Hoppa yfir valmynd

Krakkarnir í hverfinu

Leiksýningin Krakkarnir í hverfinu

Fræðslusýningunni Krakkarnir í hverfinu er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.

 

Í byrjun árs 2012 gerði Vitundarvakning, um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um að sýna, næstu þrjú árin, Krakkarnir í hverfinu fyrir öll börn í öðrum bekk í grunnskólum landsins. Vitundarvakningin fjármagnar sýningarnar og eru þær sýndar án endurgjalds.

Rauði kross Íslands keypti árið 1987 brúðurnar hjá bandarísku brúðuleiksýningunni Krakkarnir í hverfinu, The Kids on the Block. Tilefnið var alþjóðleg ráðstefna um ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Noregi. Sýningin var framlag Íslands á ráðstefnunni. Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sáu um að flytja sýninguna.

Árin 2005-2011 stóð Blátt áfram fyrir því, ásamt brúðuleikurunum Hallveigu og Helgu, að fara með sýninguna í skóla eftir því sem óskað var, gegn gjaldi. Samtökin Blátt höfðu fengið formlegt leyfi frá The Kids on the Block til að þýða og staðfæra efnið og sýna það í skólum. Velferðasjóður barna styrkti Blátt áfram til að koma sýningunni á fót.

Bréf til foreldra

Bréf til foreldra á íslensku
Bréf til foreldra á ensku
Bréf til foreldra á pólsku
Bréf til foreldra á litháísku
Bréf til foreldra á tælensku
Bréf til foreldra á portúgölsku
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira