Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað um notendastýrða persónulega aðstoð

Almennt um NPA

Á síðu NPA hjá félagsmálaráðuneytinu er að finna handbók með greinargóðri lýsingu á flestu því sem snýr að framkvæmd NPA. Opna Handbók um NPA (18. júlí 2019).

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem sniðið er að fötluðu fólki með viðvarandi stuðningsþarfir. (18. júlí 2019)
Einstaklingur á rétt á NPA hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi. Við þessar aðstæður er NPA er valkostur við hefðbundið form þjónustu við fatlað fólk. (18. júlí 2019)
NPA getur gagnast öllu fötluðu fólki en hentar þeim sérstaklega sem hafa þörf fyrir viðvarandi fjölþættan stuðning og eru reiðubúnir til þess að stýra því sjálfir, eftir atvikum með aðstoð, hvar , hvernig og hvenær aðstoðin er veitt. (18. júlí 2019)
Samkvæmt tímabundnu fyrirkomulagi bera ríki og hlutaðeigandi sveitarfélag sameiginlega ábyrgð á því að fjármagna NPA-samning. Fjármögnunin skiptist þannig að sveitarfélag greiðir 75% af umsaminni samningsfjárhæð og ríkið 25% af fjárhæðinni. (18. júlí 2019)
Já, ef útgjöld verða meiri en samningsfjárhæð með umsömdum breytingum þurfa notandi og umsýsluaðili (ef notandi er ekki sjálfur umsýsluaðili) að bregðast við og annaðhvort draga úr kostnaði eða tryggja fjármögnun á því sem umfram er. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á fjármögnun nær ekki til kostnaðar umfram samningsfjárhæð. (18. júlí 2019)
Já, notandi (og umsýsluaðili ef notandi er ekki sjálfur umsýsluaðili) getur flutt til fjármuni milli mánaða innan samningstímans, til þess að mæta tímabundnum sveiflum i útgjöldum (t.d. vegna utanlandsferðar). (18. júlí 2019)
Sérstakt ákvæði í 20. gr. reglugerðar um NPA fjallar um viðbótarútgjöld sem koma til vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks. (18. júlí 2019)
Sem atvinnurekandi ber umsýsluaðili (notandinn ef hann er sjálfur umsýsluaðili) kostnaðinn af viðbótarútgjöldum vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks (þar með vegna afleysinga). Jöfnunarsjóður sveitarfélaga (JS) veitir framlög úr „langtímaveikindapotti“ til þess að standa straum af viðbótarútgjöldum vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks, auk þess sem aðrir möguleikar kunna að vera fyrir hendi m.a. á grundvelli kjarasamninga. (18. júlí 2019)
Framlag JS er fjármagnað af 1% viðbót sem reiknast ofan á heildarsamningsfjárhæð hvers NPA-samnings. Ef umsóknir um kostnað vegna langtímaveikinda eru hærri en þeir fjármunir sem eru til ráðstöfunar hjá JS þá lækkar framlag vegna hverrar umsóknar í hlutfalli við það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Mismuninn ber atvinnurekandi. (18. júlí 2019)
Gert er ráð fyrir því að umsýsluaðili sendi hlutaðeigandi sveitarfélagi umsókn um greiðslu úr langtímaveikindapottinum. Sveitarfélag framsendir umsóknina til JS ásamt umsögn. (18. júlí 2019)
Grundvallarhugmyndin að baki NPA byggir á því að notandinn er verkstjórnandi í eigin lífi. Þetta þýðir að notandinn velur sjálfur hverjir veita aðstoð og hvað hann vill að aðstoðarmaður geri á degi hverjum og hvernig hann vill að aðstoðarfólk nýtist. (18. júlí 2019)
Samkvæmt 22. gr. reglugerðar um NPA skulu aðilar samnings að minnsta kosti á 12 mánaða fresti gera stöðumat á framkvæmdinni. Horft skal til almennrar framvindu þjónustunnar og hvernig gæði hennar verði sem best tryggð og hvort ástæða sé til umbóta. (18. júlí 2019)

Námskeið um NPA

Já, notendur/verkstjórnendur, aðstoðarfólk og umsýsluaðilar þurfa allir að hafa lokið grunn- og framhaldsnámskeiði í NPA um leið og kostur er eftir að umsókn hefur verið samþykkt eða aðstoðarfólk ráðið til starfa. Þeir sem hafa samninga sem gerðir voru fyrir gildistöku laga nr. 38/2018 skulu hafa sótt grunn- og framhaldsnámskeið um NPA fyrir 31. desember 2019. (18. júlí 2019)

Reglur sveitarfélaga um NPA

Já, sveitarfélög geta sett í sínar reglur að maki notanda, börn hans og aðrir nánir aðstandendur sem halda heimili með notanda, séu ekki ráðnir aðstoðarmenn, aðstoðarverkstjórnendur eða umsýsluaðilar. Notandi sem sjálfur er umsýsluaðili geti þannig ekki ráðið nána aðstandendur til starfa. (18. júlí 2019)
Já, reglur sveitarfélaga ættu að gefa möguleika á undanþágum í ljósi sérstakra aðstæðna. (18. júlí 2019)
Sveitarfélag getur ákveðið að reglan nái einnig til þess að foreldrar/forráðamenn séu ráðnir aðstoðarmenn barna sem eru með NPA. (18. júlí 2019)
Nei, reglur um NPA gilda ekki um gerð annars konar notendasamninga sbr. 10. gr. laga nr. 38/2018 . (18. júlí 2019)
Já, greiðslur úr JS vegna aðstoðar og þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 byggja á niðurstöðum úr slíku mati. (18. júlí 2019)

Afmörkun á NPA sem þjónustuformi

Það var niðurstaðan í löggjafarstarfinu (sbr. álit velferðarnefndar Alþingis) að NPA-samningar gangi út frá lágmarksstuðningsþörf sem ákveðin var 15 stundir á viku. Lagaramminn heimilar því ekki gerð NPA-samninga um aðstoð undir því marki. Á hinn bóginn geta aðrir notendasamningar komið í stað NPA-samnings, sbr. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga eða 10. gr. þjónustulaga. Hér myndi einkum vera um að ræða stuðningsþarfir sem kalla á tiltölulega fáar vinnustundir, t.d. 25 stundir á viku. (18. júlí 2019)

Ef um er að ræða þjónustu sem útfærð er með tilteknum fjölda aðstoðartíma á viku leiðir af frumkvæðisskyldu sveitarfélags sbr. 32. gr. þjónustulaga, að sveitarfélagi ber að undangegnu mati að bjóða upp á gerð NPA-samnings sem valkost. (18. júlí 2019)

Já, lagaramminn gerir ráð fyrir að sveitarfélag hafi frumkvæði í þessu efni, sbr. 32. gr. þjónustulaga. (18. júlí 2019)

Nei, regluramminn gerir ekki ráð fyrir að einstaklingur sem dvelur á stofnun geti fengið NPA-samning. Til stofnana í þessum skilningi teljast m.a. sjúkrahús og hjúkrunar- og dvalarheimili. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það samrýmist ekki ábyrgð og forræði á starfsemi sem fram fer á stofnunum, að þar inni séu starfandi ráðnir aðstoðarmenn sem ekki lúta boðvaldi stjórnenda. (18. júlí 2019)
Vistheimili og sambýli töldust til stofnana skv. eldri lögum um málefni fatlaðs fólks. Meta verður hverju sinni hvort gerðar hafi verið þær breytingar á starfsemi vistheimila eða sambýla að slíkir staðir teljist ekki lengur til stofnana. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II með þjónustulögum skal bjóða fötluðu fólki sem býr á stofnunum eða herbergjasambýlum aðra búsetukosti samkvæmt þjónustulögum og reglum settum samkvæmt þeim. (18. júlí 2019)
Já, fatlaðir einstaklingar á sambýlum og vistheimilum geta sótt um NPA-samning stefni þeir að flutningi í sjálfstæða búsetu.Bráðabirgðaákvæði II. (18. júlí 2019)
Nei, NPA-samningur er áfram í gildi þótt notandi leggist inn á sjúkrahús. Um gildistíma NPA-samnings er fjallað í samningsskilmálum, sem og atriði sem varða uppsögn samnings og atriði sem valda því að NPA-samningur fellur úr gildi áður en umsaminn gildistími er út runninn. (18. júlí 2019)
Regluramminn um NPA gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að sveitarfélag geti verið umsýsluaðili NPA-samnings. Slíkt fyrirkomulag kemur þó til greina kjósi sveitarfélag að bjóða upp á þann kost. Þá getur sveitarfélag gert annars konar notendasamning þar sem samið er um þjónustu sem starfsmenn sveitarfélagsins veita notanda. (18. júlí 2019)
Já, gerð samstarfssamninga við umsýsluaðila um umsýslu falla undir lög um opinber innkaup. Sérstakar reglur gilda þó um gerð samninga um félagsþjónustu, sbr. VIII. kafli laga nr. 120/2016, um opinber innkaup. Ekki er þó miðað við að NPA-þjónusta sé boðin út í hefðbundnum skilningi samkvæmt ákvæðum kaflans. Gert er ráð fyrir að hægt sé að mæla nánar fyrir um framkvæmdina í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum þegar hið opinbera, þ.e. ríki eða sveitarfélög, ákveða hvernig þjónusta er útvistuð eða skipulögð með aðkomu þjónustu- eða rekstraraðila. (18. júlí 2019)
Já, ákvæði laga um opinber innkaup gera ráð fyrir því (frá 31. maí 2019) að aðili sem ekki fær samstarfssamning um umsýslu á grundvelli auglýsingar, geti kært að samningur sé gerður við aðra aðila. (18. júlí 2019)
Já, ef sveitarfélag hefur birt sérstaka útboðstilkynningu eða sérstaka forauglýsingu, þá ætti að leiðbeina um kæruleið samhliða tilkynningu um gerð samnings. (18. júlí 2019)

Réttindagæsla og persónulegir talsmenn

Nei. Hér gilda ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og reglugerðar um persónulega talsmenn fatlaðs fólks. Ætíð ber að gera skýran greinarmun á réttindagæslu og þjónustu (aðstoð). Af þeirri ástæðu ætti ekki að gera ráð fyrir aðkomu eða framlagi persónulegs talsmanns í NPA-samningi. (18. júlí 2019)
Nei, regluramminn útilokar þó ekki að sami einstaklingur gegni þessu tvíþætta hlutverki en engu að síður verður að telja slíkt fyrirkomulag óæskilegt þar sem upp geta komið hagsmunaárekstrar.
Ef umsækjandi um NPA hefur gert samkomulag við persónulegan talsmann leiðir af því að talsmaðurinn komi að gerð NPA-samnings. Reglugerð um persónulega talsmenn kveður á um að að þjónustuveitendur og aðrir skuli ávallt kalla til persónulegan talsmann, með hinum fatlaða einstaklingi, þegar verið er að ræða málefni sem varða hagsmuni fatlaðs einstaklings, heilsu hans og velferð. (18. júlí 2019)
Ef ætla má að umsækjandi um NPA skilji ekki hvað felst í áformuðu samkomulagi um vinnustundir er rétt að kalla eftir aðkomu frá réttindagæslumanni sem starfar á þjónustusvæðinu. Réttindagæslumaður metur, í samvinnu við umsækjanda og sveitarfélag, hvernig haldið er áfram með málið. (18. júlí 2019)
Aðstoðarverkstjórnandi veitir notanda fyrst og fremst stuðning við ákvarðanir sem varða framkvæmd NPA-samnings með beinum hætti. Hér er vísað til verkstjórnar/skipulags og ákvarðana á borð við gerð skipulags um viðveru (m.a. vaktir), ráðningu aðstoðarfólks o.fl. Sjá handbók um NPA. (18. júlí 2019)
Persónulegur talsmaður veitir fötluðum einstaklingi stuðning við að taka persónulegar ákvarðanir og getur, á grundvelli samkomulags, komið fram og talað fyrir hönd fatlaðs einstaklings. Hér er vísað til ákvarðana um eigin fjárhag, ráðstöfun fjármuna vegna daglegra útgjalda til framfærslu, umsókna um nám, lífeyri og styrki eða um að fara í ferðalag. (18. júlí 2019)

Samsetning þjónustuþátta í NPA

Nei, akstursþjónusta fatlaðs fólks fellur ekki undir þá þjónustuþætti sem NPA-samningar eru gerðir um. Akstursþjónusta er veitt á grundvelli 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem gerir ekki ráð fyrir að þjónustan sé útfærð með tilteknum fjölda aðstoðartíma á viku. Regluramminn leyfir því ekki að notandi greiði fyrir akstursþjónustu með fjármunum skv. NPA-samningi. Á hinn bóginn getur akstursþjónusta verið hluti af annars konar notendasamningi skv. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga eða 10. gr. þjónustulaga. (18. júlí 2019)
Í viðauka með samkomulagi um vinnustundir er gert ráð fyrir því að heilbrigðisþjónusta, sem almennt er útfærð með tilteknum fjölda þjónustutíma á dag eða viku, sé hluti af NPA-samningi. (18. júlí 2019)
Túlkaþjónusta telst til sérfræðikostnaðar við viðbótarþarfir. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða með reglugerð um NPA skulu sveitarfélög, hagsmunasamtök og félagsmálaráðuneyti fyrir lok 2019 vinna tillögur til félags- og barnamálaráðherra um hvernig staðið verði að greiðslum vegna sérfræðikostnaðar við viðbótarþarfir þeirra sem fá NPA. (18. júlí 2019)
Já, það er ekkert því til fyrirstöðu og ráð fyrir því gert í viðauka með samkomulagi um vinnustundir. (18. júlí 2019)
Samningsformin á vef félagsmálaráðuneytisins þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að tryggja jafnræði og samræmi við framkvæmd aðstoðarinnar. Stjórnsýslulög gilda um gerð og framkvæmd NPA-samninga, þar með 11. gr. sem kveður á um að öll stjórnvöld (bæði ríkis og sveitarfélaga) skuli við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Á þessum grunni gerir félagsmálaráðuneytið kröfu um að samningsform og viðauki við samkomulag um vinnustundir sem finna má á vef félagsmálaráðuneytisins fylgi umsókn þegar sótt er um framlag ríkisins. (18. júlí 2019)

Form aðstoðar í NPA

Lagaramminn um NPA gerir skýrlega ráð fyrir því að allt aðstoðarfólk í NPA sé ráðið til starfa í þágu notanda (af umsýsluaðila eða notanda sjálfum) á grundvelli ráðningarsamnings. (18. júlí 2019)
Allir NPA-samningar eru fjármagnaðir af opinberum aðilum, annars vegar úr ríkissjóði (25%) og hins vegar sveitarsjóði (75%). Meginreglur laga um ráðstöfun opinberra fjármuna gilda því um gerð og framkvæmd NPA-samninga. Þessum meginreglum er ætlað að tryggja hagkvæma, gegnsæja og skilvirka meðferð fjármuna, m.a. með því að sporna gegn gerviverktöku. (18. júlí 2019)
Samkvæmt 89. gr. laga um opinber innkaup er ráðningarsamband milli aðila meginregla í samskiptum starfsmanna og atvinnurekenda. Verktaka og undirverktaka er óheimilt að gera samning um undirverktöku við einstaka starfsmenn eða starfshópa í þeim tilvikum þar sem um ráðningarsamband er að ræða eða það á við samkvæmt venju og eðli máls. (18. júlí 2019)
Sú meginregla sem fram kemur í 89. gr. laga um opinber innkaup er ströng en er þó ekki fortakslaus. Við sérstakar aðstæður gæti komið til greina að nota verktökusamning, t.d. til að dekka afleysingu í eina til tvær vikur eða vegna innlita til notenda skamman hlut úr degi. (18. júlí 2019)
Þar sem um nýtt fyrirkomulag er að ræða er óljóst hversu mikið það verður nýtt. Í kostnaðarmati vegna reglugerðar um NPA var beitt þeirri grófu nálgun að aðstoðarverkstjórnandi verði kallaður til í 10% allra NPA-samninga. (18. júlí 2019)
Sveitarfélag metur það hver áætlaður viðbótarfjöldi aðstoðartíma getur orðið. Slík aðstoð getur við sérstakar aðstæður mest orðið 5 -10 stundir á viku. (18. júlí 2019)
Hér gildir sú meginregla að ráðinn starfsmaður sækir vinnu tilgreindan stað skv. ráðningar­samningi á eigin vegum og í tíma sínum. (18. júlí 2019)

Kæruleiðir

Já, skv. 5. gr. reglugerðar um NPA getur umsækjandi kært þá niðurstöðu sem verður úr viðræðum milli hans og sveitarfélags. Það leiðir af 20. gr. stjórnsýslulaga að sveitarfélagið veitir umsækjanda leiðbeiningar um þessa kæruheimild, kærufresti og kærugjöld, sem og hvert beina skuli kæru. (18. júlí 2019)
Skv. 35. gr. þjónustulaga er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt lögunum, til úrskurðarnefndar velferðarmálaNefndinúrskurðar um hvort málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög og hvort ákvörðun hafi verið efnislega í samræmi við þjónustulög, reglugerð um NPA og reglur sveitarfélaga settar á grundvelli laganna. (18. júlí 2019)
Sveitarfélagi ber að tilkynna umsækjanda niðurstöðu viðbótarmats (á 4. skrefi á ferli skv. handbók) og niðurstöðu um fjölda vinnustunda og þar með samningsfjárhæð (á 5. skrefi skv. handbók). Þessar tilkynningar fela í sér stjórnvaldsákvörðun, þ.e. niðurstöðu af hálfu sveitarfélags um það sem umsækjanda stendur til boða við gerð NPA-samnings. (18. júlí 2019)
Já, skv. 5. gr. reglugerðar um NPA getur notandi óskað eftir því að aðstoð við hann hefjist á grundvelli ákvörðunar sveitarfélagsins en með fyrirvara um niðurstöðu úrskurðarnefndar. (18. júlí 2019)
Skv. 5. gr. reglugerðarinnar getur notandi kært niðurstöðu mats á stuðningsþörf, fjölda vinnustunda og samningsfjárhæð. (18. júlí 2019)
Þegar viðbótarmat á stuðningsþörf liggur fyrir (á 4. skrefi í ferlinu eigi síðar en 16 vikum eftir að umsókn berst skv. viðmiði í handbók). (18. júlí 2019)
Þegar niðurstöður eru kynntar (á 5. skrefi í ferlinu eða eftir 24 vikur skv. viðmiði í handbók). (18. júlí 2019)
Niðurstaða úr viðræðum umsækjanda og sveitarfélags skal kærð innan þriggja mánaða frá því að umsækjanda berst tilkynning um ákvörðunina. (18. júlí 2019)
Nei, skv. 10. gr. laga um úrskurðarnefnd velferðarmála greiðist kostnaður við starfsemi nefndarinnar úr ríkissjóði. (18. júlí 2019)
Hér skiptir máli hvort úrskurðurinn byggir á málsmeðferð (formreglum) eða efnislegu samræmi við þjónustulögin, reglugerð um NPA og reglur viðkomandi sveitarfélags. (18. júlí 2019)
Öll meðferð umsókna um NPA skal vera í samræmi við lög, þar á meðal stjórnsýslulög. Ef málsmeðferðarregla er brotin í umsóknarferlinu getur það leitt til þess að úrskurðarnefnd ógildi niðurstöðu sveitarfélags og vísi málinu aftur til þess. Sveitarfélagi ber þá að taka málið fyrir að nýju a.m.k. frá því skrefi þar sem brot á málsmeðferðarreglu átti sér stað. (18. júlí 2019)
Hér snýr ógilding að efni máls fremur en málsmeðferð. Ógilding þýðir að öllu jöfnu að taka verður mál fyrir að nýju frá grunni. Ógilding af efnislegum ástæðum getur haft þau áhrif að sveitarfélag þurfi að endurskoða sínar eigin reglur um NPA. (18. júlí 2019)
Umsækjandi, hlutaðeigandi sveitarfélag eða Samband íslenskra sveitarfélaga geta borið niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála undir dómstóla eftir almennum reglum. (18. júlí 2019)
Umsækjandi, hlutaðeigandi sveitarfélag eða Samband íslenskra sveitarfélaga geta borið niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála undir dómstóla eftir almennum reglum. (18. júlí 2019)

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum