Hoppa yfir valmynd

Tekjuskattur

Tekjuskattur er skattur sem ríkið leggur á einstaklinga og fyrirtæki og er ákveðið hlutfall af þeim tekjum sem viðkomandi hefur aflað sér á skattaárinu. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er tekjuskattur lagður á tekjuskattstofn lögaðila og ákvarðast hann sem tekjur að teknu tilliti til þess frádráttar sem þessum aðilum er heimilaður. Tekjuskattshlutfallið er mismunandi að teknu tilliti til tegundar félagsins.

Skráð hlutafélög og einkahlutafélög, samlagshlutafélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög, kaupfélög, önnur samvinnufélög og samvinnufélagasambönd bera 20% tekjuskatt. Samlagsfélög og sameignarfélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, samlög og samtök sem annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsaðila sinna og eru sjálfstæðir skattaðilar, dánarbú og þrotabú, svo og önnur félög, sjóðir og stofnanir, þ.m.t. sjálfseignarstofnanir, bera 37,6% tekjuskatt. Lögaðilar sem bera 37,6% tekjuskatt greiða þó 22% tekjuskatt af fengnum arði frá hlutafélögum.

Þau félög, sjóðir og stofnanir sem ekki reka atvinnu, lögaðilar sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla, lífeyrissjóðir og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum bera ekki tekjuskatt.

Síðast uppfært: 8.9.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum