Hoppa yfir valmynd

Menningartengd ferðaþjónusta

Hlutverk starfshópsins „Menningartengd ferðaþjónusta“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.

Á meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:

  • Söfn
  • Menningararfur
  • Listir og menning
  • Hönnun og arkitektúr
  • Íslenska

Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu. 

Skipan hópsins

Formaður: Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
Áskell Heiðar Ásgeirsson, Háskólinn á Hólum
Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
Rögnvaldur Guðmundsson, Samtök um söguferðaþjónustu
Sigtryggur Baldursson, Útón
Halla Helgadóttir, Hönnunarmiðstöð
Ragnhildur Ágústsdóttir, Lava Show (tilnefnd af SAF)
Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði HÍ (tilnefnd af SAF)
Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)

Með hópnum starfa:
María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi RATA
Kristrún Heiða Hauksdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tímalína

 

Gagnasafn

 
Síðast uppfært: 25.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum