Hoppa yfir valmynd

Hvað er NPA?

NPA þýðir notendastýrð persónuleg aðstoð. NPA er fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi.

Þegar talað er um notendastýrða aðstoð þýðir það að notandinn stjórnar ferðinni. Notandi er sá sem fær aðstoðina.

Notandinn ræður sjálfur:

  • Hvar hann fær aðstoðina
  • Hvenær hann fær aðstoð
  • Hvernig aðstoðin er veitt
  • Hver aðstoðar hann.

Þegar notandinn stýrir aðstoðinni sjálfur er hann sjálfstæðari í lífi sínu og aðstoðin sem hann fær er sveigjanlegri.

Aðstoðin á að hjálpa notandanum að vera sjálfstæðari og virkur í samfélaginu. Það þýðir að hann hafi meiri möguleika á að gera það sem hann þarf að gera og hann langar til að gera.

Notandinn skipuleggur aðstoðina sjálfur. Ef hann á erfitt með það á hann rétt á að fá aðstoð við að skipuleggja hana.

Í samningi um NPA sem notandi gerir við sveitarfélagið þar sem hann býr er ákveðið hversu mikla aðstoð hann þarf.

Svo má notandinn ráða því sjálfur hvenær hann fær aðstoðina. En hann þarf að passa að tímarnir sem hann notar í aðstoðina verði ekki fleiri en stendur í samningnum.

Notandinn getur til dæmis notað fáa tíma einn mánuð og geymt tíma þar til síðar. Þetta getur verið gott ef notandi hefur til dæmis ákveðið að gera eitthvað sérstakt seinna og veit að hann þarf meiri aðstoð þá. Til dæmis að fara í sumarfrí.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum