Hoppa yfir valmynd

Áfengisgjald og tóbaksgjald

Áfengisgjald er lagt á neysluhæft áfengi sem í er meira en 2.25% af vínanda að rúmmáli og fer eftir magni vínanda. Öllum sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu ber að greiða áfengisgjald samkvæmt lögum um gjald af áfengi og tóbaki. Þeir sem flytja áfengi með sér eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota, ber einnig að greiða áfengisgjald. Þó er tiltekið magn áfengis undanþegið áfengisgjaldi þegar um er að ræða innflutning áfengis af hálfu ferðamanna, skipverja og flugverja.

Áfengisgjald er verulegur hluti útsöluverðs áfengis hjá ÁTVR.

Tóbaksgjald

Tóbaksgjald er lagt á allt tóbak sem er innflutt eða framleitt hér á landi. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) leggur á og innheimtir tóbaksgjald af tóbaksvörum. Um fjárhæð tóbaksgjalds fer eftir ákvæðum laga um gjald af áfengi og tóbaki en fjárhæð þess er umtalsverð m.a. vegna lýðheilsusjónarmiða. Tóbaksgjald sem lagt er á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum nemur 40% af almennu tóbaksgjaldi.

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum