Hoppa yfir valmynd
08.01.2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Gleðilegt ár - Nýtt ár, nýjar áskoranir

Verkefnisstjórn NPA óskar öllum lesendum heimasíðu NPA gleðilegs árs.  Nú í byrjun árs stefnir í að fyrstu samningar um notendastýrða persónulega aðstoð líti dagsins ljós. Ekki liggur ennþá fyrir hver endanlegur fjöldi samninga verður en gera má ráð fyrir að þeir geti orðið milli 50 og 60 eins og fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Eins og gefur að skilja hafa komið upp mörg úrlausnarefni í þessu tilraunaverkefni sem þurft hefur að skoða og stundum hafa ekki verið til staðar neinar fyrirmyndir til að styðjast við.  Öll hafa þessi mál verið leidd í lausnarfarveg þó svo að stundum hafið það tekið tíma.  Samstarf milli aðila hefur gengið prýðilega. Hér hefur velferðarráðuneytið, verkefnisstjórn NPA, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst væntanlegir notendur NPA þurft að stilla saman strengi. Það er rétt að ítreka það  að hér er um tilraunaverkefni að ræða og mun framvinda þess vonandi færa öllum mikinn lærdóm um það hvernig hægt er að veita góða velferðarþjónustu.

Fyrir utan það að samningar um NPA séu að verða til á næstu vikum þá er væntanlegar upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um skattalega meðferð þeirra greiðsla sem greiddar eru vegna NPA. Auk þess má gera ráð fyrir því að gátlisti um vinnuaðstæður frá Vinnueftirliti ríkisins líti dagsins ljós innan tíðar. Öll þessi atriði auk þeirra þegar hefur verið fjallað um á vettvangi verkefnisstjórnar NPA eru til fallinn að styrkja umgjörðina um NPA.

Verkefnisstjórn NPA hvetur alla þá sem áhuga hafa á NPA að koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum til verkefnisstjórnar NPA. Allar slíkar ábendingar eru vel þegnar og mikilvægt framlag til þróunar á NPA þjónustu á Íslandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum