Hoppa yfir valmynd

EES.is - upplýsingaveitan

Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt Liechtenstein, Noregi og aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Íslensk fyrirtæki geta þannig stundað starfsemi sína hindrunarlaust innan svæðisins og Íslendingar hafa tækifæri til að afla sér menntunar og starfa í öllum ríkjum EES. Þá opnar samningurinn möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum á svæðinu. Sameiginlega efnahagssvæðið byggir á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og frjálsum fjármagnshreyfingum.
- Nánar um EES-samninginn...

Elíza Gígja Ómarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir

Leit í EES-gagnagrunni

EES-gagnagrunnur opnaði í mars 2019 og má leita þar að tillögum eða EES-gerðum á einum stað, sjá á hvaða stigi þær eru í upptökuferlinu og stöðu þeirra innan stjórnsýslunnar.

Heimsmarkmiðin 17

EES-samningurinn

EES-samningurinn er eitt víðtækasta alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í. Þátttaka Íslands í innri markaðinum gerir ekki aðeins íslenskum fyrirtækjum kleift að stunda starfsemi sína hindrunarlaust hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu heldur geta Íslendingar einnig aflað sér menntunar og starfað í öllum ríkjum EES.

Fréttir um Evrópumál


Hvernig verða ESB-reglur að EES-reglum?

Á nýrri upplýsingaveitu EFTA má sjá yfirlit ásamt orðskýringum um hvernig  lagagerðir eru teknar upp í EES-samninginn


Hagsmunagæsla Íslands

Samkvæmt EES-samningnum hefur Ísland margvísleg tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýrra EES-reglna og mikilvægt er að nýta þau sem best. 

 Íslensk vegabréf

Brussel vaktin - fréttabréf sendiráðs Íslands í Brussel

Sendiskrifstofan í Brussel er annars vegar tvíhliða sendiráð gagnvart Benelux-ríkjunum og San Marino, en hinsvegar fastanefnd gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og lýtur stærsti hluti starfseminnar að því hlutverki.


Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum

Samstarfsáætlunum er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun, veita fólki á öllum aldri færi á að stunda nám í öðru Evrópulandi og ýta undir samskipti á milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í Evrópu.

ESS-samningurinn í áranna rás

EES-samningurinn er einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Í krafti hans tekur Ísland ásamt hinum EES EFTA-ríkjunum, Noregi og Liechtenstein, þátt í innri markaði Evrópusambandsins.


Uppbyggingarsjóður EES

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Með þátttöku er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs við fimmtán viðtökuríki sjóðsins.

Gagnlegar krækjur:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum