Hoppa yfir valmynd

Jafnréttisskólinn

Í maí luku 23 nemendur frá 14 löndum diplómanámi frá Jafnréttisskólanum. Þetta var stærsti útskriftar-hópur skólans fram að þessu en skólinn hefur útskrifað 109 nemendur frá því að hann tók til starfa. Í mars stóð skólinn fyrir hliðarviðburði á 62. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Status of Women, CSW) í New York í samvinnu við stjórnvöld á Íslandi, Malaví, Zambíu og UN Women. Efni viðburðarins var afnám barnahjónabanda í Afríku. Fundarstjórn var í höndum starfsmanns Jafnréttisskólans og fyrrverandi nemandi skólans tók þátt í pallborðsumræðum. Viðburðurinn var vel sóttur.

Síðast uppfært: 3.1.2020 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum