Hoppa yfir valmynd

Pistlar

 • Mynd fyrir frétt: Hvað er bólusetningabandalagið Gavi?
  UtanríkisráðuneytiðHvað er bólusetningabandalagið Gavi?05.06.2020
  Gavi, bólusetningabandalagið, er alþjóðleg stofnun með höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Bandalagið var stofnsett árið 2000, sem samstarf einkageirans og opinbera geirans á alþjóðavísu, og hefur að markmiði að bólusetja börn gegn hættulegum smitsjúkdómum. Þar má nefna mislinga, mýgulusótt, heilahimnubólgu og mænusótt. Frá stofnun bandalagsins hafa meira en 760 milljón börn verið bólusett á vegum þess og er áætlað að þetta starf hafi forðað meira en 13 milljónum frá dauða og átt mikinn þátt í að helminga barnadauða í 73 þróunarríkjum.
 • Mynd fyrir frétt: Jarðhitaskólinn: Vettvangsferð til Mið- og Suður-Ameríku
  UtanríkisráðuneytiðJarðhitaskólinn: Vettvangsferð til Mið- og Suður-Ameríku11.03.2020
  Í janúar og febrúar fór Málfríður Ómarsdóttir, umhverfisfræðingur Jarðhitaskólans í vettvangsferð til núverandi og mögulegra framtíðar samstarfsstofnana í Níkaragva, Kólumbíu og Perú. Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga möguleika á samstarfi og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum.
 • Mynd fyrir frétt: Ísland styður við aukið aðgengi að orku í Malaví
  UtanríkisráðuneytiðÍsland styður við aukið aðgengi að orku í Malaví16.12.2019
  Aldrei hafa jafn margir jarðarbúar haft aðgang að rafmagni eins og árið 2019. Enn hafa þó einn af hverjum fimm jarðabúum ekki aðgang að nútímalegu og áreiðanlegu orkuneti og þjónustu og þrír milljarðar manna reiða sig á við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita húsnæði sín. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer sjö er að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði fyrir árið 2030. Til að það markmið náist þarf enn að ná til um milljarðs manna, af þeim búa 9 af hverjum 10 þeirra í ríkjum í sunnanverðri Afríku.
 • Mynd fyrir frétt: Blóðug barátta gegn blæðingaskömm
  UtanríkisráðuneytiðBlóðug barátta gegn blæðingaskömm 22.10.2019
  „Blæðingaheilbrigði (e. Menstrual Hygiene Management) er notað yfir ýmsar athafnir og aðgerðir sem tryggja að stelpur og konur hafi næði, aðstæður og efni til að geta á öruggan og heilbrigðan hátt tekist mánaðarlega á við blæðingar sínar af sjálfstrausti og reisn,“ útskýrir Guðný Nielsen en hún og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins á Íslandi, segja brýnt að berjast gegn blæðingaskömm. Málefnið sé margþætt og krefjist margþættra aðgerða.
 • Mynd fyrir frétt: Stuðningur Íslands við fátækustu löndin: samvinna við Alþjóðaframfarastofnunina
 • Mynd fyrir frétt: Alþjóðabankastofnanirnar fimm og samstarf Íslands við bankann
  UtanríkisráðuneytiðAlþjóðabankastofnanirnar fimm og samstarf Íslands við bankann05.07.2019
  Þegar rætt er um Alþjóðabankann er líklegt að flestir sem ekki þekkja til, telji að um sé að ræða eina stofnun. Raunin er þó sú að Alþjóðabankastofnanirnar (World Bank Group) eru fimm talsins, en hver þeirra gegnir sérstöku og afmörkuðu hlutverki í baráttunni gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum á heimsvísu.
 • Mynd fyrir frétt: Nýjar reglur um styrkveitingar til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð
  UtanríkisráðuneytiðNýjar reglur um styrkveitingar til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð26.03.2019
  Utanríkisráðuneytið hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð og stuðningur ráðuneytisins við samtökin hefur verið á fjárlögum íslenskra stjórnvalda frá árinu 2012. Fjárheimildir yfirstandandi fjárlagaárs til samstarfs við félagasamtök nema 417 milljónum króna, sem er hækkun upp á rúmlega 138% frá árinu 2012 þegar 175 milljónir króna voru á fjárlögum til félagasamtaka í málaflokknum.
 • Mynd fyrir frétt: Vatn fyrir alla?
  UtanríkisráðuneytiðVatn fyrir alla?25.03.2019
  Síðastliðinn föstudag var alþjóðlegur dagur vatnsins, 22. mars. ​Árið 1993 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrst fyrir degi vatnsins og hafa gert óslitið síðan. Á vef ABC Barnahjálpar birtist eftirfarandi pistill í tilefni alþjóðlega vatnsdagsins:
 • Mynd fyrir frétt: Alþjóðlegur dagur vatnsins: Enginn útundan
  UtanríkisráðuneytiðAlþjóðlegur dagur vatnsins: Enginn útundan22.03.2019
  Þegar rignir sem mest hér á Íslandi getur verið auðvelt að gleyma því að það eru ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar, sem eigum gnægð af fersku neysluvatni. En staðreyndin er sú að daglega deyja þúsundir manna í heiminum úr sjúkdómum sem tengjast skorti á vatni og hreinlæti. Rúmlega 2 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og tvöfalt fleiri eða 4,3 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu.
 • Mynd fyrir frétt: „Konur þurfa að fá A plús í prófinu til að fá einkunnina C mínus“
  Utanríkisráðuneytið„Konur þurfa að fá A plús í prófinu til að fá einkunnina C mínus“21.03.2019
  Hliðarviðburður Íslandsdeildar norræns nets kvenna í friðarumleitunum (Nordic Women Mediators) fór fram fyrir fullu húsi á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna (CSW63) í New York fimmtudaginn 13. mars. Efni hliðarviðburðarins var bein og merkingarbær þátttaka kvenna í friðarviðræðum, stjórnmálum og umbreytingarréttlæti (e. transitional justice) undir ensku yfirskriftinni: Women at the Table! Transformative change – Women shaping the agenda of peace, transitional justice and political agreements.
 • Mynd fyrir frétt: Lagalag staða kvenna á vinnumarkaði: Umfjöllun um viðburð utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans
  UtanríkisráðuneytiðLagalag staða kvenna á vinnumarkaði: Umfjöllun um viðburð utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans05.03.2019
  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við Alþjóðabankann í síðdegis í gær um lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði. Tilefnið var ný skýrsla Alþjóðabankans – Women, Business and the Law 2019 – sem kynnt var af starfandi forseta Alþjóðabankans, Kristalina Georgieva.
 • Mynd fyrir frétt: Besta fjárfestingin í Malaví?
  UtanríkisráðuneytiðBesta fjárfestingin í Malaví?04.01.2019
  Svar: Að enda barnahjónabönd og ótímabærar barneignir sem þeim fylgja og að mennta stúlkur til 18 ára aldurs.
 • Mynd fyrir frétt: WFP í Mósambík fyrst Afríkuríkja til að fá jafnréttisvottun
  UtanríkisráðuneytiðWFP í Mósambík fyrst Afríkuríkja til að fá jafnréttisvottun10.12.2018
  Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) Mósambík var fyrsta skrifstofa WFP í Afríku til að ljúka viðamiklu og heilstæðu Gender Transformative Programme! Íslandi greiddi fyrir stöðu kynjasérfræðings í eitt og hálft ár sem hélt utan um verkefnið.
 • Mynd fyrir frétt: Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum
  UtanríkisráðuneytiðBlæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum19.11.2018
  Mörgum konum þykir sá tími þegar blæðingar hefjast og standa yfir einhver sá leiðinlegasti og erfiðasti mánaðarins. Blæðingar hamla konum gjarnan. Þær finna fyrir óþægindum,upplifa kvíða yfir því að það leki blóð út fyrir, þurfa að skipuleggja dagana vel, svo ekki sé talað um fyrirtíðarspennu og túrverki. Blæðingar kvenna stoppa ekki þótt hamfarir af náttúrunnar hendi, eða mannavöldum, dynji yfir.
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 17: Samvinna um markmiðin
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 17: Samvinna um markmiðin17.10.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 16: Friður og réttlæti
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 16: Friður og réttlæti17.10.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 15: Líf á landi
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 15: Líf á landi11.10.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 14: Líf í vatni
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 14: Líf í vatni08.10.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum19.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla19.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 11: Sjálfbærar borgir og samfélög
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 11: Sjálfbærar borgir og samfélög13.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 10: Aukinn jöfnuður
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 10: Aukinn jöfnuður10.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 9: Nýsköpun og uppbygging
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 9: Nýsköpun og uppbygging05.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur04.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 7: Sjálfbær orka
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 7: Sjálfbær orka03.09.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða31.08.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 5: Jafnrétti kynjanna
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 5: Jafnrétti kynjanna30.08.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 4: Menntun fyrir alla
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 4: Menntun fyrir alla28.08.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 3: Heilsa og vellíðan
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 3: Heilsa og vellíðan27.08.2018
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 2: Ekkert hungur
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 2: Ekkert hungur24.08.2018
  Ef rétt er að farið geta landbúnaður, skógrækt og sjávarútvegur séð öllum fyrir nægum og næringarríkum mat auk þess að skapa atvinnu og tekjur. Raunveruleikinn er hins vegar annar. Jarðvegur, ferskvatn, höfin, skógar og líffræðilegur fjölbreytileiki eiga á hættu að skaðast meira en þegar er orðið, með fyrirsjáanlega slæmum afleiðingum fyrir líf fólks og umhverfið. Loftslagsbreytingar hafa ennfremur ýtt undir vandann þar sem þær auka líkurnar bæði á flóðum og langvarandi þurrkum. Í mörgum þróunarríkjum á fólk sem býr í dreifbýli erfitt með að ná endum saman, með þeim afleiðingum að það neyðist til þess að flytja í borgir þar sem þeirra bíður oft atvinnuleysi og fátækt.
 • Mynd fyrir frétt: Markmið 1: Engin fátækt
  UtanríkisráðuneytiðMarkmið 1: Engin fátækt23.08.2018
  Heimsljós birtir á næstu vikum kafla úr stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem kom út fyrr á árinu. Hér er kafli um fyrsta markmiðið.
 • Mynd fyrir frétt: Fólksflutningar og mannréttindi rædd á vinnufundi í Kúveit
  UtanríkisráðuneytiðFólksflutningar og mannréttindi rædd á vinnufundi í Kúveit17.08.2018
  Í júlí stóðu stjórnvöld og landsteymi stofnana Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Kúveit fyrir vinnufundi til að ákvarða stefnu- og aðgerðaáætlun fyrir samvinnu þeirra fram til ársins 2023. Yfirskrift fundarins var „Forgangsröðun og árangurstengd viðmið í samvinnu fyrir friði, velmegun, hagsmunum fólks og jarðarinnar.“
 • Mynd fyrir frétt: Vinnur að heildaryfirliti neyðaraðstoðar fyrir barnavernd í Eþíópíu
  UtanríkisráðuneytiðVinnur að heildaryfirliti neyðaraðstoðar fyrir barnavernd í Eþíópíu20.06.2018
  Frá því í mars síðastliðnum hef ég starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á landsskrifstofu samtakanna í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Þar starfa ég með teymi barnaverndar í neyðaraðstoð. Eþíópía glímir stöðugt við neyð að einhverju tagi árið um kring. Síðan ég kom fyrir þremur mánuðum hefur neyðarástand komið upp á þremur svæðum sem tengjast annað hvort átökum, þurrkum eða miklum vatnavöxtum.
 • Mynd fyrir frétt: Framlög íslenska ríkisins til UNICEF
  UtanríkisráðuneytiðFramlög íslenska ríkisins til UNICEF13.06.2018
  Afar gott samstarf hefur átt sér stað á milli UNICEF og íslenska ríkisins um árabil og er UNICEF skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands. Þegar framlög ríkisins og landsnefndar eru dregin saman var Ísland þriðja stærsta gjafaríki UNICEF árið 2017 miðað við höfðatölu.
 • Mynd fyrir frétt: Hlutverk kvenna og háskólasamfélagsins við að tryggja langvinnan frið í Mósambík
  UtanríkisráðuneytiðHlutverk kvenna og háskólasamfélagsins við að tryggja langvinnan frið í Mósambík16.05.2018
  Ég heiti João Colaço og er félagsfræðingur. Ég hef verið háskólakennari í Eduardo Mondlane háskólanum, í yfir 15 ár, þar sem ég kenni klassískar félagsfræðikenningar. Í rannsóknum mínum hef ég einblínt á málefni sem varða fátækt, samfélagsþróun og félagslega útilokun, og hefur verið birt eftir mig talsvert af fræðilegum greinum.
 • Mynd fyrir frétt: Skorar rótgróið feðraveldi í sveitum Sierra Leone á hólm
  UtanríkisráðuneytiðSkorar rótgróið feðraveldi í sveitum Sierra Leone á hólm04.05.2018
  Ég heiti Rosaline Marva Banya og kem frá Bo í suðurhluta Sierra Leone, á vesturströnd Afríku. Ég starfa fyrir góðgerðarsamtökin Concern Worldwide sem voru sett á laggirnar árið 1968 til að bæta lífskjör hinna fátækustu í Afríku, Asíu og í Karíbahafinu. Samtökin hófu starfsemi sína í Sierra Leone árið 1996 og hafa einbeitt sér að heilsutengdum verkefnum, manntun og bættu lífsviðurværi bágstaddra fjölskyldna. Áður en ég gekk til liðs við Concern Worldwide starfaði ég fyrir frjáls félagasamtök sem störfuðu innanlands að bættri velferð ungmenna, að barnavernd auk þess að stuðla að aukinni valdeflingu stúlkna.
 • Mynd fyrir frétt: Rýfur þöggun um kynferðislegt ofbeldi í Palestínu
  UtanríkisráðuneytiðRýfur þöggun um kynferðislegt ofbeldi í Palestínu17.04.2018
  Ég heiti Amira Khader og er fædd og uppalin í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Ég er nýútskrifaður lögfræðingur sem er í starfsnámi og er einnig meistaranemi í miðausturlandafræðum við Birzeit háskóla.
 • Mynd fyrir frétt: Ungbörn – hvers konar þróunarsamvinna gagnast þeim?
  UtanríkisráðuneytiðUngbörn – hvers konar þróunarsamvinna gagnast þeim?23.03.2018
  Við Íslendingar erum ekki fjölmenn þjóð. Þar af leiðandi er það fé sem við getum látið renna til þróunarsamvinnu lágt að krónutölu miðað við margfalt fjölmennari þjóðir. Enginn skyldi þó halda að þessi staðreynd þýði að okkar framlög skipti litlu máli. Langt í frá.
 • Mynd fyrir frétt: IDA - ein árangursríkasta og skilvirkasta þróunarsamvinnustofnun heims
  UtanríkisráðuneytiðIDA - ein árangursríkasta og skilvirkasta þróunarsamvinnustofnun heims20.03.2018
  Alþjóðaframfarastofnunin (International Development Association, IDA) er sá armur Alþjóðabankasamsteypunnar sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum auk ráðgjafar tengdum fjárstuðningnum. Lán IDA eru vaxtalaus, án afborgana fyrstu tíu árin og greiðast upp á 25 til 40 árum. Frá miðju ári 2002 urðu þáttaskil í starfi IDA þegar stofnunin hóf að veita aðstoð byggða á styrkjum til þróunarlanda. Fjöldi aðildarríkja IDA er 173.
 • Mynd fyrir frétt: Sá meira en ég man - og man fleira en ég sá
  UtanríkisráðuneytiðSá meira en ég man - og man fleira en ég sá05.03.2018
  Síðustu 10 ár hef ég lifað og starfað í Afríku næstum samfellt og nú er komið að kveðjustund. Margs vísari og mikið breyttur maður, stundum vonandi til batnaðar, þökk sé því góða fólki sem ég kynntist hér í álfunni heitu. ,,Eins og allir miklir ferðalangar sá ég meira en ég man - og man fleira en ég sá” sagði Disraeli og ég gerði að einkunnarorðum bókar minnar um Afríku.
 • Mynd fyrir frétt: Vítahringur átaka og hungurs
  UtanríkisráðuneytiðVítahringur átaka og hungurs02.03.2018
  Fulltrúar Landbúnaðar- og matvælastofnunar SÞ (FAO) og Matvælaáætlunar SÞ (WFP) kynntu fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir fáeinum vikum stöðuna í fæðuóöryggi í heiminum. Á mannamáli: þeir voru að lýsa hungrinu í heiminum, hvar og hversu margir eru svangir, langsoltnir. Við þekkjum það öll að hafa einhverntíma verið svöng en getum aðeins reynt að ímynda okkur hvað það er að hafa lítið sem ekkert að borða dögum saman, vikum saman. Vera sársvöng. Fá aldrei magafylli, aðeins eitthvert lítilræði til að sefa sárasta sultinn.
 • Mynd fyrir frétt: Mikill árangur í baráttunni við ungbarnadauða í Malaví
  UtanríkisráðuneytiðMikill árangur í baráttunni við ungbarnadauða í Malaví27.02.2018
  Fyrr í mánuðinum komu út tvær nýjar skýrslur, annars vegar skýrsla UN Women “Turning promises into actions: Gender equality in the 2030 Agenda for Sustainable Development” og hins vegar skýrsla UNICEF tengd átakinu “öll börn lifi” (e. Every Child ALIVE).
 • Mynd fyrir frétt: Ísland og Afganistan: Afstæður veruleiki
  UtanríkisráðuneytiðÍsland og Afganistan: Afstæður veruleiki21.02.2018
  Mér vefst tunga um tönn þegar ég spurð hvernig ástandið sé í Afganistan, nú síðast í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Spurningin hljómar einföld, en svarið svo margslungið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Erum við að tala um hernaðarlegt ástand, pólitískt, félagslegt? Ástand öryggismála? Líðan almennings? Árangur NATO? Stutta svarið er svo sem ekkert flókið: Ástandið er slæmt. En það er bæði verra og betra en það hefur verið.
 • Mynd fyrir frétt: Fyrir hvað stendur CFS?
  UtanríkisráðuneytiðFyrir hvað stendur CFS?01.02.2018
  Hér á vettvangi í Róm, eins og svo víða í Sameinuðu þjóða kerfinu er eins og ekkert hafi merkingu eða tilgang nema það fái skammstöfun. Það á við um Fæðuöryggisnefndina "Committee on World Food Security", sem er nánast aldrei kölluð neitt annað en CFS.
 • Mynd fyrir frétt: Málefni kvenna í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn
  UtanríkisráðuneytiðMálefni kvenna í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn25.01.2018
  Tengsl milli jafnréttis- og loftslagsmála hafa notið aukinnar athygli á vettvangi loftslagsráðstefna Sþ en sú 23. stendur nú yfir í Bonn í Þýskalandi.
 • Mynd fyrir frétt: Íslensk viðvera í Mósambík í rúmlega tuttugu ár
  UtanríkisráðuneytiðÍslensk viðvera í Mósambík í rúmlega tuttugu ár25.01.2018
  Skrefin til vinnu hafa verið ögn þyngri undanfarnar vikur heldur en venjulega. Nú hef ég nefnilega það verkefni með höndum að loka endanlega sendiráði Íslands í Mapútó. Markar það þáttaskil, en sendiráðið var á sínum tíma fyrsta sendiráð Íslands á suðurhveli jarðar og fyrsta sendiráð okkar í Afríku.
 • Mynd fyrir frétt: UNRWA sinnir fimm milljónum flóttamanna frá Palestínu
  UtanríkisráðuneytiðUNRWA sinnir fimm milljónum flóttamanna frá Palestínu25.01.2018
  Ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, hefur beint sjónum alþjóðasamfélagsins að botni Miðjarðarhafs á ný. Deila Ísrael og Palestínu er enn óleyst og engin skýr lausn í sjónmáli, skrifar eftir Védís Ólafsdóttir friðargæsluliða hjá UNRWA í þessum pistli.
 • Mynd fyrir frétt: Fátækt í tölum: Úganda
  UtanríkisráðuneytiðFátækt í tölum: Úganda24.01.2018
  Nýjasta mannfjöldarannsókn Úganda (UBOS, Uganda National Household Survey) sýnir að þurrkar og önnur náttúruöfl skertu lífskjör verulega á síðastu árum og fátækum landsmönnum fjölgaði úr 19% af fólkinu í 27%. (Miðað við mælingu 2013.) Samkvæmt þessu búa 10 milljónir manna nú við fátækt, sem jafngildir því að hafa innan við 130 krónur á dag til ráðstöfunar.
 • Mynd fyrir frétt: Alþjóðadagur stúlkubarnsins - Stúlkur í dreifbýli
  UtanríkisráðuneytiðAlþjóðadagur stúlkubarnsins - Stúlkur í dreifbýli23.01.2018
  Þegar ég sóttist eftir starfi jafnréttisráðgjafa hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) í Mósambík síðasta vor vissi ég í hreinskilni sagt ekki í hverju starfið fælist. Þegar ég hugsaði um WFP sá ég fyrir mér þyrlur sem dreifðu matarpokum til fólks úr lofti á hamfarasvæðum. Það er vissulega rétt að WFP er leiðandi í matargjöfum á hamfarasvæðum en umboð stofnunarinnar er mun breiðara.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira