Hoppa yfir valmynd

Alþjóðasamningar, þjóðréttarmál

Utanríkisráðuneytið fer með mál er varða samninga við önnur ríki og gerð þeirra og framkvæmd tiltekinna samninga, sbr. m.a. lög nr. 90/1994, 57/2000, 93/2008 og 58/2010. Þeir eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda.

Efst á baugi

Ísland hefur fullgilt, staðfest og gerst aðili að fjölda þjóðréttarsamninga frá því í apríl 2018. Þar á meðal má nefna: 

  • ákvörðun III/1 um breytingu á Baselsamningnum um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra;
  • samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi; samþykkt allsherjarþings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 187 um að efla öryggi og heilbrigði við vinnu;
  • samning milli Íslands og Georgíu um endurviðtöku einstaklinga sem hafa búsetu án heimildar; samning milli ríkisstjórnar Kanada, ríkisstjórnar Konungsríkisins Danmerkur, ríkisstjórnar Lýðveldisins Finnlands, ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Konungsríkisins Noregs, ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins, ríkisstjórnar Konungsríkisins Svíþjóðar og ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku um að efla alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum;
  • samning milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Sameinuðu arabísku furstadæmanna um upplýsingaskipti um skattamál;
  • samning milli Evrópusambandsins og ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu;
  • samning milli Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku um almannatryggingar;
  • samning milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma vernd trúnaðarflokkaðra upplýsinga;
  • samning milli Íslands og Japans til að afnema tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og að koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot;
  • Minamatasamninginn um kvikasilfur;
  • rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs, um vernd loðnustofnsins og stjórn veiða úr honum og viðauka IV um varnir gegn mengun vegna frárennslis frá skipum við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978. 

Að auki er nú unnið að fullgildingu nokkurra loftferðasamninga sem undirritaðir voru á árinu 2018. Þá vinnur utanríkisráðuneytið, ásamt öðrum ráðuneytum, að fullgildingu, staðfestingu og aðild að ýmsum samningum við erlend ríki og alþjóðastofnanir sem stefnt er að því að öðlist gildi á árinu.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira