Hoppa yfir valmynd

Hvað er NPA?

Notendastýrðri persónulegri aðstoð er ætlað að veita fólki sem þörf hefur fyrir aðstoð tækifæri til þess að lifa virku og sjálfstæðu lífi. Aðstoðin á að gera fólki kleift að uppfylla skyldur sínar, þarfir og óskir og gæta hagsmuna sinna eins og aðrir samfélagsþegnar að því marki sem kostur er. 

Notandinn stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana. Notandi verður að geta gegnt þessu hlutverki á ábyrgan hátt til þess að geta annast verkstjórnina. Verkstjórnin er leið til þess að stuðla að auknum sveigjanleika og virkrar og sjálfstæðrar tilveru. T.d. er mögulegt að safna upp vinnustundum sem koma til móts við þarfir notandans og þær reglur sem sveitarfélag setur. (Sjá nánar í kafla 1.4. í handbók um NPA).

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira