Hoppa yfir valmynd

Jarðhitaskólinn

Á árinu 2018 luku 24 nemendur frá 14 löndum sex mánaða þjálfun í Jarðhitaskólanum. Málstofa um kynja- og orkumál var haldin í samstarfi við Jafnréttisskólann fyrir nemendur beggja skólanna. Þá stóð Jarðhitaskólinn fyrir stuttum námskeiðum í samstarfslöndunum El Salvador og Kenya, og tvö námskeið voru einnig haldin í tengslum við ráðstefnu ARGeo (The African Rift Geothermal Facility) í Rúanda.

Jarðhitaskólinn fagnaði 40 ára starfsafmæli á síðasta ári en alls hafa 694 nemendur frá 61 landi útskrifast úr skólanum frá því að hann hóf starfsemi. Af því tilefni voru haldnar málstofur í tengslum við alþjóðlegu IGC 2018-jarðhitaráðstefnuna sem haldin var á Íslandi í apríl í fyrra. Fyrrverandi nemendur skólans héldu meðal annars fyrirlestra um áhrif Jarðhitaskólans á þróun jarðhitamála í heimalöndum sínum.

Síðast uppfært: 3.1.2020 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum