Hoppa yfir valmynd

Stefna Íslands í málefnum norðurslóða

Málefni norðurslóða eru forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Hagsmunir Íslands eru gríðarmiklir en augu alþjóðasamfélagsins beinast í sífellt auknum mæli að norðurhjaranum. Í ljósi þess hve margbrotið og viðkvæmt svæði norðurslóðir eru, hvort sem litið er til umhverfis, öryggismála, efnahagslegra eða félagslegra þátta, er mikilvægt að svæðið einkennist áfram af stöðugleika, sjálfbærni og samvinnu. 

Stefna Íslands í málefnum norðurslóða á sér stoð í þingsályktun sem samþykkt var samhljóða á Alþingi vorið 2011. Alþingi samþykkti nýja stefnu 19. maí 2021 og felur hún í sér nítján megináherslur. Þær lúta m.a. að stöðu Íslands innan svæðisins, mikilvægi Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) og hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, loftslagsmálum, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og öryggis- og viðskiptahagsmunum. Þá er lögð áhersla á grannríkjasamstarf við Færeyjar og Grænland og réttindi frumbyggja.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum