Hoppa yfir valmynd

Málsmeðferð réttarkerfisins

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr hafa gefið út fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum: Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Höfundar eru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen.

Kynferðisbrot gegn börnum eru staðreynd og alvarlegar afleiðingar þeirra ógna börnum sem verða fyrir þeim. Samfélaginu ber rík skylda til að viðurkenna þetta, leggja áherslu á forvarnir sem og að grípa til allra nauðsynlegra og viðeigandi ráðstafana þegar brot hefur átt sér stað. Hér reynir á ábyrgð réttarkerfisins, fyrst og fremst allra þeirra er starfa við barnavernd, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, sem er ætlað að taka ákvarðanir og bera meginábyrgð á að fylgja eftir málsmeðferð.

Markmiðið með ritinu er að:

Greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, LanzarotesamningsEvrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu og Leiðbeininga Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu, svo og að draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfisins á málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Kortleggja meðferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins, fjalla um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila og greina hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarviðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

Ritið er einkum ætlað fagstéttum sem starfa innan réttarkerfisins, en allir sem láta sig kynferðisofbeldi gegn börnum varða ættu sömuleiðis að hafa gagn af lestri ritsins

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira