Hoppa yfir valmynd

NPA ráðstefna 2012

Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð heldur ráðstefnu 10. febrúar þar sem kynnt verður hugmyndafræði, framkvæmd og skipulag slíkrar þjónustu. Ráðstefnan verður einnig send út á Netinu.

Verkefnisstjórnin var skipuð í apríl 2011 í samræmi við bráðabirgðaákvæði IV í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Hlutverk hennar að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og innleiða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um innleiðingu þessarar tegundar þjónustu.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu skulu sveitarfélög í samráði við verkefnisstjórnina leitast við að bjóða fötluðu fólki notendastýrða persónulega þjónustu í tiltekinn tíma. Verkefninu á að ljúka fyrir árslok 2014 með faglegu og fjárhagslegu mati á framkvæmd þess.

Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir stöðuúttekt á vinnu verkefnisstjórnarinnar og lýst verklagi á fyrsta áfanga verkefnisins en yfirskriftin er: Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA): Hugmyndafræði, framkvæmd, skipulag, samningar og fjármögnun.

Staður og stund

Ráðstefnan 10. febrúar verður haldin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Móttaka ráðstefnugesta hefst kl. 10:30 en dagskráin byrjar kl. 11:00 með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra. Ráðstefnunni lýkur kl. 16.00.

Útsending á Netinu

Bein útsending var frá ráðstefnunni á Netinu og eru upptökur aðgengilegar hér að neðan.

Dagskrá - glærur

Síðast uppfært: 2.9.2022 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum