Hoppa yfir valmynd

Hæfni og gæði

Hlutverk starfshópsins „Hæfni og gæði“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.

Meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:

  • Mannauður (mönnun)
  • Hæfni- og færniþörf
  • Menntun í ferðaþjónustu
  • Gæðavottanir og eftirlit
  • Öryggisáætlanir
  • Upplýsingamiðlun
  • Upplifun gesta

Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu. 

Skipan hópsins

Formaður: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands

Ingibjörg Sigurðardóttir, Háskólinn á Hólum

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu

Haukur Harðarson, Hæfnissetur ferðaþjónustunnar

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland (tilnefndur af SAF)

Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Berjaya Hilton Nordica (tilnefndur af SAF)

Steinunn Ása Sigurðardóttir, Vestfjarðarstofa (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)

Jóna Fanney Friðriksdóttir, Leiðsögn

Ívar Finnbogason, Félag fjallaleiðsögumanna

 

Með hópnum starfa:
Anna Katrín Einarsdóttir, ráðgjafi RATA

Jóhanna Hreiðarsdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytið

Áslaug Briem, Ferðamálastofa

Tímalína

 

Gagnasafn

 
Síðast uppfært: 25.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum