Hoppa yfir valmynd

Hvernig sæki ég um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)?

Þegar maður vill sækja um NPA gerir maður það hjá félagsþjónustunni  í sveitarfélaginu sínu.

Í flestum sveitarfélögum er bara ein þjónustumiðstöð fyrir fatlað fólk. Í Reykjavík eru miðstöðvarnar nokkrar. Þá þarf að finna þjónustumiðstöðina í því hverfi sem maður býr og panta tíma hjá ráðgjafa.

Maður getur sjálfur sótt um NPA en ef maður vill aðstoð fær maður hana. Ef maður hefur persónulegan talsmann þá getur talsmaðurinn aðstoðað við að sækja um.

Þegar sótt er um NPA þarf ráðgjafinn að fá sem bestar upplýsingar um allar aðstæður manns.

Hann þarf til dæmis að vita hversu mikla aðstoð umsækjandi þarf í sínu daglega lífi og hvort hann er í námi eða vinnu.

Þá vill ráðgjafinn líka vita hvort umsækjandi er fer mikið út og að hitta fólk og hvernig honum líður. Þá er verið að meina hvernig umsækjanda líður bæði í líkama og sál.

Umsækjandinn gefur ráðgjafanum þessar upplýsingar með því að svara spurningum.

Hann getur fengið aðstoð við að svara spurningunum hjá persónulega talsmanni sínum eða einhverjum sem þekkir hann vel og hann treystir.

Ráðgjafinn skoðar þessar upplýsingar og kemur með tillögu um hvaða aðstoð myndi henta einstaklingnum best.

Það getur verið samningur um NPA eða öðruvísi þjónusta sem sveitarfélagið býður uppá.

Ráðgjafinn á að fara vel yfir alla þjónustu-möguleikana með einstaklingnum og útskýra þá vel. Gott er að hafa einhvern með sér á fundi með ráðgjafa, annað hvort sinn persónulega talsmann eða einhvern sem maður þekkir vel og treystir.

Þjónustan sem einstaklingurinn fær á að vera þannig að hann geti lifað sjálfstæðu og góðu lífi.

Síðast uppfært: 20.11.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum