Hoppa yfir valmynd

Landgræðsluskólinn

Frá Landgræðsluskólanum útskrifuðust 17 nemar frá níu löndum úr sex mánaða námi skólans. Í fyrsta sinn komu sérfræðingar frá Tadsíkistan en alls hafa verið útskrifaðir 118 einstaklingar, 56 konur og 62 karlar. Tvö stutt námskeið voru haldin í samstarfslöndum skólans á árinu, í Úganda og Mongólíu. Þá tekur Landgræðsluskólinn þátt í fjölþjóðlegu verkefni (ENABLE) sem gengur út á að framleiða námsefni á háskólastigi um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu þar sem tengd eru saman vist- og náttúrufræði annars vegar og viðskipta- og atvinnulíf hins vegar.

Síðast uppfært: 3.1.2020 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum