Grannríkjasamstarf

Í óstöðugum heimi verður svæðasamstarf æ mikilvægara. Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna (NB8) er þýðingarmikið fyrir öll ríkin. Þau hafa lagt áherslu á að auka samstarfið en óformleg umgjörð þessa samstarfs auðveldar að utanríkisráðherrarnir geti sameiginlega brugðist fljótt við og samræmt stefnu sína og viðbrögð. Einkum hafa utanríkisráðherrar landanna lagt áherslu á stöðugleika Eystrasaltssvæðisins á breiðum grundvelli.

Ótryggt ástand í Rússlandi og Úkraínu er og hefur verið eitt af stærstu áhyggjuefnunum og hefur umræðan á fundum ráðherranna einkum tekið mið af því. Á fundi utanríkisráðherra NB8 í Riga í ágúst 2016 var þess m.a. minnst að 25 ár voru liðin frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna. Þá voru einnig liðin 25 ár síðan þáverandi utanríkisráðherrar Íslands og Eystrasaltsríkjanna hittust í Höfða í Reykjavík og undirrituðu samninga um endurnýjað stjórnmálasamband milli Íslands, Eistlands, Lettlands og Litáens. Að venju voru öryggismál á dagskrá, en einnig samráð um málefni Sameinuðu þjóðanna.

Reglulegt samráð á sér stað milli utanríkisráðherra NB8 ríkjanna og Visegrad-ríkjanna (V4). Á fundi þeirra í Jürmala í Lettlandi í apríl 2016 voru öryggismál í víðu samhengi á dagskrá. Rætt var um orkuöryggi, sem er afar mikilvægt Eystrasaltsríkjunum, sem og almennan stöðugleika í Evrópu.

Norræn samvinna

Efnahagssamvinna

Pólitískt samstarf

Viðskiptamál

Öryggis- og varnarmál

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn