moreover a serious breach of the Statute of the Council of Europe. In order for us to be able to honor the rights and the fundamental human dignity of victims, some forms of retributive and restorative justice are needed to deal with wartime atrocities in Ukraine. And as experience shows, such mechanisms of accountability can have transformative effects.</p> <p><span>This was, for example, the case when sexual violence and rape, in armed conflict, were defined as a war crime and a crime against humanity following the violent break-up of the former Yugoslavia and with the actions of various truth commissions set up in post-conflict states on the model of the South African example. In my view, the Council of Europe should address the question of justice and accountability in its Summit declaration.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p>Dear colleagues.</p> <p><span>War does not only undermine the principles of cooperation in the international system; it also threatens democracy, violates human rights, and dismantles the rule of law. We also see evidence of other types of threats to democratic values in Europe and around the world. In the United States—and more recently Brazil—we have seen attacks against the very institutions that have been put in place to safeguard democracy. The independence of the judiciary has been challenged in some European countries, and we have witnessed a worrying backlash against gender equality and LGBTI rights. These are not isolated events, but a manifestation of a broader trend where democratic principles are questioned or rejected.</span></p> <p>There is a tendency to think that democracies perish as a result of violent action, such as military coups or aggression. But in our time, they can also be undermined by other overt means or wither away in enforced silence. We have witnessed elected leaders coming to power through parliamentary means, who, then, engage in an authoritarian power grab aimed at eliminating democratic checks and balances.</p> <p>We have also seen non-democratic states, with no interest in the promotion of equality or human rights, emerging as major players on the international scene. We can debate whether it matters more that democratic states are becoming fewer or less democratic. Yet, as I said, democratic rights can be suppressed or they can slip away—and for this reason, they have to be fought for, nurtured, and protected. We need the multilateral system to weather the storms we currently face. If there is one lesson to be learned from the failure of the international response to fascism in the 1930s, it is that democracies must stay together to protect hard-won political rights and freedoms.</p> <p>The priorities of the Icelandic Presidency of the Council of Europe reflect this commitment to fundamental values and to multilateral cooperation. We will also use this platform to champion the rights of women and girls, the environment, and children and youth.</p> <p>The Presidency will focus on four main themes:</p> <p><strong>First</strong>, Iceland will have a strong focus on the Council’s core principles of human rights, democracy, and rule of law. We must return to our fundamental principles and the framework that has kept us together. In a time of democratic decline and rising authoritarianism, the Council of Europe serves a critical function as a guardian of democracy.</p> <p><strong><span></span></strong><strong>Second</strong>, the Icelandic Presidency will engage with critical issues regarding human rights, automation, and the environment. The impact of new technologies needs to be addressed to ensure that they serve the people and strengthen democratic processes and human rights instead of undermining basic values. We have to search for common answers to pressing questions about the use of AI: how the protection of human rights can be safeguarded, while realizing the contribution of neural networks to social prosperity and well-being.</p> <p>We must deal with the detrimental effects of the climate crisis on human rights across the world.</p> <p>The right to a clean, healthy and sustainable environment has been recognized by the United Nations General Assembly. Last October, this Assembly recommended that the right to a healthy environment be established through an additional protocol to the European convention on human rights. The Committee of Ministers now has the task of figuring out how this right can be formalized in the Council of Europe convention system.</p> <p><span>Even though this will take some time, perhaps even years, we do not want to lose the momentum that this issue has gained in the past two years. In May the Icelandic Presidency will organize an event on the margins of the meeting of the drafting committee on human rights and the environment of the Committee of Ministers, focusing on the right to a clean, healthy and sustainable development. </span></p> <p><span>We will examine how states have incorporated the right to a clean, healthy, and sustainable environment into their legislation and promote green public administration and other ecologically sound solutions. Responding to the climate crisis is our most urgent generational challenge, with the Council of Europe having an important role to play. </span></p> <p><span></span><strong>Third</strong>, we will put much emphasis on the rights of children and young people. Every child has the right to grow into adulthood in health, peace, and dignity—and&nbsp; it is imperative for all states to ensure these rights. Iceland will and has already been promoting child-centered policy-making through integrating services and protection systems for children. An early model of this approach is the Icelandic Barnahús—or Children’s house—a child-friendly, interdisciplinary, and multi-agency response center for child sexual abuse. Its unique approach brings together all relevant services under one roof—to avoid re-victimization of children during the investigation and court proceedings—where the rights of the child are paramount.</p> <p>Another priority will be the inclusion of young people in decision-making. We will organize consultative meetings with young people during our Presidency and ensure that their voices are heard in the lead-up to the Reykjavik Summit.</p> <p><strong><span></span></strong><strong>Fourth</strong>, Iceland is steadfast in its commitment to equality and the protection of the hard-earned rights of women and girls around the world. While important gains have been made in the fight against gender-based violence over decades of activism, new forms of violence have emerged.&nbsp; During Iceland’s Presidency, we will continue to focus specifically on action against digital violence and on the role of men and boys in gender equality policies. As technology evolves—and our use of it changes—we see new representations of gender-based violence, primarily harming women and girls. We need to be alert to these forms of violence and how they impact victims in a way that can discourage civic participation, activism, and involvement in politics, ultimately harming our democracies.</p> <p>I would like to underline, specifically, the important role of the Istanbul Convention in preventing and combating violence against women and domestic violence. The Convention, which has been ratified by 37 Council of Europe member states, is the most comprehensive and far-reaching instrument of its kind—and its implementation has had a significant effect. I sincerely hope that more member states, and non-member states, will sign and ratify the Convention in the coming years.</p> <p>Let me also stress that Iceland is firmly committed to promoting and protecting the rights of LGBTI individuals and to creating a safe, inclusive, and enabling environment for the advancement of human rights and equality for all. We must continue to educate and listen. And we must always speak up when we witness hate, prejudice, and discrimination. We are all part of this effort—we cannot leave the fight for equality to the LGBTI community alone. An inclusive and equal society—where every member is treated with respect and dignity—is a goal that we must all subscribe to.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Dear friends.</p> <p><span>I see the upcoming Reykjavik Summit as an important opportunity for Heads of State and Government of the 46 member states to convene and “unite around our values” and to work towards strengthening the organization to meet current and future challenges. The aim of the Icelandic Presidency is to consult with all relevant stakeholders, including the Council of Europe bodies, international organizations, youth representatives, and civil society. </span></p> <p><span>Iceland will do its utmost over the next few months, together with the member states, to ensure that the fourth Summit will be productive and fulfill the demands made of the Council.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p>The input of the Parliamentary Assembly, and its more than 300 parliamentarians, is crucial to the success of the Summit. As mentioned in our timeline “Road to Reykjavík,” the Icelandic Presidency prioritized consultations with the Assembly in preparing for the meeting.&nbsp; The most important input of the Assembly is the Recommendation to the Committee of Ministers, on the Reykjavík Summit, adopted on Tuesday. I would like to take this opportunity to thank the rapporteur, Ms. Fiona O’Loughlin, for her excellent work.</p> <p>Our aim is to deliver a substantive Summit declaration, focusing on the most pressing issues.</p> <p>My wish is that the Reykjavik declaration reflects the following:&nbsp;</p> <ul> <li><span>a resolute re-commitment to our fundamental values and principles, </span></li> <li><span>clear support for Ukraine where the issue of accountability is addressed.</span></li> <li><span>and meaningful decisions that guide our work in meeting urgent challenges, such as the climate crisis and rapid technological changes, which are having major effects on human rights.</span></li> </ul> <p><span>Later this afternoon, we will have the opportunity to discuss the Summit in the Joint Committee of the Assembly and the Committee of Ministers. We will keep the Assembly informed of the progress in the coming months, notably in the Standing Committee in March and the April Plenary session.</span></p> <p><span>To conclude: The Council of Europe was born out of the tragedy of the Second World War, with the aim of uniting Europe and ensuring that its violent past would not become its future. </span></p> <p><span>This mission has never been more important. We look forward to working closely with all member states and statutory bodies of the organization to promote the vision of a strong and effective Council of Europe firmly committed to its core values of human rights, rule of law, and democracy in Europe.</span></p> <p><span>I thank you and look forward to your questions.</span></p>
16. janúar 2023Blá ör til hægriNorður­lönd – afl til friðar - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar samstarfsráðherra Norðurlanda á Vísi 12. janúar 2023<p>Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs.</p> <p>Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði.</p> <p>Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun.</p> <p>Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki.</p> <p>Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu.</p> <p>Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi.</p> <p>Við hlökkum til samstarfsins.</p>
03. janúar 2023Blá ör til hægriÁr andstæðna - Áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 31. desember 2022<p>Árið 2022 er að mörgu leyti þversagnakennt ár þegar kemur að athafna- og efnahagslífi landsmanna. Annars vegar hefur þjóðin náð sér feykivel á strik eftir faraldurinn, sérstaklega ef litið er á atvinnulífið og ferðaþjónustuna. Hins vegar er alþjóðleg kreppa skollin á sem hefur einnig áhrif á Íslandi. Í fyrsta sinn um langt skeið geisar nú stríð í Evrópu með hræðilegum afleiðingum fyrir íbúa Úkraínu og erfiðu ástandi víða í Evrópu. Umfram allt annað sem þarf að vinnast á næsta ári þarf þessu stríði að ljúka.</p> <h2>Stríð í Evrópu</h2> <p>Daginn eftir að við afléttum sóttvarnarráðstöfunum hér á Íslandi réðust Rússar inn í Úkraínu. Við náðum í raun ekki að gleðjast yfir því að veiran væri farin að gefa eftir því strax blasti við grimmur veruleiki stríðsins, sem stendur enn með margháttuðum afleiðingum. Milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimili sín, þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið og eyðileggingin er gríðarleg. Ekkert tóm er til að hugsa um neitt annað en að halda lífinu í þjóðinni – allt annað verður að bíða. Þannig birtist eyðingarmáttur og tilgangsleysi stríðs – andspænis þessu verða hefðbundin pólitísk viðfangsefni léttvæg.</p> <p>Stríðið hefur breytt stöðunni í Evrópu. Fundir mínir á alþjóðavettvangi á árinu snerust nær allir um öryggismál með einum eða öðrum hætti. Þetta er dapurleg þróun en Ísland hefur talað skýrt og afgerandi; við höfum tekið fullan þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi, við höfum tekið á móti rúmlega 2000 úkraínskum flóttamönnum og sett umtalsverða fjármuni í mannúðaraðstoð, efnahagsaðstoð og búnað til að styðja úkraínsku þjóðina. Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi lagt þunga áherslu á þann sjálfsagða rétt Úkraínumanna að vera frjáls og fullvalda þjóð og að þessu stríði verði að linna. Það er forsenda farsældar í Evrópu þegar litið er fram á veginn.</p> <h2>Snúin efnahagsstaða</h2> <p>Það er snúin staða í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Aðfangakeðjur riðluðust í heimsfaraldri og ríki heims skuldsettu sig til að verja afkomu heimila og fyrirtækja á tímum veirunnar. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu bættist við orkukreppa í Evrópu sem hafði reitt sig í talsverðum mæli á rússneskt gas og olíu. Alls staðar er verðbólga himinhá og víða í Evrópu maka einkafyrirtæki á orkumarkaði krókinn vegna þeirrar hörmulegu stöðu sem ríkir.</p> <p>Við förum ekki varhluta af verðbólgunni hér á landi en sem betur fer hefur Íslendingum borið gæfa til að halda miklum meirihluta af raforkukerfinu í almannaeigu. Þannig eigum við að hafa það áfram enda um lífsnauðsynlega innviði hvers samfélags að ræða sem eiga að vera undir lýðræðislegri stjórn á forræði almennings. Við þurfum ekki að hafa sömu áhyggjur af heitu vatni og rafmagni og vinir okkar víða í Evrópu. Eins er skuldastaða okkar viðráðanleg og afkoma ríkissjóðs í ár mun betri en spáð var í fyrra sökum kröftugrar viðspyrnu í hagkerfinu.</p> <p>Það var vandmeðfarið að setjast við kjarasamningaborðið á þessum tímapunkti fyrir bæði verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Sú skynsamlega ákvörðun var tekin að semja til skemmri tíma og var það forysta Starfsgreinasambandsins sem braut ísinn þegar hún skrifaði undir samninga við Samtök atvinnulífsins í byrjun desember. Í kjölfarið fylgdu iðnaðarmenn, tæknifólk og verslunarmenn. Það er trú mín að aðilar vinnumarkaðarins hafi þarna stigið mikilvæg skref til að verja kjör félagsmanna sinna á óvissutímum.</p> <p>Stjórnvöld gerðu sitt til að greiða fyrir samningagerð með markvissum aðgerðum; auknum húsnæðisstuðningi við bæði leigjendur og eigendur og auknu framboði af hagkvæmu leiguhúsnæði á komandi árum. Þá verður stuðningur aukinn við barnafólk í landinu með nýju og endurbættu barnabótakerfi sem nær til fleiri barnafjölskyldna. Verkefnið fram undan er stórt og um leið mikilvægt – að leggja grunninn að langtímasamningum að ári með því að ná niður verðbólgu og vöxtum og bæta um leið lífskjör og velsæld fólksins í landinu.</p> <h2>Eftirköst faraldurs</h2> <p>Við skulum ekki ímynda okkur að tveggja ára tímabil af samkomutakmörkunum, þar sem við þurftum öll stöðugt að taka tillit til alls kyns reglna og ráðstafana sem voru síbreytilegar, hafi ekki haft áhrif á okkur öll. Við, sem erum vön því að geta gert það sem við viljum, þurftum skyndilega að setja upp grímu áður en við gengum inn í búð, þurftum að gæta að fjarlægð og máttum allt í einu ekki gera það sem okkur finnst alla jafna sjálfsagt. Samstaðan gat á köflum orðið þrúgandi og umburðarlyndið lítið gagnvart mistökum.</p> <p>Við höfum sýnt samstöðu gagnvart áföllum – en þegar áföllin vara lengi reynir á þolgæðið. Því er kannski engin furða að við lesum nú fréttir um aukna vanlíðan, vaxandi vopnaburð og ofbeldi meðal barna og ungmenna, sem og fréttir af aukinni hörku í undirheimunum. Við höfðum okkur hæg í tvö ár og mörgum líður eflaust eins og þeir séu að springa.</p> <p>Við sjáum þessa þróun víða um heim eftir faraldurinn og stjórnvöld hér á landi eru undirbúin, við eyrnamerktum fjármuni fyrir lok heimsfaraldurs í félagslegar aðgerðir næstu þrjú árin til að styðja við viðkvæma hópa og koma í veg fyrir langtímaáhrif vegna eftirkasta Covid. Lögð hefur verið vinna í að kortleggja sérstaklega stöðuna hjá börnum og ungmennum en hana þarf að vakta vel þannig að hægt sé að grípa inn í með aðgerðum. Það er engin ástæða til að ætla annað en að jafnvægi náist að lokum – en til þess að svo megi verða þurfum við að gæta sérstaklega að félagslegum þáttum. Við læknum ekki ofbeldi með meira ofbeldi heldur með því að byggja upp samfélag þar sem fólki líður vel, þar sem það nær endum saman og hefur svigrúm til að njóta sín, láta hæfileika sína dafna og drauma sína rætast.</p> <p>Þó að mikið hafi verið rætt að undanförnu um ofbeldi í undirheimunum má ekki gleyma því að undanfarin ár hafa heimilisofbeldisbrot verið helmingur allra tilkynntra ofbeldisbrota. Í þeim efnum eru konur iðulega þolendur. Stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni á undanförnum árum. Þess sjást merki í auknum fjármunum í meðhöndlun þessara mála, breytingar á löggjöf þar sem réttarstaða brotaþola hefur verið stórbætt og ný lagaákvæði hafa komið inn um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi. Unnið er samkvæmt forvarnaáætlun gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni í skólum landsins. Markmiðið er skýrt: Slíkt ofbeldi er meinsemd sem á ekki að líðast.</p> <h2>Markmiðið er hamingja</h2> <p>Á stóru heimili gengur oft mikið á. Það er ekkert öðruvísi á þjóðarheimilinu. Við erum jafnmismunandi og við erum mörg og hvert og eitt glímir við sín viðfangsefni, stór og smá. Nú er farið að fækka fæðingum í kringum mig og vinir og vandamenn glíma frekar við veikindi eða hjónaskilnaði. Ég horfi gjarnan í kringum mig þegar ég fæ til þess færi, hvort sem það er í sundlauginni eða stórmarkaðnum og hugsa um örlög alls þessa fólks sem fyrst og fremst vill fá tækifæri til að lifa lífi sínu, halda heilsu, ná endum saman og leita hamingjunnar fyrir sig og sína. Það er okkar hlutverk, stjórnvalda, að búa til samfélag sem getur tryggt það.</p> <p>Allt það sem gert hefur verið á undanförnum árum, réttlátara skattkerfi, styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, lægri heilbrigðiskostnaður, bygging almennra íbúða, fjölbreyttara atvinnulíf, betra ellilífeyriskerfi og umbætur í örorkukerfinu – allt þjónar þetta sama markmiði: Að hver og einn fái lifað mannsæmandi lífi og fái tækifæri til að leita hamingjunnar. Og oft er hún ekki fjarri. Hún er einmitt oftast hér og nú eins og sagði í vinsælu lagi – og við skulum gera okkar til að sem flest fái notið hennar.</p>
03. janúar 2023Blá ör til hægriFramtíðin er björt - Áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur í Fréttablaðinu 31. desember 2022<p>Undanfarin ár hafa ýmsir valið orð ársins. Þannig hefur Árnastofnun fylgst með málnotkun landsmanna en árið 2020 valdi stofnunin orðið sóttkví orð ársins og 2021 var orðið bólusetning. Hlustendur Ríkisútvarpsins völdu óróapúls orð ársins 2021 en örvunarskammtur var skammt undan. Hvort tveggja segir okkur ýmislegt um stemninguna í samfélaginu, hvaða viðburðir hafa haft mest áhrif á okkur og hvað við höfum talað mest um; heimsfaraldur og eldgos hafa augljóslega verið okkur ofarlega í huga.</p> <p>Annars staðar á Norðurlöndum er sami háttur hafður á. Víða hafa einmitt orð tengd heimsfaraldri orðið fyrir valinu – kórónupassi var þannig orð ársins í Danmörku 2021 og í Svíþjóð var orðið zoomþreyta eitt af þeim orðum sem kom til greina en það felur ekki einungis í sér þreytu á að sitja við skjáinn heldur ekki síður að horfa stöðugt á sjálfan sig.</p> <p>Það er hressandi að sjá hvernig tungumálið lagar sig að samfélaginu hverju sinni en ekki síður að skynja stöðugan nýsköpunarkraft tungumálsins. Þó að ýmsar áskoranir blasi við íslenskri tungu – þar sem efni á ensku er orðið aðgengilegra börnunum okkar en efni á íslensku og þörf er á mun meiri íslenskukennslu fyrir öll þau sem hingað flytja – þá höfum við alla burði til að snúa þeirri þróun við og tryggja að íslensk tunga geti tekist á við nýja tíma. Einmitt þess vegna stofnuðum við nýja ráðherranefnd um íslensku á árinu sem nú er að líða – til að vernda og efla íslenska tungu á umbrotatímum.</p> <h2>Innrásin í Úkraínu</h2> <p>Enn liggur ekki fyrir hvað verður orð ársins 2022 en kannski verður það innrás. Það er óhætt að segja að innrás Rússa í Úkraínu hafi breytt öllu fyrir frið og framtíð Evrópu. Milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimili sín, þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið og eyðileggingin er gríðarleg. Ömurlegur veruleiki stríðsins sýnir okkur svo áþreifanlega að friður er forsenda allra framfara og farsældar.</p> <p>Ísland hefur talað skýrt; við höfum tekið fullan þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi, við höfum tekið á móti rúmlega 2.000 úkraínskum flóttamönnum og sett umtalsverða fjármuni í mannúðaraðstoð, efnahagsaðstoð og búnað til að styðja úkraínsku þjóðina. Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi lagt þunga áherslu á þann sjálfsagða rétt Úkraínumanna að vera frjáls og fullvalda þjóð og að þessu stríði verði að linna. Það er forsenda farsældar í Evrópu þegar litið er fram á veginn.</p> <p>Efnahagsleg áhrif af heimsfaraldri voru gríðarlega víðtæk; aðfangakeðjur röskuðust í faraldrinum og ferðalög á milli landa féllu niður. Atvinnuleysi og afkomuöryggi fjölda fólks var stærsta áskorunin og áhyggjuefnið og aðgerðir stjórnvalda sneru að stórum hluta að því að vinna gegn því að þær áhyggjur rættust. Viðspyrnan í þessum efnum hefur verið öflugri en hægt var að sjá fyrir. Afkoma atvinnulífsins er almennt góð og ferðaþjónusta sem fékk þungt högg hefur blómstrað að loknum faraldri. Þrátt fyrir þessa góðu stöðu vitum við að enn er ekki allt samt. Þannig heyrum við af áhyggjum úr menningarlífinu, þar sem meira virðist þurfa til að fólk fari út úr húsi en áður. Þetta minnir okkur á að félagsleg áhrif faraldursins voru einnig umfangsmikil og líklegt er að lengri tíma taki fyrir samfélagið að jafna sig á þeim en þeim efnahagslegu.</p> <p>Eftir innrás Rússa hafa áskoranirnar breyst; það er orkukreppa víða í Evrópu og verðbólga er himinhá. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir okkar innlendu grænu orku og eins þá stöðu að megnið af raforkukerfinu er í almannaeigu. Svona áföll sýna okkur mikilvægi slíkra innviða og að þeir séu í almannaeigu. En við fáum okkar skerf af verðbólgunni sem hefur áhrif á lífskjör okkar allra og meiri áhrif á tekjulægri hópa en aðra. Þess vegna hefur ríkisstjórnin miðað viðbrögð sín og stuðningsaðgerðir að þeim sem finna mest fyrir verðbólgunni.</p> <p>Við kjarasamningsborðið hefur verið horft til skemmri tíma vegna óvissunnar – þar hafa samnings­aðilar lagt mikið á sig til að landa farsælum samningum á óvissutímum. Stjórnvöld hafa gert sitt til að greiða fyrir samningum, stuðla að stöðugleika og bæta lífskjör almennings – lækka húsnæðiskostnað, auka framboð á íbúðarhúsnæði og styðja betur við barnafólk með hærri barnabótum sem ná til fleiri. Þá skiptir miklu máli að í svokölluðum lífskjarasamningum og þeim skammtímasamningum sem nú liggja fyrir við meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði er áherslan á hækkun lægstu launa. Samfélag sem leggur áherslu á jöfnuð og stuðning við þau sem minnst hafa á milli handanna er gott samfélag.</p> <h2>Verðmætasköpun eykst</h2> <p>Á undanförnum árum höfum við séð þekkingargreinar vaxa og er nú talað um hugverkageirann sem fjórðu stoð atvinnulífsins ásamt sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Fyrir auðlindadrifið hagkerfi eins og Ísland skiptir miklu máli að efla þennan hluta atvinnulífsins og það hafa stjórnvöld gert með markvissum hætti. Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa þar vegið þungt og aukið verðmætasköpun á öllum sviðum atvinnulífsins. Á næstu misserum þarf að huga enn betur að undirstöðunum – það er fjármögnun háskólanna og samkeppnissjóða og tryggja jafnvægi í stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar þannig að sókn á þessu sviði geti haldið áfram.</p> <p>Atvinnulífið mun gegna lykilhlutverki við að ná markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Samtal stjórnvalda við sveitarfélög og atvinnugreinar um geiraskipt losunarmarkmið stendur yfir og þar munu tækni og nýsköpun skipta miklu til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Nú þegar sjáum við merki þess að slíkar grænar lausnir geta skipt sköpum í baráttunni gegn loftslagsvánni – sem er þrátt fyrir öll önnur áföll stærsta einstaka áskorunin sem við stöndum frammi fyrir. Þar skiptir máli að við tökum öll höndum saman; stjórnvöld, verkalýðshreyfing, atvinnurekendur, fræðasamfélag og almenningur og vinnum saman að því að Ísland geti náð markmiðum sínum og deilt þekkingu sinni með öðrum löndum og þannig stutt við baráttuna á heimsvísu.</p> <h2>Framtíðin er björt</h2> <p>Staðan á Íslandi er um margt góð. Viðspyrnan eftir heimsfaraldur var kröftug, atvinnuleysi fór hratt niður og er nú í lágmarki. Við höfum á sama tíma eflt velferðarkerfið; stytt vinnuvikuna, lengt fæðingarorlof, stutt betur við heilbrigðiskerfið, eflt barnabótakerfið og aukið stuðning ríkisins til að tryggja aukið framboð af íbúðarhúsnæði. Samfélag snýst nefnilega ekki um hagtölur heldur fyrst og fremst um það hvernig fólki líður, hvaða tækifæri það hefur til að nýta og þroska hæfileika sína og hvort það nær endum saman. Þar blasa líka við stór verkefni enda ljóst að heimsfaraldur hafði neikvæð áhrif á líðan okkar, ekki síst unga fólksins. Þar hafa stjórnvöld gert sérstakar ráðstafanir til að sporna gegn neikvæðum félagslegum afleiðingum faraldursins. Á komandi ári munum við leggja sérstaka áherslu á velsæld og allt það sem við getum gert til að við öll getum átt gott líf í okkar góða samfélagi. Tækifærin eru mörg og framtíðin björt fyrir íslenskt samfélag.</p>
31. desember 2022Blá ör til hægriÁramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 2022<p><span>Kæru landsmenn!</span></p> <p><span>Daginn sem ég fæddist, 1. febrúar 1976, birtist í Þjóðviljanum grein eftir Halldóru Sveinsdóttur Sóknarkonu sem var nýfarin að vinna öll hefðbundin heimilisstörf á spítala. Hún var á byrjunarlaunum þrátt fyrir að hafa unnið nákvæmlega sömu störf í 23 ár á eigin heimili. Í greininni benti hún á misræmið milli þess að hefja mæður til skýjanna en borga þeim svo lægsta kaupið þegar þær færu út á vinnumarkaðinn. </span></p> <p><span>Ótrúlega margt hefur breyst frá því að Halldóra skrifaði þessa grein og Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kynjajafnrétti er metið á alþjóðavettvangi. En enn borgum við konum minna en körlum og enn vinna konur ólaunuð heimilisstörf í meira mæli en karlar. Þessu eigum við að breyta þannig að fullt jafnrétti kynjanna verði ekki bara draumur heldur veruleiki. </span></p> <p><span>Þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum fyrir tuttugu árum gaf eldri maður mér það vinsamlega ráð að til að vera tekin alvarlega þyrfti ég að gæta þess að ræða ekki um of „mjúku málin“ eins og jafnrétti, tungumál, börn, hamingju og umhverfisvernd. Sannarlega hefur það orðið mitt hlutskipti að ræða um önnur mál en eigi að síður hef ég lagt mig fram um að tala sérstaklega um einmitt þessi mál enda er ég eins og margir aðrir Íslendingar gjörn á að gera þveröfugt við það sem mér er sagt. </span></p> <p><span>En hvað eru mjúk mál og hvað hörð?&nbsp; Spurningin er kannski miklu fremur sú hvað er mikilvægt í bráð og lengd. Og kannski eiga hin svo kölluðu mjúku mál það sameiginlegt að þau snúa að undirstöðum samfélagsgerðar okkar og langtíma hagsmunum þjóðarinnar og eru því stundum vanmetin í orðaskaki og ati dagsins.&nbsp; </span></p> <p><span>Góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Á sama tíma og nýsköpun í tungumálinu blómstrar skráðu sig í vetur innan við 20 nýnemar í íslensku í Háskóla Íslands. Ekki er talið að þeir hafi nokkru sinni verið færri og það er sérstakt umhugsunarefni, ekki síst í ljósi þess að tungumálið leikur lykilhlutverk í þeim tæknibreytingum sem nú ganga yfir. Stjórnvöld hafa í nánu samstarfi við atvinnulífið og vísindamenn lagt áherslu á þróun í tungutækni til að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í heimi gervigreindar og snjalltækja. Til þess þarf auðvitað fjármagn en mikilvægast er að á Íslandi sé til staðar nægjanleg sérþekking til að við getum mætt þeim áskorunum sem hinar öru tæknibreytingar færa okkur í fang dag hvern. </span></p> <p><span>Það eru því miður ýmis teikn á lofti um að íslenska eigi undir högg að sækja. Við erum umkringd efni á ensku – ekki síst börnin okkar sem sækja sér eigið afþreyingarefni í gegnum netið en þurfa ekki að bíða eftir línulegri dagskrá Ríkissjónvarpsins. Ég man enn nákvæmlega hvaða barnaefni var í boði þegar ég var barn, enda var vikubið eftir hverjum þætti. Öldin er nú önnur og flest börn geta sótt sér hvaða efni sem er úr endalausu úrvali, meirihlutann á ensku. Málþroski barna skiptir sköpum í þróun tungumálsins og á nýju ári þurfum við að ræða hvernig við getum aukið framboð á íslensku efni fyrir börn sem og að auka talsetningu á erlendu efni. </span></p> <p><span>Við þurfum líka að huga að því að nú býr hér fleira fólk sem er nýflutt til landsins en nokkru sinni fyrr. Það er jákvætt og gerir samfélag okkar fjölbreyttara og sterkara. Við eigum einmitt að gera fólki hvaðanæva að auðveldara að koma hingað og afla tekna, skapa verðmæti og búa sér til betra líf – og við eigum að taka vel á móti fólki sem hingað flytur, tryggja því íslenskukennslu, gefa okkur tíma í daglegu lífi til að hlusta og tala við fólk á íslensku og vinna þannig að því að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. </span></p> <p><span>Tungumál er ekki staðnað fyrirbæri. Það krefst stöðugrar notkunar og að því sé beitt á nýja hluti nánast daglega. Tungumál sem litið er á eingöngu sem menningararf visnar upp og deyr. Hlutverk okkar er að nota tungumál okkar á öllum sviðum til allra verka.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Við fáum ítrekaðar vísbendingar um að börnunum okkar líði ekki nógu vel. Þessar vísbendingar hafa verið að hrannast upp á undanförnum árum og líðanin virðist hafa versnað í heimsfaraldri. Suma vanlíðan er hægt að rekja til efnahagslegrar eða félagslegrar stöðu en svo útbreidd vanlíðan bendir til þess að eitthvað sé skakkt í samfélaginu. </span></p> <p><span>Ég er sjálf fegin að hafa á unglingsárum mínum sloppið við þá pressu sem fylgir samfélagsmiðlum hvers konar. Mér finnst slæmt að heyra frásagnir af vanlíðan unglinga vegna viðbragða eða skorts á viðbrögðum við innleggjum á samfélagsmiðlum. Börn og unglingar eru óhörðnuð og enn að læra, á veröldina og sig sjálf. Þó að það sé flókið að segja til um hvað valdi vaxandi vanlíðan ungmenna er ekki óeðlilegt að staðnæmst sé við þessa örustu og sennilega mestu samfélagsbreytingu allra tíma og metið hvaða áhrif hún hefur á börnin okkar. </span></p> <p><span>Fyrst og síðast verðum við að skilja tæknina og áhrif hennar. Þannig getum við foreldrar leiðbeint börnunum okkar og stutt þau á þroskabraut sinni. Ég er reyndar bjartsýn hvað þetta varðar, börn og ungmenni ráða ótrúlega vel við tæknina og oft mun betur en við sem miðaldra erum. En tæknin er eitt, afleiðingar hennar annað. Þessi tækni hefur nú þegar breytt öllu; samskiptum okkar hvert við annað en ekki síður hvernig við speglum okkur í heiminum. </span></p> <p><span>Breytingin hefur orðið á undraskömmum tíma og ekki eingöngu hjá börnum heldur líka hjá okkur fullorðnum sem verjum mögulega meiri tíma í símanum en öllu öðru. Tæknin hefur gerbreytt tilveru okkar; líka samskiptum barna og fullorðinna og þá er mikilvægt að við greinum hvernig við getum lifað farsællega með tækninni og tryggt að mennskan lifi áfram góðu lífi. </span></p> <p><span>Gott líf, hamingja og mennska eru jú tilgangur alls þessa sem við erum að fást við. Þetta er viðfangsefni stjórnmálanna og frumforsenda alls athafnalífs, lista og menningar. Alltof oft missum við sjónar á þessu og einblínum þess í stað eingöngu á hagræna mælikvarða eins og þjóðarframleiðslu.&nbsp; Þeir eru vissulega mikilvægir, ágætir fyrir sinn hatt, en segja ekki nema hluta sögunnar. Hagvöxtur er ekki endilega ávísun á velferð barna eða aukna hamingju. </span></p> <p><span>Margt af því sem gert hefur verið á undanförnum árum snýst um að efla velsæld allra landsmanna: Stytting vinnuviku, lenging fæðingarorlofs, aukinn stuðningur við barnafólk, aukið framboð á húsnæði, sterkara heilbrigðiskerfi og menntakerfi; allt er þetta gert til að styðja fólk í að rækta sjálft sig og finna hamingjuna. </span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Því miður hefur árið 2022 einkennst af áframhaldandi áföllum. Daginn eftir að við afléttum sóttvarnarráðstöfunum hér á Íslandi réðust Rússar inn í Úkraínu. Sú innrás stendur enn og afleiðingar þess blasa við. Milljónir Úkraínumanna eru á flótta, þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið, eyðileggingin er gríðarleg. Engar forsendur eru til að hugsa um neitt annað en að halda lífinu í úkraínsku þjóðinni – allt annað bíður. Þannig birtist eyðingarmáttur og tilgangsleysi stríðs – þegar fólk er drepið fyrir það eitt að vera til verða hefðbundin pólitísk viðfangsefni léttvæg.</span></p> <p><span>Stríðið hefur sýnt fram á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs en sterk samstaða hefur myndast gegn stríðinu. Við Íslendingar höfum nú tekið við formennsku í Evrópuráðinu; grundvallarstofnun Evrópu þegar kemur að því að tryggja mannréttindi og efla lýðræði. Sjaldan eða aldrei hafa þau grunngildi verið mikilvægari og þar höfum við mikilvægu hlutverki að gegna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn á Íslandi í vor og þar mun gefast tækifæri til að treysta samstöðuna um þessi mikilvægu gildi fyrir álfuna okkar.</span></p> <p><span>Stríðið hefur að auki afleiðingar langt út fyrir landamæri Úkraínu. Í Evrópu hækka orkureikningar á meðan húsin kólna og kveikt er á öðrum hverjum ljósastaur. Við sem búum á Íslandi erum svo lánsöm að eiga hitaveitu og rafveitu – hvorttveggja að mestu í almannaeigu sem sýnir sig nú að er í senn velsældar og öryggismál. Þannig eigum við að halda því. Það eru óvissutímar í heiminum, öfgarnar miklar og áföllin stór. Á slíkum tímum skiptir öllu máli að hafa skýr leiðarljós. </span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Verkefnið hér á landi er að skapa forsendur til að halda áfram að bæta og jafna lífskjörin og takast á við þær miklu umbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. Við kjarasamningsborðið er horft til skemmri tíma vegna óvissunnar og samningsaðilar hafa lagt mikið á sig til að landa farsælum samningum á óvissutímum. </span></p> <p><span>Stjórnvöld gera sitt til stuðla að stöðugleika og bæta lífskjör almennings – lækka húsnæðiskostnað og styðja betur við barnafólk með hærri barnabótum sem ná til fleiri. Þá skiptir miklu máli að í svokölluðum lífskjarasamningum og þeim skammtímasamningum sem nú liggja fyrir við meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði að áherslan er á hækkun lægstu launa. Samfélag sem leggur áherslu á að styðja við þá sem minnst hafa á milli handanna er gott samfélag. Og við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt sem er samfélagsmein sem á ekki að líðast í okkar samfélagi.</span></p> <p><span>Yfir og allt um kring er loftslagsváin sem fór ekkert á meðan heimsfaraldri stóð. Iðnbyltingar fyrri alda hafa leitt af sér miklar umhverfislegar fórnir sem við sitjum uppi með. Hin risavaxna áskorun er að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.&nbsp; </span></p> <p><span>Við erum þegar komin á fulla ferð inn í nýtt grænt hagkerfi og nú mun hraðinn aukast. Frá því að ríkisstjórnin lagði fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum 2018 hefur margt áunnist. Við stefnum ótrauð áfram að því markmiði að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn</span></p> <p><span>„Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá“ orti séra Valdimar Briem prestur á Stóra-Núpi en þann merka stað heimsótti ég nýlega. Hraðinn og spennan má þó ekki verða svo mikil að við gleymum því sem mestu skiptir. </span><span>Minnumst góðu stundanna með fjölskyldu og vinum. Alls þess skemmtilega sem við höfum gert. En leggjum líka það erfiða að baki með hjálp fjölskyldu og vina, leggjum okkur fram um að hjálpa þeim sem aðstoðar eru þurfi, munum að öll erum við mikilvæg og samfélög sem grundvölluð eru á&nbsp; mennsku, tillitsemi og virðingu eru sterk og þess virði að varðveita. </span></p> <p><span>Með hækkandi sól lítum við til framtíðar, erum bjartsýn og vonum að nýtt ár færi heiminum öllum frið – sem er undirstaða farsældar fyrir okkur öll.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn! Ég óska ykkur öllum farsæls komandi árs. </span></p>
15. desember 2022Blá ör til hægriSækjum fram á óvissutímum - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Vísi 13. desember 2022<p>Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur á undanförnum vikum og mánuðum átt í nánu samtali við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að greiða fyrir samningunum sem munu styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Afrakstur þess samtals birtist í gær þegar ríkisstjórnin kynnti stuðningsaðgerðir sínar. Aðgerðirnar eru margháttaðar og miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur.</p> <h2>Fleiri íbúðir byggðar – félagslegar lausnir</h2> <p>Í húsnæðismálum munum við fjölga nýjum íbúðum í samstarfi við sveitarfélögin og halda áfram uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum frá ríkinu sem verða 4 milljarðar króna á næsta ári. Sú uppbygging bætist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúðakerfinu á undanförnum árum, m.a. í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna í gegnum Bjarg íbúðafélag sem reynst hefur afar mikilvægt til að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Við munum vinna áfram að því að bæta réttarstöðu leigjenda með breytingum á húsaleigulögum og munu fulltrúar vinnumarkaðarins taka þátt í þeirri vinnu með okkur.</p> <h2>Hærri húsnæðis- og vaxtabætur</h2> <p>Við höfum einnig átt samstarf um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfunum að undanförnu. Afrakstur þess er meðal annars að húsnæðisstuðningur verður aukinn með 13,8% hækkun húsnæðisbóta til leigjenda um áramót sem kemur til viðbótar 10% hækkun sem kom til framkvæmda þann 1. júní síðastliðinn. Þetta þýðir sem dæmi að húsnæðisbætur geta hækkað á bilinu 60-100 þúsund krónur á ári eftir fjölskyldustærð. Þá munu eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% sem mun styðja betur við eignarminni heimili og sem dæmi getur breytingin skilað einstæðu foreldri með 400 þúsund króna mánaðarlaun hærri vaxtabótum á næsta ári sem nemur 300 þúsund krónum. Auk þessa verður heimild til skattfrjálsrar nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól framlengd til ársloka 2024 sem léttir á byrði húsnæðiskaupenda.</p> <h2>Hærri barnabætur og fleiri fjölskyldur njóta</h2> <p>Stuðningur við barnafjölskyldur verður efldur og fjölskyldum sem fá barnabætur mun fjölga um nærri þrjú þúsund. Þannig mun heildarfjárhæð sem varið verður til barnabóta á næstu tveimur árum verða 5 milljörðum hærri en að óbreyttu kerfi. Við einföldum barnabótakerfið, drögum úr skerðingum og tökum upp samtímagreiðslur þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Þetta mun skipta fjölskyldur á viðkvæmu tímabili í lífinu miklu máli þar sem bið eftir greiðslu barnabóta getur nú verið allt að 13 mánuðir. Þessar breytingar þýða sem dæmi að sambúðarfólk með 400 þúsund krónur hvort í mánaðarlaun og tvö börn mun fá tæplega 110 þúsund krónum meira á ári í barnabætur eftir breytingarnar.</p> <h2>Verkefnin framundan</h2> <p>Við munum á samningstímanum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinna að ýmsum mikilvægum málum sem varða m.a. mikilvæg réttindi launafólks eins og hámarksgreiðslur frá fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa og heildarendurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Þá munu stjórnvöld veita stuðning til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum sem er mikilvægur liður í að kveða niður verðbólguna. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaðir eru til skamms tíma en eru mikilvægur vegvísir yfir í nýja langtímasamninga og gera okkur kleift að sækja fram á óvissutímum.</p>
07. desember 2022Blá ör til hægriFullveldi í breyttum heimi - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 1. desember 2022<p>Þegar fagnað var stofnun fullveldis 1. desember 1918 voru aðstæður á Íslandi krefjandi. Spánska veikin geisaði enn, Kötlugos hófst í október og veturinn áður var svo kaldur að ástæða þótti til að nefna hann frostaveturinn mikla. Þessar hamfarir stöðvuðu þó ekki baráttuhug þjóðar sem horfði fram á veginn ráðandi eigin örlögum.</p> <p>Háskóli Íslands var nýstofnaður og fljótlega var hafist handa við byggingu Landspítalans. Verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin börðust fyrir réttindum allra og breyttu þannig samfélaginu til góðs. Síðar meir litu almannatryggingakerfið og fæðingarorlofið dagsins ljós með það að markmiði að jafna kjör fólks og auka félagslega og efnahagslega velferð.</p> <p>Þegar við fögnum því í dag að vera fullvalda þjóð er rétt að spyrja sig hvaða merkingu fullveldið hefur fyrir okkur sem búum á Íslandi í nútímanum. Líklega veltum við því sjaldnast fyrir okkur hversu miklum framförum fullveldið hefur skilað – hvernig aukin verðmæti og þekking hafa orðið til einmitt vegna þess að við ráðum okkur sjálf og teljum mikilvægt að eiga hér allt sem sjálfstæð þjóð þarfnast þó að við séum fámenn þjóð.</p> <p>Á tímum þar sem eitt ríki ræðst á annað fullvalda ríki – eins og við sáum fyrr á þessu ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu – sjáum við hversu brothætt fullveldið getur reynst. Fyrir fáeinum árum þótti fremur hallærislegt þegar við þingmenn Vinstri-grænna ræddum fæðuöryggi og matvælaöryggi – nú eru þessi orð á allra vörum. Við sjáum mikilvægi þess að við verðum í auknum mæli sjálfum okkur nóg þegar kemur að matvælaframleiðslu og þar eru sóknarfæri fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna grænmetisrækt en nú eru upp undir 90% af því sem neytt er af einstökum grænmetistegundum flutt inn. Hér eru tækifæri í að gera betur. Sama má segja um kornrækt þar sem tækifærin eru mikil og mikilvægt að verða óháðari brothættum aðfangakeðjum í innflutningi.</p> <p>Orkukreppan í Evrópu hefur ekki snert Íslendinga á sama hátt og nágrannaþjóðir okkar. Húsin eru heit og öll rafmagnstæki í gangi. Þegar ríkisstjórnin kynnti fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum bentum við einmitt á það að fyrir utan hin augljósu markmið að draga úr losun og leggja þannig okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsvána fælust líka tækifæri í því að nýta innlenda orku og verða óháðari innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þannig erum við um leið óháðari öðrum um mikilvæga þætti daglegs lífs.</p> <p>Á vettvangi þjóðaröryggisráðs höfum við beint sjónum að netöryggi og fjarskiptum. Þetta snýst um stafrænt fullveldi okkar: að við séum sjálfbjarga um hina stafrænu innviði, varaleiðir og þrautavaraleiðir séu til staðar ef eitthvað kemur upp á og gangvirki samfélagsins verði þannig varið. Undirbúningur að lagningu þriðja sæstrengsins til Íslands, Írisar, hófst 2019 og er nú á lokametrunum en með Írisi eykst fjarskiptaöryggi hér á landi tífalt. Hér er um mikilvæga innviði að ræða sem stjórnvöld hafa lagt síaukna áherslu á á undanförnum árum.</p> <p>Til þess að fullveldið haldi áfram að færa okkur aukin lífsgæði og verðmæti verðum við að tryggja innviðina og að þeir mæti kröfum síbreytilegs samfélags. Við megum þó ekki heldur gleyma því sem gerir okkur að þjóð. Land, þjóð og tunga er sú þrenning sem við hugsum gjarnan um þegar rætt er um fullveldi.</p> <p>Þegar rætt er um nýtingu orku til að tryggja orkuöryggi megum við samt ekki falla í þá gryfju að fórna íslenskri náttúru. Þar verður skynsemin að ráða för. Við eigum einstök verðmæti í ósnortinni íslenskri náttúru sem skiptir ekki aðeins okkur sjálf máli heldur heiminn allan. Því skiptir máli að vanda sérhverja ákvörðun á þessu sviði og gæta að viðkvæmu jafnvægi náttúru og nýtingar.</p> <p>Þegar kemur að tungumálinu stöndum við einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í máltækni á síðustu árum sem voru löngu tímabærar er áreiti enskrar tungu svo yfirþyrmandi að við sjáum börn og ungmenni leika sér saman á ensku – þó að móðurmálið sé íslenska. Ráðherranefnd um íslenska tungu fundaði í fyrsta sinn í vikunni og þar verða verkefnin stór og mikilvæg. Aukin íslenskukennsla fyrir öll þau sem hafa íslensku sem annað mál, aukin áhersla á að skapa efni á íslensku og auknar kröfur til allra í samfélaginu um að nýta íslensku á öllum sviðum eru dæmi um brýn verkefni. Rétt eins og náttúran er íslensk tunga ekki aðeins okkar auður heldur menningarauðlegð fyrir heiminn allan.</p> <p>Þessi dæmi sýna öll að fullveldið er ekki sjálfgefið þó að við höfum notið þess í 104 ár. Vakin og sofin eigum við öll að standa vörð um fullveldið því að úr því hefur þjóðin sótt allan sinn kraft og hamingju. Sú vaka er ekki síst mikilvæg fyrir yngsta fólkið okkar og komandi kynslóðir.</p>
31. október 2022Blá ör til hægriBaráttan sem flytur fjöll - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 24. október 2022<p>Kvennafrídagurinn árið 1975 markaði tímamót í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Konur voru orðnar langþreyttar á misrétti á öllum sviðum samfélagsins og því hversu hægt málin þokuðust í átt að jafnrétti. Með fáheyrðum samtakamætti fluttu þær fjöll, mynduðu samstöðu þvert á póltíska flokka, stétt og stöðu og vakti það heimsathygli þegar 90% íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum og heimilum 24. október 1975.</p> <p>Á þessum degi flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir baráttukona fyrir réttindum verkakvenna og síðar þingmaður ávarp og sagði að ástæðan fyrir þessari einstöku samstöðu væri „launamisrétti sem konur væru beittar og vanmat á störfum kvenna yfirleitt“.</p> <p>Störf kvenna voru ekki metin til jafns við störf karla og nú, áratugum eftir að lög um launajafnrétti voru sett, sjáum við konur enn bera skarðan hlut frá borði þegar borin eru saman laun fyrir sömu og jafn verðmæt störf. Í launarannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2019 mældist leiðréttur launamunur kynjanna 4,3%. Ef horft er til óleiðrétts launamunar er munurinn 13,9% konum í óhag en óleiðrétti launamunurinn skýrist að mestu leyti af kynjaskiptum vinnumarkaði og mismunandi verðmætamati starfa.</p> <p>Verðmætamat starfa er ekki náttúrulögmál heldur er það mótað af áratuga- og aldagömlum viðhorfum í samfélaginu. Störf við umönnun, hjúkrun og kennslu á öllum skólastigum eru í sögulegu samhengi störf sem konur sinntu lengst af og gera víða enn í töluverðum mæli, inni á heimilum og án launa.</p> <p>Heimsfaraldurinn setti þetta verðmætamat í nýtt samhengi þegar þær aðstæður sem sköpuðust í faraldrinum drógu veruleika starfsfólks við hjúkrun, umönnun og kennslu fram í dagsljósið. Á meðan margar starfsstéttir gátu unnið sína vinnu í öruggu umhverfi heimavinnunnar með aðstoð tækninnar þurfti fólk sem sinnti hinum hefðbundnu kvennastörfum að mæta á vinnustað og vera í miklum samskiptum við sjúklinga, aldraða, börn og ungmenni.</p> <p>Það er löngu orðið tímabært að leita svara við spurningunni um hvers vegna hæfni, menntun og eiginleikar starfsfólks í þessum mikilvægu störfum hafi ekki verið metin að verðleikum og til jafns við eiginleika og hæfni sem krafist er vegna starfa í tæknigreinum og viðskiptum.</p> <p>Aðgerðarhópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem ég skipaði nýverið er ætlað að leggja fram tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun kynjanna sem skýrist af kynjaskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum. Hópurinn vinnur nú að tilraunaverkefni með fjórum ríkisstofnunum þar sem verðmætamat starfa er tekið til skoðunar og þróaðar verða aðferðir sem styðja við jafnvirðisnálgun jafnréttislaga. Með verkefninu er sleginn nýr tónn í baráttu fyrir launajafnrétti og niðurstaðan mun vonandi skila okkur áfram í því verkefni að útrýma kynbundnum launamun.</p> <p>Þó að mikill árangur hafi náðst í jafnréttisátt síðan konur lögðu niður störf árið 1975 þá lýkur baráttunni aldrei. Jafnrétti á vinnumarkaði snýst nefnilega ekki eingöngu um jöfn laun og kjör en undanfarin ár höfum við ítrekað verið minnt á að kynferðisofbeldi og kynferðisleg áreitni standa í vegi fyrir jafnrétti bæði í atvinnulífinu og annars staðar í samfélaginu.</p> <p>Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni skiptir öllu máli við að búa til samfélag jafnréttis og virðingar til hagsbóta fyrir okkur öll. Og enn og aftur sjáum við fjöll verða flutt af fólki sem leggur sig af heilum hug og miklum krafti fram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Gleðilegan kvennafrídag!</p>
18. október 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnun Arctic Circle 13. október 2022<p><span>Chairman of Artic Circle Assembly, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, former President of Iceland. </span></p> <p><span>Excellencies, ladies and gentlemen, dear friends, </span></p> <p><span>Welcome to Iceland all of you – great to be back at the Arctic Circle and as usual our former president – Ólafur Ragnar Grímsson, has organized a very impressive event.</span></p> <p><span>Allow me also to acknowledge the presence of the Crown Prince of Norway, Canada´s Governor General, President of Estonia, and the Prime Minister of Greenland. You are most welcome to Iceland, as are all of you, distinguished guests, travelling from near and far. </span></p> <p><span>The Arctic continues to develop at a tremendous pace. </span></p> <p><span>On the positive side, we see expanding scientific networks, greater knowledge with both the public and businesses and growing skills, there is more investment in green technology, and we are witnessing various green solutions emerging. </span></p> <p><span>All of this is a testament to the broad political determination to both protect the Arctic and make use of the opportunities that lie ahead. </span></p> <p><span>The challenges, however, are greater than ever. </span></p> <p><span>The Arctic</span><span> may become unrecognizable in a few decades if we do not act sufficiently today. Everything is changing&nbsp; - we see more extreme weathers around the globe - only in the last two weeks we saw hundreds of trees here in Iceland being ripped up by their roots because of extreme storms in the eastern part of the country. We see glaciers receding, permafrost is melting, heat records are beaten and forests are burning. And all this is happening much faster in the Arctic – where the ecosystem is sensitive and the resources are great. </span></p> <p><span>And this combination is not easy to tackle. We see big business and big countries showing more and more interest in the Arctic – not least because of its rich resources which should not all be harnessed. I applaud the decision of the government of Greenland not to drill for oil – my government has also declared that we will </span><span>not issue licenses for oil exploration in Iceland’s exclusive economic zone </span><span>and this will be put into legislation.</span></p> <p><span>Once again I want to underline that what happens in the arctic is a concern for all of us, not just those of us who live around the Arctic. Because the effects are global and will have consequences for all human beings. But we also need to remember that there are people living here – around the Arctic. And their livelihood depends on this fragile ecosystem – and a sustainable economy.</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>Just as the shadow of the Covid pandemic was lifting Russia invaded Ukraine.</span></p> <p><span>This illegal and unprovoked war is the biggest threat to European security since the second World War. At stake is international law and the rules-based international order as we know it, and the fundamental principles upon which all states, in particular small states, base their very existence. </span></p> <p><span>Our region is directly affected as the aggressor is an important player in the Arctic with legitimate interests. But Russia´s illegitimate actions made it impossible for us not to respond and they were rightly excluded from the Arctic Council. </span></p> <p><span>From day one Iceland has condemned Russia´s aggression in the strongest possible way. Iceland has solidly supported Ukraine, and we will continue to do so, together with our Nordic, European, US and Canadian friends. </span></p> <p><span>Next month, Iceland will be taking the chair of the Council of Europe. We assume chairmanship in testing times as the war in Ukraine is challenging the very foundations of the Council of Europe; the principles of democracy, human rights and the rule of law. This adds to other concerning trends such as democratic backsliding and the alarming backlash in the fight for gender equality. Ensuring accountability for the atrocities committed in Ukraine will also be a prominent part of the agenda during Iceland´s chairmanship. </span></p> <p><span>Next year is also Iceland´s turn to chair the Nordic Council of Ministers. There, we intend to continue to further “Vision 2030” of the Nordic region as the most sustainable and integrated in the world, and emphasize the crucial importance of peace for all societal progress. </span></p> <p><span>Under Iceland´s chairmanship our focus will obviously move toward north-west, where cooperation with our neighbors and friends in the Faroe Islands and in Greenland remains key. </span></p> <p><span>Cooperation in “VestNorden” is steadfastly growing. Earlier this year I went on a successful state visit to Greeland and I am happy to inform that today, I and Prime Mininster Múte B. Egede, signed a declaration of cooperation between Greenland and Iceland, charting the way for even closer collaboration between our countries in many important fields.</span></p> <p><span>Dear friends, </span></p> <p><span>in all these turbulence, Iceland´s Arctic policy remains clear. We advocate peaceful, sustainable development for the benefit of the people of the Arctic. We do not want a re-militarization of the Arctic or an Arctic arms race. </span></p> <p><span>We are also fully aware of the need for robust situational awareness in our region, and the need to counter hybrid threats that can hit without notice. </span></p> <p><span>The recent serious attacks on the NordStream pipelines in the Baltic Sea remind us that infrastructure, on the ground and in the sea, needs constant common safeguarding. Same is true for our cyber security, and democratic resilience. </span></p> <p><span>Here, I would like to acknowledge the new US arctic strategy. I also appreciate the intention to appoint a US Arctic Ambassador and look forward to meeting and greeting them here in Iceland. </span></p> <p><span>Clear and transparent policies, together with strong international structures, are central to well-functioning Arctic diplomacy. </span></p> <p><span>Last year I announced the Icelandic government’s plans to support the establishment of the private non-profit foundation – the Grimsson Centre, creating a permanent home for the Arctic Circle and cementing Iceland’s commitment to offer leadership on Arctic issues, sustainability and climate change. There is no doubt that the Centre will prove to be of great value to international cooperation, innovation and research on the Arctic.</span></p> <p><span>Dear friends, </span></p> <p><span>allow me to conclude by saying how highly I appreciate your work, our wide-ranging cooperation, and the numerous ideas and initiatives that originate during Arctic Circle for the benefit of the Arctic Region. </span></p> <p><span>We are going through a multi-crisis, triggered by the war in Ukraine, causing serious energy shortages, strong inflationary pressures, the risk of global economic slow-down, and an imminent food crisis affecting tens of millions around the world, mostly the poorest of the poor. Inequalities and uncertainties are causing political instability, sometimes strengthening autocratic tendencies. </span></p> <p><span>All of this affects the Arctic region as well. </span></p> <p><span>We have truly come a long way in the nine years, since the Arctic Circle first started (if I may use that as a reference point). We have shown, that we truly can monitor and mitigate climate change, and together we can find the right balance between the much-needed protection of fragile Arctic environment and the desirable sustainable development to the benefit of our people. </span></p> <p><span>And finally, together we can maintain peace and stability in the Arctic which is the foundation to everything else. </span></p> <p><span>This room is full of hope and concerns for the future of the Arctic. We represent different interests, different politics, different ideas. But we should all be united in the will to protect the Arctic and provide a sustainable future for the local populations in the area, as well as for our ecosystems. The task is massive, but the solutions exist, it is ours to get the job done. </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I wish you productive days in Reykjavik and thank you for your attention. </span></p>
11. október 2022Blá ör til hægriMenntun eykur velsæld - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu 7. október 2022<p><span>L</span>eiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um menntun fór fram í tengslum við opnun Allsherjarþingsins nú á dögunum. Menntamálin eru í brennidepli – ekki síst vegna þess að menntun getur verið lykill að árangri á svo fjöldamörgum sviðum. Í kjölfarið átti ég góðan fund með fulltrúum kennara og stjórnenda til að ræða stöðuna í íslensku skólakerfi.</p> <p>Við eigum ýmis jöfnunartæki í samfélagi okkar. Skattkerfið er eitt þeirra, menntakerfið er annað. Í skólunum okkar á öllum skólastigum mætast ólíkar hópar barna, með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu. Þar gefst einstakt tækifæri til að hlúa að hverjum og einum og tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og vaxa og dafna.</p> <p>Skólafólkið okkar stóð vaktina í gegnum tvö ár af heimsfaraldri þar sem áfram var tryggt að börn gætu sótt skóla þrátt fyrir sóttvarnatakmarkanir. Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk skóla þurfti reglulega að endurskipuleggja allt starf skólanna til að tryggja menntun barnanna okkar.</p> <p>Á sama tíma hafa skólarnir okkar gengið í gegnum ógnarhraðar breytingar þar sem nemendahópurinn hefur orðið fjölbreyttari, ný tækni hefur breytt námsumhverfinu og samfélagsmiðlar hafa breytt öllum samskiptum barna og fullorðinna.</p> <p>Reglulega heimsæki ég skóla og fyllist virðingu gagnvart því góða faglega starfi sem þar fer fram – stundum við flóknar aðstæður þar sem nemendahópurinn talar mörg tungumál, sumir nemendur koma úr erfiðum aðstæðum og börnin öll þurfa að ræða heimsmálin, áhyggjur sínar af loftslagi, stríði og öðrum samfélagslegum áskorunum.</p> <p>Á undanförnum árum höfum við stigið stór skref til að efla farsæld barna með því að breyta lögum og reglum um málefni barna. Hugsunin er sú að búa vel að hverju einasta barni og tryggja þannig farsæld samfélagsins alls. Skólarnir okkar eru lykilstofnanir í þessu samhengi og það skiptir miklu að við sem samfélag búum vel að þeim – bæði starfsfólki og nemendum. Þannig tryggjum við aukna velsæld í samfélaginu öllu.</p>
10. október 2022Blá ör til hægriSameiginleg verkefni - Grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Vísi 6. október 2022<p>Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað. Fremur hefur orðið afturför, hvort sem litið er til menntunar barna, jafnréttis kynjanna, fátæktar eða annarra mælikvarða sem mæla velsæld jarðarbúa.</p> <p>Ýmsir aðrir mælikvarðar segja okkur það sama – og segja okkur líka að um margt stendur Ísland ótrúlega vel. Við erum hins vegar ekki eyland í alþjóðlegu samhengi – ef það verður efnahagssamdráttur í Evrópu eða Bandaríkjunum mun það hafa áhrif hér á landi.</p> <h2>Árangur skýr</h2> <p>Morgunljóst er að aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri skiluðu árangri enda voru leiðarljósin skýr: Að vernda líf og heilsu og lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Staðinn var vörður um almenning og atvinnulíf og árangurinn sést á því að viðspyrnan er sterk.</p> <p>Tölurnar segja sína sögu þar sem hagvaxtarhorfur og staðan á vinnumarkaði er góð, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og afkoma í atvinnulífinu er almennt góð. Þá er staða ríkissjóðs mun betri en útlit var fyrir framan af faraldrinum, skuldastaðan viðráðanleg og allt sem bendir til þess að við munum ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs á ný á næstu árum.</p> <p>En við blasa nýjar áskoranir, aukin þenslumerki og verðbólgan sem hefur minnt rækilega á sig á undanförnum mánuðum. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að hækka vexti og beitt öðrum stjórntækjum sínum til þess að koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Þá hefur ríkisstjórnin sett fram aðgerðir í fjárlagafrumvarpi til þess að vinna gegn þenslu. Við sjáum vísbendingar m.a. í tveimur síðustu verðbólgumælingum Hagstofunnar um að þessar aðgerðir séu að skila árangri þó að enn sé ekki tímabært að hrósa happi. Allt minnir þetta hins vegar á að ákvarðanir stjórnmálanna geta skipt sköpum um hvernig samfélaginu vegnar.</p> <h2>Jöfnuður er leiðarljósið</h2> <p>Þó að staðan sé almennt góð er svigrúm fólks til að mæta aðstæðunum misjafnt. Þess vegna lögðum við ríka áherslu á að grípa til mótvægisaðgerða strax í vor til þess að verja þá hópa sem hafa minnst svigrúm til að mæta hækkandi verðlagi og vöxtum með því að styrkja almannatryggingar, húsnæðisbætur og stuðning við barnafólk. Og sú vegferð heldur áfram.</p> <p>Á vettvangi Þjóðhagsráðs þar sem aðilar vinnumarkaðar sitja ásamt fulltrúum stjórnvalda, sveitarfélaga og Seðlabanka, höfum við á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að umbótum á húsnæðismarkaði sem snúa einkum að auknu og stöðugra framboði á húsnæði, skilvirkari og betri húsnæðisstuðningi og réttarbótum fyrir leigjendur. Allt eru þetta mikilvægir þættir til að draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði, auka húsnæðisöryggi og bæta lífskjör.</p> <p>Vinna stendur líka yfir við endurskoðun á barnabótakerfinu sem við viljum halda áfram að byggja upp enda mikilvægt tekjujöfnunartæki sem styður við fólk á mikilvægu tímabili lífsins þegar framfærslukostnaður er hár. Og við viljum fjölga þeim sem fá barnabætur á sama tíma og við viljum styðja best við þau sem lægstar tekjurnar hafa.</p> <h2>Vanmetum ekki áhrif álagsins</h2> <p>Við finnum öll til þreytu í samfélaginu eftir tvö ár af heimsfaraldri. Við þurftum öll að endurskoða daglega tilveru okkar. Við vorum í sóttkví með börnum, að sinna öldruðum foreldrum eða að sinna vinum og vandamönnum í einangrun eða sóttkví. Á sama tíma þurftum við að breyta vinnulagi okkar, sum þurftu að vinna heima en önnur að vinna við erfiðar aðstæður, sum í þungum hlífðarfatnaði heilu dagana. Og allt það sem við gerum til að gleðjast; hitta fjölskyldu og vini eða njóta menningar- og íþróttaviðburða eða gleðjast saman með öðrum hætti – það var ekki hægt. Það er engin furða að við skynjum þreytu víða – ekki síst hjá þeim sem stóðu í ströngu þessi tvö ár innan velferðarkerfisins, heilbrigðisþjónustunnar og skólanna.</p> <p>Stjórnvöld ákváðu að verja sérstökum fjármunum í félagslegar aðgerðir að loknum heimsfaraldri – milljarði á árunum 2023 – 2025. Við þurfum nefnilega að huga vel að velferð ólíkra hópa eftir þetta langa og stranga álagspróf.</p> <h2>Velsældarhagkerfið</h2> <p>Eitt af fyrstu verkefnum mínum í forsætisráðuneytinu var að hefja samstarf við Nýja-Sjáland og Skotland um svokölluð velsældarhagkerfi. Í þann hóp hafa svo bæst Finnland og Wales. Liður í þessu verkefni var að búa til velsældarmælikvarða en þá má nú finna á vef Hagstofunnar. Þessi hugmyndafræði tengist framtíðarsýn okkar um Sjálfbært Ísland í efnahags- samfélags- og umhverfismálum og segja má að velsældarvísarnir séu eins konar landsmælikvarðar okkar í þeim efnum. Samhliða þessu settu stjórnvöld tilteknar velsældaráherslur inn í fjármálaáætlun.</p> <p>Eftir langan undirbúning vona ég að fyrir áramót verði allir 39 mælikvarðarnir tilbúnir og sýni sem nýjastar upplýsingar um efnahag, samfélag og umhverfi. Þá gefst líka tækifæri til að mæla árangurinn af áherslum stjórnvalda í fjármálum ríkisins.</p> <p>Við vitum öll að Ísland stendur um margt vel í alþjóðlegum samanburði og við eigum að halda áfram á þeirri braut. Við viljum tryggja velsæld fólksins í landinu – það leiðarljós mun skila okkur áframhaldandi árangr fyrir samfélagið allt.</p>
14. september 2022Blá ör til hægriStefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 153. löggjafarþingi, flutt á Alþingi 14. september 2022<p>Kæru landsmenn</p> <p>Ég átti því láni að fagna að skrifa ásamt umhverfisráðherra undir stjórnar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið nú á mánudaginn. Himinninn var heiðríkur, Strokkur gaus og almenn gleði og friðsæld í hópnum. Á slíkri stundu getur verið erfitt að hugsa um hamfaraflóð í Pakistan, stríð í Úkraínu, orkukreppu í Evrópu og fjölmargt fleira sem ógnar núna meðbræðrum okkar og systrum um allan heim. En þótt lönd og höf skilji að, þá eru vandamál þeirra líka okkar vandamál.</p> <p>Loftslagsváin hefur nú þegar skapað neyðarástand víða um heim. Við glímum við það risavaxna verkefni að snúa þessari ógnvænlegu þróun við, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu. Í upphafi þessa kjörtímabils voru kynnt ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð okkar. Á fyrsta kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar kynntum við fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum og lögfestum markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. </p> <p>Til að ná hertum markmiðum munum við endurskoða fyrirliggjandi aðgerðaáætlun og setja fram sameiginleg markmið stjórnvalda og allra geira samfélagsins um hverju hver og ein atvinnugrein getur skilað í samdrætti í útblæstri. Lagt verður fram að nýju frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni sem mikilvægt er að verði afgreitt enda felast í því skýr skilaboð til umheimsins að Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum til að takast á við þessa stærstu áskorun samtímans. Við erum á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu – inn í nýtt grænt hagkerfi.</p> <p>En kæru landsmenn.</p> <p>Hraðar breytingar eru ekki bara ógnvænlegar. Þær geta líka vakið upp von um bjartari framtíð. Ég flaug í átta mínútur í rafmagnsflugvél um daginn. Það var stutt en þó lengra en fyrsta flug Wright-bræðra árið 1903 sem varði í 12 sekúndur og náði 20 feta hæð. Þar með afsönnuðu þeir bræður þær kenningar að vél sem væri þyngri en loftið gæti ekki flogið. Þetta flug breytti mannkynssögunni og 20. öldin varð flugöldin. Við erum stödd á öðrum tímamótum. Á 21. öldinni verður flug á grænum orkugjöfum og ég spái því að við eigum eftir að sjá þær breytingar gerast hraðar en nokkurn gat órað fyrir. </p> <p>Við hér á Íslandi erum í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu vegna þess að réttar ákvarðanir hafa verið teknar. Almenningur á helsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, og því stendur ekki til að breyta. Þetta er eitt mikilvægasta innviðafyrirtæki landsins ásamt Landsneti – og við hljótum öll að vera þakklát fyrir að hugmyndir um að selja þessi mikilvægu fyrirtæki náðu ekki fram að ganga.</p> <p>Eins hljótum við að þakka fyrir að orkukerfið hér á landi er sjálfstætt og undir innlendri stjórn. Nú þegar raforkuverð í Evrópu er himinhátt – þegar almenningur í Noregi, Þýskalandi, Bretlandi er jafnvel að borga margfalt verð fyrir hita og rafmagn á við okkur – er augljóst að við erum í öfundsverðri stöðu. Þetta er vegna þess að góðar og framsýnar ákvarðanir hafa verið teknar hingað til. Og miklu skiptir hvernig verður fram haldið. Þegar kemur að orkuskiptum og orkuframleiðslu þá er frumskylda okkar í þeim efnum við íslenskan almenning í nútíð og framtíð. Við þurfum að tryggja að öll orkunýting, hvort sem það er vatnsföll, jarðvarmi, vindurinn, sólarorka eða hvað annað, verði ábyrg, í sátt við náttúruna og í þágu almennings.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Hækkandi orkuverð er aðeins ein afleiðing ömurlegs innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Nú þegar hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í þessu stríði, milljónir manna eru á flótta, samfélagslegir innviðir hafa verið lagðir í rúst og endalok stríðsins eru enn ekki í sjónmáli. Ef við rifjum upp söguna þá voru ástæðurnar sem leiddu til blóðbaðs fyrri heimsstyrjaldarinnar ekki veigamiklar en að lokum fór svo að milljónir dóu, milljónir voru sviptar framtíð sinni, draumum og þrám. </p> <p>Þó að við Íslendingar séum enn fjarri heimsins vígaslóð þá lætur stríðið engan ósnortinn og enn og aftur hefur fjöldi fólks verið sviptur framtíð sinni, draumum og þrám. Ísland hefur tekið á móti um 1600 Úkraínumönnum á flótta og við munum gera okkar besta til að styðja við þau eftir fremsta megni. Ísland hefur veitt úkraínsku þjóðinni pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi og lagt fram fjármuni meðal annars í mannúðaraðstoð og efnahagslegan stuðning. Þegar Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í næsta mánuði munu málefni Úkraínu koma til okkar kasta og við munum tala skýrt. </p> <p>Stríðið hefur líka sýnt okkur með áþreifanlegum hætti að fæðuöryggi er risastórt öryggismál. Langt er um liðið síðan Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og Magnús Ketilsson hvöttu bændur til dáða í grænmetisrækt á 18. öld þegar kartaflan var lykill að því að lifa af í harðbýlu landi. Það var framsýni á þeim tímum. Á síðasta kjörtímabili var unnin matvælastefna, stofnaður matvælasjóður og stuðningur við garðyrkjubændur aukinn um fjórðung. Við munum halda áfram á sömu braut, landbúnaðarstefna verður lögð fyrir þingið og sett metnaðarfull markmið um að verða í auknum mæli sjálfum okkur nóg í grænmetisframleiðslu sem og í framleiðslu á öðrum landbúnaðarvörum. </p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Stríðið í Úkraínu kom beint ofan í tveggja ára heimsfaraldur, verðbólga plagar nú samfélög vestan hafs og austan og hafa viðlíka verðbólgutölur ekki sést í lengri tíð. Góðu fréttirnar eru að atvinnuástandið hér á landi er gott og hagvaxtahorfur góðar. </p> <p>Nú sem aldrei fyrr skiptir máli að stjórnvöld og Seðlabankinn séu samstillt og ríkisfjármálin og peningamálastefnan vinni í sömu átt til að auka ekki frekar á vandann. Það skiptir máli að stjórnvöld styðji við þau sem eiga erfiðast með að mæta þessari stöðu, eins og nú í vor þegar við hækkuðum greiðslur almannatrygginga og húsnæðisstuðning og barnabótaauki var greiddur út. </p> <p>Félagslegar áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum á undanförnum árum hafa skilað langtum fleiri almennum íbúðum sem hafa skipt sköpum fyrir húsnæðisöryggi tekjulægri hópa. Átakshópur þjóðhagsráðs lagði í vor fram ítarlegar tillögur að umbótum í húsnæðismálum með áherslu á aukið framboð á íbúðarhúsnæði, aukið húsnæðisöryggi, ekki síst þeirra sem eru á leigumarkaði, og endurbættan húsnæðisstuðning.</p> <p>Ríkisstjórnin mun fylgja þessum tillögum eftir og í samstarfi við sveitarfélögin verða byggðar 35.000 íbúðir á næstu 10 árum til að mæta húsnæðisþörf allra hópa. Aðgerðirnar munu ekki aðeins auka húsnæðisöryggi heldur einnig draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði en húsnæðisverð er einn af þeim þáttum sem hefur ýtt undir óstöðugleika hér í verðlagsmálum. Þess vegna forgangsröðum við húsnæðismálunum – til að auka lífsgæði fólks og tryggja meiri jöfnuð, bæði í upp- og niðursveiflum efnahagslífsins. </p> <p>Við munum áfram byggja upp betra barnabótakerfi en á síðasta kjörtímabili styrktum við kerfið þannig að barnafjölskyldum sem fá barnabætur hefur fjölgað um ríflega 3.100 frá árinu 2018 og útgreiddur stuðningur aukist um ríflega 3,5 milljarða króna. &nbsp;Á kjörtímabilinu munum við ráðast í frekari umbætur og styðja betur við barnafjölskyldur sem er risastórt velsældarmál. </p> <p>Við munum áfram standa vörð um almannaþjónustuna, ekki síst heilbrigðisþjónustuna, sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarin ár og staðist hvert álagsprófið á fætur öðru. Þar skiptir öllu að við byggjum áfram upp til framtíðar.</p> <p>Öll þessi framfaramál&nbsp; skipta máli fyrir fólkið í landinu og verða vonandi til þess að greiða fyrir farsælum samningum á vinnumarkaði í vetur. </p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Íslenskt samfélag hefur tekið stórstígum framförum þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Þyngst vega líklega löggjöfin um kynrænt sjálfræði og aukin réttindi trans og intersex barna og ný framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks sem mun tryggja að við höldum áfram á réttri braut. Þessi mál eru vitnisburður um að það skiptir máli hvaða stefnu og ákvarðanir við tökum í stjórnmálum. Á sama tíma er dapurlegt að skynja aukna fordóma og niðrandi. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að réttindabaráttu lýkur aldrei og alltaf er hætta á afturför. </p> <p>Starfshópur um hatursorðræðu hóf störf í sumar og stefnir á að skila af sér fyrir áramót. Markmið hans er að gera tillögur um samhæfðar aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu sem er uppi m.a. vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. </p> <p>Annað verkefni sem mun hafa mikil áhrif á réttindi fólks í daglegu lífi sínu er lögfesting Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hluti af því verkefni er að koma á laggirnar sjálfstæðri mannréttindastofnun. Undanfarið hef ég haldið samráðsfundi um land allt sem ég hef lært mikið af – um stórt og smátt. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð og við getum ekki tekið þeim sem gefnum. Við eigum að stefna að því að Ísland verði framúrskarandi á sviði mannréttinda. Þannig verður samfélagið okkar manneskjulegra, betra, og þróttmeira, hvort sem horft er til efnahagsmála, þróunar lýðræðis og stjórnmála, menningar og lista. </p> <p>Réttindi innflytjenda voru mikið rædd á þessum fundum en hafin er vinna við stefnu í málefnum útlendinga, löngu tímabært í landi þar sem hátt í 16% landsmanna eru innflytjendur. Samfélagsleg þátttaka fólks sem hingað flytur til að sinna ýmsum störfum skiptir okkur öll máli. Lífið er nefnilega ekki bara vinna heldur svo margt annað og við eigum að bjóða þeim sem hingað koma tækifæri til að taka þátt í lífinu á Íslandi – syngja í kór, stunda íþróttir og útivist, taka þátt í stjórnmálum og félagsstarfi, fara í leikhús eða hvað það er sem mann langar að gera. Íslenskukunnátta er mikilvægur lykill að því lífi – fyrir þau sem hingað koma en ekki síður fyrir okkur sem berum ábyrgð á að verja tungumálið og tryggja að það geti haldið áfram að vaxa og dafna. </p> <p>Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs þarf til að bjóða fleirum upp á íslenskukennslu, helst á vinnutíma. Þetta er raunverulegt og grjóthart viðfangsefni því á komandi árum og áratugum mun reyna verulega á samheldni samfélagsins – og þá skiptir máli að við róum öll í sömu átt í þessum efnum. </p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Ég hef oft fengið að heyra undanfarin 15 ár á Alþingi Íslendinga að það sé slæmt að ólíkir stjórnmálaflokkar þurfi stundum að starfa saman og þá verði engar framfarir. Þetta finnst mér furðulegt viðhorf. Málamiðlanir eru hornsteinn lýðræðisins. Í öllum lýðræðisríkjum þarf að gera málamiðlanir og enginn sem kemur nálægt stjórnun getur forðast það. Þegar við hættum því erum við komin inn í eitthvað allt annað stjórnkerfi.</p> <p>Á tímum skautunar og einstefnustjórnmála skiptir miklu að ná saman um framfaraskref fyrir samfélagið allt. Viðfangsefnin sem ég hef nefnt hér í kvöld eru nefnilega risavaxin og verða eingöngu leyst með samtali eftir lýðræðislegum leikreglum. Skautunarstjórnmálin munu ekki leysa neitt – heldur dýpka ágreininginn og leiða til átaka á tímum sem kalla einmitt á að fólk með ólíkar lífsskoðanir tali saman og leiti saman lausna gagnvart stórum áskorunum. </p> <p>Á slíkum grunni er hægt að byggja til framtíðar. Þó að stjórn og stjórnarandstaða eigi eðli máls samkvæmt að takast á og leiða fram rök og gagnrök þá vona ég að þingmenn allir, óháð flokkum og ólíkum lífsskoðunum beri gæfa til að vinna á slíkum grundvelli þjóðinni allri til heilla á þeim þingvetri sem nú er að hefjast. </p> <p>&nbsp;</p>
16. ágúst 2022Blá ör til hægriTraust tök - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 11. ágúst 2022<p>Enginn getur efast um þá staðreynd að staða efnahagsmála um þessar mundir er snúin. Við erum nýkomin út úr heimsfaraldri þar sem stjórnvöld gripu til stórfelldra efnahagsaðgerða til að standa með almenningi og atvinnulífi. Þær aðgerðir báru góðan árangur. Við erum því um margt í góðri stöðu og vel í stakk búin til þess að takast á við nýjar áskoranir.</p> <p>Reynsla síðustu tveggja ára sýnir okkur hversu árangursríkt það var að beita ríkisfjármálunum með skynsamlegum hætti til að verja störf og tryggja afkomu heimila og fyrirtækja. Þetta sjáum við meðal annars í því að störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi minnkar hratt, kaupmáttur hefur styrkst, skuldastaðan er góð og fjárhagserfiðleikar og vanskil hafa til þessa ekki aukist.</p> <p>Vegna vel heppnaðra aðgerða stjórnvalda var atvinnulífið allt í stakk búið til að taka hratt og örugglega við sér þegar sóttvarnaráðstafanir voru felldar niður. Nýleg þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði ríflega 5%. Viðspyrna ferðaþjónustunnar hefur verið öflug og veruleg stígandi hefur verið í komum erlendra ferðamanna það sem af er ári. Útlit er fyrir að komur erlendra ferðamanna í ár fari fram úr bjartsýnustu spám.</p> <p>Myndin er hins vegar ekki svo einföld að við séum komin fyrir vind. Innrás Rússa í Úkraínu í vor hefur haft víðtæk efnahagsleg áhrif og þau áþreifanlegustu hafa verið hækkun á orkuverði. Aðfangakeðjur heimsins eru enn ekki komnar í fyrra horf eftir faraldur og stríðið hefur þar líka áhrif. Þessi staða veldur því að verðbólga plagar nú samfélög vestan hafs og austan og hafa viðlíka verðbólgutölur ekki sést í lengri tíð.</p> <p>Við þessar aðstæður skiptir máli að stjórnvöld og Seðlabankinn séu samstillt og ríkisfjármálin og peningamálastefnan vinni í sömu átt til að auka ekki frekar á vandann. Við vitum líka að það er nauðsynlegt að horfa ekki bara á hinar stóru hagtölur sem gefa okkur almennar vísbendingar um þróunina, heldur þarf að rýna í stöðu og áhrif á mismunandi hópa og möguleika þeirra til þess að bregðast við. Það skiptir máli að stuðningur stjórnvalda beinist að þeim sem finna mest fyrir áhrifum stöðunnar nú og eiga erfiðast með að mæta henni.</p> <p>Stjórnvöld brugðust strax í vor við aukinni dýrtíð með því að grípa til markvissra aðgerða til að verja hin tekjulægstu. Greiðslur almannatrygginga voru hækkaðar á miðju ári, húsnæðisstuðningur var hækkaður og barnabótaauki greiddur út. Seðlabankinn hefur gripið til þess að hækka stýrivexti – en einnig sett ákveðnar hömlur á húsnæðismarkaðinn og beitt þannig þeim stjórntækjum sem bankinn hefur til að tryggja hér stöðugleika. Þá höfum við boðað ákveðnar aðhaldsaðgerðir á árinu 2023 sem fela í sér aukna tekjuöflun, aðhald í rekstri og frestun framkvæmda til að ríkisfjármálin styðji betur við peningastefnuna.</p> <p>Á vettvangi þjóðhagsráðs hefur verið unnin veruleg vinna til að kortleggja hvað stjórnvöld geta gert til að bæta lífskjör almennings á þessum tímum. Þar ber húsnæðismálin hæst en við sjáum skýr merki um jákvæð áhrif af þeim félagslegu aðgerðum á sviði húsnæðismála sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum, m.a. verulegri fjölgun almennra íbúða sem auka húsnæðisöryggi og tryggja tekjulægri heimilum hóflegan húsnæðiskostnað. Sérstakur átakshópur þjóðhagsráðs lagði fram ítarlegar tillögur að umbótum í húsnæðismálum í vor en þar var lögð áhersla á aukið framboð á íbúðarhúsnæði, aukið húsnæðisöryggi, ekki síst þeirra sem eru á leigumarkaði, og endurbættan húsnæðisstuðning.</p> <p>Vinna er nú í fullum gangi við að koma þessum tillögum í framkvæmd enda er öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði lykilþáttur í lífskjörum og velferð almennings. Mikilvægur áfangi til að ná þessum markmiðum var undirritun rammasamnings um húsnæðisuppbyggingu til næstu 10 ára en þetta samkomulag er nýlunda og snýst um að ríki og sveitarfélög leggi sameiginlega sitt af mörkum til að tryggja nægjanlegt framboð á húsnæði. Markmið samkomulagsins er að byggja 35.000 íbúðir fram til ársins 2032 til að mæta íbúðaþörf en lögð verður sérstök áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði sem verði að jafnaði um 30% nýrra íbúða.</p> <p>Þessar aðgerðir munu ekki aðeins auka húsnæðisöryggi heldur einnig draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði en húsnæðisverð er einn af þeim þáttum sem oft og tíðum hafa ýtt undir óstöðugleika í verðlagsmálum hér á landi. Því er til mikils að vinna í þessum efnum til að auka lífsgæði almennings og tryggja velferð og jöfnuð, bæði í upp- og niðursveiflum efnahagslífsins.</p> <p>Þegar kemur að kjarasamningum skiptir að sjálfsögðu máli að stjórnvöld hugi að því sem þau geta gert til að bæta lífskjör fólksins í landinu. Samningar eru ekki gerðir í tómarúmi, heldur skiptir sú félagslega og efnahagslega umgjörð sem launafólk býr við máli þegar samið er um kaup og kjör. Hins vegar eru það fulltrúar launafólks og atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið og hafa það verkefni að ná kjarasamningum. Ég hef fulla trú á því að þessir aðilar nái góðum samningum í vetur fyrir íslenskt samfélag og íslenskan almenning.&nbsp;</p>
11. júlí 2022Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um velsæld í Oxford háskóla 8. júlí 2022<p><strong><span>The Inaugural Wellbeing Research and Policy Conference 2022</span></strong></p> <p><strong><span> 6-8 July University of Oxford</span></strong></p> <p><span>Keynote Speech, Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland </span></p> <p><span>Good afternoon, leadies and gentlemen </span></p> <p><span>As it is definitely an honour to be here, I would like to &nbsp;thank the organizers for their invitation.</span></p> <p><span>In addition, I welcome the opportunity offered by the new research centre at this historic university to be part of today's critical discussions and share with you my political views on this subject. It is particularly gratifying to participate in a discussion of big ideas that takes both a broader and longer view on society for, as a politician, I find that the time horizon of such debate is all too often curtailed by the election cycle. </span></p> <p><span>Today we face urgent tasks and long-term challenges that require the attention of both scholars and politicians and, not least, more cross-sectoral discussion and collaboration. </span></p> <p><span>I would like to share with you how my country is endeavouring to implement the concept of the wellbeing economy – an economy that pursues human and ecological wellbeing instead of simply material growth – and how we aim to establish this as an effective policy paradigm to develop and assess social and economic progress. </span></p> <p><span>In recent years, Iceland has been at the forefront of international cooperation in developing policies on wellbeing. We have joined a group of smaller countries in the Wellbeing Economy Governments project, working toward wellbeing for all within the context of the UN 2030 Agenda. The project entails an analysis of the shortcomings of traditional economic theory and policy together with a commitment to build an alternative future, focusing on the wellbeing of current and future generations. We are committed to a vision in which economic policies support collective wellbeing by focusing on, how happy and healthy a population is. This approach allows us to examine the quality of life above and beyond monetary measures such as GDP and to take advantage of scientific knowledge to follow a sustainability agenda where no one is left behind. </span></p> <p><span>In 1972 Tibor Scitovsky lamented that “we eat, not what is good, but what is good for us”. While, as a responsible politician, I can’t possibly object to people following a healthy diet, Scitovsky was making the broader point that welfare had been equated with the <em>quantity</em> of consumption while consumption varies not only in quantity but also in quality. He maintained that it is possible for societies with fewer resources to attain higher quality consumption than many more affluent societies who, in his view, tended to prioritize quantity over quality, thus taking the joy out of many activities for the sake of efficiency, productivity and profit.</span></p> <p><span>Around the same time another economist, Fred Hirsch, observed that there were social as well as ecological limits to growth. For me his key insight was that some goods are inherently positional, in that the pleasure we derive from them stems in large part from their scarcity. If societies become richer and a greater range of goods become widely available the competition for positional goods persists, leaving people richer but less happy on account of social comparisons.</span></p> <p><span>Both Scitovsky and Hirsch thus gave us reasons to doubt that increasing production and quantitative consumption would increase social welfare. Yet since the mid 20<sup>th</sup> century we have tended to measure social progress in monetary terms, with GDP being the predominant indicator, though it should be noted that Simon Kuznets was at pains to point out that the GDP was simply a measure of the volume of an economy and should not be used as an indicator of social welfare. Obviously human beings are more than producers and consumers of goods and any approach to individual and social welfare must reflect this. Human wellbeing, to borrow from the Finnish sociologist Erik Allardt, consists not only of having but also of loving and being.</span></p> <p><span>Our objective, then, isto raise people’s quality of life. That doesn’t mean we dispense withwealth but rather that economic growth is desirable insofar as it can be harnessed to increase wellbeing without devastating ecological consequences. That growth is not a goal in and of itself.</span></p> <p><span>The 2008 financial crisis that hit Iceland exceptionally hard, and resulted in&nbsp;</span>both economic and political crises, served as a watershed moment and the impetus for adopting a wellbeing economy framework. It sparked mass protests, and the general public demanded changes and increased accountability from the administration.The shake-up of wiedspread assumptions opended up a broader spectrum of ideas, triggering an energetic rethinking of our objectives as a society.</p> <p><span>The concept of wellbeing became more prominent in political debate – I served as Minister for Education, Research and Culture in the left-wing government that was in power between 2009 and 2013. One of my projects involved forming and implementing a new curriculum which included education on equality, democracy and sustainability – and actually education on health and welfare. Another key project during that period was to build a bridge between the education system and the unemployment system, trying to motivate those who had lost their jobs to seek education or retrain. Several thousand people went through that program and after meeting a few of them personally I see it as one of my most rewarding efforts: because it showed me how social policy actually can impact &nbsp;people´s everday lives. </span><span>When I returned to government in 2017, then as Prime Minister heading a very different government, a three party coalition form the left to the right, I wanted to continue the work on wellbeing and create a new framework around it. </span></p> <p><span>In 2019 my government introduced 39 indicators to track the progress of a wellbeing economy. The indicators include economic, environmental, labour market, and social factors and are compatible with wellbeing indicators published in other countries and by international organizations like the OECD. &nbsp;Preparation of those indicators was pan-political and included an opinion poll, asking the population what they valued most in their private life and in society. Health was at the top of both lists.</span></p> <p><span>Six wellbeing priorities have been integrated into the government’s five-year fiscal strategy, utilizing the expertise from gender budgeting introduced by statute into state budgeting in 2015.</span></p> <p><span>The six priorities are:</span></p> <ul> <li><span>Mental health, where we have among other things doubled the number of psychologists working in public healthcare; </span></li> <li><span>Secure housing: In 2020 and 2021 one-third of all new homes built were supported by public social initiatives; </span></li> <li><span>A better work-life balance: we extended parental leave (from 9 months to 12 months, shared equally between parents) and we in Iceland shortened work week; </span></li> <li><span>A programme for a carbon-neutral future, which introduced new taxes and lifted other ones to accelerate energy transition; </span></li> <li><span>Innovation growth, where we have increased research and development funding and seen export revenues from innovation grow substantially; </span></li> <li><span>And strengthen information and communication to the public: including increased emphasis on public consultation when preparing legislation. I could also mention our information strategy during the pandemic where we kept the public informed at all times. The approach resulted in strong confidence in government actions during the pandemic and high vaccination rates At the same time it limited the spread of disinformation. </span></li> </ul> <p><span>Statistics Iceland monitors the wellbeing aspects of people's lives on an ongoing basis through a set of indicators, providing policy makers with a systematic assessment of the impacts expected or achieved by policies.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>The global COVID-19 pandemic and the following economic crisis have brought the wellbeing framework's importance into even sharper relief. In 1976 the historian William H. McNeill argued in his seminal book <em>Plagues and People</em> that health crises often serves as a mirror of the society. The truth of this is becoming even more evident in the current post-covid times, where we continue to struggle with one of the worst recessions &nbsp;of our times. </span></p> <p><span>While traditions, cultures, and norms have shaped policy responses to the pandemic's socio-economic challenges, those responses reveal the capacity of different societies to cope with challenges, learn from experiences and build resilience against future shocks. Moreover, the pandemic and related crises point to the urgent need for transformative programmes to counter the climate crisis. It was a reality check for everyone to realise that environmental degradation, biodiversity loss, and pollution could lead to more epidemics impacting our health and economies. In that context, we can allow ourselves to see the post-covid phase as a window of opportunity for systemic change with transformative and evidence-based policies, something that is increasingly demanded by public. </span></p> <p><span>It is too early to predict the extent of the socio-economic damage caused by COVID-19, and uncertainties related to new virus variants may furtherchallenge our economies' capacity to cope with long-term pandemics. According to recent research by international organizations like the OECD, Iceland, like the other Nordic countries, has, by international comparison, shown strong resilience in withstanding the threats of the pandemic and is well situated to make a steady long-term recovery. The strength of our economy, a robust welfare system, and a high level of public trust allowed the government to introduce economic and financial support packages that helped limit the damage of the pandemic. The government was able to act on expert advice and take specific measures to reduce the social and health consequences. Not only did active labour market policies and investment in general social measures have the effect that average household incomes did not decline due to the pandemic, we also ensured that elementary schools and preschools stayed open throughout almost the entire pandemic – which was important both for the social and educational wellbeing of children and for gender equality.&nbsp; </span></p> <p><span>A new report from the Nordic statistical offices confirms that while births in most countries worldwide have declined since the onset of COVID, birth rates increased in all the Nordic countries in both 2020 and 2021. The fact that young people trusted the public sector to compensate for the loss of income due to childbirth, despite the deep economic downturn, reflects the Nordic model's resilience.&nbsp; </span></p> <p><span>For more than a decade, the Nordic countries have attracted international attention for their high level of happiness. Iceland has for 12 years ranked number one in the World Economic Forum's Gender Gap Index.</span><span> </span><span>Research repeatedly confirms that more equal and inclusive societies have more robust economies and better businesses.</span></p> <p><span>It should be noted that <em>adopting </em>a wellbeing framework is but one, early milestone on a longer journey and solves nothing in and of itself. Rather, it allows us a broader view, that reveals issues that have previously been neglected. Shifting the policy focus to act on this does not happen quickly, as old habits die hard. The state is a ship that turns very slowly. Which means we face a great many challenges, many of which have been brought to the forefront through adopting a wider perspective.</span></p> <p><span>It has, for example, been a challenge to have an impact on the gendered structures of the labour market, where female-dominated sectors are systematically paid less and more women than men work part-time, reflecting women's larger share in unpaid work. W</span><span>omen also tend to leave the labour force earlier than men, relying on early retirement, rehabilitation, or disability benefits. </span></p> <p><span>This is not least true for women who work in care and education, emotionally and physically demanding jobs that are becoming more complex by the day. </span><span>This negatively affects their income, carrier development, and future pensions. And since we are discussing the prospects for the future, we need to include these in our analysis. Care work, as an example, has been defined as one of the areas that artificial intelligence will struggle to take over, especially the emotionally charged labour associated with paid and unpaid care. </span></p> <p><span>To work as long hours or as many years as men is hardly the aim of most women – we would probably all benefit from working a bit less. Yet, ensuring a gender balance in employment is essential for women's financial independence and, therefore a key element in ending gender inequalities, including violence against women. But to &nbsp;achieve a better balance by &nbsp;increasing women‘s participation in the labour market, we need to create conditions under which they can do so. The Nordic countries have made major contributions on this front. Two public policies are particularly worth mentioning: universal childcare and wellfunded, shared parental leave – with a use-it-or-lose-it portion for fathers. These policies have transformed our societies and contributed significantly to the Nordic countries' high levels of prosperity and quality of life. Icelandic research, lead by professor Guðný Björk Eydal at the University of Iceland, indicates that fathers who avail themselves of paternity leave contribute more to housework, have a stronger attachment to their children and, as a consequence, enjoy a higher quality of life. The evidence suggests that these effects are lasting. Flexible work arrangements and gender equality in leadership have also helped form a more inclusive labour market. This infrastructure enables women to participate in public life and political decision-making.&nbsp; </span></p> <p><span>Another positive aspect, and among the most remarkable changes witnessed during the pandemic, is the increase in benevolence between people. At the same time, COVID-19 demonstrated the crucial importance of trust for human wellbeing. According to the newly published World Happiness Report, deaths from COVID-19 in 2020 and 2021 have been significantly lower in countries with a high level of trust in public institutions and where social inequality is lower. </span></p> <p><span>However, in line with the global trend, the crisis has had asymmetric health and social impacts across different groups in Iceland, unveiling existing societal inequalities. Those who were hit the hardest were vulnerable groups whose lives were negatively affected by closures of public services and unemployment. </span></p> <p><span>The results of national studies on the long-term effects of COVID-19 on mental health underscore warnings from the World Health Organization that societal traumas generally affect the mental health of individuals. These long-term effects are likely to appear in the coming years in the growing incidence of mental health challenges. </span></p> <p><span>As has been pointed out is that the pandemic's consequences are far from being gender-neutral. In the Nordic countries, deaths from infections were significantly higher among men than women. As the virus spread, women working in the public sector formed the front line sercives protecting the most vulnerable, resulting in a very noticeable increase in exhaustion among workers and flight from health care professions. In addition, the reduced school, sports, and leisure activities increased the pressure on households, where women are still more likely than men to carry a greater load. We also witnessed a significant increase in violence against women and children, especially domestic violence. Gender-based violence has also increased outside the home, for example, by an increased frequency of child pornography, digital sexual violence, and gender-based hate speech.</span></p> <p><span>In the wake of the pandemic, authorities need to continue to monitor its effects, especially on the most vulnerable groups in society, and ensure access to mental health services. </span></p> <p><span>The paradigm provided by the wellbeing economy is well suited to address many of the above-mentioned challenging issues, for example, strategies for improving mental health, secure housing, better life-work balance, effective policies to ensure gender equality, efforts to ensure trust towards public institutions and benevolence between citizens, not to mention the urgency of climate change action. </span></p> <p><span>To add to the economic challenges of the post-covid time, we face the crisis caused by armed conflict in Europe and an unprecedented humanitarian crisis with millions of people urgently needing aid and assistance. The global consequences threaten food and energy security, negatively affecting prospects for expanding and developing the wellbeing economy framework globally. </span></p> <p><span>Even if covid-related problems now seem a distant concern for many of us, we might do well to bear Scitovsky’s thinking in mind and focus on raising the quality of our consumption and lives more generally, that is to do more with less.&nbsp; </span></p> <p><span>The recent years have been challenging – both domestically and internationally. The COVID pandemic has brought complex societal challenges, and other crises will follow, as the recent agression on European soil has demonstrated. </span></p> <p><span>The greatest challenge of our era remains the climate crisis – in the end, it is the story of deeply flawed economic policy where the more affluent countries have contributed most to the problem but tend to be the least affected by it. </span></p> <p><span>Climate change also poses one of the greatest threats to human rights we have ever collectively faced. It directly threatens the lives and wellbeing of individuals and communities around the globe, with vulnerable and marginalized groups disproportionally affected. </span></p> <p><span>When it comes to addressing the global climate emergency and improving the wellbeing of current and future generations, it is especially pressing to envision a different leadership approach. The climate crisis is forcing us to rethink our way of life, our modes of consumption, production, and transportation, and how these might threaten our future. Averting a climate crisis may come at a considerable economic cost. But that cost does not have to translate into a decrease in wellbeing. Moving from a narrow focus on volumes of production and consumption to a broader view of wellbeing may enable us to preserve the overall quality of people‘s lives through better use of resources, by emphasising human needs over economic growth.</span></p> <p><span>Much remains unclear about what that entails. A great deal depends on research on wellbeing, an exciting and useful field that has come into its own since Hirsch and Scitovsky made their seminal contributions. It has taught us a great deal about human motivation, how people’s preferences are shaped by social comparisons, and how these adapt and change along with people’s circumstances. It has produced actionable findings that can be used to shape policy in a wide range of areas. One such example is Professor Lord Layard’s suggestion that tax policy should be used to provide people with incentives to attain a healthy work-life balance, something I would like to hear more about. </span></p> <p><span>May I conclude by reiterating my pleasure at being here with you today. I look forward to following future developments in wellbeing research and towards a fruitful collaboration between scholars and policy-makers in this field. </span></p> <p><span>Thank you. </span></p>
08. júlí 2022Blá ör til hægriVirk og öflug vernd mannréttinda - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu 7. júlí 2022<p>Við á Ís­landi höfum borið gæfu til að sam­þykkja mörg fram­fara­mál sem varða réttindi fólks á undan­förnum árum á sama tíma og sjá má bak­slag víða í heiminum. Í þessum málum er bar­átta hags­muna­hópa mikil­væg en að sjálf­sögðu ræður vilji stjórn­valda á hverjum stað í raun úr­slitum um hver staðan verður, eins og mörg dæmi eru um ný­verið. Hér á landi verður á­fram unnið í slíkum fram­fara­málum.</p> <p>Í stjórnar­sátt­mála er kveðið á um að sett verði á stofn öflug, óháð mann­réttinda­stofnun sem þarf að upp­fylla á­kveðin al­menn skil­yrði sem sett eru fram í við­miðunar­reglum Sam­einuðu þjóðanna. Við­miðin gera ráð fyrir sjálf­stæði slíkra stofnana frá stjórn­völdum. Við myndun nýrrar ríkis­stjórnar voru mann­réttinda­mál færð til for­sætis­ráðu­neytis frá dóms­mála­ráðu­neyti og hófst í kjöl­farið vinna við græn­bók um mann­réttindi.</p> <p>Við vinnu við græn­bók er upp­lýsingum safnað um mann­réttindi, þróun, töl­fræði, saman­burð við önnur lönd og teknar saman mis­munandi leiðir til að mæta þeim á­skorunum sem við blasa í mann­réttinda­málum.</p> <p>Í hví­vetna verður lögð á­hersla á víð­tækt sam­ráð við vinnslu græn­bókarinnar og í haust er ætlunin að standa fyrir sam­ráðs­fundum í öllum lands­hlutum um stöðu mann­réttinda­mála. Í byrjun árs 2023 verða drög að græn­bók kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og gera á­ætlanir ráð fyrir að frum­varp um stofnunina verði lagt fram á Al­þingi haustið 2023.</p> <p><span>Mann­réttinda­stofnanir skipta máli til að tryggja virka og öfluga vernd mann­réttinda. Ég hef lagt á það á­herslu að Ís­land sé leiðandi þegar kemur að mann­réttindum og verður til­vist mann­réttinda­stofnunar veiga­mikið skref í þá átt. Mikil­vægt er í þessu sam­bandi að til­vist slíkrar stofnunar er for­senda þess að hægt verði að lög­festa samning Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks líkt og kveðið er á um í stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar. Allt miðar þetta að því að við eigum öll jafnan rétt til að njóta mann­réttinda án mis­mununar.</span>&nbsp;</p>
04. júlí 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon 27. júní 2022<p><strong><span>UN OCEAN CONFERENCE – LISBON</span></strong></p> <p><em><span>Ávarp forsætisráðherra opnunardaginn 27. júní 2022</span></em></p> &nbsp; <p><span>Thank you Chair, dear colleagues,</span></p> <p><span>Allow me to join others in sincerely thanking Kenya and Portugal, and the citizens of Lisbon, for generously hosting us.</span></p> <p><span>We are here to talk about the ocean that covers about nearly 70 % of the Earth. And the atmosphere and the ocean are interlinked. In Iceland we see the effects of the climate crisis in the receding glaciers and in the ocean that surrounds our island. When I meet Icelandic fishermen the marine ecosystem is on the top of their minds – because they can actually see the effects of the climate change in their everyday life.</span></p> <p><span>Iceland has set itself ambitious goals when it comes to climate –&nbsp; we aim to become carbon neutral no later than 2040, with ambitious goals to reduce emissions and bind more carbon. And the government will not issue any licences for oil exploration in Iceland´s exclusive economic zone.</span></p> <p><span>The fact is that in the Arctic region, we are witnessing much faster rise in temperature than the average on earth. The consequences are serious, such as acidification, and various disruptive effects on the life chain of the ocean.</span></p> <p><span>As an island nation, we follow rising sea levels in the Pacific and elsewhere with great concern for communities whose life, ways and very existence is threatened.</span></p> <p><span>Two years ago, over 90 countries, including Iceland, signed the<strong> </strong>Leaders’ Pledge for Nature where we United to Reverse Biodiversity Loss by 2030.</span></p> <p><span>For the ocean, this is highly relevant. We need to protect the marine ecosystem and ensure sustainable utilization of living marine resources. This will empower coastal communities and indigenous peoples.&nbsp;</span></p> <p><span>Dear collegues.</span></p> <p><span>We meet at a critical juncture. The climate crisis is growing, and as we are recovering from the Covid-19 pandemic we are now faced with an armed conflict in the heart of Europe.</span></p> <p><span>Russia´s war on Ukraine has led to devastating loss of life and destruction and it is now creating a deadly serious global food crisis.</span></p> <p><span>The danger is imminent, especially for the most vulnerable. This adds to already dire circumstances in places such as Afghanistan, Yemen, the Horn of Africa and in Syria.</span></p> <p><span>Before the pandemic, the progress made towards SDG2 on zero hunger was already too slow. Now, the war in Ukraine risk that we fall further back on our promise, both as regards climate action and making much needed progress on the SDGs.</span></p> <p><span>It is in this context we deliberate on how the Ocean can be one of the solutions to current crises and long-term challenges. The Political Declaration, which we are adopting, is a testimony to the important tasks that lie ahead.&nbsp;</span></p> <p><span>We still have a long way to go to reach SDG14, Life Below Water.&nbsp;</span></p> <p><span>We need to finalize negotiations on an internationally legally binding instrument under UNCLOS on the conservation and sustainable use of marine biological diversity of areas beyond national jurisdiction.&nbsp; </span></p> <p><span>It is Iceland’s ambition to conclude the BBNJ and negotiate an agreement which we can all be proud of.</span></p> <p><span>On that note, I am glad to announce that Iceland has decided to join the High Ambition Coalition on BBNJ.</span></p> <p><span>Dear collegues.</span></p> <p><span>We thankfully have many examples of well-functioning fisheries management.</span></p> <p><span>Here, Iceland, as an island state and a fishing nation, has both expertise and experience to share. The UN Fisheries Training Program in Reykjavik has proven to be an effective tool for capacity building.</span></p> <p><span>Last but not least, we must end illegal unregulated and unreported fishing. Eliminating IUU fishing is pro-environment, pro-climate, pro-nutrition, pro-poor.</span></p> <p><span>This is the International Year of Artisanal Fisheries and Aquaculture. Small in scale does not imply small in value. On the contrary, there is great potential in small scale aquaculture as it directly improves the health and wellbeing of local communities.</span></p> <p><span>We must emphasize equity, rights of access, gender equality and sustainably managed local resources by local communities.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Iceland has been one of the leaders of the Aquatic and Blue Food Coalition, and I am proud to address the coalition´s special event later today about the importance of the ocean as a sustainable provider of nutrition to billions of people.</span></p> <p><span>Finally,</span></p> <p><span>It is my firm believe that through strong international cooperation, based on international law and organizations, on the foundation of science and sustainability, and with the participation of governments, businesses, and civil society, we can overcome these challenges.</span></p> <p><span>Ocean affairs are crucial to climate action and they are crucial to feeding the world population. Ocean policies are therefore also crucial to economic development, social progress and a just transition.</span></p> <p><span>The solutions are right in front of us. I am hopeful and optimistic that we can and will put them to work.</span></p> <p><span>I thank you for your attention.</span></p>
20. júní 2022Blá ör til hægriBaráttan eilífa - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 19. júní 2022<div> <p>Fyrir rúmum 90 árum skrifaði Katrín Thoroddsen læknir um rétt kvenna til að ráða sínum eigin líkama og ræddi þar um kynheilbrigði og frjósemisréttindi kvenna: „Vitanlega er það eðlilegast og réttmætast, að konan hafi ákvörðunarréttinn. Hún á mest á hættunni. Það er hún, sem setur heilsu sína og jafnvel líf í hættu um meðgöngutímann og við fæðinguna, og það er hún, sem er bundin yfir barninu á eftir“ – en þetta er einmitt það sem hatrammir andstæðingar sjálfsákvörðunarréttarins vilja ekki viðurkenna. Yfirráðin yfir konum eru þeim efst í huga.</p> <p>Seinustu misserin höfum við séð afturför í kynheilbrigðis- og frjósemisréttindum kvenna víða um heim. Þrengt er að þungunarrofsrétti kvenna og sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin líkama. Þetta bakslag minnir okkur á að baráttan fyrir félagslegu réttlæti er endalaust frelsisstríð. Krafan um kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna er hluti af þeirri baráttu og þó að okkur Íslendingum hafi gengið vel í þeirri baráttu þá er henni hvergi nærri lokið.</p> <p>Alþingi Íslendinga samþykkti fyrir fáum árum ný og framsækin lög um þungunarrof sem voru einn mesti kvenfrelsisáfangi sem við höfum séð á síðari árum og viðurkenning á rétti kvenna til að ráða eigin líkama. Í samfélagi sem tekur slíkar ákvarðanir er betra að vera kona en víðast hvar annars staðar. Samt stöndum við enn frammi fyrir áskorunum. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á í þeim efnum er að takast á við kynbundið ofbeldi og launamun kynjanna.</p> <h3>Öryggi er forsenda jafnréttis</h3> <p>Stundum er sagt að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni séu í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis í samfélaginu. Það er ekki og getur ekki verið eðlilegt ástand að konur á öllum aldri séu ekki öruggar – ekki heima hjá sér eða á vinnustað eða í almannarými. Við vitum öll að öryggi er forsenda þess að geta gert svo margt annað.</p> <p>Það er sláandi staðreynd að heimilisofbeldisbrot voru 1.058 á Íslandi árið 2021. Á árunum 2020 og 2021 var helmingur allra ofbeldisbrota sem kom til kasta lögreglu heimilisofbeldisbrot. Það er önnur sláandi staðreynd að tilkynntum nauðgunum fækkaði um rúm 40% á meðan harðar sóttvarnaráðstafanir voru í gildi og afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaður.</p> <p>Þessar tölur segja sína sögu. Við verðum að geta tryggt öryggi kvenna og barna heima hjá sér og við verðum að geta tryggt það að konur geti farið út að skemmta sér og verið öruggar á sama tíma. Stjórnvöld hafa aukið fjármagn til lögreglunnar til að takast á við þessi brot, fyrir utan að styðja betur við þjónustuúrræði við þolendur ofbeldis. Ráðist hefur verið í vitundarvakningu um ofbeldi og áreitni á djamminu. Forvarnaáætlun um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni fór af stað í grunnskólum landsins í fyrra. Markmiðið er skýrt: að útrýma þeirri samfélagslegu meinsemd sem kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni er.</p> <h3>Baráttan við kynbundinn launamun</h3> Dregið hefur hægt og bítandi úr kynbundnum launamun á undanförnum árum og ekki er óvarlegt að draga þá ályktun að aðgerðir stjórnvalda hafi skilað þeim árangri. Árið 2020 var leiðréttur launamunur kynjanna 4,1% og talið að kynskiptur vinnumarkaður skýri að stóru leyti þann launamun sem enn fyrirfinnst. Starfshópur um endurmat kvennastarfa sem ég skipaði skilaði af sér skýrslu í fyrra og í kjölfarið skipaði ég aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Hlutverk hans er að leggja fram tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum. Það er mín von að þær tillögur færi okkur nær því að leiðrétta þessa skekkju. <p>Þessu tengt er það fagnaðarefni að eftir að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2017 hafa 385 fyrirtæki, stofnanir og aðrir opinberir aðilar innleitt jafnlaunastaðalinn og fengið jafnlaunavottun. Hjá þeim launagreiðendum sem lög um jafnlaunavottun ná til starfa um eitt hundrað þúsund starfsmenn.</p> <p>Meginmarkmiðið er skýrt: Við ætlum að útrýma kynbundnum launamun. Vinna kvenna er engu síður verðmæt en vinna karla. Slíkt kerfislægt misrétti á sér enga réttlætingu á 21. öldinni.</p> <h3>Jafnrétti er fjölþætt</h3> Stjórnvöld hafa lagt æ meiri áherslu á jafnrétti í víðari samhengi. Stór skref voru stigin árið 2018 þegar Alþingi samþykkti hina svokölluðu mismununarlöggjöf: lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem á við utan vinnumarkaðar. Frumvarp mitt um breytingar á þeim lögum sem bætir við fleiri þáttum, meðal annars fötlun og kynhneigð, var samþykkt á Alþingi nú í júní. Þetta er stór áfangi í því að útvíkka jafnréttisbaráttuna og taka tillit til fleiri þátta en kyns þegar við tökumst á við misréttið í samfélaginu. <p>Ekki er hægt að telja upp allt það sem hefur verið gert í þágu jafnréttis í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég hlýt þó að nefna stóra áfanga eins og nýja jafnréttislöggjöf og lengingu fæðingarorlofs þar sem tryggt var að báðir foreldrar nýti sinn hluta orlofsins sem hefur verið ein mikilvægasta jafnréttisaðgerð síðari tíma á Íslandi.</p> <p>Nú um helgina fögnum við og minnumst 19. júní, þess dags þegar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt árið 1915 og fimm árum síðar allar konur á Íslandi. Sá áfangi náðist vegna kvenna sem aldrei gáfust upp í baráttunni. Við fögnum góðum árangri og mikilvægum sigrum í jafnréttisbaráttunni. Um leið missum við ekki sjónar á þeim áföngum sem eftir eru til að fullt jafnrétti náist. Við tökumst á við þær áskoranir saman, samfélaginu öllu til heilla.</p> </div> <p><em>Höfundur er forsætisráðherra.</em></p>
17. júní 2022Blá ör til hægriHátíðarávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2022<p><span>Góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Þjóðhátíðardagur Íslands nálægt miðju sumri er ævinlega gleðidagur. Lýðveldið nálgast áttrætt, en líkt og margir Íslendingar á sama aldri ber það aldurinn vel, er svo blómlegt og unglegt að furðu sætir. </span></p> <p><span>Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg. Ég hugsa enn til þess með þakklæti hversu vel íslenska þjóðin stóð sig í þessari eldraun: heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk skóla, velferðarkerfis, atvinnulífið, landsmenn allir. Í svona erfiðleikum sýnir gott samfélag styrk sinn. </span></p> <p><span>Það er stundum sagt að þegar náttúran sýnir klærnar standi íslenska þjóðin sameinuð þó að þess á milli ríki nágrannaerjur um hina smæstu hluti. Eins og aðrar klisjur er þessi ekki alveg úr lausu lofti gripin. </span></p> <p><span>Því miður tekur þó hver kreppan við af annarri þessi ár. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur haft og mun hafa hrikalegar afleiðingar</span><span>. </span><span>Fáheyrður fjöldi fólks flýr yfir </span><span>til nágrannaríkja og búist er við að yfirvofandi fæðuskortur um víða veröld bitni með mestum þunga á þeim sem minnst hafa. </span></p> <p><span>Áhrif</span><span> stríðsins á</span><span> fólk í Úkraínu eru skelfileg og vegna þess hve nálæg átökin eru sjáum við nú skýrt hvaða afleiðingar hernaður og styrjaldir hafa. Á bak við fréttir um hermenn, fallbyssur, skriðdreka og eldflaugar er líf venjulegs fólks, eyðilögð heimili, hungur og ástvinamissir.</span></p> <p><span>Stuðningur íslenskra stjórnvalda við Úkraínu er afdráttarlaus og við höfum komið honum skýrt á framfæri, bæði í orði og verki. Nú þegar hafa komið hingað til lands tæplega 1200 Úkraínumenn og er mikilvægt að taka vel á móti þeim sem og öðru flóttafólki. </span></p> <p><span>Þá er rætt um</span><span> að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál</span><span> sín og auðvitað</span><span> er það viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma</span><span>. Sú</span><span> vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á seinni hluta þessa árs. </span></p> <p><span>Í þessu ölduróti hefur utanríkisstefna Íslands verið skýr.</span><span> </span><span>Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki</span><span> </span><span>á vettvangi alþjóðastofnana.</span><span> </span><span>Sem traustur og áreiðanlegur þátttakandi í alþjóðakerfinu er Ísland öðru fremur málsvari mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Og hér eftir sem hingað til notum við rödd okkar til að tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna, fyrir umhverfis- og loftslagsmálum, og fyrir friði og afvopnun. </span></p> <p><span>Síðastnefnt er ekki síst mikilvægt nú þegar </span><span>mörg</span><span> ríki heims </span><span>auka </span><span>útgjöld til </span><span>her</span><span>mála. Einmitt við þær aðstæður er afar brýnt að afvopnu</span><span>n verði</span><span> áfram í forgrunni, að veröldin ani ekki út í nýtt vígbúnaðarkapphlaup</span><span> með tilheyrandi hörmungum</span><span>, og komið sé böndum á hernaðarviðbúnað með gagnkvæmum samningum sem auka gegnsæi og traust</span><span>, alveg eins og hyggnir þjóðarleiðtogar gerðu á efstu dögum kalda stríðsins</span><span>. Í Gerplu Halldórs Laxness segir </span><span>norskur bóndi</span><span> við Þormóð Kolbrúnarskáld: „Í styrjöld munu þeir einir miður hafa, er trúa stáli.“ </span></p> <p><span>Fámennar og friðsamar þjóðir eins og Ísland eru í engri stöðu til að hafa betur í hernaðarátökum og ógnir þessa stríðs fyrir okkur eru enda af öðrum toga en þeirra sem nær þeim búa. Þetta stríð ógnar friði og öryggi allra og brýtur gegn alþjóðalögum og rétti. En þar fyrir utan er ljóst að Evrópu stafar veruleg ógn af efnahagslegum áhrifum stríðsins. Meðal annars vegna hækkana á olíu og gasi og ekki síður vegna hættunnar á matarskorti. Við sjáum reyndar fram á alvarlega kreppu í matvælaframleiðslu heimsins. Afleiðingar þessa sjáum við birtast í verðbólgu og verulegri hættu á efnahagssamdrætti sem skapar kjörlendi fyrir lýðskrumara sem jafnan hafa á reiðum höndum einföld svör við flóknum spurningum. </span></p> <p><span>Það er mikilvægt að við horfumst í augu við að orka, matur og vatn og eftir atvikum land fela í sér mikilvægar pólitískar áskoranir fyrir okkur Íslendinga.</span></p> <p><span>Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við ýmis álitamál þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði íslensks almennings samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum. </span></p> <p><span>Það skiptir líka máli að tryggja hið dýrmæta jafnvægi milli verndar og nýtingar. </span><span>Áfram eigum við að </span><span>vinna eftir</span><span> fagleg</span><span>u</span><span> ferli í mati á virkjanakostum í gegnum rammaáætlun</span><span>,</span><span> </span><span>sem stuðlar að hinu mikilvæga jafnvægi verndar og nýtingar og </span><span>halda því til haga að </span><span>vernd skilar okkar samfélagi ómetanlegum gæðum sem verða æ eftirsóknarverðari í heiminum á</span><span> 21. öldinni</span><span> – þar sem ósnortin náttúra verður æ fágætari.</span><span> </span></p> <p><span>Við þurfum líka að </span><span>marka ramm</span><span>a</span><span> utan um það hvernig arðurinn af nýrri auðlind –</span><span> beislun vindorkunnar</span><span> – renni til samfélagsins. Þar þurfum við að skrifa leikreglurnar </span><span>nú þegar,</span><span> því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land</span><span> sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar</span><span>. </span></p> <p><span>Áður en lengra er haldið þarf að ná samfélagslegri sátt um arðinn – og ekki síður marka stefnu um </span><span>hvar sé æskilegt að byggja upp </span><span>vindorku. Víða erlendis hefur uppbyggingunni verið beint út á haf og við eigum að </span><span>horfa til þess</span><span> því vindorkan hefur sannarlega áhrif á landslagið – </span><span>hin</span><span> ósnortnu víðe</span><span>r</span><span>ni – og þ</span><span>ví</span><span> er mikilvægt að </span><span>hafa </span><span>skýra sýn á</span><span> </span><span>það hvar </span><span>nýting hennar</span><span> </span><span>á heima og hvar ekki.</span></p> <p><span>Við eigum ómæld tækifæri til að efla hér matvælaframleiðslu þannig að við verðum í auknum mæli sjálfum okkur nóg. En </span><span>um </span><span>leið </span><span>stuðla </span><span>að markmiðum okkar í loftslagsmálum</span><span> og auka fæðuöryggi</span><span>. Við getum kallað það réttlát umskipti í landbúnaði og sjávarútvegi</span><span> sem geta</span><span> skipt sköpum um </span><span>hver lífsskilyrði komandi kynslóða verða í landinu</span><span>.</span></p> <p><span>Eignarhald á landi er lykilatriði þegar kemur að þessari auðlind. Þar skiptir máli eignarhald almennings á þjóðlendunum</span><span> sem við eigum saman og sú staðreynd að fyrir tveimur árum voru sett </span><span>ný lög sem koma í veg fyrir samþjöppun lands á of fáar hendur.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn</span></p> <p><span>Þó að heimurinn sé harður er margt jákvætt að gerast á Íslandi og okkur farnast vel.</span><span> Niðurstöður </span><span>lífskjararannsóknar Hagstofunnar fyrir á</span><span>rin </span><span>2019</span><span> til </span><span>2021</span><span> sýna að hlutfall </span><span>heimila sem eiga erfitt með að láta enda ná saman hefur aldrei </span><span>mælst lægra</span><span> og færri </span><span>telja </span><span>byrði húsnæðiskostnaðar þungan. Hlutfall heimila sem segjast búa við efnislegan skort er nálægt sögulegu lágmarki og aldrei hafa færri heimili sagst eiga í erfiðleikum með að mæta óvæntum útgjöldum. </span></p> <p><span>Þessar tölur segja sitt, þær skipta máli og sýna góðan árangur hinnar félagslegu efnahagsstefnu. En þær segja ekki alla söguna. Við setjum húsnæðismál í forgang enda eitt stærsta kjaramál heimilanna og þar er stærsta verkefnið að tryggja aukið húsnæðisöryggi. Gott samstarf ríkis og sveitarfélaga hefur hér mikla þýðingu. Aukið framboð á húsnæði ásamt öflugri aðstoð, ekki síst við þau sem eru á leigumarkaði, ræður miklu um lífsafkomu þeirra fjölskyldna sem búa við hvað lökust kjör í landinu.</span></p> <p><span>Aukin umsvif efnahagslífsins í kjölfar Covid eru jákvæð en auka hættuna á ofþenslu samhliða aukinni óvissu og versnandi verðbólguhorfum bæði hér heima og alþjóðlega. Þar valda mestu stríðsátökin í Úkraínu sem hafa áhrif á aðfangakeðjur og hrávöru- og orkuverð um víða veröld. Við erum í góðri stöðu til að mæta þessum áskorunum, </span><span>erum til að mynda ekki eins háð innfluttri orku eins og fjölmargar þjóðir Evrópu</span><span>. </span></p> <p><span>Stoðum undir atvinnu- og efnahagslíf hefur verið fjölgað og þær styrktar á undanförnum árum. Hugverkageirinn er hin nýja stoð útflutnings á Íslandi. Þar eru sóknarfærin óteljandi enda byggist iðnaðurinn einvörðungu á nýtingu þeirrar auðlindar sem óþrjótandi má teljast – hugvitinu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á að styðja við þessa þróun sem og lagt fram skýra stefnumörkun þegar kemur að tæknibreytingum. Framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingagreina hafa ríflega tvöfaldast frá árinu 2017 og enn er gert ráð fyrir aukningu til þessar mála á næstu árum. Árangurinn af þessu má sjá í því að útflutningstekjur úr hugvits- og tæknigreinum hafa stóraukist á síðustu árum og voru í fyrra tvöfalt meiri en á árinu 2014. </span></p> <p><span>Loftslagsváin er marglaga vandamál sem ekki verður leyst nema með margs konar lausnum og aðkomu samfélagsins alls. Rannsóknir vísindamanna sýna okkur að staðan er grafalvarleg og neyðarástand blasir við ef ríki heims taka ekki höndum saman um árangursríkar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Við munum ekki ein leysa loftslagsvanda heimsins en á okkur hvílir rík skylda til að gera okkar besta – engin þjóð, fámenn eða fjölmenn, getur skilað auðu eða setið hjá. </span></p> <p><span>Ég tel hins vegar fulla ástæðu til að vera bjartsýn. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið, raunhæfar áætlanir og lagt fram fjármagn til að fylgja þeim eftir. Sá metnaður og áhugi sem ég finn í samfélaginu öllu er áþreifanlegur, almenningur og atvinnulíf leita stöðugt nýrra og skapandi lausna til að draga úr losun sem skila oft líka betri lífsgæðum og aukinni hagkvæmni.&nbsp; </span></p> <p><span>Kosið var til sveitarstjórna nú í vor. Gjarnan hefði ég viljað heyra meiri umræðu um leikskóla og grunnskóla í aðdraganda þeirra enda stærsti og mikilvægasti málaflokkur sveitarfélaganna. Skólakerfið er án vafa eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við eigum. Í skólanum koma börn saman með ólíkan bakgrunn og mynda samfélag með kennurum og öðru starfsfólki. Þar koma saman kennarar, nýir og gamlir, og byggja upp og undirbúa nýjar kynslóðir sem erfa munu landið. Skólinn er staður þekkingar og menntunar, en líka griðastaður, staðurinn sem öðrum fremur getur tryggt jöfn tækifæri þar sem hæfileikar allra fá notið sín. Það er mikilvægt að standa vörð um þennan stað – skólann og leikskólann sem er hjarta hvers samfélags. Aðbúnaður og menntun barna segir allt um það hvernig og hversu mikils hvert samfélag metur framtíðina. Hamingjusöm og glöð börn eru von og fyrirheit um bjarta framtíð.</span></p> <p><span>Ein af grunnstoðum aðalnámskrár grunnskóla er lýðræði og mannréttindi en allir nemendur eiga að öðlast skilning og þekkingu á þessum hugtökum. Segja má að þessi þráður liggi í gegnum allt samfélag okkar og er ein forsenda þess að á alþjóðavettvangi höfum við stillt okkur upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis. Það er engin vanþörf á. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja og við verðum stöðugt að halda vöku okkar – lýðræðið getur horfið á einni svipstundu – jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag er lýðveldið Ísland 78 ára. Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.</span></p> <p><span><br /> Góðir Íslendingar! Til hamingju með þjóðhátíðardaginn!</span></p>
30. maí 2022Blá ör til hægriAðgerðir sem skila árangri - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu 26. maí 2022<p>Á skömmum tíma hafa þær efna­hags­legu á­skoranir sem við stöndum frammi fyrir tekið stakka­skiptum. Eftir að hafa glímt við sam­drátt og at­vinnu­leysi í kjöl­far heims­far­aldurs þar sem sam­eigin­legir sjóðir voru notaðir í ríkum mæli til að halda uppi gang­verki efna­hags­lífsins hefur verk­efnið breyst yfir í að takast á við þenslu og verð­bólgu með til­heyrandi vaxta­hækkunum.</p> <p>Þessi staða er ekki sér­ís­lensk og ó­vissa vegna stríðs­á­taka í Úkraínu og á­hrif á að­fanga­keðjur, hrá­vöru- og orku­verð eru víða um­tals­vert meiri en hér á landi. Um margt erum við í góðri stöðu og vel í stakk búin til þess að takast á við þessar á­skoranir. Reynsla síðustu tveggja ára sýnir okkur hversu árangurs­ríkt það var að beita ríkis­fjár­málunum með skyn­sömum hætti til að verja störf og tryggja af­komu heimila og fyrir­tækja.</p> <p>Þetta sjáum við meðal annars í því að störfum fjölgar og at­vinnu­leysi minnkar hratt, kaup­máttur hefur farið vaxandi, skulda­staðan er góð og fjár­hags­erfið­leikar og van­skil hafa til þessa ekki aukist. Við nú­verandi að­stæður skiptir máli að ríkis­fjár­málin og peninga­mála­stefnan togi í sömu átt en við vitum líka að það er nauð­syn­legt að horfa ekki bara á hinar stóru hag­tölur sem gefa okkur al­mennar vís­bendingar um þróunina heldur þarf að rýna í stöðu og á­hrif á mis­munandi hópa og mögu­leika þeirra til þess að bregðast við.</p> <p>Við vitum að staða leigj­enda er al­mennt þrengri en þeirra sem búa í eigin hús­næði, kaup­máttur þeirra sem byggja af­komu sína á líf­eyri al­manna­trygginga hefur ekki aukist með sama hætti og þeirra sem eru á vinnu­markaði og að á­hrif hækkandi verð­lags eru mikil á barna­fjöl­skyldur með lægri tekjur og þunga fram­færslu. Stjórn­völd hafa nú þegar gripið til að­gerða til að styðja betur við þessa hópa sem hafa lítið svig­rúm til að mæta nú­verandi að­stæðum og verja þá fyrir verð­bólgunni, með hækkun á líf­eyri al­manna­trygginga, hús­næðis­bótum og sér­stökum barna­bóta­auka.</p> <p>Staðan á hús­næðis­markaði er þung og verð­hækkanir miklar en við sjáum skýr merki um já­kvæð á­hrif af þeim fé­lags­legu að­gerðum á sviði hús­næðis­mála sem ráðist hefur verið í á undan­förnum árum. Upp­bygging í al­menna í­búða­kerfinu hefur til að mynda lækkað hús­næðis­kostnað og aukið hús­næðis­öryggi tekju­lægri leigj­enda sem eru í hvað verstri stöðu á hús­næðis­markaði. Á þessari reynslu þarf að byggja.</p> <p>Á dögunum kynntum við hug­myndir um stór­á­tak í hús­næðis­málum. Ríkis­stjórnin ætlar í sam­starfi við sveitar­fé­lögin að tryggja upp­byggingu á í­búðar­hús­næði til lengri tíma þar sem ríki og sveitar­fé­lög leggja sitt af mörkum í gegnum stofn­fram­lög og stuðning við inn­viði, lóða­fram­boð og skipu­lagningu. Mark­miðið er nægt fram­boð af í­búðar­hús­næði fyrir alla hópa sem tryggir hús­næðis­öryggi og að sem fæstir – og helst enginn – búi við í­þyngjandi hús­næðis­kostnað. Þetta mun einnig draga úr sveiflum á hús­næðis­markaði og að hús­næðis­verð verði sá drif­kraftur verð­bólgunnar sem við höfum séð undan­farið og raunar oft áður.</p> <p>Allt miðar þetta að því að bæta lífs­gæði, tryggja vel­ferð og auka jöfnuð, bæði í upp- og niður­sveiflum.</p>
09. maí 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Volodymýr Zelenskí, forseta Úkraínu, við sérstaka athöfn á Alþingi 6. maí 2022<p><span>Mr. President, Dear Icelanders, Dear Ukrainians.</span></p> <p>Dear Volodymýr: I want to thank you for your powerful and moving words. You truly embody an unbroken spirit of a nation that is under existential threat due to an unprovoked, brutal aggression. The Icelandic parliament, the Althing, has from the beginning been united in condemning in the strongest possible terms the Russian invasion of your country as a grave violation of international law and as a morally unjustified invasion of a democratic sovereign state.</p> <p><span>A</span><span>bove all, it is an assault on ordinary Ukrainian people—their daily lives, their fundamental security, their hopes for the future. How different individual Ukrainian life stories could have been, if a devastating war machine had not intervened to wreak havoc on people’s lives and to destroy what was and what could be. Reckless threats to use nuclear weapons is a stark reminder </span><span>of the existential threat they pose, underscoring the implications of this war for humanity as a whole.&nbsp; </span></p> <p><span>Mr. President: </span><span>Your words challenge us to resist manufactured war narratives and to offer unreserved solidarity with Ukraine. I can assure you that the Icelandic government is prepared to do everything in its power to help the Ukrainian people during this time of exceptional need. We are resolutely part of the broad international alliance supporting Ukraine. As a non-armed country, Iceland’s support has been civilian in nature. We have primarily provided humanitarian and economic assistance and pledged to do more. Yesterday, we announced close to a doubling of Iceland’s monetary contribution to Ukraine. </span></p> <p><span>We have opened our doors to Ukrainian refugees. As of last week, around one thousand Ukrainians fleeing the war have been warmly welcomed in Iceland.</span><span> In this effort, we have witnessed the outpouring of support from the Icelandic people and civil society</span><span>—</span><span>and I want to convey my thanks to Icelanders for their dedication.</span></p> <p>On the international stage—whether at the UN, in NATO, in the Nordic family or elsewhere —we have spoken up for Ukraine and we remain fully aligned with the EU sanction regime, putting pressure on Russia to stop this illegal war. </p> <p>Given the widespread human rights abuses, this war has generated, we have pushed for investigations of war crimes. It is imperative that we bring to justice those who have perpetrated sexual violence in Ukraine. It is an example of how the war impacts women and men differently. We have to pay special attention to those women and girls who have been raped, tortured and trafficked. Iceland is prepared to do its part to assist victims of gender-based violence.</p> <p>Volodymýr: As you said in your powerful speech, Icelanders and other Nordic people have had deep relations with Kiev as evidenced by Viking settlement artifacts found there, which date back to the 10th<sup> </sup>century. We have a long common history. Having become sovereign just a little more than century ago, Icelanders also know what independence really means for a nation’s development, possibilities, and dignity.</p> <p>Our thoughts are with you, our thoughts the Ukrainian people—our duties are to you. At this perilous moment, when Ukrainians are fighting for their lives, we solidarize with you and support you—in the name of freedom, humanity, and peace.</p>
06. maí 2022Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu í Varsjá 5. maí 2022<p>Prime Minister Morawiecki, Prime Minister Andersson, Prime Minister Shmyhal, </p> <p>Commission President Von der Leyen and EU Council President Michel,</p> <p>Dear colleagues and friends.</p> <p>Iceland stands in full solidarity with Ukraine in the face of Russia´s ongoing brutal military aggression. The Icelandic people stand with the Ukrainian people.</p> <p>The people who thought on the 24<sup>th</sup> of February that they were going on with their daily lives, work, family, friends.</p> <p>People who want to live in a world where we respect humanity and human rights, where we solve our disputes with dialogue – not war.</p> <p>As we have heard today there is no end to the horrors of war, death, and destruction.</p> <p>We are facing unprecedented humanitarian crisis with more than 12 million people in the urgent need of humanitarian aid.</p> <p>Allow me to pay my respects to the people of the neighboring countries of Ukraine, including and not least to our Polish hosts, for their warmth and unwavering commitment to assist their Ukrainian neighbors.</p> <p>Iceland is resolutely a part of the broad international alliance to assist Ukraine. So far, my Government has contributed roughly half a billion Icelandic kronas to humanitarian efforts, equivalent to 4,2 million euros.</p> <p>We have allocated funds to international organizations in the region not forgetting various local civil society efforts where the Icelandic public has expressed its strong support.</p> <p>We have opened our doors to refugees. As of last week, around one thousand Ukrainians fleeing the war have been warmly welcomed in Iceland.</p> <p>Icelandic authorities have placed a special focus on assisting individuals and families of&nbsp;vulnerable refugee groups including disabled children, and sick and injured and their close relatives, including those hosted in Moldova.</p> <p>We need to pay special attention to the fact that the war is impacting women and men differently, not to mention the huge rise in conflict-related sexual violence and human trafficking.</p> <p>Today, I am announcing the pledge of additional 425 million Icelandic kronas, the equivalent of 3 million euros, thereby almost doubling the total amount from Iceland allocated to humanitarian and economic aid for Ukraine. </p> <p> With this pledge, Iceland´s current contribution stands at 1 billion Icelandic kronas, the equivalent of 7,2 million euros.</p> <p>The amount will be channeled to different international humanitarian organizations, further humanitarian and economic aid, and to the World Banks Trust Fund for Ukraine. </p>
15. mars 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í aðalumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York 15. mars 2022<p><span>66th Session of the Commission on the Status of Women, 15 March 2022</span></p> <p><span>Statement by H.E. Ms. Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland</span></p> <p>Honorable chair.</p> <p>Iceland applauds this year’s priority theme and the opportunity to discuss the intersection of two of my government’s top priorities, achieving gender equality and combating climate change.</p> <p>Iceland has ambitious action plans to reach these goals and has made good progress along the way. We are happy to share our insights, and we are also here to learn. </p> <p>We recognize that Iceland’s Climate Action Plan will have a significant socio-economic impact. Therefore, we must run gender impact assessments before implementing the plan and its action.</p> <p>Ideally, all actions should meet our social justice and gender equality goals, and meet the Sustainable Development Goals.</p> <p>Throughout centuries, Iceland has benefitted in many ways from being an island. The vast oceans have sheltered us and surrounded with ample fishing grounds. With climate change, we have not been spared the effects, we see them for example in the receding of our glaciers and acidification of our oceans.</p> <p>No country is an island when it comes to the effects of the climate crisis. Our future is dependent on one another, our destiny is universal.</p> <p>Similarly, the fight for gender equality is universal. And now, it has become integrally linked to the climate crisis.</p> <p>Women and girls are visibly disproportionately affected by climate change in areas suffering through droughts, land erosion and extreme weather. The consequences for women are both economic and social, challenging our progress towards many of the sustainable development goals.</p> <p>The climate crisis has exacerbated instability and inequality, causing poverty and displacement. Access to education and health is affected, including sexual and reproductive health services to women and girls.</p> <p>Iceland is one of the leaders of the Generation Equality Forum’s Action Coalition on Gender-Based Violence. I would like to address the surge in gender-based violence during world-wide crises, as we have seen throughout the COVID-19 pandemic.</p> <p>The climate crisis is already having destabilizing effects on peace and security. When people are displaced, women and girls are inherently subjected to vulnerable situations and are therefore under greater threat of gender-based violence.</p> <p>This is now tragically on display in Ukraine because of Russia´s horrendous invasion. More than a million people have already fled their homes to seek shelter in the neighboring countries, and millions will follow.</p> <p>Ukrainians fleeing the horrors have been met with sympathy and support, and I commend every country and every person who has contributed to this humanitarian effort. Still, grim experience sadly tells us that such mass displacement of persons can lead to massive violence against women and girls.</p> <p>As we see more migration due to the climate crisis and outright war, we must prevent another “shadow-pandemic” of gender-based violence, as we have seen recently with the “shadow-pandemic” of gender-based violence during COVID-19.</p> <p>Honorable Chair,</p> <p>When discussing the future –these two enormous topics, social justice and the health of our planet, topics that will affect every facet of people’s lives throughout the next years and decades – we must include young people.</p> <p>Young people have shown, with inspirational examples, that they are amazingly capable of mobilizing one another, and, in many cases, they are the best advocates of a more equitable and sustainable future –their own future. They are also fantastic at holding us – especially those in power – accountable, expecting less talk, and more action.</p> <p>Women must play a key role in highlighting the impacts of climate change. There are many remarkable women at the forefront of this crucial discussion; activists, human rights defenders, scientists, policy makers and politicians.</p> <p>We need more women to lead the way, we need more women at the table where big, impactful decisions are made. I am in no doubt that the world would be a better place with more women in the lead.</p> <p>The climate crisis is not just an environmental issue, it is also an enormous social justice issue and an economic issue. We must use this opportunity in fighting the effects of climate change and creating a more sustainable planet, to also create more just and equal societies all around the globe.</p> <p>This way, both planet and people will have a double benefit, which will hopefully lead all of us into a brighter and better future.</p>
14. mars 2022Blá ör til hægriMikilvæg verkefni fram undan - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 10. mars 2022<div> <p>Við stöndum á tímamótum. Árásarstríð Rússa í Úkraínu mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á alþjóðavettvangi, fyrir utan þær skelfilegu afleiðingar sem það hefur fyrir fólkið í Úkraínu, daglegt líf þess, drauma og framtíð. Íslensk stjórnvöld hafa tekið skýra afstöðu, við fordæmum þennan hernað og krefjumst þess að Rússar stöðvi hann nú þegar. En ekki aðeins eru stríðsátökin skelfileg heldur geta þau haft efnahagsleg og samfélagsleg áhrif um allan heim og þar er Ísland ekki undanskilið. Við höfum einnig opnað dyr okkar og bjóðum flóttafólk frá Úkraínu velkomið. Við munum öll taka höndum saman til að það geti tekist sem best.</p> <p>Á sama tíma og það eru miklir óvissutímar í heimsmálum sjáum við loks út úr kófinu. Sóttvarnaráðstöfunum hefur verið aflétt. Við höfum borið gæfu til að hafa tekið góðar ákvarðanir í faraldrinum; treyst á vísindin og stutt við almenning og atvinnulíf með markvissum aðgerðum. Allt hefur þetta skilað því að Ísland hefur staðið framarlega í baráttunni við veiruna þegar kemur að sóttvörnum. Samstarf stjórnvalda og þess öfluga fagfólks sem hefur verið í brúnni þegar kemur að sóttvarnaráðstöfunum hefur verið með miklum ágætum.</p> <p>Mótvægisaðgerðir sem ráðist hefur verið í, efnahags- og samfélagslegar, hafa reynst vel, efnahagslífið hefur nú tekið við sér og nú er svo komið að við höfum endurheimt þann fjölda starfa sem töpuðust í faraldrinum, þótt það séu ekki endilega sömu störf.</p> <p>Nú blasa önnur verkefni við. Meðal þeirra er félagsleg uppbygging að loknum faraldrinum. Undanfarin tvö ár höfum við beitt ríkissjóði af fullum þunga til að viðhalda atvinnustigi í landinu og tryggja afkomu fólksins í landinu. Núna þurfum við að nýta okkar sameiginlegu sjóði til að tryggja hina félagslegu uppbyggingu.</p> <p>Stærsta forgangsmálið er að taka utan um samfélagið, börnin okkar, fólkið sem hefur staðið í ströngu undanfarin tvö ár og viðkvæma hópa. Við þurfum að hlúa að andlegri heilsu og tryggja félagslega velferð. Við þurfum að hugsa um skólana og styðja við kennara, annað starfsfólk og nemendur á öllum skólastigum. Mörg hafa gengið í gegnum erfiða tíma í þessum heimsfaraldri og jafnvel lokað sig af sjálfviljug – nú, þegar við opnum samfélagið, þurfum við að styðja hvert annað í gegnum þá opnun.</p> <p>Enn eru um 10.500 manns án atvinnu og þar af hafa tæplega 3.600 verið atvinnulaus lengur en heilt ár. Það þarf að styðja þennan hóp, gefa fólki tækifæri til að byggja sig upp til nýrra starfa og taka þátt á breyttum vinnumarkaði.</p> <h3>Fleiri verkefni bíða</h3> Uppbygging eftir covid er ekki eina stóra verkefnið fram undan. Ég vil nefna hið mikilvæga verkefni að endurskoða örorkukerfið. Endurskoðunin á að skila gagnsærra og réttlátara kerfi sem tryggir bætt lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu með sérstakri áherslu á að bæta kjör þeirra sem lakast standa. <p>Geðheilbrigðismálin eru annað verkefni sem bíður okkar, bæði að tryggja nauðsynlega þjónusta fyrir þau sem glíma við andleg veikindi en einnig að skapa samfélag sem stuðlar að andlegri heilsu allra og jafnvægi. Ótal þættir skipta þar máli, til dæmis að tryggja afkomu fólks, húsnæðisöryggi, halda áfram að draga úr kostnaði fólks við læknisþjónustu, tryggja ungum fjölskyldum leikskólavist strax að loknu fæðingarorlofi, aðgang að heilnæmu umhverfi og tækifæri til fjölbreyttrar menntunar og félagslífs. Velsældarmarkmiðin sem við höfum innleitt í áætlanagerð ríkisins snúast um þetta – að efla velsæld fólks og efla þannig andlega heilsu.</p> <h3>Átak í húsnæðismálum</h3> Áhersla okkar í efnahagsaðgerðum sem gripið var til í faraldrinum var að verja atvinnu og afkomu fólks. Viðfangsefnin sem nú eru framundan í efnahagsmálum eru annars eðlis. Vextir hafa hækkað aftur eftir lækkun þeirra sem viðbragð við minni umsvifum í hagkerfinu og eru nú svipaðir og þeir voru áður en faraldurinn kom til sögunnar. Framundan eru kjaraviðræður flestra hópa og ríkisstjórnin hefur þegar hafið undirbúning að samtali við aðila vinnumarkaðararins um ýmis efnahags- og félagsmál í aðdraganda þeirra á vettvangi þjóðhagsráðs. <p>Við unnum markvisst að því að bæta húsnæðismálin á síðasta kjörtímabili með stórauknum félagslegum áherslum eins og stofnframlögum til byggingar félagslegra leiguíbúða og hlutdeildarlánum til fyrstu kaupenda. Þó að sjaldan hafi verið byggðar fleiri íbúðir en á undanförnum tveimur árum er ljóst að enn vantar talsvert upp á til að mæta uppsafnaðri og fyrirséðri húsnæðisþörf næstu ára.</p> <p>Þess vegna höfum við endurnýjað samstarf sem leiddi til 40 mikilvægra aðgerða í húsnæðismálum á síðasta kjörtímabili. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu enda hefur samstarf þessara aðila skilað okkur miklum árangri. Stóra markmiðið er að tryggja öllum öruggt þak yfir höfuðið og viðráðanlegan húsnæðiskostnað og bæta þannig lífskjör fólksins í landinu. Við þurfum að tryggja stöðugleika og hugsa til langs tíma í þessum málum.</p> <h3>Orka í þágu íslensks almennings</h3> Áfram verður eitt stærsta verkefnið okkar að ráðast í aðgerðir til að ná metnaðarfullum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi. Orkuskipti í öllum geirum á Íslandi standa fyrir dyrum og undanfarið hefur umræða verið hávær um hvaðan orkan eigi að koma. Þegar kemur að frekari öflun orku er ljóst að það er okkar frumskylda að ljúka orkuskiptum hér á Íslandi í öllum geirum íslensks samfélags. Næsta skref í vegferð okkar í átt að orkuskiptum er kortlagning á raunverulegri orkuþörf og orkuframleiðslu hér á landi sem þegar er hafin á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. <p>Ísland er auðlindaríkt land og líkt og gildir um aðrar auðlindir er orkuauðlindin og yfirráð yfir henni hluti af fullveldi Íslands. Því skulum við aldrei gleyma. Þegar við tökum ákvörðun um forgangsröðun þá hlýtur okkar forgangsmál að vera innlend orkuskipti, sem eru lykilatriði til að bæta lífsgæði allra landsmanna. Slík forgangsröðun endurspeglar skýra stefnu í þágu almannahagsmuna.</p> <p>Verkefnin framundan eru sannarlega mikil og krefjandi. Þar getur þróun á alþjóðavettvangi haft mikil áhrif. Við munum takast á við þau með jöfnuð og hag almennings að leiðarljósi.</p> </div> <p><em>Höfundur er forsætisráðherra.</em></p>
09. mars 2022Blá ör til hægriBaráttan sem breytir heiminum - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu 8. mars 2022<p>Í dag fögnum við alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við erum á leið út úr heimsfaraldri þar sem við sáum kvennastéttir lyfta grettistaki innan heilbrigðiskerfisins, víða jókst heimilisofbeldi vegna innilokunar og takmarkana og vinnumarkaðurinn breyttist með aukinni fjarvinnu og ólíkum áhrifum á karla og konur.</p> <p>Hér á Íslandi sáum við líka þá breytingu að tilkynntum nauðgunum fækkaði vegna samkomutakmarkana – árið 2020 fækkaði þeim um 43%. Hvernig við skemmtum okkur hefur gríðarleg áhrif á öryggi kvenna – og þess vegna hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að ráðast í sérstakt átaksverkefni til að koma í veg fyrir að þessum glæpum fjölgi aftur þegar djammið hefst á ný.</p> <p>Á sama tíma er um helmingur tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldi. Frá því að verklagi í heimilisofbeldisbrotamálum var breytt 2014 hefur hlutfallið farið úr 20% í tæpan helming af öllum ofbeldisbrotum sem rata til lögreglu. Það tengist breyttum skilgreiningum, breyttri skráningu, breyttu verklagi þar sem málin eru rannsökuð strax og félagsþjónustan aðstoðar þolendur strax á vettvangi. Þessi mál eru í mikilli deiglu. Hins vegar er það ein af þeim þversögnum sem við þurfum að takast á við að Ísland sé best í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna – og um leið sé heimilisofbeldi jafn útbreitt vandamál og raun ber vitni. En um leið er ljóst að breytt verklag hefur skilað vandanum upp á yfirborðið og þá getum við miklu betur tekist á við hann.</p> <p>Árangur í jafnréttismálum á Íslandi, hvort sem er í leikskólamálum, fæðingarorlofi, kynbundnum launamun eða kynbundu ofbeldi má fyrst og fremst rekja til samstöðu kvenna og kvennahreyfingar sem hefur barist fyrir og náð fram mikilvægum kerfislægum umbótum í samfélagi okkar. Sú barátta hefur skilað fleiri konum til forystu og breyttum áherslum við mótun samfélagsins. Við baráttukonur dagsins í dag vil ég segja: Takk fyrir að berjast, takk fyrir að stíga fram, takk fyrir að standa saman og styðja hver aðra, takk fyrir að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.</p>
03. mars 2022Blá ör til hægriErindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í Brussel 3. mars 2022<p><strong>International Women‘s Day</strong></p> <p><strong>Theme: An ambitious future for Europe‘s women after COVID-19: mental load, gender equality in teleworking and unpaid care work after the pandemic.</strong></p> Thank you Robert, distinguished members of the Committee, colleagues, friends. <p>I would like to start by thanking you for the invitation and for this timely discussion.</p> <p>Before starting my formal address, allow me to join other speakers and express my <em>sincere support</em> for Ukraine, and my <em>deepest sympathy</em> for those who have lost their lives, their families and loved ones.</p> <p>It is tragic beyond words, that the horrors of war have returned to Europe.&nbsp; </p> <p>Iceland condemns in the strongest possible terms Russia´s invasion into Ukraine. </p> <p>I commend the broad international solidarity that has emerged - we must continue to put pressure on the Putin regime to immediately stop this war. </p> <p>This military aggression – like every other – is essentially an attack on ordinary people, on innocent men, women, and children. </p> <p>Our thoughts are with the ordinary citizens of Ukraine – our duties are towards them. </p> <p>And because we are talking about gender equality today it is very important that gender equality should always be on our agenda, even at times of war. We should think about gender equality and let´s not forget that peace which is really the pre-condition of every progress we can make is essentially connected to gender equality. I think the world would be a more peaceful place if we had more women in the lead, I have no doubt that.&nbsp; More women in the lead, that should be our common goal here.</p> <p>COVID-19 has engulfed our societies for the past two years. We have dealt with the global health crisis as well as the social and economic crisis. The effects of the pandemic have been different for women and men, impacting gender equality; furthering pre-existing inequalities and highlighting among other things what we have known for a long time but have not been able to address in any serious way: </p> <p>That the inequalities that women face in the labor market and in relation to their daily lives are multi-layered and reach far beyond the well-known pay-gap discussion. These include unpaid care work, carrying the mental load, having less savings and fewer benefits. </p> <p>When the pandemic forced us to work from home we saw that most of the people who were not able to do so were women working in caring. We also saw many of the women who did work remotely increase their burden of unpaid work in the home. </p> <p>Today´s discussion is only a part of the beginning of continued conversations and analysis, and I give my praise to this committee for the initiative. As we start to build back up after the pandemic, let us realize the opportunity we have to make changes towards greater gender equality. We need to address how care work, paid and unpaid, relates to the fundamental changes that are happening to the way we live and work. And we must adopt policies that ensure a just future of work for all genders. </p> <p>Now, you have spoken very nicely about Iceland and gender equality, but I can assure you that gender equality in Iceland does not come from nowhere. We have a long history, we have a very strong tradition of women who have fought for every step in gender equality. Nothing has happened by itself, everything has happened because of women´s solidarity making those steps.</p> <p>And because I have a background in literature, I like to refer to literature and actually my speciality is crime fiction, but Icelanders are more famous for their medieval Sagas and interestingly they are full of female characters who refuse to be dominated. </p> <p>One such is Þórhildur, the poet from Njáls saga, who is married to a chieftain and warrior but is said to be very “difficult”. Have you heard that one before? The difficulty is that she keeps making jokes and this finally leads to their divorce when she composes a two-line satirical poem about her husband´s habit of staring at teenage girls in other people´s weddings. His stated reason for the divorce is that he cannot <em>stand</em> the constant comedy. Neither the author nor the other characters approve of his behavior although, like many men in our age, he gets away with it. Þórhildur was well rid off him.&nbsp;</p> <p>And this is actually the long thread of the fight for gender equality which we have in Iceland. And presumably you all have these characters in your culture and they have had a strong impression on Icelandic women. </p> <p>I was born in 1976. The year before I was born we had what was called a “Women´s Day Off” or “Kvennafrí” in Icelandic. Around 90% of women in Iceland went on strike in 1975. They just walked out of their working places. &nbsp;And this we did again in 1985, 2005, 2010, 2016 and 2108. We leave work the minute we stopped getting paid, compared to the men, illustrating the gender pay gap in a symbolic way.</p> <p>We have seen the gender pay-gap diminishing in the last years in Iceland but it hasn´t happened by itself. It has happened because of women´s solidarity. When I grew up we had a very strong grassroot movement in Iceland called the “Red socks”, who really brought gender equality to the forefront of the political discussion. We had an all women´s party founded in 1983. In 1982, when I was six years old, there were only 3 women members of Parliament and that didn´t change until the all women´s party was founded. They got candidates in the Parliament and then the old parties started to make their change within their parties. But we needed an all women´s party to have that change happen. Today we have around 48% women and 52% men. But this didn´t happen by itself.</p> <p>We are told that Kvennafrí felt like a revolution. The history of the fight for women’s rights is a story of many revolutions, some small and others bigger. But it is safe to say that these women laid the groundwork for many of the policies that have made Iceland so successful when it comes to equal participation and representation. </p> <p>The Women’s party fought hard for things we now find self-evident in our country, such as universal child-care and paid parental leave. In their time, they of course met strong opposition. But now everybody thinks that this is what makes our society prosperous and successful. </p> <p>And this fight never ends. I have now been prime minister since 2017, just in that time we have made many amendments to increase gender equality, changing the laws on abortion, prolonging the parental leave which is split between each parent, they take 6 months each and if the one parent does not use the six months it loses it. What we have seen is this legislation has changed the attitude of fathers. First when this legislation was put in place in 2000 we did not see many fathers taking parental leave. Now Icelandic fathers do that and they feel very positive about it. In this we have seen a political policy being turned into legislation which has changed a mainstream attitude in society. And this legislation comes from the grassroot movement. </p> <p>And now I will talk about gender equality after covid. </p> <p>In spite of milestones in Iceland we haven´t reached our goal in gender equality. We see men disproportionally in charge in areas of finance and investments. We see far too few women in the top positions of our largest companies. There is still a big gender-gap when it comes to funding and investments in startups and innovation, which needs to change.</p> <p>However we are always taking these small steps. I would like to mention an important step that was taken in 2017 and 2018, when we implemented a ground-breaking equal pay law. With it, Iceland became the first country in the world to require employers to obtain equal pay <em>certification</em>, ensuring equal pay for equal work. </p> <p>Surveys show that the equal-pay law has made decisions around salaries within companies more transparent and transparency is the key to equal pay. As a result increased workers trust in the fairness of such processes. </p> <p>In 2020, a new comprehensive law on gender equality was implemented, including a first ever provision on multiple and intersecting forms of discrimination. This law ensures better protection for the most marginalized individuals, including women of foreign origin and women with disabilities who are especially vulnerable when it comes to the inequalities of society.</p> <p>A new Act on Gender Autonomy has been adopted in Iceland, giving people the right to determine and define their own gender. </p> <p>Significant steps were taken when the Icelandic Parliament adopted two anti-discrimination laws: the Act on Equal Treatment in the Labor Market and the Act on Equal Treatment irrespective of Race and Ethnic Origin.&nbsp; </p> <p>We´ve also been combating hate speech and hate crime both through extensive awareness raising and with a bill to amend the General Penal Code to include a provision on hate crime and provide more groups with protection against hate speech, including people with disabilities and intersex persons.&nbsp; </p> <p>Dear colleagues.</p> <p>During the COVID-19 pandemic we have seen serious challenges in relation to gender equality emerge worldwide. </p> <p>The Icelandic government, like governments in Europe, made many measures to mitigate the economic and societal effects of the covid pandemic. We decided that gender equality should always be part of every decision we would make throughout the pandemic. </p> <p>Throughout the pandemic and lockdown periods, we saw how women were generally under more stress due to increased care and home responsibilities. </p> <p>Sadly, as I mentioned earlier, the pandemic only exposed and exacerbated pre-existing disparities. We know that women generally carry out more household tasks than men, and it also increased burden of what is called in Iceland the third-shift: Remembering family birthdays, arranging after-school playdates, signing up for gymnastics and football practice, remembering birthdays of pets, feeding the pets, buying cough medicine because you can sense an oncoming fever, making sure that everything works. So it is not just about putting the laundry in the washing machine but remembering everything to make the family and the home, work. </p> <p>This load falls disproportionately on women. They are also more likely to hold front-line, stressful, low-paying jobs, where the rewards do not equal the risk. Women are more likely to perform basic service work where they are therefore more exposed to infection. </p> <p>Women working in the healthcare sector are generally in closer proximity with patients than men. Such gender division within the health sector is well known and the same pattern exists globally.</p> <p>One of the things that I think mattered during the COVID-19 pandemic in Iceland was the fact that the minister of health, for most of the time, was a woman and also the director of health. So therefor the issues of gender equality became a natural part of our responses. </p> <p>We decided to examine the health of Icelanders from a gender and equality perspective, and whether healthcare providers took the different needs of women and men into consideration. </p> <p>We also made the decision not to impose lockdowns on pre-schools and compulsory schools, youth centers or sport clubs to limit the social impact and societal effects of our pandemic restrictions. We emphasized that services for survivors of violence should remain open. We established a special task force to coordinate actions against violence, with a special focus on women, children, and other vulnerable groups. Because gender-based violence was a problem before covid but what we expected was to see a surge in domestic violence during covid. I think making these pre-emptive measures was very important.</p> <p><span>As we are getting closer towards the end of covid it is important to observe what really happened. And what we have seen during the time of the covid-restrictions in Iceland is that reported cases of rape dropped significantly – in 2020 rape reports decreased by 43%. And why was that? It was because our covid restrictions included pretty heavy restrictions on bars and nightclubs, and it seems clear that the way we “party” has a huge impact on women’s safety. With this in mind, my government has put in place a special program aimed at preventing these types of crimes, we want to do everything we can to make sure sexual assault crimes do not increase again. And this may be a lesson learned from covid now that we are reopening our bars and clubs without restrictions.</span></p> <p>We may have to just face the fact that domestic violence was a problem in Iceland before covid and continues to be a problem. Now firstly, I must say that Iceland is a peaceful country and we don’t have a lot of violent crimes but here are some striking numbers. Since we changed our protocols in dealing with domestic violence crimes in 2014, making amendments on how we deal with domestic violence, it is very interesting to see that the number has gone from 20% of all violent crimes in 2014 to 50% in 2020.</p> <p>This is due to changes in definitions, changes in registration, and changes in how cases are handled, mainly in that they are investigated immediately and social services are called to assist survivors at the scene. The way we deal with these crimes is still evolving and it is one of the great contradictions that gender-based violence should be as common as it is in a country with such good gender equality. But perhaps it is due to our gender equality that these crimes are reported as much as they are and we consider them to be in fact, crimes and not just part of normal life. This is a change I have felt in my lifetime. Domestic violence was not considered a crime when I was kid. </p> <p>Now I could mention many things that we have been working on how we can ensure speedier and better quality investigations, prosecutions in cases of gender-based and sexual violence as well as in cases of human trafficking. During the UN Women Generation Equality Forums, Iceland has prepared a comprehensive framework outlining 23 commitments to end all forms of Gender Based Violence by 2026. These we intend to fulfill. </p> <p>As I mentioned before we launched a high-profile awareness-raising campaign against domestic violence during covid. I sincerely hope that this awareness program has had some positive results.&nbsp; </p> <p>The main thing is as we see it, ending gender-based violence is a prerequisite for achieving full gender equality. There is no gender equality when women are not safe. While we still have gender-based violence we still have very deeply rooted inequalities.</p> <p>I think it is crucial that we continue to monitor how the covid pandemic effects men and women differently. I think what we are going to learn from this pandemic is the fact that women´s participation in policy making and decision making is the key. I also think that we need to learn that governments must support activists and grass-roots organizations, listen to their experiences, and incorporate their ideas into their decision making. Doing this is a indivisible part of the fight for equality and social justice for all people. To conclude I don´t think we would be here in this discussion on gender-based violence with out the Metoo movement that came from women that spoke up. This grassroot movement has influenced the policy making in Iceland in a very positive way. The responsibilities of politicians is to use this type of force from the women´s movement to achieve to goal of gender equality. </p> <p>Thank you.</p>
24. febrúar 2022Blá ör til hægriЗаява прем'єр-міністра Катріни Джейкобс у парламенті 24 лютого щодо вторгнення Росії в Україну<p><span>Пане Президенте. В</span><span>ід імені Уряду Ісландії я рішуче засуджую вторгнення Росії на територію України. Мова йде про загарбницьку війну, що є явним порушенням міжнародного права і не має ніякого виправдання. Це вторгнення, як і всі інші воєнні конфлікти, являється, перш за все, нападом</span><span> </span><span>на простих людей, нападом на повсякденне життя звичайних людей, на їх майбутнє та безпеку. Думкою і серцем ми з українцями, і ми зобов’язані їх підтримати.</span><span> </span><span>Ми вимагаємо від Росії припиниті військові дії в Україні, які вже </span><span>забрали людські життя, і призведуть до</span><span> </span><span>ще більших втрат та воєнної катастрофи, біженства та порушення прав людини. Для забезпечення виконання цих вимог Уряд Ісландії підтримує економічні примусові заходи, вжиті проти Росії. Ісландія також підтримує Україну збільшенням гуманітарної допомоги, можна згадати, що було прийняте рішення надати Україні гуманітарну допомогу в еквіваленті </span><span>одного</span><span> </span><span>мільйона євро. </span></p> <p><span>В</span><span>ійськові дії Росії </span><span>впливають </span><span></span><span>не тільки на безпеку звичайних людей в Україні та на незалежність України, але також на систему безпеки Європи. Європа зіткнулась з однією з найбільших загроз у питаннях безпеки за останні десятиліття, та зараз, як ніколи раніше, потрібна солідарність держав всього світу для того, щоб встановити мир, зробити все можливе, щоб Росія припинила військові дії, та запобігти поширенню воєнного конфлікту.&nbsp; </span></p> <p><span>Після подій цієї ночі зрозуміло, що те, чого ми найбільше боялись, стало реальністю, війна, загиблі та страждання простих людей. Ісландія має дуже чітку позицію. Ми не приймаємо ціх військових дій. Ми вимагаємо, щоб вони зупинились, ми є частиною широкої міжнародної спільноти, яка створилась для підтримки України та миру у всьому світі. </span></p>
24. febrúar 2022Blá ör til hægriYfirlýsing Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi 24. febrúar 2022 vegna innrásar Rússlands í Úkraínu<p>Herra forseti. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda fordæmi ég harðlega innrás Rússa í Úkraínu. Hér er um að ræða árásarstríð sem er skýrt brot á alþjóðalögum og á sér enga réttlætingu. Þessi innrás, eins og öll önnur stríðsátök, er fyrst og fremst árás á venjulegt fólk, árás á daglegt líf venjulegs fólks, framtíð þess og öryggi. Hugur okkar er hjá þeim og skyldur okkar eru gagnvart þeim. Við krefjumst þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu sem þegar hafa kostað mannslíf og munu leiða til enn frekari stríðshörmunga, fólksflótta og mannréttindabrota. Til að fylgja þeim kröfum eftir styðja íslensk stjórnvöld þær efnahagslegu þvingunaraðgerðir sem gripið hefur verið til gegn Rússlandi. Þá mun Ísland styðja við Úkraínu með aukinni mannúðaraðstoð og má þar nefna að þegar hefur verið tekin ákvörðun um að veita sem svarar einni milljón evra til mannúðaraðstoðar í Úkraínu.</p> <p>Hernaðaraðgerðir Rússa vega ekki einungis að öryggi venjulegs fólks í Úkraínu og að sjálfstæði Úkraínu heldur einnig að öryggiskerfi Evrópu. Evrópa stendur frammi fyrir einni mestu ógn í öryggismálum í áratugi og nú reynir á samstöðu ríkja heims um að koma á friði, fá Rússa til að hætta hernaði sínum og koma í veg fyrir að þessi átök breiðist út.</p> <p>Eftir atburði næturinnar liggur fyrir að það sem við óttuðumst mest er að raungerast, stríð, mannfall og þjáning venjulegs fólks. Ísland hefur tekið skýra afstöðu. Við höfnum þessum hernaði. Við krefjumst þess að hann verði stöðvaður og við erum hluti af hinni breiðu alþjóðlegu samstöðu sem þegar hefur myndast um stuðning við Úkraínu og frið í heiminum.</p>
11. febrúar 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu ráðstefnunni One Ocean Summit 11. febrúar 2022<p style="text-align: center;"><span>One Ocean Summit - Brest, 11 February, 2022</span></p> <p style="text-align: center;"><span>Address by H.E. Katrín Jakobsdóttir </span></p> <p style="text-align: center;"><span>Prime Minister of Iceland</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Excellencies,</span></p> <p><span>Thank you, President Macron, for your leadership on Ocean affairs. Sadly I can not be with you in person because of Covid in the family.</span></p> <p><span>During our Chairmanship of the Arctic Council, we put focus on plastics in the ocean, with a scientific symposium in Reykjavik with leading international experts.&nbsp; But in addition to better scientific understanding – we need political determination.</span></p> <p><span>Iceland fully supports a plan which includes internationally binding action against ocean plastic pollution.&nbsp; </span></p> <p><span>Worrying developments in the Arctic reflect the diversity and complexity of today´s challenges. The ongoing climate crisis is already known to be the reason for the acidification of the ocean, risking the entire marine ecosystem. </span></p> <p><span>Before this Summit is a document urging for a rapid conclusion of the BBNJ negotiations. Iceland fully supports the conclusion of a comprehensive, well-functioning agreement under UNCLOS, building on key existing structures. </span></p> <p><span>There is still a lack of progress towards reaching the Sustainable development goals, including on Life below water.&nbsp; </span></p> <p><span>Here, we need to eliminate illegal, unregulated, and unreported fishing (IUU). Regrettably, a quarter of all fish harvested world-wide is the result of IUU fishing.</span></p> <p><span>I fully support the call for action of the UN Secretary General and the special envoy of the UN for the Ocean to stop IUU fishing. </span></p> <p><span>Thankfully, FAO data shows that two-thirds of the world’s fish stocks are sustainably managed. We must maintain good fisheries management where it is already in place and strengthen it in places where needed.</span></p> <p><span>Finally, </span></p> <p><span>Iceland strongly advocates for including aquatic/blue food in our food systems‘ transformation into the political declaration of the UN conference on the Ocean.</span></p> <p><span>Thank you for your attention. </span></p>
25. janúar 2022Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þriðju allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála á Íslandi, 25. janúar 2022<p style="text-align: center;"><strong><span>Universal Periodic Review - Iceland</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Opening statement</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>by</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>H.E. Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>25 January 2022</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. President and distinguished delegates,</span></p> <p>It is an honour to open the Universal Periodic Review of Iceland. The promotion and protection of human rights is a core priority for the government of Iceland, in both domestic and foreign policies. We firmly uphold the principle that human rights are universal, and we strive to see this reflected in all areas of Icelandic society.</p> <p>International cooperation is a critical component of promoting and implementing human rights for all. This is especially vital now in the context of the challenges posed by the COVID-19 pandemic, the climate crisis, and the increased polarization we see around the world.</p> <p>We have seen a significant global backlash against human rights, with an alarming rise in nationalism, racism, religious intolerance, homophobia, and transphobia. We have also witnessed increased hate speech and a pushback on the gains that have been made towards gender equality and women’s reproductive rights.</p> <p>We must reverse and fight these trends and work together to secure the human rights of all people, all around the world.</p> <p>The UPR offers a unique platform for UN Member States to work together and take joint responsibility for the advancement of human rights, both domestically and internationally. The frank exchange with civil society within the process is also invaluable. </p> <p>This review is an opportunity to discuss our own human rights record with fellow Member States. New challenges to human rights continue to rise and we, as all other countries, benefit from new perspectives on where we can do better. We therefore look forward to hearing your recommendations.</p> <p>In that spirit, we have actively participated in the review of other countries. By the same token, we should regularly hold ourselves to account, take stock, and learn from others – the UPR offers an exceptional opportunity to do just that.</p> <p>Mr. President,</p> <p>Iceland respects the UPR’s core concept of broad stakeholder consultations. This is reflectedin our efforts to strengthen the preparation process throughout this third cycle.</p> <p>A central part of this was the establishment of a <em>Government Steering Committee on Human Rights</em>, which since 2017 has served as a formal platform for human rights consultation and cooperation across all ministries. The Committee followed up on the implementation of all recommendations from the previous cycle and ensured improved access to information on their status and progress.</p> <p>We closely involved Icelandic civil society in the review process. We held regular open consultations, and throughout the process, stakeholders were invited to submit comments and proposals. However, due to the pandemic, much of the consultations took place in a virtual format.</p> <p>A vital part of the consultation process was the involvement of children and young people, with the <em>Youth Council for the Sustainable Development Goals</em> playing an important role.</p> <p>The input of children and young people was invaluable. They called for increased attention to the impact of the climate crisis on human rights and raised the issue of rising inequalities and global justice.</p> <p>Mr. President,</p> <p>Iceland’s national report, presented here today, focuses on the implementation of recommendations from our last review and the many achievements we have reached, and outlines where we think there is room for improvement. Overall, we believe it accurately reflects the government of Iceland’s firm commitment to advance human rights in all spheres of society.</p> <p>Now, I will share with you some highlights and address some of the questions we received from member states in advance of this meeting.</p> <p><strong>First: Iceland continues to make steady progress towards institutionalizing the promotion and respect for human rights.</strong></p> <p>The coalition treaty of the recently re-elected government is an example of this. The treaty affirms our intention to establish a strong, independent, and effective national human rights institution, completing a process we have already started. We will ensure that the establishment of this new national human rights institution is in full accordance with the Paris Principles.</p> <p>Another demonstration of the high priority given to human rights, is the recent decision to transfer the policy area of human rights from the Ministry of Justice to the Prime Minister’s Office. Subsequently, both human rights and gender equality are placed at the centre of government, which will further facilitate the mainstreaming of human rights into all administrative work.</p> <p>Likewise, we plan to strengthen the <em>Government Steering Committee on Human Rights</em>, with the intention to develop a strong and comprehensive national policy on human rights.</p> <p>Since our last review, Iceland has also ratified several international human rights obligations.</p> <p><span>These include: </span></p> <ul> <li><span>the Optional Protocol to the UN Convention Against Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment; </span></li> <li><span>the Council of Europe’s Istanbul Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence; </span></li> <li><span>the UNESCO Convention against Discrimination in Education; and</span></li> <li><span>the UN Conventions on Statelessness. </span></li> </ul> <p><span>We have also begun the process of ratifying</span><span> the International Convention for the Protection of All Persons from Enforced Disappearance.</span></p> <p><span></span><strong>Second: Promoting equality and non-discrimination continues to be a key priority.</strong></p> <p>We firmly believe that progressive policies aimed at advancing gender equality are the foundation for an inclusive, just, and rights-based society where everyone can prosper. And we have been successful - Iceland has been at the top of the World Economic Forum’s gender gap index since 2009.</p> <p>While we are proud of this achievement, we will not stop here, but actively continue our drive. This is based on a dedicated Government Action Plan, where gender-equality mainstreaming – including gender-equality budgeting – is an integral part of public policy. </p> <p>A critical step towards gender pay parity was taken in 2018, when a ground-breaking equal pay law was implemented.&nbsp; Iceland became the first country in the world to require employers to obtain an equal pay certification, which ensures equal pay for equal work. This made it much harder for employers to maintain gender-based pay differences.</p> <p>In 2020, we implemented a new comprehensive law on gender equality, with a first ever provision on multiple and intersecting forms of discrimination. This increases legal protection for the most marginalized individuals, including women of foreign origin and women with disabilities.</p> <p><span>Here, I would like to specifically underline Iceland’s emphasis on LGBTQI+ rights, both at home and abroad. </span></p> <p>The opening words of the <em>Universal Declaration of Human Rights</em> are clear: “All human beings are born free and equal in dignity and rights.” &nbsp;We must ensure that each person is able to enjoy their human rights, regardless of sexuality, gender identity and expression, or sex characteristics.</p> <p>In Iceland, we have made significant progress on advancing LGBTQI+ rights.</p> <p>In 2019, a new Act on Gender Autonomy was adopted, allowing individuals full autonomy to define their own gender. The law also prohibits unnecessary surgical procedures on intersex children, protecting their bodily integrity.</p> <p>Additionally, amendments have been made to the Children’s Act regarding the parental status of trans and non-binary people, to protect and respect all forms of families.</p> <p>Iceland has actively promoted its LGBTQI+ rights agenda internationally, including here in the Human Rights Council. This year, we doubled our contribution to the unique Global Equality Fund, and we have also committed to contributing to the UN Free and Equal campaign for the next three years.</p> <p>Iceland is also firmly committed to fighting racism, xenophobia, and other forms of discrimination.</p> <p>Significant steps were taken in 2018, when the Icelandic Parliament adopted two anti-discrimination laws: The Act on Equal Treatment in the Labour Market and the Act on Equal Treatment irrespective of Race and Ethnic Origin.</p> <p>In addition, a comprehensive anti-discrimination legislation has now been presented to Parliament. This bill requires equal treatment in all areas of society and prohibits all and any discrimination based on race, ethnicity, religion, life stance, disability, age, sexual orientation, gender identity and expression, and sex characteristics.</p> <p>Increased emphasis has been placed on fighting hate speech and hate crime, including through extensive awareness raising. To that end, we will present a bill this spring where the General Penal Code will be amended to include a provision on hate crime. This bill will also give more groups protection against hate speech, including people with disabilities and intersex persons.</p> <p><strong>Third: we are committed to further advance the rights of persons with disabilities.</strong></p> <p>The UN Convention on the Rights of Persons with Disabilities was ratified in 2016. Since then, various amendments have been made to implement the Convention into Icelandic legislation. An example is the Act on Services for Persons with Disabilities with Long-term Support Needs, implemented in 2018, which aims to give people with disabilities the support they need to lead their lives independently on their own terms, and to fully enjoy their human rights on an equal basis with others in our society.</p> <p>We are committed to fully implementing the Convention, the central goal being the self-determination and full participation of all persons with disabilities in our society. To further strengthen the status of the Convention, the decision has been made to incorporate it directly into Icelandic legislation.</p> <p><strong>Fourth: Icelandic authorities place strong emphasis on the rights of the child.</strong></p> <p>A new policy and action plan on a <em>Child-Friendly Iceland</em> was adopted last summer. It aims to ensure a comprehensive implementation of the UN Convention on the Rights of the Child, including through strengthened child participation, child impact assessments, child-friendly budgeting, increased collection of data, and education on children’s rights at all school levels and throughout society.</p> <p>Since our last UPR, Iceland has undertaken an extensive revision of laws and policies on services for children, including a new Act on the Integration of Services in the Interest of Children’s Prosperity. We also plan to create an integral policy on matters concerning children, based on the Convention on the Rights of the Child and other international obligations.</p> <p><span></span><strong>Fifth: we are determined to continue the fight against gender-based and sexual violence.</strong></p> <p>Regrettably, gender-based and sexual violence remains one of our<strong> </strong>greatest human rights challenges. This global crisis has deepened during COVID-19, which has brought about conditions that have contributed to an alarming rise in violence against women and children.</p> <p><span>We are firmly focused on strengthening our systems to fight gender-based and sexual violence. This includes policies on prevention and awareness raising, and new provisions in the General Penal Code to address online gender-based violence.</span></p> <p>We have made significant efforts to ensure faster and better-quality investigations and prosecutions in gender-based and sexual violence cases, as well as in cases of human trafficking. This includes more financial resources and additional training for police and prosecutors.</p> <p>In the context of COVID-19, the Government of Iceland has undertaken to minimize the societal effects of quarantine measures, in part to reduce the risk of gender-based violence and other human rights abuses. No lockdowns or curfews were imposed, and preschools and compulsory schools have predominantly stayed open throughout the pandemic. Services for victims of violence remained as open as possible and a special task force was established to coordinate actions against violence, with a special focus on women, children, and other vulnerable groups.</p> <p>Combating human trafficking is a top priority for Iceland. In 2019, the Government’s policies were outlined in a National Action Plan to Combat Human Trafficking and Other Forms of Exploitation. This has been the foundation of a strengthened approach to preventing human trafficking, protecting survivors, and prosecuting perpetrators. On this issue, we have created enhanced partnerships and consultations across the administration and with the police.</p> <p><strong><span></span></strong><strong>Lastly, we are committed to protecting the rights of migrants, asylum seekers, and refugees.</strong></p> <p>With record numbers of forcibly displaced people around the world, accelerated by the climate crisis, Iceland remains firmly committed to assisting those in need. We have a well-established asylum and protection system, which focuses specifically on the most vulnerable groups.</p> <p>The Icelandic government is finalizing a new action plan and a long-term policy on immigration issues. The goal is to promote an inclusive society based on the principles of equality, justice, and respect for the human rights of all individuals. </p> <p><strong>Mr. President,</strong></p> <p>As mentioned at the outset, human rights are not only a core national priority for Iceland, but also a central element of our foreign policy.</p> <p>In 2018, Iceland took a seat on the Human Rights Council for the first time, and we will continue to use the Council as a key platform to promote human rights, gender equality, rule of law and democracy. We are seeking a seat on the Council for the period 2025 to 2027.</p> <p>Later this year, Iceland will chair the Council of Europe. During our chairmanship, we are determined to engage meaningfully with all members on the advancement of human rights in and beyond the region.</p> <p><span></span><strong>Mr. President,</strong></p> <p>In this opening statement, I have provided an overview of the important progress made since Iceland’s last Review. We are proud of the progress made, and thankful to the many stakeholders across Icelandic society who have been instrumental in this process.</p> <p>At the same time, let me acknowledge that our work is far from over. Due to it´s nature, it will never be over. The advancement of human rights is inherently an ongoing process. New challenges are continuously emerging, calling for thoughtful and lasting solutions.</p> <p>Among those, climate change is the biggest challenge of them all, the biggest challenge of our time. Not only does it pose a direct threat to the lives and livelihoods, but it also has profound implications for human rights - and by extension the work of the Human Rights Council.</p> <p>The fight against climate change is a core priority for the government of Iceland. It is a fight that needs to be fought on many fronts, and I welcome the recently adopted resolution of the Human Rights Council which recognizes for the first time that a safe, clean, healthy, and sustainable environment is in fact a human right.</p> <p><span></span><strong>Mr. President,</strong></p> <p>With the adoption of the Universal Declaration of Human Rights, we pledged to achieve, in cooperation with the United Nations, the promotion of universal respect for and observance of human rights and fundamental freedoms.</p> <p>The UPR process is an essential manifestation of how UN Member States have come together to do just that. It has been an honour to take part in this process, for the third time now, and we look forward to receiving your recommendations.</p> <p>I thank you for your attention.</p>
04. janúar 2022Blá ör til hægriFarsæld á nýju ári - áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu 31. desember 2021<p>Önnur áramót í faraldri eru runnin upp og landsmenn allir orðnir lúnir á veirunni skæðu. En þrátt fyrir bakslag skulum við hafa hugfast að margt hefur gengið okkur í haginn í þessari baráttu. Bólusetningar hafa gengið vel og veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Samstaða hefur verið um að leggja traust á vísindin og setja líf, heilsu og velferð í forgrunn. Markvissar stuðnings- og vinnumarkaðsaðgerðir stjórnvalda og fjárfestingar sem leggja munu grunn að verðmætasköpun til framtíðar hafa skilað sér í mun betri stöðu efnahags- og atvinnulífs en útlit var fyrir framan af.</p> <p>Sú mikilvæga pólitíska ákvörðun var tekin að þrátt fyrir umtalsverðan halla á ríkissjóði myndum við standa vörð um þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfis á undanförnum árum. Við höfum alla burði til að vaxa til aukinnar velsældar með aukinni áherslu á verðmætasköpun nýrra tíma. Velsældarmælikvarðar munu mæla lífsgæði og hagsæld í mun víðara samhengi en hinn hefðbundni mælikvarði landsframleiðslu og hagvaxtar og velsældaráherslur birtast í fjármálaáætlun stjórnvalda.</p> <p>Við munum efla verðmætasköpun með því að halda áfram að efla og styrkja umhverfi rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina og búa til jarðveg fyrir nýjar grænar atvinnugreinar sem byggjast á hugviti og tækniþróun. Mikil sóknarfæri eru í eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og þar er fjölbreytni lykilatriði. Ferðaþjónusta, margar þjónustugreinar og skapandi greinar hafa orðið fyrir þungu höggi vegna heimsfaraldurs og stjórnvöld munu áfram styðja við þær.</p> <p>Velsæld og verðmætasköpun munu verða grunnstef í öllum okkar aðgerðum gegn loftslagsvánni sem eru græni þráðurinn í allri stefnumótun stjórnvalda. Það þýðir að aðgerðir munu byggja á jöfnuði og réttlátum umskiptum og hugvit og þekking verða nýtt til hins ítrasta til að ná árangri í stærsta viðfangsefni alls mannkyns. Þar á Ísland að skipa sér í fremstu röð með metnaðarfullum og raunhæfum markmiðum sem skila raunverulegum árangri.</p> <p>Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári.</p>
04. janúar 2022Blá ör til hægriRéttlát umskipti eru verkefnið framundan - áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur í Morgunblaðinu 31. desember 2021<p>Árið 2000 eignaðist ég farsíma í fyrsta sinn. Ég man vel sannfæringu mína um að ég myndi lítið nýta þetta tæki, líklega væri þetta gerviþörf en á mig var þrýst að fá mér slíka græju eins og aðrir. Fjórum árum áður hafði ég fengið mitt fyrsta netfang sem ég taldi sömuleiðis hálfgerðan óþarfa.</p> <p>Rúmum 20 árum síðar hef ég eytt fleiri klukkustundum en ég kæri mig um að vita í að eiga samskipti í gegnum farsíma og tölvupóst. Hvers kyns samskiptaforrit hafa bæst við. Og þessi tækni hefur breytt mínu lífi og samfélaginu öllu. Við eigum nú öðruvísi samskipti, öflum upplýsinga á annan hátt og tæknin hefur breytt störfum og neysluvenjum okkar. Tæknin er aftur á móti ekki hlutlaus. Margháttuð algrím stýra því hvaða upplýsingar við fáum og fólk á fullt í fangi með að greina hvað snýr upp og niður, hvað sé satt og hvað logið.</p> <p>Við erum stödd í miðri tæknibyltingu á sama tíma og loftslagsváin ógnar tilveru okkar allra. Við sem búum á Íslandi finnum þær breytingar allt í kringum okkur. Við horfum á jöklana hopa, sjáum skriður falla og verðum áþreifanlega vör við breytingar í hafinu umhverfis landið. Við heyrum fréttir af öfgum í veðurfari um allan heim, flóð og þurrka til skiptis. Við sjáum órækan vitnisburð vísindanna um magn koldíoxíðs í lofti og fylgni við hækkandi hitastig í heiminum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á líf okkar allra. En hve mikil þau áhrif verða ræðst af því hvernig okkur mun miða í aðgerðum gegn þessum breytingum og hversu mikið við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Þessar miklu samfélagsbreytingar eru leiðarstef í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda mun það skipta íslenskt samfélag öllu hversu ákveðin við erum í þessum verkefnum. Í sáttmálanum eru boðaðar skýrar aðgerðir. Meðal annars sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og áfangaskipt markmið fyrir einstaka geira samfélagsins. Til að ná því markmiði mun þurfa fjölþættar aðgerðir. Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er mikilvægur grunnur undir gagngerar samfélagsbreytingar.</p> <p>Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum þurfa að ná til samfélagsins alls. Við höfum sett fram þá metnaðarfullu sýn í nýjum stjórnarsáttmála að Ísland verði meðal fyrstu þjóða heims til að ná fullum orkuskiptum og verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir 2040. Til þess að svo geti orðið þarf orkuskipti í öllum geirum; sjávarútvegi, ferðaþjónustu, þungaflutningum, samgöngum á landi, láði og legi. Þar má líka nefna aðgerðir í landnotkun – landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis og þar þurfum við að stórefla aðgerðir okkar. Stór hluti losunar Íslands er vegna landnotkunar og þar eigum við mikil sóknarfæri til að draga úr losun og binda meira kolefni. Tæknilausnir til að fanga og farga koldíoxíð eins og þróaðar hafa verið hjá Carbfix á Hellisheiði og samstarfsaðilum þeirra eru einnig mikilvægur hluti af lausninni. Allar þessar aðgerðir þarf til að lögbundið markmið okkar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 nái fram að ganga.</p> <p>Tæknibreytingar fela í sér mikil tækifæri fyrir samfélagið en um leið áskoranir. Ef rétt er á málum haldið geta tæknibreytingar aukið velsæld og jöfnuð, stytt vinnutíma og aukið framleiðni. Það kallar hins vegar á rannsóknir og þróun, kraftmikla nýsköpun og öfluga framhaldsfræðslu sem er eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við eigum. Ef við höldum vel á málum getur tæknivæðingin skapað sóknarfæri í íslensku samfélagi. Til að svo geti orðið þurfum við að tryggja að tæknin taki ekki yfir líf okkar því hún er góður þjónn en afleitur húsbóndi.</p> <h3>Velsæld fyrir okkur öll</h3> <span>Fyrir réttu ári var aðalumræðan í samfélaginu um hvort Ísland hefði tryggt sér nægilegan aðgang að bóluefnum og voru ýmsir sem efuðust um að íslensk stjórnvöld hefðu staðið vaktina í þeim efnum. Þær efasemdir voru ekki á rökum reistar. Aðgengi að bólusetningum hér á landi hefur verið með því besta sem gerist í heiminum og um þessar mundir erum við í hópi þeirra þjóða sem eru lengst komnar í örvunarbólusetningu. Það vekur athygli á kortum um toll kórónuveirunnar að dauðsföll á íbúa af völdum veirunnar eru óvíða færri en einmitt hér á Íslandi og enn færri 2021 en 2020.</span> <p>Það breytir því ekki að faraldrinum er hvergi nærri lokið. Ný afbrigði gera okkur nú lífið leitt en við getum hrósað happi yfir því að bólusetningin hefur veitt góða vörn gegn alvarlegum veikindum og innlögnum. Álagið á samfélagið allt hefur hins vegar verið mikið; á heilbrigðiskerfið okkar, skólana, atvinnulífið og okkur öll. Við höfum öll borið okkur vel en vitum að svona álag segir að lokum til sín. Við þurfum því að vera viðbúin að halda áfram og gera enn betur í því verkefni að styðja vel hvert við annað. Það er margt sem bendir til þess að árangur okkar Íslendinga í baráttunni við faraldurinn sé góður. Það á við hvort sem litið er til fjölda andláta, hlutfalls bólusettra og árangurs af stuðningsaðgerðum við almenning og atvinnulíf. Og það er áhugavert að sjá að samkvæmt könnun Gallups frá í vor bera 77% landsmanna mikið traust til heilbrigðiskerfisins og hefur það ekki mælst hærra í þau 20 ár sem mælingarnar taka til.</p> <p>Andleg heilsa hefur verið forgangsmál stjórnvalda, ein af velsældaráherslum okkar í fjármálaáætlun og hafa fjárveitingar til málaflokksins verið auknar mjög á undanförnum árum. En andleg heilsa snýst ekki einungis um viðbrögð við vanda heldur ekki síður að skapa samfélag þar sem fólki líður vel. Þar er margt undir. Stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að bæta stöðu hinna tekjulægstu á undanförnum árum, meðal annars með því að lækka skatta og hækka barnabætur fyrir þennan hóp, auka stuðning við félagslegar lausnir á húsnæðismarkaði og draga úr kostnaði við að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Stór verkefni eru fram undan til að gera enn betur í þessum efnum, meðal annars endurskoðun á almannatryggingakerfinu með það að markmiði að bæta sérstaklega afkomu þeirra örorkulífeyrisþega sem höllustum fæti standa.</p> <p>Við höfum stutt við fólk til að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs meðal annars með því að lengja fæðingarorlofið og stytta vinnuvikuna. Þá höfum við endurskoðað stuðningskerfi við börn frá grunni til að tryggja betur farsæld allra barna. Velsældaráherslur stjórnvalda endurspegla markmið sem snúast um umhverfi, samfélag og efnahag og sérstakir velsældarmælikvarðar mæla árangur okkar í þessum efnum. Ísland hefur verið í samstarfi við nokkur önnur ríki um svokölluð velsældarhagkerfi en þar hafa Nýja-Sjáland og Skotland verið í forystu ásamt okkur Íslendingum.</p> <p>Velsældarsamstarfið endurspeglar áherslur Íslands í alþjóðasamfélaginu sem hafa undanfarið snúist um lýðræði og mannréttindi, velsæld og jöfnuð, kynjajafnrétti og umhverfismál. Þetta þykir okkur hugsanlega sjálfsögð sjónarmið en í samfélagi þjóðanna eru slíkir málsvarar ekki endilega algengir. Það hefur orðið bakslag í jafnréttismálum víða um heim og vegið er að rétti til kvenna til þungunarrofs í löndum sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi. Ísland mun taka við formennsku í Evrópuráðinu á komandi ári og þar munu þessar áherslur okkar endurspeglast. Þá verður það sérstök áskorun að takast á við að bæta aðgengi fátækari þjóða heims að bóluefni gegn kórónuveirunni.</p> <p>Árið 2022 færir okkur þessar stóru áskoranir og margar fleiri. Miklu skiptir að vel takist til við að byggja efnahaginn upp að nýju, ná stöðugleika í verðlagi og vöxtum og koma ríkissjóði smám saman á réttan kjöl á ný. Þar mun reyna á stjórnvöld að skapa þær aðstæður að Ísland geti vaxið til aukinnar velsældar út úr kreppunni; við getum staðið vörð um þá uppbyggingu sem orðið hefur í almannaþjónustu á undanförnum árum og forsendur til að efla hana enn frekar. Þá mun reyna á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins með vönduðum undirbúningi í aðdraganda kjaraviðræðna ef tryggja á áframhaldandi bætt lífskjör alls almennings.</p> <p>Við lifum á tímum hraðra samfélagsbreytinga. Tuttugu ár eru skammur tími í heimssögunni. Samt er samfélagið gerbreytt frá því að við fengum okkar fyrstu farsíma sem þóttu töfratæki á þeim tíma þó að þeir gætu lítið miðað við tæki nútímans. Breytingarnar gerast æ hraðar og okkar verkefni er að tryggja réttlát umskipti þannig að umskiptin nýtist öllum og auki velsæld og jöfnuð. Þannig getum við horft björtum augum til framtíðar.</p>
31. desember 2021Blá ör til hægriÁramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 2021<p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Það er óþægilegt að vakna við það þegar jörð skelfur enda sækjum við festu okkar í sjálfa jörðina. Íbúar á suðvesturhorni landsins hafa þetta ár vaknað ítrekað við jarðskjálfta. Grindvíkingar hafa þurft að þola mesta návígið og því var það ákveðinn léttir eftir langa slíka hrinu í upphafi árs þegar loks braust út eldgos í Fagradalsfjalli á vormánuðum og mestu skjálftunum linnti. Meira en 200 þúsund manns sóttu eldstöðina heim. Jafnvel fólkið sem aldrei tekur þátt í neinu og vill sig sem minnst hreyfa, lét tilleiðast að fara og horfa. Og enginn var ósnortinn, börn og fullorðnir.</span></p> <p><span>Nú skelfur jörð aftur og enn er beðið eftir eldgosi. Það er ekki laust við að ástandið minni á frásagnir annála frá 13. öld þar sem segir frá miklum landskjálftum fyrir sunnan land og jarðeldum á Reykjanesi. Síðan varð langt hlé á jarðhræringum á þessu svæði – þannig að líklega er okkar kynslóð sú fyrsta sem sér eldgos á Reykjanesskaga frá tímum Snorra Sturlusonar sem ef til vill hefur séð bjarma af jarðeldum á Reykjanesskaga ofan úr Borgarfirði.</span></p> <p><span>Allir tímar eru sögulegir, hver á sinn hátt. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að líf okkar allra hefur undanfarin misseri verið á köflum aðeins of keimlíkt annálum fyrri alda þar sem gengur á með frostavetrum, skriðuföllum, landskjálftum, eldgosum og plágum. Slík óáran gekk á öldum áður ítrekað nærri íslensku þjóðinni. Matthías Jochumsson orti um íslenskt mál „sem hefur mátt þola meinin flest er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða“. En um leið og tungan geymir í tímans straumi dauðastunur og dýpstu raunir þá ber hún einnig með sér trú og vonir landsins sona, svo áfram sé vitnað í þjóðskáldið. Og þær vonir rættust, langt umfram það sem bjartsýnasta fólk þeirrar tíðar gat látið sig dreyma um. Framfarir á öllum sviðum þjóðlífsins hafa gert okkur kleift að bregðast við áföllum þannig að samfélagið okkar stendur sterkt, þrátt fyrir ágjöfina. </span></p> <p><span>Eitt hefur þó ekki breyst, samhygð og samstaða þjóðarinnar þegar á móti blæs skiptir mestu þegar upp er staðið. Við höfum stutt hvert við annað og um það ríkir djúp samstaða um að við hjálpumst að þegar þörfin krefur. Í þessum faraldri höfum við staðið</span><span> </span><span>hvert með öðru, við höfum staðið saman í sýnatökuröð víða um land, við höfum hvert og eitt stutt ættingja og vini sem hafa veikst og sameiginlega höfum við beitt ríkissjóði af afli til þess að bæta almenningi og atvinnulífi sem best tjónið sem veirufárið hefur valdið.</span></p> <p><span>Fyrir einu ári voru bólusetningar rétt að hefjast og voru uppi töluverðar efasemdir á þeim tíma um hversu hratt þær myndu ganga fram. Væntingar okkar stóðust og síðan hefur bólusetning reynst langbesta vörn gegn smitum – og því sem skiptir enn meira máli – alvarlegum veikindum. Tala látinna á hvern smitaðan á Íslandi hefur líka lækkað og var á árinu sem er að líða einn tíundi af því sem hún var árið 2020. Það getum við meðal annars þakkað færni okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólks. En munum að þó talan sé ekki há þegar til heildarinnar er litið er sársauki þeirra sem missa nána ættingja engu minni og hugur okkar allra er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa. Faraldurinn hefur þó ekki verið stöðvaður, margir eru undir miklu álagi vegna hans og huga þarf sérstaklega vel að andlegri heilsu og velferð landsmanna á komandi mánuðum. </span></p> <p><span>Faraldurinn er orðinn langvarandi ástand og eðlilega vakna réttmætar spurningar um það hvort aðferðir okkar gegn faraldrinum séu endilega hinar réttu. Hvernig sem ég set það reikningsdæmi upp, hvort sem miðað er við fjölda andláta, hlutfall bólusettra eða stöðu efnahags og samfélags, þá kemur Ísland vel út í öllum samanburði við önnur lönd. Það breytir því ekki að í þessum verkefnum eins og öllum öðrum eigum við jafnan að horfa gagnrýnið á okkar eigin ákvarðanir og leita jafnan bestu leiða út frá nýjustu rannsóknum og þekkingu. Ég leyfi mér að vona að örlögin verði heimsbyggðinni hliðholl og núverandi smitbylgja verði upphafið að endalokunum – að þessi vágestur veiklist smám saman og sleppi því hreðjataki sem hann hefur haft á okkur undanfarin tvö ár. Að á nýju ári getum við endurheimt eðlilegt líf.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn</span></p> <p><span>Þegar vá steðjar að er ágætt að rifja upp hvað ræður för í viðbrögðum okkar við heimsfaraldri, eldgosi eða öðrum áskorunum. Jú það er og á ávallt að vera almannahagur. Ef það leiðarljós er á hreinu auðveldar það allt annað. Því </span><span>auðvitað munu alls konar hagsmunir alltaf vera undir í öllu því sem við gerum og ekki dugar að hlusta aðeins á þá sem hæst hafa hverju sinni. Almannahagur á að vera leiðarljósið í baráttu okkar við allar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.</span></p> <p><span>Við sem búum á Íslandi sjáum afleiðingar loftslagsbreytinga, horfum á jöklana hopa, sjáum skriður falla og verðum vör við breytingar í hafinu umhverfis landið. Við sjáum órækan vitnisburð vísindanna um magn koldíoxíðs í lofti og fylgni við hækkandi hitastig í heiminum. Við vitum líka að þessari þróun er hægt að breyta og við vitum að það er skylda okkar að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að breyta henni – ekki síst í þágu komandi kynslóða, barna dagsins í dag. Ísland á að skipa sér í forystusveit þeirra þjóða sem nýta vísindin og hugvitið til að takast á við loftslagsvána og eru reiðubúnar að gera þær breytingar sem þarf til að draga úr losun og verða óháð jarðefnaeldsneyti.</span></p> <p><span>Við erum stödd í miðri tæknibyltingu þar sem allt umhverfi okkar hefur tekið stakkaskiptum. Á níunda áratug 20. aldar – þegar ég var barn – urðu hraðbankar algeng sjón hér á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim tíma var töluvert rætt um hvað þessi tækninýjung ætti að heita. Handraði var eitt, tölvubanki annað, en orðið hraðbanki festist við gripinn – sem heitir raunar sjálvtöka á færysku. Á tíunda áratugnum var kynnt til sögunnar önnur nýjung, svokallaður netbanki. Stutt er um liðið síðan þessar og aðrar nýjungar komu fram sem hafa gjörbreytt bankaviðskiptum þannig að fæst okkar eiga nú reglulegt erindi í bankaútibú. Börn dagsins í dag myndu líklega ekki þekkja bankabækur níunda áratugarins og seðlar verða æ sjaldséðari. Tæknin hefur gert líf okkar léttara á marga lund en um leið skapar hún nýjar áskoranir þar sem við öll erum á vakt nánast allan sólarhringinn. Mikilvægt er að við nýtum tæknina til að tryggja velsæld og jöfnuð. Styðja við rannsóknir og nýsköpun sem gera okkur kleift að nýta tæknina til góðs og koma þannig í veg fyrir að samfélagið þróist í átt til aukinnar misskiptingar og sundrungar. </span></p> <p><span>Kæru landsmenn</span></p> <p><span>Það eru fjölmörg jákvæð teikn á lofti í samfélagi og efnahagslífi, þar sem atvinnuleysi hefur farið hratt niður og nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi þjóðarinnar hefur eflst jafnt og þétt. Ein mikilvægasta pólitíska ákvörðun sem við höfum tekið er að standa vörð um almannaþjónustuna og þann árangur sem hefur náðst í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarkerfis. Við búum þar að lærdómnum frá hruni fjármálakerfisins og ætlum okkur nú að treysta forsendur til að vaxa til aukinnar velsældar og byggja þannig þessa mikilvægu innviði áfram upp. Þar er ætíð verk að vinna en það er líka mikilvægt að staldra við og fagna þeim árangri sem náðst hefur. </span></p> <p><span>Þannig hefur fæðingarorlof verið lengt og greiðslur hækkaðar. Það er gleðiefni að fæðingum hefur fjölgað – hvort sem það er nú orlofinu að þakka eða eirðarleysi í faraldrinum. Það er heilbrigðismerki á samfélaginu sem við getum verið ánægð með. Og lengra fæðingarorlof og betra afkomuöryggi skapar aukna möguleika á samveru fullorðinna og barna, styður við jafnvægi vinnu og einkalífs og styður við jafnrétti kynjanna. Allt eykur þetta velsæld almennings sem er þarft og mikilvægt viðfangsefni. </span></p> <p><span>Kæru landsmenn</span></p> <p><span>Þegar á móti blæs skiptir máli að muna hið góða. Ég er þakklát fyrir íslenskt samfélag vegna þess að þó að margt megi bæta þá er þetta gott samfélag. Samfélag þar sem við sýnum hvert öðru samhygð þegar á móti blæs. Samfélag sem ítrekað mælist öruggasta og friðsamasta samfélag í heimi. Á pestartímum hafa margir sótt hingað einmitt í leit að friði og ró, í þessu landi sem þó leikur stundum á reiðiskjálfi. </span></p> <p><span>Í ár var öld liðin frá láti náttúruvísindamannsins Þorvaldar Thoroddsen en eftir hann liggur verkið <em>Landskjálftar á Íslandi</em>. Hann var fæddur á dögum barnaveikinnar þegar ekki var óalgengt að hjón ættu tíu til fimmtán börn en af þeim lifðu kannski aðeins þrjú eða fjögur. Hann hélt í háskólanám til útlanda í náttúrufræði sem þá þótti hið mesta óráð til þess að taka þátt í vísindabyltingu þeirri sem öðru fremur hefur umbylt lífi mannkynsins seinustu öldina. En það er ekki minna um vert að hann eyddi ævi sinni ekki síst í að semja alþýðleg fræðirit á íslensku handa Íslendingum til að þjóðin skildi náttúruna betur. Það hefur alltaf verið talið ein mesta list á Íslandi að kunna að orða hlutina. Að nýloknu jólabókaflóði –&nbsp;sem eru þær einu hamfarir á landinu sem gleðja fremur en skelfa –&nbsp;er gott að muna að það verður aldrei úrelt að ljá hugsun sinni góðan íslenskan búning.</span></p> <p><span>„Sá sem á allt sitt undir baráttunni verður sjálfur að finna hvaða leið hann vill fara, leið sem tekur mið af þeim veruleika sem hann þekkir betur en aðrir – því það er hans eigin veruleiki“, sagði Aðalheiður Hólm Spans aðspurð um þátttöku sína og forystu í verkalýðsbaráttu í viðtali í Alþýðublaðinu en Aðalheiður var meðal stofnenda starfsstúlknafélagsins Sóknar árið 1934, og varð fyrsti formaður þess aðeins 18 ára gömul. Þessi baráttukona vissi að krafturinn í baráttunni liggur hjá hverjum þeim sem sækir fram til betra lífs og bættra kjara. Þessi orð Aðalheiðar hafa iðulega komið mér í hug undanfarin misseri. Krafturinn í baráttunni hefur til dæmis birst hjá öllum þeim konum sem hafa stigið fram á árinu og sótt fram til betra lífs, sótt fram til að lifa lífi án kynbundins ofbeldis. Í samstöðunni felast mikil verðmæti og hún mun skila árangri, betra samfélagi fyrir okkur öll.</span></p> <p><span>Við njótum margs í okkar góða samfélagi og sækjum okkur kraft í líf okkar og reynslu til að sækja fram, sækja fram til betra lífs og bættra kjara fyrir okkur öll og framtíðina. Með krafti og samstöðu eru okkur allir vegir færir.</span></p> <p><span>Gleðilegt ár, kæru landsmenn. </span></p>
09. desember 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi um lýðræði - Summit for Democracy ​<p>Dear colleagues.</p> <p>Promoting and defending democracy is central to Iceland’s national identity and at the heart of my government’s policies, at home and abroad. Although a solid democratic tradition is well established in Iceland, advancing democratic principles is inherently an ongoing process.</p> <p>In our recent general election, we experienced some irregularities in the counting of votes in one of our constituencies. After a thorough investigation, the majority of Parliament concluded that there was not enough ground to order a repeat vote. It was not an easy decision and the controversy surrounding it serves as a reminder of the importance of the integrity of elections and that they are safeguarded by a trusted legal framework.</p> <p>In recent years, we have sadly witnessed some serious backlash in democracy, human rights and gender equality around the world. This trend must be reversed, inter alia with the help of independent media and strong civil society. In order to fight the erosion of trust in democratic structures, innovative government is needed which engages with society in an inclusive fashion. The COVID-19 pandemic has put a further strain on our democratic societies. During the pandemic, we have seen human rights come under attack – including an alarming rise in gender-based violence.</p> <p>The biggest challenge we collectively face in the longer term is the climate crisis. As global citizens we are all responsible for this man-made crisis and those of us with the resources have a moral duty to assist climate refugees, the number of which is bound to increase as this crisis deepens. As we make the inevitable transformation to a carbon neutral society, and a more circular economy we must ensure that this transition does not lead to new inequalities. Our societies are also going through a continuous digital transformation, a process that we must ensure leads to more equal societies.</p> <p>A key part of Iceland’s determination to advance democracy focuses on gender equality and rights of LGBTI people. My government has agreed on a range of concrete actions to be implemented over the next<span> few</span> year<span>s</span>.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p>In closing, I’d like to thank you, President Biden, for convening this Summit.</p> <p>Iceland is proud to<span> stand with our partners around the world</span> working towards advancing democratic values and fundamental respect for human rights for everyone.</p>
01. desember 2021Blá ör til hægriStefnuræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á 152. löggjafarþingi<p>Kæru landsmenn.</p> <p>Ný og endurnýjuð ríkisstjórn hefur nú tekið við völdum, ríkisstjórn þriggja stærstu flokkana á Alþingi. Verkefni nýs kjörtímabils eru sum stór, önnur smærri og mörg þeirra eru ófyrirséð. Ríkisstjórnin mun ganga til verka sinna full bjartsýni og ég hlakka til að eiga gott samstarf við þingmenn alla, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. </p> <p>Þessi ríkisstjórn er mynduð á breiðum grunni eins og ráða má af málefnasamningi hennar og því hversu ólíkir um margt þeir flokkar eru sem að skipan hennar standa. Vissulega kann einhverjum að þykja það veikleiki að flokkarnir séu ólíkir og væntanlega má færa fram einhver slík rök. En ég er sannfærð um að þegar horft er til þeirra verkefna sem bíða okkar, að þá sé breidd þessarar ríkisstjórnar kostur og geti jafnvel ráðið úrslitum þegar kemur að því að skapa samhljóm með þjóðinni þegar leysa þarf úr stórum og erfiðum verkefnum.</p> <p>Virðulegi forseti.</p> <p>Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna snýst um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar, efnahagslegar- og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða. </p> <p>Við búum að því að hafa getað nýtt styrk ríkisfjármálanna til að styðja við efnahag og afkomu heimila og fyrirtækja í faraldrinum. Sá stuðningur hefur skilað sér í kröftugri viðspyrnu hagkerfisins. Atvinnuástandið hefur batnað hratt og horfur til framtíðar eru bjartari en áður. Þótt óvissan um framvindu faraldursins sé áfram talsverð höfum við lært æ betur að umgangast þetta ástand, þökk sé samstöðu þjóðarinnar og skilningi á því markmiði stjórnvalda að takmarka skaðann. </p> <p>Verkefnið nú er að byggja upp hagkerfið og styrk ríkisfjármálanna að nýju með stuðningi við fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf, aukinni opinberri fjárfestingu í grænum verkefnum, rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Ríkisstjórnin mun standa vörð um almannaþjónustuna og leggja áherslu á að skattkerfið fjármagni samneysluna, jafni tekjur í samfélaginu og styðji við markmið okkar í loftslagsmálum. </p> <p>Ríkisstjórnin leggur áherslu á samráð við aðila vinnumarkaðarins, m.a. á vettvangi þjóðhagsráðs, og mun vinna að því að samspil peningastefnu, ríkisfjármála og ákvarðana á vinnumarkaði stuðli áfram að því að bæta&nbsp; lífskjör. Við þurfum að vinna saman gegn því að samningar séu iðulega lausir mánuðum saman og ekki sé sest að samningaborðinu fyrr en samningar losna og bæta þannig vinnubrögð á vinnumarkaði. </p> <p>Á síðustu árum hefur Ísland verið í forystu í alþjóðlegu samstarfi um þróun velsældarmælikvarða sem byggja á því að gefa heildstæðari mynd af hagsæld, lífsgæðum og líðan landsmanna en hefðbundnir efnahagsmælikvarðar ná að gera. Við munum halda áfram að nýta okkur þá leiðsögn sem þessir mælikvarðar veita til að tryggja félagslegan stöðugleika, bæta lífskjör, efla velferðarkerfið, tryggja aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og menntun og húsnæðis- og afkomuöryggi. Allt er þetta&nbsp; grundvöllur að góðu samfélagi, jöfnuði og velsæld okkar allra.</p> <p>Húsnæðismál verða samþætt við skipulags- og samgöngumál sem verður sífellt mikilvægara ekki síst í ljósi loftslagsmála. Áfram verður rík áhersla á að treysta húsnæðisöryggi með nægri uppbyggingu og félagslegum aðgerðum fyrir tekjulægri hópa, fatlaða og eldra fólk. Áfram verður unnið af krafti samkvæmt höfuðborgarsáttmálanum sem byggist meðal annars á breyttum ferðavenjum í þágu umhverfis og loftslags.</p> <p>Lengri lífaldur og fjölgun eldra fólks á næstu áratugum kallar á nýjar leiðir til að tryggja sem best lífsgæði og gera fólki kleift að vera virkt í leik og starfi eftir fremsta megni. Ná þarf betri sátt um lífeyriskerfið og bæta afkomu þeirra sem lakast standa í hópi eldra fólks. Frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara verður tvöfaldað um næstu áramót og ríkisstjórnin mun vinna grænbók um lífeyrismál í samvinnu við hagaðila. </p> <p>Málefni örorkulífeyrisþega verða tekin til endurskoðunar með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með skerta starfsgetu. Einkum verður horft til þess að bæta afkomu þeirra sem lakast standa og auka möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Ég legg á það þunga áherslu að við náum árangri í að rétta af stöðu örorkulífeyrisþega. Ríkisstjórnin mun jafnframt setja á fót nýja Mannréttindastofnun og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. </p> <p>Mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu er okkur ofarlega í huga eftir undanfarin misseri. Marga lærdóma verður hægt að draga af faraldrinum – fagmennska og fumleysi hefur einkennt skipulag bólusetninga hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum, upplýsingagjöf landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna hefur tryggt ábyrga umfjöllun. Raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar eru mikilvægt framlag til þekkingar heimsbyggðarinnar á útbreiðslu veirunnar. Ég vil, virðulegi forseti,&nbsp; nota þetta tækifæri til að ítreka þakkir mínar til allra þeirra sem hafa staðið í framlínu baráttunnar við veiruna nú í hátt á annað ár. </p> <p>Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hefur verið grundvallaratriði í árangri okkar í heimsfaraldri. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á að draga úr kostnaði sjúklinga og styrkja stöðu og hlutverk Landspítalans. Heilbrigðisstofnanir um landið verða styrktar og geðheilbrigðisþjónusta efld.&nbsp; Aðbúnaður og réttindi barna verða áfram í fyrirrúmi og ríkisstjórnin einsetur sér að halda áfram að efla barnabótakerfið.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Um það verður ekki deilt að loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans. Ísland á að vera fremst meðal jafningja í loftslagsmálum, standa fast við skuldbindingar okkar gagnvart Parísarsamningnum og gott betur en það. Við byggjum aðgerðir okkar og stefnumótun á vísindalegri þekkingu og félagslegu réttlæti þar sem enginn er skilinn eftir. </p> <p>Allar aðgerðir okkar og áætlanir miða að því marki að Ísland verði lágkolefnishagkerfi sem nái kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2040.&nbsp; Ný ríkisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að setja sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands og skýr, áfangaskipt markmið um samdrátt í losun í einstaka geirum í samstarfi við atvinnulífið og sveitarfélögin. Það á ekki að koma neinum á óvart að þessi ríkisstjórn mun ekki gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands, enda væri slík vinnsla í hrópandi ósamræmi við stefnu okkar sem hvílir á hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá verður stofnaður þjóðgarður á friðlýstum svæðum og jöklum á hálendinu í samvinnu við heimamenn og lokið verður við þriðja áfanga rammaáætlunar. </p> <p>Sóknarfæri í hugverkaiðnaði eru óþrjótandi á fjölbreyttum sviðum eins og í heilbrigðis- og lífvísindum, hugbúnaðarþróun, grænni tækni og skapandi greinum. Það sama á við um tækifærin hér á landi í matvælaframleiðslu en hér getum við framleitt heilnæman mat, stutt við loftslagsmarkmið, tryggt fæðuöryggi og betri lýðheilsu allt í senn. </p> <p>Virðulegi forseti.</p> <p>Við munum leggja til breytingar á stjórnarráðinu til að takast betur á við þær áskoranir sem við okkur blasa.&nbsp; Það fyrirkomulag sem við búum við hér á Íslandi er um margt ólíkt kerfinu víða annars staðar á Norðurlöndum þar sem ríkisstjórn hverju sinni skipuleggur ráðuneytin út frá pólitískum áherslum sínum. Mér hefur fundist það kerfi auka hreyfanleika í opinberri stjórnsýslu – umfram það sem verið hefur hér á landi og um margt vera vel til þess fallið að stefnumótun ríkisstjórnar og þings gangi vel fram. Samhliða þingsályktun um þessar breytingar hef ég því hug á að hefja endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands og mun ég leita eftir góðu samráði við alla flokka á Alþingi.</p> <p>Ég hef skipað aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks voru mikilvægt skref í þá átt að koma til móts við stórar kvennastéttir. Nýleg rannsókn Hagstofu Íslands sýndi minnkandi launamun á undanförnum árum hjá ríki, sveitarfélögum og hinum almenna markaði og bendir könnunin til þess að sá munur sem enn er fyrir hendi tengist einkum hinum kynskipta vinnumarkaði. </p> <p>Baráttan gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni verður áfram forgangsmál, forvarnaáætlun fylgt eftir af krafti og frumvarp til að bæta réttarstöðu brotaþola verður lagt fram aftur. Þá verður unnið að sérstakri aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks.</p> <p>Þá verður haldið áfram vinnu við endurskoðun laga um eignarhald á landi og fasteignum. Mikilvægi þess að stjórnvöld hafi stjórntæki þegar um er að ræða ráðstöfun á landi rennur upp fyrir æ fleirum enda ljóst að land mun verða æ eftirsóttari auðlind á komandi árum og áratugum. </p> <p>Mikilvægir grundvallarinnviðir eru best geymdir í almannaeigu en þegar slík fyrirtæki eru á markaði skiptir máli að stjórnvöld hafi ákveðin stýritæki. Frumvarp um rýni á fjárfestingum erlendra aðila á mikilvægum innviðum kemur til þingsins á nýju ári. Löggjöf um tækni-innviði er eðli máls samkvæmt í stöðugri þróun, ýmis nýmæli eru á leið í íslenska löggjöf sem eru til þess fallin að auka öryggi slíkra innviða með heildstæðum hætti óháð eignarhaldi þeirra. </p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Fyrir fjórum árum lagði ég til áætlun um hvernig mætti vinna að breytingum á stjórnarskrá á tveimur kjörtímabilum. Ég mun halda áfram undirbúningsvinnu við breytingar samkvæmt þeirri áætlun sem lögð var fram og síðar á kjörtímabilinu mun ég ræða við formenn flokka um það hvort raunverulegur vilji er til þess að eiga áframhaldandi samráð um tillögur til breytinga. Mín afstaða er áfram sú að afar mikilvægt sé að Alþingi geri breytingu á stjórnarskránni þannig að ný ákvæði, ekki síst um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd öðlist gildi. </p> <p>Það er eðlilegt að það taki tíma að breyta stjórnarskránni og þó að ég hefði svo sannarlega viljað að Alþingi hefði komist lengra á síðasta kjörtímabili, þá skiptir mestu máli að við vöndum okkur og náum niðurstöðu sem sátt ríkir um. Stjórnarskráin geymir sameiginleg réttindi okkar og vanda þarf í alla staði þær breytingar sem gera þarf. </p> <p>Það eru forréttindi að starfa í stjórnmálum, ekki síst um lengri tíma. Ég hef nú setið á þingi í tæp 15 ár. Á þeim tíma hefur Ísland gengið í gegnum hrun og endurreisn, ólíkar ríkisstjórnir, sveiflur í stjórnmálum fyrir utan ýmis utanaðkomandi áföll, og er þar heimsfaraldurinn nærtækt dæmi. Íslenskt samfélag hefur breyst og þróast á þessum tíma og þó að manni finnist stundum miða hægt er það nú svo að okkur hefur miðað áfram á flestum sviðum eins og nýlegar rannsóknir stjórnmálafræðinga hafa m.a. dregið fram. Ekki myndi ég vilja skipta á Íslandi dagsins í dag og Íslandi ársins 2007 þegar ég horfi á stjórnkerfi, atvinnulíf og samfélag. Við gengum í gegnum erfiða tíma eftir hrun, drógum af þeim lærdóm og það urðu raunverulegar breytingar á ýmsum sviðum eins og fram kom í skýrslu þeirri sem ég lagði fyrir Alþingi í fyrra. Mér hefur fundist sérstaklega ánægjulegt hve ólíkir og jafnvel andstæðir hópar hafa samt náð að sameinast um að feta ekki sömu braut aftur. </p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Við sem hér sitjum erum kjörin á þing af tilteknu fólki fyrir tiltekna flokka. En hlutverk okkar er ekki bundið því hverjir kusu okkur til setu hér á Alþingi.&nbsp;Ég lít ekki á mig eingöngu sem forsætisráðherra þeirra sem kusu mig. Ég vil vanda mig í því verkefni að vera forsætisráðherra allra landsmanna.&nbsp;Í stjórnarskránni er skýrt tekið fram að við alla afgreiðslu mála ber okkur að fara að eigin sannfæringu. Þessi regla er mikilvæg og ekki að ófyrirsynju að hún er fest í stjórnarskrá með skýrum hætti. Hún ber með sér þá forsendu að þingmenn geti verið ósammála, þótt þeir stefni að sama marki, að efla þjóðarhag. Rökræða og jafnvel stöku rifrildi eru mikilvæg forsenda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurfum því að sýna skoðunum annarra meiri virðingu en stundum er gert í hanaslag netsins og hollt að muna að það er enginn sem er handhafi alls hins rétta og góða í samfélaginu. </p> <p>Það er skylda okkar, óháð því í hvar í flokki við stöndum hér á þingi – og það er úr ansi mörgum flokkum að velja, átta þegar síðast var talið - &nbsp;að vinna allt sem við getum til að efla og bæta hag almennings. Við viljum tryggja jöfnuð og réttindi allra, við sitjum hér á þingi fyrir hönd allra landsmanna. Látum það endurspeglast í störfum okkar á nýju þingi og nýju kjörtímabili. </p> <p><span>Ég óska landsmönnum öllum til hamingju með fullveldisdaginn og munum það á þessum degi hversu dýrmætt fullveldið hefur reynst okkur og hversu miklu skiptir að varðveita það til allrar framtíðar.</span></p>
25. október 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnun World Geothermal Congress 25. október 2021<p><span>President, distinguished guests, </span></p> <p><span>It is my pleasure to be here with you today at The World Geothermal Congress in Reykjavík, Iceland. It is so good to see you all here, now that it is once again possible to meet in person. So, a very special welcome to Iceland, I do hope you have an enjoyable time. </span></p> <p><span>We are here to discuss global energy and the climate. The climate crisis poses a huge challenge to our world, as those of you in this room and those joining us virtually, know more about than most people. Climate change is widespread, rapid, and intensifying.<strong> </strong>To reverse this emerging catastrophe we must act immediately and robustly. In terms of energy, Iceland’s own climate goals are to reach carbon neutrality before 2040 and full elimination of fossil fuels by 2050. </span></p> <p><span>We have a common goal with the EU and Norway on reduction of emissions – however I think we can do better; Iceland must have an independent and ambitious goal on reduction of emissions – and we can also speed up when it comes to full elimination of fossil fuels. It is my conviction that a new government in Iceland has to make the climate its first priority – we see the effects of climate change all around us and we can influence other bigger nations if we lead by example.</span></p> <p>Dear guests</p> <p><span>The history of geothermal energy in Iceland goes back to the medieval sagas which are a testament to Iceland’s</span><span> strong tradition of describing and documenting events, including various natural phenomena. In particular these are mentioned in the Icelandic annals that cover most of the history of Iceland. They contain information on volcanic eruptions and other events that affected people’s lives throughout the centuries. </span></p> <p>One of the earliest examples is from around 874 when Ingólfur Arnarson, the first Icelandic settler, sailed into the inlet of Reykjavík. It is thought that he named the place Reykjavík, literally smokey bay, because he saw steam coming up from pools of hot water in Laugarnes, a neighborhood just up the road from Harpa.</p> <p><span>Víga-Glúms saga, taking place in the 10th century, tells of people using the hot pool Hrafnagilslaug in Eyjafjörður for bathing. And in the year 1000, when Iceland officially converted to Christianity, members of Alþingi, the Parliament, were christened in the hot pools Vígðulaug in Laugarvatn and Reykjalaug in Lundarreykjadal. </span></p> <p><span>Hrafnagilslaug also played a part in the events of January 26<sup>th</sup> 1254 when Gissur Þorvaldsson, later earl of Iceland, did not catch one of his enemies because he survived by hiding amongst a group of women who were bathing in this same Hrafnagilslaug in Eyjafjörður. </span></p> <p><span>In the year 1665 we have a record of one Árni Oddsson dying while bathing in the hot pool Leirárlaug, as indeed did bishop Ketill Þorsteinsson in 1145. This was noted in the Travel Book of Eggert and Bjarni, first published in Danish in 1772 (Rejse igennem Island), warning that although bathing in these hot pools was thought to be very wholesome it could also cause dizziness and headaches. </span></p> <p><span>The first record of geothermal water temperatures being measured is from the hot pools in Laugardalur in 1772, where the hottest temparture recorded was 89,4 celcius. At this time Eggert Ólafsson, the author of the Travel Book of Eggert and Bjarni, said, and I quote: “What an improvement it would be for the country and even the whole kingdom, if well-equipped public baths were put in place, which people could use when they wished.” This has certainly been done since then.</span></p> <p><span>The first actual geothermal drilling in Iceland happened in August in 1755 and they dug 13 ¾ feet or 4,5 meters. And in 1773 to 1793 salt was processed in Ísafjarðardjúp by using water from hot springs to boil seawater. This was a state-run project, and quite unique at the time. </span></p> <p><span>In Iceland the forces of nature are ever present. The land is constantly pulled apart as the two tectonic plates move in opposite directions. The two sides to this activity are the volcanic eruptions and the geothermal activity.&nbsp; One of the profound changes brought about by advances in science and technology in the 20<sup>th</sup> century is the harnessing of the geothermal energy. The volcanic activity cannot be controlled and continues to be something that Icelanders have had to learn to co-exist with.&nbsp; </span></p> <p>During the 13<sup>th</sup> century the chieftain and historian Snorri Sturluson wrote some profoundly important texts concerning the history of Norway and the pre-Christian religions of the North. After a volcanic eruption on the Reykjanes Peninsula in 1226 a large number of cattle died from the effects of the eruption in west Iceland.&nbsp; Cattle skin was the paper of the 13<sup>th</sup> century.&nbsp; Perhaps Snorri Sturluson made use of all the skin from the dead cattle for his writing?&nbsp; We do not know, but Snorri had a hot pool at his farm, used it frequently, and we all know that hot pools help us relax, clear our heads and possibly make us better writers! Hot water was channeled to this pool from a hot spring and then cooled down with a cold stream. Legend has it that the pool – which is actually quite small - could fit up to 50 people!</p> <p>On the topic of volcanos, the eruption that has been ongoing on Reykjanes Peninsula for most of this year, but has been quiet for the past month or so, is relatively small and has not caused much harm. It has been a hugely popular spot to visit, both for locals and tourists. This is however the first volcanic eruption on the Reykjanes peninsula since the days of Snorri Sturluson – which puts time and history in a new perspective.</p> <p>But not all eruptions in Iceland are so tame as the latest on in Reykjanes. The greatest volcanic disaster in our history was the eruption of Laki in 1783. It may have killed around 20% of Iceland’s population at the time. The toxic haze from the eruption did the most harm, not only did it cover Iceland, but reached most of Europe and had a significant effect there as well, some say it indirectly caused the French revolution. Geothermal activity was not a prominent part of these events. But as we know, the volcanic activity provides the geothermal areas with the necessary energy.&nbsp;</p> <p>To this day, hot pools play a hugely important role in our society. If you want to know what’s going on, who is not speaking to whom or who is getting a divorce or where to get the best potatoes or who is going to, let’s say, do well in an upcoming election, you go soak in one of the many public hot tubs with the locals. These hot tubs can be found in all the public swimming pools in Reykjavík and in any town or village around the country. Gathering in one of these hot tubs is something of a national past-time of the Icelanders. It is deeply engrained in our culture and communities to gather and spend time with one another in these places of warmth.</p> <p><span>Dear guests.</span></p> <p><span>Today, Iceland has not reached its final destination in geothermal utilization development. Our scientists, researchers, engineers, and entrepreneurs continue to develop new ideas, technologies, and utilization methods. </span></p> <p><span>We are witnessing some exciting developments in how to use our geothermal resource even more efficiently. For instance, through innovation in green industrial parks where the focus is on the circular economy and maximizing the geothermal resource so it may be used to its fullest potential. </span></p> <p><span>We also have some exciting new developments and technology breakthroughs in both carbon mineralization and associated product development.</span></p> <p><span>With all these current and prospective energy developments and breakthroughs we may possibly look to a future brighter than the climate disaster now in the cards. But we must work together in implementing these, and, when it comes to climate change, we must work fast.</span></p> <p><span>I encourage you all to visit one of our many swimming pools while staying here in Iceland and I wish you a very productive convention in these few days. </span></p>
25. október 2021Blá ör til hægriStörf kvenna þarf að meta að verðleikum - grein Katrínar Jakobsdóttur í Morgunblaðinu 23. október 2021<div> <p>Hinn 24. október árið 1975 lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf. Konur gengu út til að sýna samfélaginu, og kannski fyrst og fremst körlum, fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og á heimilum. Enda kom á daginn að gangverk samfélagsins stöðvaðist þegar konur lögðu niður störf. Með þessu vildu konur sýna fram á verðmæti vinnuframlags síns og kröfðust þess að það yrði metið að verðleikum og þær fengju notið sömu réttinda og launakjara og karlar.</p> <p>Meðal skipuleggjenda fyrsta kvennafrídagsins voru rauðsokkahreyfingin, kvenfélög og stéttarfélög. Viðburðurinn vakti heimsathygli – og gerir enn. Þegar ég ferðast erlendis og ræði jafnréttismál er ég iðulega spurð um daginn þegar konur lögðu niður störf á Íslandi. Svarthvítar myndir frá mannþrönginni á Lækjartorgi og Arnarhóli eru fyrir löngu orðnar hluti af sögunni og greyptar í minni þjóðarinnar.</p> <p>Við getum verið stolt af þessum hluta sögunnar en því miður eru gömlu baráttumálin – jafnrétti á vinnumarkaði – enn á dagskrá. Enn sjáum við óútskýrðan kynbundinn launamun þó að hann hafi dregist saman síðustu ár. Og enn krefjumst við þess að störf kvenna séu metin til jafns á við störf karla. Saga jafnréttismála sýnir okkur að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér. Fyrir því þarf að berjast og til að koma á jafnrétti verður að grípa til stjórnvaldsaðgerða.</p> <p>Á liðnu kjörtímabili stofnaði ég tvo starfshópa með það fyrir augum að færa okkur nær launajafnrétti. Annars vegar starfshóp um launagagnsæi því að sýnt hefur verið fram á að birting upplýsinga um kynbundinn launamun á vinnustöðum eykur jafnrétti á vinnumarkaði. Hins vegar starfshóp um mat á virði starfa. Hópurinn lagði fram tillögur um þróunarverkefni og í framhaldinu var skipaður aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.</p> <p>Þó að ýmislegt hafi áunnist í baráttunni fyrir kynjafnrétti erum við ekki komin í mark. Auk þess þarf að verja þær vörður sem þegar hafa áunnist á leiðinni. Við verjum árangurinn með því að vera sífellt vakandi fyrir misrétti, leyndu og ljósu, með því að setja jafnréttismál í forgrunn allra ákvarðana stjórnvalda og með því að taka árangri aldrei sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana til að sjá varhugaverða þróun þegar kemur að kynjajafnrétti. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna hefur meðal annars verið takmarkaður með nýrri löggjöf um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum. Og í heimsfaraldrinum hefur heimilisofbeldi aukist um heim allan. Á hinn bóginn er ég ánægð með þann árangur sem við höfum náð hér á landi með nýrri löggjöf um þungunarrof sem styrkir sjálfsákvörðunarrétt kvenna og fullfjármagnaðri áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025.</p> <p>Í dag berjumst við fyrir sömu réttindum og konurnar sem lögðu niður störf á þessum degi gerðu árið 1975. Við berjumst áfram saman fyrir konurnar sem börðust fyrir réttindum sínum og okkar, fyrir okkur sjálf í nútímanum og fyrir næstu kynslóðir. Til hamingju með daginn!</p> </div> <p><em>Höfundur er forsætisráðherra.</em></p>
14. október 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnun þings Hringborðs norðurslóða 14. október 2021<p>Chairman of the Arctic Circle Assembly, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, former President of Iceland,</p> <p>Excellencies, distinguished guests,</p> <p><span>It is an honour to be here with you today. It is a calm and sunny day here in Reykjavík, but we who live in the high north face storm clouds on the horizon. </span></p> <p><span>The Arctic as we know it is changing fast. It may become unrecognizable in a few decades if we do not act. Indeed, the entire planet is changing due to climate change, and is paying the price of our past actions. But the Arctic is where we can see this change most clearly – it is here that the warning signals are loudest. We need to listen and we need to act.</span></p> <p><span>We see this change in shrinking glaciers, sea ice and permafrost. We see it in heat records being beaten north of the Arctic Circle. We see it in unprecedented fires in the tundra and the great boreal forests of the north. </span></p> <p><span>What is especially worrying is that some of these changes can lead to a vicious climate cycle. Less ice cover means less reflection of solar energy. The melting of permafrost releases methane, a potent greenhouse gas. We need to halt catastrophic climate change before we reach dangerous tipping points for the climate. This is the message of science. This is the message of the Arctic.</span></p> <p><span>We can all agree on the fact that today‘s scientific knowledge is certain on this front. </span></p> <p><span>Last week three scientists - Syukuro Manabe, Klaus Hasselmann and Giorgio Parisi - were awarded the 2021 Nobel Prize in physics for their ground-breaking work on building reliable computer models of the Earth‘s climate, that can predict the impact of global warming. Their research shows how the climate responds in the long-term to rising greenhouse gas emissions, and has helped us understand the impact of global warming. It adds to the decisive scientific evidence that tells us that the current trend of climate change is a planetary emergency. Last August´s IPCC report told us very clearly that no region in the world is immune to the changes happening to the Earth‘s climate system. </span></p> <p><span>The worst climate scenarios presented by science are gloomy. Is there hope for the future? Yes, there is. Human action is responsible for the current trend. Human action can halt this trend. </span></p> <p><span>I am convinced that technology and innovation can help us in the fight against climate change. I am convinced that the cost of green solutions to avert catastrophe is lower than we often think, and most certainly much less than the cost of inaction. </span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>For the past 18 months the world has been engulfed by the COVID-19 pandemic and its consequences. The pandemic has shown us how taking bold actions based on science has worked and mitigated the effects of the pandemic, and how not taking these actions can have dire consequences. There are many lessons to be learned from these past 18 months. Lessons, that can help us make better and wiser decisions today in order to help stave off future crisis. For example the importance of international cooperation, of taking scientific facts and findings seriously, of reducing inequalities in societies and of having the courage to take make bold decisions for transformative change. </span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>The Arctic Circle Assembly has become a central forum for a joint reflection on the state of the Arctic. This is a venue for a constructive dialogue between the diverse people that make up this region; and between the peoples of the Arctic and the rest of the world. We here in Iceland are very proud of this assembly and earlier this year the Icelandic government decided to give some funding to a new non-governmental institute, the Ólafur Ragnar Grímsson Arctic Institute, which will be the home of Arctic Circle and a hub for a dynamic and powerful dialogue and research on the Arctic and climate. </span></p> <p><span>Last May, Iceland successfully concluded its two year chairmanship of the Arctic Council, a tenure certainly made more challenging by the reality of COVID-19. The theme of our Chairmanship -<em>Together Towards a Sustainable Arctic</em> - reflects Iceland’s commitment to the principle of sustainable development and our belief in the need for close cooperation in the region and beyond. Iceland has aimed to strengthen the Arctic Council as the main intergovernmental forum on Arctic affairs. Our focus has been on green solutions in the area, the people and communities of the Arctic, and the Arctic marine environment. </span></p> <p><span>Under Iceland‘s chairmanship the Arctic Council has, for the first time, adopted a 10-year strategic plan to help guide the Council‘s work, aiming to improve transparency and accountability. This is an important step to a long-term vision and commitment to sustainable development benefitting the people, wildlife and habitats of the Arctic region. </span></p> <p><span>Our goal must continue to be to keep the Arctic as a low-tension area and an area of exemplary international cooperation. The Arctic is no place for increased armaments and military action. We need to bridge our differences and solve our problems by conversation and cooperation. That is why we are here, in the Arctic Circle Assembly; because here we can meet face to face, understand each other better and help build a future of peace and sustainability in the High North. </span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>Every time I address important gatherings, such as this one, I make a point of emphasizing the importance of diversity, gender-equality and parity in our decision-making bodies, and in our societies and communities at large. Only when we have equal representation and equal rights for all people, can we achieve our goals for sustainable development and a prosperous future for all. </span></p> <p><span>Iceland has led the work of the Arctic Council in this field since 2013 and will continue to lead projects on diversity and gender equality in the Arctic. </span></p> <p><span>Reducing inequality, both within and between countries, will help us mitigate some of the effects of climate change. We must also bear in mind that climate change affects genders differently and we must take that into consideration in our plans and actions. </span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>The United Nation‘s Climate Change Conference - COP26 as it is called - is right around the corner. The Glasgow COP has been called the most important climate conference since the historic Paris meeting in 2015. I think this is no exaggeration.</span></p> <p><span>We need COP26 to be a success, for the future of humankind and the planet. The meeting is of special importance to the Arctic region. The unprecedented environmental change taking place in the Arctic and other areas around the globe requires immediate action. Without bold collaborative action we risk a future catastrophe in the Arctic and beyond. </span></p> <p><span>The stakes are high, but we should not lose hope. Green solutions come with a price tag, but they also bring new jobs, new opportunities, new benefits. Climate action can drive economic, social and development objectives. Think-tanks around the world, such as The New Climate Economy, have shown that the green transformation of our economy is both complementary to and essential for economic development. Green transformation is in fact the growth story of the 21st century.</span></p> <p><span>We already have most of the tools and knowledge necessary to make the change we need. Increased support for green innovation will help us to reach the extra mile.&nbsp; </span></p> <p><span>Governments must be bold in bringing on more ambitious climate measures. The Arctic nations must have the vision and courage to act fast and decisively and to lead by example. We do not have the luxury of time to wait for others to act. We must have the courage to lead and we must act together for the sake of our people, for the sake of the Arctic, and for the sake of future generations.</span></p> <p><span>Thank you.</span></p>
24. september 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. september 2021<p>The government of Iceland welcomes the UN initiative to gather members at this Food Systems Summit.&nbsp;</p> <p>It is now evident that we exceed Planetary boundaries in a number of ways, taking more from Mother Nature than is sustainable.</p> <p>How we produce, distribute, and consume food is not only harmful to our environment and our existence, but also wasteful.</p> <p>All the while we have to 2 billion people that are malnourished or hungry so we have failed to make progress towards the elimination of hunger.&nbsp;</p> <p>So with all the hopeful resolutions and re-energized promises coming out of this Summit we must not fail those who are in desperate need as we speak.</p> <p>International cooperation is the national pathway for Iceland towards improvements in our approach to food.</p> <p>Being an island nation in the North Atlantic, &nbsp;a healthy ocean is to our existence what fertile soil is to many others.&nbsp;</p> <p>Therefore, we welcome the proposed Blue Food Alliance.</p> <p>It can highlight the significance of aquatic food in providing valuable nutrition in the diet of billions of people.&nbsp;</p> <p>This alliance should re-energize our effort in areas where there is broad consensus, but implementation falls short.&nbsp; One such area is the evil of <em>Illegal, unregulated, and unreported fishing</em>.</p> <p>Eliminating IUU fishing is pro-poor, pro-nutrition, and pro-nature.</p> <p>Iceland is mindful of the cross-cutting reach of our action tracks.&nbsp; Therefor we do not only declare our support to the school feeding coalition but remind us all of the importance of aquatic nutrition to the growth and well-being of children seeking education.</p> <p>Finally,</p> <p>The current unsustainable state of our food systems is also an expression of a bankrupt value system. There are still influential actors who profit enormously from the plundering of the planet.</p> <p>It takes courage to simultaneously transform our value systems and food systems.</p> And this we must do; as we are now in a transition from urgency to emergency.<br /> <br />
22. september 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á málþingi Alþjóða jafnlaunabandalagsins 17. september 2021<p><span>The COVID-19 pandemic has been tough on the labour market all over the world. According to the International Labour Organisation the pandemic has had a greater impact on women and the prediction is that the recovery from COVID-19 will be slower for women than men.</span></p> <p><span>With this in mind, we must do all we can to keep on working hard for gender equality and our goal should be an absolute elimination of the gender pay gap. With this hugely important task before us, stakeholders must work closely together. By joining the EPIC, we, the Icelandic government, are demonstrating our commitment to crushing the gender pay gap and to share knowledge and best practices with other members. </span></p> <p><span>A new study on equal pay in Iceland shows that the gender pay gap is mainly due to a gender segregated labour market. </span></p> <p><span>The pandemic has highlighted the value and importance of women dominated fields. In most places it is mostly women who take care of the sick, the elderly and small children. Due to the nature of the work, caretaking jobs cannot be done remotely and they cannot be put on hold until the pandemic is over. </span></p> <p><span>We know that women dominated fields in the labour market have long been undervalued. And that historically many of these jobs were done by women inside the homes and without salary. </span></p> <p><span>The abilities and skills these tasks demand have been greatly underestimated. And on our road to recovery from COVID- 19, it is in my mind hugely important for us to re-examine how we as societies value these immensely important jobs. </span></p> <p><span>My government has taken the step of establishing a task force that will come up with actions to change this gender segregated labour market and the undervaluation of women dominated jobs.&nbsp; </span></p> <p><span>Equal pay is so much more than just the pay check. Equal pay and economic independence are the foundation for gender equality, which has broad implications, including increased safety for women and girls from genderbased violence.&nbsp; </span></p> <p><span>When it comes to the challenge of equal pay we must see cooperation between a diverse range of stakeholders. The Icelandic government is happy to have been an active member of EPIC from its founding and a member of the EPIC steering committee. </span></p> <p><span>In Iceland we´d like to see equal and inclusive world of work where all genders receive equal pay for work of equal value. With our efforts to close the gender pay gap we have made some substantial gains and we are always willing to share our experience. </span></p>
22. september 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á viðburði forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um launajafnrétti 17. september 2021<p><span>Kæru gestir, </span></p> <p><span>Mikið er ánægjulegt að vera með ykkur hér á þessum sameiginlega viðburði forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar í tilefni af alþjóða jafnlaunadeginum. </span></p> <p><span>Það var að frumkvæði Íslands sem tillaga var samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að halda slíkan jafnlaunadag árlega og síðar í dag mun ég ávarpa málþing sem Alþjóðlega jafnlaunabandalagið stendur fyrir í tilefni dagsins. Þar mun ég meðal annars leggja áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og allra aðila sem hafa með jafnlaunamál að gera. Við vitum að það er horft til okkar á Íslandi sem lands sem náð hefur miklum árangri í jafnréttismálum og við tökum því alvarlega að vera fyrirmynd á þessu sviði. </span></p> <p><span>Og hver er staðan í jafnlaunamálum á Íslandi í dag? Nýleg launarannsókn sem Hagstofa Íslands vann fyrir forsætisráðuneytið sýnir okkur að launamunur kynjanna fer minnkandi.&nbsp; Hvort sem horft er til atvinnutekna, á óleiðréttan eða leiðréttan launamun, þá er þróunin allsstaðar sú sama - launamunur milli karla og kvenna minnkar. Þetta eru ánægjulegar fréttir sem sýna okkur að aðgerðir stjórnvalda hafa skilað árangri. Árangurinn er þó ekki nægur, launamunur milli kynja er enn til staðar og það getur vart talist boðlegt að við skulum enn árið 2021 búa við þann veruleika að kynferði skipti máli við launasetningu. </span></p> <p><span>Rannsóknin sýndi einnig skýrt að launamunur kynjanna, án tillits til eðlis starfs og starfsgreinar, svokallaður óleiðréttur launamunur, skýrist fyrst og fremst af mismunandi starfsvali og mörkuðum þ.e. kynskiptum vinnumarkaði. </span></p> <p><span>Verkefnið framundan er því að skoða þennan kynskipta vinnumarkað og verðmætamat starfa. Við sjáum að hin hefðbundnu kvennastörf hafa í gegnum tíðina verið vanmetin í samanburði við hefðbundin karlastörf. Starfshópur sem ég skipaði um endurmat á störfum kvenna skilaði nýlega niðurstöðum þar sem meðal annars eru settar fram tillögur að þróunarverkefni um mat á virði starfa.</span></p> <p><span>Mikilvægi hinna hefðbundnu kvennastarfa kom bersýnilega í ljós í heimsfaraldrinum. Kennsla barna, umönnunarstörf af ýmsu tagi auk framlínustarfa hafa sýnt mikilvægi sitt sem aldrei fyrr og þessi störf teljast öll til hefðbundinna kvennastarfa. </span></p> <p><span>Það er vandséð að mikilvægi þessara starfa hafi áður verið dregið fram með jafn skýrum hætti og á tímum heimsfaraldursins. Starfsfólk við umönnun sjúkra og aldraðra, ræstitæknar og leikskóla- og grunnskólakennarar hafa þurft að standa vaktina á erfiðum og krefjandi tímum á meðan margar aðrar stéttir hafa getað stundað sína vinnu í öruggu umhverfi heimilis í fjarvinnu og sinnt samskiptum í gegnum fjarfundabúnað. </span></p> <p><span>Þá er ljóst að heimsfaraldurinn hefur á heimsvísu haft umtalsvert meiri áhrif á konur á vinnumarkaði heldur en karla. Alþjóðavinnumálastofnunin áætlar að staða karla muni batna hratt þegar kórónuveirakreppan fer að slaka á klónni en það sama á ekki við um stöðu kvenna. Mun fleiri konur standa eftir utan vinnumarkaðar vegna afleiðinga kreppunnar og möguleikar þeirra á að endurheimta starf sitt eru mun lakari en karla að mati stofnunarinnar.</span></p> <p><span>Við megum ekki gleyma því að jafnlaunamál snúast um fleira en krónur og aura. Það snýst um jafnrétti á öllum sviðum. Fjárhagslegt sjálfstæði er lykillinn að frelsi kvenna og skiptir til að mynda gríðarlega miklu þegar kemur að baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. </span></p> <p><span>Ég veit að umræðurnar hér í dag eiga eftir að verða gagnlegar og skila okkur fram á veginn. Einkunnarorð kvennahreyfingarinnar um „sömu laun fyrir sömu vinnu“ eiga enn við og nú höldum við áfram. </span></p> <p><span>Til hamingju með daginn öll!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
17. september 2021Blá ör til hægriÁfram til jafnréttis - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 17. september 2021<p>Í<span> </span>tilefni af alþjóðlegum jafnlaunadegi sem Ísland hafði frumkvæði að því að haldinn yrði árlega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, er ástæða til að meta árangur okkar í jafnlaunamálum.</p> <p>Ný rannsókn sem Hagstofa Íslands gerði í samstarfi við forsætisráðuneytið leiðir í ljós að dregið hefur hægt og bítandi úr launamun karla og kvenna á síðustu árum, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðrétts eða leiðrétts launamunar.</p> <p>Á árunum 2008-2020 minnkaði munur á atvinnutekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur, sem metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika og þætti í sömu störfum fái sambærileg laun, minnkaði úr 6,4% í 4,1%.</p> <p>Þetta eru góð tíðindi og gefa vísbendingar um að barátta síðustu áratuga og aðgerðir stjórnvalda hafi skilað árangri. Árangurinn er þó ekki nægur, því eftir stendur sá launamunur sem skýrist fyrst og fremst af mismunandi starfsvali og starfsvettvangi kynjanna, það er hinum kynskipta vinnumarkaði.</p> <p>Verkefnið fram undan er því að skoða þennan kynskipta vinnumarkað og verðmæti ólíkra starfa.</p> <p>Hefðbundin kvennastörf hafa verið vanmetin í samanburði við hefðbundin karlastörf. Eftir reynslu undanfarinna missera ætti engum að dyljast að störf við umönnun, kennslu og ræstingar, sem allt eru hefðbundin kvennastörf, gera okkur kleift að halda samfélaginu gangandi.</p> <p>Starfshópur sem ég skipaði í fyrra um endurmat á störfum kvenna skilaði nýlega niðurstöðum sínum í Samráðsgátt stjórnvalda.</p> <p>Þar eru settar fram tillögur að aðgerðum til að leiðrétta vanmat á kvennastörfum, sem meðal annars byggjast á þróunarverkefni um mat á virði starfa.</p> <p>Tillögunum verður nú fylgt eftir af aðgerðahópi um launajafnrétti, því við megum aldrei gleyma því að jafnlaunamál snúast ekki eingöngu um krónur og aura heldur jafnrétti og réttlæti. Fjárhagslegt sjálfstæði er lykillinn að frelsi kvenna og grundvallaratriði í baráttunni gegn öðru kynbundnu misrétti.</p>
12. september 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við afhendingu bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 11. september 2021<p><span>Dear guests,&nbsp;</span></p> <p>I am delighted to be here with you today at the Reykjavík International Literary Festival to present the Halldór Laxness International Literary&nbsp; Prize.&nbsp;</p> <p>This is the second time we present this award, one that acknowledges internationally acclaimed authors for their contribution to “a renewal of the narrative tradition”, which was the reasoning behind Halldór Laxness winning the Nobel Prize in 1955.&nbsp;</p> <p>Let me start off by saying that this event brings me great joy. We are gathered here to celebrate literature and all that literature brings us. We are deeply appreciative to the novelists who with their depth of thought, perception, and imagination, create stories that have the power to enrich our lives and in many cases, shape our culture and by extension, our societes.&nbsp;</p> <p>I now, I am proud to present the Halldór Laxness International Literary&nbsp; Prize to Elif Shafak, the British-Turkish novelist.&nbsp;She is a bestselling author worldwide and her work has been translated into 55 languages.&nbsp;</p> <p>I will now read the words of Ian McEwan, who is on the selection committee for the awards and winner of the Halldór Laxness Literary Prize in 2019:</p> <p>„Elif Shafak is a unique and powerful voice in world literature - unique because she marries moral and political force with beautiful prose and an instinctive understanding of the fabulous intricacies of the narrative art. She is an expert welder of the hyper-real with the actual, as in her superb novel, 10 Minutes 38 Seconds in this Strange World. She understands love in the most generous sense, and she knows all about the blind power of history in private lives. Shafak's invitation to men to play an active role in the feminist project subtly informs her most intimate and tender scenes. Her luminous, magically real novels bear the hallmark of deep intellectual reach; she's unfailingly&nbsp;wise about the human heart and courageous in bringing us face to face with the reckless cruelty of social injustice.“</p> <p>Elif Shafak has not only given countless readers wonderful stories, she is a hugely important advocate for others, using&nbsp;<em>her</em>&nbsp;voice to give voices to those who&nbsp;<em>have none</em>. Throughout her distinguished career, she has been a strong advocate for survivors of gender-based violence as well as members of the LGBTQ+ community. She has highlighted the importance of taking care of mental health and has written about the unique pressures of our modern times where we are constantly bombarded with information.</p> <p>Elif Shafak´s contribution to the discussion of our times couldn´t be more relevant and important. In the past years we have seen a setback in womens rights worldwide, their reproductive health is under threat and we´ve seen how difficult it is for women to find justice in the far too widespread epidemic of gender-based violence. During the COVID-19 pandemic we have seen a surge in cases of sexual and gender-based violence, all around the world. We have also seen alarming new laws put in place in countries around the globe that weaken the protection of LGBTQ+ people.&nbsp;</p> <p>Elif Shafaks activism through her work as a writer makes a profound impact. Through her stories, with her mastery of language and images, with the deep empathy which she draws her characters, she reaches people in the way only great literature can, through their minds and into their hearts.&nbsp;</p> <p>Literature gives us a incomporable way of appreciating other people´s circumstances; their living conditions, their inner lives, their relationships, their phsyches, the human condition if you will. We get access to people´s inner most thoughts, their doubts, their strengths and flaws, we are allowed to explore their motives and understand what drives them. And with this all comes deeper understanding of our neighbors, our loved ones, of all our fellow people.&nbsp;</p> <p>I read a bit of literature every day. It doesn´t matter how busy I am. It might be a poem, a few chapters in a crime novel, a bit of a memoir, I really value and frankly need this glimpse into another world, a place where I can just observe, appreciate, and then take something valuable back with me to my daily life. A deeper understanding of people is one of the obvious things literature gives us, and with that comes more empathy and tolerance. We all need that, not in the least us politicians who´s job in its essence is about people and how to best create the conditions for them to have the best lives possible.&nbsp;</p> <p>Elif Shafak, congratulations on the Halldór Laxness International Literary&nbsp; Prize. I hope you have a lovely stay here in Iceland and I hope to read many more of your fantastic stories that help make us better people and our societies better places to live.&nbsp;</p> <p><span>&nbsp;</span></p>
16. ágúst 2021Blá ör til hægriSaman til framtíðar - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst 2021<p>Ríkisstjórnin sem nú situr er fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin á Íslandi sem situr heilt kjörtímabil og sú fyrsta til að klára kjörtímabil sitt frá árinu 2013. Stjórnin var mynduð þvert á hið pólitíska litróf með skýra sýn á uppbyggingu og umbætur á fjölmörgum sviðum almannaþjónustunnar. Þar má nefna þessi tíu stóru mál:</p> <p>1) nýtt og réttlátara skattkerfi sem tryggir aukinn jöfnuð og eykur ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu,</p> <p>2) vinnuvikan var stytt til að auka lífsgæði vinnandi fólks,</p> <p>3) kostnaður sjúklinga var &nbsp;lækkaður kerfisbundið til að tryggja aðgang allra að heilbrigðisþjónustu,</p> <p>4) lengra fæðingarorlof sem eykur jafnrétti kynjanna og samveru barna og foreldra,</p> <p>5) félagslega húsnæðiskerfið eflt sem tryggir fleirum þak yfir höfuðið,</p> <p>6) fyrsta raunhæfa aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum leit dagsins ljós,</p> <p>7) framlög til baráttunnar gegn loftslagsvánni voru áttfölduð,</p> <p>8) mikilvægar umbætur í mannréttindamálum gerðar með lögum um kynrænt sjálfræði og réttarstöðu trans og intersexbarna og nútímalegri löggjöf um þungunarrof,</p> <p>9) forvarnaáætlun gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem er risastórt skref til að útrýma þeirri meinsemd sem kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er í samfélaginu,</p> <p>10) átaksverkefni í uppbyggingu innviða sem sést í stórfelldum framkvæmdum í samgöngumálum og orkumálum um land allt sem margar hverjar voru löngu tímabærar.</p> <p>Þessi mál eru næg ástæða fyrir stuðningsfólk stjórnarflokkanna til að fagna líðandi kjörtímabili en margt fleira er þó ótalið. Samstarf stjórnarflokkanna hefur gengið vel og orðið þéttara eftir því sem meira blés á móti. Þegar heimsfaraldur skellur á er ekki annað í boði en að leggja sig öll fram um að finna bestu lausnirnar fyrir samfélagið allt. Það er það sem þessi ríkisstjórn hefur gert undanfarna 18 mánuði. Hún hefur forgangsraðað lífi og heilsu fólksins í landinu og ráðist í markvissar efnahagslegar og félagslegar aðgerðir til að lágmarka samfélagsleg áhrif. Það hefur borið góðan árangur þannig að faraldurinn hefur óvíða haft vægari áhrif á líf flestra en hér, bæði þegar litið er til árangurs af sóttvarnaráðstöfunum og þess að tekist hefur að tryggja kaupmátt launafólks og efnahagslegan stöðugleika á þessum erfiðu tímum. Það skiptir nefnilega máli að hafa félagslega sýn við völd þegar áföll dynja á.</p> <p>Í kosningunum framundan verður þó ekki aðeins kosið um góðan árangur fortíðarinnar heldur einnig um Ísland framtíðarinnar og hvernig tryggja megi samfélagslegar framfarir, velsæld og jöfnuð fyrir fólkið í landinu, árangur í loftslagsmálum og blómlegt efnahags- og atvinnulíf.</p> <p>Efnahagslíf framtíðar þarf að vera undirstaða jöfnuðar. Við eigum að skapa fjölbreytt störf og græn störf. Við eigum að styðja áfram við nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjölbreyttur vinnumarkaður er um leið öruggur vinnumarkaður því áföll í einstökum atvinnugreinum hafa þá hlutfallslega minni áhrif. Við höfum stigið stór skref á þessu kjörtímabili til að styðja betur við grunnrannsóknir, nýsköpun og þekkingargeirann. Efling Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs, endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar og stofnun vísisjóða eru allt stórir áfangar á réttri braut sem gerir fleirum kleift að þróa hugmyndir sínar og skapa úr þeim verðmæti. Við eigum að halda áfram á þeirri braut, efla sjóðina enn betur, styrkja stöðu háskólanna í þessu umhverfi og gera tímabundin framlög vegna heimsfaraldurs varanleg. Við eigum að tryggja matvælaöryggi, styðja betur við innlenda matvælaframleiðslu, auka framlög í matvælasjóði og setja fram tímasetta áætlun um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu enda eigum við ómæld tækifæri í framúrskarandi íslenskum matvælum.</p> <p>Á þessu kjörtímabili höfum við unnið markvisst samkvæmt því leiðarljósi að hlutverk stjórnmálanna sé að auka velsæld og hamingju fólks. Í því skyni þróuðum við nýja velsældarmælikvarða í breiðu samráði og settum í fyrsta sinn fram sérstakar velsældaráherslur í fjármálaáætlun. Ástæðan er einföld. Velsæld fæst ekki eingöngu með efnahagslegum árangri. Hún snýst líka um gott samfélag og heilnæmt umhverfi. Meðal annars þess vegna lagði núverandi ríkisstjórn áherslu á að stytta vinnuviku, lengja fæðingarorlof, tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna með nýrri þungunarrofslöggjöf, efla geðheilbrigðisþjónustu, vinna gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, friðlýsa náttúruperlur og að tryggja afkomu almennings –&nbsp; allt snýst þetta um raunveruleg lífsgæði og hamingju fólks.</p> <p>Velsældarhugmyndafræðin byggist á rótgrónum hugmyndum um jöfnuð og sjálfbærni og á næsta kjörtímabili eigum við mikil tækifæri til að gera enn betur og auka þannig raunveruleg lífsgæði fólksins í landinu. Stór verkefni eru framundan, einkum þegar kemur að tryggu húsnæði fyrir okkur öll og mikilvægur þáttur í því verður að stíga fleiri skref til að efla félagslega húsnæðiskerfið. Þannig tryggjum við líka stöðugleika á hinum almenna húsnæðismarkaði. Gera þarf breytingar á framfærslu öryrkja til að tryggja betur stöðu hinna tekjulægstu í þeim hópi. Halda þarf áfram að styrkja barnabótakerfið en þar höfum við á kjörtímabilinu hækkað verulega barnabætur tekjulægri hópa. Jöfnuður og jafnrétti eru lykillinn að velsæld og tryggja öllum jöfn tækifæri.</p> <p>Loftslagsváin verður stærsta viðfangsefnið framundan en ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir að núverandi markmið þjóða heims í loftslagsmálum duga ekki til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Núverandi ríkisstjórn hefur sett þessi mál á dagskrá með afgerandi hætti en við Íslendingar þurfum að gera enn betur í okkar áætlunum, bæði í markmiðum og aðgerðum. Við eigum sóknarfæri í orkuskiptum í þungaflutningum, sjávarútvegi og aðgerðum í landbúnaði og landnýtingu sem við þurfum að fullnýta. Við þurfum að flýta öllum okkar aðgerðum, hvort sem þær varða samdrátt í losun eða kolefnisbindingu. Við þurfum líka að tala hátt og skýrt á alþjóðavettvangi um loftslagsvána því stórlosendur, hvort sem um er að ræða stórþjóðir eða stórfyrirtæki, þurfa að gera miklu betur. Við þurfum að vera reiðubúin að taka á móti fleira fólki sem flýr afleiðingar loftslagsbreytinga. Og við þurfum að tryggja að græna umbreytingin verði réttlát og að markmið okkar um samdrátt í losun fari saman við aukna velsæld fólksins í landinu.</p> <p>Ísland er sannarlega land tækifæranna. Við höfum öll sem eitt staðið okkur frábærlega og komist saman í gegnum eitt mesta áfall lýðveldissögunnar, heimsfaraldur og afleiðingar hans. Það skiptir máli hvernig við byggjum upp til framtíðar og um það er kosið í haust.</p>
03. júlí 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Oddahátíð 3. júlí 2021<p><span>Kæru gestir á Oddahátíð!</span></p> <p><span></span><span>Sumir staðir á Íslandi geta kallast hluti af okkar sameiginlega minni. Staðir sem við höfum jafnvel ekki heimsótt en eiga svo ríkan þátt í sögu okkar að okkur finnst við hafa komið þangað. Þingvellir eru sá staður á Íslandi sem augljósast er að er hluti af þessu sameiginlega minni en aðra staði má nefna; Skálholt og Hóla, Reykholt og Odda.</span></p> <p><span></span><span>Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins var ákveðið árið 2019 að hleypa af stokkunum verkefni um íslenska ritmenningu, RÍM eða Ritmenning íslenskra miðalda. Stjórnvöld ákváðu þá að veita 35 milljónum króna á ári í fimm ára átaksverkefni til að rannsaka íslenska ritmenningu með sérstakri áherslu á þá staði sem gegndu þar lykilhlutverki. Oddi er einn af þeim stöðum en einnig Staðarhóll, Reykholt og fleiri. </span><span></span></p> <p><span></span><span>En komum þá að þessum stað. Oddi á Rangárvöllum kann að vera hluti af okkar sameiginlega minni að því leytinu til að flestir kannast við ýmsa þá sem hér hafa búið fyrr á öldum. Staðurinn </span><span>er tengdur minningu eins fyrsta prestsins á staðnum, Sæmundar Sigfússonar. Í Íslendingabók Ara fróða segir frá því að á milli 1076 og 1083 „kom Sæmundur Sigfússon sunnan af Frakklandi hingað til lands og lét síðan vígjast til prests“. Þetta er elsta heimildin sem þekkt er um Sæmund en hún er raunar að einhverju leyti frá honum sjálfum því að í upphafi Íslendingabókar segir að Ari hafi látið þrjá menn lesa hana yfir, biskupana í Skálholti og á Hólum og Sæmund prest. Þetta gerðist á efri árum Sæmundar, eftir 1122 en fyrir lát hans árið 1133.</span></p> <p><span></span><span>Á þessum tíma gat Frakkland jöfnum höndum merkt franska konungsríkið, sem þó var iðulega nefnt Valland, eða héruð í suðurhluta Þýskalands sem á latínu kölluðust Franconia. Þar sem ekkert nánar er vitað um nám Sæmundar koma ýmsir staðir í Frakklandi og Þýskalandi til greina og hafa fræðimenn r</span><span>æ</span><span>tt málið rækilega </span><span>á </span><span>seinni árum. En kannski skiptir það ekki </span><span>mestu</span><span> máli. Sérstaða Sæmundar prests var sú að hann var einn af örfáum Íslendingum sem fór utan til náms á 11. öld og lærði á vegum hinnar alþjóðlegu kirkju. Sennilega var Sæmundur við nám í skóla á vegum dómkirkju einhvers staðar í Frakklandi eða Þýskalandi, því að háskólar voru þá ekki komnir til sögunnar.</span></p> <p><span></span><span>Hvað lærði Sæmundur í þessum dómskóla? Námið var á vegum hinnar almennu rómversk-kaþólsku kirkju enda gekk Sæmundur í þjónustu hennar að því loknu. Það hefur verið af svipuðu tagi og prestsefni fengu almennt á þessum tíma. Í fyrsta lagi þurftu prestar að læra „grammaticam“, þ.e. latínu, enda þurftu prestar rómversk-kaþólsku kirkjunnar að geta messað á því máli. Hin aðalnámsgreinin var söngur sem einnig var hagnýt kunnátta til</span><span>&nbsp; </span><span>messuhaldsins. Þeir sem voru lengra komnir lærðu ýmislegt fleira, s.s. mælskufræði, sem hefur komið sér vel fyrir presta. Þá þurftu prestar að kunna að reikna út hvenær halda ætti páska og aðrar hreyfanlegar hátíðir og því var ýmis konar stærðfræði fastur liður á námskrá kirkjunnar, ekki síst útreikningur tímatals.</span></p> <p><span></span><span>Um 1200 var orðin til saga sem finna má í Jóns sögu helga að vinur Sæmundar, Jón Ögmundarson, hefði fundið hann erlendis og verið samferða honum heim. Þá hafði Sæmundur gleymt nafni sínu og hét bara Kollur. Kannski er þetta upphaf þjóðsagna um Sæmund sem galdramann</span><span> en í</span><span> Jónssögu segir líka að eftir heimkomuna hafi Sæmundur gerst prestur á Odda í Rangárvöllum.</span></p> <p><span></span><span>Sæmundur prestur virðist hafa verið vinur og bandamaður biskupsins í Skálholti, Gissurar Ísleifssonar. Þeir beittu sér í sameiningu fyrir upptöku tíundar á Íslandi árið 1096 eða 1097, í samvinnu við lögsögumanninn Markús Skeggjason. Þáttaskil urðu í starfi íslensku kirkjunnar sem komst nú á traustan fjárhagslegan grundvöll. Skipulag sókna byggði á því að tiltekin kirkja fengi tíund bænda innan sóknarinnar en tíundin stóð einnig undir starfi biskupsstólsins, launum presta og fátækrafram</span><span>færslu</span><span>. Höfðingjar voru sáttir því að kirkjur voru iðulega á bæjum þeirra og pólitísk tækifæri fólust í því að fá söfnuðinn reglulega í heimsókn og axla ábyrgð á að kirkjustarf væri hið veglegasta. Tíundin markaði að mörgu leyti tímamót á Íslandi; kirkjan þróaðist frá því að vera trúboðskirkja yfir í að vera skipulögð stofnun þar sem sóknir voru grunneiningarnar.</span></p> <p><span></span><span>Árið 1104 varð Ísland hluti af nýju umdæmi erkibiskups í Lundi sem náði til allra Norðurlanda. Lundur var á Skáni sem var hluti af ríki Danakonungs. Nýr biskupsstóll var settur á Hólum í Hjaltadal 1106 og þar hófst kennsla í latneskri málfræði, söng og öðru sem klerkar þurftu að læra. Vinur Sæmundar prests, Jón Ögmundarson, var fyrsti biskupinn þar en hafði áður verið prestur á Suðurlandi, í Breiðabólstað í Fljótshlíð.</span></p> <p><span>Þetta uppbyggingarstarf hélt áfram eftir lát Gissurar biskups í Skálholti árið 1118 og Jóns biskups á Hólum árið 1121. Össur erkibiskup í Lundi kom að setningu kristniréttar ásamt Þorláki Runólfssyni biskupi í Skálholti og Katli Þorsteinssyni biskupi á Hólum, einhvern tíma á milli 1122 og 1133. Fjórði maðurinn sem tengdur er setningu kristniréttar er fyrrnefndur Sæmundur prestur. Sæmundur er þannig talinn upphafsmaður tíundarlaga ásamt biskupi og lögsögumanni og upphafsmaður kristniréttar ásamt erkibiskupi og tveimur biskupum ríflega aldarfjórðungi síðar. Allir aðrir sem komu að þessum málum gerðu það í krafti embætta sinna en Sæmundur virðist hafa haft persónulegt kennivald sem var óbundið af slíku.</span></p> <p><span></span><span>Hvaðan kom Sæmundi slíkt kennivald? Var það nám hans erlendis sem gerði það að verkum að sjálfsagt þótti að leita til hans varðandi lagasetningu og skipan kirkjunnar? Sæmundur var sennilega í hópi fárra Íslendinga sem hafði stund</span><span>a</span><span>ð langskólanám</span><span> suður</span><span> </span><span>í</span><span> Evrópu</span><span>. Það er eflaust hluti skýringarinnar en hún hlýtur einnig að tengjast samfélagslegri stöðu Sæmundar. Hann virðist hafa verið metinn meira af öðrum höfðingjum en samtíðarmenn hans. Á dögum hans varð Oddi andleg og veraldleg miðstöð. Sæmundur tók meira að segja unga höfðingjasyni í nám. Oddi Þorgilsson, sonur goðorðsmannsins Þorgils Oddasonar á Staðarhóli, fór til dæmis til Sæmundar í Odda í fóstur skömmu eftir 1120</span><span> til að fræðast.</span></p> <p><span></span><span>Eins og </span><span>nefnt var</span><span> talar Ari fróði Þorgilsson um þrjá menn sem hann leitaði ráða hjá við samningu Íslendingabókar. Það voru biskuparnir Þorlákur og Ketill og Sæmundur prestur.&nbsp; Því er ljóst að Íslendingabók var rituð á svipuðum tíma og kristniréttur var settur, á milli 1122 og 1133. Ekki er útilokað að tilefnið hafi verið svipað enda tengsl á milli lagasetningar og bókfestingar hins sögulega minnis. Lög áttu að taka mið af fornum venjum og sagnaritun snerist um að rifja upp upphaf ríkjandi skipunar.</span></p> <p><span></span><span>Sæmundur prestur hlýtur einnig að hafa samið sagnarit, ef miðað er við hversu oft er vísað til hans í yngri ritum. Hvað innihald þeirra verka varðar er ekki aðrar ábendingar að fá en fáeinar tilvísanir. Margt af því efni tengist Noregskonungum. Sæmundur var borinn fyrir upplýsingum um ríkisár Hákonar jarls og atburði sem gerðust á valdatíma Ólafs Tryggvasonar. Ari vísar sjálfur til Sæmundar í Íslendingabók um fall Ólafs konungs. Í kvæðinu Noregskonungatali er fullyrt að Sæmundur hafi rakið ævi tíu Noregskonunga sem voru afkomendur Haralds hárfagra. Því er mögulegt að sú ættartala Noregskonunga sem Ari styðst við í Íslendingabók sé</span><span> </span><span>frá Sæmundi.</span></p> <p><span></span><span>Í Sturlubók Landnámu er vitnað til Sæmundar varðandi menn sem sigldu frá Færeyjum til Íslands fyrir landnám. Segir að „sumir“ nefni Naddodd víking en ekki kemur fram hvort Sæmundur hafi gert það. Söguna um Færeyingana sem fundu Ísland fyrir landnám er einnig að finna í norskum konungasögum frá seinni hluta 12. aldar en ljóst er að þær styðjast að verulegu leyti við íslenskar heimildir. </span><span>Ef til vill var</span><span> glatað rit Sæmundar þar á meðal.</span></p> <p><span>Þá er nokkrum sinnum vísað til Sæmundar prests varðandi hluti sem tengjast sköpun heimsins eins og henni er lýst í Gamla testamentinu, göngu sólar og tungls í upphafi heims og hæð Adams, fyrsta mannsins, sem var mun hærri en nútímamenn „eftir sögu Sæmundar“. Einnig vitnað til Sæmundar varðandi norræna konunga á dögum Krists og Ágústusar keisara, Frið-Fróða og Fjölnis. Má ætla af þessu að Sæmundur hafi samið eitt eða fleiri rit um veraldarsögu og sögu Noregskonunga. Þar hafa sennilega verið á ferð knöpp rit þar sem áhersla var lögð á tímatal, í svipuðum anda og Íslendingabók.</span></p> <p><span></span><span>Eins og ég nefndi hér áðan var síðar farið að tala um Sæmund sem galdramann og kannski tengist það hinni róttæku breytingu á tjáningarformi sem hann innleiddi á Íslandi, að skrifa bækur og að nota stafrófið sem við notum ennþá (í stað rúnaleturs). Nýir miðlar eru ekki einkamál okkar sem lifum á tímum samfélagsmiðla og margs konar nýmiðlunar. Sæmundur var einn af upphafsmönnum þess að nýta nýja miðla til að miðla fróðleik og upplýsingum á 11. öld.</span></p> <p><span></span><span>En ritmálið breytti líka inntakinu eða eins og </span><span>Kanadamaðurinn Marshall McLuhan, upphafsmaður nútímalegrar fjölmiðlafræði, orðaði það, þá sníður miðillinn skilaboðin að sér. Á 11 og 12. öld voru umbreytingartímar sem einkenndust ekki einungis af pólitískum hræringum og átökum höfðingja heldur einnig innleiðingu nýrra miðla til að tjá hugsun sína. Sæmundur er gott dæmi um það. Sem sagnaritari var hann maður hins ritaða orðs á meðan flestar fyrri kynslóðir Íslendinga höfðu miðlað þekkingu á fortíðinni í gegnum frásagnir sem ekki voru ritaðar. Að einhverju leyti var ritmálið kunnátta forréttindahópa – ólíkt munnlegum frásögnum fyrri tíma.</span></p> <p><span></span><span>Sæmundur fróði dagsins í dag væri vafalaust aðsópsmikill á nýjum miðlum, til dæmis á tístinu og myndi þar fremja galdra sína með því að vera frumlegri en aðrir tístarar. Kannski sæti hann bara á kaffihúsi í Reykjavík enda þyrfti hann ekki annað en síma og 4G. Og það má velta því fyrir sér hvort hann myndi ná til fleiri nú en hann gerði á sínum tíma því vissulega voru sagnarit þess tíma ekki fyrir alla – sagnaritarar voru staddir í bergmálshelli alveg eins og þeir sem tjá sig á forritunum í samtímanum.</span></p> <p><span></span><span>Eftir að Sæmundur féll frá árið 1133 rak sonur hans, Eyjólfur, skóla í Odda og „hafði höfðingskap mikinn og lærdóm góðan, gæsku og vitsmuni gnægri en flestir aðrir“. Eyjólfur kenndi efnilegum ungum mönnum bóknám í Odda, líkt og faðir hans hafði kennt Odda Þorgilssyni. Því flutti Halla Steinadóttir í Odda ásamt syni sínum, Þorláki Þórhallssyni, sem síðar varð biskup í Skálholti og fyrsti íslenski dýrlingurinn. Ástæðan fyrir þessum flutningi er að Halla taldi að sonurinn myndi verða „dýrlegur kennimaður ... af sínum góðum háttum ef nám hans gengi fram“. Sjálf fluttist hún með syni sínum og kenndi honum „ættvísi og mannfræði“ til hliðar við bóknámið hjá Eyjólfi. Þannig má segja að Þorlákur hafi „búið sig til biskupstignar“ fyrir tilstilli móður sinnar.</span></p> <p><span>Samband Eyjólfs Sæmundarsonar og Þorláks varð náið og persónulegt; líkt og hinir karismatísku klerkar dómskólanna kenndi meistarinn lærisveinum sínum með því að vera þeim persónuleg fyrirmynd. Í Þorlákssögu kemur fram að Þorlákur hafi oft haft á orði þegar siðum hans var hælt „að hann kvað það vera siðvenjur Eyjólfs fóstra síns Sæmundarsonar“. Í Þorlákssögu er vitnað til Páls postula um að lærisveinar hans ættu að vera eftirlíkjarar hans „sem eg er Krists“ en í þessum orðum felst kjarni þeirra kennsluhátta sem stundaðir voru í dómskólum á 11. og 12. öld. Eyjólfur átti að vera fyrirmynd Þorláks, ekki síður en kennari.</span></p> <p><span></span><span>Bróðir Eyjólfs, Loftur Sæmundarson fór til Noregs og gekk að eiga konu sem hét Þóra. Hún reyndist vera kóngsdóttir, dóttir Magnús berfætts sem var Noregskonungur um aldamótin 1100. Þau Loftur og Þóra áttu soninn Jón sem bjó í Odda eftir daga föðurbróður síns. Jón Loftsson varð ekki prestur heldur veraldlegur höfðingi og var talinn ráða mestu á alþingi á seinni hluta 12. aldar. Einn sonur hans, Páll, varð biskup í Skálholti næst á eftir Þorláki helga en annar sonur, Sæmundur, bjó í Odda eftir föður sinn og var talinn valdamesti maður á Íslandi í kringum 1200.</span></p> <p><span></span><span>Af hverju varð Oddi mikilvægt höfðingjasetur? Oddi var í eigu kirkjunnar, en jarðir af því tagi voru kallaðir staðir. Samt sem áður bjuggu afkomendur Sæmundar á staðnum og fóru með hann eins og sína eign. Oddi hafði miklar tekjur og fékk t.d. ostatoll frá bændum í nágrenninu. Þá virðist Oddi hafa verið í alfaraleið, í þjóðbraut, og hefur Helgi Þorláksson</span><span> í bók sinni <em>Gamlar götur og goðavald</em></span><span> tengt velgengni Oddaverja við legu staðarins. Bændur sem áttu leið hjá fengu að njóta rausnarskaps höfðingjanna í Odda.</span></p> <p><span></span><span>Jón Loftsson var veraldlegur höfðingi en ekki prestur eins og afi hans eða föðurbróðir</span><span>. S</span><span>amt sem áður voru efnilegir snáðar sendir til hans í fóstur. Eins og Oddi Þorgilsson kom til Sæmundar og Þorlákur Þórhallsson til Eyjólfs þá kom Snorri Sturluson í fóstur til Jóns, einungis þriggja ára gamall. Það var hluti af sáttargerð á milli höfðingja á alþingi, þar sem Jón vildi sættast við föður Snorra, Sturlu Þórðarson í Hvammi. Sagan segir að Sturla hafi fylgt Snorra „til kirkjudags í Odda“ árið 1181 þannig að ljóst er að Oddahátíðir eiga sér langa sögu</span><span> sem við sem hér erum í dag erum hluti af</span><span>.</span></p> <p><span></span><span>Sem staður var Oddi í eigu kirkjunnar og svo hlaut að fara að kirkjan gerði tilkall til eigna sinna, í stað þess að leyfa höfðingjum að fara með þær að eigin geðþótta. Sá sem það gerði var Árni Þorláksson, sem var biskup í Skálholti 1269-1298, í svo kölluðum staðamálum. Þegar sætt náðist í staðamálum, árið 1297, varð Oddi kirkjulén. Árni var hins vegar meðvitaður um tengsl Odda við samnefnda höfðingjaætt, Oddaverja, þannig að fyrsti presturinn sem fékk úthlutað Odda af hendi kirkjunnar, Grímur Hólmsteinsson, var afkomandi Jóns Loftssonar.</span></p> <p><span></span><span>Eftir siðaskipti fór Oddi aftur í bændaeigu en var eitt af mikilvægustu brauðum landsins. Alls urðu sex prestar í Odda biskupar frá 15. öld til 19. aldar. Frægasti presturinn þar varð þó aldrei biskup. Það var þjóðskáldið Matthías Jochumsson sem var prestur í Odda 1880-1886.</span></p> <p><span></span><span>Á síðari árum hefur Oddi verið utan þjóðleiðar og kannski ekki margir sem sjá ástæðu til að yfirgefa Þjóðveg 1 til að finna nið aldanna hér á Rangárvöllum. Á því kunna þó að verða breytingar. Oddafélagið hefur í meira en 30 ár haldið merki staðarins á lofti og hygg ég að á engan sé hallað þó ég nefni sérstaklega Þór Jakobsson í því samhengi. Og nú er þetta verkefni, Upphaf íslenskrar ritmenningar, farið vel af stað. Ég er ekki í vafa um að það mun verða mikils vísir. Oddafélagið hefur kynnt mér metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu mennta- og fræðaseturs hér á staðnum. Þar er gert ráð fyrir því að staðurinn verði í senn miðstöð í heimabyggð en laði einnig til sín fræða- og listafólk hvaðanæva af landinu og heiminum öllum. Ég hef rætt þessar hugmyndir við mennta- og menningarmálaráðherra og tel að þetta séu hugmyndir sem eigi að vinna áfram og byggja um leið á þeim grunni sem lagður hefur verið með RÍM-verkefninu.</span><span></span></p> <p><span></span><span>Kæru gestir.</span></p> <p><span></span><span>Á síðasta þjóðhátíðardegi gerði ég að umfjöllunarefni hinn fjölbreytta vefnað sem myndar íslenskt samfélag. Alla þræðina sem gera það að verkum að við eigum fjölbreytt, gott og sterkt samfélag þar sem við leitumst við að tryggja öllum gott líf og jöfn tækifæri. Í heimsfaraldrinum hafa þessir þræðir orðið okkur öllum sýnilegir. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði – skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við – sem búum í þessu samfélagi – tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Þess vegna þreytist ég ekki á að segja að þó að undanfarnir sextán mánuðir hafi verið erfiðir hafa þeir líka verið lærdómsríkir – einmitt vegna þess að þeir hafa minnt á að samfélag er ekki aðeins orð heldur okkar aðferð við að vera til ásamt öðrum. Og hvernig við náum árangri þegar við stöndum saman og hver og einn leggur sitt af mörkum.</span><span></span></p> <p><span></span><span>Ein ástæða þess að íslenski samfélagsvefnaðurinn reyndist sterkur þegar á reyndi er sú staðreynd að við eigum þessar rætur – hér í Odda og á öðrum þeim stöðum um landið allt sem byggja okkar sameiginlega minni. Hér voru stigin mikilvæg skref við mótun íslenskrar menningar og íslenskrar menntunar. Hér voru skrifuð mikilvæg rit og teknir upp nýir miðlar til að miðla íslensku samfélagi og íslenskri þjóðarsögu til fólksins í landinu.</span></p> <p><span></span><span>Þannig að þegar spurt er hvaða erindi staðir eins og Oddi eiga við okkur í samtímanum – leikur ekki nokkur vafi á því að staðir skipta máli til að rækta og næra þessar rætur. Það skiptir máli að fjalla um þessa staði, rannsaka þá og sögu þeirra og miðla þeim rannsóknum til sem flestra. Slíkir þræðir mynda rammann utan um samfélagsvefnaðinn og innan þeirra fléttum við saman ný mynstur og nýja liti eftir því sem samfélagið breytist og þroskast.</span></p> <p><span></span><span>Menntun og rannsóknir eru undirstaða þess að við getum tekist á við allar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Heimsfaraldurinn sýndi rækilega hvers vísindin eru megnug þegar fólk tekur höndum saman. Bólusetning gegn covid-19 er ekkert annað en sigur þekkingar og vísinda og líklega hefði engan órað fyrir því að sextán mánuðum eftir að veiran gerði vart við sig hér á landi væru tæp 80 prósent komin með fyrstu sprautu. Og vísinda- og rannsóknarstarf byggist á öflugu menntakerfi þar sem allir eiga jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína, afla sér þekkingar og verða meira maður – eins og Páll Skúlason orðaði það í frægri grein sinni um menntun.</span></p> <p><span></span><span>Með menntun og vísindum munum við líka geta tekist á við aðrar þær stóru áskoranir sem við stöndum frammi fyrir – loftslagsvána þar sem við þurfum ekki aðeins að draga úr losun og binda meira kolefni heldur að tryggja réttlát umskipti fyrir okkur öll – tæknibyltinguna þar sem við þurfum að tryggja að tæknin verði þjónn okkar en ekki húsbóndi – þá staðreynd að við erum að eldast sem samfélag og munum þurfa að takast á við þær breytingar.</span></p> <p><span></span><span>Allar þessar áskoranir þarf að takast á við með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi – vegna þess að það er rétt að gera það þannig og það er líka gott. Ég er ekki í nokkrum vafa um að mikilvægur þáttur í velgengni Íslands í heimsfaraldrinum er sú staðreynd að Ísland er jafnaðarsamfélag og Ísland er velferðarsamfélag. Slík samfélög eru best í stakk búin til að takast á við áskoranir samtíðar og framtíðar og það er verkefni okkar stjórnmálamanna að tryggja að það séu leiðarljós okkar í öllu sem við gerum. Jöfn tækifæri til menntunar skapa fleiri góða vísindamenn, fleiri störf og aukin lífsgæði.</span></p> <p><span>Það fengu ekki allir sömu tækifæri og Sæmundur fróði á sínum tíma. Fátækt fólk fékk ekki að nema hér í Odda. Og nýjungar í ritmáli voru einkamál karlmanna framan af. Konur sem áður höfðu sagt sögur og farið með kvæði fengu fæstar aðgang að nýjum miðlum fyrr en síðar. Sem betur fer hefur samfélagið þróast í rétta átt og Ísland stendur að mörgu leyti framarlega í jöfnuði og jafnrétti. Og framtíðarsýn Oddaverja samtímans er að Oddi verði staður fyrir okkur öll, þar sem við öll erum velkomin og getum öll kynnst sögunni. Og getum líka dregið andann djúpt, fjarri öllum skarkala samtímans sem finna má í öllum herbergjum alnetsins, og hlustað á nið aldanna hér á Rangárvöllum. Ég er stolt af því verkefni sem fór af stað til að rannsaka ritmenningu miðalda – og bjartsýn á að hér í Odda verði mennta- og fræðisetur að veruleika, áfangastaður fyrir okkur öll og mikilvæg miðja fyrir Rangæinga alla.</span></p>
21. júní 2021Blá ör til hægriFyrir samfélagið allt - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 19. júní 2021<div> <p>Nú þegar hillir undir lok kjörtímabilsins er ekki úr vegi að staldra aðeins við og líta um öxl áður en við höldum inn í sumarið og kosningabaráttu í framhaldinu. Ríkisstjórnarsamstarfið þótti frá upphafi óvenjulegt langt út fyrir landsteinana enda ekki á hverjum degi sem flokkar þvert á hið pólitíka litróf taka höndum saman. Ástæðan var einföld; endurteknar óvæntar kosningar 2016 og 2017 kölluðu á að stjórnmálamenn hugsuðu í lausnum og væru reiðubúnir að leggja töluvert á sig til að mynda ríkisstjórn sem gæti tekist á við þau krefjandi uppbyggingarverkefni sem þurfti að ráðast í fyrir samfélagið.</p> <p>Að sjálfsögðu kallar slík breið stjórn á annars konar nálgun en ríkisstjórn flokka sem standa nærri hver öðrum hugmyndafræðilega. Hins vegar er það aldrei einfalt verkefni að sitja í ríkisstjórn og mestu skiptir að þar ráði traust og heilindi för.</p> <p>Fyrir okkur Vinstri-græn var þetta ekki sjálfgefin ákvörðun en yfirgnæfandi meirihluti félaga samþykkti stjórnarsamstarfið vegna þess málefnalega árangurs sem við töldum það geta skilað fyrir samfélag okkar. Enda einkenndist kjörtímabilið af stórum framfaramálum. Þar má nefna réttlátara tekjuskattskerfi, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, lækkun á kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu, uppbyggingu heilsugæslunnar, ný upplýsingalög og lög um vernd uppljóstrara, hækkun barnabóta og atvinnuleysisbóta, 18 friðlýst landsvæði, dregið var úr skerðingum í örorkukerfinu og hækkað frítekjumark atvinnutekna aldraðra. Fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í tólf og umgjörð þjónustu við börn var umbylt til hins betra. Almannaheillafélög búa nú við mun hagstæðara skattaumhverfi og aukinn var stuðningur við uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Mikilvæg mannréttindamál voru samþykkt, þar á meðal lög um kynrænt sjálfræði og ný lög um þungunarrof sem styrkja ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Stjórnvöld gegndu lykilhlutverki þegar lífskjarasamningarnir náðust en þeir hafa tryggt áframhaldandi kaupmáttaraukningu og stöðugleika á vinnumarkaði.</p> <p>Allt eru þetta framfaramál fyrir samfélag okkar, mál sem miða að því að auka velsæld okkar allra og gera líf okkar allra sem hér búum betra. Hugmyndafræði velsældarhagkerfa hefur verið okkar leiðarljós þar sem við getum ekki mælt árangur samfélagsins úr frá einföldum efnahagslegum mælikvörðum heldur horfum á samfélagið í víðara samhengi þar sem við metum félagslega, umhverfislega og efnahagslega þætti í samhengi. Í fjármálaáætlun höfum við lagt áherslu á umbætur í tilteknum málaflokkum – til dæmis geðheilbrigðismálum þar sem við höfum aukið framlög um rúman milljarð á kjörtímabilinu. Þar er hins vegar enn mikið verk óunnið og því verða þau áfram áherslumál. Annað verkefni er aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þar munar mest um styttingu vinnuvikunnar sem er mikið umbótamál, ekki síst fyrir vaktavinnufólk. Stytting vinnuvikunnar er þannig mikilvægt skref til að bæta stöðu stórra kvennastétta sem eru meirihluti vaktavinnufólks.</p> <p>En kjörtímabilið snerist ekki eingöngu um áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Á miðju kjörtímabilinu skall á heimsfaraldur kórónuveiru. Hann yfirskyggði öll önnur verkefni þar sem bæði þurfti að bregðast við með sóttvarnaráðstöfunum og síðar bólusetningu en einnig með markvissum efnahagslegum og félagslegum aðgerðum til að draga úr áhrifum faraldursins. Frá upphafi setti ríkisstjórnin sér skýr markmið. Að vernda líf og heilsu fólks, lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif faraldursins og leggja grunn að tækifærum til framtíðar.</p> <p>Stjórnvöld hafa í þessum efnum notið þess að vinna með ómetanlegu fagfólki og frábærum vísindamönnum. Allar ákvarðanir byggðust á bestu þekkingu og gögnum en um leið þeirri staðreynd að ekki var hægt að vita allt um veiruna sem hafði sett tilveru okkar allra á hliðina. Árangur okkar Íslendinga á þessu sviði er hins vegar fyrst og fremst að þakka almenningi í landinu sem kynnti sér málin og tók upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir. Segja má að allir hafi þurft að laga sig hratt að nýjum aðstæðum og það gerðu allir; almannaþjónustan og atvinnulífið umbyltu starfsháttum og allir lögðu mikið á sig til að ná þessum árangri.</p> <p>Stjórnvöld ákváðu einnig frá upphafi að beita fullum krafti ríkisfjármálanna til að lágmarka hin samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Of langt mál væri að telja hér upp allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en allar snerust þær um að styðja við almenning og atvinnulíf, tryggja afkomu fólks og gera fyrirtækjum það kleift að geta spyrnt hratt við þegar faraldrinum linnti. Þá var ráðist í aukna opinbera fjárfestingu sem jókst um 19% á fyrsta fjórðungi þessa árs og þess gætt að tryggja fjölbreytni með því að leggja aukna fjármuni í rannsóknir og nýsköpun, grænar lausnir og skapandi greinar auk þess að fjárfesta í hefðbundnari innviðum; byggingum og samgöngumannvirkjum. Allt voru þetta þarfar fjárfestingar sem munu skila aukinni verðmætasköpun og fjölbreytni til lengri tíma og hjálpa okkur að ná árangri í loftslagsmálum. Þessar fjárfestingar byggðust á undirbúningi á fyrri hluta kjörtímabilsins þannig að unnt var að ganga hratt og örugglega til verka.</p> <p>Ekki leikur neinn vafi á því að aðgerðir stjórnvalda hafa mildað áhrif efnahagsáfallsins verulega. Framundan er það verkefni að fjölga störfum á ný svo draga megi hratt og örugglega úr atvinnuleysi en ríkisstjórnin hefur ráðist í umfangsmestu vinnumarkaðsaðgerðir í seinni tíð með hlutabótaleiðinni, menntunartækifærum og síðan ráðningarstyrkjum. Alls hafa ríflega 3.200 manns fengið vinnu í gegnum átakið Hefjum störf og atvinnuleysi hefur minnkað jafnt og þétt á árinu, var 12,8% í janúar en var komið í 10% í maí og allt bendir til þess að það fari áfram minnkandi.</p> <p>Framundan blasa við stór verkefni og mikil tækifæri. Öllu mun skipta hvernig við byggjum upp að loknum heimsfaraldri. Þar höfum við Vinstri-græn þá skýru sýn að byggja áfram á þeim árangri sem hefur náðst í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og menntakerfis. Að halda áfram að fjárfesta í fjölbreyttri atvinnusköpun sem mun skila samfélaginu okkar auknum verðmætum og velsæld. Við eigum að fjárfesta í grænum lausnum og leggja okkar af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Við eigum að tryggja réttlæti og sjálfbærni í öllum þeim verkefnum sem eru framundan.</p> <p>Þegar litið er um öxl hefur kjörtímabilið verið álagspróf á íslenskt samfélag og ber vitni um styrkleika þess. Ríkisstjórnin hefur haft hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi og náð miklum árangri, hvort sem litið er til þeirra verkefna sem sett voru á dagskrá í upphafi kjörtímabils eða þeirra verkefna sem skullu á okkur af fullum þunga með heimsfaraldrinum. Ný verkefni blasa nú við og ný tækifæri en eftir erfiða tíma geta komið mikil framfaraskeið. Þá skiptir máli að hafa stjórnmálafólk sem er reiðubúið að leggja mikið á sig fyrir hag samfélagsins alls.</p> </div> <p><em>Höfundur er forsætisráðherra.</em></p>
18. júní 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 17. júní 2021<p>Kæru landsmenn </p> <p>Ég heilsa ykkur hér á þessum degi, degi þar sem við leggjum dagleg störf til hliðar. Degi sem ég tengdi í bernsku við að fara í miðbæ Reykjavíkur og borða pylsu, iðulega í rigningu og roki. Þetta er dagur sem við eigum saman og gefur okkur ráðrúm og tilefni til að hugsa um Ísland, landið sem við búum í, og okkur sjálf; hugsa um hvað það merkir að vera þjóð og hvað þessi dagur merkir í samtímanum. </p> <p>Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar? </p> <p>Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri „þjóð“ en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði – skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við – sem búum í þessu samfélagi – tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður litsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf. </p> <p>Þessir þræðir: Velferðarkerfi sem virkar. Atvinnuleysistryggingasjóður sem bregst við þegar fólk missir vinnuna. Heilbrigðiskerfi sem þjónar öllum. Skólar sem kappkosta að taka utan um börnin okkar og unga fólkið, veita þeim menntun og stuðning þegar á bjátar. Atvinnulífið, fyrirtækin í landinu, stór og smá þar sem fólk lagði nótt við nýtan dag til að bregðast við veirunni. Þessir þræðir og margir aðrir eru ómissandi byggingarefni hins góða samfélags. Sumir þræðir eru áþreifanlegir eins og brýr, vegir, flugvellir, raforkulínur og fjarskiptamöstur; aðrir eru óáþreifanlegir. En þeir skipta allir máli, stórir og smáir, og saman mynda þeir eina órofa heild, vefnað sem skiptir okkur máli hvert og eitt - hann er okkar sameign. </p> <p>Stundum kann það að vera freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja eingöngu mat á heiminn út frá eigin forsendum. En þegar á reynir – þegar eitthvað kemur upp á – þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við. Þannig þjóð erum við; sjálfstæð þjóð sem stendur saman og vinnur með öðrum í samfélagi þjóðanna að skýrum markmiðum um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, velmegun og umhverfisvernd. </p> <p>Undanfarnir fimmtán mánuðir hafa verið erfiðir. En þeir hafa líka verið lærdómsríkir – einmitt vegna þess að þeir hafa minnt á að samfélag er ekki aðeins orð heldur okkar aðferð við að vera til ásamt öðrum. Hvernig við náum árangri þegar við stöndum saman og hver og einn leggur sitt af mörkum. Hver hefði trúað því að fimmtán mánuðum eftir að sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hófust yrðu þrír fjórðu 16 ára og eldri komnir með fyrsta skammt bóluefnis? Þetta er sigur þekkingarleitar, verkvits og samstöðu. </p> <p>Framundan eru ekki síður krefjandi tímar. Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. </p> <p>Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri? Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar. </p> <p>Eftir erfiða tíma koma oft framfaraskeið og við eigum nú tækifæri til að hefja slíkt skeið. Ég finn að það er hugur í þjóðinni sem fagnar nú árangri í heimsfaraldri og hvert og eitt okkar upplifir sterkt hvers virði handabandið er – faðmlagið – hvers virði mannleg samskipti og samstaða eru í stóra samhenginu. </p> <p>Nú er framundan tími viðspyrnu þar sem við munum takast á við stórar áskoranir og byggja upp Ísland. Við þurfum að halda áfram að takast á við loftslagsvána, rétt eins og við tókumst á við faraldurinn; saman, á grundvelli rannsókna og gagna og með sem bestum upplýsingum til allra þannig að við getum lagt okkar af mörkum til að ná árangri í þeirri baráttu. Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða. </p> <p>Saman erum við komin með veganesti til að mæta annarri áskorun sem er tæknibyltingin. Í faraldrinum rann upp fyrir mörgum ljós að tæknin getur sannarlega einfaldað líf okkar margra, til dæmis til að vinna ýmis störf hvaðanæva á landinu. Þannig getur tæknin haft jákvæðar breytingar og dregið úr vinnuálagi svo fremi sem við höfum skýr leiðarljós: Að tryggja jöfnuð og réttlæti – og stöndum vörð um mennskuna í þessum breytingum. </p> <p>Saman munum við byggja upp fjölbreytt íslenskt atvinnulíf. Við stöndum á sterkum grunni sjálfbærrar auðlindanýtingar og eigum mikil sóknarfæri í ýmsum greinum, ekki síst matvælaframleiðslu. Rannsóknir, þróun og nýsköpun í öllum greinum munu gegna lykilhlutverki í samfélagi framtíðarinnar en ekki síður menning og listir, hinar skapandi greinar. Ekki eingöngu vegna hinna hagrænu áhrifa sem þó eru mikil – heldur vegna þess að menning og listir skapa samfélag. Ómissandi þráður í samfélagsvefnum sem sýnir okkur best hver við erum – og tengir saman ólíkt fólk og ólíka hópa. Menning og listir stækka okkur, þær gera okkur mennskari, færari um að skilja okkur sjálf og aðra. Þegar talað er um innviði eigum við ekki síður við menningu en vegi og brýr – listirnar sem brúa hið óáþreifanlega bil milli manna með því að fást við hið sammannlega. Menning og listir gera okkur kleift að lifa saman í samfélagi þó að við séum öll ólík og einstök. </p> <p>Saman eigum við að byggja upp Ísland þar sem fólk getur lifað með reisn alla ævi. Þjóðin er að eldast og það er ólíkt að vera fimmtugur nú en fyrir fimmtíu árum. Tækifærið til að vinna lengur en tíðkast hefur þarf að vera fyrir hendi en það getur reynst erfitt í sumum störfum. Sveigjanleiki mun skipta miklu í þeim efnum. Við þurfum að takast á við þetta verkefni, tryggja um leið framfærslu fólks alla ævi og fjölbreytt tækifæri fyrir þau sem hafa látið af störfum. Þráður kynslóðanna má ekki rofna í samfélagsvefnaðinum. </p> <p>Kæru landsmenn. </p> <p>Umræða stjórnmálanna snýst sjaldnast um hinar stóru framtíðaráskoranir. Glíman við þær mun hins vegar ákveða velsæld okkar sem hér búum til framtíðar. Þessar áskoranir geta orðið til þess að skapa aukinn ójöfnuð og þar með ógnað okkar sameiginlegu velsæld. Réttlát umskipti verða lykilorðin til að tryggja að svo verði ekki og Ísland verði áfram samfélag þar sem hver þráður styður við annan, þar sem er rými fyrir fjölbreytni, þar sem við erum sammála um að fólk geti notið sín, átt gott líf og skapað sér tækifæri til framtíðar. </p> <p>Kæru landsmenn </p> <p>Það einkennir oft eyjaskeggja að þeim finnst þeir vera nafli alheimsins. Kannski vegna þess að við erum umkringd sjó og berum okkur sjálfkrafa saman við önnur lönd handan við hafið. Og reyndar, ef vel er að gáð, er svo margt sem hefur gerst í veraldarsögunni sem hefur líka gerst á Íslandi – þó aðeins smærra sé í sniðum. Ísland er eins og heimsþorp á nyrsta hjara, um land allt má finna fólk frá öllum heimshornum sem hefur komið og ílengst á Íslandi. Sem vinnur ótrúlegustu störf og sinnir fjölbreyttum samfélagsskyldum. Það fléttar sína þræði saman við innlendan vefnað þannig að úr verður enn fegurri mynd. Og vefnaður með margs konar þræði og ólík mynstur verður slitsterkari en sá sem er einsleitur og fábreyttur. </p> <p>Kæru landsmenn. </p> <p>Undanfarin misseri hef ég hugsað mikið til barna og ungmenna þessa lands. Þau munu seint gleyma þessum faraldri og ég vona að fyrir þau flest verði hann brátt aðeins minning um skrýtna tíma. En hann reyndi á margar fjölskyldur og rannsóknir hafa sýnt að hann reyndi sérstaklega á börn og ungmenni. Við sem störfum í stjórnmálum eigum að hafa framtíð landsins í huga við allar okkar ákvarðanir. Við hljótum að taka ítrekaðar vísbendingar um vanlíðan barna og ungmenna alvarlega. Undanfarin misseri hafa stór skref verið stigin til að bæta umgjörðina um málefni barna á öllum sviðum hins opinbera. En ekki nægir að bæta úr því hvernig við bregðumst við þegar eitthvað amar að – við þurfum líka að velta því fyrir okkur hvernig við getum gert samfélagið okkar þannig að börnum og ungmennum líði betur. Samvera og samskipti skipta þar mestu, því hvort sem litið er til hamingjurannsókna Harvard-háskóla eða Hávamála þá er það svo að maður manns gaman. Samskipti við annað fólk gefa mest og hafa mest að segja um það hvort tilveran verður hamingjurík. </p> <p>Samfélag sem gefur fólki tíma og tækifæri til að eiga samskipti er líklegra til að tryggja velsæld fólksins í landinu og auka hamingju þess. Ísland hefur á þessu kjörtímabili tekið þátt í samstarfi nokkurra ríkja um velsældarhagkerfi. Það felur í sér að hagkerfið verður ekki eingöngu mælt með efnahagslegum mælikvörðum sem mæla einungis afmarkaðan hluta samfélagsins. Hlutverk stjórnmálanna er víðfeðmara en að það megi eingöngu snúast um þann hluta heldur er það skylda okkar að huga að hamingju og velsæld allra sem hér búa. Þess vegna skiptir máli að vinna út frá velsældarmarkmiðum um raunveruleg lífsgæði fólks – og gera það sem við getum til að skapa fólki samfélag þar sem það getur ræktað hamingjuna. Það gerum við með því að lengja fæðingarorlof, stytta vinnutíma, tryggja öfluga almannaþjónustu, skapa störf – og líka með því að vernda umhverfið og tryggja aðgang að ósnortinni náttúru og heilnæmu umhverfi. </p> <p>Kæru landsmenn. </p> <p>Þjóðhátíðardagurinn minnir okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og höfðu trú á íslensku samfélagi. Við sem nú berum hinn íslenska fána þurfum að vera sívakandi við að leggja okkar af mörkum til að greiða götuna áfram til betra samfélags á Íslandi. Það eru okkar sameiginlega risavaxna verkefni. Því þótt við séum ólík, eigum ólíkar sögur og aðstæður þá erum við hluti af sömu heild, hluti af íslenskri þjóðarsögu, hluti af hinum íslenska samfélagsvefnaði. Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel. Til hamingju með daginn, kæru landsmenn.</p>
09. júní 2021Blá ör til hægriSkýr áhersla skilar árangri - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2021<p><span>Þær góðu fréttir bárust í síðustu viku að hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum hefði á árinu 2020 náð 11,4%. Þar með hefur markmiði stjórnvalda um 10% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum fyrir árið 2020 verið náð og gott betur en það. Markmiðið sem sett var fram í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi fyrir réttum tíu árum markaði tímamót og var fyrsta markmið stjórnvalda í orkuskiptum í samgöngum.&nbsp; En þar var sett fram sú sýn að stefna ætti að orkuskiptum í samgöngum og leysa ætti jarðefnaeldsneyti&nbsp; af hólmi með innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. </span></p> <p><span>Þessi þróun hefur tekið stökk á undanförnum árum en árið 2020 var hlutfall nýskráðra nýorkubíla 45% hér á landi sem er næsthæsta hlutfall í nýskráningum slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi samkvæmt nýbirtum tölum. Orkuskipti í samgöngum voru einn af burðarásum fyrstu aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem sett var fram árið 2018 og voru útfærð nánar í þeirri uppfærðu áætlun sem stjórnvöld settu fram í fyrrasumar. Áætlunin vísar okkur veginn um hvernig markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 verður náð. Losun frá vegasamgöngum nemur um þriðjungi allrar losunar á beinni ábyrgð Íslands og því brýnt að árangur náist á þessu sviði.&nbsp; </span></p> <p><span>Ný orkustefna markar einnig leiðina framávið í þessum málum en í henni er skýr framtíðarsýn um að hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa verði orðin 40% árið 2030 og að Ísland verði alfarið óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Aðgerðir stjórnvalda á síðustu árum hafa markvisst beinst að því að tryggja árangur á þessu sviði. Meðal þeirra helstu má nefna skattalegar ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki, hleðslustöðvar og virka ferðamáta ss. reiðhjól, rafmagnsreiðhjól og rafmagnshlaupahjól sem námu um 5,8 milljörðum í fyrra og áætlað er að þær verði um svipaðar á þessu ári. </span></p> <p><span>Við þetta styðja einnig framlög til að stuðla að breyttum ferðavenjum, einkum til að efla almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir virka ferðamáta, s.s. göngu og hjólastíga, en þau hafa einnig aukist umtalsvert á liðnum árum og nema nú tæpum fimm milljörðum króna árlega. Þá hafa beinir styrkir til orkuskiptaverkefna í gegnum Orkusjóð einnig farið vaxandi á liðnum árum auk þess sem settar hafa verið reglur um söluskyldu endurnýjanlegs eldsneytis. </span></p> <p><span>Meðal þeirra viðbótaraðgerða sem kynntar voru í tengslum við hert loftslagsmarkmið stjórnvalda í desembe voru aukinn stuðningur við orkuskipti, m.a. á sviði ferðaþjónustu og í þungaflutningum og enn frekari stuðningur við umhverfisvænar almenningssamgöngur og betri innviði fyrir virka ferðamáta. </span></p> <p><span>Allar þessar aðgerðir endurspegla þá skýru áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á að setja loftslagsmálin í forgang. Sú áhersla er að skila árangri. Loftslagsáætlun stjórnvalda byggist á raunhæfum aðgerðum og öflugu samstarfi við ólíka geira samfélagsins. Nú þarf að halda áfram á sömu braut, tryggja að loftslagsmálin verði áfram í fyrsta sæti á komandi kjörtímabili og varða leiðina að kolefnishlutlausu Íslandi með réttlátum umskiptum. </span></p>
03. maí 2021Blá ör til hægriRéttlátt þjóðfélag - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 1. maí 2021<p><span>Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins og vinnandi fólk minnir á kröfur sínar um réttlátt þjóðfélag hringinn í kringum landið. Vitað var að vinnumarkaðsmál myndu setja svip sinn á kjörtímabilið við upphaf þess og aðdragandi kjarasamninga vorið 2019 var langur og strangur. Mörg umbótamál hafa komist til framkvæmda í kjölfar yfirlýsingar stjórnvalda sem gefin var við undirritun lífskjarasamninga. Þar ber hæst þrepaskipt skattkerfi, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur, aukinn stuðning við félagslegt húsnæði og ný húsnæðislán fyrir fyrstu kaupendur. Þjóðhagsráð með þátttöku fulltrúa launafólks hefur verið starfandi síðan en þar sitja fulltrúar ríkis og sveitarfélaga, Seðlabanka og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Markmið þess er að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.</span></p> <h3><span></span>Stytting vinnuvikunnar</h3> <p><span>Stytting vinnuvikunnar hefur lengi verið baráttumál vinnandi fólks. Það er því fagnaðarefni að í flestum kjarasamningum</span><span> sem undirritaðir </span><span>voru </span><span>veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna</span><span>. </span><span>Meginmarkmið </span><span>breytinganna er að auka lífsgæði vinnandi fólks með því að gera því betur kleift að</span><span> </span><span>samræma </span><span>vinnu og einkalíf</span><span>. Breytingin hjá dagvinnufólki er komin til framkvæmda en útfærslan á styttingunni er misjöfn eftir samningum og hópum og getur vinnutími í fullu starfi farið allt niður í </span><span>36 virkar vinnustundir á viku. </span><span>Nú um mánaðamótin bætist vaktavinnufólk í hópinn en með bættum &nbsp;vinnutíma í vaktavinnu er </span><span>stuðla</span><span>ð</span><span> að betri heilsu og öryggi starfsfólks og </span><span>þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. A</span><span>uk þess </span><span>er breytingunum</span><span> ætlað að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs</span><span> en fyrir þau&nbsp; sem hafa þyngstu vaktabyrðina getur vinnuvikan styst niður í allt að 32 stundir.</span></p> <h3><span></span>Endurmat á störfum kvenna</h3> <p><span>Til samræmis við yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB, í mars 2020 skipaði forsætisráðherra starfshóp með fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda, sem falið er að leggja fram tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Þær aðgerðir skulu hafa það leiðarljós að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ég vænti mikils af þessu starfi en heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega varpað ljósi á mikilvægi stórra kvennastétta við að vernda líf og heilsu fólks. Eins hefur faraldurinn sýnt okkur öllum hve dýrmætt það er að eiga öflugt opinbert heilbrigðis- og velferðarkerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang.</span></p> <h3><span></span>Réttlát umskipti</h3> <p><span>Í nýlegri skýrslu sem ASÍ, BSRB og BHM gáfu út ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum er fjallað um réttlát umskipti í vegferðinni í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Þar eru dregnir fram mikilvægir þættir sem hafa þarf að leiðarljósi í umræðu og aðgerðum vegna þeirra miklu samfélagslegu breytinga sem hafnar eru og munu verða enn meiri á næstu árum vegna loftslagsbreytinga og aðlögunar að þeim. Samhliða þessu verða nú örar breytingar á vinnumarkaði vegna tækniþróunar. &nbsp;Það er grundvallar atriði að þessar breytingar auki ekki ójöfnuð og skapi ekki aðstöðumun milli hópa og svæða.&nbsp;Sú ríka hefð sem hér er fyrir samtali og samráði milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun gagnast okkur vel til að tryggja að yfirvofandi umskipti verði réttlát umskipti.&nbsp; réttlát umskipti.&nbsp; </span></p> <h3><span></span>Atvinnusköpun eftir faraldur</h3> <p><span>Atvinnuleysi sem var 12,1% í mars má ekki verða langtímaböl í samfélagi okkar. Stjórnvöld hafa brugðist við atvinnuleysinu sem er bein afleiðing heimsfaraldursins með margháttuðum aðgerðum. Nýlega kynntum við átakið Hefjum störf þar sem ríkið greiðir stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og félagasamtökum styrk til að skapa ný störf sem ætluð eru þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en tólf mánuði. Nú þegar hafa tæplega 4.000 ný störf verið skráð í verkefnið og yfir 900 ráðningarsamningar undirritaðir. Í fyrrasumar sköpuðum við ennfremur störf fyrir námsmenn og það munum við gera aftur núna. Markmiðið er að skapa alls um 7.000 ný störf á næstu mánuðum. Við höfum tryggt menntatækifæri fyrir atvinnuleitendur. Þá er hlutastarfaleiðin umfangsmesta leiðin sem stjórnvöld hafa ráðist í til að styðja við afkomu launafólks en um 36.000 einstaklingar hafa fengið stuðning í gegnum þá leið sem hefur samtals numið um 28 milljörðum króna. Atvinnuleysisbætur hafa verið hækkaðar um 35% á kjörtímabilinu, ráðist var í tímabundna lengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, barnagreiðslur atvinnuleysistrygginga hækkaðar tímabundið og núna fyrir helgi kynnti ríkisstjórnin sérstakan styrk til langtímaatvinnulausra og barnabótaauka fyrir tekjulægri barnafjölskyldur. Síðast en ekki síst hafa stjórnvöld staðið fyrir fjölbreyttum fjárfestingum til að skapa ný störf og auka umsvif í samfélaginu. Þar hefur bæði verið ráðist í hefðbundnar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum og byggingaframkvæmdum en einnig í fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Allt mun þetta stuðla að því að fjölga stoðum efnahagslífsins og draga hratt og örugglega úr atvinnuleysi með hækkandi sól.</span></p> <p><span>Ég óska launafólki til hamingju með baráttudag verkalýðsins!</span></p>
30. apríl 2021Blá ör til hægriStærsta verkefnið - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 30. apríl 2021<p><span>Í upphafi vikunnar </span><span>bárust þær ánægjulegu fréttir frá Umhverfisstofnun að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands hefði dregist saman um 2% milli 2018 og 2019 sem er mesti samdráttur milli ára frá 2012. Þróun í bindingu í skóglendi er líka mjög jákvæð en hún jókst um 10,7% frá 2018 til 2019 og hefur nú náð sögulegu hámarki frá 1990. </span></p> <p>Þessar tölur hvetja okkur til frekari dáða í loftslagmálum. Þó að við höfum hugsað um fátt annað en kórónuveiruna undanfarin misseri þá er loftslagsváin enn okkar stærsta áskorun og brýnt að halda áfram á sömu braut. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru loftslagsmálin í algjörum forgangi. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var lögð fram 2018 og uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld lögðu fram í fyrra varðar leiðina að frekari árangri. Í henni eru settar fram fjölmargar aðgerðir á öllum sviðum sem í fyrsta sinn eru metnar með tilliti til árangurs. Þá hefur aldrei verið veitt meira fjármagni til málaflokksins en á þessu kjörtímabili. Og til að mæta nýjum og metnaðarfyllri skuldbindingum okkar í loftslagsmálum sem kynntar voru í desember síðastliðnum bættum við enn frekar í aðgerðir og fjármagn til málaflokksins í nýrri fjármálaáætlun sem nú er til meðferðar á Alþingi.</p> <h4><span></span>Nýjar aðferðir í bindingu</h4> <p>Í vikunni heimsóttu ráðherrar í ríkisstjórninni Carbfix sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Carbfix byggist á íslensku hugviti sem gengur út á að fanga koldíoxíð og aðrar vatnsleysanlegar gastegundir eins og brennisteinsvetni úr útblæstri og binda í steindir í bergi á umhverfisvænan hátt. Aðferðafræðin er einstök á heimsvísu og getur orðið mikilvægt framlag í baráttunni gegn loftslagsvánni. Munurinn á þessari aðferð og því að geyma koldíoxíð í stórum gasgeymum – sem margar þjóðir gera nú tilraunir með – er sá að með henni er koldíóxíðinu fargað varanlega á mun öruggari hátt&nbsp; með því að &nbsp;umbreyta því í berg. Þetta er í raun náttúrulegt ferli sem einfaldlega er flýtt með aðstoð tækninnar. Við hlið Carbfix á Hellisheiði hefur svo svissneska &nbsp;nýsköpunarfyrirtækið, Climeworks, &nbsp;hafið uppbyggingu á nýrri verksmiðju sem &nbsp;byggir á þeirri tækni að fanga kolefni beint úr andrúmsloftinu. Það nýtir sér svo íslenska hugvitið hjá Carbfix til að farga kolefninu með því að binda það í basaltberg.</p> <p><span>Þessi merkilega nýsköpun er viðbót við aðrar aðferðir sem við Íslendingar höfum beitt til að binda kolefni en við höfum staðið framarlega í náttúrulegum lausnum til kolefnisbindingar eins og landgræðslu og skógrækt og höfum verið óþreytandi við að tala fyrir þeim á alþjóðavettvangi. </span></p> <h4><span></span>Samstarf stjórnmála og vísinda</h4> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Kolefnisbinding ásamt samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda mun verða lífsnauðsynleg til að sporna gegn loftslagsbreytingum á næstu áratugum. Við höfum sýnt það í þessum heimsfaraldri að mannkynið er fullfært um að ná ótrúlegum árangri þegar hætta steðjar að. Við þurfum að ná sama árangri gegn loftslagsvánni og læra af því sem við höfum gert í faraldrinum – vísindamenn, fagfólk, stjórnmálamenn, atvinnulíf og almenningur – við þurfum öll að vinna saman til að ná markmiðum okkar og tryggja öruggan, sjálfbæran heim fyrir komandi kynslóðir.</span></p> <p><span>Loftslagsmálin voru eitt af stóru málunum í stefnuskrá Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Þau munu áfram verða það og ég </span><span>er sannfærð um </span><span>að sú stefna sem nú hefur verið mörkuð og þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til byggi mikilvægan grunn að árangri Íslands í loftslagsmálum. Verkefnið er hins vegar gríðarstórt og meira mun þurfa til – en ef við höldum áfram á sömu braut mun það skila &nbsp;frekari árangri og Ísland&nbsp; leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni – stærsta verkefni samtímans.</span></p>
20. apríl 2021Blá ör til hægriGervigreind á erindi við okkur öll - grein forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra í Morgunblaðinu 20. apríl 2021<p><span>Við erum stödd í miðri tæknibyltingu sem hefur áhrif á nánast allt daglegt líf okkar og störf. Ríkisstjórnin setti sér það markmið strax í upphafi kjörtímabilsins að íslenskt samfélag yrði vel í stakk búið til að nýta þau tækifæri og mæta þeim áskorunum sem felast í hinni margumræddu fjórðu iðnbyltingu.</span></p> <p><span>Markmiðið er ekki síst að tækifærin nýtist sem flestum og innleiðing hennar byggi á grunngildum okkar um mannréttindi, lýðræði og jafnrétti. Í fyrra gáfum við út áætlun þar sem þessari hugmyndafræði var fylgt eftir með 27 tillögum að aðgerðum í þessu skyni. Tillögurnar snúa meðal annars að því hvernig við ætlum að nýta tæknina í framsæknu menntakerfi, í umgjörð atvinnulífsins, nýsköpun og inni í stjórnkerfinu. </span></p> <p><span>Stafræn umbreyting hefur mikil tækifæri í för með sér, ekki bara efnahagsleg heldur líka á sviði stórra viðfangsefna á borð við umhverfis-&nbsp; og heilbrigðismál. Endurskipulagning á starfi vísinda- og tækniráðs, aukin áhersla á stuðning við rannsóknir og nýsköpun og ný gervigreindarstefna stjórnvalda eru nokkur skref af mörgum til að ýta undir jákvæða þróun. </span></p> <p><span>Með Stafrænu Íslandi erum við svo að gjörbreyta samskiptum fólks við hið opinbera. Þjónustu sem áður kallaði á bréfpóst, símtöl og bílferðir milli lands- eða bæjarhluta má nú nálgast með nokkrum smellum. Fyrir vikið sparast tími, peningar og útblástur – auk þess sem þjónustan verður aðgengilegri fyrir alla.</span></p> <p><span>Það getur hins vegar verið auðvelt að tapa áttum í nýrri tækni. Til að stuðla að því að breytingarnar verði sannarlega öllum til hagsbóta hleypum við nú af stokkunum gervigreindaráskoruninni Elemennt. Fyrir verkefninu standa forsætis- og fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. </span></p> <p><span>Við hvetjum alla landsmenn til að taka áskoruninnin með því að taka þátt í opnu, gjaldfrjálsu vefnámskeiði</span><span> á íslensku um grunnatriði gervigreindar sem nú er aðgengilegt á vefnum </span><span>island.is/elemennt.</span><span> </span><span>Námskeiðið er alls um 30 klukkustundur og hægt að taka það hvenær sem er, í tölvu eða síma. Það er hannað til að vera aðgengilegt sem flestum, óháð aldri, menntun eða starfsreynslu.</span></p> <p><span>Það skiptir miklu máli að það séu ekki aðeins sérfræðingar á sviði tækninnar sem hafi þekkingu og skilning á tæknibreytingum fjórðu iðnbyltingarinnar. Gervigreind á erindi við okkur öll og verður sífellt tilfinnanlegri í lífi flestra. Með aukinni þekkingu tryggjum við að í breytingunum felist langtum fleiri tækifæri en áskoranir – og það sem mestu máli skiptir: að við stjórnum tækninni, frekar en að tæknin stjórni okkur. </span></p>
08. apríl 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 7. apríl 2021<p><span>Ágætu ársfundargestir</span></p> <p><span></span><span>Síðasti ársfundur Seðlabankans var haldinn í lok mars í fyrra hér í þessum sal, með örfáum þátttakendum á staðnum á meðan aðrir sátu við tölvuskjái út um bæinn og fylgdust með. Ekki óraði okkur fyrir að sú yrði einnig raunin nú rúmu ári síðar. Þá vorum við í miðri fyrstu bylgju faraldursins og gerðum okkur enn vonir um að glíman við þennan vágest yrði skammvinn og lífið komið í eðlilegar skorður innan tíðar.</span></p> <p><span>En undanfarin misseri hafa reynst viðburðaríkari en okkur grunaði. Til viðbótar við faraldurinn, sem reyndist lífseigari en við vonuðum í byrjun, höfum við tekist á við jarðhræringar, snjóflóð, skriðuföll og nú síðast eldgos. Allt hefur þetta reynt á okkur bæði sem einstaklinga og samfélag og sýnt okkur svo um munar hvað sameiginlegir samfélagslegir innviðir okkar eru mikilsverðir þegar á reynir. Heilbrigðiskerfið, menntastofnanirnar, velferðarkerfin, almannavarnir og björgunarsveitirnar hafa heldur betur sýnt okkur hvað í þeim og starfsfólki þeirra býr á undanförnum mánuðum.&nbsp; </span></p> <p><span>Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins haft tvö skýr markmið. Í fyrsta lagi að leggja allt kapp á að verja líf og heilsu fólks. Gera allt það sem til þarf til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Í öðru lagi að tryggja afkomuöryggi fólks og styðja við atvinnulífið til að lágmarka samfélagsleg- og efnahagsleg áhrif faraldursins eins og kostur er. Þessi markmið, annars vegar heilbrigði fólks og hins vegar að verja efnahaginn fara reyndar saman og vinna hvort með öðru. Eftir því sem sem okkur tekst betur að halda faraldrinum í skefjum því minni verða neikvæðu áhrifin á þjóðarbúskapinn í heild. Með þetta að leiðarljósi höfum við tekist á við þær áskoranir sem við hafa blasað og höfum sem betur fer náð góðum árangri á báðum sviðum. </span></p> <p><span>Við höfum náð góðum árangri&nbsp; með því að fara að ráðum vísindamanna, beita markvissum sóttvarnaraðgerðum, góðri upplýsingagjöf og ekki síst með nánast einrofa samstöðu þjóðarinnar. Slíkt er ekki sjálfsagt en hefur skipt sköpum við þessar aðstæður og tryggt að við höfum náð þessum góða árangri með mun minna íþyngjandi aðgerðum en beita hefur þurft í mörgum öðrum ríkjum.</span></p> <p><span>Áhrif faraldursins og aðgerða gegn honum á efnahags- og atvinnulífið eru mikil en ljóst er að þeim er verulega misskipt. Mestar byrðar hvíla á þeim mikla fjölda fólks sem hefur undanfarið ár misst atvinnu sína og þeim fyrirtækjum og einyrkjum sem reiða sig hvað mest á komur erlendra ferðamanna eða hafa þurft að sæta takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða. </span></p> <p><span>Góð staða ríkissjóðs og styrk hagstjórn síðustu ára hafa gert okkur kleift að nýta ríkisfjármálin með mun markvissari hætti en áður hefur þekkst til að styðja við heimili- og fyrirtæki og undirbúa okkur undir viðspyrnuna. Góð staða Seðlabankans og farsælt samspil stjórnar efnahags- og peningamála hefur sömuleiðis hjálpað til. Seðlabankinn hefur lækkað vexti sem nú eru þeir lægstu í lýðveldissögunni og beitt öðrum stjórntækjum sínum á borð við sveiflujöfnunarauka og bindiskyldu til að tryggja aðgengi að lausu fé sem hefur stutt við fyrirtæki og dregið úr greiðslubyrði margra heimila sem er mikið lífskjaramál. </span></p> <p><span>Aðgerðir stjórnvalda hafa beinst að því að tryggja afkomu heimilanna með víðtækum aðgerðum á borð við hlutabætur atvinnuleysistrygginga, viðbótarhækkun atvinnuleysisbóta og lengra tímabili tekjutengingar til að draga úr tekjufalli,&nbsp; auknum stuðningi við barnafólk og greiðslu launa í sóttkví. Auk þess hefur markvisst frá upphafi faraldursins verið horft til þess að efla félags- og vinnumarkaðslegar mótvægisaðgerðir til að styðja við atvinnuleitendur og aðra félagslega viðkvæma hópa og koma í veg fyrir langtímaafleiðingar atvinnuleysis með tilheyrandi kostnaði bæði fyrir einstakling og samfélag.&nbsp; </span></p> <p><span>Stutt hefur verið við atvinnulífið með úrræðum á borð við lokunarstyrkjum, tekjufallsstyrkjum, viðspyrnustyrkjum, stuðningslánum, ráðningastyrkjum og frestun á greiðslu opinberra gjalda til að stuðla að því að fyrirtæki hafi getað haft fólk í vinnu og verið tilbúin til að hefja starfsemi aftur af fullum krafti þegar aðstæður leyfa. </span></p> <p><span>Aðgerðir til styrktar heimilum og fyrirtækjum miða að sama marki, að lágmarka eins og unnt er áhrif faraldurins á almenning. Við reynum að verja störfin með styrkjum til fyrirtækja og styðjum við þá sem missa vinnuna með þeim aðgerðum sem ég lýsti hér að framan.</span></p> <p><span>Samhliða þessu öllu var okkur fljótt ljóst að horfa þyrfti til framtíðar og leggja grunninn að endurreisn efnahagslífsins. Leiða má líkum að því að það hagkerfi sem við horfum fram á eftir þessa kreppu verður annað og breytt hagkerfi en við höfum þekkt hingað til. Ferðaþjónustan sem tekið hefur á sig þungt högg mun án efa áfram verða ríkur þáttur í efnahags- og atvinnulífinu hér á landi. Í greininni hefur á undanförnum árum orðið til dýrmæt reynsla, &nbsp;þekking og viðskiptasambönd - og áhugi á ferðalögum hingað til lands verður áfram mikill enda landið einstakur áfangastaður. &nbsp;En áhrif faraldursins munu ekki hverfa eins og dögg fyrir sólu og við þurfum að vera undir það búin. </span></p> <p><span>Við þurfum þar með að huga að því að auka fjölbreytni og efla viðnámsþrótt efnahagslífsins gegn áföllum sem þessum og þess vegna lögðum við ríka áherslu á að ráðast í umfangsmikið fjárfestingarátak á vettvangi ríkisins með áherslu á innviðauppbyggingu, menntun, rannsóknir, nýsköpun, skapandi greinar og loftslagsmál. Með því verða til ný og verðmæt störf og við undirbúum okkur undir þau stóru verkefni sem framundan eru við græna umbyltingu og tæknivæðingu stundum kennda við fjórðu iðnbyltinguna.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Það er um margt áhugavert að bera saman viðbrögð stjórnvalda og Seðlabanka um heim allan í þessari kreppu og í fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Ljóst er að margt hefur breyst og sú stefna að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga, láta skattkerfið og afkomutryggingakerfin virka eins og vera ber, verja velferðarkerfin og grunnstoðirnar, reka ríkissjóð með umtalsverðum halla og auka skuldsetningu var langt frá því að vera sjálfgefin. Ég hef hins vegar mikla trú á því að þetta sé sú leið sem rétt er að fara við þessar aðstæður sérstaklega í ljósi þess að við Íslendingar höfðum borð fyrir báru þegar litið er til skuldastöðu ríkissjóðs. </span></p> <p><span>Við sjáum árangurinn af markvissum sóttvarnaraðgerðum og öflugum aðgerðum ríkissjóðs nú birtast í minni niðursveiflu en óttast var í fyrstu og betri horfum til framtíðar og ég er sannfærð um að þegar birtir til verðum við fljótari á fætur að nýju.&nbsp; </span></p> <p><span>Þegar óvissan var sem mest í fyrra vor frestuðum við framlagningu fjármálaáætlunar og vikum tímabundið til hliðar fjármála- og skuldareglum laga um opinber fjármál. Endurskoðuð fjármálastefna og fjármálaáætlun voru svo lagðar fram síðastliðið haust og ný fjármálaáætlun að nýju nú um miðjan mars. Þótt áföll á borð við það sem við nú göngum í gegnum séu ekki daglegt brauð og verði vonandi ekki viðfangsefni okkar aftur í bráð, hefur það verið prófsteinn á virkni og viðnámsþrótt laga um opinber fjármál. Lögin hafa stuðlað að mörgum góðum breytingum í fjárlagavinnunni og bætt stefnumótun og langtímaáætlanir í ríkisfjármálum til muna. Nú höfum við hins vegar tilefni og efnivið til að meta reynsluna og ræða hvort umgjörðin sem sett er um opinber fjármál í lögunum þjóni tilgangi sínum og tryggi nægjanlegan sveigjanleika en þau sjónarmið, komu fram meðal annars hjá þeirri sem hér stendur, við afgreiðslu laganna á sínum tíma.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Í upphafi kjörtímabils settum við okkur það markmið að treysta </span><span>stöðugleika til lengri tíma og auka gagnsæi í athafnalífi og allri stjórnsýslu til að efla traust almennings á rekstri fyrirtækja, fjármálalífi, stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. </span><span>Þetta er umfangsmikið verkefni sem snertir marga anga samfélagsins. Einn mikilvægur liður í því var að gera nauðsynlegar breytingar á ramma peningastefnunnar sem framkvæmd er í þessu húsi. Stór áfangi á þeirri vegferð voru ný heildarlög um Seðlabanka Íslands sem tóku gildi í byrjun árs 2020. Markmið þeirra var fyrst og fremst að styðja</span><span> betur við það </span><span>hlutverk</span><span> Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins að tryggja fjármálastöðugleika og hafa eftirlit með þjóðhagsvarúð.</span><span> Með breytingunni voru kraftar</span><span> Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins </span><span>sameinaðir undir einni stofnun sem liður í að auka</span><span> yfirsýn</span><span> og </span><span>stuðla að</span><span> auknum</span><span> fjármálastöðugleika</span><span>.</span><span> Um leið voru skapaðar mun betri forsendur fyrir samþættingu eindar</span><span> </span><span>og þjóðhagsvarúðar annars vegar og, eftir því sem við á, peningastefnu og fjármálastöðugleikastefnu hins vegar. Ný nefnd innan Seðlabankans, fjármálastöðugleikanefnd, hefur </span><span>nú </span><span>yfirsýn varðandi fjármálastöðugleika og tekur endanlegar ákvarðanir um beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja.</span><span> </span></p> <p><span>Segja má að vaxandi umræða og skilningur hafi verið alþjóðlega á undanförnum árum á gagnsemi þjóðhagsvarúðartækja til að draga úr alvarlegri kerfisáhættu og </span><span>verja efnahagslegan stöðugleika eða fjármálastöðugleika gerist þess þörf.</span><span> Til að styrkja enn frekar slík fyrirbyggjandi úrræði hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram frumvarp til nýrra heildarlaga um gjaldeyrismál sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Í því er m.a. að finna ákvæði um ráðstafanir sem Seðlabankinn getur gripið til í því skyni að koma í veg fyrir óstöðugleika annars vegar með fyrirbyggjandi stjórntækjum á sviði þjóðhagsvarúðar og hins vegar verndunarráðstafanir við sérstakar aðstæður.&nbsp; </span></p> <p><span>Fyrsta heila starfsári sameinaðrar starfsemi Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands er nú lokið. Það hefur án efa verið áskorun fyrir stjórnendur og starfsfólk að vinna að svo umfangsmiklu verkefni á þessu krefjandi ári sem að baki er með öllum þeim takmörkunum sem því hafa fylgt. Það er þess vegna einkar ánægjulegt að horfa til þess hvernig traust almennings til bankans hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og tók stökk í nýjustu mælingu Gallup úr 45% ár árinu 2020 upp í 62% í upphafi þessa árs. Þetta gefur okkur skýrar vísbendingar um að sameingin hafi gengið vel og verið heillaspor á þeirri vegferð sem staðið hefur yfir á undanförnum árum við umbætur í stjórn efnahags- og peningamála í kjölfar þess lærdóms sem við drógum af fjármálahruninu. Ekki síður hef ég þá trú að sameiningin geti orðið til að styrkja fjármálaeftirlitið en öflugt fjármálaeftirlit er lyilatriði til að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika. Á sínum tíma var bankaeftirlit hluti af starfsemi Seðlabanka en það var aðskilið frá bankanum árið 1998 – skömmu fyrir einkavæðingu bankanna. Sameiningin byggðist meðal annars á ítrekuðum ráðleggingum erlendra sérfræðinga &nbsp;á borð við Kristin Forbes prófessor við MIT-háskóla, Lars Jonung prófessor við Háskólann í Lundi og Patrick Honohan fyrrum Seðlabankastjóra Írlands og þeirri sýn að öflugt fjármálaeftirlit, sjálfstæð peningastefna og fjármálastöðugleiki séu óaðskiljanlegir þættir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. </span></p> <p><span>Fyrir áramót lagði ég fram á Alþingi skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis sem unnar voru í kjölfar hrunsins. Í henni eru dregnar fram ríflega 300 ábendingar sem flestar heyra undir fjármálaeftirlit, Seðlabanka og verkefni fjármála- og forsætisráðuneytis. Það er athyglisvert og lærdómsríkt að fara í gegnum þessa sögu og sjá hversu mikið hefur áunnist og hversu víðtækar umbætur hafa verið gerðar á þessum sviðum undanfarin áratug, en í skýrslunni er ítarlega rakið hvernig hlutaðeigandi stjórnvöld hafa brugðist við yfirgnæfandi meirihluta þeirra ábendinga settar voru fram í rannsóknarskýrslunum þremur. Við blasir að við höfum nú mun traustari umgjörð um stjórn og ákvarðanir á sviði efnahags- og peningamála auk þess sem allt regluverk á fjármálamarkaði hefur tekið gagngerum breytingum. Allt stuðlar þetta að bættu verklagi, auknu trausti og gerir þetta okkur betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna aukinnar óvissu og áhættu í breyttum heimi. En þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir megum við ekki falla í þá gildru að nú hafi verið girt fyrir allar mögulegar hættur, að síðasta fjármálakreppa hafi í raun verið sú síðasta. Sagan kennir okkur að svo er ekki og að næsta bóla og næsta kreppa munu koma út einhverri þeirri átt sem okkur grunar kannski síst.</span></p> <p><span>En sumar hættur og áskoranir eru þó augljósari en aðrar, þó að misvel gangi að sannfæra þá sem neita að horfa á þær staðreyndir sem við blasa. Baráttan við loftslagsvána er og verður stærsta og mikilvægasta verkefni okkar næstu ár og áratugi. Fyrir okkur liggur að gera gagngerar breytingar á lifnaðarháttum okkar, framleiðsluferlum og neyslu sem hafa víðtækar afleiðingar á samfélagið, vinnumarkaðinn og efnahagslífið allt.&nbsp; Megin áherslan þarf að vera á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsáttmálans og ná kolefnishlutleysi en á sama tíma er óhjákvæmilegt að við búum okkur undir þær náttúrufarslegu og samfélagslegu breytingar sem munu verða vegna loftslagsbreytinga á næstu árum og áratugum með aðlögunaraðgerðum. Eitt stærsta verkefnið verður að tryggja áframhaldandi jöfnuð í samfélaginu í gegnum þessar umfangsmiklar breytingar. Við höfum sett loftlagsmálin í forgang, lagt fram fjármagnaða metnaðarfulla aðgerðaráætlun, hafið vinnu við gerð aðlögunarstefnu og markað leiðina að kolefnishlutleysi og aukið ívilnanir og fjárfestingar til að stuðla að orkuskiptum. Almenningur hefur brýnt okkur stjórnmálamenn til dáða og á vettvangi atvinnulífsins hefur einnig orðið vitundarvakning og fjárfestar eru ekki undanskildir - þeir horfa í sí-auknum mæli til lofslagsmála við fjárfestingarákvarðanir sínar. Þessi umbreyting sem nú á sér stað á öllum sviðum samfélagsins mun&nbsp; hafa áhrif á samfélagið allt – líka á þjóðhagslegar stærðir á borð við fjárfestingu, verðbólgu og atvinnustig og þar með á ákvarðanir við stjórn efnahags- og peningamála.</span></p> <p><span>Frá sjónarhóli peningastefnu er áhugavert að velta upp spurningum á borð við hver verða áhrif loftslagsbreytinga, til dæmis þarf að gaumgæfa hverjar verða efnahagslegar afleiðingar &nbsp;aðgerða til að draga úr losun og hvaða áhrif hafa áföll vegna veðuröfga verða á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu. Sömuleiðis þurfum við að dýpka skilning okkar á því hvernig óvissa og áhætta vegna lofslagsbreytinga og atburða þeim tengdum mun hafa áhrif á þætti á borð við fjárfestingu, eignaverð og vexti. Þekking, meðvitund og áhugi stjórnvalda, seðlabanka og fræðasamfélags um allan heim á þessum viðfangsefnum fer sífellt vaxandi og mun á næstu árum gefa okkur skýrari sýn á það hvernig loftslagsbreytingar og umskiptin yfir í lágkolefnishagkerfi mun breyta heimshagkerfinu. Æ meiri áhersla er á græna og sjálfbæra fjármögnun enda munu hlutirnir ekki breytast nema fjármálakerfið styðji við þær breytingar – þar getur Seðlabankinn lagt sitt af mörkum og gegnt mikilvægu forystuhlutverki við þá nauðsynlegu grænu umbreytingu sem þarf að verða.</span></p> <p>Kæru gestir.</p> <p><span>Við stöndum á ákveðnum tímamótum. Samkvæmt bóluefnaáætlun stjórnvalda mun </span><span>okkur ber</span><span>a</span><span>st bóluefni fyrir samtals rúmlega 193 þúsund einstaklinga</span><span> á næstu þremur mánuðum.</span><span> Gangi það eftir hefur Ísland, fyrir lok júní, fengið bóluefni fyrir samtals um 240.000 einstaklinga frá því að bólusetningar hófust í lok desember, en alls telur hópurinn sem ráðgert er að bólusetja um 280.000 manns. Auðvitað eru allar þessar áætlanir settar fram með öllum hefðbundnum fyrirvörum enda getur margt komið upp á í þessu viðkvæma ferli – en þetta er mikilvæg staðreynd</span><span> og mun breyta miklu í baráttu okkar við veiruna. Þar með er björninn þó ekki unninn – veiran verður ekki lögð að velli fyrr en heimsbyggðin öll hefur verið bólusett. Þess vegna er svo mikilvægt að tryggja aðgengi allra að bóluefni. Ísland hefur tekið virkan þátt í að tryggja fátækari þjóðum bóluefni, í gegnum COVAX-samstarfið. </span></p> <p><span>Ég vil að lokum senda Seðlabanka Íslands heilla- og árnaðaróskir á 60 ára afmælisdegi bankans og þakka starfsfólki Seðlabanka Íslands fyrir það góða starf sem hér er unnið á hverjum degi fyrir land og þjóð og einnig fyrir gott samstarf á liðnu ári.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p>
22. mars 2021Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Búnaðarþingi 22. mars 2021<p><span>Komiði öll sæl.</span></p> <p><span>Mér er það sannur heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag á Búnaðarþingi; heiður og ánægja.</span></p> <p><span>Ég hef iðulega sagt – og raunar hef ég styrkst í þeirri trú – að innlendur landbúnaður og innlend matvælaframleiðsla verði ein stærstu pólitísku mál 21. aldarinnar. </span></p> <p><span>Undanfarin misseri sem einkennst hafa af margháttuðum hamförum undirstrika þetta. Fárviðri, snjóflóð, skriðuföll, heimsfaraldur og nú síðast eldgos varpa ljósi á samfélag okkar; styrkleika þess og veikleika. Heimsfaraldurinn sem nú geisar hefur til að mynda sýnt okkur </span></p> <p><span>hversu mikilvægt það er að eiga sterkt heilbrigðiskerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang að þjónustu. </span></p> <p><span>hversu mikilvægt það er að eiga öflugt velferðarkerfi og öflugt félagskerfi sem grípur fólk þegar það missir atvinnu og lífsviðurværi. </span></p> <p><span>hversu mikilvægt það er að eiga öflugt menntakerfi og hversu mikilvæg ákvörðun það var að halda skólum opnum eins og kostur var því það tryggði í senn menntun barna og eðlilegan gang í atvinnulífi og samfélagi – og um leið var tekið tillit til kynjasjónarmiða því konur hefðu verið líklegri en karlar til að sinna börnum heima.</span></p> <p><span>Hversu mikilvægt það er að eiga öfluga innviði á sviði raforku, fjarskipta og samgangna og þar hefur núverandi ríkisstjórn ráðist í sérstakt átak; meðal annars flýtt lagningu jarðstrengja. Þá hefur verið flýtt framkvæmdum í ofanflóðavörnum sem var löngu tímabært.</span></p> <p><span>Og að einhverju leyti sýna þessar hamfarir allar hversu mikilvægt það er að eiga öfluga innlenda matvælaframleiðslu.</span></p> <p><span>Við erum ekki sjálfum okkur nóg þegar kemur að matvælaframleiðslu og að sjálfsögðu munum við alltaf flytja inn matvæli. En við getum og eigum að setja okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að því að auka hlutfall innlendra matvæla í því sem við neytum.</span></p> <p><span>Það er áhugavert að skoða hlut ólíkra búgreina í innlendu matvælaframboði á Íslandi. Garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis, búfjárræktin sér fyrir um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum. </span></p> <p><span>Nýlegt var svo slegið fram – ekki byggt á vísindalegu mati - að innan við helmingur af dæmigerðri innkaupakörfu landsmanna væri innlend framleiðsla – en það væri áhugavert að fá staðfestar niðurstöður ef rannsókn yrði framkvæmd á þessu.</span></p> <p><span>Og þessi hlutföll geta breyst hratt. Ef við skoðum til dæmis nautakjöt voru 80% af því sem við borðuðum íslenskt og 20% voru innflutt í fyrra – en hér hefur orðið töluvert mikil breyting á skömmum tíma því fyrir tíu árum þegar 96% alls nautakjöts sem við borðuðum voru íslensk og 4% innflutt. </span></p> <p><span>Með skýrri stefnu um aukið hlutfall innlendrar framleiðslu í því sem við neytum getum við í senn tryggt fæðuöryggi– það er að við tryggjum aðgengi að mat með aukinni innlendri framleiðslu og matvælaöryggi – þar sem við höfum betri tök á að tryggja heilnæmi matvæla, til dæmis með skýrum reglum um sýklalyfjanotkun. Um leið vinnum við gegn loftslagsbreytingum með því að draga úr flutningum heimshorna á milli á mat sem hægt er að framleiða hér – samhliða því að við vinnum saman að því að skýra markmiði að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus eigi síðar en 2040.</span></p> <p><span>Og þegar við ræðum um innlendan landbúnað er mikilvægt að muna að matarvenjur landsmanna verða stöðugt fjölbreyttari. Uppgangur grænkerafæðis felur í sér fyrst og fremst tækifæri fyrir grænmetisbændur og sýnir sú ákvörðun stjórnvalda að setja aukið fjármagn í samninga við garðyrkjubændur aukinn metnað á þessu sviði og þar er markmið garðyrkjubænda um fjórðungsaukningu á grænmetisframleiðslu innan tveggja ára framsýnt og til fyrirmyndar. Þar eru svo sannarlega sóknarfæri.</span></p> <p><span>Þannig var 91% af því blómkáli sem við Íslendingar neyttum 2018 innflutt blómkál – sem hæglega er hægt að rækta hér. </span></p> <p><span>Sama ár voru 65% allra gulrætna sem við borðuðum innflutt – aftur grænmeti sem er auðvelt að rækta hér.</span></p> <p><span>Meira að segja er meirihluti allra tómata sem við neyttum þetta ár, 2018, innfluttur – eða 56%.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ný matvælastefna fyrir Ísland sem kynnt var fyrr á þessu ári endurspeglar metnaðarfulla sýn stjórnvalda þegar kemur að matvælum. Hún byggist á fimm grunnþáttum. Að við tryggjum aukna verðmætasköpun, við hugum að fjölþættum hagsmunum neytenda með því að tryggja góð og heilnæm matvæli á sanngjörnu verði, að við tryggjum matvæla- og fæðuöryggi, að við tryggjum að matvælaframleiðsla stuðli að markmiðum okkar í loftslagsmálum og að það sem við borðum stuðli að bættri heilsu. Í matvælastefnunni er viðfangsefnið tekið fyrir út frá hinni breiðu sýn en í framhaldinu ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ráðast í gerð landbúnaðarstefnu sem von er á á vormánuðum. </span></p> <p><span>Ég hef fylgst með þróun umræðunnar á meðal íslenskra bænda og veit að bændur deila þessari nálgun – að styrkurinn í okkar smáa samfélagi felist ekki síst í að hafa breiða sýn, tengjast betur á sama tíma og við höldum vörð um sérþekkingu og sérstöðu. Það verður spennandi að fylgjast með niðurstöðu þeirra umræðna sem þið munið eiga hér á Búnaðarþingi um breytingar á félagskerfi bænda. Von mín er sú að niðurstaðan sem fæst verði í breiðri sátt og til þess fallin að styrkja rödd bænda. </span></p> <p><span>Kæru gestir.</span></p> <p><span>Aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum byggist á góðu samstarfi við allar atvinnugreinar, ekki síst bændur. Í þessari viku munum við ræða nýja fjármálaáætlun sem dreift verður á Alþingi í dag en þar er enn bætt við fjármunum í aðgerðir okkar í loftslagsmálum til að tryggja að Ísland nái að standa við þau nýju og uppfærðu markmið um samdrátt í losun og aukna kolefnisbindingu sem við kynntum í desember síðastliðnum. Þar munum við meðal annars í samstarfi við bændur og aðra landeigendur efla enn frekar það starf sem unnið er að í í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis. Þá verður loftslagsaðgerðum í landbúnaði hraðað og við vonumst til að fá enn fleiri bændur í samstarf um að taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. </span></p> <p><span>Ég tel ekki aðeins að stjórnvöld eigi að setja sér skýr markmið í samráði við fulltrúa bænda um aukið hlutfall innlendrar matvælaframleiðslu af því sem við neytum. Ég tel einnig að við eigum að setja okkur skýr markmið um aukinn lífrænan landbúnað. Oft hef ég fundið ákveðna togstreitu milli þeirra sem stunda það sem við getum kallað hefðbundinn landbúnað og þeirra sem stunda lífrænan landbúnað. En á Íslandi er einmitt tækifæri til að sleppa þeirri togstreitu alfarið. Við erum í allt annarri stöðu en þau lönd þar sem finna má risavaxnar matvælaverksmiðjur sem framleiða fyrir risamarkaði.&nbsp; Viðhöfum einmitt getað varðveitt okkar búfjárstofna og tryggt að sýklalyfjanotkun og notkun annarra aðskotaefna er lítil. Við eigum að líta svo á að í lífrænum landbúnaði felist enn frekari sóknarfæri fyrir innlenda matvælaframleiðslu, tækifæri til að stækka kökuna, auka verðmætasköpun og auka fjölbreytni.</span></p> <p><span>Kæru gestir á Búnaðarþingi.</span></p> <p><span>Ég var alin upp í því að velja íslenskt. Bæði vegna þess að foreldrum mínum fannst íslenskar landbúnaðarvörur góðar en líka vegna þess að það skiptir máli að styðja við sitt nærsamfélag. Þannig tel ég reyndar að okkur sé mörgum farið – ekki síst þegar kemur að matvælum. </span></p> <p><span>Matvæli skipta okkur nefnilega miklu máli. Hvort sem maður reynir að gleðja maka sinn með góðri máltíð – eða gefur nýfæddu barni sínu mjólk – þá fela matvæli í sér mikla meira en bara næringu. Þau fela í sér umhyggju og ást gagnvart sjálfum sér og öðrum og þess vegna hugsum við líklega öll svona mikið um mat! Og kannski mætti kalla innlendan landbúnað hluta af umhyggjuhagkerfinu – því það að gefa einhverjum að borða felur í sér mikla umhyggju. Það er gríðarlega mikilvægt og fallegt hlutverk sem íslenskur landbúnaður hefur að gegna fyrir okkur öll. Ég þakka ykkur fyrir að sinna því á hverjum degi. Byggjum á þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum misserum og blásum til sóknar fyrir íslenskan landbúnað. </span></p>
19. mars 2021Blá ör til hægriNýtum tækifærið - grein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu 18. mars 2021<div> <p>Þegar ég mælti fyrir frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins í febrúar lagði ég áherslu á að Alþingi ætti nú einstakt tækifæri. Nú væri tækifæri til að ná raunverulegri umræðu um efnisatriði málsins og koma sér saman um góðar, markverðar og mikilvægar breytingar sem lengi hefur verið kallað eftir.</p> <p>Áhugavert er að lesa umsagnir sem borist hafa Alþingi um þær breytingar sem lagðar hafa verið til á stjórnarskrá og vissulega valda sumar þeirra vonbrigðum. Því miður má þar greina hefðbundna skotgrafapólitík sem er til þess eins fallin að koma í veg fyrir nokkra hreyfingu á málinu og um leið virðast allmargir umsagnaraðilar túlka samfélagslega sátt um breytingar þannig að hún felist í því að þeir komi fram eigin vilja.</p> <p>Bersýnilegast kemur þetta fram í umsögnum um auðlindaákvæði frumvarpsins. Í tillögunni kemur eftirfarandi skýrt fram: Auðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru lýstar í þjóðareign. Þær ber ekki að afhenda til eignar eða varanlega og úthlutun nýtingarheimilda skal grundvallast á jafnræði og gagnsæi. Löggjafanum ber að taka afstöðu til gjaldtöku fyrir nýtingu heimildanna.</p> <h3>Í þágu útgerðanna?</h3> Um þetta ákvæði berast nú umsagnir úr tveimur áttum. Annars vegar frá þeim sem telja að þetta hljóti að vera samið sérstaklega fyrir stórútgerðir: <p>„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar? Hvað með alla þá kjósendur sem veittu tillögum Stjórnlagaráðs brautargengi haustið 2012?“ (Úr umsögn Stjórnarskrárfélagsins um frumvarp til stjórnskipunarlaga.)</p> <p>„Þið hafið gert þetta einkum til að þóknast sérhagsmunum útvegsmanna sem virðast eiga ykkur með húð og hári.“ (Úr umsögn Þorvaldar Gylfasonar um frumvarp til stjórnskipunarlaga.)</p> <h3>Gegn hagsmunum útgerðarinnar?</h3> Eftir að hafa lesið þessi brigsl verða kannski einhverjir hissa að lesa umsagnir helstu hagsmunavarða útgerðarinnar og íslensks atvinnulífs: <p>„Að öllu framangreindu virtu telja SFS að fyrirliggjandi frumvarp sé ýmsum annmörkum háð og leggja til að frumvarpið nái ekki óbreytt fram að ganga. Hvatt er til endurskoðunar á efni frumvarpsins og samráðs við samtökin og aðra hagaðila.“ (Úr umsögn SFS um frumvarp til stjórnskipunarlaga.)</p> <p>Og í annarri umsögn segir:</p> <p>„Í ljósi framangreindra athugasemda leggja samtökin til að auðlindaákvæði frumvarpsins verði fellt brott.“ (Úr umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp til stjórnskipunarlaga.)</p> <p>Og enn annar umsagnaraðili segir:</p> <p>„Viðskiptaráð telur því misráðið að færa auðlindaákvæði þessa frumvarps óbreytt inn í stjórnarskrá lýðveldisins.“ (Úr umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til stjórnskipunarlaga.)</p> <h3>Sátt um engar breytingar?</h3> Að sjálfsögðu hvetja allir þessir aðilar til að sátt náist um málið. Ef marka má umsagnirnar er ljóst að þeir gætu mætavel sæst á að halda rifrildinu áfram að eilífu þannig að ákvæði af þessu tagi komist aldrei inn í stjórnarskrá. Það verður aftur á móti áhugavert að sjá hvað alþingismenn munu segja þegar þeim gefst nú færi á að tryggja þjóðareign á auðlindum – ekki eingöngu sjávarauðlindinni sem sumir láta eins og málið snúist eingöngu um – og mæta þeim skýra vilja sem hefur ítrekað birst í könnunum og atkvæðagreiðslum. <p>Tillagan um auðlindaákvæði er vel ígrunduð og skýr eins og aðrar tillögur frumvarpsins. Þó að slíkt ákvæði finnist ekki í stjórnarskrám allra annarra ríkja hefur það verið til umræðu á Íslandi lengi og endurspeglar sú umræða þann vilja að stjórnarskráin fjalli með afdráttarlausum hætti um auðlindir landsins og nýtingu þeirra. Í þessu ákvæði er slík lína dregin.</p> <p>Hið sama gildir um aðrar tillögur frumvarpsins, löngu tímabært ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd, stjórnskipulega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls og endurskoðaðan kafla um forseta og framkvæmdavald sem tekur tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á samfélagsgerðinni án þess að kollvarpa hlutverki forseta Íslands sem rík sátt er um.</p> <p>Nú er tækifæri til raunverulegra breytinga ef við leyfum þeim ekki að ráða sem líður svo vel í gömlum skotgröfum að þeir mega ekki hugsa sér að málið leysist.</p> <p>&nbsp;</p> </div> <p><em>Höfundur er forsætisráðherra.</em></p>
18. mars 2021Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 65. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna 18. mars 2021<p><span>Honourable chair. </span></p> <p><span>Social justice is a precondition to sustainable development. It's impossible to have the latter without the former. </span></p> <p><span>Therefore, the link between women’s empowerment and sustainable development, the link to the future well-being of our planet, is obvious.</span></p> <p><span>Gender equality is about social justice and human rights. That is why a stand-alone goal, the SDG5, focuses exclusively on improving the status and rights of women and girls worldwide. Other goals will not be achieved unless gender equality is realised. </span><span>As we strive to reach the goals of the 2030 Agenda, Iceland welcomes the opportunity to review our efforts towards gender equality and the empowerment of</span><span> </span><span>all women and girls, in all their diversity</span><span>. </span></p> <p><span>The global pandemic of COVID-19 has taught us many important lessons. For instance, the need to have a good health care system which ensures equal access for every person. We´ve also seen the importance of a robust and comprehensive social system supporting those who have suffered economic hardship. Throughout this pandemic we have experienced some of the best qualities of our societies; cooperation, solidarity, empathy, scientific brilliance and the strength of the human spirit. We have also seen how vulnerable the gains we have made toward gender equality truly are. And moving forward we must make it our mission to </span><span>safeguard the fundamental human rights of women and girls.</span><span> </span></p> <p>We must ensure the full and effective participation of women in decision-making in public life. Women are still underrepresented in these areas, most parliaments remain male-dominated, with a worldwide average of only 25 percent women. Globally, we are far from reaching full equality in the workforce and women are too often absent or underrepresented at the highest levels of the corporate world. Gender balance in employment is essential to women’s financial independence. This is key to ending gender inequalities, including violence against women. But for women to take equal part in the labor market, we must create the conditions that enable them to do so.</p> <p>Whenever we seek to end structural inequalities, we need to apply a structural approach. When it comes to gender equality we have many tools for this – paid parental leave, subsidised childcare, laws to close the gender pay gap – and, by the way, none of these issues were major political issues until women became involved in politics. That is why we must strive for more gender-balanced political representation, as this results in better policies for women, and, by extension, for society as a whole.</p> <p>Another key issue for ending gender inequalities is securing women´s full sexual and reproductive health and rights. In 2019, Iceland passed a progressive abortion legislation, ensuring women self-determination over their bodies. Iceland has also adopted a new Act on Gender Autonomy, allowing individuals to determine their gender registration regardless of sex characteristics, sexual orientation, gender identity, or gender expression.&nbsp;</p> <p>We will continue to build policies to end all forms of gender-based and sexual violence. We must ensure that our policies protect all women from violence, harassment and discrimination, taking into account an intersectional approach.</p> <p>My government has introduced new plans and legislations aiming to &nbsp;end sexual and gender-based violence and sexual harrassment. Cross-sectoral preventive policies play a key role, with measures to increase education whithin the school system at all levels, and raise awarness and understanding in society. &nbsp;The increase in online gender-based violence has been met by legislative changes on violations on sexual and privacy violations in the General Penal Code.</p> <p>Iceland is proud to be a co-leader of the gender-based violence action coalition in the UN Women’s Generation Equality Forum. We are proud to partake in this important work to accelerate the implementation of global commitments to gender equality.</p> <p>We all have a duty to ourselves and to future generations to prioritize gender equality. This will both strengthen our societies and move us closer to a socially just and sustainable world.</p>
17. mars 2021Blá ör til hægriMarkvissar aðgerðir skila árangri - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Kjarnanum 17. mars 2021<span></span> <p>Um þessar mundir er ár liðið frá því að sam­komu­tak­mark­anir voru settar á Íslandi í fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni til að vernda líf og heilsu lands­manna gegn heims­far­aldri kórónuveirunn­ar. Í kjöl­farið kynnti rík­is­stjórnin fyrstu aðgerðir sínar til að skapa samfélagslega viðspyrnu við þeim efna­hags­legu áhrifum sem fylgdu óhjá­kvæmi­lega í kjöl­far farald­urs­ins.&nbsp;</p> <p>Skyggnið var ekki sér­lega gott á þeim tíma en við ákváðum að stíga strax fast til jarð­ar, gera heldur meira en minna. Nú ári síðar er tíma­bært að staldra við og líta í bak­sýn­is­speg­il­inn áður en við höldum áfram í því verk­efni að koma Íslandi áfram, út úr kóf­inu.</p> <p>Staðan sem blasir við er að aðgerðir stjórn­valda hafa skilað árangri og margt hefur unnið með okkur sem skilar því að horfur eru bjart­ari en nokkur þorði að spá – eða vona. Það er gott að sjá þetta stað­fest í nýjum þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stof­unnar fyrir síð­asta ár. Samdráttur lands­fram­leiðslu í fyrra reynd­ist ekki jafn mik­ill og spár gerðu ráð fyrir – en þær gerðu ráð fyrir 7,1% til 8,5% sam­drætti – og reyndar mátti sjá enn dekkri mynd í sviðsmynda­grein­ingum ólíkra aðila. Nið­ur­staðan varð 6,6% sam­drátt­ur. Við­brögð stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafa reynst vel og orðið til þess að útkoman varð þessi á mjög krefj­andi tím­um.&nbsp;</p> <p><strong>Hvað hefur verið gert?</strong></p> <p>Á þessu ári hefur stefnu­mótun í rík­is­fjár­málum og pen­inga­stefna Seðla­bank­ans unnið vel sam­an. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og haldið þeim lágum ásamt því að auka svig­rúm fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna til að takast á við erf­iða stöðu fólks og fyr­ir­tækja. Rík­is­stjórnin hefur gengið lengra en áður hefur verið gert í að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki með beinum fjárfram­lög­um. Þar má nefna um 24 millj­arða sem nýttir hafa verið til að tryggja tekjur og verja atvinnu meira en 30 þús­und manns með hluta­bótum og draga þannig úr skað­legum áhrifum atvinnu­leys­is.&nbsp;</p> <p>Þegar ljóst varð að far­ald­ur­inn myndi drag­ast á lang­inn og að þau fyr­ir­tæki sem orðið hefðu fyrir þyngsta högg­inu gætu ekki við­haldið starf­semi sinni greiddi rík­is­sjóður um 10 millj­arða vegna greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti. Því úrræði var ætlað að tryggja launa­fólki full réttindi sín; að fólk fengi greidd laun í upp­sagn­ar­fresti til að ógna ekki lífs­af­komu þeirra auk þess að styrkja stöðu fyr­ir­tækj­anna til að geta spyrnt aftur við þegar áhrif far­ald­urs­ins dvína.</p> <p>Fyrirtækin hafa getað frestað skatt­greiðslum fyrir um 20 millj­arða og átt mögu­leika á stuðnings­lánum með rík­is­á­byrgð. Greiddir hafa verið lok­un­ar­styrkir til þeirra fyr­ir­tækja sem gert hefur verið að loka vegna sótt­varna­ráð­staf­ana. Þá voru kynntir í haust tekju­falls­styrkir til að mæta þeim fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir miklu tekju­falli til þess að greiða laun og halda starf­semi sinni gang­andi. Aðeins nú í jan­úar og febr­úar fengu lítil og með­al­stór fyrirtæki hátt í 10 millj­arða í tekju­falls­styrki. Nú hafa við­spyrnu­styrkir tekið við. Við leggjum áherslu á að umsóknir um þá verði afgreiddar fljótt og vel en gert er ráð fyrir allt að 20 millj­örðum í þá styrki.&nbsp;</p> <p>Langstærstur hluti aðgerða stjórn­valda hefur nýst litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum en 97% íslenskra fyr­ir­tækja eru með færri en 50 starfs­menn.&nbsp;</p> <p><strong>Vinnu­mark­að­ur­inn</strong></p> <p>Atvinnu­leysið er stærsta og mik­il­væg­asta við­fangs­efni okkar í þess­ari kreppu. Við höfum gripið til marg­þættra aðgerða til að styðja við þau sem misst hafa vinn­una. Hluta­starfa­leiðin hefur þar vegið þyngst eins og áður var nefnt. Á kjör­tíma­bil­inu hefur rík­is­stjórnin hækkað atvinnu­leys­is­bætur um 35%. Vegna heims­far­ald­urs var tíma­bil tekju­tengdra bóta lengt úr þremur mán­uðum í sex og stuðn­ingur við atvinnu­leit­endur með börn á fram­færi var auk­inn. Þá höfum við beint stuðn­ingi sér­stak­lega til félags­legra verk­efna og mála­flokka til að geta tek­ist á við afleið­ingar far­ald­urs­ins og tryggt þjón­ustu og stuðn­ing til við­kvæmra hópa.</p> <p>Í lið­inni viku kynnti rík­is­stjórnin svo frek­ari úrræði til að vinna gegn atvinnu­leys­inu sem byggj­ast á þeirri skýru sýn að atvinnu­leysi megi ekki verða lang­tíma­böl í sam­fé­lagi okk­ar. Besta leiðin til þess er að styðja við fjölgun starfa og stuðla að því að fólk fái tæki­færi til þess að kom­ast aftur á vinnu­mark­að­inn. Það gerum við undir yfir­skrift­inni <em>Hefjum störf</em> með hærri og víð­tæk­ari ráðn­ing­ar­styrkjum sem geta skapað allt að 7<span>.</span>000 tíma­bundin störf. Þannig hvetjum við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög, opin­berar stofn­anir og frjáls félagasamtök til að fjölga störfum – hraðar en ella – og ráða í þau fólk af atvinnu­leys­is­skrá. Víða eru ærin verk­efni sem þarf að sinna og þarna gefst tæki­færi til þess ásamt því að styðja við viðspyrnu efna­hags­lífs­ins.&nbsp;</p> <p>Útvíkk­aðir ráðn­ing­ar­styrkir verða mik­il­vægur liður í end­ur­reisn­inni, ásamt auknum krafti í hefð­bundnum fjár­fest­ing­ar­verk­efnum og auk­inni fjár­fest­ingu í rann­sókn­um, nýsköp­un, loftslagstengdum verk­efnum og skap­andi grein­um. Mikil aukn­ing hefur verið í fjár­fest­ingu ríkisins á kjör­tíma­bil­inu og við gerum ráð fyrir tæp­lega 20% vexti í opin­berri fjár­fest­ingu árið 2021. Á sama tíma trúum við því að ferða­þjón­ustan muni hægt og bít­andi rétta úr kútnum eftir það áfall sem greinin hefur orðið fyrir í heims­far­aldr­in­um. Þannig mun þetta allt hjálp­ast að til að þoka Íslandi áfram á réttri braut.&nbsp;</p> <p><strong>Sterkt sam­fé­lag</strong></p> <p>Ein stærsta ákvörð­unin í við­brögðum stjórn­valda við þess­ari kreppu var að verja vel­ferð­ina og grunn­stoð­irn­ar. Þannig nýttum við rík­is­sjóð af fullum þunga á sama tíma og hinir sjálfvirku sveiflu­jafn­arar (sem birt­ast í auknum útgjöldum atvinnu­leys­is­trygg­inga og lægri skatt­tekj­um) virka&nbsp;<em>eins og við höfum ákveðið að þeir ættu að gera</em>. Það er ekki til­viljun að þeir séu svona sterkir hér á landi – þeir eru órjúf­an­legur hluti okkar sam­fé­lags­gerð­ar. Halli rík­is­sjóðs er umfangs­mik­ill&nbsp;­vegna þess að við tókum við þá póli­tísku ákvörðun að fara ekki ein­göngu í sér­tækar stuðn­ings­að­gerðir heldur verja alla sam­fé­lags­lega inn­viði; að beita ekki nið­ur­skurði heldur verja vel­ferð­ina og afkomu fólks og tryggja þannig að áfram verði jöfnuður mik­ill á Íslandi. Þessi sam­fé­lags­gerð hefur sannað gildi sitt í heims­far­aldri: Öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi, þar sem við öll eigum jafnan aðgang, öfl­ugt mennta­kerfi sem hefur skilað öfl­ugum rann­sóknum og nýsköpun og öfl­ugt félags­legt kerfi sem styður fólk í gegnum erf­iða tíma. Þannig sam­fé­lag eigum við nú og þannig sam­fé­lag viljum við hafa og styrkja enn betur til fram­tíðar – sam­fé­lag fyrir okkur öll.</p> <p><em>Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra.</em></p>
08. mars 2021Blá ör til hægriFullt jafnrétti, betra samfélag - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2021<p><span>Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fögnum við þeim árangri í jafnréttismálum sem náðst hefur þökk sé kvennahreyfingunum sem á undan okkur fóru. Ég man eftir baráttukonum úr barnæsku minni, konum sem mynduðu grasrótarhreyfingar og börðust fyrir réttindum sem okkur þykja nú sjálfsögð &nbsp;en voru það svo sannarlega ekki þá. Breytingar sem kvennahreyfingar síðustu áratuga hafa náð í gegn hafa bæði haft áhrif á gildismat og samfélagsgerðina á Íslandi til framtíðar. </span></p> <p><span>Við stöndum um þessar mundir á tímamótum í jafnréttisbaráttunni, hér heima og á alþjóðavísu. Eftir langt framfaraskeið stöndum við frammi fyrir alvarlegu bakslagi í jafnréttismálum. Þótt það hafi enn sem komið er ekki birst með sama hætti hér á Íslandi og víða um heim verðum við að taka það alvarlega og leggja okkar af mörkum í að vinna gegn því. &nbsp;Aukning á kynbundnu ofbeldi um allan heim er staðreynd, sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama er víða ógnað og heimsfaraldur Covid-19 hefur haft alvarleg áhrif þar sem konur og stúlkur komast síður til vinnu og skóla vegna faraldursins og hin ólaunuðu störf eins og umönnun, menntun barna og önnur heimilisstörf lenda frekar á herðum kvenna. </span></p> <p><span>Að auki erum við stödd í miðju samfélagslegu umbreytingarferli sem við sjáum ekki fyrir endann á vegna tæknibyltingarinnar og loftslagsvárinnar. Það er ljóst að þessar breytingar hafa ólík áhrif á kynin og nýjar áskoranir sem við munum þurfa að takast á við út frá jafnréttissjónarmiðum bíða okkar þótt við sjáum þær ekki allar fyrir núna.</span></p> <p><span>Þegar ég tala um jafnréttismál á erlendri grundu er ég iðulega spurð hvort það sé ekki dásamlegt að búa í jafnréttisparadísinni Íslandi sem skorar jafnan hæst samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um kynjajafnrétti. Ég svara því jafnan til að það segi sína sögu um stöðu jafnréttis í heiminum að meira að segja á Íslandi, landi sem skorar hæst í jafnrétti samkvæmt umræddum stöðlum, sé enn verk að vinna. Og í réttindabaráttu má aldrei slaka á. Ekki í heimsfaraldri og ekki heldur þegar vel viðrar. </span></p> <p><span>Kerfisbreytingar og löggjöf skipta miklu þegar sækja á fram í kynjajafnrétti. Þegar ég lít yfir kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er ég stolt af árangrinum sem náðst hefur í jafnréttismálum. Alþingi samþykkti í fyrra fyrstu heildstæðu stefnuna um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hér á landi ásamt áætlun fyrir árin 2021 – 2025 sem er fullfjármögnuð.&nbsp;Þá hafa mörg mikilvæg lagafrumvörp í jafnréttismálum verið samþykkt. </span></p> <p><span>Heildarendurskoðun jafnréttislaga var samþykkt og þar vil ég sérstaklega benda á mikilvægt ákvæði um bann við fjölþættri mismunun, en slíkt ákvæði&nbsp;styrkir stöðu ýmissa hópa, til að mynda kvenna með fötlun og kvenna af erlendum uppruna.&nbsp; Þá voru sett lög um kynrænt sjálfræði sem færir Ísland aftur í fremstu röð ríkja hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Þar er réttur fólks til kynhlutlausrar skráningar tryggður sem og réttindi transfólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.Ný lög voru sett um þungunarrof sem tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama og fæðingarorlof var lengt sem er risastórt jafnréttismál. </span></p> <p><span>Ísland var&nbsp; jafnframt valið sem eitt af forysturíkjum nýs átaksverkefnis á vegum UN Women sem ber heitið <em>Kynslóð jafnréttis </em>og þar höfum við dýrmætt tækifæri til að leggja okkar af mörkum<em>.</em> Verkefnið er það stærsta sem UN Women hefur staðið fyrir til þessa, nær til næstu fimm ára og samræmist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir 2030 en þar er Ísland eitt af forysturíkjum bandalags um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. </span></p> <p><span>Framundan eru stór verkefni í jafnréttismálum en til allrar hamingju eigum við bæði öflugt baráttufólk og sterkar fyrirmyndir. Saman höldum við áfram að berjast fyrir breyttu gildismati, varanlegri samfélagsbreytingu, fullu jafnrétti, betra samfélagi. </span></p>
05. febrúar 2021Blá ör til hægriOpnunarávarp á málþinginu Starfsval í viðjum staðalímynda sem haldið var 2. febrúar 2021<p><span>Komiði sæl. Það gleður mig að fá að vera með ykkur hér í dag og opna þetta spennandi málþing sem ber yfirskriftina: <em>Starfsval í viðjum staðalímynda. </em></span></p> <p><em><span></span></em><span>Staðalímyndir, hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru þáttur í því hvernig fólk skynjar og flokkar veruleikann. Við búum við einhvers konar sameiginlega</span><span>&nbsp; </span><span>ímynd eða norm fyrir hina og þessa hópa fólks, og þessi ímynd er ekki fasti heldur er hún breytileg og þróast eftir því sem samfélag okkar breytist og þar með okkar sameiginlega vitund.</span></p> <p><span></span><span>Staðalmyndir hafa áhrif á okkur. Og það oft án þess að við áttum okkur á því hvers konar áhrif þær hafa á hugsun okkar og viðhorf. Vegna þess hversu ómeðvitað þetta ferli gjarnan er, þá er einmitt mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að ræða staðalímyndir og skoða hvernig þær hafa áhrif á líf okkar, allt frá barnæsku og þangað til kemur að því að velja okkur nám og starfssvið, og svo jafnvel áfram fram eftir öllu. Og niðurstaðan er jafnan kynskiptur vinnumarkaður sem hefur mikil áhrif á óleiðréttan kynbundinn launamun.</span></p> <p><span></span><a href="https://www.althingi.is/altext/150/s/0102.html" target="_blank"><span>Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum</span></a><span>&nbsp;gerir ráð fyrir fjölmörgum verkefnum til að vinna gegn kynbundum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, bæði með einstökum aðgerðum hjá ríkisstofnunum (s.s. jafnrétti innan lögreglunnar), en einnig við náms- og starfsval og jafnrétti í skólastarfi.&nbsp;Og þá er einmitt mikilvægt að vinna gegn staðalmyndum í náms og starfsvali þannig að öll kyn fái notið sín til fullnustu í námi og starfi.</span></p> <p><span></span><span>Í frétt Hagstofunnar frá 27. janúar um kynbundinn launamun kom fram að í þeim störfum og starfsgreinum þar sem óleiðréttur launamunur mælist mestur eru karlar í hærra launuðum störfum (stjórnendur og sérfræðingar) meðan konur raðast frekar í lægra launuð störf s.s. störf sérmenntaðs starfsfólks og í skrifstofustörf. Í hópi sérfræðinga er áberandi að konur eru fjölmennar í kennarastörfum en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum.</span></p> <p><span></span><span>Þegar ég tala um jafnréttismál á erlendri grundu hef ég oft sagt að þær fyrirmyndir sem birtast okkur í samfélaginu skipti miklu máli. Ekki síst fyrir börn, unglinga og ungt fólk. Þegar unga fólkið hugsar um framtíðina er mikilvægt að </span><em>þau sjái sig</em><span> í öllu mögulegu námi, störfum og hlutverkum. Þegar þau sjá fólk sem líkist þeim stunda nám sem þau hafa áhuga á eða gegna störfum, sem þau geta hugsað sér, þá sjá þau sjálf sig betur fyrir sér stunda umrætt nám eða gegna umræddu starfi.</span></p> <p><span></span><span>Það á við bæði inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu; það skipti máli fyrir heila kynslóð að alast upp með Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta – það skipti máli fyrir mig sjálfa að fylgjast með konum í stjórnmálum. Sjálf á ég þrjá drengi og fyrir þá skiptir svo sannarlega máli að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir.</span></p> <p><span></span><span>Við getum síðan litið á staðalímyndir í víðara samhengi. Þessi dæmi sem ég nefndi og snúa að jafnrétti kynjanna má yfirfæra á fólk af ólíkum uppruna, litarhætti og fólk með fötlun af ýmsu tagi. Við viljum sjá fólk af öllum kynjum, fólk af ólíkum uppruna, fólk með allskonar fatlanir, við viljum sjá allt þetta fjölbreytta fólk gegna öllum mögulegum störfum í okkar samfélagi. Bæði er það gott fyrir fólkið sjálft, en ekki síður fyrir samfélagið allt.</span></p> <p><span></span><span>Ef við öll höfum jöfn tækifæri til að leggja okkar af mörkum ber það ríkulegan ávöxt fyrir samfélagið allt.</span></p>
27. janúar 2021Blá ör til hægriStefna sem skilar árangri - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu 26. janúar 2021Í síðustu viku var úthlutað styrkjum úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2021. Aldrei hafa fleiri verkefni fengið styrk og aldrei hefur hærri upphæð verið úthlutað. Rannsóknasjóður hefur 3,7 milljarða til ráðstöfunar á þessu ári en framlög til hans hafa verið aukin markvisst á þessu kjörtímabili og hafa eins og áður segir aldrei verið hærri.<br /> <br /> En peningarnir segja ekki alla sögu. Með aukningunni hefur hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk farið upp í 20% sem sýnir hvað eftirspurnin er mikil. Það er vísbending um vaxandi grósku í grunnrannsóknum á Íslandi sem mikilvægt er að hlúa vel að. Fjárfesting í rannsóknum er nefnilega fjárfesting í þekkingu sem skilar sér í auknum lífsgæðum og fjölbreyttara atvinnu- og efnahagslífi. Fyrir utan þá staðreynd að þekkingarleitin er mikilvæg sjálfrar sín vegna.<br /> <br /> Þar með er ekki öll sagan sögð. Á kjörtímabilinu hafa opinber framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukist um meira en 70%. Árið 2020 jókst svo fjárfesting einkaaðila, bæði innlendra og erlendra, í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum verulega og nam hún alls 17 milljörðum sem er hærri upphæð en fjárfest var fyrir 2019 þó að um færri fjárfestingar hafi verið að ræða.<br /> <br /> Þetta er jákvæð vísbending um að sú stefna sem ríkisstjórnin hefur tekið og breytingar sem gerðar hafa verið til að bregðast við veikleikum í umhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi séu að skila sér. Vandi okkar var að þrátt fyrir öflugt stuðningskerfi við sprota og fyrirtæki á upphafsmetrunum stóðu fyrirtæki frammi fyrir því að þegar ákveðnu stigi á vaxtarskeiðinu var náð áttu þau í erfiðleikum með að fjármagna sig á Íslandi. Þetta er því verulegt fagnaðarefni.<br /> <br /> Við höfum lagt mikla áherslu á að styrkja og efla umhverfi grunnrannsókna og nýsköpunar með fjármagni og aðgerðum. Við sjáum þessa stefnu þegar skila sér og hún mun skila samfélaginu enn meiri verðmætum til framtíðar. Á þessari braut viljum við halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri.
25. janúar 2021Blá ör til hægriTækifæri til breytinga - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar 2021Frumvarpi um mikilvægar og tímabærar breytingar á stjórnarskrá var dreift á Alþingi nú í vikunni. Frumvarpið er fjórir kaflar, ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign, umhverfisvernd, íslenska tungu og táknmál og síðan endurskoðaður kafli um forseta og framkvæmdavald. Það er afrakstur fyrri áfanga heildurendurskoðunar á stjórnarskránni sem ég lagði til við formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi í upphafi kjörtímabilsins.<br /> <br /> Nokkuð ítarlegar breytingar eru á kaflanum um forseta og framkvæmdavald. Þessar breytingar hafa verið til umræðu á vettvangi formanna og fulltrúa flokkanna undanfarin misseri en voru einnig viðfangsefni sérstakrar rökræðukönnunar sem haldin var haustið 2019. Þar komu saman á þriðja hundrað manns sem ræddu breytingar á stjórnarskrá heila helgi. Nokkrar breytinganna sem hér eru lagðar til byggjast á niðurstöðum hennar og vonandi verður þetta dæmi um hvernig nýta má almannasamráð til að undirbúa samfélagslegar breytingar og löggjöf stjórnvalda á hverjum tíma.<br /> <br /> Í ákvæðinu um forsetaembættið eru gerðar auknar kröfur um fjölda meðmælenda. Lagt er til að lengja kjörtímabil forseta úr fjórum árum í sex og setja þak á fjölda kjörtímabila. Þá er lagt til að taka upp forgangsraðaða kosningu til að tryggja að forseti hafi ávallt meirihlutastuðning þjóðarinnar en þetta er ein þeirra breytinga sem nutu stuðnings í rökræðukönnuninni. Að lokum eru lagðar til breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð og landsdóm. Samhliða verða kynnt lagafrumvörp sem gætu orðið grunnur að lagabreytingum á þessu sviði að breyttri stjórnarskrá.<br /> <br /> Margoft hafa verið lögð fram ákvæði um þjóðareign á auðlindum á Alþingi en aldrei náð fram að ganga. Fyrir liggur að þjóðin vill sjá slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Í því ákvæði sem hér er lagt fram er því lýst yfir að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni, og náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti verði engum afhent til eignar eða varanlegra afnota. Ákvæðið felur þar með í sér að heimildir til að nýta slíkar auðlindir séu annaðhvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þar er einnig kveðið á um sjálfbæra nýtingu til hagsbóta landsmönnum öllum, við veitingu heimilda skuli gæta jafnræðis og gagnsæis, og með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir nýtingu í ábataskyni. Þar með er gerður greinarmunur á þeirri nýtingu sem rekin er með samfélagslegum hætti, til dæmis í hitaveitu, vatnsveitu og rafveitu sem reknar eru af sveitarfélögum í þágu almennings og þeirri nýtingu sem skapar einkaaðilum arð – eins og til dæmis nýtingu sjávarauðlindarinnar. Ákvæðið svarar kalli margra kynslóða og tryggir stjórnarskrárvarða þjóðareign á auðlindum fyrir framtíðarkynslóðir.<br /> <br /> Í ákvæði um umhverfisvernd er einnig kveðið á um sjálfbæra nýtingu. Jafnframt að náttúruvernd skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum, fjölbreytni náttúrunnar skuli viðhaldið og vöxtur og viðgangur lífríkis sé tryggður. Þannig er fjallað um grundvallaratriði í umhverfis- og náttúruvernd í þessu skorinorða ákvæði en ákvæði um þessi stóru mál, auðlindir og umhverfi, hefur vantað í stjórnarskrá. Kveðið er á um rétt fólks til heilnæms umhverfis og kveðið er á um almannarétt; að almenningi sé heimil för um landið og dvöl í lögmætum tilgangi. Það hefur lengi verið baráttumál að almannarétturinn njóti þessarar verndar í stjórnarskrá og sérstakt fagnaðarefni að þessi réttur, sem á rætur sínar að rekja allt aftur til fornlaganna í Grágás og Jónsbók, sé nú festur í stjórnarskrá.<br /> <br /> Lagt er til að íslenska sé ríkismál Íslands og íslenskt táknmál tungumál þeirra sem nota það til tjáningar og samskipta.<br /> <br /> Það er von mín að þetta frumvarp fái góða og ítarlega efnislega umræðu á Alþingi og í kjölfarið fallist meirihluti þingmanna á breytingar á stjórnarskrá sem yrðu stór skref í framfaraátt. Það liggur fyrir að ekki eru allir flokkar sammála um þessar breytingar en ég er eigi að síður þakklát fyrir þá umræðu sem hefur átt sér stað á vettvangi formanna og fulltrúa stjórnmálaflokkanna og tel að hún hafi átt stóran þátt í þeim tillögum sem nú verða lagðar fram. Um leið er mikilvægt að niðurstöður almannasamráðs endurspeglast í breytingum á kafla stjórnarskrárinnar um forseta og framkvæmdavald og slíkri aðferðafræði verður vonandi beitt áfram þegar móta á stefnu í stórum og mikilvægum málum.<br /> <br /> Þegar kemur að breytingum á stjórnarskrá er mikilvægt að forgangsraða og var það meðal annars ábending frá Feneyjanefndinni árið 2013. Þær breytingar sem hér eru lagðar fram svara ákallinu um forgangsröðun. Að mínu viti eru þær góð leið úr sjálfheldu sem endurskoðun stjórnarskrárinnar lenti í. Sú sjálfhelda kann að vera þægileg fyrir einhverja en málið á að vera stærra en þeir hagsmunir. Afdrif tillagnanna munu vera mikilvæg vísbending um hversu stjórnmálastéttinni er umhugað um breytingar á stjórnarskránni.<br /> <br /> Þær breytingar sem lagðar eru til svara ákalli samfélagsins um að stjórnarskráin verði ekki þögul um sum stærstu málefni samtímans, ekki síst þjóðareign á auðlindum og umhverfis- og náttúruvernd. Kafli stjórnarskrár um forseta og framkvæmdavald er færður í nútímalegra horf og mikilvægi íslenskrar tungu og táknmáls verður undirstrikað í stjórnarskrá. Þó að verkinu sé ekki lokið snúast tillögurnar að mínu viti um kjarnann í mörgu því sem almenningur hefur kallað eftir og byggjast á vandaðri vinnu og ígrundun. Það er raunverulegt tækifæri til að marka leiðina fram á við með góðum breytingum á stjórnarskrá.
31. desember 2020Blá ör til hægriÁramótaávarp forsætisráðherra 2020<span></span> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Núna eru fjórar klukkustundir eftir af árinu 2020 og eflaust bíða margir spenntir eftir því að fagna nýju ári og kveðja þetta ár. Ár sem hefur reynst réttnefnt hamfaraár; þegar á okkur dundu heimsfaraldur, efnahagskreppa, jarðhræringar, snjóflóð og skriðuföll.</span></p> <p><span>En 2020 var líka ár hugvits og afreka. Fyrir nokkrum dögum hófst bólusetning við kórónuveiru hér á landi – nokkuð sem flestir hefðu talið fjarlægan möguleika í upphafi árs. Hröð þróun bóluefnis er afrek mannsandans – afrek vísindanna – sem sýnir hvers við erum megnug þegar viljinn er fyrir hendi og fólk tekur höndum saman. </span></p> <p><span>Við hér á Íslandi höfum náð markverðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna, árangri sem hefur vakið athygli víða um heim. Sá árangur náðist fyrst og fremst vegna þess öfluga fólks sem staðið hefur í framlínunni, innan heilbrigðiskerfisins og annars staðar. Hann náðist líka með því að tryggja öllum gjaldfrjálsa sýnatöku þar sem fólk gat mætt samdægurs og fengið niðurstöður samdægurs. Þetta þykir okkur núna í árslok sjálfsagt en er alls ekki sjálfsagt annars staðar og er lykilatriði í árangri okkar, ásamt öflugri smitrakningu og markvissri beitingu á sóttkví og einangrun. Við máttum vissulega búa við samkomutakmarkanir mestan hluta árs en vegna þessara öflugu aðferða var aldrei gripið til jafn harkalegra aðgerða og gert var í mjög mörgum, ef ekki flestum nágrannalanda okkar.</span></p> <p><span>Samfélag okkar hefur tekist á við faraldurinn með þau gildi að leiðarljósi að treysta ráðleggingum vísindamanna og að við bærum öll skynsemi og gæfu til að fara að þeirra ráðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. </span></p> <p><span>En baráttunni er ekki lokið og við munum þurfa að beita sömu aðferðum fram eftir næsta ári. Með bólusetningunni verða skrefin þó smám saman léttari; smám saman munum við sjá lokamarkið færast nær og allt mun senn færast í eðlilegra horf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Faraldurinn hefur tekið sinn toll. Fólk veiktist illa, margir glíma enn við eftirköst veirunnar og 29 létust á árinu úr þessum sjúkdómi. Hugur okkar er hjá ástvinum þeirra.</span></p> <p><span>Hin efnahagsleg áhrif eru líka ómæld og alvarleg. Atvinnuleysi er um þessar mundir um tólf prósent og margir hafa orðið fyrir miklu tjóni og tekjumissi. </span></p> <p><span>Stærsta verkefni stjórnmálanna og stjórnkerfisins hefur verið að styðja við almenning og atvinnulíf í landinu en þessi tvö markmið eru órjúfanleg heild þar sem atvinnuleysið er stærsta bölið sem nú ógnar íslensku samfélagi. Þar höfum við beitt ríkissjóði til að styðja við fólk og fyrirtæki. Halli ríkissjóðs hefur aldrei verið meiri í lýðveldissögunni – og tekur langt fram úr halla eftirhrunsáranna - vegna þess að við tókum við þá pólitísku ákvörðun að fara ekki eingöngu í sértækar stuðningsaðgerður heldur einnig að verja alla samfélagslega innviði; að beita ekki niðurskurði heldur verja velferðina og afkomuna og tryggja að Ísland verði áfram jafnaðarsamfélag. </span></p> <p><span>Sú stefna hvílir á þeirri bjargföstu trú okkar að við munum vaxa út úr þessari kreppu og hagkerfið sem mun koma út úr kófinu geti orðið sterkara en áður – ef við höldum áfram að styðja við aukna verðmætasköpun og fjölbreytni í öllum atvinnugreinum. Þessi kraftur ríkisfjármálanna hefur notið stuðnings peningastefnunnar en aldrei í lýðveldissögunni hafa vextir verið jafn lágir. Það er gríðarlega stórt lífskjaramál sem mun einnig styðja okkur út úr kófinu.</span></p> <p><span>Það er mikið áfall fyrir hverja manneskju að missa vinnuna. Þess vegna skiptir öllu að við látum engan bilbug á okkur finna, höldum áfram á sömu braut og endurreisum samfélagið af krafti og tryggjum að öll þau sem vilja og geta unnið fái til þess tækifæri. Við megum engan tíma að missa svo að næsta ár verði ár viðspyrnu. Það hefur verið búið þannig í haginn að við ættum að geta spyrnt fast við þegar faraldurinn lætur undan og kveðið niður draug atvinnuleysisins. Og þó að árið 2020 sem við kveðjum nú von senn, hafi um margt verið erfitt og krefjandi þá er það einmitt slík reynsla sem kennir okkur mest. </span></p> <p><span>Inni í hverri ferð er önnur ferð, segir ömmusystir aðalpersónu Dýralífs, nýrrar skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur sem kom út nú fyrir jólin. Og inni í ferðinni okkar á þessu ári er önnur ferð, ferð sem hefur sýnt okkur úr hverju íslenskt samfélag er gert. Sú ferð hefur ekki verið síður lærdómsrík en ferð okkar í gegnum faraldur og aðrar hamfarir. Hvert og eitt okkar hefur þurft að fara þá sameiginlegu ferð en líka okkar eigin ferð. Hvert og eitt okkar þurfti að venjast nýjum veruleika, fjarlægð frá ástvinum og gjörbreyttu hversdagslífi. Faraldurinn lagðist misþungt á fólk eftir aðstæðum. Ungt fólk fékk ekki að njóta eðlilegs félagslífs, sama má segja um þau sem búa á hjúkrunarheimilum og fólk á öllum aldri sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma.</span></p> <p><span>En í sömu bók segir líka að besti tími ársins til að skilja ljósið sé þegar minnst er af því. Ágjöf þessa árs sýndi okkur styrk okkar samfélagslegu innviða: Björgunarsveitir og almannavarnir þurftu ítrekað að bregðast við nýjum erfiðum aðstæðum. Heilbrigðiskerfið allt þurfti að taka á honum stóra sínum og stóðst það álagspróf með sóma, reyndist öflugt og snöggt í viðbrögðum. Skólar og íþróttafélög þurftu að umbylta starfi sínu oft á árinu og þetta ár var ekki auðvelt, hvorki fyrir skólafólk né íslenska æsku. Atvinnulífið allt þurfti að láta hjólin snúast með öðrum hætti en áður. Í ljós kom að ýmislegt er hægt að gera í erfiðum aðstæðum og sem samfélag höfum við sýnt seiglu, sveigjanleika og styrk. Þann lærdóm tökum við með okkur inn í framtíðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru landsmenn.</span></p> <p><span>Öll höfum við viljað kappkosta að smitast ekki af þessari veiru, hún er hættuleg og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og við vitum. En eftir því sem liðið hefur á faraldurinn þá finnst mér æ meira bera á þeirri hugsun að hvert og eitt okkar vilji tryggja að við smitum ekki aðra. Að við berum ekki eingöngu ábyrgð á okkur sjálfum, lífi okkar og heilsu heldur líka gagnvart öllum samferðarmönnum okkar. </span></p> <p><span>Sú hugsun og sú ábyrgðartilfinning þarf að ráða för í átökum okkar við aðra vá, engu minni en þá sem af veirunni stafar. Loftslagsváin hefur ekki horfið, þó að baráttan við hana hafi fallið í skuggann af faraldrinum undanfarna mánuði. Ísland mun takast á við það verkefni af auknum þunga. Undir lok þessa árs kynntum við ný markmið Íslands í loftslagsmálum þar sem við stefnum nú að því að auka samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda úr 40 prósentum í 55 prósent í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. Þá stefnum við að því að ná ákveðnum áfanga í kolefnishlutleysi í kringum 2030 og munum auka áherslu á loftslagstengd verkefni í þróunarsamvinnu okkar. </span></p> <p><span>Markmiðin eru raunhæf og fjármögnuð – gjörðir fylgja orðum. Það eru þessi atriði sem skipta mestu máli í baráttunni við loftslagsvána. Ísland mun skila sínu í þessu stærsta sameiginlega verkefni okkar tíma og við getum lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar í baráttunni, lóð sem vega mun þyngra en stærð okkar segir til um. Ég hef væntingar til þess að það ríki góð samstaða í samfélaginu um þessi markmið því allt þetta kjörtímabil höfum við fengið jákvæðar undirtektir við áherslum okkar, frá almenningi, aðilum vinnumarkaðarins, vísindasamfélaginu og fleirum. Blaðinu hefur nú verið snúið við í loftslagsmálum á Íslandi en enn er mikið verkefni fyrir höndum.</span></p> <p><span>Síðustu misseri höfum við ákveðið að fjárfesta meira í grunnrannsóknum og nýsköpun. Í þessum faraldri höfum við séð ótal hugvitsamlegar lausnir, meðal annars hjá íslenskum fyrirtækjum sem hafa náð miklum árangri. Fjárfesting í þekkingu mun reynast farsæl þegar kemur að því að fjölga stoðunum undir íslensku atvinnu – og efnahagslífi og hún mun líka skila sér í nýjum grænum lausnum sem geta flýtt fyrir þeirri nauðsynlegu grænu umbreytingu sem þarf að verða í samfélagi okkar. Hún mun fjölga störfum og auka lífsgæði</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Framundan er ár viðspyrnu. Við munum hjálpa fólki og fjölskyldum af stað aftur, koma efnahagslífinu á flug og vinna að því mikilvæga markmiði sem við höfum sett okkur, að vaxa út úr kreppunni og að það verði öflugra og betra samfélag sem kemur út úr kófinu. Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða. </span></p> <p><span>Árið 2020 var mikill prófsteinn á stjórnmálin. Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur. Við erfiðar efnahagsaðstæður, gjaldþrot og atvinnuleysi er hætta á því að stjórnmálin verði öfgakennd og harkaleg og við slíkar aðstæður getur samstaða þjóðarinnar rofnað. Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir.</span></p> <p><span>Í janúar á þessu ári féllu snjóflóð á byggðina á Flateyri og í sjóinn á Súgandafirði. Ótrúleg mannbjörg varð á Flateyri þegar ungri stúlku var bjargað úr snjóflóðinu. Það var sláandi að heimsækja bæinn þar sem margir glímdu við erfiðar minningar úr snjóflóðunum 25 árum fyrr. Og ummerki flóðsins voru hrikaleg. Í lok árs féllu svo umfangsmestu skriður sem fallið hafa öldum saman á Seyðisfjörð. Það má kalla kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið en tjónið af skriðuföllunum er gríðarlegt. Þegar hefur verið ákveðið að flýta framkvæmdum við ofanflóðavarnir en þessir atburðir sýna mikilvægi þess að hraða slíkri innviðauppbygginu.</span></p> <p><span>„Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp,“ sagði íbúi á Seyðisfirði við mig þegar við heimsóttum staðinn skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.</span></p> <p><span>Kæru landsmenn. Ég óska okkur öllum ljóss og friðar á nýju ári. </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
01. október 2020Blá ör til hægriStefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 151. löggjafarþingi<p>Kæru landsmenn</p> <p>Árið 2020 verður tæpast talið viðburðalítið í Íslandssögunni. Óveður, jarðhræringar, snjóflóð og að lokum það smæsta en þó rúmfrekasta í lífi okkar allra – kórónuveiran sjálf – orðin eins og þaulsætinn ættingi í fermingarveislu sem átti að vera lokið. Eins og Albert Camus orðaði það í sinni frægu sögu, Plágunni (en öll eintök hennar voru í útláni á Borgarbókasafninu í dag):</p> <p>„Drepsóttir og styrjaldir koma fólkinu ávallt jafnmikið á óvart. …Plágan fer út fyrir ímyndun mannsins, menn segja því að hún sé óraunveruleg, vondur draumur sem líði hjá. En hún líður ekki ævinlega hjá.“</p> <p>Þessi ganga ætlar að verða löng og ekki sér alveg fyrir endann á henni. Það er jafnan það sem gerir gönguferðir erfiðar – að vita ekki alveg hve mikið er eftir. Eitt vitum við þó, þessu lýkur, og ég veit að okkur mun takast að færa líf okkar í betra horf.</p> <p>Faraldurinn var ekki til umræðu hér í síðustu stefnuræðu enda ófyrirséður í september 2019. En nú ári síðar hefur hann leikið allar þjóðir grátt. Um milljón manna hefur nú látið lífið og Alþjóða-heilbrigðismálastofnunin óttast að annar eins fjöldi muni falla í valinn áður en yfir lýkur. Þó að hér á landi hafi þurft að grípa til margvíslegra aðgerða þá hefur okkur tekist að fást við faraldurinn án þess að þurfa að grípa til jafn harkalegra aðgerða og í flestum nágrannalöndum okkar. Metfjöldi ferðaðist innanlands í sumar og margir heimsóttu staði á landinu sem þeir höfðu aldrei komið á áður – umræðuefni kaffitímans á fjölmörgum vinnustöðum voru áfangastaðir eins og Stuðlagil og Græni-hryggur, Stórurð og Látrabjarg.</p> <p>Margoft hef ég verið stolt af því að tilheyra samfélagi þar sem leiðarstefið hefur verið að treysta hvert öðru og standa saman. Það gat aldrei orðið auðvelt, og við höfum ekki yfirstigið alla erfiðleika. En það eru forréttindi að búa í slíku samfélagi.</p> <p>Herra forseti.</p> <p>Þegar fyrsta smitið barst til Íslands ákváðu stjórnvöld að gera það sem þyrfti, og frekar meira en minna, til að koma samfélaginu í gegnum þann mikla efnahagslega skell sem leiðir af heimsfaraldrinum. Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegnum þessa erfiðu tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna.</p> <p>Við njótum þess að hafa búið í haginn; staða þjóðarbúsins er sterk, skuldir hafa verið greiddar niður og Seðlabankinn ræður yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefnan hefur skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Mikil samvinna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um bætt samskipti á vinnumarkaði hefur skilað margvíslegum árangri, stofnun nýs þjóðhagsráðs og kjaratölfræðinefndar.</p> <p>Fyrr í þessari viku kynntu stjórnvöld aðgerðir til að greiða fyrir sátt á vinnumarkaði. Þar fara saman aðgerðir sem öllum er ætlað að auka umsvif, fjölga störfum og stuðla að grænni umbreytingu og aukinni fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar.</p> <p>Fjármálaáætlunin sem dreift var í dag sýnir staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Í fjárfestingaátaki stjórnvalda eru fjölbreyttar fjárfestingar; samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu.</p> <p>Þetta verður græn viðspyrna. Hvetja þarf til einkafjárfestingar og stjórnvöld munu tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda. Einnig við hátækni og þekkingariðnað sem verður mikilvæg stoð í efnahagslífi framtíðar. Þessi eru líka áhersluatriði stjórnvalda í nýjum markáætlunum á sviði vísinda og tækni.</p> <p>Um leið eflum við velsæld, heilbrigðisþjónustu og alla þá samfélagslegu innviði sem hafa sannað styrk sinn í þessum hamförum.</p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Á meðan faraldurinn hefur geisað höfum við haldið ótrauð áfram í þeirri vinnu sem hafin var. Fjölmörg mál voru afgreidd hér á síðasta þingi og mörg önnur mál eru á dagskrá komandi þings.</p> <p>Metnaðarfull aðgerðaáætlun í loftslagsmálum stjórnvalda var kynnt í sumar þar sem sagt var frá aðgerðum sem skila munu meiri árangri en alþjóðlegar skuldbindingar okkar krefjast af okkur samkvæmt Parísarsamkomulaginu og samkomulagi Ísland, Noregs og Evrópusambandsins. Og við stoppum ekki þar því að ríkisstjórnin ákvað strax í upphafi kjörtímabilsins að setja markið hærra og stefna að kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Á síðustu tæpum þremur árum hefur orðið viðsnúningur í baráttunni við loftslagsvána á Íslandi, og ekki seinna vænna.</p> <p>Framundan er líka stórt verkefni á sviði náttúruverndar: Miðhálendisþjóðgarður sem ég vonast til að Alþingi afgreiði hér á vetur sem væri stórkostlegt framlag til náttúruverndar á heimsvísu.</p> <p>Kæru landmenn.</p> <p>Þegar heimssagan er skoðuð reynast faraldrar á borð við þann sem enn geisar iðulega valda auknum ójöfnuði í heiminum. Þeim mun mikilvægara er að tryggja jöfnuð og félagslegt réttlæti í þessum hamförum. Á þeirri braut erum við nú; réttlátara skattkerfi var lögfest hér í fyrra og nú um áramót munu skattar lækka á tekjulægri hópa. Við höfum ákveðið að lengja fæðingarorlof og í vetur mun Alþingi glíma við hvernig staðið skuli að skiptingu þess milli foreldra. Sérstaklega þarf að huga að ólíkum afleiðingum faraldursins á karla og konur en sjá má merki þess að heimilisofbeldi hefur aukist um allan heim og þar er Ísland engin undantekning. Þess vegna var ein af fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar að styrkja Kvennaathvarfið og ráðist var í markvissa vitundarvakningu um þetta samfélagsmein.</p> <p>Til að auka jöfnuð höfum við eflt félagslega húsnæðiskerfið og aukið möguleika tekjulægri hópa á að eignast húsnæði. Í vetur munum við takast á við að bæta réttarstöðu leigjenda og draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðislánakerfinu. Við höfum dregið úr kostnaði sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og eflt þjónustuna, ekki síst á sviði geðheilbrigðismála. Við höfum stóreflt heilsugæsluna um allt land og hafið byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Alþingi samþykkti sérstakar ráðstafanir til að koma til móts við tekjulægri hópa aldraðra og við drógum úr skerðingum á greiðslum til örorkulífeyrisþega.</p> <p>Framundan eru stór verkefni til að vinna gegn kennitöluflakki og félagslegum undirboðum. Dregin verður varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi í fjármálakerfinu. Frumvarp um lagastoð gegn umsáturseinelti og endurskoðuð jafnréttislög verða lögð fram, eins ný ákvæði sem styrkja stöðu barna með ódæmigerð kyneinkenni í því skyni að efla enn lagaumhverfið í þágu hinsegin fólks. Staða fylgdarlausra barna á flótta verður endurskoðuð sem og aðferðafræði við hagsmunamat barna sem hingað koma í leit að skjóli. Mikilvægar breytingar verða lagðar fram á lögum sem ætlað er að auka velsæld barna.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði þjóðareign. Um þetta hefur verið deilt allt frá því snemma á sjöunda áratug 20. aldar. Þingmenn úr ólíkum flokkum hafa gert þetta mál að sínu. Og nú fær Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði, skýrt og knappt, inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Ásamt fleiri ákvæðum um umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og táknmál, forseta og framkvæmdavald, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði. Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna að þessi samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál og breytt stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi. Ég vona sannarlega að þingið standist þetta próf og taki hina efnislegu umræðu um málið. Ég vil ekki að þetta mál festist í hjólförum liðinna ára og áratuga. Við höfum nú tækifæri til að horfa til framtíðar og taka góðar ákvarðanir fyrir komandi kynslóðir.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Mörgum þykir eflaust nóg komið af umræðu um pláguófétið. En rétt eins og í Plágunni eftir Camus mun þessi sótt ganga yfir. Og þá er gott að muna hvaða lærdóm Rieux læknir, sögumaður Plágunnar, dró af drepsóttinni sem gekk yfir borgina Oran; þau einföldu sannindi sem menn læra á drepsóttartímum, að það er fleira aðdáunarvert en fyrirlitlegt í fari mannanna. Eins finnst mér að við sem samfélag höfum sýnt aðdáunarverða seiglu, styrk og heilbrigða skynsemi í átökum okkar við veiruna.</p> <p>Við búum í sterku samfélagi. Samfélagi þar sem örlög og saga allra eru samtvinnuð en þó eru örlög hvers og eins sérstök. Og þó að hlutverk stjórnmálamanna sé fyrst og fremst að hugsa um samfélagið sem heild þá skiptir máli að hugsa um örlög hvers og eins. Ákvarðanir okkar snúast um heildarhagsmuni en áhrifa þeirra gætir hjá einstaklingum sem hver fyrir sig eða með öðrum reyna að fá það besta út úr lífinu.</p> <p>Unga parið sem sér núna fram á að geta varið meiri tíma með nýfæddu barni sínu af því að við samþykktum að lengja fæðingarorlof. Ungi pilturinn sem ég hitti um daginn sem hafði fæðst í líkama stúlku og var núna búinn að segja frá því að hann væri drengur og leið vel með það af því að nú fjalla lögin ekki lengur um „kynáttunarvanda“ heldur samþykkti Alþingi lög um kynrænt sjálfræði.</p> <p>Vísindamenn sem hafa þurft að berjast fyrir hverri krónu til að geta stundað rannsóknir sínar en hafa nú betri möguleika á að geta sinnt þekkingarleit sinni, samfélaginu öllu til hagsbóta, vegna þess að við höfum ákveðið að stórauka framlög til grunnrannsókna og þróunar. Frumkvöðlar sem&nbsp; sjá nú möguleika á að nýsköpunarfyrirtækin þeirra geti vaxið enn frekar með bættum stuðningi við nýsköpun því að Alþingi samþykkti hærri endurgreiðslur og nýsköpunarsjóðinn Kríu. Tekjulágt ungt fólk sem nú á færi til að kaupa sér eigið húsnæði með nýjum hlutdeildarlánum, af því að við hér inni samþykktum einmitt að skapa það færi.</p> <p>Ábyrgðarmennirnir sem fengu bréf um að þeir væru ekki lengur ábyrgðarmenn á námslánum sem höfðu nagað þá árum og áratugum saman – því að Alþingi ákvað að afnema ábyrgðir á námslánum. Öll þau sem hafa barist fyrir því að auka skilning á mikilvægi ósnortinnar náttúru og sáu Dettifoss og alla hans félaga í Jökulsá á Fjöllum friðlýstan fyrir orkuvinnslu í takt við ákvörðun Alþingis um að skipa Jökulsá á Fjöllum í verndarflokk.</p> <p>Allt sem gerist hér í þessu húsi snertir örlög fólks. Og hlutverk okkar er að gera samfélagið betra, fjölbreyttara og jafnara þannig að fleiri fái notið sín, þroskað hæfileika sína og uppfyllt drauma sína.</p> <p>Nú eru kosningar framundan á næsta ári og lesa má kunnuglega spádóma um að allt muni nú leysast upp í karp um keisarans skegg. Allt verði hér undirlagt í hefðbundnum átökum um völd undir neikvæðustu formerkjum stjórnmálaátaka. En við skulum ekki gleyma því að á bak við átökin og skoðanaskiptin eru ólíkar stefnur og hugmyndir. Þessar ólíku hugmyndir geta styrkt hver aðra eða kveikt nýjar. Hugmyndirnar eru það sem gerir samfélagið okkar að því sem það er. Á bak við átökin eru manneskjur með sannfæringu og hugsjónir sem hver og ein vill vinna að betra samfélagi. Og ég trúi því að okkur muni áfram lánast að vinna að því að gera samfélagið betra fyrir hvern og einn.</p> <p>Þó að faraldurinn hafi reynst erfiður þá er bjart framundan. Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar. Við þekkjum það úr sögunni að í íslensku samfélagi býr kynngikraftur og með þeim krafti munum við spyrna okkur sterklega frá botni. Þetta mun allt fara vel.</p> <p>Góðar stundir.</p>
01. október 2020Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á afmælisfundi fjórðu ráðstefnu SÞ um málefni kvenna<p>Mr President, Secretary-General, Excellencies, Ladies and Gentlemen.</p> <p>As we celebrate the many important gains made for women‘s rights around the world, I want to pay tribute to the courage and strength of the women who came before us, who fought selflessly and tirelessly for gender equality. </p> <p>The anniversary of the Beijing Platform for Action creates a momentum to review both our progress and challenges, as well as an opportunity to strengthen our political efforts for the full and effective implementation of its comprehensive commitments. It is important to share experiences of how prioritizing gender equality strengthens our societies. In Iceland, progressive policies towards gender equality are the foundation for an inclusive, prosperous society where people of all genders can prosper.</p> <p>We have come a long way since Beijing, yet we are aware of the numerous remaining challenges to fully close the gender gap. In many areas, progress is unacceptably slow and there have been increased efforts to roll back previous victories on women’s sexual and reproductive rights and freedoms. We are concerned about the increased politicisation of women’s human rights - and are committed to defending them. </p> <p>It is also disappointing to see that five years after the adoption of the 2030 agenda, it is goal number five, ensuring gender equality, that most countries are furthest from reaching. </p> <p>We must and we can do better.</p> <p>The gendered impact of COVID-19 is abundantly clear. As a result of the pandemic, we see conditions where those who seek to curtail women’s rights have been enabled. We see an increase in existing inequalities, an alarming rise in gender-based violence and a sharp increase in extreme poverty among women. &nbsp;As we begin the enormous task of rebuilding and reimagining our societies after the pandemic, it is essential we keep issues of gender equality, racial equality, democracy and social justice at the forefront in all our efforts.</p> <p>We commend UN Women for initiating the ambitious <strong>Generation Equality Forum</strong> and Iceland is honored to take a leadership role in the Action Coalition on Gender-Based Violence. As the MeToo movement so clearly exposed, violence against women has not been eliminated. </p> <p>Our goal must be a sustainable future where women and girls from all social backgrounds and all parts of the world have access to education and health services. Where they have equal opportunities to work, are ensured equal pay, where they are free from the threat of sexual and gender-based violence.</p> <p>We owe this to our previous generations who fought for the legal recognition of gender equality. And we owe it to present and future generations whose rights and opportunities depend on the decisions we make today.</p>
22. september 2020Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á 75 ára afmælisfundi Sameinuðu þjóðanna <strong><span></span></strong> <p><span>Mr President, Secretary-General, Excellencies, Ladies and Gentlemen,</span></p> <p>The United Nations was created with the vision to make the world a better and more peaceful place. It has been instrumental in preventing and solving conflicts, promoting peace, human rights, equality, and socioeconomic development for all. </p> <p>Iceland joined the United Nations in 1946 and has benefitted greatly from the role the UN has played in shaping the rule-based international order with its multilateral institutions, liberal democracy, and international cooperation. </p> <p>I firmly believe that international law and the principles and values of the UN Charter, reinforced by the Universal Declaration of Human Rights still provide the best foundation for international cooperation. We must continue to build unity, solidarity and to foster understanding between peoples and nations, which is the foundation for lasting peace and underscores our common humanity.</p> <p>As the COVID-19 pandemic spreads around the world it reinforces the core values of the United Nations, the notion that all people should be supported and cared for. </p> <p>In rebuilding and reimagining the world after COVID-19, we must keep issues of gender equality, and of racial equality, at the forefront. Accessible health-care for all is crucial – not only as a public health issue, but also as a security issue. When economic crises hit, we often see the tendency to put social justice and equality, along with environmental issues, on the back burner. But equality and environmental issues must be front and central to all our planning. </p> <p>Our future must be based on well-being and inclusive sustainable growth, with a focus on protecting our planet from the devastating effects of climate change. Agenda 2030 is the global plan for fulfilling our commitments to each other and our planet, allowing all people to live in dignity under conditions of equality where they can reach their full potential, safeguarding peace and prosperity, protecting our environment, and taking meaningful actions against climate change. </p> <p>Multilateral cooperation has indeed never been more important. Let us reject the dividing forces of polarization and populism.</p> <p>As we celebrate the 75<sup>th</sup> anniversary of the United Nations, let us remember the core values on which it was built. Let us recommit to the principles of the UN-Charter, to build trust and strengthen our cooperation to build a greener and more equitable future for coming generations, a future with a healthy planet, plentiful opportunities and prosperity for all. </p> <p><span>&nbsp;</span></p>
19. júlí 2020Blá ör til hægriHátíðarræða forsætisráðherra á Skálholtshátíð<p>Kæru gestir á Skálholtshátíð!<br /> <br /> Það er mér mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér á þessum helga stað, Skálholti, sem er flestum öðrum stöðum sögufrægari, stað sem birtist á velflestum Íslandskortum fyrri alda sem miðja landsins.<br /> <br /> Að sögn Hungurvöku var það Teitur Ketilbjarnarson sem byggði Skálholt og þar bjó eftir hann Gissur hvíti sem heimildir frá 12. öld og síðar segja að hafa leikið lykilhlutverk í kristnitökunni í kringum árið 1000. Gissur átti soninn Ísleif og það féll í hans hlut að vera vígður fyrstur manna biskup á Íslandi af erkibiskupnum í Hamburg og Bremen árið 1056. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Þá var Skálholt ekki biskupsstóll heldur einungis jörðin þar sem biskupinn bjó fyrir tilviljun og Ísleifur var ekki heldur fyrsti biskupinn á Íslandi samkvæmt miðaldaheimildum sem greina frá því að ýmsir trúboðar og sendiboðar sem kölluðust biskupar hafi verið hér fyrir daga Ísleifs og á dögum hans, margir frá Englandi og Þýskalandi eða sendir af Noregskonungi til að efla tengsl Íslendinga við konunginn. Jafnvel eru til heimildir um ermska biskupa og ein kenning er sú að þeir hafi komið hingað alla leið frá Armeníu. En sagnaritari Hamborgarbiskups, Adam frá Brimum, samtímamaður Ísleifs, taldi að Íslendingar hefðu fljótlega orðið fylgismenn biskupsins sem bjó í Skálholti. Þeir halda biskup sinn fyrir kóng, sagði Adam, og eru honum hlýðnir í einu og öllu. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Aðra sögu sögðu yngri heimildir en sínum augum lítur hver á silfrið og enn í dag erum við ekki endilega sammála um hver séu lykilatriðin í því sem er að gerast á landinu.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Sonur Ísleifs, Gissur Ísleifsson, varð biskup eftir hans dag og það var hann sem gaf kirkjunni Skálholt til eignar. Hún varð þá ekki lengur ættarsetur Haukdæla heldur jörð í eigu kirkjunnar eða staður, eins og það var kallað. Ari fróði, sem skrifaði bók um Íslendinga skömmu eftir lát Gissurar, taldi það jartein eða kraftaverk hvað Íslendingar hefðu verið hlýðnir honum, t.d. þegar þeir tóku upp tíund, almennan skatt til þess að standa undir rekstri íslensku kirkjunnar. Þannig voru fyrstu sagnaritararnir bjartsýnismenn og sammála um það Íslendingar væru góð þjóð, a.m.k. svo lengi sem þeir hlýddu biskupum sínum. Á síðari árum hafa Íslendingar hins vegar alls ekki endilega haft orð á sér fyrir hlýðni – og þess vegna vakti bolurinn Við hlýðum Víði mikla umræðu á samfélagsmiðlum í miðjum heimsfaraldri. Við höfum heldur ekki verið þekkt fyrir að tala vel um valdhafana á hverjum tíma en – sem meiru skiptir – Íslendingar sýna ábyrgð þegar máli skiptir, t.d. þegar heimsfaraldrar skella á okkur. <br /> <br /> En aftur að Skálholti. Skálholt hefur frá upphafi byggðar verið miðja valdabaráttu og trúarlegra og hugmyndafræðilegra átaka. Hér réðust Órækja Snorrason og Sturla Þórðarson sagnaritari til atlögu við Gissur Þorvaldsson árið 1242. Sigvarður biskup og prestar reyndu að ganga á milli og koma á sáttum en allt kom fyrir ekki. Þetta var skömmu eftir jól og helltu Gissur og hans fólk vatni á forskálann þannig að hált varð á þekjunni og þó að flestir Órækju-menn hefðu skóbrodda náðu þeir illa fram að ganga. Þetta er bardagatækni sem ég hef reynt að tileinka mér ef ske kynni að setið yrði um Dunhagann þar sem ég bý. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Bardaginn stöðvaðist þegar biskup hleypur upp á mæni söðlahússins þar sem menn Órækju láta grjótdrífuna ganga yfir húsið þannig að grjótið fló beggja vegna höfuðsins og yfir það. Þegar mennirnir þekktu biskupinn létu þeir af grjótkasti og buðu Sturla og Órækja að biskup skyldi einn gera um málið og þáði Gissur þá sætt og sór að halda hana. Gissur reyndist að lokum svikull en ekki er hægt að kenna Skálholtsbiskupi um það, markmið hans var að koma á friði og hann var að gegna hlutverki sem biskupum var ætlað, að koma í veg fyrir að barist væri á helgidögum og á helgum stöðum eins og Skálholti. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hér sat einnig Jón Gerreksson á 15. öld, danskur prestur af göfugum ættum – frændi hans var enginn annar en Peder Jensen Lodehat sem var biskup í Hróarskeldu en eins og þið heyrið var ætt hans kennd við sérstakan hatt sem sjá má í skjaldarmerki hennar – Jón var menntaður við Kölnarháskóla en hafði gerst brotlegur við skírlífisreglur kirkjunnar og misst erkibiskupssæti í Uppsölum en verið úthlutað Skálholti í staðinn – en það hefur verið túlkað þannig að ætlunin hafi verið að efla áhrif Danakonungs á Íslandi. Þá var sagt að brot Jóns væri alvarlegt en ekki væri mikið í húfi því að íbúar biskupsdæmisins væru nánast villimenn (á latínu: inter gentes quasi barbaras). Jón náði að hagnýta sér það því að hann kom sér upp sveit af ribböldum sem fóru um með yfirgangi og ollu honum strax óvinsældum. Svo lauk að menn hans voru drepnir og hann sjálfur settur í poka og drekkt í Brúará en það hefur verið næsta fágætt bæði á Íslandi og annarstaðar að þannig væri farið með biskupa. Hólabiskup – sem var enskur – aðhafðist ekkert til að gerendunum yrði refsað og raunar hafa verið settar fram kenningar um að þetta hafi verið pólitísk aðgerð til að draga úr áhrifum Danakonungs á landinu. <br /> <br /> Á þessum stað voru einnig Jón Arason Hólabiskup og tveir synir hans hálshöggnir 7. nóvember 1550 – með þeim orðum að öxin og jörðin geymdu þá best – afi minn var vanur að fara með þessar ljóðlínur Halldórs Laxness af þessu tilefni: „En flagglaus staung þar fagnar danskri slekt. Menn fundu hvergi trafið hvíta rauða, sem táknar Lúters kristni, kóngsins mekt, og kátast blakti yfir Arasyninum dauða, er búki sviftur saup hann hrim úr stráum, á septimi novembris morgni gráum“. Og á þeim gráa septimi novembris morgni lauk kaþólskum sið á Íslandi uns trúfrelsi kom aftur til landsins með fyrstu stjórnarskránni í ágúst árið 1874. Þá var Skálholt ekki lengur biskupssetur eða miðpunktur landsins. Staðurinn varð sem kunnugt er illa úti í jarðskjálftunum miklu árið 1784 og bar síðan ekki sitt barr fyrr en á 20. öld. <br /> <br /> Heldur hefur orðið rórra yfir Skálholti á síðari öldum þó að samtíminn í Skálholti sé ekki átakalaus – eða hver man ekki eftir átökunum um Þorláksbúð sem ég þekki helst til vel sem fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra. Hún er vitaskuld kennd við Þorlák helga sem var fyrsti dýrlingur Íslands og var ansi fjölhæfur, gat læknað augnverki, fundið týndar kindur og bjargað fólki úr sjávarháska jafnvel í öðrum löndum. Eitt sinn prangaði maður blindum sauð á fátækan mann en heilagur Þorlákur gaf sauðnum sýn. Ein af mínum eftirlætisjarteinum Þorláks fjallar um fátækan mann sem týndi „góðum fjötri“. En viti menn, hann hét á heilagan Þorlák og fann blessað reipið. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Nú tengjum við Skálholt ekki lengur við átök heldur þann einstaka frið sem sérhver gestur finnur þegar hann stendur hér á torfunni og hlustar á náttúruna; fuglasöng, árnið, vindinn í grasinu. Skálholt er staður ígrundunar og helgi náttúrunnar þar sem leitast hefur verið við að vinna að mikilvægum verkefnum til að draga úr losun, binda meira kolefni og vernda sköpunarverkið; líffræðilega fjölbreytni. Leiðarljósin eru kærleikur og sáttagjörð, sáttagjörð manns og náttúru.<br /> <br /> Stóru verkefnin sem blasa við okkur í samtímanum eru einmitt verkefni sem kalla á kærleika, sáttagjörð og virðingu fyrir sköpunarverkinu. Og hvar er betra að ræða slík mál en einmitt á þessum stað sem geymir þessa blóðugu sögu sem hvíslar til okkar í andvaranum hér í dag? Því að saga Skálholts er saga samfélagsins alls, allt sem gerst hefur í sögu okkar allra hefur líka gerst hér.<br /> <br /> Kæru gestir á Skálholtshátíð.<br /> Heimurinn sem við byggjum núna er annar en sá sem Órækja og Gissur og Sturla bjuggu í. Ein veira getur ferðast um heiminn á ógnarhraða og sett samfélög okkar á hliðina. Það er okkur erfitt að geta ekki leyst veirumálið með einföldum hætti – að það sé enn hvorki komið bóluefni eða lyf. Margir ætlast til að vísindin leysi allt þegar, eins og heilagur Þorlákur gat stundum gert samkvæmt jarteinasögum um hann. Sex mánuðir eru stuttur tími í stóra samhengi hlutanna en eigi að síður hefur okkur liðið eins og þessi tími – covid-tíminn – hafi verið endalaus. Þó má geta þess að okkur hér á Íslandi lánaðist að ná fram sóttvarnarmarkmiðum sem flestar þjóðir öfunda okkur af með minni skerðingum á frelsi og réttindum fólks en víðast hvar annars staðar í heiminum þar sem útgöngubann var í gildi mánuðum saman. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;En þessi tími minnti okkur á að líf og heilsa er það mikilvægasta sem við eigum – og að maður er manns gaman, það er okkur erfitt að mega ekki umgangast þá sem okkur standa næst. Þessi tími minnti okkur líka á mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu í almannaþágu þar sem allir eiga jafnan aðgang. Hann minnti okkur á mikilvægi rannsókna og vísinda og mikilvægi þess að eiga vísindamenn sem eru reiðubúnir að vinna samfélaginu gagn í þágu heilbrigðis þjóðarinnar. Og hann minnti okkur á mikilvægi umhyggjunnar, mikilvægi þess að við hugsum hvert um annað og sýnum hvert öðru umhyggju, ekki aðeins þegar heimsfaraldur geisar heldur alla daga.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Faraldrinum er ekki lokið og veirur geta komið aftur – þær veirur sem þessi er einna skyldust koma reglulega aftur. Við höfum hægt og bítandi lært meira um veiruna og náð betri tökum en þeirri baráttu er engan veginn lokið. Lærdómurinn snýst þó ekki aðeins um veiruna heldur getum við heimfært hann upp á margar aðrar af þeim stóru áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. <br /> <br /> Kæru gestir!<br /> <br /> Sáttagjörð. Friður. Kærleikur.<br /> <br /> Um þetta snúast hinar stóru áskoranir. Loftslagsváin þar sem mannlegar athafnir valda því að við erum losa svo mikið kolefni að það getur valdið hamfarahlýnun með tilheyrandi eyðileggingu fyrir jörðina og lífið á henni. Tæknibyltingin þar sem við ferðumst með ógnarhraða inn í nýjan heim þar sem vélar taka æ fleiri ákvarðanir fyrir okkur, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Og velsæld og jöfnuður sem verða æ stærri áskorun, ekki síst vegna hinna tveggja sem ég nefndi hér áðan. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Í öllum þessum málum takast á skammtímasjónarmið og langtímasjónarmið. Það virðist stundum góð lausn ýmsum vanda að kaupa sér stundargleði og staldra aldrei við. Við krefjumst snöggra lausna á öllum okkar vanda og vonbrigðin eru mikil þegar svarið kemur ekki strax. Sjálf lenti ég í því óláni að meiða mig á dögunum. Ekki uppgötvaðist strax hvað hrjáði mig en mikil voru vonbrigði mín þegar mér var tjáð að ekkert væri í stöðunni annað en að hvíla mig og bíða róleg eftir að beinið greri. Ég tjáði lækninum að ýmislegt annað hefði staðið til á þessum tíma og hvort ekki væri til einhver skyndilausn. Svarið var nei og ég neyddist því til að fara í annað sumarfrí en ég ætlaði. Skemmst er þó frá því að segja að enginn í fjölskyldunni kvartaði undan þessum rólegheitum. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Getum við dregið lærdóm af líkama okkar og horft til annarra áskorana með sama hugarfari?<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Þegar covid-19 stóð sem hæst vorum við neydd til að lifa lífinu hægar. Umferðin minnkaði. Útblástur dróst saman. Það hægðist á efnahagskerfinu sem knýr allt samfélag okkar og það hægðist aðeins á lífinu. Um leið og við fögnuðum ótæpilega þegar við máttum aftur faðmast og kyssast höfðum við öðlast nýja vitneskju. Vitneskjuna um að það er hægt að lifa hægar. Vitneskjuna um að allt það sem við gerum venjulega er ekki sjálfgefið. Vitneskjuna um að lífið er meira en bara að gera – það er líka að vera.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Það bera sig allir vel – varð lag faraldursins. Allt í góðu inni hjá mér, þótt úti séu stormur og él, söng Helgi Björnsson, og miðlaði þannig innri frið til landsmanna. Því inni hjá mér snýst ekki bara um híbýli manns heldur hjarta manns.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;En covid-19 hefur varpað ljósi á fleira. Víða um heim afhjúpaðist stéttskipting og misrétti sem um leið gerði samfélög veikari til að takast á við faraldurinn sem heild. Það sýnir svo ekki verður um villst að jöfnuður – til dæmis aðgengi fyrir okkur öll að heilbrigðisþjónustu – er í senn réttlætismál en líka skynsamlegasta leiðin fyrir heildina, jafnaðarsamfélög eru þau samfélög þar sem hagsæld er mest og eiga best með að takast á við áföll á borð við faraldurinn og aðrar stórar áskoranir. Jöfnuður er undirstaða friðar og sátta í hverju samfélagi. Þess vegna þurfa aðgerðir okkar til að reisa íslenskt efnahagslíf við eftir faraldurinn að miðast að því að tryggja jöfnuð og félagslegt réttlæti. Stór hluti af þeim aðgerðum munu snúast um að skapa störf, verja störf og tryggja þannig afkomu fólks og lífsviðurværi.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Ég get nefnt tvö önnur dæmi til viðbótar við heilbrigði þjóða og undanfarið hafa íslensk stjórnvöld beint sjónum sínum mjög að báðum en það eru fjórða iðnbylting og loftslagsváin. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Tæknin er að breyta því hvernig við tölum saman, breyta því um hvað við hugsum, hvernig við tökum ákvarðanir. Tæknin hefur breytt stríðsrekstri og gert hann fjarlægari. Stríðsmenn samtímans fara ekki á skóbroddum upp húsþakið hér í Skálholti til að grýta okkur – þeim nægir að stýra dróna, jafnvel frá öðru landi, þannig að stríðið verður meira eins og tölvuleikur fyrir þann sem býr yfir tækninni. Ekki þó fyrir fórnarlömbin sem aldrei sjá árásarmanninn en lifa ómældar þjáningar.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Flókin algrím stýra auglýsingunum sem við sjáum á netinu, koma með tillögur að næstu sjónvarpsþáttaröð eða næsta hlaðvarpi og hafa vaxandi áhrif á skoðanir okkar og viðhorf. Algrím stjórna því hvernig konum og körlum og öðrum kynjum maður kynnist á samskiptaforritum og hafa vaxandi áhrif á það hvaða vini maður eignast og hvernig maka. Við sjáum og heyrum fyrst og fremst þá sem eru sammála okkur á samfélagsmiðlum og erum steinhissa þegar í ljós kemur að stór hluti þjóðarinnar er ósammála. Þannig dýpkar gjáin á milli ólíkra hópa – í staðinn fyrir að tæknin auki skilning manna á milli getur hún dregið úr honum. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Tæknin er góður þjónn en afleitur húsbóndi. Þess vegna hefur aldrei verið mikilvægara en nú að við tökum völdin af tækninni. Því tæknin er komin til að vera. Það gerum við með aukinni menntun, fræðslu og rannsóknum og með því að efna til raunverulegrar umræðu um þau siðferðilegu gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi á þessari tækniöld. Fyrir skömmu var lokið við gerð aðgerðaáætlunar um fjórðu iðnbyltinguna. Þar er ein lykilaðgerð að móta stefnu í málefnum gervigreindar. Við Íslendingar höfum markað okkur þá stefnu nú þegar að vera á móti sjálfstýrðum vopnum með gervigreind. En hvaða stefnu ætlum við að marka okkur hvað varðar lækningar með gervigreind? Eða umhyggju með aðstoð vélmenna – segjum á hjúkrunarheimilum? Þarna blasa stórar spurningar við okkur.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Tæknin setur einnig fram nýjar áskoranir hvað varðar jöfnuð og velsæld. Aukin sjálfvirknivæðing getur stytt vinnutíma og skapað aukin verðmæti og aukna velsæld allra. Hún getur líka orðið til að auka ójöfnuð. Skapað stjarnfræðilegan gróða fyrir handhafa tækni og þekkingar eins og sjá má nú þegar hjá eigendum stærstu tæknifyrirtækja í heimi og aukið enn á bilið milli þeirra sem ráða tækninni og þeirra sem eingöngu þiggja. <br /> Þarna þurfum við að efla vald hins almenna borgara yfir tækninni og tryggja að við sem einstaklingar og við sem samfélag tökum stjórn á tækninni og hún nýtist okkur öllum. Við þurfum að gæta að því að jöfnuður sé okkar leiðarljós inn í fjórðu iðnbyltinguna og þá munu þessar tæknibreytingar geta orðið til góðs.<br /> <br /> Jöfnuður þarf líka að vera hluti allra aðgerða okkar til að takast á við loftslagsvána. Við vitum að hún mun koma harðast niður á fátækari þjóðum og einmitt þess vegna þarf rík þjóð eins og Ísland að leggja sitt af mörkum. Við kynntum nýlega uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og erum sannfærð um að við munum ekki aðeins ná að standa við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu heldur gott betur. Sömuleiðis munum við ná markmiðum okkar um að kolefnishlutlaust samfélag eigi síðar en 2040. Þar veit ég að kirkjan er að leggja sitt af mörkum með því að gróðursetja skírnarskóga. Þá er spennandi verkefni framundan sem snýst um alþjóðlegt samstarf kirkjudeilda gegn loftslagsvánni – samstarf sem byggist á virðingu fyrir sköpunarverkinu sem við sjáum að hefur látið á sjá vegna taumlausrar nýtingar á náttúrunni sem mun hafa hrikalegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar og mannkynið ef ekki verður tekið í tauma og nýjar brautir fetaðar, brautir þar sem við hugum að jafnvægi umhverfis, samfélags og efnahags og byggjum sjálfbært samfélag. Og þar skiptir máli að við stefnum um leið að jöfnuði, að við tryggjum velsæld og lífsgæði allra og tryggjum þannig frið og sátt – fyrir okkur öll.<br /> <br /> Kæru gestir.<br /> <br /> Allir stjórnmálamenn og raunar allir sem taka þátt í samfélagsumræðu verðum að einbeita okkur að framtíðaráskorunum samfélagsins. Stjórnmálaumræða samtímans snýst of sjaldan um langtímamarkmið eða framtíðaráskoranir, heldur snýst hún um málefni dagsins, stundum örsmá og léttvæg, að hafa skoðun á öllu, stóru og smáu, og þá helst að fá sem flest hjörtu eða uppréttan fingur á hinum ólíku samfélagsmiðlum. Þar snýst umræðan meira um að sýna sig en að gera – setja stöðuuppfærslu um hvað manni finnst og geta svo gengið út með góða samvisku og liðið vel yfir því að hafa sagt rétta hlutinn.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Auðvitað þarf að fjalla um málefni dagsins – en fyrir almenning skiptir ekki minna máli að hafa skýra framtíðarsýn og vinna þau verk sem þarf til að samfélagið allt geti blómstrað. Í þeim efnum líður okkur eins og við séum komin langan veg frá Sturlungaöldinni sem ég ræddi hér í upphafi en verum meðvituð um að auðveldara getur verið að glutra niður friði og sátt en byggja hana upp. Víða um heim sjáum við einmitt þjóðarleiðtoga sem virðist meira í mun að sundra en að byggja upp sátt og þá verður friðurinn rofinn. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að friður, kærleikur og sáttagjörð – sem byggja á réttlæti og jöfnum tækifærum fyrir okkur öll – séu leiðarljós okkar í öllum okkar verkum, ekki síst þegar við tökumst á við stórar áskoranir. <br /> <br /> <br /> <br /> </p>
17. júní 2020Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, 17. júní 2020<p><span>Góðir landsmenn,</span></p> <p><span>Það er erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en þannig voru torgin okkar, bæirnir og samkomustaðirnir um allt land fyrir örfáum vikum.</span></p> <p><span>Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ekki sjálfgefið að við séum hér samankomin. Það kostaði fórnir, vinnu, einbeitingu og samstöðu.&nbsp;</span></p> <p><span>17. júní hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1907 þegar fólk safnaðist saman hér við alþingishúsið til að heiðra Jón Sigurðsson. Stúdentafélagið, Ungmennafélagið og Kvenfélagið gengust fyrir þessum hátíðabrigðum, sagði í Þjóðólfi. Einnig að alls hafi 60 íslenskir fánar verið dregnir að húni víðs vegar um bæ, en einnig danskir fánar og sérfánar. Eftir ræðuhöld og lúðrasveitarleik var gengið að leiði Jóns í Kirkjugarðinum við Suðurgötu og lagður blómsveigur á leiðið. Töldu menn að þar hefði verið einn mesti mannfjöldi sem saman hefði komið á Íslandi, nálægt 5000 manns en þá bjuggu um 80 þúsund á landinu.</span></p> <p><span>Frá lýðveldisstofnun hefur þessi dagur verið þjóðhátíðardagur; dagurinn þar sem við fögnum lýðveldi, sjálfstæði og minnumst mannsins sem stóð fremstur í flokki jafningja í þeirri baráttu.</span></p> <p><span>Jón Sigurðsson taldi þrennt brýnt til að Íslendingar gætu orðið fullvalda og sjálfstæð þjóð: sjálfstætt löggjafarvald og stjórnsýsla á Íslandi, verslunarfrelsi og skólastarf. Í ritgerð sinni Um skóla á Íslandi sagði hann: „</span><span>Öll framför mannkynsins er byggð á því að halda við því, sem einu sinni er numið, og láta það gánga frá einum knérunni til annars; með því að ein kynslóð býr þannig undir fyrir aðra, verður því komið til leiðar, að mannkyninu fer alltaf fram, þegar á allt er litið, þó oft hafi verið farið afvega, og stundum sýnist það heldur reka en gánga.“</span></p> <p><span>Jón rökstuddi þar að skólunum væri ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að engum fjármunum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða.</span></p> <p><span>Við sem í dag minnumst Jóns og fögnum lýðveldinu getum þakkað fyrir þessa hugsjón. Sú harða barátta sem við höfum þurft að heyja undanfarna mánuði við skæða farsótt hefur einmitt heppnast vel vegna þeirra andlegu og líkamlegu framfara sem orðið hafa í íslensku samfélagi.</span></p> <p><span>Meðal annars vegna öflugs menntakerfis og heilbrigðiskerfis, öflugra vísindamanna og rannsókna höfum við náð þeim árangri sem náðist í baráttunni gegn veirunni. </span><span>Fjöldi þeirra sem hafa verið prófaðir hefur gert það að verkum að hið alþjóðlega vísindasamfélag hefur fylgst grannt með Íslandi, sú aðferðafræði að rekja, greina og nýta sóttkví og einangrun auk þess að við öll gættum hreinlætis, hefur sýnt sig vera árangursrík nálgun í baráttunni við skæðan vágest. Þær sóttvarnaráðstafanir sem við tókum öll þátt í voru ekki síst til að vernda þau sem síst máttu við að fá veiruna, aldraða og sjúka, auk allra þeirra sem þurftu að standa vaktina í framlínunni.</span></p> <p><span>Og í þessari viku stigum við varfærið skref til að opna landamærin. Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur.</span></p> <p><span>En baráttan gekk vel – vegna þeirrar ákvörðunar að forgangsraða heilbrigðissjónarmiðum og mannslífum. Þeirrar ákvörðunar að fletja út kúrfuna eins og það er kallað, draga eins og unnt er úr álagi á heilbrigðiskerfið og hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Þegar leiðarljósið er skýrt er auðveldara að taka góðar ákvarðanir. Þegar ákvarðanir byggjast á rannsóknum og gögnum þá verða þær betri.</span></p> <p><span> En eitt verkefni kallar á annað. Heimsfaraldurinn olli einu mesta áfalli í heila öld þar sem alvarlegt skarð er hoggið í útflutningstekjur. Þó má telja einstakt að tekist hefur að halda þjóðhagslegum stöðugleika þrátt fyrir þetta áfall, vextir eru lægri en nokkru sinni sem er eitt mikilvægasta lífskjaramál almennings. Þetta er ekki tilviljun. Með samstilltu átaki síðustu ár hafa stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumarkaðarins náð miklum árangri á þessu sviði. Stóra verkefnið er að vinna bug á atvinnuleysinu – og tryggja að það verði ekki langvinnt með því að skapa störf og tryggja afkomu fólks. </span></p> <p><span>Við þurfum að byggja upp til skemmri og lengri tíma, efla fjárfestingu og fjölga störfum og gleyma því ekki að við viljum kolefnishlutlaust samfélag, nýsköpunarsamfélag, þekkingarsamfélag. Þrátt fyrir alvarleg áföll eigum við nú að&nbsp; horfa til framtíðar og byggja upp fjölbreyttara, grænna og tæknivæddara atvinnulíf. Þar mun almannavaldið hafa mikilvægu hlutverki að gegna enda er það svo að opinber fjárfesting í grunnrannsóknum og nýsköpun hefur skilað sér í mörgu af því sem nú telst sjálfsagt, eins og snjallsímum, rafbílum og líftæknilyfjum. Slík fjárfesting hefur skilað sér margfalt til baka í auknum verðmætum og framförum.</span></p> <p><span><br /> Góðir landsmenn</span></p> <p><span> Lærdómurinn sem draga má af þessum skrýtna tíma í sögunni er ef til vill sá að hlusta á vísindin – ekki einungis í heimsfaraldri heldur líka andspænis öðrum stórum hættum. Nærtækt dæmi er loftslagsváin þar sem vísindin veita skýra leiðsögn. Okkar er að hlusta og framkvæma. Við erum tiltölulega nýfarin að bregðast við af krafti og nú þarf að halda því áfram og gefa í.</span></p> <p><span> Annar lærdómur gæti verið að muna eftir verðmætunum sem við eigum í okkar sterku almannaþjónustu sem þarf að efla. Við höfum líka lært að meta að verðleikum hvað umhyggjan skiptir miklu. Kannski öllu máli. Við eigum að hugsa betur hvert um annað – ekki aðeins í heimsfaraldri heldur alla daga. Lífið verður betra þegar við sýnum hvert öðru umhyggju og ást.</span></p> <p><span>Og enn einn lærdómur gæti verið að enginn hefur öll svörin. Þegar eitthvað gerist sem enginn hefur reynt áður – þá er það lærdómur fyrir hvert og eitt okkar, en líka tækifæri til að nota hugsunina, hlusta á ólík sjónarmið, staldra við, vega og meta hvert stefnir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Hátíðisdagar nýtast til að leggja til hliðar daglegt þras, endurmeta gildi okkar, minnast góðs og líta til framtíðar. Jón Sigurðsson hefði verið stoltur að sjá hvernig þessi sjálfstæða þjóð hefur staðið sig í hremmingum faraldursins. Hann hefði verið stoltur að sjá Ísland árið 2020. Frjálslynt lýðræðisríki, með öflugar mennta- og rannsóknastofnanir, sterka samfélagslega innviði, fjölbreyttan atvinnurekstur, framsækna frumkvöðla í ólíkum geirum og ekki síst samfélag þar sem fólk er í öndvegi. Samfélag sem reglulega vekur jákvæða athygli umheimsins. Fjölbreytt samfélag þar sem fólkið sem hingað flyst frá öðrum heimshornum hefur gert samfélagið fjölbreyttara og auðugra. En Jón hefði líka hvatt okkur til að halda áfram og gera betur, tryggja öllum jöfn tækifæri og þora að taka djarfar ákvarðanir.</span></p> <p><span>Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur.</span></p> <p><span>Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.</span></p> <p><span>Saga Íslands er gjörólík sögu gamalla nýlenduvelda en samt er sitthvað í henni sem er ástæða til að taka til gagnrýninnar skoðunar, eins og fræðimenn hafa raunar gert. Gagnrýnin skoðun á sögu okkar veitir okkur betri viðspyrnu er við reynum að skilja samtíma okkar og þá framtíð sem við kjósum okkur. Þvi þarf ávallt að hafa gagnrýna hugsun að leiðarljósi í opinberri umræðu og muna að rökræðan getur leitt okkur nær sannleikanum og þar með bestu ákvörðunum fyrir almenning.</span></p> <p><span>Óttumst ekki ágreining og rökræður, veitum hvert öðru svigrúm til ólíkra skoðana en munum að skoðanir geta byggst á misáreiðanlegum gögnum. Gagnrýnin hugsun studd vísindum og þekkingu er besta vörnin gegn þeirri hættu að lýðræðisleg umræða verði marklaus og traust á lýðræðislegri umræðu minnki. Þar bera stjórnmálin ríka ábyrgð. </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir landsmenn</span></p> <p><span>Árið 1907 var Ísland enn ekki sjálfstætt en farið að glytta í sjálfstæðið. Á fyrstu 17. júní hátíðarhöldunum hélt Bjarni frá Vogi, mikill sjálfstæðissinni, ræðu hér og sagði: „Það sjáum vér enn á sögu forfeðra vorra að alt fór vel meðan landsmenn létu alþjóðar hag sitja í fyrirrúmi fyrir eigin hagsmunum sínum.“</span></p> <p><span>Þó að þessi dagur sé um margt ólíkur sama degi árið 1907 þá er sumt líkt. Eins og þetta: Þegar leiðarljósin eru skýr getum við tekið &nbsp;við góðar ákvarðanir. Þegar leiðarljósið er að tryggja alþjóðar hag munu ákvarðanir verða góðar fyrir samfélagið allt.</span></p> <p><span><br /> Góðir landsmenn. Til hamingju með daginn. Megi hann vera okkur öllum fagur og gjöfull.</span></p>
03. maí 2020Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra 3. maí 2020<p>Kæru landsmenn</p> <p>Í fornum annálum var til siðs þegar vetur voru harðir að gefa þeim nöfn á borð við Píningsvetur eða Lurkur. Þannig var þessi vetur sem lengi verður í minnum hafður. Hann minnti harkalega á sig með óveðrum, snjóflóðum og jarðhæringum – þannig að ýmsum fannst nóg um þegar fyrsta tilfellið af kórónuveirunni greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. </p> <p>Sem betur fer vorum við ekki óundirbúin og síðan þá hafa stjórnvöld framfylgt markvissum sóttvarnaráðstöfunum til að ná tökum á veirunni, verja mannslíf og tryggja að heilbrigðiskerfið okkar réði við álagið. Tæplega 50 þúsund sýni hafa verið tekin, smitin voru rakin af sérstöku smitrakningarteymi, tæplega 20 þúsund hafa lent í sóttkví og tæplega átján hundruð manns greinst með veiruna og farið í einangrun. Meira en 60 upplýsingafundir hafa verið haldnir í beinni útsendingu. Ástandið var erfitt en glundroðinn var fjarri; við þessa raun var glímt af öryggi og fátt af því sem við Íslendingar höfum nýlega gert hefur vakið meiri jákvæða athygli.</p> <p>Fjöldi þeirra sem hafa verið prófaðir hefur gert það að verkum að hið alþjóðlega vísindasamfélag hefur fylgst grannt með Íslandi og má það þakka öflugri samvinnu heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar. Vinna smitrakningarteymisins og smitrakningarappið hafa vakið athygli víða. Og ekki má gleyma því að þeir sem hafa greinst með veiruna hafa notið þjónustu og eftirfylgni sérstakrar göngudeildar fyrir þennan sjúkdóm. Vel hefur tekist að tryggja búnað og tæki til að tryggja þjónustu á sjúkrahúsum og gjörgæslu og er sérstök ástæða til að þakka þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem útveguðu og gáfu búnað til heilbrigðisstofnana til viðbótar þeim sem þegar var til staðar í landinu.</p> <p>Þessi tími hefur sannarlega reynst mörgum erfiður þó að reynt hafi verið að raska samfélaginu eins lítið og hægt var en erfiðastur þeim sem hafa veikst, sum hver mjög illa. </p> <p>Tíu hafa nú látist úr kórónuveirunni.</p> <p>Ég votta fjölskyldum þeirra og vinum samúð mína og stjórnvalda. Hugur okkar allra er hjá þeim.</p> <p>Veiran er enn óþekktur andstæðingur þó að þekking á henni vaxi hratt, meðal annars vegna þess sem er gert hér á landi. Ekki hefur enn tekist að þróa lyf eða bóluefni en unnið er að slíkum rannsóknum víða um heim. Vonir og væntingar standa til þess að vel muni ganga, en við skulum varast óraunsæi og búa okkur undir að það taki tíma að ná árangri í þeim efnum. </p> <p>Á þessum ótrúlegu óvissutímum neyðast allar þjóðir heims og einstaklingar til að gera áætlanir fram í tímann án þess að vita í raun hvernig sá tími verður. </p> <p>Margt sem gerst hefur kom óþægilega á óvart. Við sem höfum alist upp við að landamæri væru í raun ekki til á milli vinaþjóða eins og Norðurlanda sáum skyndilega skellt í lás. Þjóðir heims hafa átt í hatrammri samkeppni um búnað og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem hver hefur reynt að bjarga sér. </p> <p>En þegar fyrsta fátinu lauk breyttist þetta og undanfarið höfum við meðal annars fundið fyrir sterkum tengslum á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða þar sem leiðtogar hafa átt samtöl, deilt upplýsingum og boðið fram aðstoð sína. Þjóðir heims standa frammi fyrir sameiginlegum óvini sem ekki verður sigraður nema í krafti samvinnu, vísinda og staðfestu. Í baráttu mannkyns við kórónuveiruna er alþjóðlegt samstarf forsenda þess að sigur vinnist. Nú er því ekki tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrungu eða tortryggni ríkja á millum. </p> <p>Við höfum verið áþreifanlega minnt á gildi vísinda og þekkingar og á gildi faglegra og fumlausra vinnubragða. Hér heima hafa stjórnvöld, vísindamenn og viðbragðsaðilar unnið sem einn maður og af því er ég stolt. Við höfum farið þá leið að beita hörðum sóttvarnaráðstöfunum að ráði okkar heilbrigðisvísindamanna sem hafa verið í takt við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnarinnar og þær hafa reynst okkur vel.</p> <p>Við höfum líka verið minnt á hve dýrmætt það er að búa í samfélagi, þar sem við getum átt upplýst og gagnrýnin samtöl um stór og flókin mál. Fyrir nokkrum vikum vissu fáir mikið um vírusa, faraldra, ónæmi og kúfa en nú erum við öll orðin upplýst um alla þessa hluti. Slíkt samfélag er vel í stakk búið til að takast á við stórar áskoranir. </p> <p>Og við höfum verið minnt á gildi þess að búa í lýðræðisríki. Því miður eru dæmi þess að við sjáum þjóðarleiðtoga grípa til róttækra aðgerða sem í orði kveðnu eru gegn veirunni sem virðast þó frekar snúast um að auka völd þeirra sjálfra. Okkar áhersla hefur verið að miðla upplýsingum til þjóðarinnar svo að við gætum unnið saman; við höfum treyst á samstöðu okkar fremur en útgöngubann. Við höfum saman risið undir þeirri ábyrgð og getum öll verið stolt af því að tilheyra slíku samfélagi. </p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Við virðumst vera komin með yfirhöndina í baráttunni gegn veirunni, kúfurinn er að baki. Undanfarna daga hafa greinst örfá eða ekkert smit á dag. Á morgun verða stigin fyrstu skrefin í að aflétta samkomubanni sem hvílt hefur þungt á landsmönnum öllum undanfarnar vikur þó að það hafi verið meðal þeirra vægustu í Evrópu. </p> <p>En björninn er ekki unninn. Við þurfum að fara hægt í sakirnar því að ekki má glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Áfram þurfum við að halda ró okkar og stillingu og feta okkur hægum skrefum eftir því einstígi sem er framundan. Ef við förum of geyst, þá eru allar líkur á því að bakslag verði og við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt. Slíkt hefði skelfilegar afleiðingar fyrir efnahaglíf okkar og þjóðlífið allt og það er undir okkur sjálfum komið að gæta þess að slíkt gerist ekki</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Efnahagsleg áhrif veirunnar eru djúp og ófyrirséð hve langvarandi þau verða. Hér heima er höggið þyngst hjá ferðaþjónustunni sem skilaði hátt í 40 prósentum allra útflutningstekna í fyrra. Nú liggja flugsamgöngur niðri, landamæri eru víða lokuð og ferðavilji fólks er lítill. Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.</p> <p>Við erum stödd í þoku og hún er myrk en við vitum samt að þoku léttir að lokum. Ekki er ósennilegt að ferðaþjónustan muni taka breytingum en hitt mun ekki breytast að hingað vill fólk koma til að upplifa okkar stórbrotnu náttúru. Við teljum að jákvæð umfjöllun um Ísland á heimsvísu hafi sín áhrif. Við vitum að í íslenskri ferðaþjónustu hefur orðið til mikil þekking seinustu árin og hún mun áfram nýtast. </p> <p>En faraldurinn mun líka hafa áhrif á aðrar útflutningsgreinar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira á lýðveldistímanum. Í liðinni viku urðu þúsundir landsmanna fyrir því gríðarlega áfalli að missa vinnuna og áður höfðu margir orðið fyrir atvinnumissi. Það veit sá einn sem reynt hefur að vera atvinnulaus hvað það er erfitt og lamandi. Það er ekki eingöngu efnahagslegt áfall, heldur getur það verið sálrænt og líkamlegt. Ábyrgð okkar stjórnvalda er að styðja enn betur við fólk í erfiðum aðstæðum. Nú verðum við að hugsa vel hvert um annað.</p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Leiðarljós okkar allra verður að halda uppi atvinnustigi og tryggja afkomu og réttindi launafólks. Leiðarljós okkar verður að skapa ný störf og auka verðmætasköpun til að bæta upp fyrir það sem tapast hefur. Við þurfum að tryggja ný tækifæri með framboði á menntun og þjálfun. Annað leiðarljós verður að verja hinar samfélagslegu grunnstoðir sem tryggja velsæld okkar allra, þessa mikilvægu innviði sem mér hefur orðið tíðrætt um seinustu ár. Og enn eitt leiðarljós verður að horfa til framtíðar, til þeirra afreka sem við getum unnið með nýrri þekkingu, rannsóknum og þróun. </p> <p>Þó að útlitið sé svart til skamms tíma er það bjart til lengri tíma og allt sem við gerum núna þarf að styðja við framtíðina. Þess vegna þarf &nbsp;að fjölga stoðunum undir íslenskt efnahagslíf og nýta tímann til að byggja upp ýmsar atvinnugreinar en þar á meðal undir ferðaþjónustu framtíðar, því hingað mun fólk áfram vilja koma.</p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Enginn veit hvort eða hvernig heimurinn mun breytast eftir kórónaveiruna. En sumt mun ekki breytast. Við munum áfram vera manneskjur, við munum áfram þrá og elska, muna og sakna, gleðjast og hryggjast. Áföll eins og þetta eru stundum eins og spegill sem sýnir úr hvaða efni fólk er gert og hvað skiptir máli í lífinu. </p> <p>Undanfarnar vikur hafa reynt á þolrifin. Framundan eru strembnir tímar en við höfum líka lært mikið á undanförnum vikum. Við höfum til dæmis lært að standa í biðröð með tveggja metra millibili og spjalla saman. Við getum ekki lengur heilsast með handabandi en heilsumst samt oftar en áður þegar við erum úti að ganga. Við þvoum okkur betur og oftar um hendur en áður og það er hægt að venjast lyktinni af spritti. Og við lærðum líka að það gefur manni mikið að hjálpa öðrum og við skulum halda því áfram. </p> <p>Það er ástæða til að gleðjast yfir því að heilbrigðiskerfið stóðst þetta mikla álagspróf og heilbrigðisstarfsfólk sýndi gríðarlegan styrk, fagmennsku og sveigjanleika í að takast á við ótrúlega krefjandi aðstæður. Ég er líka stolt af því að tilheyra samfélagi þar sem hundruð manna stukku til og skráðu sig í bakvarðasveitir heilbrigðisstarfsfólks. Samfélagi þar sem kennarar og starfsfólk skólanna breyttu starfsháttum á undraskömmum tíma til að tryggja hag nemenda á öllum aldri. Samfélagi þar sem við eigum svo ótal margt gott fólk; fólk sem hélt verslunum og þjónustu gangandi, frumkvöðla sem fóru að senda heim ketilbjöllur og veitingar, fólk sem stóð vaktina og þreif sjúkrahúsin og skólana, listamenn sem fóru að halda tónleika heima í stofu. Glöð með &nbsp;fólkið sem fór með mat til þeirra sem voru í sóttkví. Ánægð með fjölmiðlana sem komu öllu því sem við þurftum að vita til skila. Mesta gleðin er að tilheyra samfélagi þar sem fólk hjálpar hvert öðru og sýnir hvert öðru umhyggju. Svona álagspróf sýna úr hverju samfélög eru gerð og við höfum fundið okkar eigin styrk, samfélag sem bæði ræður yfir mýkt og seiglu. </p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Baráttuandinn í samfélaginu, fólk sem hélt tónleika fyrir nágranna sína, fólk saman úti að ganga með húfur og vettlingi og ríflega tvo metra á milli, bangsar í gluggum fyrir börnin, nágrannar sem spyrja hvort eitthvað vanti úr búðinni. Allt þetta hefur lyft okkur upp í aðstæðum sem voru þó sannarlega þungbærar og erfiðar. Þetta er að búa í samfélagi. </p> <p>Frá og með morgundeginum hefjum við vegferð okkar, skref fyrir skref í átt að bjartari dögum. Við skulum njóta þess og muna að ástæðan fyrir því að hægt er að taka þetta skref í að slaka á samkomubanninu er sú að við höfum staðið okkur frábærlega og náð tökum á útbreiðslu veirunnar. En við skulum við samt muna að faraldurinn geisar enn um heiminn og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna þá getur farið illa. Verkefninu er langt í frá lokið, og við verðum að vanda okkur. Við verðum að vanda okkur fyrir börnin okkar, fyrir ömmur og afa, fyrir alla ástvini. Af því að markmiðið er að við gerum þetta saman og skiljum engan eftir þegar samfélagið opnast aftur. Við ætlum öll, ungir sem gamlir, veikir sem hraustir að geta notið sólarinnar, samvista og alls þess sem landið okkar góða hefur upp á að bjóða. Við fórum saman í þessar aðgerðir og við ætlum að koma út úr þeim saman. </p> <p>Ef okkur tekst vel upp eru allar forsendur til þess að batinn verði hraður. Ísland verður áfram land tækifæranna, land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill. </p> <p>Píningsveturinn er að baki, sumarið heilsar okkur, lóan er komin og það á að hlýna í vikunni. Við erum hér öll saman á eyjunni okkar og finnum hvað lífið er dýrmætt og finnum að við eigum öflugt, frjálst og opið umhyggjusamfélag. &nbsp;Það er ekki sjálfgefið og það <strong>er</strong> þess virði að berjast fyrir. Það höfum við sýnt og megum vita að það getum við saman. </p> <p>Góðar stundir. </p>
25. mars 2020Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands<p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ársfundi Seðlabanka Íslands í dag. Í ávarpinu fjallaði forsætisráðherra um stöðu efnahagsmála í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa komið upp vegna heimsfaraldurs Covid-19 og hvernig stjórnvöld og Seðlabanki Íslands hafa brugðist við með aðgerðum til að verja lífsafkomu fólksins í landinu og styðja við atvinnulífið.</p> <h4>G<strong>era það sem þarf til að verja lífsafkomu almennings</strong></h4> <p>Forsætisráðherra sagði að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa kynnt – Viðspyrna fyrir Ísland –&nbsp; snúist um að koma í veg fyrir að fólk missi vinnuna og að fyrirtæki fari í þrot. Aðgerðunum er ætlað að styðja við lífsafkomu fólksins í landinu. Gripið verði til frekari aðgerða til að ná því markmiði ef þörf verður á. „Við munum gera það sem þarf til að styðja við almenning og atvinnulíf í landinu á erfiðum tímum. Við fylgjumst grannt með og erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða eftir því sem þörf krefur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.</p> <h4>Höfum búið vel í haginn</h4> <p>Forsætisráðherra sagði að bæði ríkissjóður og Seðlabanki Íslands séu í mjög sterkri stöðu til að takast á við þau áföll sem nú dynja á. Ríkið hafi talsvert svigrúm til að auka skuldastöðu sína eins og þörf krefur. Þá benti hún á að þó að Seðlabankinn hafi þegar gripið til fjölþættra og mikilvægra aðgerða þá sé hann í betri stöðu en margir aðrir seðlabankar og geti beitt frekari úrræðum ef á þarf að halda.</p> <p>Forsætisráðherra fór einnig yfir það að hrunið hafi kennt okkur að búa vel í haginn til þess að vera betur í stakk búin til að takast á við áföll. Seðlabankinn sé nú sterkari en áður og sömuleiðis fjármálakerfið auk þess sem skuldastaða bæði heimila og fyrirtækja sé betri. „Og við búum líka að því að á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið þannig að það er nú betur undir það búið til að takast á við þennan faraldur en það var fyrir tveimur árum,“ sagði forsætisráðherra.</p> <h4>Samstaða, gagnsæi og hreinskilni eru okkar vopn í þessari baráttu</h4> <p>Forsætisráðherra sagðist einnig vera stolt af því að hér á landi höfum við haldið fast í okkar lýðræðislegu hefðir í þeim ákvörðunum sem hefur þurft að taka vegna Covid-19 faraldursins. „Við höfum lagt traust okkar á hvort annað. Við höfum ekki sótt styrk okkar í her eða lögreglu heldur höfum við sótt styrk okkar í samheldni og samhygð samfélagsins. Okkar vopn í þessari baráttu eru samstaða, gagnsæi og hreinskilni,“ sagði Katrín og bætti við: „Við höfum verið opinská með það að þetta er óvissuferð og það munu vafalaust verða gerð mistök. Við vinnum hins vegar út frá bestu gögnum og upplýsingum sem við höfum og tryggjum gagnsæi um þær upplýsingar. Það er auðvitað aldrei hægt að ná hundrað prósent árangri en ég tel sýnt að sá árangur sem við erum að ná sýni að það er alltaf betra að ná árangri með samstöðu heldur en valdboði. Við erum öll almannavarnir.“</p> <p><strong><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/SI%cc%81%20a%c3%b0alfundur%20KJ-yfirlesi%c3%b0.pdf" target="_blank">Hér má lesa ræðu forsætisráðherra í heild sinni.</a></strong></p> <p>&nbsp;</p>
18. febrúar 2020Blá ör til hægriÁvarp á 100 ára afmæli Hæstaréttar<p>Til er mynd af málflutningi í Hæstarétti frá fyrsta starfsári réttarins sem er merkileg samtímaheimild. </p> <p>Fimm dómarar Hæstaréttar sitja skikkjuklæddir, fjórir með mikilfengleg yfirvaraskegg en forseti réttarins, Kristján Jónsson, fyrrverandi ráðherra Íslands, er hvítur fyrir hærum með voldugt alskegg. Margir dómaranna eru með lonníettur – vafalaust fórnarlömb aldurstengdrar fjarsýni – eins og sú sem hér talar varð líka nýverið. </p> <p>Við ræðupúltið standa þeir Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, og Eggert Claessen sem fyrstir voru titlaðir því óþjála heiti hæstaréttarmálaflutningsmaður – sem er eitt lengsta orð íslenskrar tungu. </p> <p>Stofnun Hæstaréttar var stór áfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga þar sem í fyrsta sinn frá 13. öld varð endanlegt dómsvald í landinu aftur innlent. Það var mikilvægur hluti af fullveldinu að tryggja landsmönnum öllum réttláta málsmeðferð hér á Íslandi.</p> <p>Dómasafn Hæstaréttar er mikilvægur aldarspegill. Fyrir utan það hlutverk að vera safn réttarheimilda ber það einnig vitni um sögu þjóðar, ágreining, erfiðleika og um viðhorf, gildismat og réttarvitund hennar.Og um hvað var fjallaði fyrsti dómurinn sem var kveðinn upp af Hæstarétti fyrir einni öld? </p> <p>Hann fjallaði um tilkall til einnar rekaspýtu að andvirði 65 króna sem ber nokkuð vitni um það samfélag sem Ísland var á árinu 1920. </p> <p>Ríkisstjórnin var skipuð þremur ráðherrum sem allir sátu í Stjórnarráðshúsinu, Alþingi sat í tæpan mánuð á ári og Hæstiréttur var til húsa á efri hæð Hegningarhússins við Skólavörðustíg.</p> <p>Allar hafa þessar stofnanir ríkisvaldsins þróast og breyst mikið á síðastliðnum 100 árum í takt við umbyltingu á samfélaginu þar sem viðfangsefni hins opinbera hafa orðið umfangsmeiri og flóknari. </p> <p>Góðir gestir</p> <p>Hlutverk dómstóla í lýðræðisríki er að standa vörð um lög og rétt, vera endir allrar þrætu, og veita öðrum handhöfum ríkisvalds aðhald. Hæstiréttur tók sér snemma það vald að meta samræmi löggjafar við stjórnarskrá og þeirri hugmynd hefur verið fleygt að fela eigi réttinum formlegt hlutverk á þessu sviði í framtíðinni.Þótt dómstólar séu þannig öðrum þræði í því hlutverki að hafa hemil á löggjafanum og gæta þess að stjórnsýslan fari að lögum og virði réttindi borgaranna þá starfa þeir ekki einangrað. Greina má í gegnum söguna visst samspil handhafa ríkisvalds við að þróa samfélagið áfram. Stundum ryður löggjafinn nýjum viðhorfum braut en stundum er dómsvaldið í því hlutverki. </p> <p>Nýlegt dæmi um þetta samspil ólíkra þátta ríkisvaldsins eru lög sem Alþingi samþykkti í vetur um bætur vegna fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hæstiréttur hafði á árinu 2018 sýknað viðkomandi og þar með snúið fyrri dómi frá 1980. Til þess að stuðla að því að unnt væri að greiða út bætur sem fyrst á jafnræðisgrundvelli steig ríkisstjórnin og Alþingi inn í málið og samþykkti fyrrnefnd lög sem nú hafa komið til framkvæmdar. Það mál er auðvitað líka dæmi um afdrifarík mistök sem gerð hafa verið hér á landi við meðferð dómsvalds. Dómstólar munu svo eiga lokaorðið um bótarétt í þessum málum ef svo fer fram sem horfir,</p> <p>Þær grundvallarbreytingar sem urðu með tilkomu Landsréttar á árinu 2018 léttir af Hæstarétti því hlutverki að vera eini áfrýjunardómstóll landsins og styrkir vafalaust hlutverk hans sem fordæmisgefandi dómstóls sem tryggir réttaröryggi borgaranna.&nbsp; </p> <p>Nú er svo komið að drjúgur hluti löggjafar hefur bein eða óbein tengsl við alþjóðlegar skuldbindingar vegna EES-samningsins og Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrár árið 1995. Við höfum fyrir löngu tekið þá grundvallarafstöðu að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamstarfi þar sem við höfum verið talsmenn mannréttinda og framþróunar réttarríkisins. Því fylgir að við erum ekki hafin yfir gagnrýni og eigum að vera fær um að geta brugðist við henni og unnið úr henni í takt við þau grundvallargildi sem alltaf hafa verið okkar leiðarljós. Og í þessum efnum kalla breytingar og þróun á löggjöf og þjóðfélagsháttum á að skera þarf úr nýjum álitaefnum þar með talið tengdum mannréttindum. </p> <p>Hér má til dæmis nefna að ýmis álitamál kunna að vakna á næstu árum í tengslum við ofhitnun jarðar, stafræna byltingar og þróun gervigreindar. </p> <p>Ágæta samkoma</p> <p>Fræg er sagan frá miðri síðustu öld þegar Helga Pedersen borgardómari í Kaupmannahöfn stöðvaði málflutning lögmanns sem vildi útlista vísindalegt gildi nælonsokka með athugasemdinni:&nbsp; Má ég vekja athygli yðar á því að rétturinn klæðist nælonsokkum! Þótt sannarlega hafi það verið nýmæli í kringum 1950 í Danmörku að kona væri dómari varð þróunin mun hægari hér á landi. </p> <p>Auður Þorbergsdóttir var fyrst kvenna skipuð dómari á Íslandi árið 1972 og Guðrún Erlendsdóttir var síðan skipuð dómari við Hæstarétt árið 1986. Þótt jöfnuður kynjanna hafi aukist í dómskerfinu – eins og annars staðar í þjóðfélaginu – hallar enn á hlutfallið í Hæstarétti. Við berum öll ábyrgð á því verkefni að reyna að jafna hlut kynjanna – þar með talið í Hæstarétti – og ungar stúlkur eiga að geta séð það fyrir sér sem raunhæft markmið að verða hæstaréttardómarar – alveg eins og þær geta orðið forsætisráðherrar. </p> <p>Hér vil ég minnast þess að hlutur Hæstaréttar í jafnréttismálum hefur skipt drjúgu máli. Með dómum árin 1978 og 1982 var konum dæmd hlutdeild í eignum sambýlismanns í stað ráðskonulauna, forgangsreglu jafnréttislaga var slegið fastri með dómi árið 1993 og fyrri dómvenju um lægra tekjuviðmið stúlkna heldur en drengja í skaðabótamálum var snúið við með dómi árið 1997. </p> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Saga Hæstaréttar er saga þjóðarinnar. Breytingar í löggjöf og þjóðfélagsháttum, viðhorfum og gildismati hafa jafnframt áhrif á störf og fordæmi réttarins. Lýsandi dæmi um þetta er að árið 1924 var maður dæmdur í átta mánuða betrunarhúsvinnu fyrir samkynhneigð – eins fráleitt og það nú hljómar. Í dómasafni Hæstaréttar frá árinu 2012 er að finna mál þar sem rétturinn fjallaði um deilu um eignarhald á ketti við eignaskipti samkynja sambúðarmaka - sem ber vitni um þær breytingar á lögum og viðhorfi sem varð á tæpri öld og endurspeglast meðal annars í lögum um kynrænt sjálfræði sem Alþingi samþykkti á síðasta ári. </p> <p>Ein öld er drjúgur tími í réttarsögunni. Í tilefni af þessum merku tímamótum samþykkti ríkisstjórn Íslands í júní 2017 að afla fjárheimilda til að unnt væri að rita sögu Hæstaréttar sem er órjúfanlegur hluti af sögu fullveldisins. </p> <p>Að því sögðu færi ég fyrir hönd ríkisstjórnarinnar Hæstarétti, dómurum réttarins og öðru starfsfólki árnaðaróskir í tilefni þessa merkisafmælis um leið og ég óska Hæstarétti alls velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni. </p>
13. febrúar 2020Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi 2020<p>Kæru gestir á Viðskiptaþingi!</p> <p>Það er að venju heiður og ánægja að vera hér á Viðskiptaþingi sem er helgað þeim málum sem fela í sér stærstu áskoranir samtímans; grænu málunum og loftslagsvánni. Ég held raunar að ég hafi aldrei talað á þessu þingi án þess að tala um loftslagsbreytingarnar og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þeirra vegna. </p> <p>Í desember 2015 undirgengumst við Íslendingar Parísarskuldbindingarnar. Parísarsamkomulagið skyldar þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum innan 2°C marksins (miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu), með aukamarkmið að reyna að stefna að því að halda því innan 1,5°C. Það inniber líka að það þarf að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og hægt er og ná jafnvægi á milli losunar og bindingar. </p> <p>Þetta sem ég sagði núna hljómar sakleysislega og ekkert sérstaklega flókið. En um leið og Parísarfundurinn markaði ákveðin tímamót í alþjóðlegu samstarfi í baráttunni gegn loftslagsvánni og vakti bjartsýni í þessum málum, lagði hann okkur ríkar skyldur á herðar. Og það hafa ekki allar þjóðir viljað standa undir þeim skyldum. Þannig ákvað núverandi Bandaríkjaforseti að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem voru mikil vonbrigði því árangur í loftslagsmálum byggist fyrst og fremst á alþjóðlegu samstarfi.</p> <p>En það að einn hætti við gerir ábyrgð okkar hinna ekki minni. Til að ná þeim markmiðum sem við ætlum okkur að ná þurfum við að draga úr losun en miðað við tölur frá árinu 2017 sem nýlega hafa verið kynntar losa Íslendingar mest allra Evrópuþjóða. Við getum yljað okkur við að á fyrri hluta 20. aldar tókum við skynsamlegar ákvarðanir, til dæmis þegar við ákváðum að byggja upp hitaveituna, sem hefur gefið okkur ákveðið forskot í þeim efnum en Austurbæjarskóli var fyrsta húsið sem var upphitað með heitu vatni. Á öðrum sviðum er gríðarlegt verk fyrir höndum.</p> <p>Kæru gestir. Það er aftur kominn tími afgerandi ákvarðana. Stjórnvöld kynntu fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina gegn loftslagsvánni haustið 2018 og framkvæmd hennar stendur yfir. Hún fól í sér tvö lykilmarkmið: Að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins og að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en 2040. Hún fól sömuleiðis í sér tvo lykilþætti; orkuskipti í samgöngum og stóraukna kolefnisbindingu. Þar var boðað að við myndum hætta að flytja inn bensín- og díselbíla 2030, stjórnvöld myndu beita sér fyrir innviðauppbyggingu fyrir rafbíla og önnur farartæki sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og innleiða efnahagslega hvata til að þessi umskipti geti gengið sem hraðast yfir. Þetta hefur farið vel af stað; ívilnanir fyrir slík faratæki hafa verið festar í lög, mikil fjárfesting hefur farið af stað í hraðhleðslustöðvum um land allt með myndarlegri þátttöku einkaaðila og atvinnulífs. Áhrif þessa aðgerða eru þegar farin að birtast. Í janúar á þessu ári voru rafbílar yfir 20% allra nýskráðra bíla og í samanburði við önnur lönd erum við Íslendingar í öðru sæti allra þjóða heims yfir hlutfall nýskráðra nýorkubifreiða. Þetta er mjög ánægjuleg þróun, almenningur bregst hratt við og velur umhverfisvænni kosti. Við höfum boðað fjárfestingar í almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það verði raunhæft að breyta ferðavenjum og skipta ekki eingöngu um orkugjafa heldur draga einnig úr umferð. </p> <p>Við höfum á sama tíma stóraukið framlög til kolefnisbindingar og einkageirinn sömuleiðis. Miðað við stöðuna núna munum við binda tvöfalt meira kolefni 2030 en við gerðum árið 2018.</p> <p>Næsta aðgerðaáætlun er í smíðum en á grundvelli hennar munum við vinna með ólíkum atvinnugreinum að markmiðum sem geta dregið úr losun frá þeim. Og aftur vil ég segja það sem ég hef áður sagt; við fögnum þeim jákvæðu viðbrögðum sem við höfum fengið frá atvinnulífinu um að taka fullan þátt í að ná þessum markmiðum. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífsins í loftslagsbaráttunni hefur farið af stað með kraftmiklum hætti. Ég fagna sérstaklega stofnun Grænvangs, formlegum samstarfsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs og bind miklar vonir við að við getum nýtt okkur smæðina í samfélaginu og náð miklum árangri með samstarfinu á næstu árum. </p> <p>Þá vil ég skýra frá því að við höfum ákveðið að greina tækifæri hins opinbera til að ráðast í útgáfu sjálfbærra og grænna skuldabréfa til að flýta fyrir því að efnahagslífið vinni með markmiðum okkar í loftslagsmálum. Þar hefur nú verið settur á laggirnar hópur nokkurra ráðuneyta og Seðlabankans sem ætlað er að greina tækifærin sem liggja hjá ríkinu og opinberum hlutafélögum til að ráðast í slíka útgáfu. Ég tel að slík útgáfa geti líka falið í sér tækifæri fyrir lífeyrissjóðina sem eru að horfa til lengri tíma í sínum fjárfestingum.</p> <p>En er þá ekki bara allt í þessu fína og allt á góðri leið?</p> <p>Já og nei. Við erum að gera margt gott og ekki skortir viljann. En áskorunin sem við stöndum frammi fyrir er svo stór að á köflum líður mér eins og ég hafi ákveðið að moka burt Esjunni með teskeið. Frekar lítilli teskeið meira að segja.</p> <p>Og þetta fjall er erfitt viðfangs vegna þess hvernig við mennirnir erum. Ég hlustaði um daginn á Tryggva Þorgeirsson lækni og frumkvöðul á sviði nýsköpunar í heilbrigðismálum sem var að ræða um lýðheilsu og lífstíl. Hann benti þar á að 70-80 prósent af heilbrigðiskostnaði í vestrænum samfélögum sé vegna lífsstílstengdra langvinnra sjúkdóma en á sama tíma verjum við aðeins tæpum tveimur prósentum af heilbrigðisútgjöldum í forvarnir. Hann benti í þessu samhengi á að við mennirnir séum þannig samsett að meirihluti þeirra ákvarðana sem við tökum spretti úr því sem kallað hefur verið krókódílaheilinn, það er sá forni hluti heilans sem tekur ákvarðanir út frá tilfinningum og löngunum, en ekki endilega úr frá útreikningum og skynsemi. Og að einhverju leyti geti það skýrt að við séum sífellt að fást við afleiðingar ákvarðana okkar fremur en að taka nýjar ákvarðanir. </p> <p>Ég hlustaði af athygli á Tryggva og svo tók krókódílaheilinn í mér yfir þannig að ég fór og keypti mér hamborgara og kók og stóran bland í poka. Og svo hugsaði ég að nú væri ég að hækka einhvern reikning inn í framtíðina en það var bara þegar ég var búin að borða.</p> <p>En þá fór ég að hugsa. Er ekki ýmislegt svipað með hegðun okkar, hvort sem um er að ræða framtíðarheilbrigði okkar sjálfra eða framtíðarheilbrigði jarðarinnar? Við vitum að við þurfum að breyta lífstíl ef heilbrigðiskerfið á ekki að hrynja undan okkur; hreyfa okkur, borða öðruvísi, lifa öðruvísi. Við vitum líka að við þurfum að breyta lífstíl ef jörðin á ekki að hrynja undan okkur. Neyta minna og neyta öðruvísi, lifa betur. Við getum nefnilega litið á þetta sem tækifæri. Með því draga úr allri sóun, að framleiða ekki og neyta ekki þess sem við þurfum ekki, getum við dregið úr umhverfisáhrifum án þess að það þurfi að komi niður á lífsgæðum okkar. Ég þykist vita að eitt helsta verkefni margra hér inni á hverjum degi sé einmitt þetta að draga úr sóun – auka nýtingu, skilvirkni, hagræði og verðmætasköpun. Við þurfum að nálgast þessi mál með sama hætti.</p> <p>Mér fannst merkileg líkindi með lýðheilsunni og loftslagsheilsunni. Og áskorunin til okkar allra er hvernig við getum tekið saman skynsamlegu skrefin þannig að við náum okkar markmiðum og gerum lífið um leið betra fyrir okkur öll. En auðvitað felur það í sér áskorun fyrir atvinnulífið að framleiða ekki bara meira heldur betra – og horfa fremur til lengri tíma en skemmri. Það er í raun sama áskorun og blasir við okkur sem einstaklingum en við þurfum að sýna að við getum horft fram á veginn og hugsað til lengri tíma. Við getum tekið skynsamlegu ákvarðanirnar og þá erum við að gera rétt ekki aðeins fyrir framtíðina heldur líka okkur sjálf.</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Það er krefjandi að hugsa til framtíðar á sama tíma og við eigum fullt í fangi með verkefni dagsins í dag. Eftir áföll síðasta árs er staðan sú atvinnuleysi mælist nú 3,3% og hagkerfið hefur kólnað. Stjórnvöld hafa brugðist skynsamlega við. Seðlabankinn hefur lækkað vexti en enn skortir upp á þeirri vaxtalækkun sé miðlað í gegnum fjármálafyrirtækin. Það þarf hins vegar að tryggja að atvinnulífið geti fjárfest og geti sótt sér lánsfjármagn og þar hafa stjórnvöld lagt sitt af mörkum með lækkun sérstaks bankaskatts sem ætti að bæta stöðu bankanna. </p> <p>Ríkisstjórnin greiddi fyrir gerð lífskjarasamninganna með aðgerðum upp á 80 milljarða á gildistíma samninganna. Miklu skiptir að vel takist einnig til í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisins. Stöðugleiki á vinnumarkaði er hagsmunamál okkar allra og það er stefna núverandi stjórnvalda að tryggja félagslegan stöðugleika samhliða hinum efnahagslega og auka þannig velsæld alls almennings. Skuldir hafa verið greiddar hratt niður á undanförnum árum og er skuldahlutfall hins opinbera áætlað 28% árið 2020 og hefur lækkað hratt úr þeim 65% sem það var árið 2009. Við höfum þegar ákveðið að byggja fleiri hjúkrunarrými, Hús íslenskunnar og nýjan Landspítala og stóraukið fjárfestingar í samgöngum. En við þurfum að gera betur. </p> <p>Enn erum við rétt við sögulegt meðaltal í opinberri fjárfestingu og þörfin fyrir innspýtingu er brýn eins og hefur ítrekað komið fram í vetur þegar náttúruöflin hafa minnt illilega á sig. Við eigum að flýta fjárfestingum í raforkukerfinu og fjarskiptum og fjárfestingum í ofanflóðavörnum og tryggja þannig jöfn tækifæri og öryggi íbúa um land allt. Það er betri fjárfesting fyrir almenning að byggja upp innviði heldur en að geyma of mikið fé í bönkum – við þurfum að láta fjármagnið vinna fyrir fólkið í landinu. Þess vegna boðuðum við það í stjórnarsáttmála að dregið yrði úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum til að nýta í innviði í þágu almennings. Þið skuluð samt ekki örvænta, við stefnum áfram á að ríkið eigi að minnsta kosti einn banka.</p> <p>Lágir vextir ásamt hinu lága skuldahlutfalli sem ég nefndi hér áðan gera það að verkum að hið opinbera hefur mikil tækifæri til að fjármagna opinberar fjárfestingar einnig með lántöku. Við munum kynna nýja áætlun um aukna opinbera fjárfestingu í lok þessa mánaðar sem gerð verður nánari grein fyrir í fjármálaáætlun næstu fimm ára. Nú er rétti tíminn, bæði vegna þess að þörfin er enn mikil og aðstæður í efnahagslífi kalla á innkomu hins opinbera. </p> <p>En hinar áþreifanlegu fjárfestingar eru ekki einu fjárfestingarnar sem skipta máli. Til lengri tíma skiptir máli að efla þrótt samfélagsins til rannsókna, skapandi greina, nýsköpunar og þróunar. Stjórnvöld hafa kynnt framsækna nýsköpunarstefnu og nýjan nýsköpunarsjóð sem ber nafnið Kría. Endurgreiðslur til rannsókna og þróunar hafa verið hækkaðar og framlög á nemanda í háskólum landsins hafa hækkað. Það er brýnt að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hvíli á fjölbreyttum stoðum og þar mun nýsköpun og þekkingariðnaður skipta sköpum fyrir framtíð þessa samfélags. Ég tel að samhliða fjárfestingu í nýsköpun verðum við að efla grunnrannsóknir en úthlutunarhlutfall úr þeim sjóðum hefur farið lækkandi að undanförnu. Við eigum að líta á það sem heilbrigðismerki hve mikil ásókn er í rannsóknafé en það er óviðunandi hve mörg verðug verkefni hljóta ekki styrki á sviði mikilvægra grunnrannsókna. Að lokum vil ég nefna gamalt hugðarefni mitt, skapandi greinar. Vísbendingar eru um að sú fjárfesting sem við réðumst í árið 2012 þegar við forgangsröðuðum menntun og efldum sjóði á sviði lista og skapandi greina eftir hrun hafi m.a. skilað sér í auknum vexti í hugverkaiðnaði árin á eftir. Þetta eiga að vera forgangsmál í okkar atvinnustefnu til framtíðar. </p> Ágætu gestir. <p>Katrín Olga Jóhannesdóttir kveður nú sem formaður Viðskiptaráðs. Hún var kjörin formaður þess árið 2016, fyrst kvenna. Ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir einstaklega gott samstarf og hreinskilin og beinskeytt samskipti sem skipta svo sannarlega máli í sambúð stjórnvalda og viðskiptalífs. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum nýjungum, meðal annars þeim grænu áherslum sem við sjáum á Viðskiptaþingi í dag og hún hefur verið óþreytandi að ræða jafnréttismálin. Og ég sem ráðherra jafnréttismála ætla að ljúka minni ræðu í dag á að ræða jafnréttismál.</p> <p>Í ár eru liðin hundrað ár frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis að fullu til jafns við karla. Eins og þekkt er þá gerðu lög um kosningarétt kvenna, sem gengu í gildi árið 1915, upphaflega ráð fyrir aðlögunartímabili til fimmtán ára til að tryggja að ekki fengju allar konur kosningarétt á einu bretti. Á bak við þetta bjó hugsanlega ótti við að nýfengin réttindi gætu ef til vill stigið konum til höfuðs; þær myndu allar kjósa eins og jafnvel sameinast um að kjósa bara konur. Hugsanlega hefði margt í sögu 20. aldar þróast öðruvísi ef konur hefðu gert einmitt það fyrir heilli öld.</p> <p>Þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir ýmsum breytingum í átt til aukins jafnréttis í samfélaginu. Ný lög voru sett um þungunarrof sem undirstrikuðu sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Ég hef lagt fram tillögu um stórefldar forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og nú nýlega voru kynntar tillögur hóps á mínum vegum um vernd kynferðislegrar friðhelgi, einkum í sambandi við stafrænt kynferðisofbeldi.&nbsp; Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og lög um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði tóku gildi (mismununartilskipanir Evrópu) 2018 og á síðasta ári voru sett lög um kynrænt sjálfræði sem færir Ísland aftur í fremstu röð ríkja hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Með þessu má segja að jafnréttishugtakið hafi verið útvíkkað í íslenskri löggjöf, sem var löngu tímabært. Verkefni næstu ára er að útfæra nánar samspil þessara breyta og taka með skýrari hætti á margþættri mismunun. Við – stjórnvöld – tökum það alvarlega að fullu jafnrétti er enn ekki náð og þess vegna viljum við gera betur og róum að því öllum árum. </p> <p>En atvinnulífið þarf að gera betur. Þið hér inni þurfið að gera betur. </p> <p>Síðustu tölur um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja eru fyrir árið 2018. Þá voru konur 33,5% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 eða fleiri á launaskrá. Það er í fyrsta sinn sem það hlutfall mælist hærra en þriðjungur.</p> <p>Frábært! Eða hvað. Konur eru ekki þriðjungur þjóðarinnar er það? Heldur helmingur. Og ekki nóg með það, heldur eru lög í landinu sem segja að þetta hlutfall eigi ekki að fara niður fyrir 40% og þau lög voru sett árið 2012. Allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru karlar. Þetta er sérstaklega athyglivert í ljósi þess að það er margsannað að fjölbreytni í stjórnum og stjórnun fyrirtækja skilar sér í bættum rekstri og meiri hagnaði. Er þetta kannski eins og með kosningaréttinn – að ráðandi öfl vilja ekki gefa sín forréttindi of hratt eftir?</p> <p>Atvinnulífið, þið öll sem eruð hér inni, vitið að konur og karlar standa jafnfætis. Hvernig í ósköpunum réttlætið þið þá mannauðssóun sem felst í því að konur eru einungis þriðjungur stjórnarmanna. Hversu mikil verðmæti fara í súginn vegna þess að við nýtum ekki þekkingu, sköpunargáfu og áræði kvenna til jafns við karla? </p> <p>Nú hefur verið þingmannamál til meðferðar á Alþingi Íslendinga þar sem lagt er til að sett verði viðurlög við að brjóta kynjakvótalögin. Ég tel að Alþingi eigi að samþykkja þetta frumvarp – eða ef það þarf einhverja frekari skoðunar við – að fela ráðherra að flytja slíkt frumvarp. Og ég trúi ekki öðru en að atvinnulífið muni fagna því enda er það okkar vilji allra að fylgja lögum og ná jafnrétti. Ef löggjafinn þarf að skýra vilja sinn með því að setja slík viðurlög þá á hann að gera það. Auðvitað á það ekki að þurfa til. En ef það er það sem þarf þá segi ég: Gerum það þá, það er ekki hægt að bíða endalaust eftir að ná yfirlýstum markmiðum okkar um jafnrétti.</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Það er vel til fundið að ræða grænar áherslur á þessum fundi því framfarir í samfélaginu okkar hafa gjarnan eingöngu verið mældar út frá mælikvarðanum um verga þjóðarframleiðslu. En hann mælir ekki allt. Verg þjóðarframleiðsla er lítils virði ef hún byggist á ofnýtingu auðlinda eða mengun. Hún er lítils virði ef fólkinu líður illa og einungis sumir en ekki allir fá tækifæri til að finna kröftum sínum viðnám og leita hamingjunnar. Það er þetta mikilvægi jafnvægi manns og náttúru sem framtíðin okkar hvílir á og er ástæða þess að ríkisstjórnin réðst í gerð sérstakra hagsældarmælikvarða fyrir Ísland ásamt því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um þróun velsældarhagkerfa m.a. með Nýja-Sjálandi og Skotlandi. Þessi nálgun getur gefið okkur miklu betri og heildrænni mynd af því hvernig íslensku samfélagi vegnar. Viðskiptaþing eftir 20 ár mun vonandi ekki verða krísufundur þar sem hóstandi karlkyns viðskiptajöfrar ræða það hvað í ósköpunum þeir eigi til bragðs að taka þegar allt er komið í óefni heldur skulum við vona að það muni snúast um öll þau frábæru tækifæri sem við munum eiga ef við höfum vit og kjark til að taka réttu ákvarðanirnar núna.</p> <p>Góðir gestir, ég þakka fyrir mig. </p>
31. desember 2019Blá ör til hægriÁramótaávarp forsætisráðherra 2019<p>Góðir landsmenn</p> <p>Eins og mörg ykkar fylgdist ég með þáttum Hrafnhildar Gunnarsdóttur, Svona fólki, í Ríkissjónvarpinu í haust. Það var magnað að líta um öxl með Hrafnhildi og rifja upp sögu fordóma og útilokunar sem er nær okkur í tíma en þægilegt er að hugsa um. Sjá Samtökin 78 í árdaga með aðsetur í kjallaraherbergi, nánast í felum fyrir samfélagi sem viðurkenndi ekki rétt fólks til að vera það sjálft og elska á eigin forsendum. Og hrífandi að sjá fólk sem barðist fyrir réttindum sínum fara upp úr kjallaranum og út á götur með fána á lofti. </p> <p>Í þessum þáttum var rakin saga erfiðleika og hindrana, en líka sigra. Öðruvísi Íslandssaga um hvernig einsleitt samfélag lærði hægt og bítandi að fagna fjölbreytileikanum. Eflaust fannst sumum á sínum tíma þessi barátta ekki skipta aðra máli en þau sem koma fram í þáttunum og eins fannst eflaust einhverjum léttvægt þegar Ísland varð meðal fyrstu ríkja heims og á undan flestum stórveldum til að endurskilgreina hjónabandið. En öll mannréttindi reynast þegar betur er að gáð ekki varða einn eða fáa hópa heldur samfélagið allt. Einmitt þess vegna var ánægjulegt að sjá í ár tiltölulega breiðu samstöðu á Alþingi um lög um kynrænt sjálfræði, eitt skref fram á við í að tryggja réttindi okkar allra til að vera við sjálf. Við erum ein þjóð þótt ólík séum innbyrðis og öll eigum við að eiga okkar stað í samfélaginu.</p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Framan af einkenndist árið sem nú er á enda af spennu og ólgu á vinnumarkaði. Það var því ánægjulegt að í aprílbyrjun voru lífskjarasamningarnir undirritaðir á almennum vinnumarkaði en með undirritun sinni komu fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda sér saman um nýja nálgun í kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði. Hófstilltar launahækkanir ásamt tryggingu fyrir því að launafólki öðlist réttláta hlutdeild í mögulegum hagvexti var grunnstef hinna nýju kjarasamninga. Vonir stóðu til að vaxtastig tæki mið af samningunum og þá var sett fram skýr krafa um að félagslegur stöðugleiki yrði tryggður. Frá undirritun lífskjarasamninga hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað og eru nú sögulega lágir. </p> <p>Samhliða undirritun samninga gáfu stjórnvöld út skýra og efnismikla yfirlýsingu um margháttaðar umbótaaðgerðir til að efla velsæld og félagslegt réttlæti. Nú fyrir áramót samþykkti Alþingi ýmis frumvörp sem þjóna þessum markmiðum. Þeirra á meðal nýtt þriggja þrepa skattkerfi sem er réttlátara en fyrra kerfi og skilar mestum skattalækkunum til hinna tekjulægstu; hækkun barnabóta, uppbyggingu almennra íbúða og lengingu fæðingarorlofsins í heilt ár. Allt eru þetta framfaramál sem stuðla að aukinni velsæld fólksins í landinu. </p> <p>Áherslan á velsæld og félagslegan stöðugleika er ein meginundirstaða þess að hér megi ná sterkri hagstjórn. Einungis þegar stefna í vinnumarkaðsmálum, opinberum fjármálum og peningamálum vinnur saman er hægt að draga úr þeim miklu sveiflum sem íslensk efnahagsmál hafa einkennst af á lýðveldistímanum. Skarpar niðursveiflur hafa iðulega fylgt lokum hagvaxtarskeiða á Íslandi, niðursveiflur sem hafa komið illa niður á almenningi og atvinnulífi. En það er trú mín að með lífskjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda verði slíkri niðursveiflu afstýrt og í staðinn taki við nýtt tímabil velsældar sem skili sér með sem jöfnustum hætti til alls samfélagsins.&nbsp; </p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Samfélag okkar hefur tekið gagngerum breytingum á undanförnum árum og áratugum sem eiga vart sinn líka í sögu þjóðarinnar.&nbsp; Samfélag okkar ertæknivætt og við erum í sífelldum tengslum við umheiminn í eftir gagnvegum tækninnar. Um þessar mundir koma hingað árlega um tvær milljónir erlendra ferðalanga. 14% íbúa á Íslandi eru innflytjendur. Breytingar hafa alltaf í för með sér áskoranir en almennt hefur íslenskt samfélag á skömmum tíma orðið fjölbreyttara og víðsýnna en áður og um leið eigum við gömul og góð gildi sem skipta okkur máli. Sumum finnst klisja að tala um land, þjóð og tungu en ástæða þess að þessi þrenning varð margtuggin í munni fólks er að hún skiptir okkur máli. </p> <p>Við þurfum að vera meðvituð um að varðveita og efla þann samfélagslega kraft sem sprettur upp úr því að deila örlögum og eiga saman samfélag, óháð uppruna, bakgrunni og öðrum þáttum. Sá kraftur kemur í ljós þegar við tökumst á við erfiðleika á borð við óveðrið sem gekk yfir landið nú í desember. Ellefu þúsund manns og 7500 heimili og fyrirtæki voru án rafmagns þegar verst lét. Hross og skepnur féllu, foktjón varð verulegt og við misstum ungan mann norður í Sölvadal – slíkt tjón verður aldrei bætt. Veðurofsinn hefur sýnt og sannað að tryggja þarf innviði um land allt betur en nú er og hafa stjórnvöld þegar hafið vinnu við að skipuleggja þær umbætur. </p> <p>Mikilvægt er að varðveita og virkja þann kraft sem býr í samfélagi okkar og birtist til dæmis í þeim þúsundum sjálfboðaliða sem starfa í 94 björgunarsveitum um land allt, fólk sem er alltaf tilbúið að standa vaktina og bregðast við; leita og bjarga og hjálpa. Þessi kraftur birtist í frammistöðu allra þeirra sem sinntu erfiðum verkefnum fyrir hönd sinna stofnana og fyrirtækja, sjálfboðaliða sem tóku á móti fólki í fjöldahjálparstöðvum og fólks um allt Norðurland sem vitjaði nágranna sinna og myndaði þannig öryggisnet fyrir heil samfélög. Fyrir svona samfélag erum við þakklát og við eigum að fagna því að eiga slík verðmæti sem eru ekki sjálfgefin. Viljann til að standa saman og hjálpa náunganum og láta sig varða annað fólk en ekki aðeins sjálfan sig. Í þeim vilja er mikill auður.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Um allan heim hefur krafan um aðgerðir gegn loftslagsvánni orðið háværari í ár. Neyð hefur skapast víða um heim vegna veðurfarsöfga; það eru hitabylgjur, þurrkar, flóð og gróðureldar. Súrnun sjávar af völdum loftslagsbreytinga hefur neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins. Þetta eru alvarleg mál sem ógna tilveru okkar og möguleikum komandi kynslóða. En við getum tekist á við þetta og hér á Íslandi bæði getum við og eigum að leggja okkar lóð á vogarskálar. </p> <p>Nú þarf að láta verkin tala og það erum við að gera. Við erum að fjárfesta í orkuskiptum og kolefnisbindingu, í almenningssamgöngum og rafvæðingu hafna, við erum að leggja aukna áherslu á rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum og grænar ívilnanir og grænir skattar munu hraða þessari þróun í rétta átt.</p> <p>Í umhverfis- og loftslagsmálum hefur íslenskt atvinnulíf lagst á árar með stjórnvöldum og sýnt mikinn metnað á árinu, með eigin markmiðum um kolefnishlutleysi. Og síðan er það fólkið í landinu, ekki síst unga fólkið, sem vill snúa af braut vaxandi mengunar og kolefnisframleiðslu. Það er unga fólkið sem hefur brýnt stjórnmálamenn til dáða og við eigum að hlusta á skýrar raddir þess. </p> <p>Til að leysa slík verkefni er ekkert mikilvægara en von, bjartsýni og dugnaður til að árangur náist. Þar getur Ísland skipt máli með því að láta rödd sína heyrast um allan heim og það höfum við gert á þessu ári í samvinnu við aðrar þjóðir sem hafa lagt fram aðgerðaáætlanir í sínum málum. Við munum halda áfram á þeirri braut á nýju ári.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Ungt fólk þjáist í sífellt auknum mæli af kvíða og depurð samkvæmt nýlegum rannsóknum. Þegar ég ræði við þau um áskoranir samtímans nefna þau iðulega samfélagsmiðla og þann heim sem þar er að finna. Þau horfa á mig eins og ég sé alin upp í torfkofa þegar ég segi þeim að á unglingsárum mínum hafi internetið eiginlega eingöngu verið þekkt af afspurn. Enginn tölvupóstur, engir samfélagsmiðlar og engir farsímar. Þau flissa þegar ég segi þeim að heimasíminn hafi hringt eftir fyrsta skólaballið, pabbi hafi svarað og sagt unga manninum í símanum að tala hærra og skýrar. Og þetta var einungis fyrir rúmum aldarfjórðungi. Ekkert af mínu framhaldsskólalífi rataði á internetið, engar myndir af skólaböllum eða veikburða tilraunum okkar til að virðast fullorðin og töff. Unga fólkið okkar er hins vegar í beinni útsendingu þar sem samanburður við aðra er leiðarljósið. </p> <p>Þetta er breyttur heimur og við sem erum eldri höfum vart haft undan við að bregðast við enda sjálf álíka fíkin í símana okkar, samfélagsmiðla og að lesa smellbeitufréttir á netinu. Og tæknin breytir því hvernig við tölum saman, hvar við leitum frétta, hvernig við myndum okkur skoðanir og hvernig við skynjum annað fólk. </p> <p>Þó að aðgengi að upplýsingum sé mikið, eru þær misáreiðanlegar og til eru flókin algrím sem stýra okkur á netinu og halda fólki stundum í eigin samfélagskima sem það heldur að sé samfélagið allt. Einmitt þess vegna dofnar stöðugt skilningurinn á þeim sem kunna að hugsa öðruvísi. Þannig getur tæknin sundrað í stað þess að tengja og það er óneitanlega ögrun fyrir öll samfélög.</p> <p>&nbsp;</p> <p>En þrátt fyrir allt þetta þá sýnir tæknin hvað mannkynið getur og ef vel er á haldið getur hún hjálpað okkur að byggja betri heim. Á komandi ári munum við kynna aðgerðir til að íslenskt samfélag verði betur í stakk búið til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Þar þarf að horfa til menntakerfis, rannsókna, nýsköpunar, þróunar á vinnumarkaði en líka til mannréttinda og lýðræðis. Við þurfum að vera vakandi fyrir þeim samfélagslegu breytingum sem munu spretta af tækninni. Við sem hér búum erum einungis um 360 þúsund og megum ekki við því að hér myndist ólíkir samfélagskimar sem missa að lokum grundvöll allra samskipta. Við þurfum að taka höndum saman og tryggja að tæknin verði hluti af þeim grundvelli til framtíðar, að hún sameini frekar en sundri.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Ein af þeim verðmætum sem við verðum sérstaklega að hlúa að í þeim breytingum sem tæknin leiðir yfir okkur er íslensk tunga. Hraði þeirra breytinga og áhrif þeirra á málumhverfi okkar hefur komið mörgum í opna skjöldu. En þessari þróun er hægt að snúa við. Tæknin hefur ekki til þessa talað íslensku en stjórnvöld hafa nú forgangsraðað tungumálinu með stóraukinni fjárfestingu í tungutækni og stórauknum stuðningi við bókaútgáfu á íslensku. Að hugsa á íslensku og að eiga sameiginlega tungu eru óháð öllum tæknibreytingum einhver mestu verðmæti sem við sem þjóð eigum saman.<em> </em></p> <p>En það eru önnur verðmæti sem ekki eru heldur sjálfgefin. Landið okkar sjálft, ósnortin náttúra og jarðir um land allt; allt þetta krefst skýrrar framtíðarsýnar. Um leið og við þurfum að tryggja rafmagn og fjarskipti um land allt þurfum við að hafa skýra sýn á þá ósnortnu náttúru sem við ætlum okkur að eiga og vernda til framtíðar. Alþingi þarf að taka skýra afstöðu til laga og reglna sem gilda um jarðaviðskipti og eignarhald á landi sem fyrir okkur mörg er ein undirstaða fullveldis Íslands. </p> <p>Þá er löngu orðið tímabært að sett verði auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem festir í sessi með formlegum hætti þann rétt sem þjóðin hefur á auðlindum sínum. Hvað varðar þau fyrirtæki sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar þá munu stjórnvöld gera skýrari kröfur um gagnsæi og upplýsingagjöf þessara fyrirtækja og sú krafa er ófrávíkjanleg að farið sé að reglum í hvívetna, bæði hér heima og erlendis. Heiðarlegir viðskiptahættir munu þegar upp er staðið skila atvinnulífinu og samfélaginu bestum lífskjörum til langs tíma og eiga að vera sameiginlegt markmið okkar allra. </p> <p>Góðir landsmenn</p> <p>Verkefni líðandi árs hafa verið krefjandi en saman hefur okkur tekist að leysa úr þeim og ná sameiginlegri niðurstöðu í ýmsum flóknum úrlausnarefnum. Það er því full ástæða til bjartsýni þegar við horfum til nýs árs. Á komandi ári verða verkefnin ærin, eins og þau eru reyndar alltaf. Með bjartsýni og hugrekki munum við takast á við þau saman og halda áfram að gera íslenskt samfélag enn betra fyrir okkur öll. Góðir landsmenn, ég óska ykkur gleðilegs árs.</p> <p>&nbsp;</p>
31. desember 2019Blá ör til hægriÁr framfara og áskorana - Áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu<p>Krefjandi, viðburðaríkt, árangursríkt. Öll þessi orð koma mér í hug þegar árið 2019 er rifjað upp. Í apríl voru lífskjarasamningarnir undirritaðir á almennum vinnumarkaði en þeir mörkuðu ákveðin tímamót. Þeir eru umbótasamningar sem fólu annars vegar í sér nýja nálgun aðila vinnumarkaðarins á kjarasamninga og hins vegar ríkari aðkomu stjórnvalda en áður hefur tíðkast. </p> <p>Ríkisstjórnin gaf út veigamikla yfirlýsingu um aðgerðir og umbætur til að bæta lífskjör í landinu og studdi þannig við samningana. Í lok árs voru samþykkt ýmis lög á Alþingi á grundvelli yfirlýsingarinnar. Samþykkt var nýtt þriggja þrepa skattkerfi sem er réttlátara og skilar skattalækkun sem verður mest hjá tekjulægri hópum. Samhliða því hækka barnabætur og hafa þær þá hækkað um 27% frá árinu 2018. Alþingi samþykkti frumvarp um uppbyggingu almennra íbúða og á næsta ári styrkja stjórnvöld byggingu tvöfalt fleiri íbúða en áætlað var. Þá verður fæðingarorlof lengt í heilt ár, sem er risastórt framfaramál fyrir allt barnafólk á Íslandi. Frekari aðgerðir eru framundan, þ. á m. fyrstu skrefin til afnáms verðtryggingar og aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem er samfélagsleg meinsemd sem ekki getur liðist. </p> <p>Með lífskjarasamningunum er stigið mikilvægt skref til að peningastefna, ríkisfjármálastefna og vinnumarkaðsstefna vinni saman en frá undirritun hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað töluvert og eru nú 3%.</p> <h2>Samfélagsleg framfaramál</h2> <p>Komandi ár verður krefjandi á sviði efnahagsmála þó að góður árangur hafi náðst. Framundan er verk að vinna við að auka opinbera fjárfestingu og blása þannig byr í seglin án þess að missa tökin á hagstjórninni. Þá þurfa samningar við opinbera starfsmenn að takast. Undanfarin misseri hafa minnt á að hagstjórn snýst um að vera stöðugt á vaktinni og tryggja þetta viðkvæma samspil með stóru myndina í huga: Að efnahagslegur stöðugleiki þarf að fara saman við velsæld almennings og sjálfbæra nýtingu auðlinda án þess að gengið sé á umhverfisleg gæði til framtíðar.</p> <p>Samfélagsleg framfaramál hafa þó ekki verið bundin við úrlausnarefni á vinnumarkaði. Þannig hafa verið stigin stór skref á undanförnum tveimur árum til að draga úr kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en þar hefur sérstaklega verið forgangsraðað öryrkjum og öldruðum, fyrst hvað varðar tannlæknakostnað, og í kjölfarið komugjöld á heilsugæslustöðvar. Áform eru um að verja 3,5 milljörðum á komandi árum til að draga enn frekar úr sjúkrakostnaði fólks. Um leið hefur verið stóraukin þjónusta á sviði geðheilbrigðis innan heilsugæslunnar auk ýmissa annarra umbótamála á þessu sviði. </p> <p>Í sumar samþykkti Alþingi að draga úr skerðingum á greiðslur til örorkulífeyrisþega sem hefur verið baráttumál þeirra til margra ára. Það er fyrsta skrefið sem stigið hefur verið í þeim efnum í áratug. </p> <h2>Réttindabarátta skilar árangri</h2> <p>Þau réttindi sem við teljum sjálfsögð hafa sjaldnast fengist nema vegna mikillar baráttu. Sú barátta hefur skilað mikilvægum framförum á undanförnum tveimur árum. Tveir lagabálkar um jafna meðferð fólks tóku gildi í fyrra og nú á árinu samþykkti Alþingi lög um kynrænt sjálfræði sem marka tímamót fyrir þau sem vilja velja sér kyn og breyta kynskráningu sinni. Það var sérlega gleðilegt hve breið pólitísk samstaða var um málin á þingi. Á haustmánuðum rifjaðist hins vegar upp fyrir mörgum að svo hefur ekki alltaf verið þegar hinir afbragðs góðu þættir Hrafnhildar Gunnarsdóttur, <em>Svona fólk</em>, voru sýndir í Ríkissjónvarpinu. </p> <p>Framundan er vinna við endurskoðun jafnréttislaga og á þessu ári var&nbsp; mikilvægt skref stigið í jafnréttisátt þegar ný þungunarrofslöggjöf var samþykkt sem styrkir sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Þegar kemur að jafnrétti kynjanna er þó enn mikið verk óunnið, ekki síst á sviði kynbundins ofbeldis, sem fjallað var um á Metoo-ráðstefnu stjórnvalda í Hörpu í haust sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Markmið okkar á að vera að útrýma meinsemdinni sem kynbundið ofbeldi er, með skýrri stefnu og aðgerðum eigum við að sýna í verki að það er hægt.</p> <h2>Tími aðgerða er kominn</h2> <p>Í haust sótti ég loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í New York og var þar beðin að fjalla um aðgerðir Íslendinga í kolefnisbindingu. Þar höfum við ýmislegt fram að færa, hvort sem er í hefðbundnum aðgerðum á sviði landgræðslu, skógræktar og endurheimtar votlendis eða í nýsköpun á þessu sviði þar sem íslenskir aðilar hafa verið að þróa nýja tækni í kolefnisbindingu. </p> <p>Ísland stefnir að kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 en við verðum að sýna árangur strax í þeirri vegferð. Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding eru lykilatriði í aðgerðaáætlun stjórnvalda. Grænar ívilnanir og grænir skattar munu flýta fyrir orkuskiptum – en nú um áramótin taka gildi nýjar ívilnanir gagnvart rafhjólum og reiðhjólum – og eins mikil fjárfesting í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, í gegnum borgarlínuverkefnið. Með verkefnum í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis sem eru þegar farin af stað munum við binda 50% meira kolefni árlega árið 2030 en við gerum núna. Stjórnvöld og atvinnulíf tóku höndum saman um stofnun Grænvangs, samráðsvettvangs um aðgerðir á sviði loftslagsmála og þegar opinberir styrkir til uppsetningar hraðhleðslustöðva um landið allt voru kynntir tók atvinnulífið rækilega við sér en alls má gera ráð fyrir um hálfum milljarði í fjárfestingu í hleðslustöðvum á komandi ári. Ákveðið var að forgangsraða fjármunum í nýrri markáætlun í rannsóknir á loftslagsmálum og sett var ný löggjöf um loftslagsmál.</p> <p>Við munum ekki ná árangri í&nbsp; baráttunni gegn hamfarahlýnun nema við tryggjum um leið velsæld fólks og blómlegt og sjálfbært efnahagslíf. Það er krefjandi úrlausnarefni en um leið eigum við alla möguleika á að ná góðum árangri. Á árinu sem var að líða voru fimmtíu ár liðin síðan menn lentu á tunglinu. Ef mannkynið gat leyst úr því viðfangsefni þá munum við líka geta tekist á við loftslagsvána. Þar munum við hlusta á skýra leiðsögn vísindanna sem hafa lagt staðreyndir á borðið en einnig tillögur um aðgerðir.</p> <h2>Samheldni til framtíðar</h2> <p>Við sem hér búum ættum að vita það manna best hve miklu veður og umhverfi skipta okkur öll. Óveðrið sem gekk yfir landið í desember var okkur áminning um það hve háð við erum náttúruöflunum og það tjón sem aldrei verður bætt er sá mannskaði sem varð í veðrinu norður í Sölvadal. </p> <p>Vegir lokuðust og samgöngur stöðvuðust, foktjón varð verulegt og íbúar á Norðurlandi máttu þola umfangsmesta rafmagnsleysi síðari tíma. Það minnti okkur líka á að líf okkar allt er orðið mun háðara rafmagni en áður. Fjarskipti eru háð rafmagni, fjós eru háð rafmagni og svo mætti lengi telja. Ríkisstjórnin ákvað því að setja á laggirnar átakshóp sem vinnur nú hratt að því að skila tillögum til stjórnvalda um forgangsröðun aðgerða og breytt skipulag til að tryggja betur þá innviði sem við þurfum á að halda um land allt. </p> <p>En slíkt veður minnir okkur líka á það sem við eigum hér á Íslandi. Þann kraft sem býr í samfélaginu og birtist í fólkinu sem tekst á við áföll og áskoranir, birtist í þeim 94 björgunarsveitum sem starfa um land allt, mannaðar þúsundum sjálfboðaliða, sem alltaf eru reiðubúnir til að standa vaktina og leggja sjálfa sig í hættu við að bjarga fólki og veraldlegum eigum. Þessi samfélagslegi kraftur eru mestu verðmæti nokkurs samfélags og birtist í samheldninni og samstöðunni á erfiðum tímum. Við erum á slíkum stundum ein þjóð í einu landi, óháð öllu öðru sem skilur okkur að. Fyrir það getum við verið þakklát þegar við horfum fram á veg og höldum á vit nýrra verkefna og nýrra áskorana.</p> <p>Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs árs.</p>
29. október 2019Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Norðurlandaráðsþingi 2019Herra forseti, kæru þingmenn í Norðurlandaráði. <br /> <br /> Takk fyrir að setja á dagskrá spurninguna um hlutverk grasrótarhreyfinga, stjórnmálaflokka og frjálsra félagasamtaka í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – hvernig við tökumst á við mikilvægasta verkefni samtímans, loftslagsvána með leikreglum lýðræðisins.<br /> <br /> Það er ekki síst vegna baráttu grasrótarhreyfinga, ungmennanna sem hafa staðið vaktina í loftslagsverkföllum, umhverfisverndarsamtaka og vísindamanna, að loftslagsmálin eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna. Sá árangur sýnir okkur að lýðræðisleg umræða skilar árangri. <br /> <br /> Á sama tíma hafa þeir sem afneita loftslagsbreytingum líka fengið meira rými í umræðunni. Slíkt er eðli lýðræðisins – andstæð sjónarmið takast á. Það leggur enn meiri ábyrgð á herðar þeirra stjórnmálamanna sem vilja fylgja vísindum og byggja ákvarðanir á rannsóknum og gögnum. Þó að þar ljósti oft saman ólíkum skoðunum þá fást bestu niðurstöðurnar með lýðræðislegum hætti vegna þess að það er besta stjórnarform sem við eigum. <br /> <br /> Willy Brandt sagði á sínum tíma „við þurfum að þora meira lýðræði“ (e. mehr Demokratie wagen“). Þar átti hann ekki síst við samtal stjórnvalda við frjáls félagasamtök og hagsmunahópa. Lýðræði felst líka í því að hlusta og setja sig inn í sjónarmið þeirra sem eru manni ósammála. <br /> <br /> Vestræn samfélög standa frammi fyrir grundvallarumbreytingu. Til að ná henni fram þarf að breyta efnahagslegum og samfélagslegum stjórntækjum. Það þarf að skapa hvata og breyta skattlagningu þannig að hún þjóni markmiðum í loftslagsmálum. Það þarf að tryggja að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Það þarf að vinna gegn sóun með þeim stjórntækjum sem við eigum og tryggja að hagkerfið ýti undir eðlilega hringrás. <br /> <br /> Á sama tíma þurfa aðgerðir okkar gegn loftslagsvánni að vera réttlátar. Við þurfum að huga að velsæld fólksins á sama tíma og við drögum úr losun. Góðu fréttirnar eru að þetta tvennt fer saman. <br /> <br /> Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að lengja fæðingarorlof og auka þannig lífsgæði barnafólks mun vafalítið draga úr skutli bæjarenda á milli sem dregur úr losun og eykur dýrmætan samverutíma. Það sama má segja um ákvörðun stjórnvalda um að lækka álögur á rafhjól. Ákvörðun sem getur dregið úr losun og bætt loftgæði og einnig bætt heilsu þeirra sem velja þennan ferðamáta.<br /> <br /> Fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hjálpar okkur að finna nýjar leiðir til að takast á við loftslagsvána, draga úr losun og auka viðnámsþrótt samfélaganna til að takast á við óumflýjanlegar breytingar. Um leið eflum við samkeppnishæfni okkar. <br /> <br /> Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn þurfa að sýna í verki að við erum reiðubúin að takast á við áskorunina um sjálfbært samfélag. Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu. <br /> <br /> Um leið þurfa stjórnmálin að vera meðvituð um að ábyrgðin á loftslagsaðgerðum verður ekki eingöngu lögð á herðar einstaklinganna. <br /> <br /> Tuttugu jarðefnaeldsneytisframleiðendur bera samanlagða ábyrgð á rúmlega þriðjungi alls útblásturs í heiminum. Tólf þeirra eru í ríkiseigu. Stórfyrirtækin verða að axla ábyrgð á sínum hlut í losun gróðurhúsalofttegunda. <br /> <br /> Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfa að tryggja að stórfyrirtækin axli þá ábyrgð sem þau bera – rétt eins og stjórnvöld þurfa að axla sína ábyrgð. Þá er hægt að tala um ábyrgð almennings. <br /> <br /> Kæru vinir, <br /> <br /> Ísland hefur í ár gegnt formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. <br /> Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega. <br /> <br /> Í sumar ákváðum við að setja Norrænu ráðherranefndinni nýja framtíðarsýn; sum Norðurlöndin sem sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030. <br /> <br /> Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora. <br /> Ég hlakka til umræðunnar hér á eftir.
17. október 2019Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins<p>Kæru gestir<br /> <br /> Sátt er þemað á þessum hátíðarfundi Samtaka atvinnulífsins. Og víst er það svo að sátt er fallegt hugtak. Felur í sér jafnvægi og frið. Sátt er staða þar sem allir aðilar upplifa gagnkvæman skilning og virðingu. Sátt felur í sér traust milli fólks.</p> <p>Það stefndi ekki í mikla sátt á íslenskum vinnumarkaði í upphafi þessa árs. Það var því sérstaklega ánægjulegt að einhvers konar sátt skyldi nást á vormánuðum þessa árs við undirritun lífskjarasamninga. Þar með var vinnunni þó ekki lokið því sáttin er að sjálfsögðu ekki varanleg í þeim skilningi orðsins. Fyrir henni þurfti að vinna hörðum höndum og til þess að hún haldi þarf að vinna enn harðar.</p> <p>Ég ætla að nota tækifæri mitt hér í dag til að ræða sáttina, sáttina sem á að vera markmið okkar allra á íslenskum vinnumarkaði. Og líka, hvað þarf til að tryggja sátt í samfélaginu öllu á tímum þar sem deilur og sundrung virðast einkenna vestræn samfélög í æ meira mæli. Og í því samhengi hlýt ég að spyrja: Hvert ætlar Ísland að stefna? <br /> <br /> Á Íslandi höfum við lengi talað um nauðsyn þess að breyta ferlinu við kjarasamningagerð. Það má segja að við höfum verið eftirbátar hinna Norðurlandanna í þessum efnum og að kjarasamningsgerð á Íslandi hafi verið lausari í reipunum. Í litlu og sveiflukenndu hagkerfi – sem reiðir sig meðal annars á viðkvæmar útflutningsgreinar tengdar náttúruauðlindum – er sérstaklega mikilvægt að nálgast kjarasamningsgerð með heildstæðum hætti. Of oft hafa kjarabætur launafólks verið étnar upp nánast um leið og þær nást fram. Þótt ólíkir aðilar vinnumarkaðarins, sem og stjórnvöld, kunni að hafa mismunandi skýringar á þessu, þá hefur skapast samstaða um það markmið að kjarabætur skili sér með raunverulegum hætti til launafólks.</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins á Íslandi óskuðu eftir skýrslu frá Steinari Holden, prófessor við Oslóarháskóla fyrir nokkrum árum. Í skýrslu Holden var lagt til að tekið yrði upp samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í skýrslunni kom fram að grunnforsendur þess að þetta líkan gæti gengið upp væri sameiginlegur skilningur aðila vinnumarkaðarins á mikilvægustu úrlausnarefnunum. Launahækkanir þurfa að byggja á trausti milli aðila á vinnumarkaði um að allir aðilar haldi sinn hluta samkomulagsins og sæmileg sátt þarf að ríkja um að niðurstaðan sé skynsamleg og réttlát. Efnahagsstefna stjórnvalda og ákvarðanir stjórnenda geta haft rík áhrif á þetta. Ef efnahagsstefnan er óréttlát eða ef stjórnendur skila auknum hagnaði sífellt í vasa fárra, þá molnar hratt undan samstöðunni og sáttinni. Þá hverfur traustið.<br /> <br /> Þegar mín ríkisstjórn tók við í lok árs 2017 lagði ég mikla áherslu á að halda reglulega fundi í Ráðherrabústaðnum með aðilum vinnumarkaðarins. Mörgum og jafnvel öllum þóttu þessir fundir lítið skemmtiefni en þeir voru eigi að síður til mikils gagns. Það sem ég lærði á þeim var að hlusta og reyna að skilja ólík sjónarmið aðilanna við borðið. Ég skildi það innra með mér að vinna við nýtt samningalíkan er langhlaup og verður ekki tekið upp á einum degi. Um leið var ég áfram sannfærð um að ábyrgðin á stöðugleikanum margnefnda yrði aldrei lögð á herðar láglaunafólks. Atvinnurekendur og forsvarsmenn stjórnvalda yrðu að leggja sitt af mörkum varðandi launaþróun og uppbyggingu félagslegs stöðugleika.<br /> <br /> Sáttin verður nefnilega aldrei til staðar nema fólk sé reiðubúið að tala saman, hlusta og reyna að skilja. Sátt milli ólíkra aðila verður aldrei bara á forsendum annars og ekki hins. <br /> <br /> Fyrir utan lífskjarasamningana sjálfa höfum við tekið tvö skref hvað varðar fyrirkomulag kjarasamninga sem ég vona að auki skilning og traust á milli aðila vinnumarkaðarins. Annars vegar stofnun Kjaratölfræðinefndar sem mun sjá um tölfræðilegar undirstöður launamyndunar. Hins vegar stofnun Þjóðhagsráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, en þar geta ríkisstjórnin og Seðlabankinn fjallað skipulega um félagslegan stöðugleika og efnahagslegar undirstöður launamyndunar í beinu samtali við forsvarsfólk verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Með þessu tvennu eigum við að geta tryggt eins og kostur er að samningaviðræður byggist á tiltölulega óumdeildum upplýsingum.<br /> <br /> Jafnframt stendur fyrir dyrum gerð grænbókar um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála og verður hún unnin í samstarfi stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Með þessu er vonast til að ná fram sem víðtækastri sátt um fyrirkomulag kjarasamningagerðar og aðkomu stjórnvalda að þeim. <br /> <br /> Með því að tryggja sátt um þær upplýsingar sem kjaraviðræður byggjast á, sem og ferlið sjálft, er töluverðum áfanga náð. Þá þarf ekki að eyða tíma í að deila um forsendur og aðferðafræði, og þannig skapast aukið svigrúm til að vinna að hinu eiginlega úrlausnarefni, sjálfum samningunum.<br /> <br /> Hefðbundin hagstjórn byggist á samspili þriggja þátta; ríkisfjármála, vinnumarkaðar og peningastefnu. Markmiðið er ekki einungis að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lykilatriði er að hagstjórnin styðji við félagslegan stöðugleika, að aukin ríkisútgjöld styðji við aukna velsæld og unnið sé að samfélagslegum umbótum, samhliða umbótum á sviði efnahagsmála. Með þetta markmið munu stjórnvöld nú kynna nýja mælikvarða við gerð næstu fjármálaáætlunar sem byggjast á fjölbreyttari sjónarmiðum en áður og er ætlað að tryggja að stjórn ríkisfjármála tryggi um leið aukna velsæld, umhverfisvernd og hagsæld. Landsframleiðsla verður áfram mælikvarði en ekki sá eini – enda svo ótalmargt annað sem skiptir máli fyrir lífsgæði fólksins í landinu.<br /> <br /> Hins vegar er það svo að við þurfum að bregðast við kólnandi hagkerfi og áföllum í flugrekstri, loðnubresti og fleiri þáttum sem hafa slíkt áhrif. Þess vegna leggur ríkisstjórnin til að auka opinbera fjárfestingu til að vinna gegn slaka í hagkerfinu. Framlög til opinberrar fjárfestingar í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru um 80 milljarðar kr. og þau hafa aukist að raungildi um 27 milljarða kr. á ársgrundvelli frá árinu 2017. Þetta er rétti tíminn til að ráðast í opinbera fjárfestingu þegar kemur að hagstjórninni en ekki síður vegna þess að við erum með verulega uppsafnaða þörf þegar kemur að fjárfestingum hins opinbera. Nægir þar að nefna samgöngumálin en líka mikilvæga innviði á borð við nýjan Landspítala.<br /> <br /> Góðir fundargestir,<br /> <br /> Í aðdraganda kjarasamninga á almennum markaði nú í vor tóku stjórnvöld sér stærra hlutverk en þau hafa alla jafna gert í íslensku samhengi. Almennt hafa stjórnvöld haldið sig til hlés þar til á lokametrunum en að þessu sinni komu stjórnvöld að borðinu á upphafsmetrunum með skýr skilaboð um að þau myndu gera sitt til að greiða fyrir að samningar næðust. Þetta var mikilvægt til að tryggja að samningarnir tækju með heildstæðum hætti á kjörum launafólks. Skilaboð stjórnvalda í samningalotunni voru að það væri enginn efnahagslegur stöðugleiki án félagslegs stöðugleika og að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að taka höndum saman til að ná báðum markmiðum. Meðal þess sem stjórnvöld skuldbundu sig til var: </p> <ul> <li>að gera breytingar á skattkerfinu til að stuðla að jöfnuði og auka ráðstöfunartekjur tekjulágra;</li> <li>aðgerðir í húsnæðismálum einkum til að halda áfram uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis, auðvelda ungu fólki og tekjulágum fyrstu kaup og til að tryggja nýbyggingar;</li> <li>lenging fæðingarorlofs, hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og hækkun barnabóta; og</li> <li>aðgerðir gegn kennitöluflakki, mansali og nauðungarvinnu.</li> </ul> <p>Lífskjarasamningar miða sérstaklega að því að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa. Þeir opna á styttingu vinnuvikunnar og eiga að auðvelda fólki samræmingu vinnu og einkalífs. Allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð sem er í takt við stefnumótun stjórnvalda um að ekki beri einungis að hugsa um efnahagslega þætti heldur skipti líka máli að ráðast í aðgerðir til að vernda umhverfi og styrkja félagslega innviði til að auka almennt lífsgæði fólks.<br /> <br /> Lífskjarasamningarnir eru vissulega gott dæmi um að það er vissulega hægt að skapa aukna sátt í samfélaginu. En þar með er leiknum ekki lokið það má ekki missa augun af boltanum. Bæði ríkisvald og atvinnurekendur verða að sameinast um að hleypa ekki aftur af stað ofurlaunaþróun sem við þekkjum frá fyrri tíð. Bæði ríkisvald og atvinnurekendur verða að standa saman um að stuðla að auknum jöfnuði enda er það ekki aðeins réttlætismál heldur sýnir sig að jöfnuður eflir hagsæld og efnahagslega velgengni.<br /> <br /> Annað gott dæmi um samstarf er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um grænar lausnir. Þar hefur atvinnulífið brugðist við áskorun stjórnvalda vegna loftslagsvárinnar – og fjárfestir í auknum mæli í grænum lausnum, orkuskiptum og kolefnisbindingu. Það er jákvætt að finna áhuga atvinnulífsins og ég veit að hann á eftir að reynast lykilatriði í þeim árangri sem við eigum eftir að ná í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Þar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum, stór og smá.<br /> <br /> En þó að um margt stefnum við í rétta átt í samtali stjórnvalda og atvinnulífs eru sumir hlutir sem mjakast ótrúlega hægt. Ég spurði á ársþingi Viðskiptaráðs fyrr á þessu ári hvar allir innflytjendurnir væru. Þeir voru nefnilega ekki margir í salnum. Við erum sem samfélag ekki að veita þeim sem hingað flytjast sömu tækifæri og þeim sem eiga hér rætur í margar kynslóðir. Í skólunum okkar eykst bilið á milli innflytjenda og innfæddra og atvinnulífið, bæði einkageirinn og hið opinbera, veitir innflytjendum ekki sömu tækifæri ef marka má hlut þeirra í hópi stjórnenda eða millistjórnenda. Á sama tíma og þau missa af tækifærinu til að láta drauma sína rætast missir íslenskt samfélag af sköpunargáfu og styrkleikum þeirra, tækifærinu sem felst í því að allir fái að blómstra, auka þekkingu sína og auka þannig verðmætasköpun í landinu, okkur öllum til hagsbóta. Ekki er hægt að skapa sátt þar sem tækifærum er misskipt.<br /> <br /> Þá er ekki hægt annað en að taka eftir því hve margar myndir í nýrri bók um sögu Samtaka atvinnulífsins eru af körlum. Þó er einungis um sögu síðustu tuttugu ára að ræða – eða frá árinu 1999 þegar ég var 23 ára. Í lokin er yfirlit yfir alla karlana sem hafa verið formenn og framkvæmdastjórar SA. Ég segi ykkur það, sem móðir þriggja drengja og umkringd körlum alla daga, að karlmenn eru frábærir. En þeir eru samt ekki svona miklu frábærari en konur. Samkvæmt nýjustu fréttum eru heilar átta konur eru meðal hundrað launahæstu forstjóra íslenskra fyrirtækja. Engin viðurlög eru við því að brjóta lög um jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Við erum enn með óskýrðan kynbundinn launamun. Samt erum við búin að breyta kerfinu okkar. Breyta fæðingarorlofinu, tryggja leikskóla fyrir okkur öll, vinna að þeim nauðsynlegu kerfisbreytingum sem þarf til að tryggja jöfn tækifæri fyrir karla og konur. Ég er ekki í þeirri stöðu sem ég er núna vegna þess að ég sé eitthvað einstök. Ég er þar vegna þess að ég gat deilt fæðingarorlofi með manni mínum og sett drengina á frábæra leikskóla. Og einhvern veginn tekst okkur að hafa ríkisstjórn með tiltölulega jöfnum kynjahlutföllum. En það tekst ekki í einkageiranum. Sátt næst aldrei nema með öll kyn við borðið. Sátt næst ekki nema við höfum öll í raun og veru jöfn tækifæri til að elta drauma okkar.<br /> <br /> Ágætu fundargestir. <br /> <br /> Ég hef tröllatrú á leikreglum lýðræðisins. Ég hef trú á samtali, stjórnmálaflokkum og fólki sem í gegnum sitt lýðræðislega umboð vinnur að aukinni sátt, er reiðubúið að gera málamiðlanir og mjaka þannig samfélaginu áfram í framfaraátt. Ég sé líka að víða í kringum okkur er þessum leikreglum ógnað. Það er vaxandi áhugi á sterkum leiðtogum sem ekki endilega fylgja reglunum og þrífast best í upplausnarástandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Bretlandi. Og þegar stjórnmálin loga í deilum og niðurrifi gleymast stóru og mikilvægu áskoranirnar, eins og loftslagsváin og tæknibreytingarnar sem smám saman eru að breyta allri tilveru okkar; vinnumarkaði, samfélagi og okkur sjálfum. Hér á landi höfum við átt því láni að fagna að undanförnu að við höfum verið að taka framfaraskref, hvort sem er í samskiptum á vinnumarkaði, samstarfi um loftslagsmál eða samstarfi innan stjórnmálanna. Við eigum hins vegar mörg verk eftir óunnin. Gleymum því aldrei að sáttin byggist alltaf á því að við veitum öllum jöfn tækifæri, tryggjum félagslegt réttlæti samhliða blómlegu efnahagslífi og að við göngum ekki á umhverfisleg gæði heldur tryggjum jafnvægi í sambúð manns og náttúru. <br /> <br /> Kæru fundargestir. Til hamingju með afmælið. Stefnum saman að aukinni sátt.</p> <br />
10. október 2019Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á alþjóðaþingi Hringborðs norðurslóða 2019Chairman of the Arctic Circle, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, former President of Iceland,<br /> <br /> Excellencies, distinguished guests,<br /> <br /> It is an honour to be here with you today.<br /> <br /> The Arctic Circle Assembly has become a vital forum for a joint reflection on the state of the Arctic. This is a venue for constructive dialogue between the diverse actors that shape the region.<br /> <br /> Iceland has consistently called for a peaceful and cooperative regime in the Arctic. Increased geopolitical tensions in the region is a deplorable development and highlights the fact that there is no specific Arctic forum to deal with hard security, territorial disputes or the exploitation of natural resources. It is our collective responsibility to ensure peace and stability in the North Atlantic and the Arctic, preventing the area from falling prey to misguided geopolitical wrestling.<br /> <br /> Throughout this year’s chairmanship of the Arctic Council, Iceland has worked towards strengthening it as the main intergovernmental forum on Arctic affairs. We have put focus on green solutions in the area, people and communities of the Arctic, and the Arctic marine environment.<br /> <br /> IPCC’s latest report on the ocean and the cryosphere reveals that climate change is progressing even faster than previously anticipated. The report highlights the challenges of rising sea temperatures and the melting of ice, both of which have severe consequences for the Arctic.<br /> <br /> The oceans absorb around a quarter of carbon emissions and soak up 90% of excess heat. Sea ice is receding – rapidly here in the north. Ecosystems move towards the poles with warming trends, affecting fisheries and livelihoods. With over 2 degrees of global warming, the Arctic as we know it will change beyond recognition.<br /> <br /> Simultaneously, ocean acidification is a real and serious threat to marine life, rendering coastal communities, including Iceland, extremely vulnerable. Cold polar waters acidify more quickly and some of the most rapid trends in the world have been measured north of Iceland. Acidification will not be halted without significantly curbing carbon emissions. There is no alternative solution.<br /> <br /> A couple of months ago, I joined an international group of artists and scientists – along with Mary Robinson, former President of Ireland and fierce campaigner for climate justice – to bid farewell to now the former glacier, Ok. The ice field that covered the mountain in 1900 has now been replaced by a crater lake. It is certainly beautiful, but that beauty quickly fades in the eyes of anyone who knows what was there before and why it is no longer there.<br /> <br /> Glaciers are melting across the world, contributing enormously to rising sea levels and disrupting natural systems. Himalayan glaciers help regulate the water supply of a quarter of humankind, to take one example. The melting of ice sheets in Greenland and Antarctica would result in dozens of feet of sea-level rise. Scientists cannot pinpoint at what level the melting of Greenland or the West Antarctica ice sheets becomes irreversible. But it will become irreversible, unless we do something about it.<br /> <br /> The fact that the Arctic is warming at a rate of almost twice the global average should be alarming to all of us. Many of us here will live to see ice-free summers in the Arctic Ocean. Nature, ecosystems and communities will be transformed. And we cannot convene at the Arctic Circle without taking notice.<br /> <br /> I applaud the leadership of Mayors and elected leaders from northern local governments that earlier today founded the Arctic Mayors’ Forum. The Forum will offer a platform for Arctic local communities to be formally involved in policy decision making regarding the area. I also hope that the mayoral collaboration contributes to peace and stability in the Arctic. That should be in the shared interest of all stakeholders.<br /> <br /> Ladies and gentlemen,<br /> <br /> Young people have been demonstrating for months on end. Their movement is based on the findings and guidance of science, which should be an encouragement to all of us. We should listen carefully to the many groups of young people who skip school to strike for the climate, to the people who gather outside our Parliaments week after week, month after month. The politics need to take responsibility. The politics need to create sustainable societies. And we need to be aware that the wealthy countries have contributed the most to climate change, but tend to be most immune to its effects. 100 companies are supposed to have been the source of more than 70% of the world’s greenhouse gas emissions since the late 1980s. Furthermore, as recently revealed, 20 fossil fuel companies can be directly linked to more than one-third of all greenhouse gas emission in the modern world. Twelve of these companies are state-owned.<br /> <br /> The world's largest companies need to take responsibility. Individualised policies to halt climate change – individuals trying to eat less red meat, use the bicycle or choose an electric vehicle – are important, but not sufficient against a problem facing humanity as a whole.<br /> <br /> It is our task to change that. We need to build green wellbeing economies that work for the health of the planet and the long-term well-being of all people, as well as future generations.<br /> <br /> Last month I addressed the Climate Action Summit, convened by the UN Secretary-General, António Guterres. The summit built a momentum, most notably on carbon neutrality and nature-based solutions. It also triggered significant new commitments. Climate change will only be confronted with robust action and generous international collaboration.<br /> <br /> My government has adopted fully-funded action plan on climate change, aiming at carbon neutrality in Iceland by 2040. The national government and the municipalities in the greater Reykjavík area have agreed on a transport infrastructure investment plan of an unprecedented scale, aimed at lowering the carbon footprint of ground transport in the Capital area. Also the government is heading for energy shift in the whole transport system in Iceland. We have also scaled up investment in Nature-based solutions aimed at restoring soil, forest and wetland ecosystems and to enhance their carbon storage capacity. The government has also initiated a joint platform of cooperation with the private sector on Climate change and green solutions.<br /> <br /> The Nordic Prime Ministers have agreed on a Declaration on Nordic Climate Neutrality, paving the way for further international commitment to halt climate change. We took that pledge forward in our meeting here in Iceland last August, jointly with the German Chancellor Angela Merkel. Our August meeting also saw a collaboration with Nordic CEOs, who pledged concerted action to tackle climate change.<br /> <br /> This is to remind us that while governments and international organisations play a vital part in halting climate change, businesses need to step up as well. <br /> <br /> Dear guests,<br /> <br /> This room is full of hope and concerns for the future of the Arctic. We represent different interests, different politics, different ideas. But we should all be united in the will to protect the Arctic and provide a sustainable future for the local populations in the area, as well as for our ecosystems. The task is massive, but the solutions exist, it is ours to get the job done. And we need to inspire hope. Because hope is needed.<br /> <br /> I wish you good and constructive conversations in the coming days.<br /> <br /> Thank you.
23. september 2019Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna<p>Við erum saman komin hér í dag af brýnni nauðsyn. Við velkjumst ekki í neinum vafa um það lengur að við stöndum frammi fyrir neyðarástandi á jörðinni og þess vegna erum við saman komin til að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni.</p> <p>Við þurfum að bregðast við <strong>núna</strong> ef við ætlum að tryggja komandi kynslóðum bjarta framtíð. Ef okkur tekst ekki að snúa blaðinu við og tryggja að aðgerðir okkar skili árangri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda munum við sjá jökla bráðna, kóralrif deyja og regnskóga hverfa. Það eru engar ýkjur að segja að loftslagsváin sé ógn við siðmenninguna.</p> <p>Auðvitað getur slík umræða valdið ótta. Og ótti leiðir ekki alltaf til góðra ákvarðana. Þess vegna þurfum við von. Því þó að ógnin sé raunveruleg þá eru lausnirnar það líka.</p> <p>Verður erfitt að komast hjá hamförum? Já. Verður það dýrt? Já. En aðgerðir sem byggjast á skynsemi og vísindum geta haldið kostnaði við aðgerðir gegn loftslagsvánni niðri ásamt því að hafa í för með sér margs konar ávinning fyrir samfélag og efnahag.</p> <p>Raforka og húshitun á Íslandi byggist alfarið á endurnýjanlegum orkugjöfum. Var sú umbreyting umfangsmikið verkefni? Já. Kostaði hún fjármuni ? Að sjálfsögðu. En við hefðum líklega ekki getað tekið betri ákvörðun fyrir bæði samfélag og efnahag. Ég er sannfærð um að orkuskipti í samgöngum muni skipta sköpum í baráttunni við loftslagsvána og einnig koma samfélaginu okkar til góða. <br /> <br /> Á Íslandi eru 95% þess skóglendis sem þakti landið við landnám horfin og sama á við um helming jarðvegarins. En við erum að snúa vörn í sókn. Eyjan okkar er að verða grænni. Ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör nýjum verkefnum á þessu ári sem ætlað er að græða landið og binda kolefni úr andrúmsloftinu. Samtímis notum við nýjar tæknilausnir til að dæla koltvísýringi niður í jörðina og umbreytum honum í stein. Lausnirnar eru því til staðar. Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040.<br /> <br /> Á heimsvísu þurfum við að gera meira til að græða land, planta trjám og berjast gegn eyðimerkurmyndun. Það þarf að kosta að nota kolefni. Það þarf að hætta að nota skattfé til að niðurgreiða kola- og olíuvinnslu. Það þarf að efla möguleika almennings á að velja græna valkosti og auka grænar fjárfestingar. Við þurfum að styrkja Græna loftslagssjóðinn og þess vegna hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að tvöfalda framlag sitt til hans. <br /> <br /> Kæru gestir,</p> <p>Í síðasta mánuði tók ég þátt í kveðjuathöfn fyrir jökulinn Ok sem nú er horfinn. Margir jöklar eiga eftir að fara sömu leið og Ok.</p> <p>Skilaboðin frá hverfandi jöklum eru alvarleg viðvörun. En þau mega ekki vekja örvæntingu. Við vitum að mennirnir geta farið til tunglsins ef þeir vilja. Ef mennirnir vilja bjarga jörðinni geta þeir það. En til þess þurfum við von, samvinnu, græna tækni og einbeittan vilja til að segja skilið við mengandi venjur og taka upp nýja siði.</p> <p>Við þurfum öll að gera betur. Vísindin segja okkur það. Og skilaboð ungu kynslóðarinnar eru skýr. Við höfum enga afsökun fyrir því að bregðast ekki við strax.</p> <p>Við erum stödd hér í New York til að strengja heit inn í framtíðina. Heit um að standa okkur betur. Setjum raunhæfar grænar lausnir á borðið og lærum hvert af öðru. Vekjum ungu kynslóðinni von um að við ætlum okkur að sigra í þessari baráttu og gleymum því aldrei að allar aðgerðir okkar gegn loftslagsvánni verða um leið að tryggja réttlæti. </p> <br />
11. september 2019Blá ör til hægriStefnuræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á 150. löggjafarþingi<p>Kæru landsmenn.</p> <p>Við sem búum hér á landi höfum alltaf þurft að reiða okkur á náttúruna og við höfum alltaf þurft að geta lesið skilaboð náttúrunnar.</p> <p>Og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér heldur um heim allan: Óstöðugra veðurfar. Tíðari og öflugri fellibylir. Þurrkar. Flóð. Hækkun sjávarborðs. Fækkun tegunda á skala sem við höfum aldrei séð áður. Súrnun sjávar. Fólk á flótta. Bráðnun jökla.</p> <p>Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu. Því að mannkynið á ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu heldur aðeins það tækifæri sem við höfum hér og nú.</p> <p>Í slíku ástandi skiptir máli að læra af fortíðinni en lykilatriðið er samt sem áður núið: ráðstafanirnar sem við ætlum að grípa til núna. Ég er stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggur fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að berjast gegn loftslagsvánni sem snýst um orkuskipti í samgöngum og stóraukna kolefnisbindingu.</p> <p>Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni. Við höfum ákveðið að forgangsraða fjármagni til rannsókna á loftslagsbreytingum og aðgerðaáætlunin sjálf mun verða í stöðugri endurskoðun til samræmis við niðurstöður vísindanna.</p> <p>Ekkert af þessu er einfalt í framkvæmd og við munum þurfa að gera breytingar eftir því sem fram líður. En nú er sannarlega siglt í rétta átt. Ég fagna þeirri auknu meðvitund sem gætir meðal almennings um mikilvægi þess að við leggjum öll okkar lóð á vogarskálarnar. En við getum ekki ætlast til að almenningur sjái alfarið um baráttuna. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og samtök launafólks verða að draga vagninn. Samstillt átak er forsenda þess að við náum raunverulegum árangri.</p> <p>Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna í síðustu viku vakti nokkra athygli ekki síst hér í Reykjavík þar sem umferðarteppur og regnbogafánar settu svip sinn á borgarlífið. En heimsóknin opnaði einnig á mikilvæga umræðu um samskipti Íslands við stórveldi heimsins, um öryggis- og friðarmál, hernaðaruppbyggingu og loftslagsmál. Þessi umræða þarf að halda áfram hér á vettvangi þingsins og í samfélaginu almennt.</p> <p>Ég legg ríka áherslu á að loftslagsváin verður ekki leyst með gamaldags málflutningi kalda stríðsins heldur þarf alþjóðlega samvinnu þar sem allir sitja við borðið. Þess vegna setjum við umhverfismálin í forgang í formennskuáætlun okkar íslenskra stjórnvalda í Norðurskautsráðinu og nýtum hvert tækifæri sem gefst á vettvangi alþjóðamála til að setja loftslagsmálin á dagskrá. <br /> <br /> Kæru landsmenn.</p> <p>Nú í vor náðust lífskjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Stjórnvöld komu með skýrari hætti að gerð þessara kjarasamninga en áður hefur tíðkast og allar okkar aðgerðir miða að auknum félagslegum stöðugleika. Við munum lækka skattbyrði á tekjulægstu hópana með því að innleiða þriggja þrepa skattkerfi. Þessi breyting mun auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem verst standa. Þegar samningum lauk í vor lögðu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar áherslu á að þessum breytingum yrði flýtt og leggur ríkisstjórnin nú til að þær verði innleiddar á tveimur árum en ekki þremur. Þetta skiptir máli til að jafna kjörin.</p> <p>Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf. Hún mun ásamt ákvörðun stjórnvalda um að hækka barnabætur og hækka skerðingarmörk barnabóta bæta hag barnafjölskyldna svo um munar. Hvorttveggja er mikilvægt til að jafna kjörin.</p> <p>Þá eru ótaldar aðgerðir í húsnæðismálum en húsnæðisvandinn hefur verið yfir og allt umlykjandi frá hruni. Með stuðningi við uppbyggingu félagslegs húsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar, úrræðum til að styðja við fyrstu kaupendur, aðgerðum til að tryggja framboð íbúðarhúsnæðis til lengri tíma og aukinni yfirsýn stjórnvalda og stefnumótun í húsnæðismálum, erum við þegar farin að sjá árangur. Það jafnar kjörin að tryggja öllum þak yfir höfuð og öruggt skjól.</p> <p>Í kjölfar lífskjarasamninga hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti um eitt prósentustig sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir almenning. Á sama tíma eru stjórnvöld að auka opinbera fjárfestingu til að mæta slaka í hagkerfinu í kjölfar loðnubrests og áfalla í flugrekstri. Stjórnvöld munu standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. En þar með er verkinu ekki lokið. Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka. Ég hef væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.</p> <p>Í vetur munu stjórnvöld leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og áhrifum hennar á íslenskan vinnumarkað. Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins kom fram að af þeim sem voru starfandi á íslenskum vinnumarkaði árið 2017 voru aðeins um 14% í störfum þar sem litlar líkur eru á sjálfvirknivæðingu. Önnur störf munu taka breytingum eða jafnvel hverfa. En ný störf munu líka verða til. Fólk af kynslóð afa og ömmu ætlaði ekki að verða zúmbakennari eða forritari enda störfin ekki til þá.</p> <p>Við erum að mörgu leyti vel í sveit sett til að bregðast við en þurfum að efla fjárfestingu í nýsköpun og auka tækifæri fólks til að sækja sér nýja menntun og færa sig til í starfi. Hugvitið verður nefnilega í askana látið, þótt atvinnusköpun Íslendinga hafi ekki tekið nægilegt mið af því í áranna rás. Áskorunin verður sú að auka verðmætasköpun í öllum atvinnugreinum en tryggja um leið að ávinningurinn af tæknibreytingunum dreifist með réttlátum hætti. Venjulegt fólk njóti ávaxtanna með styttri vinnuviku og bættum kjörum og breytingar á vinnumarkaði verði ekki til þess að skerða réttindi vinnandi fólks sem barist hefur verið fyrir svo lengi. <br /> <br /> Nú í september mun hópur á vegum stjórnvalda skila tillögum um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu hjá hinu opinbera. Þessar tillögur koma í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í sumar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um að draga úr skerðingum örorkulífeyris sem hefur lengi verið baráttumál örorkulífeyrisþega. Heilbrigðisráðherra hefur forgangsraðað öldruðum og örorkulífeyrisþegum í áætlun sinni um að draga úr kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu, annars vegar með því að fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja á heilsugæsluna og hins vegar með því að stórauka niðurgreiðslur á tannlæknaþjónustu fyrir þennan hóp.</p> <p>Á þessu kjörtímabili hafa verið gerðar mikilvægar úrbætur í mannréttindamálum og frekari aðgerðir bíða afgreiðslu. Frumvarp um kynrænt sjálfræði varð að lögum í vor, á þessu þingi legg ég fram framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og réttarfarsnefnd vinnur að tillögum um heildstæðar úrbætur í málefnum brotaþola kynferðisbrota. Í næstu viku verður haldin hér alþjóðleg ráðstefna um METOO-hreyfinguna sem afhjúpaði rótgróna menningu kynjakerfisins. Umræðan sem þar mun fara fram er gríðarlega mikilvæg, bæði í alþjóðlegu samhengi og svo hér á Íslandi þar sem við eigum – þrátt fyrir allar alþjóðlegar mælingar og viðurkenningar – enn langt í land með að ná fullu jafnrétti kynjanna.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Allt það sem ég hef hér rætt snýst um lífskjör og lífsgæði almennings í landinu. En hvað eru lífsgæði og er hægt að mæla þau? Einfaldur mælikvarði á þjóðarframleiðslu nægir ekki; við þurfum fjölbreyttari mælitæki. Ímyndum okkur hvað það dregur úr streitu ungs barnafólks að lengja fæðingarorlof. Eða hve mikil efnahagsleg tækifæri felast í að bæta menntun innflytjenda. Nú eða þau sóknarfæri sem felast í því að verða óháðari innfluttum orkugjöfum. Við viljum taka upp fjölbreyttari mælikvarða og þess vegna er Ísland komið í formlegt samstarf með Nýja-Sjálandi, Skotlandi og fleiri þjóðum um svokölluð velsældarhagkerfi í þeim tilgangi að stefnumótun stjórnvalda og fjárútlát styðji við velsældarmarkmið þar sem árangur er mældur með fjölbreyttum hætti.</p> <p>Lífsgæði okkar hafa um aldir byggst á því að við búum á auðlindaríku og gjöfulu landi. Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu.</p> <p>Það á að vera forgangsmál að tryggja að öll þau gæði sem náttúran hefur gefið okkur séu í sameiginlegri eigu okkar allra – hvort sem það er vatnið, jarðvarminn, vindurinn, hafið eða hvað annað. Tillögur að slíkum stjórnarskrárákvæðum voru settar í opið samráð fyrr í sumar og ég vænti þess að vinnu við þau verði lokið síðar á þessu ári. Þá er á mínum vegum einnig unnið að tillögum að skýrari lagaramma fyrir jarða- og landaviðskipti og þar á meðal stöðu landsréttinda og vatnsréttinda.</p> <p>Ágætu landsmenn.</p> <p>Fjölmargir þingmenn voru sakaðir um landráð í umræðum um þriðja orkupakkann. Eða kallaðir morðingjar fyrir að styðja ný lög um þungunarrof sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Ofsinn á greiða leið í fréttir og stundum á kostnað málefnalegrar umræðu. Víða í Evrópu vex popúlískum hreyfingum fiskur um hrygg, grafið er undan mannréttindum og vegið að innflytjendum. Sanngirni víkur fyrir æsingi og öfgum. Þá verður leiðin æ greiðari fyrir þá ófyrirleitnu að komast til valda og ýta undir fyrirlitningu almennings á stjórnmálum, flokkum, lýðræði og þingræði. Nýleg könnun í Bretlandi sýndi aukna jákvæðni almennings gagnvart „sterkum leiðtoga sem láti reglur ekki binda sig“ eins og það var orðað.</p> <p>Ég hef hins vegar bjargfasta trú á þingræðinu. Ég hef trú á því kerfi að fólkið kjósi á milli lýðræðislegra stjórnmálaflokka sem byggjast á tilteknum gildum og standa fyrir ákveðna stefnu. Ég hef líka trú á að pólitísk rökræða og átök geti að lokum skilað góðum málamiðlunum sem eru nauðsynlegar í lýðræðissamfélagi og óumflýjanlegar í ríkisstjórn í fjölflokkakerfi. Við höfum hingað til borið gæfu til að standa saman vörð um ákveðin grunngildi sem víða um heim eru í hættu.</p> <p>Það eru ekki margir sem halda uppi vörnum fyrir stjórnmálaflokka nú í seinni tíð. En ég ætla að gera það hér. Ég lít á lýðræðislegar stjórnmálahreyfingar sem eina undirstöðu lýðræðisríkja þar sem staðinn er vörður um mannréttindi, réttindi þeirra sem standa höllum fæti og lýðræðislegar stofnanir. Við eigum þeirri gæfu að fagna hér á Íslandi að hafa sett lög um fjármál stjórnmálaflokka sem auka gagnsæi og tryggja að hagsmunatengsl séu uppi á borðum. Og í samhengi þjóðanna eru tækifæri til stjórnmálaþátttöku á Íslandi mikil, sem er jákvætt. En við þurfum að vera á verði gagnvart breyttu starfsumhverfi stjórnmálanna og ekki síst tilraunum til að ná völdum og áhrifum með nafnlausum áróðri á nýjum miðlum ef takast á að tryggja áfram gagnsæið sem er undirstaða lýðræðisins.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Að ferðast um Ísland yfir sumarmánuðina til að njóta náttúrunnar, birtunnar og mannlífsins er engu líkt og hluti af okkar miklu forréttindum sem búum hér.</p> <p>Hér á landi vantaði ekki fræga og ófræga erlenda gesti. Það hefur vissulega orðið erfiður samdráttur í ferðaþjónustu eftir gjaldþrot stórs flugfélags í vor. En hagkerfið, og ekki síður samfélagið, var vel í stakk búið til að takast á við áskorunina. Á ferðum mínum um landið í sumar fann ég fyrir áhuga og innblæstri, sóknarhug og jákvæðni hjá þeim sem starfa við ferðaþjónustu. Þann sóknarhug má heimfæra upp á fleiri atvinnugreinar.</p> <p>Ég hóf ræðu mína í dag á því að ræða um stærstu áskorunina sem er loftslagsváin. Þar eigum við sem samfélag því láni að fagna að forsvarsfólk bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar er reiðubúið að taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum og almenningi.</p> <p>Ísland er best í heimi í þessu og hinu en við getum orðið enn betri. Og um það ættum við að geta verið sammála.</p> <p>75 ára lýðveldið Ísland er enn þeirrar gerðar að það eflist við hverja raun. Þess vegna er ég stolt af því að tilheyra þessu samfélagi þar sem við tökumst á um ýmis mál en stöndum saman þegar á reynir, þar sem við hræðumst ekki áskoranir heldur tökumst á við þær. Ágreiningur er ekkert til að óttast heldur er hann sameiginleg áskorun okkar allra sem eigum það sameiginlegt að vilja búa hér í þessu landi.<br /> <br /> Við erum ekki minni eða meiri Íslendingar þó að uppruni okkar sé ólíkur. Við erum ekki minni eða meiri Íslendingar þó að skoðanir okkar séu ólíkar. Við erum ekki minni eða meiri Íslendingar hvort sem við erum með eða á móti orkupakkanum. Við erum ekki minni eða meiri Íslendingar hvort sem við búum í sveit eða borg. Við erum öll Íslendingar.</p> <p>Grunnskylda okkar allra er við samfélagið okkar og það er hún sem gerir okkur að einni þjóð. Það er hún sem gerir okkur öll að Íslendingum og í samstöðunni um að vilja gera samfélagi sínu gagn felast mestu verðmætin. Gleymum því ekki. </p> <br />
16. júlí 2019Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna í New York - Kynning Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna<p>Kynning Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna (Voluntary National Review) </p> <p>Thank you, Mr. Vice President, your excellencies and distinguished guests.<br /> I am very pleased to be here today and present Iceland’s first voluntary national review. I am joined by representatives from the Icelandic Youth Council for the SDGs and a representative from the innovative climate solution Carbfix.<br /> <br /> Let me begin by applauding the UN for their comprehensive work towards sustainable development which is the only way to a prosperous future for people and the planet. The 2030 Agenda will open a door to the future we need.<br /> <br /> My government is fully committed to this agenda – at home and in our international work and we have chosen 65 priority targets which reflect Iceland’s main challenges in implementing the goals.<br /> <br /> I will begin by talking about the biggest challenge of all, climate change, which embraces all other challenges. It is a crisis for humanity as a whole that renders traditional territorial borders meaningless. <br /> <br /> <br /> And to achieve results in that fight we need to correct the intergenerational injustice and the economic inequality at the core of the climate crisis. We need social justice. We need peace. We need gender equality. We need co-operation between governments, local communities, companies, ngo´s, academia and the general public. And we need international co-operation more than ever. <br /> <br /> Iceland is committed to the Paris Agreement and we aim for a carbon neutral Iceland no later than in 2040. We will also seek to achieve, with EU states and Norway, a 40% reduction in greenhouse gas emissions by 2030. In order to fulfil these commitments my government is working according to an ambitious action plan on climate issues. The emphasis to begin with is on energy shift in the transport sector, by switching over to renewables, and increasing carbon capture, and we will talk a little bit about new and fascinating solutions when it comes to carbon capture later in this panel.<br /> <br /> Your excellencies.<br /> <br /> In Iceland’s VNR report we have highlighted our main challenges under each goal. <br /> <br /> If I take SDG five for an example - despite Iceland being a front-runner in gender equality for ten years in a row, according to the World Economic Forum, there is plenty of space for improvement and we still face many challenges. One of the priorities of my government is to eradicate gender based and sexual violence. This is often not measured when we talk about gender equality but has a staggering effect on the labour participation of women and their roles in the public sphere. <br /> <br /> Iceland was a pioneer when it introduced shared parental leave, with a use it or lose it proportion to fathers, in the year 2000. It has changed norms and behaviour in a meaningful way and enabled men to engage in their children's early lives and at the same time been supportive to women´s constant participation in the labour market.<br /> <br /> We have put in place laws to ensure equal representation in boards, however this has yet to be translated into more female CEOs. We also have a new law to enforce a decade old legislation on equal pay, but we still need to address the labour market segregation that contributes largely to the absolute gender pay gap.<br /> <br /> Gender equality is one of the corner stones of Iceland´s foreign policy and in our international development cooperation, we put emphasis on gender equality and women´s empowerment as we strongly believe in gender equality as a human right and as a driver of economic and social development. <br /> <br /> In Iceland we watch our glaciers retreat every year in front of our eyes. Climate change is changing our land, our ecosystems, our society and our economy. Sustainability is about the balance of these factors and to achieve the SDG´s we must ensure that all our policies embrace that balance. Iceland knows, as a nation of fisheries, that our marine resources must be used sustainably. If our waters will turn acid because of climate change – if there is more plastic in our marine ecosystem than fish – we won’t be able to build our economy on that valuable resource. <br /> <br /> And the same applies for other important sectors of the Icelandic economy. Tourism won’t be sustainable if our spots if natural beauty will come overcrowded and polluted. I could continue – but these examples show clearly the importance of developing economy and society sustainably and in harmony with the environment.<br /> <br /> Dear collegues. <br /> <br /> Last year, Iceland was elected to the United Nations Human Rights Council and will hold a seat there to the end of this year. This is a unique opportunity to influence issues such as women's rights and gender equality, the rights of LBGTI people and the rights of children – in order to leave no-one behind. <br /> <br /> Dear collegues.<br /> <br /> Young people around the world, including Iceland, are showing that they deeply care about the condition of our planet, not least by attending climate strikes. We should all listen and take serious action.<br /> <br /> When I served as a minister for education, research and culture in 2009 to 2013 I promoted a new curriculum where sustainability, democracy and gender equality are three fundamental pillars. Later today it is a special honour for me to host an event about youth, climate action and democracy but there I will be joined by an all-youth panel, with prominent youth voices from all over the world. <br /> <br /> There is no denying that achieving the Paris Agreement will require not only technological progress, but also require significant changes in the way we consume and live, especially in the Nordic countries, where we have a large environmental footprint. This is a big challenge. Our work towards the SDGs is for our children and future generations. <br /> <br /> And now it is my pleasure to give the floor to Kristbjörg and Sigurður from the Icelandic Youth Council for the SDGs, followed by a short introduction from Edda Sif, a representative from Carbfix.</p>
01. júlí 2019Blá ör til hægriOpnunarávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á sýningu á verkum William Morris á Kjarvalsstöðum.Heil og sæl öllsömul!<br /> <br /> Það er ekki heiglum hent að kenna presti að lesa postilluna eins og skáldið sagði. Og þó er ég einmitt sett í það hlutverk í dag hérna frammi fyrir ykkur sem sérleg áhugamanneskja um William Morris án þess að geta talist beinlínis mikill viskubrunnur um hvaðeina sem varðar William Morris enda var hann margslunginn maður sem kom víða við. Í stað þess að þykjast vera sérfræðingur þá ætla ég að velta því fyrir mér hvað ég myndi segja við þennan áhugaverða og áhugasama náunga ef ég rækist á hann á næsta götuhorni.<br /> <br /> Hvað mundi ég til dæmis ræða við hann yfir borgara og fröllum á Hamborgarapaprikunni, eins og krakkarnir segja. Ef marka má vinsælustu seríurnar á Netflix undanfarin misseri – þar sem tímaferðalög virðast ekkert tiltökumál – er það ekkert langsótt hugmynd. Víst er að Morris hefði ekki slegið hendinni á móti þeim möguleika því forvitnin var honum alltaf leiðarljós í lífinu. Bók hans, News from Nowhere, fjallar einmitt um mann sem vaknar í framtíðinni eftir langan svefn.<br /> <br /> Ég er viss um að við Morris hefðum um margt að skrafa. Við yrðum auðvitað dálítið slegin í fyrstu, Morris yfir því að vera kominn fram á þessa undarlegu öld, ég yfir því að hitta svona merkilega sögulega persónu. Morris mundi líklega láta það verða sitt fyrsta verk að forvitnast um hvernig Íslandi hefði reitt af frá því hann þekkti hér til á árunum upp úr 1870. Og þar sem hann var sérstakur áhugamaður um gömlu íslensku bændamenninguna þá mundi hann líklega spyrja um hvernig hún dafnaði í nútímanum. <br /> <br /> Ég yrði að viðurkenna fyrir honum að hún hefði að vísu nokkuð látið undan síga. Hins vegar stæði áhuginn á fortíðinni í miklum blóma, bæði hér heima en ekki síður erlendis. Ég gæti í leiðinni þakkað Morris fyrir sinn þátt í því en hann átti drjúgan hluta að máli í því að þýða Íslendingasögurnar yfir á ensku. Og um leið myndum við ræða nýjar nálganir í rannsóknum á miðöldum og miðaldabókmenntum. <br /> <br /> Svo myndum við auðvitað skiptast á skoðunum um mikilvægi þess að varðveita söguleg hús eða hafnargarða en Morris stofnaði 1877 félagið Society for the Protection of Ancient Buildings. Ég gæti sýnt honum ýmis góð dæmi úr Reykjavík frá síðastliðnum árum um hús sem hafa verið vernduð eða endurreist en yrði samt fyrst til að viðurkenna að svo sannarlega hefði ekki tekist að bjarga öllu sem vert hefði verið.<br /> <br /> Fleira hlyti að bera á góma á þessum ímyndaða fundi með Morris. Við gætum til dæmis rætt um mikilvægi hinna skapandi greina í atvinnulífinu, bæði fyrir hagsæld okkar og menningu. Morris hafði nefnilega djúpan skilning á mikilvægi góðs sambands listamanna og hönnuða við atvinnurekstur enda starfaði hann lengi sjálfur að hvoru tveggja. Hann væri jafnvel vís með að leggja til góð ráð um hvernig best væri að bera sig að við nýsköpun á þessu sviði. Á móti gæti ég kannski kynnt fyrir honum helstu hugtök á þessu sviði í nútímanum: startup, viðskiptahraðall, tengslanet, sprotafyrirtæki, frumkvöðlastarf. Allt hugtök sem tengdust Morris nánum böndum þótt þau hefðu ekki verið til á hans tíma. Maður gæti jafnvel hent inn sæstreng og orkupakka svona í leiðinni.<br /> <br /> Við gætum líka skvaldrað um uppgang og þróun handverks og hönnunar á síðustu árum á Íslandi. Um hvernig menn eru í auknum mæli að hverfa aftur til hins heimagerða og lífræna og einstaka á kostnað þess fjöldaframleidda. Það mundi gleðja Morris mjög að frétta að frumleiki og gott handverk á aftur upp á pallborðið í heiminum. <br /> <br /> Ég mundi sjálfsagt líka vilja ræða við Morris um lýðræðið og mikilvægi þess að láta rödd sína heyrast. Morris átti það nefnilega til sjálfur að flytja pólítískar hugvekjur upp á trékassa á götuhornum Bretlands. Það er svo góð spurning hvort honum þætti samt mikið til kommentakerfanna fjölmiðlanna koma eða hvort hann væri ákafur Feisbúkkari. Sem karlinn á kassanum léti hann þó pottþétt ljós sitt skína á Twitter.<strong> Hashtag #morris. Hashtag #alræðifegurðar.</strong><br /> <br /> Ég held að Morris yrði ekki lengi að skilja þungann í umræðu nútímans um mikilvægi endurvinnslu og sjálfbærni. Hann mundi deila áhyggjum mínum af þeim hættum sem heiminum stafar af offjölgun andspænis aukinni sóun og sæi að slíkt fyrirkomulag getur ekki gengið til lengdar. Hann mundi líka vafalaust mæla með því að farið yrði hægt í sakirnar í því að ganga á náttúruauðlindir og að náttúran þyrfti alltaf að njóta vafans andspænis stóriðju. Hagmunir komandi kynslóða yrðu alltaf að ganga framar skammtímahagsmunum.<br /> <br /> Yfir eftirréttinum (sem gæti verið Freyjukaramellukókosbollusjeik ef við erum enn á Paprikunni) mundi ég segja honum frá bókum Tolkiens og kvikmyndunum sem Peter Jackson gerði upp úr þeim. Hlutur Morrisar er ekki lítill í því samhengi því þýðingar hans á Íslendingasögunum opnuðu Tolkien leið inn í hinn íslenska sagnaheim sem hafði alla tíð mikil áhrif á frásagnarform hins mikla sagnasnillings. Kannski mundi ég líka sýna honum stikluna úr Game of Thrones á jútjúb, sem er angi af sama meiði, og e.t.v. spyrja: What is west of Westeros? Morris veit eins og við öll að svarið við því getur aðeins verið Ísland (Færeyjar, Grænland og nýi heimurinn)! <br /> <br /> Og af því að ég er íslenskufræðingur gæti ég ekki látið hjá líða að hlýða honum yfir beygingu óreglulegra sagna (valda-olli-ollum-valdið) í íslensku sem hann lærði forðum daga hjá Eiríki Magnússyni fyrir 150 árum. Mig grunar að hann muni það jafnvel betur en ég sjálf. Í Dagbók Morrisar skrifuð í Reykjavík 1871 segir: „Seinna fór ég með Eiríki [Magnússyni] til að hitta nokkra af vinum hans. Sá minnisverðasti var Jón Sigurðsson, forseti Alþingis, menntamaður, sem ég kannaðist vel við vegna útgáfu hans á fornsögunum. Hann virtist vera feiminn lærdómsmaður, og ég talaði við hann af íslenzku af öllum mætti.“ Það er ekki ónýtt fyrir Jón okkar Sigurðsson að eiga eftirmæli eftir sjálfan Morris!<br /> <br /> Að lokum, ef svo skemmtilega vildi til að þetta samtal færi fram 24. mars, fengi Morris auðvitað að velja sér óskalag á Fabrikkunni eins og önnur afmælisbörn. Við gefum okkur að hann velji íslenskt – af því hann er nú staddur í okkar nútíð – en hvort skyldi hann nú velja, Bubba eða Bó? Nú eða Hatara?<br /> <br /> Góðir gestir. Það er mér heiður að opna þessa sýningu sem er sú fyrsta hérlendis sem gerir fjölbreyttum ferli Morris skil. <br />
28. júní 2019Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna<p>Statement by the Prime Minister of Iceland <br /> to the UN Human Rights Council<br /> <br /> Mr./Madam President,<br /> In Iceland one of the first thing we do when we wake up is to check the weather. We look to the sky, open our windows to assess how the day will go and breath in the brisk air. The weather impacts many aspects of our daily lives. For previous generations, the weather of the day could be a best friend, or a worst enemy, determining not only the quality of life in the weeks to come, but sometimes also life itself.</p> <p>We are very much aware of our connection to our environment.</p> <p>Sometimes we need to be shielded from it, a reality that is becoming sharper every year for millions around the world. We depend on the environment, and the environment depends on us. This is a truth and it is becoming ever more pressing.</p> <p>Mr./Madam President,</p> <p>We all have the right to a safe, healthy and clean environment. It is also a right that underpins many of our other human rights. Our right to life can be violated with environmental pollution and climate change. Our right to food, water, sanitation and health all depend on us achieving the right to a healthy environment.<br /> <br /> I have, in collaboration with other political parties, proposed two changes to the Icelandic Constitution that will solidify this right. The first amendment will clearly state that the natural resources of Iceland belong to the Icelandic people and their utilization shall always be sustainable. <br /> <br /> The other will reconfirm the right of all to a healthy environment and to have access to information and take part in public decision making on environmental matters.<br /> <br /> With this change the right to a healthy environment will be firmly enshrined in the Icelandic constitution and will guide our approach for decades to come. We carry a joint responsibility for protecting our environment, not only so we can sustain ourselves, but also to sustain future generations.</p> <p>Mr./Madam President,</p> <p>This Council cannot stand by as the world deals with monumental changes to our environment. I believe therefore that it is this Council to formally recognize the right to a safe, healthy and clean environment and our common responsibility to maintain it for future generations. I commit my Government´s support to this effort.<br /> <br /> <br /> Mr./Madam President,<br /> <br /> Close to 70 years ago, countries of the world gathered here in Geneva to develop an instrument to ensure that all individuals should be fairly and equally remunerated for work of equal value. This principle, enshrined in the Constitution of the International Labour Organization, was later reaffirmed through the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights and the Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination against Women.<br /> <br /> Despite this resolve, gender inequality and structural discrimination persist in all societies. <br /> A striking example is the fact that no country has yet managed to ensure equal pay for work of equal value.<br /> <br /> Across all regions, countries and sectors, women are paid less than men – with estimates of a global wage gap of up to 20%.<br /> <br /> Regrettably, progress to tackle this inequality has been painfully slow.<br /> We need to step up our efforts.<br /> <br /> We need to develop laws, policies and frameworks to ensure that the equal pay principle is not only duly recognized in law, but that the law translates into practice. <br /> <br /> Last year, a groundbreaking equal pay law entered to force in Iceland. The new legislation makes Iceland the first country in the world to require employers to obtain certification on the basis of an equal pay management requirement standard. By doing so, the responsibility of ensuring equal pay was moved from the employee to the employer.<br /> <br /> We must also recognize the various factors that contribute to pay inequality.<br /> <br /> An underrecognized factor is unpaid care work and domestic work, which is unfairly distributed in the household. Addressing this imbalance is important, not only to achieve more substantive equality, but also as this reinforces a negative chain reaction. Imbalances of responsibilities in the home have consequences for women’s participation in public life as well their professional development and ability to undertake full time work. Women’s economic independence is a key to gender equality at large and also an extremely important tool to work towards the elimination of all forms of violence against women and girls. <br /> <br /> Public policies can lead the way. In Iceland, we have seen the positive impact of parental leave with a dedicated share for fathers. Up to90 % of fathers use their earmarked three-month entitlements of paternity leave. Recent studies indicate that parents now share the care of young children more equally than before.. Along with universal childcare, parental leave has created a social infrastructure that strengthens women’s position at work and enables them to take part in public life. <br /> <br /> Research also confirms that parental leave has changed traditional ideas about masculinities among young people. This indicates that prior to the introduction of shared parental leave, the relatively low participation of men in the care of their own children may have been due to the lack of opportunities, rather than the lack of interest or abilities. <br /> <br /> Finally, we have created the conditions under which women are not forced to choose between having a family and having a career. </p> <p>Mr./Madam President,<br /> <br /> We are constantly reminded that human rights do not always follow a linear path. Currently, previous victories on women’s reproductive freedom are under threat in far too many places. Women’s bodies are being re-politicized and debates that should have been over decades ago are emerging again. In the field of violence against women new phenomena have emerged, such as sexist hate speech, misogyny and online violence. LGBTIQ+ rights are also under threat – we hear that equality has moved too fast. <br /> <br /> This comes at the same time as the #metoo movement continues to expose the systematic harassment, violence and everyday sexism that women across various layers of our societies are subjected to. Governments and international organizations have an important role to play. We should unite to push back on the backlash and ensure that women’s rights are never sidelined or sacrificed in the game of local and global politics. </p> <p>Mr./Madam President,<br /> <br /> Iceland, with the support of other members of the Equal Pay International Coalition, has decided to put forward a Council resolution that will underline the human rights framework that underpins the fundamental rights nature of equal pay.<br /> <br /> It will highlight that failing to economically empower women and girls through equal pay has a negative long-term impact on economies, social justice, sustainable development and States ability to realize human rights. We ask for your support for this important resolution and we look forward to our continuing collaboration to ensure women’s liberation and equality for all genders. </p> <p>I thank you, Mr./Madam President.</p> <br />
28. júní 2019Blá ör til hægriÁrleg umræða mannréttindaráðsins um jafnréttismál – Panel umræða um „Violence against women in the world of work“ - Ræða forsætisráðherraMs / Mr. President, <br /> <br /> Next year we celebrate the 75th anniversary of the United Nations . The commitment to gender equality was established in the UN Charter, promoting human rights and fundamental freedoms for all, without distinction as to race, sex, language or religion. At the time of signing only 4 of the 160 signatories to the Charter were women. While this number would be higher today, women are still far from achieving equality to political participation and women are still distant from vital decision-making that heavily impacts their lives. <br /> <br /> The first World Women’s Conference in Mexico in 1975 was a landmark conference and lead us to our first World Plan of Action. In Iceland, more than 25 thousand women took the day off in October that same year to emphasize the importance of their contribution to the economy, both in paid and unpaid work. Near 80% of Icelandic women are now active in the paid labour force and their contribution has been decisive in ensuring economic growth and development in our country. Iceland has ranked at the top of the World Economic Forum’s Global Gender Gap Index for ten consecutive years. We are proud of our achievements, but also aware of the numerous remaining challenges to fully close the gender gap. <br /> <br /> <br /> We have come a long way since Mexico in 1975 and it is clear to us that the Beijing Platform for Action from 1995 has played a decisive role in assisting us on that path. <br /> <br /> Yet, we are constantly reminded that human rights have not followed a linear path. The backlashes have been far too many. Currently, previous victories on women’s reproductive freedom are under threat in far too many places. Women’s bodies are being re-politicized and debates that should have been over decades ago are emerging again. In the field of violence against women new phenomena have emerged, such as sexist hate speech, misogyny and online violence. LGBTIQ+ rights are also under threat – we hear that equality has moved too fast. <br /> This comes at the same time as the #metoo movement continues to expose the systematic harassment, violence and everyday sexism that women across various layers of our societies are subjected to. <br /> The demands of the voices who spoke up were clear: that women should be able to take part in public life and in the labor market without the ongoing threat of sexual and gender-based violence and harassment. They did not focus on an individual person or on a singular crime, but instead highlighted the structural nature of harassment and violence and its links to wider inequalities. The demand was for structural solutions and accountability by employers, unions, authorities and perpetrators. <br /> <br /> The struggle against violence and sexual harassment against women has for decades been central within the women’s movement and therefore the explosive power of #MeToo came to some as a surprise. The novelty lies in the enormous participation, wide-ranging solidarity, international impact and the speed of information flow on social media. Whether the impact of all the various voices will be sustainable enough to break the wall of silence which has prevailed for centuries remains to be answered. <br /> <br /> It can however be argued that this wave of the women’s movement has provided the gender equality struggle with a political momentum which has had a deep effect on our conception on gender. The MeToo movement has already delivered undisputed results – both in terms of social recognition and public awareness of the prevalence of sexual harassment and violence. Never before have governments, educational institutions and employers had to deal with this problem in its true scale. <br /> <br /> <br /> Ms / Mr. President,<br /> <br /> Governments, as well as international organizations, can slow down societal change, even stop it. Alternatively, they can facilitate change, and in some instances, lead the way. I am determined to do the latter. <br /> <br /> Violence against women is both the cause and the consequence of wider gender inequalities, and we are committed to developing a better understanding of the revelations of the #MeToo movement, at home and away. The sexist structures can only be dismantled through a large movement, we must do this together. We must push back the push back against gender equality and universal human rights. <br /> <br /> Last week the International Labor Organization ratified a historic convention and recommendation on violence and harassment in the world of work. I The convention is an important step for creating a sound base in the support for human dignity and decent working environment for both men and women. In consultation with the organizations of the social partners, my government will aim at the ratification of this important instrument as soo<br /> n as possible. . <br /> Additionally, we are very pleased to support the efforts of Canada to highlight the human rights aspects of this topic in this Council. We look forward to support its adoption at this session.<br /> Ms / Mr. President,<br /> <br /> The ongoing global Beijing+25 review and the ambitious aim of the full realization of the 2030 Agenda for Sustainable Development is our momentum to review both our progress ad challenges, as well as an opportunity to strengthen our political efforts for the full and effective implementation of the Beijing Platform for Action once and for all. <br /> <br /> We owe it to the previous generations who fought for the legal recognition of gender equality, we owe it to the future generations whose rights and opportunities depend on decisions we make today. And we owe it to ourselves. We cannot wait another 75 years for achieving gender equality.<br /> <br /> I very much look forward to learning more from my colleagues and from all of you participating in this important panel. <br /> <br /> Thank you! <br />
19. júní 2019Blá ör til hægriKvenréttindabaráttan, samstaðan og verkefnin framundan - Grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 19. júní 2019<p>Kvennahreyfingin hefur í gegnum tíðina verið óþreytandi við að halda á lofti þeim sannindum að hið persónulega er pólitískt og hið pólitíska persónulegt. Ákvarðanir sem stjórnmálamenn taka geta haft bein áhrif á daglegt líf fólks og fært samfélagið í tilteknar áttir. Á kvenréttindadeginum fögnum við réttindum kvenna til að kjósa og til stjórnmálaþátttöku og þar með formlegri aðkomu kvenna að mótun samfélagsins. </p> <p >Stjórnmálaþátttaka kvenna hefur gerbreytt íslensku samfélagi. Almennir leikskólar og einsetinn grunnskóli væru varla veruleiki ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu kvenna innan sem utan stjórnmálanna. Samtakamáttur kvenna skipti sköpum á sínum tíma við uppbyggingu Landspítala og sama má segja um ýmis önnur framfaramál í heilbrigðisþjónustu. Öflugir skólar og öflugt velferðar- og heilbrigðiskerfi eru undirstaða fjölbreytts atvinnulífs og öflugs efnahagslífs og um leið grunnur að réttlátu og góðu samfélagi. </p> <p >Blikur á lofti</p> <p>Sem ráðherra jafnréttismála hef ég vart undan við að taka við viðurkenningum fyrir góðan árangur Íslands á sviði kynjajafnréttis. Ég gæti þess í hvívetna að árétta að þann árangur beri ekki að þakka einstaklingum og allra síst einstaka stjórnmálamönnum, heldur hreyfingu. Því það er samtakamátturinn og samvinnan sem hafa skilað mörgum af bestu breytingum Íslandssögunnar og saga kvenréttinda er þar ótrúlega gott dæmi.</p> <p>Sé litið yfir söguna sést að mannréttindabarátta eru ekki línulegt ferli þar sem sigrar reka hver annan og vara til frambúðar. Í nokkrum löndum Evrópu eru réttindi kvenna til yfirráða yfir eigin líkömum orðin að þrætuepli á ný og sjónarmiðum sem manni finnst að ættu að tilheyra löngu liðnum tímum haldið stíft á lofti. Skorin er upp herör gegn kynjafræðikennslu og amast við frjálsum félagasamtökum sem berjast fyrir kynjajafnrétti. Víða í Bandaríkjunum er þrengt að réttindum kvenna til þungunarrofs. Það er því fagnaðarefni að á sama tíma skuli Alþingi Íslendinga stíga ákveðið til jarðar með samþykkt nýrra en löngu tímabærra laga um sjálfsákvörðunarrétt kvenna þegar kemur að þungunarrofi nú á vordögum.</p> <p>Ísland á margt ólært</p> <p>Ísland hefur margt fram að færa í heimsumræðunni um réttindi kvenna en við höfum líka margt að læra. #églíka eða #metoo bylgjan varpaði hulunni af hinni endalausu – og óþægilega hversdagslegu – áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa búið við. Mismununin getur margfaldast í tilfellum kvenna af erlendum uppruna, eins og sögur sem þær deildu í bylgjunni bera vitni um. Hér á Ísland eigum við margt ólært og þetta verður eitt af lykilviðfangsefnum á alþjóðlegri ráðstefnu um #metoo sem stjórnvöld standa fyrir í haust í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Forvarnir og fræðslu þarf að taka fastari tökum og er nú unnið að stefnumótun þar að lútandi á vettvangi forsætisráðuneytisins í samstarfi við önnur ráðuneyti, opinberar stofnanir og fleiri aðila sem þekkja vel til þessara mála. <br /> <br /> Samhliða er unnið að betrumbótum á meðferð kynferðisbrotamála innan réttarvörslukerfisins, þar á meðal með fullfjármagnaðri aðgerðaáætlun á vegum dómsmálaráðuneytisins og með tillögum um úrbætur á réttarstöðu brotaþola. Ný áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi sem Alþingi samþykkti á dögunum blæs einnig byr í seglin. Hér þarf að láta verkin tala og hér þurfum við öll sem eitt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að tryggja að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni eigi engan samastað í okkar samfélagi.</p> <p>Höldum ótrauð áfram</p> <p>Á kvenréttindadeginum getum við litið stolt um öxl en þetta er líka kjörið tækifæri til að huga að þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og byggjum upp samfélagslega innviði jöfnuðar, kvenfrelsis og mannréttinda. Til hamingju með daginn! </p> <br />
17. júní 2019Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, á 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019<p>Kæru landsmenn<br /> <br /> Lýðveldið Ísland er 75 ára í dag. Íslenska þjóðin fagnaði 100 ára fullveldisafmæli í fyrra og nýtti árið til að rifja upp söguna, aðdraganda fullveldis og sjálfstæðis og merkingu fullveldis í samtímanum. Það kann að vera að ég sé að að bera í bakkafullan lækinn að rifja nú upp sögu undanfarinna 75 ára eftir heilt ár af hátíðarræðum og viðburðum. Samt sem áður er þessi dagur afmælisdagur lýðveldis sem nú er 75 ára og það kallar á að litið sé yfir farinn veg.</p> <p>Víst er það að ef Sigga og Jón fyrri tíma tækju sér ferð með tímavél beint frá árinu 1944 til ársins 2019 þætti þeim ótrúlega margt breytt. Árið 1944 bjuggu aðeins um 125 þúsund manns á öllu landinu. Íslendingar stukku beint inn í nútímann nálægt lýðveldisstofnun, þegar við virkjuðum fossa, fórum að malbika vegi og smíða brýr. Iðnvæðingin sem hófst á 18. öld í nágrannalöndunum kom hingað með hvelli í byrjun 20. aldar og brátt varð samfélag okkar eitt hið iðnvæddasta í heiminum eftir ótrúlega hraða þróun úr sárri fátækt í fádæma velmegun. Það eru líka hundrað ár í ár síðan flug hófst á Íslandi en er núna iðnaður sem skiptir miklu fyrir þjóðarhag. </p> <p>Jóni og Siggu yrði starsýnt á nútíma hægindin, veitingastaði, leikhús, tónleikahallir, snjalltæki, sjónvörp og tölvur. Þeim liði eflaust eins og þau væru stödd í vísindaskáldsögu þar sem ekkert væri samt. Enda er það nú þannig að mannveran er stöðugt að breytast og þróast. Saga lýðveldisins hefur einnig verið sveiflukennd. Efnahagurinn hefur farið upp og niður eftir fiskgengd, álverði, ferðamannastraumi og regluleg góðæri og hallæri hafa einkennt hagsöguna. En þó hefur okkur miðað áfram. </p> <p>Það er ekki heill mannsaldur síðan kona sem stendur mér nærri og er fædd ári eftir lýðveldisstofnun missti föður sinn í Hveragerði. Móðir hennar sat ein eftir með börnin og gripu þá bæjarbúar til þess ráðs að safna fyrir ekkjuna þannig að hún yrði ekki á vonarvöl þar sem hún bjó við þröngan kost. Um leið og þessi saga ber fagurt vitni samstöðu Íslendinga þegar á reynir minnir hún líka á þær framfarir sem hafa orðið í samfélaginu: almannatryggingar, heilbrigðisstofnanir, skóla, menningu. Alla þessa innviði höfum við byggt upp og um leið samfélag sem er meðal þeirra fremstu í heimi þegar kemur að jöfnuði og velsæld. </p> <p>Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna. <br /> <br /> Góðir landsmenn<br /> <br /> Margt áþreifanlegt hefur breyst á 75 árum en ekki síður viðhorfin. Skömmu eftir lýðveldisstofnun kom út í Bandaríkjunum <em>Bókin um barnið</em> eftir Benjamin Spock sem olli straumhvörfum í hugmyndum fólks um barnauppeldi. Allt í einu var í lagi að hugga börn og faðma þau, jafnvel drengina, þvert á fyrri hugmyndir um að láta börnin gráta sig hás til að gera þau að sterkari einstaklingum. Hugsanlega erum við stödd í öðrum slíkum straumhvörfum nú þegar börn og ungmenni gera ríkari kröfur en nokkru sinni fyrr til að skoðanir þeirra séu teknar gildar í pólitískri umræðu samtímans, eins og sést á vikulegum loftslagsverkföllum hér á þessum bletti.<br /> <br /> Það getur nefnilega allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein. Nú hefur runnið upp fyrir flestum hvaða áhrif menn hafa á loftslagið, og það er það sem unga kynslóðin gerir nú skýra kröfu um: að eldri kynslóðir geri nú allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn þessum hamförum. Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið er algjörlega nauðsynlegt að endurskoða áætlunina reglulega til að hraða þessum viðsnúningi.<br /> <br /> Sigga og Jón sáu þetta tæplega allt fyrir en lýðveldisstofnunin á rætur að rekja til mikillar samstöðu þjóðarinnar – sömu samstöðu og við þurfum nú til að ná árangri í baráttunni við stórar áskoranir, á borð við þá hamfarahlýnun sem nú er yfirvofandi. Við viljum ná árangri vegna þess að við trúum á framtíðina og að við getum gert hana betri fyrir komandi kynslóðir alveg eins og Íslendingar trúðu á framtíðina þegar þeir lýstu yfir lýðveldi. Sú ákvörðun skilaði þjóðinni farsæld. Um það snýst jafnvægi sögunnar. Að skapa samstöðu með þeim sem eru hér og nú um ákvarðanir sem reynast farsælar til framtíðar án þess að við getum séð fyrir allt sem muni breytast eða hver við nákvæmlega verðum þá. <br /> <br /> Kæru landsmenn<br /> <br /> Á tímum þar sem við erum öll sítengd og ýmis skilaboð koma stöðugt upp á skjánum er hættan sú að fátt sé of smátt til að birtast í hinni stafrænu veröld en um leið dvínar mikilvægi þess sem skiptir í raun mestu máli og klukkustundunum sem við nýtum til að sinna því fækkar. Allt verður sambærilegt í hinum stafræna heimi, hneyksli dagsins ganga yfir undraskjótt óháð umfangi og inntaki. En um leið er hættan sú að það sem skiptir raunverulegu máli gleymist í öllum hávaða dagsins – allt verður flatneskja. <br /> <br /> Í flatneskjunni getur það sem stendur okkur næst missi vægi sitt í samanburði við aðra síður mikilvæga viðburði og hluti. Hún hefur áhrif á stjórnmálin þar sem stórt og smátt rennur saman í einn graut. Tæknibreytingar hafa ýkt þessa stöðu þar sem breytt umræða á samfélagsmiðlum veldur því að brýnt þykir að setja fram skoðanir á vettvangi dagsins en það gleymist að hugsa um stóru málin sem munu breyta samfélaginu til lengri tíma.<br /> <br /> Margt af því sem stjórnmálin fást við virðist ekki þeirrar gerðar að það breyti gildismati eða hafi raunveruleg áhrif á líf fólks. En þó geta stjórnmálaákvarðanir breytt lífi fjöldans. Að brúa umönnunarbilið með því að lengja fæðingarorlofið breytir lífi ungs barnafólks. Að tryggja að fæðingarorlof deilist milli mæðra og feðra hefur breytt gildismati heillar kynslóðar sem nú telur sjálfsagt og rétt að börn njóti ástar og umönnunar beggja foreldra. (Hvað hefði Dr. Benjamin Spock sagt um það?) Að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi breytir lífi fólks sem býr við óöryggi í húsnæðismálum. Það breytir lífi barna sem hafa áhyggjur af því hvar þau muni búa eftir nokkra mánuði. Ákvarðanir núna um orkuskipti í samgöngum og aukna kolefnisbindingu munu breyta lífi komandi kynslóða sem munu dæma verk okkar nú út frá áhrifum þeirra á umhverfi og loftslag í framtíðinni. <br /> <br /> Hart var barist fyrir sjálfstæði Íslands en þegar langt er liðið frá baráttunni getur manni orðið hætt við því að verða full makindalegur. Stundum vill gleymast að við getum ekki tekið lýðræðinu sem var innsiglað fyrir 75 árum við stofnun lýðveldisins Íslands sem gefnu. Einhver fleygði þeirri hugsun fram við mig um daginn að ef lýðræðið væri miðaldra hjón væru þau kannski að kaupa sér mótorhjól eða byrja í fjallamennsku. Stundum er lýðræðið eins og það skorti tilgang í heimi þar sem efast er um stjórnmálaflokka, þjóðþing og stofnanir lýðræðisins á hverjum degi. En þá má ekki gleyma því að 80% þjóðarinnar mæta á kjörstað í þingkosningum, meira að segja þegar þær eru haldnar með árs millibili, og velja þá flokka sem eru í boði og afhenda okkur þingmönnum um leið mikla ábyrgð. Því hlutverk okkar allra er að vera fulltrúar þjóðarinnar allrar, ekki aðeins eigin kjósenda, og standa vörð um og tryggja að undirstöðustofnanir hins frjálslynda lýðræðis virki sem skyldi í þágu alls almennings og tryggi opið samfélag, vernd minnihlutahópa, mannréttindi og þrískiptingu ríkisvalds. <br /> <br /> Góðir landsmenn!<br /> <br /> Íslandssagan er saga samskipta við umheiminn. Þótt við séum eyland sannast hið fornkveðna að enginn er eyland. Frá landnámi vorum við stöðugt á ferðinni, vegna verslunar og viðskipta, vegna menningar og lista eða vegna myrkraverka sem við hrósum okkur kannski ekki af núna. Íslensk menning er afurð alþjóðlegra samskipta þó að hún sé líka einstök fyrir margra hluta sakir. Mikilvægt er að ræða reglulega stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna en eitt má læra af sögunni. Í senn er mikilvægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eigum: landi, tungu og menningu. En líka að muna að við erum fullvalda þjóð og getum sem slík átt samskipti við hvern sem er á jafnræðisgrundvelli. Við varðveitum ekki fullveldið með því að flýja undan öðrum því þá er hættan að fyrir okkur fari eins og Bjarti í Sumarhúsum sem fór úr einum næturstað í annan verri. Mætum öðrum þjóðum á jafnræðisgrundvelli en tryggjum um leið hagsmuni almennings í landinu.<br /> <br /> Góðir landsmenn<br /> <br /> Seinasti mánuður hefur verið veðursæll og margir iðnir að birta myndir af landinu okkar fagra en líka af fögru mannlífi. Þó að forsætisráðherra fái stundum skammir frá erlendu fólki sem finnst íslenskir landamæraverðir ekki hafa verið nógu liprir við erlend fótboltalandslið er enn algengara að heyra það erlendis að Ísland þyki fallegt land, mannlífið gott og þjóðin einstaklega dugmikil. <br /> <br /> Lýðveldið Ísland er 75 ára í dag. Um leið og við fögnum okkar sameiginlegu sögu og öllum þeim framförum sem hafa náðst frá 17. júní 1944 verðum við að horfa til framtíðar og takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna. <br /> <br /> Loftslagsbreytingar og tæknibreytingar hafa haft og munu hafa mikil áhrif á samfélög og lýðræðið. Við Íslendingar eigum tækifæri í þeirri stöðuþví rödd okkar getur verið sterk þótt við séum fámenn þjóð. Það sem við munum gera skiptirmáli fyrir alþjóðasamfélagið og okkur sjálf. Það sem gerum skiptir máli fyrir okkur sem hér stöndum en líka fyrir komandi kynslóðir. Sýnum því heiminum að Ísland þorir, vill og getur. </p> <br />
01. maí 2019Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á vinnufundi smærri ríkja um velsældarhagkerfi (e. Wellbeing Economy Governments) í Edinborg<p style="text-align: left;">Dear guests,<br /> <br /> I am delighted to join you here today, along with First Minister Nicola Sturgeon. The Scottish Government has been a leading force in the Well-being Economy Governments project and on behalf of the Icelandic Government I would like to thank Sturgeon for the leadership and all of you for the work you are putting into this important project. <br /> <br /> Fifty years have elapsed since Robert Kennedy rightly said that GDP measures everything <em>except that which makes life worthwhile</em>. Economics is nonetheless still centered on the measurable. We have built an economic model under which constant growth is not only essential, but also considered positive no matter how it is achieved and at what costs. This has led to increased social and economic inequality and an ever-escalating climate crisis. It has left us in a cycle of wasteful consumption where we need to produce in order to get by and we need to consume so that we can produce more. <br /> <br /> The Well-being Economy Governments project differs from this thinking. It entails not only an analysis of the drawbacks of our current economic model, but also a commitment to building an alternative future, focusing on the wellbeing of current and future generations. Sustainability is at the heart of the wellbeing economy.<br /> <br /> Recent works by scholars, academics and the OECD have been influential in reshaping the way we think about going beyond the GDP; we have seen diversity enter economic thought and increasing numbers of economists point out that economics aren’t a value free zone and economic decisions affect our society and our environment.<br /> <br /> Iceland is doing well considering classical measurements for economic and social performance. With an annual average growth of more than 4%, unemployment is under 3%. Iceland also has the highest male employment rate in the world and in fact the female employment rate is higher than the employment rate of men in other European countries. Recent data from the OECD wellbeing database shows that Iceland’s wellbeing indicators point at a country that fares well overall, with many indicators above the average of the upper half of OECD countries, such as jobs and earnings, community, environment, life satisfaction and safety. <br /> <br /> Yet, the global challenges of climate change and inequality are local in nature. Iceland is still a contributor to global warming, a course we intend to reverse by becoming carbon neutral by 2040. While income inequality is lower in Iceland than in any other OECD country, we have yet not managed to eliminate poverty. The 2008 banking collapse strained our welfare system and the surge in house prices has brought difficulties to many families, especially of lower incomes. There are challenges to be met in the Icelandic education system which holds the key to the well-being of future generations.<br /> <br /> We are currently working on numerous projects that in the long term will ensure greater wellbeing in Iceland. My government is investing significantly in the social infrastructure – health care, welfare and education – ensuring our welfare system is prepared for both current and future challenges. Gender equality remains high on the political agenda in Iceland and was recently added to my portfolio as Prime Minister. <br /> <br /> My government has put forward a new social housing plan in co-operation with the social partners to ensure housing for everybody. We have increased child benefits significantly, first and foremost for those parents with the lowest incomes, and we have announced our plans to extend shared parental leave from a total of nine months to twelve which will help fully bridge the gap between parental leave and universal childcare. All these factors will help families with children and contribute to the elimination of child poverty, which should not exist in our so-called developed countries.<br /> <br /> We are currently executing an ambitious action plan to halt climate change, heading for carbon-neutrality at latest in 2040. The strategy consists of 34 initiatives, ranging from a carbon tax food security, to recovering wetlands to setting up a fund to support climate-friendly technologies and innovation. While Iceland has adopted renewable energy for electricity and heating, we still lag on clean energy for transport. Thus, we are starting our third renewable revolution in Iceland and we intend to ban the registrations of new vehicles that are driven by non-renewables by 2030. Carbon neutrality can actually bring us opportunities for increased well-being. Less consumption and a slower pace of life will help halt climate change while also increasing general well-being. <br /> <br /> One of our big tasks is to work towards sustainable tourism. We need to find the balance between growth and protection, welcoming guests, while protecting nature to conserve the wellbeing of people. This is an area of important collaboration between Scotland and Iceland. In 2016, a memorandum of understanding was signed between VisitScotland and the Icelandic Tourist Board, leading to collaboration on areas such as quality development, tourist information provision, digitalisation and sustainability. I fully support a renewed agreement which is underway to continue sharing information and best practice in areas that can benefit both countries. Iceland is currently finalising a Tourism Impact Assessment, aiming to establish Iceland’s overall tourism carrying capacity. In future, the focus will narrow down to the regional level as well. <br /> <br /> I also wanted to mention the importance of trust and confidence in government institutions. I have put forward proposals to the Icelandic Government to increase transparency and the right to information. Gradually this will hopefully increase confidence and trust which suffered badly since the 2008 crisis and has been affected by political scandals ever since.<br /> <br /> Dear guests,<br /> This September, the Icelandic government will host a symposium which is intended to serve as a platform for leaders of the Well-being Economy Governments (WEGo), to come together with leading international experts and academics to share experiences and policy proposals to foster inclusive growth. I very much hope first minister Sturgeon will be able to join us.<br /> <br /> At this symposium, I hope to be able to share with you more about the work we are undertaking in Iceland to move towards wellbeing and sustainability. This will include the results of a government appointed working group, consisting of experts and members of parliament, that is tasked with creating indicators descriptive for prosperity and quality of life in Iceland. The indicators need to be multi-faceted and include economic, environmental and social factors. The criteria must be based on accepted methods and be comparable to other countries. <br /> <br /> I would like to conclude by reiterating the Icelandic government’s, and my personal, commitment to the Wellbeing Economy Government project. I am deeply grateful for the efforts the Scottish Government has put into building up this project. The urgency of our current global challenges does not allow more time for the narrow, self-serving national interests that have been too dominant in this debate on the international level. I believe small governments can and have to lead the way. It is our duty to the planet, as well as to future generations. <br /> <br /> Thank you </p>
04. apríl 2019Blá ör til hægriÁskoranir og tækifæri í íslensku efnahagslífi - Grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 4. apríl 2019<p>Áskoranir og tækifæri í íslensku efnahagslífi<br /> <br /> Íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir ákveðnum áskorunum um þessar mundir og um leið erum við vel í stakk búin til að takast á við þær. Forsendur nýrrar tillögu um fjármálaáætlun gera ráð fyrir kólnun í hagkerfinu og einmitt þess vegna er aukin áhersla á opinbera fjárfestingu til að tryggja atvinnustig og vega upp á móti slaka í hagkerfinu. Vissulega þarf að endurmeta áætlanir nú þegar áföll hafa orðið í flugrekstri en gleymum því ekki að við erum í góðri stöðu.</p> <p>Innleidd hefur verið aukin langtímahugsun við stjórn ríkisfjármála. Hún sést vel þegar staða ríkissjóðs er skoðuð; skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar með markvissum hætti, ríkissjóður hefur verið rekinn með verulegum afgangi, þjóðhagslegur sparnaður hefur aukist, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei verið betri.</p> <p>Stjórnvöld hafa unnið að því að efla samráð aðila vinnumarkaðarins, ríkis og sveitarfélaga og koma því í fastara form. Þá hefur ríkisstjórnin unnið að breytingum á ramma peningastefnunnar og umgjörð stjórntækja Seðlabanka Íslands. Sú vinna tekur mið af því að byggja á íslenskri krónu með notkun þjóðhagsvarúðartækja og fylgja ráðgjöf innlendra sem erlendra sérfræðinga á því sviði.</p> <p>Hefðbundin hagstjórn byggist á samspili þriggja ofangreindra þátta; ríkisfjármála, vinnumarkaðar og peningastefnu. Markmiðið er þó ekki einungis að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lykilatriði er að hagstjórnin styðji við félagslegan stöðugleika, að aukin ríkisútgjöld styðji við aukna velsæld og unnið sé að samfélagslegum umbótum samhliða umbótum á sviði efnahagsmála. Þriðja markmiðið er síðan að takast á við þá áskorun sem alltaf er að verða brýnni; hún er að allar þær ákvarðanir sem við tökum í efnahags- og atvinnumálum stuðli að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og markmiðið um kolefnishlutlaust samfélag eigi síðar en árið 2040 náist.</p> <p>Það er hins vegar svo að þessi markmið fara saman. Við viljum fjölga stoðunum undir íslenskt efnahagslíf til að draga úr áhrifum af sveiflum einstakra atvinnuvega og draga úr því hversu háð hagkerfið er nýtingu náttúruauðlinda. Lykillinn að hvorutveggja er að veðja á og auka verulega stuðning við nýsköpun og rannsóknir; þannig tryggjum við tækifærin til þess að stoðunum muni sannarlega fjölga.</p> <p>Þar með er ekki sagt að við höldum ekki áfram að nýta náttúruauðlindir okkar. Staðreyndin er nefnilega sú að þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og nýsköpun með þeim hætti að verðmætasköpun hefur aukist stórkostlega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í draga úr orkunotkun og um leið losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Gott dæmi um þetta er sjávarútvegurinn sem skapar tæpan fimmtung okkar útflutningstekna. Verðmætaaukning í greininni hefur m.a. byggst á þróun á vinnsluaðferðum og sjálfvirkni sem hefur gert það kleift að auka mjög verðmæti úr veiddum afla. Á sama tíma hefur framþróun í sjávarútvegi einnig leitt til þess að á tuttugu ára tímabili hefur losun koltvísýrings vegna sjávarútvegs og matvælaframleiðslu dregist saman um 48%.</p> <p>Innan allra atvinnugreina sem nýta auðlindir þjóðarinnar er unnið að áætlunum hvernig draga má úr losun og auka bindingu, hvort sem litið er til landbúnaðar, stóriðju eða ferðaþjónustu. Dæmin sýna að slíkur árangur getur farið saman við aukna verðmætasköpun og ekki er ósennilegt að eftirspurnin eftir afurðum sem framleiddar eru með kolefnishlutlausum hætti eigi eftir að aukast.</p> <p>En það er líka mikilvægt að skapa aukin verðmæti úr þeim auðlindum sem aldrei þrýtur. Þar á ég að sjálfsögðu við hugvitið og þann ótrúlega árangur sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa náð í því að skapa verðmæti þar sem menn sáu áður ekki tækifæri. Fjölda nýrra fyrirtækja hefur verið komið á fót á síðustu tveimur áratugum, mörg með áherslu á nýsköpun og upplýsinga- og samskiptatækni og hefur útflutningsverðmæti þessara fyrirtækja nánast tvöfaldast á einungis fimm árum.</p> <p>Afl þekkingarinnar er að skapa nýjan veruleika og ný verðmæti þar sem fólk sá ekki áður tækifærin. Og þekkingin er ekki einungis á sviði hinnar hefðbundnu tækni heldur einnig hinna skapandi greina og lista. Menntun, rannsóknir og nýsköpun er það sem mun tryggja velgengni íslensks efnahagslífs og samfélags inn í framtíðina, menntun sem mun gera hverjum og einum kleift að skapa sín eigin tækifæri og búa til ný verðmæti úr engu nema hugviti.</p> <p>Þess vegna hafa stjórnvöld sett aukið fé í menntun og rannsóknir og þess vegna ætlum við að nýta arðinn af orkuauðlindinni meðal annars til að fjárfesta í nýsköpun. Það er vegna þess að þetta er sú auðlind sem mestu mun skipta til að íslenskt efnahagslíf hvíli á fjölbreyttari stoðum til framtíðar. Og þetta er sú auðlind sem mun hjálpa okkur að þróa efnahagslífið þannig að við getum tekist á við stærstu áskoranir samtímans. </p> <p >Katrín Jakobsdóttir</p> <br />
28. mars 2019Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands 2019<p>Ágætu gestir.<br /> <br /> Það er ekki hægt að ávarpa þennan fund án þess að ræða tíðindi dagsins. Flugfélagið WOWAIR skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í morgun. Ljóst er að niðurstaðan er vonbrigði fyrir okkur sem höfum fylgst með félaginu sem hefur átt í kröggum undanfarna mánuði og hefur staðið í baráttu við að endurfjármagna sig. Hugur minn er hjá starfsfólki félagsins sem og öðrum þeim sem hafa byggt afkomu sína á starfsemi félagsins. Fyrir þau er þetta að sjálfsögðu áfall. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.</p> <p>Það er hins vegar svo að íslenskt hagkerfi er vel í stakk búið til að takast á við þessa áskorun. Vissulega munu verða efnahagsleg áhrif til skemmri tíma sem kalla á endurmat áætlana en gleymum því ekki að starf undanfarinna ára gerir það að verkum að við erum í góðri stöðu: Skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar með markvissum hætti, ríkissjóður hefur verið rekinn með verulegum afgangi, þjóðhagslegur sparnaður hefur aukist, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei verið betri. Við munum nú endurmeta áætlanir okkar en um leið liggur fyrir að í þeirri fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir kólnun í hagkerfinu. Meðal annars þess vegna gerum við ráð fyrir aukinni opinberri fjárfestingu sem geta vegið upp á móti slakanum og sömuleiðis gerir verulegur afgangur af ríkissjóði okkur kleift til að takast á við þær áskoranir sem nú blasa við.</p> <p>Og kannski er það okkar lán að búa að reynslu undanfarins áratugar sem hefur haft í för með sér ótrúlegar breytingar í raun og veru á stjórn efnahags- og ríkisfjármála. Það er nefnilega mikilvægt að líta stundum til baka til að skilja samtímann og stöðuna núna. Og ég ætla að leyfa mér að líta aðeins aftur.</p> <p>Í september 2008 fór ég til Brussel sem hluti af fjölmennri sendinefnd undir forystu Ágústar Ólafs Ágústssonar og Illuga Gunnarssonar. Í sendinefndinni voru fulltrúar þingflokka og aðila vinnumarkaðarins. Erindi okkar var að hitta fjölda manns til að ræða möguleikann á upptöku evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Þessum fundum lauk öllum með því að við fengum svarið að Nei það væri ekki hægt í ýmsum tóntegundum og ferðinni lauk með því að við fórum heim með eitt stórt nei í farteskinu. Það segir allt um örlagabrag þessarar ferðar að þegar við lentum í Keflavík kom í ljós að allar ferðatöskurnar höfðu orðið eftir í Brussel og voru þar allar skráðar á Gylfa Arnbjörnsson, einn nefndarmanna.<br /> <br /> Þessi ferð var bara ein varða af mörgum í æsilegri umræðu um gjaldmiðlamál í kringum hrun. Þar voru ýmsir gjaldmiðlar nefndir sem lausn á flóknu ástandi; svissneskur franki, evra, kanadískur dollar að ógleymdri norrænni krónu, nú eða þá norskri krónu til vara. Sú saga á ekki endilega erindi hingað en myndi henta vel sem skemmtiræða á næstu árshátíð sameinaðs Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og býð ég mig hér fram í það verkefni enda sjálf í hópi þeirra sem komu fram með slíkar frumlegar lausnir ásamt nokkrum núverandi kollegum mínum, bæði innan og utan ríkisstjórnar.</p> <p>En voru þá allir þessir stjórnmálamenn bara í ruglinu? Nei, ég held að hrunið hafi í raun vakið nauðsynlega umræðu um þessi mál þar sem stjórnmálamenn leyfðu sér að ræða ólíka valkosti. Sú umræða skilaði sér meðal annars í skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að raunhæfir valkostir Íslands í gjaldmiðlamálum væru tveir; íslensk króna með ákveðnum þjóðhagsvarúðartækjum og evra í kjölfar inngöngu í ESB og evrópska myntbandalagið og auðvitað í skýrslu um Endurskoðun peningastefnunnar frá síðasta sumri en fyrirkomulag peningamála mun taka enn frekari breytingum við endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem ég ræði betur hér á eftir.</p> <p>Eins og fram kemur í sögulegum kafla skýrslu Ásgeirs Jónssonar, Ásdísar Kristjánsdóttur og Illuga Gunnarssonar hefur nánast allt verið prófað á sviði peningastefnu í rúmlega hundrað ára sögu fullveldisins eftir að við hófum fullveldistímann á því að verða greiðsluþrota. Sú staða kom öllum svo rækilega á óvart að þegar forsvarsmenn Landssjóðs reyndu sumarið 1920 að leysa út póstávísun frá Íslandsbanka var ávísuninni hafnað. Þessi fyrsti gúmmítékki fullveldissögunnar var bara eitt ævintýri af mörgum ævintýrum íslenskrar peningastefnu; myntbandalag, gullfótur, fastgengi með höftum, fastgengissamstarf innan Bretton Woods, peningamagnsmarkmið, raungengismarkmið, skriðgengi og fastgengi með skuggaaðild að evrópska myntkerfinu. Verðbólgumarkmið með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið með stuðningi af fjármagnshöftum. Við höfum rætt það að taka upp ýmsa gjaldmiðla og oft hefur kosningabarátta snúist um framtíð íslensku krónunnar, upptöku ýmissa annarra gjaldmiðla eða blandaðar leiðir á borð við myntráð. Eins og ég sagði áðan náði þessi umræða hámarki í kringum hrun.</p> <p>Það sem hefur hins vegar oft skort í almennri stjórnmálaumræðu um efnahagsmál er að við ræðum peningastefnuna og efnahagsstefnuna enda er einfaldara að sjóða vandann niður í afmarkaða spurningu um heiti gjaldmiðils fremur en að ræða hið viðkvæma samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar og um leið þá pólitísku undirstrauma sem þar ráða för.</p> <p>Ég held að umræðan um ólíkar lausnir í gjaldmiðlamálum hafi í raun og veru þjónað ákveðnum tilgangi sem var að færa okkur fram á veginn í að greina hvað þarf til til að tryggja farsæla efnahagsstjórn. Þar skiptir atvinnustefnan máli, stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vinna saman að aukinni fjölbreytni og tryggja um leið að hún styðji við mikilvæg markmið okkar um kolefnishlutleysi. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að vinna saman í átt að heilbrigðari vinnumarkaði. Og við þurfum að tryggja í senn langtímahugsun en líka ákveðinn sveigjanleika í ríkisfjármálum.</p> <p>Í þessari langtímahugsun getur enginn þáttur hagstjórnarinnar verið slitinn úr samhengi við aðra þætti hennar. Samspil peningastefnu við fjármálastefnu hins opinbera og vinnumarkað er afar mikilvægt í hinu viðkvæma jafnvægi þjóðarbúskaparins.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur unnið að breytingum á ramma peningastefnunnar og umgjörð stjórntækja Seðlabankans frá því að hún tók við fyrir rúmu ári. Verkefnið er þríþætt. Í fyrsta lagi, lagabreytingar um stjórnskipun Seðlabankans og samspili peningastefnu, fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits. Í öðru lagi, breytingar á verklagi við framkvæmd peningastefnunnar sem ekki krefjast lagabreytinga. Ýmsar tillögur um framkvæmd peningastefnunnar komu fram í skýrslu um endurskoðun peningastefnunnar árið 2018. Seðlabankinn og peningastefnunefnd hans hafa nú þegar hrint í framkvæmd ákveðnum tillögum starfshópsins og fleira er í burðarliðnum. Í þriðja lagi, breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um verðbólgumarkmið frá árinu 2001 en hún er óháð breytingum á lögum. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði unnið að breyttri yfirlýsingu.</p> <p>Þessi endurskoðun tekur mið af því að byggja á íslenskri krónu með notkun þjóðhagsvarúðartækja og fylgja ráðgjöf sérfræðinga, innlendra sem erlendra, sem ráðlagt hafa stjórnvöldum um peningastefnu um þann ramma.</p> <p>Viðhald íslensku krónunnar krefst aga, aðhalds, öflugra greininga og stjórntækja. Krónan verður aldrei laus við sveiflur frekar en aðrir gjaldmiðlar en við þurfum að skilja sveiflurnar og hafa burði til að taka á þeim.</p> <p>Frumvarpið um Seðlabankann sem nú hefur verið dreift á Alþingi kveður á um sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins. Með sameiningunni verður best náð fram þeim kostum sem fylgja nánd fjármálaeftirlits, fjármálastöðugleika og peningastefnu. Tryggt verður gott upplýsingaflæði innan stofnunarinnar og samlegð í nýtingu gagna sem leiðir til aukinnar skilvirkni og fleiri tækifæra við greiningu. Yfirsýn vegna kerfisáhættu eykst. Mikilvægt er að fyrirkomulag ákvarðanatöku í aðskildum verkefnum innan sameinaðrar stofnunar verði gagnsætt og fastmótað og meiri háttar ákvarðanir verði í fjölskipuðum nefndum með aðkomu utanaðkomandi aðila.</p> <p>Upplýsingar eru mikilvæg gögn og í Seðlabankanum eiga upplýsingar að flæða greitt á milli þeirra sem þurfa á þeim að halda. Með því móti eiga ákvarðanir að byggja á besta fáanlega hráefni. En markmiðið er ekki einungis að upplýsingar flæði inn á við heldur einnig að virkja almenning betur í umræðu um peningastefnu, valkosti og takmarkanir. Seðlabankinn verður að stuðla að aukinni fræðslu á mannamáli um peningastefnuna og gildi verðbólgumarkmiða. Ég veit að bankinn hefur þetta á stefnuskrá sinni. Seðlabankastjóri hefur t.d. sagt mér frá því að leikskólabörn hafi komið í heimsókn í bankann og sýnt verðbólgumarkmiðinu og miðlun peningastefnunnar góðan skilning. Ég trúði honum ekki. Punkturinn er hins vegar góður. Það er mikil alþjóðleg umræða í gangi um að engin þörf sé á að seðlabankar séu óskiljanlegir – því betri sem færri skilja þá. Þetta er sem betur fer að breytast.</p> <p>En peningastefnan er aðeins einn þáttur. Annar þáttur eru ríkisfjármálin. Alþingi samþykkti árið 2015 lög um opinber fjármál eftir langan aðdraganda og aðkomu flestra stjórnmálaflokka að undirbúningi þeirra. Með lögunum voru mörg framfaraskref stigin hvað varðar langtímasýn í ríkisfjármálum. Auknar skyldur eru lagðar á herðar ráðuneyta að gera grein fyrir markmiðum sínum í einstökum málaflokkum og málefnasviðum. Þó svo við stöndum okkur að mörgu leyti ágætlega í opinberum rekstri tel ég engu að síður að við eigum alltaf að leita leiða til að gera betur. Opinber rekstur snýst á endanum um hvernig við getum þjónað fólkinu í landinu sem allra best og styrkt undirstöður velferðarsamfélagsins. Því betur sem við stöndum okkur í nýtingu þeirra fjármuna sem er úr að spila því meiri verður árangurinn. Það er full ástæða til að auka kraftinn í að rýna það hvernig við verjum opinberu fé og gleymum því ekki að þar á pólitíkin að hafa áhrif. Eru öll störf nauðsynleg, öll verkefni, allar flugferðir? Er rammi og fyrirkomulag allra verkefna með bestum hætti, jafnvel í ljósi þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á því hvernig við vinnum?</p> <p>Fjármálaráðherra hefur hafið slíka vinnu um endurmat útgjalda sem á að vera eðlilegur hluti af allra vinnu við opinber fjármál. Íslensk stjórnvöld taka einnig þátt í tilraunaverkefni með nokkrum smærri hagkerfum, s.s. Skotlandi og Nýja-Sjálandi, sem ber yfirheitið Velsældarhagkerfin eða Well-Being Economies, þar sem reynt er að tryggja mjög skýr markmið innan ríkisfjármála þannig að aukin útgjöld stuðli að skýrum samfélagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi.</p> <p>Hafandi sagt þetta, þá þurfum við einnig að meta reynsluna af lögunum um opinber fjármál. Við þurfum að rýna hvort ramminn þarf að verða sveigjanlegri í ljósi þess að breytingar innan árs hér á landi geta verið með þeim hætti að þær sprengja rammann. Staða hagkerfisins núna kann að skapa okkur gott tækifæri til að meta nákvæmlega þetta. Það sem við sjáum nú þegar hins vegar er að aukið skipulag á fjármálum hins opinbera hefur skilað þannig stöðu að þegar um hægist í hagkerfinu eins og nú er staðan góð skuldastaða hins opinbera hefur þróast með jákvæðum hætti og ríkissjóður er rekinn með verulegum afgangi sem gerir það að verkum að stjórnvöld geta tekist á við áföll án þess að þurfa að umsnúa öllum sínum rekstri.<br /> <br /> Kæru gestir.</p> <p>Á undangengnu ári hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á það að samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins verði komið í fastara form.</p> <p>Við höfum staðið fyrir óformlegu samráði og það hefur komið mörgum málum á hreyfingu og stuðlað að betri skilningi á milli aðila um þau úrlausnarefni sem fyrir liggja. Einn þáttur í heilbrigðum vinnumarkaði er að hafa formlegan vettvang þar sem allir aðilar koma saman og eru stjórnvöldum til ráðgjafar um leiðir og aðferðir til að tryggja undirliggjandi markmið sem eru félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki; en við getum líka kallað velsæld; það er öflugt velferðarsamfélag og blómlegt efnahagslíf, sem að mínu mati eru órjúfanlegir þættir – forsenda hvors annars. Til þess að skapa aukinn stöðugleika á vinnumarkaði tel ég mikilvægt að formgera þetta samráð og auka vægi þess á vettvangi Þjóðhagsráðs. Þar munu sitja saman fulltrúar ríkis og sveitarfélaga, heildarsamtaka launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði og atvinnurekenda. Þar er ekki unnið í bakherbergjum heldur með gagnsæjum og opnum hætti. Við erum því miður enn ekki komin á þennan stað og þannig hefur Alþýðusamband Íslands ekki enn tekið sæti í Þjóðhagsráði, en ég bind þó vonir við að það geri það.</p> <p>Ísland er lítið hagkerfi. Þó að stoðum efnahagslífsins hafi fjölgað á undanförnum áratugum erum við enn viðkvæm fyrir sveiflum í einstökum atvinnuvegum og gengi stórra fyrirtækja getur svo sannarlega haft risavaxin áhrif á þjóðarbúið. Þegar vá steðjar að einstökum fyrirtækjum sem við öll vitum að getur haft áhrif á atvinnustig, hagvöxt og stöðu efnahagsmála almennt er það áminning fyrir hið opinbera að hafa yfirsýn yfir það þegar einstakar atvinnugreinar taka stökkbreytingum að umfangi og vera ávallt viðbúið að takast á við þær sveiflur sem slíkar stökkbreytingar kunna að valda.</p> <p>Stóru línurnar í þessu hljóta samt að vera þær að við viljum fjölga stoðunum undir íslenskt efnahagslíf til að draga úr áhrifum af sveiflum einstakra atvinnuvega. Um leið þurfum við að aðlaga íslenskt efnahagslíf að breyttum veruleika umhverfis- og loftslagsbreytinga þar sem þarf að tengja ákvarðanir í efnahagsmálum við ákvarðanir í umhverfismálum.</p> <p>Og hér skiptir stefna stjórnvalda máli. Við vitum ekki hver verður næsta ‚stóra atvinnugreinin‘ á Íslandi en með því að veðja á og auka verulega stuðning við nýsköpun og rannsóknir líkt og ríkisstjórnin hefur gert tryggjum við tækifærin til þess að stoðunum muni sannarlega fjölga.</p> <p>Ísland hefur löngum verið auðlindadrifið hagkerfi. Við reiddum okkur lengst af á fiskinn í sjónum. Orkusala til orkufreks iðnaðar hófst á sjöunda/áttunda áratugnum og var lykilatriði í stefnu íslenskra stjórnvalda fram yfir aldamótin þegar umhverfis- og náttúruverndarhreyfingin reis upp og benti á að cheapest energy prices-bæklingar stjórnvalda endurspegluðu gamaldags sýn á efnahagsmál sem stuðlaði ekki að raunverulegri framþróun.</p> <p>Uppbygging alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar sýndi ákveðinn vilja til að skapa aukna fjölbreytni og draga úr því hversu háð íslenskt hagkerfi var náttúruauðlindum en eins og annars staðar var uppbygging fjármálakerfisins ekki byggð á raunverulegri verðmætasköpun og beið sú uppbygging skipbrot í hruninu þar sem íslenskur almenningur upplifði aftur gúmmítékka-atvikið frá 1920.</p> <p>Ferðaþjónustan tók svo að vaxa, ekki síst eftir gosið í Eyjafjallajökli og markaðsátak íslenskrar ferðaþjónustu og stjórnvalda þar sem við fórum hamförum í að bjóða heiminum heim til okkar með stórkostlegum árangri. En ferðaþjónustan reiðir sig auðvitað líka á náttúruauðlindir okkar, einstaka íslenska náttúru sem er nýtt með því að njóta. Um leið hefur uppgangur ferðaþjónustunnar einkennst af stöðugum ótta um að nýtt hrun sé handan við hornið, öll erum við brennd af því að hafa fagnað um of í góðærinu 2007 og í sameiginlegu minni þjóðarinnar hvílir óttinn við annað hrun.</p> <p>En einn af lærdómunum er að við verðum að auka efnahagslega fjölbreytni. Við getum ekki eingöngu reitt okkur á náttúruauðlindir. Það gerum við auðvitað ekki nú. Allar þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og nýsköpun með þeim hætti að verðmætasköpun hefur aukist stórkostlega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í draga úr orkunotkun og um leið losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Besta dæmið um þetta er hugsanlega sjávarútvegurinn. Þó að hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi dregist saman frá því fyrir áratug endurspeglar þessi þróun hinn mikla hagvöxt og vöxt annarra atvinnugreina fremur en samdrátt í sjávarútvegi sem skapar tæpan fimmtung okkar útflutningstekna. Verðmætaaukning í greininni hefur m.a. byggst á þróun á vinnsluaðferðum og sjálfvirkni sem hefur gert það kleift að skapa meira virði byggt á veiðiheimildum sem ekki hafa aukist undanfarin ár. Framþróun í sjávarútvegi hefur einnig leitt til þess að á tuttugu ára tímabili þá hefur losun koltvísýrings vegna sjávarútvegs og matvælaframleiðslu dregist saman um 48% (1995-2016).</p> <p>Störfum í landbúnaði hefur fækkað á sama tíma og framleiðni hefur aukist. Framleiðni á mann jókst um tæplega 40% á árunum 2008-2015. Hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu hefur haldist nokkuð stöðugt sem þýðir að vöxtur í greininni hefur haldið í við þann mikla hagvöxt sem hefur verið undanfarin ár. Ólíkar greinar landbúnaðarins vinna nú að stefnumótun um það hvernig þær geta lagt sitt af mörkum við að stefna að markmiðinu um kolefnishlutlaust Ísland og þar hafa til dæmis garðyrkjubændur og sauðfjárbændur lagt fram raunhæfar aðgerðaáætlanir sem auka mjög bjartsýni um að við getum náð þessu markmiði.</p> <p>Það er þekkt staðreynd að tekjur af ferðaþjónustu hafa stóraukist. Á örfáum árum hefur hlutur ferðaþjónustu í útflutningstekjum farið í tæp 40% árið 2018. Ferðaþjónustan hefur verið mesti drifkrafturinn í þeim hagvexti sem hér hefur ríkt undanfarin ár. En um leið stendur ferðaþjónustan ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegum áskorunum heldur líka þeirri staðreynd að vera mjög háð fluggeiranum sem eðli máls samkvæmt er einn stærsti losunarvaldur í heiminum en ferðaþjónustan er ásamt stóriðju sú atvinnugrein sem losar mest af koltvísýringi og losa ferðaþjónustutengdar greinar nú fjórfalt á við sjávarútveg.</p> <p>Stóriðjan er svo þriðja stóra stoðin en álframleiðsla er nú um fimmtungur útflutningsverðmætis. Losun á hverja framleiðslueiningu í stóriðju hefur hins vegar minnkað á síðustu áratugum. Þessi ávinningur hefur þó verið minni en sem nemur aukinni losun frá hinni miklu uppbyggingu stóriðju sem hefur verið frá 1990 en losun frá iðnaðarferlum meira en tvöfaldaðist hér á landi á árunum 1990-2016. Verulegur samdráttur í losun í þessum geira verður vart mögulegur nema með tilkomu nýrrar tækni, svo sem niðurdælingu koldíoxíðs sem ætti að vera mögulegt til lengri tíma litið.<br /> En það er líka mikilvægt að skapa aukin verðmæti úr þeim auðlindum sem aldrei þrýtur/þrjóta. Þar á ég að sjálfsögðu við hugvitið og þann ótrúlega árangur sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa náð í því að skapa verðmæti þar sem menn sáu áður ekki tækifæri.</p> <p>Við sem spiluðum Matador okkur til skemmtunar á níunda áratugnum hefði ekki dottið það í hug að unnt væri að skapa verðmæti og störf með því að skapa heilan sýndarveruleika úti í geimi þar sem hundruð þúsunda leika sér við það að byggja upp viðskiptaveldi, kaupa og selja hráefni og vörur og mynda bandalög í viðskiptablokkum. Hverjum hefði dottið það í hug?<br /> <br /> Þegar pabbi minn kom heim úr vinnunni einn daginn á níunda áratugnum líka og lýsti hrifningu sinni á nýjum fiskivogum sem ungir menn væru að hanna óraði engan fyrir því nýsköpunarveldi á sviði matvælaframleiðslu sem Marel er nú orðið.<br /> <br /> Og hverjum hefði dottið í hug að fólk sem missti útlimi ætti eftir að öðlast nýja tilveru með íslensku hugviti á sviði gerviútlima sem stýrt er af gervigreind sem jafnast á við mannshugann.</p> <p>Fjölda nýrra fyrirtækja hefur verið komið á fót á síðustu tveimur áratugum, mörg með áherslu á nýsköpun og upplýsinga- og samskiptatækni. Á árunum 2010-2016 jukust tekjur fyrirtækja í þessum greinum um 50% að raunvirði og útflutningsverðmæti þessara fyrirtækja nánast tvöfaldaðist á einungis fimm árum.</p> <p>Afl þekkingarinnar er að skapa nýjan veruleika og ný verðmæti þar sem fólk sá ekki áður tækifærin. Og þekkingin er ekki einungis á sviði hinnar hefðbundnu tækni. Íslenskir listamenn hafa margir hverjir skapað Íslandi nafn. Ný-sjálenskur ráðherra lýsti yfir aðdáun sinni á íslenskri tónlist við mig um daginn, og spurði hvernig á því stæði að þetta litla land byggi yfir svona miklum sköpunarkrafti á sviði tónlistar. Ég stillti mig um að koma með hefðbundna nýaldarsvarið um orkuna í jörðinni og sagði tónlistarmenntun.</p> <p>Menntun, rannsóknir og nýsköpun er það sem mun tryggja velgengni íslensks efnahagslífs og samfélags inn í framtíðina, menntun sem mun gera hverjum og einum kleift að skapa sín eigin tækifæri og búa til ný verðmæti úr engunema hugviti. Þess vegna hafa stjórnvöld sett aukið fé í menntun og rannsóknir, þess vegna ætlum við að nýta arðinn af orkuauðlindinni meðal annars til að fjárfesta í nýsköpun. Það er vegna þess að þetta er sú auðlind sem mestu mun skipta til að íslenskt efnahagslíf hvíli á fjölbreyttari stoðum til framtíðar. Og þetta er sú auðlind sem mun hjálpa okkur að þróa efnahagslífið þannig að við getum tekist á við loftslagsbreytingar.</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Eins og ég sagði áðan þá stendur Seðlabankinn á tímamótum. Framundan eru lagabreytingar þar sem tvær stórar stofnanir munu verða ein. Slík sameining er alltaf flókin fyrir stjórnendur og starfsfólk og þar munu koma upp fjöldamörg álitamál, stór og smá, sem mun þurfa að bregðast við. Framundan er þingleg meðferð málsins sem mun vonandi hefjast í næstu viku og ég bind vonir við að umræðan um þetta stóra mál verði fagleg og málefnaleg. Á grundvelli allrar þessarar vinnu getum við haft væntingar til þess að hægt verði að efla bankann enn frekar þannig að hann geti enn betur en áður sinnt sínum mikilvægu verkefnum. Ég vil á þessum tímapunkti þakka starfsfólki FME og Seðlabankans fyrir gott samstarf við undirbúning þessa frumvarps. En þetta eru ekki einu tímamótin heldur mun Seðlabankastjóri láta af störfum nú í sumar og eins og komið hefur fram í fréttum eru allmargir sem sækja um stöðu Seðlabankastjóra. Ég vil að lokum nýta þetta tækifæri hér í dag og þakka Seðlabankastjóra samstarfið og sömuleiðis vil ég þakka starfsfólki bankans sem staðið hefur vaktina en óhætt er að segja að undanfarin tíu ár hafi verið miklir umbrota- og örlagatímar í íslensku samfélagi. Ég þakka kærlega fyrir ykkar framlag á þessum tímum.</p> <br />
07. mars 2019Blá ör til hægriIðnbyltingin fyrir okkur öll - Grein eftir Katrínu Jakobsdóttir sem birtist í Viðskiptablaðinu 7. mars 2019<p>Iðnbylting fyrir okkur öll</p> <p>Líklega hefði frægasta ástarsaga sögunnar aldrei orðið til ef öll tækni samtímans hefði verið komin fram á þeim tíma. Augljóslega áttu Rómeó og Júlía ekki samleið, þau hefðu örugglega ekki lækað sömu hlutina á samfélagsmiðlum og þau hefðu ábyggilega haft gjörólíkan prófíl. En Rómeó og Júlía gátu ekki leitað til algríms um hvaða maki hentaði þeim og því urðu þau ástfangin með tilheyrandi óhamingju og dauða. Framtíð sem líklega er handan við hornið mun hins vegar bjóða fólki að geta leitað til margs konar algríma og fengið það útreiknað með hjálp gervigreindar hvaða maki hentar í raun og veru. Minni dauði, minni óhamingja … en kannski ekki eins góðar ástarsögur.</p> <p>Um þessa möguleika fjallar Yuval Noah Harari í bók sinni Homo Deus þar sem hann fer yfir möguleg áhrif tæknibyltingarinnar á mannkynið. En tæknin mun ekki einungis geta haft áhrif á ástina. Ný skýrsla nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sýnir að tæknibreytingar munu hafa umtalsverð áhrif á íslenskan vinnumarkað og samfélag. Ákvarðanir stjórnvalda munu skipta verulega máli til að tryggja að ávinningur tæknibreytinga skili sér til allra með réttlátum hætti, auki jöfnuð og um leið hagsæld samfélagsins.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að nefndin hafi fengið aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þessu hlutfalli svipar til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa breytist lítið. Út frá þessari spá er líka hægt að sjá að breytingarnar snerta ólíka hópa með ólíkum hætti, til dæmis er því spáð að karlar verði fyrir meiri áhrifum en konur.</p> <p>Þá kemur einnig fram að Ísland er tæknilega vel í stakk búið til að takast á við tæknibreytingar þar sem tæknilegir innviðir eru hér sterkir, atvinnulífið hefur verið öflugt að innleiða nýja tækni og landsmenn almennt vel nettengdir. Hins vegar erum við Íslendingar eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að framlögum fyrirtækja til rannsókna og þróunar, getu til nýsköpunar og í fleiri þáttum sem eru undirstaða þess að efla þekkingariðnað og skapa fjölbreyttara atvinnulíf.</p> <p>Núverandi ríkisstjórn leggur mikla áherslu á rannsóknir og nýsköpun og hefur aukið fjárfestingar og fjárveitingar til málaflokksins verulega. Í þessum málaflokki hefur stefnumótun stjórnvalda skipt miklu máli, allt frá því að lög um starfsumhverfi nýsköpunar voru sett árið 2009. Á þessu ári nema framlög stjórnvalda til nýsköpunar, rannsóknar- og þekkingargreina tæpum 15 milljörðum sem er tæplega 10% aukning frá fyrra ári. Til stendur að setja sérstaka fjármuni í nýja markáætlun en hluta af því fjármagni er ætlað að mæta svokölluðum samfélagslegum áskorunum. Þær lúta að umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og þeim áhrifum sem tæknibreytingar munu hafa á líf og störf okkar allra. Frekari fjárfesting er fyrirhuguð í nýsköpun með fjármunum sem renna munu til íslenska ríkisins af arði Landsvirkjunar og á vettvangi nýsköpunarráðherra er unnið að mótun nýsköpunarstefnu.</p> <p>Annað sem stjórnvöld þurfa að skoða sérstaklega er menntun, bæði í leik-, grunn- og framhaldsskólum en líka þarf að efla enn frekar símenntun. Áhugavert er að sjá að margir þeirra færniþátta sem nú teljast hvað mikilvægastir til að takast á við tæknibyltinguna eru áberandi í Aðalnámskrá frá árinu 2011 og má þar nefna gagnrýna hugsun og sköpun. Annar færniþáttur sem telst mjög mikilvægur er tilfinningagreind – sem hugsanlega þarf að rækta betur í menntakerfinu. Þá er bent á það í skýrslunni að hlutfall þeirra sem eru menntaðir á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði er lægra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Menntamálaráðherra vinnur nú að menntastefnu til 2030 þar sem tekist verður á við meðal annars þessar spurningar.</p> <p>Að lokum er bent á það í skýrslunni að ný tækni vekur upp ný siðferðileg álitamál. Hver verður sjálfsákvörðunarréttur okkar þegar gervigreindinni verður falið að taka æ fleiri ákvarðanir? Og hvernig tryggjum við að ábatinn af framförunum nýtist öllum? Á alþjóðavettvangi er rætt um ýmsa möguleika á alþjóðlegum sáttmálum um notkun gervigreindar í þágu alls mannkyns. Á öllum þessum sviðum; hvort sem er á vinnumarkaði, í rannsóknum og nýsköpun, í menntun og á sviði löggjafar og alþjóðaumræðu eigum við Íslendingar tækifæri, tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – með það skýra markmið að koma öllum almenningi til góða.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir </p> <br />
14. febrúar 2019Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi - 2019<p > Kæru þátttakendur á Viðskiptaþingi! <br /> <br /> Óvissa er þema dagsins í dag. Og við lifum svo sannarlega á óvissu tímum. Ég þarf ekki að tíunda hér óvissuna á alþjóðavettvangi þar sem hið eina fyrirsjáanlega er hið ófyrirsjáanlega. Ég þarf ekki að tíunda óvissuna sem sprettur af tæknibreytingum sem hafa brostið á með meiri hraða en við höfum áður séð. Óvissan vegna loftslagsbreytinga er alltumlykjandi. Skógareldar og þurrkar annars staðar á Norðurlöndum síðasta sumar komu öllum í opna skjöldu. Pólitísk óvissa var orðin eitthvað sem við Íslendingar vorum orðin útlærð í en nú þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því lengur! Og fyrir ykkur hér sem starfið í íslensku atvinnulífi getur allt þetta valdið aukinni óvissu í ykkar starfi.</p> <p>Hvert er þá hlutverk leiðtogans á óvissutímum? </p> <p>Byrjum á byrjuninni. Hvað gerir fólk að leiðtogum? Stundum þarf ekki meira til en að sá sem er viss í sinni sök taki hreinlega að sér leiðtogahlutverkið. Sú sem segir í hópi háskólanema í Kaupmannahöfn: „Það er þessi lest!!”-og teymir allan hópinn upp í lest á leið til Jótlands þegar ætlunin var að fara í miðbæ Kaupmannahafnar. (já, ég játa það var ég). En slíkur leiðtogi endist nú líklega ekki lengi ef hann ætlar alltaf að klára allt á sjálfstraustinu. Nú eða brosinu. Eitt það fyrsta sem ég heyrði þegar ég kom inn á þing var eldri þingkarl sem tilkynnti mér það í fatahenginu að ég skyldi ekki halda það að ég gæti brosað mig í gegnum þetta starf. </p> <p>Mér er þetta alltaf minnisstætt því að það var vissulega rétt hjá honum að því leytinu til að það endist líklega enginn sem leiðtogi ef hann eða hún tekur aldrei slaginn. En um leið fannst mér þetta neikvætt viðhorf í garð okkar sem gleðjumst jafnvel þó að það gangi ýmislegt á og ekki allt gott.</p> <p>Þannig að já, leiðtogi þarf að geta tekið slaginn og verið áræðinn þegar taka þarf af skarið (jafnvel þó að maður geti endrum og eins villst upp í rangan lestarvagn). Og hann þarf líka að geta glaðst og smitað þeirri gleði út frá sér til að fá fólkið sitt með sér. En það er ekki nóg. Á óvissutímum þarf leiðtogi að geta hlustað á og skilið raddir samstarfsfólks síns, viðskiptavina, fjárfesta. Fyrir okkur stjórnmálamenn snýst þetta um að hlusta hvert á annað, á kjósendur, á samstarfsfólk okkar í sveitarstjórnum, verkalýðshreyfingu, atvinnulífi og stofnunum. </p> <p>Þannig að það skiptir máli fyrir leiðtoga að hlusta. Í öðru lagi að leitast eftir því að skilja og þar með hugsa. Í þriðja lagi skiptir líka máli að taka slaginn. En í fjórða og síðasta lagi þarf líka að gleðjast og leyfa sér að vera spenntur yfir framtíðinni.</p> <p>Fyrir mér er það eitt stærsta verkefni okkar stjórnmálamanna að tryggja að Ísland verði ekki þeirri sundrungu að bráð sem við sjáum í ýmsum samfélögum í kringum okkur. Sundrungu sem skiptir fólki vestan hafs og austan í tvær fylkingar sem ekki skilja hvor aðra og vilja ekki skilja hvor aðra. Sama við hvern maður ræðir um þessi mál; ef við hlustum þá heyrum við sömu söguna, bara með ólíkum blæbrigðum. Fólk sem upplifir sig útundan í samfélaginu bregst við með því að kjósa nýtt upphaf. Eitthvað nýtt sem ber í sér fyrirheit að standa gegn kerfinu sem fólk telur að hafi brugðist. </p> <p>Ef við hlustum á þessi sjónarmið er mikilvægt að reyna að skilja og hugsa. Einhver kynni að segja að það sé engin hætta á þessu á Íslandi. Hér erum við öll saman. Tekjujöfnuður mestur af öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við, almenn menntun, gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, mikil lýðræðisleg þátttaka. En á tímum þar sem umræðu verður ekki stjórnað, þar sem fleiri hafa fengið rödd, en líka þar sem auðvelt er að dreifa falsfréttum innan um aðrar fréttir, jafnvel í samfélagi þar sem við eigum langa sögu um að treysta hvert öðru, er slík samstaða ekki sjálfgefin.</p> <p>Það finnum við nú þegar við stöndum frammi fyrir því að gera kjarasamninga þar sem uppi eru ríkar kröfur um að hækka lægstu laun. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið að benda á að efnahagslegt svigrúm sé lítið. Ég geri engan ágreining um að það er mikilvægt að kjarasamningar séu í takti við stöðuna í efnahagslífinu hverju sinni. En á slíkum tímum hljóta stjórnendur í atvinnulífi að vera reiðubúnir að leggja sjálfa sig undir. Að sýna ábyrgð í launastefnu. Að hugsa um heildina, frekar en sig sjálfa.</p> <p>Ég hlustaði á verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur sem sögðu mér það að kjararáðsfyrirkomulagið gengi ekki. Sem sögðu mér að slíkt fyrirkomulag væri ógagnsætt og eilíf uppspretta átaka um kaup og kjör. Og ég hlustaði. Við settum af stað vinnu, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins undir óháðum formanni, og fengum tillögu um nýtt fyrirkomulag sem breytir þessu fyrirkomulagi þannig að tryggt er að það er gagnsætt, og við, æðstu embættismenn landsins erum ekki leiðandi í launaþróun. Vegna nýjustu fregna af launaþróun forstjóra opinberra hlutafélaga sýnist mér augljóst að það þarf að skrifa það mun skýrar í starfskjarastefnu hins opinberra til hvers er ætlast í þeim efnum. Reynslan sýnir að stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og gefa mjög skýr fyrirmæli í þessum málum.</p> <p>Það skiptir máli að hlusta á það sem bæði verkalýðshreyfing og atvinnurekendur hafa sagt í þessum málum. Og það skiptir máli að sýna skilning í verki. Það er ekki í boði að biðja fjöldann að hafa sig hægan. Fólkið á lægstu laununum er ekki eitt að fara að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Það er ekki þannig. Þannig að þegar við ræðum um samkeppnishæf laun stjórnenda þá leyfi ég mér að efast um að ekki sé hægt að fylla lausar stöður stjórnenda og forstjóra bæði á almennum og opinberum markaði þó að hóflegri launastefnu sé fylgt í raun. Ef stjórnendur vilja vera leiðtogar þá hlusta þeir ekki aðeins á stjórnvöld heldur líka á samfélag sitt, enda eru þeir hluti af því sama samfélagi. Og þeir sýna skilning með því að sýna ábyrgð og ganga á undan með góðu fordæmi. Annars missa þeir hópinn sinn upp í ranga lest. Og það er ekki gott mál á óvissutímum.</p> <p>Þetta var um fyrstu tvö atriðin sem ég held að skipti máli fyrir leiðtoga. Að hlusta. Og að skilja. En ég vil líka segja það að við sem viljum tryggja hér áframhaldandi velsæld fyrir landsmenn alla verðum að vera reiðubúin að taka slaginn til að tryggja hana. Hún verður ekki tryggð ef landsmenn fara að upplifa að hér búi tvær þjóðir. Við höfum átt því láni að fagna að við erum öll á sama báti. Við erum saman hér og þar. Í grunnskólanum. Í heilsugæslunni. Í sundlaugunum. Það eru nú kannski ekki margir hér sem taka oft strætó en kannski einhverjir og verða svo miklu fleiri með borgarlínunni, ekki satt. Og spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er: Hvaða slag erum við tilbúin að taka til að halda þessum verðmætum sem um leið hafa orðið til þess að Ísland skipar sér í hóp þeirra landa þar sem almenn hagsæld og velferð er hvað mest í heiminum? Ég er tilbúin til að leggja ansi mikið undir til að viðhalda þessu samfélagi þar sem býr aðeins ein þjóð því ég veit að það er mikilvægt fyrir efnahaginn. En ég veit líka að það er bæði réttlátur og réttur slagur að taka.</p> <p>Og þegar við ræðum samfélagslega ábyrgð atvinnulífsins þá skiptir máli að við séum meðvituð um að hún fjallar ekki um eitthvað eitt. Spáum í eitt.</p> <p>Hvað haldið þið að séu margir stjórnendur í atvinnulífinu af erlendu bergi brotnir? Hvað haldið þið að séu margir hér inni af erlendu bergi brotnir? </p> <p>Ég skal segja ykkur hvernig þetta er í Stjórnarráðinu. Það er einmitt þannig að í dag starfar enginn með erlent ríkisfang hjá Stjórnarráði Íslands og sú hefur verið raunin að minnsta kosti undanfarin þrjú ár. Af ársverkum unnum hjá ríkinu í fyrra voru aðeins 3-4% þeirra unnin af fólki með erlent ríkisfang. </p> <p>Samt eru útlendingar á Íslandi 12,6% prósent og það hlutfall hefur aldrei verið hærra en 2018.</p> <p>Og íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi brotnir eru 2,3% - rúmlega átta þúsund manns. PISA-könnunin sýnir að börnum með erlendan uppruna líður verr í skóla en börnum sem eru fædd hér og með íslenska foreldra. Mun færri þeirra halda áfram í framhaldsskóla og þá er nærtækt að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á tækifærin í atvinnulífinu í framhaldinu.</p> <p>Við getum líka velt fyrir okkur hvert hlutverk innflytjenda er almennt innan fyrirtækja og hvaða hlutverkum þau sinna helst. Hvaða möguleika til framgangs í starfi þau hafa og hvort þau tækifæri séu sambærileg þeim sem hér fæðast eru. </p> <p>Í þessu samhengi verð ég líka að minnast á þá sameiginlegu ábyrgð okkar allra að taka á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Það er mælikvarði á heilbrigðan vinnumarkað hvernig farið er með launafólk. Ábyrgð stjórnvalda er rík en á sama tíma er þetta samfélagslegt viðfangsefni. Þess vegna er sú sátt sem náðist um aðgerðir í starfshópi félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum nýlega algjört lykilatriði. Í hópnum komu saman fulltrúar hins opinbera, atvinnurekenda, verkalýðshreyfingarinnar, lögreglu, eftirlitsstofnana og skattayfirvalda. Ég leyfi mér að vera bjartsýn um að við náum að uppræta þessa meinsemd sem á ekki að líðast í okkar samfélagi með samhentu átaki. </p> <p>Við viljum nefnilega ekki að hér verði til tvær þjóðir. Við viljum ekki að hér verði til hópar sem eru jaðarsettir í menntakerfinu, jaðarsettir á vinnumarkaði, jaðarsettir í samfélaginu. Viljum við ekki öll hlusta og skilja það sem við höfum séð gerast annars staðar og vinna að því að hér verði áfram eitt samfélag fyrir okkur öll? Er það kannski hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja? Ég held að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snúist um að taka slaginn fyrir samfélagið á miklu breiðari grunni en við erum kannski vön að tala um. Og ég held að þeir leiðtogar sem staddir eru hér inni í dag geti lagt gríðarlega mikið af mörkum í því að tryggja að hér verði áfram samfélag fyrir okkur öll, líka þegar það hver við öll erum er á mikilli hreyfingu. Nýir Íslendingar eru mikilvæg viðbót við okkar samfélag og efnahag og með því að tryggja þeim menntun og fulla þátttöku í atvinnulífinu, gera þeim kleift að nýta hæfileika sína og áhuga og starfsorku, munum við um leið njóta fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri efnahags. Þetta er umfangsmikið og mikilvægt verkefni sem við verðum að forgangsraða ekki seinna en núna. </p> <p>Fyrir rúmum tíu árum varð hér hrun. Ísland hefur náð ótrúlegum árangri í að ná sér á strik, með öflugum hagvexti og mikilli atvinnuþátttöku (atvinnuleysi hefur verið í algjöru lágmarki). Nýjar atvinnugreinar hafa sprottið fram og staða ríkissjóðs er góð í alþjóðlegum samanburði. Skuldir hafa verið greiddar hratt niður en nú hefur hið opinbera ákveðið að auka fjárfestingu sína enda rétti tíminn nú, þegar hægist á hagvexti. Slíkar framkvæmdir tryggja í senn atvinnustig og eru fjárfesting til framtíðar. Hjá okkur eru þó flóknar áskoranir eins og víða annars staðar, kannski þær helstar að gæta þarf að því sveiflur verði ekki of miklar og efnahagslegur og félagslegur stöðugleiki haldist í hendur. Við höfum einstakt tækifæri til að horfa til langs tíma. </p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Ég stóð hér í fyrra og og grínaði svolítið svo að þið færuð nú ekki alveg á taugum yfir að vinstrimaður væri nú orðinn forsætisráðherra. En þá talaði ég líka um aðrar stórar áskoranir. Tæknibreytingar og loftslagsbreytingar. Og þá er komið að því fjórða sem ég nefndi sem mér finnst skipta máli fyrir leiðtoga. </p> <p>Það er mikilvægt að leyfa sér að gleðjast og vera spenntur yfir framtíðinni. Við eigum að líta á tæknibreytingar sem stórkostlegt tækifæri sem við getum verið spennt fyrir. Þar þurfum við að hafa markmiðin á hreinu. Að fólkið njóti ávaxtanna af aukinni sjálfvirknivæðingu og að við tryggjum að hún auki ekki ójöfnuð heldur öfugt. Að tæknibreytingar sem þegar hafa gerbreytt samfélagslegri umræðu verði ekki til þess að auka sundrungu og uppnám í opinberri umræðu heldur tryggi það að allir fái að nýta sína rödd og að við hlustum eftir því við mótun samfélagsins. Ef við höldum vel á spilunum, styðjum við menntun þannig að við öll eigum jöfn tækifæri og fjárfestum með markvissum hætti í rannsóknum, þróun og nýsköpun í grænni tækni, getur tæknin þjónað okkur í mikilvægustu verkefnum samtímans, sem er að tryggja öllum velsæld og hagsæld og tryggja jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags.</p> <p>Tækifærin eru til staðar og ég er spennt fyrir framtíðinni. Og ég get ekki annað en glaðst yfir þeim viðtökum sem aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum hefur fengið frá atvinnulífinu. Ólíkir geirar hafa talað sig saman og sýnt marktækt frumkvæði í því að finna lausnir þannig að saman getum við náð því markmiði að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040. Hvort sem litið er til Samtaka iðnaðarins, bænda, sjávarútvegsfyrirtækja, ferðaþjónustu eða nýsköpunar – við erum öll komin á sama spor. Ég hitti sjómann um daginn sem þakkaði mér fyrir að hafa rætt um súrnun sjávar í einhverri ræðunni einhvers staðar. Hann orðaði það svo: Við sem erum úti á sjó, við sjáum þetta gerast og við vitum að það þarf að bregðast við.</p> <p>Við vitum öll hér að loftslagsbreytingar kalla á við vinnum öll saman. Og við erum komin af stað. Við endurnýjun búvörusamninga við sauðfjárbændur voru í fyrsta sinn eyrnamerktir fjármunir í kolefnisbindingu. Við munum skrifa undir nýjan samstarfsvettvang stjórnvalda og iðnaðarins um framlag Íslands í loftslagsmálum og grænar lausnir á næstunni. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu fund núna nýlega með forsvarsmönnum fernra heildarsamtaka í atvinnulífinu um hvernig má móta matvælastefnu sem rímar við loftslagsstefnu stjórnvalda og að lögð verði áhersla á lýðheilsu, fæðu- og matvælaöryggi. Og samkvæmt öllum skoðanakönnunum færast loftslagsmálin ofar á forgangslista almennings og eru þegar farin að hafa áhrif á hegðun okkar og neysluvenjur. </p> <p>Ég leyfi mér að gleðjast yfir þessari samheldni sem ég finn í hugum stjórnvalda, atvinnulífs og almennings. Og ég þakka atvinnulífinu fyrir að bregðast vel við. Hér í þessu herbergi eru margir leiðtogar sem munu þurfa að draga þennan vagn til að tryggja að við leggjum okkar af mörkum og tryggjum um leið gott samfélag og efnahag.</p> <p>Ég sagði hér í upphafi minnar ræðu að það ríkti óvissa um margt í alþjóðlegu samstarfi. En eigi að síður hafa þjóðir heims komið sér saman um mörg mikilvæg markmið sem kalla má leiðarvísi að betri heimi fyrir alla þá sem vilja leiða sitt lið í þá átt. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einróma samþykkt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Heimsmarkmiðin eru stóra framkvæmdaáætlunin í átt að aukinni sjálfbærni og um leið betri heimi. Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Markmiðunum verður hins vegar ekki náð nema við leggjumst öll á eitt og þar gegna fyrirtæki mikilvægu hlutverki. </p> <p>Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig aðalfyrirlesarar dagsins hafa tengt starf sitt við heimsmarkmiðin. „Mr. Polman and Ms. Keller, I‘m saying how greatly I appreciate how you have included the Sustainable Development Goals in your work. I know you have inspired many.“ <br /> <br /> Kæru gestir.</p> <p>Ásta bað mig að segja ykkur eina persónulega sögu hér í dag og sagan átti að vera um hið ógurlega kynngimagnaða ferðalag mitt frá því að vera stigavörður í Gettu betur yfir í það embætti sem ég gegni nú. Ég hef nú eiginlega verið hálf lens yfir þessari spurningu en líklega er svarið það að þetta er nákvæmlega sama manneskjan. Það er að segja að vera sú sem segir alltaf já við öllum áskorunum af því að hún vill prófa þær og vita hvað gerist. Þess vegna hef ég ekki bara verið stigavörður og forsætisráðherra heldur líka ferðast til Búlgaríu til að tala við tuttugu og sjö manns um lýðræði, haldið aðalerindi á ráðstefnu breskra gervigreindarvísindamanna sem ég veit ekki enn af hverju báðu mig að mæta, og verið virkur félagi í Hinu íslenska töframannafélagi án þess að kunna neitt að galdra. Ætli þetta snúist ekki um að segja já – en það er einmitt það sem við þurfum að gera og vera reiðubúin að gera saman til að takast á við þessar stóru áskoranir sem aldrei hafa verið fleiri á óvissutímum. Og ef við erum reiðubúin til þess kemur eitthvað gott út úr því.</p> <br />
25. janúar 2019Blá ör til hægriÞað er hægt að leysa húsnæðisvandann - Grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2019<p>Það er hægt að leysa húsnæðisvandann <br /> <br /> Húsnæðismál hafa lengi verið í eldlínunni í pólitískri umræðu. Braggahverfi Reykjavíkur voru til umræðu í hverjum kosningunum á fætur öðrum um miðbik aldarinnar og á forsíðum blaðanna mátti reglulega lesa fréttir um húsnæðisvandann með stríðsletri. Þessi vandi hefur varað árum og áratugum saman. <br /> <br /> Þó að braggahverfin heyri nú sögunni til þá viljum við öll búa við öryggi og fyrirsjáanleika í húsnæðismálum og að þau séu ekki of íþyngjandi. Því miður hafa mörg átt í vanda með að tryggja sér þak yfir höfuðið á undanförnum árum og því undrar engan að úrbætur á húsnæðismarkaði hafa verið ein af aðaláherslum verkalýðshreyfingarinnar.</p> <p>Átakshópur um húsnæðismál skilaði tillögum sínum í byrjun vikunnar. Tillögurnar eru 40 talsins í sjö flokkum og eru mikilvægt og jákvætt innlegg. Hópurinn var skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga, launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði og atvinnurekenda. Vinna hópsins var umfangsmikil og markmiðið að leggja til fjölbreyttar lausnir á húsnæðisvandanum.</p> <p>Nú liggur fyrir greining á umfanginu þegar kemur að húsnæðisframboði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er fyrirhuguð á næstu árum og áætlað er að um 10.000 íbúðir verði byggðar á árunum 2019 til 2021. Niðurstöður hópsins eru að eftir muni standa íbúðaþörf upp á um 2000 íbúðir í lok tímabilsins og leggur til leiðir til þess að hægt sé að brúa þetta bil. <br /> <br /> Tillögur hópsins til að hraða þessari uppbyggingu eru meðal annars þær að styrkja þurfi grundvöll almenna íbúðakerfisins með áframhaldandi stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og draga þannig úr húsnæðiskostnaði tekjulágs fólks og tryggja um leið betur öruggan húsnæðismarkað. Þá er lagt til að leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, SA og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. <br /> <br /> Fjölgun á hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir tekjulága þannig að dregið verði úr húsnæðiskostnaði og húsnæðisöryggi verði betur tryggt er leiðarljós tillagnanna. Liður í því eru tillögur um að efla vernd leigjenda og tryggja betur réttindi þeirra. <br /> <br /> Til þess að hraða uppbyggingu eru lagðar til aðgerðir sem miða að því að stytta byggingartíma. Margar þeirra snúast fyrst og fremst um aukna rafræna stjórnsýslu og að einfalda aðgengi að upplýsingum og gögnum. Slík einföldun á þó ekki að koma niður á gæðum. Aukin áhersla á að halda miðlægt utan um öll gögn, bæði hvað varðar húsnæðismarkaðinn almennt og allt sem lýtur að byggingaframkvæmdum, mun skila betri yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn, einfalda stjórnvöldum ákvarðanir og stefnumótun til lengri tíma, og gera öllum aðilum auðveldara um vik sem tengjast skipulags- og byggingarmálum. <br /> <br /> Þá fjallaði hópurinn sérstaklega um samgöngumál í tengslum við uppbyggingu á nýju húsnæði enda mikilvægt að við sköpum ekki nýjan vanda þegar við leysum úr öðrum. Lögð er áhersla á greiðar samgöngur, ekki síst almenningssamgöngur, og að öll uppbygging sé í samhengi við uppbyggingu í samgöngumálum. <br /> <br /> Samstaða var um tillögurnar og í þeim felast skýr leiðarljós fyrir ríki, sveitarfélög, samtök launafólks og atvinnurekenda. <br /> <br /> Stjórnvöld hafa lýst yfir einbeittum vilja sínum á undanförnum mánuðum til að finna lausnir á því ástandi á húsnæðismarkaði sem hefur ríkt og hefur reynst mörgum þungt. Það hafa heildarsamtök launafólks og samtök atvinnurekenda einnig gert. Öryggi og fyrirsjáanleiki í húsnæðismálum er forgangsmál og það er nauðsynlegt að taka markviss skref til að lækka hlutfall húsnæðiskostnaðar hjá fólki, sérstaklega þeim sem lægri tekjur hafa. <br /> <br /> Með niðurstöðum átakshópsins hefur vandinn verið skilgreindur og færar leiðir til úrbóta sömuleiðis. Nú verður vinnunni haldið áfram. Látum þennan vanda ekki verða til umræðu í mörgum kosningum í viðbót eins og braggahverfin voru á sínum tíma. Tökum höndum saman og leysum hann. </p>
31. desember 2018Blá ör til hægriÁramótaávarp forsætisráðherra 2018<p>Kæru landsmenn!</p> <p>Ég átti því láni að fagna í sumar að heimsækja slóðir Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Það Ísland sem ég geymdi í hjarta mínu eftir þessa heimsókn reyndist mun stærra en það sem ég hafði áður þekkt. Þarna leynist stór hluti sögu okkar, stór hluti af Íslandi.</p> <p>Og tilfinningin fyrir þau sem þangað fóru undir lok 19. aldar. Að koma að ströndum ókunnugs lands þar sem slétturnar teygja sig svo langt sem augað eygir. Þar sem ýmist var kaldara eða heitara en á Íslandi, flugurnar stærri, farsóttirnar öðruvísi, tungumálið framandi. En aldrei gleymdu þau rótunum heima á Íslandi.</p> <p>Ekki var alltaf talað af virðingu um „fólkið sem fór“ eins og það var kallað. En þetta var þeirra val; það var jafn mikilvægt og val hinna sem ekki fóru. Fólkið sem fór á jafn mikla virðingu skilda og það sem eftir varð. Eitt af mikilvægustu verkefnum komandi ára er að vinna gegn eyðandi lítilsvirðingu gagnvart þeim sem eru skilgreindir öðruvísi og annars konar. Við eigum að taka undir einarða baráttu fólks sem hefur mátt þola margs konar lítilsvirðingu og neitar að þola hana lengur. <br /> <br /> Hinir miklu þjóðflutningar vestur um haf minna okkur einnig á hve erfitt gat verið að búa á Íslandi á 19. öld. Þeir minna á þá sáru fátækt sem ríkti hjá mörgum og hversu smá þjóðin gat oft virst gagnvart óblíðri náttúrunni. Þessir flutningar urðu í aðdraganda þess að Íslendingar urðu frjáls og fullvalda þjóð. Vestur-Íslendingar byggðu nýtt samfélag vestan hafs og hér byggðum við samfélagið sem við eigum nú saman á Íslandi.</p> <p>Fullveldissagan er saga framfara, raunar er allt svo gjörbreytt að stundum er eins og 19. öldin hafi aldrei verið. En íslenska samfélagið hefur þó aldrei aðeins snúist um efnahagslega velferð eingöngu heldur almenna velferð og jöfnuð. Ísland trónir nú á toppi ýmissa þeirra lista sem mæla hagsæld og velferð. Samfélagið hefur breyst, uppruni landsmanna er nú fjölbreyttari en árið 1918 og þeir eiga ólíka sögu og bakgrunn. Það er ekki nokkur vafi á því að fullveldið hefur verið aflgjafi til að ná öllum þessum árangri.<br /> <br /> Ágætu landsmenn</p> <p>Á örfáum árum hefur ferðaþjónusta orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga. Sjávarútvegur sem áður gnæfði yfir aðrar atvinnugreinar í útflutningstekjum og stóriðja koma þar á eftir. Sviptingar seinustu mánaða í flugrekstri sýna hins vegar glöggt að veður geta skipast skjótt í lofti og minna okkur á að fyrir lítið hagkerfi eins og hið íslenska skiptir öllu að byggja á fjölbreyttum stoðum. Hið mikla álag þessarar nýju útflutningsgreinar á innviði og náttúru minnir líka á að hröð uppbygging ferðaþjónustu er vandaverk sem krefst virðingar fyrir náttúru og samfélagi. Hingað kemur fólk til að berja einstaka náttúru augum. Hluti af sjálfbærri ferðaþjónustu er að vernda þessa sömu náttúru fyrir utan þá skyldu sem á okkur hvílir að vernda náttúruna og víðernin þeirra fyrir komandi kynslóðir.</p> <p>Vegna þess að sala náttúruauðlinda er og verður hverful atvinnugrein hefur aldrei verið mikilvægara að við Íslendingar horfum til hugvits og nýsköpunar til lengri tíma. Þráin til að komast lengra og vita meira, þekkingarleit þekkingarinnar vegna er ein mikilvægasta undirstaða framfara. Við eigum að leggja rækt við umhverfi þekkingarleitarinnar, halda áfram að byggja upp menntun og rannsóknir, við eigum að taka völdin í tæknibyltingunni og styrkja innviði þannig að fólk geti skapað sín eigin tækifæri á ólíkum sviðum. Stjórnvöld munu áfram leggja sérstaka áherslu á menntun, rannsóknir og nýsköpun, meðal annars með nýjum Þjóðarsjóði. Við lifum þá tíma að öllu skiptir að við horfum til lengri tíma en ekki einungis umræðna augnabliksins og líðandi stundar.</p> <p>Loftslagsbreytingar eru ein þeirra samfélagslegu áskorana sem við munum þurfa að takast á við. Stjórnvöld kynntu sína fyrstu aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í haust í Austurbæjarskóla sem var fyrsta byggingin sem tengdist hitaveitu 1930. Lykiláherslur aðgerðaáætlunarinnar eru orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Orkuskipti í samgöngum munu geta haft sömu áhrif og hitaveitan hafði; bæði í þágu umhverfis og til að bæta lífskjör okkar allra. <br /> <br /> Áhrif loftslagsbreytinga á hafið mun skipta sérstöku máli fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð, ekki síst súrnun sjávar sem þarf að vinna gegn með öllum ráðum. Mun fleiri áskoranir blasa við tengdar loftslagsmálum; það þarf að móta nýja framtíðarsýn um matvælaframleiðslu og tæknibreytingar í öllum geirum samfélagsins þarf að nýta til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. <br /> <br /> <br /> Góðir landsmenn<br /> <br /> Upp úr áramótum blasir það vandasama verk við samtökum atvinnurekenda og launafólks að ná samningum á vinnumarkaði sem stuðla að bættum kjörum og tryggja hagsæld og velferð. Verkalýðshreyfingin hefur talað fyrir ýmsum félagslegum umbótum eins og hún hefur ávallt gert en hún hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag alla fullveldissöguna. Réttindi hafa batnað stórkostlega, velferðarkerfi hefur verið byggt upp, heilbrigðiskerfið tekið stakkaskiptum og almenn menntun tekið stórstígum framförum. Um leið eru risastór viðfangsefni framundan; að draga úr kostnaði sjúklinga, byggja upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi, lengja fæðingarorlof og endurskoða skatt- og bótakerfi til að tryggja tekjulægri hópum bætt lífskjör.</p> <p>Þó að samningar á almennum markaði séu á milli samtaka launafólks og atvinnurekenda munu stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir kjarasamningum. Þar hefur þegar hefur verið ráðist í ýmsar umbætur fyrir almenning í landinu með uppbyggingu samfélagslegra innviða.</p> <p>Unnið er að heilbrigðisstefnu til lengri tíma en nú þegar hefur verið sett í forgang að draga úr kostnaði þeirra sem þurfa að leita sér lækninga. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á að draga úr kostnaði aldraðra og öryrkja. Unnið er að kerfisbreytingum sem bæta kjör örorkulífeyrisþega og koma sérstaklega til móts við hina tekjulægstu í hópi eldri borgara.</p> <p>Á árinu sem er að líða hef ég átt frumkvæði að því að halda reglulega samráðsfundi aðila vinnumarkaðarins. Ég er sannfærð um að það hafi skipt miklu máli fyrir okkur öll að koma saman á slíkum fundum, fundum sem eru ekki samningafundir heldur vettvangur til að viðra ólíkar skoðanir og leita sameiginlegra leiða. Við verðum öll að nálgast viðfangsefnið af virðingu fyrir þeirri ábyrgð sem við berum en í komandi kjarasamningum felst tækifæri til að stíga nauðsynleg skref að því sameiginlega markmiði að halda áfram að bæta lífskjör alls almennings í samfélagi okkar.</p> <p>Ríkisstjórnin mun þar leggja sitt af mörkum til þess að tryggja kjarabætur fyrir almenning. Nauðsynlegt er að ráðast í stórátak í húsnæðismálum til að tryggja nægjanlegt framboð af góðu húsnæði á viðunandi verði. Þá eru allir aðilar sammála um að breyta þurfi tekjuskattskerfinu til að koma sérstaklega til móts við lægri og millitekjuhópa. <br /> <br /> Kæru landsmenn<br /> <br /> Ísland tók sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á árinu og mun sitja þar til loka árs 2019. Meðal áherslumála Íslands eru jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólks og réttindi barna. Þegar kemur að jafnrétti kynjanna fagnar Ísland góðum árangri á alþjóðavísu, árangri sem ekki síst náðist vegna baráttu kvennahreyfingarinnar þar sem konur ruddu brautina, oft við litlar vinsældir, en með ótrúlegum árangri. Þar megum við hins vegar ekki slaka á, enda jafnrétti kynjanna hvergi nærri náð eins og við vitum öll. Þá eru stór verkefni framundan við að bæta réttindi hinsegin fólks þar sem Ísland hefur alla burði til að skipa sér í fremstu röð.</p> <p>Í ár eru 70 ár liðin síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þar sem sú grundvallarákvörðun var tekin að mannréttindi væru algild. Ef til vill væri flóknara að ná saman um slíka yfirlýsingu í nútímanum – í öllu falli var þetta mikið afrek og sjálfsagt stærsta skrefið sem stigið var á seinustu öld til að efla virðingu manna hvers fyrir öðrum og vinna gegn hatri og tortryggni. Það eru þó blikur á lofti í heimsmálum, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og átaka. Nýjar áskoranir á alþjóðasviðinu krefjast þess að við stöndum styrkari vörð um mannréttindi en nokkru sinni fyrr í anda Mannréttindayfirlýsingarinnar.<br /> <br /> Góðir landsmenn</p> <p>Í bók sinni Bókasafn föður míns sem kom út nú fyrir jólin spáir Ragnar Helgi Ólafsson því að lestur langra texta verði varla hversdagsíþrótt í framtíðinni. „Líklega verði slík iðja skilgreind sem einhvers konar sérfræðihæfni eða sniðugt hobbí, svona eins og að kunna að slá tún með orfi og ljá,“ segir hann. Þetta er umhugsunarefni, hvort tæknin og breytt miðlun upplýsinga, listar og afþreyingar sé að breyta okkur, hvernig við horfum, hvernig við lesum, hvernig við upplifum, hvernig við erum.</p> <p>Bókaútgáfa hefur dregist verulega saman undanfarin tíu ár og það er meðal annars ástæða þess að nú fyrir jól samþykkti Alþingi sérstakt stuðningskerfi við hana. Það er undirstaða þess að við höldum áfram að nota íslensku að við getum hugsað um allt á íslensku. Og skáldskapur og önnur skrif eru birtingarmynd þess sem við hugsum. En alveg eins og frumkvöðlar tókust á við ný form skáldsögunnar á sínum tíma þarf skapandi fólk að takast á við ný form tölvuleikja og snjallforrita á íslensku og við þurfum að gera vel við skapandi fólk, hvort sem það fæst við hefðbundna eða óhefðbundna listsköpun.</p> <p>Góðir landsmenn</p> <p>Eins og ég nefndi í upphafi er það merkilegt að heimsækja slóðir Vestur-Íslendinga. Í Þingvallakirkjugarði í Norður-Dakóta bera flestir legsteinar íslensk nöfn. Þau sem þangað fóru, tóku með sér mikið ríkidæmi sem var menningin og samfélagsgerðin. Legsteinarnir minna okkur á að hvert og eitt eigum við stuttan tíma hér á þessari jörð en saman myndum við menningu og samfélag sem hefur langtum meiri áhrif en hvert og eitt okkar getur haft.</p> <p>Um leið getur hver og einn haft áþreifanleg áhrif. Það sést þegar á bjátar, slys henda eða náttúruhamfarir verða, og við erum minnt á hversu mörg eru reiðubúin til að sinna því mikilvæga hlutverki að koma öðrum til bjargar. Það er einstakt að eiga þúsundir sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir nótt og dag til að bregðast við og hjálpa öðrum þegar eitthvað gerist. Hver og einn getur gert sitt.</p> <p>Á árinu hitti ég lækni frá Kongó, Denis Mukwege, sem hefur helgað líf sitt því að hjálpa konum sem hefur verið nauðgað og þær limlestar í stríðsátökum í Kongó. Fyrir þetta verk hlaut hann Friðarverðlaun Nóbels. Það er svona fólk, fólk sem lætur sig varða um mennskuna og hag annarra, sem er ekki aðeins dýrmætasta eign hvers samfélags heldur heimsins alls.</p> <p>Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri.</p> <p>Kæru landsmenn. Gleðilegt ár.</p> <br />
31. desember 2018Blá ör til hægriVinnum saman að umbótum - Áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu<p>Langt er um liðið síðan Íslendingum fannst eðlilegt að setja stein um hálsinn á fötluðu fólki og láta það bíta gras eins og við getum lesið um í gömlum sögum; nærtæk er lýsingin á Helga sem kallaður var Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar. Raunar er svo langt um liðið að þessar lýsingar hljóma óraunverulegar, sem betur fer.</p> <p>Því miður hefur lengi loðað við mannskepnuna að tortryggja og útiloka þá sem eru öðruvísi, ekki síst af hræðslu við hverfulleika lífsins og möguleikann á heilsubrest sem ógnar mönnum. Þessi ótti sem virðist mannskepnunni nærtækur hefur gert það að verkum að fatlað fólk hefur verið sett úti á jaðarinn, í tungumálinu má finna vísbendingar um að fólk með skerðingu af einhverju tagi sé jafnvel ekki taliðfullgildar manneskjur – gangi ekki heilt til skógar.</p> <p>Þegar hið pólitíska þjóðarhugtak verður til á 19. öld fara stjórnvöld víða að vinna með þennan ótta og nýta sér hann til að byggja upp samhug sinna eigin þjóða, oft með því að búa til andstæðinga. Við þekkjum þessa sögu úr stjórnmálum 20. aldar þar sem fjölmörg stríð hafa verið látin snúast um raunverulegan og ímyndaðan mismun þjóða og þjóðarbrota.</p> <p>Heimsmynd okkar mótast um svo margt af óttanum við hina. Við erum Reykvíkingar, Vesturbæingar, KR-ingar og þar af leiðandi ekki Skagamenn eða Breiðhyltingar eða Þróttarar. Við erum gagnkynhneigð og þess vegna ekki samkynhneigð. Við erum Íslendingar en ekki Danir eða Þjóðverjar eða Pólverjar. Stundum er þetta sárasaklaus leið til að skapa stemmningu, hrópa glósur á fótboltaleik eða flissa að tónlistarsmekk annarra þjóða í Evrópusöngvakeppninni. En þessi samstaða um sjálfsmynd nýtist líka til að jaðarsetja aðra. Karlar jaðarsetja konur sem ógna þeim; ófatlað fólk jaðarsetur fatlaða, gagnkynhneigt fólk jaðarsetur samkynhneigt fólk, fólk af tilteknu þjóðerni jaðarsetur fólk af öðru þjóðerni.</p> <p>Að einhverju leyti hefur þessi tilhneiging fylgt mannskepnunni alla tíð. En við höfum líka náð að þroskast og þróast. Til dæmis þegar 48 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komu sér saman um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem sú grundvallarákvörðun var tekin að mannréttindi væru algild. Hugsanlega hefði verið flóknara að ná saman um slíka yfirlýsingu í nútímanum – í öllu falli var þetta mikið afrek og vann beinlínis gegn þeirri tilhneigingu að skipta mönnum upp í ólíkar fylkingar sem stöðugt tortryggja hver aðra.</p> <p>En það eru blikur á lofti í heimsmálunum. Aldrei hafa fleiri verið á flótta síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Fólk flýr átök og einnig loftslagsbreytingar vegna breytinga á veðri og umhverfi. Þá hefur alþjóðavæðing gert það að verkum að æ fleiri ferðast á milli landa til að lifa og starfa. Þessar nýju áskoranir á alþjóðasviðinu krefjast þess að við stöndum styrkari vörð um mannréttindi en nokkru sinni fyrr og leggjum okkar af mörkum í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þess vegna skipta samþykktir Sameinuðu þjóðanna á borð við þá sem samþykkt var í Marrakesh nú í desember máli, því þær byggjast á þeirri hugsun að mannréttindi séu algild fyrir okkur öll.</p> <p>Á alþjóðavettvangi má einnig sjá tilhneigingu til að loka sig af; einangra sig frá „hinum“ og byggja múra á milli sín og hinna. Þessi tilhneiging ógnar hefðbundnum skilningi okkar á mannréttindum því múrarnir fjarlægja okkur enn hvert öðru og ala á tortryggni og ótta. Múrarnir eru ekki allir áþreifanlegir. Suma sjáum við alls ekki á veraldarvefnum en þeir skipta okkur upp í ólík bergmálsherbergi þar sem við tölum hvert við annað og ekki við hin sem eru ólík okkur.</p> <p>En það eru aðrar leiðir en að byggja múra og reisa hindranir. Önnur leið er til að mynda sú að byggja upp ákveðna samfélagslega innviði og tryggja þannig að við eigum öll eitthvað í samfélaginu. Við getum kallað það almannarýmið. Almannarýmið er mikilvægur staður fyrir samfélög, rými þar sem ólíkar stéttir og ólíkir hópar koma saman á jafnræðisgrundvelli. Almannarýmið er ekki aðeins Austurvöllur eða Lystigarðurinn á Akureyri. Almannarýmið eru grunnskólarnir þar sem við öll komum saman en líka heilsugæslan og lögreglustöðin – rými sem við eigum sameiginlega og getum reitt okkur á. Almannaþjónusta er í raun almannarými. Hún hefur því hlutverki að gegna að tvinna saman ólíka þræði samfélagsins og tryggja að við sitjum öll við sama borð; að við njótum öll jafnræðis og sambærilegrar þjónustu. Og þannig tryggir hún jöfn tækifæri okkar allra, tækifæri til að lifa og starfa og tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. En auk heldur tryggir hún líka að við séum öll virkir þátttakendur í sama samfélagi sem er einmitt forsenda þess að lýðræðið dafni. Þess vegna er hún ein af undirstöðunum lýðræðisins og brýtur niður múra. Tryggir að við eigum samfélagið saman.</p> <p>Önnur leið til að hafna þessum múrum er að leyfa sér að vinna með þeim sem eru manni ósammála. Reglulegt samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur meðal annars snúist um að auka skilning á milli þeirra sem sitja við borðið. Nú þegar hefur það samtal skilað sér í beinhörðum aðgerðum sem sýna að stjórnvöld vilja koma til móts við verkalýðshreyfinguna, til dæmis með því að hækka barnabætur og fjölga þeim sem eiga rétt á þeim um 2200 á næsta ári sem er risaskref í að styrkja barnabótakerfið, og til móts við atvinnurekendur með því að lækka tryggingagjaldið sem styður fyrst og fremst við lítil og meðalstór fyrirtæki. Á komandi ári er svo fyrirhugað að ljúka vinnu við endurskoðun tekjuskattskerfisins sem á að tryggja sanngjarnara skattkerfi og aukinn jöfnuð.</p> <p>Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á að ólíkt fólk geti unnið saman. Tæknibyltingin sem stendur yfir mun kalla á breytingar á vinnumarkaði, aukna áherslu á rannsóknir og nýsköpun og fjölbreyttari stoðir undir efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar. Loftslagsbreytingar munu kalla á samstillta vinnu þar sem efnahagsstjórn þarf að styðja við grænar lausnir. Íslendingar munu þurfa að setja sér framtíðarsýn um matvælaframleiðslu sem miðar að því að íslenskt samfélag geti orðið sjálfbærara en nú er um matvæli með það að markmiði að draga úr kolefnisfótspori matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi og efla lýðheilsu.</p> <p>Ein helsta gagnrýni sem höfð hefur verið uppi á þá ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki snúist umverk hennar heldur að hún hafi yfirleitt verið mynduð og að ólíkir flokkar hafi náð saman um stjórn landsins. En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósammála geri mann stærri. Stjórnmálamenn með sundrandi orðræðu sem miðar að því að skipa fólki í hópa og hengja á þá jákvæða og neikvæða merkmiða allt eftir því hvað þjónar þeirra hagsmunum eru stjórnmálamenn sem vilja byggja múra. Markmið þeirra er gjarnan að sundra og grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir í mannréttindamálum, hagsæld og öryggi. Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla. Þannig tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir </p> <br />
01. desember 2018Blá ör til hægriRæða forsætisráðherra við Stjórnarráðið 1. desember 2018Kæru landsmenn. <br /> <br /> Á þessum degi fyrir 100 árum var íslenski þjóðfáninn dreginn fyrst að hún, hér á þessum stað. 1. desember 2018 var fallegur dagur í Reykjavík – það var kalt en bjart, fjölmenni var í bænum og hátíðleikinn alltumlykjandi.<br /> <br /> Fullveldið hafði ekki komið af sjálfu sér. Mörg voru þau sem áttu þennan draum um frjálst og fullvalda ríki; og mörg voru þau sem lögðu hönd á plóg til að ná þessu markmiði sem vafalaust hefur virst fjarlægt oft og tíðum. Saga Íslands á síðustu 100 árum hefur heldur ekki verið saga værðar og hvíldar. Saman höfum við, kynslóð fram af kynslóð, unnið sleitulaust til að koma Íslandi í hóp þeirra sjálfstæðu ríkja í heiminum þar sem velmegun er mest. Margir draumar hafa ræst og Ísland trónir nú á toppi ýmissa þeirra lista sem mæla hagsæld og velferð. Samfélagið hefur orðið fjölbreyttara, uppruni landsmanna er líka fjölbreyttari núna en árið 1918 og þeir eiga ólíka sögu og bakgrunn. <br /> <br /> Það er ekki nokkur vafi á því að fullveldið reyndist aflgjafi til að ná öllum þessum árangri. Við vildum ráða örlögum okkar sjálf og það reyndist farsælt þó að við höfum ekki liðið gegnum öldina átakalaust. Hitamál hafa reglulega skipt þjóðinni í ólík horn þar sem tekist hefur verið á um ólík sjónarmið. Ekki síst á vettvangi alþjóðlegra samskipta en líka í kjarabaráttu og jafnréttisbaráttu. Þegar áföll hafa dunið yfir hafa landsmenn sett þessi mál til hliðar og staðið saman sem einn.<br /> <br /> En skiptir það okkur máli að vera fullvalda í daglegu lífi okkar? Og hvaða merkingu hefur það í hugum okkar sem byggjum þessa eyju nú, hundrað árum síðar, í allt öðru samfélagi þar sem allt hefur breyst, samfélagið er orðið fjölbreyttara, lífsgæði hafa aukist og tækifærin allt önnur en fyrir einni öld?<br /> <br /> Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur fyrir tveimur vikum. Þá heimsótti ég Menntaskólann við Hamrahlíð og fékk tækifæri til að spjalla aðeins við ungu kynslóðina. Þau höfðu stórar hugmyndir um framtíðina, voru bjartsýn á að íslensk tunga myndi halda áfram að dafna og vera notuð á öllum sviðum samfélagsins, fannst gaman að velta fyrir sér framtíðarstörfum og námi og mikilvægt að geta haft eitthvað að segja um eigin örlög. Kannski snýst fullveldið einmitt um það; við náðum því fram að fá einhverju ráðið um eigin örlög og það skiptir okkur máli, jafnvel þó að við séum ekki öll sammála um hvert eigi að stefna og jafnvel þó að ekki séu allar ákvarðanir farsælar. Það er mikilvægt að við berum sjálf ábyrgð á eigin örlögum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag.<br /> <br /> En hvaða örlög eigum við val um nú? Við sem byggjum íslenskt samfélag, við vitum það að okkur hefur verið trúað fyrir miklu. Við vitum að við eigum einstaka náttúru, stærstu ósnortnu víðerni Evrópu, endurnýjanlega orkugjafa sem munu verða Íslandi dýrmætir til framtíðar, gjöful fiskimið og einstaka fegurð. Við vitum að við eigum tungumál sem geymir ótrúleg blæbrigði, óteljandi orð yfir birtu, myrkur, vind og sjó. Tungumál sem geymir hugmyndaheim Íslendinga allt frá landnámi þar sem menn skipta litum þegar tilfinningarnar bera þá ofurliði, stökkva hæð sína í fullum herklæðum og konur neita körlum um lokk úr hári sínu. Við eigum samfélag sem hefur þroskast og þróast. Á hundrað árum höfum við byggt upp sjúkrahús og leikskóla og rannsóknastofnanir og leikhús og bókasöfn. Við höfum byggt upp almannatryggingar og fest í sessi mikilvæg mannréttindi. Þjóðin er fjölmennari og fjölbreyttari. Við tölum hundrað tungumál. Við forritum, skerum upp sjúklinga, kennum börnum, veiðum fisk eða við gerum eitthvað allt annað. Við skrifum og syngjum og sköpum og leikum. Við erum hann og hún og hán. Við erum alls konar. <br /> <br /> Líklega hefði sagan orðið öðruvísi ef við hefðum ekki náð hinu sögulega samkomulagi um fullveldið við Dani. Samkomulagi sem um margt er sérstakt í sögunni þar sem það náðist á friðsamlegan hátt, með samningum, án blóðsúthellinga og án varanlegra særinda á báða bóga.<br /> <br /> Við eigum fullveldinu mikið að þakka en um leið leggur það ríkar skyldur á herðar okkar. Þær skyldur að standa vörð um þau einstöku náttúruverðmæti sem við eigum og nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Að tryggja að við öll sem hér búum fáum notið samfélagslegra gæða og þátttöku í samfélaginu. Að skynsamlega sé haldið utan um stjórn efnahagsmála og verðmætasköpun þannig að við tryggjum lífsgæði fyrir okkur öll. Að við varðveitum og tölum íslensku og tryggjum að við notum hana ekki einungis um forna kappa og kvenskörunga heldur líka um það sem gerist í tölvuleikjum, fjármálamarkaði, veðurfræði og geimvísindum. <br /> <br /> Kæru landsmenn<br /> <br /> Hvernig sem við snúum teningnum þá höfum við tekið margar farsælar ákvarðanir á liðinni öld sem hafa gert það að verkum að á Íslandi er samfélagið gott, lífsgæði hér eru mikil og við stöndum vel í alþjóðlegum samanburði. Um leið vitum við öll að við getum gert betur og verkefninu um gott samfélag lýkur aldrei. Saga fullveldisins vekur hins vegar bjartsýni um að við munum halda áfram á réttri braut og byggja enn betra Ísland fyrir okkur öll. <br />
30. nóvember 2018Blá ör til hægriStjórnarsamstarf í eitt ár<br /> Fyrir ári hófu Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin - grænt framboð stjórnarsamstarf. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður höfðu staðið yfir í rúmar tvær vikur í kjölfar óvæntra kosninga þegar stjórnarsáttmáli var undirritaður í Listasafni Íslands. Flokkarnir þrír höfðu um margt að ræða enda fulltrúar ólíkra enda og miðju á hinu pólitíska litrófi. Frá upphafi var stefnan tekin á að flýta sér hægt og vanda til verka, ræða mikilvæg mál og stefnur í þaula og leita samráðs og sérfræðiþekkingar. <br /> <br /> Það er nefnilega svo að gott samstarf og samráð tekur tíma. En er ekki of flókið að mynda slíka stjórn, þar sem innanborðs eru flokkar sem eru ekki náttúrulegir bandamenn í stjórnmálum? - fengum við oft að heyra. Jú, það var flókið - en flókið þarf ekki endilega að vera slæmt. Í öllum málum þarf að gæta vel að ólíkum sjónarhornum og samráð er lykilatriði. Fyrir vikið eru mál unnin í meiri pólitískri sátt og því vonandi þannig úr garði gerð að þau geti staðist tímans tönn - og sviptingar í pólitík.<br /> <br /> Íslenskt efnahagslíf hefur náð undraverðum bata á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni. Við höfum búið við samfelldan hagvöxt og batnandi kaupmátt og lífskjör. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagfelldar. Vel tókst að greiða úr eftirmálum falls bankanna og í kjölfarið hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar markvisst og búið í haginn fyrir framtíðina. Eitt af þeim verkefnum sem þessi ríkisstjórn einsetti sér að ráðast í var að skila hagsældinni sem hér hefur ríkt til alls samfélagsins og gæta þess að komandi kynslóðir njóti hennar líka. Það hefur verið gert með því að ráðast í uppbyggingu innviða. Þá verður komið á fót Þjóðarsjóði sem er ætlað að draga úr áhrifum meiriháttar efnahagslegra áfalla.<br /> <br /> Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur á þessu fyrsta starfsári. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tvenn fjárlög og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða króna. Við höfum lagt fram frumvarp til að lækka tryggingagjald, nýtt dómstig hefur tekið til starfa og hagsmunagæsla vegna EES-samstarfsins verið styrkt. Mikilvæg skref hafa verið tekin til að innleiða stafræna stjórnsýslu til að auka aðgengi og bæta þjónustu við almenning og nýta almannafé betur. Metnaðarfull aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur verið kynnt og unnið er að fyrstu skrefunum; orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. <br /> <br /> Skóflustunga hefur verið tekin að meðferðarkjarna nýs Landspítala og áhersla lögð á að styrkja heilsugæslur um allt land. Fyrstu skref hafa verið tekin í að draga úr kostnaði fólks við að sækja sér læknisþjónustu og þeirri vinnu verður haldið áfram út kjörtímabilið. Framlög til menntamála hafa stóraukist og nú stendur yfir vinna við gerð menntastefnu. Istanbúl-sáttmálinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum var fullgiltur, aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota fullfjármögnuð og stýrihópur um heildstæðar úrbætur gegn kynferðislegu ofbeldi tók til starfa. <br /> <br /> Stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur enn verið efldur, nú síðast með tvöföldun hámarksupphæða endurgreiðslu vegna rannsóknar- og þróunarverkefna fyrirtækja. Sömuleiðis er unnið að nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem er lykilatriði fyrir framtíð samfélagsins og fjölbreyttari stoðir efnahagslífsins. Unnið er að endurskoðun á starfsumhverfi vísinda og rannsókna og von á frumvarpi um heilindi í vísindarannsóknum. <br /> <br /> Sérstök áhersla hefur verið lögð á samráð við aðila vinnumarkaðarins um ýmis málefni. Í skattabreytingum hefur verið lögð aukin áhersla á jöfnuð og í þeim fjárlögum sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er lagt til að barnabætur hækki um 16% á milli ára en þar með fjölgar þeim um rúmlega 2200 sem eiga rétt á barnabótum. Löggæsla hefur verið styrkt og í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir endurnýjun þyrlukosts Landhelgisgæslunnar. Sérstakt átak í vegamálum er hafið og framlög til nýframkvæmda og viðhalds hafa verið aukin til að mæta uppsafnaðri þörf í vegakerfinu. <br /> <br /> Á árinu hefur áhersla verið lögð á málefni barna, umhverfi barnaverndar verður endurskoðað og á næsta ári verður í fyrsta sinn haldið Barnaþing með þátttöku barna hvaðanæva af landinu. Máltækniáætlun er nú loksins fjármögnuð enda eitt mikilvægasta tækið til að styðja við íslenska tungu á tækniöld. Listinn er miklu lengri og hér er stiklað á stóru. <br /> <br /> Það er svo að ein helsta gagnrýni sem höfð hefur verið uppi á þessa ríkisstjórn hefur ekki snúist um verk hennar heldur að hún hafi verið mynduð og vissulega er það svo að slíkt stjórnarmynstur er óvenjulegt. En um leið er það svo að það að vinna með þeim sem eru manni ósammála gerir mann stærri. Þetta er vert að hafa í huga þegar sjá má öfga- og lýðskrumsflokka og stjórnmálamenn sækja í sig veðrið víða um heim. Markmið þeirra er gjarnan að sundra og grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir í mannréttindamálum, hagsæld og öryggi. Sjaldan hefur það verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla. <br /> <br /> <br /> Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra<br /> <br /> Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra<br /> <br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra<br />
23. nóvember 2018Blá ör til hægriSamtal um fullveldi og þjóðaröryggi - Ávarp á málþingi þjóðaröryggisráðs<p>Góðan dag gott fólk. </p> <p >Kæru gestir,</p> <p>Velkomin á þetta málþing um fullveldi og þjóðaröryggi. Þetta er einn af fjöldamörgum viðburðum í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands.</p> <p>Tímamót sem þessi, aldarafmæli fullveldisins, gefa okkur tækifæri til að líta um öxl, en einnig að spegla fortíð í nútíð og horfa fram á veg. Hvaða merkingu hefur fullveldið fyrir okkur í samtímanum? Hvaða merkingu hefur hugtakið þjóð í hugum Íslendinga árið 2018 og hvaða merkingu hefur hugtakið þjóðaröryggi í nútímanum? <br /> <br /> Þjóðarhugtakið er, eins og við þekkjum hér inni , kannski fyrst og fremst pólitískt hugtak eins og við nýtum það í nútímanum, hugtak sem á rætur sínar í 19. öldinni. Fyrir þann tíma töluðum við um þjóðir, sem vorum fremur hópar og þá skilgreindu menn sig ýmist sem Íslendinga, norræna menn eða Dalamenn eftir því hvaðan þeir voru í hvaða samhengi þeir voru að tala. En hið pólitíska hugtak þjóð verður ekki síst til á 19. öldinni. Þjóðerni hefur síðan verið skilgreint með ólíkum hætti meðal ólíkra þjóða, en hér leitum við nú gjarnan í hugtök eins og land, þjóð og tunga, en allt hefur þetta tekið viðamiklum breytingum á þeirri öld sem liðin er frá því Ísland varð fullvalda ríki. <br /> <br /> Samsetning þjóðarinnar og samfélagsgerð hefur breyst og fullveldisafmælið er því kærkomið tækifæri til að velta því fyrir okkur hver við erum og hvaða gildi við leggjum til grundvallar því að kalla okkur þjóð. Um leið og okkur ber að standa vörð um þær rætur sem við eigum, þann menningararf sem við eigum tungumálið og söguna, þá eigum við að leyfa bæði menningunni og tungumálinu að þróast svo það rúmi nýjar hugmyndir, nýja strauma og nýtt fólk. <br /> <br /> Við eigum að fagna því samfélagi sem er nú orðið svo miklu fjölbreyttara en það var fyrir einni öld.<br /> <br /> Ég hef líka stundum velt því fyrir mér, þegar ég ferðast um landið, hvort landnámsmennirnir myndu þekkja Ísland dagsins í dag. Landið hefur breyst, ekki síst af mannavöldum, líka fyrir tilstilli náttúrunnar. Fimmtíu eldgos hafa breytt ásýnd landsins, svo dæmi séu tekin á öldinni. Við höfum líka breytt landinu sjálf, ýmist til atvinnuuppbyggingar, til þess að bæta samgöngur og stundum höfum við kannski gengið um of á auðlindir okkar. <br /> <br /> Það er mikið fagnaðarefni hversu breytt viðhorf eru í samtímanum ef við lítum bara nokkra áratugi aftur í tímann, til umhverfisverndar, náttúruverndar, gildis og mikilvægis ósnortinnar náttúru fyrir okkur sem samfélag, Ég tel að nú sé a.m.k. víðtækari samstaða um umhverfis- og loftslagsmál en nokkru sinni fyrr. Um leið horfum við til þess að Ísland er ekki eyland í umhverfismálum, það getur ekkert eitt land afstýrt hlýnun jarðar og umhverfisbreytingum sem ógna öllu lífríkinu okkar. Þarna þurfum við að starfa saman og þar eigum við brýnt erindi í alþjóðlegu samstarfi. <br /> <br /> Það segir kannski sitthvað að það vakti töluverða athygli mína könnun sem var kynnt nýlega, þar sem fram kom að mikill meiri hluti Íslendinga eru sannfærðir um loftlagsbreytingar af mannavöldum, að þær séu staðreynd og við skerum okkur úr öðrum þjóðum hvað það varðar, en sömuleiðis höfum við litlar áhyggjur af því. Sem segir kannski eitthvað um hið íslenska þjóðerni og hina íslensku sjálfsmynd, ég hugsaði þarna kemur fram ,,þetta reddast“ sjálfsmyndin sterk inn.<br /> <br /> En við fögnum fullveldisafmælinu á mjög óvenjulegum tímum, þar sem það sem við einu sinni töldum sjálfgefið er það ekki lengur og við erum knúin til samtals um endurmat á viðteknum hugmyndum og sjónarmiðum. Þættir á borð við loftlagsbreytingar, hnattræna þróun, tækniþróun, náttúruvá og skipan alþjóðasamstarfs skipa veigameiri sess en áður í samfélagi okkar og hafa óhjákvæmilega í för með sér breytingar. Afleiðingar og áhrif þessarar þróunar þarf að meta á hverjum tíma. Sumt er fyrirsjáanlegt, annað ekki. Við þurfum að vera opin fyrir því að endurmeta verklag og forgangsröðun og fær um að bregðast hratt við bæði hinu fyrirsjáanlega en ekki síður hinu ófyrirsjáanlega. <br /> <br /> Sannkölluð bylting hefur orðið í upplýsingatækni. Aðgengi að upplýsingum hefur aldrei verið greiðara og meira, og flest er það á allt öðru tungumáli en íslenskri tungu og kannski hefur sjaldan verið flóknara að greina kjarnann frá hisminu í öllu upplýsingastreyminu, þar sem við sjáum dæmi þess að það er jafn auðvelt eða auðveldara er að dreifa röngum staðreyndum og réttum. Ekki síst vegna þess að það sem hefur verið skilgreint sem rangar upplýsingar byggjast gjarnan á því að spila á tilfinningar fólks og slíkar fréttir fá mun hraðar útbreiðslu en fréttir, sem byggja á staðreyndum, en eru ekki sérstaklega að spila með tilfinningar. <br /> <br /> Og það er stór áskorun fyrir fullveldið á næstu öld, að standa vörð um opna upplýsta umræðu, sem er grundvallarþáttur í okkar lýðræðislegum stjórnskipan. <br /> <br /> Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frammi fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði og alþjóðlegt samstarf breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst, nýjar net- og tækniógnir verði til nánast dag hvern. Það er mikilvægt ekki síst fyrir lítið ríki eins og okkar að tæknibreytingarnar stingi okkur ekki af, heldur að þjóni tæknin okkur. <br /> <br /> Í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, sem Alþingi samþykkti, skapaðist breið samstaða um nýtt öryggishugtak, útvíkkun öryggishugtaksins, þótt vissulega sé enn pólitískur skoðanaágreiningur milli okkar, sem teljum að Ísland eigi að standa utan hernaðarbandalaga og hinna sem líta á þau sem mikilvægan þátt í alþjóðasamstarfi Íslands. Markmið stefnunnar er að tryggja sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæranna, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og grunnvirkja samfélagsins. Og það er svo að þrátt fyrir pólitískan ágreining, þá hlýtur það að vera skoðun allra stjórnmálamanna að ein af frumskyldum hvers samfélags er að tryggja öryggi borgaranna. En þá skiptir líka miklu máli að við séum meðvituð um það sem felst í öryggishugtakinu, og hvaða ógnir steðja að öryggi okkar í samtímanum. Það var löngu tímabært að mínu viti þegar þjóðaröryggisstefnan var samþykkt, að breikka þetta hugtak, að einblína ekki á hefðbundnar hernaðarógnir, heldur líta líka til svonefndra „nýrra ógna“ hnattrænna og þverþjóðlegra, samfélagslegra og mannlegra. <br /> <br /> Í stefnunni er lögð áhersla á tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi á grundvelli alþjóðalaga og með friðsamlega lausn deilumála að leiðarljósi, sem og almannaöryggi. Og þar eru skilgreindar ýmsar þær ógnir sem Alþingi taldi á þeim tíma að væri mikilvægt að þjóðaröryggisstefnan tæki á og það eru eins og ég sagði ekki eingöngu hinar hefðbundnu hernaðarógnir, þær varða matvæla- og fæðuöryggi, þær varða loftlagsbreytingar, þær varða netöryggi, því með aukinni sjálfvirknivæðingu, þar sem skurðaðgerðir verða í framtíðinni framkvæmdar þannig að við leggjumst undir hnífinn hjá vélmenni, þá getið þið ímyndað ykkur möguleikana – ég tala um möguleika en ekki tækifæri í þessu samhengi - fyrir aðila til þess að ráðast í netárásir sem geta til að mynda lamað heilbrigðiskerfið. Og við þekkjum dæmi um það frá öðrum löndum um netárásir á mikilvæga samfélagslega innviði bæði heilbrigðisstofnanir en líka aðra slíka innviði þannig að þetta verður risavaxið viðfangsefni á næstu árum. <br /> <br /> Og ég gæti haldið áfram og rætt síðan það sem við þekkjum kannski best á Íslandi og höfum mesta reynslu í og það eru viðbrögðin við náttútuvá, þegar eldfjöllin okkar fóru að gjósa, jökulárnar okkar að flæða og svo framvegis, þær ógnir eru ekki að fara neitt, og skiptir miklu máli að við bregðumst við þeim með réttum hætti á hverjum tíma - ekki aðeins til þess að bregðast við ógnunum sjálfum heldur út frá samfélaginu sjálfu, sem skiptir máli að hafa í huga þegar við bregðumst við slíkum ógnum<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Það eru mörg tímamót um þessar mundir. <br /> <br /> Aldarafmæli fullveldisins helst í hendur við það að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eftirleikur hennar hafði umfangsmikil áhrif á heimsskipulagið eins og við þekkjum það. Smám saman molnaði undan nýlendustefnunni, Bandaríkin urðu að stórveldi og grunnurinn var lagður að alþjóðlegu samstarfi sem síðar skilaði sér í stofnun Sameinuðu þjóðanna. Um þessar mundir fögnum við líka 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem var á sínum tíma afar framsækin, og ég hef velt því fyrir mér hvort hún er svo framsækin að þjóðir heims gætu varla komið sér saman um hana núna að koma sér saman um slík algild mannréttindi með þessum hætti. <br /> <br /> Í þeim hræringum sem við sjáum nú felast nýjar ógnir, að grafið sé undan alþjóðlegu samstarfi sem er hornsteinn algildra mannréttinda. Svarið er ekki minna samstarf eða minni samskipti, heldur meiri. <br /> <br /> Því er fullt tilefni til að spyrja okkur í dag hvað við getum lært af aldarsögunni og hvaða þýðingu sagan hefur fyrir okkur nú. Hvernig hefur fullveldishugtakið þróast og hvaða áhrif hefur alþjóðasamstarf, tækniþróun og hnattvæðing haft á fullveldishugtakið? Hvernig er sjálfsákvörðunarréttur ríkja í hnattvæddum heimi og hvaða áhrif hafa algild réttindi á fullveldi? Þetta er meðal þeirra spurninga sem verða ræddar hér í dag. Málþinginu verður skipt í þrjá hluta. Fyrst verður sjónum beint að inntaki fullveldishugtaksins, í öðrum hluta er fjallað um þjóðaröryggi og í þriðja hluta eru áskoranir framtíðar reifaðar með tilliti til fullveldis og þjóðaröryggis.<br /> <br /> Ég ætla að reyna að vera með ykkur hér í dag, ég á að loka þinginu en ég biðst fyrirfram afsökunar á því að ég þarf að bregða mér í burtu í tuttugu mínútur á eftir, en það er líka til þess að sinna mjög mikilvægu verkefni; að ræða við börn sem ætla að leggja fram nokkrar réttindakröfur. <br /> <br /> En þar sem markmiðið með þessu málþingi var að draga fram þessa breiðu sýn og ólíku nálgun ég vil þakka Þjóðaröryggisráði, Alþjóðamálastofnun og háskólunum okkar sem vinna saman að þessu verkefni. Ég vona að samtalið verði flott og fjörugt og okkur til gagns til að móta sýn okkar á þjóðaröryggi á komandi öld fullveldisins. <br /> <br /> Hér með set ég þetta málþing. </p> <br />
07. nóvember 2018Blá ör til hægriNýir miðlar og lýðræðið - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Kjarnanum 7. nóvember 2018<strong>Nýir miðlar og lýðræðið</strong><br /> <br /> Nú á dögum nýrra samskiptamiðla er mikilvægt að hafa í huga að allir miðlar móta skilaboðin og laga að sér. Þetta eru gömul sannindi, Kanadamaðurinn Marshall McLuhan, orðaði það einfaldlega svona: „Miðillinn er skilaboðin.“ Þetta þurfum við að hafa í huga núna sem lifum óvenjulega tíma þar sem sannkölluð bylting hefur orðið í upplýsingatækni, þar sem aðgengi að upplýsingum hefur aldrei verið greiðara og meira en um leið hefur sjaldan verið flóknara að greina kjarnann frá hisminu í öllu upplýsingastreyminu, þar sem jafn auðvelt er að dreifa röngum staðreyndum og réttum.<br /> <br /> Nýir miðlar hafa breytt skilaboðunum. Umræða á vettvangi alþjóðastjórnmála verður núna að rúmast innan 280 bókstafa á Tístinu og nánast daglega eru fluttar fréttir af því sem valdamesta fólk heims segir á þeim miðli. Sjálfsagt hefði Sesar blómstrað því að „Teningnum er kastað“ passar í formið en hann skrifaði raunar líka langar bækur um pólitík sína.<br /> <br /> Það blasir auðvitað við að hætta er á að röngum upplýsingum sé dreift vísvitandi til þess eins að skapa glundroða og grafa undan lýðræðinu. Á fundi Norðurlandaráðs í síðustu viku kom fram að ekki væri óalgengt að röngum upplýsingum væri til dæmis dreift um málefni innflytjenda til að auka spennu og ósætti milli ólíkra hópa í samfélaginu. Ný tækni gerði þetta mun auðveldara en áður þar sem samfélagsmiðlar sköpuðu jarðveg fyrir samfélag þar sem ólíkir hópar halda til í afar ólíkum kimum netsins og byggja lífsýn sína á mjög ólíkum upplýsingagrunni. Norðurlöndin væru sérlega viðkvæm fyrir þessari þróun einmitt vegna þess að almennt ríkti mikið traust milli fólks og fólk væri því tilbúnara til að treysta því sem það læsi á netinu. <br /> <br /> Upplýsingabyltingin sem nú stendur yfir er hvorki sú fyrsta né sú síðasta. Við höfum séð slík umskipti í miðlun upplýsinga áður. Þegar ritmálið leysti munnlega geymd af hólmi og nýir menn tóku völdin á Íslandi í upphafi Sturlungaaldar. Þegar prentsmiðjur leystu af hólmi handritaskrifara og mestu völdin söfnuðust til þeirra sem réðu yfir prentsmiðjunum. Það er því mikilvægt að við séum meðvituð um að slík umskipti í miðlun upplýsinga getur líka haft í för með sér breytingar á samfélagi og stjórnmálum.<br /> <br /> Tilkoma samfélagsmiðla hefur gerbreytt skynjun allra á veruleikanum. Á sama tíma og allt virðist geymt í minni alnetsins virðist minni mannfólksins geyma æ minna. Umræðan snýst iðulega einkum um líðandi stund, áreitið er stöðugt og hvert umræðuefni lifir skammt. <br /> <br /> Við höfum dæmi um leyniþjónustur sem söfnuðu ótrúlegu magni upplýsinga um náungann á tuttugustu öldinni en hvernig er þetta nú? Því hefur verið haldið fram að 21. öldin sé draumaheimur leyniþjónustunnar, sannkölluð veisla, vegna þess að einstaklingurinn hefur lagt fram svo ótrúlegt magn upplýsinga á samfélagsmiðlum sem virka nánast eins og stafræn alsjá. <br /> <br /> Allir þekkja frægt slagorð Nokia, „Tengir fólk“, og vissulega er það svo að við erum nánast öll tengd alnetinu. En erum við tengd hvert öðru? Eða hafa tengslin milli fólks í sama herbergi ef til vill aldrei verið minni á meðan hver er í sínum netheimi? Og eru tengsl á netinu persónuleg þannig að þau veiti fólki nauðsynlega nánd? Áttu vini ef besti vinur þinn er bara alias á netinu sem þú hefur aldrei séð? Það vekur eftirtekt að samhliða þessari þróun á samfélagsmiðlum má greina aukna andlega vanlíðan, ekki síst hjá ungu fólki. Ég get ekki lagt mat á það hvort hún tengist þessum breyttu samskiptaháttum og tækniþróun en mitt í þessu öllu hafa bresk stjórnvöld til dæmis stofnað ráðuneyti einmanaleikans sem svar við því að æ fleiri Bretar eru einmana og líður illa í einmanaleikanum. <br /> <br /> Það líður ekki sá dagur að fjölmiðlar beri ekki á borð endursögn á því hvað hafi verið sagt á ýmsum samfélagsmiðlum þann daginn, ekki þó eftir hverjum sem er heldur útvöldum skoðanaleiðtogum sem blaðamaðurinn telur mikilvæga. Í breytingum af þessu tagi græða einhverjir en aðrir eru jaðarsettir. <br /> <br /> Við þurfum að huga að ýmsu til að bregðast við þessum breytingum sem hafa orðið og munu verða. Það er mikilvægt að tryggja faglegum fjölmiðlum gott rekstrarumhverfi og kannski hefur það aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. <br /> <br /> Viðbrögð skólakerfisins við tæknibyltingunni eru líka mikilvæg og þau eiga meðal annars að snúast um aukna tæknimenntun eins og forritun en þau mega ekki einungis snúast um hana. Það er ekki síður mikilvægt að rækta enn frekar þá þætti sem fjallað er um í aðalnámskrá og snúast um lýðræðismenntun, menningarlæsi, sálfræðiþekkingu og gagnrýna hugsun. <br /> <br /> Stjórnmálin þurfa að vera meðvituð um þessar breytingar. Við sem þar störfum verðum að taka til umræðu mikilvægi lýðræðislegra stjórnmálahreyfinga og þingræðisins. Við megum ekki leyfa breytingunum að grafa undan lýðræðislegum stofnunum og aðferðum og leiða til fáræðis og fábreytni heldur verðum við að gæta þess að samfélag okkar glati ekki þeim mikla ávinningi sem náðst hefur á sviði mannréttinda og lýðræðis, fjölræðis og fjölbreytni í þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað. <br /> <br /> Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta með ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja lýðræðið og gefi sannanlega fleirum rödd og tækifæri til áhrifa en áður.
24. október 2018Blá ör til hægriGöngum út! - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu 24. október 2018Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær. <br /> <br /> Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launamun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfisbundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp samfélag jafnréttis. <br /> <br /> Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til að knýja á um raunverulegar breytingar, því kvenfrelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menningu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14:55 og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi. <br /> <br /> Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land. Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta samfélaginu. <br />
22. október 2018Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra við opnun Hringborðs norðurslóða í Hörpu 19. október Mr. Chairman of the Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, former President of<br /> Iceland,<br /> <br /> Excellencies, distinguished guests,<br /> <br /> Ladies and Gentlemen.<br /> <br /> It‘s an honour to be here with you today.<br /> <br /> Time of promises and good intentions has passed. Actions are needed now. The<br /> world was presented earlier this month with yet another important warning<br /> about the dire consequences of climate change. We have 12 years to limit a<br /> potential climate change catastrophe to hit full force. With continued course of<br /> path, the world is heading for a disastrous 3 degrees warming – which would<br /> take humanity and all life on earth into uncharted and dangerous territory.<br /> <br /> We, who are gathered here today and the world as a whole, must take this<br /> sobering landmark report from the UN Panel on Climate Change very seriously.<br /> We can no longer afford to stick our heads in the sand. It is time for serious<br /> action and we need everybody to be on board. This is not being an alarmist.<br /> This is looking the unpleasant truth in the eye. I would like to make it absolutely<br /> clear – the scientific knowledge is out there – there is no need to debate that<br /> any longer. Now we must act.<br /> <br /> We may not like what we hear. We may not like to change our ways. But we<br /> don‘t have a choice. The Paris agreement pledged to keep temperatures<br /> between 1.5 and 2 degrees. The IPCC report tells us that even half a degree<br /> more than 1.5 will significantly increase the risk of disastrous droughts, floods,<br /> extreme weather with dire consequences for hundreds of millions of people. It<br /> will make life on earth unbearable for millions of our brothers and sisters<br /> around the world.<br /> <br /> The pressure on the Arctic will increase significantly. The Arctic has been<br /> warming up twice as much as the global average. The seas are warming and <br /> acidifying. The ice is retreating. Scientists predict there may be virtually no<br /> summer sea-ice in the Arctic within a generation.<br /> <br /> Climate change is the most important challenge of humankind, and demands<br /> cooperation and action by all: Government, industry and the general public.<br /> We need a clear political will as well as the full participation of society to take<br /> this challenge on successfully.<br /> <br /> By now I have probably ruined your good mood and you are wondering why<br /> you decided to show up for this conference at all.<br /> <br /> So then let us talk about what we can do about this situation. Because this is<br /> not simply gloom and doom. We CAN actually do something about the<br /> situation.<br /> <br /> The fact is, that we all need to do our share. Every one of us. So, my<br /> government has decided to rise to the challenge and has promised to decrease<br /> carbon emission in Iceland by 40% by the year 2030 and to become carbon<br /> neutral by the year 2040. On top of that, we must honor our international<br /> commitments already made– and most likely we must do more.<br /> <br /> Last September, my government launched a new Climate Action Plan consisting<br /> of 34 concrete actions, ranging from an increase in reforestation, land<br /> reclamation and wetland restoration to a ban on new registration of fossil fuel<br /> cars by 2030. The plan aims to transform the transportation system from using<br /> imported fossil fuels to a carbon-free system run on renewable energy, of<br /> which we are fortunate enough to have plenty of.<br /> <br /> In Iceland we have more than 100 years experience in reclaiming land and<br /> fighting desertification, with impressive results. We will increase considerably<br /> our efforts in carbon sequestration, which is essential for Iceland´s aim to<br /> achieve carbon neutrality by 2040. An important part of our strategy is the<br /> period of consultation with industry, municipalities and civil society on how to<br /> implement the strategy and individual actions. Furthermore, the plan will also<br /> be subject to public consultation, and an updated Strategy will be published in<br /> 2019, taking into account comments and suggestions by civil society.<br /> <br /> The leading role of government in this matter is essential. However, the part<br /> played by the private sector and the public is paramount. Here we need to see<br /> a paradigm shift – both in how we do business as well as in public behavior.<br /> This boils down to our everyday life – and the choices we make. <br /> <br /> We who live in the arctic are not exempt from this reality. The effects of<br /> climate change are here for all to see and we need to take action as does the<br /> rest of the world.<br /> <br /> The Arctic is crucial for so many important reasons. It is not only a home to a<br /> spectacular and unique wildlife, as well as four million people – but it also helps<br /> keep the world‘s climate in balance.<br /> <br /> The Arctic is a key foreign policy priority for Iceland and we therefore look<br /> forward to assuming the Chairmanship of the Arctic Council from Finland in<br /> May 2019.<br /> <br /> The importance of conservation and sustainable use of the ocean is paramount.<br /> Climate change is one of the greatest threats to the ocean today. Increase of<br /> temperature and ocean acidification will put the entire marine ecosystem at<br /> risk. The only way to turn this around is by cutting down greenhouse gas<br /> emissions.<br /> <br /> The Arctic may seem a bit chilly for some of us here. But for the four million<br /> people, including indigenous communities, spread across eight countries – this<br /> is home. Both the people and the incredible wildlife of the region have equally<br /> adapted to an environment that would prove difficult for most to survive in.<br /> Their voice is important and needs to be heard in every decision we make<br /> concerning the future of the Arctic. We need to listen, to pay attention to the<br /> voices of the people in Arctic – they are the most vulnerable and least resilient<br /> to the effects of climate change.<br /> <br /> This unique life and nature of the area, is a part of the incredible diversity of<br /> our planet.<br /> <br /> While the significance of the Arctic on the international stage has increased in<br /> recent year we must make sure it never becomes a geopolitical hot-spot. We<br /> should aim to maintain the Arctic as an area of exemplary international<br /> cooperation, where we come together to work towards the Sustainable<br /> Development Goals: to protect the planet and to ensure that all people enjoy<br /> peace and prosperity. This can only be realized with a strong commitment to<br /> global partnership and cooperation. And that is why we must make the Arctic a<br /> demilitarized zone.<br /> <br /> The Arctic Circle provides an important venue for a constructive dialogue<br /> between the diverse actors that care about region. As a matter of fact, the<br /> Arctic Circle Assembly has become one of the biggest venues for discussions <br /> and exchanging ideas on the many important issues of the Arctic region –<br /> whether they be related to climate change, environmental protection or<br /> sustainable development.<br /> <br /> We should take good care to nurture this kind of international cooperation, and<br /> I firmly believe that our common interest is better served that way.<br /> <br /> I wish you a successful 6th Arctic Circle Assembly.<br /> <br /> Thank you.
18. október 2018Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum - Gerum betur<p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag, þótt tilefni ráðstefnunnar sé ekki að öllu leyti ánægjulegt. Því auðvitað færi best á því að við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur, þyrftum ekki að efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi. Heimilið á að vera griðastaður, ekki vettvangur ofbeldis og kúgunar. Samt er það svo að hér á Íslandi bárust lögreglu um níu hundruð tilkynningar um heimilisofbeldi á síðasta ári og fjöldi kvenna og barna þurfti að leita ásjár Kvennaathvarfsins. </p> <p>Og við eigum að heita best í heimi í kynjajafnréttismálum. </p> <p>Það kann kannski að hljóma undarlega í eyrum einhverra að eitt af markmiðum verkefnis Jafnréttisstofu, undir yfirskriftinni Byggjum brýr, brjótum múra – samvinna í heimilisofbeldismálum, sé að fjölga tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi. En staðreyndin er sú að við upprætum ekki heimilisofbeldi nema að ná ofbeldismálunum upp á yfirborðið. Aðeins þannig getum við aðstoðað þolendur og komið í veg fyrir að ofbeldið valdi frekari skaða. Og til þess að ná ofbeldinu upp á yfirborðið þurfum við að líta svo á að heimilisofbeldi varði okkur öll og það sé sameiginlegt viðfangsefni okkar að uppræta það. Þess vegna lítum við aldrei undan, við höldum glugganum opnum, eins og lagt var til með yfirskrift tilraunaverkefnis Lögreglunnar á Suðurnesjum á sínum tíma, en það verkefni hefur nú orðið að fyrirmynd fyrir verklag lögreglu í heimilisofbeldi, ekki aðeins hér á landi heldur víða um heim. </p> <p>Ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleiðing misréttis kynjanna. #églíka eða #metoo bylgjan afhjúpaði, einu sinni enn, kerfisbundna áreitni og misrétti gegn konum í öllum lögum íslensks samfélags. Við þurfum að takast á við kynjamisréttið í öllum sínum birtingarmyndum, innan menntakerfisins, á vinnumarkaði, í almannarýminu, við ákvarðanatöku og almennt í samfélaginu. Og í þessu starfi þurfum við alltaf að huga að því hvaða áhrif fleiri breytur en kyn hafa á misrétti og afleiðingar þess, til að mynda fötlun, uppruni, kynþáttur, kynhneigð, kynvitund, aldur og svo framvegis.</p> <p>Ég er stolt af því að tilheyra pólitískri hreyfingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, sem hefur um langa hríð haft kvenfrelsi sem einn af hornsteinum sinnar stefnu. Þessar áherslur hafa ratað inn í ríkisstjórnarsamstarfið og get ég meðal annars nefnt að aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota hefur verið fjármögnuð að fullu og Istanbúl samningurinn var fullgiltur sl. vor. Stýrihópur á mínum vegum vinnur að heildstæðum úrbótum að því er verðar kynferðislegt og kynbundið ofbeldi en þar á meðal stendur til að taka forvarnarmál föstum tökum og að móta stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Það er jafnframt mín von að þegar jafnréttismálin verða flutt í forsætisráðuneytið – sem mun gerast nú um áramót – getum við nýtt samhæfingarafl forsætisráðuneytisins til að efla jafnréttismálin enn frekar þannig að öll ráðuneyti og allar stofnanir ríkisins séu meðvitaðar um sinn þátt í að stuðla að jafnrétti, frekar en að viðhalda misréttinu. </p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Á ráðstefnunni í dag verður fjallað um það sem vel hefur verið gert í baráttunni gegn heimilisofbeldi, þar á meðal í þjónustu við þolendur og gerendur, en líka það sem betur má fara. Það er löngu tímabært að við aukum þekkingu á eðli og afleiðingum ofbeldis gegn fötluðum konum og konum af erlendum uppruna, svo dæmi séu tekin, og bætum þjónustu við viðkvæma hópa. Í dag verður einnig opnað á samtal sem að mínu mati er afar mikilvægt, það er hvort og þá með hvaða ofbeldi maka getur haldið áfram í gegnum skilnaðar- og forsjármál og hver þáttur ríkisvaldsins er í því, þar á meðal í samhengi við lögbundna sáttameðferð vegna forsjár- og lögheimilismála. Mér finnst rétt að minna á að í langflestum tilfellum næst góð sátt í svona málum og um allt þjóðfélag vinnur fólk vel saman við uppeldi og umönnun barna þrátt fyrir sambandsslit. En það eru engu að síður mál þar sem reynir á og þá þarf að skoða ofan í kjölinn hvernig regluverkið okkar virkar og hvort réttindi og hagsmunir barna séu ekki alltaf í fyrirrúmi.&nbsp; Þetta er viðkvæm umræða en hún er mikilvæg og þess vegna er gott að hún sé hér á dagskrá í dag. </p> <p>Ég get því miður ekki setið hér í allan dag en ég hef búið svo um hnútana að ég fái af ráðstefnunni fréttir og mun því fylgjast með úr fjarlægð. Ég vil þakka Jafnréttisstofu fyrir hennar frumkvæði og framlag í að byggja upp þetta verkefni um heimilisofbeldi og að sjálfsögðu öllum hennar samstarfsaðilum. Ég hef trú á því að samvinna sé lykillinn að því að gera betur til að uppræta heimilisofbeldi á Íslandi. </p> <p>Takk fyrir. </p>
17. október 2018Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á þingi BSRB Kæru félagar í BSRB<br /> <br /> Það er mér mikill heiður að vera boðið að ávarpa þetta þing samtakanna. Hér verða mörg mikilvæg mál til umræðu og sömuleiðis verður kosin ný forysta sem mun takast á við næstu kjarasamninga. <br /> <br /> Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins en alls höfum við átt tíu fundi með þessum aðilum og forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga. Þar höfum við rætt ýmis mál; menntun, vinnutíma, stöðu efnahagsmála, skattkerfið og fleira. Þeir fundir hafa hins vegar ekki einungis snúist um samtalið sem þó hefur verið gott heldur hafa þeir nú þegar skilað margvíslegum árangri. Ráðist var í þær mikilvægu breytingar að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa í vor. Kjararáð var lagt niður með lögum í vor. Fyrirkomulag launa æðstu embættismanna verður fært til svipaðs horfs og annars staðar á Norðurlöndum eins og lagt var til í skýrslu sem samin var í samráði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. <br /> <br /> Ennfremur lögðum við til að hlutverki Þjóðhagsráðs yrði breytt þannig að félagslegur stöðugleiki yrði hluti af verkefnum þess en ekki eingöngu efnahagslegur stöðugleiki, enda hlýtur þetta tvennt að fara saman í velferðarsamfélagi. Þar tel ég mikilvægt að saman komi allir þeir aðilar sem tengjast vinnumarkaði, ríkisfjármálum og stjórn efnahagsmála og tryggi þetta mikilvægi jafnvægi umhverfis, samfélags og efnahags. Það er mjög í takt við það sem BSRB hefur barist fyrir – að ekki sé rætt um efnahagslegan stöðugleika án þess að taka tillit til félagslegs stöðugleika.<br /> <br /> Ágætu gestir.<br /> <br /> Í vor gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að tekjuskattskerfið og samspil bóta og skatta yrðu endurskoðuð á kjörtímabilinu þannig að það gagnist helst lágtekju- og lægri millitekjuhópum.<br /> <br /> Í tengslum við fjárlög ársins leggjum við til hækkun barnabóta sem mun auka ráðstöfunartekjur tekjulágra barnafjölskyldna. Enn fremur hækkun persónuafsláttar umfram breytingar á vísitölu neysluverðs sem gagnast best þeim tekjulægri. Að auki verða efri mörk skattkerfisins fest við neysluvísitölu eins og lægri mörkin þannig að þessi mörk breytist með sambærilegum hætti eins og margoft hefur verið kallað á. Allt eru þetta mikilvægar jöfnunaraðgerðir. Að lokum er tryggingagjaldið lækkað um 0,25% sem gagnast atvinnulífinu öllu. <br /> <br /> Þessar breytingar eiga rætur að rekja til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og sýna okkar skýra vilja til að skatt- og bótakerfin þjóni jöfnunarhlutverki. Aðrar breytingar sem þegar hafa verið gerðar, eins og hækkun á fjármagnstekjuskatti, sýna þann sama vilja. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref sem færa skattbyrði af tekjulægstu hópunum og tryggja að þau tekju- og eignamestu leggi meira af mörkum.<br /> <br /> En rétt er að minna á að það eru fleiri jöfnunartæki til en skattkerfið. Þannig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bent á að það að draga úr kostnaði fólks við að sækja sér heilbrigðisþjónustu sé gríðarlega mikilvæg jöfnunaraðgerð. Hér á landi hafa sjúklingar þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin þann 1. september þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð. Heilbrigðisráðherra mun halda áfram á sömu braut og í fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir fjármunum til að lækka kostnað sjúklinga jafnt og þétt uns við verðum komin á par við Norðurlöndin á tíma fjármálaáætlunar.<br /> <br /> Gott heilbrigðiskerfi er brýnt lífskjaramál og þar er mikilvægt að bregðast við skýrri forgangsröðun almennings sem hefur sett þennan málaflokk efst á sinn lista fyrir tvennar síðustu kosningar. Þar er mikilvægt að byggja upp heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Sömuleiðis að tryggja aðgang að geðheilbrigðisþjónustu um land allt. Um helgina var tekin skóflustunga að nýjum Landspítala sem er löngu tímabær framkvæmd - og verður stór og flókin en mikið framfaraspor fyrir opinbera sjúkrahúsþjónustu. <br /> <br /> Það er hins vegar svo að verkefni stjórnmálanna, líkt og verkalýðshreyfingarinnar, eru óteljandi. Í nýlegri skýrslu Gylfa Zoega sem hann vann fyrir forsætisráðuneytið í aðdraganda kjarasamninga bendir hann þar á að ýmislegt sé hægt að gera til að bæta lífskjör fólks fyrir utan beinar launahækkanir. Þar nefnir hann húsnæðismálin en í þeim málum er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins setjist saman við það verkefni að tryggja betri stöðu á húsnæðismarkaði, bæði framboð á leiguhúsnæði sem og tækifæri ekki síst ungs fólks til að festa kaup á eigin húsnæði. <br /> <br /> Þá nefnir Gylfi vaxtakostnað í skýrslu sinni og bendir á að kostnaður við hérlent bankakerfi sé mun meiri en kostnaður við bankakerfi annars staðar á Norðurlöndum. Það hafi áhrif á vaxtakjör almennings. Við höfum óskað eftir því að í vinnu við Hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins verði þessi kostnaður sérstaklega skoðaður.<br /> <br /> Félagsleg undirboð og margvísleg brot á réttindum fólks á vinnumarkaði hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu. Þar hafa þegar verið stigin ákveðin skref til úrbóta; ég nefni ný lög um keðjuábyrgð í byggingariðnaði og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Þar þarf hins vegar að gera betur og fer félagsmálaráðuneytið fyrir starfshópi sem ætlað er að fara yfir þessi mál en þar sitja meðal annarra aðilar vinnumarkaðarins. Þar skiptir máli að efla bæði Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit fyrir utan að fara heildstætt yfir afmarkaða þætti á borð við mansal, félagsleg undirboð og málefni starfsmannaleiga. Það er með öllu ólíðandi að svona brot tíðkist á íslenskum vinnumarkaði og við þeim eiga að vera skýr viðurlög. <br /> <br /> Innleiðing jafnlaunavottunar sem vinna á gegn kynbundnum launamun stendur yfir en hefur gengið hægar en ég hefði talið æskilegt og hefur fyrirtækjum og stofnunum nú verið veittur frestur til að innleiða þessa nýju löggjöf. Kynbundinn launamunur er óviðunandi á Íslandi og þar þarf að spýta í lófana. Það verður gert samhliða endurskoðun jafnréttislaga sem verður nú á minni könnu eftir að jafnréttismál færast yfir í forsætisráðuneytið. <br /> <br /> En jafnréttismál snúast ekki einungis um launamun. Þau snúast um að taka á kynbundnu ofbeldi og kynbundinni áreitni sem er forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Og þau snúast líka um að konur og karlar geti bæði átt fjölskyldu og sinnt ýmsum störfum. Þar hafa pólitískar ákvarðanir á borð við fæðingarorlof og fjölgun leikskóla skipt öllu fyrir konur, til að mynda þá sem hér stendur. Í þessum málum hefur BSRB verið í fararbroddi, barist fyrir fjölskylduvænna samfélagi fyrir konur og karla.<br /> <br /> Ágætu gestir. <br /> <br /> Við eigum það sameiginlegt að vera í opinberri þjónustu. Stundum er talað illa um hið opinbera kerfi. Látið eins og þar sitji fólk og nagi blýanta á kostnað skattgreiðenda. En það er ekki svo. Fólkið á bak við hið opinbera kerfi sinnir hinu mikilvæga hlutverki almannaþjónustu og öflug almannaþjónusta er ein af undirstöðum lýðræðisríkisins.<br /> <br /> Af hverju segi ég það? Jú –almannarýmið er mikilvægur staður fyrir samfélög, rými þar sem ólíkar stéttir og ólíkir hópar koma saman á jafnræðisgrundvelli. Almannarýmið er ekki aðeins Austurvöllur eða Lystigarðurinn á Akureyri. Almannarýmið eru grunnskólarnir þar sem við öll komum saman en líka heilsugæslan og lögreglustöðin – rými sem við eigum sameiginlega og getum reitt okkur á. Almannaþjónusta er í raun almannarými. Hún hefur því hlutverki að gegna að tvinna saman ólíka þræði samfélagsins og tryggja að við sitjum öll við sama borð; að við njótum öll jafnræðis og sambærilegrar þjónustu. Og þannig tryggir hún jöfn tækifæri okkar allra, tækifæri til að lifa og starfa og tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. En aukinheldur tryggir hún líka að við séum öll í sama samfélagi sem er einmitt forsenda þess að lýðræðið dafni. Þess vegna er hún ein af undirstöðunum lýðræðisins. <br /> <br /> Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til að þakka fráfarandi formanni BSRB, Elínu Björgu Jónsdóttur, kærlega fyrir gott og lærdómsríkt samstarf. Þar fer mikilhæfur leiðtogi frá borði. Um leið óska ég nýrri forystu sem hér verður kjörin alls velfarnaðar með von um áframhaldandi gott samstarf. <br />
16. október 2018Blá ör til hægriÁfram krakkar - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu 16. október 2018<p>Lög um stofnun embættis umboðsmann barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður.</p> <p>Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. <br /> <br /> Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. <br /> <br /> Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. <br /> <br /> Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu.</p> <p>Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. <br /> <br /> Málefni barna er málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag.<br /> <br /> Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. <br /> <br /> Katrín Jakobsdóttir</p>
26. september 2018Blá ör til hægriSjávarútvegsdagurinn 2018 - ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherraGóðan dag kæru gestir.<br /> <br /> Á þessu afmælisári 100 ára fullveldis Íslands hafa gefist mörg tækifæri til að rifja upp söguna – hvar við vorum stödd árið 1918 þegar við öðluðumst fullveldi og hvar við stöndum nú. Það er að mörgu leyti með ólíkindum að horfa með þessum hætti yfir farinn veg og sjá hvarvetna framfarir sem hafa orðið; samfélagslegar, efnahagslegar, í lífsgæðum og í atvinnuháttum.<br /> <br /> Sjávarútvegur er þar engin undantekning. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð á alþjóðavísu – og einmitt þess vegna er mikilvægt að við áttum okkur á framlagi þeirra sem unnið hafa að framgangi greinarinnar alla tíð. <br /> <br /> Saga íslensks sjávarútvegs nær auðvitað mun lengra aftur en til 1918. Frá landnámi og fram á fyrsta áratug 20. aldar sóttu Íslendingar sjóinn lengst af á opnum árabátum en svo tóku opin þilskip við og að lokum skútur. Þegar vélvæðingin kom til sögunnar í upphafi 20. aldar voru Íslendingar fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni í alþjóðlegu samhengi. Viljinn til að vera í forystu þegar kemur að nýrri tækni er eitthvað sem æ síðan hefur einkennt íslenskan sjávarútveg.<br /> <br /> Á fullveldisárinu 1918 var stórhugur í þeim sem sóttu sjóinn á vélbátum og síðar togurum. Áratugina eftir síðari heimsstyrjöld má svo kenna við nýsköpun, en þá stóð samnefnd ríkisstjórn að kaupum á fjölda fiskiskipa. Skuttogaratímabilið hófst 1970 og markaði mikil tímamót – að einhverju leyti má segja að það standi enn. Það einkenndist í upphafi af gríðarlega miklum fjárfestingum í skipum, svo miklum að offjárfesting sligaði greinina og sókn jókst svo mikið að grípa þurfti til aukinnar stýringar, m.a. með setningu kvótakerfisins.<br /> <br /> Tímabil sjálfbærra fiskveiða tók svo við á síðasta fjórðungi 20. aldar, og æ síðan hefur verið unnið að því að ná stöðugleika í veiðum og ná markmiðum um að fiskistofnarnir séu nýttir með sjálfbærum hætti. Á undanförnum árum má segja að að nýtt tímabil virðisaukningar hafi verið að ganga í garð, þar sem að með auknum fjárfestingum og nýsköpun er lögð áhersla á að hámarka verðmæti og nýtingu sjávarafurða samhliða því að unnið hefur verið að því að veiðarnar séu sjálfbærar.<br /> <br /> Á undanförnum áratugum hefur sjávarútvegurinn gengið í gegnum uppgangstímabil en líka umbreytingarskeið sem hafa reynt á. Það hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir í íslenskum sjávarútvegi en þær hafa margar orðið okkur til gæfu.<br /> <br /> Skemmst er að minnast umræðunnar í tengslum við fyrstu skrefin í sjálfbærum veiðum á Íslandi á áttunda áratugi síðustu aldar. Samdráttur í veiðum að því marki sem vísindamenn lögðu til var afar erfiður biti að kyngja. Þróunin sem þarna hófst var ekki sársaukalaus en er undirstaða þeirrar góðu stöðu sem sjávarútvegurinn er í nú. Þarna tókust á rök fyrir hagrænum áhrifum til skemmri tíma og rök fyrir sjálfbærni stofnsins og þar með hagsæld til lengri tíma. Það sem hefur gerst síðan er að umræða um sjálfbærni hefur orðið sífellt fyrirferðarmeiri. Neytendur gera sífellt meiri kröfur til vörunnar sem þeir kaupa – kröfurharðir neytendur vilja að fiskur sé veiddur með sjálfbærum hætti. Hér er okkar tækifæri í alþjóðlegri samkeppni - að íslenskur fiskur sé veiddur með sjálfbærum hætti. Í því felast tækifæri okkar.<br /> <br /> Það er nefnilega iðulega þannig að umhverfisrök fara saman með bæði hagfræðilegum og samfélagslegum rökum. Það á sömuleiðis við um þá risastóru áskorun sem felst í loftslagsmálunum. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040. Það markmið mun þó ekki nást nema við tökum öll höndum saman. Ég hef fundið fyrir ákveðinni viðhorfsbreytingu í íslensku samfélagi og atvinnulífi og er fullviss um að við séum öllum á sömu leið, með sama metnað fyrir því að ná þessu takmarki.<br /> <br /> Þar hefur íslenskur sjávarútvegur verið í fararbroddi og hefur náð markverðum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðrar greinar geta lært mikið af fordæminu sem sjávarútvegurinn hefur sýnt, ekki einungis hér á Íslandi heldur er reynslan héðan mikilvægt framlag í umræðu sem á sér stað um allan heim um ábyrgð og getu atvinnulífsins til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum. Og þannig hefur hann líka skapað sér mikla samkeppnishæfni í alþjóðlegu tilliti. <br /> <br /> Og hverjar verða svo kröfur framtíðarinnar? Við erum stödd í tæknilegri umbyltingu sem mun hafa gríðarleg áhrif á alla þætti samfélagsins. Tæknivæðing íslensks sjávarútvegs hefur verið eftirtektarverð og það er ljóst að hann býr sig nú undir komandi breytingar og að mæta nýjum kröfum. <br /> <br /> Í vor setti ég af stað vinnu við að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á íslenskt samfélag. Það sem ég hef lagt áherslu á er að við verðum gerendur í tæknibyltingunni en ekki einungis þiggjendur. Þegar kemur að íslenskum sjávarútvegi er sú sannarlega raunin, þar erum við gerendur. Það er áberandi hversu langt greinin og hátæknifyrirtæki tengd sjávarútvegi eru komin í því að kortleggja næstu skref í þróun atvinnugreinarinnar og vinnuhátta. Það forskot sem myndast hefur hér á landi vegna áherslu á tækninýjungar og hátækni í sjávarútveginum er enn eitt atriðið sem byggir undir samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar. <br /> <br /> Þema dagsins er samkeppnishæfni. Ég tel að tækifærin til þess að auka samkeppnishæfnina séu sannarlega til staðar. Ég hef nefnt kolefnishlutleysi sem stórt tækifæri fyrir sjávarútveginn. Annað stórt tækifæri eru tæknibreytingar. Þriðja tækifærið er matvælalandið Ísland – en þar er sjávarútvegurinn mikilvægur. Við getum sagt heiminum frá því sem hér er í boði; ferskvara, umhverfisvæn og nýtt á sjálfbæran hátt í auðlindaríku landi. <br /> <br /> Kæru gestir.<br /> <br /> Að lokum langar mig að minnast á að í gær kynnti sjávarútvegsráðherra nýtt fyrirkomulag veiðigjalda. Markmiðið er gagnsærra og einfaldara fyrirkomulag þar sem álagning miðast við afkomu nær í tíma en nú er gert. Það er eftirtektarvert að smám saman hefur aukin samstaða skapast um það á hinu pólitíska sviði að það sé eðlilegt að þjóðin fái beinan og sýnilegan arð af auðlindinni og þeir sem fái að yrkja þessa sameiginlegu auðlind, sem og aðrar auðlindir, greiði fyrir það gjald. Sömuleiðis tel ég að aukin samstaða hafi skapast um það að það sé eðlilegt að það gjald taki mið af afkomu. Þetta frumvarp mun hins vegar ekki svara öllum álitamálum og þau munu áfram verða fjölmörg þegar kemur að nýtingu sjávarauðlindarinnar og annarra auðlinda. Það er mín von þó að frumvarpið leiði til aukinnar sáttar um gjaldtöku í sjávarútvegi og það er sömuleiðis mitt markmið að á þessu kjörtímabili verði gerðar breytingar á stjórnarskrá sem meðal annars feli í sér ákvæði um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Slíkt ákvæði tel ég nauðsynlega undirstöðu þess að skapa hér sátt til framtíðar um nýtingu auðlindanna. <br /> <br /> Að lokum við ég segja það að íslenskur sjávarútvegur er ekki aðeins undirstöðuatvinnugrein fyrir íslenskan efnahag. Hann er líka órjúfanlegur þáttur samfélagsins og hefur mótað sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Sá grunnur sem við byggjum á í sjávarútvegi er traustur og góður og þið sem hafið byggt upp þessa grein hafið sýnt framsýni og metnað. Um leið eru tækifærin framundan óteljandi ef við höldum vel á spilum, höfum langtímahagsmuni sem okkar leiðarljós og sækjum fram í sátt við umhverfi og samfélag. Ég efast ekki um að það mun verða okkur öllum til heilla. <br /> <br /> <br /> <br /> <br />
12. september 2018Blá ör til hægriStefnuræða forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, á 149. löggjafarþingi, 12. september 2018<p style="text-align: right;"><em><span style="color: #7f7f7f;">Talað orð gildir</span></em></p> <p>Virðulegi forseti, góðir landsmenn</p> <p>Þó að það hafi rignt á sum okkar í sumar skartaði landið sínu fegursta. Við sem búum hér á suðvesturhorninu vorum reglulega minnt á þá staðreynd að fátt er betra en að finna lyktina af gróðrinum þegar rigningunni slotar. Og ég gat ekki orðið annað en þakklát þar sem ég sat í heitri laug í Bjarnarfirði, horfði á ána fjúka í öfuga átt í nítján metrum á sekúndu og virti fyrir mér sundlaugina sem byggð var af æskulýðsfrömuðum á norðurhjara sem aldrei misstu trúna á landið. Ég varð þakklát fyrir afrek þeirra sem trúðu á fullveldið sem við fögnum í ár, þá framsýni og þann stórhug sem þau sýndu.</p> <p>Þó að veðrið hafi verið vinsælt umræðuefni í öllum landshlutum í sumar vorum við samt heppin hér á landi miðað við veðrið annars staðar á Norðurlöndum. Þar voru gífurlegir þurrkar, skógareldar og uppskerubrestur. Við Íslendingar buðum Svíum aðstoð vegna skógarelda, íslenskir bændur seldu norskum starfsbræðrum sínum hey og öll fylgdumst við með veðurfréttum sem þóttu bera vitni um áhrif loftslagsbreytinga.</p> <p>Ríkisstjórnin kynnti í fyrradag fyrstu áfangana í metnaðarfullri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Eins og kunnugt er hafa orðið straumhvörf í fjárveitingum til umhverfismála. Aðgerðaáætlunin mun útfæra hvernig þessir fjármunir verða nýttir. Þar mun landgræðsla, skógrækt og endurheimt votlendis verða fyrirferðarmikil. Annar stór áfangi eru orkuskipti í samgöngum þar sem stórátak verður í uppbyggingu fyrir rafbíla og rafhjól og sett niður tímaáætlun um að ekki verði fluttir inn nýir bílar sem ganga fyrir bensíni eða olíu eftir 2030.</p> <p>Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni. Ég sé fyrir mér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu, rétt eins og kynjajafnréttismálin eru þegar orðin, og Ísland, þó að við séum ekki stór, geti þar með haft áhrif til góðs í alþjóðasamfélaginu.</p> <p>Kæru landsmenn</p> <p>Ísland hefur nú verið níu ár í röð í efsta sæti á lista World Economic Forum sem það land sem stendur sig best í kynjajafnrétti og er það mikið ánægjuefni. Þar megum við hins vegar hvergi slaka á. Innleiðing jafnlaunavottunar stendur yfir og þar þurfa stofnanir og fyrirtæki að slá í klárinn ef hún á að nást fyrir áramót. Sömuleiðis þurfum við að vera meðvituð um að þessi listi mælir til dæmis ekki kynbundið ofbeldi. Þess vegna hefur ríkisstjórnin sett þau mál í algjöran forgang. Fullgilding Istanbúlsáttmálans um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi var mikilvægt skref í rétta átt sem stigið var í vor. Á þessu ári hefur hópur sérfræðinga verið að störfum og greint hvað þurfi að gera og hverju þurfi að breyta til þess að hafa betur í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn hefur nú skilað af sér verkáætlun sem verður hrint í framkvæmd. Og við munum halda áfram að vinna úr lærdómum #églíka-byltingarinnar, meðal annars með alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður hér á landi á komandi ári.</p> <p>Herra forseti.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur tekið það verkefni að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða föstum tökum allt frá fyrsta degi. Sú sókn sem hófst í síðustu fjárlögum og heldur áfram í nýju fjárlagafrumvarpi er langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði fyrir síðustu kosningar enda er þörfin brýn. Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og g því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.</p> <p>Heilbrigðisþjónustan er fyrirferðarmikil enda sá málaflokkur sem landsmenn hafa forgangsraðað efst á listann samkvæmt ýmsum könnunum. Hér á landi hafa sjúklingar þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð. Áfram verður haldið á sömu braut allt kjörtímabilið. Hér á landi eru líka teikn á lofti um að andlegri heilsu, sérstaklega ungs fólks, hafi hrakað. Þess vegna leggur ríkisstjórnin ríka áherslu á geðheilbrigði og nú er unnið að því að auka aðgengi að sálfræðingum um land allt.</p> <p>Samgöngumálin eru sömuleiðis stórmál í þessari innviðauppbyggingu enda hefur mikið mætt á vegakerfinu undanfarin ár. Þar þarf í senn að huga að vegakerfinu en líka að öflugri almenningssamgöngum. Fjórir milljarðar eru lagðir í það risavaxna verkefni að bæta framfærslu öryrkja og hefur verið starfandi samráðshópur sem ætlað er að gera tillögur um það hvernig þessum fjármunum verður sem best varið ásamt því að auka möguleika öryrkja til virkrar samfélagsþátttöku og þátttöku á vinnumarkaði.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðherra mun í vetur leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð sem verður eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og vonandi Alþingis alls. Þar er ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins í sérstakan sjóð, annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun. Þetta má kalla kynslóðaverkefni; annars vegar hvernig við hugum að okkar elsta fólki og hins vegar hvernig við búum í haginn fyrir framtíðina.</p> <p>Fyrir mér er algjört lykilatriði að íslenskt samfélag fari að byggja upp og styðja betur við nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi. Þess vegna höfum við bætt í framlög til menntunar og stefnum á verulegar fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun. Það mun treysta efnahagslíf landsins til framtíðar og draga úr sveiflum en við höfum séð á síðustu vikum að veður geta skipast fljótt í lofti innan einstakra atvinnugreina. Þess vegna er fjölbreytnin svo mikilvæg; að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Aukin nýsköpun og þar með aukin verðmætasköpun mun styrkja allar atvinnugreinar; sjávarútveg, landbúnað, iðnað, ferðaþjónustu, hugverkageirann, skapandi greinar og svo mætti lengi telja.</p> <p>Framundan er svo vinna sem mun styrkja umgjörð fjármálakerfisins enn frekar. Hvítbók um fjármálakerfið kemur út í haust þar sem greint verður hvað hefur vel verið gert í þeim málum á undanförnum árum og hvað má betur gera. Hluti af því verkefni er að greina kostnaðinn í íslenska fjármálakerfinu en vísbendingar eru um að hann sé meiri en til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. Markmiðið er að hægt verði að lækka þann kostnað þannig að almenningur fái notið lægri vaxta og betri kjara.</p> <p>Nefnd um endurskoðun peningastefnunnar skilaði af sér nú í júní síðastliðnum. Stjórnvöld hafa í framhaldinu átt fundi með Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Markmiðið er að styrkja rammann um peningastefnuna, meðal annars með breytingum á lögum um Seðlabankann en ég mun leggja fram frumvarp þess efnis eftir áramót.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Fátt hefur verið meira í innlendum fréttum en málefni vinnumarkaðarins. Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins en alls höfum við átt tíu fundi með þessum aðilum og forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga. Þeir fundir hafa nú þegar skilað margvíslegum árangri. Ráðist var í þær mikilvægu breytingar að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa í vor. Kjararáð var lagt niður með lögum í vor. Fyrirkomulag launa æðstu embættismanna verður fært til svipaðs horfs og annars staðar á Norðurlöndum.</p> <p>Í vor gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að tekjuskattskerfið og samspil bóta og skatta yrðu endurskoðuð á kjörtímabilinu þannig að það gagnist helst lágtekju- og lægri millitekjuhópum.</p> <p>Sá tekjubandormur sem nú er lagður fram gerir ráð fyrir hækkun barnabóta sem mun auka ráðstöfunartekjur tekjulágra barnafjölskyldna. Enn fremur hækkun persónuafsláttar umfram breytingar á vísitölu neysluverðs sem gagnast best þeim tekjulægri. Að auki verða efri mörk skattkerfisins fest við neysluvísitölu eins og lægri mörkin þannig að þessi mörk breytist með sambærilegum hætti eins og margoft hefur verið kallað á. Allt eru þetta mikilvægar jöfnunaraðgerðir. Að lokum er tryggingagjaldið lækkað um 0,25% sem gagnast atvinnulífinu öllu.</p> <p>Þessar breytingar eiga rætur að rekja til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og sýna okkar skýra vilja til að skatt- og bótakerfin þjóni jöfnunarhlutverki. Aðrar breytingar sem þegar hafa verið gerðar, eins og hækkun á fjármagnstekjuskatti, sýna þann sama vilja. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref sem færa skattbyrði af tekjulægstu hópunum og tryggja að þau tekju- og eignamestu leggi meira af mörkum.</p> <p>Herra forseti.</p> <p>Nú á dögunum var birt skýrsla starfshóps sem ég skipaði um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar eru ýmsar áhugaverðar tillögur. Meðal annars er lagt til að við þingmenn og ráðherrar uppfærum reglur um hagsmunaskráningu. Ennfremur að hagsmunaskráning aðstoðarmanna og ráðuneytisstjóra verði lögfest en skráning þeirra hagsmuna og birting þeirra er ekki lögbundin þó að allt þetta fólk hafi verið reiðubúið að skrá hagsmuni sína og birta til að auka gagnsæi. Þá er lagt til að stjórnarráðið setji sér stefnu um upplýsingagjöf samhliða endurskoðun upplýsingalaga sem stendur yfir. Auk þess að gerður verði samningur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að sinni ráðgjafarhlutverki fyrir Stjórnarráðið. Allt rúmast þetta innan þess sem við getum kallað heilindaramma en alþjóðastofnanir á borð við OECD hafa unnið mikla vinnu í því að skilgreina heilindi í opinberri stjórnsýslu. Við munum sjá frekari aðgerðir í þessa veru á þessu þingi og kjörtímabilinu öllu.</p> <p>Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun. Samfélagið hefur breyst, upplýsingastreymi er með allt öðrum hætti og samfélagsmiðlar hafa breytt stjórnmálaumræðu með róttækum hætti. Við sem munum þá tíð þegar mestu skipti að komast í kvöldfréttirnar með það sem sagt var um morguninn, finnst þetta vera bylting þar sem fréttir morgunsins eru oft algjörlega gleymdar um kvöldið.</p> <p>Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu. <br /> <br /> Nýir miðlar eru hluti af stærri mynd samfélagsbreytinga; fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu, þar sem miklu máli skiptir að við verðum í fararbroddi. Við vitum að þessi tæknibylting á eftir að breyta atvinnuháttum, vinnumarkaði, menntun og samfélaginu; við vitum líka að hún á eftir að breyta okkur sjálfum og upplifun okkar á veruleikanum. Í þýskum fjölmiðlum voru fréttir af því að óvenju mörg börn hafi drukknað í Þýsklandi í ár vegna þess að foreldrar þeirra voru upptekin í símanum. Við verðum að hafa þor til að horfast í augu við þennan nýja veruleika og samband okkar við tæknina til þess að næstu skref í þróun sambands þessarar tækni og okkar mannanna verði okkur til gæfu.<br /> <br /> Í allri þessari þróun skiptir máli að við Íslendingar verðum gerendur, ekki þiggjendur. Að við nýtum tækifærin, sköpum aukin verðmæti og nýtum þau til að byggja upp betra samfélag. Að við verðum um leið meðvituð um mennskuna og gætum að henni í þessari hröðu þróun. <br /> <br /> Vegna alls þessa ég ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna Fjórðu iðnbyltingarinnar. Sú greining verður á breiðum grunni og unnið með niðurstöður hennar hjá Vísinda- og tækniráði, Samráðsvettvangi um aukna hagsæld, með aðilum vinnumarkaðarins og í nýrri framtíðarnefnd Alþingis.<br /> <br /> Og talandi um framtíðina. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa nú fundað nokkrum sinnum um þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fyrirhuguð er á þessu kjörtímabili og því næsta. Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.</p> <p>Kæru landsmenn.</p> <p>Á þessu ári fögnum við fullveldinu sem hefur skipt okkur svo miklu. Fyrstu hundrað ár fullveldisins hafa verið saga framfara, bæði félagslegra og efnahagslegra. Við eigum ærin tækifæri til framfara næstu hundrað árin. Við eigum að fagna samfélagi sem er miklu fjölbreyttara nú en fyrir einni öld. Við eigum að byggja á þeirri fjölbreytni og þeim gildum lýðræðis og mannréttinda sem við höfum haft í heiðri í þessari sögu allri. Og við eigum að sækja fram, sækja fram með því að rækta hugvitið, skapa nýja þekkingu og tryggja að hér verði samheldið, fjölbreytt og kærleiksríkt samfélag þar sem við lifum fram í sátt við umhverfið og tryggjum sterkan efnahag og jöfnuð.</p> <p>Ég hitti nemendur í Seyðisfjarðarskóla um daginn. Þau sögðust þurfa að ræða ýmislegt við mig. Meðal annars væri nauðsynlegt að lækka verð á ís, fá betri gangstéttir og útisundlaug. Þau bentu líka á að gengið væri helst til hátt þessa dagana og við þyrftum að hugsa miklu betur um umhverfið. Viku seinna hitti ég heimilisfólk á Grund og við ræddum saman um sögu fullveldisins, alla þá sigra sem hafa unnist á þeim hundrað árum sem liðin eru og hlutverk þeirra í að byggja upp þetta samfélag sem við eigum saman. Eftir þessa tvo fundi var ég bjartsýn á framtíð íslensks samfélags. Við erum hér vegna kynslóðanna sem á undan okkur gengu með stórhug að vopni. Og framtíðin er björt með þessa frábæru ungu kynslóð sem mun taka við landinu okkar. Við sem hér erum núna skulum vanda okkur við að skila góðu búi.</p> <p>Góðar stundir<br /> <br /> <br /> </p> <br />
24. ágúst 2018Blá ör til hægriGrein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu 23. ágúst 2018: Uppbygging fyrir almenning<p>Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjölfar endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega til við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óuppfylltar væntingar um uppbyggingu samfélagslegra innviða. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að gera betur og telur slíka uppbyggingu sitt forgangsverkefni.</p> <p>Gott efnahagsástand undanfarin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svokallaðra stöðugleikasamninga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þannig hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 88 milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessi sterka staða verði nýtt til að ráðast í samfélagslega uppbyggingu sem miðar að því að jafna og bæta lífsgæði landsmanna. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin þau leiðarljós að tryggja farsælt efnahagslíf, samfélagslegan ávinning og framsækni í umhverfismálum.</p> <p><strong>Framar fyrirheitum</strong><br /> Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að leggja fram fjárlagafrumvarp sem tryggði aukin fjárframlög upp á 55 milljarða króna til samfélagslegra verkefna án þess að það kæmi niður á afkomu ríkissjóðs. Fjárlögunum var síðan fylgt eftir með fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor og felur í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verða aukin jafnt og þétt til ársins 2023. Samtals hefur ríkisstjórnin því tryggt að á sex árum munu árleg framlög til mikilvægra mála verða aukin um 140 milljarða króna, þar af verða árleg framlög til heilbrigðismála um 60 milljörðum hærri en þau voru árið 2017. </p> <p>Til þess að setja þessa innspýtingu til samfélagslegra verkefna í samhengi þá lofuðu þeir stjórnmálaflokkar sem lengst gengu fyrir síðustu tvennar kosningar 40-50 milljarða aukningu á fjórum til fimm árum. Við getum líka horft á þessa 140 milljarða aukningu í samhengi við sameiginlegar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög ársins 2016 sem þóttu á þeim tíma róttækar en fólu í sér 16 milljarða aukningu. Það þarf því ekki að deila um að áform ríkisstjórnarinnar um samfélagslega uppbyggingu ganga framar öllum fyrirheitum sem gefin voru fyrir síðustu tvennar kosningar.</p> <p><strong>Bætt opinber þjónusta og kolefnishlutlaust Ísland</strong><br /> Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heilbrigðiskerfisins hefur verið forgangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokkanna fyrir kosningar síðustu ára. </p> <p>Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægasta verkefnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ein mikilvægasta jöfnunargerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsugæslunnar um land allt. </p> <p>Öryggi á þjóðvegum og greiðar samgöngur eru stórmál fyrir alla landsmenn. Það hefur legið fyrir lengi að þörf hefur verið á innspýtingu í samgöngumálin. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi ríkisstjórnar var að setja strax fjóra milljarða til viðbótar inn í samgöngumál. Settir verða 16,5 milljarðar inn í samgönguframkvæmdir til viðbótar við fyrri áætlanir þannig að fjárfestingar í þessum geira munu nema um 124 milljörðum á næstu árum. Samgönguáætlun verður lögð fram í haust og þar munu birtast fyrirætlanir um úrbætur í samgöngumálum sem munu nýtast um land allt, bæði í almenningssamgöngum og vegaframkvæmdum.</p> <p>Aukin framlög til menntunar, bæði framhaldsskóla en ekki síst háskólastigsins, endurspegla þann skýra vilja ríkisstjórnarinnar að horfa til framtíðar og tryggja atvinnusköpun sem hvílir á hugviti og þekkingarsköpun. Öll sú uppbygging mun skila sér í samfélagslegum ávinningi fyrir almenning í landinu og tryggja aukinn jöfnuð. </p> <p>Sömuleiðis er mikilvægt að minna á að yfir stendur vinnu í samráði við forsvarsmenn heildarsamtaka öryrkja um hvernig unnt er að breyta almannatryggingakerfinu og bæta kjör öryrkja en gert er ráð fyrir alls 6 milljörðum til viðbótar í þann málaflokk í komandi fjárlagafrumvarpi.</p> <p>Styrk stjórn efnahagsmála og uppbygging samfélagslegra innviða eru mikilvæg verkefni en ekki skipta umhverfismálin minna máli. Ný og framsækin aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður kynnt nú í haust þar sem fyrstu skrefin í átt að kolefnishlutlausu Íslandi verða kynnt. Þar verða allir aðilar kallaðir að borðinu þannig að Ísland geti skipað sér í hóp framsæknustu ríkja heims í loftslagsmálum.<br /> <br /> <strong>Gerum góða stöðu betri fyrir alla</strong><br /> Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörgum nágrannalöndum hafa Íslendingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til þeirrar jöfnunaraðgerðar að lækka kostnað sjúklinga og var því forgangsraðað að lækka tannlæknakostnað aldraðra og öryrkja með nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á næstu dögum. Kostnaður sjúklinga verður lækkaður í skrefum þannig að hann verði í takt við önnur Norðurlönd eða 16,5% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Opinber fjárfesting er á uppleið sem er afar mikilvægt þegar hægst hefur á hagvexti til að tryggja áframhaldandi velsæld. </p> <p>Ríkisstjórnin er staðráðin að halda áfram á þessari braut. Eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri leið er gott samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar haldið tíu fundi með aðilum vinnumarkaðarins, forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga og ríkissáttasemjara þar sem ýmis mál hafa verið rædd. Sum þeirra hafa þegar skilað sér í aðgerðum. Þannig voru atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkaðar í vor og kjararáð hefur verið lagt niður eftir ítarlega greinargerð sem unnin var í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi og þar verður hlustað náið eftir óskum aðila vinnumarkaðarins</p> <p>Framundan er endurskoðun laga um Seðlabankann sem mun styrkja umgjörð peningastefnunnar. Sömuleiðis stendur yfir vinna til að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og síðast en ekki síst er hafin vinna við hvernig við Íslendingar ætlum að takast á við tæknibreytingar sem oft eru kenndar við fjórðu iðnbyltinguna og hvernig við getum tryggt að hugvit og þekkingariðnaður verði ein af grundvallarstoðunum fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar.</p> <p>Það er þetta mikilvæga jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Það er leiðarljós sem mun verða íslensku samfélagi mikilvægt til framtíðar og tryggja bætt lífskjör alls almennings. </p> <br />
23. ágúst 2018Blá ör til hægriSóknarfæri í innlendum landbúnaði - grein eftir Katrínu Jakobsdóttur sem birtist í Bændablaðinu<strong>Sóknarfæri í innlendum landbúnaði</strong> <p>Á dögunum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að opna landbúnaðarsýninguna Sveitasælu í Skagafirði. Þar mátti sjá margvísleg dæmi um nýsköpun í innlendum landbúnaði sem sýna svo ekki verður um villst að innlendur landbúnaður býr yfir gríðarlegum sóknarfærum. </p> <p>Það hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna að líta á landbúnað sem umhverfismál. Matvælaframleiðsla í nærumhverfi er hluti af sjálfbæru samfélagi og í mínum huga er ekki spurning að mikilvægur þáttur þess að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum verður að tryggja matvælaframleiðslu í heimabyggð þannig að ekki þurfi að flytja mat yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisfótspori. Æ fleiri eru að verða meðvitaðir um það vistspor sem fylgir miklum flutningum og æ fleiri gera kröfu um framleiðsluhætti sem eru samfélagslega og umhverfislega ábyrgir. </p> <p>Í raun getur ekkert samfélag verið sjálfbært án innlends landbúnaðar. Þess vegna er mikilvægt að stuðningur við innlendan landbúnað styðji við það að gera innlendan landbúnað enn grænni. Þar hafa sauðfjárbændur stigið stór skref og sett sér metnaðarfulla stefnu um kolefnishlutleysi sauðfjárræktar, sem ríkisstjórnin telur til fyrirmyndar. Til þess að ná þeim markmiðum sem Ísland hefur sett sér til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum verða allir geirar samfélagsins að taka höndum saman, stjórnvöld, atvinnulífið og almenningur. Ég fagna frumkvæðinu sem sauðfjárbændur hafa sýnt og hlakka til að fylgjast með því verkefni og þeim sem svo munu fylgja í kjölfarið.</p> <p>Innlendur landbúnaður er líka grunnforsenda þess að tryggja matvælaöryggi landsmanna allra. Til þess að hægt verði að fæða heiminn næstu áratugi þarf bændur úti um allan heim, líka á harðbýlum eyjum eins og Íslandi. Um þetta höfum við séð dæmi á síðustu vikum, þegar sögulegir þurrkar hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu hefur gert Dani og Svía að korn-innflytjendum í fyrsta skipti í marga áratugi. Norðmenn ætla að kaupa tugþúsundir tonna af heyi frá Íslandi til þess að geta framleitt nægt kjöt og næga mjólk, meðal annars vegna þess að hér er sjúkdómastaða álíka góð og hjá þeim. </p> <p>Að lokum er innlendur landbúnaður ein af forsendum þess að unnt sé að tryggja ákveðna byggðafestu. Þar er hins vegar mikilvægt að stuðningskerfið þróist í takt við breytta tíma þar sem framleiðslugeta hefur aukist. Þar er nýsköpun grundvallarþáttur enda margir bændur að sinna fjölþættum verkefnum sem geta af sér fjölbreyttar afurðir. Menntun, rannsóknir og nýsköpun er það sem mun gera okkur kleift að hafa hér til framtíðar landbúnað í fremstu röð og auka enn verðmæti innlendra landbúnaðarafurða. Þar eru ýmis sóknarfæri sem meðal annars tengjast því að tengja betur saman matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu, nýta afgangsafurðir til margs konar nýsköpunar og markaðssetja þær gæðaafurðir sem hér eru búnar til. Við búum við góðar aðstæður; við eigum öfluga háskóla og rannsóknarstofnanir og framsýna bændastétt sem lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að starfsaðstæður hafi um margt verið verulega þungar um tíma. </p> <p>Þar hlýt ég að nefna þá erfiðleika sem sauðfjárbændur glíma við þessi misserin en framleiðsla á lambakjöti hefur ekki verið í takt við innanlandsneyslu og ytri aðstæður hafa haft áhrif á útflutning á lambakjöti. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú ákveðið að flýta endurskoðun á búvörusamningi við sauðfjárbændur til að unnt verði að móta langtímasýn fyrir sauðfjárbúskap þar sem tekið verður á þessum þáttum. Er það von mín að íslensk sauðfjárrækt fái þar ný sóknarfæri og geti jafnvel orðið fyrsta kolefnishlutlausa sauðfjárrækt í heimi.</p> <p>Kúabændur eru svo að stíga fyrstu skrefin í að innleiða tæknibyltingu í ræktun íslensku mjólkurkýrinnar. Það lýsir hugrekki og trausti kúabænda á framtíð íslensks landbúnaðar að ráðast í það verkefni að nýta tækni, sem hingað til hefur einungis verið nýtt í risavöxnum erlendum kúastofnum, á hinn litla íslenska stofn. Það er nefnilega svo að öruggusta leiðin til að vernda okkar fornu bústofna er að sjá til þess að þeir séu nýttir til að framleiða landbúnaðarvörur.</p> <p>Stundum er talað um stuðning ríkisins við innlendan landbúnað eins og sértækan stuðning við Framsóknarflokkinn. Með fullri virðingu fyrir mínum ágæta samstarfsflokki er það fjarri lagi. Staðreyndin er sú að flest lönd heimsins niðurgreiða landbúnað til þess einmitt að mæta hagsmunum neytenda, tryggja matvælaöryggi og sjálfbærni. Við eigum að styðja við íslenskan landbúnað – landbúnað sem er í takt við 21. öldina.</p>
23. ágúst 2018Blá ör til hægriGrein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu<p><strong>Uppbygging fyrir almenning<br /> </strong>Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjölfar endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega til við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óuppfylltar væntingar um uppbyggingu samfélagslegra innviða. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að gera betur og telur slíka uppbyggingu sitt forgangsverkefni.</p> <p>Gott efnahagsástand undanfarin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svokallaðra stöðugleikasamninga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þannig hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 88 milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessi sterka staða verði nýtt til að ráðast í samfélagslega uppbyggingu sem miðar að því að jafna og bæta lífsgæði landsmanna. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin þau leiðarljós að tryggja farsælt efnahagslíf, samfélagslegan ávinning og framsækni í umhverfismálum.</p> <p><strong>Framar fyrirheitum<br /> </strong>Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að leggja fram fjárlagafrumvarp sem tryggði aukin fjárframlög upp á 55 milljarða króna til samfélagslegra verkefna án þess að það kæmi niður á afkomu ríkissjóðs. Fjárlögunum var síðan fylgt eftir með fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor og felur í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verða aukin jafnt og þétt til ársins 2023. Samtals hefur ríkisstjórnin því tryggt að á sex árum munu árleg framlög til mikilvægra mála verða aukin um 140 milljarða króna, þar af verða árleg framlög til heilbrigðismála um 60 milljörðum hærri en þau voru árið 2017.</p> <p>Til þess að setja þessa innspýtingu til samfélagslegra verkefna í samhengi þá lofuðu þeir stjórnmálaflokkar sem lengst gengu fyrir síðustu tvennar kosningar 40-50 milljarða aukningu á fjórum til fimm árum. Við getum líka horft á þessa 140 milljarða aukningu í samhengi við sameiginlegar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög ársins 2016 sem þóttu á þeim tíma róttækar en fólu í sér 16 milljarða aukningu. Það þarf því ekki að deila um að áform ríkisstjórnarinnar um samfélagslega uppbyggingu ganga framar öllum fyrirheitum sem gefin voru fyrir síðustu tvennar kosningar .</p> <p><strong>Bætt opinber þjónusta og kolefnishlutlaust Ísland<br /> </strong>Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heilbrigðiskerfisins hefur verið forgangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokkanna fyrir kosningar síðustu ára.</p> <p>Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægasta verkefnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ein mikilvægasta jöfnunargerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsugæslunnar um land allt. </p> <p>Öryggi á þjóðvegum og greiðar samgöngur eru stórmál fyrir alla landsmenn. Það hefur legið fyrir lengi að þörf hefur verið á innspýtingu í samgöngumálin. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi ríkisstjórnar var að setja strax fjóra milljarða til viðbótar inn í samgöngumál. Settir verða 16,5 milljarðar inn í samgönguframkvæmdir til viðbótar við fyrri áætlanir þannig að fjárfestingar í þessum geira munu nema um 124 milljörðum á næstu árum. Samgönguáætlun verður lögð fram í haust og þar munu birtast fyrirætlanir um úrbætur í samgöngumálum sem munu nýtast um land allt, bæði í almenningssamgöngum og vegaframkvæmdum.</p> <p>Aukin framlög til menntunar, bæði framhaldsskóla en ekki síst háskólastigsins, endurspegla þann skýra vilja ríkisstjórnarinnar að horfa til framtíðar og tryggja atvinnusköpun sem hvílir á hugviti og þekkingarsköpun. Öll sú uppbygging mun skila sér í samfélagslegum ávinningi fyrir almenning í landinu og tryggja aukinn jöfnuð. </p> <p>Sömuleiðis er mikilvægt að minna á að yfir stendur vinnu í samráði við forsvarsmenn heildarsamtaka öryrkja um hvernig unnt er að breyta almannatryggingakerfinu og bæta kjör öryrkja en gert er ráð fyrir alls 6 milljörðum til viðbótar í þann málaflokk í komandi fjárlagafrumvarpi.</p> <p>Styrk stjórn efnahagsmála og uppbygging samfélagslegra innviða eru mikilvæg verkefni en ekki skipta umhverfismálin minna máli. Ný og framsækin aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður kynnt nú í haust þar sem fyrstu skrefin í átt að kolefnishlutlausu Íslandi verða kynnt. Þar verða allir aðilar kallaðir að borðinu þannig að Ísland geti skipað sér í hóp framsæknustu ríkja heims í loftslagsmálum.</p> <p><strong>Gerum góða stöðu betri fyrir alla<br /> </strong>Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörgum nágrannalöndum hafa Íslendingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til þeirrar jöfnunaraðgerðar að lækka kostnað sjúklinga og var því forgangsraðað að lækka tannlæknakostnað aldraðra og öryrkja með nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á næstu dögum. Kostnaður sjúklinga verður lækkaður í skrefum þannig að hann verði í takt við önnur Norðurlönd eða 16,5% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Opinber fjárfesting er á uppleið sem er afar mikilvægt þegar hægst hefur á hagvexti til að tryggja áframhaldandi velsæld.</p> <p>Ríkisstjórnin er staðráðin að halda áfram á þessari braut. Eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri leið er gott samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar haldið tíu fundi með aðilum vinnumarkaðarins, forsvarsmönnum Sambands sveitarfélaga og ríkissáttasemjara þar sem ýmis mál hafa verið rædd. Sum þeirra hafa þegar skilað sér í aðgerðum. Þannig voru atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkaðar í vor og kjararáð hefur verið lagt niður eftir ítarlega greinargerð sem unnin var í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi og þar verður hlustað náið eftir óskum aðila vinnumarkaðarins</p> <p>Framundan er endurskoðun laga um Seðlabankann sem mun styrkja umgjörð peningastefnunnar. Sömuleiðis stendur yfir vinna til að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og síðast en ekki síst er hafin vinna við hvernig við Íslendingar ætlum að takast á við tæknibreytingar sem oft eru kenndar við fjórðu iðnbyltinguna og hvernig við getum tryggt að hugvit og þekkingariðnaður verði ein af grundvallarstoðunum fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar.</p> <p>Það er þetta mikilvæga jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Það er leiðarljós sem mun verða íslensku samfélagi mikilvægt til framtíðar og tryggja bætt lífskjör alls almennings.</p>
11. ágúst 2018Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Gleðigöngunni 11. ágúst 2018Ágætu hátíðargestir, gleðilega hátíð.<br /> <br /> Þeir eru ekki margir dagarnir sem samtvinna með jafn mögnuðum hætti gleði og kraft, þakklæti, stolt og baráttuþrek. Saga réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi vitnar eins og aðrar baráttusögur um mótlæti, sigra - og stundum tap, þrjósku, framfarir en umfram allt einstaka staðfestu þeirra sem vita að þau berjast fyrir betri og réttlátari heimi. <br /> <br /> Í dag fögnum við fjölbreytni, mannréttindum, hinseginleikanum. Við fögnum saman.<br /> Um leið sýnum við vilja okkar til þess að láta ekki staðar numið, heldur halda áfram að berjast fyrir réttindum allra í raun, jafnrétti allra í raun. <br /> <br /> Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega vel eftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal. <br /> <br /> Fyrsta gleðigangan var gengin hér í Reykjavík árið 1999 í þeirri mynd sem hún er núna og þá var sleginn sá mikilvægi tónn sem alltaf hefur einkennt þessa göngu; hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist. <br /> <br /> En frelsisstríðum lýkur aldrei. Hér heima vitum við að við höfum dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Við vitum að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. <br /> <br /> Í vetur verður lagt fram frumvarp á Alþingi um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði. Þegar frumvarpið verður að lögum mun það koma okkur í fremstu röð - þar sem við eigum að vera, af því að við getum það og af því að það er rétt. <br /> <br /> Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.<br /> <br /> Ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78 þannig að þau geti betur sinnt sínu mikilvæga starfi.<br /> <br /> Það hefur líklega sjaldan verið mikilvægara en nú að standa fast í fætur og taka áfram þátt í að ryðja brautina. Réttindi hafa aldrei fengist án baráttu. <br /> Réttindi hafa aldrei fengist gefins.<br /> Og á síðustu misserum höfum við séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir. Víða hefur orðið bakslag og við þurfum að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks hvar sem við komum og á hvaða vettvangi sem er.<br /> <br /> Við megum ekki gera ráð fyrir því að framfarir í réttindamálum hinsegin fólks séu sjálfsagðar. Með því að viðhalda og efla fræðslu, vera vakandi og vinna gegn fordómum, tryggjum við réttindi hinsegin fólks. Og það þurfa allir að standa saman og taka þátt, rétt eins og við gerum saman hér í dag. <br /> <br /> Mig langar að lokum að koma aftur að því sem við finnum öll í hjartanu, við sem stöndum hér í Hljómskálagarðinum í dag; gleðinni. <br /> <br /> Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu.<br /> <br /> Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi.<br /> <br /> Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni.<br /> <br /> Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin.<br /> <br /> Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. <br /> <br /> Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram. <br /> <br /> Gleðilega hátíð. <br /> <br />
07. ágúst 2018Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Gimli 6. ágúst 2018<br /> <strong>Toast to Canada on Íslendingadagurinn, August 6th, 2018</strong><br /> <br /> Kæru vinir, dear friends!<br /> <br /> It is a great pleasure for me and my husband Gunnar to join you all here today at the 129th Islendingadagurinn and I am honoured to bring you the very best wishes and congratulations from the Government and from the People of Iceland. <br /> <br /> Now we have been here in Gimli since Saturday evening and it has been a remarkable experience. Yesterday morning we went to the White Rock where the first Icelandic settlers arrived in 1875 and I could really understand why they called this place Gimli – the name of the pagan heaven as it is described in Snorra-Edda. This new land must have been so very different from Iceland, flat and green, but still it must have been tough. Reading letters from these Icelandic settlers is really very moving, where they described the cold, hars work and diseases but still they firmly kept on to their belief in a better future – which is probably very characteristic for both Icelanders and Canadians. <br /> <br /> Icelanders have long been interested in our history and genealogy. I think it’s fair to say that it is only surpassed by our nearly unhealthy interest in the weather – which maybe is understandable given the fact that on any given day we have to dress appropriately for any of the four seasons. You recognize an Icelander abroad because he is carrying an umbrella and a snowsuit when the sun is shining because we always expect the weather to change.<br /> <br /> But the strong interest of Icelanders in history and genealogy is clearly visible in the ancient Icelandic Sagas, which often have long chapters reciting how everybody is related to each other. The sagas and the medieval past were an invaluable strength in Iceland´s struggle for independence and existence through the hardship of past centuries. But the interest in genealogy has blossomed in recent years with new media. Today people will go online when meeting a new person and open the Íslendingabók database to figure out how they are related. We have this curiosity to know our relatives, even if they are just very distant and live in other countries. <br /> <br /> Icelanders celebrate the centenary of Icelandic independence and sovereignty this year, in 2018. On December 1st 1918, the Union Treaty with Denmark took effect and Iceland was no longer “an inalienable part of the Danish realm,” but a free, sovereign nation, in personal union with Denmark under the same king and collaborating on various matters, such as foreign affairs and protection of territorial waters. On this same day, Iceland celebrated its attainment, by royal decree, of a recognized national flag. Then, as was our right under the Union Treaty and as a sovereign nation, Iceland went on to become a republic on June 17th 1944, symbolically choosing Jón Sigurðsson´s birthday, for the historic event. <br /> <br /> The statue of Jón Sigurðsson was the first statue to be erected on the current Legislative Building grounds in Winnipeg, after Queen Victoria´s statue was repositioned in front of the building. This shows the unique bonds that exist between Manitoba, Canada and Iceland, that only two identical statues of Jón Sigurðsson exist, one at Austurvöllur, directly in front of the Althingi – the Icelandic Parliament – and the other in Winnipeg, the capital of Manitoba. It is a somewhat uncanny experience for an Icelander to come to Broadway in Winnipeg and face Jón here, since he is so familiar and yet strange in this new context and on a much lower pedestal than in Iceland. This, I feel, offers a unique insight into the place of Iceland and our nation here in the larger world.<br /> <br /> In Iceland, we have come a long way since 1918, as can be seen when we look at increase in life expectancy, an improved health care system and social security. Immense progress has also been made in gender equality and human rights, which the government regards as a priority and is also a matter close to my heart. Now, when we look back and celebrate a century of sovereignty, we have a lot to take pride in. Equipped with the experience of the past we must look to the future, determined to learn from that experience and do even better.<br /> <br /> The government I am heading in Iceland, with parties spanning the political spectrum from left to right, intends to establish a new tone in Icelandic politics; rejecting the polarization that is such a strong tendency in todays politics, and ensuring that the economic growth in Iceland will bring prosperity to all people in Iceland so it will continue to be a good place to live for young and old alike.<br /> <br /> My government strongly believes that Iceland can make its voice heard in the international arena by being a role model when it comes to gender equality, where there is still room for improvement, for example by fighting gender based violence, and by setting itself ambitious targets in combatting climate change and heading for carbon neutrality in 2040, by protecting its unspoiled natural vistas and by striving to ensure equal opportunities and standing in a time where inequality is increasing on a global scale. <br /> <br /> Iceland knows, being a small country, that good relations with your neighbours are essential. Iceland is a small country and therefore we have always known that international co-operation is essential. Eversince the scaldic poets sailed to Norway to recite their poems to Norwegian kings, we have known that our culture is built on interaction between different peoples and different cultures.<br /> <br /> Iceland and Canada share a common vision in today´s globalized world, based on the same basic principles of democracy, human rights, and the rule of law. For example, Canada and Iceland were among the first states in the world to make marriage gender neutral. Our relations have developed through the years. We are members of the same international organizations; our commercial exchanges are mutually beneficial, we cooperate in technology, such as geothermal energy and mutual tourism is on the rise. <br /> <br /> In order to nurture our common origins and preserve our heritages, the knowledge of languages is important and the establishment of the Department of Icelandic Language and Literature at the University of Manitoba in 1951 was a major event for the study of Icelandic in the Western hemisphere. The Department has long been of much importance to the relationship between Iceland and Manitoba and we hope it will continue to thrive. Let me use this opportunity, to reiterate the support of the Icelandic government for the University of Iceland’s endeavor to continue to grow the collaboration with the University of Manitoba and the Icelandic department, on the basis of the partnership agreement from 1999. This agreement created a series of conferences to examine the relationship between Iceland and Canada. It is important to bring together students and professors in both countries and put them in contact with the communities in Manitoba and Iceland that are interested in this heritage. <br /> <br /> The literature of Icelanders who emigrated to Canada is highly valued in Iceland, with Stephan G. Stephansson in particular enjoying the status of a national poet. Many Icelanders are also familiar with the work of Jóhann Magnús Bjarnason, Guttormur J. Guttormsson and Jakobína Johnson. <br /> <br /> Not many people know that but the history of Icelandic crime fiction actually started here, in the settlements of Icelanders in North-America, the first translated crime novel was translated into Icelandic and published by Lögberg in Winnipeg, and the first Icelandic crime novel, which was called An Icelandic Sherlock Holmes by Jóhann Magnús Bjarnason, was actually set in Nova Scotia. <br /> <br /> Today we have also exciting poets of a different form such as film-maker Guy Maddin, whom I met yesterday evening, also of Icelandic discent. And yesterday evening, talking to all that wonderful people, I became convinced that we have a solid ground in the past but maybe the most important project is to think about today and the future, cherish the relations of our young people and listen to todays poets, writers and artists who are working on that solid ground but putting it in a new perspective. <br /> <br /> Icelanders have always maintained a caring interest in their relatives who emigrated. In the past few decades, several Icelanders have taken advantage of new technology and have located their relatives in the West. I was fortunate enough to meet twice my relative Kristrún Turner who passed away recently at the age of 98, and her three daughters who had found their Icelandic family through the wonders of modern communications. Kristrún, who spoke flawless Icelandic, lived in Winnipeg but was born in Saskatchewan and this is a reminder that the Icelandic immigrants are not only here in Manitoba, though their presence here is far the most prominent, but also in other parts of Canada, such as Alberta, British Columbia and Ontario.<br /> <br /> The first Icelandic settlers’ journey to North America must have seemed like a trip to another world while the people left behind in Iceland surely did not expect to see any relatives and friends who emigrated ever again. Now the world has changed, it´sgetting smaller with all the modern communication technology, so the distance between friends is not but a short way to the city. Therefore, there is no obstacle today to maintaining close and strong relations across the ocean.<br /> <br /> Ladies and Gentlemen, dear friends, kæru vinir.<br /> <br /> Let me thank you again for inviting me and my husband to join you at this year´s Icelandic Festival of Manitoba – Íslendingadagurinn -.<br /> <br /> I would like to finish by reading a poem from a book of poems titled “Römm er sú taug” (A strong bond) by the New Iceland poet, Friðrik Pétur Sigurðsson, from Fagridalur in the Arborg District, known locally as “Friggi í Fagradal” who died in 1956. This poem describes well the bonds that bind people like us together in love and loyalty to the land and culture of our birth and our forefathers´ birth. <br /> <br /> Allow me to read it first in Icelandic:<br /> <br /> Hjá okkur lifi alla daga <br /> íslenskt mál og fögur ljóð, <br /> íslensk fræði, íslensk saga, <br /> íslenskt meðan rennur blóð.<br /> <br /> In the English translation by the farmer, translator and poet you all know, David Gislason, from Arborg, Manitoba, the poem reads like this: <br /> <br /> We keep the ancient language living,<br /> Daily logic, daily lore<br /> While Iceland's poetry keeps lending<br /> Blood and body to the core!<br /> <br /> “Takk fyrir og góða skemmtun”.<br /> <br />
07. ágúst 2018Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Mountain 5. ágúst 2018<strong>Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Íslendingadegi (Deuce of August) í Mountain, Norður Dakóta, laugardaginn 5. ágúst 2018. </strong><br /> <br /> Kæru vinir, dear friends!<br /> <br /> It is a great pleasure for me and my husband to be here in Mountain, the epicenter of the numerous Icelandic settlements in Northeast North Dakota, and it has been quite a revelation to discover this morning the amazing history if Icelandic settlers in this state. I can certainly verify that seeing is believing – and 24 hours is not enough to enjoy that remarkable heritage! And it is an honour to be invited to address the 119th Annual Deuce of August, which I am told is the longest running ethnic festival in North Dakota and the largest Icelandic event in the United States. <br /> <br /> In August 1874, King Christian the ninth was the first sovereign of Iceland to visit the country, bringing with him the first Icelandic constitution, and for a long while this was the national day of Iceland, a tradition that Icelanders have now forgotten, apart from the people of the Westman Isles who still celebrate, and people of Icelandic descent in the Western world.<br /> <br /> I am told that North Dakota is one of the least populous of the United States, ranking 47th. It still has more than twice as many people as Iceland has and is also almost twice as large. While, on the other hand, our capital Reykjavík has more people than Fargo. I am sure that the land per capita ratio would have felt familiar to the Icelandic settlers. Before I came here, I wondered if I was going to the 'Iceland' of the US.<br /> <br /> Here in Mountain, one clearly feels the spirit of Iceland and the warm hospitality of North Dakota, which I would like to thank you all for and I commend all of you who have contributed to the success of this celebration. When arriving in Mountain for the first time after travelling through the prairie of Manitoba, you realize that the name is an oxymoron since the town is not on top of a mountain, or even a hill, but sits on a slight rise in the landscape. That, in particular, tells us that the first settlers had not lost their Icelandic love of the absurd after a long and often hazardous journey across the ocean. It is difficult to translate humour but Icelanders do love oxymorons – in one Icelandic town a man was famously called Óli þjófur (Oli the thief) after someone stole his bicycle! <br /> <br /> Today we celebrate these first settlers by showing our great affection for Iceland and our determination to retain and strengthen our common heritage. <br /> <br /> In Iceland, this is a year of a special celebration. 2018 marks one hundred years since Iceland became an independent and sovereign state, twenty-six years before Iceland became a republic with its own president in 1944. We have come a long way in Iceland since then. We make more efficient use of our resources and our society has become more diverse in culture, religion and ethnicity. The population has more than tripled, from about 90.000 to 350.000 inhabitants. Much progress has been made in gender equality and human rights, which the government regards as a priority and is also a matter very close to my heart. The Government I am leading in Iceland has set the course to establish a new tone, rejecting the tendency of polarization in politics and ensuring that the economic growth will bring prosperity to all the people in Iceland and taking steps that will make Iceland a good place to live for young and old alike.<br /> <br /> Iceland is making its voice heard in the international arena by being a role model regarding gender equality where there is always still room for improvement, by setting itself ambitious targets in combating climate change, by striving to ensure equal opportunities and standing in a time where inequality is increasing on a global scale. <br /> <br /> Iceland is a small country and therefore we have always known that international co-operation is essential. Eversince the scaldic poets sailed to Norway to recite their poems to Norwegian kings, we have known that our culture is built on interaction between different peoples and different cultures. Not many people know that but the history of Icelandic crime fiction actually started here, in the settlements of Icelanders in North-America, the first translated crime novel was translated into Icelandic and published by Lögberg in Winnipeg, and the first Icelandic crime novel, which was called An Icelandic Sherlock Holmes by Jóhann Magnús Bjarnason, was actually set in Nova Scotia. <br /> <br /> For Icelandic culture, trade and politics, international relations have therefore always been important and will continue to be so. <br /> And it is noteworthy that a century and a half after the first Icelandic settlers migrated west our bonds are as strong as ever. It is important, wherever we live and wherever we move, to remember our roots. History shows that culture is nowhere better than where it is mixed with different currents and viewpoints. <br /> <br /> There is an Icelandic saying which many of you know: “Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til”, which means the string to the roots of your existence is strong and pulls people to their ancestral pastures. Although the community of people of Icelandic ancestry has blended with people from other communities, it is noteworthy that there are still a number of marriages between people from within the Icelandic community. And as for personal names, many people still give their children Icelandic names. Hearing these names so far from the small island in the North Atlantic is a reminder of the strong sense of heritage and roots that people still have in their hearts, not to mention how amazing it is to be here in Mountain and hear people talk about vínartertur and kleinur and pönnukökur!<br /> <br /> The special bond between Iceland and the United States of America is made strong by common history and shared heritage. All the different clubs working to nurture Icelandic history and heritage in United States of America are a clear testament to the unique dedication that Americans of Icelandic descent show to their roots. I admire your dedication and work in preserving and honoring this remarkable and unique history and heritage. <br /> <br /> Finally, I bring you greetings from the Government and the People of Iceland and our commitment to preserve the bonds between the people of Iceland and the people of Icelandic ancestry in North America. Thank you again for inviting me and my husband to join you here today to celebrate the Deuce of August and allow me to wish you all a happy Celebration.<br /> <br /> Takk fyrir og góða skemmtun.<br /> <br /> <br />
29. júlí 2018Blá ör til hægriRæða forsætisráðherra á Sturluhátíð 2018Kæru gestir,<br /> <br /> við lifum á tímum breytinga þar sem hið eina sem virðist mega ganga að sem gefnu er að framtíðin verði allt öðruvísi en nútíminn. Eitt af því sem hefur breytt miklu í lífi nútímafólks eru nýir miðlar til að tjá hugsun sína. Eins og Kanadamaðurinn Marshall McLuhan, upphafsmaður nútímalegrar fjölmiðlafræði, orðaði það, þá sníður miðillinn skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði diplómatískra samskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á twitter.<br /> <br /> Í samanburði við okkar tíma virðist þrettánda öldin, tími Sturlu Þórðarsonar sagnaritara, vera fjarlægur tími þar sem hlutirnir gerðust ekki jafn hratt og í nútímanum. En sú hugmynd er að ýmsu leyti blekking. Sturlungaaldarfólk upplifði mikla umbreytingartíma sem einkenndust ekki einungis af pólitískum hræringum og átökum höfðingja heldur einnig af innleiðingu nýrra miðla til að tjá hugsun sína. Sturla Þórðarson er gott dæmi um það. Sem sagnaritari var hann maður hins ritaða orðs á meðan flestar fyrri kynslóðir Íslendinga höfðu miðlað þekkingu á fortíðinni í gegnum frásagnir sem ekki voru ritaðar. Sturla var höfðingi sem reyndi að brjótast til valda með yfirráðum á tilteknu landsvæði, sem var nýjung á Íslandi um þær mundir.Að lokum gerðist Sturla Þórðarson síðan valdsmaður af nýju tagi, embættismaður Noregskonungs sem Íslendingar gengust undir á þriggja ára tímabili, árin 1262 til 1264.<br /> <br /> Í bókinni Auðnaróðal, sem kom út árið 2016, lýsir Sverrir Jakobsson Sturlungaöld sem afsprengi breytingaskeiðs sem hófst löngu fyrr, árið 1096 þegar kirkjunni tókst að koma á nýjum skatti, tíundinni, með stuðningi höfðingja. Kirkjan var fyrsta svæðisbundna valdastofnunin á Íslandi, hún kom á svæðisbundnum biskupsstólum og kirkjusóknum. Í gegnum tíundina greiddu bændur henni skatt. Og hún nýtti sér nýjan miðil að miðla boðskap sínum, hið ritaða orð. Í Jóns sögu helga er sagt frá fyrsta skólameistaranum í Hólaskóla, sem stofnaður var í upphafi 12. aldar, Gísla Finnasyni, að<br /> „ávallt er hann prédikaði fyrir fólkinu þá lét hann jafnan liggja bók fyrir sér og tók þar af slíkt er hann talaði fyrir fólkinu, og gerði hann þetta mest af forsjá og lítillæti, að þar hann var ungur að aldri þótti þeim meira um vert er til hlýddu að þeir sæi það að hann tók sínar kenningar af helgum bókum en eigi af einu saman brjóstviti.“<br /> Í samfélagi þar sem allt snerist um hið talaða orð hefur þetta verið gríðarleg nýjung. Þetta er andstæða við það hvernig höfðingjar höguðu máli sínu. Dæmi um höfðingja af gamla skólanum var Sturla Þórðarson í Hvammi, ættfaðir Sturlunga og afi Sturlu sagnaritara. Hann var kappsamur goðorðsmaður sem vildi auka völd sín og átti iðulega í deilum við aðra höfðingja í sinni heimabyggð. Samkvæmt Sturlu sögu rak Sturla mál sín af hörku á alþingi og leit á það sem leið til auka áhrif sín. Þar kemur fram að „það var oft háttur hans að setja á langar tölur um málaferli sín, því að maðurinn var bæði vitur og tungumjúkur. Vildi hann og að það væri jafnan frá borið að hans virðing yrði víðfræg“. <br /> <br /> En fljótlega öðluðust íslenskir höfðingjar tök á nýjum miðlum og námu margt fleira af klerkunum. Þeir komu á fót héraðsríkjum og innan þeirra vildu þeir láta bændur greiða sér skatt, t.d. sauðakvöð, þar sem hver bóndi í héraðinu lagði einn sauð til framfærslu höfðingjans. Og sumir höfðingjaættir fóru að nýta sér hið ritaða orð, svo sem Oddaverjar, Haukdælir og Sturlungar. Hinir síðastnefndu hafa orðið frægastir fyrir rit sín, til dæmis Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson, sem báðir gegndu embætti lögsögumanns um tíma. Nú á dögum er tilhneiging til að líta á Snorra og Sturlu sem rithöfunda en þeir voru fyrst og fremst stjórnmálamenn sem lögðu stund á ritstörf í hjáverkum.<br /> <br /> Hinum nýju miðlum fylgdu aukin tækifæri fyrir suma en jafnframt þögnuðu aðrar raddir. Þorlákur biskup Þórhallsson, sem uppi var um miðja tólftu öld, lærði til dæmis „ættvísi og mannfræði“ hjá Höllu móður sinni. Konur voru kennarar ekkert síður en karlar. En allir sagnaritarar þrettándu aldar sem við getum nafngreint voru karlar þannig að sagnaritið virðist hafa verið karllægur miðill. Þó er ekki útilokað að á bak við einhverjar Íslendingasögur sem samdar voru á þrettándu öld hafi verið ættvísar og mannfróðar konur, þó að þeir fræðimenn sem leitast við að finna höfunda að þessum sögum nefni þar yfirleitt fyrst og fremst til karla, á 21. öldinni alveg eins og fyrr á tímum.<br /> <br /> Sturlungaöldin varð til í samfélagi þar sem margt var að breytast, nýir miðlar, nýjar valdastofnanir og ný gerð af stjórnmálum. Þegar lesið er um stjórnmál þessa tíma minna þau iðulega á ævintýrasögurnar Krúnuleika (eða Game of Thrones), þar sem höfðingjar takast á, beita bæði slægð og hörku til skiptis uns einungis fáir standa eftir. Það gerðist líka á Sturlungaöld, að lokum voru einungis þrír eða fjórir höfðingjar sem réðu mestu og urðu embættismenn Noregskonungs. Þar má nefna Gissur Þorvaldsson, sem einn Íslendinga fékk að kallast jarl, en líka Hrafn Oddsson sem vann samkeppnina við Sturlu Þórðarson um völd hérna á Vesturlandi. Hrafn var tengdasonur Sturlu Sighvatssonar, bræðrungs Sturlu sagnaritara, og það var honum mjög til framdráttar þannig að segja má að eiginkona Hrafns, Þuríður Sturludóttir, hafi verið lykillinn að völdum. Sem ungabarn í vöggu lifði hún af eitt skelfilegasta hryðjuverk þrettándu aldar, Sauðafellsför, en varð að lokum áhrifamesta kona Íslands. Annar tengdasonur Sturlunga, Þorvarður Þórarinsson, nýtti sér einnig þau tengsl. Hann var giftur Solveigu Hálfdanardóttur en móðir hennar var Steinvör Sighvatsdóttur, systir Sturlu og Þórðar kakala. En þegar saga Sturlungaaldar er sögð á okkar tímum gleymast oft konurnar og hlutur þeirra í valdabaráttunni. Kannski vegna þess að sagnaritin voru ekki kvenlegur miðill á þrettándu öld.<br /> <br /> Í ár minnumst við þess að öld er liðin síðan að Ísland varð fullvalda. Sú kynslóð sem lifði tímamótin árið 1918, og vildi reisa í verki viljans merki, var afar meðvituð um fortíðina, þar á meðal Sturlungaöld. Stór hluti sjálfstæðisbaráttunnar byggðist á því að horfa til fortíðar og fornsagna, til þess samfélags sem hér var áður en Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd sem síðar leiddi til þess að Ísland varð hluti af Konungsríkinu Danmörku. <br /> <br /> Fullveldinu fylgdu líka samfélagsbreytingar sem hófust reyndar á árunum áður en fullveldið varð að veruleika. Það voru Íslendingar í Kaupmannahöfn sem fyrstir skildu mikilvægi þess að vera Íslendingur og vildu efla sjálfsmynd þjóðarinnar. Það var nálægðin við heimsborgina, við erlent og annars konar samfélag, sem vakti tilfinninguna um æskuslóðirnar og þess arfs sem Íslendingar bjuggu við. Þegar þessir menn heilsuðu aftur sinni fósturjörð þá hafði hin erlenda speki veitt þeim þörf fyrir að efla það samfélag sem þeir höfðu alist upp í. Eitt af því sem efldi sjálfstraust Íslendinga á nítjándu öld voru sögurnar, menningararfurinn sem naut virðingar út fyrir landsteinana. Og fullveldið skipti máli fyrir örlög Íslendinga. Það var að sönnu sá aflgjafi sem knúði fram þær framfarir sem gerbreyttu íslensku samfélagi, veitti þjóðinni þor til að byggja upp menntakerfi, velferðarkerfi og sækja fram á ólíkum sviðum. Þannig hefur fullveldið verið undistaða allrar okkar efnahagslegu velsældar og velferðar. <br /> <br /> Nú, hundrað árum eftir stofnun fullveldis, og margar aldir eru liðnar síðan Sturlungar og aðrir tókust á um völdin á Íslandi, er samfélagið breytt. Við sem hér búum erum talsvert fjölbreyttari hópur en þá, hér eru töluð fleiri tungumál, uppruni fólks, saga og hefðir eru fjölbreyttari og samfélagið allt hefur tekið stórstígum breytingum á öllum sviðum. Meira að segja landið væri líklega óþekkjanlegt Sturlu Þórðarsyni enda mennirnir sett sitt mark á það og ósnortin náttúra orðin fágætt verðmæti. Það eru mun fleiri sem eiga raddir og fleiri sem hafa áhrif á allar ákvarðanir sem teknar eru, sem betur fer. En það sem hefur ekki breyst er að miðlarnir móta að miklu leyti boðskapinn. <br /> <br /> Tilkoma samfélagsmiðla hefur gerbreytt skynjun allra á veruleikanum. Það er liðin tíð að menn hæðist að andstæðingnum með dróttkvæðri vísu eins og sjá má dæmi um í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Sennilega er of tímafrekt að yrkja á dögum þar sem hvert orð fræga fólksins getur deilst um allan heim á örfáum mínútum. Það líður ekki sá dagur að fjölmiðlar beri ekki á borð endursögn á því hvað hafi verið sagt á ýmsum samfélagsmiðlum þann daginn og þar eru sagnirnar hjóla og hrauna mikið notaðar sem hvorug kemur fyrir í verkum Sturlu Þórðarsonar. <br /> <br /> Í breytingum af þessu tagi græða einhverjir og aðrir eru hliðarsettir. Andstætt því sem við þekkjum frá innreið hins nýja miðils á Sturlungaöld, þar sem raddir kvenna fengu ekki að heyrast, er kosturinn við nýja miðla okkar tíma að hver sem er hefur aðgang að ræðustól og á möguleika á að ná eyrum alls heimsins. Í þessu felst mikil ábyrgð sem við eigum ef til vill eftir að ná betri tökum á, en að sama skapi tækifæri til raunverulegra áhrifa. <br /> <br /> En þó að við öll höfum aðgang að ræðustólnum eru áhrif okkar mismikil. Nú um mundir er áhrifamest að vera ófeilinn tíst-skemmtikraftur eða raunveruleikastjarna og hugsanlega eru mestu skemmtikraftarnir mestu stjórnspekingarnir í nútímanum, það eru þeir sem hafa nýtt sér hina nýju miðla til að ná völdum og áhrifum alveg eins og þeir ágætu stjórnspekingar sem náðu undirtökunum á Sturlungaöld.<br /> <br /> Um þessar breytingar er mikilvægt að við séum meðvituð. Við megum ekki leyfa þeim að leiða til fáræðis og fábreytni, við verðum að gæta þess að samfélag okkar glati ekki þeim mikla ávinningi sem náðst hefur á sviði mannréttinda og lýðræðis, fjölræðis og fjölbreytni í þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta með ábyrgð. <br /> <br /> Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna. <br /> <br /> Kæru gestir, gleðilega Sturluhátíð og til hamingju með fullveldisafmælið.<br />
18. júlí 2018Blá ör til hægri100 ára afmæli fullveldi Íslands - Þingvallafundur 18. júlí 2018<p>Herra forseti, kæru landsmenn.</p> <p>Í dag erum við saman komin á Þingvöllum í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins. Þingvellir eru í hugum margra tákn þjóðarinnar sjálfrar og hafa gegnt ólíkum hlutverkum í sögu okkar allt frá landnámi. Hér var Alþingi stofnað og þannig urðu Þingvellir miðstöð valds allt frá landnámstíma. <br /> <br /> Í samnefndri sögu Halldórs Laxness hékk Íslandsklukkan sjálf fyrir gafli Lögréttuhússins, engin venjuleg klukka, heldur klukka landsins. Þegar sagan hefst var kominn brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari. Á sögutíma Íslandsklukkunnar urðu Þingvellir táknmynd hins danska valds á Íslandi, staður þar sem embættismenn konungs felldu dóma og fullnægðu þeim, karlmenn voru hoggnir og konum var drekkt. <br /> <br /> Þegar Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð endurheimtum við Þingvelli sem okkar minningarstað. Þeir urðu friðsæll fagnaðarstaður fámennrar þjóðar sem þó var sjálfstæð og fullvalda og hér söfnumst við saman þegar við viljum rifja það upp hvað gerir okkur að þjóð, okkur sem hér búum og deilum kjörum. <br /> <br /> Ekki blés byrlega fyrir þjóðinni þetta ár fyrir hundrað árum þegar þjóðin varð fullvalda; Kötlugös, frostaveturinn mikli, Spænska veikin, fátækt, kuldi og vosbúð. En þrátt fyrir þetta ástand var þjóðin samstíga um fullveldið. Og síðan þá hefur fullveldið reynst þjóðinni aflgjafi í þeirri ótrúlegu sögu framfara og velsældar sem hefur einkennt íslenskt samfélag þessa undangengnu öld. <br /> <br /> Hinar erfiðu aðstæður haustið 1918, þegar Ísland varð fullvalda ríki minna okkur á að miklu má áorka þó að ytri aðstæður séu ekki endilega hagfelldar. Saga fullveldisins einkennist af stórhug og framförum og sést í stofnun Háskóla Íslands, byggingu Landspítalans, uppbyggingu menningarstofnana en ekki síður með baráttu fjöldahreyfinga á borð við verkalýðshreyfinguna og kvennahreyfinguna sem hafa skilað sigrum sem hafa gerbreytt samfélagi okkar til góðs. Almannatryggingar, fæðingarorlof og fleiri slíkir sigrar hafa stuðlað að jafnari kjörum fyrir okkur öll. Metnaður, barátta og samstaða þegar á þurfti; allt hefur þetta einkennt sögu fullveldisins og skilað okkur samfélagi sem er gjörólíkt íslensku samfélagi ársins 1918 hvað varðar efnahagslega velsæld og velferð, svo stórfelldar hafa breytingarnar orðið á skömmum tíma. <br /> <br /> En hvert stefnum við nú einni öld síðar? Gildin sem við höfðum að leiðarljósi, land, þjóð og tunga eru enn þungvæg þó að samfélagið hafi breyst. Um leið og við tökumst saman á við þá áskorun að efla íslenska tungu í gerbreyttum heimi fögnum við því að á Íslandi eru núna töluð svo miklu fleiri tungumál en fyrir hundrað árum.</p> <p> Þjóðin er sömuleiðis orðin töluvert fjölbreyttari en árið 1918 því að samfélag okkar er lifandi og síbreytilegt. Við eigum að fagna þeirri mikilvægu fjölbreytni sem gerir þjóðina ríkari og tryggja að við öll sem hér búum saman höfum hvert um sig sterka rödd í samfélagi okkar óháð uppruna og óháð trúarbrögðum. Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að ná fótfestu í okkar samfélagi. <br /> <br /> Landið hefur einnig tekið miklum breytingum ekki síst fyrir gjörðir okkar mannanna. Þar stöndum við á tímamótum, þar hvílir sú skylda á okkur að vernda þá ósnortnu náttúru og víðerni sem við eigum en eru orðin sjaldgæf verðmæti í æ manngerðari heimi. <br /> <br /> Í dag horfum við saman til framtíðar. Við afgreiðum hér tillögur sem annars vegar snúast um auðlindarannsóknir á hafinu sem alla tíð hefur mótað þessa eyþjóð, verið uppspretta lífsbjargar okkar en er að breytast, ekki síst vegna loftslagsbreytinga af manna völdum. Og hins vegar tillögu um barnamenningarsjóð til næstu fimm ára sem á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Tillagan endurspeglar skýran vilja Alþingis til að horfa sérstaklega til barna og ungmenna og þannig til framtíðar.<br /> <br /> Samfélög eiga ekki síst að vera mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Þannig tryggjum við gott samfélag, jafnaðarsamfélag. <br /> <br /> Fullveldisafmælið snýst bæði um að minnast þess framsýna fólks sem barðist fyrir fullveldinu á erfiðum tímum og að strengja heit inn í framtíðina. Í fullveldishugtakinu sjálfu felst nefnilega fyrirheit um framtíð og þau samfélög sem hafa trú á framtíðinni hlúa einkum og sér í lagi að börnum sínum. Ég fagna þeirri trú á framtíðina sem birtist hér á Alþingi í dag, 18. júlí 2018.</p> <br />
19. júní 2018Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við úthlutun úr Jafnréttissjóði - 19. júní 2018<p>Ágætu gestir,</p> <p>Til hamingju með daginn!</p> <p>Það er mér sérstakur heiður að fá að taka þátt í þessari athöfn. Ég var ein af flutningsmönnum þingsályktunartillögu um Jafnréttissjóð þegar hann var settur á laggirnar í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Tillagan var samstarfsverkefni formanna allra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi. Ég nefni það hér til að minna á að stundum tekst okkur stjórnmálamönnunum ágætlega til þegar við vinnum saman!</p> <p>Ég held að um margt hafi hátíðarhöldin í tilefni af aldarafmælinu verið vel heppnuð. Þau minntu okkur á söguna, á baráttu kvenna fyrir lýðræðislegum réttindum sínum og á það réttleysi sem þorri almennings á Íslandi bjó við fyrir aðeins einni öld, þegar lýðræðið var ekki allra heldur eingöngu hinna fáu, það er karla sem bjuggu á eigin heimili, borguðu skatta, áttu eignir eða höfðu lokið háskólaprófi. Aldarafmæli kosningaréttarins var einnig kærkomið tækifæri til að horfa um öxl, fagna þeim áföngum sem náðst hafa og þakka því baráttufólki sem lagði allt sitt í sölurnar til að byggja upp samfélag jafnréttis og lýðræðis. En á sama tíma minnti aldarafmælið okkur á að við eigum enn langt í land.</p> <p>Ég játa að það kemur stundum á mig hik þegar ég er til viðtals í erlendum miðlum sem vilja vita allt um hvers vegna Ísland er best í heimi í kynjajafnrétti. Því vissulega höfum við frá mörgu að segja í alþjóðlegu samhengi. Persónulega á ég mikið undir þeim tækjum sem hér hafa verið innleidd í þágu kynjajafnréttis. Ef ekki væri fyrir almenna leikskóla, temmilega heildstæðan skóladag og fæðingarorlof karla og kvenna hefði verið þrautinni þyngra að taka þátt í stjórnmálum samhliða því að byggja upp fjölskyldu. Og í hvert skipti sem ég ræði við konur sem búa í löndum þar sem þessi mál hafa ekki verið tekin föstum tökum fyllist ég þakklæti í garð þess baráttufólks sem ruddi veginn hér á landi. Þessa þekkingu vil ég flytja út því ég vil að allar konur búi við það frelsi að geta verið fjárhagslega sjálfstæðar og geta haft áhrif á samfélag sitt, óháð því hvort þær kjósa að eignast börn eða ekki. Þess vegna er ég alltaf tilbúin að boða fagnaðarerindið þegar leitað er eftir því erlendis frá.</p> <p>En á sama tíma er Ísland langt frá því að vera einhver jafnréttisparadís. Í paradís myndu ekki þúsundir kvenna nota myllumerkið #metoo. Það er heldur engin paradís þar sem konur af erlendum uppruna mæta eitraðri samsetningu af kynþáttafordómum og kynbundnu ofbeldi, eins og sögur þeirra í tengslum við #metoo bylgjuna báru vitni um. Og ekki er það paradís þar sem samtök sem styðja við þolendur kynbundins ofbeldis anna ekki eftirspurn.</p> <p> „Til að skilja samfélag, er nauðsynlegt að skilja sambandið milli karla og kvenna,“ sagði bandaríska baráttukonan Angela Davis. Davis var fædd í Alabama þegar aðskilnaðarstefna var enn við lýði í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna og hefur alla tíð barist fyrir lýðræði og frelsi. Í hennar huga er baráttan fyrir frelsi kvenna samofin baráttunni fyrir réttindum svartra. Og allt helst það í hendur við baráttuna gegn efnahagslegu misrétti, baráttu fyrir réttindum fatlaðs fólks og hinsegin fólks og baráttu gegn hvers kyns útlendingaandúð og ofbeldi. Það nægir ekki að bæta ásýnd núgildandi valdakerfa með fjölbreytni í mannavali, heldur þarf að brjóta þau upp. En til þess að brjóta þau upp þarf að skilja þau.</p> <p>Þekking á sambandinu milli karla og kvenna, á pólitíska sviðinu sem hinu persónulega, þekking á kynjakerfinu er undirstaðan, því án þekkingar komumst við skammt á veg í að breyta samfélaginu. Þess vegna hefur Jafnréttissjóður Íslands reynst afar mikilvægt tæki til að efla og styðja við rannsóknir og þekkingarsköpun hér á landi. Verkefnin hafa mörg hver beina þýðingu fyrir stefnumótun og löggjöf á sviði jafnréttismála og hjálpa okkur þannig að feta áfram veginn í átt til aukins jafnréttis.</p> <p>Jafnréttismál eru þungamiðja í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og mér er mikið í mun að við höldum áfram á réttri braut. Sum verkefnin eru yfirgripsmikil og stórtæk, en önnur eru smærri að sniðum og jafnvel tæknileg. Skrefin eru stór og smá, en samanlagt þoka þau okkur áfram.</p> <p>Á vordögum fullgilti Ísland Istanbúl samning Evrópuráðsins en hann er lykilplagg í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Nú rétt fyrir þinglok samþykkti Alþingi frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna annars vegar og hins vegar um jafna meðferð á vinnumarkaði, en um er að ræða löggjöf sem byggist á mismununartilskipunum Evrópusambandsins og var löngu tímabært að leiða í lög hér á landi.</p> <p>Ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks.</p> <p>Aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota hefur verið fjármögnuð að fullu og er þess þegar farið að sjá merki innan réttarvörslukerfisins. Stýrihópur á mínum vegum – og með aðkomu fimm ráðuneyta – fylgir þessu starfi eftir en vinnur einnig að heildarendurskoðun á forvörnum, stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi, viðbrögðum við #metoo og úrbótum á réttarstöðu brotaþola.</p> <p>Innleiðing jafnlaunavottunar er í fullum gangi og þótt hún sé kannski tæknileg í eðli sínu þá gefur hún okkur samt enn eitt verkfærið til að varpa ljósi á og uppræta kynbundinn launamun. Því þótt lög um launajöfnuð hafi verið við lýði frá árinu 1961 hefur enn ekki tekist að útrýma launamuni kynjanna, hvort sem er skýrðum eða óútskýrðum.</p> <p>Öll þessi viðfangsefni, þótt ólík kunni að virðast, eru nátengd. Og aukin þekking er lykillinn að betrumbótum á öllum þessum sviðum.</p> <p>Þess vegna vil ég nota þetta tækifæri og þakka þeim styrkþegum sem verða kynntir hér á eftir – og fyrri styrkþegum – fyrir störf sín í þágu bættrar þekkingar á stöðu karla og kvenna – og allra kynja – í íslensku samfélagi. Þeim sem sóttu um styrk en ekki fengu vil ég líka þakka. Því þessi sjóður kemst hvergi nærri því að styðja við öll þau mikilvægu verkefni sem við eigum fyrir höndum.</p> <p>Við vitum að rótgróin viðhorf breytast seint og að enn eigum við mikið verk að vinna á sviði jafnréttismála. Það er verkefni okkar allra að tryggja að kynferði hefti ekki frelsi og réttindi þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi. Við viljum geta litið um öxl eftir 10, 20 eða 30 ár vitandi að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar.</p> <p>Aftur, til hamingju með daginn!</p> <p> Takk fyrir! <br /> <br /> </p> <br />
17. júní 2018Blá ör til hægriÁvarp forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2018<p>Góðir landsmenn.</p> <p>Í byrjun desember árið 1918 ritaði Elka Björnsdóttir, verkakona í Reykjavík, dagbókarfærslu eins og hennar var vandi að loknum vinnudegi. Elka var þá 37 ára og hafði haldið dagbók í rúman áratug en skrif hennar þykja veita einstaka innsýn í líf venjulegs daglaunafólks á fyrstu árum 20. aldar, áður en grunnstoðir íslensks velferðarkerfis voru reistar.</p> <p>Ein færslan í dagbókinni sker sig úr, en þar segir meðal annars:</p> <p style="margin-left: 40px;"><em>Hátíðin var stutt en góð. Ef öðruvísi hefði staðið á en nú, ef ógn sóttarinnar væri ekki enn vofandi og lamandi yfir öllum landslýð, þá hefðu eflaust orðið hátíðarhöld um allt land og hin prýðilegustu svo sem vert var. […]<br /> Þetta var þó betra en ekkert, enda gaf guð svo fagurt veður að minnilegt mun verða. Fjöldi skipa flaggaði og sum alsett veifum og íslenski fáninn hæst við hún. Þetta er merkisdagur mikill í sögu landsins ef hún fær að verða lengri. Tímamót, sjálfstæði fengið aftur eftir hálfa sjöundu öld. Þvílíkur tími niðurlægingar, þrauta og þjökunar og viðreisnar. Guð veit nú hvað er framundan.</em></p> <p>Fyrr í þessari dagbókarfærslu hafði Elka lýst hátíðahöldum sem fram fóru þennan dag, 1. desember 1918, þegar Ísland varð fullvalda ríki. Hún greindi frá tuttugu og einu fallbyssuskoti sem skotið var af danska skipinu <em>Islands falk</em> sem þá lá úti fyrir höfninni en þeim var ætlað að heilsa íslenska fánanum sem skömmu áður hafði verið dreginn að húni yfir Stjórnarráðinu í fyrsta sinn. Og Elka greindi frá því hvernig helstu höfðingjar landsins voru þarna saman komnir til að fagna fullveldinu. Sjálf hefur hún án efa verið með á hreinu hver var hvað í þeim hópi, því Elka þótti „höfðingjadjörf“ eins og þá var sagt, en hún starfaði við að ræsta skrifstofur í Reykjavík.</p> <p>En Elka var líka sjálf höfðingi, sannur foringi í sinni sveit þrátt fyrir að vera heilsutæp. Nokkrum árum fyrr hafði hún bæði tekið þátt í því að stofna verkakvennafélagið Framsókn og Alþýðuflokk Íslands. Það var töggur í þessari konu.</p> <p>Nú um daginn fékk Elka rödd á ný, þó ekki væri nema stutta stund. Brot úr dagbókarfærslunni hér á undan var lesið upp í Ríkisútvarpinu þegar tugir Íslendinga sem bjuggu hér í höfuðstaðnum fyrir hundrað árum fengu að heyrast á ný, einn á dag.</p> <p>En hverju skipta 100 ára gamlar dagbókarfærslur? Hvaða þýðingu getur fólkið sem uppi var á Íslandi fyrir 100 árum haft fyrir okkur nútímafólkið?</p> <p>Elka Björnsdóttir var alls ekki viss um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hún spurði sig hvort þessi saga fengi að verða lengri. Það er skiljanlegt í ljósi spænsku veikinnar sem þá hafði geisað síðustu vikur með skelfilegum afleiðingum, Kötlu sem hafði hætt að gusa úr sínum djúpu kvikuhólfum um mánuði fyrr og fimbulkuldans veturinn á undan sem var enn öllum í fersku minni.</p> <p> Margt hefur breyst í viðhorfum til fortíðar og Íslandssögu á undanförnum árum. Röddum úr fortíðinni, sem fá áheyrn, hefur sem betur fer fjölgað. Sagnfræðin snýst minna en áður um höfðingja og fyrirmenni. Alls konar fólk sem lifað hefur í þessu landi og á þessari jörð hefur fengið rödd og endurmótað söguna.</p> <p>Þessar hundrað ára gömlu dagbókarfærslur vekja okkur til umhugsunar um kjör og aðstæður þeirra sem þá voru uppi. Sömuleiðis um samfélagsgerðina þar sem konur yfir fertugu höfðu fengið kosningarétt aðeins þremur árum fyrr og ákvarðanir voru teknar með allt öðrum hætti en núna. Samfélagið er sannarlega breytt frá því fyrir einni öld. Raddir þess eru fleiri og fjölbreyttari nú en á Íslandi ársins 1918 og það er gott enda er þörfin brýn fyrir hæfileika á ólíkum sviðum, hugmyndir, dugnað og metnað. Í fámenninu munar um hvern og einn og því ber að fagna því þegar hinar fjölbreyttu raddir taka þátt í okkar stóra sameiginlega verkefni, lýðræðinu. Það er okkar að styrkja lýðræðið, ekki aðeins með því að mæta endrum og eins á kjörstað og setja sístækkandi kjörseðla í kassa, heldur líka með virkri umræðu okkar á milli í ólíkum myndum. Það er okkar hlutverk að vanda umræðuna, tjá okkar hug og síðast en ekki síst hlusta vandlega hvert á annað.</p> <p>Nú á dögum er auðvelt að láta umheiminn vita af skoðunum sínum og hugsunum. Við þurfum aðeins að lyfta síma og við erum komin í ræðustól. Rétt eins og raddirnar eru fjölbreyttari eru leiðirnar fjölbreyttari til að tala við samfélagið allt og þannig hefur baráttufólk sett ólíkustu mál á dagskrá. En gleymum því ekki að enn er hægt að eiga samskipti með sígildri aðferð, setjast niður við eldhúsborð landsins eða þess vegna út í náttúrunni, horfast í augu og ræða saman maður á mann. <br /> <br /> Kæru landsmenn.<br /> <br /> Þessa dagana höfum við fyrir augum okkar öndvegisnámskeið í vönduðum samskiptum og samheldni þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í stærsta íþróttaviðburði heimsins, sjálfri heimsmeistarakeppninni. Veruleiki íþróttanna er skýr á yfirborði: sigur alltaf betri en tap og í fótbolta þarf að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. En undir niðri býr margt fleira: einurð, metnaður og þrotlaus vinna liggja að baki góðum árangri. Hugurinn þarf að vera rétt stilltur gagnvart hverju verkefni. Það er ekki tilviljun að þjálfarar íslenska liðsins hafa lagt mesta áherslu á liðsheildina. Slíkur andi verður ekki til af sjálfu sér og er eitt af því dýrmæta sem íþróttir geta kennt okkur. Fyrst og fremst eru þetta skilaboð til komandi kynslóða; að þeim sem fæðast hér á þessari eyju eru lítil takmörk sett.<br /> <br /> Kæru landsmenn.<br /> <br /> Fyrir hundrað árum hefði líklega engan órað fyrir því að íþróttalið frá þessari nærri furðulega fámennu eyju spilaði knattspyrnu á heimsvellinum, fámennasta þjóð sem hefði náð slíkum árangri. Og eiginlega trúum við því ekki enn; sveiflumst á milli þess að telja allan þann árangur sem Ísland hefur náð undraverðan yfir í að vera sjálfgefinn. Við erum ekki ólík Elku að því leyti að við erum í leit að öryggi og jafnvægi, við stöndum frammi fyrir áskorunum og óvissu og alltaf, alltaf er veðrið okkur ofarlega í huga.</p> <p>Fortíðin mun áfram geta kennt okkur margt. Í haust verður til dæmis áratugur liðinn frá efnahagshruninu. Þeir atburðir hafa litað allt stjórnmálalíf okkar síðan og kannski þjóðlífið allt. Skilningur á því sem þá gerðist og viðleitnin til að læra af mistökunum er mikilvæg til að lenda ekki aftur í svipaðri gryfju, en um leið er okkur mikilvægt að fullvissa okkur um að við séum örugglega komin upp úr henni og herfjötur hrunsins hafi ekki lagst á okkur.</p> <p>Og þann 1. desember fögnum við hundrað ára afmæli fullveldisins, en meðal þess sem Alþingi hefur þegar samþykkt í tilefni af afmælinu er að fé verði veitt til aðgerðaáætlunar um uppbyggingu máltækniinnviða fyrir íslenska tungu. Við horfum til framtíðar og mætum þeim áskorunum sem hún færir okkur. Breytingar á umhverfi, samskipti eða samskiptaleysi stórþjóða í fjarlægum löndum og tækninýjungar sem munu gjörbreyta atvinnuháttum framtíðar eru nokkrar áskoranir sem við vitum af. Við þurfum að setja metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, tala fyrir mannréttindum og náttúruvernd og búa okkur undir áskoranir framtíðarinnar í atvinnuháttum. Tæknin hefur nú þegar tekið svo stórstígum framförum að hún er farin að hafa áhrif á líf okkar, samfélagsgerð og okkur sjálf. Ekki aðeins mun hún geta haft áhrif á tungumálið, heldur hugsun okkar alla.</p> <p>Samskiptamiðlar og leitarvélar sem forritaðar eru með tilteknum hætti hafa þegar haft áhrif á stjórnmálaumræðu sem fer fyrst og fremst fram með yfirlýsingum sem ekki mega spanna meira en 280 stafabil. Sú staðreynd hefur gert það að verkum að dýpri stjórnmálaumræða á undir högg að sækja. Hver verða áhrifin af því? Nýtum tæknibreytingar til góðs og tryggjum að þær ýti ekki enn frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem nú þegar einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafa verið undirstaða lýðræðissamfélagsins eru orðnar löstur en ekki kostur. Fjölþjóðlegt samstarf á að sama skapi undir högg að sækja, boðaðir eru múrar milli landa og æ fleiri virðast telja einstrengingshátt til sérstakra dyggða.</p> <p>En tæknibyltingin hefur ekki aðeins áhrif á stjórnmálin; hún mun hafa áhrif á samfélagið allt og ekki síst atvinnulíf og vinnumarkað. Við höfum öll færi til þess hér á Íslandi að vera gerendur í tæknibyltingunni frekar en þiggjendur. Sagan sýnir okkur að stórhug hefur aldrei skort hér á landi og það er ábyrgð okkar að sækja fram gagnvart komandi breytingum til þess að tryggja áframhaldandi velsæld og jöfnuð. Það er þó kannski ekki flóknasta verkefnið heldur verður það að tryggja að mennskan glatist ekki í þessari hraðskreiðu byltingu; það verður að takast á við þau siðferðilegu álitamál sem blasa við og þær spurningar sem munu vakna um hvað það merkir að vera maður. Í því verkefni verðum við að vera meðvituð um að skapandi og gagnrýnin hugsun mannsins, hæfileikinn til að hugsa sjálfstætt, verður líklega mikilvægasta tækið til að varðveita einmitt mennskuna.<br /> <br /> Góðir Íslendingar.<br /> <br /> Hátíðardagar eins og 17. júní og 1. desember minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru. Við þurfum að vera sívakandi við að leggja okkar af mörkum til að greiða götuna áfram til betra samfélags á Íslandi. Þetta er nefnilega gott land og gott samfélag. Gleymum því aldrei að hér búum við þvert á ýmsar hrakspár öldum saman vegna þess að hér er gott að vera og vegna þess að þrátt fyrir allt þykir okkur vænt hverju um annað. Það er líklega það dýrmætasta af öllu.</p> <p>Góðir landsmenn, gleðilega hátíð!<br /> <br /> </p> <br />
03. júní 2018Blá ör til hægriForseti Íslands, sjómenn og fjölskyldur - kæru Grindvíkingar. <p >Til hamingju með daginn ykkar! Mér finnst eðlilegt að tala um sjómannadaginn sem daginn <em>ykkar</em>, þar sem að ég veit hvað þessi dagur hefur mikla þýðingu í samfélaginu hér. Ég þykist vita að tímatal ykkar Grindvíkinga miðast beinlínis við hann. Hér er ekki talað um fyrir og eftir áramót eins og annars staðar á landinu, heldur fyrir og eftir <em>sjómannadag</em>.<br /> <br /> Sjómannadagurinn tengist bæði sögu og menningu þjóðar okkar órjúfanlegum böndum og er fyrst og fremst hátíðardagur. Í ár eru 80 ár síðan haldið var upp á sjómannadaginn í fyrsta sinn. Það var í Reykjavík árið 1938 og þá var um fjórðungur borgarbúa, 10.000 manns, saman kominn á Skólavörðuholtinu til að minnast sjómanna og taka þátt í hátíðarhöldunum. Dagurinn þótti með allra hátíðlegasta móti, enda voru fánar dregnir við hún um allan bæinn og skrautfánablæjur blöktu á öllum skipum í höfninni.</p> <p>Sama dag fóru líka fram hátíðarhöld á Ísafirði og á næstu árum festi sjómannadagurinn sig í sessi í sjávarþorpum landsins, þótt hann hafi ekki orðið lögbundinn almennur frídagur sjómanna fyrr en 1987. Svo mikil og vegleg urðu hátíðarhöldin að það voru kannski helst jólin sem þóttu meiri hátíð en dagur sjómanna. Að koma hingað til ykkar í dag og upplifa andann hér þá finnst mér þessi andi enn lifa í Grindavík.</p> <p>Maður skynjar það hér að samfélagið hefur sótt svo stóran hluta af björg og auð til hafsins, að í gegnum kynslóðirnar hefur erfst einstakt baráttuþrek. Ekki aðeins kallar það á styrk og þrek að sækja sjóinn í hvaða veðri sem er heldur er það ekki síður krefjandi að sinna börnum og heimilum í landi með makann á sjó.</p> <p>Á sjómannadeginum fögnum við þeim sem sækja sjóinn og fjölskyldum þeirra sem oft þurftu og þurfa enn að þola miklar fjarvistir. Við minnumst líka þeirra sem við höfum misst á sjó. Sjávarútvegur hefur sérstaka stöðu í hugum Íslendinga, flestir Íslendingar búa við sjó og mörgum finnst óþægilegt að hafa sjóinn ekki fyrir augum. Sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar helsta tekjulind og í minni bernsku voru fréttir af sjávarútvegi oft aðalfréttirnar. Í öllum fjölskylduboðum var talað um gengi sjávarútvegsins, hvernig fiskaðist og nýjungar í sjávarútvegi. Það var reyndar svo mikið talað að ég fór sem barn að loka eyrunum í hvert sinn sem talað var um sjávarútveg en slapp þó ekki alveg enda var Útvegsspilið vinsælt á áttunda og níunda áratugnum þó að ég skildi sjálf aldrei leikreglurnar.</p> <p>En sjávarútvegur Íslendinga hefur hins vegar tekið róttækum breytingum frá minni bernsku, hvað þá þegar við horfum öld aftur í tímann. Verðmætaaukningin hefur orðið gífurleg, nýsköpun mikil en um leið hefur eðli sjómennskunnar breyst. Og slysum á sjó hefur fækkað mjög en oft tók Ægir ansi stóran toll af fjölskyldum þessa lands.</p> <p>Þegar kemur að björgunarstörfum er hins vegar mikilvægt að gera stöðugt betur. Þess vegna er m.a. ætlunin að kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, enda löngu tímabært. Hér í Grindavík hefur alla tíð verið forysta í björgunarstarfi. Björgunarsveitin Þorbjörn fagnaði 70 ára afmæli sínu í fyrra en sveitin var stofnuð 1947. Löngu áður hafði þó Slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð, eða í lok árs 1930. Á þessum tíma hafði Slysavarnarfélag Íslands, nýstofnað, séð um að dreifa fluglínutækjum til slysavarnardeilda sem hófu störf víða um land.</p> <p>Þó var það ekki fyrr en franski togarinn Cap Fagnet strandaði hér austan Grindavíkur í slæmu veðri eina kalda marsnótt árið 1931 að á reyndi. Það kom þá í hlut Slysavarnardeildarinnar Þorbjarnar að fara í björgunarleiðangur en þeim leiðangri lauk eins og við þekkjum með frækilegri björgun allrar áhafnarinnar alls 38 manns. Þessarar fyrstu björgunar með fluglínutækjum hefur oft verið minnst enda markaði hún tímamót í björgunar- og sjóslysasögu Íslands. Í heildina mun þessari einu björgunarsveit, Slysvarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit, hafa tekist að bjarga 205 sjómönnum með fluglínutækjunum þegar seinast var talið og í heildina um 240 mannslífum. Það er stórkostlegt afrek.</p> <p>Önnur björgun er mér ofarlega í huga, þó meira af persónulegum ástæðum, en það er björgun áhafnarinnar á Skúla fógeta í apríl 1933. Togarinn strandaði hér í kafaldsbyl og það var ótrúlegt afrek bæði þeirra sjómanna sem komust af og björgunarsveitarmanna sem stóðu að björguninni að takast skyldi að bjarga 24 mönnum. En ekki tekst þó alltaf að bjarga öllum og þennan dag fórust 12 eða 13 manns, það er mismunandi samkvæmt heimildum. Meðal þeirra sem fórust voru langafi minn Jakob Bjarnason og afabróðir minn Gunnar Jakobsson. Við afkomendur Jakobs komum aldrei hingað til Grindavíkur án þess að minnast hans og sonar hans.</p> <p>Starf slysavarnardeildarinnar Þórkötlu og björgunarsveitarinnar Þorbjarnar er öflugt í dag sem aldrei fyrr. Hér er starfrækt afar fjölmenn slysavarnardeild og í henni eru að mér skilst 156 konur og í Þorbirni eru um 80 manns. Starf unglingadeildar er sérstaklega kröftugt og þátttaka unglinga allt niður í 7. bekk í starfinu er eftirtektarverð. Þáttur björgunarsveita er auðvitað samtvinnaður í alla ykkar tilveru eins og sagan ber vitni um. Og það er fyrir tilstilli sjálfboðaliða á þeirra vegum og fórnfýsi að ekki fór alltaf illa þegar sjóslys urðu.</p> <p>Mig langar að lokum, kæru Grindvíkingar, að fara með ljóð í tilefni dagsins. Þegar áhöfnin á Skúla fógeta, þeir sem komust af, komst í aðhlynningu var það héraðslæknirinn og tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns sem tók á móti henni. Hann samdi lagið við þetta ljóð en skáldið Örn Arnarson samdi ljóðið úti á sjó – sagan segir að hann hafi verið með Grindvíkingi til sjós og vakið hann svona einn morguninn:<br /> <br /> <strong>Grindvíkingur</strong></p> <p>Góðan daginn, Grindvíkingur!<br /> Gott er veðrið, sléttur sær.<br /> Svífa í hilling Suðurnesin.<br /> Sólarroða á Hlíðar slær.<br /> Fyrir handan hraun og tinda<br /> huga kær og minnarík<br /> bíður okkar bernskuströndin,<br /> brimi sorfi, Grindavík.<br /> Við skulum yfir landið líta,<br /> liðnum árum gleyma um stund,<br /> láta spurul unglingsaugu<br /> aftur skoða strönd og sund.<br /> Sjá má enn í Festarfjalli<br /> furðuheima dyragátt,<br /> Þorbjörn klofnu höfði hreykja<br /> himin við í norðurátt.<br /> <br /> Hún hefur verið falleg, innsiglingin hérna við Grindavík þótt hún hafi áður fyrr verið erfið og oft hættuleg. <br /> Ég vil að lokum færa sjómönnum, fjölskyldum þeirra, fiskvinnslufólki og ykkur öllum sem starfið við sjávarútveg þakkir fyrir mikilvægt starf. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. </p> <br />
02. maí 2018Blá ör til hægriÁvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Von á Húsavík<p>Ágætu gestir!<br /> <br /> Ein öld er langur tími í sögu þjóðar en Verkakvennafélagið Von er nú hundrað ára, stofnað á Húsavík 1918 og var fyrsti formaður félagsins Þuríður Björnsdóttir en af henni er kominn myndarlegur ættbogi verkalýðsleiðtoga. Þá voru aðeins fjögur önnur verkakvennafélög starfandi á landinu þannig að konurnar á Húsavík voru frumkvöðlar eins og viðeigandi er á staðnum sem stundum er talinn elsta örnefni Íslands.<br /> <br /> Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað árið 1911 og konurnar stofnuðu Verkakvennafélagið Von 1918. Þessi félög sameinuðust árið 1964 undir merki Verkalýðsfélags Húsavíkur. Síðar hafa komið til frekari sameiningar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum: Verkalýðsfélag Raufarhafnar, Verkalýðsfélag Presthólahrepps og Verslunarmannafélag Húsavíkur sameinuðust Verkalýðsfélagi Húsavíkur sem þá fékk nýtt nafn, Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga þann 1. maí 2008.<br /> <br /> Í ár fögnum við líka hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Sjálfstæðisbaráttan var á sínum tíma svo ríkjandi í íslenskri stjórnmálabaráttu að önnur pólitísk barátta féll í skuggann. Samt sem áður er saga verkalýðshreyfingarinnar samofin sögu fullveldisins. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð seint á 19. öld. Alþýðusamband Íslands varð til árið 1916, stofnað fyrir tilstuðlan sjö félaga sem höfðu um 1500 meðlimi og var fjórðungur þeirra konur. Á svipuðum tíma, undir lok 19. aldar, voru fyrstu kennarafélögin stofnuð. Síðar á 20. öld, í breyttu samfélagi, voru stofnuð stéttarfélög starfsmanna ríkis og bæja og síðan stéttarfélög háskólamenntaðra. Jákvæð áhrif þessara félaga á samfélagið hafa verið gríðarleg.<br /> <br /> Stofnun verkalýðshreyfingarinnar var samofin samfélagsbreytingum þar sem fólk var að flytja úr sveitunum og safnast saman í þéttbýlinu. Samhliða litu ljós nýjar kröfur um jafnan rétt allra, óháð stétt og stöðu en líka óháð kyni. Þannig fengu konur yfir fertugu kosningarétt árið 1915, á sömu árum og verkalýðshreyfingin er að taka á sig mynd og fullveldið verður til.<br /> <br /> En þá eins og nú var togstreita á milli stéttabaráttu, sjálfstæðisbaráttu og kvennabaráttu. Verkakonum var ekki endilega ætlað mikið rými hjá forkólfum í verkalýðshreyfingunni. Baráttan fyrir kosningarétti varðaði kannski verkakonur ekki alltaf miklu í þeirra daglegu baráttu fyrir brauði handa börnunum. Barátta þeirra var í senn stéttabarátta og kvennabarátta en verkakarlar studdu ekki endilega við verkakonur þegar þær réðust í aðgerðir til að berjast fyrir bættum kjörum.<br /> <br /> Hér er líka í dag fagnað útgáfu ljóðabókar Bjargar Pétursdóttur sem var ein þeirra kvenna sem vann hvað ötullegast að stofnun Verkakvennafélagsins Vonar. Saga hennar er baráttusaga konu sem hafði réttlætið að leiðarljósi en háði erfiða lífsbaráttu þar sem einungis þrjú börn af níu lifðu. <br /> <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Látið í kistu barnsins míns <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Geymdu litla ljóðið mitt <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;við liðna barminn þinn, <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;það er kveðja mín svo hrygg og hljóð í hinsta sinn, <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;hún hjúfrar sig svo hlýtt og blítt við hjarta þitt. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Þó gröfin hylji hismið þitt, <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;hún hjá þér vakir, barnið mitt <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;og bleikum vörum blítt og rótt, <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;hún býður góða nótt.<br /> <br /> En hún gat líka ort á léttari nótum: <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Húsavík <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hér er friðsælt föðurland, flestir önnum kafnir. <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hér þarf hvorki hjálm né brand, <br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;hér eru allir jafnir.<br /> <br /> En þó að á Húsavík hafi ekki endilega þurft hjálm né brand þá þurfti þess nú greinilega víða annars staðar. Fjölmörg þeirra réttinda sem vinnandi fólki þykja sjálfsögð í dag kölluðu á mikla baráttu. Það var samstaða vinnandi fólks sem skilaði árangri á borð við samningsrétt, uppsagnarfrest, fæðingarorlof, vinnuvernd, orlofsrétt og svo mætti lengi telja. Verkalýðshreyfingin hefur að sama skapi haft ómetanleg áhrif á uppbyggingu velferðarkerfisins á Íslandi. Fyrstu lögin um almannatryggingar voru sett árið 1936 eftir miklar umræður á Alþingi þar sem andstæðingar þeirra töldu þau ýta undir almenna leti í samfélaginu. Enn má heyra það viðkvæði þegar barist er fyrir réttindum atvinnulausra svo að dæmi sé tekið.<br /> <br /> Verkalýðshreyfingin barðist ötullega fyrir félagslegu húsnæði en lög um verkamannabústaði voru sett 1929. Eins var verkalýðshreyfingin áhrifavaldur þegar Breiðholt byggðist í Reykjavík á sjöunda áratugnum eftir margra ára húsnæðiseklu þar sem fólk bjó í bröggum sem herinn hafði skilið eftir sig en þá höfðu húsnæðismálin verið hitamál í hverjum sveitarstjórnarkosningum á eftir öðrum. Þá má ekki gleyma baráttunni fyrir styttingu vinnuvikunnar sem nú er aftur komin á dagskrá, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar en vökulögin voru sett 1921; fram að því voru engin takmörk hversu lengi var hægt að láta fólk vinna. Vökulögin tryggðu sex tíma lágmarkshvíld.<br /> <br /> Verkalýðshreyfingin hefur vaxið og dafnað á þessum tíma og haft mikil áhrif. Réttindi hafa batnað stórkostlega, velferðarkerfið hefur verið byggt upp, heilbrigðiskerfið tekið stakkaskiptum og almenn menntun tekið stórstígum framförum. Um leið eru risastór viðfangsefni framundan; að draga úr kostnaði sjúklinga, byggja upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi, lengja fæðingarorlof og endurskoða skatt- og bótakerfi til að tryggja tekjulægri hópum aukið öryggi. Markmiðið hlýtur að vera að vinda ofan af vaxandi misskiptingu í samfélaginu seinustu áratugi og tryggja aukinn jöfnuð. Þá hlýt ég að nefna verkefni sem hafa verið ofarlega á baugi meðal annars hér hjá Stéttarfélaginu Framsýn sem tengjast réttindum erlends verkafólks og baráttunni gegn félagslegum undirboðum.<br /> <br /> Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja í verki til að vinna með verkalýðshreyfingunni. Eitt fyrsta skrefið var að bregðast við sanngjörnum kröfum um að hækka greiðslur atvinnuleysisbóta og greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa sem hækka þann 1. maí. Í nýrri fjármálaáætlun má sjá áform um að draga úr kostnaði sjúklinga, frekari eflingu heilbrigðiskerfisins, sókn í samgöngumálum, eflingu menntakerfisins, bætt kjör öryrkja og svo mætti lengi telja.<br /> <br /> Ríkisstjórnin efndi til samráðs við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulag launa æðstu embættismanna hins opinbera sem var í fyrsta sinn sem þessir aðilar komu að þeirri vinnu. Niðurstaðan varð að leggja niður kjararáð í núverandi mynd. Fyrir liggur vilji stjórnvalda til að frysta laun þeirra sem nú heyra undir kjararáð út þetta ár til að launaþróun þessara aðila verði í takt við almenna launaþróun. Framundan eru mikilvægar viðræður um þau mál sem hér voru nefnd áðan, ásamt öðrum. Þau skipta máli fyrir allt vinnandi fólk í landinu og kjör þess til langtíma. Það væri áhugavert að heyra sjónarmið verkakvennanna sem stofnuðu Von á sínum tíma til margra hitamála samtímans og hvað væri efst á þeirra borði. Kannski myndi samhengi hlutanna verða enn skýrara ef við gætum sótt slíkan fund yfir móðuna miklu. Ég hef þó þá trú að það sem ekki hefur breyst á síðustu hundrað árum er að samstaða launafólks skilar árangri og réttindin koma sjaldnast eða aldrei af sjálfu sér, fyrir þeim þarf að berjast.<br /> <br /> Til hamingju með daginn!<br /> <br /> <br /> </p>
05. apríl 2018Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans 5. apríl 2018<h4>Ágætu ársfundargestir.</h4> <p>I.</p> <p>Ég ávarpa ykkur nú í fyrsta sinn sem forsætisráðherra en ég minnist hins vegar vel þeirra ársfunda sem ég sat hér sem mennta- og menningarmálaráðherra á erfiðum tímum eftirhrunsáranna. Það voru alvöruþrungnir fundir eins og vænta mátti en ég skynjaði þó vel þann létti sem mátti greina hér í matsal Seðlabankans þegar forsætisráðherra, formaður bankaráðs og seðlabankastjóri höfðu lokið máli sínu og tilkynnt var um að nú stæði til að þiggja veitingar. Því þegar allt kemur til alls þá er maður manns gaman. Tækifærið til að ræða landsins gagn og nauðsynjar í góðra manna og kvenna hópi er mikilvægt. Nú verður að koma í ljós hversu lengi ég stend á milli ykkar og veitinganna en ég hef þó hug á að gefa ykkur færi á góðum samræðum. <br /> <br /> Það hljóta að teljast óróatímar í íslenskum stjórnmálum þegar fjórir forsætisráðherrar hafa setið í embætti á tveimur árum. Við hrunið stóðum við Íslendingar frammi fyrir tveimur meginverkefnum; að endurreisa efnahagslífið og að byggja upp traust. Fyrra verkefnið hefur gengið vonum framar en hið síðara hefur ekki gengið sem skyldi. Traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins er enn umtalsvert minna en fyrir áratug. Það er alvarleg staða fyrir lýðræðið og eitt af viðfangsefnum stjórnmálanna allra, að bregðast við þessari stöðu með því að læra af reynslunni, líta til alþjóðlegra viðmiðana um hagsmuni og siðareglur og bæta talsamband stjórnvalda og fjölmiðla. <br /> <br /> Sáttmáli ríkisstjórnarinnar fjallar um leiðir til að ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika sem tryggir góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk. Heildarsamhengið er þetta. Til að tryggja hagfelld skilyrði þarf að huga að samspili helstu stoða efnahagsumhverfisins; peningastefnu, fjármálastefnu hins opinbera og vinnumarkaði. Hægt er að sýna fram á þetta samspil með einföldum dæmum: <br /> <br /> • Árangur af framkvæmd peningastefnu ræðst að miklu leyti af því hvernig tekst til við fjármálastjórn hins opinbera. <br /> • Trúverðug peningastefna gerir hinu opinbera auðveldara að móta og standa við áætlanir um tekjur og gjöld. <br /> • Mikilvægt er að tryggja að hið opinbera og almenni vinnumarkaðurinn séu í virku samtali við kjarasamningagerð. <br /> • Til að almennar væntingar um verðlag haldist stöðugar er nauðsynlegt að miðlægir kjarasamningar taki mið af þróun og horfum í efnahagsmálum.<br /> • Hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki trú á skilvirkni peningastefnu og ríkisfjármálastefnu er líklegt að það skapi aukna ólgu á vinnumarkaði. <br /> <br /> Allt ber þetta að sama brunni. Það þurfa allir að taka ábyrgð og huga að hinu viðkvæma jafnvægi. <br /> <br /> II.<br /> <br /> Tökum til dæmis stöðuna á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn telst ekki til ytri, óbreytanlegra þátta hagstjórnar. Hann er mannanna verk sem við getum haft áhrif á. Hann er mikilvægur hlekkur í þessu flókna samspili peningastefnu Seðlabankans, fjármálastefnu hins opinbera og kjarastefnu á vinnumarkaði sem að lokum ræður miklu um það hvernig okkur reiðir af í efnahagsmálum og hvaða lífskjör, og dreifingu þeirra, þegnar landsins njóta.<br /> <br /> Núverandi staða á vinnumarkaði byggist á langvarandi togstreitu og samskiptaleysi, sér í lagi á milli síðustu ríkisstjórna og launþegahreyfingarinnar. Traust hefur skort. Stjórnmálamenn, atvinnurekendur og verkalýðsforystan verða að geta átt hreinskiptin samtöl en jafnframt að þekkja sín mörk. Stjórnmálamenn eru ekki kosnir til að semja um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði heldur til að skapa umgjörð og deila opinberum gæðum til þegnanna. Hið öfuga gildir um forystumenn á vinnumarkaði. <br /> <br /> Mér er minnisstætt þegar norrænn vinnumarkaðsfræðimaður útskýrði fyrir stjórnmálamönnum og vinnumarkaðnum á fundi fyrir nokkrum árum hina stöðugu umgjörð um kaup og kjör sem Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu, hafa að jafnaði búið við á undanförnum áratugum. Spurður að hvernig hægt væri að koma í veg fyrir höfrungahlaup einstakra stétta á vinnumarkaði varð fátt um svör. Hann skildi ekki spurninguna. Sú staða var honum framandi að einstakar stéttir komi hver á fætur annarri með kröfur, sem virðast eðlilegar og njóta almenns stuðnings þegar þær eru skoðaðar einar og sér en skekkja á hinn bóginn hið viðkvæma samband á milli hinna ólíku stoða hagstjórnar og geta til lakari niðurstöðu fyrir heildina. <br /> <br /> Það er hins vegar skiljanlegt að ólga ríki meðal félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar, sem jafnframt eru meirihluti kjósenda, vegna til að mynda velferðar- og húsnæðiskerfa sem uppfylla ekki miklar væntingar nútímamannsins. Verkalýðsfélög eru og eiga að vera virk lýðræðisöfl þar sem tekist er á um hvaða stefna leiði til framtíðar til mestrar velsældar fyrir félagsmenn. Það er jákvætt og heilbrigt að tekist sé á um hvaða kúrs skuli taka og það er mikilvægt að velta því fyrir sér hvernig við tryggjum sem best sátt í samfélaginu, til dæmis hvernig við tryggjum þann jöfnuð sem þarf til að tryggja þessa sátt. Hversu mikið á launabilið að vera? Og hvaðan sprettur ójöfnuðurinn? Er það frá launamuninum eða mismunandi eignastöðu fólks eins og bent hefur verið á að sé raunveruleg uppspretta ójafnaðar víðast hvar annars staðar? Og hvernig verður best tekist á við ójöfnuð? Er það einkamál stjórnvalda í gegnum velferðarkerfi og skattkerfi eða eiga atvinnurekendur og verkalýðshreyfing að taka þátt í því?<br /> <br /> Þess vegna legg ég á það mikla áherslu að launþegahreyfingin taki þátt í samtalinu við stjórnvöld. Kröfur launþegahreyfingarinnar byggjast ekki síður á bættu velferðarkerfi, sem er á forræði stjórnmálanna, en hærri launum. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að eiga viðræður um breytingar á tekjuskattskerfi, tryggingagjaldi og vinnumarkaðstengdum réttindum í samtali við aðila vinnumarkaðarins. Við viljum hlusta og taka mark á því sem aðilar vinnumarkaðarins segja og finna í sameiningu bestu leiðina.<br /> <br /> III.<br /> <br /> Góðir áheyrendur.<br /> <br /> Það er eðlilegt að það standi styr um skiptingu kökunnar nú þegar kakan hefur stækkað. Kakan hefur ekki síst stækkað út af vexti ferðaþjónustunnar. Samsetning útflutningstekna okkar hefur gjörbreyst með þessari hröðu þróun sem og uppbygging hagkerfisins. Þjónustuútflutningur ferðamennsku yfirgnæfir nú vöruútflutning þeirra tveggja atvinnugreina sem hafa lengi verið meginstoðir hagkerfisins, sjávarútvegs og stóriðju. Hlutfall sjávarútvegs í útflutningi nam aðeins um 16% á síðasta ári en sú grein gnæfði lengstum yfir aðrar atvinnugreinar í útflutningstekjum. Ferðaþjónusta er hins vegar komin á fornar slóðir sjávarútvegs í útflutningstekjum. Þetta eru mikil viðbrigði. <br /> <br /> Vöxtur ferðaþjónustunnar kom á besta mögulega tíma fyrir hagkerfið og á stóran þátt í góðum árangri Íslendinga í efnahagsmálum á undanförnum árum. Huga þarf þó að ruðningsáhrifum greinarinnar á aðra atvinnuvegi, líkt og með sjávarútveginn áður. Framleiðsla sjávarafurða takmarkast af sjálfbærni nýtingu fiskistofna og á sama tíma takmarkast útflutt ferðaþjónusta, til lengri tíma, af sjálfbærri nýtingu ferðamannastaða og íslenskrar náttúru. <br /> <br /> IV.<br /> <br /> Í gær var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt. Hún byggir á fjármálastefnu sem samþykkt var á Alþingi í síðasta mánuði. Nýsamþykkt fjármálastefna lýsir góðri stöðu opinberra fjármála. Á sama tíma stöndum við frammi fyrir ákveðnum áskorunum sem felast í því að hagvöxtur hefur gefið hraðar eftir en opinberar spár gerðu ráð fyrir og þá er rétt að ríkið komi með innspýtingu til að skapa viðspyrnu í hagkerfinu. Í áætluninni er gert ráð fyrir að heildarafkoma hins opinbera, að meðtöldum opinberum fyrirtækjum, verði 3% í afgang á hverju ári á fimm ára tímabili stefnunnar. Tekið er mið af ástandi í þjóðarbúskapnum. Þannig er afkoma A-hluta ríkissjóðs best þegar mikil þensla ríkir í þjóðarbúskapnum og fer svo lækkandi enda mikil þörf á að bæta samfélagsinnviði. Það er líka mjög jákvætt að sveitarfélög taka meiri þátt en áður í þessu nýja opinbera fjármálaferli og hafa sem heild skuldbundið sig til að sýna jákvæða afkomu sem svara til 0,2% af landsframleiðslu. Á sama tíma eru áform um umtalsverða lækkun skulda hins opinbera á tímabilinu. <br /> <br /> Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun er sett fram á grunni hinnar nýju fjármálastefnu. Í henni endurspeglast áherslur ríkisstjórnarinnar eins og þær koma fram í stefnuyfirlýsingu hennar. Þar kemur fram sá ásetningur að samfélagið allt njóti góðs af yfirstandandi hagvaxtarskeiði og að treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika og lífsgæði. <br /> <br /> Fjármálaáætlunin byggist á því að nýta það svigrúm sem hefur skapast vegna lækkunar skulda og vaxtagreiðslna til að byggja upp innviði, sér í lagi í samgöngum og til að auka framlög til rekstrar heilbrigðismála, félags-, húsnæðis- og tryggingamála, mennta- og menningarmála, umhverfismála og almanna- og réttaröryggis. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir lækkun á tekjuskatti og tryggingagjaldi en umhverfisskattar og gjöld á ferðamenn verða hækkuð. Þó að hagvöxtur fari minnkandi er hann áfram góður en minnkandi vöxtur skapar eins og áður segitr tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu í opinbera fjárfestingu og rekstur.<br /> <br /> Fjármálaáætlun er ætlað að sýna hinar breiðu línur byggðar á fyrirliggjandi forsendum. Hún verður aldrei fullkomin, frekar en önnur mannanna verk, og hún svarar ekki öllum spurningum enda stór verkefni framundan, s.s. samtal við aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tekjuskattkerfinu, samtal við örorkulífeyrisþega um hvernig sé best að nýta það svigrúm sem ætlað er til að bæta kjör þeirra og svo mætti áfram telja. Við vitum ekki heldur hvernig ytri aðstæður munu þróast. Það eru viðsjárverðar aðstæður í alþjóðamálum. Við erum mjög háð alþjóðlegum sveiflum og mörkuðum. Við vitum ekki hvaða verð við fáum fyrir afurðir okkar. Það er því svo sannarlega ekki öruggt að við munum búa við gæfuríkar aðstæður í efnahagsmálum á fimm ára tímabili fjármálaáætlunarinnar. <br /> <br /> V.<br /> <br /> Þriðja stoðin í samspili hinna ólíka þátt í umgjörð hagstjórnar er peningastefnan. Vænta má að seðlabankastjóri láti ekki það tækifæri sér úr greipum ganga að fara vandlega yfir framkvæmd hennar hér á eftir. Það sem að mér og stjórnmálunum snýr er hins vegar ramminn utan um peningastefnuna. <br /> <br /> Nefnd um endurskoðun á ramma peningastefnunnar hefur verið að störfum í um eitt ár. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að nefndin muni ljúka störfum og í kjölfarið gerðar nauðsynlegar breytingar á ramma stefnunnar. Vinna nefndarinnar verður kynnt í byrjun júní. <br /> <br /> Markmið endurskoðunarinnar er að finna þann ramma peninga- og gengisstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. Endurskoðunin gengur út frá þeirri forsendu að krónan verði í næstu framtíð gjaldmiðill Íslendinga. Miðað verður við að fjármagnshreyfingar til og frá landinu verði eins frjálsar og kostur er og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. <br /> <br /> Það er góður tímapunktur að fara í þessa vinnu nú og hugleiða hvað megi betur fara. Verðbólgumarkmiðið er jafngamalt öldinni og lítill tími hefur gefist í hamagangi síðasta áratugar að velta vöngum yfir peningastefnu til lengri tíma. <br /> <br /> Rétt er þó að hafa í huga að það er engin töfraformúla til sem jafnar sveiflur og viðheldur stöðugleika. Mögulegar lausnir á hluta vandans skapa nýjar áskoranir og ógnanir á öðrum sviðum.<br /> <br /> Ég hyggst taka niðurstöður nefndarinnar til gaumgæfilegrar skoðunar í sumar og vonast eftir frjórri umræðu um peningastefnu í kjölfar tillagna hennar. Jafnframt hyggst ég vinna að endurskoðun laga um seðlabanka og stefni að framlagningu frumvarps um það efni á komandi hausti. <br /> <br /> Að lokum vil ég þakka bankaráði Seðlabankans, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra og öðrum starfsmönnum bankans fyrir vel unnin störf. Það hefur oft staðið styr um bankann og sitt sýnist hverjum um störf hans. Það sýnir fyrst og fremst hvað stjórnun peningastefnunnar er mikilvægt og vandasamt tæki. Erfitt er að draga aðra ályktun en að Seðlabankinn eigi sinn þátt í því hagvöxtur er hér með ágætum en þó ekki á yfirsnúningi, verðbólga er hófleg, erlend staða þjóðarbúsins afar góð og langvarandi afgangur hefur verið á viðskiptajöfnuði. Almennt er staða efnahagsmála afar góð þó hættur leynist víða.<br /> <br /> Takk fyrir</p> <br />
08. mars 2018Blá ör til hægriÁfram veginnÞegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum síðan þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konur sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi voru sífellt dregnar í efa. Og börn sem sögðu frá áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. <br /> <br /> Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik?<br /> <br /> #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag við #metoo umræðunni væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaka einstakling sem fer yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. <br /> <br /> Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir.<br /> <br /> Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því við vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn eða lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er mín von að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl samningins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að gerðar hafi verið lagabreytingar til að styrkja stöðu brotaþola kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningunni okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. <br /> <br /> Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðann og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að sjá það sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! <br /> <br /> Katrín Jakobsdóttir<br />
15. febrúar 2018Blá ör til hægriRæða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi 2018<p>Ágætu gestir á Viðskiptaþingi 2018.</p> <p>Þegar ég var krakki var Liverpool uppáhalds búðin mín. Hún var á Laugaveginum og þar var í glugganum risastórt Lundby-dúkkuhús með rafmagni sem ég hafði mikinn hug á að eignast. Ekki skemmdi fyrir að búðin hét Liverpool sem var einnig uppáhalds fótboltaliðið mitt. Nú er öldin önnur. Verslun á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum og Liverpool því miður líka. Ég tel það reyndar vera til marks um íhaldssemi að skipta ekki um lið í enska boltanum þó að einhverjir kalli það masókisma að halda ennþá með Liverpool árið 2018. Og ég er að sama skapi íhaldssöm í verslunarháttum. Er enn að jafna mig á tilraun sem ég gerði í hitteðfyrra þegar ég keypti mér buxur á veraldarvefnum eftir að hafa fylgst með saumaklúbbnum fara hamförum í magnkaupum á netinu um nokkurt skeið. <br /> Breytingar á verslun endurspegla ótrúlega hraðar tæknibreytingar sem svo sannarlega má kalla straumhvörf. Tæknin gerir það að verkum að Íslendingar, sem voru háðir stopulum skipakomum þegar þessi virðulega samkoma var stofnuð 1917 – til hamingju með hundrað ára afmælið í fyrra – eru sítengdir umheiminum. Sonum mínum finnst jafn eðlilegt að panta dót á netinu og taka strætó upp í Nexus. Tæknibreytingar hafa gerbreytt öllum viðskiptaháttum, fyrirtæki sem ekki fylgjast með geta misst af lestinni og glatað stöðu sinni á skömmum tíma. Kodak er kannski þekktasta dæmið en þau eru miklu miklu fleiri.</p> <p>En tæknibreytingar hafa mun víðtækari áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtækin, vinnumarkaðinn, skólana, stofnanir, allt samfélagið og okkur sjálf. Því það sem er sérstakt núna, ólíkt fyrri iðnbyltingum, er að þessar breytingar eru að ganga mun hraðar yfir en við höfum áður séð og það mun hafa áhrif á sjálfsmynd okkar og hver við erum. Börnin mín horfa furðu lostin á skífusíma og spyrja hvurs lags tæki er þetta? Ég rifjaði það upp að þegar ég fór á fyrsta menntaskólaballið mitt og gerði þar gott mót, að að sjálfsögðu var engin leið fyrir áhugasama unga menn að ná í mig daginn eftir nema í gegnum heimasímann. Þar gerðist hið hræðilega hins vegar að pabbi minn heitinn svaraði alltaf í símann ef ég var ekki nógu snögg og hristi náttúrulega vonbiðlana af mér hraðar en augað fékk numið. Þetta finnst ungu fólki í dag náttúrulega nánast óhugsandi og eins og ég sé að lýsa 19. öldinni þar sem ungt fólk sat í festum í torfbæjum heilu veturna.</p> <p>Og þráin eftir samskiptum er orðin ótrúlega sterk hjá nútímamanninum sem veit að hann getur átt samskipti með hjálp tækninnar nánast allan sólarhringinn. Um daginn sat ég í flugvél hjá konu sem ég veit ekki hvaðan var en hún fór að gráta þegar vélin tókst á loft. Þegar ég spurði hana hvort ég gæti eitthvað sinnt henni í sorgum hennar sagði hún mér að hún þyldi bara ekki að geta ekki verið í samskiptum við manninn sem hún elskaði á meðan á flugferðinni stæði. (Já ég veit, ótrúlegt). Eins og áður hefur komið fram þá er ég auðvitað svo íhaldssöm að mér finnst beinlínis stórkostlegt að þurfa að setja símann á flugstillingu í vélinni og reyndi að hugga konuna með því að eftir margra ára hjónaband væri það mikill léttir að fá slíka friðarstund.</p> <p>Við erum öll að breytast. Og við erum hluti af samfélagi sem er að breytast. Við þurfum saman að setja okkur markmið um það hvernig við getum nýtt þessar hröðu tæknibreytingar til góðs fyrir okkur öll. Nýtt þessar tæknibreytingar til góðs fyrir fólkið í landinu þannig að það geti lifað hér góðu lífi og tryggt aukinn jöfnuð. Til þess þurfum við hins vegar að vera undirbúin.<br /> Við þurfum taka fullan þátt í rannsóknum og þróun þegar kemur að gervigreind og sjálfvirkni.</p> <p>Við þurfum að tryggja menntun og fræðslu í takt við nýja tíma. Þar skiptir ekki minnstu að kenna það sem ekki er hægt að kenna vélum; að minnsta kosti ekki ennþá: Skapandi og gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti virkjað hæfileika sína og nýtt tækifærin.</p> <p>Við þurfum að taka forystu í að tryggja ábyrgan og réttlátan vinnumarkað, réttindi launafólks og leita leiða til að nýta tæknibreytingarnar til að bæta kjör fólksins í landinu. Þær kynslóðir sem koma inn á vinnumarkað framtíðarinnar munu í síauknum mæli gera kröfur um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð á sínum vinnustöðum og það munu framtíðarfjárfestar einnig gera.</p> <p>Við þurfum að taka forystu í að endurskoða löggjöf og regluverk samfélagsins til að mæta tæknibreytingum. Og þar höfum við þegar sýnt að við getum tekið forystu. Til dæmis var Alþingi Íslendinga fyrsta þjóðþing heimsins til að samþykkja stuðning við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra vígvéla sem er ein af skuggahliðum hraðrar tækniþróunar. Þá hafa fyrirtæki í sjávarútvegi náð markverðum árangri í þróun á hátækni til að auka verðmæti og gæði vara og draga úr umhverfisáhrifum. Reynsla okkar af lausnum á vandamálum við nýtingu sjávarafurða skilar sér í hátæknilausnum. Þetta þurfum við að sjá víðar.</p> <p>Í þessu skyni hef ég sett tæknibreytingar á dagskrá nokkurra ólíkra vettvanga. Ég hef óskað eftir því að Samráðsvettvangur um aukna hagsæld taki fjórðu iðnbyltinguna á dagskrá og vinni aðgerðaáætlun fyrir íslenskt atvinnulíf og vinnumarkað. Samráðsvettvangurinn er undir forystu Katrínar Olgu Jóhannesdóttur og Rögnu Árnadóttur og þar sitja fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum, atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni.&nbsp;</p> <p>Þá verður þáttur vísinda og rannsókna settur á dagskrá Vísinda- og tækniráðs en eins og kunnugt er leggur ný ríkisstjórn áherslu á nýsköpun og rannsóknir í sínum stjórnarsáttmála. Þar þarf að horfa til lengri tíma, gera áætlanir um menntun frá fyrstu skólastigum, grunnrannsóknir og hvernig við getum tryggt að nýsköpun á þessu sviði eins og raunar fleirum, geti vaxið og dafnað hér á landi.<br /> Að lokum verður sett á laggirnar svokölluð framtíðarnefnd á Alþingi. Þessi nefnd verður að finnskri fyrirmynd en þar hefur í um 25 ár verið starfandi nefnd með þingmönnum úr öllum flokkum sem er einskonar hugveita þingsins um framtíðarmálefni. Framtíðarnefndinni í Finnlandi hefur verið ætlað að skapa umræðu við stjórnvöld um tækifæri og ógnanir til framtíðar og senda reglulega frá sér vandað efni um framtíðarmálefni. Starf finnsku nefndarinnar hefur reynst mikilvægt við að forgangsraða markmiðum sem Finnar setja á dagskrá en þeir hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar með því að vinna markvisst að því að efla stöðu finnsks samfélags á mikilvægum framfarasviðum.</p> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Ísland fagnar í ár hundrað ára afmæli fullveldisins. Eins og þið þekkið, sem nýlega hafið fagnað aldar afmæli þessarar samkundu og rifjað upp söguna af þeim sökum, hefur ótrúlega margt breyst á einni öld. Samt sem áður er ekki fjarri lagi að segja að það séu sömu þættirnir sem skipta máli þegar kemur að sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar Jón Sigurðsson barðist fyrir sjálfstæði Íslands var hann að berjast fyrir sjálfstæðu íslensku menntakerfi, sjálfstæðri verslun og sjálfstæðri stjórnsýslu. Hann taldi að það væri til hagsbóta fyrir þjóðina að ákvarðanir væru teknar hér, nærri íbúunum sjálfum. En um leið taldi hann nauðsynlegt að við sem hér byggjum ættum samskipti við aðrar þjóðir – á okkar forsendum.</p> <p>Á hundrað ára afmæli fullveldisins á þetta enn við. Samskipti við aðrar þjóðir eru okkar lífæð. Ekki síst vegna þess að við erum eyja og það er ekki óhugsandi að skera okkur úr tengslum við umheiminn.. Við erum öll háð því að vera sítengd við umheiminn í gegnum fjarskiptakerfið og þær tengingar knýja áfram atvinnulífið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, stjórnsýsluna; samfélagið allt. En samskiptin eru ekki einungis í gegnum netið. Ísland á ótrúleg tækifæri þegar kemur að uppbyggingu flugþjónustu þar sem við getum nýtt okkur landfræðilega legu okkar til að bjóða upp á stuttan millitíma í millilendingum milli heimsálfa sem getur orðið enn ein stoðin undir fjölbreyttara atvinnulíf til framtíðar. Þá skila þessar tengingar möguleika fyrir innlent atvinnulíf til þess að flytja út vörur á nýja markaði og einnig til að lækka flutningskostnað vara til landsins. Tíðni tenginga eru verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Og við þurfum að halda í þessar tengingar og halda þeirri forystu sem við höfum náð meðal Norðurlandaþjóða á flugi til Bandaríkjanna.</p> <p>Við erum þjóð sem alltaf hefur lifað á samskiptum við aðrar þjóðir. Í menningu, vísindum, viðskiptum, stjórnmálum: Við lifum á því að tengjast öðrum.<br /> En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.</p> <p>Við fórum illa að ráði okkar við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf þessarar aldar, það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.</p> <p>Til eru þeir stjórnmálamenn sem finnst mestu skipta að ríkið eigi hér allt fjármálakerfið. Ég segi: Ljúkum þeirri miklu vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu fjármálakerfisins sem býr nú við allt annað regluverk en það gerði fyrir tíu árum. Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins.</p> <p>Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Kolefnishlutlaust Ísland 2040 er það stefnumál ríkisstjórnarinnar sem hvað mesta athygli hefur vakið á alþjóðavettvangi. Enda ekkert smámál og þjóðir heims nær allar orðnar sammála um að loftslagsbreytingarmál málanna. Og þar sem þjóðarleiðtogar átta sig ekki á mikilvægi þess máls er jafnvel enn meiri vitund meðal borgarstjóra, þingmanna og vísindasamfélagsins. Kolefnishlutleysi gengur lengra en Parísarmarkmiðin sem Ísland hefur undirgengist. Til þess að þessu metnaðarfulla markmiði verði náð – og við skulum átta okkur á því að öll löndin í kringum okkur eru að setja sér sambærileg markmið þó að flest ætli að gefa sér fimm til tíu árum lengri tíma – þurfum við öll að taka höndum saman. Stjórnvöld og almenningur, fyrirtæki og stofnanir, verkalýðshreyfingin, stofnanir samfélagsins og vísindasamfélagið. Þess vegna hef ég einnig farið þess á leit við Samráðsvettvang um aukna hagsæld að hann taki til sérstakrar umfjöllunar hvernig allir þessar geirar og ekki síst viðskiptalífið, vinni sameiginlega að innleiðingu stefnu um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Hluti verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verður krefjandi verkefni en markmiðinu verður hins vegar ekki náð nema með markvissum aðgerðum á sviði bindingar, með breyttri landnotkun, til dæmis með endurheimt votlendis. Ég tel hins vegar að í þessu felist líka gríðarstórt tækifæri fyrir Ísland. Eða hvað með að selja fisk frá kolefnishlutlausu samfélagi? Landbúnaðarafurðir? Eða hugvit? Hver vill ekki taka þátt í slíku tækifæri? Þarna höfum við tækifæri til að vera leiðandi og við eigum að nýta okkur það.</p> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Eitt stærsta verkefni mitt sem forsætisráðherra hefur verið að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þann sameiginlega grundvöll sem við þurfum að skapa; stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og atvinnulífið, fyrir ábyrgan vinnumarkað, öflugt velferðarkerfi og hagsæld okkar allra. Þar höfum við sett ýmis verkefni af stað og sjáum nú þegar fyrir endann á einhverjum þeirra.<br /> Við munum ráðast í breytingar á fyrirkomulagi kjararáðs og í þessari viku mun starfshópur skipaður aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum ríkisins skila okkur tillögum um hvernig við getum breytt þessu fyrirkomulagi og það í átt til þess sem tíðkast á Norðurlöndum og skapað um leið aukna sátt á vinnumarkaði.</p> <p>Við munum ráðast í breytingar á útreikningum á launatölfræði sem og úrvinnslu þeirra upplýsinga þannig að tryggt verði að við séum sammála um hver launaþróun hefur orðið þegar sest er niður við samningaborðið.</p> <p>Við munum breyta hlutverki Þjóðhagsráðs þannig að félagslegur stöðugleiki verði hluti af verkefnum þess, ekki eingöngu efnahagslegur stöðugleiki, enda hlýtur þetta tvennt að fara saman í velferðarsamfélagi.</p> <p>Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.</p> <p>Að lokum vil ég segja það: Mörgum erlendum fjölmiðlum finnst mjög merkilegt að ég sé kvenkyns og virðast þeir halda að þar með sé Ísland einhvers konar jafnréttisparadís. Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig. Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni. Ég tel viðbrögð vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja, til mikillar fyrirmyndar og sýna að okkur er alvara með að taka á þessum vanda og búa þannig um hnútana að við verðum í fararbroddi í þessum efnum.</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Ég þakka fyrir þetta tækifæri til að fá að ávarpa ykkur og eiga samtal hér á eftir. Ég hef mikla trú á góðu samstarfi okkar á næstu misserum í þessum mikilvægu verkefnum sem ég hef hér nefnt.</p> <p>Takk fyrir. </p>
31. desember 2017Blá ör til hægriÁramótagrein Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra <p style="text-align: justify;">Horft til framtíðar<br /> <br /> <br /> Árið 2017 var róstusamt í íslenskum stjórnmálum enda pólitísk ólga verið viðvarandi allt frá efnahagshruninu 2008. Ríkisstjórn tók til starfa í upphafi árs eftir langar stjórnarmyndunarviðræður. Þrír flokkar mynduðu eins manns meirihluta en fjórir flokkar sátu í stjórnarandstöðu á tiltölulega tíðindalitlu þingi. Stærsta deiluefnið var fjármálaáætlun sem stjórnarandstaðan lagðist einróma gegn og þótti ekki nægjanlega sótt fram í mikilvægum uppbyggingarmálum. <br /> <br /> Starfstími þeirrar ríkisstjórnar reyndist skammur þar sem Alþingi var ekki fyrr komið saman að loknu sumarhléi en hún sprakk. Ástæðan var ágreiningur um meðferð mála sem komist höfðu í hámæli fyrr um sumarið og lutu að uppreist æru dæmdra barnaníðinga. <br /> <br /> Aftur var efnt til kosninga og enn voru sömu mál í brennidepli og árið áður. Uppbygging heilbrigðiskerfis og menntakerfis, framtíðarsýn í samgöngumálum, bætt staða eldri borgara og örorkulífeyrisþega. Við í Vinstri-grænum lögðum áherslu á þessi mál og settum það á oddinn að vera í forystu í nýrri ríkisstjórn sem tæki á þessum málum af alvöru, tryggði ákveðinn pólitískan stöðugleika, virkt samtal við vinnumarkaðinn og setti umfram allt loftslagsmál og jafnréttismál á oddinn. <br /> Að loknum kosningum var engin augljós vinstri- eða hægristjórn í kortunum og stjórnmálaflokkum á Alþingi hafði enn fjölgað. Við vildum láta reyna á fjögurra flokka samstarf fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka en eftir skammar viðræður lýsti Framsóknarflokkurinn því yfir að þau treystu sér ekki í slíkt samstarf. Eftir samtöl og símtöl allra forystumanna þar sem ýmsir kostir voru útilokaðir var það niðurstaða þingflokks Vinstri-grænna að láta reyna á samstarf með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki og úr varð sú ríkisstjórn sem nú situr.<br /> Slíkt samstarf á sér fá fordæmi enda flokkarnir ólíkir. Það er hins vegar bjargföst sannfæring mín að á meðan slíkt samstarf byggi á heilindum sé hægt að brúa gjár á milli, einbeita sér að stóru verkefnunum og vera stundum sammála um að vera ósammála. Það mun reyna á þessa flokka innan ríkisstjórnar en líka á Alþingi því hluti af verkefni allra stjórnmálaflokka þyrfti að vera að bæta starfið á þingi. Ekki með því að leggja af heilbrigðan málefnalegan ágreining heldur með því að leggja okkur fram um að skapa samstöðu um stór mál með því að kalla eftir sjónarmiðum ólíkra flokka við undirbúning þeirra og vera reiðubúin að gera málamiðlanir til að ná árangri.<br /> Eins og áður segir litast staða stjórnmálanna enn af þeim kafla Íslandssögunnar sem liðinn er frá hruni. Sá kafli hlýtur ávallt að verða viðkvæmur enda margir sem áttu um sárt að binda eftir það. En einmitt vegna þessa kafla þarf að halda ferðinni áfram. Við skulum líta til framtíðar og horfa með uppbyggilegum hætti til þess hvernig við viljum byggja samfélagið í heild. Þar þurfum við að horfa til þeirra sem eiga að erfa landið og hvernig við getum byggt upp samfélag tækifæra fyrir þau. Þess vegna leggur ríkisstjórnin áherslu á að stórefla menntakerfið bæði til að reisa traustar undirstöður fyrir þekkingarsamfélag framtíðarinnar og tryggja jöfn tækifæri allra til menntunar og þekkingarsköpunar.<br /> <br /> Uppbygging innviða<br /> <br /> Samfélagið á eftir að taka stórstígum breytingum á næstu árum. Tæknin mun þróast á margföldum hraða og börnin okkar eru nú þegar flest orðin kunnugri tölvutækninni en við hin fullorðnu. Ef til vill mun dýrmætasta þekking barnanna okkar þó ekki felast í hinum tæknilegu lausnum heldur því að geta metið, greint, valið og hafnað. Geta staldrað við, verið gagnrýnin, spurt spurninga; siðferðilegra, heimspekilegra, menningarlegra og tæknilegra. Kannski verður mikilvægast að við hvetjum börnin til þess að flýta sér ekki um of heldur staldra við og njóta varanlegra verðmæta. Njóta umhverfisins, náttúrunnar, samferðafólksins, fjölbreytts mannlífs og þeirra sem í auknum mæli sækja okkur heim hér á Íslandi til lengri eða skemmri tíma. Kannski snúast dýrmætustu hæfileikar framtíðarinnar um gagnrýna hugsun og færnina til að takast á við lífið af ígrundun og dýpt. Menntun mun í öllu falli vera eitt mikilvægasta tækið til að allir fái að rækta hæfileika sína og skapa sér sín eigin tækifæri. <br /> <br /> Aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar síðustu vikurnar hafa allar miðað í þá átt að styrkja innviði. Áður var hér nefnd efling menntakerfisins en í nýsamþykktum fjárlögum er mest áhersla á heilbrigðismál sem landsmenn hafa forgangsraðað efst á lista í könnunum undanfarin ár. Framlög hins opinbera eru nú orðin 8,5% af vergri landsframleiðslu sem er veruleg aukning frá fyrri arum. Dregið er úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær breyting sem lengi hefur verið kallað eftir. Þá er einnig lögð áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum. Framundan eru svo stór verkefni. Þar má nefna samráð við öryrkja um einföldun á kerfinu til að hvetja til aukinnar samfélagsþátttöku og tryggja mannsæmandi kjör, endurskoðun á húsnæðisstuðningi þannig að hann nýtist sem best tekjulágum og ungu fólki sem þarf að komast inn á húsnæðismarkað og samtal við aðila vinnumarkaðarins til að bæta enn aðstæður fjölskyldufólks, meðal annars endurbótum á fæðingarorlofskerfinu. <br /> <br /> Langtímasýn fyrir Ísland<br /> <br /> Öll okkar verk eiga að hverfast um langtímasýn. Þar ber hæst umhverfismálin en þar setur ný ríkisstjórn metnaðarfull markmið um kolefnishlutlaust Ísland ekki seinna en árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf samstillt átak margra; stjórnvalda, sveitarstjórna, stofnana, aðila vinnumarkaðarins, háskólasamfélagsins og almennings og ljóst er að hvorttveggja þarf til; að draga verulega úr losun gróðarhúsalofttegunda og breytta landnotkun til að auka kolefnisbindingu. <br /> <br /> Annað framtíðarmál er jafnrétti kynjanna. Þar hafa byltingar orðið á árinu þar sem konur úr ólíkum geirum hafa stigið fram og rofið aldalanga þögn um kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Miklu skiptir að við nýtum þessa vitundarvakningu til varanlegra viðhorfsbreytinga. Þá skiptir miklu að við nýtum færið og bætum réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota nú þegar.<br /> <br /> Það er okkar – allra kynslóða – að skapa framtíðina hér á landi. Við þurfum að takast á við áskoranir og tækifæri sem tengjast hinni svonefndu fjórðu iðnbyltingu. Eins þarf að tryggja mannréttindi og jöfnuð samfara þeirri hröðu tækniþróun sem við vitum að framundan er með stóraukinni sjálfvirkni. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er lagt til að sett verði á fót á vettvangi Alþingis og með aðkomu stjórnvalda sérstök framtíðarnefnd sem ætlað er að fjalla um þær áskoranir sem framundan eru og gera tillögur um viðbrögð við þeim. Þetta er aðeins hluti af þeirri sýn stjórnarflokkanna að efla beri Alþingi og það eigi að taka sér stærra rými við mótun framtíðarsýnar fyrir samfélagið allt.<br /> <br /> Fyrir tæpum hundrað árum varð Ísland fullvalda ríki. Framundan er afmælisár sem við skulum nýta til þess að horfa í senn um öxl og framávið. Við skulum læra af reynslunni og nýta okkur hana. En ekki síður skulum við nota þessi tímamót með markvissum hætti til þess að horfa til framtíðar og móta okkur sameiginlega, skýra framtíðarsýn. Mín sýn er sú að á Íslandi getum við byggt upp samfélag jafnréttis og jöfnuðar þar sem við öll fáum tækifæri til að þroska hæfileika okkar, njóta okkar og lifa mannsæmandi lífi. Við getum byggt hér upp menntun og rannsóknir fyrir þekkingarsamfélagið Ísland, öflugt heilbrigðiskerfi þar sem öllum landsmönnum er tryggð framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og tekist af festu á við áskoranir í umhverfismálum og barist gegn loftslagsbreytingum. Saman getum við gert okkar góða samfélag enn betra.<br /> <br /> Katrín Jakobsdóttir<br /> <br /> Höfundur er forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p>
31. desember 2017Blá ör til hægriÁramótaávarp forsætisráðherra 2017Góðir Íslendingar,<br /> <br /> Margir binda miklar væntingar við þetta síðasta kvöld ársins og vonast jafnvel til að þær óskir sem enn standa óuppfylltar í lok árs rætist. Miklar væntingar leiða þó sjaldnast til mikillar ánægju þannig að stundum verður gamlárskvöld kvöld vonbrigða þar sem tryllingurinn fær útrás og þá skal gengið eða jafnvel stokkið hratt um gleðinnar dyr. Það getur verið mikilvægt að fá útrás þó að orðið sjálft hljómi ekki lengur neitt sérlega vel í hugum okkar Íslendinga – hver veit nema að það verði breytt eftir nokkra áratugi. Mín reynsla er sú að með fjölgandi árum og minnkandi væntingum hafi gamlárskvöldið farið að verða skemmtilegra enda veitir það færi til að líta um öxl og horfa fram á veg, þakka fyrir hið góða og setja sér markmið um það sem gera má betur.<br /> Þetta kvöld, gamlárskvöld 2017, er fyrirtaks tækifæri til þess. Við kveðjum viðburðaríkt ár og höldum inn í árið 2018 þar sem við munum fagna merkum viðburði í sögu íslensku þjóðarinnar, hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Fyrsti desember 1918 virðist mörgum okkar langt í burtu en samt eru nú á lífi hartnær 80 Íslendingar sem voru fæddir 1918. Eins gætu börn sem fæddust þessi jól skemmt sér við árið 2118 að hlusta á eftirmann minn – en aðeins auðvitað ef mannkynið heldur vel á sínum málum.<br /> Árið 1918 var íslenskt samfélag talsvert fátækara og fábrotnara en nú, sumir Íslendingar geymdu þá enn allar veraldlegar eigur sínar í einum kistli, og ekki bætti úr skák að 1. desember 1918 hafði þjóðin orðið fyrir ýmsum áföllum: veturinn 1918 hefur sem kunnugt er verið kallaður frostaveturinn mikli, ógnvaldurinn Katla gaus í október, spænska veikin alræmda geisaði í nóvember og um 500 létust af henni og nýtt kuldakast skall síðan á í lok nóvember. <br /> Hátíðahöldin á fullveldisdaginn 1918 voru því að vonum afar hófstillt. Forsætisráðherra Jón Magnússon var ennþá í Danmörku til að skrifa undir ný sambandslög ásamt kónginum og gat því ekki samfagnað með Reykvíkingum við stjórnarráðið. Sigurður Eggerz ráðherra flutti ræðu í hans stað og íslenski fáninn var dreginn að hún í fyrsta sinn — sá fáni sem við sem nú lifum lærum snemma að bera kennsl á, með eldinum, ísnum og fjallablámanum sameinuðum. Þegar þriðji ráðherrann, Sigurður Jónsson frá Ystafelli, hrópaði „Lengi lifi hið íslenzka ríki“ segir í blaðinu Ísafold að „húrrahrópsþörfin“ hafi orðið svo mikil hjá þeim sem voru mættir að fagna að húrrahrópin ætluðu engan enda að taka. Sá blaðamaður Ísafoldar þá ástæðu til að áminna þjóðina um að venjan hefði helgað ferfalt húrra sem íslenskt húrra og aðeins ferfalt húrrahróp ætti því við þegar minnst væri hins íslenska ríkis. <br /> Árið 1918 tóku sambandslögin gildi og Ísland varð fullvalda ríki, eitt hið minnsta í heiminum þó að síðan þá hafi raunar talsvert fjölgað sjálfstæðum ríkjum í Sameinuðu þjóðunum sem eru fámennari en Ísland – þau munu nú í árslok 2017 vera 53. Í kjölfarið fluttist hæstiréttur til Íslands árið 1920 og aldarfjórðungi síðar gengu Íslendingar skrefinu lengra eins og þeir höfðu fullan rétt á samkvæmt sambandslagasamningnum og stofnuðu lýðveldið Ísland.<br /> Hinar erfiðu aðstæður haustið 1918, þegar Ísland varð fullvalda ríki minna okkur á að miklu má áorka þó að ytri aðstæður séu ekki endilega hagfelldar. Saga fullveldisins einkennist af stórhug sem einkennt hefur þessa fámennu þjóð alla 20. og 21. öldina, með stofnun Háskóla Íslands, byggingu Landspítalans, uppbyggingu menningarstofnana en ekki síður með baráttu fjöldahreyfinga á borð við verkalýðshreyfinguna og kvennahreyfinguna sem hafa skilað sigrum sem hafa gerbreytt samfélagi okkar. Almannatryggingar, fæðingarorlof og fleiri slíkir sigrar hafa breytt samfélagi okkar til góðs. Metnaður, barátta og samstaða þegar á þurfti; allt hefur þetta einkennt sögu fullveldisins og skilað okkur því samfélagi sem við búum nú í og gjörólíkt íslensku samfélagi ársins 1918, svo stórfelldar hafa breytingarnar orðið á skömmum tíma. Af þessum ástæðum og fleirum er rík ástæða til að minnast fullveldisins á árinu sem senn rennur í garð.<br /> Það getur reynst erfitt að sjá fram í tímann og gamlar framtíðarsögur þar sem faxtæki og svifbretti eru helstu tækniframfarirnar verða auðveldlega spaugilegar nokkrum áratugum síðar þegar. Það hefur ekki gengið eftir að allir fari á einkaflugvél í vinnuna þó að sannarlega hafi aldrei verið meira flogið til og frá Íslandi og ekki eru allir klæddir kafarabúningum sem eru algeng tíska í framtíðarbókmenntum. Þegar kafað er dýpra í sögur um framtíðina reynast þær iðulega vera sögur um nútímann eða jafnvel fortíðina þó að auðvitað megi stundum sjá óhugnanlega framsýni eins og þegar íslenskur verkfræðingur lýsti snjallsímum nútímans býsna nákvæmlega í viðtali við tímaritið Samvinnuna fyrir tæpum 50 árum. <br /> En að því gefnu að framtíðarspár mannsins gefa oftast betri mynd af nútíðinni en framtíðinni þá er samt freistandi verkefni fyrir stjórnvöld og stjórnmálafólk að reyna að móta langtímasýn þannig að við getum hagað störfum okkar þannig að við búum sem best í haginn fyrir komandi kynslóðir og tekist á við stóru verkefnin sem eru framundan fremur en að týna sér í dægurþrasi. <br /> Eitt af því sem blasir við er hið gríðarlega mikilvægt verkefni að sjá til þess að allir fái notið velmegunar á Íslandi. Vaxandi ójöfnuður í heiminum er af ýmsum alþjóðastofnunum metinn ógn við hagsæld en líka ógn við frið og lýðræði. Þó að jöfnuður á Íslandi hafi mælst hlutfallslega mikill í alþjóðlegum samanburði er full ástæða til að gera betur. <br /> Í þessu ljósi verður að meta ákallið og umræðuna um að byggja upp innviði samfélagsins. Uppbygging menntakerfisins er ekki aðeins mikilvæg til þess að að hér verði til hagsæld grundvölluð á hugviti en ekki aðeins nálægð við náttúruauðlindir heldur er þar líka meginatriði að tryggja öllum tækifæri til að sækja sér menntun. Eins skiptir ekki aðeins máli að í heilbrigðiskerfinu sé til sem mest fagþekking heldur er ekki síður mikilvægt að tryggja að óhóflegur kostnaður hindri engan í að sækja sér heilbrigðisþjónustu. <br /> Þegar glímt er við ójöfnuð er mikilvægt að líta til þess hvar ójöfnuðurinn er mestur en á Íslandi er það í eignatekjum. Þess vegna er hækkun fjármagnstekjuskatts sem samþykkt var nú fyrir áramót leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð. Þá skiptir máli að taka á skattsvikum og skattaundanskotum og tryggja þannig að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Endurskoða þarf samspil bóta- og skattkerfa og tryggja að barnabætur og húsnæðisstuðningur nýtist til að jafna kjörin. Allt skiptir þetta máli til að tryggja félagslegan stöðugleika og jöfnuð sem um leið er undirstaða þess að tryggja sátt í samfélaginu og á vinnumarkaði. <br /> Ekki má heldur gleyma því að jafnrétti kynjanna er undirstaða fyrir raunverulegum jöfnuði. Þó að mikið hafi áunnist þá hefur nýliðið ár svo sannarlega verið okkur öllum áminning um það ofbeldi sem konur hafa verið beittar og eru enn beittar víða í íslensku samfélagi. Á þessu þarf að verða varanleg breyting og sú breyting er eitt stærsta samfélagslega verkefnið sem framundan er. Það er fyrsta skrefið að vekja athygli á ofbeldinu en síðan verður að spyrja: Og hvað svo?<br /> <br /> Góðir landsmenn<br /> <br /> Stærsta verkefni alþjóðasamfélagsins um þessar mundir eru loftslagsbreytingar sem munu öllu skipta um hvernig framtíð mannkynsins verður næstu áratugi og aldir. Þetta er verkefni af því tagi að þar má ekki hugsa í þjóðum eða í átökum samfélagshópa heldur verður þar að koma til sameiginlegt átak alls mannkyns sem berst fyrir eigin tilvist. Mannkynið hefur varla staðið andspænis viðlíka verkefni og það krefst nýrra lausna þar sem þjóðríkið getur ekki verið í öndvegi heldur samhugur okkar þvert á landamæri.<br /> Ísland er ekki stórveldi en við viljum taka þátt í þessu átaki og í því ljósi verður að skilja hið metnaðarfulla markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust samfélag ekki seinna en 2040. Hér er á ferð gríðarmikið verkefni og markmiðið næst ekki nema með samstilltu átaki allra í samfélaginu; stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, verkalýðshreyfingar, háskólasamfélags og almennings í landinu um annars vegar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem mun kalla á verulegar samfélagsbreytingar og hins vegar að auka kolefnisbindingu með breyttri landnotkun. Í þessu verkefni geta líka falist tækifæri en verkefnið sjálft verður ekki umflúið; loftslagsbreytingar eru stærsta ógn heimsbyggðarinnar og þar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum; stór og smá. Það eru hin smáu eyríki á Kyrrahafi sem voru hvað sterkustu raddirnar þegar samkomulag náðist í París 2015 og við Íslendingar getum og verðum að leggja okkar af mörkum í þessu verkefni enda eru breytingarnar fyrir framan augun á okkur í hopandi jöklum og súrnandi sjó.<br /> <br /> Framundan eru miklar tæknibreytingar sem eru stundum kallaðar fjórða iðnbyltingin. Gagnvart þessari byltingu dugar ekkert minna en þverpólitísk framtíðarsýn um það hvernig á að takast á við sívaxandi sjálfvirkni sem mun breyta öllu umhverfi okkar. Vinnumarkaðurinn mun breytast og fleiri störf verða færð í hendur véla; samfélagið mun breytast eins og það hefur raunar þegar gert. Æ fleiri eyða meiri og meiri tíma á samskiptamiðlum í eigu einkaaðila sem ráða yfir ótrúlegu magni upplýsinga um einkalíf fólks um heim allan. Þar vakna krefjandi spurningar, til dæmis um réttindi manna eftir því sem vélarnar ráða meiru og hvað um öll þau störf sem við sinnum en verður kannski sinnt af vélum. Þarna þurfum við að standa vaktina fyrir mennskuna, fyrir fólkið, og tryggja að tæknin verði okkur til góðs, að hún nýtist til að stytta vinnuvikuna og bæta lífsgæði um leið og öllum verður tryggð mannsæmandi framfærsla. Það er hægt en allt það sem við gerum nú um mundir getur skipt máli til að tryggja að þessi framtíð verði björt. <br /> <br /> Núna á landinu eru börn sem gætu vel lifað á 22. öldinni. Það er okkar verkefni, okkar Íslendinga, að vinna að öllum þessum markmiðum og búa þeim friðsamlegt, gott og sjálfbært samfélag. <br /> <br /> Þennan dag fyrir nákvæmlega tíu árum var ég stödd á fæðingardeildinni. Það var líklega hamingjuríkasta gamlárskvöld lífs míns þó að það væri sannarlega ekki áreynsluminnsti dagur sem ég hef lifað. Enda megum við aldrei gleyma því hvað það er sem skiptir mestu máli; ástin og lífið og þeir sem standa okkur næst. Þökkum fyrir það þetta gamlárskvöld og hugsum vel um okkar nánustu, vini og vandamenn, á nýju ári.<br /> Kæru Íslendingar til sjávar og sveita, í borgum og bæjum, takk fyrir árið 2017 og ég óska ykkur gæfu og gengis á árinu 2018. <br />
29. desember 2017Blá ör til hægriHvað mun valda straumhvörfum í lífi okkar? <p>Hvað mun valda straumhvörfum í lífi okkar?</p> <p>Hvenær verða straumhvörf í tilverunni? Þau geta orðið í lífi þjóða þegar náttúruhamfarir verða, efnahagshrun eða heilbrigðisvá. En straumhvörfin geta líka komið hægt og hljótt og án þess að við áttum okkur á því. Þegar lögin um fæðingarorlof voru samþykkt þar sem gert var ráð fyrir jafnri þátttöku mæðra og feðra við uppeldi barna sinna á fyrstu mánuðum urðu ákveðin straumhvörf í jafnréttisbaráttunni. Sama má segja þegar stórátak var gert í leikskólamálum Reykjavíkurborgar í tíð Reykjavíkurlistans sem hafði stórkostleg áhrif á aukningu atvinnuþátttöku kvenna.</p> <p>Svona straumhvörf geta látið lítið yfir sér í fyrstu en hafa þó oft varanlegri áhrif en hin stóru utanaðkomandi áföll. En hvaða hljóðlátu byltingar gætu átt sér stað á næstu misserum og árum sem gætu valdið straumhvörfum í lífi okkar? Nærtækast er kannski að nefna tæknibyltinguna sem nú gengur yfir og hefur þegar hefur breytt því hvernig við eigum samskipti. Sjálf fékk ég fyrsta netfangið mitt haustið 1996 eða fyrir 21 ári. Þá taldi ég litla þörf á þessum samskiptamáta, til viðbótar við fastlínusímann og sendibréfin. Fyrir þennan tíma hringdu piltar í heimasímann eftir skólaböll og lentu þá iðulega á föður mínum heitnum sem gelti í símann að þeir yrðu að tala hærra og skýrar. (Oft hringdu þeir ekki aftur eftir þessa lífsreynslu). Þeir ungu menn sem lifðu af þrekraun heimasímans sendu kannski ástarbréf þegar þeir fóru í sumarfrí til útlanda, handskrifaðar blaðsíður af fögrum ástarjátningum og fréttum frá Benidorm.</p> <p>En nú er allt breytt. Ungt fólk venst því að eiga samskipti á klukkutíma fresti við sinn heittelskaða. Jafnvel brenna ástarsamböndin hraðar upp en áður sökum allra þeirra ólíku leiða sem ný tækni býður upp á til að unnt sé að eiga samskipti. Tæknin hefur því þegar valdið straumhvörfum á svo ótal mörgum sviðum og þau eiga eflaust eftir að verða meiri.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir</p> <br />
14. desember 2017Blá ör til hægriStefnuræða forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, á 148. löggjafarþingi, 14. desember 2017<p style="text-align: right;"><em>Talað orð gildir</em></p> <p>I.</p> <p>Virðulegur forseti. Góðir landsmenn.</p> <p>Við höfum lifað óvenjulega pólitíska tíma undanfarin ár og þessi árstími er óvenjulegur til að eiga umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Og vissulega er þessi ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka óvenjuleg að því leyti að þeir hafa aldrei starfað saman áður allir þrír að stjórn landsmálanna. Hún snýst um ákveðin lykilverkefni sem við öll metum svo mikilvæg fyrir fólkið í landinu að við teljum það forsendu fyrir svo breiðu samstarfi. Um leið endurspeglar stjórnin niðurstöður tvennra síðustu alþingiskosninga sem haldnar voru með skömmu millibili og skiluðu ekki afgerandi meirihluta til hægri eða vinstri.</p> <p>Sagt hefur verið að það sé auðvelt að dæma stjórnmálamenn út frá hugsjónum þeirra en mikilvægari dómur sé sá sem falli um þær málamiðlanir sem þeir gera. Málamiðlanir eru ekki í eðli sínu góðar eða slæmar. Og stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri en niðurstaðan þarf hins vegar að vera samfélaginu sem heild til heilla. Markmið þessarar ríkisstjórnar er fyrst og fremst að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins, fyrst og fremst til uppbyggingar heilbrigðis- og menntakerfis, en einnig hinna efnislegu innviða. Þess sem við öll sem búum í þessu landi eigum saman.</p> <p>Sáttmáli ríkisstjórnarinnar fjallar um leiðir til að ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika sem tryggir góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk. Hann ber vitni ágætri stöðu efnahagsmála en jafnframt miklum viðfangsefnum sem blasa við í uppbyggingu samfélagsinnviða og þeirri félagslegu sátt sem þjóðin hefur kallað eftir. Megináherslur ríkisstjórnarinnar eru sterkt samfélag, þróttmikið efnahagslíf, umhverfi og loftslag, nýsköpun og rannsóknir, jöfn tækifæri, lýðræði og gagnsæi og alþjóðamál. </p> <p>II.</p> <p>Viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar snúast þó ekki aðeins um lykilverkefnin sem ég nefndi hér. Verkefni þeirra flokka sem hana skipa, sem og annarra flokka á Alþingi, hlýtur að vera að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi. Nú er senn áratugur liðinn frá hruni, og efnahagur landsins hefur vænkast en traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins er enn umtalsvert minna en fyrir áratug. Sem er alvarleg staða fyrir lýðræðið á Íslandi.</p> <p>Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er hér mikil, ekki aðeins á að breyta umræðunni heldur einnig á að tryggja gagnsæi og traust. Þess vegna munum við leggja áherslu á að læra af reynslu undanfarinna ára og líta til alþjóðlegra viðmiða við endurskoðun siðareglna og reglna um hagsmunaskráningu. Gott talsamband stjórnvalda og fjölmiðla er sömuleiðis lykilþáttur í þessu verkefni. Þá er mikilvægt að við reynum að skapa samstöðu um ferli til að leiða til lykta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem hefur verið eitt stærsta pólitíska þrætuepli undanfarinna ára.</p> <p> Gleymum því ekki að latneska orðið <em>minister </em>þýðir þjónn en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita. En traust á stjórnmálum og Alþingi er ekki einungis á ábyrgð meirihlutans heldur okkar allra, þingmanna á Alþingi Íslendinga.</p> <p>III.</p> <p>Góðir landsmenn. Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í loftslagsmálum en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Það er frumskylda okkar að leggja mikinn metnað í stærsta viðfangsefni mannkyns. Kveðið er á um fjöldamörg verkefni og úrbætur tengdar umhverfis- og loftslagsmálum í sáttmálanum og strax verður ráðist í að skipa loftslagsráð samkvæmt samþykkt Alþingis sem mun gegna lykilhlutverki við að smíða vegvísi fyrir samfélagið inn í kolefnishlutlausa framtíð.</p> <p>Loftslagsmálin krefjast samstarfs stjórnvalda, atvinnulífs og almennings. Grundvallaratriði er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum geirum samfélagsins en að auki að nýta endurheimt vistkerfa, þ.m.t. votlendis og skóga, til kolefnisbindingar, og nýta tæknina til að styðja við þessi markmið. </p> <p>Mótun langtímaorkustefnu er annar lykilþáttur í loftslagsmálum en tengist líka náttúruvernd þar sem miklu skiptir við orkunýtingu framtíðar að stjórnvöld hafi sýn á það hvernig eigi að nýta orkuna. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á miðhálendisþjóðgarð og friðlýsingar þeirra svæða sem þegar hefur verið skipað í verndarflokk rammaáætlunar. Við erum á leið inn í nýja tíma í umhverfis- og náttúruverndarmálum þar sem ótrúlegar breytingar hafa orðið til góðs í viðhorfum manna á undanförnum áratug.</p> <p>IV. Góðir landsmenn.</p> <p> Gerður Kristný orti svo um kinnhestinn sem Gunnar rak Hallgerði:</p> <p>Þögnin svo römm<br /> að hún umlukti<br /> allar sem á eftir komu</p> <p>Þær sem reyndu að<br /> rjúfa hana<br /> fundu vangann<br /> loga af skömm</p> <p>Bylting kvenna á samfélagsmiðlum undanfarin misseri rýfur aldalanga þögn. Þar erum við hvergi nærri komin á endastöð.&nbsp; Langtímaverkefnið snýst um að breyta viðteknum skoðunum sem viðhaldið hafa lakari stöðu kvenna um aldir. Eitt kjörtímabil mun einungis vera eitt örstutt spor í þeirri vegferð.</p> <p>Bráðaverkefnið verður aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota þar sem styrktir verða innviðir réttarvörslukerfisins og jafnframt verður lagaumhverfi kynferðisbrota rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda. Lögð verður áhersla á fræðslu og forvarnir og bættar aðstæður til að styðja brotaþola um land allt innan heilbrigðiskerfisins.</p> <p>En jafnrétti snýst um margt fleira. Sáttmáli ríkisstjórnarinnar leggur ríka áherslu á jöfn tækifæri – Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Það kallar á margvíslegar aðgerðir sem lúta að því að berjast gegn launamun kynjanna, gera betur í málefnum hinsegin fólks, tryggja samfélagslega þátttöku allra og að efnahagur, búseta, aldur eða fötlun hindri fólk ekki að nýta þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða.</p> <p>Síðast en ekki síst snýst jafnrétti um jöfn tækifæri ólíkra stétta. Þar verður ekki hjá því komist að endurskoða samfélagskerfið. Margir hafa bent á að langt sé á milli þeirra flokka sem skipa ríkisstjórnina í þeim efnum, ekki síst þegar kemur að jöfnunarhlutverki skattkerfisins. En þær skattabreytingar sem lagðar eru til í upphafi kjörtímabils miða að því að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Áhersla ríkisstjórnarinnar á að byggja upp samfélagslega innviði þjónar því markmiði að jafna kjör og aðstæður þeirra sem hér búa. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að taka málefni tekjulægstu hópanna föstum tökum, gera úttekt á stöðu þeirra og vinna að því að bæta hana, ekki síst þeirra barna sem búa við fátækt. Fátækt á einfaldlega ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við eigum hér saman.</p> <p>V.</p> <p>Góðir landsmenn. Kjarninn í sterku samfélagi eru hinir samfélagslegu innviðir: </p> <ul> <li>heilbrigðisþjónusta, velferðarþjónusta, löggæsla og húsnæðismál sem veita öryggi og skjól, </li> <li>menntun, vísindi, menning, skapandi greinar og íþróttir sem auðga andann og byggja okkur upp og </li> <li>samgöngur, fjarskipti og byggðamál sem styrkja stoðir blómlegra byggða. </li> </ul> <p>Á öllum þessum sviðum mun ríkisstjórnin kappkosta að skila betra búi en hún tók við.</p> <p>Heilbrigðismál eru þjóðinni sérstaklega hugleikin. Það er eðlileg krafa að íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem besta sem gerist í heiminum. Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin mun leggja áhersla á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á heilbrigðisþjónustu en nánari uppbygging hennar á kjörtímabilinu mun koma fram í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í lok mars á næsta ári.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í menntamálum verður ráðist í stórsókn. Sem dæmi um aðgerðir á kjörtímabilinu þá munu fjárframlög til háskóla ná meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og stefnt verður á að þau nái meðaltali Norðurlanda fyrir árið 2025. Iðnnám, verk- og starfsnám verður eflt og rekstur framhaldsskólanna styrktur í takt við það sem þeim var lofað í fjármálaáætlun þar síðustu ríkisstjórnar. Aðgerðaáætlun um máltækni verður fjármögnuð þannig að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi en þar erum við í kapphlaupi við tímann enda hafa tækniframfarir verið hraðar.</p> <p>VI.</p> <p>Efnahagslegur styrkur hlýtur ávallt að fara saman við félagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Ábyrg stjórn efnahagsmála er þannig lykilþáttur í að tryggja sjálfbært samfélag þar sem efnahagslíf, samfélagsþróun og umhverfismál eru í jafnvægi en það jafnvægi hefur oft verið vandfundið hér á landi. Þó að fólkið í landinu hafi á undanförnum misserum notið aukins kaupmáttar, sterkara gengis og lágrar verðbólgu þá finna útflutningsfyrirtæki fyrir lakari samkeppnisstöðu vegna launakostnaðar og gengisþróunar. Mikilvægt er til lengri tíma að treysta undirstöður í ríkisfjármálum, meðal annars með stofnun Þjóðarsjóðs um arðinn af orkuauðlindum.</p> <p>Þróttmikið efnahagslíf byggist á fjölbreyttu atvinnulífi þar sem áhersla er lögð á aukna þekkingu og verðmætasköpun og sjálfbæra þróun. Undirstöðurnar þurfa að vera traustar; sjálfbær sjávarútvegur og ferðaþjónusta, umhverfisvænn landbúnaður, traust og heilbrigt fjármálakerfi og öflugt rannsókna- og nýsköpunarstarf. Þróttmikið efnahagslíf er nauðsynlegt til að samfélagið geti búið sig undir að mæta þeim áskorunum og nýta þau tækifæri sem felast í sífellt örari tæknibreytingum en í framtíðinni mun velmegun á Íslandi þurfa að grundvallast á hugviti, sköpun og þekkingu.</p> <p>Ég hef nú á fyrstu dögum mínum sem forsætisráðherra hitt forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði en farsælt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er forsenda þess að byggja hér upp félagslegan og efnahagslegan stöðugleika. Komandi kjarasamningar munu ráða miklu um efnahagslega þróun komandi missera og ára en þar leggja stjórnvöld áherslu á að til að tryggja megi efnahagslegan stöðugleika sé um leið mikilvægt að treysta hinar félagslegu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnumarkaði. Meðal annars þarf að endurskoða húsnæðisstuðning hins opinbera, stefna að því að lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur og miða að því að lækka lægra þrep tekjuskatts einstaklinga.</p> <p>Ég legg áherslu á að unnið verði hratt að því í samstarfi við heildarsamtök örorkulífeyrisþega að endurskoða þann hluta almannatryggingakerfisins sem lýtur að þeim til að tryggja mannsæmandi kjör og hvetja til samfélagsþátttöku öryrkja. Frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra verður hækkað strax á næsta ári sem var ein af lykilkröfum aldraðra fyrir kosningar og dregið úr kostnaði aldraðra og örorkulífeyrisþega við tannlækningar strax á næsta ári.</p> <p>VII.</p> <p>Í alþjóðamálum eru blikur á lofti. Það var dapurlegt að sjá forseta Bandaríkjanna lýsa því yfir að Bandaríkin teldu Jerúsalem nú höfuðborg Ísraels sem mun gera það enn erfiðara að koma á friði á þessu svæði. Íslensk stjórnvöld munu áfram tala fyrir friðsamlegum lausnum í deilu Palestínumanna og Ísraela. Þar erum við sammála nágrannaþjóðum okkar. Við Íslendingar eigum að gera hvað við getum til að láta gott af okkur leiða á alþjóðavettvangi sem herlaus þjóð og málflytjendur friðsamlegra lausna. Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og móttöku flóttamanna sem hvort tveggja skiptir máli í hinu stóra samhengi. </p> <p>VIII.</p> <p>Góðir landsmenn. Þó að ég hafi í kvöld einbeitt mér að því sem má gera betur í samfélagi okkar er margt sem gengur okkur í haginn. Í augum alþjóðasamfélagsins erum við fyrirmyndarþjóðfélag að ýmsu leyti. Og við eigum að gleðjast yfir því sem vel gengur. Hugur þjóðarinnar verður í Rússlandi næsta sumar þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu etur kappi við önnur bestu lið heims en aldrei hefur fámennari þjóð átt lið á HM karla í knattspyrnu. Og hver veit nema kvennalandsliðinu takist slíkt hið sama á HM í Frakklandi 2019.</p> <p>Hver hefði átt von á því fyrir tíu árum? Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim áratug sem ég hef setið hér á Alþingi þá er það að maður veit sjaldnast hvað gerist næst. Oft höfum við Íslendingar orðið fyrir óvæntum búsifjum sem við höfum jafnan unnið okkur upp úr. Hitt veit ég að ef framtíðarsýnin er skýr og allir leggjast á eitt eru meiri möguleikar en minni á að ná góðum árangri. Ég el þá von í brjósti að í lok þessa kjörtímabils höfum við með verkum okkar allra aukið traust á stofnunum samfélagsins, ekki síst Alþingi Íslendinga, og þar mun skipta mestu að við náum að vinna betur saman að farsæld fjöldans.</p> <p>Við Íslendingar munum fagna 100 ára fullveldi á næsta ári og þeim stórkostlegu framförum sem Íslendingar hafa náð á aðeins einni öld. Það er ótrúlegt að kynna sér sögu fullveldisins þegar hugsað er til þess að hún hefur ekki varað lengur en einn mannsaldur. Einn okkar landsmanna sem hefur lifað allan fullveldistímann, Stefán Þorleifsson, 101 árs, var sá sem ók fyrstur í gegnum Norðfjarðargöngin þegar þau voru vígð fyrir skömmu. Við það tækifæri sagði Stefán meðal annars: „Að hugsa um framtíðina, það eiga allir að gera. Það er skylda hvers manns. Að reyna að skilja þannig við þjóðfélagið að það sé gott fyrir þá sem taka við.“ Höfum þessi orð í huga, nú þegar við hefjum störf okkar á nýju kjörtímabili.</p> <p>Góðar stundir og gleðileg jól.</p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://www.althingi.is/pdf/thingmalaskra-148-loggjafarthings_2017-2018.pdf" target="_blank">Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017–2018</a></p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum