Hoppa yfir valmynd

Get ég sótt um NPA?

Þeir sem eru með fötlun og þurfa stuðning í sínu daglega lífi geta fengið NPA.

Sagt er frá því hverjir geta fengið NPA í lögum sem sett eru á Alþingi.

Í reglum sem félagsmálaráðherra ákveður er betur útskýrt hverjir geta fengið NPA.

Sveitarfélög setja líka sínar reglur um hverjir geta fengið NPA en þær reglur verða að vera eins og lögin.

Þeir sem þurfa aðstoð í daglegu lífi í meira en 15 klukkustundir á viku eiga rétt á NPA.

Þeir sem eru með NPA þegar þeir verða 67 ára gamlir missa ekki aðstoðina. Þeir halda áfram að fá NPA, nema mikið breytist í lífi þeirra.

Ef einstaklingur verður fatlaður eftir 67 ára aldur þarf sveitarfélagið að skoða hvort hann þarf NPA. Það fer eftir því hvort fötlun hans er vegna aldurs eða af öðrum ástæðum.

Ef lögin og reglurnar segja að einstaklingur eigi ekki rétt á NPA þá getur verið að hann eigi samt rétt á þjónustu og aðstoð eftir öðrum reglum.

Gott er að fá einhvern til að lesa lög og reglur um þjónustuna með sér ef maður vill því oft eru þær flóknar.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum