Hoppa yfir valmynd

Kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald

Um tvö gjöld er að ræða, þ.e. kílómetragjald annars vegar og sérstakt kílómetragjald hins vegar.

Kílómetragjald er greitt af skráðum bifreiðum sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd með tilteknum undantekningum, skráðum eftirvögnum sem uppfylla sama þyngdarviðmið og bifreiðum og eftirvögnum sem uppfylla þyngdarviðmiðið sem hafa verið flutt til landsins en eru skráð erlendis. Sérstakt kílómetragjald er hins vegar greitt af skráðum bifreiðum sem eru 5.000 kg eða meira af leyfðri heildarþyngd og eru skráðar sem ökutæki til sérstakra nota og skráðum eftirvögnum sem eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og dregnir eru af dráttarvélum. Tilteknir eftirvagnar eru þó undanskildir gjaldtöku.

Kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald eiga það sammerkt að bæði gjöldin eru lögð á sem krónutala á hvern ekinn km miðað við kg leyfðrar heildarþyngdar í gjaldbilum sem taka mið af heildarþyngd og hlaupa á þúsundum kg. Gjöldin eru í báðum tilvikum stighækkandi eftir því sem leyfð heildarþyngd er hærri allt þar til að hámarki er náð í 31.000 kg.

Tilgangur kílómetragjalda er m.a. að tryggja að kostnaður af notkun ökutækja sé fjármagnaður af eigendum þungra ökutækja þar sem álag á vegamannvirki vegna þeirra meira en af léttari ökutækjum.

Ökumælar eru í gjaldskyldum bifreiðum og eftirvögnum sem mæla fjölda ekinna kílómetra auk þess sem halda ber akstursdagbók. Álestraraðilar ökumæla eru allar skoðunarstöðvar auk þess sem Vegagerðin sinnir álestrum víðsvegar um landið og lögreglan á nokkrum stöðum.

Ákvarðanir Skattsins um kílómetragjald eru kæranlegar til Skattsins en úrskurðir Skattsins um kæru eru kæranlegir til yfirskattanefndar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.9.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum