Leyfisveitingar
Ferðaskrifstofuleyfi
Allar upplýsingar um ferðaskrifstofuleyfi er að finna á vef Ferðamálastofu.
Heimagistingarleyfi
Allar upplýsingar um heimagistingarleyfi er að finna á vef sýslumanna.
Verslunarleyfi
Um verslunaratvinnu gilda lög nr. 28/1998.
Óheimilt er að hefja verslun nema að atvinnureksturinn sé skráður í firmaská (einstaklingsfyrirtæki, sameignarfélög, samvinnufélög) eða hlutafélagaskrá (hlutafélög, einkahlutafélög). Að öðru leyti fer um verslunaratvinnu samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem kunna að varða starfsemina á hverjum tíma.
Allar nánari upplýsingar um lög nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, veitir viðkomandi sýslumaður.
Verslun með notuð ökutæki
Skv. 1. gr. reglugerðar nr. 45/2003 um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja, sbr. lög nr. 28/1998 um verslunaratvinnu, skipar ráðherra í prófnefnd bifreiðasala til tveggja ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hefur prófnefnd bifreiðasala yfirumsjón með námskeiði og prófi samkvæmt ákvæðum 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu.