Hoppa yfir valmynd

Sjávarútvegsskólinn

Í febrúar á þessu ári útskrifaðist 21 nemandi frá 15 löndum úr sex mánaða þjálfun Sjávarútvegsskólans á Íslandi en skólinn hefur útskrifað alls 368 nemendur frá rúmlega 50 löndum frá því hann var stofnaður. Á árinu luku einnig þrír nemar meistaranámi og einn doktorsnámi. Skólinn tók þátt í alþjóðlegum verkefnum tengdum heimsmarkmiði nr. 14 í samstarfi við utanríkisráðuneytið, alþjóðastofnanir og stjórnvöld í viðkomandi samstarfslöndum í Vestur-Afríku. Skólinn vann einnig verkefni sem hefur að markmiði að styðja við sjálfbærar veiðar og bláa lífhagkerfið í smáeyþróunarríkjum og hélt styttri námskeið á árinu í Trínidad og Tóbagó og Síerra Leóne.

Síðast uppfært: 3.1.2020 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum