Hoppa yfir valmynd

Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu

Í mars 2023 stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu fyrir ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar.

Á ráðstefnunni voru fróðleg erindi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, Jane Stacey yfirmanni ferðamála hjá OECD, Grími Sæmundsen forstjóra Bláa lónsins og Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóri SAF. Fundarstjóri var Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og þjónustusviðs Play.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans stýrði áhugaverðum pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar. Þar ræddi hún við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka, Bjarnheiði Hallsdóttur formann SAF, Arnar Má Ólafsson ferðamálastjóra, Svanbjörn Thoroddsen sviðsstjóra ráðgjafarsviðs KPMG og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Icelandair.

Hér má lesa um nánar ráðstefnuna.

Hér er hægt að nálgast upptöku af ráðstefnunni.

 

 

 

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hér á landi hefur aukist til muna samhliða vexti greinarinnar.

Hér áður fyrr stóð ytri staða þjóðarbúsins oft og tíðum tæpt, þar til straumhvörf á viðskiptajöfnuðinum áttu sér stað fyrir rúmlega tíu árum með tilkomu sterkrar ferðaþjónustu hér á landi. Fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að hafa styrkar útflutningsstoðir. Á tímum kórónuveirunnar kom glöggt í ljós hversu hagfellt var að vera með gjaldeyrisforða sem gat jafnað mestu sveiflur.

Ferðaþjónustan snertir á öllum þremur stoðum sjálfbærrar þróunar en með mismunandi hætti innan einstaka greina.

 

 

Með auknum fjölda ferðamanna hafa tekjur þjóðarbúsins aukist og ný störf skapast í landinu. Spáð er áframhaldandi vexti í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Hröðum vexti fylgja áskoranir en í greininni felast mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar.

Síðast uppfært: 21.8.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum