Hoppa yfir valmynd

Barnabætur

Rétt til barnabóta eiga þeir sem bera hér á landi ótakmarkaða skattskyldu og hafa, í lok tekjuárs, á sínu framfæri börn sem eru yngri en 18 ára. Þeir sem bera hér á landi ótakmarkaða skattskyldu eru m.a. þeir sem eru heimilisfastir/búsettir hér og þeir sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili.

Barnabætur eru reiknaðar í fyrsta skipti vegna barns í álagningu árið eftir að það fæðist og í síðasta skipti í álagningu á því ári sem 18 ára aldri er náð. Bæturnar skiptast í fjórar greiðslur yfir árið. Fyrirframgreiðsla upp í álagningu er greidd 1. febrúar og 1. maí. Við uppgjör í júlí er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu og eftirstöðvarnar greiddar út 1. júlí og 1. október.

Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Tekjur erlendis hafa áhrif á útreikning barnabóta á sama hátt og tekjur hér á landi.

Til viðbótar barnabótum, samkvæmt framansögðu, eru sérstakar tekjutengdar barnabætur greiddar með börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 16.5.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum