Hoppa yfir valmynd

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Á grundvelli laga nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, með síðari breytingum, er unnt að fá endurgreitt 25% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 20% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði.

Umsókn um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur umsjón með endurgreiðslukerfi kvikmynda. Umsóknum um endurgreiðslu skal beina til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands áður en framleiðsla kvikmyndar eða sjónvarpsefnis hefst hér á landi. 

Nánar er kveðið á um skilyrði endurgreiðslu í reglugerð nr. 450/2017.

Nánari upplýsingar veitir Sigurrós Hilmarsdóttir verkefnisstjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands: [email protected]

Sérstök þriggja manna nefnd fjallar um innkomnar umsóknir. Við afgreiðslu skal nefndin hafa að leiðarljósi að kvikmynd eða sjónvarpsefni stuðli að eflingu innlendrar menningar, eftir atvikum, með skírskotun til sögu lands og náttúru. Telji nefndin að umsókn fullnægi skilyrðum til þess að hljóta endurgreiðslu gerir hún tillögu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að veitt verði vilyrði fyrir endurgreiðslu. Ráðherra ákvarðar endurgreiðslur að fenginni tillögu nefndarinnar.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 2.1.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum