Hoppa yfir valmynd

Olíugjald

Olíugjald, þ.e. vörugjald af gas-, dísil- og steinolíu sem flokkast í tiltekin tollskrárnúmer og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki, er lagt á aðila sem framleiða og stunda aðvinnslu olíu, þá sem flytja inn olíu til endursölu eða eigin nota og þá sem kaupa olíu innanlands til endursölu.

Tollstjóri annast álagningu olíugjalds af gjaldskyldri olíu sem flutt er til landsins en ríkisskattstjóri annast álagningu vegna sölu eða eigin nota á olíu.

Olíugjald nemur tiltekinni fjárhæð á hvern lítra af olíu. Lituð olía er undanþegin olíugjaldi en slíka olíu er aðeins heimilt að nota á tiltekin skip og báta, til húshitunar og hitunar lauga, í iðnaði og á vinnuvélar, á dráttarvélar, til raforkuframleiðslu, á tiltekin sérstaklega skráð ökutæki, á björgunarsveitabifreiðar o.fl.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum