Hoppa yfir valmynd

Sjálfbærni grunnur að öflugu velsældarsamfélagi


Velsæld er samnefnari yfir aðra þætti en landsframleiðslu til að meta lífsgæði íbúa og hafa stjórnvöld ákveðið að forgangsraða þessu stefnumáli með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, þróun mælikvarða, öflugri gagnasöfnun og mælingum. Ríkisstjórnin hefur haft í forgrunni sex velsældaráherslur frá árinu 2019. Áherslurnar um andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum og virkni í námi og starfi varða mörg málefnasvið en þær sem fjalla um kolefnishlutlausa framtíð, grósku í nýsköpun og betri samskipti við almenning varða öll málefnasviðin. Nánar er fjallað um velsældaráherslur í greinargerðum langflestra málefnasviða í þessari fjármálaáætlun.

Haustið 2019 voru skilgreindir 39 mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði, svokallaðir velsældarvísar sem taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Við mat á breytingum síðustu fimm ára hafði 21 velsældarmælikvarði þróast í jákvæða átt, níu staðið í stað og fjórir þróast til verri vegar. Sex vísar eru enn í vinnslu en þeir byggjast að mestu leyti á viðhengjum lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands. Viðhengin hafa ekki verið árlegur hluti rannsóknarinnar en eru það frá og með árinu 2023. Haustið 2022 var einum mælikvarða bætt við, tilkynningar um heimilisofbeldi, og mælikvarðarnir því orðnir 40 talsins. Undanfarið ár hefur mikil áhersla verið lögð á að uppfæra velsældarvísa og birta á vef Hagstofu Íslands þá mælikvarða sem hafa verið í vinnslu. Í lok árs 2022 var búið að uppfæra 34 af 40 mælikvörðum. Gert er ráð fyrir að allir mælikvarðarnir verði komnir í birtingu í lok árs 2023, sjá nánar í töflu hér fyrir neðan
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum