Hoppa yfir valmynd

Álagsmat

Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í umfangsmikið verkefni um álagsmat gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Í fyrsta áfanga verkefnisins voru  þróaðir sjálfbærnivísar út frá þremur víddum þolmarka, þ.e. umhverfi, samfélagi og efnahag. Þeim áfanga lauk haustið 2018 með skilgreiningu á tæplega sjötíu sjálfbærnivísum. Annar áfangi verkefnisins hófst í beinu framhaldi, en í honum voru sjálfbærnivísarnir gildissettir.

Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er í verkefninu lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða.

Lögð er áhersla á að meta ástand vísa fyrir allt landið í heild en ekki einstaka staði eða landsvæði. Við matið eru fyrirliggjandi gögn nýtt. Umfang, gæði og aðgengi gagna er mismunandi mikið eftir flokkum og vísum. Í sumum tilfellum er um að ræða niðurstöður einnar könnunar eða rannsóknar, en í öðrum tilfellum liggja fyrir gögn sem spanna mörg ár.

Sjálfbærnivísar Jafnvægisáss ferðamála verða settir fram í mælaborði sem sýnir með myndrænum hætti stöðu þeirra sjálfbærnivísa sem skilgreindir hafa verið innan þriggja vídda þolmarka þ.e. umhverfis-, samfélags-, og efnahagsvídd.

Í köflum um niðurstöður hvers flokks er fjallað um aðferðafræði við mat á vísum viðkomandi flokks, meðal annars aðgengi gagna og úrvinnslu þeirra.

Hér má nálgast Jafnvægisás ferðamála.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum