Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Lilju D. Alfreðsdóttur

Áskriftir
Dags.Titill
19. október 2021Blá ör til hægriDraugagangur<p>Göm­ul óværa hef­ur minnt á sig á und­an­förn­um miss­er­um. Sam­kvæmt gam­alli þjóðtrú er ekki hægt að drepa drauga, en hins veg­ar má kveða þá niður svo ekki spyrj­ist til þeirra um styttri eða lengri tíma. Sú lýs­ing virðist eiga við um verðbólgu­draug­inn, sem reglu­lega er vak­inn upp og get­ur svifið um hag­kerfið allt ef ekki er haldið fast um stjórn­artaum­ana.</p> <p>Nú ber reynd­ar svo við, að verðbólga hef­ur auk­ist um all­an heim en ekki aðeins á Íslandi. Önnur óværa er a.m.k. að hluta ábyrg fyr­ir þess­ari alþjóðlegu þróun, því verðbólga virðist vera fylgi­fisk­ur Covid-19 í mörg­um lönd­um heims – ekki síst í Banda­ríkj­un­um, þar sem verðbólga hef­ur fimm­fald­ast frá árs­byrj­un. Skýr­inga er einkum að leita í mikl­um og snörp­um efna­hags­bata, hækk­un olíu- og hrávöru­verðs, vöru­skorti og hærri fram­leiðslu- og flutn­ings­kostnaði. Eft­ir­spurn hef­ur auk­ist hratt og á mörg­um mörkuðum hef­ur virðiskeðjan rofnað, með til­heyr­andi raski á jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Fyr­ir vikið hef­ur inn­flutt verðbólga auk­ist á Íslandi og mæld­ist verðbólga í sept­em­ber 4,4% ásamt því að verðbólgu­vænt­ing­ar hafa auk­ist á ný. Þar spil­ar inn í hækk­andi verðlag á nauðsynja­vör­um og svo auðvitað hús­næðisliður­inn, en ört hækk­andi hús­næðis­verð er aðkallandi vandi sem verður að leysa. Góðu frétt­irn­ar eru hins veg­ar þær, að und­ir­liggj­andi verðbólga hélt áfram að hjaðna, þótt hún sé enn nokk­ur. Grein­inga­deild­ir bú­ast við því að há­marki verði náð í kring­um ára­mót­in, en þaðan í frá muni verðbólga lækka og verða um 2,5% á seinni hluta næsta árs.</p> <p>Þetta þarf að hafa í huga við hag­stjórn­ina og brýnt er að grípa til mót­vægisaðgerða svo lang­tíma-verðbólg­an verði hóf­leg. Nú þegar hef­ur Seðlabank­inn gripið til aðgerða, hækkað vexti ásamt því að setja þak á hlut­fall veðlána og greiðslu­byrði hús­næðislána. Stefn­an í rík­is­fjár­mál­um þarf að taka mið af þess­ari þróun og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar, en hér skipt­ir tíma­setn­ing­in miklu máli. Ekki má draga úr efna­hags­leg­um aðgerðum og stuðningi vegna Covid-19 of snemma, en held­ur ekki of seint.</p> <p>Þrátt fyr­ir allt eru þó góð teikn á lofti. Mik­il­væg­ar at­vinnu­grein­ar eru smám sam­an að styrkj­ast, með já­kvæðum áhrif­um á ís­lenska hag­kerfið. Þannig má ætla að auk­inn fjöldi er­lendra ferðamanna styrki gengi krón­unn­ar, auk þess sem út­lit er fyr­ir óvenju góða loðnu­vertíð. Ef vænt­ing­ar í þá veru raun­ger­ast mun út­flutn­ing­ur aukast og gengið styrkj­ast, sem myndi leiða til verðlækk­ana á inn­flutt­um vör­um. Þá er rétt að rifja upp eðlis­breyt­ingu á ís­lensk­um lána­markaði, en vegna auk­ins áhuga á óverðtryggðum lán­um eru stý­ritæki Seðlabank­ans skil­virk­ari en áður. Stýri­vaxta­hækk­an­ir, sem áður þóttu bit­laus­ar á verðtryggðum hús­næðislána­markaði, hafa nú mun meiri áhrif á efna­hag heim­il­anna og eru lík­legri til að slá á þenslu. Frétt­ir af viðræðum formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um end­ur­nýjað sam­starf gefa líka til­efni til bjart­sýni. Við erum á réttri leið.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. október, 2021.</p>
30. september 2021Blá ör til hægriFjárfesting í fólki er líka efnahagsmálSkila­boðin sem kjós­end­ur sendu stjórn­völd­um um liðna helgi voru skýr. Þjóðin valdi ann­ars veg­ar áfram­hald­andi stöðug­leika í efna­hags­mál­um og hins veg­ar að fjár­festa í fólki. Rík­is­stjórn­in jók þingstyrk sinn og fékk umboð til að end­ur­nýja sam­starfið. Sam­ræður þar að lút­andi eru hafn­ar og á næstu dög­um ættu lín­ur að skýr­ast. Í samn­ingaviðræðum geng­ur eng­inn að neinu vísu og fólk mæt­ir til leiks með opn­um hug, en mark­miðið er skýrt; að vinna þjóðinni gagn og auka vel­sæld í land­inu.<br /> <br /> Efna­hags­horf­urn­ar fyr­ir árið hafa styrkst, eft­ir því sem hjól at­vinnu­lífs­ins snú­ast hraðar og áhrif heims­far­ald­urs minnka. Gert er ráð fyr­ir 4% hag­vexti í ár og at­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt. At­vinnuþátt­taka nálg­ast það sem hún var fyr­ir Covid og horf­ur eru góðar.<br /> <br /> Mót­vægisaðgerðir vegna áhrifa heims­far­ald­urs kostuðu sitt, en í sam­an­b­urði við önn­ur lönd er staða rík­is­sjóðs góð. Vissu­lega er halli á rík­is­sjóði um þess­ar mund­ir, en sterk staða fyr­ir Covid og mark­viss niður­greiðsla skulda á und­an­förn­um ára­tug skap­ar góða viðspyrnu sem stjórn­völd munu nýta til að snúa við tíma­bundn­um halla­rekstri. Rétt er að minna á, að rík­is­út­gjöld­um vegna Covid var fyrst og fremst ætlað að verja af­komu fólks og sam­fé­lags­lega innviði svo áhrif heims­far­ald­urs yrðu ekki var­an­leg.<br /> <br /> Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ríka áherslu á stöðug­leika í efna­hags­mál­um. Að sam­spil pen­inga­stefnu, rík­is­fjár­mála og vinnu­markaðar­ins sé gott og sjálf­bært til langs tíma. Þá er mik­il­væg að vaxta­stig í land­inu sé hag­stætt, en með eðlis­breyt­ingu á lána­markaði eru stý­ritæki Seðlabank­ans nú skil­virk­ari en áður. Stór hluti hús­næðislána er nú óverðtryggður og fyr­ir vikið skil­ar stýri­vaxta­hækk­un sér miklu hraðar en áður inn í neysl­una. Það er fagnaðarefni, enda betra til að halda niðri verðbólgu sem er eitt helsta hags­muna­mál al­menn­ings.<br /> <br /> Á und­an­förn­um árum hef­ur Fram­sókn lagt áherslu á að fjár­festa í fólki. Þeirri stefnu héld­um við til streitu í aðdrag­anda kosn­inga, og það mun­um við gera í viðræðum um mynd­un rík­is­stjórn­ar. Í mennta­mál­um eru spenn­andi tím­ar fram und­an, þar sem fyr­ir ligg­ur aðgerðaáætl­un til þriggja ára sem mun efla mennt­un í land­inu, ár­ang­ur og skil­virkni í skóla­starfi, læsi ung­menna og sköp­un­ar­kraft þeirra. Allt miðar að því tryggja heild­stæða skólaþjón­ustu, með viðeig­andi stuðningi við þá sem þurfa og inn­grip strax í upp­hafi skóla­göngu til að bæta nám og far­sæld barna. Sam­hliða er mik­il­vægt að kerf­is­breyt­ing­ar í mál­efn­um barna nái fram að ganga, en barna­málaráðherra hef­ur verið óþreyt­andi í bar­áttu sinni fyr­ir auk­inni vel­sæld barna og mun fyr­ir hönd Fram­sókn­ar leiða vinnu til hags­bóta fyr­ir eldri borg­ara. Staða þeirra er mis­jöfn, því á meðan sum­ir hafa það gott eru aðrir illa stadd­ir. Brýnt er að leysa þann vanda, í góðri sam­vinnu við alla helstu hagaðila svo eng­inn verði út und­an.
21. september 2021Blá ör til hægriKæri Tim Cook<p>„Sem mennta- og menningarmálaráðherra á Íslandi hef ég mikinn áhuga á aukinni tækninotkun, bæði í skólum og samfélaginu í heild. Fáar þjóðir slá Íslendingum við varðandi fjölda nettenginga, samfélagsmiðlanotkun eða fjölda snjalltækja á mann.</p> <p>Samskipti við snjalltæki gerast í auknum mæli með tali, í stað hins skrifaða orðs. Tækin kunna hins vegar ekki íslensku og því óttumst við afdrif tungumálsins okkar. Það hefur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarninn í menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar.</p> <p>Góð og alhliða móðurmálsþekking er mikilvæg fyrir persónulegan þroska barna, menntun þeirra og hæfni til að móta hugsanir sínar og hugmyndir. Með aukinni snjalltækjanotkun eykst því þörfin á að tækin skilji móðurmálið okkar.</p> <p>Við höfum unnið okkar heimavinnu. Íslensk stjórnvöld hafa leitt saman vísindamenn, frumkvöðla og einkafyrirtæki í umfangsmiklum og metnaðarfullum verkefnum sem miða að því að efla máltækni hér á landi. Til dæmis eru mörg hundruð klukkustundir af talmálsupptökum aðgengilegar fyrir þá sem vilja þróa íslenskar snjalltækjaraddir. Þúsundir klukkustunda af hljóðdæmum eru einnig fáanlegar sem má nota til að kenna tækjunum íslensku.</p> <p>Nú leitum við þinnar aðstoðar við að varðveita menningararfleifð Íslands, sem tungumálið okkar geymir. Ég bið Apple að leggja okkur lið með því að bæta íslensku við radd-, texta- og tungumálasafn sinna stýrikerfa – svo við getum talað við tækin ykkar á móðurmáli okkar, varðveitt menningararfleifðina áfram og stuðlað að betri skilningi í tengdum heimi."</p> <p>Svohljóðandi bréf á ensku sendi ég til forstjóra tæknirisans Apple í gær. Eins og textinn ber með sér, er tilgangurinn að leita liðsinnis stærsta og öflugasta fyrirtækis í heimi við varðveislu íslenskunnar. Við væntum góðra viðbragða, enda sýnir reynslan að dropinn holar steininn og á okkur er hlustað. Þar nægir að nefna viðbrögð Disney við hvatningu okkar um aukna textun og talsetningu á íslensku á streymisveitunni Disney+ á liðnum vetri. Sú viðleitni hefur nú þegar birst í betri þjónustu við íslensk börn og aðra notendur streymisveitunnar.</p> <p>Aukin færni Íslendinga í öðrum tungumálum – sérstaklega ensku – er jákvæð og skapar margvísleg tækifæri. Það á ekki síst við um börn og ungmenni. Enskukunnáttan eflir þau, en samtímis ógnar alþjóðavæðing enskunnar menningarlegri fjölbreytni og nýsköpun. Án tungumáls verða hugmyndir ekki til og ef allir tala sama tungumálið er hugmyndaauðgi stefnt í voða og framförum til lengri tíma.</p> <p>Það eiga ekki allir að vera eins og við treystum á liðsinni þeirra stærstu í baráttunni fyrir framtíð íslenskunnar.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 21. sept. 2021.</p>
11. september 2021Blá ör til hægriYfirboð á kostnað skattgreiðenda<p>Stjórnmálaflokkarnir keppast nú við að kynna hugmyndir sínar um framtíðina. Sumir vilja gera allt fyrir alla, sem er vel meint en óraunhæft til lengri tíma. Umsvif og útgjöld ríkisins hafa aukist mjög vegna tímabundinna aðstæðna, en slíkt útstreymi úr ríkissjóði má ekki verða varanlegt enda ósjálfbært. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili, er að finna jafnvægið milli opinbera geirans og almenna markaðarins – tryggja stöðugt efnahagsástand og búa svo um hnútana, að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geti blómstrað. Aðeins þannig getum við fjármagnað lífsgæði okkar, bæði til einka- og samneyslu.<br /> <br /> Framsóknarflokkurinn gengur með skýra sýn til móts við nýtt kjörtímabil. Við viljum kraftmikið atvinnulíf, sem fjármagnar góða opinbera þjónustu. Við viljum nota tekjur ríkisjóðs til að fjárfesta í fólki og halda áfram að laga kerfi hins opinbera að þörfum fólksins í landinu. Við erum trúverðugur kostur þegar kemur að því, eins og kerfisbreytingar síðustu ára eru til marks um. Við höfum leitt mikil umbótamál, með grundvallarbreytingum á kerfum sem voru ryðguð föst. Nýtt lána- og styrkjakerfi námsmanna er gott dæmi um það, bylting í málefnum barna, nýjungar í húsnæðismálum, Loftbrúin og stórsókn í samgöngum um allt land. Samhliða hefur fyrirtækjarekstur almennt gengið vel, með þeirri augljósu undantekningu sem viðburða- og ferðaþjónustufyrirtækin eru.<br /> <br /> Það er brýnt að þau fái nú tækifæri til að blómstra, líkt og önnur fyrirtæki, því öflugt atvinnulíf er forsenda stöðugleika í efnahagslífinu. Sérstaklega þarf að huga að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, nýsköpun og fyrirtækjum í skapandi greinum. Nær ótakmörkuð tækifæri eru í hugverkaiðnaði, svo sem líftækni, lyfjaframleiðslu og tengdum greinum, og þá sprota viljum við vökva. Við viljum efla kvikmyndagerð, sem skapar milljarða í gjaldeyristekjur, og auka útflutning á ráðgjöf, hugviti og þekkingu.<br /> <br /> Ekkert af ofangreindu gerist í tómarúmi, heldur einungis með framsóknarlegri samvinnu og seiglu. Dugnaði og framtakssemi einstaklinga og fyrirtækja. Kerfi og stofnanir ríkisins þurfa líka að taka þátt, hugsa í lausnum og hvetja til framfara. Skattkerfið gegnir þar lykilhlutverki, enda mikilvægt jöfnunartæki sem hefur þó frekar sýnt sveigjanleika gagnvart fólki en fyrirtækjum.<br /> <br /> Framsóknarflokkurinn er málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald. Lækka tryggingagjald á lítil og meðalstór fyrirtæki og taka samhliða upp þrepaskiptan tekjuskatt, þar sem ofurhagnaður er skattlagður meira en hóflegur. Þannig dregur skattlagning ekki úr getu ríkissjóðs til að standa undir öflugu velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfi, heldur dreifist hún með öðrum hætti en áður.<br /> <br /> Framsóknarflokkurinn leggur ekki til töfralausnir, heldur finnur praktískar lausnir við flóknum verkefnum. Við erum reiðubúinn til samstarf við þá sem hugsa á sömu nótum, deila með okkur sýninni um samvinnu og réttlátt samfélag þar sem fólk blómstrar á eigin forsendum.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 11. september 2021</p>
02. september 2021Blá ör til hægriJákvæð áhrif samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs<p>Stuttu eftir að ég tók til starfa sem mennta- og menningarmálaráðherra blossaði #églíka-byltingin upp, betur þekkt sem #metoo. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi er samfélagsmein, og hugrakkir hópar einstaklinga stigu fram, sögðu sögur sínar og vöktu okkur öll til umhugsunar. Konur í íþróttahreyfingunni létu einnig hávært í sér heyra, og ég boðaði fulltrúa þeirra strax á fund til að ræða mögulegar aðgerðir til úrbóta.</p> <p>Í kjölfarið skipaði ég starfshóp sem vann bæði hratt og örugglega til að tryggja að raunverulegur árangur næðist. Öryggi iðkenda og annarra þátttakenda var sett í öndvegi við alla vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Hópurinn skilaði afar greinargóðu yfirliti og gagnlegum tillögum sem við unnum áfram, og út frá þeim tillögum lagði ég síðan fram ný lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.</p> <p>Markmiðið var að bjóða upp á öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem þar koma upp án ótta við afleiðingarnar.</p> <p>Samskiptaráðgjafinn tók til starfa í fyrra og þar er öllum ábendingum um einelti, áreitni og ofbeldi tekið alvarlega og þær kannaðar, öll mál eru unnin eftir ákveðnu verklagi með trúnað og skilning að leiðarljósi. Auk þess getur samskiptaráðgjafi veitt félögum og samtökum leiðbeiningar varðandi slík mál og gerir tillögur til úrbóta þegar við á. Á fyrsta starfsárinu fékk samskiptaráðgjafinn 24 mál á sitt borð, þar af átta tengd kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Mikilvægi ráðgjafans er því byrjað að sanna sig.</p> <p>Íþróttahreyfingin er mikilvægt afl í íslensku samfélagi. Þar fer fram öflugt starf á hverjum degi, sem styrkir og mótar einstaklinga á öllum aldri. Forvarnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfs er ótvírætt. Því er brýnt að til staðar séu skýrir ferlar, virk upplýsingagjöf og hlutleysi í málum af þessum toga, sem oft eru viðkvæm og flókin. Þessi lög voru tímamótaskref, sem sendu skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi sé ekki liðið í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það hefur jafnframt glatt mig í þessu ferli hve vel forysta ÍSÍ og UMFÍ hefur unnið með okkur, og það eru allir á sömu blaðsíðunni; að uppræta þessa meinsemd og bæta umhverfi íþrótta- og æskulýðsstarfs á Íslandi.</p> <p>Enn í dag er ég gríðarlega þakklát þeim þolendum sem stigið hafa fram. Þeirra hugrekki hefur skilað varanlegum breytingum sem ég er sannfærð um að muni styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 2. september 2021.</p>
24. ágúst 2021Blá ör til hægriÞurfa unglingar að synda?<p>Sund er frábær hreyfing, nærandi fyrir bæði líkama og sál. Bað- og sundmenning landans er raunar svo sterk, að foreldrar kenna börnum sínum að umgangast vatn frá unga aldri, ýmist í ungbarnasundi eða með reglulegu busli og leik í laugum landsins. Skólakerfið gegnir einnig lykilhlutverki, því sundkennsla er hluti af íþróttakennslu öll grunnskólaárin. Undanfarið hafa hins vegar ýmsir dregið í efa þörfina á því, enda ættu unglingar frekar að læra aðra hluti á efsta stigi grunnskóla.<br /> <br /> Á dögunum lagði hópur ungmenna sem skipa ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna breytingatillögur fyrir ríkisstjórnina. Þau lögðu til, að sundkennsla yrði valfrjáls á efsta stigi í grunnskóla en aðrir þættir settir í námskrána í þeirra stað. Þau vilja kennslu í fjármálalæsi í aðalnámskrá grunnskóla, svo nemendur skilji allt frá launaseðli til stýrivaxta. Þau vilja vandaða umhverfisfræðslu fyrr á námsferlinum, í stað hræðslu-fræðslu eins og þau segjast fá núna. Þau vilja aukna kennslu um réttindi barna, hinsegin fræðslu og lífsleikni í aðalnámskrá grunnskólanna. Þá leggja þau til breytt einkunnakerfi, þar sem talnaeinkunn komi í stað hæfniviðmiða sem fáir nemendur og foreldrar skilja til fulls.<br /> <br /> Hugmyndir ungmennaráðs eru góðar og ríma vel við markmið menntastefnu, sem ég lagði fyrir og Alþingi samþykkti síðastliðinn vetur. Menntastefnan tekur mið af þörfum samfélagsins á hverjum tíma, þar sem markmiðið er að tryggja öllum börnum góða menntun og jafna tækifæri þeirra til lífsgæða í framtíðinni. Skyldusund á unglingsárum er ekki endilega lykillinn að því, þótt mikilvægi góðrar hreyfingar verði seint ofmetið.<br /> <br /> Menntastefna er einskis virði án aðgerða, sem varða leiðina að markmiðinu. Þess vegna er umfangsmikil og metnaðarfull aðgerðaáætlun í smíðum, í víðtæku samráði við lykilaðila í skólakerfinu og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD). Fyrsta áfanga af þremur verður hleypt af stokkunum í september, þegar nýhafið skólastarf vetrarins verður komið vel af stað og ég hlakka til að taka utan af þeim harða pakka. Aðgerðirnar eiga að efla menntakerfið okkar, tryggja betur en áður skóla án aðgreiningar og stuðla að bættu starfsumhverfi kennara.<br /> <br /> Efnisbreytingar á aðalnámskrá grunnskólanna koma sannarlega til greina, við innleiðingu menntastefnunnar. Þær eru vandmeðfarnar og varfærni innbyggð í grunnskólakerfið, enda leiðir aukið vægi einnar námsgreinar til minna vægis annarrar.<br /> <br /> Unglingarnir okkar þurfa svo sannarlega að synda en allar breytingar eru mögulegar með góðum vilja og minna vægi sundkennslunnar gæti skapað svigrúm fyrir aðrar aðkallandi greinar. Skólasamfélagið þyrfti svo í sameiningu að ákveða, hvernig sá tími yrði best nýttur.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 24. ágúst 2021</p>
16. ágúst 2021Blá ör til hægriAð efna loforð<p>Þing var rofið í vikunni og með því hófst í raun kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar þann 25. september. Þær munu marka nýtt upphaf, annað hvort endurnýjað umboð sitjandi ríkisstjórnar eða færa þjóðinni nýja.</p> <p>Fleiri flokkar en áður munu bjóða fram. Aukinn áhugi fólks á stjórnmálaþátttöku er gleðilegur, enda eiga frambjóðendur það sameiginlegt að vilja bæta samfélagið. Við höfum ólíkar skoðanir á leiðum og aðgerðum, en takmark okkar allra er að vinna til góðs.</p> <p>Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér metnaðarfull markmið. Þau hafa meira og minna náðst, hvort sem horft er til mýkri eða harðari mála. Kerfisbreytingar hafa orðið í mikilvægum málaflokkum og ekki síður löngu tímabærar viðhorfsbreytingar. Málaflokkar Framsóknarráðherranna hafa blómstrað á kjörtímabilinu og með umhyggju fyrir fólki í farteskinu hefur tekist að efna svo til öll loforð okkar úr stjórnarsáttmálanum. Kjör og lífsgæði námsmanna hafa stórbreyst til batnaðar, menntuðum kennurum hefur fjölgað, réttindi og starfsþróunarmöguleikar auknir og samstarf stjórnvalda við lykilfólk í skólakerfinu aukist. Jafnvægi milli bók- og verknáms hefur stóraukist, háskólar hafa verið opnaðir fyrir iðnmenntuðum og grundvallarbreyting hefur orðið í viðhorfum til starfs- og tæknináms. Hola íslenskra fræða er nú hús, fjárveitingar í lista- og menningarsjóði hafa stóraukist, bókaútgáfa stendur í blóma vegna opinbers stuðnings við útgáfu bóka á íslensku og íslensk kvikmyndagerð hefur verið sett á viðeigandi stall, með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum. Við höfum skapað spennandi umgjörð fyrir sviðslistir með nýjum lögum, tryggt betri fjármögnun framhalds- og háskóla, sett lög um lýðskóla, stækkað bókasafnssjóð rithöfunda, undirbúið menningarhús um allt land og framkvæmdir af ýmsum toga – nýjar skólabyggingar fyrir list-, verk- og bóknám, þjóðarleikvanga í íþróttum o.fl. Við höfum staðið vörð um skólastarf á tímum heimsfaraldurs og stutt markvisst við íþrótta- og menningarfélög, svo þau komi standandi út úr kófinu.</p> <p>Afrekalistinn er sambærilegur í öðrum ráðuneytum Framsóknarflokksins – þar sem réttindi barna hafa t.d. fengið fordæmalausa athygli og margvíslegar kerfisbreytingar hafa skilað frábærum árangri og réttarbótum. Foreldraorlof hefur verið lengt, nýjar húsnæðislausnir kynntar til leiks og félagslega kerfið eflt. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hefur ráðherra leyst úr flóknum málum, komið langþráðum samgöngubótum til leiðar stuðlað að auknu jafnræði milli landsbyggðar og SV-hornsins, t.d. með Loftbrúnni svonefndu.</p> <p>Efndir kosningaloforða er besta vísbendingin sem kjósendur geta fengið um framtíðina. Á þessu kjörtímabili hefur Framsóknarflokkurinn vökvað samfélagið með góðri samvinnu við aðra, opnum hug og hófsemd. Við höfum sýnt kjark í verki og samfélagið hefur notið góðs af. Við viljum halda áfram okkar góða starfi, í samvinnu við hvern þann sem deilir með okkur sýninni um gott samfélag.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 14. ágúst 2021</p>
07. júlí 2021Blá ör til hægriAð kunna að sigra<p>Í leik og starfi telst það góður eiginleiki að kunna að tapa. Taka ósigri með reisn, læra af reynslunni og nýta hana til góðs. Að sama skapi er mikilvægt að kunna að sigra. Sýna hógværð þegar vel gengur, sýna aðstæðunum virðingu og gæta þess að vanmeta ekki fyrirliggjandi áskoranir.</p> <p>Þótt enn sé ótímabært að lýsa yfir sigri í baráttunni við Covid-19 geta Íslendingar glaðst yfir góðum árangri. Staðan er góð, mikill meirihluti fullorðinna hefur verið bólusettur og samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt. Sú staðreynd lyftir lundinni, stuðlar að hagvexti og leysir margvíslega starfsemi úr hlekkjum kórónu-veirunnar. Þannig er óendanlega gaman að sjá menningarstarf komast á fulla ferð, sjá tónleikahald glæðast og forsendur fyrir leikhússtarfi gjörbreytast til hins betra. Fjöldasamkomur eru nú leyfilegar, hvort sem fólk vill sækja í tónlistarhúsið Hörpu, samkomuhúsið á Akureyri eða bæjarhátíðir um land allt. Stór og smá leikhús horfa björtum augum til haustsins og menningarþyrstir landsmenn geta loksins svalað þorstanum, um leið og listamenn geta að nýju aflað sér fullra tekna eftir langa bið. Ferðaþjónustan hefur tekið við sér og flest horfir til betri vegar.</p> <p>Í þessum aðstæðum er rétt að rifja upp lífsspekina um drambið og fallið. Hvernig oflát getur snúið góðri stöðu í slæma og hvað við getum lagt af mörkum til að viðhalda árangrinum í Covid-stríðinu. Við þurfum að kunna að sigra, sýna aðstæðunum virðingu en ekki missa stöðuna frá okkur. Gárungarnir töluðu um vímuskyldu sem eðlilegt framhald grímuskyldu og ef marka má fréttir af næturlífinu undanfarna daga virðast ýmsir hafa tekið þá á orðinu. Vonandi rjátlast það fljótlega af skemmtanaglaðasta fólkinu, enda er baráttunni við Covid-19 ekki lokið. Við þurfum að halda áfram að sýna ábyrgð og í leiðinni meta hvað við getum lært af reynslu undanfarinna 16 mánaða, svo einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld geti brugðist rétt við.</p> <p>Stjórnvöld þurfa einnig að meta hvort árangurinn af stuðningi við atvinnulíf og félagasamtök hafi verið nægur og opinbert fé hafi nýst sem skyldi. Sú umræða er að eiga sér stað. Við höfum öll í sameiningu lifað sögulega tíma. Ljóst er að það reynir á samfélagið okkar í framhaldinu, en við höfum alla burði til að koma sterkari út úr þessari áskorun.</p> <p>Horfurnar eru góðar og sumarleyfistíminn er genginn í garð. Björt sumarnóttin er táknræn fyrir góðan árangur, sem okkur ber að varðveita í sameiningu.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 7. júlí 2021.</p>
09. júní 2021Blá ör til hægriPrúðbúin ungmenni eru tímanna tákn<p>Prúðbúin ungmenni, með bros á vör, skjal í hendi og jafnvel húfu á höfði, hafa undanfarið sett svip sinn á borg og bæ. Tímamót unga fólksins eru sérlega táknræn í þetta skiptið, því skólaslit og útskriftir eru staðfesting á sigri andans yfir efninu. Staðfesting á samstöðu skólafólks, kennara, skólastjórnenda, nemenda og kennara í einhverri mestu samfélagskreppu síðari tíma. Á sama tíma berast góðar fréttir af bólusetningum, atvinnustigið hækkar, íþrótta- og menningarlíf er komið á skrið og ferðaþjónustan lifnar við. Og þegar litið er um öxl rifjast upp vetrarkveðja Páls Ólafssonar, sem auðveldlega má yfir færa á Covid-veturinn sem nú er að baki:<br /> <br /> <em>Margt er gott að muna þér<br /> þó mér þú fyndist langur.<br /> Farðu vel, þú færðir mér<br /> fögnuð bæði og angur.</em><br /> <br /> Fram undan er sumarið í allri sinni dýrð, tími hlýju, birtu og uppskeru. Og það er óhætt að segja að á hinum pólitíska vettvangi séu túnin græn og uppskeran góð. Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar er svo til tæmdur. Framboðslistar Framsóknarflokksins eru skipaðir kraftmiklu fólki, þar sem blandast saman í réttum hlutföllum fólk úr ólíkum áttum. Reynsluboltar úr landsmálunum, dugmiklir sveitarstjórnarmenn og ungt fólk með sterkar hugsjónir. Við munum áfram vinna að framförum, berjast fyrir hagsmunum fjölskyldna af öllum stærðum og gerðum, og jafna tækifæri barna til menntunar.</p> <p>Barnamálin hafa svo sannarlega verið okkur hugleikin á kjörtímatímabilinu. Barnamálaráðherra hefur lyft grettistaki og m.a. gert kerfisbreytingar svo hagsmunir barna séu í forgangi, en ekki þarfir kerfisins. Í skólamálum hafa skýrar línur verið markaðar, þar sem áherslan er lögð á ólíkar þarfir barna og stuðning við þá sem þurfa á honum að halda. Við viljum sjá framúrskarandi menntakerfi og með nýrri menntastefnu höfum við lagt veginn í átt að árangri.</p> <p>Þessi vetur sem nú er liðinn minnti okkur hins vegar á að til að ná árangri þarf að berjast með kjafti og klóm. Við lögðum gríðarlega áherslu á að halda skólunum opnum, til að tryggja menntun barna og lágmarka áhrifin á líf þeirra. Það tókst og samanburður við önnur lönd sýnir glögglega að árangurinn er merkilegur, því víða voru skólar lokaðir með ófyrirséðum langtímaáhrifum á börn. Þessi vetur kenndi okkur að þegar allir leggjast á eitt, þá er menntakerfið okkar gríðarlega sterkt afl sem stendur vörð um hagsmuni barnanna á hverjum einasta degi.</p> <p>Það er því ekki að ástæðulausu að um mann fer gleðistraumur, þegar maður sér leik-, grunn-, framhalds- og háskólaútskriftarmyndir á samfélagsmiðlum. Stoltir foreldrar og frelsinu fegnir unglingar. Ungmenni sem eiga framtíðina fyrir sér, horfa stolt í myndavélina. Eftir erfiðan vetur er þetta afrek okkar allra – samfélagsins alls – og því má aldrei gleyma.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist Morgunblaðinu 9. júní 2021</p>
31. maí 2021Blá ör til hægriBörnin okkar og betra samfélag<p>Ekkert í heiminum er mikilvægara en börnin okkar – vellíðan þeirra, hamingja og framtíðartækifæri. Það er skylda stjórnvalda að gera allt hvað þau geta svo öll börn vaxi og dafni. Finni sig í skóla og tómstundastarfi, njóti jafnra tækifæra óháð bakgrunni og félagslegum aðstæðum. Við viljum að öll börn fái örvun við hæfi, hvatningu og menntun sem leggur grunninn að framtíð þeirra. Stuðning í erfiðum aðstæðum og hjálp hvenær sem þau þurfa á henni að halda.</p> <p>Það er leiðarljós Framsóknarflokksins eins og verkin sýna, bæði fyrr og síðar. Á þessu kjörtímabili höfum við breytt félagskerfinu og lagað að hagsmunum barna. Við höfum eflt og einfaldað þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lengt fæðingarorlof, ráðist í kerfisbreytingar í skólakerfinu, stutt sérstaklega við fátæk börn og ráðist í mikilvæg verkefni til að styrkja stöðu barna af erlendum uppruna. Nýsamþykkt menntastefna tekur fyrst og fremst mið af þörfum barna og vinna er hafin við breytingar á samræmdu námsmati, þar sem hagsmunir stofnana munu víkja fyrir hagsmunum barna. Í Covid var gríðarleg áhersla lögð á að halda skólunum opnum, til að tryggja menntun barna og lágmarka áhrif heimsfaraldurs á líf þeirra. Það tókst og samanburður við önnur lönd sýnir glögglega að árangurinn er merkilegur, því víða voru skólar lokaðir með ófyrirséðum langtímaáhrifum á börn. Við höfum sagt lestrarvanda barna stríð á hendur og gripið til aðgerða til að efla lesskilning. Útgáfa nýrra barna- og unglingabóka hefur stóraukist vegna pólitískrar stefnu um stuðning við íslenska bókaútgáfu.</p> <p>Það eru ekki nýjar fréttir að Framsóknarflokknum sé umhugað um börn og fjölskyldur landsins. Framsóknarflokkurinn innleiddi á sínum tíma feðraorlof, réttarbót sem þótti frumleg í fyrstu en öllum þykir sjálfsögð í dag. Ávinningur barna og foreldra af breytingunni er ómældur og fjölskyldutengslin sterkari.</p> <p>En við viljum gera enn betur, fyrir börn úr öllum áttum. Búa svo um hnútana að öll börn fái jöfn tækifæri og þjónustu við hæfi, til dæmis sálfræðiþjónustu sem nú er bæði af skornum skammti og kostnaðarsöm fyrir foreldra. Slík þjónusta á að vera eins og önnur heilbrigðisþjónusta; aðgengileg fyrir alla enda brýnt að leysa úr vanda á fyrstu stigum hans, en ekki bíða eftir því að barnið vaxi og vandinn með.</p> <p>Fullorðið fólk, bæði í fjölskyldum og flokkum, á að kenna börnum á lífið. Vekja forvitni þeirra og áhuga á heiminum, sjálfum sér og öðrum. Hjálpa þeim að finna sína styrkleika, tjá sig, leika sér og læra. Í því verkefni ætlar Framsóknarflokkurinn ekki að láta sitt eftir liggja og við viljum að Ísland verði barnvænsta samfélag í heimi. Taktu þátt í því með okkur.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. maí, 2021.</p>
20. maí 2021Blá ör til hægriStaðan hefur aldrei verið betri<p>Hlutverk stjórnmálamanna er að bæta samfélagið. Styrkja innviðina og skapa grundvöll fyrir einstaklinginn að blómstra á eigin forsendum og uppfylla drauma sína í leik og starfi.</p> <p>Þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður í nóvemberlok 2017 voru markmiðin háleit og metnaðarfull. Núna, 1.267 dögum síðar, er verkefnalistinn svo til tæmdur þrátt fyrir orkuna, tímann og peningana sem hafa farið í baráttuna við Covid-19.</p> <p>Í mennta- og menningarmálum hafa kerfis- og réttindabætur verið áberandi. Við höfum aukið faglegt sjálfstæði kennara, fjölgað starfstækifærum með einföldun leyfisbréfakerfis, fjölgað kennaranemum og sýnt stéttinni þá virðingu sem hún á skilið, m.a. með ómældu samráði í öllu helstu málum.</p> <p>Við höfum lagt aukna áherslu á læsi, gefið út ný matsviðmið í 4. og 7. bekk og lagt grunninn að nýju námsmati í stað samræmdra prófa. Við höfum sett af stað verkefni sem miða að þörfum drengja í skólakerfinu og hafið vinnu við aðalnámskrá leikskóla.</p> <p>Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á verknámskerfinu. Iðnmenntaðir hafa nú sama rétt og bókmenntaðir til háskólanáms og skipulagi vinnustaðanáms hefur verið breytt. Jákvæðari viðhorf, grundvallarkerfisbreytingar og markvisst kynningarstarf hefur aukið mjög áhuga fólks á starfsnámi af ýmsu tagi og aðsóknin er fordæmalaus!</p> <p>Við höfum aukið jafnrétti til náms með nýjum Menntasjóði námsmanna, hækkun á framfærsluviðmiðum, beinum fjárstuðningi við foreldra í námi, 30% afskrift höfuðstóls námslána við námslok og afnámi ábyrgðarmannakerfisins. Breytingarnar leiða til miklu betri fjárhagsstöðu að námi loknu, sem auðveldar fólki skrefin út í hefðbundið fjölskyldulíf.</p> <p>Við fjölguðum starfslaunum listamanna, veittum fleiri verkefnastyrki, rekstrarstuðning við sjálfstætt starfandi og menningartengd fyrirtæki. Fyrstu sviðslistalögin eru orðin að veruleika og Sviðslistamiðstöð er að komast á laggirnar. Við lögfestum starfsemi Íslenska dansflokksins, stofnuðum listdansráð, breyttum skipan og hlutverki Þjóðleikhúsráðs og erum að móta framtíðarumgjörð um óperustarf í landinu. Við mótuðum fyrstu kvikmyndastefnuna, stækkuðum kvikmyndasjóð og veittum fé til sjónvarpsþáttagerðar. Við settum lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, sem hefur nú aukist um tugi prósenta.</p> <p>Fjárveitingar til háskóla og framhaldsskóla hafa aldrei verið hærri, tækjakostur verkmenntaskóla hefur verið endurnýjaður og stuðningur við símenntunarmiðstöðvar aukinn. Vísinda- og rannsóknasjóðir hafa stækkað um helming og vinna vegna máltækniáætlunar er á fleygiferð.</p> <p>Verkefnin úr stjórnarsáttmálanum eru flest afgreidd, en ný taka við innan skamms. Róttækar umbætur hafa átt sér stað og meginmarkmiðið er að bæta samfélagið okkar.</p>
15. maí 2021Blá ör til hægriSögulegar breytingar<p>Söguleg lagabreyting var samþykkt á Alþingi í vikunni, þegar réttur iðnmenntaðra til náms í háskólum var staðfestur að minni tillögu. Þessi grundvallarbreyting er táknræn fyrir þá jákvæðu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur gagnvart starfsmenntun á örfáum árum. Áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist, verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri.</p> <h2>Tugþúsundir iðnmenntaðra fá aukin réttindi</h2> <p>Bylting af þessum toga er ekki sjálfsprottin, heldur verður hún vegna skýrrar sýnar og markvissra aðgerða. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Auka veg og virðingu hennar með orðum mínum og gjörðum. Með góðu samstarfi við skólafólk, fagfólk og fyrirtæki í iðnaði er það að takast og kerfisbreytingar eru að raungerast. Aukin réttindi tugþúsunda iðnaðarmanna eru stór liður í því, en auk þess munu háskólarnir njóta góðs af fjölbreyttari bakgrunni þeirra sem sækja sér nám í æðstu menntastofnunum landsins. Viðbrögðin við breytingunum hafa verið frábær og ljóst má vera að meginþorra þjóðarinnar þykir breytingin löngu tímabær.</p> <h2>Viðbætur við öflugt verknámskerfi</h2> <p>Önnur mikilvæg kerfisbreyting felst í auknum sveigjanleika í verklegum þætti starfsnámsins, sem verður að veruleika frá og með haustinu. Núverandi starfsnámskerfi hefur reynst vel, en með nýrri reglugerð um vinnustaðanám er kerfið styrkt enn frekar. Hingað til hefur vinnustaðanám undir leiðsögn iðnmeistara verið forsenda þess að nemi geti lokið námi. Meistarar hafa staðið sig með sóma og tekið á sig skyldur sem menntakerfið í heild ætti að bera.<br /> Nýja reglugerðin talar inn í þann veruleika og gerir ráð fyrir sameiginlegri ábyrgð lykilaðila í starfsmenntakerfinu. Iðnmeistarar munu áfram geta boðið iðnnemum námssamning, en til viðbótar verður ábyrgð skólanna aukin. Þeim verður falið að tryggja í samstarfi við atvinnulífið verklega þjálfun nema sem ekki eru á formlegum samningi, ýmist með þjálfun á einum vinnustað eða eftir atvikum nokkrum. Þjálfunin mun taka mið af hæfnikröfum, sem hafa í fyrsta sinn verið tilgreindar með skýrum hætti í nýju verknámskerfi – rafrænni ferilbók sem tekin verður í notkun í haust. Sumar iðngreinar eru lengra komnar en aðrar í skilgreiningu hæfniþáttanna, en markvisst er unnið að uppfærslum og hafa faghópar í öllum greinum unnið frábært starf.</p> <h2>Gott samstarf er lykilatriði</h2> <p>Breytingarnar hafa í meginatriðum mælst vel fyrir. Fagmenn í ólíkum iðngreinum, fyrirtæki og stéttarfélög hafa gefið góð ráð, bent á áskoranir og hættur sem ber að varast. Samstarf af þeim toga er ómetanlegt, enda vilja stjórnvöld ekki skapa ný vandamál með lausnum við eldri vandamálum. Markmiðið með breytingunum er að efla starfsnám í landinu, tryggja nýliðun í mikilvægum atvinnugreinum og uppfylla bæði þarfir nemenda og atvinnulífsins. Ætlunin er jafnframt að samhæfa betur en áður nám í einstökum greinum og milli iðngreina. Þannig mun námsframvinda ekki lengur ráðast af námssamningstíma heldur skýrum hæfniviðmiðum, sem starfandi iðnaðarmenn hafa skilgreint. Þeir þekkja best hvaða færni nemar þurfa að tileinka sér og með góðu samstarfi, skilvirkri skráningu á námsframvindu og sameiginlegri ábyrgð verða gæði námsins tryggð. Þá munum við sérstaklega horfa til þess, að ekki skapist hætta á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði við innleiðingu á nýju reglugerðinni. Þar njótum við leiðsagnar þeirra sem best þekkja til, fag- og stéttarfélaga sem taka þátt í undirbúningnum.</p> <h2>Þakklæti efst í huga</h2> <p>Kerfisbreytingar taka tíma. Allir hlutaðeigandi – stjórnkerfið, atvinnulífið, nemendur og skólar – vita að hlutverk og verkaskipting getur breyst þegar nýjar leikreglur eru innleiddar og ýmsar áskoranir geta skapast. Það er hins vegar mín sannfæring, að allir lykilaðilar muni leggjast saman á árarnar, tryggja farsæla innleiðingu og leysa þau mál sem kunna að koma upp.<br /> Ég er stolt af breytingunum sem hafa orðið á minni vakt og þakklát þeim sem hafa breytt verknámskerfinu með okkur í ráðuneytinu; starfandi iðnaðarmönnum, fyrirtækjum, fagfélögum og verknámsskólum. Saman munum við áfram skila frábæru fagfólki út í samfélagið.<br /> <br /> - </p> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. maí</p>
13. apríl 2021Blá ör til hægriNám verður raunhæfur kostur fyrir alla<p>Þau ríki sem ætla sér stóra sigra í sam­keppni þjóðanna á kom­andi árum þurfa að tryggja góða mennt­un. Mennt­un legg­ur grunn að hag­sæld og vel­ferð ein­stak­linga og jafnt aðgengi að námi er ein af stoðum vel­ferðarsam­fé­lags­ins. Þess vegna er stjórn­völd­um skylt að skapa stuðnings­kerfi sem hjálp­ar fólki að sækja sér mennt­un – kerfi sem er gagn­sætt, hvetj­andi og sann­gjarnt. Kerfi sem trygg­ir að náms­menn geti fram­fleytt sér og sín­um á náms­tím­an­um, án þess að stefna fjöl­skyldu-, fé­lags­lífi, heils­unni eða náms­ár­angr­in­um í hættu!</p> <p>Á síðasta ári vannst mik­ill áfanga­sig­ur, þegar ný lög um mennta­sjóð náms­manna voru samþykkt. Mennta­sjóður gjör­breyt­ir stöðu náms­manna, betri fjár­hags­stöðu við náms­lok og lægri end­ur­greiðslur lána. Höfuðstóll náms­lána lækk­ar nú um 30% við náms­lok á rétt­um tíma og beinn stuðning­ur er nú veitt­ur til fram­færslu barna, en ekki lán eins og áður.</p> <p>Bar­átt­unni fyr­ir náms­menn er þó ekki lokið, því enn á eft­ir að breyta fram­færslu­viðmiðum fyr­ir náms­menn. Þau viðmið liggja til grund­vall­ar lán­veit­ing­um og eiga að duga náms­mönn­um til að fram­fleyta sér; kaupa klæði og mat, greiða fyr­ir hús­næði og aðrar grunnþarf­ir. Fram­færslu­viðmið náms­manna eru hins veg­ar lægri en önn­ur neyslu­viðmið, hvort sem horft er til at­vinnu­leys­is­bóta, neyslu­viðmiða fé­lags­málaráðuneyt­is­ins eða þeirra sem umboðsmaður skuld­ara miðar við. Sam­kvæmt sam­eig­in­legri könn­un Maskínu, ráðuneyt­is­ins og LÍS vinna um 64% náms­manna með námi. Fyr­ir marga náms­menn dug­ar því grunn­fram­færsla ekki til að ná end­um sam­an og ein­hverj­ir þurfa ein­fald­lega að loka skóla­tösk­unni í eitt skipti fyr­ir öll.</p> <p>Rík­is­stjórn­in er meðvituð um þessa mik­il­vægu áskor­un og ný­verið lagði ég til að grunn­fram­færsla mennta­sjóðs yrði hækkuð. Til­lög­unni var vel tekið og var hópi ráðuneyt­is­stjóra falið að út­færa til­lög­una nán­ar.</p> <p>Sum­arið fram und­an mun lit­ast af heims­far­aldr­in­um, þar sem at­vinnu­tæki­færi verða færri en í venju­legu ár­ferði. Stjórn­völd hafa út­fært ýms­ar sum­araðgerðir fyr­ir náms­menn, sem miða að því að skapa sum­arstörf eða náms­tæki­færi fyr­ir fram­halds­skóla- og há­skóla­nema. Við byggj­um m.a. á reynsl­unni frá síðasta sumri þegar 5.600 manns stunduðu sum­ar­nám í fram­halds- og há­skól­um og nú verður 650 millj­ón­um varið til að tryggja fjöl­breytt náms­fram­boð; stutt­ar og hag­nýt­ar náms­leiðir, sér­sniðna verk­lega kynn­ingaráfanga og ís­lensku­áfanga fyr­ir nem­end­ur með annað móður­mál en ís­lensku. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna mun styrkja 351 nem­anda til sum­ar­vinnu við rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni. Þá er ótal­in 2,4 millj­arða fjár­veit­ing til að skapa 2.500 sum­arstörf fyr­ir náms­menn 18 ára og eldri.</p> <p>Stjórn­völd vilja virkja krafta náms­manna, skapa tæki­færi til náms og virðis­auk­andi at­vinnu fyr­ir ungt fólk. Það er hag­ur okk­ar allra.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 13. apríl 2021</p>
06. apríl 2021Blá ör til hægriGóður kennari skiptir sköpum<p>Oft og tíðum eru fjöl­mörg mál sem bíða úr­lausnar mennta- og menningar­mála­ráð­herra, enda sinnir ráðu­neytið mikil­vægum mála­flokkum. Í störfum mínum sem ráð­herra legg ég ætíð á­herslu á stóru sam­fé­lags­myndina. Ég velti því fyrir mér hvernig sam­fé­lag við viljum sem þjóð og hvernig fram­tíð við óskum okkur.<br /> <br /> Stóra myndin er sú að við erum sam­fé­lag sem leggur sig fram við að veita fram­úr­skarandi menntun. Rann­sóknir sýna okkur t.d. að góður náms­orða­forði og hug­taka­skilningur, á­lyktunar­hæfni, á­nægja af lestri og fjöl­breytni les­efnis vega mjög þungt í því að nem­endur nái tökum á náms­efni. Við vitum það einnig að góður kennari skiptir sköpum, og því tel ég kennara sinna einu mikil­vægasta starfinu í okkar sam­fé­lagi. Eitt það fyrsta sem blasti við mér í mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu var yfir­vofandi kennara­skortur. Þess vegna er mikil á­hersla lögð á kennara­menntun og ný­liðun í nýrri mennta­stefnu sem sam­þykkt var ný­lega á Al­þingi.<br /> <br /> Við höfum þegar markað stefnuna og sjáum árangurinn strax. Ný lög um menntun og hæfi kennara og skóla­stjórn­enda hafa orðið að veru­leika. Við höfum ráðist í um­fangs­miklar og mark­vissar að­gerðir til að fjölga kennurum, t.d. með því að bjóða nem­endum á loka­ári meistara­náms til kennslu­réttinda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Annað sem við gerðum var að bjóða nem­endum á loka­ári að sækja um náms­styrk sem gæti skapað hvata til að klára námið. Eftir að þetta á­taks­verk­efni hófst árið 2018 fjölgaði um­sóknum í kennara­nám á grunn- og meistara­stigi árin 2018 og 2019 um 454 um­sóknir. Fjölgunin hélt á­fram árin 2019 og 2020 en þá sóttu 585 fleiri um nám. Tölurnar sýna al­gjöran við­snúning. Heildar­fjölgun um­sókna frá árinu 2018 er 153%. Mark­vissar að­gerðir skila árangri til fram­tíðar.<br /> <br /> Þessi þróun er ein­stak­lega á­nægju­leg. Ég fagna því á hverjum degi að við erum skrefi nær því að ná mark­miðum okkar um fram­úr­skarandi mennta­kerfi.</p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu, 6. apríl 2021.</p>
23. mars 2021Blá ör til hægriReykir verða áfram miðstöð garðyrkjunáms<span></span> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Garðyrkjuskólinn að Reykjum hefur í rúm 80 ár verið bakbeinið í íslensku garðyrkjunámi. Skólinn hefur menntað fólk til starfa í garðyrkjutengdum atvinnugreinum og skapað þekkingu sem hefur sjaldan verið mikilvægari en nú.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"></span><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Þegar Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) tók til starfa árið 2005 var starfsemi Garðyrkjuskólans færð undir hinn nýja skóla, að frumkvæði Garðyrkjuskóla ríkisins. Starfsemin hélt áfram að Reykjum, en yfirstjórn skólans færðist til Hvanneyrar. Ætluð samlegð af háskólastarfsemi LBHÍ og framhaldsskólastarfsemi Reykja hefur hins vegar ekki raungerst, enda hefur komið á daginn að þarfirnar eru ólíkar. Lykilfólk hefur talið að skólarnir eigi ekki lengur samleið og ætlaður ávinningur af nánu samstarfi hefur því ekki gengið eftir að öllu leyti.</span></p> <h1><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"><strong>Starfsemin tryggð</strong></span></h1> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Fulltrúar garðyrkjunnar hafa kallað eftir breytingum á núverandi fyrirkomulagi og því fól ég sérfræðingum ráðuneytisins að kanna málið vandlega og gera tillögur, ef slíkra reyndist þörf. Útgangspunkturinn í þeirri athugun var að tryggja sem best starfsemina að Reykjum, starfsöryggi þeirra sem þar starfa og hagsmunum nemenda. Að vel athuguðu máli var ákveðið að efla námið að Reykjum, skilja það frá LBHÍ og vinna með Fjölbrautarskóla Suðurlands – einum öflugasta starfsmenntaskóla landsins. Við þá breytingu þarf að huga vel að stjórnsýslureglum, faglegum kröfum til menntastofnana, fjárveitingum til starfseminnar og réttindum starfsfólks og nemenda.</span></p> <h1><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"><strong>Græn framtíð</strong></span></h1> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Við undirbúning breytinganna þarf að huga að starfsöryggi og fjölda stöðugilda að Reykjum og vissa að skapast um fjármögnun garðyrkjunámsins. Tryggja þarf afnot af jarðnæði og eignum, bæta aðgengi nemenda að aðstöðu til verklegrar kennslu og fjárfesta til framtíðar. Þá felast óteljandi tækifæri í samstarfinu við aðrar deildir fjölbrautarskólans, þar sem garðyrkjunemar geta stundað viðbótarnám í öðrum greinum og öfugt. Samband Fjölbrautarskólans við atvinnulíf í Suðurlandi er sterkt og við blasir að nemendur að Reykjum njóti góðs af frábæru starfi og nýsköpun einkarekinna gróðrastöðva á Suðurlandi. Undirbúningur breytinga gengur vel og þarfagreiningar skólanna liggja fyrir, en þær hafa m.a. verið unnar með fulltrúum Garðyrkjuskólans og atvinnulífi garðyrkjunnar.</span></p> <h1><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"><strong>Má ekki verða að pólitísku bitbeini</strong></span></h1> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Nokkur umræða hefur skapast um Reyki á undanförnum misserum og m.a. hafa stjórnmálamenn kveðið sér hljóðs með greinaskrifum og fyrirspurnum. Ég fagna auknum áhuga á málinu, enda er það markmið allra málsaðila að tryggja viðveru og vöxt hins glæsilega menntstarfs sem fram fer að Reykjum. Ábendingar nemenda og kennara eru jafnframt gott innlegg í samvinnuna sem er í fullum gangi, svo hinir sögufrægu Reykir – fyrrum setur höfðingja á borð við Gissur jarl Þorvaldsson og Odd Gottskálksson – mun blómstra um ókomna tíð.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">-</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;">Birtist fyrst í Morgunblaðinu, 23. mars 2021</span></p>
13. mars 2021Blá ör til hægriHandverk þjóðanna<p>Ef hand­verk iðnmenntaðra væri fjar­lægt úr ís­lensku sam­fé­lagi væri tóm­legt um að lit­ast. Sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef ég lagt ríka áherslu á iðnnám og rétt­indi þeirra sem velja þá náms­leið. Þess vegna hef ég gert grund­vall­ar­breyt­ing­ar á skipu­lagi iðnnáms. Umræða um iðnnám hef­ur breyst og ásókn­in stór­auk­ist á ör­fá­um árum. Fag­stétt­ir sem glímdu við mikla mann­eklu horfa fram á breytt­an veru­leika og færniþarf­ir sam­fé­lags­ins eru bet­ur upp­fyllt­ar en áður.</p> <p>Íslenskt iðnnám stend­ur mjög vel í sam­an­b­urði við er­lent, enda kenn­ar­ar vel menntaðir, þeir búa að fjöl­breyttri reynslu og náms­braut­irn­ar metnaðarfull­ar. Gerðar eru rík­ar kröf­ur til nema um aga, iðni og fag­mennsku í vinnu­brögðum og tengsl iðnnáms­ins við at­vinnu­lífið hafa ávallt verið sterk.</p> <p>Hingað til hafa þeir ein­ir lokið iðnnámi sem hafa út­vegað sér náms­samn­ing hjá meist­ara í sínu fagi. Fyr­ir­komu­lagið hef­ur um margt gengið vel, en hitt er ein­kenni­legt að skól­inn hafi ekki ábyrgst að all­ir iðnnem­ar hafi jöfn tæki­færi til að ljúka námi. Ótal dæmi eru til um nem­end­ur sem hafa horfið frá iðnnámi að lokn­um bók­lega hlut­an­um, þar sem þeir hafa ekki kom­ist á samn­ing, og leitað á önn­ur mið þótt hjartað hafi slegið með iðninni.</p> <p>Slíkt er óviðun­andi og því hef ég gefið út nýja reglu­gerð sem fær­ir ábyrgðina á vinnustaðanámi yfir á skól­ana sjálfa. Nem­end­um verður að sjálf­sögðu áfram heim­ilt að leita sér að samn­ingi, í sam­ráði við sinn skóla, en skól­inn mun tryggja að all­ir nem­end­ur hljóti þjálf­un og leiðsögn við raunaðstæður, ým­ist á ein­um vinnustað eða mörg­um og í skól­an­um sjálf­um ef ekki tekst að bjóða hefðbundið vinnustaðanám. Sam­hliða hætt­ir skól­inn að meta nem­end­ur út frá samn­ings­tíma þeirra, og horf­ir fyrst og fremst til skil­greindra hæfniþátta við mat á færni þeirra og hand­bragði. Með þeim hætti verður námið mark­viss­ara og nem­end­ur hafa mögu­leika á að út­skrif­ast fyrr.</p> <p>Önnur stór kerf­is­breyt­ing er til meðferðar á Alþingi, en þar mælti ég ný­verið fyr­ir frum­varpi um breyt­ing­ar á aðgangs­skil­yrðum í há­skóla. Minn vilji er sá, að í stað þess að hand­haf­ar stúd­ents­prófa fái ein­ir aðgang að há­skól­um standi þeir opn­ir fyr­ir öll­um sem lokið hafa prófi á þriðja hæfniþrepi í fram­halds­skóla – þ.m.t. þeim sem hafa tekið loka­próf í iðnnámi. Slík breyt­ing er ekki bara rétt­læt­is­mál, held­ur lík­leg til að efla há­skól­ana, sem fá til sín nem­end­ur með frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir há­skóla­nám.</p> <p>Breyt­ing­in mun von­andi líka hafa já­kvæð áhrif á viðhorf for­eldra sem áður hvöttu frek­ar börn­in sín í hefðbundið bók­nám, ekki síst vegna þess að bók­námið tryggði aðgang að fjöl­breytt­ari mögu­leik­um en hand­verkið. Þess­ar breyt­ing­ar munu verða til þess að all­ir fái tæki­færi til að fylgja hjart­anu þegar kem­ur að námsvali.<br /> <br /> -</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. mars 2021.</p>
23. febrúar 2021Blá ör til hægriAllir geta lært – en það læra ekki allir eins<p><span>Í ís­lensk­um skól­um er gríðarleg­ur kraft­ur og vilji til góðra verka, bæði meðal nem­enda og starfs­fólks. Við vilj­um samt alltaf gera bet­ur og þar vinn­ur margt með okk­ur. Þekk­ing á skóla­starfi hef­ur auk­ist, rann­sókn­ir eru betri og fleiri, tækn­in skap­ar tæki­færi. Staða og náms­ár­ang­ur les­blindra barna er eitt þeirra mála sem hafa verið mér hvað hug­leikn­ust frá því ég tók við embætti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra árið 2017. Ég trúi því af öllu hjarta að læsi sé lyk­ill­inn að lífs­gæðum og end­ur­spegli hæfni okk­ar til að skynja og skilja um­hverfið og sam­fé­lagið á gagn­rýn­inn hátt. Þess vegna leggj­um við höfuðáherslu á að efla læsi, og á mik­il­vægi þess að mæta öll­um nem­end­um sem glíma við les­blindu og lestr­arörðug­leika. Skiln­ing­ur á eðli les­blindu og áhrifa henn­ar hef­ur auk­ist og það viðhorf fer hverf­andi að sum­ir geti ein­fald­lega ekki lært. Það er skylda og vilji stjórn­valda að hjálpa öll­um börn­um að finna leið til þess að læra, vaxa og blómstra.</span></p> <p><span>Það dug­ar ekki að tala um slík­an vilja, held­ur þurf­um við að setja okk­ur mark­mið og láta hend­ur standa fram úr erm­um. Þess vegna er brýnt að setja metnaðarfulla mennta­stefnu til árs­ins 2030, og inn­leiðing­in er haf­in með skýr­um mark­miðum og aðgerðum til að ná ár­angri! Í mennta­stefn­unni er börn­um og ung­menn­um heitið stuðningi við hæfi sem fyrst á náms­ferl­in­um. Því fyrr sem stuðning­ur­inn er veitt­ur, því betri ár­ang­urs má vænta. Stuðning­ur get­ur beinst að nem­and­an­um sjálf­um eða um­hverfi hans og mik­il­vægt er að laga stuðning­inn að þörf­um viðkvæmra ein­stak­linga og hópa. Á næstu vik­um mun ég leggja til alls­herj­ar-átaks­verk­efni rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem felst í því að öll börn á Íslandi fái viðeig­andi stuðning fyr­ir 7 ára ald­ur. Það er for­gangs­mál og sam­taka er það raun­hæft mark­mið.</span></p> <p><span>Þraut­seigja og hug­rekki liggja til grund­vall­ar mennta­stefn­unni. Við meg­um ekki við því að horfa fram hjá kröft­um og hæfi­leik­um allra, því sam­fé­lagið þarf sann­ar­lega á þeim að halda til að vaxa og dafna. Nú á fimmtu­dag­inn verður ný ís­lensk heim­ild­ar­mynd um ungt fólk og les­blindu sýnd á RÚV. Mynd­in er fróðleg og hvetj­andi og von­ir standa til að hún muni vekja umræðu um eðli og al­gengi les­blindu, þau úrræði sem standa til boða og mik­il­vægi þraut­seigj­unn­ar fyr­ir per­sónu­leg­an ár­ang­ur í námi.</span></p> <p><span>Við höf­um áorkað miklu og sjá­um strax já­kvæðar breyt­ing­ar, t.d. með fjölg­un um­sókna í iðnnám, fjölg­un kenn­ara­nema og hækk­un braut­skrán­ing­ar­hlut­falls í fram­halds­skól­um. Það er nóg af verk­efn­um fram und­an, en við get­um engu að síður verið stolt af nem­end­um í ís­lensk­um skól­um, hug­viti þeirra og hug­mynda­flugi, færni og aug­ljós­um sköp­un­ar­krafti. Ef byggt er á styrk­leik­um barna og ung­menna, og við finn­um leiðina sem hent­ar hverj­um og ein­um, þá höf­um við engu að kvíða.</span></p>
15. febrúar 2021Blá ör til hægriSpennandi atvinnugrein - ein með öllu<p><span>Ástæður sumargleðinnar í minni barnæsku voru margar. Sumar voru þær sömu og gleðja börn nútímans, en sérstaklega þótti mörgum krökkum í mínu hverfi spennandi að komast í skólagarðana! Þar fengu börn að leika sér í mold og drullu, samhliða því að læra að rækta grænmeti sem þau færðu stolt heim til foreldra sinna þegar sumri tók að halla.</span></p> <p><span>Einhverra hluta vegna þóttu skólagarðarnir samt ekki töff og matræktaráhuginn fjaraði jafnan út þegar unglingsárin nálguðust. Á fullorðinsárum kviknaði hann þó hjá mörgum á ný og á undanförnum árum hafa matjurtagarðar sprottið upp í húsagörðum um allt land.</span></p> <p><span>Að sama skapi hefur neysla á grænmeti stóraukist í landinu. Mataræðið hefur orðið fjölbreyttara og sem betur fer hefur skilningur á mikilvægi þess að framleiða mat innanlands aukist. Þeir sem velja að gera matvælaframleiðslu að ævistarfi hafa átt á brattann að sækja. Hefðbundinn búskapur hefur víða dregist saman og orðræðan í garð innlendrar matvælaframleiðslu hefur stundum verið neikvæð. Sem betur fer hefur það snúist við og aukin innlend matvælaframleiðsla er nú talin lífsnauðsynleg og ómetanleg af mörgum ástæðum.</span></p> <p><span>Raunar kallast hún á við mörg af helstu hagsmunamálum þjóðarinnar, og jafnvel alls heimsins. Þannig eru umhverfisáhrif innlendrar garðyrkju og annarrar matvælaframleiðslu jákvæð, í samanburði við áhrifin af innflutningi matvæla. Innlend matvælaframleiðsla stuðlar að fæðuöryggi þjóðarinnar, sem í eina tíð þóttu óþarfar áhyggjur en síðari tíma áföll hafa ótvírætt sýnt að fæðuöryggi er raunverulegt álitamál. Með aukinni og nútímalegri garðyrkju er umhverfisvænni íslenskri orku sáð í frjóan svörð, þar sem hugvit skiptir sífellt meira máli. Nýsköpun í garðyrkju hefur skapað áhugaverð störf, þar sem íslenskar aðstæður eru nýttar til að hámarka afraksturinn. Nýting á vatni og orku er margfalt skilvirkari og tækninýjungar fá að blómstra.</span></p> <p><span>Aukinn áhugi neytenda á grænmeti hefur birst í auknum innflutningi. Íslenskir framleiðendur hafa aukið sína framleiðslu, en ekki haldið í við eftirspurnina og því hefur hlutdeild innlendrar framleiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með markvissum aðgerðum og nútímalegum framleiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raunhæft að stefna á 40% hlutdeild árið 2030 og 50% innan fimmtán ára. Slíkur árangur hefði mikil samfélagsleg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjaldeyri sem annars færi til kaupa á erlendu grænmeti.</span></p> <p><span>Hugmyndir í þessa veru eru bæði raunhæfar og hagkvæmar. Stjórnvöld eiga að undirbúa jarðveginn og skapa góð rekstrarskilyrði. Íslenskir framleiðendur framleiða hágæðavöru og þess vegna er framtíðin björt!</span></p> <p><span>-</span></p> <p><span>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 13. febrúar 2021.</span></p>
04. febrúar 2021Blá ör til hægriÍ fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar<p><span>Í ára­tugi hef­ur kvik­mynd­aris­inn Disney skemmt heims­byggðinni með æv­in­týr­um og sög­um. Söguþráður­inn er oft svipaður í grunn­inn – aðal­sögu­hetj­an lend­ir í ógöng­um, berst við ill öfl, en hef­ur bet­ur að lok­um. Flest eig­um við minn­ing­ar af kvik­mynda­upp­lif­un með fjöl­skyld­um okk­ar, þar sem við hlæj­um eða grát­um yfir drama­tík­inni á hvíta tjald­inu. Lyk­ill­inn að þeirri upp­lif­un er sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur þeirra sem horfa – barna og full­orðinna.</span></p> <p><span>Íslend­ing­ar áttuðu sig á þessu fyr­ir löngu og hafa lagt ótrú­leg­an metnað í tal­setn­ing­ar og þýðing­ar. Okk­ar frá­bæra fag­fólk, bæði tækni- og lista­menn, hef­ur skilað vinnu á heims­mæli­kv­arða frá því fyrsta Disney-mynd­in í fullri lengd var hljóðsett árið 1993. Fel­ix í hlut­verki Aladdíns, Laddi í hlut­verki and­ans og Edda Heiðrún sem prins­ess­an Jasmín eru ógleym­an­leg og gáfu tón­inn fyr­ir það sem skyldi koma. All­ar göt­ur síðan hafa Disney-mynd­ir verið tal­sett­ar og þannig hafa text­ar og hljóðrás­ir orðið til. Þess vegna er ein­kenni­legt að fyr­ir­tækið skuli ekki bjóða upp á ís­lenska texta og tal á streym­isveit­unni Disney+.</span></p> <p><span>Í vik­unni sendi ég for­stjóra Disney bréf og hvatti fyr­ir­tækið til að nota það frá­bæra efni sem þegar er til. Það er bæði sann­gjörn og eðli­leg krafa, enda er fátt þjóðinni kær­ara en ís­lensk­an, og það er skylda stjórn­valda að styðja við og efla þenn­an hluta fjöl­miðlun­ar. Raun­ar hvíl­ir sú laga­skylda á ís­lensk­um sjón­varps­stöðvum að texta er­lent efni, en lög­in ná ekki yfir streym­isveiturn­ar sem falla milli skips og bryggju.</span></p> <p><span>Brýnt er að bregðast við þeirri stöðu, svo skarðið í varn­ar­vegg ís­lensk­unn­ar stækki ekki á kom­andi árum. Íslensk­an á að vera hluti af allri streym­isþjón­ustu hér­lend­is, auk þess sem sam­keppn­is­staða ís­lenskra fjöl­miðla skekk­ist ef þeir er­lendu kom­ast fram hjá lög­um. Hana geta stjórn­völd rétt með texta- og tal­setn­ing­ar­sjóði, sem ég vil að verði að veru­leika, auk þess sem tækni­fram­far­ir gefa góð fyr­ir­heit um að sjálf­virk textun á sjón­varps­efni verði að veru­leika áður en langt um líður.</span></p> <p><span>Í því sam­hengi er gam­an að nefna fram­gang mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda, sem miðar að því að gera ís­lensk­una gjald­genga í tækni­vædd­um heimi. Nú hafa rúm­lega 1,1 millj­ón setn­ing­ar á ís­lensku safn­ast inn í radd­gagna­safnið Samróm, sem verður notað til að þjálfa mál­tækni­hug­búnað og radd-smá­for­ritið Embla er þegar komið út í prufu­út­gáfu. Með því get­um við talað ís­lensku við snjall­tæk­in okk­ar, spurt þau í töluðu máli um frétt­ir dags­ins, áætl­un­ar­tíma strætó, af­greiðslu­tíma sund­lauga og fleira.</span></p> <p><span>Enn er margt óunnið í bar­áttu okk­ar fyr­ir viðgangi og vexti ís­lensk­unn­ar. Það er mik­il­vægt að vera stöðugt á verði og taka aðal­sögu­hetj­ur teikni­mynd­anna til fyr­ir­mynd­ar. Þegar á móti blæs tök­um við vind­inn í fangið og sigr­um!</span></p> <p><span>-</span></p> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 4. febrúar 2021.</p>
02. febrúar 2021Blá ör til hægriÍ minningu Svavars Gestssonar<p><span>Svavars Gests­son­ar er minnst með hlýhug í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu. Hann var aðsóps­mik­ill og dríf­andi mennta­málaráðherra frá 1988 til 1991, hug­sjónamaður sem markaði spor í sög­una. Hann var hvatamaður að heild­stæðri mennta­stefnu fyr­ir Ísland, sem gef­in var út árið 1990 und­ir yf­ir­skrift­inni Til nýrr­ar ald­ar og var í senn metnaðarfull og fram­sýn. Þar var stefn­an sett á ein­set­inn grunn­skóla, sam­felld­an skóla­dag og lög­fest­ingu leik­skól­ans sem fyrsta skóla­stigs­ins. Á menn­ing­ar­sviðinu stóð Svavar fyr­ir löngu tíma­bær­um end­ur­bót­um og breyt­ing­um á Þjóðleik­hús­inu, sem voru um­deild­ar í fyrstu en sam­hug­ur ríkti um þegar fram­kvæmd­um lauk árið 1991.</span></p> <p><span>Svavar Gests­son var einn af stóru leik­ur­un­um á hinu póli­tíska sviði. Hafði áber­andi sterka nær­veru, var mælsk­ur og rök­fast­ur og því flink­ur í póli­tísk­um skylm­ing­um. Hann var um­deild­ur en hafði skýra sýn og drif­kraft, sem ein­kenndi hann alla tíð – ým­ist sem þing­mann, ráðherra og að lok­um full­trúa Íslands á er­lendri grund.</span></p> <p><span>Sem barn og ung­ling­ur heyrði ég oft talað um Svavar, fyrst hjá lang­ömmu enda voru þau Svavar mikl­ir fé­lag­ar á vett­vangi verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og Alþýðubanda­lags­ins. Mikið rætt um póli­tík á heim­il­inu, og var mik­il virðing bor­in fyr­ir Svavari, sem líka þótti hafa gott póli­tískt inn­sæi! Ein sag­an af Svavari er skemmti­leg í þessu sam­hengi. Þannig hélt hann því fram í tæki­færis­ræðu í sex­tugsaf­mæli Stein­gríms Her­manns­son­ar, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra í sam­steypu­stjórn Sjálf­stæðis-, Fram­sókn­ar- og Alþýðuflokks, að af­mæl­is­barnið væri „á villi­göt­um með íhaldi og kröt­um. Í til­efni dags­ins legg ég á og mæli um, að áður en langt um líður verður mynduð vinstri­stjórn á Íslandi und­ir for­ystu Stein­gríms Her­manns­son­ar“. Í ævi­sögu Stein­gríms seg­ir að um­mæl­in hafi vakið al­menna kátínu snemm­sum­ars 1988, þótt al­vara hafi legið að baki. Skemmst er frá því að segja, að spá­dóm­ur Svavars rætt­ist síðar sama ár, öll­um að óvör­um, vinstri­stjórn­in var stofnuð og Svavar tók við embætti mennta­málaráðherra. Þar átti Svavar far­sæl­an fer­il og kom mörg­um um­bóta­mál­um í verk.<br /> <br /> Sam­starf minn­ar fjöl­skyldu við hans átti síðar eft­ir að verða meira. Guðrún Ágústs­dótt­ir, eig­in­kona Svavars, varð sam­herji föður míns á vett­vangi Reykja­vík­urlist­ans og Svandís dótt­ir hans sam­herji minn við rík­is­stjórn­ar­borðið. Í gegn­um þau öll kynnt­ist ég Svavari og lærði hvaða mann hann hafði að geyma. Metnaðarfull­an og dríf­andi, sem kom hug­mynd­um í verk. Síðast hitti ég Svavar vegna áforma hans og annarra um að treysta byggð í Dala­sýslu með menn­ing­ar­tengdri starf­semi á svæðinu sem fóstraði Sturlu Þórðar­son, Auði djú­púðgu, feðgana Ei­rík rauða og Leif heppna, Guðrúnu Ósvíf­ursdótt­ur og fleiri. Þar átti Svavar ræt­ur og kaus að verja drjúg­um hluta eft­ir­launa­ár­anna, í sum­ar­húsi fjöl­skyld­unn­ar við Króks­fjörð.<br /> <br /> Með Svavari er gengið eitt af hinum stóru nöfn­um ís­lenskr­ar stjórn­mála­sögu. Ég votta eft­ir­lif­end­um hans samúð.</span></p> <p><span>Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir,<br /> </span>mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.</p> <p>-</p> <p>Minningargrein úr Morgunblaðinu, þann 2. febrúar 2021</p>
26. janúar 2021Blá ör til hægriTækifærið gríptu greitt<p><span>Ný menntastefna leggur ríka áherslu á hugrekki, sköpun og gagnrýna hugsun – eiginleika sem flutt hafa fjöll og skapað margvísleg verðmæti fyrir samfélög. Tungumálið okkar geymir mörg orð yfir þá einstaklinga sem koma auga á nýja möguleika og hrinda þeim í framkvæmd enda er íslenskan „orða frjósöm móðir“ eins og Bólu-Hjálmar kvað; brautryðjandi, forkólfur, hvatamaður, frumkvöðull, frumherji, upphafsmaður, nýsköpuður, forvígismaður og nú síðast nýyrðið athafnaskáld. Og talandi um skáld. Steingrímur Thorsteinsson var eitt af þjóðskáldunum okkar. Steingrímur kom víða við í íslensku þjóðlífi á nítjándu öld. Hann þýddi meðal annars ævintýri H.C. Andersen og Þúsund og eina nótt og enn þykja snilldarþýðingar hans hentugar tækifærisgjafir handa börnum. Steingrímur var dyggur stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og lengi rektor Lærða skólans í Reykjavík.<br /> <br /> Tækifærið gríptu greitt,<br /> giftu mun það skapa.<br /> Járnið skaltu hamra heitt,<br /> að hika er sama og tapa<br /> <br /> Þessar línur eru úr einu af þekktari kvæðum Steingríms og lýsa svo vel eldmóði þeirrar kynslóðar sem lagði grunn að samfélaginu sem við búum við í dag. Kvæðið fangar vel þá hugsun sem einkennir frumkvöðla og eiginleikana sem þeir þurfa öðrum fremur að temja sér. Frumkvöðlastarf snýst þó ekki eingöngu um hugarfar, heldur líka um skipulag, verkferla, þrautseigju og margt fleira. Hugarfar frumkvöðulsins er hægt að læra og styrkja, eins og allt annað. Þess vegna er mikilvægt að umgjörðin sé góð og skapi tækifæri fyrir ungt fólk. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur til dæmis stutt við starfsemi samtakanna Ungra frumkvöðla í gegnum árin, enda styður starf þeirra vel við þá stefnu að efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun nemenda. Þá fengu á dögunum ungmenni í Langholtsskóla Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefnið Smiðjan í skapandi skólaumhverfi. Markmiðið er að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Ég heimsótti Smiðjurnar í gær og var heilluð af því starfi sem þar er unnið.</span></p> <p><span>Ný menntastefna grundvallast á því að nemendur geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Í henni er lögð áhersla á sköpun í öllu skólastarfi til að stuðla að persónulegum þroska, frumkvæði og nýsköpun. Unnið skal með samspil gagnrýninnar hugsunar og sköpunar til þess að þroska sjálfstætt gildismat nemenda, styrkja hæfni til að setja ólíkar niðurstöður í samhengi og efla þroska til samfélagslegar umræðu. Forsenda þess að virkja og viðhalda sköpunarkrafti og -kjarki nemenda er að þeim sé búið námsumhverfi þar sem hvatt er til frumkvæðis, sjálfstæðis og skapandi hugsunar á öllum sviðum.<br /> <br /> -</span></p> <p><span>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 26. janúar 2021</span></p>
23. janúar 2021Blá ör til hægriStórsókn í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum<p><span>Það er tilefni til að vera bjartsýn. Ljós er við enda ganganna með tilkomu bóluefnis og við vitum að betri tímar eru í vændum. Það eru uppi vonir um að hagvöxtur á heimsvísu muni taka verulega við sér vegna tækniframfara. Á Íslandi hafa framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aldrei verið umfangsmeiri en á þessu ári. Markmið stefnunnar eru skýr: Skapa fleiri störf í þekkingargreinum. Meginástæða þess að stjórnvöld fara í þessa vegferð er að við höfum trú á framtíðinni og viljum fjárfesta í henni. Fjárfestingin er arðbær, fjöldi nýrra starfa verður til og fjölbreytni atvinnulífsins eykst. Samvinna sveitarfélaga, menntastofnana, vísindasamfélags og atvinnulífsins verður kjarninn í nýrri klasastefnu til framtíðar og tryggir betri nýtingu fjármuna.</span></p> <p><span><strong>Fjárfestingin nær 3% af landsframleiðslu<br /> </strong>Aukning ríkisframlaga til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hefur hækkað um 78% frá 2019. Hér fer saman kraftur hins opinbera og atvinnulífsins, þar sem endurgreiðslur hafa verið auknar til muna og fyrirtæki í þessum geira, sem stunda öflugar rannsóknir og þróunarstarf, hafa þegar nýtt. Tímasetningin á þessari stefnumörkun er rétt og eykur líkurnar á því að hlutfall starfa í þekkingargreinum fari vaxandi á komandi árum. Mestur vöxtur hefur verið í tæknifyrirtækjum á heimsvísu og mun hann halda áfram sökum þess að tækninotkun hefur aukist mikið á tímum kórónuveirunnar, hvort sem á við um fjarkennslu, netverslun eða fjarfundi. Ljóst er að margir eru að nýta tíma sinn betur vegna tækninnar og þróa nýjar aðferðir við störf sín. Sumir ganga svo langt að segja að á aðeins nokkrum mánuðum hafi stafræn þekking aukist meira en nokkur hafi gert sér vonir um á 10 árum og kalla það „10-ára tæknistökkbreytinguna“. Afar líklegt er að markmiðið um framlag hins opinbera til rannsóknar og þróunar verði 3% af landsframleiðslu í ár. Þetta markmið þótti draumkennt fyrir ekki svo löngu.</span></p> <p><span><strong>Rannsóknasjóður aldrei stærri<br /> </strong>Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja Rannsóknasjóðs fyrir árið 2021. Alls hljóta 82 ný verkefni styrk sem er mesti fjöldi frá upphafi og jafnframt hefur heildarupphæð sem úthlutað er aldrei verið hærri. Framlög til Rannsóknasjóðs hafa hækkað en hann er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi sem hefur verið starfræktur frá árinu 2004. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Síðustu ár hafa fjárframlög til sjóðsins verið um 2,5 milljarðar kr. en í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs sem samþykkt var á síðasta ári voru fjárveitingar til sjóðsins hækkaðar í 3,7 milljarða kr. fyrir þetta ár. Árið 2020 var einnig veitt aukaframlag til sjóðsins vegna áhrifa Covid-19, alls 775,6 milljónir kr. Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári 1,3 milljörðum kr., en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarframlag vegna þeirra um 4 milljarðar kr. á árunum 2021-2023. Auk nýrra verkefna koma tæplega 2 milljarðar kr. til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna. Rannsóknasjóður styrkir einnig þátttöku íslenskra aðila í mörgum alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum. Það er afar ánægjulegt að fylgjast með verkefnunum og eru þau fjölbreytt; hátíðnikerfi; náttúruvá, mergæxli, utangenaerfðir og samlífi manna og örvera. Við lifum sannarlega á áhugaverðum tímum og það er að birta til!</span></p> <p><span>Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsso<br /> </span>Höfundar eru mennta- og menningarmálaráðherra og formaður fjárlaganefndar og þingflokksformaður Framsóknarflokksins.</p> <p>-&nbsp;</p> <p>Birt í Morgunblaðinu 23. janúar 2021</p> <p><span></span></p>
16. janúar 2021Blá ör til hægriKvikmyndagerð getur vaxið áfram<p><span>Áhrif heimsfaraldurs á menningu og skapandi greinar um heim allan hafa verið gríðarleg. Aðstæðurnar hafa dregið fram styrk og veikleika ólíkra greina, en jafnframt gert fleirum ljóst hversu efnahagslegt fótspor þeirra er stórt.</span></p> <p><span>Mörg ríki leita nú leiða til að efla hugvitsgreinar á borð við kvikmynda-, tónlistar- og leikjaiðnað og aðrar listgreinar. Tekjur þessara greina á heimsvísu nema hundraðföldum þjóðartekjum Íslendinga, eða um 2 trilljónum Bandaríkjadala á ári. Að auki knýja þær áfram nýsköpun og skapa virðisauka innan annarra greina.<br /> </span></p> <p><span>Sumar skapandi greinar hafa blómstrað í heimsfaraldrinum. Þar má nefna leikjaiðnað og aukna alþjóðlega eftirspurn eftir kvikmynduðu efni og tónlist, gegnum streymisveitur af ýmsum toga. Misjafnt er hve miklar tekjur skila sér til rétthafa, en öllum er ljóst að mikil tækifæri eru til staðar. Þannig er því spáð að tónlistargeirinn muni tvöfaldast að efnalegu verðmæti á næstu árum og á Íslandi hefur kvikmyndaiðnaður aldrei verið jafn umsvifamikill og í fyrra. Þar kom margt til, því auk faglegra þátta voru ytri aðstæður hagstæðar fyrir erlenda framleiðendur.</span></p> <p><span>Endurgreiðslukerfið er gott og gengisþróun var þeim hagstæð. Ísland var jafnframt eitt fárra landa sem buðu fulla þjónustu, á meðan sum voru nánast lokuð vegna heimsfaraldurs. Hér tókst greininni að þróa og tryggja framkvæmd á skýrum sóttvarnareglum á kvikmyndatökustað, halda verkefnum gangandi og laða til landsins ný – t.d. bandarísku MasterClass-netnámskeiðsröðina sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa unnið og tekið upp í tónlistarhúsinu Hörpu.</span></p> <p><span>Það er mikilvægt að Ísland styrki stöðu sína á vaxandi kvikmyndamarkaði. Efli umgjörð kvikmyndaframleiðslu, byggi á sömu prinsippum og áður en taki virkan þátt í alþjóðlegri samkeppni um kvikmyndaverkefni. Einfalt endurgreiðslukerfi er meðal þess sem við eigum að rækta enn frekar. Við ættum að hækka endur-greiðsluhlutfallið, eða nota það sem sveiflujafnara á móti gengisþróun. Hlutfallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krónunnar er sterk en að lágmarki 25% þegar krónan er veikari. Einnig mætti hugsa sér stighækkandi endurgreiðslur eftir stærð verkefna til að laða stærri verkefni til landsins. Mikilvægt er þó að endurgreiðslu-kerfið sé sjálfbært. Þá er brýnt að hraða afgreiðslu mála, til að lágmarka kostnað framleiðenda við brúarfjármögnun sem stendur verkefnum fyrir þrifum.</span></p> <p><span>Margir alþjóðlegir kvikmyndaframleiðendur hafa einnig kallað eftir betri aðstöðu til upptöku innanhúss árið um kring – kvikmyndaveri sem í bland við sterkara endurgreiðslukerfi myndi styrkja samkeppnisstöðu Íslands og tryggja okkur stærri hlut en áður í tekju- og atvinnuskapandi verkefnum. Það er ekki eftir neinu að bíða – byrjum strax.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:6.0pt;"><span style="font-family: 'Fira Sans',serif;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';mso-bidi-font-family: 'Times New Roman';color:#4A4A4A;mso-fareast-language:EN-GB;"></span></p>
07. janúar 2021Blá ör til hægriHeimsborg við hafið<p><span>Samfélög verða til úr mörgum ólíkum þáttum. Aðstæður eru mótandi þáttur, ekki síst þar sem landslag rammar inn bæjarstæði á stórfenglegan en jafnframt ráðandi hátt. Menning og atvinnuhættir ráðast líka af legu samfélaga, í okkar tilviki aðgengi að landsins gæðum – fiskimiðum, vatni, orku og á síðari tímum atvinnuskapandi náttúru – og samgöngum á hverjum tíma.</span></p> <p><span>Fáir bæir eru fegurri eða eiga merkari sögu en Seyðisfjörður. Milli himinhárra fjalla hefur byggst upp öflugt samfélag, menningarlegur hornsteinn og sögufrægur staður. Þar kom í land fyrsti símstrengurinn sem tengdi Ísland við umheiminn og þaðan hafa ferðalangar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Tengingin við umheiminn er þar sterk og í raun má segja að Seyðisfjörður sé heimsborg í dulargervi. Fjöldi erlendra listamanna hefur dvalið við listsköpun í lengri eða skemmri tíma, þar eru veitingastaðir á heimsmælikvarða, mannlífið er blómlegt og Seyðisfjörður geymir sögufrægar byggingar af erlendum uppruna - litrík, norskættuð timburhús frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menningarsögulegt gildi og njóta friðunar í samræmi við það. Sum hafa fengið glæsilega andlitslyftingu á undanförnum árum og eigendur varið ómældum tíma og fé í varðveislu þeirra.&nbsp;</span></p> <p><span>Aurskriðurnar sem féllu á bæinn skömmu fyrir jól skutu Íslendingum öllum skelk í bringu og þjóðin fylgdist agndofa með fréttum. Ótrúleg mildi var að ekki yrði manntjón í hamförunum og engu líkara en almættið hafi staðið vörð um bæjarbúa. Þeirra bíður nú það verkefni að bæta hið veraldlega og menningarlega tjón sem varð, græða sárin og standa saman. Stjórnvöld hafa heitið því að styðja við Seyðfirðinga og vinna við hreinsun og endurreisn er hafin.</span></p> <p><span>Brýnt að bjarga sem mestu af persónulegum verðmætum íbúa, en jafnframt er mikilvægt fyrir samfélagið að menningararfurinn glatist ekki. Að þúsundir sögulegra ljósmynda í eigu Tækniminjasafnsins hafi fundist heilar í aurnum og vinna við björgun annarra hluta úr safnkostinum gangi vel. Það er menningin sem gerir okkur mennsk og hana ber okkur að varðveita.</span></p> <p><span>Í dag heimsæki ég Seyðfirðinga heim, ásamt þjóðminjaverði og forstjóra Minjastofnunar til að sjá aðstæður með eigin augum. Ég er full eftirvæntingar að hitta kraftmikið heimafólk, en kvíði því jafnframt örlítið að standa frammi fyrir eyðileggingunni sem hefur orðið. Við vitum að húsin sem skemmdust eða eyðilögðust geyma merka sögu, bæði fjölskyldna og samfélagsins alls og það er okkar skylda að sýna aðstæðunum áfram virðingu. Það hafa allir hlutaðeigandi sannarlega gert hingað til og svo verður áfram. Það mun Þjóðminjasafnið gera sem og Minjastofnun, en báðar stofnanirnar gegna lykilhlutverki við viðgerð húsa og safngripa.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>-</div> <p>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 7. janúar 2021</p>
30. desember 2020Blá ör til hægriSamfélag sem stendur af sér storminn<p><span>Árið 2020 hefur að mestu markast af heims­far­aldr­in­um. Kór­ónu­veiran hefur leitt til dauða yfir einnar og hálfrar millj­ónar manna, hag­kerfi ver­ald­ar­innar orðið fyrir meira áfalli en eftir fjár­málakrepp­una árið 2008 og sam­fé­lags­sam­skipti verið háð gangi veirunn­ar. Nátt­úru­öflin hafa líka verið okkur Íslend­ingum erf­ið, snjó­flóð á Flat­eyri og aur­skriður á Seyð­is­firði. Þetta erf­iða ár hefur sýnt okkur hvers sam­fé­lag okkar er megn­ugt. Vís­indin færa okkur von­ar­neista um að bólu­efni muni veita okkur öryggi og vernda okkur frá veirunni. Að sama skapi hefur tæknin auð­veldað okkur að kom­ast í gegnum þennan tíma með því að færa okkur mennt­un, vinnu og félags­skap. Einnig höfum við borið gæfu til að nýta kraft hinna opin­beru fjár­mála til að koma sam­fé­lag­inu í gegnum þennan tíma. Styrk­leikar sam­fé­lags­ins hafa því stappað í okkur stál­inu, og minnt okkur á mik­il­vægi þeirra.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Vís­ind­in: Alþjóð­leg sam­vinna býr til bólu­efni</strong></span></p> <p><span><strong></strong>„<em>Þekk­ing, hygg­indi, viska og vit eru ástand sem gerir okkur kleift að öðl­ast sann­leika og glepjast aldrei á hinu brigðula og óbrigðu­la, en þar sem ástandið getur hvorki verið þekk­ing, hygg­indi né viska, stendur vitið eft­ir. Vit fæst því við for­sendur eða upp­tök</em>“. Svo rit­aði Aristóteles á sínum tíma og gerir þekk­ing­unni, hygg­ind­um, visku og viti hátt undir höfði. Enda er það svo, að það þurfti bólu­efni til að fást við upp­tökin á vand­anum sem kór­ónu­veiran færði heims­byggð­inni. Vís­indin og alþjóða­sam­vinna á þeim vett­vangi er að gera ver­öld­inni kleift að halda áfram.</span></p> <p><span>Það tók fær­ustu vís­inda­menn heims á sínum tíma níu ár að þróa bólu­efni gegn misl­ing­um, eftir að veiran sem olli sjúk­dómnum var ein­angruð um miðja síð­ustu öld. Til­raunir og rann­sóknir með bólu­efni gegn löm­un­ar­veiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Banda­ríkj­unum árið 1955.&nbsp;</span>Því þykir krafta­verki lík­ast að tek­ist hafi að þróa bólu­efni gegn Covid-19 á þessum til­tölu­lega skamma tíma, rúm­lega ári eftir að fyrstu fréttir bár­ust af veiru­sjúk­dómi sem síðar varð að heims­far­aldri. Við­brögðin á mörk­uðum eftir að ljóst var að bólu­setn­ing væri að hefj­ast voru mik­il. Hluta­bréf hækk­uðu og sér­stak­lega í fyr­ir­tækjum sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldr­inum – t.d. flug- og ferða­fé­lögum – og jákvæðir straumar kvísl­uð­ust um allt sam­fé­lag­ið, meðal ann­ars inn í hag­vaxt­ar­spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (e. OECD). Spáir stofn­unin því að hag­vöxtur á árinu 2021 verði 7%, eða 2% hærri vegna til­komu bólu­efn­is­ins, eftir sögu­legan sam­drátt á þessu ári, með til­heyr­andi atvinnu­missi. </p> <p>Íslenska heil­brigð­is­kerf­ið, íslenskir vís­inda­menn og þjóðin í heild sinni hefur staðið sig með miklum sóma. Aðferða­fræðin hefur þótt til eft­ir­breytni. Í sam­vinnu við Decode Genet­ics var hægt að bjóða upp á umfangs­mestu skimun þjóða gegn veirunni. Afrakst­ur­inn nýt­ist heim­inum öll­um, þar sem ótal afbrigði veirunnar hafa fund­ist. Landamæra­skimunin hefur einnig reynst vel í því að ná tökum á veirunni. Sam­spil vís­inda og tækni á Íslandi hefur raun­gert þann árangur að dauðs­föll vegna kór­ónu­veirunnar eru færri og virkni sam­fé­lags­ins meiri en aðrar þjóðir hafa upp­lifað á þessu ári. Hag­rann­sóknir sýna ein­fald­lega að því færri sem smitin eru, því meiri efna­hags­leg virkni og því minna er þörf á opin­berum inn­grip­um. Í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins héldu margir að sótt­varnir væru að drepa hag­kerf­ið, en það er röng rök­færsla – heims­far­ald­ur­inn veldur því. Sótt­varnir eiga að gera okkur fært að hafa samfélagið opið og auka frelsi okk­ar. Stærsta við­fangs­efni þjóð­ar­innar er að bólu­setn­ing gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. Bólu­setn­ingin er for­senda efna­hags­batans! </p> <p><strong>Tækn­in: „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in“</strong></p> <p>Tækn­i­notkun hefur þró­ast mikið á tímum kór­ónu­veirunn­ar, hvort sem á við um fjar­kennslu, net­verslun eða fjar­fundi. Ljóst er að margir eru að nýta tíma sinn betur vegna tækn­innar og þróa nýjar aðferðir við störf sín. Sumir ganga svo langt að segja að á aðeins nokkrum mán­uðum hafi staf­ræn þekk­ing auk­ist meira en nokkur hafi gert sér vonir um á 10 árum og kalla það „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­una“.</p> <p>Eng­inn sá fyrir að tækni­fram­þróun myndi ger­ast á svona skömmum tíma, enda voru að ytri aðstæð­ur, heims­far­ald­ur, sem knúðu hana fram. Mikið af þeirri tækni­þróun sem hér er lýst var komin vel á veg á Íslandi, þ.e. staf­ræna bylt­ing­in. Ljós­leið­ara­væð­ing lands­ins hefur gengið vel og tölvu­bún­aður fyr­ir­tækja og heim­ila er með því fram­sækn­asta í ver­öld­inni. Við sjáum það glöggt í skóla­kerf­inu, hversu vel því hefur tek­ist að tryggja menntun í land­inu í gegnum heims­far­ald­ur­inn. Það er afrek og á allt okkar skóla­fólk miklar þakkir skilið fyrir að hafa farið inn í þessar aðstæður af miklu hug­rekki og lagt mikið á sig til að treysta sem bestu menntun á öllum skóla­stigum við allra óvenju­leg­ustu aðstæður í 100 ár. Takk!</p> <p>Þrátt fyrir að „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in” feli í sér ýmis tæki­færi, þá munu sum svið sam­fé­lags­ins þurfa að end­ur­skipu­leggja sig og leita nýrra lausna. Við höfum séð mörg störf hverfa vegna þessa og margir eiga um sárt að binda. Lyk­il­at­riðið varð­andi þessi miklu umskipti er að hafa traust mennta­kerfi, sem getur tekið á móti þeim ein­stak­lingum sem vilja leita sér nýrra tæki­færa. Rík­is­stjórnin gerði það að leið­ar­ljósi sínu í upp­hafi far­ald­urs­ins að verja og styðja mennta­kerfið ásamt því að sækja fram í nýsköp­un, rann­sóknum og þró­un. Fjár­fest­ing á þessum sviðum hefur auk­ist um tugi pró­senta á síð­ustu árum. Ein meg­in­á­stæðan fyrir því er að rík­is­stjórnin vill ná utan um íslenskt sam­fé­lag og ýta undir frek­ari verð­mæta­sköpun sem tæknin felur í sér. Ísland verður að efla hug­verka­drif­inn útflutn­ing til að auka stöð­ug­leika í gjald­eyr­i­s­köpun þjóð­ar­bús­ins og styrkja þannig fjórðu útflutnings­stoð­ina.</p> <p>Nýsköpun á tækni­svið­inu hefur aldrei verið öfl­ugri og við þurfum að tryggja að okkar sam­fé­lag geti áfram tekið þátt í þeim miklu umskiptum sem eru að eiga sér stað. Ég er sann­færð um að lausnin að þeim áskorun sem ver­öldin stendur frammi fyrir í lofts­lags- og umhverf­is­málum finnst í tækn­inni, þ.e. með fram­sækn­ari leið til að búa til hreina orku. Ísland stendur einna fremst á þessu sviði og við eigum að sækja enn meira fram í þeim efn­um, því ára­tuga reynsla og þekk­ing er til hjá okkar færasta fólki á sviði lofts­lags- og orku­mála.</p> <p><strong>Gerum það sem þarf!</strong></p> <p><span>Kór­ónu­veiru­kreppan er um margt lík Krepp­unni miklu. Árið 1929 reyndi hún mjög á stjórn­mála­menn og -kerfi þess tíma. Fjár­fest­ingar á þessu tíma­bili í sögu Banda­ríkj­anna höfðu dreg­ist saman um 90% og einn af hverjum fjórum var atvinnu­laus. Ýmsir telja að atvinnu­leysi hafi numið allt að 37% af vinnu­afl­inu. Í til­raun sinni til að skilja aðstæður mót­aði hag­fræð­ing­ur­inn John M. Key­nes kenn­ingu sína, að í kreppum ættu stjórn­völd að örva hag­kerfið með öllum til­tækum ráðum; ráð­ast í fram­kvæmdir og halda opin­berri þjón­ustu gang­andi, jafn­vel þótt tíma bundið væri eytt um efni fram. Skuld­setn­ing rík­is­sjóðs væri rétt­læt­an­leg til að tryggja umsvif í hag­kerf­inu, þar til það yrði sjálf­bært að nýju. Kenn­ingin var í algjörri and­stöðu við ríkj­andi skoðun á sínum tíma og olli miklum deilum innan hag­fræð­inn­ar. Deilur Key­nes og Hayeks um orsakir og leiðir út úr þeim efna­hags­þreng­ingum eru vel þekktar og verða ekki raktar hér. Hins vegar er það svo að kenn­ing Key­nes hefur elst vel og víð­ast hvar hafa stjórn­völd stuðst við hana í við­leitni sinni til að lág­marka efna­hags­á­hrif kór­ónu­veirunn­ar.&nbsp;</span></p> <p><span>Á Íslandi var tekin ákvörðun um að verja grunn­kerfi rík­is­ins og tryggja afkomu þeirra sem tóku á sig þyngstu byrð­arn­ar. Miklum fjár­munum hefur verið varið til heil­brigð­is­mála, fjár­fest­inga í menntun og atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins. Hluta­bóta­leiðin er í mörgum til­vikum for­senda þess að ráðn­ing­ar­sam­band hefur hald­ist milli vinnu­veit­anda og starfs­manns. Ríkið hefur líka fjár­fest í innviðum og m.a. ráð­ist í auknar fram­kvæmdir á flestum sviðum og þarf að halda því áfram, þar til að meiri vissa hefur skap­ast og atvinnu­lífið fjár­festir að nýju.&nbsp;</span></p> <p><span>Aðgerð­irnar lita að sjálf­sögðu afkomu rík­is­sjóðs og nemur umfang þeirra um 10% af lands­fram­leiðslu. Það bendir til ákveðn­ari inn­gripa á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Þróuð ríki hafa að með­al­tali ráð­ist í beinar aðgerðir sem jafn­gilda rúmum 8% af lands­fram­leiðslu. Aðgerðir stjórn­valda miða að því að halda sam­fé­lag­inu eins virku og frekast er unnt miðað við stöðu heims­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd hafa í raun reist efna­hags­lega loft­brú þar til að þjóðin verður bólu­sett.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Fram­tíð­in: Jöfn tæki­færi til vaxtar</strong></span></p> <p><span>Fram­tíðin hefur alltaf mót­ast af mörgum þáttum og sér­stak­lega miklum tækni­fram­för­um. Fram­tíðin mót­ast líka af nýlið­inni for­tíð, sem hefur sann­ar­lega verið sögu­leg. Heims­far­aldur hefur tekið sam­fé­lög heims­ins í gísl­ingu, lamað efna­hags­kerfi og skapað bæði félags- og fjár­hags­legar áskor­an­ir. Reyndar má halda því fram, að kór­ónu­veiru­kreppan hafi frekar ýkt fyr­ir­liggj­andi við­kvæma stöðu sumra en ekki endi­lega skapað hana frá grunni. Hún hefur því miður ýkt ójafn­ræðið í heim­in­um, aukið mun­inn milli fátækra og ríkra þjóða og ein­stak­linga. Þess vegna er afar mik­il­vægt að tryggja jöfn tæki­færi og að allir geti unnið sig úr þess­ari stöðu. Það gerum við með því að halda utan um öfl­uga og far­sæla sam­fé­lags­gerð, veita aukin tæki­færi til mennt­unar og auka fjár­fest­ingar sem skapa verð­mæti.<br /> <br /> „Nám er tæki­færi“ er ein aðgerðin sem stjórn­völd hafa efnt til í mennta­kerf­inu, þar sem atvinnu­leit­endum er gert kleift að hefja nám og fá fullar atvinnu­leys­is­bætur í eina önn og eftir fyrstu önn­ina tekur Mennta­sjóður náms­manna við. Sér­stak­lega er sjónum beint að starfs-, tækni og iðn­námi. Fram­halds- og háskóla­stigið hefur tekið á móti þús­undum nýjum nem­enda. Kerf­is­breyt­ingin með nýjum Mennta­sjóði sem átti sér stað á árinu marka algjör tíma­mót í stöðu náms­manna og gjör­breytir fram­tíð þeirra sem fara í nám. Næsta skref í mál­efnum Mennta­sjóðs­ins er að hækka fram­færslu náms­manna.<br /> <br /> Það eru for­rétt­indi fyrir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er komin í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Fjár­lög fyrir árið 2021 ein­kenn­ast af mik­illi fram­sýni. Fjár­fram­lög til háskóla- og rann­sókna­starf­semi aukast um 14%, einnig hafa fram­lög til fram­halds­skóla auk­ist um 9% á milli ára. Þetta er rétt for­gangs­röðun sem styrkir grunn­stoðir sam­fé­lags­ins.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Sam­fé­lagið stendur af sér storm­inn</strong></span></p> <p><span>Ég tel það vera skyldu stjórn­valda að styðja við þá sem hafa misst vinn­una, bæta tíma­bundið tekju­tap og koma atvinnu­líf­inu til aðstoð­ar. Aðgerðir stjórn­valda hafa svo sann­ar­lega tekið mið af því. Eins og síð­asta ár hefur sýnt okkur búum við í fram­sýnu og hug­rökku sam­fé­lagi, og við stöndum saman þegar á reyn­ir.<br /> <br /> Árið hefur einnig sannað það sem við þegar vit­u­m; ­tækni­fram­farir og vís­inda­upp­götv­anir eru stærsta hreyfi­afl sam­fé­laga. Sagan hefur sýnt okkur að end­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watt lagði grunn­inn að vél­væð­ingu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, upp­götvun raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götvun bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja umbylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en allar hefð­bundnar bylt­ingar sam­an­lag­t!&nbsp;<br /> <br /> Til þess að tækni og vís­indin nái að leysa krafta sína úr læð­ingi, þarf sam­starf hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins. Það skilar far­sælum árangri til fram­tíð­ar.<br /> <br /> Það er ein­læg sann­fær­ing mín, að íslenskt sam­fé­lag taki vel við sér um leið og þau skil­yrði skap­ast. Við munum halda áfram að sækja fram, og standa af okkur storm­inn. Þannig sam­fé­lagi viljum við búa í.<br /> <br /> Gleði­lega hátíð!<br /> <br /> -</span></p> <p><span>Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 30. desember 2020</span></p>
28. desember 2020Blá ör til hægriHvert andartak er nýtt upphaf<p><span>Margir geta vart beðið þess að árinu 2020 ljúki. Sjá fyrir sér táknræn tímamót þegar ártalið breytist á miðnætti þann 31. desember og nýja árið gengur í garð. Það er mín sannfæring að fram undan sé gott ár og okkur takist að skilja við erfiðleikana sem einkenna árið sem nú er að renna sitt skeið. Hins vegar skulum við muna, að breytingar ráðast ekki af væntingunum einum saman, voninni og óskhyggjunni. Breytingar verða þegar orðum fylgja efndir, þegar hugmynd fær vængi og verður að veruleika. Með öðrum orðum, þá er það okkar sjálfra að móta heiminn sem við lifum í, taka skóflu í hönd ef moka þarf skurð eða taka grunn að nýju húsi. „Reistu í verki, viljans merki,“ orti athafnaskáldið Einar Benediktsson í Íslandsljóði fyrir 120 árum – þegar þjóðin var ein sú fátækasta í Evrópu og horfði á franska fiskimenn moka upp fiski á miðum sem hún sótti ekki sjálf. Sat með hendur í skauti og fortíðarþrá sem hamlaði framförum.</span></p> <p><span>Í dag er Ísland á öðrum stað, meðal þeirra þjóða sem búa við mesta velsæld. Framsóknin á sér margar skýringar, en líklega hefur engin ein breyta í jöfnunni meira vægi en kjarkurinn til framkvæmda. Viljinn til verka og draumurinn um bætt samfélag, þar sem fólk fær jöfn tækifæri. Sannfæring okkar um mikilvægi menntunar og samhygðin sem við sýnum þegar eitthvað bjátar á. Samhyggjan birtist síðast fyrir fáeinum dögum, þegar íbúar Seyðisfjarðar hröktust af heimilum sínum vegna náttúruvár og samfélagið á Austurlandi tók utan um þá. Það ætla stjórnvöld líka að gera, hjálpa til við uppbyggingu þess sem skemmdist og styðja með ráðum og dáð.</span></p> <p><span>Sú viðleitni er besta veganestið inn í nýtt ár. Við ætlum að byggja aftur upp öflugt atvinnulíf. Styðja við mannlíf og menningu, stuðla að velsæld og hamingju. Skapa störf í stað þeirra sem glötuðust á árinu 2020 og snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir þjóðina alla, þar sem við byggjum framfarir á traustum grunni án fortíðarþrár eða íhaldssemi sem hamlar grósku.<br /> <br /> Þú sonur kappakyns!<br /> Lít ei svo við með löngun yfir sæinn,<br /> lút ei svo við gamla, fallna bæinn,<br /> byggðu nýjan,<br /> bjartan, hlýjan,<br /> brjóttu tóftir hins.<br /> Líttu út og lát þér segjast, góður,<br /> líttu út, en gleym ei vorri móður.<br /> Níð ei landið,<br /> brjót ei bandið,<br /> boðorð hjarta þíns.<br /> <br /> -höf. Einar Benediktsson.<br /> <br /> Áramót eru tímamót. Njótum þeirra í faðmi okkar nánustu og vinnum svo saman stóra sigra á nýju ári.</span></p> <p><span>-</span></p> <p><span>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 28. desember 2020.</span></p>
22. desember 2020Blá ör til hægriSól hækkar á lofti<span></span> <p class="p1"><span style="font-size: 13pt;">Menntaárið 2020 fer í sögubækurnar. Ekki aðeins vegna óvenjulegra aðstæðna, heldur miklu frekar vegna viðbragðanna og þess ótrúlega árangurs sem skólasamfélagið náði í sameiningu. Nemendur sýndu elju, kennarar fagmennsku og skólastjórnendur úthald ásamt öðrum sem starfa í menntakerfinu. Fjölskyldur þeirra allra stóðu á hliðarlínunni og hvöttu sitt fólk áfram, í baráttunni við sterkan andstæðing.</span></p> <p class="p1"><span style="font-size: 13pt;"></span><span style="font-size: 13pt;">Auðvitað markaðist skólastarf af aðstæðunum. Grunnskólabörn hafa mætt í skólann frá upphafi faraldurs og námsárangur framhaldsskólanema er í mörgum tilvikum betri en á hefðbundnu skólaári. Í sumum skólum þurfa mun færri að endurtaka próf eða áfanga nú en á sama tíma og í fyrra og það lítur út fyrir að brotthvarf sé minna en vanalega. Ekki verður þó litið fram hjá þeirri staðreynd, að unga fólkið hefur ekki fengið félagsþörfinni fullnægt og þannig farið á mis við mikilvægan þátt á sínum mótunarárum. Við það verður að una í bili, en með órjúfa samstöðu þjóðarinnar allrar getum við sigrast á aðstæðunum á nýju ári og tryggt aukið félagslíf fyrir okkur öll.</span></p> <p class="p1"><span class="s2" style="font-size: 13pt;"></span><span style="font-size: 13pt;">Frá því heimsfaraldurinn tók skólastarf í gíslingu hafa kennarar og skólastjórnendur hugsað í lausnum. Lagað kennsluefni og -aðferðir að nýjum veruleika og láta ekkert stöðva sig á menntaveginum. Þetta sást greinilega um liðna helgi, þegar útskriftir fóru fram í fjölmörgum skólum. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hélt rafræna útskrift, Kvennaskólinn í Reykjavík bauð útskriftarnemum til sín og streymdi útskriftarathöfninni til aðstandenda, á meðan Tækniskólinn færði útskriftarnemum sín prófskírteini heim að dyrum – þaðan sem nemendur tóku spariklæddir þátt í rafrænni athöfn. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum þar sem hugsað er í lausnum en ekki vandamálum. Slíkan þankagang þakka ég af heilum hug.</span></p> <p class="p1"><span class="s2" style="font-size: 13pt;"></span><span style="font-size: 13pt;">Vetrarsólstöður voru í gær. Þá hætti sól að lækka á lofti og nú tekur hún að hækka á ný. Það er táknrænt fyrir tímamótin sem við erum að upplifa. Það er bjart framundan og við eigum að vera stolt yfir því sem hefur áunnist.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p class="p1"><span style="font-size: 13pt;">-</span></p> <p>Greinin birtist í Fréttablaðinu 22. desember 2020</p>
19. desember 2020Blá ör til hægriMenntun leiðir okkur áfram á óvissutímum<p><span>Alþingi samþykkti fjárlög fyrir árið 2021 og eitt af einkennum þeirra er mikill stuðningur við menntun og menningu. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið ákvörðun um að styðja við grunnkerfi þess og fjárfesta í mannauðinum. Það eru forréttindi fyrir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá fordæmalausu stöðu sem upp er komin í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Framúrskarandi menntun er ein meginforsenda þess að Ísland verði samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði. Verðmætasköpun næstu áratuga mun í auknum mæli byggjast á hæfni, hugviti, rannsóknum og nýsköpun.</span></p> <p><span><strong>Framhaldsskólastigið hækkar um 9%<br /> </strong>Menntun og aukin hæfni er undirstaða sjálfbærni, framfara og aukinna lífsgæða. Mikil aðsókn var í nám í haust og ákvað ríkisstjórnin að framhaldsskólum og háskólum yrði tryggt nægt fjármagn til að mæta eftirspurninni. Það hefur tekist með nýjum fjárlögum. Fjárveitingar til framhaldsskólanna aukast um 9% milli ára og verða 40,4 milljarðar kr. Um helgina eru fjölmargir framhaldsskólar að útskrifa nemendur sína, vissulega með breyttu sniði vegna takmarkana. Við útskriftarnemendur vil ég því segja til hjartans hamingju!<br /> </span></p> <p><span><strong>Háskólastigið hækkar um 14%<br /> </strong>Fjárlagafrumvarpið í ár sýnir glögglega mikilvægi menntakerfisins og hvernig er forgangsraðað í þágu þessa. Um 40% af fjárveitingum ráðuneytisins renna til háskólastarfsemi, sem er stærsti einstaki málaflokkur ráðuneytisins. Framlög til háskóla- og rannsóknastarfsemi aukast um 14% milli ára, þar sem bæði er um að ræða aukinn beinan stuðning við skólastarfið og fjárveitingar til einstakra verkefna. Eitt af fyrirheitum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var að framlög til háskólastigsins næðu meðaltali ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Það hefur tekist og er það fagnaðarefni.<br /> </span></p> <p><span><strong>Fjárlög marka tímamót<br /> </strong>Þetta frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021 markar tímamót í sögu landsins og einkennist af miklu hugrekki og framsýni. Markmið frumvarpsins er skýrt: Að gera það sem þarf til að koma Íslandi út úr kórónuveirunni. Við erum að ná utan um fólkið okkar, heilbrigðis- og menntakerfi. Við ætlum að koma Íslandi í gegnum þetta og ljóst að nokkrar lykilþjóðhagsstærðir eins og samneysla, einkaneysla og fjárfesting líta nokkuð vel út.<br /> </span></p> <p><span>Stærsta áskorunin er að skapa atvinnu og er ég sannfærð um að um leið og við náum utan um kórónuveiruna, þá verður mikill viðsnúningur og hann verður einna kröftugastur hér á Íslandi. Af hverju? Vegna þess að við höfum myndað efnahagslega loftbrú í faraldrinum og notað krafta hins opinbera til að ná utan um samfélagið okkar. Hugrekki hefur stýrt för í aðgerðum stjórnvalda og vil ég þakka fjárlaganefnd kærlega fyrir vel unnin störf og sérstaklega formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni, fyrir einstaka forystu. Við höfum gert það sem þarf og höldum áfram.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>
15. desember 2020Blá ör til hægriSælustund á aðfangadagskvöld<p><span>Íslendingar búa að ríkulegri menningu sem hefur fylgt okkur um aldabil. Þjóðlög og rímur hafa ómað síðan á 12. öld og hugvit þjóðarinnar á sviði tónlistar er botnlaust. Tónlistin vekur athygli um víða veröld, safnar verðlaunum og viðurkenningum. Þátta- og kvikmyndaframleiðendur flykkjast til landsins og allir vilja upplifa andagiftina sem Íslandi fylgir. Með mikilli fagmennsku hefur tónlistarmönnum tekist að koma Íslandi á kortið sem tónlistarlandi – eitthvað sem við Íslendingar vissum auðvitað fyrir löngu.</span></p> <p><span>Við erum einnig mikil bóka- og sagnaþjóð. Íslendingasögurnar, Halldór Laxness og hið árlega jólabókaflóð er einstakt fyrirbæri og raunar hefur jólabókaflóðið aldrei verið stærra en nú! Eflaust eru margir sem finna fyrir valkvíða enda munu jólin ekki duga til að lesa allt sem okkur langar. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi frumvarp mitt um stuðningskerfi við útgáfu bóka á íslensku. Ákvörðunin markaði þáttaskil í íslenskri bókmenntasögu og tölurnar tala sínu máli. Útgefnum titlum fjölgar – sérstaklega í flokki barnabóka – og bóksala fyrir jólin er um 30% meiri en á sama tíma í fyrra.</span></p> <p><span>Á árinu hafa margir listamenn orðið fyrir miklu tekjutapi, enda listviðburðir bannaðir meira og minna síðan í mars. Stjórnvöld hafa stutt við listafólk með ýmsum hætti, t.d. með 10 stuðningsaðgerðum sem kynntar voru í október. Ein þeirra var vitundarvakning um mikilvægi menningar og lista og um helgina var kynnt áhugavert verkefni í þá veru, sem miðar að því færa þjóðinni listviðburði heim að dyrum! </span></p> <p><span>Almenningi um allt land býðst að senda vinafólki eða ættingjum sínum landsþekkt listafólk, sem bankar upp á 19. og 20. desember til að skemmta þeim opnar. Alls verða heimsóknirnar 750 talsins og yfir 100 listamenn taka þátt í verkefninu. Það er unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og ég vona að sem flestir fái notið þessarar glæsilegu gjafar.</span></p> <p><span>Við erum lukkuleg þjóð. Við megum ekki gleyma því að við eigum ofgnótt af bókum, hrífandi tónlist, myndlist og hönnun sem hlýjar þegar frostið bítur í kinnar. Við eigum að standa vörð um íslenska menningu og listir, styðja við listamennina okkar og setja íslenska list í jólapakkana. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur birt yfirlit á vefsíðu sinni yfir verslanir sem selja íslenska hönnun, og þar er sko af nægu að taka. Bækur og leikhúsmiðar eru ekki amaleg gjöf heldur, ekki síst þegar viðburðaþyrst þjóðin losnar úr Covid-klónum!</span></p> <p><span>Það bærist eitthvað innra með manni þegar ró leggst yfir heimilið á aðfangadagskvöld, allt heimilisfólk satt og sælt, ljúfir jólatónar óma og maður kúrir með jólabók í hönd. Þessi stund rammar inn hamingjuna hjá mér um jólin. Ég segi því hiklaust – íslensk menning og listir eru jólagjöfin í ár!<br /> </span></p> <p><span>-</span></p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 15. desember 2020</p>
07. desember 2020Blá ör til hægriVið gefumst aldrei upp þótt móti blási<p><span>Af öllum þeim gildum sem mér voru innrætt í æsku hefur þrautseigjan líklega reynst mér best. Sá eiginleiki að gefast ekki upp þótt móti blási, að standa aftur upp þegar maður missir fótanna og trúa því að dropinn holi steininn. Að lærdómurinn sem við drögum af mistökum styrki okkur og auki líkurnar á að sett mark náist. Þannig hef ég komist gegnum áskoranir í lífi og starfi og stundum náð árangri sem mér þótti fjarlægur í upphafi.</span></p> <p><span>Seigla hefur frá aldaöðli þótt mikil dyggð. Til hennar er vísað með beinum og óbeinum hætti í helstu trúarritum heimsins, heimspeki og stjórnmálum. Jesús Kristur og Búdda töluðu um þrautseigju, John Stuart Mill um seiglu og Martin Lúther King sagði fólki að hlaupa ef það gæti ekki flogið, ganga ef það gæti ekki hlaupið og skríða ef það gæti ekki gengið. Lykilatriði væri, að hreyfast fram á við hversu hratt sem maður færi!</span></p> <p><span>Í gömlu máltæki segir að þolinmæði vinni allar þrautir, en hitt er nær sanni að þrautseigjan geri það. Það dugar ekki alltaf að anda rólega þegar eitthvað bjátar á, heldur þarf að bretta upp ermar. „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi – upp með plóginn, hér er þúfa í vegi,“ orti Einar Ben í hvatningarljóði til þjóðarinnar fyrir 120 árum og þau skilaboð eiga enn við. Þannig mun slagurinn við heimsfaraldur aðeins vinnast ef við tökum saman höndum. Vinnum sem einn maður að því að tryggja heilsu almennings, velferð, atvinnustig og menntun þeirra sem erfa landið. Það síðastnefnda hefur tekist ótrúlega vel, enda hafa hagaðilar í menntakerfinu unnið náið saman, sýnt mikið úthald og þrautseigju. Það er því viðeigandi að þrautseigjan sé tilgreind sem eitt af gildum nýrrar menntastefnu sem nú er rædd á Alþingi.</span></p> <p><span>Megininntak menntastefnunnar er að allir geti lært og allir skipti máli. Þar gildir einu bakgrunnur fólks, félagslegar aðstæður og meðfæddir eiginleikar, því saman ætlum við að stuðla að jöfnum tækifærum allra nemenda. Skipuleggja menntun og skólastarf út frá ólíkum þörfum fólks og gefast ekki upp þótt móti blási. Það er nefnilega ekki vöggugjöfin sem skýrir námsárangur heldur viðhorfið til menntunar, vinnusiðferðið og tiltrúin á að námsgeta sé ekki fasti heldur vaxi þegar hlúð er að henni. Á sama hátt ræðst árangur okkar í lífinu ekki af forskrifuðum örlögum, heldur líka vinnunni sem við leggjum á okkur, afstöðu okkar til málefna og siðferðinu sem við ræktum með okkur.</span></p> <p><span>Stundum er sagt að seigla sé þjóðareinkenni Íslendinga. Hún hafi haldið lífinu í okkur í þúsund ár, á meðan við kúrðum í torfbæjum fyrri alda. Vafalaust er margt til í því, þótt Íslendingar einir geti tæpast slegið eign sinni á seigluna. Þvert á móti hefur hún verið uppspretta framfara um allan heim og verður það áfram.</span></p> <p><span>-</span></p> <p><span>Greinin birrtist fyrst í Morgunblaðinu, 5. desember 2020</span></p>
27. nóvember 2020Blá ör til hægriMikilvæg auðlind: Börn með annað móðurmál en íslensku<p><span>Ein mikilvægasta auðlind allra samfélaga eru börnin, enda ræðst framtíðin með þeim. Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta mun sterkari umgjörð kringum börn með annað móðurmál en íslensku, en margt bendir til að þörfum þeirra hafi ekki verið mætt sem skyldi. Slíkt er með öllu óviðunandi, því öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Allir skipta máli og allir geta lært. Ég skipaði því okkar færustu sérfræðinga í starfshóp, sem fékk það hlutverk að móta heildarstefnu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.&nbsp;</span></p> <p><span>Starfshópurinn aflaði gagna og kortlagði stöðu nemendanna í leik-, grunn- og framhaldsskólum og skoðaði viðeigandi lagaramma, áætlanir og aðrar stefnur. Rýnt var í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, þingsályktun um íslenska tungu og íslenska málstefnu og ályktanir íslenskrar málnefndar. Að auki skoðaði hópurinn lög og helstu stefnuskjöl í málaflokknum í nágrannalöndum okkar, ásamt því að skoða alþjóðlegar skuldbindingar sem snerta nemendahópinn, t.d. Barnasáttmála og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Rík áhersla var lögð á rýna niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna, kanna og greina viðhorf nemenda af erlendum uppruna, foreldra þeirra og starfsfólks skóla til skólagöngu nemendahópsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Að lokinni umfangsmikilli vinnu hefur starfshópurinn skilað drögum að heildstæðri stefnu og gert tillögur að markvissum aðgerðum, til að styrkja stöðu barnanna. Meginhugsunin í drögunum, er að fjölbreytni í nemendahópnum skuli fagna enda efli hún skólastarfið og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar og leiði til betri menntunar.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> <strong>Snemmbær stuðningur<br /> </strong>Lagt er til að börn og ungmenni sem læra íslensku sem annað mál, fái íslenskukennslu við hæfi og viðeigandi stuðning í námi svo lengi sem þörf er á. Lögð verði áhersla á að þau geti sem fyrst stundað nám jafnfætis jafnöldrum sínum sem eiga íslensku að móðurmáli. Strax í leikskólum skal huga sérstaklega að málörvun á íslensku og fylgst með því hvort þau taki reglulegum framförum.<br /> <br /> <strong>Samfellt nám<br /> </strong>Mikilvægt er að samfella milli leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundaheimila sé í öndvegi til að tryggja að byggt verði á markvissan hátt á fyrri reynslu og færni barnanna<br /> frá einu skólastigi yfir á annað. Lagt er til að unnið verði markvisst að því að styrkja leikskólastigið, auka þátttöku barna af erlendum uppruna í starfi frístundaheimila og fjölga tækifærum nemenda af erlendum uppruna til að stunda og ljúka námi í framhaldsskólum.<br /> <br /> <strong>Samstarf við foreldra<br /> </strong>Brýnt er að litið verði á menningu og móðurmál barnanna sem auðlind sem komi þeim sjálfum og samfélaginu til góða. Foreldrar eru mikilvægir samstarfsaðilar sem búa yfir ómetanlegri þekkingu sem nýta þarf í þágu barnanna. Lagt er til aukið samstarf við foreldra með það að leiðarljósi að auka virkni barna af erlendum uppruna.<br /> <br /> <strong>Umsækjendur um alþjóðlega vernd<br /> </strong>Áhersla er lögð á að börnum og ungmennum í leit að alþjóðlegri vernd verði tryggð menntun og skólaganga eins fljótt og unnt er, í samræmi við aldur þeirra og þroska. Miða skuli við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að barn sækir um alþjóðlega vernd þar til það hefur fengið skólaúrræði.</span></p> <p><span><strong>Menntun kennara<br /> </strong>Tryggja þarf að kennsla barna og ungmenna af erlendum uppruna verði hluti af grunnmenntun allra kennara og tómstunda- og félagsmálafræðinga. Jafnframt að kennarar,<br /> skólastjórnendur og starfsfólk frístundaheimila sæki símenntun og starfsþróun um<br /> fjölmenningu og kennslu barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.<br /> <br /> <strong>Menntarannsóknir<br /> </strong>Við þurfum að koma á fót markvissu átaki til að efla menntarannsóknir sem leið til að stuðla<br /> að gæðum í skólakerfinu og sjónum sérstaklega beint að börnum með annað móðurmál en íslensku.</span></p> <p><span>Tillögur og markmiðasetning er til alls fyrst, en brýnt er að koma hugmyndum í framkvæmd og bæta sem fyrst stöðu barna með íslensku sem annað tungumál. Áðurnefndur starfshópur vinnur nú að Hvítbók í málaflokknum, sem tekur mið af fjölbreyttum hópi nemenda frá ólíkum menningarheimum, og ég er sannfærð um að sú vinna mun bera góðan ávöxt.</span></p> <p><span>Þau samfélög eru sterkust og samkeppnishæfust til framtíðar sem nýta krafta þegna sinna best. Þau samfélög eru líklegust til að skapa velsæld og hamingju, viðeigandi atvinnustig og eftirsóknarverð lífsgæði. Ísland er í kjörstöðu hvað það varðar, þar sem velferðarsamfélagið er öflugt fyrir en óvirkjaðir kraftar bíða enn beislunar. Ég hlakka til að sjá þá virkjaða, til heilla fyrir þjóðina alla.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>-</span></p> <p><span>Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu, þann 27. nóvember 2020</span></p>
26. nóvember 2020Blá ör til hægriÍslenska iðnbyltingin<p><span>Sæt­ur ilm­ur­inn af pip­ar­kök­um, randalín­um og smá­kök­um er alltumlykj­andi, enda jól­in á næsta leiti. Ást Íslend­inga á sæt­um kök­um og brauði er þó ekki bund­in við eina árstíð og fátt er betra en að vakna snemma um helg­ar til að skjót­ast í bakarí fyr­ir fjöl­skyld­una. Bera fram nýbakað brauð, álegg og jafn­vel leyfa börn­un­um að sökkva sér í kleinu­hring eða volg­an snúð.</span></p> <p><span>Bak­araiðn á sér langa sögu hér á landi. Árið 1834 stóð kaupmaður­inn Peter C. Knudt­son fyr­ir bygg­ingu húsa á Torf­unni svo­kölluðu, þar sem eitt hús­anna var búið bak­ara­ofni. Þangað réðst til starfa er­lendi bak­ara­meist­ar­inn Tönnies Daniel Bern­höft og Ber­höfts-bakarí varð til. Fram­an af voru ein­ung­is bakaðar nokkr­ar teg­und­ir af brauði, svo sem rúg­brauð, fransk­brauð, súr- og land­brauð, en smám sam­an jókst úr­valið og þótti fjöl­breytt um alda­mót­in 1900. Þar með var grunn­ur­inn lagður að baka­rís­menn­ingu sem er löngu rót­gró­in í sam­fé­lag­inu. Form­legt nám í bakaraiðn hófst í Iðnskól­an­um í Reykja­vík árið 1964 og greina mátti mikla ánægju yfir því að stórt bar­áttu­mál bak­ara­stétt­ar­inn­ar væri í höfn!</span></p> <p><span>Enn má merkja mikla ánægju með ís­lensk bakarí, en ánægj­an nær einnig til annarra iðngreina. Við erum stolt af fag­mennsku þeirra sem lært hafa sína iðn í ís­lensk­um skól­um og loks­ins er okk­ur að tak­ast að ryðja úr vegi kerf­is­læg­um hindr­un­um í starfs­mennta­kerf­inu – nokkuð sem lengi hef­ur verið rætt, án sýni­legs ár­ang­urs fyrr en nú. Kerf­is­breyt­ing­un­um er ætlað að jafna stöðu iðnnáms og bók­náms, fjölga þeim sem mennta sig í takt við eig­in áhuga, auka veg og virðingu iðngreina og upp­fylla bet­ur þarf­ir sam­fé­lags­ins. Þetta er mín mennta­hug­sjón.</span></p> <p><span>Stefnt er að því að frá og með næsta skóla­ári fái iðnmenntaðir sem vilja aðgang að há­skól­um, rétt eins og bók­menntaðir fram­halds­skóla­nem­ar. Í því felst bæði sjálf­sögð og eðli­leg grundvallar­breyt­ing. Önnur slík felst í nýrri aðferðafræði við vinnustaðanám iðn- og starfsnema en fram­veg­is mun skóla­kerfið tryggja náms­lok nem­enda, sem ráðast ekki af aðstæðum nema til að kom­ast á starfs­samn­ing. Reglu­gerð í þessa veru verður gef­in út á næstu dög­um, en þetta er lík­lega stærsta breyt­ing­in sem orðið hef­ur á starfs­mennta­kerf­inu í ára­tugi. Aukn­um fjármunum hef­ur verið veitt til tækja­kaupa og til að bæta kennsluaðstæður í starfs­mennta­skól­um. Við höf­um ráðist í kynn­ingar­átak með hagaðilum til að vekja at­hygli á starfs- og tækni­námi, skóla­hús­næði verið stækkað og und­ir­bún­ing­ur að nýj­um Tækni­skóla er haf­inn.<br /> <br /> Sam­hliða hef­ur ásókn í starfs­nám auk­ist gríðarlega og nú kom­ast færri að en vilja. Ein­hverj­ir kalla það lúxusvanda, en minn ásetn­ing­ur er að tryggja öll­um nám við hæfi, bæði hár­greiðslu­mönn­um og smíðakon­um. Með fjöl­breytta mennt­un og ólíka færni byggj­um við upp sam­fé­lag framtíðar­inn­ar.</span></p>
17. nóvember 2020Blá ör til hægriÞrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja<p><span>Enginn kemst á áfangastað nema vita hvert ferðinni er heitið! Skýr markmið eru forsenda þess að árangur náist. Við gerð nýrrar menntastefnu hafa þau sannindi verið höfð að leiðarljósi. Ég mun í dag mæla fyrir þingsályktun um menntastefnu til ársins 2030. Það er mín von að þingheimur verði samstiga í því brýna samfélagsverkefni að varða menntaveginn inn í framtíðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Meginmarkmiðið er að tryggja Íslendingum framúrskarandi menntun alla ævi. Stefnan byggist á fimm stoðum, sem saman mynda traustan grunn til að byggja á. Við viljum 1) jöfn tækifæri fyrir alla, 2) að kennsla verði í fremstu röð, 3) að nemendur öðlist hæfni fyrir framtíðina, 4) að vellíðan verði í öndvegi í öllu skólastarfi og 5) gæði í forgrunni. Undir stoðunum fimm hafa 30 áhersluþættir verið skilgreindir, sem eiga að skapa öflugt og sveigjanlegt menntakerfi - kerfi sem stuðlar að jöfnum tækifærum til náms, enda geta allir lært og allir skipta máli. Verði þingsályktunartillagan samþykkt verður unnin aðgerðaáætlun með árangursmælikvörðum til þriggja ára í senn, sem metin verður árlega.</p> <p><span>Menntastefnan var unnin í víðtæku samráði, með aðkomu fjölmargra aðila úr skólasamfélaginu. Stefnumótunin byggðist m.a. á efni og umræðum á fundum með skólafólki og fulltrúum sveitarfélaga um allt land, samræðum á svæðisþingum tónlistarskóla, samstarfi við foreldra, börn og ungmenni, atvinnulíf, Efnahags- og framfarastofnunina (e. OECD) og fleiri hagsmunaaðila. Stefnudrög fengu jákvæð viðbrögð í samráðsgátt stjórnvalda, þaðan sem gagnlegar ábendingar bárust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefnuna og einfalda framsetninguna. Fyrir vikið er textinn aðgengilegur og skýr, sem er ein af forsendum þess að allir hlutaðeigandi skilji hann á sama hátt og sammælist um markmiðin.</span></p> <p><span>Menntun er lykillinn að tækifærum framtíðarinnar. Hún er eitt helsta hreyfiafl samfélaga og á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tæknibyltinga verða þjóðir heims að búa sig undir aukinn breytileika og sífellt flóknari áskoranir. Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins. Velgengni byggist á vel menntuðum einstaklingum með skapandi og gagnrýna hugsun, félagsfærni og góð tök á íslensku og erlendum tungumálum til að takast á við hnattrænar áskoranir.</span></p> <p><span>Menntun styrkir, verndar og eflir viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga. Með menntastefnu verður lögð áhersla á að styrkja viðhorf Íslendinga til eigin menntunar með vaxtarhugarfar að leiðarljósi. Þekkingarleitinni lýkur aldrei og menntun, formleg sem óformleg, er viðfangsefni okkar allra, alla ævi.</span></p> <p><span>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020</span></p>
16. nóvember 2020Blá ör til hægriVon kviknar með bóluefni<p><span>Það tók færustu vísindamenn heims níu ár að þróa bóluefni gegn mislingum, eftir að veiran sem olli sjúkdómnum var einangruð um miðja síðustu öld. Tilraunir og rannsóknir með bóluefni gegn lömunarveiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Bandaríkjunum árið 1955. Í því samhengi þykir kraftaverki líkast að bóluefni gegn Covid-19 sé væntanlegt innan fárra vikna, rúmlega ári eftir að fyrstu fréttir bárust af dularfullum veirusjúkdómi sem síðar varð að heimsfaraldri. Bóluefnið virðist jafnframt vera óvenju öflugt og rannsóknir sýna virkni langt umfram væntingar.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Enginn hefur áður bólusett heimsbyggðina</strong></span></p> <p><span>Fréttirnar hafa sannarlega blásið bjartsýni í brjóst heimsbyggðarinnar og nú þykir raunhæft að sigrast á sjúkdómnum sem heimt hefur 1,3 milljónir mannslífa. Sigur í þeirri baráttu er þó ekki unninn og næstu mánuðir verða erfiðir. Frekari rannsóknir og gangasöfnun er nauðsynleg, sem vonandi styður við fyrstu niðurstöður af töfraefninu góða. Í framhaldinu þarf að framleiða efnið í miklum mæli, dreifa því og bólusetja svo til samtímis heimsbyggðina alla. Slíkt hefur ekki verið gert áður.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Varfærin bjartsýni en mikil áhrif á fjármálamarkaði</strong></span></p> <p><span>Viðbrögðin við bóluefna-fréttunum voru mikil, þótt ýmsir hafi hvatt til varfærinnar bjartsýni. Þýsk-tyrknesku hjónin sem leiða vísindastarfið fögnuðu fréttunum með bolla af tyrknesku tei og áréttuðu af yfirvegun, að enn væri mikið starf óunnið. Fjármálamarkaðir tóku hins vegar hressilega við sér og verðbréfavísitölur sveigðust bratt upp á við. Hlutabréf hækkuðu mikið í fyrirtækjum sem verst hafa orðið úti í heimsfaraldrinum – t.d. flug- og ferðafélögum – og jákvæðir straumar kvísluðust um allt samfélagið, meðal annars inn í hagvaxtarspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD). Nú spáir stofnunin því að hagvöxtur á næsta ári verði 7%, eða 2% hærri vegna tilkomu bóluefnisins, eftir sögulegan samdrátt á þessu, með tilheyrandi atvinnumissi sem vonandi snýst við á árinu 2021.</span></p> <p><span><strong>Markviss viðbrögð og varnarsigur</strong></span></p> <p><span>Þegar óheillaaldan skall á Íslandi sl. vetur mátti öllum vera ljóst, að framundan væru miklir erfiðleikar. Þúsundir starfa töpuðust í einu vettvangi og stöndugur ríkissjóður þurfti að taka á sig dæmalausar byrðar til að tryggja innlenda hagkerfinu súrefni. Sumir báru þá falsvon í brjósti að ástandið myndi aðeins vara í nokkrar vikur, en eins og ég nefndi í samtali við Morgunblaðið í byrjun apríl hlaut bóluefni að vera forsenda þess að opnað væri fyrir flæði fólks til og frá landinu. Viðbrögðin við viðtalinu voru sterk og einhverjum þótti óvarlega talað af minni hálfu, þótt veruleikinn blasti við öllum og spáin hafi síðar raungerst.</span></p> <p><span>Tilraunir stjórnvalda til að örva íslenska hagkerfið hafa heppnast vel. Umfangsmikill stuðningur við fólk og fyrirtæki hefur minnkað höggið af niðursveiflunni og fjármunir sem áður fóru úr landi verið notaðir innanlands. Verslun af ýmsu tagi hefur blómstrað, spurn eftir þjónustu iðnaðarmanna verið sögulega há og hreyfing á fasteignamarkaði mikil. Innlend framleiðsla hefur gengið vel og með auknum opinberum fjárveitingum til nýsköpunarverkefna, menningar og lista hefur fræi verið sáð í frjóan svörð til framtíðar. Krefjandi og fordæmalausir tímar hafa því ekki eingöngu verið neikvæðir, þótt vissulega eigi margir um sárt að binda vegna atvinnumissis, veikinda og jafnvel dauðsfalla af völdum veirunnar. Hugur minn er hjá þeim og ég vona að viðsnúningurinn sem blasir nú við færi þeim gæfu.</span></p> <p><span><strong>Ísland hefur tryggt sér bóluefni</strong></span></p> <p><span>Baráttunni við kórónuveiruna er ekki lokið. Öll hagkerfi heimsins eru löskuð eftir ár mikilla efnahagsáfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frumkvöðla, fjárfesta og ferðamanna, þar sem markmiðið að skapa velsæld fyrir þegnana. Fremst í verkefnaröðinni er þó tryggja heilbrigði fólks, sem er forsenda þess að líf færist aftur í fyrri skorður. Líkt og annars staðar er undirbúningur bólusetningar hafinn hérlendis, þar sem forgangshópar hafa verið skilgreindir og skipulag er í vinnslu. Ísland hefur tryggt sér aðgang að ofangreindu bóluefni, en jafnframt verður áhugavert að fylgjast með þróun tveggja til þriggja annarra bóluefna sem eru álíka langt komin í þróunarferlinu og efnið sem vakið hefur athygli undanfarna daga.</span></p> <p><span><strong>Mesta öldurótið er næst landi</strong></span></p> <p><span>Á undanförnum níu mánuðum hefur þjóðin sýnt mikla seiglu og samhug. Siglingin hefur verið löng og ströng, en nú sjáum við til lands og getum leyft okkur að líta björtum augum fram á við. Við slíkar aðstæður er brýnna en orð fá lýst að halda einbeitingunni, enda veit fiskiþjóðin að brimið er mest næst landi – þar sem blindsker geta gatað þjóðarskútuna og valdið ómældu tjóni ef ekki er farið varlega. Það látum við ekki gerast, heldur ætlum við að standa saman og muna að leikinn þarf að spila til enda.</span></p> <p><span>Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu, þann 14. nóvember 2020</span></p>
09. nóvember 2020Blá ör til hægriNýtum tímann og finnum leiðir<span>Framhaldsskólar hafa starfað með óhefðbundnu sniði frá því að samkomutakmarkanir voru fyrst boðaðar í mars. Fjölbreytt starfsemi skólanna kristallast í áskorunum sem skólastjórnendur, kennarar og nemendur mæta á hverjum stað, allt eftir því hvort um bók- eða verknámsskóla er að ræða, fjölbrautaskóla eða menntaskóla með bekkjarkerfi. Aðstæður eru mismunandi, en í grófum dráttum hefur verklegt nám farið fram í staðkennslu en bóklegt nám almennt í formi fjarkennslu. Margir skólanna hafa breytt námsmati sínu, með aukinni áherslu á símat en minna vægi lokaprófa, og sýnt mikla aðlögunarhæfni. Með henni hefur tekist að tryggja menntun og halda nemendum við efnið, þótt aðstæður séu svo sannarlega óhefðbundnar.<br /> <br /> Allt frá því að faraldurinn braust út hef ég verið í miklum samskiptum við skólastjórnendur, fulltrúa kennara og ekki síst framhaldsskólanema. Af samtölum við nemendur má ráða að þeirra heitasta ósk sé að komast í skólann sinn og efla sinn vitsmuna- og félagsþroska samhliða náminu. Hér skal tekið fram, að margir hafa náð góðum tökum á fjarnáminu og því ekki farið á mis við námsefnið sjálft, en félagslega hliðin hefur visnað og núverandi fyrirkomulag er að mínu mati ekki sjálfbært. Það tekur hressilegan taktinn úr daglegu lífi unga fólksins, eykur líkurnar á félagslegri einangrun, andlegri vanlíðan og skapar jafnvel spennu í samskiptum þeirra við foreldra.<br /> <br /> Sóttvarnarreglur veita skólastjórnendum lítið svigrúm, en við ætlum að nýta tímann vel og lenda hlaupandi um leið og tækifæri gefst til aukins staðnáms. Í því samhengi höfum við skoðað ýmsar leiðir, fundað með landlækni og sóttvarnarlækni um horfur og mögulegar lausnir, kannað hvort leiga á viðbótarhúsnæði myndi nýtast skólunum – t.d. ráðstefnusalir, kvikmynda- og íþróttahús sem nú standa tóm – og hvernig megi tryggja stöðugleika í skólastarfinu óháð Covid-sveiflum í samfélaginu. Þeirri vinnu ætlum við að hraða og styðja skólastjórnendur með ráðum og dáð, svo ungmennin lokist ekki inni í herbergjum sínum út veturinn. Öllum hugvekjandi tillögum má velta upp, hvort sem þær snúa að tvísetningu framhaldsskólanna, vaktafyrirkomulagi í kennslu eða nýtingu grunnskólahúsnæðis sem er vannýtt hluta dagsins.<br /> <br /> Í gömlu lagi segir að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott – að finna megi út úr öllu ánægjuvott. Þannig sýna mælingar framhaldsskólanna að brotthvarf sé minna nú en oft áður. Að verkefnaskil og prófaundirbúningur gangi vel. Að nemendur sem ekki komast úr húsi sofi meira og hvílist betur en félagslyndir framhaldsskólanemar gera að öllu jöfnu. Slíkar fréttir eru góðar en breyta ekki þeirri staðreynd að félagsstarf og samskipti við aðra er órjúfanlegur þáttur í góðri menntun</span>
29. október 2020Blá ör til hægriVið stöndum öll vaktina<p><span>Í hvert sinn sem ég heyri af eða les um eineltismál fæ ég sting í hjartað. Þetta eru erfið mál og sorgleg fyrir alla hlutaðeigandi. Við vitum að líðan nemenda í íslenskum grunnskólum er almennt góð; um 90% grunnskólanemenda líður vel eða þokkalega í skólanum samkvæmt könnun Rannsóknastofu í tómstundafræðum við Háskóla Íslands. Fyrir þá nemendur, og aðstandendur þeirra, sem ekki tilheyra þeim hópi skiptir tölfræði hins vegar engu máli.</span></p> <p><span>Skilningur á einelti og afleiðingum þess hefur aukist en því miður verða enn of margir fyrir einelti í okkar samfélagi. Í alþjóðlegum samanburði er tíðni eineltis í íslenskum skólum lág en eineltismál koma engu að síður reglulega upp og skólarnir verða þá að hafa leiðir, ferla og verkfæri til að bregðast við. Við, sem samfélag, viljum ekki að lausnin felist í því að þolandi eineltis neyðist til að víkja úr sínum hverfisskóla. Það er óviðunandi niðurstaða.</span></p> <p><span>Til að koma í veg fyrir það þurfa stjórnvöld, skólasamfélagið og ekki síst samfélagið í heild að skoða hvað megi gera betur. Ég hef haft þennan málaflokk til skoðunar og hef samþykkt að endurskoða og styrkja lagaumgjörð eineltismála. Vegna eðlis málanna eru úrlausnaraðilar oft í erfiðri og flókinni stöðu, en þá þarf kerfið okkar að grípa alla hlutaðeigandi og tryggja faglega lausn.</span></p> <p><span>Öflugar forvarnir gegn einelti eiga að vera algjört forgangsatriði. Fræðsla er lykillinn að því að uppræta eineltismál og koma í veg fyrir þau og ég mun því leggja ríka áherslu á að efla forvarnir innan skólanna.</span></p> <p><span>Fagráð eineltismála var sett á laggirnar fyrir nokkrum árum. Hlutverk þess er að veita stuðning með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Jafnframt geta nemendur, forráðamenn og starfsfólk skóla leitað eftir aðkomu þess ef ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn innan skólanna. Fagráðið hefur margoft sannað mikilvægi sitt fyrir skólasamfélagið, bæði með ráðgjöf og við úrlausn erfiðra mála og mikið framfaraspor var stigið þegar ráðinu var gert að liðsinna einnig framhaldsskólunum. Okkar helsta verkefni er nú að auka sýnileika ráðsins og skerpa á hlutverki þess. Afar mikilvægt er að skólasamfélagið og forráðamenn viti hvaða úrræði standa þeim til boða við úrlausn eineltismála.</span></p> <p><span>Rannsóknir sýna að afleiðingar eineltismála til framtíðar geta verið gríðarlegar. Við verðum því að gera allt til að koma í veg fyrir að eineltismál komi upp. Við verðum að styrkja umgjörðina, fræðsluna og síðast en ekki síst styrkja hvert annað til að sporna við eineltismálum í samfélaginu. Eitt mál er einu máli of mikið.</span></p>
26. október 2020Blá ör til hægri127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum<p><span>Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á menntakerfið okkar. Unnið er að því dag og nótt að koma skólastarfi í sem bestan farveg. Allir eru að leggja sig fram um að svo megi verða sem fyrst og forgangur stjórnvalda er menntun. </span></p> <p><span>Framúrskarandi menntun er ein meginforsenda þess að Ísland verði samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði. Verðmætasköpun næstu áratuga mun í auknum mæli byggjast á hæfni, hugviti, rannsóknum og nýsköpun. Þær öru tæknibreytingar sem orðið hafa síðustu ár og kenndar eru við fjórðu iðnbyltinguna munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og efnahagslíf á næstu áratugum. Tækniframfarir hafa vakið vonir um að tækifærum til að skapa ný og betri störf muni fjölga ört og lífsgæði geti aukist á mörgum sviðum samfélagsins. Gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins hefur verið mikið auðlindadrifin. Skynsamlegt er að fjölga útflutningsstoðunum.</span></p> <p><span>Verðmætasköpun þarf í auknum mæli að byggjast á hugviti, rannsóknum og nýsköpun til að styrkja stoðir hagvaxtar til langframa. Menntun og aukin hæfni er undirstaða sjálfbærni, framfara og aukinna lífsgæða. Ríkisstjórn sýnir vilja í verki í fjárlagafrumvarpinu og fjárveitingar til málefna sem falla undir mennta- og menningarmálaráðuneytið hækka um 11% milli ára og verða 127,2 milljarðar kr. á næsta ári.<br /> <br /> <strong>Aukin fjárfesting í menntun og vísindum<br /> </strong>Um 40% af fjárveitingum ráðuneytisins renna til háskólastarfsemi, sem er stærsti einstaki málaflokkur ráðuneytisins. Framlög til háskóla- og rannsóknastarfsemi hækka um 7% milli ára, þar sem bæði er um að ræða aukinn beinan stuðning við skólastarfið og fjárveitingar til einstakra verkefna. Eitt af fyrirheitum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var að framlög til háskólastigsins næðu meðaltali ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Það hefur tekist og er það fagnaðarefni.</span></p> <p><span>Aukin framlög í Nýsköpunarsjóð námsmanna nema 300 milljónum kr. og 159 milljónir kr. fara í fjölgun námsplássa í hjúkrunarfræði og fagnám fyrir sjúkraliða. Þá er gert ráð fyrir verulega auknum fjárveitingum vegna stuðnings við námsmenn, þar sem 2021 verður fyrsta heila starfsár nýs Menntasjóðs námsmanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Fjárveitingar til framhaldsskólanna aukast um 3,6% milli ára og verða 36,2 milljarðar kr. Fjárfest verður í margvíslegum menntaumbótum sem eiga að nýtast öllum skólastigunum og framlög í rannsókna- og vísindasjóði hækka um 67% milli ára, úr 6,2 milljörðum kr. í 10,3 milljarða kr.<br /> <br /> <strong>Aukin viðurkenning á gildi menningar<br /> </strong>Umsvifin á sviði menningarmála aukast verulega milli ára. Fjárveitingar til safnamála hækka um 11%, þá nemur hækkun til menningarstofnana 9% og menningarsjóðir stækka einnig um 9%. Meðal einstakra liða má nefna 300 milljóna kr. fjárveitingu vegna húsnæðismála Náttúruminjasafns Íslands, 200 milljónir kr. til undirbúnings vísinda- og upplifunarsýningar fyrir börn og ungmenni og 225 milljóna kr. aukningu vegna tímabundinnar fjölgunar listamannalauna. Þessi tímabundna hækkun er ígildi aukaúthlutunar um 550 mánuði sem kemur til viðbótar við 1.600 mánuði sem almennt er úthlutað skv. lögum. Eyrnamerkt fjármagn vegna listamannalauna verður því 905,6 milljónir kr. á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Þá eru 550 milljónir kr. eyrnamerktar markmiðum og aðgerðum í nýrri kvikmyndastefnu sem kynnt var á dögunum.</span></p> <p><span>Áfram er haldið að efla bókasafnasjóð höfunda, sem greiðir höfundarétthöfum fyrir afnot verka sinna, og eru fjárheimildir hans auknar um 75 milljónir kr. Þá er ráðgert að verja 25 milljónum kr. til að efla starfsemi bókasafna, og rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. </span></p> <p><span>Á árinu 2021 verður unnið að aðgerðaáætlun nýrrar menningarstefnu. Ég vonast til þess að hún verði hvatning og innblástur til þeirra fjölmörgu sem vinna á sviði íslenskrar menningar til að halda áfram sínu góða starfi. Fjárlagafrumvarpið í ár sýnir glögglega mikilvægi mennta- og menningar og hvernig er forgangsraðað í þágu þessa. Hugverkadrifið hagkerfi reiðir sig á framúrskarandi menntakerfi. Við erum að fjárfesta í framtíðinni með því að forgangsraða í þágu menntunar. Menntun er eitt mesta hreyfiaflið fyrir einstaklinga, þar sem tækifærin verða til í gegnum menntakerfið.<br /> </span> </p> <div>&nbsp;</div> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 24. október 2020.</p>
20. október 2020Blá ör til hægriSkapandi þjóð<p><span>Við þurfum að skara fram úr. Velmegun og öryggi okkar þjóðar ræðst af getu okkar til að keppa við aðrar þjóðir um lífsgæði. Við þurfum að setja markið hátt og vera reiðubúin að keppa við þá sem lengst hafa náð. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa, en með hugrekki, hugvit og þrautseigju að vopni getum við keppt við þróuðustu hagkerfi heimsins.</span></p> <p><span>Við tökumst nú á við eina alvarlegustu efnahagskreppu nútímasögunnar. Í kjölfar heimsfaraldurs standa þjóðir heims frammi fyrir miklum þrengingum og er Ísland þar engin undantekning. Ábyrgðarhlutverk stjórnvalda er stórt og okkur ber að grípa til margháttaðra varnaraðgerða til að vernda heimili og atvinnulíf fyrir verstu áhrifum kreppunnar. Við eigum þó ekki að gleyma okkur í vörninni heldur þora að sækja fram. Markviss efling hugvits, tækni og skapandi greina getur leikið stórt hlutverk í þeim efnum. Ríkisfjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpið bera þess skýr merki.<br /> Við þurfum ekki að líta langt, því bestu tækifærin búa í okkur sjálfum! Við höfum byggt upp atvinnulíf á auðlindum íslenskrar náttúru; fiskimiðum, fallvötnum og fegurð landsins. Við höfum líka litið til okkar sjálfra, en þurfum að gera meira því tækifæri framtíðarinnar liggja ekki síst í menningunni sem hér hefur þróast.</span></p> <p><span>Þar geta runnið saman sterkir alþjóðlegir straumar og sérstaða Íslands og þegar er hafin vinna við eflingu skapandi greina; þar sem menning, listir, hugvit og iðnaður renna saman í eitt. Skapandi greinar eru þannig svar við áskorunum og tækifærum sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni, þar sem skil milli efnislegra, stafrænna og líffræðilegra kerfa mást út. Sjálfvirknivæðing og margvísleg hátækni sýna okkur eina hlið á nýjum veruleika. Þar verða tækifærin best nýtt með sköpunargáfu, gagnrýnni hugsun og getu til að horfa á hlutina með nýjum hætti.</span></p> <p><span>Við nýtum nú þegar þá miklu auðlind sem er að finna í kraftmiklu menningar- og listalífi. Sú auðlind skilar nú þegar miklum efnahagslegum gæðum til samfélagsins í formi atvinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu. Þessi öfluga atvinnugrein veitir ekki aðeins tæplega 8% vinnuaflsins beina atvinnu, heldur hefur rík áhrif á ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinar. Skapandi greinar eru sveigjanlegri og vaxa hraðar en aðrar atvinnugreinar, en til að standast samkeppni við aðrar þjóðir þurfum við að greiða leið frumkvöðla og skapandi fyrirtækja með hvetjandi aðgerðum.</span></p> <p><span>Mikil tækifæri eru til vaxtar á öllum sviðum hugvitsdrifinna atvinnugreina á Íslandi. Ný kvikmyndastefna sem lögð var fram fyrir fáum dögum er dæmi um þær aðgerðir sem opinberir aðilar þurfa að grípa til ef við ætlum að nýta okkur tækifæri framtíðarinnar. Aðrar greinar eins og leikjaframleiðsla, tónlistariðnaður, hönnun og arkitektúr, myndlist, bókmenntir og sviðslistir þarf að styðja með líkum hætti með því að tryggja þeim bestu mögulegu skilyrði til að blómstra í þágu okkar allra.</span></p> <p>-</p> <p>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 20. október 2020.</p>
14. október 2020Blá ör til hægriUnga fólkið okkar hefur áhrif<br /> <span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 10. október 2020.</span><br /> <br /> Unglingsárin eru tímabil spennandi breytinga. Líkami og sál þroskast, vinahópur og nærumhverfi breytast, með tilfærslu ungmenna milli skólastiga. Unglingar í dag lifa á tímum samfélagsmiðla og í því felast tækifæri en einnig áskoranir. Flæði af upplýsingum krefst þess að ungmenni séu gagnrýnni en fyrri kynslóðir á það efni sem fyrir þau er lagt. Þörfin fyrir skilmerkilegri og öflugri kynfræðslu, kennslu í samskiptum og lífsleikni hefur því aldrei verið meiri.<br /> <br /> Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá og því hefur það verið skólanna að fræða ungmennin okkar. Flestir virðast þó vera sammála því, að í breyttum heimi þurfi að gera betur. Síðastliðið vor ályktaði Alþingi um mikilvægi skipulagðra forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Tryggja þurfi að inntak kennslunnar verði að meginstefnu til þríþætt. Í fyrsta lagi að almennar forvarnir stuðli að sterkri sjálfsmynd og þekkingu á mörkum og markaleysi, þar á meðal í samskiptum kynjanna og samskiptum milli fullorðinna og barna. Í öðru lagi að auka fræðslu um kynheilbrigði og kynhegðun, einkum í grunnskólum og framhaldsskólum. Í þriðja lagi þarf að halda áfram opinskárri umfjöllun um eðli og birtingarmyndir kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni. Til framtíðar þarf einnig að undirbúa starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum til að sjá um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.<br /> <br /> Í liðinni viku átti ég áhugaverðan fund með Sólborgu Guðbrandsdóttur, baráttukonu og fyrirlesara, og Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðingi um þessi málefni. Báðar hafa þær unnið með ungu fólki, hvor á sinn hátt, og þekkja vel þörfina á skilmerkilegum aðgerðum. Niðurstaða fundarins var að fela sérstökum starfshópi að taka út kynfræðslukennslu í skólum og gera tillögur að úrbótum í samræmi við ofangreinda þingsályktun. Sú vitundarvakning sem orðið hefur um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni er geysilega mikilvæg fyrir samfélagið, en það er brýnt að þekkingin skili sér markvisst inn í skólakerfið.<br /> <br /> Aðkoma barna og ungmenna er lykilatriði til að ná samstöðu og sátt um málefni sem þeim tengjast. Þess vegna hefur ráðuneytið haldið samráðsfundi með samtökum nemenda, til að heyra þeirra skoðanir og viðhorf varðandi ákvarðanatöku í heimsfaraldrinum. Þetta hefur gefið mjög góða raun.<br /> <br /> Komi í ljós að fræðslan sé óviðunandi mun ég leggja mitt af mörkum svo menntakerfið sinni þessari skyldu. Í mínum huga er þetta eitt mikilvægasta baráttumálið til að auka velferð ungmenna á Íslandi.<br />
08. október 2020Blá ör til hægriÍslensk kvikmyndagerð á tímamótum<p><span>Menning og listir skipta mestu máli þegar hriktir í stoðum samfélaga. Þær setja líðandi stund í samhengi, veita skjól frá amstri hversdagsins og skapa samstöðu.<br /> Gróskan í íslensku menningarlífi er með ólíkindum. Þar liggja líka mörg af okkar stærstu tækifærum til að byggja upp hugvitsdrifið og skapandi atvinnulíf. Óvíða eru þessi tækifæri meiri en í kvikmyndalist og til að ýta undir áframhaldandi vöxt hafa stjórnvöld nú lagt línurnar, með kvikmyndastefnu til næstu tíu ára. Þessi fyrsta heildstæða kvikmyndastefna var kynnt í vikunni, en hún byggist á tillögum verkefnahóps sem skipaður var fyrir ári. Í hópnum sátu fulltrúar listgreinarinnar, atvinnulífs og stjórnvalda og lagði hópurinn ríka áherslu á samráð við hagaðila í greininni. Niðurstaðan er metnaðarfull og raunsæ, og ég er sannfærð um að stefnan mun styðja vöxt kvikmyndagerðar sem listgreinar og alþjóðlega samkeppnishæfrar framleiðslugreinar.<br /> <br /> Í stefnunni eru sett fram meginmarkmið til næstu tíu ára og aðgerðir tilgreindar með kostnaðaráætlunum. Um leið eru aðilar gerðir ábyrgir fyrir einstökum aðgerðum til að tryggja framkvæmd og eftirfylgni. Aðgerðirnar lúta annars vegar að eflingu kvikmyndamenningar og kvikmyndalistar og hins vegar að eflingu atvinnulífs í kringum kvikmyndastarfsemi sem er bæði alþjóðleg og sjálfbær.<br /> <br /> Stefnan setur skýr markmið um eflingu fjölbreyttrar og metnaðarfullrar menntunar á sviði kvikmyndagerðar. Boðaðar eru markvissar aðgerðir til að efla mynd- og miðlalæsi barna og unglinga og styðja við skapandi hugsun. Slíkt hefur aldrei verið mikilvægara en nú, á tímum ofgnóttar af upplýsingum sem erfitt er að henda reiður á. Þá er í stefnunni kveðið á um vandað og metnaðarfullt kvikmyndanám á háskólastigi, nokkuð sem greinin hefur kallað eftir um langt skeið. Námið mun efla listrænt sjálfstæði íslenskrar kvikmyndagerðar, auka faglega umræðu og opna spennandi tækifæri til náms og starfa.<br /> <br /> Loforð um bætt starfsumhverfi fyrir greinina kallar einnig á aðgerðir, m.a. breytingar á skattaumhverfi og uppfærslu á endurgreiðslukerfi. Þar á Ísland í harðri alþjóðlegri samkeppni, enda sjá margar þjóðir kosti þess að byggja upp kvikmyndaiðnað í sínu landi. Yfirstandandi alheimskreppa hefur síst dregið úr vilja þjóða til að laða til sín kvikmyndaframleiðendur og Ísland getur ekki leyft sér að sitja aðgerðalaust hjá. Kostir núverandi endurgreiðslukerfis eru margir, en með því að hækka endurgreiðsluhlutfallið kæmist Ísland í flokk þeirra eftirsóknarverðustu. Fyrir því mun ég beita mér, til hagsbóta fyrir greinina sjálfa og hagkerfið allt.<br /> <br /> Rík sagnahefð Íslendinga hefur skilað okkur hundruðum kvikmynda, heimilda- og stuttmynda, sjónvarpsþátta og öðru fjölbreyttu efni á síðustu áratugum. Margar erlendar kvikmyndir og þáttaraðir hafa verið teknar hér og fjöldi ferðamanna heimsótt Ísland eingöngu vegna einstakrar náttúrufegurðar og menningar sem birtist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ávinningurinn af þessu er mikill. Aukin fjárfesting í kvikmyndagerð er því bæði viðskiptatækifæri fyrir þjóðarbúið og áburður í mótun menningar okkar og samfélagsins.<br /> <br /> Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjárveitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenningarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv.<br /> <br /> Ég óska þjóðinni til hamingju með glæsilega kvikmyndastefnu. Hún er hvatning og innblástur öllum þeim sem vinna við kvikmyndagerð og samfélaginu sem nýtur afrakstursins.<br /> <br /> -</span></p> <p><span>Fyrst birt í Morgunblaðinu, 8. október 2020</span></p>
07. október 2020Blá ör til hægriHvaða íslenski sjónvarpsþáttur er bestur?<p>Íslendingar elska íslenskt sjónvarpsefni! Allt frá því að Hrafn Gunnlaugsson, Egill Eðvarðsson og Björn G. Björnsson færðu þjóðinni fyrstu alísl­ensku þáttaröðina árið 1977 – Undir sama þaki – og fram á þennan dag, safnast kynslóðirnar saman við sjónvarpsskjáinn til að upplifa eitthvað alveg sérstakt. Tækniþróun og erlendar streymisveitur hafa skapað fjölmörg tækifæri fyrir íslenskt þáttagerðarfólk, bæði til fjármögnunar og dreifingar. Íslenskt efni nýtur vinsælda víða um heim, nú síðast Brot, sem framleitt var í samstarfi við Netflix og var um tíma efst á áhorfslistum streymisveitunnar. Þrátt fyrir vinsældirnar hefur fjármögnun á íslenskum sjónvarpsþáttum gjarnan verið þung. Kvikmyndasjóður hefur haft takmarkaða burði til að uppfylla þarfirnar, enda umsóknir í sjóðinn langt umfram stærð hans og kvikmyndir í fullri lengd fjárfrekar.</p> <p>Til að mæta þessari brýnu þörf verður settur á laggirnar sérstakur fjárfestingarsjóður sjónvarpsefnis og er tilurð hans hluti af heildstæðri kvikmyndastefnu fyrir Ísland, sem kynnt var í gær. Sjóðurinn verður rekinn að fyrirmynd Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og er ætlað að ýta undir framleiðslu, sölu og dreifingu leikinna sjónvarpsþáttaraða. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í allt að þremur þáttaröðum á ári fyrst um sinn, en í náinni framtíð gæti framleiðslugeta orðið allt að tíu til tólf þáttaraðir á ári.</p> <p>Sú ríka þörf Íslendinga um aldir að segja sögur hefur orðið kveikjan að hundruðum kvikmyndaverka sem mörg eiga stóran sess í hjörtum okkar. Fyrir elju, einurð og sterka sýn þeirra sem starfað hafa að kvikmyndagerð er nú í mótun burðug list- og atvinnugrein sem stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð. Velta greinarinnar hefur þrefaldast á áratug og skapað þúsundir starfa. Þá fjölbreyttu flóru þarf að vökva, svo hún blómstri um ókomna tíð, tryggja greininni bestu mögulegu aðstæður til að vaxa og dafna. Með kvikmyndastefnu til ársins 2030 er vörðuð raunsæ en metnaðarfull braut inn í framtíðina.</p> <p>Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.</p>
05. október 2020Blá ör til hægriGóður kennari gerir kraftaverk<p><span>Alþjóðadagur kennara er í dag. Fá störf eru jafn samfélagslega mikilvæg og kennarastarfið. Við munum öll eftir kennurum sem höfðu mikil áhrif á okkur sem einstaklinga, námsval og líðan í skóla. Góður kennari skiptir sköpum. Góður kennari mótar framtíðina. Góður kennari dýpkar skilning á málefnum og fær nemandann til að hugsa afstætt í leit að lausnum á viðfangsefnum. Góður kennari opnar augu nemenda fyrir nýjum hlutum, hjálpar þeim áfram á beinu brautinni og stendur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kennari tekur upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín og gerir kraftaverk í lífi barns. Góður kennari lyftir þungum brúnum og getur kallað fram hlátrasköll. Góður kennari styrkir einstaklinginn.</span></p> <p><span>Skólastarf á tímum heimsfaraldurs er ómetanlegt. Þegar fyrst var mælt fyrir um takmarkanir á skólahaldi, þann 13. mars, var rík áhersla lögð á mikið og gott samráð við lykilaðila í skólasamfélaginu; Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, skólameistara og rektora, og ekki síður nemendur. Það samstarf hefur skilað góðum árangri, gagnkvæmum skilningi á stöðu ólíkra hópa og samtali sem tryggt hefur skólastarf í landinu, á sama tíma og börn í mörgum öðrum löndum hafa þurft að sitja heima.</span></p> <p><span>Nemendur á öllum skólastigum eru yfir hundrað þúsund talsins. Í leik- og grunnskólum eru um 64.650 nemendur og 11.450 starfsmenn. Í framhalds- og háskólum eru um 41.000 nemendur. Aðstæður skóla og nemenda hafa verið ólíkar í heimsfaraldrinum og skoðanir um aðgerðir á hverjum tíma skiptar. Allir hafa þó lagst á eitt við að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks og ég dáist mjög að þeirri seiglu sem birtist í árangrinum. Það er ómetanlegt fyrir börn að komast í skólann sinn, að læra og eiga fastan punkt í tilveru sem er að hluta til á hvolfi.</span></p> <p><span>Við erum menntaþjóð. Við viljum vera samfélag sem hugsar vel um kennara sína, sýnir þeim virðingu og þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Við viljum vera samfélag sem fjárfestir í menntun, enda er framúrskarandi menntun ein meginforsenda þess að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi. Fjárlagafrumvarpið í ár sýnir glögglega mikilvægi menntunar og hvernig forgangsraðað er í þágu þessa.</span></p> <p><span>Aldrei hef ég verið eins stolt af íslensku menntakerfi og einmitt nú, þegar hindrunum er rutt úr vegi af fagmennsku og góðum hug. Kennarar og skólastjórnendur hafa sýnt mikla yfirvegun og baráttuvilja. Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja hefur verið leiðarljósið okkar nú í haust og við munum halda áfram á þeirri vegferð. Ég hvet alla til að halda áfram að vinna að farsælum lausnum á þeim verkefnum sem blasa við okkur.</span></p> <p><span>Kæru kennarar. Ykkar framlag í baráttunni við veiruna skæðu verður seint fullþakkað. Takk fyrir að halda áfram að kenna börnunum okkar og leggja ykkur fram við að bjóða nemendum upp á eins eðlilegt líf og hægt er.<br /> </span></p> <p>-</p> <p>Fyrst birt í Morgunblaðinu, 5. október 2020</p>
01. október 2020Blá ör til hægriSpennandi upphaf<span></span> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;">Þingsetningardagurinn 1. október er gleðidagur. Hann markar upphaf samstarfs á þingi, þar sem öll mál eru sett fram af heilum hug þingmanna og fullvissu um að málið bæti samfélagið.</div> <p class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"><strong>Þingsályktun um menntastefnu til 2030</strong></p> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"> Undanfarið hefur menntakerfið staðist mikið álag. Við eigum áfram að sækja fram til að tryggja framúrskarandi menntun á öllum skólastigum og í haust mun ég kynna tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030, þar sem menntun landsmanna er í öndvegi. Stefnan er afrakstur mikillar samvinnu allra helstu hagaðila og þar verður áhersla lögð á fjögur markmið: jöfn tækifæri til náms, kennslu í fremstu röð, gæði skólastarfsins og hæfni menntakerfisins til framtíðar. Ég hlakka til að tala fyrir henni á þingi, enda er menntakerfi lykilþáttur í samkeppnishæfni þjóðarinnar.</div> <p class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"><strong>Aukin réttindi eftir iðnnám</strong></p> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"> Í ljósi breytinga í framhaldsskólum á liðnum árum er nauðsynlegt að bæta stöðu þeirra sem hafa lokið öðru prófi en stúdentsprófi. Ég vil að gildi lokaprófa taki mið af hæfni og þekkingu nemenda, en ekki að eitt sé sjálfkrafa æðra öðru, og mun mæla fyrir lagabreytingu í þá veru. Með henni vil ég ýta undir að nemendur fái notið þeirrar hæfni, þekkingar og færni sem þeir hafa öðlast með ólíkum lokaprófum frá mismunandi framhaldsskólum. Mikilvægt er að vægi eininga verði gegnsætt og endurspegli tiltekinn mælikvarða, svo námslok frá framhaldsskóla verði metin með sambærilegum hætti við innritun í háskóla.</div> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;">&nbsp;</div> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"><strong>Ályktun um menningarstefnu til 2030</strong></div> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"><strong>&nbsp;</strong>Undirbúningur að gerð menningarstefnu til ársins 2030 er í fullum gangi. Ég vona að hún verði hvatning og innblástur til þeirra fjölmörgu sem vinna á sviði íslenskrar menningar til að halda áfram sínu góða starfi. Menning skapar samfélag, gerir okkur mennsk, og er því ómetanleg. Okkur ber að rækta menninguna, setja markið hátt og ná árangri. Stefnan á að nýtast stjórnvöldum í allri umræðu um menningarmál, stefnumótun á afmörkuðum sviðum og ákvarðanatöku.</div> <p class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"><strong>Sterkir fjölmiðlar</strong></p> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;"> Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru fyrirheit um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Því verki er ekki lokið og því mun ég leggja fram fjölmiðlafrumvarpið svokallaða í þriðja sinn. Ég vænti þess að samstaða náist um frumvarpið, enda hefur málið lengi verið á döfinni og þörfin brýn. Reynslan af Covid-19-stuðningi við fjölmiðla á þessu ári sýnir líka að hægt er að útfæra stuðning af þessu tagi á sanngjarnan hátt. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að efla samfélagslega umræðu. Stuðningur gerir fjölmiðlum kleift að efla ritstjórnir sínar, vera vettvangur skoðanaskipta og tjáningarfrelsis og rækja hlutverk sitt sem einn af hornsteinum lýðræðisins.</div> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;">&nbsp;</div> <div class="article" style="color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; box-sizing: content-box; line-height: 1.4;">Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.<br /> <br /> Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 1. október, 2020.</div> <h1 style="box-sizing: content-box; margin: 0.2em 0px; font-weight: 400; line-height: 1.4; font-family: georgia, palatino, serif; color: #333333; background-color: #ffffff;"><span></span></h1> <div class="article-text" style="box-sizing: content-box; line-height: 1.4; overflow: hidden; color: #333333; font-family: 'Open Sans', Arial, Helvetica, sans-serif; font-size: 16px; background-color: #ffffff;"> <div class="article" style="box-sizing: content-box; line-height: 1.4;">&nbsp;</div> </div>
01. október 2020Blá ör til hægriHamingjan<p><span>Hæstvirtur forseti, góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Líklega er ekkert í heiminum fegurra en hamingjusöm börn. Börn sem njóta umhyggju og ástar, búa að sjálfstrausti og bjartsýni, börn sem vita beint eða óbeint að þeirra bíða tækifæri í góðu og fjölskylduvænu samfélagi, menntun og velsæld. Stærsta verkefni okkar þingmanna, er að gera allt hvað við getum til að auka þessa hamingju. Tryggja að börn njóti menntunar frá unga aldri og upp á fullorðinsár, skapa umgjörð sem laðar fram það besta í hverju barni og búa þannig í haginn fyrir framtíðina.</span></p> <p><span>Víða um heim hefur yfirstandandi heimsfaraldur sett skólastarf úr skorðum. Dæmi eru um, að börn hafi ekki komist í skólann síðan í febrúar … og séu ekki á leiðinni þangað á næstunni. Hérlendis hafa innviðir samfélagsins staðist hið fordæmalausa álagspróf, því þrátt fyrir erfiðleika í hagkerfinu og á fjölda heimila, þá er samfélagið að stærstum hluta virkt.</span></p> <p><span>Mikilvægi skólakerfisins er ómælt í því samhengi.&nbsp; Bæði fyrir menntun og hamingju barna, og atvinnulífið í heild .. sem í raun stendur og fellur með skólastarfinu. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda á öllum skólastigum við mjög krefjandi aðstæðum sl. vor og í haust, verða seint fullþökkuð, sem og samhugurinn sem ennþá einkennir nemendur og fjölskyldur þeirra.</span></p> <p><span>Árangurinn af samhentu skólastarfi er margvíslegur – til dæmis hefur það ótrúlega gerst, að brottfall í framhaldsskólum hefur verið lægra en í venjulegu árferði. Kennarar og námsráðgjafar hafa sinnt þeim sérstaklega vel sem eru í mestri brotthvarfshættu og tekist að halda þeim við efnið. Og það hlýtur að vera markmiðið; að ekkert barn sé skilið eftir í skólakerfinu – hvort sem horft er til leik-, grunn- eða framhaldsskólanna. Öll börn búa yfir styrkleikum, sem skólakerfið á að mæta ef þörf krefur og sjá til þess að viðkomandi fái notið tækifæranna sem það á rétt á.</span></p> <p><span>Auðvitað setur ástandið mark sitt á skólahald, þar sem félagslegt hlutverk skólanna er ómælt og það er áhugavert að sjá unga fólkið okkar upplifa mikilvægi þess að mæta í skólann. Í þeirra huga, er skólasókn ekki lengur kvöð, heldur mikilvæg réttindi sem þau vilja nýta. Í vikunni hitti ég efnilegan framhaldsskólanema á Selfossi sem sagði, með leyfi forseta; „Það eru allir æstir að komast í skólann!“ Einhvern tímann hefði slík fullyrðing komið á óvart ... en ekki nú.</span></p> <p><span>Skólarnir skipta líka sköpum fyrir marga sem nú upplifa atvinnumissi, því margir hafa ákveðið að nýta tímann til að mennta sig – jafnvel á nýjum vettvangi. Slíkt er til marks um nýja tíma, þar sem fólk er sífellt að læra nýja hluti, mennta sig .. og leita hamingjunnar. Sögur af bankastarfsmönnum sem snúa við blaðinu til að læra bólstrun, eða flugmönnum sem fara í trésmíðanám eru innblástur fyrir alla sem standa frammi fyrir miklum áskorunum, eða einfaldlega langar að breyta til.</span></p> <p><span>Þau viðhorf til menntunar sem birtast í fjárlagafrumvarpinu eru fagnaðarefni. Aukin fjárfesting í menntun mun skila góðri ávöxtun, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið allt.</span></p> <p><span>Það sama má segja um auknar fjárveitingar til menningarmála, því sannarlega lifir maðurinn ekki á brauðinu einu saman. Við erum menningarverur. Þurfum andlega næringu jafnt sem líkamlega og það er gleðilegt að geta færst meira í fang á sviði menningarmála á nýju ári. Við eigum glæsileg söfn og listamenn, sem bera hróður Íslands um allan heim – leikara, myndlistarmenn og tónlistarfólk sem komist hefur til æðstu metorða. Og við skulum muna, að fólk sem fær óskarsverðlaun fyrir list sína ávinnur sér ekki bara virðingu, heldur fylgja því tækifæri fyrir land og þjóð. Beinhörð veraldleg verðmæti, sem við getum svo notað til að bæta samfélagið okkar.</span></p> <p><span>Slík margföldunaráhrif höfum við séð af árangri íþróttafólks, einstaklinga og liða sem hafa blásið okkur bjartsýni í brjóst. Það eiga lista- og íþróttmenn sameiginlegt – að hafa sýnt með elju og dugnaði að allt er mögulegt.</span></p> <p><span>Þann lærdóm tökum við með okkur inn í síðasta þing kjörtímabilsins – þing sem ég trúi að muni einkennast af nútímalegum vinnubrögðum og samvinnu, til heilla fyrir fjölskyldurnar í landinu – stórar jafnt sem smáar. Fjölskylduflokkurinn … Framsóknarflokkurin hlakkar til samstarfsins og er búinn undir veturinn.</span></p> <p><span>Með viljastyrk verður veröldin full af hamingju.</span></p>
22. september 2020Blá ör til hægriÞjóðarleikvangar fyrir þjóðina<p><span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 22. september 2020.</span><br /> <br /> Tími innviðafjár­fest­inga er runn­inn upp. Slík­ar fjár­fest­ing­ar snú­ast um fleira en vegi og brýr, því innviðir sam­fé­lags­ins eru marg­ir og sam­fléttaðir. Hug­mynd­ir um langþráðar fram­kvæmd­ir við Mennta­skól­ann í Reykja­vík eru loks­ins að raun­ger­ast, grein­ing á hús­næðisþörf fyr­ir iðn- og tækni­mennt­un er á loka­metr­un­um og und­ir­bún­ing­ur vegna nýs Lista­há­skóla er í full­um gangi. Unnið er að framtíðar­skip­an Nátt­úru­m­inja­safns Íslands og Hús ís­lensk­unn­ar hef­ur þegar tekið á sig mynd.</p> <p> Um ára­tuga­skeið hef­ur þjóðin átt sér þann draum að byggja þjóðarleik­vanga fyr­ir íþrótt­astarf í land­inu. Slíkt er löngu tíma­bært, enda nú­ver­andi mann­virki úr sér geng­in og stand­ast ekki kröf­ur alþjóðlegra íþrótta­sam­banda. Þannig upp­fyll­ir ekk­ert íþrótta­hús hér­lend­is lág­marks­kröf­ur sem gerðar eru í alþjóðakeppn­um í hand­knatt­leik eða körfuknatt­leik. Laug­ar­dals­höll­in kemst næst því, en þar er gólf­flöt­ur of lít­ill, rými fyr­ir áhorf­end­ur of smátt og auka­rými fyr­ir ýmsa þjón­ustu ekki til staðar. Alþjóðasam­bönd hafa þegar gefið okk­ur gula spjaldið vegna aðstöðuleys­is, og&nbsp;ef ekk­ert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjöl­farið.</p> <p> <br /> Svipaða sögu er að segja um Laug­ar­dalsvöll­inn, sem er einn elsti þjóðarleik­vang­ur í Evr­ópu. Líkt og hand­bolta- og körfu­bolta­fólkið okk­ar hef­ur knatt­spyrnu­landsliðið náð undra­verðum ár­angri, bæði í kvenna- og karla­flokki. Það er þó ekki vell­in­um að þakka, sem líkt og Laug­ar­dals­höll­in stenst ekki kröf­ur sem gerðar eru í alþjóðleg­um mót­um. Aðfinnsl­urn­ar eru svipaðar; völl­ur­inn er lít­ill, áhorf­endaaðstaða óviðun­andi og skort­ur er á rým­um fyr­ir ýmsa þjón­ustu. Þá hafa keppn­is­tíma­bil í alþjóðleg­um mót­um lengst og þörf­in fyr­ir góðan völl því brýnni en nokkru sinni fyrr.<br /> Eft­ir ára­tuga draum­far­ir sést nú til lands. Tveir starfs­hóp­ar – ann­ar vegna inn­iíþrótta og hinn vegna knatt­spyrnuiðkun­ar – hafa skilað grein­ingu á ólík­um sviðsmynd­um, kost­um, göll­um, ávinn­ingi og áhættu af ólík­um leiðum. Þannig er stór hluti und­ir­bún­ings­vinn­unn­ar kom­inn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Fram und­an er að tryggja fjár­mögn­un, ráðast í hönn­un og grípa skófl­una og byggja framtíðarleik­vanga fyr­ir landslið Íslend­inga.<br /> <br /> Þótt meg­in­mark­miðið sé að byggja utan um og yfir íþrótt­a­starfið er mik­il­vægt að þjóðin öll finni sig í nýj­um þjóðarmann­virkj­um. Að hún sé vel­kom­in í mann­virk­in árið um kring, en þau standi ekki tóm og safni bæði kostnaði og ryki. Það má gera með ýms­um hætti; 1) bjóða sér­sam­bönd­um, stök­um fé­lög­um og skól­um vinnu- og æf­ingaaðstöðu, 2) hugsa fyr­ir viðburðahaldi strax á hönn­un­arstigi og tryggja að al­menn­ing­ur, sér í lagi börn, geti notið og prófað ólík­ar íþrótt­ir. Þjóðarleik­vang­ar eiga að iða af lífi frá morgni til kvölds, eigi þeir að standa und­ir nafni.</p>
14. september 2020Blá ör til hægriHugsum stórt - Framundan er áratugur fjárfestinga og nýsköpunar<p><strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 3. september 2020.</strong></p> <p>Í upphafi ársins var slaki tekinn að myndast í efnahagskerfinu og blikur voru á lofti eftir samfellt langt hagvaxtarskeið á Íslandi. Fregnir af COVID-19 voru farnar að berast frá Kína, en fáir sáu fyrir hversu alvarlegar afleiðingarnar yrðu af hinni áður óþekktu veiru. Smám saman breyttist þó heimsmyndin og í byrjun mars raungerðist vandinn hérlendis, þegar fyrstu innanlandssmitin greindust. Höggið á efnahagskerfi heimsins var þungt og enn eru kerfin vönkuð.</p> <p>Efnahagshorfur um allan heim munu hverfast um þróun faraldursins og hvernig tekst að halda samfélagslegri virkni, þar til bóluefni verður aðgengilegt öllum eða að veiran veikist. Við þessar aðstæður reynir á grunnstoðir samfélaga; heilbrigðiskerfi, menntakerfi og efnahagsaðgerðir stjórnvalda. Hérlendis er eitt mikilvægasta verkefnið að ráðast í fjárfestingar, grípa þau tækifæri sem felast í krefjandi aðstæðum og leggja grunninn að hagsæld næstu áratuga.</p> <p><strong>Samfélagsleg virkni tryggð<br /> </strong>Baráttan við veiruna hefur um margt gengið vel hérlendis. Heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið, þar sem þrotlaus vinna heilbrigðisstarfsfólks og höfðinglegt framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa varðað leiðina. Menntakerfið hefur einnig staðist prófið og Ísland er eitt fárra landa sem hefur ekki lokað skólum. Þá hafa umfangsmiklar efnahagsaðgerðir skilað góðum árangri og lagt grunninn að næstu skrefum.</p> <p>Skilvirk efnahagsstjórnun og framtíðarsýn er lykilinn að velsæld. Gert er ráð fyrir tæplega 6% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári, en viðsnúningur verði á því næsta með 4% hagvexti.&nbsp; Samdráttur upp á 9,3% á öðrum ársfjórðungi 2020 er sögulegur, en þó til marks um varnarsigur í samanburði við ríki á borð við Frakkland (-14%) og Bretland (-20%). Þótt óvissan um þróun faraldursins og þeirra atvinnugreina sem versta hafa orðið úti sé mikil, geta stjórnvöld ekki leyft sér að bíða heldur verða þau að grípa í taumana. Vinna hratt og skipulega, veita fjármunum í innviðaverkefni af ólíkum toga og skapa aðstæður fyrir fjölgun virðisaukandi starfa til skemmri og lengri tíma.</p> <p><strong>Ríkisstjórnir grípa boltann<br /> </strong>Þróuð hagkerfi heimsins gripu flest til róttækra efnahagsaðgerða til að örva hagkerfi sín í upphafi heimsfaraldurs, með kennisetningar John M. Keynes að leiðarljósi. Sterkt samspil ríkisfjármála, peningastefnu og fjármálakerfis varð leiðarljós ríkisstjórna í samanburðarlöndunum, sem hafa tryggt launþegum atvinnuleysisbætur og fyrirtækjum stuðning, svo atvinnulífið komist fljótt af stað þegar heilsufarsógnin er afstaðin. Langtímavextir í stærstu iðnríkjum eru í sögulegu lágmarki og viðbúið að svo verði um nokkurt skeið, ekki síst í ljósi spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem gerir ráð fyrir 5% samdrætti á heimsvísu í ár og efnahagsbatinn verði hægari en talið var í fyrstu. Í því felst aukin áskorun fyrir lítið og opið hagkerfi, eins og það íslenska, sem er um margt háð þróun á alþjóðamörkuðum og fólksflutningum milli landa. Á hinn bóginn verður áfram mikil eftirspurn eftir helstu útflutningsvörum Íslendinga, matvælum og grænni orku.</p> <p><strong>Opinberar fjárfestingar gegn samdrætti<br /> </strong>Í ársbyrjun var staða ríkissjóðs Íslands sterkari en flestra ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hreinar skuldir ríkissjóðs voru aðeins um 20% af landsframleiðslu, sem endurspeglar styrka stjórn og niðurgreiðslu skulda undanfarin ár samhliða miklum hagvexti. Uppgjörsaðferðir og lög frá 2015 um stöðuleikaframlög frá slitabúum fallinna banka lögðu grunninn að þeirri stöðu, auk þess sem ferðaþjónustan skapaði mikið gjaldeyrisinnflæði. Stjórnvöld hafa því verið í kjörstöðu til að sníða fjárveitingar að þörfinni og munu laga framhaldsaðgerðir að raunveruleikanum sem blasir við. Opinberar fjárfestingar munu vega á móti samdrætti ársins og núna er tíminn til að hugsa til framtíðar. Fjárfesta í metnaðarfullum innviðaverkefnum, menntun, nýsköpun, rannsóknum og þróun. Við eigum að fjárfesta í vegum og brúm, uppbyggingu nýrra atvinnugreina og stuðningi við þær sem fyrir eru. Við eigum að efla innlenda matvælaframleiðslu, byggja langþráða þjóðarleikvanga fyrir íþróttir og fjárfesta í nýjum fyrsta flokks gagnatengingum Íslands við umheiminn. Við eigum að kynna Ísland betur fyrir erlendum langtímafjárfestum, fyrirtækjum og laða til landsins hæfileikafólk á öllum sviðum. Við eigum að setja okkur markmið um íbúaþróun og samfélagslegan árangur, sem bæði er mældur í hagvexti og almennri velferð fólk sem hér býr. Auka þarf samstarf hins opinbera og atvinnulífsins í fjárfestingum og höfða til þeirra sem sjá framtíð í skapandi greinum.</p> <p><strong>Vextir í sögulegu lágmarki 1%<br /> </strong>Vaxtastig er í sögulegu lágmarki og hefur Seðlabanki Íslands ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að spyrna við slaka í hagkerfinu. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað samhliða lækkun nafnvaxta og eru nú -1,7%. Þessi skilyrði hafa leitt til þess að heimilin í landinu hafa endurfjármagnað óhagstæðari lán og um leið aukið ráðstöfunarfé sitt. Aðstæður hafa einnig leitt af sér, að ávöxtunarkrafa skuldabréfsins sem ríkissjóður Íslands gaf út á alþjóðamörkuðum í vor nam aðeins tæplega 0,7%. Þrátt fyrir sögulega lága vexti eru fjárfestingar atvinnulífsins litlar og stjórnvalda bíður það verkefni örva þær. Minnka óvissu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem ýtir undir fjárfestingar atvinnulífisins, á meðan vaxtakjör eru hagstæði. Vextir á heimsvísu eru líka sögulega lágir og peningaprentvélar stærstu seðlabankanna hafa verið mjög virkar. Hérlendis höfum við tekið meðvitaðar ákvarðanir um að gera meira en minna, nýta slakann til fulls og fjárfesta til framtíðar svo samfélagið verði samkeppnishæft til lengri tíma.</p> <p><strong>Fjármálakerfið stór þáttur í viðspyrnu<br /> </strong>Eigin- og lausafjárstaða íslenska fjármálakerfisins er býsna sterk og bankarnir því í góðri stöðu til að styðja við heimilin og fyrirtækin í landinu. Vitaskuld ríkir í augnablikinu ákveðin óvissa um raunvirði útlánasafna, en með sjálfbæru og framsæknu atvinnulífi skapast verðmæti fyrir þjóðarbúið sem eykur stöðuleika og getu lántakenda til að standa við skuldbindingar sínar. Með hagkvæmri fjármögnun atvinnulífsins geta fyrirtæki skapað störf og verðmæti fyrir allt samfélagið, sem er forsenda þess að ríkissjóður geti staðið undir samneyslunni. Með opinberum aðgerðum og stuðningi ríkisins við atvinnulífið – hlutabótaleiðinni, brúar- og stuðningslánum og fjárveitingum til ótal verkefna – er stutt við útlánavöxt til fyrirtækja, sem verða á bremsunni þar til óvissa minnkar. Það má því segja, að mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé að draga úr óvissunni.</p> <p><strong>Sjálfbær viðskiptajöfnuður<br /> </strong>Fyrir þjóðarbúið er fátt mikilvægara en sjálfbær greiðslujöfnuður.&nbsp; Það er því sértakt gleðiefni, að þrátt fyrir áföllin er búist við afgangi af viðskiptajöfnuði á árinu, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Meginástæðan er hagfelld þróun útflutningsgreinanna, að frátalinni ferðaþjónustunni. Þannig hefur álverð farið fram úr væntingum og horfur á mörkuðum fyrir sjávarafurðir eru betri en óttast var. Tekjufall ferðaþjónustunnar dregur sannarlega mikið úr heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins, en sökum þess að samdráttur á þjónustujöfnuði er bæði í inn- og útflutningi myndast minni halli en ætla mætti.&nbsp; Ferðaþjónustan mun taka við sér og skapa aftur mikil verðmæti, en framtíðarverkefni stjórnvalda er að fjölga stoðunum undir útflutningstekjum þjóðarinnar og tryggja að hagkerfið þoli betur áföll og tekjusamdrátt í einni grein.</p> <p><strong>Samvinna er leiðin<br /> </strong>Af fenginni reynslu um allan heim er ljóst, að stjórnvöld fá það verkefni að tryggja velferð, hagsæld og atvinnustig þegar stór áföll ríða yfir. Kostir hins frjálsa markaðskerfis eru margir, en þörfin á virku samspili ríkis og einkaframtaksins er bæði augljós og skynsamleg. Hérlendis hefur þjóðin öll lagst á eitt við að tryggja sem mesta samfélagsvirkni í heimsfaraldrinum og ríkið hefur fumlaust stigið inn í krefjandi aðstæður. Því ætlum við að halda áfram og kveða niður atvinnuleysisdrauginn, með nýjum störfum, sjálfbærum verkefnum og stuðningi við fyrirtæki, þar sem það á við. Atvinnuleysið er helsti óvinur samfélagsins og það er siðferðisleg skylda okkar að auka verðmætasköpun sem leiðir til fjölgunar starfa. Við viljum að allir fái tækifæri til að láta reyna á hæfileika sína, hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa sér hamingjusamt líf. Með samhug og viljann að vopni mun það takast.</p>
03. september 2020Blá ör til hægriVegabréf til framtíðar<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 3. september 2020.</span><br /> <br /> Það er mark­mið mitt að tryggja börn­um hér á landi mennt­un sem stenst alþjóðleg­an sam­an­b­urð. Það er skylda stjórn­valda að rýna vel mæl­ing­ar og bregðast við, ef aðrar þjóðir búa sín börn bet­ur und­ir framtíðina.<br /> <br /> Náms­fram­vinda ræðst af ýms­um þátt­um. Góður námsorðaforði og hug­taka­skiln­ing­ur, álykt­un­ar­hæfni, færni í rök­hugs­un, ánægja af lestri og fjöl­breytni les­efn­is vega mjög þungt í því að nem­end­ur nái tök­um á náms­efn­inu. Til að skilja vel og til­einka sér inni­hald náms­efn­is án aðstoðar þarf nem­andi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlut­fallið lækk­ar í 95% þurfa flest­ir nem­end­ur aðstoð, t.d. hjálp frá kenn­ara, sam­nem­end­um eða úr orðabók­um.<br /> <br /> Alþjóðleg­ar sam­an­b­urðar­rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að ís­lensk­ir nem­end­ur virðast ekki hafa sömu færni og nem­end­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um hvort sem litið er til lesskiln­ings, stærðfræði eða nátt­úru­læsis. Það kall­ar á menntaum­bæt­ur sem fel­ast meðal ann­ars í því að rýna nám­skrár, náms­gögn og viðmiðun­ar­stunda­skrár. Slík rýni hef­ur meðal ann­ars leitt í ljós, að móður­máls­tím­ar á miðstigi í Svíþjóð eru 35% fleiri en á Íslandi. M.a. þess vegna stend­ur nú til að auka vægi móður­máls­kennslu hér­lend­is. Mark­miðið með því er ekki að fjölga mál­fræðitím­um á kostnað skap­andi náms­greina, held­ur skapa kenn­ur­um svig­rúm til að vinna með tungu­málið á skap­andi og skemmti­leg­an hátt. Þeim treysti ég full­kom­lega til að nýta svig­rúmið vel, svo námsorðaforði ís­lenskra skóla­barna og lesskiln­ing­ur auk­ist. Það er for­senda alls náms og skap­andi hugs­un­ar, enda er gott tungu­tak nauðsyn­legt öll­um sem vilja koma hug­mynd­um sín­um í orð. Með auk­inni áherslu á móður­máls­notk­un er því verið að horfa til framtíðar.<br /> <br /> Á und­an­förn­um þrem­ur árum hafa stoðir mennta­kerf­is­ins verið styrkt­ar með ýms­um hætti. Ný lög um mennt­un og hæfi kenn­ara og skóla­stjórn­enda hafa orðið að veru­leika og við höf­um ráðist í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að fjölga kenn­ur­um. Við höf­um stutt við út­gáfu bóka á ís­lensku með mjög góðum ár­angri, þar sem aukn­ing­in hef­ur verið mest í flokki barna- og ung­menna­bóka. Þá samþykkti Alþingi þings­álykt­un um efl­ingu ís­lensk­unn­ar, sem fel­ur í sér 10 aðgerðir sem snúa að um­bót­um í mennta­kerf­inu. Marg­ar eru þegar komn­ar í fram­kvæmd og ég er sann­ar­lega vongóð um góðan afrakst­ur.<br /> <br /> Íslenskt skóla­kerfi er til fyr­ir­mynd­ar og hef­ur unnið þrek­virki á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Mik­ill metnaður ein­kenn­ir allt skólastarf og vilj­um við stuðla að frek­ari gæðum þess. Mark­mið stjórn­valda er að veita framúrsk­ar­andi mennt­un með áherslu á þekk­ingu, vellíðan og þraut­seigju. All­ir nem­end­ur skipta máli og ég hef þá trú að all­ir geti lært. Góð mennt­un er helsta hreyfiafl sam­tím­ans og hún er verðmæt­asta vega­bréf barn­anna okk­ar inn í framtíðina.
25. ágúst 2020Blá ör til hægriMenntun fyrir alla <p><span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2020.</span><br /> <br /> Fyrsti skóla­dag­ur vetr­ar­ins mark­ar nýtt upp­haf. Vet­ur­inn sem leið ein­kennd­ist af viljaþreki og sam­hug þeirra sem bera ábyrgð á skóla­starfi. Mennta­kerfið bar ár­ang­ur sem erfiði, og það tókst að út­skrifa alla ár­ganga í vor. Ég er full­viss um að það sem meðal ann­ars tryggði góðan ár­ang­ur síðasta vet­ur var sam­ráð og gott upp­lýs­ingaflæði. Á ann­an tug sam­ráðsfunda voru haldn­ir með lyk­ilaðilum mennta­kerf­is­ins, all­ir sýndu mikla ábyrgð og lögðu hart að sér við að tak­ast á við áskor­an­ir með fag­leg­um hætti.</p> <p>Það er mik­il­vægt að halda áfram góðu sam­ráði til að tryggja ár­ang­ur. Fyr­ir helgi skrifuðu full­trú­ar lyk­ilaðila í starf­semi grunn­skól­anna und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um leiðarljós skól­anna. Þar lof­um við að gera allt hvað við get­um til að tryggja áfram skólastarf með um­hyggju, sveigj­an­leika og þraut­seigju að leiðarljósi.<br /> <br /> Mark­miðið er að tryggja mennt­un en ekki síður ör­yggi. Því voru gefn­ar út leiðbein­ing­ar til skóla og fræðsluaðila, með það að mark­miði að auðvelda skipu­lagn­ingu skóla­starfs og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á regl­um sem gilda. Með þeim er ít­rekuð sú ábyrgð sem hvíl­ir nú á skól­um og fræðsluaðilum; eft­ir­fylgni við sótt­varn­a­regl­ur með ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks að leiðarljósi. Ábyrgð sem hvíl­ir á fram­halds- og há­skóla­nem­end­um er ekki síður mik­il. Ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir vega þungt í bar­átt­unni og jafn­framt þurf­um við að sýna hvert öðru til­lits­semi og virðingu.<br /> <br /> Vissu­lega urðu trufl­an­ir á skóla­starfi í vet­ur. Áskor­an­ir mæta okk­ur á nýju skóla­ári en munu þó ekki slá tón­inn fyr­ir kom­andi vet­ur. Reynsl­unni rík­ari ætl­um við að láta skóla­starfið ganga eins vel og hægt er. Vellíðan nem­enda, fé­lags­leg virkni og vel­ferð þeirra til lengri tíma er efst á for­gangslista sam­fé­lags­ins. Víða um heim hafa börn ekki kom­ist í skóla í hálft ár og marg­ir ótt­ast var­an­leg áhrif á sam­fé­lög. Því er það sett í for­gang á Íslandi að hlúa að vel­ferð nem­enda. Sam­kvæmt samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barns­ins eiga öll börn rétt á mennt­un.<br /> <br /> Ljóst er að ís­lenska mennta­kerfið vann af­rek síðastliðinn vet­ur; skól­ar héld­ust opn­ir og nem­end­ur náðu flest­ir sín­um mark­miðum. Nú höf­um við öll eitt sam­eig­in­legt mark­mið; að standa vörð um skóla­kerfið okk­ar og sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um. Kynnt verður til­laga til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030 á haustþingi, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi. Mennta­stefn­an er afrakst­ur mik­ill­ar sam­vinnu allra helstu hagaðila. Það er til­hlökk­un að kynna hana og ég full­yrði að öfl­ugt mennta­kerfi mun vera lyk­ilþátt­ur í því að efla sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar. Til að mennta­kerfið sé öfl­ugt, þarf það að vera fjöl­breytt og hafa í boði nám við hæfi hvers og eins.</p>
24. ágúst 2020Blá ör til hægriMenntakerfið sett í forgang í samfélaginu<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 24. ágúst 2020.</span><br /> <br /> Góð menntun er grundvöllur velsældar þjóða. Á mánudag gengur nýtt skólaár í garð og metaðsókn er í nám. Það er þjóðhagslega mikilvægt að skólarnir komi sterkir inn í haustið. Um allan heim eru skólar ekki að opna með hefðbundnum hætti í haust, og í sumum löndum hafa börn ekki farið í skólann síðan í febrúar. Skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómetanlegur. <br /> <br /> Enn er með öllu óvíst hvenær faraldurinn gengur yfir. Nú, þegar við erum stödd í annarri bylgju faraldursins hafa stjórnvöld skerpt aftur á sóttvörnum og hert aðgerðir. Eflaust eru það vonbrigði í huga margra en reynslan sýnir okkur að samtaka náum við miklum árangri. Í vetur tókum við höndum saman til að tryggja menntun og velferð nemenda. Og það tókst! Allir árgangar náðu að útskrifast í vor og Ísland var eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hélt skólum opnum á meðan faraldurinn stóð sem hæst. <br /> <strong><br /> Sameiginleg yfirlýsing: Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja</strong><br /> Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Við sjáum fram á annan skólavetur þar sem veiran mun hafa áhrif á skólastarf. Því hefur umfangsmikið samráð átt sér stað á síðustu vikum. Kennaraforystan, á annað hundrað skólastjórnendur, kennarar og sérfræðingar hafa fjarfundað með mér og sóttvarnaryfirvöldum. Á fundunum var rætt um skipulag framhalds- og háskólastarfs í upphafi nýs skólaárs en einnig hvernig skólar geta uppfyllt skyldur sínar gagnvart nemendum, í samræmi við sóttvarnarreglur. <br /> <br /> Framhalds- og háskólar eru þegar byrjaðir að skipuleggja starf sitt og blanda saman fjar- og staðkennslu. Fjölmargir munu leggja áherslu á að taka vel á móti nýnemum, enda er mikilvægt að nýnemar geti kynnst og lært inn á nýja skóla og námskerfi. Allir eru samstíga í því að nú sé tækifæri fyrir skóla og kennara að efla sig í tækninni og auka þekkingu og gæði fjarkennslu.<br /> <br /> Ég fann strax mikla samstöðu og vilja hjá öllum sem tengjast menntakerfinu að standa saman í þessu verkefni. Því ákváðum við, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands og Félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um skólastarfi á tímum kórónuveirunnar. Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja verða leiðarljósið okkar í haust. Við teljum mikilvægt að allir nemendur njóti menntunar óháð félags- og menningarlegum bakgrunni og þarf sérstaklega að huga að nemendum í viðkvæmri námsstöðu, nýjum nemendum og framkvæmd kennslu í list- og verkgreinum. <br /> <br /> <strong>Leiðbeiningar: Framhalds- og háskólar</strong><br /> Markmið okkar allra er að tryggja menntun en ekki síður öryggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks skólanna. Það var því einnig ákveðið að gefa út leiðbeiningar til skóla og fræðsluaðila, með það að markmiði að auðvelda skipulagningu skólastarfs og sameiginlegan skilning á reglum sem gilda. Með þeim er ítrekuð sú ábyrgð sem hvílir nú á skólum og fræðsluaðilum; eftirfylgni við sóttvarnarreglur með öryggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks að leiðarljósi. Þar er einnig ítrekað að framkvæmd náms og skipulag geti breyst með áhættustigum og takmörkunum, en mikilvægt sé að fylgjast með líðan allra nemenda. Þá er lögð áhersla er lögð á gott upplýsingaflæði til nemenda, forráðamanna, kennara og starfsfólks um stöðu mála, úrræði og stuðning sem í boði er. <br /> <br /> <strong>Þingsályktun: Menntastefna til framtíðar</strong><br /> Með nýrri heilstæðri menntastefnu til ársins 2030 munum við standa vörð um og efla skólakerfið okkar. Tillaga að þingsályktun um menntastefnuna verður lögð fyrir Alþingi í haust. Markmið stjórnvalda með þessari menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og allir geta lært. Menntastefnan er mótuð í breiðu samstarfi, meðal annars með aðkomu fjölmargra fulltrúa skólasamfélagsins sem tóku þátt í fundarröð ráðuneytisins um menntun fyrir alla, svo og fulltrúum sveitarfélaga, foreldra, nemenda, skólastjórnenda og atvinnulífsins. <br /> <br /> Mikil áhersla er lögð á að kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúrskarandi og að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Námskrá, námsumhverfi og námsmat þarf að styðji við hæfni til framtíðar og menntastefna tryggir framkvæmd og gæði skóla- og fræðslustarfs. <br /> Þessir óvissutímar sem við lifum nú sýna að allt menntakerfið hefur getu til að standa saman með samtakamátt að leiðarljósi. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að móta menntastefnu, sem veitir von um betri framtíð.<br /> <br /> Ég tel að menntun og hæfni sé lykilforsenda þess að Ísland geti mætt áskorunum framtíðarinnar, sem felast meðal annars í örum breytingum á samfélagi, náttúru og tækni. Það er því okkar brýnasta velferðarmál til framtíðar, að tryggja aðgang að góðu og sterku menntakerfi. Næstu fjárlög og fjármálastefna mun einkennast af því grundvallarsjónarmiði að setja menntun þjóðarinnar í forgang.
01. júlí 2020Blá ör til hægriNýr Menntasjóður námsmanna: Stærsta hagsmunamálið í áratugi <span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 1. júlí 2020.</span> <p><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Tilgangur stjórnmálanna er að breyta rétt og bæta samfélagið þar sem hið lýðræðislega umboð verður til. Fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að ráðist verði í endurskoðun námslánakerfisins, þar sem lögð er áhersla á jafnrétti til náms, skilvirkni og námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Öll þessi fyrirheit hafa verið efnd í nýjum Menntasjóði námsmanna en ný lög, nr. 60/2020, taka gildi í dag. </span></p> <p><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Jafnrétti til náms<br /> </span></strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Lögin fela í sér grundvallarbreytingar á stuðningi við námsmenn. Fjárhagsstaða nemenda verður betri og skuldastaða þeirra að loknu námi mun síður ráðast af fjölskylduaðstæðum. Ein leið til að ná þessu fram var að tryggja barnastyrkinn sem lögin kveða á um – foreldrar í námi fá fjárstyrk en ekki lán til að framfleyta börnum sínum. Nýja kerfið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna sem taka námslán. Sérstaklega verður hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám s.s. einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessari kerfisbreytingu viljum við auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og skipta gæðum með jafnari og réttlátari hætti milli námsmanna.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Afnám ábyrgðamannakerfisins<br /> </span></strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Ný lög boða einnig afnám ábyrgðarmannakerfisins. Ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga falla niður sé lánþegi í skilum við lánasjóðinn. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir marga í íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Aukin skilvirkni og bestu kjör<br /> </span></strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Þá er jafnframt innbyggður mikill hvati til bættrar námsframvindu með 30% niðurfærslu á höfuðstól og verðbótum ef námi er lokið innan tiltekins tíma. Enn fremur munu námsmenn njóta bestu lánskjara ríkissjóðs Íslands og námsaðstoðin, lán og styrkir, verða undanþegin lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Heimilt verður að greiða út námslánin mánaðarlega og lánþegar geta valið hvort lánin séu verðtryggð eða óverðtryggð. Þessi mikilvægu lög munu því stuðla markvisst að betra nýtingu fjármuna, aukinni skilvirkni og þjóðhagslegum ávinningi fyrir samfélagið.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Aukinn sveigjanleiki á tímum COVID-19<br /> </span></strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Á vandasömum tímum er mikilvægt að tryggja vellíðan nemenda og standa vörð um menntakerfið okkar. Á tímum COVID-19 sýndi LÍN skjót og sveigjanleg viðbrögð með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Þessi viðhorf verða áfram í hávegum höfð í nýjum Menntasjóði.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">Búið er að hrinda í framkvæmd nýju námsstyrkjakerfi sem er að norrænni fyrirmynd. Með nýjum lögum er verið að sinna tilgangi stjórnmálanna, þ.e. að breyta rétt, bæta samfélagið og standa við fyrirheit stjórnarsáttmálans. </span></p> <p><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif; color: #202124;">&nbsp;</span></p>
29. júní 2020Blá ör til hægriFjármagn tryggt í menntakerfið<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní 2020.</span><br /> <br /> Þúsund­ir náms­manna eru að út­skrif­ast þessa dag­ana og horfa með björt­um aug­um til framtíðar. Ísland er eitt fárra ríkja í ver­öld­inni þar sem nem­end­ur höfðu greitt aðgengi að mennt­un í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Staða skól­anna var mis­jöfn en all­ir kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur lögðu mikla vinnu á sig svo að nem­end­ur þeirra fengju fram­gang í námi. Hug­ar­farið hjá okk­ar skóla­fólki hef­ur verið stór­kost­legt. Víða ann­ars staðar í ver­öld­inni hafa skól­ar ekki enn verið opnaðir, og ekki gert ráð yfir því fyrr en jafn­vel í haust. Gæðin sem liggja í ís­lensku mennta­kerfi eru mik­il og styrk­ur­inn kom svo sann­ar­lega fram í vor.<br /> Verk­efnið framund­an er af tvenn­um toga. Ann­ars veg­ar þarf mennta­kerfið að geta tekið á móti þeim mikla áhuga sem er á mennt­un og hins veg­ar þarf að skapa ný tæki­færi fyr­ir þá sem eru án at­vinnu.<br /> <br /> Mik­il aðsókn er í nám í haust og ákvað rík­is­stjórn­in að fram­halds­skól­um og há­skól­um yrði tryggt nægt fjár­magn til að mæta eft­ir­spurn­inni. Fjár­veit­ing­ar verða nán­ar út­færðar þegar fjárþörf skól­anna ligg­ur end­an­lega fyr­ir. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir fjölg­un nem­enda á fram­halds­skóla­stigi um allt að 2.000 og um 1.500 á há­skóla­stigi. Um­sókn­um um há­skóla­vist fjölg­ar um 23% milli ára og mik­il aðsókn er í fjöl­breytt starfs- og iðnnám fram­halds­skól­anna. Inn­rit­un ný­nema yngri en 18 ára í fram­halds­skóla hef­ur gengið vel. Aðsókn eldri nema er mest í fjöl­breytt starfs­nám fram­halds­skól­anna og unnið er að þeirri inn­rit­un í sam­vinnu við Mennta­mála­stofn­un. Gangi spár eft­ir gæti nem­end­um á fram­halds­skóla­stigi fjölgað um allt að 10%. Und­ir­bún­ing­ur hófst strax í byrj­un mars og það er lofs­vert hversu vel stjórn­end­ur og kenn­ar­ar í mennta­kerf­inu hafa brugðist við.<br /> <br /> Sam­hæf­ing­ar­hóp­ur um at­vinnu- og mennta­úr­ræði vinn­ur hörðum hönd­um að því að styrkja stöðu þeirra sem eru án at­vinnu. Eitt brýn­asta sam­fé­lags­verk­efni sem við eig­um nú fyr­ir hönd­um er að styrkja þenn­an hóp og búa til ný tæki­færi. Öllu verður tjaldað til svo að staðan verði skamm­vinn. Sam­fé­lög­um ber siðferðis­leg skylda til að móta stefnu sem get­ur tekið á at­vinnu­leysi. Leggja stjórn­völd því mikla áherslu á að auka færni á ís­lensk­um vinnu­markaði ásamt því að lág­marka fé­lags- og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar COVID-19-far­ald­urs­ins. Þar er mennt­un eitt mik­il­væg­asta tækið og því hef­ur sjald­an verið nauðsyn­legra en nú að tryggja aðgengi að mennt­un.<br /> <br /> Staða Íslands var sterk þegar heims­far­ald­ur­inn skall á og því hvíl­ir enn frek­ari skylda á stjórn­völd­um að horfa fram á við og fjár­festa í framtíðinni. Kjarni máls­ins er að vita hvaða leiðir skila ár­angri, sem efla ís­lenskt sam­fé­lag til langs tíma. Brýnt er að tæki­færi framtíðar­inn­ar séu til staðar og unnið verður dag og nótt til að tryggja sem mesta verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu okk­ar.
23. júní 2020Blá ör til hægriStórsókn í menntamálum í verki<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 22. júní 2020.</span><br /> <br /> Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Efla bæri nýsköpun og þróun enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Mikilvægt væri að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Bregðast þurfti við kennaraskorti og tryggja þurfti framhaldsskólum meira frelsi og fjármagn. Sérstök áhersla var lögð á listnám og aukna tækniþekkingu sem gerði íslenskt samfélag samkeppnishæfara á alþjóðavísu. Iðnnám og verk- og starfsnám yrði einnig eflt í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags.<br /> <br /> Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar voru jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum. Lögð var áhersla á framhaldsfræðslu, að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlanda varðandi fjármögnun háskólastigsins, efling Vísinda- og tækniráðs og ráðist í uppbyggingar skólabygginga. Auk þess yrði ráðist í heildarendurskoðun námslánakerfisins. Það má með sanni segja að þau fyrirheit hafi raungerst á undanförum árum.<br /> <br /> <strong>Sumar tækifæranna</strong><br /> Skráning í sumarnám framhaldsskólanna og háskólanna hefur slegið öll met. Rúmlega 5.100 nemendur hafa skráð sig í slíkt nám og 330 í sumarnám framhaldsskólanna. Markhópur sumarnáms á háskólastigi er mjög fjölbreyttur, í þeim hópi eru m.a. nemendur sem ljúka námi úr framhaldsskóla á vorönn og vilja undirbúa sig fyrir háskólanám, aðrir framtíðarháskólanemar, núverandi háskólanemar og einstaklingar sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang. Háskólarnir bjóða upp á yfir 200 námsleiðir sem mæta þessum markhópum með fjölbreyttum hætti. Alls var 800 milljónum kr. varið til að efla sumarnámið.<br /> Aðsóknin er vonum framar enda margir spennandi námskostir í boði hjá framhalds- og háskólum. Það gleður mig sérstaklega hversu mikil aðsókn er í íslenskunámskeið hjá Háskóla Íslands. Íslenska sem annað mál er orðið vinsælasta einstaka fagið þar, nú þegar eru yfir 400 nemendur skráðir. Búist er við allt að 70% aukningu frá fyrri árum. Þetta er afar ánægjuleg þróun!<br /> <br /> <strong>Nám á næstu mánuðum</strong><br /> Aðsóknin í sumarnám gaf okkur vísbendingar um hvernig haustnámið myndi líta út. Háskóla Íslands barst til að mynda metfjöldi umsókna í grunnnám, eða um 6.720 umsóknir sem er tæplega 21% aukning frá síðasta ári. Umsóknir í framhaldsnám eru tæplega 5.000 og heildarfjöldi umsókna því vel á tólfta þúsund. Á sama tíma hafa aldrei fleiri sótt um nám við Háskólann í Reykjavík. Skólanum bárust 3.900 umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár. Það er um 13% fjölgun frá síðasta ári. Umsóknum um meistaranám fjölgar í öllum deildum háskólans, um þriðjung að jafnaði. Mest er fjölgun í umsóknum um grunnnám, annað árið í röð, í iðn- og tæknifræðideild og sálfræðideild, eða um 34%.<br /> <strong><br /> Nýir tímar í starfs- og tækninámi: Mikil aðsókn í iðnnám</strong><br /> Okkur hefur jafnframt tekist að efla iðnnám ásamt verk- og starfsnámi. Aðsókn í iðn- og starfsnám í Tækniskólanum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, bæði úr grunnskóla og frá eldri nemendum. Sérstök aukning er í byggingargreinum og skera pípulagnir sig þar úr með 84% aukningu á umsóknafjölda í dagskóla milli ára. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfélaga var hrundið af stað með það að markmiði að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun og þar með fjölga einstaklingum með slíka menntun á vinnumarkaði. Aðgerðaáætlunin leggur meðal annars áherslu á að efla kennslu grunnskólanema í verk-, tækni og listgreinum; jafna stöðu iðnmenntaðra í framhaldsnámi; einfalda skipulag starfs- og tæknináms; bæta aðgengi á landsbyggðinni og styrkja náms- og starfsráðgjöf.<br /> Það er mikilvægt að hver og einn nemandi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki aðeins ánægju nemenda heldur styrkir samfélagið okkar til langs tíma.<br /> <br /> <strong>Kennarar í sókn</strong><br /> Til að mæta áskorunum framtíðar þurfum við fjölhæfa og drífandi kennara. Aðgerðir voru kynntar til að fjölga kennurum, í þeim fólust meðal annars launað starfsnám leik- og grunnskólakennaranema á lokaári. Þessar aðgerðir skiluðu strax árangri en umsóknum fjölgaði um 30% milli ára. Við sjáum enn meiri fjölgun í haust. Menntavísindasvið Háskóla Íslands fékk 980 umsóknir í grunnnám eða hátt í 200 fleiri en í fyrra, eða um 26% fleiri. Umsóknir um grunnnám í leikskólakennarafræði og diplómanám í leikskólafræði nærri tvöfaldast á milli ára, fara úr tæplega 100 í rúmlega 190. Umsóknum í grunnskólakennaranám og kennslufræði eru um 340 í ár eða um fimmtungi fleiri en í fyrra. Íþrótta- og heilsufræði nýtur einnig mikilla vinsælda og þar hafa um 150 sóst eftir því að hefja nám eða um fimmtungi fleiri en í fyrra. Sömuleiðis hefur Háskólinn á Akureyri aldrei fengið eins margar umsóknir í leik- og grunnskólakennaranám. Þetta eru afar góðar fréttir, enda er öflugt menntakerfi borið upp af öflugum kennurum.<br /> <br /> <strong>Menntasjóður og nýsköpun</strong><br /> Það er frábært að sjá hve vel hefur tekist að styrkja rannsóknarinnviði og efla allt vísindastarf. Aukið fjármagn í samkeppnissjóði í rannsóknum nær til mannauðs, með auknum styrkjum og atvinnutækifærum. Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni þar sem ungir vísindamenn fá sín fyrstu kynni af þátttöku í vísindastarfi sem kveikt hefur áhuga til framtíðar. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur vaxið úr 55 milljónum í 455 milljónir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tækifæri og virkja þekkingarsköpun. Mesta framfaraskref í þágu námsmanna sem hefur verið kallað eftir í mörg ár er Menntasjóður námsmanna! Sjóðurinn er bylting fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem stundar háskólanám hér á landi og fjölskyldur þessa lands. Með nýju kerfi verður fjárhagsstaða námsmanna betri og skuldastaða þeirra að námi loknu ræðst síður af fjölskylduaðstæðum. Auk þessa nýja kerfis höfum við unnið að því síðustu ár að bæta hag námsmanna með því að auka ráðstöfunartekjur þeirra með hækkun framfærslu og tekjuviðmiða.<br /> <br /> Það er því engum ofsögnum sagt að stórsókn sé hafin í menntamálum!
19. júní 2020Blá ör til hægriBesta sumargjöfin<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 19. júní 2020.</span><br /> <br /> Reynsl­an sýn­ir að mörg börn missa niður les­færni sína á sumr­in, og þurfa að verja vik­um í upp­hafi nýs skóla­árs til að ná upp fyrri getu. Það er slæm nýt­ing á tíma, hún dreg­ur úr sjálfs­ör­yggi skóla­barna og ár­angri þeirra í námi. Aft­ur­för­in get­ur numið ein­um til þrem­ur mánuðum í náms­fram­vindu, því get­ur upp­söfnuð aft­ur­för hjá barni í 6. bekk numið allt að einu og hálfu skóla­ári. Besta sum­ar­gjöf­in sem for­eldr­ar geta gefið börn­um sín­um er lesstuðning­ur og hvatn­ing, í hvaða formi sem er.<br /> <br /> Börn í 1.-4. bekk eru sér­stak­lega viðkvæm fyr­ir lestr­ar­hlé­um á sumr­in. Góðu frétt­irn­ar eru hins veg­ar þær, að ekki þarf mikið til að börn viðhaldi les­færn­inni og taki fram­förum. Með því að lesa í 15 mín­út­ur tvisvar til þris­var í viku má koma í veg fyr­ir aft­ur­för, en með dag­leg­um lestri á hæfi­lega krefj­andi texta taka börn stór­stíg­um fram­förum. Skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flók­inn texti er besta hvatn­ing­in fyr­ir unga les­end­ur, hvort sem hann er í bók, á blaði eða skjá. Raun­ar má segja að sum­arið sé sér­stak­lega skemmti­leg­ur tími til að lesa, því þá má flétta lest­ur sam­an við frí og ferðalög, áhuga­mál og uppá­tæki. Það er til dæm­is gam­an að lesa um fugla og pödd­ur í miðnæt­ur­sól í Þórs­mörk, eða fót­bolta­sög­ur á leiðinni á íþrótta­mót. Hvort sem ferðinni er heitið á fjall eða í fjöru, er viðeig­andi að stinga bók í bak­pok­ann og næra sál­ina með lestri hvenær sem tæki­færi gefst til.<br /> <br /> Hvorki for­eldr­ar né börn þurfa að finna upp hjólið í þessu sam­hengi, held­ur geta þau nýtt leiðir sem öll­um eru aðgengi­leg­ar. Mennta­mála­stofn­un býður til dæm­is upp á skemmti­leg­an sum­ar­leik fyr­ir börn, Lestr­ar­landa­kortið, sem miðar að því að kynna börn­um ólík­ar teg­und­ir bóka og hvetja þau til lestr­ar. Um er að ræða Íslands­kort fyr­ir tvo ald­urs­hópa, þar sem veg­ir tákna ákveðna teg­und bóka sem börn eru hvött til að lesa. Á bak­hliðinni geta þau skrifa niður titla bók­anna sem þau lesa og smám sam­an fyllt út í kortið, eft­ir því sem líður á sum­arið. Sjálf­ar bæk­urn­ar má nálg­ast víða, bæði í bóka­búðum og -söfn­um, sem eru yf­ir­full af spenn­andi og áhuga­verðum fjár­sjóðum fyr­ir alla ald­urs­hópa.<br /> <br /> Börn­in læra það sem fyr­ir þeim er haft. Ver­um þeim góð fyr­ir­mynd í sum­ar­frí­inu, gef­um okk­ur tíma til að lesa og njóta, með bók í hönd eða hljóðbók við eyrað. Les­um blöð og bæk­ur, í bíl­um og bát­um. Höld­um æv­in­týra­heimi bók­anna að börn­um, sem styrkja með lestri orðaforða sinn og auka þannig skiln­ing sinn á heim­in­um og eig­in hugs­un­um. Ég hvet ykk­ur til að aðstoða börn­in við að finna lestr­ar­efni sem hent­ar þeim og knýr rann­sókn­ar­vilj­ann áfram. Betra vega­nesti inn í framtíðina er vand­fundið.
21. maí 2020Blá ör til hægriFjárfest í framtíðinni <span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 21. maí 2020.</span><br /> <br /> Til að stuðla að hagvexti til framtíðar þarf að efla tæknina með vísindum og nýsköpun. Mikilvægt er að skapa framúrskarandi aðstæður til rannsóknar- og nýsköpunarstarfs til að fyrirtækin í landinu sjá hag sinn í að fjárfesta í þekkingarsamfélagi. Í gegnum tíðina hefur rannsóknarviljinn og sannleiksþráin knúið vísindin áfram. Reynsla síðustu vikna hefur sýnt okkur að almenningur ber mikið traust til vísindanna. Því er það vilji ríkisstjórnarinnar að efla enn frekar menntun, rannsóknir og nýsköpun og styðja samkeppnishæfni þjóðarinnar til framtíðar. Sú fjárfesting hefur sjaldan verið mikilvægari. Til að gera samfélagið okkar enn samkeppnisfærara þarf að einblína á einkum þrennt. <br /> <br /> Við þurfum að halda áfram að efla menntakerfið okkar, sem hefur unnið þrekvirki á síðustu mánuðum. Hlúið hefur verið að velferð nemenda og reynt að tryggja eins vel og unnt er að þeir geti náð settum markmiðum. Ljóst er að menntakerfið okkar er sterkt. Við verðum að halda áfram í þeirri vegferð og tryggja að menntakerfið veiti einstaklingum tækifæri. Við erum að leggja sérstaka áherslu á verk, iðn- og tækninám til að styrkja færnina á íslenskum vinnumarkaði til framtíðar. <br /> <br /> Styrkja þarf rannsóknarinnviði og efla allt vísindastarf til að tryggja enn frekar hágæða rannsóknarumhverfi á Íslandi. Því hefur ríkisstjórnin aukið fjármagn í samkeppnissjóði í rannsóknum. Með þessum fjárfestingum höfum við hækkað úthlutunarhlutfall Rannsóknarsjóðs um rúm 40% og því er úthlutunarhlutfallið 20%. Þetta nær til mannauðs, með auknum styrkjum og atvinnutækifærum. Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni þar sem ungir vísindamenn hafa fengið sín fyrstu kynni af þátttöku í vísindastarfi sem kveikt hefur áhuga til framtíðar. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur vaxið úr 55 milljónum í 455 milljónir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tækifæri og virkja þekkingarsköpun. <br /> <br /> Fyrirtækin í landinu hafa eflt nýsköpun og verið hreyfiafl framfara. Þess vegna var brýnt að hækka endurgreiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þakið hækkað í 1,100 milljónir króna. Fyrirtækjarannsóknir eru verkefnamiðaðri og framleiða oft söluhæfar uppfinningar. Áhersla á þróun og nýsköpun skilar sér margfalt til samfélagsins. Starfsumhverfi fyrirtækja þarf að vera hvetjandi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfluga einstaklinga til liðs við sig.<br /> <br /> Ríki sem hafa markað sér skýra stefnu um að fjárfesta í hugviti, rannsóknum og nýsköpun vegnar vel. Við höfum alla burði til að auka verðmætasköpun sem grundvallast á hugviti. Með því tryggjum við farsælan grunn að sterkara samfélagi. <br /> <br />
16. maí 2020Blá ör til hægriRannsóknarsetur um allt land<p><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 16. maí 2020.</span></p> <p>Gott aðgengi að menntun og öflugt vísinda- og rannsóknastarf um allt land er mikilvægt. Við sem þjóð höfum ekki efni á að láta tækifærin fara fram hjá okkur, jafnvel án þess að taka eftir þeim. Þetta á við bæði um tækifæri til nýsköpunar innan hefðbundinna atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs, en ekki síður innan menningarstarfs, ferðaþjónustu og fleiri greina.<br /> <br /> <strong>Menntun og rannsóknarstarf</strong><br /> Það eru mikil sóknartækifæri í uppbyggingu þekkingarstarfsemi, sem tekur mið af sérstöðu hvers landsvæðis fyrir sig. Það skilar árangri að efla svæðisbundna rannsókna- og þekkingarkjarna og stuðla að faglegum tengslum bæði þeirra á milli og við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Með auknu samstarfi má nýta mannauð og aðstöðu betur og auka aðgengi nemenda og fræðimanna að auðlindum menningar og náttúru landsins. Slíkt stuðlar að fleiri starfstækifærum á landsbyggðinni og að fjölbreyttari og sterkari samfélögum.<br /> <br /> Það er engin tilviljun, að í stefnumótandi byggðaáætlun 2018 – 2024 eru megináherslur lagðar á að jafna aðgengi að þjónustu, jafna aðgengi til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar. Tillögur um eflingu rannsókna og vísindastarfsemi og um hagnýtingu upplýsingatækni til háskólanáms eru sérlega mikilvægar í þessu samhengi.Þær eru sprottnar af skilningi á mikilvægi menntunar og rannsókna sem aflgjafa til að takast á við þær samfélagslegu áskoranir sem landsbyggðin og samfélagið allt stendur frammi fyrir á komandi árum. <br /> <br /> <strong>Menntun undirstaða nýsköpunar</strong><br /> Nýsköpun og hvers konar hagnýting hugvits er mikilvægur grunnur fjölbreytts og sjálfbærs atvinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu, hagvaxtar og velferðar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfélagsumbreytinga sem eru og munu eiga sér stað á komandi árum, m.a. vegna tækniþróunar. <br /> <br /> Rannsókna- og þekkingarstarfsemi er mikilvægur hluti af atvinnulífinu. Eðlilegt er að hluti rannsóknastarfsemi fari fram vítt um landið, þar sem viðfangsefnin eru, aðstæður eru hagstæðar og fólk býr að mikilvægri staðþekkingu. Samþætting nýrrar þekkingar við rótgróna svæðisbundna þekkingu skapar hverju svæði sérstöðu, sem styrkir stöðu þess. Aðgengi að innviðabúnaði vísindarannsókna, samstarf við rannsakendur rannsóknastofnana og háskóla er afar mikilvægt. <br /> <br /> Starfsfólk Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands tekst á við mörg brýn viðfangsefni samtímans með rannsóknum sínum og þátttöku í ýmiss konar nefndum og ráðum. Má þar nefna faghópa Rammaáætlunar, gerð landsáætlunar í skógrækt, stýrihóp um endurskoðun á stefnu Íslands í vernd líffræðilegrar fjölbreytni og fleira. <br /> <br /> <strong>Vísindastarf með yngri skólastigum</strong><br /> Mörg rannsóknarsetur vinna með yngri skólastigum að ýmiss konar fræðsluverkefnum. Setrið á Suðurlandi og grunnskóli Bláskógabyggðar á Laugarvatni taka t.d. þátt í samstarfsverkefni um mat á áhrifum loftslagsbreytinga á fuglastofna. Setrið í Bolungarvík kemur að líffræðikennslu 9. og 10. bekkinga í Grunnskóla Bolungarvíkur með því að skipuleggja vettvangs- og rannsóknavinnu þeirra. Setrið á Hólmavík er með þemaverkefni um þjóðtrú og galdra meðal nemenda í grunnskólunum á Hólmavík og Drangsnesi svo fátt eitt sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þessa starfs með ungu fólki. Að vekja spurningar og leita svara með beitingu vísindalegra aðferða er liður í að auka skilning á mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og rannsókna.<br /> <br /> Setrin hafa lagt ríka áherslu á miðlun rannsókna með ýmsum hætti fyrir utan birtingu vísindagreina, t.a.m. með fyrirlestrahaldi, viðburðum og útgáfu fyrir almenning sem er hluti þeirrar samfélagstengingar sem setrin leggja svo ríka áherslu á. Starfsemi setranna er lyftistöng fyrir þau samfélög sem þau starfa í.<br /> <br /> Undanfarin misseri hefur verið unnið að færslu Breiðdalsseturs til Stofnunar Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í samstarfi við Fjarðabyggð og Náttúrufræðistofnun Íslands. Sú aðgerð er mikilvæg og tryggir áframhaldandi mikilvæga stöðu þess og starfsemi á Breiðdalsvík. <br /> Starfsemi rannsóknasetranna hefur eflst á undanförnum árum og ótvírætt sannað gildi sitt við eflingu rannsókna, háskóla- og atvinnustarfsemi víða um land og aukið tengsl Háskóla Íslands við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Setrin eru því mikilvægur hlekkur í þeirri keðju þekkingar- og verðmætasköpunar sem Háskóli Íslands vill styrkja, ekki síst nú á tímum mikilla breytinga í byggða- og atvinnumálum.<br /> <br /> Mannauður er dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar og það er forgangsverkefni að skapa þær aðstæður að ungt, vel menntað fólk um allt land kjósi að hasla sér völl hér heima og treysta með því undirstöðum samfélagsins. Forsenda þess er traust menntakerfi og samkeppnishæfur vinnumarkaður, sem getur tekist á við síbreytilegar þarfir atvinnu- og þjóðlífs. <br /> <br /> </p> <br />
12. maí 2020Blá ör til hægriLærdómssamfélagið <strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2020.</strong><br /> <br /> Skólafólk lyfti grettistaki þegar takmarkanir á skólastarfi komu til framkvæmda snemma í mars. Kennarar og stjórnendur þurftu á augabragði að umbylta öllu skólastarfi og koma til móts við nemendur, svo námsframvindan yrði fyrir sem minnstum skaða. Skólar brugðust ólíkt við eftir aðstæðum, og færðu sig mismikið yfir í rafræna kennslu og samskipti. Alls staðar voru þó stigin stór þróunarskref, sem skólarnir geta nýtt sér þegar kórónutímabilinu lýkur.<br /> <br /> Rafræn samskipti hafa þróast hratt síðustu misseri. Mikill ávinningur felst í því fyrir samfélagið allt að nýta tæknina. Samvinna getur orðið skilvirkari og þátttakendur virðast oft einbeittari, fólk virðist frekar mæta á réttum tíma á fjarfundi en hefðbundna, pappír sparast og umferð minnkar, svo dæmi séu nefnd. Öllum er ljóst, að aukið tæknilæsi skapar grundvöll fyrir margbreytilegar tæknilausnir.<br /> <br /> Ekkert kemur þó í stað beinna samskipta milli nemenda, kennara og annars starfsfólks skólanna. Góðir kennarar og skólastjórnendur eru ómetanlegir. Skólasamfélagið á hverjum stað er einkar mikilvægt fyrir félagslegan þroska, geðheilbrigði, færni í samskiptum og almennt nám. Skólinn er vettvangur barna til að hitta og spegla sig í jafningjum sínum og starfsfólki. Þetta á ekki síst við þá sem standa höllum fæti og líklega muna flestir eftir góðum kennara sem hafði varanlega góð áhrif á líf þeirra. Þess vegna er skólasamfélagið, með sinni mannlegu nánd og tengsl í fyrirrúmi, eitt af því dýrmætasta sem íslenskt menntakerfi á.<br /> <br /> Tækniþróun og iðnbyltingar munu ekki leysa kennarann af hólmi. Skólastarf byggir á öflugu lærdómssamfélagi þar sem skólafólk, nemendur og foreldrar mynda jákvæða og uppbyggilega menningu. Það er ástæða til að fagna auknu tæknilæsi, sem styður við jákvætt og uppbyggilegt skólastarf á öllum skólastigum. Kennarar og skólastjórnendur halda áfram mikilvægi sínu, því eitt af því sem kemur fram hjá nemendum á COVID-tímum er söknuður í lærdómssamfélagið.
04. maí 2020Blá ör til hægriÞrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19<p><strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu á mánudaginn 4. maí 2020.</strong></p> <p>Hinn 16. mars tóku gildi takmarkanir á samkomum og skólahaldi til að hægja á útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Frá því að auglýsingar um þessar takmarkanir voru birtar hefur ráðuneytið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands fylgst náið með skipulagi og framkvæmd skólastarfs í leik- og grunnskólum. <br /> Í leik- og grunnskólum landsins eru um 64.650 nemendur og 11.450 starfsmenn. Í framhalds- og háskólum eru um 41.000 nemendur. Það varð því strax ljóst að fram undan væri mikil brekka. Staðan var vissulega óljós um tíma og skiptar skoðanir um hver viðbrögð skólakerfisins ættu að vera, við veirunni sem olli miklum samfélagsskjálfta. Nú, sjö vikum síðar, gefst okkur tækifæri til að líta um öxl og skoða hvernig til tókst. <br /> <br /> <strong>Leikskólar</strong><br /> Almennt hefur leikskólastarf gengið vel og hlúð hefur verið að börnum með velferð þeirra að leiðarljósi. Skólastjórnendur höfðu frelsi til að skipuleggja og útfæra starfsemi hvers skóla, þar sem aðstæður voru ólíkar milli skóla, jafnvel innan sama sveitarfélags. Þetta krafðist mikillar útsjónarsemi og reyndist eflaust mörgum erfitt. Mikil ábyrgð hvíldi á herðum allra hlutaðeigandi við að tryggja öryggi kennara og nemenda og það er aðdáunarvert að þetta hafi tekist eins vel og raun ber vitni. Tækifærin í menntun framtíðarinnar liggja á leikskólastiginu. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvægi fyrstu æviáranna fyrir allan þroska einstaklinga síðar á lífsleiðinni og því hefur áherslan á snemmtæka íhlutun í málefnum barna verið sífellt fyrirferðarmeiri. Tengsl eru á milli taugaþroska og umhverfisáhrifa hjá ungum börnum og því er afar mikilvægt að tryggja að menntun barna á leikskólaaldri sé sem allra best úr garði gerð. Ég skipaði því starfshóp um styrkingu leikskólastigsins sem er ætlað að finna leiðir til að styrkja leikskólastigið og fjölga leikskólakennurum. Starfshópurinn er hvattur til að víla sér ekki við að koma með róttækar breytingatillögur á t.d. núverandi lögum, reglugerðum og starfsumhverfi ef það er talið mikilvægt til að styrkja leikskólastigið. <br /> <br /> <strong>Grunnskólar</strong><br /> Grunnskólar hafa haldið úti kennslu fyrir nemendur þó skóladagurinn hafi oft verið styttri en venjulega og fjarnám algengt í unglingadeildum. Skólastarf hefur gengið vel og fólk var samstíga í þeim aðstæðum sem ríktu; kennarar, skólastjórnendur, starfsfólk, foreldrar og nemendur. Vikurnar voru lærdómsríkar, skipulagið breytist hratt og daglega voru aðstæður rýndar með tilliti til mögulegra breytinga. Nýir kennsluhættir og fjarkennsla urðu stærri þáttur en áður og tæknin vel nýtt í samskiptum við nemendur. Samband Íslenskra sveitarfélaga aflaði reglulega upplýsinga um skipulag skólastarfs frá fræðsluumdæmum og skólum. Meginniðurstöður bentu til þess að vel væri hugað að öryggisatriðum, svo sem skiptingu nemenda í fámenna hópa og að enginn óviðkomandi kæmi inn í skólabygginguna. <br /> Eins og gefur að skilja voru útfærslur á skólastarfi ólíkar. Í einhverjum tilfellum mættu nemendur heilan skóladag á meðan aðrir studdust við fjarkennslu eingöngu. Allt gekk þetta þó vonum framar. Undirbúningur að næstu vikum er í fullum gangi hjá skólum sem eru að leggja lokahönd á þetta skólaár og undirbúa útskriftir nemenda úr 10. bekk. <br /> Við þessar óvenjulegu aðstæður hefur mikið verið rætt um annarlok og námsmat í grunnskólum en framkvæmd og útfærsla þess er á ábyrgð hvers skóla að uppfylltum ákveðnum viðmiðum. Námsmatið getur því verið með mismunandi hætti, en framkvæmd á birtingu lokamats úr grunnskóla þarf engu að síður að vera eins samræmd og mögulegt er til að tryggja eins og unnt er jafnræði nemenda við innritun í framhaldsskóla. Við leggjum okkur öll fram við að tryggja sem farsælasta innritun nemenda í framhaldsskóla fyrir haustönn 2020 í góðri samvinnu við kennaraforystuna, Skólastjórafélag Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. <br /> <br /> Framhaldsskólar<br /> Við gildistöku samkomubanns var skólabyggingum framhalds- og háskóla lokað fyrir nemendum, sem stunduðu þó fjarnám af fullum krafti. Strax komu upp á yfirborðið áhyggjur af nemendum í brotthvarfshættu og því var hafist handa við að halda þétt utan um þann hóp. Margvíslegar aðferðir voru notaðar til að styðja nemendur áfram í námi. Jafnframt var kastljósinu beint að nemendum í starfsnámi, enda áttu þeir á hættu að vera sagt upp námssamningi eða missa af sveinsprófi á réttum tíma. Það voru því mikil gleðitíðindi þegar ráðuneytið, skólameistarar starfsmenntaskóla og umsýsluaðilar sveinsprófa tóku höndum saman og fundu leiðir til að tryggja náms- og próflok með sveinsprófum. <br /> Allt kallaði þetta á mikla vinnu og gott samstarf ólíkra aðila í framhaldsskólasamfélaginu. Það tókst svo sannarlega, því áskoranirnar hafa þétt mjög raðirnar og samráð á framhaldsskólastiginu efldist mjög á þessum erfiða tíma. Stjórnendur skiptust á góðum ráðum og hvatningu, sem blés öllum byr undir báða vængi. Ég bind miklar vonir við að þetta góða samstarf muni fylgja okkur áfram eftir að líf kemst í eðlilegt horf. <br /> <br /> <strong>Háskólar</strong><br /> Aðstæðurnar höfðu óneitanlega áhrif á annarlok í háskólum og framhaldsskólum, sem höfðu búið sig vel undir þá staðreynd. Í mörgum skólum var upphaflegum kennsluáætlunum fylgt og annarlok og útskriftir verða því á réttum tíma. Skólarnir fengu frelsi til að útfæra námsmat að aðstæðunum, enda varð fljótt ljóst að prófahald yrði óhefðbundið og vinna við einkunnagjöf flóknari. Sumir ákváðu að halda sig við hefðbundna einkunnagjöf, en aðrir staðfesta að nemandi hafi staðist eða ekki staðist kröfur sem gerðar eru í hverri grein. <br /> Staða háskólanema er mér mjög hugleikin. Stofnaður var samhæfingarhópur fjölmargra hagaðila sem vinnur nú hörðum höndum að því að skoða stöðu atvinnuleitenda og ekki síður námsmanna. Ljóst er að bregðast þarf hratt við. Markmiðið er að styðja markvisst við námsmenn ásamt því að nýta menntakerfið til þess að efla og styrkja nám og þjálfun í þeim atvinnugreinum sem mögulega verða hvað verst úti. <br /> <br /> Fram hefur komið að álag er mikið á nemendur og margir þeirra hafa áhyggjur af framfærslu, þar sem þeir hafa misst störf til að framfleyta sér. Háskólarnir brugðu á það ráð að auka við ráðgjöf og þjónusta við nemendur. Stjórn Lánasjóðs námsmanna ákvað einnig að koma til móts við námsmenn og greiðendur námslána með ýmsum aðgerðum. <br /> Mikilvægt er að allt sé gert til að hlúa að gæðum náms en nemendum verður að vera mætt með auknum sveigjanleika. Vellíðan og öryggi nemenda skiptir afar miklu. <br /> <br /> Heimspekingurinn John Stuart Mill sagði: „Öll efling menntunar stuðlar að jöfnuði, því að menntunin veitir aðgang að sama sjóði þekkingar og skoðana.“ Ljóst er að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir verulegum breytingum á vinnumarkaðnum. Mikilvægt er að forgangsraða í þágu gæða menntunar. Til að mæta þeim áskorunum þurfum við að huga vel að sveigjanleika og samspili vinnumarkaðarins og menntakerfisins, nálgast þau mál heildrænt og í virku samhengi við þróun þeirra annars staðar í heiminum. Kæra skólafólk og nemendur. Hafið þið miklar þakkir fyrir þrekvirkið sem þið hafið unnið, sem er einstakt á heimsvísu.<br /> <br /> </p>
02. maí 2020Blá ör til hægriAtvinnusköpun er númer 1, 2 og 3<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn 2. maí 2020.</span><br /> <br /> Stærsta verkefni íslenskt samfélags í dag er að skapa störf. Íslenskt samfélag hefur alla burði til að sækja fram. Menntunarstig er hátt og samfélagið er auðugt af hugviti og auðlindum. Við verðum að nýta allt sem við eigum og leggja grunninn að nýjum verðmætum framtíðarinnar. Markmið stjórnvalda eru skýr: skapa störf og verja störf. Fernt er mikilvægt í þeirri baráttu. Fjárfesting, einkaneysla, samneysla og hrein útflutningur.<br /> <br /> Stjórnvöld eru að stórauka allar fjárfestingar bæði í innviðum og hugviti. Þetta er gert með því að flýta framkvæmdum og ráðast í nýjar framkvæmdir. Þegar hefur verið kynnt að opinberar fjárfestingar verði yfir sögulegu meðaltali. Kynntar hafa verið tug milljarða fjárfestingar til að vinna á móti samdrætti. Að auki er fjárfest í menntun, menningu og nýsköpun til að skapa störf til framtíðar. Hér ætlum við okkur stóra hluti.<br /> <br /> Einkaneysla hefur verið að dragast saman í samkomubanninu. Nauðsynlegt er að örva einkaneyslu til að búa til ný störf og verja þau. Öll þau viðskipti sem við eigum eru til þess fallin að auka einkaneyslu. Þess vegna hafa stjórnvöld ákveðið að taka höndum saman við atvinnulífið um að verja störf og auka verðmætasköpun með sérstöku kynningarátaki sem ber heitið: Íslenskt – gjörið svo vel. Þetta er jákvætt skref og hvetur okkur áfram í að búa til verðmæti.<br /> <br /> Stjórnvöld eru af öllu sínu afli að styðja við samneysluna, meðal annars með því að efla heilbrigðis- og menntakerfin. Þessi grunnkerfi okkar hafa staðist stærsta álagspróf samfélaga í veröldinni. Annars vegar náðu heilbrigðisyfirvöld utan um COVID-19 veiruna með eftirtektarverðum árangri og hins vegar voru skólarnir áfram opnir og huguðu að velferð nemenda sinna. Það er afrek og við eigum að nota okkur þann árangur til að styrkja samfélagið okkar. <br /> <br /> Greiðslujöfnuður þjóðarbúa þarf alltaf að vera sjálfbær, þ.e. að út- og innflutningur þurfa að vera í jafnvægi. Útflutningstekjur íslenska þjóðarbúsins hafa vaxið mikið síðustu ár, sem hefur skilað okkur fádæma góðri hreinni erlendri stöðu og stórum gjaldeyrisforða. Þessi hagfellda staða hefur orðið til meðal annars vegna vaxtar ferðaþjónustunnar, sem hefur búið til um helming allra nýrra starfa síðasta áratug. Nú reynir á að við hugsum út fyrir kassann og búum til útflutningsverðmæti. Ferðaþjónustan getur fengið vindinn í seglin ef við nýtum okkur þann árangur sem náðst hefur í sóttvörnum og tengjum saman vísindin og atvinnulífið. Þar eru tækifæri. Einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt sagði í Kreppunni miklu: „Það eina sem er að óttast er óttinn sjálfur“. Hlustum á þessa hvatningu og munum að gæfan er undir okkur komin! <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />
30. apríl 2020Blá ör til hægriTíminn til að lesa meira<p><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu á 30. apríl 2020.</span></p> <p>Bókmenntaarfur Íslendinga sprettur úr frjóum jarðvegi íslenskrar sögu og menningar. Um aldir hafa Íslendingar haft ríka þörf fyrir að segja, lesa og hlusta á sögur. Þá þörf höfum við enn, líkt og blómleg bókaútgáfa og glæsileg stétt rithöfunda er til marks um. Grunnurinn að þessari sagnahefð var lagður fyrir nærri þúsund árum, þegar stórmenni á borð við Snorra Sturluson unnu stórkostleg menningarafrek með skrifum sínum.<br /> <br /> Bókmenning þjóðarinnar hefur haldið áfram að þróast í gegnum tíðina og laga sig að breyttum heimi. Á síðasta ári tóku gildi lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Við sjáum strax árangurinn af þessari löggjöf, þar sem met voru slegin í útgáfu íslenskra skáldverka og útgefnum barnabókum fjölgaði um 47% milli ára. <br /> <br /> Íslendingar standa því undir nafni, sem sagna- og bókaþjóð. Það hefur sýnt sig í yfirstandandi samkomubanni, sem þjóðin hefur nýtt til að lesa sér til gagns og gamans. Margir hafa skráð lesturinn á vef átaksverkefnisins Tími til að lesa, þar sem rúmlega 8 milljónir lesmínútna hafa verið skráðar í apríl. Á miðnætti lýkur átakinu og ég þakka öllum sem tóku þátt. Þátttakendur í þessu þjóðarátaki eru á öllum aldri. Þannig hafa þeir lesið mest sem eru 60 ára og eldri, en fast á hæla þeirra komu 10 til 12 ára börn sem hafa skráð rúmlega milljón lesmínútur í mánuðinum.<br /> <br /> Orðaforði og lesskilningur eykst með auknum lestri og því er ómetanlegt fyrir börn að lesa, taka glósur og spyrja út í orð sem þau þekkja ekki. Orðaforði barna skiptir miklu máli fyrir vellíðan og árangur í skóla og býr þau undir virka þátttöku í samfélaginu. Með aukinni menntun eykst samkeppnishæfni þjóðarinnar og geta hennar til að standa undir eigin velferð. Það er lykilatriði að styrkja menntakerfið okkar til framtíðar.<br /> <br /> Með lestrinum ræktum við menningararfinn okkar og því meira sem við lesum, því betra! Til hamingju með árangurinn, kæra bókaþjóð.</p> <br />
23. apríl 2020Blá ör til hægriDraumur þjóðar<p> <strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 2020.</strong></p> <p> Dáið er allt án drauma. Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson segir í bréfi til Jónasar vinar síns Hallgrímssonar 1. október 1828 um heimsóknir sínar í leikhús Kaupmannahafnar: „Ég tek ekki það fríða sjónleikahús og allar þessar fögru útsjónir — gullna sali, skóga, sjó, sól og tungl, skruggur og eldingar og alt það sem konstin hefur getað upp fundið til jafns við ... Bessastaðasvefnloftið á meðal ykkar.“ Þar höfðu þeir félagar sett saman leiksýningar. </p> <p> Draumur um sjónleikahús fyrir Íslendinga er samofinn fyrstu hugmyndum um sjálfstætt menningarstarf þjóðarinnar. Hann var hluti af endurreisn sjálfstæðishugsjóna rómantíkurinnar og það var Sigurður málari sem festi hana fyrstur á blað árið 1862. Í minnisblaði telur hann upp nokkur verkefni sem hrinda þurfi í framkvæmd; minnisvarða um Ingólf Arnarson, alþingishús, þjóðsafn eða forngripasafn, og leikhús. Í janúar 1873 segir hann á fundi í Kveldfélaginu: „Það þyrfti að byggja hús sem haldnar yrðu í comedíur“ og veltir upp raunhæfum möguleikum um rekstur þess. Það kom í hlut lærisveina hans að fylgja málinu eftir og fór þar fremstur Indriði Einarsson leikskáld, hagfræðingur og fjárhaldsstjóri Landsjóðs. Árið 1917 gaf Leikfélag Reykjavíkur ágóða af sýningu á Nýjársnótt Indriða fyrsta framlagið í Byggingarsjóð Þjóðleikhússins. </p> <h2>Pólitísk breiðfylking um byggingu leikhúss</h2> <p>Til að hrinda þessu mikla mannvirki, þessum draumi, í framkvæmd, þurfti pólitíska breiðfylkingu sem teygði sig yfir miðju stjórnmálanna: bandalag Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jakobs Möller, tengdasonar Indriða, dugði til að ná þeim þingstyrk svo lög um skemmtanaskatt, gjald á allar skemmtisamkomur landsmanna, böll og bíó, tóku gildi 1923 og skyldi hann renna til byggingar Þjóðleikhúss. Ungur arkitekt, Guðjón Samúelsson, birti 1924 hugmyndir sínar um háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti og þar var gert ráð fyrir „samkomuhúsi“ og eru það fyrstu drög hans að Þjóðleikhúsbyggingunni sem tók að rísa fáeinum árum síðar við hlið Landsbókasafnsins við Hverfisgötu sem við köllum nú Þjóðmenningarhús.</p> <p><img src="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Lj%c3%b3smyndasafn%20RVK_Karl%20Christian%20Nielsen_Tra%c3%b0arkot.jpg" alt="Bærinn Traðarkot stóð einnig við Hverfisgötu." /></p> <p style="text-align: left;"><span class="myndatexti">Bærinn Traðarkot stóð einnig við Hverfisgötu. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur eftir Karl Christian Nielsen.</span></p> <p style="text-align: left;"><em><span class="myndatexti"></span></em><span style="text-align: left;">Bygging Þjóðleikhússins var fullveldistákn fátækrar þjóðar. Á klöppum Skuggahverfisins þar sem aumustu kot bæjarins stóðu hnípin reis hamrahöll, klædd glitrandi hrafntinnu sem skein í sólinni og þannig var húsið lengi fullbúið hið ytra en hið innra tómt gímald. Kreppan lamaði framkvæmdaviljann. Stóð skelin óupphituð í tvo áratugi.</span></p> <h2>Sumardagurinn fyrsti markar táknrænt upphaf</h2> <p>Efnahagsuppgangurinn eftir seinni heimsstyrjöldina breytti efnahag þjóðarbúsins. Leiksvið þjóðarinnar voru víða, í bæjum og sveitum um allt land þar sem alþýða manna lék sér til ánægju og lífsfyllingar, og ekki síður í útvarpi allra landsmanna þar sem leikið efni var fyrirferðarmikið. En okkur vantaði Þjóðleikhús. Í stríðslok steig fram ný kynslóð sem sótti sér fullgilda menntun í sviðslistum til skóla á gömlum grunni í Lundúnum og Kaupmannahöfn og vestur um haf til yngri menntastofnanna; leikarar, dansarar, söngvarar, leikmyndasmiðir.</p> <p><img alt="" src="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Lj%c3%b3smyndasafn%20RVK_Sigurhans%20Vignir_%c3%9ej%c3%b3%c3%b0leikh%c3%basi%c3%b0.jpg" /></p> <p style="text-align: left;"> <span class="myndatexti">Salur Þjóðleikhússins. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur eftir Sigurhans Vigni.<br /> </span></p> <p>Í ráðherratíð Eysteins Jónssonar 1948 voru samin sérlög um Þjóðleikhúsið og nú skyldi lokið við bygginguna. Draumurinn var að rætast. Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta árið 1950 og var vandað við lokafrágang hússins sem best var á kosið. Auk aðalsalar hússins sem tók á sjöunda hundrað í sæti var í austurálmu tilraunasvið sem snemma var breytt í æfingarsal fyrir listdansara en þegar á fyrsta starfsári hússins var boðið upp á listdans og óperuflutning íslenskra listamanna. Þar var vagga listdansins og óperulistarinnar, þar birtust á sviði glæný samtímaverk, íslenskar frumsmíðar í bland við eldri verk, auk sígildra heimsbókmennta. Sinfónían átti þar skjól um hríð.</p> <h2> Listskógur sprottinn úr frjóum farvegi</h2> <p>Nú eru liðin 70 ár frá þessum merku tímamótum í menningu þjóðarinnar. Sprotar frá starfi listamanna Þjóðleikhússins hafa fest rætur víða; leiknar kvikmyndir, sjónvarpsverk, dans, brúðuleikhús, óperusýningar, ný og glæsileg leikhús nyrðra og hér fyrir sunnan. Í landinu starfa tugir sjálfstæðra sviðslistahópa. Á öllum stigum skólakerfisins er leikið og sýnt. Um allt land starfa félög áhugamanna fyrir leiksýningum í sinni sveit. Þjóðleikhúsið er kjölfestan í íslenskum sviðslistum, grunnurinn sem sviðsmenning okkar stendur á, svo kær sem hún er öllum landsmönnum, stórum og smáum, lærðum og leikum. Engin þjóð austan hafs og vestan sækir leikhús jafn oft og við Íslendingar. Við höfum átt vaska sveit sviðslistamanna, þjóðkunna menn, konur og karla, sem hafa veitt okkur óblandna ánægju í þessi sjötíu ár. Um þessar mundir sjáum við okkar fólk í erlendum verkefnum á hvíta tjaldinu og í sjónvarpsmiðlum streyma til heimsins okkar leiknu sögur. </p> <h2> Menning þarf andlega og veraldlega ræktun</h2> <p> Þjóðleikhúsbyggingin hefur þróast og breyst með tímanum, rétt eins og hið listræna starf sem fylgir kröfunni um stöðuga nýja ferska sýn á mannlífið og örlög okkar, skömm okkar og sigra. Hinn langi byggingartími heimtaði viðhald sem oft var vanrækt og kom loks að því á níunda áratug síðustu aldar að ráðist var í umfangsmiklar endurbætur. Ytra byrði Þjóðleikhússins var lagað og verulegar breytingar gerðar á almenningsrýmum og aðalsal hússins. Byggingin krefst stöðugs viðhalds, bæði í innréttingum og tækjabúnaði. Útihús Þjóðleikhússins eru nú skrifstofuaðstaða og tveir litlir sýningarsalir í níutíu ára gömlu íþróttahúsi, nær aldar gömul bygging hæstaréttar er líka nýtt, í gamla kolakjallaranum er nú lítið leiksvið. Engin þessara rýma voru hugsuð til leiksýninga. Endurbyggingu Þjóðleikhússins sem hafin var 1990 er ekki lokið. Ítarlegar áætlanir voru unnar og birtar 2006 um endurbætur, breytingar og viðbyggingu við Þjóðleikhúsið. </p> <p> Því hef ég á þessum tímamótum óskað eftir að fram fari á endurskoðun á þeim áætlunum sem unnar voru 2006. Markmiðið er að móta nýjar tillögur um viðbyggingu við Þjóðleikhúsið til að svara kalli nýrrar aldar og búa sviðslistamönnum og gestum leikhússins bætta aðstöðu til framtíðar.</p> <h2>Erindi lista og menningar aldrei brýnna</h2> <p> Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Um þessar mundir komum við ekki saman til að fagna afmælinu, því Þjóðleikhúsið og aðrir samkomustaðir þar sem við höfum mæst og glaðst, fagnað og syrgt, eru lokaðir. Starfsfólk Þjóðleikhússins hefur eins og margir aðrir listamenn stytt okkur stundir og biðina eftir því að mannlíf okkar verði eins og áður eftir öðrum leiðum. Sá tími er nærri þó okkur þyki biðin löng. Maður er manns gaman og sú stund rennur upp að við getum aftur komið saman í Þjóðleikhúsinu okkar og séð í sviphendingu list sviðsins, þennan einstaka fund við okkur sjálf sem við njótum öll saman í myrkum sal leikhússins sem lýsir upp sálina og gleður sinnið. </p> <p> Ég óska okkur öllum til hamingju með Þjóðleikhúsið okkar. Megum við um ókomna framtíð njóta listarinnar í því húsi.</p>
15. apríl 2020Blá ör til hægriTakk, Vigdís!<strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 15. apríl 2020.<br /> </strong><br /> Vorið 1980 sat 6 ára stúlka í kjöltu lang­ömmu sinnar og ræddi stóru mál lífsins. Lang­amman spurði hvern stúlkan ætlaði að styðja í for­seta­kosningunum sem voru þá á næsta leiti. Stúlkan sagðist halda með Alberti Guð­munds­syni, enda hefði hún mikinn á­huga á í­þróttum. Lang­amman brást ó­kvæða við og sagði sögu­legt tæki­færi blasa við Ís­lendingum, sem gætu orðið fyrstir í sögunni til að velja konu sem þjóð­höfðingja. Við stelpurnar ættum að standa saman, ekkert annað kæmi til greina.<br /> <br /> Þá væri einnig fram­bjóðandinn, Vig­dís Finn­boga­dóttir, ein­stök hæfi­leika­kona og myndi sóma sér vel á Bessa­stöðum. Lang­amman var svo sann­færandi og á­kveðin að stúlkan á­kvað að fylgja lang­ömmu sinni að máli, eins og svo oft áður.<br /> <br /> Lang­amma reyndist sann­spá og for­seta­tíð frú Vig­dísar Finn­boga­dóttur varð sögu­leg. Fram­lag Vig­dísar til jafn­réttis­mála var ó­metan­legt, bæði á Ís­landi og heims­vísu. Með sigri í lýð­ræðis­legum kosningum braut hún gler­þak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ást­ríða Vig­dísar fyrir ís­lenskri tungu verið afar dýr­mæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta sam­spil tungu­máls og menningar. Jafn­framt jók hún mjög hróður Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi, því þar sem Vig­dís talaði var hlustað. Fleira mætti telja til, svo sem bar­áttu hennar fyrir skóg­rækt og um­hverfis­málum og að tengja saman kyn­slóðir með fram­sýni.<br /> <br /> Lang­amma mín hefði orðið 110 ára í ár. Hún rak mat­stofu í Aðal­stræti 12 og var virk í verka­lýðs­bar­áttunni, alla sína tíð. Hún hafði mikil á­hrif á mig og alla fjöl­skylduna. Ég á henni mikið að þakka fyrir að halda mér stöðugt við efnið og sjá sam­hengi hlutanna. Þær Vig­dís eiga það sam­eigin­legt að hafa gert kraft­verk í lífi fólksins í kringum þær, jafn­vel við að­stæður sem virtust ó­yfir­stígan­legar. Þessi kyn­slóð for­mæðra okkar ein­kenndist af vilja­styrk og þraut­seigju sem fleytti henni yfir skerin og heilli í höfn.<br /> <br /> Frú Vig­dís Finn­boga­dóttir, til hamingju með daginn! Ég vil þakka þér fyrir ó­metan­legt starf, for­ystu og að hafa vísað okkur veginn.
14. apríl 2020Blá ör til hægriÞað styttir alltaf upp og lygnir<strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu, 14. apríl 2020.</strong><br /> <br /> Alþjóðleg­ur dag­ur lista er í dag. Víða um ver­öld hef­ur menn­ing­in gert það sem hún ger­ir best á erfiðum tím­um; veitt hugg­un, afþrey­ingu og inn­blást­ur. Íslend­ing­ar eru list­hneigðir og menn­ing­ar­neysla hér á landi er meiri en víðast ann­ars staðar. Í ferðalög­um okk­ar inn­an­húss höf­um við nýtt tím­ann til að lesa góðar bæk­ur, horfa á kvik­mynd­ir og þátt­araðir og njóta tón­list­ar. Skoða má heilu mynd­list­ar- og hönn­un­ar­sýn­ing­arn­ar gegn­um streym­isveit­ur og fjöl­miðla.<br /> <br /> Ekk­ert af þessu er þó sjálfsagt. Menn­ing­ar­líf verður að rækta og viðhalda. Nú­ver­andi aðstæður hafa til dæm­is komið illa við tón­list­ar­menn og sviðslista­fólk sem hef­ur orðið fyr­ir miklu tekjutapi vegna viðburða, sýn­inga og tón­leika sem fallið hafa niður. Í könn­un sem Banda­lag ís­lenskra lista­manna (BÍL) gerði meðal fé­lags­manna sinna sögðust um 70% sjálf­stætt starf­andi lista­manna hafa orðið at­vinnu- og verk­efna­laus­ir vegna COVID-19. BÍL spá­ir því að á þrem­ur mánuðum muni þetta eiga við um 90% þeirra.<br /> <br /> Vegna mik­il­væg­is menn­ing­ar hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að veita strax viðspyrnu og verður yfir hálf­um millj­arði í fyrsta aðgerðapakk­an­um varið til menn­ing­ar, lista og skap­andi greina. Þessu fjár­magni er ætlað að brúa bilið fyr­ir lista­fólkið okk­ar þar til hjól sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fara að snú­ast á nýj­an leik. Með aðstoð miðstöðva lista og skap­andi greina fer fjár­magnið í gegn­um sjóði og fag­stjórn­ir þeirra sem taka munu við um­sókn­um og út­hluta styrkj­um strax í maí. Þá fer hluti fjár­magns­ins til mik­il­vægra verk­efna sem snú­ast um menn­ing­ar­minj­ar og að gera menn­ing­ar­arf okk­ar aðgengi­legri.<br /> <br /> Afrakst­ur þess­ar­ar fjár­fest­ing­ar er óum­deild­ur. Menn­ing og list­ir eru auðlind sem skil­ar efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu til neyslu inn­an­lands og út­flutn­ings. Við þurf­um ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rann­sókn­ir sýna að skap­andi at­vinnu­grein­ar eru ekki ein­ung­is hratt vax­andi burðargrein­ar, held­ur eru þær sveigj­an­legri, vaxa hraðar en aðrar at­vinnu­grein­ar, skapa aukið virði inn­an annarra at­vinnu­greina og eru oft ná­tengd­ar því sem helst virðist horfa til framtíðar. Þessi lönd hafa með ýms­um hætti reynt að greiða leið frum­kvöðla og fyr­ir­tækja á sviði skap­andi greina með hvetj­andi aðgerðum.<br /> <br /> Nú er rétti tím­inn til að sækja fram. Menn­ing­in verður efld og við reiðum okk­ur á skap­andi grein­ar til framtíðar. Ljóst er að þar er einn okk­ar mesti auður og vilj­um við rækta hann áfram. Þrátt fyr­ir mikla ágjöf vegna far­sótt­ar­inn­ar, þá mun­um við kom­ast í gegn­um þetta eða eins og fram kem­ur í texta Jóns R. Jóns­son­ar: „Það hvess­ir, það rign­ir en það stytt­ir alltaf upp og lygn­ir.“
11. apríl 2020Blá ör til hægriSterkt íslenskt samfélag sem fjárfestir í framtíðinni<strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. apríl<br /> </strong><br /> Dugnaður og þrautseigja eru meginstyrkleikar þjóðarinnar. Ljóst er að formæður og -feður hafa oft á tíðum þurft að beita miklu hugviti til að lifa af erfiða tíð og náttúruhamfarir. Eiginleika og þekkingu þjóðarinnar þurfum við að rækta, nýta vel tímann á næstu misserum og styðja við mannauðinn okkar, svo við komum sterk út úr núverandi aðstæðum. Um alla veröld er fólk að fást við farsótt og hvernig verja megi heilbrigði þjóða. Þessi orrusta mun taka tíma en öllu máli skiptir hvernig við verjumst veirunni og hvernig við styrkjum viðnámsþrótt samfélagsins. Íslenskt samfélag hefur alla burði til að standa sterkt ef forgangsraðað er á réttan hátt.<br /> <br /> <strong>Alþjóðahagkerfið á tímum farsóttar</strong><br /> Alþjóðahagkerfið verður fyrir miklum búsifjum vegna COVID-19. Slökkt hefur verið tímabundið á hagkerfum veraldarinnar vegna farsóttarinnar. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur að heimshagvöxtur dragist saman um 2% á mánuði, þegar algjört samkomubann er í gildi. Samdráttur í landsframleiðslu margra ríkja samkvæmt OECD eru um 15-30% og er ólíkur eftir samsetningu hagkerfa.<br /> Áfallið er af þrennum toga. Eftirspurnaráfall, þar sem eftirspurn eftir vörum og þjónustu hefur hrunið á tímum samkomubanns. Framboðsáfall vegna þess að hin alþjóðlega virðiskeðja hefur rofnað og að lokum fjármálakerfisáfall vegna þeirrar umfangsmiklu óvissu sem hvílir á fjármálamörkuðum. Hrávöruverð hefur hrunið og endurmat á áhættu á sér stað eru fylgifiskar ástandsins. Fjármagnsflæði milli ríkja hefur stóraukist og fjárfestar leita í öryggi. Nýmarkaðsríki upplifa mikinn fjármagnsflótta með þeim afleiðingum að gjaldmiðlar þeirra veikjast og skuldastaða versnar.<br /> <br /> Þessi þróun gerir það að verkum að tugir ríkja leita eftir fjárhagsaðstoð til að halda hagkerfi sínu gangandi. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega á stuttum tíma og nú blasa við atvinnuleysistölur sem hafa ekki sést síðan í kreppunni miklu. Velferðarsamfélögin á Norðurlöndunum sýna styrk sinn í þessu áfalli, þar sem heilbrigðiskerfið og atvinnuleysistryggingar grípa fólkið. Þessi kerfi eru að sanna gildi sitt og sátt ríkir innan samfélaganna um að náð sé utan um borgara með þessum hætti. Niðursveiflan verður meiri hjá þeim ríkjum sem hafa ekkert slíkt öryggisnet.<br /> <br /> <strong>Ísland er sjálfbært</strong><br /> Ísland er lítið og tillögulega opið hagkerfi sem hefur reitt sig á utanríkisviðskipti til að auka hagsæld sína. Alþjóðaviðskipti eru mikilvægari smærri hagkerfum en stórum og því verðum við að einblína á að allar viðskiptaleiðir séu sem greiðastar. Landsframleiðslan er að taka á sig högg en mun rétta úr kútnum. Einkaneysla minnkar verulega á tímum samkomubanns, samneyslan eykst umtalsvert sem viðbragð hins opinbera og svo er verið að auka fjárfestingar. Hins vegar eru viðskiptahættir að taka breytingum, þar sem vöruviðskipti eiga sér stað í auknum mæli í gegnum tækni og neyslumynstur er að breytast. Viðskiptajöfnuðurinn tekur tímabundið breytingum vegna farsóttarinnar. Á þessari stundu vitum við ekki hversu lengi þessar aðstæður vara. Mikill afgangur hefur verið á viðskiptajöfnuði, hrein erlend staða er jákvæð og gjaldeyrisvaraforðinn er mjög myndarlegur. Vegna aðstæðna munu heildargjaldeyristekjur þjóðarbúsins dragast saman tímabundið, en á móti mun innflutningur á þjónustujöfnuðinum líka minnka. Vegna þessa þurfum við að tryggja að vöruviðskipti við okkar helstu viðskiptaríki séu sem greiðust.<br /> <br /> Það er okkar gæfa, að hérlendis eru framleidd til útflutnings hágæða matvæli og eftirspurn er viðvarandi. Það skapar meira jafnvægi í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins en annars væri. Eðli faraldursins sem skekur heimsbyggðina er þess eðlis, að fólk flytur hana milli landsvæða og ríkja. Við þurfum að búa okkur undir það, að þjónustujöfnuðurinn verði fyrir tímabundnu áfalli. Við verðum að leggja ríka áherslu á innlenda ferðaþjónustu sem hefur allar forsendur til að blómstra enda er búið að fjárfesta ríkulega í henni með innviðum og þekkingu. Um leið og birtir til munum við sjá ferðaþjónustuna blómstra aftur. Ísland hefur upp á mikið að bjóða og við erum gestrisin þjóð.<br /> <br /> <strong>Staða þjóðarbúsins hagfelld í upphafi farsóttar</strong><br /> Áður en farsóttin geisaði var ljóst að slaki hafði myndast í hagkerfinu og höfðu stjórnvöld þá þegar gripið til aðgerða til að örva hagkerfið og leyfa sveiflujöfnun þess að virka. Nú hefur hið opinbera, ríkisvald og sveitarfélög, tilkynnt um umfangsmiklar aðgerðir til viðbótar til að mæta þeim áskorunum sem blasa við. Staða ríkissjóðs í upphafi farsóttar var sterk, þar sem hrein skuldastaða var um 20% af landsframleiðslu. Til samanburðar er skuldastaða Ítalíu vel yfir 120%. Skuldasamsetningin er einnig hagfelld, þar sem erlendar skuldir eru hlutfallslegar lágar. Það sama má segja um fjármálakerfið sem er fjármagnað að mestu með innlendum sparnaði, eiginfjárstaðan er sterk og lausafjárstaðan rúm. Fjármálakerfið hefur verið styrkt með þjóðhagsvarúðartækjum og umgjörðin öll er orðin styrkari en áður. Hagkerfið okkar hefur verið drifið áfram af útflutningi, heimili og fyrirtæki hafa styrka eiginfjárstöðu og þjóðhagslegur sparnaður hefur verið mikill. Gjaldeyrisforði þjóðarbúsins er tæpir þúsund milljarðar króna og hefur ekki verið eins stór í nútímahagsögunni. Þessi staða gerir þjóðinni mun betur kleift að fást við þær miklu áskoranir sem farsóttin leggur okkur til.<br /> Við þurfum að sjálfsögðu að vanda til verks og hugsa hvernig við ætlum að koma sem sterkust út úr þessu. Við verðum öll að leggjast á árarnar til að örva hagkerfið, svo að ekki hljótist varanlegur skaði af farsóttinni. Atvinnuleysi hefur aukist mikið og vinna verður gegn því af öllum mætti. Örva verður einkaneyslu, velferðarhagkerfið okkar eykur samneysluna verulega og við verðum að hugsa stórt varðandi fjárfestingu. Þegar þessir þættir fara allir saman á skipulagðan og agaðan hátt, þá munum við yfirstíga erfiðleikana sem samfélag.<br /> <br /> <strong>Fjárfest í mannauði</strong><br /> Við ætlum að sækja fram og efla alla menntun og menningu í landinu. Því hefur átt sér stað umfangsmikil vinna í mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að tryggja að menntakerfið geti tekið á móti sem flestum sem vilja auka þekkingu og menntun sína. Menningin verður efld og við reiðum okkur á skapandi greinar til framtíðar. Við ætlum að auka fjárveitingar til verk- og tæknigreina og tryggja að háskólastigið geti mætt þeirri eftirspurn sem verður til vegna stöðunnar. Mikill vöxtur hefur verið í iðngreinum og mikil vakning í þeim efnum. Það er sannkallað fagnaðarefni að sjá þennan mikla vöxt í verk- og tæknigreinum enda hefur það verið markmið í langan tíma að gera betur þar og það er að takast. Við munum leggja mikla áherslu á framhaldsfræðslu og styrkja íslenskunám fyrir innflytjendur. Grunnurinn að öflugu menntakerfi er að tryggja öflugt og framsækið kennaranám. Þar höfum við séð mikinn vöxt og grósku og stóraukningu í aðsókn í kennaranám. Þar höldum við áfram og viljum að Ísland sé í fremstu röð. Markmið þessara aðgerða er að styrkja færni íslensks efnahagslífs, sem lengi hefur einkennst af færnimisræmi á vinnumarkaði. Þessu ætlum við að breyta og styrkja vinnumarkaðinn. Menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir í drögum og verður þingsályktun þess efnis lögð fyrir Alþingi Íslendinga á haustþingi. Menningin hefur sannarlega komið sterk inn í þær aðstæður sem uppi eru og veitt huggun og hughreyst. Ljóst er að þar er einn okkar mesti auður og viljum við rækta hann áfram. Ég er sannfærð um að tíminn mun nýtast vel á næstunni til að efla menntun og menningu.<br /> <br /> <strong>Innviðafjárfestingar þurfa að vera miklar</strong><br /> Fjárfestingar eru einn af lykilþáttunum til að örva hagkerfið okkar. Mikill vöxtur hefur verið í opinberum fjárfestingum á síðustu misserum og ljóst að við þurfum að halda áfram á þeirri braut.<br /> Í febrúar 1936 birtist byltingarkennd hagfræðikenning fyrst á prenti. John M. Keynes hafði legið undir feldi við rannsóknir á kreppunni miklu, þar sem neikvæður spírall dró kraftinn úr hagkerfum um allan heim. Niðursveifla og markaðsbrestur snarfækkaði störfum, minnkaði kaupmátt og í leiðinni tekjur hins opinbera. Stjórnvöld þess tíma dýpkuðu kreppuna og ollu óbætanlegu tjóni, þar var atvinnuleysi verst vegna þess að það dró úr þrótti fólksins. Keynes sagði að í þessari stöðu ætti hið opinbera að örva efnahagskerfið með öllum tiltækum ráðum, ráðast í opinberar framkvæmdir og eyða tímabundið um efni fram. Þannig væru ákveðin umsvif í hagkerfinu tryggð, þar til kerfið yrði sjálfbært að nýju. Þegar þeim áfanga yrði náð, ætti hið opinbera að draga saman seglin og safna í sjóði, svo hagkerfið ofhitnaði ekki. Stjórnvöld munu standa með fólkinu í landinu og vinna að því af öllu afli að minnka áhrif farsóttarinnar á hagkerfið. Leiðarljósið er ávallt að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar til að hún geti svo tekið þátt í uppbyggingunni.<br /> <br /> Til að ná tökum á stöðunni þarf fernt að gerast. COVID-kúrfan þarf að ná toppi sínum og verða niðurhallandi svo innlenda hagkerfið taki við sér, heilbrigðiskerfið þarf að vera nógu öflugt til að sinna vel veiku fólki, sóttvarnir þurfa áfram að vera til staðar þar til lækning finnst og, það sem mestu skiptir, við þurfum að ná vel utan um okkar viðkvæmustu þjóðfélagshópa. Nú stendur páskahátíðin og upprisan er framundan. Ég er sannfærð um að Ísland standi sterkt og rísi upp. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að því að vinna sleitulaust að því að sinna sjúkum, halda menntakerfinu okkar gangandi og lagt sig fram við að hlúa að okkar dýrmæta samfélagi.
03. apríl 2020Blá ör til hægriInnlend matvæli aldrei mikilvægari<p><strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Bændablaðinu 2. apríl 2020</strong><br /> <br /> Ísland er land náttúruauðlinda, hreinleika og heilbrigðis, fegurðar og gróðursældar. Ísland er gjöfult land sem getur í senn laðað fram allt það besta hjá okkur sem byggjum það og samtímis boðið gestum sínum nær endalausar upplifanir í náttúru sinni og hreinleika matvælanna, vatnsins og loftsins. Þess vegna eigum við að örva áhuga ungs fólks á verðmætum landsins og hvetja til menntunar og starfa á þeim vettvangi. <br /> <br /> <strong>Mikilvægi sjálfbærar matvælaframleiðslu</strong><br /> Veröldin er að breytast vegna COVID-19 faraldursins sem fært hefur hörmungar yfir mörg samfélög. Þjóðir slá nú skjaldborg um heilbrigði sinna þegna og flest verja með öllum ráðum þá sem minnst mega sín. Samfélagslegur kostnaður þjóða vegna farsóttarinnar er fordæmalaus og sum staðar þarfnast sjálf samfélagsgerðin endurskoðunar. Víða eru matvælaöryggimál ofarlega á baugi og þar er Ísland ekki undanskilið. Hér er matvælaöryggi eitt þeirra mála sem margir telja sjálfsagt, án þess þó að hafa leitt hugann mikið að því eða lagst á árarnar. Þannig er það með fleiri samfélagsmál, sem vert er að halda á lofti og berjast fyrir í blíðu og stríðu. Það á við um tjáningarfrelsið í lýðræðisríkinu, þéttriðið öryggisnet velferðarsamfélagsins og samstöðu þjóðarinnar. <br /> <br /> Margir ganga að íslenskum landbúnaði sem vísum og þiggja einstakar afurðirnar án sérstakrar umhugsunar. Hreinar afurðir, náttúrulegar og án sýklalyfja að telja má miðað við samanburðarlöndin. Ýmsir hafa leynt og ljóst haft horn í síðu greinarinnar og jafnvel gert slíkan málflutning að atvinnu sinni í ræðu og riti, án þess að hafa endilega áttað sig á mikilvægi matmælaöryggis þjóða. Allt í einu hefur það ljós runnið upp fyrir okkur, að sjálfbærni í matvælaframleiðslu þjóðarinnar sé gulls ígildi. Í alþjóðasamskiptum að undanförnu hefur bersýnilega komið í ljós, að hver þjóð er sjálfri sér næst þegar eitthvað bjátar á. Enda þótt veruleikinn hafi að undanförnu snúist um spritt, andlitsgrímur og lækningatæki má gera ráð fyrir því að sömu lögmál muni gilda ef alvarlegur matvælaskortur gerir vart við sig í heiminum. <br /> <br /> Við getum ekki gengið að því sem vísu að tekið yrði tillit til Íslands í slíkri stöðu. Þetta er síður en svo nýr veruleiki, en hann hefur verið mörgum hulinn á undanförnum árum. Þess vegna er fjöregg þjóðarinnar fólgið í sjálfbærum búskaparháttum til sjávar og sveita. Þar liggja grunnstoðir verðmætasköpunar okkar og um leið er varðveisla þeirra eitt brýnasta samstarfsverkefni allrar þjóðarinnar. Ísland hefur fjárfest í heilnæmum landbúnaði og það er fjárfesting sem mun skila sér til framtíðar. Matvælaöryggi verður raunverulega til skoðunar í aðstæðum sem þessum þegar hið alþjóðlega markaðshagkerfi riðlast, ekki eingöngu þegar allir markaðir eru opnir og aðgangur greiður. Þess vegna þarf að hlúa að landbúnaði við allar aðstæður, en ekki eingöngu þegar við erfiðleika er að etja.<br /> <br /> <strong>Stefna Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálum og nýsköpun</strong><br /> Framsóknarflokkurinn hefur staðið þétt við bak íslensks landbúnaðar í blíðu og stríðu. Ekkert hefur haggað þeirri grundvallarsýn flokksins að sveitir landsins geymi einn okkar dýrmætasta menningararf og án blómlegrar byggðar um allt land væri samfélagið ekki sjálfbært. Sú skoðun hefur staðið af sér pólitíska vinda og tíðarandann og hin órofa varðstaða um matvælaframleiðslu er og verður eitt af okkar aðalsmerkjum.<br /> <br /> Landbúnaðurinn er lyftistöng fyrir samfélagið. Án hans væri hér lítil sem engin matvælaframleiðsla. Án hans væri ekkert íslenskt kjöt, engin íslensk mjólk, ekkert íslenskt grænmeti. Farsælasta leiðin til að styðja við hann er að efla nýsköpun. Gott dæmi um augljósa arðsemi slíks þróunarstarfs eru nýtilkomin tækifæri til nýtingar á mysu sem fellur til við ostaframleiðslu. Til skamms tíma var tugmilljónum lítra af ostamysu hleypt til sjávar með öllum sínum próteinum og mjólkursykri, en nú eru unnin hundruð tonna af þurrkuðu hágæðapróteini úr henni. Lífræn ræktun hefur skapað nýja markaði og með framsækinni matvæla- og vöruþróun úr landbúnaðarafurðum verður stærri hluti virðiskeðjunnar eftir í sveitum. Við erum í kjöraðstæðum til að efla ræktun á íslensku grænmeti og eigum að nýta orku landsins til þess. Við eigum í auknu mæli að líta gagnrýnið á samkeppnishæfni þjóðarbúsins og sjá hvar við eigum að stíga fastar niður fæti. Við eigum að hlúa að og rækta alla slíka sprota, efla nýsköpun og tryggja hámarksnýtingu á landsins gæðum. Þegar litið er til landfræðilegrar legu landsins, fámennis, strjálbýlis, veðurfars og fleira er morgunljóst að nauðsynlegt er að gera mun betur til þess að styðja viðsjálfstæði í matvælaframleiðslu og fjárfesta um leið í öllum þeim beinu og óbeinu verðmætum sem fólgin eru í landvörslu íslenskra bænda. Það er brýnt að landið sé nýtt og eignarhald á jörðum taki mið af þörfum samfélagsins, en ekki einkahagsmunum.<br /> <br /> Við eigum að hugsa heildrænt um íslenskan landbúnað og styðja hann með ráðum og dáð í víðfeðmu hlutverki sínu til nýrrar sóknar. Við eigum að auka áhuga ungs fólks á landbúnaði, efla menntun, vísindi, rannsóknir og þróun landbúnaðarins. Bæta þarf rekstrarumhverfi bænda og auðvelda ungu fólki aðgengi að bújörðum og nýsköpun í landbúnaði. Framsóknarflokkurinn mun ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum.<br /> <br /> <br /> <br /> Lilja D. Alfreðsdóttir<br /> mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins&nbsp;</p> <br style="font-size: 16px; box-sizing: border-box; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" />
03. apríl 2020Blá ör til hægriLýðheilsa snertir okkur öll<span><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Mannlífi 3. apríl 2020</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Þjóðin stendur nú frammi fyrir mikilli áskorun. Allir hafa þurft að breyta hegðun sinni og venjum. Fullorðnir vinna heima, skólahald barna er með skertum hætti og sum börn læra í fjarkennslu. Dagarnir líða hægt, áhyggjurnar eru víða miklar og álagið eykst. Aldrei fyrr hefur verið eins mikilvægt og nú að við stöndum saman og hlúum hvert að öðru. Hver og einn þarf að rækta líkama og sál. Nú skiptir öllu máli að efla lýðheilsu Íslendinga. <br /> <br /> Viðmót Íslendinga í faraldrinum er aðdáunarvert. Umburðarlyndi og baráttuvilji er allt umlykjandi. Fólk fer í göngutúra eða út að hlaupa, en fylgir sóttvarnaleiðbeiningum vel. Líkamsræktartæki eru víða uppseld og fjarþjálfun hefur sjaldan verið jafn vinsæl. Þjóðin virðist einhuga um að hlúa vel að líkamlegri heilsu og efla hana enn frekar. Nú þegar hefðbundið íþróttastarf hefur verið fellt niður er jafnframt afar mikilvægt að virkja börnin okkar í hreyfingu. Rannsóknir hér á landi hafa einmitt sýnt að íþróttir eru mikilvægar í uppeldi barna og ungmenna. Einnig hefur verið sýnt fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. <br /> <br /> Áframhaldandi hvatning og vitundarvakning um heilsueflingu er því okkur öllum mikilvæg. Við ættum að nýta öll slík tækifæri, ekki síst þegar þau sameina okkur og henta öllum aldurshópum. Nýtt verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis er einmitt eitt slíkt tækifæri. Verkefnið „Tími til að lesa“ á vel við þessa dagana. Nú er nægur tími til að lesa góðar bækur, lesa með börnunum eða hlusta á hljóðbók. Með lestrinum ræktar þjóðin menningararf sinn, styður við skapandi stétt rithöfunda og skálda. Því meira sem við lesum því betra! Munum svo að skrá þetta allt niður á vefsíðunni www.timitiladlesa.is og setjum heimsmet í lestri!<br /> <br /> Snör viðbrögð listamanna hafa einnig gert mikið til að létta lund landans. Leiksýningar eru komnar inn á stofugólf, tæknin gerir okkur kleift að kíkja rafrænt í söfn landsins og sköpunargleði Íslendinga blómstrar sem aldrei fyrr. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Harpa sjá fyrir reglulegu tónleikastreymi og Helgi Björns skemmtir landanum á laugadagskvöldum. Allt þetta veitir kærkomið frí frá áhyggjum og amstri dagsins. Allt þetta helst því í hendur við að efla og bæta lýðheilsu landsmanna. <br /> <br /> Á erfiðum tímum reynist einnig gott að líta yfir farinn veg og þakka fyrir það sem er jákvætt. Við erum heppin að búa á landi sem er ríkt af gæðum. Land víðernis og náttúruauðlinda, hreinleika og heilbrigðis, fegurðar og gróðursældar. Nú sannast enn og aftur mikilvægi sjálfbærar matvælaframleiðslu. Íslenskur landbúnaður er þar lykillinn að velgengni. Við göngum iðulega að honum sem sjálfsögðum hlut og njótum heilnæmra afurða hans. En það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að matvælum í hæsta gæðaflokki þar sem sýklalyf eru notuð í mun minni mæli en í samanburðarlöndunum. Án landbúnaðarins væri hér lítil sem engin matvælaframleiðsla. Án hans væri ekkert íslenskt kjöt, engin íslensk mjólk, ekkert íslenskt grænmeti. Hrein og næringarrík fæða sem okkur Íslendingum býðst stuðlar enn fremur að bættri lýðheilsu. Nú þegar erfiðleikar steðja að hvet ég ykkur til að hafa þetta ofarlega í huga. Sjálf er ég þakklát fyrir þetta góða samfélag sem við eigum saman. <br /> <br />
02. apríl 2020Blá ör til hægriNú er tíminn til að lesa<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 2. apríl 2020</span><br /> <br /> Íslensk heimili takast nú á við breyttan veruleika. Margir hinna fullorðnu vinna heima samhliða því að sinna börnum dauðlangar aftur í skólann og á íþróttaæfingar. Sjaldan hefur verið eins mikilvægt að rækta líkama og sál, fara út að hlaupa, taka veirufrían klukkutíma eða lesa.<br /> Það er nefnilega sumt sem breytist ekki og hefur fylgt þjóðinni frá örófi alda. Við erum bókaþjóð. Við skrifum, lesum og syngjum, oft til að komast í gegn um erfiðleika sem að okkur steðja. Við vitum hversu miklu máli skiptir að rækta þessa hefð, ekki síst í ljósi þess að lesskilningur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn. Námsárangur þeirra til lengri tíma ræðst að miklu leyti af lesskilningi þeirra, sem eykst með ástundum. Hér gildir hið fornkveðna, að æfingin skapi meistarann.<br /> <br /> Með lestri ræktar þjóðin einnig menningararf sinn. Hver bók tekur mann í manns eigið ævintýri. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir, eykur skilning og veitir þannig betri aðgang að heiminum öllum. Þannig gegna íslenskir rithöfundar og þýðendur gríðarlega mikilvægu samfélagshlutverki. Það eru þeir sem bjóða okkur að ferðast um heiminn þar sem sitjum á sama stað með bók í hönd, í sóttkví eða samkomubanni. Það er þeim og blómlegri bókaútgáfu að þakka, að á mörgum heimilum eru bókahillur fullar af kræsingum fyrir lesendur á öllum aldri. Þar ægir saman Jóni Kalmann, Ævari vísindamanni, Steinunni Sigurðardóttir, Halldóri Laxness yngri og eldri, Guðrúnu Helgadóttur og öllum hinum frábæru rithöfundunum og skáldunum. Hvort sem lögreglumaðurinn Erlendur, grallarinn Fíasól, Bjartur í Sumarhúsum eða ungfrúin Hekla hafa fangað athygli okkar, þá veita þau frelsandi hvíld frá amstri og áhyggjum hversdagsins. Við þurfum á því að halda einmitt nú.<br /> <br /> Allt ofangreint var hvatinn að nýju þjóðarátaki, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti af stokkunum í gær undir yfirskriftinni <strong>Tími til að lesa</strong>. Heitið er dregið af þeirri staðreynd, að nú hafi margir meiri tíma en áður til að lesa og þörfin hafi sjaldan verið meiri á að rækta hugann með lestri af öllu mögulegu tagi. Við ætlum að lesa meira en nokkru sinni áður og skrá lesturinn á vefsíðuna timitiladlesa.is á hverjum degi til 30. apríl. Að átakinu loknu ætlum við að freista þess að fá árangurinn skráðan í heimsmetabók Guinness, líkt og sæmir bóka- og lestrarþjóðinni í norðri. <br /> <br /> Nú þarf að virkja keppnisskapið, og ef vel tekst til gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim. Og nú, eftir lestur þessa pistils, getur þú bætt inn 5 mínútum inn á þitt nafn á vefnum <a href="https://timitiladlesa.is/">timitiladlesa.is</a>! Munum að þrátt fyrir frostið, þá er samt að koma vor – það birtir til. Áfram Ísland!<br />
30. mars 2020Blá ör til hægriEfnahagsleg loftbrú<span><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 28. mars 2020</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Í febrúar 1936 birtist byltingarkennd hagfræðikenning fyrst á prenti. John M. Keynes hafði legið undir feldi við rannsóknir á kreppunni miklu, þar sem neikvæður spírall dró kraftinn úr hagkerfum um allan heim. Niðursveifla og markaðsbrestur snarfækkaði störfum, minnkaði kaupmátt og í leiðinni tekjur hins opinbera, sem hélt að sér höndum til að eyða ekki um efni fram. Keynes hélt því fram að þannig hefðu stjórnvöld dýpkað kreppuna og valdið óbætanlegu tjóni. Þvert á móti hefði hið opinbera átt að örva hagkerfið með öllum tiltækum ráðum, ráðast í opinberar framkvæmdir og eyða tímabundið um efni fram. Þannig væru ákveðin umsvif í hagkerfinu tryggð, þar til kerfið yrði sjálfbært að nýju. Þegar þeim áfanga yrði náð ætti hið opinbera að draga saman seglin og safna í sjóði, svo hagkerfið ofhitnaði ekki. Í stuttu máli; ríkið á að eyða peningum í kreppu, en halda að sér höndum í góðæri til að vega á móti hagsveiflunni á hverjum tíma<br /> <br /> <strong>Fólkið<br /> </strong>Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru eru fordæmalausar. Markmið aðgerðanna er fyrst og fremst að styðja við grunnstoðir samfélagsins, vernda afkomu fólks og fyrirtækja og veita öfluga viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á óvissutímum. Íslenska þjóðarbúið er í góðri stöðu til að takast á við þær áskoranir sem eru fram undan. Þróttur þess er umtalsverður, skuldastaða ríkissjóðs er góð og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Það er ekki einungis staða ríkissjóðs sem er sterk heldur standa heimili og fyrirtæki landsins nokkuð vel auk þess sem kaupmáttur heimilanna hefur aukist mikið. Engu að síður hafði atvinnuleysi vaxið í aðdraganda Covid-19. Vinnumarkaðurinn, og þar af leiðandi mörg heimili í landinu, er því í viðkvæmri stöðu. Aðgerðir stjórnvalda miða að fólkinu í landinu og því hafa greiðslur verið tryggðar til fólks í sóttkví. Hlutastarfaleið stjórnvalda er ætlað að verja störf og afkomu fólks við þrengingar á vinnumarkaði. Þessi leið mun styðja við áframhaldandi vinnu tugþúsunda einstaklinga og verða atvinnuleysisbætur því greiddar til þeirra sem lækka tímabundið í starfshlutfalli. Þetta á við um sjálfstætt starfandi einstaklinga og launþega. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu við heimili verður hækkuð úr 60% í 100%. Loks verður greiddur út sérstakur barnabótaauki 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri.<br /> <br /> <strong>Fyrirtæki</strong><br /> Atvinnuleysi óx nokkuð í aðdraganda faraldursins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru útfærðar sérstaklega með það í huga að koma í veg fyrir varanlegan atvinnumissi fjölda fólks og að fjöldi fyrirtækja fari í þrot. Frestun á gjalddögum staðgreiðslu, tryggingagjalds og fyrirframgreidds tekjuskatts fyrirtækja kemur til móts við þá stöðu sem upp er komin. Þá er tryggð full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar. Stjórnvöld munu einnig ábyrgjast helming brúarlána, sem er ætlað að styðja fyrirtæki í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og annan rekstrarkostnað. Aðgerðirnar miða að því að efla einkaneyslu, fjárfestingar og samneyslu. Vöruviðskipti skipta mjög miklu máli þessa dagana og því vilja stjórnvöld auðvelda innflutning með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda og frestun aðflutningsgjalda. Þá verður farið í sérstakt tug milljarða kr. fjárfestingarátak, þar sem hið opinbera og félög þess setja aukinn kraft í samgöngubætur, fasteignaframkvæmdir og upplýsingatækni, auk þess sem framlög verða aukin í vísinda- og nýsköpunarsjóði. Stefnt er að því að fjölga störfum, efla nýsköpun og fjárfesta til framtíðar. Þar af verður verulegum fjárhæðum varið í að efla menningu, íþróttastarf og rannsóknir.<br /> <br /> Með þessum aðgerðum eru stjórnvöld að stíga mikilvægt skref til að veita viðspyrnu og mynda efnahagslega loftbrú. Á sínum tíma sá loftbrú Berlínarbúum fyrir nauðsynjavörum á erfiðum tíma í sögu Evrópu. Sú loftbrú sýndi samstöðu og samvinnu fólks þegar á reyndi. Ljóst er að verkefnið er stórt en grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og því mun birta til. Hagfræðikenning John M. Keynes, sem í fyrstu þótti byltingarkennd, er óumdeild í dag. Fræðilega gengur hún upp, en krefst aga af stjórnvöldum og samfélögum á hverjum tíma. Ætlan íslenskra stjórnvalda er að sýna þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er til að tryggja hag fólksins í landinu.
24. mars 2020Blá ör til hægriMikilvægur stuðningur við námsmenn<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 24. mars 2020</span><br /> <br /> Samfélagið tekst nú á við krefjandi tíma, þar sem ýmsir upplifa óvissu yfir komandi vikum. Það á jafnt við um námsmenn og aðra, enda hafa takmarkanir á skólahaldi reynt á en líka sýnt vel hvers menntakerfið er megnugt. Leik- og grunnskólar taka á móti sínum nemendum og framhalds- og háskólar sinna fullri kennslu með aðstoð tækninnar.<br /> <br /> Á vandasömum tímum er mikilvægt að tryggja vellíðan nemenda og sporna við brotthvarfi úr námi. Skólastjórnendur, kennarar, starfs- og námsráðgjafar og fleiri hafa þegar brugðist við og gripið til aðgerða til að halda nemendum virkum, til dæmis með hvatningar- og stuðningssímtölum, rafrænum samskiptum og fundum, þar sem því hefur verið komið við. <br /> <br /> Fyrir nokkrum vikum ákvað stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti, að koma til móts við nemendur með því að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en hefðbundnum vottorðum um loknar einingar. Jafnframt var ákveðið að námsmenn gætu sótt um aukaferðalán vegna sérstakra aðstæðna sem gætu komið upp vegna faraldursins. Þessi fyrstu skref sýndu mikinn samstarfsvilja hjá LÍN. Um viku síðar varð ljóst að takmörkun á skólastarfi yrði enn meiri en upphaflega var ráðgert og aftur brást LÍN fljótt við, hækkaði tekjuviðmið, seinkaði innheimtuaðgerðum og breytti reglum við mat á undanþágum. Allt miðar þetta að því að sýna sveigjanleika og létta á áhyggjum námsmanna við fordæmalausar aðstæður.<br /> <br /> Þessi viðhorf eru mjög anda frumvarps til nýrra laga um Menntasjóð námsmanna, sem miðar að því að bæta hag námsmanna. Frumvarpið er til meðferðar hjá Alþingi og verður væntanlega að lögum á þessu þingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningi við námsmenn, mun leiða til betri fjárhagsstöðu námsmanna og lægri skuldastöðu að námi loknu. Til dæmis fá foreldrar í námi fjárstyrk en ekki lán til að framfleyta börnum sínum. Jafnframt er hvati til bættrar námsframvindu, með 30% niðurfærslu á láni ef námi er lokið innan tiltekins tíma. Það stuðlar að betri nýtingu fjármuna, aukinni skilvirkni og þjóðhagslegum ávinningi fyrir samfélagið. Heimilt verður að greiða út námslán mánaðarlega og lánþegar geta valið hvort lánin séu verðtryggð eða óverðtryggð.<br /> <br /> Öll þessi atriði leggja mikið á vogarskálarnar þegar kemur að því að styðja við námsmenn á erfiðum tímum. Nú þurfum við að gera það sem þarf, horfa fram á við og tryggja að námsstuðningur hins opinbera stuðli að jafnrétti til náms.
21. mars 2020Blá ör til hægriSómi Íslands<strong>Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 21. mars 2020</strong><br /> <br /> Kennarar, starfsfólk skólanna og skólastjórnendur hafa unnið afrek í vikunni, í samstarfi við nemendur og stjórnvöld. Lagað sig að dæmalausum aðstæðum og lagst saman á árarnar svo að menntakerfið okkar og samfélagið haldi áfram. Hafi þeir bestu þakkir fyrir.<br /> <br /> Samfélagið er að hluta lagst í dvala og einkennileg kyrrð hefur færst yfir marga kima samfélagsins, sem venjulega iða af lífi. Sú ákvörðun stjórnvalda að banna samkomur af ákveðinni stærð og setja strangar reglur um samskipti fólks er gríðarlega stór. Hún var tekin með heilsu og heilbrigði þjóðar í huga, að tillögu þeirra sem við treystum fyrir almanna- og sóttvörnum í landinu. Mat þeirra var að fordæmalausra aðgerða væri þörf til að lágmarka útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á alla heimsbyggðina. Þess vegna var ákveðið að loka háskóla- og framhaldsskólabyggingum og fela skólunum að skipuleggja fjarnám. Af sömu ástæðu var ákveðið að halda leik- og grunnskólum opnum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum þar til annað væri ákveðið.<br /> <br /> <strong>Breytt skólastarf í leik- og grunnskólum</strong><br /> Breytingar á kennslu og skólahaldi eru ekki hristar fram úr erminni. Aðstæður skólanna til að bregðast við eru afar ólíkar, ýmist eftir skólastigum, húsa- og tækjakosti, nemenda- og starfsmannafjölda, námsgreinum o.s.frv. Þrátt fyrir það hefur skólasamfélagið staðist prófið með glæsibrag. Virkni og regla er ekki síst mikilvæg fyrir yngstu nemendurna. Takmarkanir á leik- og grunnskólastarfi hafa krafist mikils af kennurum og skólastjórnendum, sem þurfa ekki aðeins að tryggja takmarkaðan samgang milli nemenda heldur einnig nám og kennslu. Allir skólar hafa haldið uppi skólastarfi í vikunni, að frátöldum þeim sem hafa lokað dyrunum af sóttvarnarástæðum, og hafa með því unnið mikinn sigur. Umfang kennslu og fjöldi kennslustunda á hverjum stað hefur tekið mið af aðstæðum, en viljinn til að halda börnunum í námi verið ótvíræður.<br /> <br /> <strong>Framhalds- og háskólar í fullri virkni</strong><br /> Í framhalds- og háskólum hafa kennarar brugðist hratt við, snarað hefðbundnu námsefni yfir á rafrænt form, hugsað í lausnum og haldið nemendum sínum við efnið. Fjarkennsla hefur tekið á sig fjölmargar skemmtilegar myndir og virkni nemenda síst verið minni en í hefðbundinni kennslu. Þátttaka í kennslustundum og verkefnaskil hafa jafnvel verið meiri en alla jafna. Það er vel, enda nauðsynlegt að virkni í samfélaginu sé eins mikil og frekast er unnt. Hins vegar ber að hafa í huga að brotthvarf úr námi getur aukist verulega í ástandi eins og nú ríkir. Þess vegna hafa skólameistarar og rektorar landsins lagt okkur lið við að sporna strax við slíku. Framlag allra sem komið hafa að málinu er lofsvert.<br /> Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Stjórn sjóðsins hefur í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti létt á áhyggjum námsmanna og greiðenda af námslánum. Tekjuviðmið hafa verið hækkuð, innheimtuaðgerðum seinkað og reglur við mat á umsóknum um undanþágu á afborgunum rýmkaðar tímabundið. Þá hefur stjórn LÍN samþykkt að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en vottorð fyrir einingar sem lokið hefur verið. Þannig er komið til móts við nemendur sem ekki geta sinnt námi vegna röskunar á skólastarfi.<br /> <br /> <strong>Samvinna og samstarf er lykillinn</strong><br /> Verulega hefur reynt á samfélagið allt undanfarna daga. Mál hafa þróast með ótrúlegum hraða og sumt í veruleikanum minnir á skáldskap. Það á ekki bara við um áskoranir sem stækka með hverjum degi, heldur líka sigra og ofurhetjur sem láta ekkert stöðva sig. Við aðstæður eins og þessar er ómetanlegt að samskipti milli lykilaðila í skólakerfinu séu góð. Sú hefur enda verið raunin undanfarnar vikur og fyrir það ber að þakka. Endurtekin og regluleg samskipti hafa fært fólk nær hvert öðru, aukið skilning á aðstæðum og þétt raðirnar. Það birtist til dæmis í sameiginlegri yfirlýsingu sem fulltrúar kennara, sveitarfélaga og ráðuneytis undirrituðu fyrir tæpri viku, og sneri að skólastarfi við þær undarlegu aðstæður sem nú eru uppi. Þar er jafnframt áréttað að aðkoma miklu fleiri aðila er forsenda þess að hlutirnir gangi upp. Almenningur allur, foreldrar, fyrirtæki og stofnanir þurfa að sýna ábyrgð og sveigjanleika, og fylgja tilmælum sem koma frá yfirvöldum og skólastjórnendum um skólahald.<br /> <br /> Ég tek heils hugar undir hvert orð í yfirlýsingunni, þar sem segir meðal annars að skólastarf sé ein af grunnstoðum samfélagsins. Skólar hafi meðal annars það hlutverk að auka jöfnuð og vernda börn. Starfsfólk skólanna hafi unnið þrekvirki við að styðja við nemendur á þessum óvissutímum.
14. mars 2020Blá ör til hægriFordæmalausir tímar<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 14. mars 2020</span><br /> <br /> Í fyrsta sinn hefur samkomubann verið boðað og takmarkanir settar á skólahald, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Tilefnið er öllum ljóst; útbreiðsla kórónaveirunnar COVID-19, sem samfélagið tekst nú á við í sameiningu. <br /> <br /> Heimsfaraldurinn hefur þegar reynt umtalsvert á samfélagið. Veiran hefur veruleg áhrif á allt daglegt líf okkar. Allir hafa þurft að breyta hegðun sinni og venjum. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smitleiðir, miðla upplýsingum og halda veirunni í skefjum. Samfélagið allt hefur lagst á árarnar með yfirvöldum. Hundruð einstaklinga í sóttkví hafa verndað heilsu annarra og lágmarkað álag á heilbrigðiskerfið með einangrun sinni. Það er lofsvert framlag.<br /> Skólar á öllum skólastigum hafa starfað samkvæmt viðbragðsáætlun frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 6. mars síðastliðinn. Því hefur mikil undirbúningsvinna verið unnin í skólum til að mæta þessari ákvörðun og það er mjög traustvekjandi.<br /> <br /> Undanfarna daga hef ég einnig átt fjarfundi með rektorum og skólastjórnendum, öðrum fræðsluaðilum og fulltrúum sveitarfélaganna. Þessir lykilaðilar í skólakerfinu okkar hafa sýnt mikla yfirvegun við þessar óvenjulegu aðstæður og sýnt afar fagleg viðbrögð. Ég vil hrósa og þakka þeim sérstaklega fyrir það. <br /> <br /> Ákvörðunin um samkomubann og takmörkun á skólahaldi var tekin í samráði við okkar færasta fólk á sviði sóttvarna. Markmiðið er fyrst og fremst að verja með öllum mögulegum ráðum þá sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni, en þó án þess að setja samfélagið að óþörfu á hliðina. Til þess að takast á við þetta þarf að forgangsraða hvað skiptir raunverulega máli. Ég er fullviss um það að þessi ákvörðun hafi verið nauðsynleg í þessari baráttu. Við verðum að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar og þá sem minna mega sín. <br /> <br /> Nú eru uppi afar óvenjulegir tímar. Neikvæð efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem alþjóðakerfið hefur séð í langan tíma. Þess vegna verður umfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar að vera verulegt. Það er því fagnaðarefni að ein slík aðgerð var samþykkt á Alþingi í gær og fleiri í vændum. Nýju lögin þýða að fyrirtæki landsins geta frestað greiðslu á hluta staðgreiðslu og tryggingargjalds. Stjórnvöld þurfa engu að síður að halda augunum á veginum og halda áfram að veita viðspyrnu og innspýtingu til að halda boltanum á lofti.<br /> <br /> Nú reynir á hið víðfræga íslenska hugrekki og þrótt því nú verðum við öll að leggjast á eitt, standa saman og styðja hvort annað. Verum bjartsýn og lausnamiðuð og í sameiningu munum við ná tökum á ástandinu.
10. mars 2020Blá ör til hægriGerum það sem þarf<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 10. mars 2020</span><br /> <br /> Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Yfirvofandi hættu þarf að mæta með mikilli röggsemi, en einnig er mikilvægt er að horfa á samhengi hlutanna svo fyrstu viðbrögð verði ekki þau einu. Fyrsta skrefið í baráttunni við kórónaveiruna sem orsakar COVID-19 snýr að heilsuvernd, enda nauðsynlegt að hefta útbreiðslu hennar. Samhliða þarf að huga að efnahagslegum og ekki síður félagslegum viðbrögðum. Neikvæð efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem alþjóðakerfið hefur séð í langan tíma. Þess vegna þarf umfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar að vera verulegt.<br /> <br /> <strong>Heilbrigði og fólkið okkar</strong><br /> Óværan hefur veruleg áhrif á allt daglegt líf okkar. Sumir verða veikir, en allir þurfa að breyta hegðun sinni og venjum; forgangsraða með hliðsjón af eigin heilsu og annarra og skilgreina hvað skiptir mestu máli. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smitleiðir, miðla upplýsingum og halda veirunni í skefjum. Samfélagið allt hefur lagst á árarnar með yfirvöldum, sett sjálfu sér strangar reglur og dregið tímabundið úr nánum samskiptum. Hundruð einstaklinga í sóttkví hafa verndað heilsu annarra og lágmarkað álag á heilbrigðiskerfið með einangrun sinni. Það er lofsvert framlag.<br /> <br /> Aðgerðunum fylgir þó verulegur kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Hjól hagkerfisins hægja á sér og geta stöðvast ef stjórnvöld eru ekki með augun á veginum og fótinn á bensíngjöfinni. Ríkisstjórnin er meðvituð um þessa hættu og hefur undirbúið mótvægisaðgerðir sem hrint verður í framkvæmd á réttum tíma, í samstarfi við lykilaðila, fagstéttir, atvinnulíf og samtök.<br /> <br /> <strong>Menntakerfið: Kennsla heldur áfram</strong><br /> Eitt mikilvægasta samfélagsverkefnið á þessum tímapunkti er að tryggja að skólastarf raskist sem minnst. Skólastjórnendur og kennarar hafa sýnt mikla yfirvegun við þessar óvenjulegu aðstæður, þar sem markmiðið er að halda uppi starfseminni eins lengi og unnt er. Í uppfærðum áætlunum skólanna er gert ráð fyrir ýmsum aðstæðum; hlutverki kennara í fjarkennslu og heimanámi ef samkomubann tekur gildi, líðan nemenda og stuðningi við þá sem mest þurfa á að halda. Vonandi þarf ekki að grípa til þeirra aðgerða sem hafa verið undirbúnar, en það mjög traustvekjandi að vita af þeirri undirbúningsvinnu sem þegar hefur verið unnin. <br /> <br /> <strong>Efnahagslífið: Innspýting og súrefni</strong><br /> Ófærð og ítrekuð óveður hafa verið táknræn fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu í vetur. Ofan á þungan vetur bætist heilsufarsógnin sem nú steðjar að og vafalaust þykir mörgum nóg. En það dugar lítt að sitja með hendur í skauti og bíða vorsins. Við þurfum að ráðast í almennar og sértækar aðgerðir, þar sem áfallið er bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Virðiskeðja alþjóðahagkerfisins hefur verið rofin. Fyrir nokkrum vikum benti ég á brýna þörf á heildstæðri efnahaghagsáætlun sem næði til innviðafjárfestinga, atvinnulífs og fjármálakerfisins. Viðbrögðin við þeim hugmyndum voru afar ánægjuleg og á skömmum tíma hafa litið ljós framkvæmdaáætlanir. Í góðu árferði undanfarinna ára höfum við greitt niður skuldir, safnað í góðan gjaldeyrisforða og komið okkur í kjöraðstæður til að bregðast við vandanum sem nú blasir við okkur. Við erum í dauðafæri að auka innviðafjárfestingar og styrkja með þeim samfélagið til frambúðar. Við getum fært atvinnulífinu aukið súrefni með almennum aðgerðum, lækkað tryggingargjald fyrirtækja og endurskoðað gistináttaskatt. Á sama hátt eiga sveitarfélög að leggjast á árarnar, til dæmis með endurskoðun fasteignagjalda sem hafa skilað verulega auknum tekjum vegna hækkandi eignaverðs. Við eigum óhikað að grípa til aðgerða til hjálpar ferðaþjónustunni, sem glímir við fordæmalausar aðstæður. Tugþúsundir einstaklinga hafa atvinnu af ferðaþjónustu og greinin hefur skapað yfir 40% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. <br /> <br /> Útlánavextir fjármálakerfisins hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabanka Íslands. Þetta verður að breytast og huga verður að greiðslufrestum fyrirtækja sem lenda í vandræðum vegna ástandsins. Peningamálayfirvöld og ríkissjóður verða að ganga í takt svo aðgerðirnar heppnist samfélaginu til heilla. Þá ætti bankinn einnig að auka laust fé í umferð og endurskoða niðurgreiðsluferil skulda ríkissjóðs Íslands. Hlutdeildarlán sem félags- og barnamálaráðherra hefur kynnt geta einnig haft mikil áhrif, unnið með hagkerfinu og aðstoðað fólk til að eignast eigin íbúð.<br /> <br /> Veturinn er að hopa og framundan eru jafndægur að vori. Ég er sannfærð um að í sameiningu náum við tökum á COVID-19. Við verðum að forgangsraða í þágu samfélagsins, því eins og John Stuart Mill sagði: „Þegar til lengdar lætur, veltur gildi ríkisins á manngildum þegnanna.“<br />
05. mars 2020Blá ör til hægriBókmenntir, listir og skipasmíðar<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 5. mars 2020.</span><br /> <br /> Samband Íslands og Póllands er sterkt og vaxandi. Viðtökurnar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Póllands eru merki um það, en heimsókninni lýkur í dag. Saga þjóðanna er afar ólík, þar sem pólsk menning hefur mótast af landfræðilegri stöðu og átökum á meginlandi Evrópu í árhundruð. Íslensk menning á rætur í hnattstöðu landsins, mikilli einangrun um aldir og smæð þjóðar. Engu að síður eru þjóðirnar um margt líkar og við deilum mörgum gildum. Það kann að vera ein ástæða þess, að þeir ríflega 21 þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi hafa komið sér vel fyrir í nýju landi, gerst virkir þátttakendur í samfélaginu og auðgað íslenska menningu. Það á ekki að koma neinum á óvart að þjóð sem alið hefur af sér vísinda- og listamenn á borð við Chopin, Kópernikus og Marie Curie skuli stolt af uppruna sínum og menningu. <br /> <br /> Menningarsamband Íslands og Póllands hefur sjaldan verið jafn gæfuríkt og nú. Á 50 ára afmæli Listahátíðar í Reykjavík verður lögð sérstök áhersla á pólska listamenn og samfélag fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Á sviði tónlistar, kvikmynda og sviðslista hafa myndast sterk tengsl milli Íslands og Póllands og meðal annars leitt til samstarfs Íslensku óperunnar og Pólsku þjóðaróperunnar. Það sama hefur gerst í heimi bókmenntanna og var Ísland heiðursland á stórri bókamessu í Gdansk í fyrra – þeirri fallegu hafnarborg, sem geymir ómælda þekkingu á skipasmíðum og því sögu sem tengist íslenskum sjávarútvegi. Þá hefur Íslensk-pólsk veforðabók orðið til og mætir brýnni þörf pólskumælandi fólks á Íslandi, nemenda og kennara á öllum skólastigum, þýðenda og túlka. <br /> <br /> Grunnskólanemendur með erlent móðurmál hafa aldrei verið fleiri en nú. Um 3.000 pólskumælandi börn eru í íslenskum skólum og það er brýnt að þeim séu tryggð sömu réttindi og tækifæri og börnum íslenskumælandi foreldra. Skólarnir eru misvel búnir til að mæta þörfum þeirra. Það skiptir sköpum fyrir framtíð þeirra og samfélagið allt að vel takist til á þessu sviði. Íslensk og pólsk menntamálayfirvöld hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um að efla enn frekar samstarf landanna á sviði menntunar. Lögð verður áhersla á að nemendur af pólskum uppruna hafi aðgang að menntun á móðurmáli sínu, hvatt er til aukins samstarfs menntastofnana og samskipta ungmenna, kennara og skólastarfsfólks. Jafnframt þarf að efla íslenskukunnáttu þessara barna. Góð íslenskukunnátta mun tryggja börnum af erlendum uppruna betri tækifæri, auka þekkingu þeirra á samfélaginu, félagsfærni og hjálpa þeim að blómstra. <br /> <br /> Í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Íslands er vert að staldra við og kanna hvernig efla megi samvinnu landanna enn frekar. Hún hefur verið farsæl fyrir báðar þjóðir og mun vonandi verða um alla tíð.
15. febrúar 2020Blá ör til hægriÖflugt laganám grunnstoð öflugs réttarkerfis<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2020.</span><br /> <br /> Við end­ur­reisn þjóðrík­is­ins var Íslend­ing­um afar mik­il­vægt að landið væri stjórn­ar­fars­lega sjálf­stætt. Árið 1919 tóku Íslend­ing­ar æðsta dómsvald þjóðar­inn­ar í sín­ar hend­ur og Hæstirétt­ur Íslands tók til starfa 16. fe­brú­ar 1920. Með því voru öll skil­yrði þjóðrík­is upp­fyllt. Laga­nem­ar hafa lengi litið á 16. fe­brú­ar sem hátíðis­dag, enda markaði hann heim­komu ís­lenska dómsvalds­ins. Á morg­un er því dag­ur laga­nema, en í þetta sinn er hann sér­lega merki­leg­ur í ljósi ald­araf­mæl­is Hæsta­rétt­ar.<br /> Hér á landi tók Laga­skól­inn til starfa árið 1908 eft­ir rúm­lega hálfr­ar ald­ar bar­áttu Íslend­inga fyr­ir því að laga­kennsla flytt­ist frá Dan­mörku til Íslands. Laga­skól­inn starfaði í þrjú ár en eng­inn braut­skráðist þó frá skól­an­um þar sem nem­end­ur gengu inn í Laga­deild Há­skóla Íslands við stofn­un hans árið 1911.<br /> <br /> Lög­fræðimennt­un hef­ur gjör­breyst síðan þá. Fjöl­breytni í laga­námi hef­ur auk­ist með til­komu nýrra há­skóla og sam­keppni skóla á milli sem bjóða upp á fram­sækið og áhuga­vert laga­nám. Breyti­leik­inn er já­kvæður enda er mik­il­vægt að nem­end­ur hafi val og jöfn tæki­færi til náms. Það er ein af grunn­for­send­um rétt­láts sam­fé­lags.<br /> <br /> Rétt­ar­kerfið okk­ar og ís­lenskt laga­nám styður einnig við og stuðlar að vexti móður­máls­ins. Þegar Laga­skól­inn var sett­ur skorti ís­lenska tungu mörg meg­in­hug­tök lög­fræðinn­ar. Nú rétt fyr­ir ára­mót var aft­ur á móti ra­f­rænu lög­fræðiorðasafni hleypt af stokk­un­um og gert aðgengi­legt á vefsíðu Árna­stofn­un­ar. Það mun án efa nýt­ast kom­andi kyn­slóðum.<br /> <br /> Frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna er nú í hönd­um þings­ins og það fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Frum­varpið miðar að því að jafna stuðning og dreif­ingu styrkja rík­is­ins til náms­manna sem taka náms­lán. Sér­stak­lega er hugað að hóp­um sem búa við krefj­andi aðstæður, s.s. ein­stæðum for­eldr­um, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönn­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.<br /> <br /> Lána­sjóður ís­lenskra náms­manna hef­ur starfað í yfir fimm­tíu og átta ár og er sjóður­inn í góðu ásig­komu­lagi. Sú staða skap­ar kjöraðstæður til kerf­is­breyt­inga, sem náms­menn hef­ur lengi dreymt um. Þeir hafa um ára­tuga skeið bar­ist fyr­ir betri kjör­um, aukn­um rétt­ind­um og jöfn­um tæki­fær­um til náms. Með fyr­ir­hugaðri breyt­ingu vilj­um við auka gagn­sæi, fyr­ir­sjá­an­leika og skipta gæðum með rétt­lát­ari hætti milli náms­manna.<br /> <br /> Með stofn­un Hæsta­rétt­ar fyr­ir hundrað árum voru mörkuð tíma­mót. Dómsvald flutt­ist heim og rétt­ur­inn hef­ur haldið vel á því í heila öld. Skref­in sem þá voru stig­in skildu eft­ir sig gæfu­spor og urðu hald­reipi í sam­fé­lagsþróun sem er um margt ein­stök. Auk­in vel­sæld og rétt­læti hald­ast í hend­ur og okk­ur ber að skapa aðstæður, þar sem fólk fær jöfn tæki­færi til að rækta hæfi­leika sína. Í þeirri veg­ferð er já­kvætt hug­ar­far þjóðar­inn­ar besta vega­nestið.
06. febrúar 2020Blá ör til hægriVísindi fólksins í landinu<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.</span><br /> <br /> Hug­mynda­fræði lýðvís­inda bygg­ist á sjálfsprottn­um áhuga al­menn­ings á að taka þátt í vís­ind­um, oft­ast í sjálf­boðaliðastarfi. Hug­takið er til­tölu­lega nýtt af nál­inni en lýðvís­indi á Íslandi hafa nú þegar skilað miklu til rann­sókna. Gott dæmi um slíkt sam­starf vís­inda­manna og al­menn­ings er starf­semi Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands. Þetta sam­starf hef­ur notið verðugr­ar at­hygli og eflt jökla­rann­sókn­ir á Íslandi. Sjálf­boðaliðar á veg­um fé­lags­ins hafa stundað mæl­ing­ar á hopi og framskriði jökla frá miðri síðustu öld, og þannig safnað mik­il­væg­um gögn­um um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ís­lenska jökla um ára­tuga skeið.<br /> <br /> Auk þess má nefna mörg dæmi um frjáls fé­laga­sam­tök og fé­lög aðstand­enda sjúk­linga sem hafa lagt mikið af mörk­um til vís­inda með því að safna fé og hvetja til umræðu um al­genga jafnt sem sjald­gæfa sjúk­dóma og þannig stutt dyggi­lega við og hvatt til rann­sókna á þeim. Vís­inda- og tækni­ráð hef­ur í stefnu sinni jafn­framt lagt sterka áherslu á opin vís­indi og miðlun vís­inda­legra gagna og niðurstaðna til sam­fé­lags­ins. Þess má einnig geta að ný stefna ráðsins er nú í smíðum og mun birt­ast á vor­mánuðum. Þar er miðlun vís­inda­starfs og þátt­taka al­menn­ings í vís­inda­starfi eitt af leiðandi stef­um stefn­unn­ar.<br /> <br /> Það er hlut­verk okk­ar sem störf­um á þess­um vett­vangi, hvort sem það er við stefnu­mót­un um vís­inda­mál eða fram­kvæmd rann­sókna, að virkja og efla þekk­ingu al­menn­ings á vís­inda­starfi og hvetja til sam­tals milli vís­inda­manna og borg­ar­anna. Ég tel einnig mik­il­vægt að auka sýni­leika lýðvís­inda í vís­indaum­ræðunni og hvetja til þátt­töku al­menn­ings í vís­inda­starfi í breiðasta skiln­ingi þess orðs.<br /> <br /> Ísland stend­ur jafn­framt framar­lega í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi og hafa stjórn­völd lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda enn frek­ar ásamt því að auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Íslensk­ir vís­inda­menn og stofn­an­ir búa yfir dýr­mætri reynslu og þekk­ingu á fjöl­mörg­um sviðum. Það eru mikl­ir hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi tengdu norður­slóðum.<br /> <br /> Rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits eru for­send­ur fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Á tím­um fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og lofts­lags­breyt­inga verða lýðvís­indi þjóðum sí­fellt mik­il­væg­ari. Þau hvetja til læsis á vís­inda­leg­um upp­lýs­ing­um, þjálfa gagn­rýna hugs­un og færa vís­ind­in til fólks­ins í land­inu. Einnig geta lýðvís­indi vakið áhuga unga fólks­ins okk­ar á vís­ind­um og starfs­frama inn­an þeirra. Síðast en ekki síst eru lýðvís­indi mik­il­væg í að auka færni vís­inda­manna í að miðla upp­lýs­ing­um um rann­sókn­ir og niður­stöður þeirra til al­menn­ings og eins að hlusta á radd­ir hins al­menna borg­ara um áhersl­ur í vís­inda­starfi.
29. janúar 2020Blá ör til hægriVísindasamvinna Íslands og Japan<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 29. janúar 2020.</span><br /> <br /> Ísland hefur látið að sér kveða í alþjóðlegu vísindasamstarfi á norðurslóðum þar sem rannsóknir á landslagi, lífríki og samfélögum norðurslóða eru í brennidepli. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum slíkra rannsókna, má þar sem dæmi nefna rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, jöklum og breytingum á vistkerfi sjávar. Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir Ísland og íslenska vísindamenn að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi tengdu norðurslóðum.<br /> <br /> Ísland og Japan standa sameiginlega að alþjóðlegum fundi vísindamálaráðherra um rannsóknasamstarf á norðurslóðum í Tókýó í nóvember. Undirbúningur er langt á veg kominn og næstkomandi föstudag verður haldinn kynningarfundur um áherslur ráðherrafundarins með fulltrúum sendiráða í Reykjavík og samstarfsaðilum úr vísindasamfélaginu. Í aðdraganda fundarins í Tókýó er lögð áhersla á að virkja vísindasamfélagið og íbúa á norðurslóðum, til að fá fram þeirra sýn og sjónarmið sem geta nýst við mótun stefnu og aðgerða stjórnvalda. Leiðarljós ráðherrafundarins eru samvinna, þátttaka, gagnsæi og nýsköpun. Við erum þakklát fyrir það góða samband og sameiginlegu sýn sem Ísland og Japan deila. Sem eyjaþjóðir deilum við meðal annars áhyggjum af heilbrigði sjávar. Sameiginlega fleti má einnig finna í áherslum ríkjanna á umhverfisvernd og sjálfbærni.<br /> <br /> Mikilvægi samtals milli vísindasamfélagsins og stjórnvalda eykst stöðugt og það er brýn þörf á auknu alþjóðlegu vísindasamstarfi á norðurslóðum. Fundir sem þessir eru kærkominn vettvangur fyrir okkur til þess að miðla þekkingu, ræða aðgerðir og ekki síst forgangsraða verkefnum. Til þess að mæta áskorunum sem fylgja loftslagsbreytingum er mikilvægt að ríki vinni saman og myndi samstarfsnet um sameiginlega vísindalega þekkingu og vinni sameiginlega að því að hafa áhrif á raunverulegar aðgerðir og lausnir.
28. janúar 2020Blá ör til hægriJákvæð gáruáhrif í hagkerfinu<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 28. janúar 2020.</span><br /> <br /> Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína lítilsháttar á heimsvísu árin 2020-2021 og spáir nú rúmlega 3% hagvexti. Lækkunin á einkum við um evrusvæðið en einnig hefur hægt á hagvexti í þróuðum hagkerfum í Asíu. Í Kína hefur hagvöxtur ekki mælst minni í langan tíma, ekki síst vegna viðskiptadeilna milli Bandaríkjanna og Kína.<br /> <br /> Á árinu verða þrír meginstraumar ráðandi í alþjóðahagkerfinu. Í fyrsta lagi verður fyrirkomulag og umgjörð heimsviðskipta áfram háð nokkurri óvissu, þrátt fyrir tollasamkomulag sem Kínverjar og Bandaríkjamenn gerðu um miðjan mánuðinn. Í öðru lagi munu þjóðir heims áfram þurfa að laga sig að lágvaxtaumhverfi vegna minnkandi hagvaxtar og í þriðja lagi munu tækniframfarir og sjálfvirknivæðing hafa mikil áhrif á vinnumarkaði. Straumarnir vega hver annan að einhverju leyti upp, því á sama tíma og viðskiptadeilur drógu úr þrótti hagkerfa á síðasta ári ýttu lágir stýrivextir undir hagvöxt. Þá hafa tækniframfarir dregið úr kostnaði og verðbólga verið tiltölulega lág, jafnvel í hagkerfum sem hafa notið mikils vaxtar.<br /> <br /> Ísland er gott dæmi um þjóðríki sem hefur notið góðs af greiðum viðskiptum á milli þjóða. Það er skylda okkar að greiða fyrir frjálsum viðskiptum og hlúa í leiðinni að hagsmunum þjóðarinnar. Að undanförnu hefur dregið úr hagvexti í mörgum lykilviðskiptaríkjum Íslands. Iðnframleiðsla í Þýskalandi hefur dregist saman og hagvöxtur hefur minnkað í Frakklandi og Ítalíu. Þannig hafa viðskiptakjör Íslands versnað vegna minnkandi hagvaxtar. Hins vegar brugðust fjármálamarkaðir vel við fréttum um tímabundið samkomulag bandarískra og kínverskra stjórnvalda. Áhættuálag á skuldabréfamörkuðum lækkaði og verð á hlutabréfamörkuðum hækkaði. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland, sem nýtur góðs af auknum fyrirsjáanleika um umgjörð heimsviðskipta.<br /> <br /> Staðan í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Víðast hvar eru stjórnvöld mjög meðvituð um stöðuna og líklega verður hagstjórn í auknum mæli í höndum þeirra, þar sem hagkerfi verða örvuð í niðursveiflu. Mikilvægt er að halda áfram að fjárfesta í mannauði. Sú verður a.m.k. raunin á Íslandi, þar sem hagstjórn mun taka mið af aðstæðum og innviðafjárfestingar munu aukast. Skýrari leikreglur í samskiptum viðskiptastórveldanna munu hafa jákvæð gáruáhrif um allan heim, sem og framkvæmd löngu boðaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu nú um mánaðamótin.<br /> <br /> Óvissa er óvinur bæði þjóða og fyrirtækja en um leið og aðstæður breytast til hins betra taka þau fljótt við sér. Það er mikilvægt fyrir almenning hvar í heiminum sem er.
21. janúar 2020Blá ör til hægriÞjóðin mætir til leiks<p>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 19. janúar 2020.</p> <p>Málefni þjóðarleikvanga hafa verið til umræðu hjá ríki, Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingunni í nokkurn tíma. Mannvirki sem eiga að hýsa alþjóðlegar keppnir eru mörg hver komin til ára sinna. Almennt bera sveitarfélög ábyrgð á uppbyggingu íþróttamannvirkja samkvæmt íþróttalögum. Ný reglugerð um þjóðarleikvanga opnar á aðkomu ríkisins sérstaklega að slíkri mannvirkjagerð.</p> <p>Samkvæmt reglugerðinni er þjóðarleikvangur skilgreindur sem íþróttaaðstaða sem tengist ákveðinni íþrótt. Hér er um að ræða mannvirki sem þegar er til staðar eða á eftir að reisa. Þjóðarleikvangur uppfyllir tæknilegar staðalkröfur fyrir viðkomandi íþróttagrein ásamt því að uppfylla skilgreindar lágmarkskröfur um íþróttamannvirki samkvæmt alþjóðlegum reglum alþjóðasambanda og íslenskum reglugerðum um mannvirki fyrir almenning og fjölmiðla.</p> <p>En hvers vegna eru þjóðarleikvangar mikilvægir? Við höfum lengi átt framúrskarandi íþróttafólk. Við getum sannarlega verið stolt af afreksíþróttafólkinu okkar en við eigum líka að geta verið stolt af aðstöðunni sem við höfum til að halda alþjóðlega íþróttaviðburði og íþróttakeppnir. Ljóst er að sú aðstaða sem þarf til að geta tekið á móti alþjóðlegum viðburðum í þeim íþróttagreinum sem við stöndum framarlega í þarfnast endurnýjunar.</p> <p>Á dögunum skipaði ég starfshóp sem mun gera tillögur um framtíð þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir á Íslandi. Starfshópurinn mun m.a. vinna að öflun upplýsinga um hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga og afla nauðsynlegra upplýsinga um hvaða alþjóðakröfum þarf að fara eftir svo hægt sé að greina þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma og mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru. Starfshópurinn er skipaður öflugu fólki og ég hef miklar væntingar til afraksturs vinnu hans.</p> <p>Fram undan eru viðamiklar innviðafjárfestingar í hagkerfinu. Fjárfestingar ríkissjóðs eru rétt yfir langtímameðaltali, eða rúm 2% af landsframleiðslu. Vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs verður hægt að fara í frekari innviðauppbyggingu á næstunni. Það sýnir sig að fjárfesting í íþróttum hefur verulegan samfélagslegan ábata til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á mikilvægi uppbyggingu samfélagslegra innviða og eru íþróttamannvirki liður í því.</p> <p>Markmið mitt er að þessi undirbúningsvinna sem nú fer fram geti skilað sameiginlegri sýn á hvert ber að stefna og hvað þarf til þess að aðstaða afreksfólks í íþróttum sé á heimsmælikvarða. Til að ná settum markmiðum þurfa allir að leggjast á eitt, ná hraðaupphlaupinu og skora!</p>
30. desember 2019Blá ör til hægriHvað knýr áfram hagvöxt?<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 30. desember 2019.</span><br /> <br /> Áhugaverðir tímar eru fram undan á Íslandi vegna þeirra framfara sem eiga sér stað á sviði tækni og vísinda. Þó að hægst hafi á hagkerfinu, en gert er ráð fyrir um 1,5% hagvexti árið 2020, þá eru sóknarfæri víða. Stjórnvöld hafa mótað sína hagstjórn út frá breyttum forsendum. Fjárlög ársins 2020 voru samþykkt með halla sem nemur 0,3% af landsframleiðslu og raunvextir Seðlabanka Íslands eru 0,3% miðað við ársverðbólgu. Staða ríkissjóðs Íslands er hins vegar sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 20%, þ.e. hrein staða. Stöðugleikaframlög og góð efnahagsstaða hafa átt ríkan þátt í þessari þróun. Þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum. Íslenska hagkerfið er undirbúið og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum í gegnum lífskjarasamninga og auknum opinberum framkvæmdum.<br /> <br /> Til að tryggja lífsgæði á Íslandi þarf sterkt og öflugt efnahagslíf. Verkefnið fram undan er að styrkja umgjörðina sem knýr áfram framfarir og hagvöxt. Þetta er gert með því að styðja betur við menntakerfið, nýsköpun og þróun. Hagvöxtur framtíðarinnar verður í auknum mæli drifinn áfram af mannauði hvers samfélags. Þar mun samspil verk- og hugvits skipta sköpum. Ísland ætlar sér að vera leiðandi á þessu sviði. Því hefur ríkisstjórnin hafið stórsókn í menntamálum og varið miklum fjármunum til nýsköpunar. Hagsæld framtíðarinnar mun grundvallast í auknum mæli á gæðum menntunar og jöfnum tækifærum. Örar tækniframfarir krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Framtíðarsýnin er sú að störf verði í auknum mæli til í gegnum nýsköpun og að starfsumhverfi fyrirtækja sé traust og hvetjandi á Íslandi.<br /> <br /> <em>Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál.</em>
23. desember 2019Blá ör til hægriÍsland í fremstu röð II<strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. desember 2019.</strong><br /> <br /> Í upphafi 20. aldarinnar stóð íslenska þjóðin á tímamótum. Hún stefndi að því að ráða sínum málum sjálf og framfarir í menntamálum voru nauðsynlegar til að þjóðin gæti staðið undir sjálfstæði sínu. Forystufólk þessa tíma var mjög meðvitað um mikilvægi menntunar enda hófst stórsókn í skólamálum með stofnun gagnfræðaskóla í þéttbýli og héraðsskóla í strjálbýli, Háskóli Íslands var settur á laggirnar 1911 og fræðslulög 1907. Með þessu hugarfari sóknar þurfum við að fara inn í 21. öldina. Menntun verður lykillinn að tækifærum framtíðarinnar og því tel ég nauðsynlegt að fara í þær umbætur og aðgerðir sem hér eru kynntar.<br /> <br /> <strong>Hugarfar nemenda til menntunar</strong><br /> Jákvætt viðhorf til eigin getu hefur mikil áhrif á árangur. Þeir nemendur sem álíta að hæfileikar þeirra og hæfni séu föst stærð eru líklegri til þess að gefast upp á flóknari verkefnum og vilja forðast erfiðleika og áskoranir. Niðurstöður sýna að 73% íslenskra nemenda sem tóku þátt í síðustu PISA-könnunarprófunum eru með svokallað vaxtarviðhorf; þau trúa að með vinnusemi, góðum aðferðum og hjálp frá öðrum geti þau þróað hæfni sína og getu. Þetta hugarfar er bæði dýrmætt og gagnlegt því af því leiðir að auðveldara er að bæta árangur nemenda. Til að koma Íslandi í fremstu röð í menntamálum er brýnt að skoða alla þá þætti sem geta aukið möguleika hvers nemanda því allir geta lært, og allir skipta máli.<br /> <br /> <strong>Fagráð stofnuð</strong><br /> Brýnt er að auka fagþekkingu og styðja við starfsþróun kennara í þeim efnum. Ég hef nú þegar skipað öflugt fagráð í stærðfræði og hyggst gera slíkt hið sama fyrir íslensku og náttúrufræði. Fagráðin verða skipuð okkar færasta fólki og er markmið þeirra að gera tillögur um eflingu námssviðanna, starfsþróun, námsgögn og aukna samfellu allra skólastiga. Fagráðin munu einnig vera Menntamálastofnun til ráðgjafar við mótun og útfærslu námsgagna, verkefna um eflingu náms- og kennsluhátta, starfsþróun og ráðgjöf í skólum.<br /> <br /> <strong>Fjölgum tímum í náttúrufræði</strong><br /> Á Íslandi eru fæstar kennslustundir í móðurmáli á miðstigi grunnskóla miðað við hin norrænu löndin og því viljum við breyta líkt og fjallað var um í síðustu grein minni. Sama er að segja um náttúrufræði, Ísland er með fæstar kennslustundir af Norðurlöndunum í náttúrufræði á unglingastigi og ef við horfum lengra eru kenndir 160% fleiri tímar í náttúruvísindum á miðstigi í Eistlandi en hér á landi. Við ætlum að leggja aukna áherslu á mikilvægi þessara greina í viðmiðunarstundaskrá. Aðstæður til kennslu í náttúruvísindum hér á landi eru einstakar og brýnt að leita leiða til þess að nýta þau tækifæri betur til fræðslu fyrir nemendur í grunnskólum. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á sviði náttúruvísinda enda eigum við vísindamenn á heimsmælikvarða, m.a. á sviðum jökla- og eldafjallarannsókna, hafrannsókna og loftslagsmála og það verður kappsmál okkar að fjölga starfandi kennurum í náttúrufræði. Aðgerðir sem miða að eflingu þessara greina hyggjumst við vinna í góðu samráði, ekki síst við nemendurna sjálfa.<br /> <br /> <strong>Starfsþróun kennara og skólastjórnenda</strong><br /> Við horfum til þess að stórefla starfsþróun kennara og skólastjórnenda hér á landi með markvissum hætti í samstarfi meðal annars við Kennarasamband Íslands, kennaramenntunarstofnanir, skólastjórnendur og Samband íslenskra sveitarfélaga. Öflug starfsþróun kennara er grundvöllur framfara í menntakerfinu okkar og mikilvægur liður í því að gera starfsumhverfi kennara framúrskarandi. Ekki hefur legið fyrir sameiginleg framtíðarsýn á málefni starfsþróunar t.d. milli ólíkra skólastiga og rekstraraðila skóla en nú eru komnar fram tillögur í þá veru. Tillögurnar eru fjölbreyttar og tengjast m.a. ráðuneytinu, sveitarfélögum, menntun kennara og skólunum sjálfum. Það er mjög dýrmætt að fá þær til umfjöllunar og útfærslu, ekki síst í samhengi við ný lög um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem taka munu gildi í ársbyrjun 2020.<br /> <br /> <strong>Eflum menntarannsóknir</strong><br /> Starfræktir eru margir sjóðir sem veita styrki til málefna sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Einnig er fyrir hendi Félag um menntarannsóknir (FUM) sem stendur fyrir umræðu um menntarannsóknir og kemur að útgáfu Tímarits um menntarannsóknir. Meðal markmiða félagsins er að efla þekkingu og færni félagsmanna til að leggja stund á rannsóknir á menntamálum og stuðla að útbreiðslu þekkingar á rannsóknum og þróunarstarfi. Breytingar á menntakerfi og menntastefna þurfa að byggjast á rannsóknum og því hyggjumst við leita leiða til að efla menntarannsóknir í samvinnu við háskóla, FUM, Kennarasambandið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Stefna stjórnvalda í vísindamálum í gegnum innlenda samkeppnissjóði þarf einnig að taka mið af áherslu á menntarannsóknir á Íslandi.<br /> <br /> <strong>Íslenskan í sókn</strong><br /> Aðgerðaáætlun sem byggist á þingsályktun um hvernig efla megi íslensku sem opinbert mál hér á landi verður kynnt á næstu misserum. Meðal þeirra aðgerða sem þar eru sérstaklega tilgreindar eru mótun tillagna um stuðning við starfsemi skólabókasafna, þróun og aðgengi að rafrænu kennsluefni í íslensku, endurskoðun fyrirkomulags námsgagnagerðar og hvernig styrkja megi stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku og stuðla að jákvæðri umræðu og fræðslu í samfélaginu um fjölbreytileika tungumálsins. Þar er einnig fjallað um mikilvægi læsis og lesskilnings fyrir tungumálið okkar. Lesskilningur leggur grunn að öðru námi og markmið okkar er að leggja mun meiri áherslu á þjálfun hans í öllum námsgreinum því ef hugsun og skilningur á móðurmálinu er frjór og fjölbreyttur erum við betur í stakk búin til þess að læra og meðtaka aðra þekkingu.<br /> <br /> <strong>Skýrara námsmat</strong><br /> Það er áherslumál okkar að efla námsmat og endurgjöf til nemenda og kennara. Ljóst er að miðla þarf betur til nemenda, foreldra og skólafólks hvernig haga skuli námsmati og notkun hæfniviðmiða í grunnskólum. Mikið er í húfi að allir geti nýtt sér þau og að framsetning þeirra og endurgjöf skóla sé skýr og skilvirk; þannig er líklegra að allir nái betri árangri í námi. Á næstunni munum við kynna tillögur sem að því lúta og niðurstöður könnunar sem gerð var á innleiðingu aðalnámskrár grunnskólanna. Einnig verða brátt kynntar tillögur starfshóps um markmið og hlutverk samræmdra könnunarprófa. Sú gagnaöflun og greiningarvinna sem hefur átt sér stað að undanförnu mun nýtast vel við að efla menntakerfið okkar. Fjölmargir hafa komið að þeirri vinnu og kann ég þeim góðar þakkir fyrir mikilvægt framlag.<br /> <br /> <strong>Okkar bíða spennandi verkefni</strong><br /> Niðurstöður síðustu PISA-könnunar sýna okkur að meirihluti íslenskra nemenda hefur sterka hvöt til þess að ná góðum tökum á verkefnum, trú á getu sinni, þau setja sér metnaðarfull markmið, leggja mikið upp úr mikilvægi menntunar og eru líkleg til að klára háskólanám. Okkar bíða sannarlega spennandi verkefni og mörg þeirra eru vissulega flókin. En með réttu hugarfari og trú á verkefnunum sem fram undan eru mun árangurinn ekki láta á sér standa. Setjum markið hátt og vinnum að því saman að vegur þjóðarinnar og tækifæri séu tryggð. Styrkjum menntakerfið með markvissum aðgerðum sem tryggja að lífskjör og velsæld verði góð á 21. öldinni.
17. desember 2019Blá ör til hægriSterkir fjölmiðlar skipta sköpum<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 17. desember 2019.</span><br /> <br /> Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla með til­komu sam­fé­lags­miðla og nýrra miðlun­ar­leiða. Flest­ir fjöl­miðlar byggja af­komu sína á aug­lýs­ing­um og áskrift­um og þegar báðir tekju­straum­arn­ir minnka veru­lega verður staðan erfið. Tekju­sam­drátt­ur­inn er rak­inn ann­ars veg­ar til þess að sí­fellt stærri hluti aug­lýs­inga er birt­ur á vefj­um er­lendra stór­fyr­ir­tækja og hins veg­ar auk­ins fram­boðs á ókeyp­is fjöl­miðlaefni.<br /> Stjórn­völd víða um heim hafa brugðist við þess­ari þróun með því að veita fjöl­miðlum styrki eða bætt rekstr­ar­um­hverfi þeirra með öðrum hætti. Sömu­leiðis hafa Norður­landaþjóðir verið í far­ar­broddi í stuðningi við fjöl­miðlun um ára­tuga skeið. Í upp­hafi miðaðist hann einkum að dag­blöðum en hef­ur á síðustu árum einnig tekið til annarra teg­unda fjöl­miðlun­ar, svo sem net­miðla og hljóð- og mynd­miðla.<br /> <br /> Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram fyr­ir­heit um að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því hef­ur verið smíðað frum­varp þess efn­is sem er í þing­legri meðferð. Mark­mið frum­varps­ins er að efla stöðu ís­lenskra fjöl­miðla með því að styðja við og efla út­gáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og um­fjöll­un um sam­fé­lags­leg mál­efni. Til að ná því mark­miði er gert ráð fyr­ir að heim­ilt sé að veita einka­rekn­um fjöl­miðlum fjár­hags­leg­an stuðning sem felst í því að end­ur­greiða þeim hluta þess kostnaðar sem fell­ur til við að afla og miðla slíku efni.<br /> <br /> Stuðning­ur­inn verður ann­ars veg­ar í formi end­ur­greiðslu á allt að 18% af launa­kostnaði viðkom­andi fjöl­miðils vegna rit­stjórn­ar­starfa og hins veg­ar í formi 4% sér­staks stuðnings, sem einnig er miðaður við til­tekið hlut­fall af launa­kostnaði. Einnig er gert ráð fyr­ir að end­ur­greiðsla til fjöl­miðils geti ekki orðið hærri en 50 millj­ón­ir króna, en ekki er þak á sér­stök­um stuðningi sem miðast við 4% af fram­an­greind­um launa­kostnaði.<br /> <br /> Vert er að taka fram að end­ur­greiðsluþátt­ur frum­varps­ins er í anda annarra kerfa sem stjórn­völd hafa sett á lagg­irn­ar á síðustu árum til að styðja við menn­ingu á Íslandi og nefni ég þar end­ur­greiðslur er varðar kvik­mynd­ir, hljóðrit­un og bóka­út­gáfu. Einnig má nefna styrki til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Hér er um að ræða end­ur­greiðslu á kostnaði úr rík­is­sjóði til einkaaðila hvort held­ur í menn­ing­ar- eða í ný­sköp­un­ar­starf­semi. Ég von­ast til þess að sá stuðning­ur sem frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir geri fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórn­ir sín­ar, vera vett­vang­ur skoðana­skipta og tján­ing­ar­frels­is og með þeim hætti rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­stein­um lýðræðis­ins.<br /> <br /> Mál þetta hef­ur verið á döf­inni í mörg ár en því hef­ur ávallt verið ýtt til hliðar. Nú hlakka ég til að fylgja þessu frum­varpi eft­ir því það er heilla­spor fyr­ir ís­lenska fjöl­miðlun í heild sinni.
16. desember 2019Blá ör til hægriÍsland í fremstu röð I<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 16. desember 2019.</span><br /> <br /> Þær breytingar sem nú eiga sér stað vegna byltinga á sviðum upplýsinga, samskipta og tækni skapa ótal tækifæri fyrir samfélög. Velsæld hefur aukist um heim allan en á sama tíma stöndum við frammi fyrir fjölbreyttum áskorunum, ekki síst í umhverfismálum. Brýnt er að við horfum til lausna og aðgerða sem stuðla að jöfnum tækifærum til þátttöku í samfélaginu og þar er menntun lykilþáttur. Framtíðarvelsæld samfélagsins mun hvíla á fjárfestingu og forgangsröðun okkar í þágu menntunar í dag. Í þessari grein verður farið yfir ýmsa þætti sem styrkja og efla menntakerfið okkar; hugarfar, orðaforða, læsi, starfsþróun og fjölgun íslenskutíma ásamt umfjöllun um árangursríkar aðgerðir.<br /> <br /> <strong>Hugarfar menntunar</strong><br /> Alþjóðlegar menntarannsóknir sýna að þær þjóðir sem skara fram úr í menntamálum eiga margt sameiginlegt. Það sem einkennir þær meðal annars er að þar er skýr forgangsröðun í þágu menntunar, ekki aðeins þegar kemur að fjármagni heldur er virðing borin fyrir námi og skólastarfi. Störf kennara eru mikils metin og þau álitin meðal mikilvægustu starfa og þar er lögð rík áhersla á aðgengi að menntun og að allir geti lært og allir skipti máli. Þessi atriði mynda grunninn að öflugu menntakerfi. Íslenska menntakerfið hefur vissulega sína styrkleika en við þurfum að gera enn betur og til þess þurfum við að ganga í takt. Einfaldar skyndilausnir duga ekki, við þurfum að horfa til rannsókna og setja okkur skýr langtímamarkmið. Við höfum þegar ráðist í aðgerðir sem taka mið af fyrrgreindum grundvallaratriðum og séð góðan árangur af þeim.<br /> <br /> <strong>Mikilvægi orðaforðans</strong><br /> Menntarannsóknir sýna að árangur í námi ræðst að miklu leyti af hæfni nemenda í rökhugsun og hæfileikum þeirra til að nýta bakgrunnsþekkingu sína til að skilja, ígrunda og túlka texta. Nemendur þurfa að þekkja 98% orða í textum námsgagna til þess að geta skilið og tileinkað sér innihald þeirra án aðstoðar. Fari þetta hlutfall niður í 95% þurfa flestir nemendur aðstoð til þess að skilja innihaldið, til dæmis með notkun orðabóka eða hjálp frá kennara eða samnemendum. Rannsóknir benda ótvírætt til þess að orðaforði og orðskilningur íslenskra barna hafi minnkað verulega á undanförnum árum og við því verðum við að bregðast. Þessu þurfum við að breyta með því að bæta orðaforða, með þjálfun í lestri, ritun og með samtölum.<br /> <br /> <strong>Læsi í forgang</strong><br /> Til að bæta orðaforða sinn og hugtakaskilning þurfa nemendur að æfa sig í fjölbreyttum lestri. Samkvæmt breskri lestrarrannsókn skiptir yndislestur sköpum þegar kemur að orðaforða barna, en orðaforði er grundvallarþáttur lesskilnings og þar með alls annars náms. Rannsóknin leiddi í ljós að ef barn les í 15 mínútur á dag alla grunnskólagöngu sína kemst það í tæri við 1,5 milljónir orða. Ef barnið les hins vegar í um 30 mínútur á dag kemst það í tæri við 13,7 milljónir orða. Sá veldivöxtur gefur skýrar vísbendingar um hversu mikilvægur yndislestur er fyrir árangur nemenda. En við lesum ekki lestrarins vegna heldur af áhuga og því er brýnt að til sé fjölbreytt les- og námsefni sem höfðar til allra barna. Ég fagna aukinni útgáfu íslenskra barna- og ungmennabóka á þessu ári en tölfræðin bendir til þess að titlum hafi þar fjölgað um 47% frá í fyrra sem bendir þá til þess að yngri lesendur hafi meira val um spennandi lesefni. Yndislesturinn skiptir máli en við þurfum líka að auka orðaforðann til að nemendur nái tökum á fjölbreyttum og flóknum setningum. Þessi orðaforði kemur meðal annars úr fréttum líðandi stundar, fræðsluefni og söngtextum.<br /> <br /> <strong>Starfsþróun kennara og skólastjórnenda</strong><br /> Öflug umgjörð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda er einn af lykilþáttum í að styrkja menntakerfið. Nýlega skilaði samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda skýrslu með tillögum um framtíðarsýn í þeim efnum. Starfsþróun felur í sér formlegt nám og endurmenntun kennara, námskeið, rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunarverkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur og heimsóknir í aðra skóla. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfsánægju kennara og hefur jákvæð áhrif á árangur þeirra í starfi. Mikill árangur hefur nást í Svíþjóð til að bæta færni nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúruvísindum með sérsniðnum námskeiðum sem auka þekkingu í viðkomandi fagi. Við horfum til þess að stórefla starfsþróun kennara og skólastjórnenda hér á landi með markvissum hætti í samstarfi meðal annars við Kennarasamband Íslands, kennaramenntunarstofnanir, skólastjórnendur og Samband íslenskra sveitarfélaga.<br /> <br /> <strong>Fjölgum íslenskutímum</strong><br /> Alþingi ályktaði í vor um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags. Meginmarkmið þingsályktunarinnar eru þau að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Í ályktuninni eru tilteknar 22 aðgerðir til að ná þessum markmiðum. Tíu aðgerðir tengjast menntakerfinu með beinum hætti, t.d. að efla skólabókasöfn, bæta læsi og stuðla að jákvæðri umræðu og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar sem er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur. Íslenskan er skólamálið okkar en í Svíþjóð eru 35% fleiri kennslustundir í móðurmáli á miðstigi í grunnskólum en hér á landi. Það hefur staðið lengi til að fjölga íslenskutímum í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna og nú er tíminn kjörinn til þess. Að auki verður lögð stóraukin áhersla á orðaforða í öllum námsgreinum til að bæta lesskilning.<br /> <br /> <strong>Mikilvægasta starfið</strong><br /> Á síðasta ári hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að byggja upp betri grunn fyrir menntakerfið okkar. Samþykkt voru ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda sem auka réttindi kennara þvert á skólastig. Í þessum lögum er einnig kveðið á um kennararáð sem ég bind miklar vonir við. Þá höfum við farið í árangursríkar aðgerðir sem miða að því að fjölga kennurum, þær hafa meðal annars skilað því að 43% aukning varð í umsóknum um nám í grunnskólakennarafræði í Háskóla Íslands síðasta vor. Þessum aðgerðum munum við halda áfram. Nýlega bárust þær fregnir frá menntavísindasviði HÍ að metþátttaka sé í nám fyrir starfandi kennara í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf.<br /> <br /> <strong>Samvinna og samstarf</strong><br /> Við þurfum samtakamátt skólasamfélagsins, sveitarfélaganna og heimilanna og skýra sýn til þess að efla menntakerfið okkar. Allir geta lært og allir skipta máli eru leiðarljós nýrrar menntastefnu en drög hennar verða kynnt á næstu misserum. Með samhæfðum og markvissum aðgerðum getum við bætt árangur allra nemenda og í því tilliti munum við bæði reiða okkur á menntarannsóknir og horfa til þeirra leiða sem skilað hafa bestum árangri í nágrannalöndum okkar. Ljóst er að við þurfum einnig að fara í sértækar aðgerðir til þess að bæta stöðu drengja í skólakerfinu, nemenda í dreifðari byggðum og nemenda með annað móðurmál en íslensku. Við þurfum að halda áfram að forgangsraða í þágu menntunar til þess að tryggja að Ísland sé í fremstu röð; umbætur taka tíma – ekki síst í menntamálum en þar höfum við allt að vinna því framtíðin er mótuð á hverjum einasta degi í íslenskum skólastofum. Í næstu grein, Ísland í fremstu röð II, verður greint frá stofnun fagráða, aukinni áherslu á náttúruvísindi, eflingu menntarannsókna og nánar fjallað um hvernig við eflum tungumálið okkar.
07. desember 2019Blá ör til hægriHugarfar framtíðarinnar<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 7. desember 2019.</span><br /> <br /> Í framhaldi af niðurstöðum alþjóðlegra könnunarprófa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. PISA) sem kynntar voru í vikunni hef ég kynnt aðgerðir sem miða að því að efla menntakerfið, ekki síst með aukinni áherslu á námsorðaforða og starfsþróun kennara. Þær aðgerðir verða útfærðar í góðu samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélögin og heimilin í landinu. Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að bæta læsi en það verkefni snýr að tungumáli okkar og menningu.<br /> Menntarannsóknir sýna að árangur í prófum eins og PISA ræðst fyrst og fremst af færni nemenda í rökhugsun og hæfileikanum til að nýta sér þekkingu sína til að meta og túlka texta. Góður málskilningur og orðaforði er forsenda þess að nemendur geti tileinkað sér þann hæfileika. Rannsóknir benda til þess að orðaforði og orðskilningur íslenskra barna hafi minnkað á undanförnum árum og því verðum við að mæta. Niðurstöður PISA-prófanna segja okkur að við getum gert betur. Ég trúi því að við getum það með góðri samvinnu, eftirfylgni og aðgerðum sem skilað hafa árangri í nágrannalöndum okkar.<br /> <br /> PISA-prófin mæla fleira en lesskilning og stærðfræði- og náttúrulæsi. Auk skýrslu með niðurstöðum prófanna birtir Efnahags- og framfarastofnunin (e. OECD) fleiri gögn sem varpa ljósi á stöðu menntakerfisins út frá viðhorfum, líðan og félagslegri stöðu nemenda og eru þær niðurstöður ekki síður fróðlegar. Sú tölfræði bendir meðal annars til þess að færri íslenskir nemendur búi við einelti en nemendur gera að meðaltali í samanburðarlöndum OECD og að hærra hlutfall þeirra sé ánægt með líf sitt. Þá sýna þær niðurstöður að 73% íslensku nemendanna sem svöruðu PISA-könnuninni sl. vor séu með vaxtarviðhorf (e. growth mindset), það er að þau trúa því að með vinnusemi, góðum aðferðum og hjálp frá öðrum geti þau þróað hæfni sína og getu. Þetta hlutfall er tíu prósentustigum hærra hér á landi en meðaltal í OECD-ríkjunum. Niðurstöður PISA sýna að slíkir nemendur hafa sterkari hvöt til þess að ná góðum tökum á verkefnum, meiri trú á getu sinni, setji sér metnaðarfyllri markmið, leggi meira upp úr mikilvægi menntunar og séu líklegri til þess að klára háskólanám.<br /> <br /> Þetta vaxtarhugarfar er afar dýrmætt því rannsóknir sýna að viðhorf til eigin getu og vitsmuna ræður miklu um árangur. Þeir nemendur sem telja að hæfileikar þeirra og hæfni sé föst stærð eru þannig líklegri til þess að gefast upp á flóknari verkefnum og vilja forðast erfiðleika og áskoranir. Ég kalla þetta hugarfar framtíðarinnar. Okkar bíða sannarlega spennandi verkefni og mörg þeirra flókin. Árangurinn mun ráðast af viðhorfi okkar og trú. Setjum markið hátt og vinnum að því saman.
28. nóvember 2019Blá ör til hægriAukin tækifæri fagmenntaðra<p><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2019.</span><br /> <br /> Mannauður­inn er okk­ar mik­il­væg­asta auðlind. Laga­breyt­ing um viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un og hæfi sem samþykkt hef­ur verið í rík­is­stjórn og ligg­ur nú fyr­ir á Alþingi er mikið heilla­skref fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og fag­fólk í lög­vernduðum störf­um.</p> <p>Frum­varpið fel­ur í sér að tekið verði upp evr­ópskt fag­skír­teini hér á landi sem mun auðvelda til muna viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un. Um er að ræða ra­f­rænt skír­teini sem staðfest­ir mennt­un um­sækj­anda og rétt hans til til­tek­inna starfa í heima­land­inu. Með fag­skír­tein­inu standa von­ir til að hraða megi málsmeðferð við viður­kenn­ingu fag­legr­ar mennt­un­ar og gera af­greiðslu slíkra um­sókna um­tals­vert skil­virk­ari. Þá geta um­sækj­end­ur einnig aflað sér viður­kenn­ing­ar til þess að sinna ákveðnum þátt­um viðkom­andi starfa. Þannig mun sveigj­an­leiki aukast en um leið er skýr áhersla á fag­mennt­un sem efla mun vinnu­markaðinn.<br /> <br /> Með þess­ari laga­breyt­ingu verða ekki grund­vall­ar­breyt­ing­ar á til­hög­un viður­kenn­ing­ar, rétt­ur fólks til viður­kenn­ing­ar er hinn sami og áður, en tek­in eru skref til að tryggja að fram­kvæmd­in verði ein­fald­ari og skjót­virk­ari. Um­rædd laga­breyt­ing mun þannig ein­falda og hraða af­greiðslu mála sem tengj­ast viður­kenn­ingu starfs­rétt­inda og stuðla að fleiri tæki­fær­um. Áfram eru gerðar kröf­ur um mennt­un og hæfi, t.d. fyr­ir helstu heil­brigðis­stétt­ir en mik­ill akk­ur er í því að þessi viðmið séu bet­ur sam­ræmd milli landa.<br /> <br /> Frum­varpið er mikið fram­fara­skref fyr­ir nem­end­ur í starfs­námi sem munu fá vinnustaðanám inn­an lög­giltra starfs­greina viður­kennt milli landa. Þetta er enn einn liður­inn í því að efla starfs­nám og for­gangsraða í þágu þess. Þá er enn­frem­ur fjallað um miðlun upp­lýs­inga til inn­flytj­enda um lög­vernduð störf og skil­yrði fyr­ir lög­vernd­un starfs­greina í frum­varp­inu.<br /> <br /> Heim­spek­ing­ur­inn John Stu­art Mill sagði: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði því að mennt­un­in veit­ir aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar og skoðana.“ Ljóst er að veru­leg­ar breyt­ing­ar eru í vænd­um á vinnu­markaði vegna örra tækni­breyt­inga en þær fela í sér mik­il tæki­færi fyr­ir þjóðir sem for­gangsraða í þágu gæða mennt­un­ar. Til að mæta þeim áskor­un­um þurf­um við að huga vel að sveigj­an­leika og sam­spili vinnu­markaðar­ins og mennta­kerf­is­ins, nálg­ast þau mál heild­rænt og í virku sam­hengi við þróun þeirra ann­ars staðar í heim­in­um.</p>
19. nóvember 2019Blá ör til hægriSkilningur og skólastarf<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2019.</span><br /> <br /> Sigursæll er góður vilji. Þessi málsháttur er í miklum metum hjá manni sem á dögunum hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Raunar má segja að þetta séu hin bestu einkunnarorð Jóns G. Friðjónssonar, prófessors, málvísindamanns og kennara, sem sannarlega er vel að þeim verðlaunum kominn. Jón hefur með ástríðu og hugsjón unnið íslenskunni ómælt gagn og með miðlun sinni tendrað áhuga annarra á tungumálinu, ekki síst í gegnum stórfróðlegar bækur sínar og kennsluefni, og fyrir það erum við honum afar þakklát.<br /> Í viðtali við Jón á dögunum talaði hann fyrir mikilvægi þess að efla lesskilning og sagði að móðurmálinu stæði meiri ógn af því hversu stór hluti nemenda gæti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskólanáms, en af erlendum tungumálum. Við erum meðvituð um þann vanda og þau miklu áhrif sem hann hefur á framtíðarmöguleika í námi og starfi. Læsi snýst ekki einvörðungu um bækur og nám, heldur aðgengi að upplýsingum sinni víðustu mynd, úrvinnslu á þeim upplýsingum og gagnrýnni hugsun. Lesskilningur leggur þannig grunninn að öðru námi og er markmið okkar að leggja meiri áherslu á hann og þjálfun hans. Það er enda ekki nóg að geta lesið hratt og skýrt, ef skilningurinn á efninu er takmarkaður. Þeir sem lesa þurfa að skilja innihald efnisins og máta það við hugarheim sinn, umhverfi og fyrri reynslu til þess að öðlast þekkingu á inntaki þess.<br /> <br /> Við lesum ekki lestursins vegna heldur vegna áhuga okkar á efninu. Því eru skemmtilegar bækur og hæfilega flóknir textar ein besta hvatningin fyrir unga lesendur. Fyrir þau er hver texti tækifæri; hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá. Það er fagnaðarefni að vísbendingar eru um aukna útgáfu bóka á Íslandi og herma tölur að aukningin sé 47% milli ára í flokki skáldverka fyrir börn samkv. tölfræði Bókatíðinda. Þá benda nýjustu kannanir til þess að landsmenn lesi nú að meðaltali meira en fyrir tveimur árum.<br /> <br /> Merking málsháttarins hér í upphafi er að góður vilji skili sigri. Við vinnum að því nú í góðu samstarfi að efla móðurmálið og tryggja með fjölbreyttum leiðum að íslenskan okkar þróist áfram og sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Margar þeirra leiða tengjast menntakerfinu með beinum hætti, s.s. aðgerðir sem miða að því að bæta læsi og lesskilning en einnig því að styðja betur við íslenskukennslu nýrra málnotenda og stuðla að jákvæðri umræðu og fræðslu í samfélaginu um fjölbreytileika tungumálsins.
11. nóvember 2019Blá ör til hægriRéttlátur stuðningur við námsmenn<strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2019</strong><br /> <br /> Nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningi við námsmenn. Það mun leiða til betri fjárhagsstöðu námsmanna og skuldastaða þeirra að námi loknu mun síður ráðast af fjölskylduaðstæðum, þar sem foreldrar í námi fá fjárstyrk en ekki lán til að framfleyta börnum sínum. Þá er innbyggður í kerfið mikill hvati til bættrar námsframvindu, með 30% niðurfærslu á höfuðstól og verðbótum ef námi er lokið innan tiltekins tíma. Það stuðlar að betri nýtingu fjármuna, aukinni skilvirkni og þjóðhagslegum ávinningi fyrir samfélagið. Ennfremur munu námsmenn njóta bestu lánskjara ríkissjóðs Íslands hjá Menntasjóði námsmanna og námsaðstoðin, lán og styrkir, verður undanþegin lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.<br /> <br /> Með frumvarpi um Menntasjóð námsmanna er brugðist við þeim umfangsmiklu breytingum sem orðið hafa á íslensku menntakerfi, námsumhverfi og samfélaginu öllu. Nýtt kerfi miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna sem taka námslán, með félagslegum stuðningssjóði. Sérstaklega verður hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám s.s. einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessari kerfisbreytingu viljum við auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og skipta gæðum með jafnari og réttlátari hætti milli námsmanna.<br /> <br /> Þá er leitast við að bæta þjónustu við námsmenn í nýju kerfi með því að heimilt verður að greiða út námslán mánaðarlega, lánþegar geta þar valið við námslok hvort þeir endurgreiði lán sín með verðtryggðum eða óverðtryggðum skuldabréfum og valið að endurgreiða námslán með tekjutengdum afborgunum séu námslok lánþega áður eða á því ári er þeir ná 35 ára aldri.<br /> <br /> Menntun er lykillinn að framtíðinni. Á okkur hvílir sú skylda að horfa fram á við, setja metnaðarfull markmið og tryggja að námsstuðningur hins opinbera stuðli að jafnrétti til náms. Ég trúi því að með frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sé stigið mikið framfaraskref, sem eigi eftir að nýtast námsmönnum vel, atvinnulífinu og samfélaginu öllu.<br /> <br /> <br /> <br />
31. október 2019Blá ör til hægriEflum menntun á landsbyggðinni<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 31. október 2019.</span><br /> <br /> Menntunartækifæri barna og ungmenna og aðgengi þeirra að íþrótta- og tómstundastarfi hefur áhrif á ákvarðanir foreldra um búferlaflutninga frá smærri byggðarlögum. Þetta sýna niðurstöður könnunar Byggðastofnunar sem í vor kannaði viðhorf íbúa í 56 byggðakjörnum utan stærstu þéttbýlisstaða landsins. Alls bárust svör frá rúmlega 5.600 þátttakendum sem allir búa í byggðakjörnum með færri en 2000 íbúa. <br /> <br /> Könnunin beindist meðal annars að áformum íbúa um framtíðarbúsetu. Þau sem höfðu í hyggju að flytja á brott á næstu 2-3 árum voru spurð um ástæður þeirra fyrirætlana og gátu svarendur merkt við fleiri en eitt atriði. Athygli vekur að fjölskyldufólk með börn undir 18 ára aldri merkti flest við valmöguleikann „Tækifæri barns til menntunar“, eða 58% þeirra þátttakenda. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að menntasókn hefur áhrif á búferlaflutninga mun fleiri aðila en þeirra einstaklinga sem ætla að sækja sér menntun. Menntatækifæri hafa margfeldisáhrif, ekki síst fyrir smærri samfélög. Það er því mikið í húfi fyrir öll sveitarfélög að forgangsraða í þágu menntunar. <br /> <br /> Það felast verðmæti í því fyrir okkur öll að landið allt sé í blómlegri byggð og það er stefna þessarar ríkisstjórnar að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Áherslur í þeim efnum má finna í byggðaáætlun 2018-2024 en þar er meðal annars fjallað um eflingu rannsókna og vísindastarfsemi, hagnýtingu upplýsingatækni til háskólanáms og aukið samstarf á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála. <br /> <br /> Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við viljum tryggja öllum börnum og ungmennum slík tækifæri og er það eitt leiðarljósa við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Markmiðið er skýrt; íslenskt menntakerfi á að vera framúrskarandi og byggja undir samkeppnishæfni hagkerfisins til langrar framtíðar. Síðasta vetur héldum við 23 fræðslu- og umræðufundi um land allt, sem lið í mótun nýju menntastefnunnar, m.a. með fulltrúum sveitarfélaga og skólasamfélagsins. Tæplega 1500 þátttakendur mættu á fundina og sköpuðust þar góðar og gagnrýnar umræður um mennta- og samfélagsmál. Niðurstöður þessara funda eru okkur dýrmætar í þeirri vinnu sem nú stendur yfir en af þeim má skýrt greina að vilji er til góðra verka og aukins samstarfs um uppbyggingu á sviði menntunar um allt land.
22. október 2019Blá ör til hægriFjárfest til framtíðar<p>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 22. október 2019.</p> <p>Staða rík­is­sjóðs er sterk, hag­vöxt­ur hef­ur verið mik­ill á Íslandi síðustu ár og at­vinnu­leysi lítið í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Heild­ar­skuld­ir rík­is­ins hafa lækkað mjög hratt frá fjár­mála­hruni; þær voru um 90% af lands­fram­leiðslu en eru nú um 30%. Stöðug­leikafram­lög, aðferðafræði við upp­gjör föllnu bank­anna og öguð fjár­mála­stjórn síðustu ára hafa átt rík­an þátt í því að þessi hag­fellda staða er uppi í rík­is­fjár­mál­um. Hrein er­lend staða, er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins um­fram er­lend­ar skuld­ir, hef­ur þó aldrei verið betri. Staðan var já­kvæð um tæp­lega 630 ma.kr. eða 22% af lands­fram­leiðslu í lok ann­ars árs­fjórðungs þessa árs og batnaði um 10 pró­sent­ur á fyrri hluta árs­ins.</p> <p>Þrátt fyr­ir góð teikn rík­ir tölu­verð óvissa um inn­lenda efna­hagsþróun á kom­andi miss­er­um bæði af inn­lend­um or­sök­um og sak­ir auk­inn­ar óvissu um alþjóðleg­ar hag­vaxt­ar­horf­ur og þróun á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Rík­is­fjár­mál­in taka mið af þess­ari stöðu og stefnt er að því að af­gang­ur af heild­araf­komu rík­is­sjóðs sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu verði að lág­marki í jafn­vægi árin 2020 og 2021, en af­gang­ur verði um 0,3% árið 2022. Brýnt er að mæta þörf­um efna­hags­lífs­ins til sam­ræm­is við breytt­ar horf­ur án þess þó að vikið verði tíma­bundið frá fjár­mála­regl­um um af­komu og skuld­ir eins og lög um op­in­ber fjár­mál heim­ila. Vegna góðrar stöðu rík­is­fjár­mála verður til svig­rúm sem veit­ir stjórn­völd­um tæki­færi til að vinna gegn niður­sveiflu með öfl­ugri op­in­berri fjár­fest­ingu og ráðast í ýms­ar innviðafjár­fest­ing­ar á næstu miss­er­um. Spá Seðlabanka Íslands ger­ir ráð fyr­ir að fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera auk­ist á næstu árum.</p> <p>Meðal innviðafjár­fest­inga sem tengj­ast mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi, bygg­ingu fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti, upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík og við menn­ing­ar­hús á Sauðár­króki og Eg­ils­stöðum. Meðal annarra mik­il­vægra fjár­fest­inga­verk­efna má einnig nefna mál­tækni­áætl­un stjórn­valda. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru löngu tíma­bær­ar og mark­mið þeirra allra að efla mennt­un og menn­ingu í land­inu.</p>
16. október 2019Blá ör til hægriÞungi hagstjórnar færist frá peningamálum til ríkisfjármála<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins 16. október 2019.&nbsp;</span><br /> <br /> Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.<br /> <br /> <strong>Hagvöxtur og atvinnulífið</strong><br /> Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar jákvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.<br /> <br /> <strong>Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm</strong><br /> Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langtímaverðbólguvæntingar hafa verið lægri undanfarin ár og nær verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fjármálakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langtímavaxta á skuldabréfamarkaði. Þrátt fyrir spennu í þjóðarbúinu hefur verðbólga verið töluvert minni síðustu ár en við lok síðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.<br /> <br /> <strong>Bolmagn heimila og fyrirtækja</strong><br /> Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna námu í árslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá árslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en í fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu árið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir áratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.<br /> <br /> <strong>Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni</strong><br /> Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að lágmarki í jafnvægi árin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% árið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur án þess þó að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum um afkomu og skuldir eins og lög um opinber fjármál heimila. Rétt er að nefna, að ríkissjóði hafa aldrei áður boðist jafngóð kjör á skuldabréfamörkuðum og nú.<br /> <br /> Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.<br />
04. október 2019Blá ör til hægriHið óumdeilda hreyfiafl<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 4. október 2019.</span><br /> <br /> Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma.<br /> <br /> Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar.<br /> <br /> Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið.<br /> <br /> Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.<br /> <br />
03. október 2019Blá ör til hægriÖflugir tónlistarskólar<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 3. október 2019.</span><br /> <br /> Tónlistarlíf hér á landi er öflugt og frjótt. Íslensk tónlist hefur átt drjúgan þátt í að auka orðspor Íslands á alþjóðavettvangi enda finnur íslensk menning og sköpunarkraftur sér farveg um allan heim. Velgengni íslenskrar tónlistar og tónlistarmanna hefur þó ekki sprottið úr engu. Þar eigum við tónlistarkennurum og starfsfólki tónlistarskóla landsins margt að þakka. Fólki sem hefur metnað, trú og ástríðu fyrir sínu fagi og sívaxandi möguleikum menntunar á því sviði, og ber öflugu starfi tónlistarskólanna fagurt vitni.<br /> <br /> Starfsemi flestra tónlistarskóla er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga en í gildi er samkomulag um greiðslu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þess. Nemendur í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og á framhalds- og miðstigi í söng, og aðrir nemendur sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistarskóla utan lögheimilis sveitarfélags, njóta stuðnings samkvæmt ákveðnum reglum. Á þessu ári nær samkomulagið til tæplega 600 nemenda í 35 tónlistarskólum og nema framlögin rúmlega 550 milljónum kr. eða um 935.000 kr. á hvern nemanda. Samkomulagið var endurnýjað í lok síðasta árs og gildir til ársloka 2021.<br /> <br /> Með tilkomu Menntaskólans í tónlist árið 2017 fækkaði nemendum sem samkomulagið nær yfir en ákvörðun var tekin að lækka þó ekki framlög til þess. Með þeirri aðgerð varð því umtalsverð hækkun á framlagi til hvers nemenda. Framlög til Menntaskólans í tónlist nema 390 milljónum kr. á þessu ári. Því má segja að fjármögnun tónlistarkennslu hér á landi hafi sjaldan verið betri en nú.<br /> <br /> Framundan eru mikilvæg verkefni sem unnin verða í góðri samvinnu við hagaðila. Ráðgert er að endurskoða lagaumhverfi tónlistarskóla og aðalnámskrá þeirra sem ekki hefur enn verið uppfærð í takt við gildandi aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla. Þá verður einnig metið hvort ástæða sé til að setja heildstæð lög um listkennslu hér á landi. Við treystum á gott samstarf um þau mikilvægu verkefni sem verða án efa til þess að efla enn frekar tónlistarfræðslu og starf tónlistarskóla hér á landi.
24. september 2019Blá ör til hægriTímamótaumfjöllun um menntamál<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2019.</span><br /> <br /> Það kem­ur skýrt fram í grein­um sem birst hafa í Morg­un­blaðinu og á frétta­vefn­um mbl.is síðustu daga hversu mik­ill mannauður býr í ís­lensk­um kenn­ur­um og hversu mik­il­vægu hlut­verki þeir gegna í upp­bygg­ingu mennta­kerf­is­ins til framtíðar. Greina­flokk­ur Guðrún­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur blaðamanns um mennta­kerfið hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli enda nálg­ast hún viðfangefnið úr mörg­um átt­um, viðmæl­end­urn­ir eru af­drátt­ar­laus­ir í mál­flutn­ingi sín­um og marg­ir upp­full­ir af góðum vilja, hug­mynd­um og eld­móði.<br /> Til þess að tryggja að Ísland sé í fremstu röð þurf­um við að styrkja mennta­kerfið og að því vinn­um við nú með mót­un nýrr­ar mennta­stefnu til árs­ins 2030. Í því sam­hengi vil ég nefna þrennt sem teng­ist þeirri stöðu sem fjallað er um í greina­flokki Guðrún­ar. Í fyrsta lagi er það mik­il­vægi ís­lensku­kennslu og læsis. Góður grunn­ur í ís­lensku spá­ir fyr­ir um ár­ang­ur nem­enda í öðrum grein­um og tel ég ein­sýnt að efla þurfi ís­lensku­kennslu á öll­um skóla­stig­um. Verið er að kort­leggja stöðu nem­enda með annað móður­mál en ís­lensku á landsvísu en á veg­um ráðuneyt­is­ins vinn­ur starfs­hóp­ur að heild­ar­stefnu­mörk­un fyr­ir þá nem­end­ur.<br /> <br /> Í ann­an stað horf­um við til þess að for­gangsraða í aukn­um mæli fjár­mun­um til snemm­tækr­ar íhlut­un­ar í grunn­skól­um og gera breyt­ing­ar á viðmiðum um fjár­veit­ing­ar sem nú eru að mestu háðar grein­ingu á ein­stak­lings­bund­um sérþörf­um í námi. Þetta teng­ist einnig auk­inni áherslu sem þessi rík­is­stjórn hef­ur sett á mál­efni barna og aukið sam­starf milli mál­efna­sviða sem að þeim snúa. Fagnaðarefni er að nú hef­ur farið fram heild­ar­end­ur­skoðun, í víðtæku sam­ráði, á þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur og verða til­lög­ur er henni tengj­ast kynnt­ar á næst­unni.<br /> <br /> Í þriðja lagi þarf að miðla því bet­ur til nem­enda, for­eldra og skóla­fólks hvernig haga skuli náms­mati og notk­un hæfniviðmiða í grunn­skól­um. Mikið er í húfi að all­ir geti nýtt sér þau og að fram­setn­ing þeirra og end­ur­gjöf skóla sé skýr; þannig er lík­legra að all­ir nái betri ár­angri í námi.<br /> <br /> Vilji er til góðra verka í ís­lensku mennta­kerfi, þar starfa ástríðufull­ir kenn­ar­ar og skóla­fólk sem vinn­ur frá­bært starf á degi hverj­um. Verk­efn­in eru ærin og þeim fækk­ar mögu­lega ekki en við get­um unnið að því í sam­ein­ingu að ryðja burt hindr­un­um og auka sam­starf, skýr­leika og skil­virkni svo að fleiri nem­end­ur geti náð enn betri ár­angri. Ég vil þakka Guðrúnu Hálf­dán­ar­dótt­ur fyr­ir þetta mik­il­væga inn­legg sem um­fjöll­un henn­ar um mennta­mál sann­ar­lega er og hvetja sem flesta til þess að kynna sér hana.
16. september 2019Blá ör til hægriFramsækið fjárlagafrumvarp 2020<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 14. september 2019.</span><br /> <br /> Á kjörtímabilinu hefur gengið vel að sækja fram á öllum sviðum samfélagsins og í fjárlagafrumvarpi ársins 2020 birtist glögglega áframhaldandi sókn í þá veru. Í frumvarpinu birtist enn frekari framsókn í þágu mennta-, vísinda-, menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála í landinu sem er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Heildarframlög málefnasviðanna eru komin í 115 milljarða. Til samanburðar námu heildarframlögin tæpum 98 milljörðum króna árið 2017 og er því um að ræða nafnverðshækkun upp á 17,5% eða 17 milljarða króna á þremur árum!<br /> <br /> <strong>Vel fjármagnaðir framhaldsskólar</strong><br /> Framlög á hvern framhaldsskólanemenda í fullu námi hækka úr 1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr. árið 2020. Framlög til framhaldsskóla hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár en sú hækkun mun halda sér samkvæmt fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024. Árið 2020 munu heildarframlög til framhaldsskólastigsins nema 36,3 milljörðum kr. sem er aukning um 6 milljarða frá árinu 2017. Auknir fjármunir sem runnið hafa til skólanna að undanförnu gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frekar, meðal annars með því að bæta námsframboð, styrkja stoðþjónustu og endurnýja búnað og kennslutæki.<br /> <br /> <strong>Starfsnám í forgangi</strong><br /> Meðal áhersluverkefna á árinu 2020 er að efla starfsnám. Forgangsraðað er í þágu þess í nýju reiknilíkani framhaldsskólanna á komandi ári. Þá verður unnið að tillögu um framkvæmd þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum og farið í mat á endurskipulagningu námstíma til stúdentsprófs. Áfram er unnið að því fjölga nemendum sem útskrifast úr framhaldsskóla á tilsettum tíma með því að kortleggja betur nemendur í brotthvarfshættu og innleiða reglubundnar mælingar. Sérstök áhersla er þar lögð á nemendur með annað móðurmál en íslensku og nemendur á landsbyggðinni. Þá hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem meta mun þörf á heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema.<br /> <br /> <strong>Öflugra háskólastig og OECD-markmið í augnsýn</strong><br /> Undanfarin ár hafa framlög til háskóla og rannsóknastarfsemi verið aukin verulega og er ráðgert að þau nemi tæpum 41 milljarði kr. á næsta ári. Það er hækkun um 22,3% frá árinu 2017 þegar þau námu tæpum 33,4 milljörðum. Nýverið birti Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) árlega skýrslu sína Menntun í brennidepli 2019 (e. Education at Glance) þar sem fram kemur að Ísland nálgist óðfluga meðaltal OECD í framlögum á hvern ársnema í háskóla. Samkvæmt henni voru framlögin á Íslandi 94% af meðaltalinu árið 2016 sem er nýjasta mælingin. Ríkisstjórnin stefnir á að framlög á hvern nemanda hér á landi nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Við erum því sannarlega á réttri leið. Meginmarkmið stjórnvalda er að íslenskir háskólar og alþjóðlega samkeppnishæfar rannsóknastofnanir skapi þekkingu, miðli henni og undirbúi nemendur til virkrar þátttöku í þekkingarsamfélagi nútímans og til verðmætasköpunar sem byggist á hugviti, nýsköpun og rannsóknum. Til að ná meginmarkmiði háskólastigsins er meðal annars unnið að því að auka gæði náms og námsumhverfis í íslenskum háskólum, styrkja rannsóknastarf og umgjörð þess ásamt því auka áhrif og tengsl háskóla og rannsóknastofnana. Unnið er að heildstæðri menntastefnu Íslands til ársins 2030, þvert á skólastig. Á sviði háskóla stendur yfir endurskoðun á reglum um fjárveitingar til þeirra með það að markmiði að styðja betur við gæði í háskólastarfi. Þá er einnig unnið að gerð stefnu um starfsemi rannsókna-, fræða- og þekkingarsetra og ráðgert að birta og hefja innleiðingu á stefnu Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og rannsóknagögnum.<br /> <br /> <strong>Gríðarleg fjölgun í kennaranám</strong><br /> Meðal áhersluverkefna á málefnasviði háskólastigsins eru aðgerðir sem miða að fjölgun kennara. Í frumvarpi til fjárlaga ársins 2020 er gert ráð fyrir 220 milljónum kr. til verkefnisins en meðal aðgerða sem að því miða eru námsstyrkir til kennaranema á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi. Stjórnvöld hafa ásamt lykilfólki í menntamálum unnið að því að mæta yfirvofandi kennaraskorti og fyrr á árinu kynntum við tillögur og byrjuðum hrinda þeim í framkvæmd. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en umsóknum um kennaranám hefur stórfjölgað eða um 45% í Háskóla Íslands.<br /> <br /> <strong>Stórbætt kjör námsmanna</strong><br /> Í undirbúningi er nýtt og fullfjármagnað stuðningskerfi fyrir námsmenn sem felur í sér gagnsærri og jafnari styrki til námsmanna. Námsaðstoðin sem sjóðurinn mun veita verður áfram í formi lána á hagstæðum kjörum og til viðbótar verða beinir styrkir vegna framfærslu barna og 30% niðurfelling á hluta af námslánum við lok prófgráðu innan skilgreinds tíma. Kerfið miðar að því að bæta fjárhagsstöðu háskólanema, ekki síst þeirra sem hafa börn á framfæri, og skapa hvata til að nemar klári nám sitt á tilsettum tíma. Á yfirstandandi haustþingi mun ég mæla fyrir frumvarpi þessa efnis og vil ég þakka námsmönnum sérstaklega fyrir virkilega gæfu- og árangursríkt samstarf við smíði þess.<br /> <br /> <strong>Þróttmikið vísindastarf</strong><br /> Á næsta ári aukast framlög til vísindamála sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti verulega. Markmið okkar er efla rannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu og gera íslenskt vísindasamfélag enn betur í stakk búið til þess að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi. Vel fjármagnaðir samkeppnissjóðir í rannsóknum styrkja framúrskarandi vísinda- og nýsköpunarstarf á öllum sviðum. Sá árangur sem íslenskt vísindafólk hefur náð á undanförnum árum er framúrskarandi og því er mikilvægt að halda áfram að styðja myndarlega við málaflokkinn.<br /> <br /> <strong>Menning í blóma</strong><br /> Á næsta ári munu framlög til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála vaxa í 16,1 milljarð króna. Það er 32% aukning frá árinu 2017 þegar að framlögin námu 12,2 milljörðum. Meðal áhersluverkefna á sviði menningar og lista eru málefni íslenskrar tungu, aðgengi að menningu og listum og mótun nýrrar menningarstefnu. Til marks um áherslur stjórnvalda sem stuðla vilja að bættu læsi og styrkja stöðu íslenskrar tungu hækka framlög í bókasafnssjóð höfunda um 62% árið 2020. Aukinn stuðningur er við starf safna í landinu með hækkuðu framlagi sem nemur 100 milljónum kr. til Safnasjóðs sem úthlutar til verkefna og rekstrarstyrkjum til viðurkenndra safna. Þá hækka framlög til þriggja höfuðsafna þjóðarinnar, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands um 15 milljónir kr. Áfram er unnið að tillögum að byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu í Laugardal og unnið eftir nýrri íþróttastefnu sem var samþykkt nú í ár.<br /> <strong><br /> Bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla</strong><br /> Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt. Í fjárlagafrumvarpinu er eyrnamerkt fjármagn til stuðnings fjölmiðlum í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Ég mun leggja það fram á haustþingi en það heimilar opinberan stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis.<br /> <br /> Það hefur gengið vonum framar á kjörtímabilinu að efla þá málaflokka sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Vinna við helstu stefnumál hefur gengið vel og aðgerðir á ýmsum sviðum eru þegar farnar að skila árangri. Það er í senn ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla meðbyr sem þessir málaflokkar njóta í samfélaginu. Slíkt er hvetjandi fyrir mennta- og menningarmálayfirvöld til að gera enn betur og halda ótrauð áfram á þeirri vegferð að bæta lífskjör á Íslandi til langrar framtíðar.
06. september 2019Blá ör til hægriMenntun svarar stafrænu byltingunni<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu&nbsp; 6. september 2019.</span><br /> <br /> Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum.<br /> <br /> Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“<br /> <br /> Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.
05. september 2019Blá ör til hægriOkkar eina líf<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 5. september 2019.</span><br /> <br /> Vitundarvakning söfnunarinnar „Á allra vörum“ sem hleypt var af stokkunum sl. sunnudag hefur hreyft við þjóðinni. Málefnið sem sett er í forgrunn átaksins er misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og ótímabær dauði ungmenna vegna þeirra. Safnað er nú fyrir framkvæmd þjóðarátaks í þágu forvarna og fræðslu til grunnskólanema sem standa mun til ársins 2022. Forvarnarverkefnið verður undir merkjum slagorðsins „VAKNAÐU – þú átt bara eitt líf“ og verður leitt af samtökum sem þegar hafa unnið mikilsvert starf á því sviði, Minningarsjóði Einars Darra Óskarssonar. Einar var einn þeirra 39 sem létust vegna lyfjaneyslu á árinu 2018, þá aðeins 18 ára að aldri.<br /> <br /> Aðgengi og framboð á lyfjum og vímuefnum, sem mörg eru mjög ávanabindandi, hefur breyst mikið á undanförnum árum og notkun þeirra virðist mun almennari en áður. Við þurfum að vera vakandi fyrir afleiðingum þeirrar þróunar því hún snertir okkur öll. Markmið átaksins er að vekja þjóðina til umhugsunar og tala opinskátt um þessi mál til að koma megi í veg fyrir þann skaða sem þessi efni geta valdið, ekki síst ungu fólki. Tölfræðin sýnir okkur að það er brýnt tilefni til aðgerða. Samkvæmt málaskrárkerfi ríkislögreglustjóra fjölgaði málum þar sem grunur er á brotum á lyfsölulögum um 229% milli áranna 2015 og 2018. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar fjölgaði um 56% á árunum 2016-2018. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsókna &amp; greiningar frá 2018 höfðu 8% framhaldsskólanema undir 18 ára aldri notað morfínskyld verkjalyf án lyfseðils oftar en einu sinni um ævina og 12% framhaldsskólanema eldri en 18 ára. Tæp 11% grunnskólanema í 10. bekk höfðu tekið svefntöflur eða róandi lyf án lyfseðils einu sinni eða oftar um ævina sem ekki var ávísað á þau og 1,5% höfðu reynt örvandi lyf sem ekki voru þeim ætluð.<br /> <br /> Við Íslendingar náðum eftirtektarverðum árangri í því að minnka áfengis- og tóbaksneyslu ungmenna en með nýjum tímum koma nýjar áskoranir. Við vitum hvaða aðferðir virka vel, fræðsla og öflugt foreldrasamstarf eru mikilvægir þættir, en einnig virk þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ég er þess fullviss að við munum ná árangri í þessu mikilvæga verkefni með góðri samvinnu heimila, skóla, félagasamtaka og stjórnvalda. Sem ráðherra menntamála fagna ég einlæglega framtaki „Á allra vörum“ og hvet alla til þess að kynna sér þetta mikilvæga málefni og leggja því lið.
02. september 2019Blá ör til hægriHús þjóðarinnar – Hús íslenskunnar<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 30. ágúst 2019.</span><br /> <br /> Það ríkti eftirvænting og gleði á stuttum viðburði sem fram fór í gær við Arngrímsgötu í Reykjavík. Þar undirrituðum við samning um langþráða byggingu – Hús íslenskunnar. Framkvæmdir eru hafnar og ráðgert að þeim muni ljúka í sumarlok árið 2023. Hús íslenskunnar verður glæsilegt og verðugur heimavöllur fyrir fjöregg íslenskrar menningar, tungumálið okkar. Þar munu tvinnast saman fortíð, samtíð og framtíð íslenskunnar.<br /> <br /> <strong>Táknrænt hús</strong><br /> Hús íslenskunnar mun iða af lífi. Það mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur ekki verið unnt að halda sýningar á handritum sem varðveitt eru hjá Stofnun Árna Magnússonar en með tilkomu hússins verður bylting í aðstöðu stofnunarinnar til að varðveita, rannsaka og miðla menningararfi þeim sem handritin geyma. Með tilkomu hússins verða nemendur og fræðimenn í íslenskum fræðum í fyrsta sinn undir sama þaki og helstu rannsóknargögn um þróun og sögu tungumálsins. Þannig myndar húsið umgjörð utan um þjóðararf Íslendinga og skapar aðstæður til að efla þekkingu og þróun á tungumálinu. Þá verður húsið miðstöð fólks sem miðlar menningararfinum til komandi kynslóða.<br /> <br /> <strong>Handrit heim</strong><br /> Það er tímabært að við hefjum nú formlegar viðræður við dönsk stjórnvöld um að fleiri handritum úr safni Árna Magnússonar, sem nú eru varðveitt hjá Árnastofnun í Kaupmannahöfn, verði skilað hingað heim. Í kjölfar handritamálsins svonefnda var mörgum handritum skilað á árunum 1971-1997 en tæplega 1400 þeirra eru enn í Kaupmannahöfn. Í vikunni var málið rætt í ríkisstjórn og í framhaldinu samþykkt að skipa starfshóp sem fara mun yfir næstu skref. Þá ráðgeri ég einnig að funda með menntamálaráðherra Danmerkur um málið nú í september. Viðhorf okkar og meðvitund um mikilvægi handritanna fyrir sögu okkar og tungumál hafa breyst umtalsvert á þeim áratugum sem liðnir eru frá samningagerðinni við Dani. Aðstaðan til þess að varðveita, rannsaka og miðla þeim menningararfi sem handritin geyma verður öll önnur með tilkomu Húss íslenskunnar. Handritasafn Árna Magnússonar er einstakt og ómetanlegt, ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig sem hluti af bókmenntasögu heimsins. Til marks um það er handritasafnið á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) yfir andleg minni veraldar.<br /> <br /> <strong>Áfram íslenska</strong><br /> Um þessar mundir vinnum við að aðgerðaáætlun sem byggist á þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor um hvernig efla megi íslensku sem opinbert mál hér á landi. Þegar hafa verið kynntar ýmsar leiðir í þá veru sem meðal annars tengjast máltækni og útgáfu bóka á íslensku. Með þingsályktuninni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná ennþá betur utan um það mikilvæga og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Verkefnið er spennandi og ánægjulegt hversu margir sýna því áhuga og vilja leggja því lið. Helstu markmið aðgerðanna eru í fyrsta lagi að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, í öðru lagi að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og í þriðja lagi að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Tæknibylting gjörbreytir nú okkar daglega lífi. Um leið og í því felast spennandi tækifæri er sú þróun einnig áskorun fyrir íslenskuna. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið verulega aðgang að erlendu afþreyingarefni og upplýsingaveitum. Til að íslenskan verði áfram gjaldgeng og okkar sjálfsagða mál hafa stjórnvöld fjárfest í máltækniáætlun fyrir íslensku. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu.<br /> <br /> <strong>Sameiginlegt verkefni</strong><br /> Íslenskan opnar leið inn í fortíðina með því að tengja okkur við fólkið sem hér lifði áður og þann menningarheim sem bókmenntirnar geyma – en hún opnar líka leið út í heim því ef hugsun og skilningur á móðurmálinu er frjór og fjölbreyttur erum við betur í stakk búin til þess að læra og meðtaka önnur mál og menningu. Það eru forréttindi fyrir fámenna þjóð að tala eigið tungumál og við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna. Þegar talið berst að tungumálinu og fólk ræðir um verndun íslenskunnar og menningararfsins gleymum við því stundum að tungumálið er í senn okkar verk og verkfæri. Íslenskan lifir á meðan við notum hana og nýtum í öllum okkar daglegu störfum. Við höfum val um að efla hana og styrkja á hverjum einasta degi. Það er ekki flókið verkefni en kallar á ákveðna viðhorfsbreytingu. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á framtíð tungumálsins og ég bind vonir við að með Húsi íslenskunnar muni rannsóknir og miðlun á því sviði eflast og dafna, okkur öllum til heilla.
27. ágúst 2019Blá ör til hægriMikilvægasta starfið<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 27. ágúst 2019.</span><br /> <br /> Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum sem með sínum störfum leggja grunn að annarri fagmennsku í samfélaginu. Rúmlega 550 nýnemar hófu nám sitt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í vikunni, en kennaranám er einnig í boði við þrjá aðra háskóla hér á landi. Umsóknum um kennaranám fjölgaði verulega milli ára, alls um rúmlega 200 á landinu öllu. Hlutfallslega var aukningin mest hjá Listaháskóla Íslands þar sem umsóknum um nám í listkennsludeild fjölgaði um 170% milli ára, en umsóknum um grunnnám í grunnskólakennarafræðum við Háskóla Íslands fjölgaði um 45%. Karlkyns umsækjendum fjölgar í þeim hópi en um helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám í Háskóla Íslands en í fyrra og þrefalt fleiri í nám í leikskólakennarafræðum. Þá fjölgaði einnig umsóknum um nám leiðsagnakennara. Það er mér mikið fagnaðarefni að vísbendingar eru um að aðgerðir sem við réðumst í sl. vor til þess að fjölga kennurum séu þegar farnar að skila árangri.<br /> <br /> Auk mikillar fjölgunar umsókna um kennaranám er staðfest að vel gekk að útvega kennaranemum á lokaári launaðar starfsnámsstöður. Til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar þurfum við enn fleiri fjölhæfa og drífandi kennara og það er einkar ánægjulegt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vettvangi.<br /> <br /> Það er forgangsmál okkar að efla starfsumhverfi kennara hér á landi og auka gæði skólastarfs. Í því tilliti munu ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik, grunn og framhaldsskóla taka gildi í janúar á næsta ári. Með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Lögin eru mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum og sveigjanleika innan skólakerfisins.<br /> <br /> Frumvarpið eykur ennfremur ábyrgð skólastjórnenda til þess að velja inn þá kennara sem búa yfir þeirri hæfni, þekkingu og reynslu sem þeir leitast eftir hverju sinni. Þannig er stuðlað að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og faglegu sjálfstæði þeirra sem aftur verður til þess að efla skólaþróun og fjölga tækifærum fyrir skólafólk.
19. ágúst 2019Blá ör til hægriÁtta milljarða kostnaður vegna eineltis<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 17. ágúst 2019.</span><br /> <br /> Unga fólkið okkar er farið að huga að skólavetrinum og kennarar og skólastjórnendur eru í óðaönn að undirbúa skólastarfið. Flestir hugsa til skólasetningar með ákveðinni tilhlökkun en því miður fylla þau tímamót suma nemendur bæði kvíða og óöryggi. Við vitum að líðan nemenda í íslenskum grunnskólum er almennt góð; samkvæmt könnun Rannsóknastofu í tómstundafræðum við Háskóla Íslands líður um 90% grunnskólanemenda vel eða þokkalega í skólanum en fyrir þá nemendur, og aðstandendur þeirra, sem ekki tilheyra þeim hópi skiptir slík tölfræði litlu.<br /> <br /> Einn af þeim þáttum sem haft geta áhrif á vellíðan nemenda í skólum er einelti. Sýnt er að einelti getur haft áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu þolenda og neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust. Þar getur skapast langvarandi vandi sem sumir vinna ekki úr fyrr en á fullorðinsárum. Í Svíþjóð hefur farið fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis og var þar miðað við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Miðað við tíðni eineltis var þar áætlað að fyrir grunnskóla með 300 nemendur mætti búast við samfélagslegum kostnaði sem næmi rúmlega 50 milljónum króna. Ef þær tölur eru yfirfærðar á íslenskar aðstæður má ætla að heildarkostnaður samfélagsins vegna eineltis næmi allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil. Það er því mikið í húfi fyrir samfélagið að vinna gegn einelti.<br /> <br /> Skilningur á einelti og afleiðingum þess hefur aukist en það er staðreynd að allt of margir upplifa slíkt í okkar samfélagi, þótt tíðni eineltis í íslenskum skólum mælist lág í alþjóðlegum samanburði. Einelti felur í sér langvarandi og endurtekið ofbeldi og það fer mjög oft fram þar sem fullorðnir sjá ekki til. Þannig getur einelti verið atburðarás margra atvika sem hvert um sig virka ekki alvarleg en þegar heildarmyndin er skoðuð er raunin önnur. Einelti getur verið flókið og erfitt viðureignar en eitt mikilvægasta tækið gegn því eru forvarnir og fræðsla. Það er viðvarandi verkefni að halda góðum skólabrag og þar þurfa allir að leggjast á eitt; nemendur, starfsfólk og foreldrar. Einelti á aldrei að líðast, hjálpumst að við að uppræta það.
16. ágúst 2019Blá ör til hægriFleiri fyrstu kaup: 250%<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 14. júlí 2019.</span><br /> <br /> Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður.<br /> <br /> Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna.<br /> <br /> Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.
29. júlí 2019Blá ör til hægriSterkari staða námsmanna eflir samfélagið<p><span><span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 19. júlí 2019.<br /> </span><br style="box-sizing: border-box; font-family: arial, helvetica, sans-serif; font-size: 13px;" /> <span style="box-sizing: border-box; font-family: arial, helvetica, sans-serif; font-size: 13px;"></span></span></p> <p><span style="box-sizing: border-box; font-family: arial, helvetica, sans-serif; font-size: 13px;">Í Samfélagssáttmála Rousseau er fjallað um einkenni góðs stjórnarfars. Fram kemur að ef íbúum þjóðríkis fjölgar og þeir eflast sem einstaklingar væri um að ræða skýra vísbendingu um gott stjórnarfar. Ísland hefur á síðustu öld borið gæfu til þess að uppfylla þessi skilyrði, þ.e. fjölgun íbúa, aukin tækifæri fyrir einstaklinga ásamt því að þjóðartekjur hafa hækkað. Hins vegar þurfum við stöðugt að vera á tánum og tilbúin til að styrkja grunnstoðir samfélagsins.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> <strong>Samkeppnishæfni aukin</strong><br /> Nýverið voru kynnt frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN), nýtt námsstyrkja- og lánakerfi. Lánsþegum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur fækkað verulega á undanförnum árum&nbsp; á sama tíma og margir íslenskir námsmenn á Norðurlöndum kjósa frekar að taka lán hjá norrænum lánasjóðum en þeim íslenska. Auka þarf samkeppnishæfni íslenska kerfisins, því annars er hætta á spekileka vegna þessa, þ.e. að nemar hugi frekar að því að setjast að þar sem þeir hafa fjárhagslegar skuldbindingar.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> <strong>30% niðurfelling námslána</strong><br /> Með nýju frumvarpi munu lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns. Þetta er grundvallarbreyting frá núverandi kerfi sem mun gera stuðning við námsmenn skýrari og jafnari. Í núverandi kerfi felst styrkurinn í niðurgreiddum vöxtum og afskriftum námslána en honum er mjög misskipt milli námsmanna. Stærstur hluti styrksins hefur farið til þeirra námsmanna sem taka hæstu námslánin og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ungir og taka hóflegri námslán líklegri til að fá engar afskriftir. Nýtt frumvarp mun breyta þessu en að auki munu námsmenn njóta bestu vaxtakjara sem ríkissjóði Íslands býðst á lánamörkuðum að viðbættu lágu álagi.&nbsp;<br /> <br /> <strong>Barnastyrkir í stað lána</strong><br /> Önnur grundvallarbreyting sem felst í frumvarpinu er styrkur vegna barna.&nbsp; Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Markmiðið með barnastyrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Styrkurinn kemur til viðbótar við 30% niðurfellinguna sem námsmönnum býðst við lok prófgráðu á tilsettum tíma.<br /> <br /> Nýja frumvarpið boðar róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að sterkari stöðu námsmanna og mun fjölskylduvænna umhverfi. Markmið allra stjórnvalda á að vera að styrkja samfélagið sitt, þannig að það sé eftirsóknarvert til búsetu. Frumvarpsdrög til nýrra laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er liður í því að efla samfélagið okkar.</span></p> <p><strong><br /> </strong></p>
29. júlí 2019Blá ör til hægriAlþjóðlegt vísindasamstarf eflt<p><span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 29. júlí 2019.</span></p> <p>Rannsóknir, vísindi og hagnýting hugvits eru forsendur fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegu vísindasamstarfi og hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rannsókna og vísinda enn frekar ásamt því að auka möguleika íslenskra vísindamanna í alþjóðlegu samstarfi.<br /> <strong><br /> Alþjóðleg samfjármögnun rannsókna</strong><br /> Á liðnu vorþingi voru samþykkt ný lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Inntak þeirra snýr að tveimur mikilvægum sjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar. Annars vegar er um að ræða Innviðasjóð sem veitir styrki til kaupa á rannsóknarinnviðum eins og tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði. Hins vegar tengist frumvarpið Rannsóknasjóði sem styrkir vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám. Sameiginleg stjórn hefur verið yfir þessum tveimur sjóðum þrátt fyrir að eðli þeirra sé talsvert ólíkt en nú verður sú breyting gerð að sérstök stjórn verður sett yfir Innviðasjóð sem mun skerpa á stefnumótandi hlutverki hans og málefnum rannsóknarinnviða. Þá verður stjórn Rannsóknasjóðs veitt heimild til þess að taka þátt í samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaáætlana í samstarfi við erlenda rannsóknasjóði. Slík samfjármögnun felur í sér að rannsóknasjóðir frá mismunandi löndum koma sér saman um áætlanir með áherslu á sérstök svið ásamt því að mat umsókna verður unnið af sameiginlega skipuðum fagráðum. Þessi breyting mun opna fleiri dyr fyrir íslenska vísindamenn í alþjóðlegu vísindasamstarfi og ýta undir nánara samstarf rannsóknasjóða.<br /> <br /> <strong>Framúrskarandi rannsóknarinnviðir</strong><br /> Ný lög um evrópska rannsóknarinnviði voru einnig samþykkt á vormánuðum. Þau gera Íslandi kleift að gerast aðili að samtökum um evrópska rannsóknarinnviði (e. ERIC). Með því opnast tækifæri fyrir íslenskt vísindasamfélag til að taka þátt í samstarfi um uppbyggingu og rekstur framúrskarandi rannsóknarinnviða sem eru af þeirri stærðargráðu að ógerningur er fyrir einstök ríki að fjármagna þá upp á eigin spýtur. Samþykkt frumvarpsins hefur til dæmis í för með sér að þátttaka Veðurstofu Íslands í evrópska jarðskorpumælakerfinu EPOS er tryggð en verkefnið er eitt mikilvægasta samstarf um<br /> gögn er tengjast náttúruvá. Eins er áframhaldandi þátttaka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í CLARIN, evrópska innviðaverkefninu á sviði máltækni, tryggð sem og þátttaka Félagsvísindastofnunar í evrópsku félagsvísindakönnuninni ESS. Eitt af því sem einkennir íslenskt vísindasamfélag er mikil virkni í alþjóðasamstarfi enda er fjölþjóðlegt samstarf íslenskum rannsóknum nauðsynlegt. Við munum halda áfram að efla Ísland í slíku samstarfi enda höfum við mörgu að&nbsp; miðla á því sviði.</p>
12. júlí 2019Blá ör til hægriFjölskylduvænni námsaðstoð <span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 12. júlí 2019.</span><br /> <br /> Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.<br /> <br /> Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir.<br /> <br /> Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur.<br /> <br /> Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.
10. júlí 2019Blá ör til hægriStuðningssjóður íslenskra námsmanna<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 9. júlí 2019.</span><br /> <br /> Frumvarpsdrög til nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóðs íslenskra námsmanna (SÍN) hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Að þeim hefur verið unnið á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins um hríð, í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila. Markmiðið nýs kerfis er aukið jafnrétti til náms, jafnari styrkir til námsmanna, betri nýting opinbers fjár og aukinn stuðningur við fjölskyldufólk. Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að betri stöðu námsmanna að námi loknu. Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður<br /> námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.<br /> <br /> <strong>Skýrari stuðningur</strong><br /> Grundvallarbreyting með nýju frumvarpi er að lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta framvegis fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra. Það er mikil kjarabót fyrir námsmenn en styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu. Þá verður veittur námsstyrkur vegna framfærslu barna lánþega og veittar heimildir til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána, t.d. vegna lánþega sem stunda ákveðnar tegundir náms og þeirra sem búa og starfa í brothættum<br /> byggðum.<br /> <br /> <strong>Aukið jafnræði og frelsi</strong><br /> Nýtt námsstyrkjakerfi mun stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og þar með betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu og aukinni skilvirki. Breytingarnar munu meðal annars hafa í för með sér að námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld og aukið jafnræði verður milli námsmanna. Þá veitir nýja&nbsp; fyrirkomulagið lánþegum meira frelsi til þess að velja hvernig þeir haga sínum lánamálum, til dæmis með því að lánþegar geta við námslok valið hvort þeir endurgreiði námslán sín með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.<br /> <br /> <strong>Tímabærar breytingar</strong><br /> Staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna er sterk og skapar kjöraðstæður til að ráðast í kerfisbreytingar sem lengi hafa verið í farvatninu. Nýtt styrkja- og námslánakerfi er að fullu fjármagnað en að auki verða framlög til sjóðsins endurskoðuð árlega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda
01. júlí 2019Blá ör til hægriVestnorrænt tungumálasamstarf<span><span style="box-sizing: border-box; font-family: 'Fira Sans'; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2019.</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Mennta- og vísindamálaráðherra Færeyja, Hanna Jensen, heimsótti Ísland í nýliðinni viku. Það var sérlega ánægjulegt að hitta samstarfsráðherrann frá Færeyjum og við áttum uppbyggilegan fund þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um frekara samstarf á milli landanna. Okkur er báðum umhugað um stöðu og þróun okkar móðurmála, íslenskunnar og færeyskunnar. Bæði tungumál standa frammi fyrir sömu áskorunum vegna örrar tækniþróunar.<br /> <br /> Markvissar aðgerðir<br /> Íslensk stjórnvöld geta miðlað miklu til annarra þjóða þegar kemur að því að snúa vörn í sókn fyrir tungumálið. Í þessu samhengi höfum við kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar og vitundarvakningu um hana undir yfirskriftinni Áfram íslenska! Nýverið náðist sá ánægjulegi áfangi að Alþingi samþykkti samhljóða þingsályktunartillögu mína um eflingu íslensku sem opinbers máls á Íslandi. Megininntak hennar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórnsýslu.<br /> <br /> Íslenskan gjaldgeng í stafrænum heimi<br /> Hanna Jensen var mjög áhugasöm um máltækniáætlun íslenskra stjórnvalda. Með þeirri áætlun vilja íslensk stjórnvöld tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsingavinnslu sem byggist á tölvu- og fjarskiptatækni. Ákveðið hefur verið að efna til formlegs samstarfs ríkjanna, þar sem ríkin deila sinni reynslu og þekkingu á sviði máltækni. Aukinheldur samþykkti Alþingi einnig á dögunum þingsályktunartillögu um samstarf vestnorrænu landanna, Íslands, Færeyja og Grænlands, á sviði tungumála og þróunar þeirra í stafrænum heimi. Þar er lagt til að fulltrúar landanna taki saman skýrslu um stöðu og framtíðarhorfur tungumálanna þriggja ásamt yfirliti um máltæknibúnað sem til staðar er fyrir hvert málanna.<br /> <br /> Stöndum með móðurmálunum<br /> Það ríkir mikil pólitísk samstaða um að vekja sem flesta til vitundar um mikilvægi þess að efla móðurmálið. Við getum, hvert og eitt okkar, tekið þátt í að þróa tungumálið okkar, móta það og nýta á skapandi hátt. Það er ánægjulegt að við getum lagt okkar af mörkum á þeirri vegferð til frændþjóða okkar – því öll eigum við það sammerkt að vilja að móðurmálin okkar dafni og þróist til framtíðar.<br /> Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
21. júní 2019Blá ör til hægriFramfaraskref sem fjölgar tækifærum<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 21. júní 2019.</span><br /> <br /> Kenn­ara­frum­varpið, ný lög um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla, var samþykkt á Alþingi í vik­unni. Það er fagnaðarefni en með þeim er lög­fest­ur hæfnirammi um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem lýs­ir bet­ur þeirri hæfni sem kenn­ar­ar þurfa að búa yfir til sam­ræm­is við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Ég er þakk­lát þeim fjöl­mörgu sem lögðu hönd á plóg við und­ir­bún­ing þessa mik­il­væga máls en lög­in eru ár­ang­ur góðrar sam­vinnu allra helstu hags­munaaðila.<br /> <br /> Meg­in­mark­mið nýrra laga er að stuðla að sveigj­an­legra skóla­kerfi – nem­end­um og kenn­ur­um til hags­bóta. Við vilj­um að all­ir sem leggja stund á kennslu- og upp­eld­is­störf í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um hafi mennt­un í sam­ræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram­fara­skref í þá átt og að mínu mati munu þau skapa fleiri tæki­færi fyr­ir kenn­ara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri sam­fellu og sam­starfi skóla­stiga. Auk­in áhersla á starfsþróun kenn­ara og gæði skóla­starfs í nýju lög­un­um er enn­frem­ur til sam­ræm­is við mark­mið okk­ar um að efla starfs­um­hverfi kenn­ara og stuðla að fag­legu sjálf­stæði þeirra líkt og kveðið er á um í stjórn­arsátt­mála.<br /> <br /> Ég gleðst inni­lega yfir þeim já­kvæðu vís­bend­ing­um sem við sjá­um nú varðandi aukna aðsókn í kenn­ara­nám og viðbrögð við þeim aðgerðum til að fjölga kenn­ur­um sem við kynnt­um í vor. Um­sókn­um fjölg­ar um rúm­lega 200 milli ára í há­skól­un­um fjór­um sem bjóða upp á kenn­ara­nám. Hlut­falls­lega er aukn­ing­in mest hjá Lista­há­skóla Íslands þar sem um­sókn­um um nám í list­kennslu­deild fjölgaði um 170% milli ára, en um­sókn­um um grunn­nám í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum við Há­skóla Íslands fjölgaði um 45%. Sér­lega ánægju­legt er að karl­kyns um­sækj­end­um fjölg­ar í þeim hópi; helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám í Há­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­skóla­kenn­ara­fræðum. Þá fjölg­ar einnig um­sókn­um um nám leiðsagna­kenn­ara. Þess­ar töl­ur gefa til­efni til ákveðinn­ar bjart­sýni og í sam­hengi við þá færn­ispá um kenn­araþörf sem við vinn­um eft­ir nú má leiða að því lík­um að við séum á und­an áætl­un gangi hag­stæðar sviðsmynd­ir eft­ir um út­skrift­ir kenn­ara­nem­anna.<br /> <br /> Mennt­un ávaxt­ar mannauð okk­ar hverju sinni, öfl­ugt mennta­kerfi er for­senda fram­fara og það kerfi er borið uppi af kenn­ur­um. Við vilj­um skapa kenn­ur­un­um okk­ar gott starfs­um­hverfi og spenn­andi tæki­færi, nýju lög­in eru þýðing­ar­mik­ill hluti af því verk­efni.
18. júní 2019Blá ör til hægriVeldisvöxtur í lestri<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2019.</span><br /> <br /> Það að lesa er sjálfsagður hlutur fyrir marga, fæstir hugsa nokkuð um það hversu mikið þeir lesa á degi hverjum. Fyrir unga lesendur skiptir það hins vegar lykilmáli hversu mikið, hversu oft og hvers konar efni þeir lesa. Nú er sumarið runnið upp, þá er tími útivistar, leikja og ferðalaga en á þeim tíma er sérstaklega mikilvægt að hjálpa unga fólkinu okkar að muna eftir lestrinum. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför í lestrarfærni þess í fríinu. Hið jákvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir slíka afturför dugar að lesa 4-5 bækur yfir sumarið, eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn. Í þessu samhengi má segja að hver mínúta skipti máli.<br /> <br /> Samkvæmt breskri lestrarrannsókn skiptir yndislestur sköpum þegar kemur að orðaforða barna, en orðaforði er grundvallarþáttur lesskilnings og þar með alls annars náms. Rannsóknin leiddi í ljós að ef barn les í 15 mínútur á dag alla grunnskólagöngu sína kemst það í tæri við 1,5 milljónir orða. Ef barnið les hins vegar í um 30 mínútur á dag kemst það í tæri við 13,7 milljónir orða. Sá veldivöxtur gefur skýrar vísbendingar um hversu mikilvægur yndislestur er fyrir árangur nemenda. <br /> <br /> En við lesum ekki lestrarins vegna heldur af áhuga. Því eru skemmtilegar bækur og hæfilega flóknir textar besta hvatningin sem getum fært ungum lesendum. Hver einasti texti er tækifæri, hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá og sem betur fer eru ungir lesendur áhugasamir um allt mögulegt. Ég hvet alla til þess að vera vakandi fyrir áhugasviði ungra lesenda í sínum ranni og miðla fróðlegu, skemmtilegu og krefjandi lesefni áfram til þeirra með öllum mögulegum ráðum. Það er ekki bara gott og uppbyggilegt fyrir viðkomandi lesanda heldur okkur öll. Á bókasöfnum landsins má til að mynda finna spennandi og áhugavert efni fyrir alla aldurshópa. Forsenda þess að verða virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi er góð lestrarfærni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyrir skoðunum sínum. Því er það samfélagslegt verkefni okkar allra að bæta læsi og lestrarfærni á Íslandi, þar höfum við allt að vinna.<br />
18. júní 2019Blá ör til hægriKvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú<span><span style="box-sizing: border-box; font-family: 'Fira Sans'; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 15. júní 2019.</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Íslandi. Þátttaka í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsundir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig saman. Dætur, mæður, frænkur, systur og vinkonur taka þátt og þar eru börn, ungmenni og karlar einnig velkomin.<br /> <br /> Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra – samveru og hreyfingu. Þar er hvatt til samstöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum. Ljóst er að konur eru meira áberandi á vettvangi íþróttanna nú en fyrir 30 árum, hróður íslenskra íþróttakvenna eykst og þær hafa náð frábærum árangri á heimsvísu, og margar konur eru nú í forsvari fyrir íþróttahreyfinguna hérlendis. Áframhaldandi hvatning og vitundarvakning um heilsueflingu er okkur öllum mikilvæg. Við ættum að nýta öll slík tækifæri, ekki síst þegar þau stuðla að slíkum sameiningarkrafti og henta þátttakendum á öllum aldri.<br /> <br /> Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að Kvennahlaupunum þessa þrjá áratugi og tekið þátt í skipulagningu þeirra víða um land og erlendis. Fjöldamargir sjálfboðaliðar hafa lagt verkefninu lið og tekið þátt í að skapa skemmtilega stemningu fyrir þátttakendur. Án þeirra hefði hlaupið ekki blómstrað eins og raun ber vitni. Ég óska þátttakendum og aðstandendum hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót og hlakka til að taka þátt í Kvennahlaupum framtíðarinnar.
18. júní 2019Blá ör til hægriFarsælt lýðveldi í 75 ár<span><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní 2019.</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 75 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að slíta form­lega kon­ungs­sam­band­inu við Dan­mörku og stofna lýðveldið Ísland. All­ar göt­ur síðan frá full­veldi og lýðveld­is­stofn­un hafa lífs­kjör á Íslandi auk­ist veru­lega en þjóðar­tekj­ur hafa vaxið mikið. Hrein er­lend staða þjóðarbús­ins er já­kvæð sem nem­ur 21% af lands­fram­leiðslu, sem þýðir að er­lend­ar eign­ir þjóðar­inn­ar erum mun meiri en skuld­ir. Tíma­mót sem þessi gefa okk­ur færi á að líta um öxl en ekki síður horfa björt­um aug­um til framtíðar.<br /> <br /> <strong>Sjálfs­mynd þjóðar</strong><br /> Þegar við hugs­um til þess sem helst hef­ur mótað lýðveldið okk­ar og það sem skil­grein­ir okk­ur sem þjóð berst talið oft að menn­ing­unni; að tungu­mál­inu, bók­mennt­un­um og nátt­úr­unni. Í sjálf­stæðis­bar­átt­unni var þjóðtung­an ein helsta rök­semd þess að Íslend­ing­ar væru sér­stök þjóð og sjálf­stæðis­kröf­ur okk­ar rétt­mæt­ar. Tungu­málið er þannig lyk­ill­inn að sjálfs­mynd okk­ar og sjálfs­skiln­ingi, og líkt og lýðræðið stend­ur ís­lensk­an á ákveðnum tíma­mót­um. Hvor­ugt ætt­um við að álíta sjálf­sagðan hlut, hvorki þá né í dag. Íslensk stjórn­völd hafa í þessu sam­hengi kynnt heild­stæða áætl­un sem miðar að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar. Aðgerðirn­ar snerta ólík­ar hliðar þjóðlífs­ins en mark­mið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Ný­verið náðist sá ánægju­legi áfangi að Alþingi samþykkti sam­hljóða þings­álykt­un­ar­til­lögu mína um efl­ingu ís­lensku sem op­in­bers máls á Íslandi. Meg­in­inn­tak henn­ar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menn­ingu, tækniþróun, ný­sköp­un, at­vinnu­líf og stjórn­sýslu.<br /> <br /> <strong>Mik­il­vægi kenn­ar­ans</strong><br /> Kenn­ar­ar og skóla­fólk eru lyk­ilaðilar í því að vekja áhuga nem­enda á ís­lensku máli en slík­ur áhugi er for­senda þess að ís­lensk­an þró­ist og dafni til framtíðar. Auk­in­held­ur er kenn­ara­starfið mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins, því það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Ef við ætl­um okk­ur að vera í fremstu röð meðal þjóða heims verðum við að styrkja mennta­kerfið og efla alla um­gjörð í kring­um kenn­ara á öll­um skóla­stig­um. Mik­il­vægt er að stuðla að viður­kenn­ingu á störf­um kenn­ara, efla fag­legt sjálf­stæði og leggja áherslu á skólaþróun. Íslensk stjórn­völd hafa í sam­vinnu við fag­fé­lög kenn­ara, at­vinnu­líf, há­skóla og sveit­ar­fé­lög ýtt úr vör fjölþætt­um aðgerðum til þess að auka nýliðun í kenn­ara­stétt­inni. Skemmst er frá því að segja að veru­leg­ur ár­ang­ur er þegar far­inn að skila sér af þeim aðgerðum en um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur fjölgað um­tals­vert í há­skól­um lands­ins. Kenn­ar­ar eru lyk­ilfólk í mót­un framtíðar­inn­ar og munu leggja grunn­inn að áfram­hald­andi fram­sókn ís­lensks sam­fé­lags um ókomna tíð – en öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði, því að mennt­un­in set­ur alla und­ir sömu áhrif og veit­ir þeim aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar.<br /> <br /> <strong>Sendi­herr­ar um all­an heim</strong><br /> Sem frjálst og full­valda ríki eig­um við að halda áfram að rækta góð sam­skipti við aðrar þjóðir og skapa tæki­færi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki til þess að reyna fyr­ir sér á er­lendri grundu. Þar gegn­ir mennta­kerfið mik­il­vægu hlut­verki en fjöl­marg­ir ís­lensk­ir náms­menn fara er­lend­is til þess að sækja sér þekk­ingu og að sama skapi kem­ur fjöld­inn all­ur af er­lend­um náms­mönn­um hingað til lands í sömu er­inda­gjörðum. Náms­menn verða á sinn hátt sendi­herr­ar þeirra ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvöl­in sé ekki löng geta tengsl­in varað alla ævi. Dæm­in sanna að náms­dvöl er­lend­is verður oft kveikja að mun dýpri og lengri sam­skipt­um og það bygg­ir brýr milli fólks og landa sem ann­ars hefðu aldrei orðið til. Við sem þjóð búum að slík­um tengsl­um því með þeim ferðast þekk­ing, skiln­ing­ur, saga, menn­ing og tungu­mál.<br /> <br /> <strong>Gagn­rýn­in hugs­un og frelsi</strong><br /> Sam­hliða öðrum sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­um stönd­um við sí­fellt frammi fyr­ir nýj­um og krefj­andi áskor­un­um. Meðal þeirra helstu er gott læsi á upp­lýs­ing­ar og gagn­rýn­in hugs­un til að greina rétt frá röngu. Við get­um horft til af­mæl­is­barns dags­ins, Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í því sam­hengi. Hann hafði djúp­stæð áhrif á Íslands­sög­una sem fræði- og stjórn­mála­maður, og fræðistörf­in mótuðu um margt orðræðu hans á vett­vangi stjórn­mál­anna. Hann var óhrædd­ur við að vera á önd­verðri skoðun en sam­tíma­menn sín­ir, hann beitti gagn­rýnni hugs­un, rök­um og staðreynd­um, í sín­um mik­il­væga mál­flutn­ingi. Það var raun­sær hug­sjónamaður sem kom okk­ur á braut sjálf­stæðis. Gagn­rýn­in hugs­un er að mínu mati það sem einna helst mun stuðla að já­kvæðri þróun þess­ara tveggja lyk­ilþátta; lýðræðis­ins og tungu­máls­ins. Það sem helst vinn­ur gegn þeim eru áhuga- og af­skipta­leysi. Virk þátt­taka og rýni til gagns skila okk­ur mest­um ár­angri, hvort sem verk­efn­in eru lít­il eða risa­vax­in. Þjóðir sem ann­ast sín eig­in mál­efni sjálf­ar eru frjáls­ar og þeim vegn­ar bet­ur.<br /> <br /> <strong>Fögn­um sam­an</strong><br /> Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga í sögu þjóðar­inn­ar er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Það er okk­ar og kom­andi kyn­slóða að halda áfram á þeim grunni og byggja upp gott, skap­andi, fjöl­breytt og ör­uggt sam­fé­lag þar sem all­ir geta fundið sína fjöl. Hafa skal í huga að í sögu­legu sam­hengi, þá er lýðveldið okk­ar ungt að árum og við þurf­um að hlúa stöðugt að því til þess að efla það. Okk­ur ber skylda til að afla okk­ur þekk­ing­ar um mál­efni líðandi stund­ar til að styrkja lýðræðið. Ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með 75 ára af­mæli lýðveld­is­ins Íslands og ég vona að sem flest­ir gefi sér tæki­færi til þess að taka þátt í viðburðum sem skipu­lagðir eru víða um land af þessu hátíðlega til­efni.
18. júní 2019Blá ör til hægri75 ára afmæli lýðveldisins<p><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 17. júní 2019.</span><br /> <br /> Við minnumst 75 ára afmælis íslenska lýðveldisins í dag. Þegar við hugsum til þess sem helst hefur mótað lýðveldið okkar og það sem skilgreinir okkur sem þjóð er ljóst að menningin, tungumálið og bókmenntirnar eru í lykilhlutverki. Í sjálfstæðisbaráttunni var þjóðtungan ein helsta röksemd þess að Íslendingar væru sérstök þjóð og sjálfstæðiskröfur okkar réttmætar. Tungumálið er þannig lykillinn að sjálfsmynd okkar og líkt og lýðræðið stendur íslenskan á ákveðnum tímamótum. Hvorugt ættum við að álíta sjálfsagðan hlut, hvorki þá né í dag.</p> <p>Við getum horft til afmælisbarns dagsins, Jóns Sigurðssonar forseta, í því samhengi. Hann hafði djúpstæð áhrif á Íslandssöguna sem fræði- og stjórnmálamaður, og fræðistörfin mótuðu um margt orðræðuhans á vettvangi stjórnmálanna. Hann var óhræddur við að vera á öndverðri skoðun en samtímamenn sínir, hann beitti gagnrýninni hugsun – rökum og<br /> staðreyndum, í sínum mikilvæga málflutningi. Það var raunsær hugsjónamaður sem kom okkur á braut sjálfstæðis. Gagnrýnin hugsun er að mínu mati það<br /> sem einna helst mun stuðla að jákvæðri þróun þessara tveggja lykilþátta; lýðræðisins og tungumálsins.</p> <p>Lýðræðið gerir okkur að frjálsum borgurum og veitir okkur tækifæri til virkrar þátttöku í mótun samfélagsins. Að sama skapi hvílir á okkur mikil ábyrgð vegna þessa og það er skylda okkar að afla þekkingar á málefnum líðandi stundar til styrkja lýðræðið. Það sem helst vinnur gegn framförum hvers samfélags er áhuga- og afskiptaleysi. Virk þátttaka og rýni til gagns skila okkur mestum árangri, hvort sem verkefnin eru lítil eða risavaxin.<br /> <br /> Sú staðreynd að við getum fjölmennt á samkomur víða um land til þess að fagna þessum merka áfanga í sögu þjóðarinnar er ekki sjálfgefin. Sú elja og þrautseigja sem forfeður okkar sýndu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar lagði grunninn að þeim stað sem við erum á í dag. Það er okkar og komandi kynslóða að halda áfram á þeim grunni. Ég óska okkur öllum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins Íslands.</p>
08. júní 2019Blá ör til hægriÁfram íslenska<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 8. júní 2019.</span><br /> <br /> Þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi var samþykkt með 56 samhljóða atkvæðum á Alþingi í gær. Það er sérlega gleðilegt að finna þann meðbyr sem er með tillögunni bæði á þinginu og úti í samfélaginu. Það er pólitísk samstaða um að leggja í vegferð til að vekja sem flesta til vitundar um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala íslensku í þessu landi. Við eigum að nota okkar litríka og lifandi tungumál til allra hluta, hvort sem er í starfi eða leik.<br /> <br /> <strong>Tungumál sem þróast</strong><br /> Við eigum ekki að vera feimin við íslenskuna, hún er okkar. Hún hefur þjónað Íslendingum í nær 1150 ár og hún hefur þraukað allan þennan tíma einmitt af því hún hefur óspart verið notuð. Þannig hefur hún þróast en ekki staðnað. Hún á ekki heima á safni, hún er tæki sem við eigum að nota alla daga, allan daginn til hvers kyns samskipta. Við eigum að skapa, skrifa, lesa og syngja á henni – og kannski það sem er mikilvægast: við eigum að leika okkur með hana.<br /> <br /> <strong>Íslenska á öllum sviðum</strong><br /> Meginmarkmið þingsályktunarinnar sem nú hefur verið samþykkt, eru þau að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Í ályktuninni eru tilteknar 22 aðgerðir til að ná þessum markmiðum. Þær ná til skólanna, inn á heimilin, inn í snjalltækin, til allra listgreina, út í atvinnulífið, inn í stjórnsýsluna, til ferðaþjónustunnar, inn í fjölmiðlana, til bókaútgáfunnar, inn á bókasöfnin, inn í tölvuheiminn og út á göturnar. Við viljum ná til allra, hvar sem þeir eru.<br /> <br /> <strong>Fjölþættar aðgerðir</strong><br /> Nokkrum aðgerðum hefur þegar verið ýtt úr vör og má þar nefna stuðning við útgáfu bóka á íslensku en með því að endurgreiða allt að fjórðung beins kostnaðar vegna útgáfunnar er myndarlega stutt við aukið framboð á íslensku efni. Þá hefur verið settur á laggirnar nýr sjóður til að styrkja sérstaklega útgáfu barna- og ungmennabóka á íslensku en óumdeilt er að sárlega vantar meira framboð af bókum sem hæfa yngri lesendum. Nýlega var úthlutað í fyrsta sinn úr þessum sjóði til 20 verkefna. Þetta eru bækur af ólíkum toga og fyrir ýmsan aldur. Sjóðurinn sjálfur fékk nafnið Auður sem þótti vel hæfa, enda er honum ætlað að minna á raunverulegan fjársjóð þjóðarinnar, bókmenntirnar. Þjóðarsáttmáli um læsi er enn í fullu gildi og verður fram haldið af þunga. Aukin áhersla verður lögð á fræðslu til foreldra og uppalenda ungra barna um mikilvægi þess að leggja grunn að málþroska og læsi barna strax í bernsku. Þegar er búið að leggja upp með áætlun um að auka nýliðun í kennarastétt m.a. með launuðu starfsnámi og námsstyrkjum í starfstengdri leiðsögn. Fleiri tillögur sem snerta kennaranám og starfsþróun kennara eru í burðarliðnum. Þá liggja fyrir tillögur um stuðning við einkarekna fjölmiðla um miðlun efnis á íslensku. Við ætlum einnig að huga sérstaklega að þeim sístækkandi hópi sem lærir íslensku sem annað mál, bæði skólabörnum og fullorðnum innflytjendum og finna leiðir til að auðvelda þeim að ná tökum á tungumálinu. Þá leggjum við mikla áherslu á notkun íslensku í hinum skapandi greinum. Íslenskan er listræn, sama í hvaða formi listin birtist.<br /> <br /> <strong>Altalandi snjalltæki</strong><br /> Til að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsingavinnslu sem byggist á tölvu- og fjarskiptatækni er nú unnið eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. Í því felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til þess að brúa bil milli talmáls og búnaðar, svo sem talgreini, talgervil, þýðingarvél og málrýni/leiðréttingarforrit. Það fylgir því nokkur fyrirhöfn að tilheyra fámennri þjóð sem talar sitt eigið tungumál en við ætlum ekki að verða eftirbátar annarra sem geta notað sitt mál í samskiptum við tölvur og snjalltæki framtíðarinnar. Sjálfseignarstofnunin Almannarómur hefur verið fengin til að halda utan um þetta risavaxna verkefni sem þegar er farið af stað og er fullfjármagnað.<br /> <br /> <strong>Allir leggja sitt af mörkum</strong><br /> Ég þakka þær fjölmörgu ábendingar sem borist hafa við þingsályktunartillöguna í ferli hennar í þinginu, þær gagnlegu umsagnir sem bárust og þá góðu umfjöllun sem málið fékk fengið í allsherjar- og menntamálanefnd. Við höfum hafið ákveðna vegferð og þær aðgerðir sem lagðar eru til snerta velflest svið þjóðfélagsins. Í þessu mikilvæga máli þurfa allir að leggja sitt af mörkum: stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök – og við öll. Við getum, hvert og eitt okkar, tekið þátt í að þróa tungumálið okkar, móta það og nýta á skapandi hátt. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að íslenskan dafni og þróist svo hún megi áfram þjóna okkur og gleðja alla daga.
04. júní 2019Blá ör til hægriSamvinnuverkefni<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 4. júní 2019.</span><br /> <br /> Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar.<br /> <br /> Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðsluaðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofnaður starfshópur um málið innan ráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skólastigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþróttastarfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a. með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu.<br /> <br /> Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumálastofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið.<br /> <br /> Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horfum við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er samvinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður.
03. júní 2019Blá ör til hægriVor í menntamálum - uppskeran í hús<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2019.</span><br /> <br /> Nú er tilhlökkun í loftinu. Tími skólaslita og útskrifta hjá yngri kynslóðinni, skólaveturinn að baki og allt sumarið framundan. Þessi uppskerutími er öllum dýrmætur, ekki síst kennurum sem nú horfa stoltir á árangur sinna starfa. Ég hvet nemendur og foreldra til þess að horfa stoltir til baka á kennarana sína og íhuga hlutdeild þeirra og hlutverk í þeirri vegferð sem menntun er. Menntun er samvinnuverkefni og kennarar eru mikilvægir áhrifavaldar í lífi nemenda sinna. Kennarar eru líka hreyfiafl okkar til góðra verka og framfara í íslensku menntakerfi en starf og árangur kennara byggir á sjálfstæði þeirra og fagmennsku, næmni fyrir einstaklingnum og þeim ólíku leiðum sem henta hverjum nemenda til að byggja upp hæfni sína.<br /> <br /> Það eru virkilega ánægjulegar fréttir að umsóknum í kennaranám hefur fjölgað verulega. Þannig fjölgaði umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og umsóknum í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um 122% frá síðasta ári. Þetta eru að mínu mati góðar vísbendingar um að við séum á réttri leið. Kennarastarfið er enda spennandi kostur sem býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika og mikið starfsöryggi.<br /> <br /> Fyrr í vor kynntum við aðgerðir sem miða að fjölgun kennara en í þeim felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk sem nemur alls 800.000 kr. til að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi. Enn fremur eru veittir styrkir til að fjölga kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn sem m.a. taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa í skólum. Umsóknum um slíkt nám hefur fjölgað um 100% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands.<br /> <br /> Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum. Það er eftirtektarverð gróska í íslenskum skólum þessi misserin og mikil og þörf umræða um skólastarf og hlutverk þess til framtíðar. Ég fagna því um leið og ég óska kennurum, nemendum og öðru skólafólki gleðilegs sumars.<br /> <br /> <br /> <br />
27. maí 2019Blá ör til hægriSameinað Alþingi<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 27. maí 2019.</span><br /> <br /> Staða innflytjenda í menntakerfinu var nýverið til umræðu á Alþingi og var málshefjandi umræðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Umræðurnar snerust mikið til um stöðu barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Rannsóknir benda til þess að ein helsta áskorun íslensks menntakerfis sé staða slíkra nemenda en hlúa þarf mun betur að námsframvindu þeirra. Niðurstöður alþjóðlegu menntakönnunarinnar PISA staðfesta mikilvægi þess, skólasókn innflytjenda í framhaldsskóla er minni en annarra nemenda og vísbendingar eru um að brottfall sé algengara meðal þeirra og aðsókn í háskóla minni.<br /> <br /> Áskoranir þessara nemenda eru margþættar en tungumálið er óneitanlega sú stærsta. Stjórnvöld leggja nú sérstaka áherslu á að efla íslenskuna á sem flestum sviðum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis og inniheldur hún heildstæða aðgerðaáætlun í 22 liðum. Í henni er meðal annars lagt til að þeir sem búsettir eru á Íslandi og hafa annað móðurmál en íslensku, börn jafnt sem fullorðnir, fái viðeigandi og jafngild tækifæri til íslenskunáms og stuðning í samræmi við þarfir sínar. Að auki hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum ungra barna, fer fyrir. Sá hópur mun móta heildarstefnu í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Einnig höfum við þegar gripið til beinna aðgerða til að bæta þjónustu með því að þrefalda framlög til sérstakrar íslenskukennslu.<br /> <br /> Það sem var ánægjulegast við þessa sérstöku um­ræðu í þinginu var sá einhugur sem ríkir um að gera betur í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Sú þverpólitíska samstaða um að gera betur í þessum efnum er dýrmæt og þótti mér vænt um að heyra innlegg þeirra þingmanna, úr öllum flokkum, sem lögðu sitt af mörkum til hennar. Þingmenn eru tilbúnir í þessa vegferð og vilja bæta þá þjónustu sem við veitum börnunum okkar. Við erum opið og framsækið samfélag sem vill nýta hæfileika allra þeirra sem búa hér. Í sameiningu og samvinnu munum við vinna að umbótum á menntakerfinu, til heilla fyrir samfélagið allt.<br /> <br />
24. maí 2019Blá ör til hægriStóraukin aðsókn í kennaranám<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2019.</span><br /> <br /> Nú berast þær góðu fréttir að umsóknum fjölgi mjög um kennaranám í háskólum hér á landi. Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands fjölgar um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þá hefur fjöldi umsókna í listkennsludeild Listaháskóla Íslands aukist um 122% frá síðasta ári, ekki síst vegna tilkomu nýrrar námsleiðar við deildina fyrir nemendur sem hafa grunngráðu í öðru en listum en vilja bæta við sig meistaranámi í kennslufræðum.<br /> <br /> Þetta er virkilega ánægjulegt og að mínu mati enn betri vísbendingar um að við séum á réttri leið en í fyrra fjölgaði umsóknum um kennaranám verulega, bæði í Háskólanum á Akureyri, þar sem aukningin er 53% í grunnnám í kennaradeild, og við Háskóla Íslands, þar sem umsóknum um grunnskólakennaranám fjölgaði um 6% og leikskólakennaranám um 60%. Kennarastarfið er enda spennandi kostur sem býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika og mikið starfsöryggi. Það er eftirtektarverð gróska í íslenskum skólum þessi misserin og ég finn sjálf fyrir miklum meðbyr með menntamálum og umræðunni um íslenskt skólastarf til framtíðar.<br /> <br /> Í vor kynntum við aðgerðir sem miða að því að fjölga kennurum en í þeim felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk sem nemur alls 800.000 kr. til að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir enn fremur styrki til að fjölga kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn sem m.a. taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa í skólum. Umsóknum um slíkt nám hefur fjölgað um 100% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands.<br /> <br /> Fyrr á árinu mælti ég fyrir kennarafrumvarpinu sem snýr að menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Frumvarpið er í meðförum þingsins en samþykkt þess mun leiða til meiri sveigjanleika, flæðis kennara milli skólastiga og að gæði menntunar og fjölbreytileiki hennar aukist. Einnig er breytingunum ætlað að stuðla að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og faglegu sjálfstæði þeirra ásamt því að styðja við nýliðun í kennarastétt.<br /> <br /> Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum sem með sínum störfum leggja grunn að annarri fagmennsku í samfélaginu. Til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar þurfum við fjölhæfa og drífandi kennara. Það er sérlega ánægjulegt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vettvangi og taka þannig mikilvægan þátt í mótun framtíðarinnar.
24. maí 2019Blá ör til hægriVöxtur í alþjóðlegu menntasamstarfi<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 18. maí 2019.</span><br /> <br /> Íslendingar hafa í gegnum aldirnar verið víðförlir, sótt sér menntun og leitað sóknarfæra víða. Dæmi um íslenska mennta- og listamenn sem öfluðu sér þekkingar erlendis eru Snorri Sturluson sem á 13. öld fór til Noregs og Svíþjóðar, Einar Jónsson myndhöggvari sem á 19. og 20. öldinni dvaldi í Kaupmannahöfn, Róm, Berlín og Ameríku og Gerður Helgadóttir, einnig myndhöggvari, sem nam við skóla í Flórens og París.<br /> Það er jákvætt hversu margir velja að læra erlendis. Við eigum að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar sem víðast og skapa því viðeigandi umgjörð sem gerir því það kleift. Í störfum mínum sem mennta- og menningarmálaráðherra legg ég mikla áherslu á að styrkja íslenskt menntakerfi, til dæmis með því að bæta starfsumhverfi kennara, en ekki síður að við horfum út í heim og ræktum góð samskipti við aðrar þjóðir á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála. Undanfarið hafa náðst ánægjulegir áfangar á þeirri vegferð sem fjölga tækifærum okkar erlendis.<br /> <br /> <strong>Merkur áfangi í samskiptum við Kína</strong><br /> Í vikunni var í fyrsta sinn skrifað undir samning við Kína um aukið samstarf í menntamálum. Samningurinn markar tímamót fyrir bæði íslenska og kínverska námsmenn en hann stuðlar að gagnkvæmri viðurkenningu á námi milli landanna og eykur samstarf á háskólastiginu. Kína hefur gert hliðstæða samninga við rúmlega 50 önnur ríki, þar á meðal við hin norrænu löndin. Rúmlega 30 kínverskir námsmenn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslendingar stunda nám í Kína á ári hverju en íslenskir háskólar eiga þegar í margvíslegu samstarfi við kínverska háskóla.<br /> <br /> Vægi utanríkisviðskipta í landsframleiðslu á Íslandi er umtalsvert, eins og hjá öðrum litlum opnum hagkerfum. Greiður aðgangur að erlendum mörkuðum er lykilatriði hvað varðar hagsæld og efnahagslegt öryggi til frambúðar. Mikilvægi Kína sem framtíðarvaxtarmarkaðar í þessu samhengi er verulegt. Margvísleg tækifæri felast í samskiptum við Kína og viðskipti milli landanna hafa aukist undanfarin ár. Þjónustuútflutningur til Kína hefur aukist um 201% en heildarþjónustuútflutningur Íslands um 46% frá árinu 2013. Ljóst er að fjölmörg tækifæri eru í samstarfi ríkjanna hvað varðar menntun, viðskipti, rannsóknir og nýsköpun.<br /> <br /> <strong>Vísinda- og rannsóknasamstarf við Japan</strong><br /> Vilji er til þess að efla tengsl Íslands og Japans á sviði mennta- og vísindamála og var ákveðið á fund okkar Masahiko Shibayama, menntamálaráðherra Japans, nýverið að hefja vinnu við gerð rammasamkomulags um rannsókna- og vísindasamstarf íslenskra og japanskra háskóla. Að auki hafa löndin ákveðið að halda sameiginlega ráðherrafund vísindamálaráðherra um málefni norðurslóða árið 2020. Þess má geta að japanska er næstvinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er í Háskóla Íslands en japönskudeildin hefur verið starfrækt síðan árið 2003. Einnig er mikill áhugi á menningu og sögu Japans við Háskóla Íslands.<br /> <br /> Viðskipti við Japan hafa verið nokkuð stöðug en mikill áhugi er á vörum frá Íslandi. Þar má nefna sjávarútvegsafurðir, lambakjöt og snyrtivörur. Ljóst er að japanska hagkerfið er öflugt með stóran heimamarkað, sem hægt er að efla enn frekar á komandi árum.<br /> <br /> <strong>Horft til Suður-Kóreu</strong><br /> Ísland og Suður-Kórea munu auka samstarf sitt í mennta-, vísinda- og þróunarmálum í framhaldi af fundi mínum með Kim Sang-Kon, menntamálaráðherra og varaforsætisráðherra Suður-Kóreu, árið 2018. Afrakstur þess fundar er í farvatninu en vinna við formlegt samkomulag milli ríkjanna um samvinnu í menntamálum er á lokametrunum. Mun það meðal annars ná til kennaramenntunar og tungumálanáms ásamt því að löndin hvetji til frekari nemendaskipta og samvinnu milli háskóla. Suður-Kórea hefur getið sér gott orð fyrir þróttmikið og öflugt menntakerfi og hagkerfi landsins er eitt það þróaðasta í heimi.<br /> <br /> <strong>Aukum samstarf við Breta</strong><br /> Við leggjum áherslu á að efla samstarf við Bretland á sviði mennta- og vísindamála óháð niðurstöðu Brexit. Á fundi með Chris Skidmore, ráðherra háskóla-, nýsköpunar- og vísindamála Bretlands, nýverið ræddi ég möguleika á lækkun skólagjalda fyrir íslenska námsmenn í Bretlandi. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að jafnræði ríki meðal landa á evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að skólagjöldum í breska háskóla eftir Brexit. Þetta myndi þýða mögulega lækkun á skólagjöldum fyrir íslenska námsmenn við breska háskóla en sem stendur greiða íslenskir nemendur hærri skólagjöld við breska háskóla en námsmenn frá ríkjum Evrópusambandsins. Slíkt væri til þess fallið að auka tengsl landanna enn frekar og skapa frekari hvata fyrir íslenska námsmenn til að líta til Bretlands.<br /> <br /> <br /> <strong>Jákvæð áhrif</strong><br /> Íslenska menntakerfið á í umfangsmiklu samstarfi við fjölmörg ríki í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og víðar. Okkur miðar vel áfram í að auka alþjóðlegt menntasamstarf og eru framangreind dæmi um aukið samstarf við ein stærstu hagkerfi veraldar gott dæmi um slíkt. Ég er sannfærð um að ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag verði verulegur og muni hafa jákvæð áhrif á lífskjör Íslands til framtíðar.<br />
24. maí 2019Blá ör til hægriMikilvægir sendiherrar alla ævi<span><span style="box-sizing: border-box; font-family: 'Fira Sans'; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 15. maí 2019.</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Í ferð minni til Kína í vikunni var skrifað undir samning sem markar tímamót fyrir íslenska og kínverska námsmenn. Gildistaka hans felur í sér gagnkvæma viðurkenningu háskólanáms milli landanna og mun auðvelda til muna nemendaskipti milli íslenskra og kínverskra háskóla. Á fundi þar ræddi ég við samstarfsráðherra minn, Chen Baosheng menntamálaráðherra Kína, um mikilvægi menntasamstarfs landanna og þau sóknarfæri sem í þeim felast. <br /> <br /> Íslenskt menntakerfi hefur margt fram að færa fyrir erlenda námsmenn sem sýnir sig meðal annars í fjölgun umsókna þeirra í íslenska háskóla. Rúmlega 30 kínverskir námsmenn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslendingar stunda nám í Kína á ári hverju. Íslenskir háskólar eiga þegar í margvíslegu samstarfi við kínverska háskóla og hefur Háskóli Íslands meðal annars gert samstarfssamninga um nemendaskipti við fimmtán háskóla í Kína. Kína hefur gert hliðstæða samninga um viðurkenningu prófgráða við rúmlega 50 önnur ríki, þar á meðal við hin Norðurlöndin og hafa þeir stuðlað að auknu aðgengi og flæði milli háskólastofnana þeirra. Fyrir fámenna þjóð er aðgengi að námi og viðurkenning á því sérstaklega mikilvægt. Námsframboð hér á landi er fjölbreytt en fyrir þau sem hyggjast ganga menntaveginn er heimurinn allur undir. Því er meðal annars að þakka að námsgráður hafa auknum mæli verið staðlaðar og samræmdrar milli landa.<br /> <br /> Skiptinemar verða á sinn hátt sendiherrar þeirra ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvölin sé ekki löng geta tengslin varað alla ævi. Dæmin sanna að skiptinám verður oft kveikja að mun dýpri og lengri samskiptum og það byggir brýr milli fólks og landa sem annars hefðu aldrei orðið til. Við sem þjóð búum að slíkum tengslum því með þeim ferðast þekking, skilningur og saga. Á því er síðan hægt að byggja fleira og stærra. Ég bind vonir við að gagnkvæm viðurkenning háskólanáms hvetji nemendur, bæði hér heima og í Kína, til að skoða þá kosti sem bjóðast í háskólum landanna. Það hafa orðið gríðarleg umskipti í kínversku samfélagi á undanförnum áratugum og þau hafa skapað fjöldamörg tækifæri fyrir aukna samvinnu.<br />
06. maí 2019Blá ör til hægriNý íþróttastefna til ársins 2030<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 30. apríl 2019.</span><br /> <br /> Íþróttir eru samofnar sögu okkar og höfum við Íslendingar byggt upp umgjörð um íþróttastarf sem er öðrum þjóðum fyrirmynd. Á sama tíma hefur íslenskt íþróttafólk náð góðum árangri í ýmsum greinum. Á vettvangi íþróttanna fer fram eitt öflugasta forvarnarstarf sem völ er á og rannsóknir sýna skýr tengsl á milli góðs námsárangurs og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Í vikunni sem leið kynnti ég nýja íþróttastefnu til ársins 2030. Hún var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins með aðkomu ýmissa annarra hagsmunaaðila.<br /> <br /> <strong>Öryggi, aðgengi og fagmennska</strong><br /> <br /> Með nýrri íþróttastefnu skilgreinum við þau forgangsverkefni sem við viljum vinna að næstu árin og þar horfum við einkum til þriggja þátta. Í fyrsta lagi að umhverfi íþróttanna sé öruggt fyrir iðkendur og starfsfólk. Í öðru lagi tryggja gott aðgengi fyrir iðkendur óháð uppruna þeirra og aðstæðum og í þriðja lagi að styrkja faglega umgjörð íþróttastarfs í landinu. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi verða áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda en að auki leggjum við nú sérstaka áhersla á þátttöku ungmenna með annað móðurmál en íslensku, jafnrétti og nánara samstarf innan íþróttahreyfingarinnar.<br /> <br /> Í stefnunni er fjallað um skipulag og starfsemi íþróttahreyfingarinnar og þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á undanförnum árum. Fram kemur að mikilvægt sé að hlutverk og skipulag starfseininga í íþróttastarfi sé metið reglulega og að endurskoða megi verkefni, fjölda og skipulag íþróttahéraða landsins. Þá sé brýnt að auka samvinnu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands til að einfalda, styrkja og samræma verkefni þeirra með það að markmiði að efla íþróttastarf í landinu.<br /> <br /> <strong>Framlög hafa aukist</strong><br /> <br /> Framlög ríkisins til íþróttamála hafa nær þrefaldast á síðustu níu árum en á þessu ári veitir ríkið rúmlega 967 milljónum kr. til samninga og styrkja vegna íþróttamála. Þar munar mest um aukin framlög til Afrekssjóðs og Ferðasjóðs íþróttafélaganna. Framlög til Afrekssjóðs hafa fjórfaldast frá árinu 2016 og umtalsverð hækkun hefur einnig orðið til Ferðasjóðs, úr 57 milljónum kr. árið 2010 í 130 milljónir kr. sl. þrjú ár. Ríkið veitir samkvæmt fjárlögum 2019 alls um 1,2 milljörðum kr. til íþrótta- og æskulýðsmála. <br /> <br /> <strong>Traustur grunnur</strong><br /> <br /> Um helgina fór fram 74. Íþróttaþing ÍSÍ þar sem fulltrúar íþróttahreyfingarinnar mættu til að stilla saman strengi sína. Þar var ánægjulegt að finna þann kraft sem einkennir starf innan hreyfingarinnar. Grunnur íþróttastarfs í landinu er traustur og aðstaða til íþróttaiðkunar almennt góð. Það er kappsmál okkar allra að halda áfram á þeirri braut og gera gott starf enn betra.<br />
30. apríl 2019Blá ör til hægriBetri kjör fyrir íslenska námsmenn í Bretlandi<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 30. apríl 2019.</span><br /> <br /> Öflugt alþjóðlegt samstarf á sviði mennta- og vísindamála er afar mikilvægt. Besta leiðin til þess að stuðla að auknum framförum og uppbyggingu er með menntun og áreiðanlegum upplýsingum. Fyrir okkur, sem og aðrar þjóðir, er brýnt að þekking fái að ferðast og hafa áhrif til góðs.<br /> <br /> Á fundi mínum með Chris Skidmore, ráðherra háskóla-, nýsköpunar- og vísindamála í Bretlandi ræddum við meðal annars farsæl samskipti landanna á sviði mennta- og rannsókna, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ísland og Bretland eiga náið samstarf á sviði mennta- og vísindamála en síðan 2014 hafa rúmlega 2.000 nemendur í ríkjunum farið í nemenda- og starfsmannaskipti í gegnum Erasmus+ áætlunina. Þá er Bretland eitt helsta samstarfsland Íslands á vísindasviðinu í Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.<br /> <br /> Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að jafnræði ríki meðal landa á evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að skólagjöldum í breska háskóla eftir Brexit. Þetta myndi þýða mögulega lækkun á skólagjöldum fyrir íslenska námsmenn við breska háskóla en sem stendur greiða íslenskir nemendur hærri skólagjöld við breska háskóla en námsmenn frá ríkjum Evrópusambandsins.<br /> <br /> Það er vilji beggja landa að efla samstarf á sviði mennta- og vísindamála, óháð Brexit. Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og eitt helsta samstarfsland okkar í nemendaskiptum. Ég tel að hægt sé að gera enn betur þar og því lagði ég áherslu á að ræða sérstaklega lækkun skólagjalda fyrir íslenska námsmenn í breskum háskólum. Slíkt getur fjölgað íslenskum nemendum sem velja að læra í Bretlandi og eflt samband ríkjanna enn frekar.
29. apríl 2019Blá ör til hægriUppbygging skólastarfs á Suðurnesjum<span style="box-sizing: border-box; font-family: 'Fira Sans'; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl 2019.</span><br /> <br /> Húsnæði Fjölbrautarskóla Suðurnesja verður stækkað en skrifað var undir samning þess efnis af fulltrúum sveitarfélaga í vikunni. Viðbyggingin mun hýsa félagsrými nemenda og stórbæta aðstöðu þeirra. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla framhaldsskólastigið í landinu en framlög til þess í ár nema um 35 milljörðum króna en til samanburðar námu þau um 30 milljörðum árið 2017. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er gert ráð fyrir að þessi hækkun haldi sér. Við viljum að nemendur um allt land eigi greitt aðgengi að fjölbreyttri og framúrskarandi menntun og námsaðstöðu þar sem hver og einn getur fundið nám við sitt hæfi. <br /> <br /> <strong>Stöðug framþróun skólastarfs</strong><br /> Fjölbrautarskólinn á Suðurnesjum hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá stofnun árið 1976, en hann var annar fjölbrautaskólinn sem byggður var hér á landi. Nemendur við skólann eru rúmlega 830, á starfs-, bók- og verknámsbrautum. Mikið framboð er af öflugum og fjölbreytilegum námsleiðum og mikilvægt fyrir hvert byggðalag að þar sé öflugt skólastarf. Það hefur verið mikil þörf á uppbyggingu við Fjölbrautarskólann. Á þessu svæði hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum og það er mikilvægt að skólasamfélagið geti tekið við þeim sem vilja stunda nám og boðið upp á góða aðstöðu. Því er afar ánægjulegt að hægt sé að bæta nemendaaðstöðuna en hún er hjartað í hverjum skóla.<br /> <br /> <strong>Tækifærin eru til staðar</strong><br /> Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Fjórða iðnbyltingin er hafin og hún felur í sér sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum atvinnulífs og samfélags. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki aðeins ánægju nemenda heldur bætir einnig námsframvindu. Námsframboð á framhaldsskólastiginu er fjölbreytt og sérstaklega í starfs- og tækninámi. Þau tækifæri sem bjóðast að námi loknu eru bæði mörg og spennandi enda mikil eftirspurn eftir slíkri menntun í atvinnulífinu. Ég hvet alla þá sem huga á nám í framhaldsskóla að kynna sér vel nám og störf í iðn- og tæknigreinum því margbreytileiki þeirra mun án efa koma flestum á óvart. Það er ljóst að framtíðin er full af tækifærum.
29. apríl 2019Blá ör til hægri„Dáið er allt án drauma“<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 25. apríl 2019.</span><br /> <br /> Á dögunum var opnuð eftirtektarverð sýning í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni þar sem þess er minnst að nú eru 100 ár liðin frá útkomu fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar. Yfirskrift sýningarinnar er „Að vera kjur eða fara burt?“ en höfundurinn ungi valdi að kljást við þá eilífðarspurningu í æskuverki sínu en samband Íslands við umheiminn er eitt helsta viðfangsefni sögunnar. <br /> <br /> Ég hvet fólk til þess að kynna sér þessa sýningu því hún er forvitnilegur aldaspegill, þar er leitast við að fanga tíðaranda og sögulegt samhengi, menningarlífið, bæjarbraginn og bakgrunn höfundarins sem þó var vart af barnsaldri árið 1919. Íslenskt samfélag var í örri mótun og þegar við hugsum til þess í dag hverjir það voru helst sem skilgreindu okkar samfélag áratugina á eftir þá leitar hugurinn ekki síst til skálda og listamanna. <br /> <br /> <strong>Stórhuga menn</strong><br /> Í bók sinni Skáldalífi skrifar Halldór Guðmundsson um starfsbræður Halldórs Laxness, heimsmanninn Gunnar Gunnarsson og heimalninginn Þórberg Þórðarson – tvo aðra bændasyni sem dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og framtíð þjóðar. Það hefur sitthvað verið skrifað, rýnt og rannsakað um verk og lífshlaup þessara þriggja og þeir á köflum skilgreindir út frá því sem aðgreindi þá og sameinaði. Mér finnst einkar athyglisvert að hugsa til þess hvers konar samfélag mótaði þessa menn, hvað nærði metnað þeirra, sköpunarþrá og hugsjónir á sínum tíma. <br /> <br /> <strong>Raddir unga fólksins</strong><br /> Bernskuverk Halldórs Laxness bar með sér fyrirheit og verkinu var tekið með nokkurri eftirvæntingu þó ekki væri allir jafn hrifnir. Saga þessa verks er að mínu mati góð áminning þess fyrir okkur öll að huga vel að bernskuverkum. Að fagna þeim og hlusta á raddir unga fólksins okkar. Þó hinn sautján ára Halldór Guðjónsson hafi verið fremur óvenjulegur ungur maður, og kominn til meiri þroska en flestir jafnaldrar hans þá og ekki síður nú, þá var hann ungmenni með erindi við heiminn. Það varð gæfa landsmanna og lesenda um allan heim að höfundurinn auðgaði með verkum sínum íslenskar bókmenntir og þar með bókmenntir heimsins með stílsnilli, hugviti og innsýn, og gerir enn. <br /> <br /> <strong>Alþjóðleg verðlaun</strong><br /> Í dag er haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness í Veröld, húsi Vigdísar. Dagskráin er liður í Bókmenntahátíð í Reykjavík sem hófst í gær en á þinginu verður tilkynnt um hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Verðlaunin verða veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa auk forsætisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið.<br />
15. apríl 2019Blá ör til hægriLýðskólar á Íslandi<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 15. apríl 2019.</span><br /> <br /> Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem festa mun í sessi faglega umgjörð um starfsemi lýðskóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla en markmiðið með nýja frumvarpinu er að renna stoðum undir starfsemi þeirra.<br /> <br /> Fjölbreytni er menntakerfinu mikilvæg, nemendur hafa ólíkar þarfir og þeir þurfa að hafa val um sitt nám. Meðal ástæðna brotthvarfs úr framhaldsskólunum okkar er ákveðin einsleitni í námsvali og það að nemendur finna sig ekki í námi. Það er vel að fjölbreytni námsframboðs hér á landi hefur aukist, ekki síst á framhaldsskólastiginu og að fleiri nemendur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina. <br /> <br /> Lýðskólar vinna með lykilhæfni skólastarfs, líkt og kveðið er á um í aðalnámskrá framhaldsskóla, svo sem námshæfni, skapandi hugsun, sjálfbærni og lýðræðisleg vinnubrögð en meðal markmiða þeirra samkvæmt frumvarpinu verður að mæta áhuga og hæfileikum nemenda sem vilja átta sig betur á möguleikum sínum og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skólinn og Lýðháskólinn á Flateyri eftir hugmyndafræði lýðskóla og á forsvarsfólk þeirra lof skilið fyrir frjótt og gott starf. Skólarnir hafa glætt nærsamfélög sín auknu lífi og gefið nemendum úr ýmsum áttum tækifæri til að dvelja þar.<br /> <br /> Í frumvarpinu er kveðið á um hvaða skilyrði fræðsluaðilar þurfa að uppfylla til að fá viðurkenningu til að starfa undir heitinu lýðskóli. Þar eru meðal annars sett fram skilyrði um stjórnskipan lýðskóla, lágmarkstarfstíma og lágmarksfjölda nemenda. Einnig eru ákvæði um forvarnir og réttindi nemenda, aðbúnað og öryggi, hæfni starfsfólks og fyrirkomulag náms. Þá er mælst til þess að nám í lýðskólum nýtist nemendum til frekari verkefna eða til áframhaldandi náms m.a. með aðferðum raunfærnimats, sem er þekkt aðferðafræði á vettvangi framhaldsskóla og framhaldsfræðslu. <br /> <br /> Á þessum tímamótum verður mér hugsað hlýlega til Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrum menntamálaráðherra. Hann var talsmaður þess að hér á landi væri öflugt og fjölbreytt menntakerfi, þar sem meðal annars væri lögð áhersla á ræktun mannsandans og að nemendur gætu öðlast aukið sjálfstraust. Nýtt frumvarp um lýðskóla skapar svo sannarlega umgjörð utan um fjölbreyttari valkosti í íslensku menntakerfi og eykur líkurnar á að nemendur finni nám við hæfi.<br /> <br /> Ég virkilega ánægð með þær jákvæðu viðtökur sem frumvarpið hefur fengið á Alþingi og þann meðbyr sem ég finn með menntamálum í okkar samfélagi nú um stundir.
05. apríl 2019Blá ör til hægriÁframhaldandi lífskjarasókn á Íslandi<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2019.</span><br /> <br /> Nýr lífskjarasamningur 2019-2022, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um og stjórnvöld styðja við, byggir undir áframhaldandi lífskjarasókn á Íslandi. Samningurinn er í senn framsýnn og ánægjuleg afurð þrotlausrar vinnu aðila vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld undanfarna mánuði. Aðgerðirnar eru viðamiklar og snerta margar hliðar þjóðlífsins sem miða allar að því sama; að auka lífskjör og lífsgæði á Íslandi. Þær leggjast ofan á þá kraftmiklu innviðafjárfestingu sem hefur átt sér stað í tíð þessarar ríkisstjórnar í mennta- og menningarmálum, félags- og heilbrigðismálum, samgöngu- og umhverfismálum og nýsköpunar- og vísindamálum. <br /> <br /> <strong>Áhersla á ungt fólk og börn </strong><br /> Með aðgerðunum mun staða ungs fólks styrkjast. Á gildistíma samningsins verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Ungu fólki verður auðveldað að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa. Það kemur til viðbótar séreignasparnaðarleiðinni Fyrsta íbúð sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana. Ég vil einnig geta þess að vinna við heildarendurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna gengur mjög vel en í nýju námsstyrkja- og lánakerfi munum við fella niður 30% af höfuðstóli námsmanna að ákveðnum skilyrðum fullnægðumauk þess að framfærsla barna verður í formi styrkja í stað lána eins og er í dag. Að auki höfum við hækkað frítekjumark námsmanna um 43%. <br /> <br /> <strong>Hærri laun og lægri skattar</strong><br /> Til viðbótar við þær launahækkanir sem hafa verið kynntar í lífskjarasamningnum mun ríkið lækka skatta um 20 milljarða og gefa þannig eftir um 10% af tekjuskatti einstaklinga. Tekjuskattur alls launafólks mun lækka en sérstök áhersla er lög á tekjulágra hópa með nýju lágtekjuskattsþrepi. Sú aðgerð mun auka ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og auka jöfnuð. Þá munu gjaldskrár ríkisins ekki hækka á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda og á árinu 2020 verður 2,5% hámark sett á gjaldskrárhækkanir. <br /> <br /> <strong>Betri lífskjör á Íslandi</strong><br /> Það er ljóst að lífskjarasamningurinn og aðgerðir tengdar honum munu skila okkur auknum lífsgæðum. Markviss skref til afnáms verðtryggingar verða tekin, sveigjanleiki aukinn á vinnustöðum, íbúðakaup gerð auðveldari, tekjuskattur lækkaður, laun hækkuð, barnabætur auknar og fæðingarorlof lengt. Árangur sem þessi er ekki sjálfgefinn. Hann er afrakstur samvinnu fjölda aðila sem allir hafa sama markmið að leiðarljósi, að gera gott land enn betra.
30. mars 2019Blá ör til hægriMenntun eflir viðnámsþrótt <p><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 30. mars 2019.</strong></p> <p>Íslenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir áskorunum um þessar mundir í tengslum við stöðu efnahagsmála. Engu að síður er staða ríkissjóðs sterk og viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri en oft áður. Mikilvægt er því að halda áfram uppbyggingu íslenska menntakerfisins. Fimm ára fjármálaáætlun 2020- 2024 ber þess merki að við ætlum að halda áfram að sækja fram af krafti og efla menntun á öllum skólastigum. Það á einnig við um vísindi, menningu og fjölmiðla í landinu. Á menningarsviðinu er horft til þess að allir landsmenn, óháð efnahag og búsetu, geti aukið lífsgæði sín með því að njóta og taka þátt í öflugu og fjölbreyttu menningar, lista-, íþrótta- og æskulýðsstarfi. <br /> <br /> <strong>Framlög til háskóla yfir 40 milljarða kr. </strong><br /> Undanfarin ár hafa framlög til háskólastigsins verið aukin töluvert en frá árinu 2017 hafa framlögin aukist um tæpa 5,3 milljarða kr. eða tæp 13%. Samkvæmt fjármálaáætlun verður haldið áfram að fjárfesta í háskólastarfi í landinu og er ráðgert að framlög til háskólanna fari yfir 40 milljarða kr. árið 2023. Við ætlum að auka gæði náms og námsumhverfis í íslenskum háskólum, styrkja umgjörð rannsóknarstarfs og auka áhrif og tengsl háskóla og rannsóknarstofnana við atvinnulífið. Fjárfesting í háskólunum er lykilþáttur í að auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar og til að við getum sem best tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem örar tæknibreytingar hafa á heiminn. <br /> <br /> <strong>Kennarastarfið er mikilvægast </strong><br /> Stærsta áskorun íslensks menntakerfis er yfirvofandi kennaraskortur. Það er eindregin skoðun mín að kennarastarfið sé mikilvægasta starf samfélagsins þar sem það leggur grunninn að öllum öðrum störfum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er að finna fullfjármagnaðar aðgerðir til þess að fjölga kennurum. Gott menntakerfi verður ekki til án góðra kennara. Kennarar eru undirstaða menntakerfisins og drifkraftar jákvæðra breytinga í skólastarfi. Ég er sannfærð um að okkur takist að snúa vörn í sókn með þessum aðgerðum og fleirum til og fjölga þannig kennurum í íslensku menntakerfi til framtíðar. <br /> <br /> <strong>Nýtt námsstyrkjakerfi </strong><br /> Vinna við heildarendurskoðun námslánakerfisins gengur vel og hef ég boðað að frumvarp um endurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna verði lagt fram í haust. Markmiðið með nýju kerfi er aukið jafnrétti til náms og skilvirkni, jafnari styrkir til námsmanna, betri nýting opinbers fjár og aukinn stuðningur við fjölskyldufólk. Talsverð breyting hefur orðið á stöðu Lánasjóðsins undanfarin ár sem endurspeglast fyrst og fremst í fækkun lánþega hjá sjóðum. Skólaárið 2009-10 voru lánþegar hjá sjóðnum um 14.600 en skólaárið 2017-18 voru þeir um 7.000. Það er fækkun um 52%. Samhliða fækkun undanfarin ár hafa framlög ríkisins ekki minnkað og ber handbært fé sjóðsins þess glögglega merki. Árið 2013 nam það um einum milljarði kr. En í lok árs 2018 er áætlað að það nemi rúmum 13 milljörðum kr. Staða sjóðsins er því mjög sterk og skapar hún kjöraðstæður til að ráðast í kerfisbreytingar sem bæta kjör námsmanna. Nýtt styrkja- og námslánakerfi er að fullu fjármagnað en að auki verða framlög til sjóðsins endurskoðuð árlega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Lánasjóðurinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við eigum og það er mikilvægt að búa þannig um hnútanna að svo verði áfram raunin.<br /> <br /> <strong>Fjölgum starfs- og tæknimenntuðum </strong><br /> Á síðustu árum hafa framlög til framhaldsskólastigsins einnig hækkað verulega. Þannig hafa framlög til framhaldsskólastigins farið úr rúmum 30 milljörðum kr. árið 2017 og í rúmlega 35 milljarða í ár. Þetta jafngildir um 16% hækkun. Þessi hækkun mun halda sér samkvæmt nýkynntri fjármálaáætlun en fjárheimildir munu halda sér þrátt fyrir fækkun nemenda í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs. Hækkunin gerir framhaldsskólum m.a. kleift að bæta námsframboð, efla stoðþjónustu sína og endurnýja búnað og kennslutæki. Helstu markmið okkar á framhaldsskólastiginu eru að hækka hlutfall nemenda sem ljúka starfs- og tækninámi, fjölga nemendum sem útskrifast á framhaldsskólastiginu og að nemendur í öllum landshlutum hafi aðgengi að fjölbreyttu bók- og starfsnámi. <br /> <br /> <strong>Íslenskan í öndvegi og barnamenning </strong><br /> Við ætlum að halda áfram að styðja við menningu, listir, íþrótta- og æskulýðsmál og fjölmiðlun í landinu. Við höfum verið að hækka framlög til menningarmála síðan 2017 þegar þau námu um 12 milljörðum króna. Í fjármálaáætluninni er gert ráð fyrir að þau verði að meðaltali um 15 milljarðar árlega. Við setjum íslenskuna í öndvegi með fjölþættum aðgerðum sem snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að bæta rekstrarumhverfi bókaútgefenda, skapandi greina og fjölmiðla. Til að fylgja því eftir gerum við ráð fyrir árlegum stuðningi sem nemur 400 milljónum kr. við útgáfu bóka á íslensku, 400 milljónum kr. vegna aðgerða til að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og 100 milljónum kr. til nýs Barnamenningarsjóðs Íslands. Lögð er áhersla á að bæta aðgengi að menningu og listum, ekki síst fyrir börn og ungmenni, efla verndun á menningararfi þjóðarinnar, rannsóknir og skráningu. Einnig verður lögð áhersla á að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Til skoðunar er sá möguleiki að setja á stofn barna- og vísindasafn til að efla og styrkja áhuga ungu kynslóðarinnar á menningu, vísindum og tækni. <br /> <br /> Í fjármálaáætluninni er er horft til framtíðar, þ.e. að menntun, menning og vísindi auki lífsgæði fólks í landinu. Við höldum áfram að styðja við íslenskt efnahagslíf með því að fjárfesta í slíkum grunnstoðum og bæta þannig lífskjörin í landinu. </p>
27. mars 2019Blá ör til hægriOrðin okkar á íslensku<strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 27. mars 2019.</strong><br /> <br /> Ég mælti fyrir þingsályktunartillögu í 22 liðum í desember síðastliðnum um hvernig megi styrkja stöðu íslenskrar tungu. Aðgerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. <br /> <br /> Ferðaþjónustan er mikilvægur samstarfsaðili okkar á því sviði að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna og á dögunum kynntu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar framtak undir yfirskriftinni „Orðin okkar á íslensku“ sem miðar að því að auka fræðslu til erlends starfsfólks um íslenskt mál. Um er að ræða orðalista á íslensku, ensku og pólsku sem tengjast fjölbreyttum störfum í ferðaþjónustu. Markmið þessa fagorðalista er að efla samskipti og auka íslenskukunnáttu á vinnustöðum. Orðalistarnir eru aðgengilegir á vefnum, þar sem einnig má hlusta á framburð orða og hugtaka á íslensku, og á veggspjöldum sem dreift verður til ferðaþjónustuaðila. <br /> <br /> Ég fagna þessu framtaki en það mun bæta þjónustu og stuðla að betri samskiptum. Íslenskan er okkar mál og þetta framtak er kærkomin hvatning fyrir fleiri til þess að vekja athygli á tungumálinu og hvetja fleiri til þess að læra það. Við kynntum í vetur vitundarvakningu undir merkjum slagorðsins Áfram íslenska og það gleður mig að ferðaþjónustan svari því kalli og taki virkan þátt með þessum hætti. Vitundarvakningunni er ætlað að minna okkur á að framtíð tungumálsins er og verður á ábyrgð okkar allra, íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál.<br /> <br /> Jákvætt viðhorf til íslensku og aukin meðvitund um mikilvægi tungumálsins skiptir sköpum svo aðrar aðgerðir til stuðnings henni skili árangri. Uppbyggileg umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er líka mikilvæg fyrir nýja málnotendur og auka þarf þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. <br /> <br /> Ég vona að sem flestir muni nýta sér fjölbreytta möguleika sem felast í notkun fagorðalista ferðaþjónustunnar og að mínu mati gæti þetta verkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónustunnar vel orðið hvatning fyrir fleiri geira atvinnulífsins til þess að stíga viðlíka skref. Orð eru til alls fyrst.
18. mars 2019Blá ör til hægriÁfram íslenska – staða íslenskukennslu í skólum<span><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 18. mars 2019.</strong><br /> <br /> Íslenskan er sprelllifandi tungumál. Hún er undirstaða og fjöregg íslenskrar menningar og hún er skólamálið okkar. Hinn 1. apríl nk. skipuleggur mennta- og menningarmálaráðuneytið <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/12/Afram-islenska/" target="_blank">ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins</a>&nbsp;í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum skólafólk og alla velunnara íslenskunnar til þátttöku.&nbsp;<br /> <br /> Ráðstefnan er liður í aðgerðum okkar til þess að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi en þær eru meðal annars kynntar í þingsályktun þess efnis sem lögð var fyrir á Alþingi fyrr í vetur. Eitt af markmiðum aðgerðanna er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Á ráðstefnunni munum við meðal annars horfa til niðurstaðna rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í bókinni Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum sem nýverið kom út í ritstjórn Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Ásgríms Angantýssonar. Um er að ræða fyrstu heildstæðu rannsóknina sem fram fer á öllum þáttum íslenskukennslu hér á landi. Að henni standa sjö íslenskukennarar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri auk meistara- og doktorsnema við skólana. Niðurstöðurnar sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ýmislegt sem betur má fara.&nbsp;<br /> <br /> Það eru blikur á lofti og ýmislegt bendir til þess að viðhorf til íslenskunnar sé að breytast. Þekktar eru tölulegar upplýsingar um hrakandi lestrarfærni og lesskilning íslenskra nemenda. Nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í skólakerfinu og þeim er hættara við brotthvarfi úr námi. Framboð á afþreyingarefni á ensku hefur aukist gríðarlega og merki eru um að fleira ungt fólk velji að lesa á ensku. Samfara minnkandi bóklestri er raunveruleg hætta á því að það sem áður var talið eðlilegt ritmál fari að þykja tyrfið og torlesið.&nbsp;<br /> <br /> Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna. Kennarar og skólafólk eru lykilaðilar í því að vekja áhuga nemenda á íslensku máli en slíkur áhugi er forsenda þess að íslenskan þróist og dafni til framtíðar. Að sama skapi er áhuga- og afstöðuleysi það sem helst vinnur gegn henni. Við náum árangri með góðri samvinnu og á ráðstefnunni mun gefast gott tækifæri til að fræðast, greina stöðuna og skiptast á skoðunum um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins. Ég hvet alla sem hafa brennandi áhuga á þessu mikilvæga málefni til þess að mæta á ráðstefnuna.<br /> <br /> </span><a href="https://www.eventure-online.com/eventure/participant/personalData.form" target="_blank">Skráðu þig hér.</a>&nbsp;
15. mars 2019Blá ör til hægriKynntu þér framtíðina um helgina<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 15. mars 2019.</span><br /> <br /> Um þessar mundir stendur Verkiðn fyrir náms- og starfskynningu fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla í tengslum við Íslandsmót iðn- og verkgreina sem nú fer fram í Laugardalshöll undir yfirskriftinni Mín framtíð. Þar munu 33 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Þessi viðburður er jafnan fjölsóttur enda gefst þar einstakt tækifæri til þess að kynnast námsframboði og starfstækifærum sem standa til boða hér á landi. <br /> <br /> <strong>Forgangsmál</strong><br /> Í stjórnarsáttamálanum er kveðið á um mikilvægi þess að efla iðn-, verk- og starfsnám og að því höfum við unnið ötullega síðustu misseri. Það er gleðilegt að sjá að vísbendingar eru um að aðgerðir í þá veru séu farnar að skila árangri, m.a. með fjölgun umsókna í iðnnám. Sem menntamálaráðherra hef ég beitt mér fyrir betra samtali milli menntakerfisins og atvinnulífsins en ráðuneytið og hagsmunafélög á þeim vettvangi standa sameiginlega að ýmsum hvatningarverkefnum sem þessu máli tengjast, t.d. Verksmiðjunni, nýrri hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, #Kvennastarf sem miðar að því að fjölga konum í iðn- og verkgreinum og GERT-verkefnið sem tengir skóla og fyrirtæki með það að markmiði að auka áhuga nemenda á raunvísindum og tækni. Þá höfum við forgangsraðað fjármunum í þágu starfs- og verknáms með því að hækka reikniflokka þess náms, afnumið efnisgjöld og tryggt framlög til að efla kennsluinnviði fyrir verk- og starfsnám, t.d. með bættri verknámsaðstöðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Borgarholtsskóla. <br /> <br /> <strong>Fjölgum iðn- og verkmenntuðum</strong><br /> Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og hún felur í sér sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum atvinnulífs og samfélags sem leiðir af sér mikil tækifæri til að þróa starfsmenntun til móts við nýjar kröfur. Stjórnvöld leggja sérstaka áherslu á mikilvægi starfs- og tæknináms enda mikils að vænta af framlagi þess til verðmætasköpunar framtíðarinnar. Í alþjóðlegum samanburði er hlutfall háskólamenntaðra hér á landi á sviði tækni, vísinda, verk- og stærðfræði mjög lágt, aðeins 16%. Mikilvægt er að fjölga þeim sem eru með menntun á þeim sviðum til þess að við séum betur búin undir að mæta áskorunum framtíðarinnar.<br /> <br /> <strong>Spennandi tímar</strong><br /> Námsframboð í starfs- og tækninámi hér á landi er afar fjölbreytt. Þau tækifæri sem bjóðast að námi loknu eru bæði mörg og spennandi enda mikil eftirspurn eftir slíkri menntun í atvinnulífinu. Til marks um gæði námsins sem í boði er má geta þess að íslenskir keppendur náðu sínum besta árangri í evrópukeppni iðnnema á síðasta ári en hópurinn hlaut þá þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur auk silfurverðlauna Ásbjörns Eðvaldssonar sem keppti þar í rafeindavirkjun.<br /> <br /> <strong>Spreyttu þig</strong><br /> Alls taka um 30 iðn-, verk- og tæknigreinar þátt í kynningunni Mín framtíð og á morgun laugardag eru fjölskyldur sérstaklega boðnar velkomnar. Hvatt er til þess að gestir komi og prófi sem flestar þeirra og spreyti sig t.d. á því að teikna grafík í sýndarveruleika, smíða, stýra vélmenni, splæsa net eða krulla hár. Þessi kynning er mikilvæg því það að sjá, upplifa og taka þátt tendrar oft meiri áhuga og innsýn en að lesa bæklinga eða skoða heimasíður.<br /> <br /> Ég hvet sem flesta til þess að gera sér ferð í Laugardalshöll og kynna sér nám og störf í iðn- og tæknigreinum því margbreytileiki þeirra mun án efa koma flestum á óvart. Við lifum á spennandi tímum þar sem störf eru að þróast og breytast en nægt rými er fyrir atorku og hugkvæmni ungs fólks. <br />
08. mars 2019Blá ör til hægriKraftur samvinnunnar <span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2019.</span><br /> <br /> Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna horfum við til þess sem áunnist hefur í jafnréttismálum, hér heima og erlendis, minnumst frumkvöðla og baráttukvenna og ræðum þau verkefni sem framundan eru. Eitt þeirra verkefna sem mér er einna hugstæðast nú er hvernig við getum, á breiðum samfélagslegum grundvelli, unnið úr þeim upplýsingum sem fram hafa komið gegnum #églíka-frásagnir ólíkra hópa af kynferðislega áreitni og ofbeldi. <br /> <br /> Brátt verður tekið til umfjöllunar á Alþingi nýtt frumvarp um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfa en því mælti ég fyrir síðasta haust. Íþrótta- og æskulýðsstarf á að vera öruggur vettvangur fyrir iðkendur á öllum aldri og að því munum við keppa. Í kjölfar áhrifamikilla #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna í byrjun síðasta árs var stofnaður starfshópur á vegum ráðuneytisins með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, æskulýðsfélaga og íþróttakvenna til að gera tillögur til úrbóta. Frásagnirnar fjölluðu um margs konar tilvik, allt frá atvikum sem lúta að mismunun kynja til alvarlegs ofbeldis. Ein af lykiltillögum hópsins var að komið yrði á laggirnar starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hér á landi. <br /> <br /> Hlutverk samskiptaráðgjafans yrði einkum þríþætt. Í fyrsta lagi að leiðbeina einstaklingum sem upplifað hafa kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi í skipulögðu starfi íþróttafélaga og æskulýðssamtaka. Þá yrði honum falið að aðstoða félög við að gera viðbragðsáætlanir til þess að hægt sé að bregðast sem best við slíkum atvikum. Einnig hefði ráðgjafinn einnig það hlutverk að fræða og miðla upplýsingum um málefnið. <br /> <br /> Frumvarpið hefur þegar fengið jákvæð viðbrögð úr ýmsum áttum og bind ég vonir við að það fái góðan hljómgrunn í þinginu. Samfélagið er að ganga í gegnum ákveðna vitundarvakningu nú um stundir um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun. Þetta er aðeins ein aðgerð af mörgum sem nú eru í mótun eða að komast til framkvæmda í kjölfar&nbsp; #églíka-byltinganna. Raunar mætti segja að við séum enn í byltingunni miðri. Staðan nú og eftirmálar #églíka verða þannig til umræðu á stórri alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í haust og er hún liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. <br /> <br /> <br /> <br />
06. mars 2019Blá ör til hægriMjög góð fjárfesting<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 6. mars 2019.</span><br /> <br /> Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Í stjórnarsáttmálanum er sérstaklega kveðið á um mikilvægi þess stuðla að viðurkenningu á störfum kennara og efla faglegt sjálfstæði þeirra. Einnig er þar áréttað til að bregðast megi við yfirvofandi skorti á kennurum hér á landi þurfi ríki, sveitarfélög og stéttarfélög að vinna vel saman. <br /> <br /> Ef ekkert er að gert blasir grafalvarleg staða við okkur. Ef miðað er við óhagstæðustu sviðsmynd mannfjöldaþróunar og óbreyttan fjölda útskrifaðra grunnskólakennara gera spár okkar ráð fyrir að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár, 2023. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017. Ljóst er að þegar vantar leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara.<br /> <br /> Í gær kynnti ég fyrstu skrefin sem við hyggjumst stíga í þá átt að auka nýliðun í kennarastétt. Þær tillögur byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var um það verkefni en í honum áttu sæti fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Háskólanum á Akureyri, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, samtakanna Heimilis og skóla og Samtökum iðnaðarins. Að auki komu að vinnunni fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um er að ræða þrjár sértækar aðgerðir sem allar koma til framkvæmda næsta haust.<br /> <br /> <strong>Launað starfsnám</strong><br /> Fyrst ber að nefna að leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári meistaranáms býðst frá og með næsta hausti launað starfsnám. Markmið þessa er að stuðla að því að nemar sem komnir eru af stað í M.Ed. nám klári nám sitt á tilsettum tíma og að þeir skili sér til kennslu að námi loknu. Lagt er upp með að innan starfsnámsins verði gætt að því að nemar hafi svigrúm til að vinna að lokaverkefni sínu. Með þessari aðgerð er einnig stefnt að auknu flæði þekkingar milli háskóla annars vegar og leik- og grunnskóla hins vegar. Um er að ræða átaksverkefni sem verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar.<br /> <br /> <strong>Styrkur til kennaranema</strong><br /> Kennaranemar á lokaári í leik- og grunnskólafræðum geta sótt um styrk til þess að auðvelda þeim að sinna lokaverkefni sínu jafnhliða launuðu starfsnámi. Mennta- og menningarmálaráðuneyti greiðir þann styrk sem hvata til þess að nemar klári nám sitt á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur allt að 800.000 kr. og greiðist í tvennu lag. Fyrri greiðslan verður bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og sú seinni við skil á samþykktu lokaverkefni. <br /> <br /> <strong>Fjölgum leiðsagnakennurum </strong><br /> Ljóst er að brotthvarf nýrra kennara úr starfi í skólum er töluvert og mest er hættan á því fyrstu þrjú ár þeirra í starfi. Til þess að mæta þeirri áskorun verður gert átak í því að fjölga leiðsagnakennurum í íslenskum skólum, en það eru starfandi kennarar sem hafa sérþekkingu á því að taka á móti og þjálfa nýja kennara til starfa. Boðið eru upp á 30 eininga nám fyrir starfandi kennara sem dreifist á þrjár annir, við bæði Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, þar sem kennarar geta bætt við sig sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun styrkja skólana til þess að fjölga slíkum kennurum og er markmiðið að eftir fimm ár verði 150 leiðsagnakennarar starfandi. Styrkurinn samsvarar innritunargjöldum í námið og verða forsendur hans meðal annars þær að skólastjóri styðji umsókn kennara í námið og hins vegar að tryggja þurfi jafna dreifingu þessara styrkja milli skóla og landshluta.<br /> <br /> <strong>Framtíðin og fagmennskan</strong><br /> Þessar aðgerðir eru aðeins upphafið, fleiri eru til skoðunar í ráðuneytinu og snerta þær til dæmis hvernig styrkja megi nemendur í öðru kennaranámi, s.s. framhaldsskóla- og listkennaranámi og hvernig skapa megi fleiri hvata til þess að fjölga kennaranemum, til dæmis gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. <br /> <br /> Annar mikilvægur liður í þessu stóra verkefni okkar að bæta menntakerfið og stuðla að bættu starfsumhverfi kennara er nýtt frumvarp sem nú er til umfjöllunar í Samráðsgátt stjórnvalda. Með því verður í fyrsta sinn lögfest ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Frumvarpið er mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum. Frumvarpið eykur ábyrgð skólastjórnenda til þess að velja inn þá kennara sem búa yfir þeirri hæfni, þekkingu og reynslu sem þeir leitast eftir hverju sinni. Þannig er stuðlað að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og faglegu sjálfstæði þeirra sem aftur verður til þess að efla skólaþróun og fjölga tækifærum fyrir skólafólk. <br /> <br /> Kennsla er fagið sem öll önnur fagmennska grundvallast á. Ef við stefnum að því að eiga framúrskarandi vísindamenn, listamenn, frumkvöðla, blaðamenn, múrara, íþróttafólk, viðskiptafræðinga, stjórnmálafræðinga eða stýrimenn þurfum við að eiga góða kennara. Fagmennska kennaranna – elja, trú og ástríða er það sem stuðlar að framförum fyrir okkur öll.<br /> <br /> <br />
27. febrúar 2019Blá ör til hægriÁhersla á hæfni í menntakerfinu<span><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 27. febrúar 2019.</span><br style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;" /> </span><br /> Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum. Grunnurinn að öllum störfum í samfélaginu er lagður af kennurum og því er starf þeirra sérstaklega mikilvægt vegna þessa. Í stjórnarsáttmálanum er boðuð stórsókn í menntamálum og mikilvægur liður í henni er að bæta starfsumhverfi kennara og stuðla að nýliðun. Kennarafrumvarpið, ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, er leið að því markmiði en frumvarpsdrög þess eru nú aðgengileg í Samráðsgátt stjórnvalda. <br /> <br /> Með kennarafrumvarpinu er ráðgert að lögfesta ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Áhersla á hæfni er orðin sífellt viðameiri hluti stefnumörkunar í menntamálum og hafa kennarar og kennaramenntunarstofnanir meðal annars kallað eftir slíkri áherslu. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir skilyrðum um sérhæfða hæfni til kennslu fyrir hvert skólastig í stað núgildandi laga þar sem inntak og umfang menntunar kennara og skólastjórnenda er skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis. Að auki er tillaga um að framvegis verði gefið út eitt leyfisbréf til kennslu hér á landi í stað þriggja. <br /> <br /> Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í þá átt að tryggja betur réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum. Með þeim mun sveigjanleiki aukast og þekking flæða í meira mæli á milli skólastiga en áður. Við teljum að frumvarpið muni stuðla að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og auka faglegt sjálfstæði þeirra sem og styrkja stöðu kennara í íslensku samfélagi og innan skólakerfisins. Frumvarpið er einn liður af mörgum í heildstæðri nálgun stjórnvalda til að efla menntun á Íslandi. Á morgun, fimmtudag, verða kynntar sértækar aðgerðir sem snúa að því efla kennaranám og fjölga kennaranemum. <br /> <br /> Mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt að mörkum í þeirri umfangsmiklu vinnu sem að baki býr þessum frumvarpsdrögum en undirbúningur hefur staðið yfir frá því sl. haust. Frumvarpið var unnið í samráði við helstu félagasamtök íslenskra kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaramenntunarstofnanir.
18. febrúar 2019Blá ör til hægriNý íþróttastefna í farvatninu<span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; font-weight: 600; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 18. febrúar 2019.</span><br /> <br /> Bikarúrslitaleikir karla og kvenna í körfubolta áttu sér stað um helgina í Laugardalshöll, þar sem Valskonur urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn og Stjarnan í karlaflokki í fjórða sinn á ellefu árum. Leikirnir varpar ljósi á það besta í íþróttalífi þjóðarinnar, þ.e. þrautseigju og baráttu leikmannanna, ásamt því að draga fram samkennd og stemningu sem ríkir milli liðanna og stuðningsmanna þeirra.<br /> <br /> Íþróttir hafa fylgt þjóðinni allt frá landnámi en glíma, hlaup og aflraunir voru meðal þeirra íþrótta sem getið er um í Íslendingasögunum. Árið 1828 komu tillögur fram um kennslu í leikfimi og hófst leikfimikennsla í Lærða skólanum árið 1857. Þegar nær dró aldarmótunum 1900 fór íþróttafélögum að fjölga en elsta starfandi íþróttafélagið í dag, Glímufélagið Ármann, var stofnað árið 1888. Segja má að ákveðin vatnaskil hafi orðið í íþróttalífi þjóðarinnar árið 1906 þegar að fyrsta ungmennafélagið var formlega stofnað á Akureyri en ungmennafélögin beittu sér meðal annars fyrir líkamsrækt og framþróun íþrótta sem og ræktun mannsandans. Fyrsta almenna íþróttamót í Reykjavík var haldið að frumkvæði Ungmennafélags Íslands (1907) árið 1911. Annað mikilvægt skref fyrir umgjörð og starfsemi íþrótta var stigið árið 1912 þegar að skipulagt samstarf íþróttafélaga í landinu hófst með stofnun Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Gaf sambandið meðal annars út íþróttareglur, skipulagsskrá um íþróttamót, heilsufræði fyrir íþróttamenn og fleira. Barðist ÍSÍ til að mynda fyrir sundskyldu í skólum sem Alþingi veitti heimild til árið 1925 en leikfimi varð einnig skylda í héraðs- og gagnfræðaskólum. Menntun íþróttakennara formgerðist enn frekar árið 1942 þegar að Íþróttakennaraskóli ríkisins var formlega stofnaður á Laugavatni upp úr einkaskóla sem sinnt hafði slíkri menntun frá árinu 1932. Alþingi hafði stuttu áður, árið 1940, sett íþróttalög og komið á fót embætti íþróttafulltrúa ríkisins.<br /> <br /> Það er fróðlegt að staldra við og horfa til sögunnar. Það er engin tilviljun að við Íslendingar náum langt í hinum ýmsu greinum íþróttanna. Framsýni fólks hér á öldum áður á stóran þátt í því hvernig okkur hefur tekist til æ síðan og ljóst er að grunnur íþróttastarfs í landinu er traustur, aðstaða til íþróttaiðkunar góð og fagleg nálgun í þjálfun til fyrirmyndar. Það er kappsmál okkar allra að halda áfram á þeirri braut en á komandi vikum verður ný íþróttastefna til ársins 2030 kynnt. Hún byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf utan skólastofnana skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum eins og ÍSÍ, UMFÍ og fleirum og að allir hafi jöfn tækifæri til að taka þátt.
14. febrúar 2019Blá ör til hægriStúdentspróf í tölvuleikjagerð<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; font-family: 'Open Sans', sans-serif; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 14. febrúar 2019.</span><br /> <br /> Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðanda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. <br /> <br /> Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. <br /> <br /> Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030.<br /> <br /> Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.<br /> <br />
08. febrúar 2019Blá ör til hægriLói skapar gjaldeyristekjur<strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 8. febrúar 2019.</strong><br /> <br /> Íslensk tónlist hefur notið mikillar velgengni bæði hérlendis sem erlendis. Grunnurinn að þeirri velgengni er metnaðarfullt tónlistarnám um allt land í gegnum tíðina, sem oftar en ekki er drifið áfram af framsýnu hugsjónarfólki. Þjóðin stendur í þakkarskuld við einstaklinga sem hafa auðgað líf okkar með tónlistinni og bæði gleður og sameinar. <br /> <br /> Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina stutt við eflingu tónlistarinnar bæði í gegnum stuðning við menntun og svo sértækar aðgerðir á borð við stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útflutningssjóðs, lagasetningu um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar tónlistar og stofnun Hljóðritasjóðs. Á síðasta ári var gerð hagrannsókn á tekjum tónlistarfólks og hagrænu umhverfi tónlistargeirans á Íslandi. Helstu niðurstöður hennar voru að heildartekjur íslenska tónlistariðnaðarins á árunum 2015-16 voru um það bil 3,5 milljarðar kr., auk 2,8 milljarða kr. í afleiddum gjaldeyristekjum til samfélagsins vegna komu tónlistarferðamanna til landsins. Ljóst er að þetta er umfangsmikill iðnaður á Íslandi sem drifinn er áfram af sköpun og hugviti. <br /> <br /> Gott dæmi um vöxt og metnað í tónlistarstarfi má nefna starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Samhliða því að bjóða landsmönnum upp á glæsilega dagskrá í hartnær 25 ár hefur hljómsveitin einnig tekið upp tónlist fyrir ýmsar kvikmyndir og sjónvarpsþætti í menningarhúsinu Hofi undanfarin ár. Í Hofi er búið að gera framúrskarandi aðstöðu til að vinna og framleiða slíka tónlist. Sem dæmi um verk sem tekin hafa verið upp er tónlistin fyrir kvikmyndina Lói - þú flýgur aldrei einn, en það er eitt umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist hefur verið í fyrir kvikmynd hér á landi. Það er ótrúlega verðmætt og mikil viðurkenning fyrir Ísland að okkar tónlistarfólk hafi burði til að verða leiðandi í kvikmyndatónlist á heimsvísu ásamt því að laða til landsins hæfileikaríkt fólk frá öllum heimsins hornum. <br /> <br /> Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja umgjörð skapandi greina í landinu. Stjórnvöld vilja að skapandi greinar á Íslandi séu samkeppnishæfar og telja nauðsynlegt að þær nái að dafna sem best. Mikilvæg skref hafa verið stigin í uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni en ljóst að þau hafa sannað gildi sitt víða um land og haft ótvíræð jákvæð margfeldisáhrif á tónlistar- og menningarlíf bæja og nærsamfélaga. Höldum áfram veginn og styðjum við skapandi greinar sem auðga líf okkar svo mjög.
28. janúar 2019Blá ör til hægriFramfaramál fyrir íslenskt vísindasamfélag<span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 26. janúar 2019.</span><br /> <br /> Við viljum stuðla að því að íslenskir vísinda- og fræðimenn hafi greiðan aðgang að nútímalegum rannsóknarinnviðum sem standast alþjóðlegan samanburð. Í vikunni mælti ég fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Inntak þess snýr að tveimur mikilvægum sjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar. Annars vegar er um að ræða Innviðasjóð sem veitir styrki til kaupa á rannsóknarinnviðum eins og tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði. Hins vegar tengist frumvarpið Rannsóknasjóði sem styrkir vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám.<br /> <br /> <br /> <strong>Markvissari uppbygging rannsóknarinnviða</strong><br /> Með samþykkt frumvarpsins verður sú breyting gerð að sérstök stjórn verður sett yfir Innviðasjóð sem mun skerpa á stefnumótandi hlutverki hans og málefnum rannsóknarinnviða. Góðir rannsóknarinnviðir stuðla að auknum gæðum í rannsóknastarfi, samstarfi um rannsóknir og hagnýtingu þekkingar í þágu lands og þjóðar. Á árinu 2018 bárust 67 umsóknir að upphæð 679 milljónum kr. til Innviðasjóðs og voru 27 þeirrar styrktar, að upphæð alls 296 milljónum kr. eða 43,6% umbeðinnar upphæðar. Nýlega voru skilgreindar í opnu samráði þær samfélagslegu áskoranir sem brýnast er talið að íslenskt vísindasamfélag takist á við. Innviðasjóður mun meðal annars gegna mikilvægu hlutverki í því að mæta þeim áskorunum.<br /> <br /> <br /> <strong>Auknir möguleikar í alþjóðlegu samstarfi</strong><br /> Önnur breyting sem gerð yrði með samþykkt frumvarpsins er að veita stjórn Rannsóknasjóðs heimild til þess að taka þátt í samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaáætlana í samstarfi við erlenda rannsóknasjóði. Slík samfjármögnun felur í sér að rannsóknasjóðir frá mismunandi löndum koma sér saman um áætlanir með áherslu á sérstök svið ásamt því að skipa sameiginlega fagráð til að meta umsóknir. Þetta er jákvæð breyting enda er Rannsóknasjóður afar þýðingamikill fyrir rannsókna- og vísindastarf í landinu. Fyrr í mánuðinum úthlutaði sjóðurinn 850 milljónum kr. til 61 rannsóknarverkefnis.<br /> <br /> <br /> <strong>Árangurinn talar sínu máli</strong><br /> Boðaðar breytingar í frumvarpinu eru til þess fallnar að bæta enn frekar stoðkerfi rannsókna og vísinda á Íslandi og auka möguleika íslenskra vísindamanna á að taka þátt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi. Það er ánægjulegt að geta þess að íslenskir vísindamenn eru eftirsóttir í alþjóðlegu samstarfi og hafa staðið sig einstaklega vel. Skýrt dæmi um það er árangur íslenskra aðila í Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun. Í gegnum þá áætlun hafa um 8 milljarðar kr. runnið til íslenskra aðila frá árinu 2014 og er árangurshlutfallið rúmlega 18% sem telst mjög gott. Annað dæmi eru úthlutanir Evrópska rannsóknarráðsins sem styður við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, en fjórir íslenskir vísindamenn hafa fengið styrk frá ráðinu á síðustu árum.<br /> <br /> <br /> <strong>Ísland, norðurslóðir og vísindi<br /> </strong>Annar vettvangur þar sem Ísland hefur látið að sér kveða í alþjóðlegu vísindasamstarfi er á norðurslóðum þar sem rannsóknir á lífríki, umhverfi og samfélögum norðurslóða eru í brennidepli. Vísindarannsóknir og vöktun breytinga á svæðinu veita veigamikla undirstöðu fyrir stefnumótun stjórnvalda en alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar á umhverfi og samfélög norðurslóða. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum slíkra rannsókna, má þar sem dæmi nefna rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, jöklum, breytingum á vistkerfi sjávar og kortlagningu hafsbotnsins. Ljóst er að miklir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamtarfi tengdu norðurslóðum. Hringborð norðurslóða (e. Arctic Circle) gegnir þar lykilhlutverki sem þungamiðja samvinnu og þekkingarmiðlunar fyrir þjóðir heims sem láta sig málefni svæðisins varða. Þá mun Ísland í samstarfi við Japan standa að ráðherrafundi um vísindi norðurslóða árið 2020 (e. Arctic Science Ministerial 3). Fundurinn verður haldinn í Japan. Ákvörðun þessi var tekin á hliðstæðum ráðherrafundi um vísindi norðurslóða í Berlín 2018. Sá fundur var skipulagður í samstarfi Þýskalands, Finnlands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sóttu hann leiðtogar 25 ríkja auk fulltrúa Evrópusambandsins og sex samtaka frumbyggja.<br /> <br /> <br /> <strong>Áfram veginn<br /> </strong>Rannsóknir, vísindi og hagnýting hugvits er forsenda fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Ég lít björtum augum til framtíðar vitandi af þeim öfluga mannauði í vísinda- og rannsóknastarfi sem við eigum. Ég er sannfærð um að íslenskt vísindasamfélag muni halda áfram að eflast og hafa jákvæð áhrif á samfélagið hér innanlands sem og samfélög erlendis. Við ætlum að halda áfram að byggja upp öflugt þekkingarsamfélag hér á landi því afrakstur þess mun skila okkur betri lífsgæðum, menntun, heilsu og efnahag. Fyrrnefnt frumvarp er mikilvægt skref í að efla umgjörð vísindastarfs og mun færa okkur fram á veginn á því sviði.<br /> <br />
21. janúar 2019Blá ör til hægriMikið traust til kennara og vellíðan nemenda<strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 2019.</strong><br /> <br /> Rannsóknastofa í tómstundafræðum birti á dögunum niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO). Niðurstöðurnar byggja á svörum rúmlega 7.000 nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni í fyrra. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk. Þar koma fram margar áhugaverðar niðurstöður en mig langar að nefna hér þrennt sem vekur sérstaka athygli mína. <br /> <br /> Í fyrsta lagi svara um 90% nemenda að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10% nemenda segjast ekki líða vel en 2,7%-4,2% nemenda líður mjög illa samkvæmt rannsókninni. Þessi niðurstaða er í samræmi við aðrar rannsóknir og það er mjög ánægjulegt hversu háu hlutfalli nemenda líður vel í skólanum sínum. Hins vegar þarf að huga sérstaklega að þeim nemendum sem ekki líður vel og gera bragarbót þar á. <br /> <br /> Í öðru lagi telja flestir nemendur að kennurum sé annt um þá eða um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk sem er jákvæð niðurstaða og rímar vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysta kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Þetta eru afar jákvæð tíðindi fyrir kennara landsins. <br /> <br /> Í þriðja lagi telja um 70% nemenda í öllum árgöngum sig sjaldan eða aldrei finna fyrir depurð. Hins vegar ber að skoða þessar niðurstöður gaumgæfilega því marktæk aukning er milli fyrirlagna í 6. og 10. bekk þar sem 10-15% nemenda í 6. bekk segjast upplifa depurð einu sinni eða oftar í viku en um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla. Séu niðurstöður skoðaðar eftir kyni nemenda kemur í ljós að stelpur eru mun líklegri til að finna fyrir depurð á hverjum degi og ástandið versnar eftir því sem unglingar eldast. Þessar niðurstöður þarf að taka alvarlega, skoða hvað veldur þessari þróun og hvernig við sem samfélag getum unnið gegn henni. <br /> <br /> Meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins er að nemendum líður vel og mikið traust ríkir á milli kennara og nemenda. Í þessu felast mikil sóknarfæri sem hægt er að byggja á og nýta til að efla menntun í landinu enn frekar. Það er samvinnuverkefni skólasamfélagsins, foreldra, sveitarfélaga og atvinnulífs. Séu styrkleikarnir nýttir sem skyldi og tekist á við áskoranir á réttan hátt eru okkur allir vegir færir til þess að byggja upp framúrskarandi menntakerfi til framtíðar.
11. janúar 2019Blá ör til hægriVerksmiðjan gangsett<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 11. janúar 2019.</h5> Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfþjálfun af öllu tagi. <br /> <br /> Í gær tók ég þátt í óvenjulegri gangsetningu nýrrar Verksmiðju. Sú Verksmiðja er hugmynda- og uppfinningakeppni þar sem nemendur í efstu bekkjum grunnskóla raungera og útfæra hugmyndir sínar með aðstoð leiðbeinenda, fagfólks, fyrirtækja og hvetjandi sjónvarpsefnis. Verkefni þetta er unnið í góðu samstarfi m.a. milli Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og framkvæmt með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmið þessa verkefnis er að hvetja ungmenni til að veita hugmyndum sínum og hæfileikum athygli, efla nýsköpun og fjalla á margvíslegan hátt um tækifæri sem felast í iðn- og tæknimenntun. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóðinni <a href="http://ungruv.is/verksmidjan" target="_blank">ungruv.is/verksmidjan</a>.<br /> <br /> Við lærum einna best gegnum athafnir og með því að framkvæma það sem við hugsum. Sköpun er veigamikill þáttur í námi á öllum skólastigum og fjölbreytni er brýn í skólakerfinu til þess að efla og þroska einstaklinga til allra starfa og ekki síður til þess að hjálpa nemendum að finna sína fjöl - eða fjalir. Manneskjan er í mótun alla ævi og því er mikilvægt að byrja snemma að virkja hæfni eins og sköpun og frumkvæði. Verksmiðjan nýja er að mínu mati kjörin til þess. Aukin áhersla á nýsköpun og frumkvöðlafræðslu eflir unga fólkið okkar og kynnir þeim ný tækifæri og námsleiðir. Það er ekki síst brýnt fyrir samfélag sem fjölga vill starfskröftum með iðn-, verk- og tæknimenntun. Eitt okkar forgangsmála nú er að fjölga nemum í slíkum greinum og gleðilegt er að uppi eru vísbendingar um að aðgerðir séu farnar að skila árangri, meðal annars með aukinni ásókn í slíkt nám. Ég er bjartsýn á að grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagnandi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna, fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu námsframboði hér á landi.
08. janúar 2019Blá ör til hægriSvo lærir sem lifir<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 8. janúar 2019.</h5> Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal<br /> annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu.<br /> <br /> Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað. Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla.<br /> <br /> Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekk ingar miðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
02. janúar 2019Blá ör til hægriStörf kennara í öndvegi<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 02. janúar 2019.</h5> <br /> Samkeppnishæfni þjóða mun á næstu áratugum ráðast af hæfni og færni fólksins þeirra. Sú hæfni og færni ræðst ekki síst af gæðum menntakerfa í viðkomandi landi. Kennarar bera uppi menntakerfin og eru því lykilaðilar í mótun samfélaga til framtíðar. Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu á að stjórnmálin forgangsraði í þágu menntunar.<br /> <br /> Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er afar skýr í þessum efnum en þar er lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fram kemur að mikilvægt sé að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Jafnframt kemur fram að bregðast þurfi við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitar- og stéttarfélaga. <br /> <br /> Staðan í dag er sú að við þurfum að stórauka aðsókn í kennaranám, þar sem háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að mæta þörfum fyrir nýliðun, sér í lagi á leik- og grunnskólastigi.<br /> <br /> Stjórnvöld hafa ásamt lykilfólki í menntamálum unnið að því að mæta þessari áskorun. Tillögur voru kynntar ríkisstjórn fyrir jólin og vonir standa til að stjórnvöld geti kynnt eftirfarandi úrbætur á nýju ári og hrint þeim í framkvæmd: Í fyrsta lagi að starfsnám á vettvangi, þ.e. fimmta ár í M.Ed í leik- og grunnskólafræðum, verði launað. Í öðru lagi að efla leiðsögn nýliða í starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi að Lánasjóði íslenskra námsmanna verði beitt til að fjölga kennurum en norsk stjórnvöld hafa meðal annars farið þessa leið. Í fjórða lagi að lög um menntun og ráðningu kennara verði endurskoðuð og að lokum að útskrifuðum kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn verði fjölgað. Allar þessar tillögur að úrbótum eru mikilvæg skref til að efla starfsumhverfi kennara á Íslandi. Þetta er þó einungis upphaf þeirrar vegferðar sem framundan er hjá þjóðinni. Afar brýnt er að það verði þjóðarsátt um starfskjör kennara og skólastjórnenda. Það er forsenda þess að Ísland verði með framúrskarandi menntakerfi. <br /> <br /> Á þessu rúma ári sem ég hef gegnt embætti mennta- og menningarmálaráðherra hefur það orðið æ skýrara í mínum huga að ef við sem samfélag ætlum að vera í fremstu röð er varðar lífsgæði þjóða þurfi ríki og sveitarfélög að vinna ötullega að því að efla starfsumhverfi kennara. Á árinu sem leið sáum við jákvæða þróun í fjölgun þeirra sem sóttu um í kennaranám sem er ánægjulegt. Við þurfum hins vegar að gera miklu betur og ég er sannfærð um að ofangreindar tillögur muni skila okkur á betri stað. Tökum höndum saman um það verkefni og mótum framtíðina til hagsbóta fyrir alla.
02. janúar 2019Blá ör til hægriSókn íslenskunnar<p><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 31. desember 2018.</strong></p> <p> Í kvöld tökum við á móti nýju ári og kveðjum viðburðaríkt ár sem hefur einkennst af skemmtilegum og krefjandi áskorunum. Á slíkum tímamótum staldrar fólk gjarnan við og lítur yfir farinn veg. Á árinu sem er að líða hefur íslenskan verið sett í öndvegi í opinberri stefnumótun og einnig hjá atvinnulífinu. Vaxandi áhrif tölvu- og samskiptatækni á daglegt líf krefjast aðgerða til að tungumál, líkt og okkar, séu gjaldgeng í nútímasamskiptum. Stjórnvöld kynntu heildstæða áætlun til þess að styrkja stöðu íslenskunnar og tryggja að hún verði áfram notuð á öllum sviðum þjóðlífsins.</p> <p>Mikilvægt skref var stigið á þeirri vegferð í mánuðinum þegar Alþingi samþykkti frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Það felur í sér 25% endurgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka en áætluð framlög eru um 400 milljónir kr. á ári. Að auki verður stofnaður sérstakur barna- og unglingabókasjóður.</p> <p>Einn angi þess að efla íslenskuna snýr að fjölmiðlum en þeir gegna mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga og sem vettvangur skoðanaskipta. Rekstrarumhverfi þeirra er hins vegar erfitt. Við þessu ætlum við bregðast en á vorþingi mæli ég fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem mun gera þá betur í stakk búna til að miðla vönduðu fréttaefni á íslensku og efla þannig lýðræðislega<br /> umræðu.</p> <p>Við viljum gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi en á árinu var hrint af stað verkáætlun um máltækni. Í því felst að þróa tæknilausnir sem munu gera okkur kleift að eiga samskipti við tækin okkar á íslensku. Áætlunin er að fullu fjármögnuð en áætlaður kostnaður við hana er 2,2 milljarðar kr.</p> <p>Á skólamálaþingi Kennarasambands Íslands í haust var skrifað undir viljayfirlýsingu um að hrinda í framkvæmd vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls. Þetta rímar meðal annars við þingsályktunartillögu í 22 liðum um eflingu íslenskunnar sem ég mælti fyrir nýverið. Ljóst er að kennarar eru í lykilhlutverki við að efla tungumálið okkar og því taka stjórnvöld frumkvæðinu fagnandi. Að því sögðu óska ég landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir viðburðaríkt ár sem er á enda.</p>
19. desember 2018Blá ör til hægriHvað ætlar þú að lesa um jólin?<h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 19. desember 2018.</h5> <p>Nú líður að jólum en þau eru tími samveru með ástvinum og ættingjum. Einnig eru þau tími lesturs og bóka. Hátíðarnar eru kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins og það er gleðilegt hversu margir njóta þess að lesa um jólin. Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til bóklestrar en niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn í dag mikilvægur þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir. <br /> <br /> Þar kom fram að 72% svarenda hefðu lesið eða hlustað á bækur síðastliðna 30 daga. Um 86% þeirra höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu 12 mánuðum, 31% höfðu lesið rafbækur og 35% hlustað á hljóðbækur. Niðurstöðurnar benda til þess að konur lesi meira en karlar, að meðaltali lesa karlar tvær bækur á mánuði en konur 3,5 bækur. Þetta eru fróðlegar niðurstöður og þær er þarft að skoða í samhengi. <br /> <br /> Raunin er að bóksala á Íslandi hefur dregist verulega saman eða um tæp 40% á síðustu 10 árum. Ástæður þess má einna helst rekja til breyttrar samfélagsgerðar og örrar tækniþróunar því aukið framboð lesefnis og myndefnis á netinu hefur leitt til þess að lestur bóka á íslensku hefur minnkað. Þessi þróun skapar ákveðna ógn við tungumálið en til þess að mæta því, og fleiri áskorunum sem að íslenskunni standa, verður á nýju ári sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi sem heimilar 25% endurgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu bóka á íslensku. Markmiðið með því er að auka lestur og efla bókaútgáfu í landinu og er þetta fyrsta skrefið í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu.<br /> <br /> Ég vona að sem flestir muni gefa sér tíma til þess að lesa um hátíðarnar. Fyrir marga er það einn hápunktur jólanna að sökkva sér ofan í góða bók á aðfangadagskvöld. Megi sem flestir lesendur, á öllum aldri, finna þá ánægju og gleði þessi jólin. </p> <br />
01. desember 2018Blá ör til hægriMenntun og menning til framtíðar<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 1. desember 2018.</h5> <br /> Á þessum hátíðardegi fögnum við aldarafmæli fullveldis þjóðarinnar. Með sambandslögunum milli Íslands og Danmerkur, sem gildi tóku 1. desember 1918, var það viðurkennt að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki og hefur dagurinn því sérstöðu í sögu okkar. Ég vona að sem flestir gefi sér tækifæri til þess að taka þátt í viðburðum sem skipulagðir eru víða um land af þessu hátíðlega tilefni. Tímamót gefa færi á að líta um öxl og svo vill til að um þessar mundir er ár liðið frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Þetta fyrsta ár hefur verið afar lærdóms- og viðburðaríkt en sem mennta- og menningarmálaráðherra hef ég fengið að kynnast frábæru og fjölbreyttu starfi sem unnið er að á þeim vettvangi. <br /> <br /> <strong>Stórsókn í menntamálum</strong><br /> Ríkisstjórnin hefur frá upphafi tekið það verkefni föstum tökum að stuðla að nauðsynlegri uppbyggingu samfélagslegra innviða. Í stjórnarsáttmálanum boðuðum við stórsókn í menntamálum og samþykkt fjármálaáætlun næstu ára ber þess skýr merki. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og leggur grunninn að áframhaldandi velsæld okkar. Við viljum að skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verði áfram undirstaða íslenska skólakerfisins og það geti mætt örum samfélagsbreytingum. Á því byggist samkeppnishæfni okkar til framtíðar. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 og þar setjum við í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum.<br /> <br /> <strong>Mikilvægi kennara<br /> </strong>Brýnt verkefni okkar á sviði menntamála er að styrkja umgjörð í kringum kennara á öllum skólastigum og auka nýliðun í stétt þeirra. Mikilvægt er að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum því kennarar eru lykilfólk í mótun framtíðarinnar. Fjölþættar aðgerðir sem snúa að nýliðun kennara verða brátt kynntar en við höfum unnið að þeim í góðu samstarfi við skólasamfélagið. <br /> <strong><br /> Eflum iðn-, starfs- og verknám</strong><br /> Eitt okkar forgangsmála er að efla iðn-, starfs- og verknám. Í því felst að styrkja utanumhald með verk- og starfsþjálfun nemenda og auka aðgengi að náminu. Niðurfelling efnisgjalda var mikilvægt skref í þá átt. Þá er brýnt að kynna betur þá fjölbreyttu náms- og starfskosti sem í boði eru. Sú vinna fer einkar vel af stað og sem dæmi fjölgaði innrituðum nemendum á verk- og starfsnámsbrautum framhaldsskóla hlutfallslega um 33% milli ára á haustönn. Kostir verk- og starfsmenntunar eru ótvíræðir og mikil eftirspurn eftir fólki með slíka menntun á ýmsum sviðum atvinnulífsins. <br /> <br /> <strong>Vinnum gegn brotthvarfi</strong><br /> Annað stórt verkefni eru aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda á framhaldsskólastigi. Aðgerðir á því sviði snúast meðal annars um aukin framlög til framhaldsskólastigsins, betri kortlagningu á brotthvarfsvandanum og bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur framhaldsskólanna. Niðurstöður útreikninga á árlegu nýnemabrotthvarfi sýna að það hefur minnkað miðað við gögn síðustu þriggja ára og er það vel, sem og að nú hefur svokölluð „25 ára regla“ verið afnumin. <br /> <br /> <strong>Styrkara háskólastig</strong><br /> Til þess að stuðla að hagvexti og umhverfi þar sem nýsköpun blómstrar og verkvit þróast er mikilvægt að fjárfesta í háskólastiginu og hvetja til öflugs samstarfs þess við atvinnulífið. Heildarfjárframlög háskólastigsins nema tæpum 47 milljörðum kr. á næsta ári en að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum er það hækkun um 2,2 milljarða kr. eða um 5% milli ára. Markmiðið með auknum framlögum til kennslu og rannsókna á háskólastigi er fyrst og fremst að auka gæði náms. Fjárfestingar okkar í menntakerfinu hafa aukist að undanförnu og hefur hlutfall háskólamenntaðra hér á landi vaxið hratt. Það er ánægjulegt að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum er mjög lágt hér á alþjóðlegan mælikvarða. <br /> <br /> <strong>Menningin</strong> <br /> Aðgengi að menningu er þýðingarmikill þáttur þess að lifa í framsæknu samfélagi, því skiptir máli að landsmenn allir geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Við fylgjum eftir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni og á þessu ári hafa verið tekin mikilvæg skref í uppbyggingu slíkra húsa, á Sauðárkróki og Egilstöðum. Menningarhúsin hafa sannað mikilvægi sitt víða um land og þau hafa ótvíræð jákvæð margfeldisáhrif, bæði á bæi og nærsamfélög. Á síðustu árum hefur átt sér stað vitundarvakning í verkefnum tengdum barnamenningu. Í tilefni af fullveldisafmælinu verður stofnaður barnamenningarsjóður með það markmið að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun. Jafnframt verður nýjum styrkjaflokki bætt við styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem sérstaklega verður ætlaður barna- og ungmennabókum.<br /> <br /> <strong>Framtíðin er á íslensku</strong><br /> Íslensk stjórnvöld hafa kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar. Aðgerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Þeim til grundvallar er eindreginn vilji til að tryggja framgang tungumálsins, t.a.m. með stuðningi við bókaútgáfu, einkarekna fjölmiðla, máltækni og menntun. Á næstunni mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi. Megininntak hennar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórnsýslu. <br /> <br /> <strong>Verkin tala<br /> </strong>Sem ráðherra fagna ég áhuga á þróun mennta- og menningarmála og þakka þann ríka samvinnuvilja sem ég skynja á vettvangi minna starfa. Hvoru tveggja er okkur mikilvægt til að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem við höfum sett okkur. Nú horfum við 100 ár aftur í tímann, fögnum tímamótum og hugsum jafnframt til framtíðar. Hún er full af spennandi verkefnum og tækifærum. Til hamingju með fullveldisdaginn.<br /> <br />
21. nóvember 2018Blá ör til hægriMenntamál eru atvinnumál<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2018.</h5> Í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslensku efnahagslífi er vísað til þess að efnahagsstefna landsins þurfi að miða að því að efla viðnámsþrótt hagkerfisins. Þar kemur fram að efnahagur heimila, fyrirtækja og efnahagsreikningur hins opinbera hafi styrkst mikið á undanförnum árum en þar sem hagkerfið sé lítið og því næmt fyrir áföllum sé nauðsynlegt að verja það fyrir hagsveiflum. Því sé mikilvægt að ríkið móti stefnu sem eykur vaxtarmöguleika íslensks hagkerfis og styðji við samkeppnishæfni landsins. <br /> <br /> Stefna stjórnvalda í menntamálum stuðlar að þessu og það styður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í úttekt sinni. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að öflugt menntakerfi sé meginforsenda framfara og kjarninn í nýsköpun þjóðarinnar til framtíðar. Örar tækniframfarir í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við slíkar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD) hefur alþjóðleg samanburðarhæfni íslenska menntakerfisins minnkað frá því að mælingar á henni hófust árið 2000 en á undanförnum árum hefur ýmissa leiða verið leitað til þess að snúa þeirri þróun við. Það má meðal annars sjá í auknum framlögum og fjárfestingu á sviði menntamála. <br /> <br /> Við boðuðum stórsókn í menntamálum og samþykkt fjármálaáætlun næstu ára ber þess skýr merki. Þegar eru uppi vísbendingar um að aðgerðir okkar á sviði menntamála, m.a. til að fjölga nemendum í iðn- og kennaranámi, séu að skila árangri. Við viljum stefna að hugverkadrifnum hagvexti og minnka vægi þess útflutnings sem er háður auðlindum. Með því fæst meira jafnvægi í þjóðarbúskapinn og minni líkur eru á sveiflum í efnahagslífinu. Til þess að stuðla að slíku jafnvægi og umhverfi þar sem nýsköpun dafnar og verkvit þróast er mikilvægt að við fjárfestum í menntakerfinu og stuðlum að virku samstarfi þess við atvinnulífið.
19. nóvember 2018Blá ör til hægriÁfram íslenska<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember 2018.</h5> Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. <br /> <br /> Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. <br /> <br /> Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. <br /> <br /> Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum.<br />
12. nóvember 2018Blá ör til hægriSókn er besta vörnin<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 12. nóvember 2018.</h5> <br /> Degi íslenskrar tungu verður fagnað með fjölbreyttum hætti á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember nk. Dagurinn hefur fest sig í sessi í hugum landsmanna og margir nýta hann til að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi tungumálsins. Íslenskan skipti sköpum í sjálfstæðisbaráttu okkar og athyglivert er hversu mikla áherslu forystufólk á þeim tíma lagði á mikilvægi tungumáls og menntunar. Þegar litið er um öxl má með sanni segja að vel hafi tekist til við að auka lífsgæði á Íslandi. Við þurfum hins vegar alltaf að vera meðvituð um þá samkeppni sem ríkir um mannauðinn og keppa að því að lífskjör séu góð og standist alþjóðlegan samanburð. <br /> <br /> „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð,“ er haft eftir Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Á tímum örrar alþjóðavæðingar og tæknibyltinga er mikilvægt að undirstrika stöðu þjóðtungunnar. Vaxandi áhrif tölvu- og samskiptatækni á daglegt líf krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda til að tryggja að tungumál líkt og íslenska séu gjaldgeng í nútímasamskiptum. Nauðsynlegt er að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna svo hún megi þróast og dafna til framtíðar. Ábyrgðin á því viðvarandi verkefni hvílir hjá stjórnvöldum og atvinnulífi hvers tíma. <br /> <br /> Það eru forréttindi fyrir fámenna þjóð að tala eigið tungumál. Þjóðir hafa glatað tungumálum sínum eða eru við það að missa þau. Dæmi um slíkt er lúxemborgíska sem er eitt þriggja mála sem talað er í Lúxemborg. Um áratugaskeið hafa opinber skjöl í Lúxemborg verið birt á frönsku og þýsku en lúxemborgíska verið töluð. Líkt og Ísland er Lúxemborg fámennt land með háar þjóðartekjur en landfræðileg staða ríkjanna er afar ólík. Yfirvöld í Lúxemborg hafa hugað lítt að því að tæknivæða lúxemborgísku og því fer notkun hennar dvínandi. <br /> <br /> Íslensk stjórnvöld hafa kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar. Aðgerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Þeim til grundvallar er eindreginn vilji til að tryggja framgang tungumálsins, m.a. með stuðningi við bókaútgáfu, einkarekna fjölmiðla, máltækni og menntun. Á næstunni verður kynnt þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi. Megininntak hennar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórnsýslu. <br /> <br /> Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Hún er full af spennandi áskorunum og tækifærum. Vinnum að því saman að allt sé hægt á íslensku.
09. nóvember 2018Blá ör til hægriBæta þarf stöðu drengja í menntakerfinu<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2018.</h5> Okkur ber skylda til þess að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna og tryggja þeim tækifæri til þess að þroskast og dafna. Menntakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki okkar og þar er lagður grunnur að tækifærum framtíðarinnar. Samkvæmt nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) um menntatölfræði eru meginstyrkleikar íslenska menntakerfisins gott aðgengi að menntun og góð samskipti nemenda og kennara. Í þeirra tölum hefur einnig komið fram að íslenskt skólakerfi einkennist af jöfnuði. <br /> <br /> <strong>Lesskilningur</strong><br /> Kveikjan að þessum skrifum er umræða í þinginu í gær um stöðu drengja. Hún bar yfirskriftina „Drengir í vanda“ og þar ræddu þingmenn vítt og breitt um stöðu íslenskra drengja. Ég færi Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Flokks fólksins þakkir fyrir að vekja máls á þessu brýna málefni. Mér er málið hugleikið og líkt og samstarfsfólk mitt í þinginu hef ég áhyggjur af slökum lesskilningi íslenskra drengja. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2015 sýndu að 29% íslenskra drengja væru í lægstu hæfniþrepum prófsins og gætu ekki lesið sér til gagns. Það er stórt samfélagslegt verkefni að bæta læsi íslenskra barna og að því vinnum við í sameiningu. Eitt mikilvægt tæki til þess eru lesfimipróf sem innleidd hafa verið. Vísbendingar eru um að okkur miði í rétta átt samkvæmt nýjustu niðurstöðum. <br /> <br /> <strong>Brotthvarf</strong><br /> Töluverður munur er á brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum eftir kynjum og þar hallar á drengina. Á Íslandi eru fleiri karlar á aldrinum 25-34 ára án framhaldsskólamenntunar en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist mjög á sl. tíu árum, en háskólamenntuðum konum hef fjölgað mun hraðar en körlum þannig voru konur tveir af hverjum þremur sem brautskráðust af háskólastigi hér á landi á árunum 2015-2016. Að undanförnu höfum við gripið til aðgerða til að sporna við brotthvarfi úr framhaldsskólum m.a. með því að veita auknum framlögum til skólanna til að mæta nemendum í brotthvarfshættu, hefja skimun fyrir brotthvarfi og vinna að bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. <br /> <br /> <strong>Samstarf um árangur</strong><br /> Vellíðan og velgengni nemenda er stöðugt verkefni skólafólks og menntakerfisins í heild. Þar þurfa margir þættir að koma saman til að árangur náist og hann sé viðvarandi. Nú í haust var stigið gott skref í þá átt að auka samstarf í þágu barna þegar ráðherrar félags- og jafnréttismála, dómsmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála, heilbrigðismála og mennta- og menningarmála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis, ásamt fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að við hyggjumst auka samstarf okkar á þeim málefnasviðum er snúa að velferð barna og brjóta niður múra sem myndast geta milli kerfa. Markmiðið er skýrt; að tryggja sem best að börn og ungmenni fái heildstæða og samhæfða þjónustu þvert á stofnanir og kerfi. <br /> <br /> <strong>Snemmtæk íhlutun</strong><br /> Þessi viljayfirlýsing kallast á við þær áherslur sem við höfum talað fyrir er snerta snemmtæka íhlutun. Hún felur í sér að börn og ungmenni fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni og þeim sé veitt liðsinni áður en vandi þeirra ágerist. Við náum mestum árangri með snemmtækri íhlutun þegar allir leggja sig fram við að eyða þeim hindrunum sem geta skapast milli málefnasviða, stjórnsýslustiga og stofnana þegar kemur að því flókna verkefni að stuðla að velferð barna. <br /> <br /> Íslenskt menntakerfi er öflugt og mörgum kostum búið. Við viljum gera enn betur og sóknarfærin eru víða. Menntatölfræði og niðurstöður rannsókna eru mikilvæg innlegg í þá stefnumótun sem nú stendur yfir vegna mótunar menntastefnu til ársins 2030. Eitt af því sem er til skoðunar þar er hvernig við getum forgangsraðað með skilvirkari hætti í þágu þeirra sem mæta áskorunum í menntakerfinu, hvort sem það eru drengir eða stúlkur.
02. nóvember 2018Blá ör til hægriRaddir unga fólksins á Norðurlöndum<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember 2018.</h5> <br /> Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði í byrjun næsta árs og á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi í Osló fyrr í vikunni kynnti ég þær áherslur sem við munum leggja á sviði menningarmála. Þrjú áhersluatriði íslensku formennskunnar snúa að sjálfbærri ferðamennsku í norðri, hafinu og ungu fólki á Norðurlöndunum en viðfangsefni okkar á menningarsviðinu tengjast einkum hinu síðastnefnda. <br /> <br /> Þannig eru verkefni okkar Menntun fyrir alla og Platform-Gátt umfangsmikil verkefni á sviðum menntunar og lista fyrir ungt fólk. Þar er sérstök áhersla lögð á þátttöku og samræðu þeirra um mennta- og menningarmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á þessu ári förum við einnig með formennsku í norrænu barna- og ungmennanefndinni NORDBUK en eitt af markmiðum hennar er að efla samtakamátt og þátttöku ungs fólks á Norðurlöndunum í samfélagslegum verkefnum og lýðræðisferlum. <br /> <br /> Ísland leggur áherslu á tungumálasamstarf í formennsku sinni og mun ég mæla fyrir því að kannað verði hvort tímabært sé að endurskoða málstefnu Norðurlanda í heild sinni. Á fundinum í Osló urðu þau tímamót að íslenska og finnska voru í fyrsta sinn formlega skilgreind sem opinber mál Norðurlandaráðs og er það mikið framfaraskref. Þá munum við skipuleggja tvær ráðstefnur þar sem málefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) um heimsminjar og menningarerfðir verða í brennidepli. Á vettvangi fjölmiðlunar munum við gera átak í að efla fjölmiðlun sem tæki gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála er ráðgert að skipuleggja hliðarviðburði á stórri ráðstefnu íslensku formennskunnar um #églíka-byltinguna næsta haust.<br /> <br /> Á fundi norrænu menningarmálaráðherranna í Osló var einnig tekin ákvörðun um sameiginlega menningarkynningu Norðurlandanna, hliðstæða Nordic Cool sem fram fór í Washington 2013 og Nordic Matters í Lundúnum 2017, og mun sendinefnd kynna tillögur sínar að staðsetningu þriðju menningarkynningarinnar um miðjan nóvember. <br /> <br /> Ég vil að lokum óska verðlaunahöfum Norðurlandaráðs, sem veitt voru á þinginu, hjartanlega til hamingju. Það er sérlega ánægjulegt að tvenn verðlaun hlotnuðust íslensku listafólki að þessu sinni; rithöfundinum Auði Övu Ólafsdóttur sem hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Ör og aðstandendum kvikmyndarinnar Kona fer í stríð sem fengu kvikmyndaverðlaunin. Verðlaun þessi munu án efa auka hróður fyrrgreindra verka og listamanna enn frekar.<br />
24. október 2018Blá ör til hægriHæst hlutfall háskólamenntaðra á Íslandi<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 24. október 2018.</h5> Samkvæmt nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um menntatölfræði eru meginstyrkleikar íslenska menntakerfisins gott aðgengi að menntun og góð samskipti nemenda og kennara. Skýrslan „Menntun í brennidepli“ tekur nú í fyrsta sinn mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er því sérstaklega fjallað þar um jöfn tækifæri til náms og hvernig félagslegar aðstæður, uppruni og kyn hafa áhrif á skólasókn og menntunarstig. <br /> <br /> Fram kemur í skýrslunni að fjárfestingar okkar í menntakerfinu hafa aukist og að hér sé mjög hátt hlutfall háskólamenntaðra í alþjóðlegum samanburði sem og mikil atvinnuþátttaka. Hlutfall háskólamenntaðra á aldrinum 25-64 ára er einna hæst hér og í Danmörku af Norðurlöndum. Í aldurshópnum 25-64 ára höfðu 21% Íslendinga og Dana lokið grunnnámi á háskólastigi árið 2017 en það hlutfall er 17% í Svíþjóð og Finnlandi og 19% í Noregi. Þegar horft er á hlutfall kynjanna og þróunina síðustu 10 ár má sjá hversu hratt menntunarstig þjóðarinnar hefur vaxið. Hlutfall háskólamenntaðra karla á aldrinum 25-34 ára á Íslandi hefur aukist um 10 prósentustig á 10 árum meðan hlutfall háskólamenntaðra kvenna hefur aukist um 20 prósentustig. Þetta er umtalsverð aukning á svo skömmum tíma og ekki síst þegar tekið er tillit til þess að þrátt fyrir hana telst atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum mjög lágt hér á alþjóðlegan mælikvarða.<br /> <br /> Ein áskorun sem mörg ríki stríða við er hátt atvinnuleysi meðal ungs fólks sem hverfur frá námi og fær ekki vinnu. Ísland stendur áberandi vel að vígi að þessu leyti, þrátt fyrir að brotthvarf úr námi hafi verið viðvarandi á framhaldsskólastigi. Ef litið er á aldursbilið 18 til 24 ára eru aðeins 5% íslenskra ungmenna hvorki í skóla né vinnu og er það lægsta hlutfall meðal ríkja OECD. <br /> Skólasókn dreifist líka yfir lengra tímabil hér á landi, algengt er í samanburðarlöndum okkar að skólasókn sé há á aldrinum 15-19 ára en minnki svo en hér er mjög hátt hlutfall ungs fólks á aldrinum 25-29 ára í skóla. Ungt fólk notfærir sér í auknum mæli tækifæri í atvinnulífinu og frestar skólagöngu en snýr aftur eftir að hafa náð sér í starfsreynslu. Hvort þetta er jákvætt eða neikvætt er matsatriði, en sú hætta er fyrir hendi að hópar hverfi alfarið frá námi og ljúki ekki skólagöngu á framhaldsskólastigi.<br /> <br /> Menntatölfræði skiptir okkur miklu við stefnumótun og ákvarðanatöku og samfella í þeim mælingum er afar mikilvæg. Tekið verður mið af skýrslum og greiningarvinnu sem fyrir liggja og sjónum beint að þessum áskorunum í yfirstandandi vinnu við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Um leið og við fögnum fjölgun háskólamenntaðra á Íslandi vil ég einnig óska Bandalagi háskólamanna til hamingju með 60 ára starfsafmæli félagsins. <br />
22. október 2018Blá ör til hægriVísindasamstarf og norðurslóðir<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 20. október 2018.</h5> <br /> Hringborð norðursins er alþjóðlegur samstarfs- og samráðsvettvangur um málefni norðurslóða og er samnefnt þing þess stærsta alþjóðlega samkoman þar sem málefni og framtíð þess svæðis eru til umfjöllunar. Málefni norðurslóða snerta nær allar hliðar íslensks samfélags og eru forgangsmál í stefnumótun stjórnvalda. Eitt af þeim málefnum sem efst eru á baugi á ráðstefnu Hringborðs norðursins sem nú stendur yfir í Reykjavík eru áskoranir sem örar samfélags- og náttúrufarsbreytingar vegna hlýnunar jarðar hafa í för með sér fyrir íbúa á norðurslóðum. Viðbrögð okkar við þeim munu skipta miklu fyrir lífsgæði framtíðarinnar og því er brýnt að stefnumótun ríkja á svæðinu byggist á gagnreyndri þekkingu, yfirsýn og góðri samvinnu.<br /> <br /> <strong>Vísindarannsóknir</strong><br /> Einn þáttur í alþjóðlegu samstarfi ríkjanna á norðurslóðum eru rannsóknir á lífríki, umhverfi og samfélögum norðurslóða. Vísindarannsóknir og vöktun breytinga á svæðunum veita veigamikla undirstöðu fyrir stefnumótun stjórnvalda en alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar á umhverfi og samfélög norðurslóða. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum slíkra rannsókna, má þar sem dæmi nefna rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, jöklum, breytingum á vistkerfi sjávar og kortlagningu hafsbotnsins. Þá hýsir Ísland skrifstofur Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) sem er vettvangur opinberra stofnanna og samtaka á sviði norðurslóðarannsókna frá yfir 20 ríkjum. Markmið vísindanefndarinnar er að stuðla að samstarfi um rannsóknir á Norðurheimskautssvæðinu og veita ráðgjöf til alþjóðasamfélagsins um málefni norðurslóða. Vettvangur sem þessi er mikilvægur fyrir íslenskt vísindasamfélag og veitir vísindamönnum okkar aðgang að öflugasta tengslaneti vísindamanna á norðurslóðum og eykur jafnframt möguleika þeirra til alþjóðlegs samstarfs. Íslensk stjórnvöld hafa einnig átt í farsælu samstarfi við Fulbright-stofnunina um samstarf á sviði norðurslóðafræða, en á þeim vettvangi eru fræðimenn styrktir til kennslu og rannsóknastarfa.<br /> <br /> <strong>Áhrif fólksins</strong><br /> „Fólkið sem býr á norðurslóðum á næstum engan þátt í þeim breytingum sem eiga sér stað, heldur stærri þjóðir sunnar á hnettinum,“ sagði Ragnar Axelsson ljósmyndari þegar hann tók á móti Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir ljósmyndabókina Andlit norðursins. Þetta eru athyglisverð orð og áminning til okkar um mikilvægi þess að íbúar þessa svæðis komi að mótun stefnunnar. Til að meta til fulls þá margbrotnu félagslegu, menningarlegu og sögulegu þætti sem tengjast því stóra verkefni að aðlagast örum samfélags- og náttúrufarsbreytingum er áríðandi að horfa til þess mannauðs og þekkingar sem til staðar er á hverju svæði fyrir sig. Í því felst til að mynda að efla þverfaglegar rannsóknir sem tengja sama hug- og félagsvísindi við raun- og náttúruvísindi. Með þeim hætti má stuðla að því að stefnumótun og ákvarðanataka sé byggð á heildrænni sýn og að tekið sé tillit til viðhorfa og þekkingar íbúa á viðkomandi svæðum. Norðurskautsráðið er þungamiðjan í okkar alþjóðasamstarfi á norðurslóðum og mun Ísland gegna formennsku í ráðinu frá og með næsta ári. Megináherslur ráðsins á umhverfismál og sjálfbæra þróun gera það að verkum að vísindi og rannsóknir skipa stóran sess í störfum þess. Ísland hefur nú þegar gert sig gildandi þegar kemur að framlagi til félags- og hugvísinda en frá árinu 2009 hefur Heimskautaréttarstofnunin meðal annars unnið að lögfræðilegum viðfangsefnum heimskautasvæðanna með útgáfu rita um heimskautarétt. Þá veitir stofnunin einnig stuðning til framhaldsnáms í heimskautarétti sem kennt er við Háskólann á Akureyri þar sem nemendur fræðast meðal annars um viðfangsefni öryggismála, leitar- og björgunarstarfa, auðlinda og líffræðilegs fjölbreytileika í tengslum við heimskautin tvö.<br /> <br /> <strong>Umhverfið nýtur vafans</strong><br /> Ísland hefur mikilvæga sérstöðu sem norðurskautsríki þar sem stór hluti landhelgi okkar er innan norðurslóða. Hagmunir Íslands felast í því að nýta tækifæri sem fylgja þeirri stöðu með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Auknum siglingum og annarri starfsemi fylgja sóknarfæri en líka áskoranir fyrir umhverfi, lífríki og lífshætti. Viðkvæmt vistkerfi norðurslóða á að njóta vafans og var mikilvægt skref í þá veru stigið í aðdraganda Parísarsáttmálans um loftslagsmál. Norðurskautsríkin hafa nú þegar gert þrjá lagalega bindandi samninga um; leit og björgun, varnir gegn olíumengun og samstarf á sviði vísinda. Þessir samningar eru þýðingarmiklir fyrir öryggi sjófarenda og umhverfisvernd á víðfeðmu og viðkvæmu hafsvæði. Ríkin hafa einnig átt þátt í gerð áætlunar um vöktun á líffræðilegum fjölbreytileika á norðurslóðum, aðgerðaramma vegna sóts og metans, rammaáætlunar um friðuð hafsvæði og svo framvegis. Þessu til viðbótar hafa norðurskautsríkin í sameiningu komið að mótun siglingareglna á norðurslóðum, sem Alþjóðasiglingamálastofnunin gefur út. Öll þessi samvinna miðar að því að auka umhverfismeðvitund byggða á vísindalegum rannsóknum.<br /> <br /> Ísland hefur margt fram að færa í málefnum norðurslóða eins og ég hef rakið hér að ofan. Við eigum að halda áfram að leggja áherslu á málefni norðurslóða í víðum skilningi; tryggja stöðu okkar sem strandríkis innan svæðisins og taka virkan þátt í alþjóðlegri vísindasamvinnu er því tengist.
22. október 2018Blá ör til hægriRéttu barni bók<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 22. október 2018.</h5> <br /> Nú er tími vetrarfríanna hjá íslenskum grunnskólabörnum. Það er kærkomin tilbreyting að líta upp úr námsefninu bæði fyrir nemendur og kennara og vonandi gefst sem flestum færi á að njóta samverustunda í fríinu. Öll viljum við að börnin okkar njóti þeirra möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að þau fái tækifæri til þess að þroskast og blómstra í fjölbreyttum verkefnum. Lestrarfærni er lykill að lífsgæðum okkar og bækur grundvöllur símenntunar alla ævi. Við vitum að þeirri færni hefur farið hrakandi og ýmislegt hefur þegar verið gert til þess að snúa þeirri þróun við og efla læsi barna og unglinga. <br /> <br /> Á dögunum kynntum við aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Í liðinni viku mælti ég fyrir frumvarpi sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Þeirri aðgerð er ætlað að hvetja til aukinnar útgáfu bóka, á prenti og rafrænum miðlum og auka þannig framboð og fjölbreytni efnis fyrir íslenska lesendur. Til þess að stuðla að bættu læsi þurfa allir aldurshópar, og ekki síst börn og ungmenni, að geta nálgast áhugavert og fjölbreytt lesefni á íslensku.<br /> <br /> Gildi bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar er óumdeilt. Útgáfa bóka er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar.&nbsp;Frá því að land var numið á Íslandi höfum við skrifað og lesið til að skilja okkur sjálf. Það er tungumálið okkar sem geymir þann galdur. Íslenskan er okkar þjóðtunga og opinbert mál, og okkur ber að tryggja að hægt sé að nota hana á öllum sviðum þjóðlífsins. Til þess eru margar leiðir, sumar umfangsmiklar eins og sú innspýting fyrir íslenska útgáfu sem frumvarpið boðar. Aðrar eru einfaldari og kalla á hugarfarsbreytingu eða aukna meðvitund hjá okkur öllum, eins og að velja oftar að rétta barni bók.
05. október 2018Blá ör til hægriSendiherrar íslenskunnar<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 5. október 2018.</h5> Alþjóðlegur dagur kennara er í dag, 5. október. Af því tilefni var haldið skólamálaþing á vegum Kennarasambands Íslands í gær undir yfirskriftinni „Íslenska er stórmál“. Eftir veruna þar fyllist ég enn meiri bjartsýni fyrir hönd íslenskrar tungu, þar kom fram mikill einhugur og ástríða fyrir framtíð íslenskunnar og þeim möguleikum sem í henni felast. Á málþinginu var skrifað undir viljayfirlýsingu um mikilvægi íslensks máls en að henni standa auk Kennarasambandsins, forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin Heimili og skóli. Markmið þessarar yfirlýsingar er að finna víðtækan samstarfsgrundvöll til að vekja athygli og áhuga á íslenskunni, stuðla að virkri notkun tungumálsins og vinna að jákvæðari viðhorfum, ekki síst barna og unglinga, til íslenskrar tungu. <br /> <br /> Á málþinginu voru einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar Sigríðar Sigurjónsdóttur og Eiríks Rögnvaldssonar á stafrænum áhrifum alþjóðamáls á íslensku. Þar er meðal annars fjallað um net- og snjalltækjanotkun barna, viðhorf þeirra og áhuga á ensku, málkunnáttu og málumhverfi. Þær tölur sem kynntar voru eru úr netkönnun meðal barna á aldrinum 3-12 ára og veita þær afar forvitnilegar vísbendingar um þá hröðu þróun sem nú á sér stað í málumhverfi okkar. Það vakti athygli mína að samkvæmt þeim tölum nota 19% þriggja til fimm ára barna netið á hverjum degi, og 8% þeirra barna byrjuðu að nota snjalltæki fyrir eins árs aldur. Þetta er tímamótarannsókn en henni er ekki lokið og úrvinnsla gagna raunar nýhafin en þessar fyrstu niðurstöður eru sannarlega umhugsunarverðar. Það bendir ýmislegt til þess að viðhorf barna og ungmenna til íslensku sé að breytast og því er mikilvægt að gefa gaum. <br /> <br /> Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og það eru kennarar einnig. Kennarar eru einir af mikilvægustu áhrifavöldum sem unga fólkið okkar kemst í tæri við. Þeir skipta sköpum fyrir framtíð íslenskunnar og góð þekking þeirra, áhugi og ástríða fyrir tungumálinu getur svo auðveldlega smitast til nemenda. Þeir geta verið, svo vísað sé til orða frú Vigdísar Finnbogadóttur, sendiherrar íslenskunnar. Það er dýrmætt að kennarar taki virkan þátt í því að snúa vörn í sókn fyrir tungumálið okkar. Við höfum greint frá fjölþættum aðgerðum stjórnvalda er einmitt miða að því og þar gegnir menntakerfið og kennarar lykilhlutverki.
26. september 2018Blá ör til hægriEfling iðnnáms á Íslandi<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 26. september 2018.</h5> <br /> Það er frábært að heimsækja íslenska framhaldsskóla. Á ferðum mínum undanfarna mánuði hef ég komið inn í ófáa slíka og hitt þar metnaðarfullt skólafólk og öfluga nemendur. Þar er unnið geysilega fjölbreytt og mikilvægt uppbyggingarstarf alla daga. Framhaldsskólastigið er brúin milli bernskunnar og fullorðinsáranna bæði hvað varðar nám og þroska. <br /> <br /> Á fjárlögum þessa árs kom inn umtalsverð hækkun framlaga til framhaldsskólanna, alls um 1,2 milljarðar kr. og í nýju frumvarpi til fjárlaga ársins 2019 sést að sú fjárveiting til skólanna mun halda sér á næsta ári. Heildarútgjöld til framhaldsskólastigsins eru áætluð tæpir 33 milljarðar kr. á næsta ári en þar undir er rekstur á yfir 30 skólum út um allt land. Í þessum skólum eru um 18.000 nemendur. Auknir fjármunir sem runnið hafa til skólanna að undanförnu gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frekar, meðal annars með því að bæta námsframboð, styrkja stoðþjónustu og endurnýja búnað og kennslutæki. <br /> <br /> <strong>Forgangsröðun í verki</strong><br /> <br /> Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess merki að ríkisstjórnin forgangsraðar í þágu verk-, iðn-, og starfsnáms. Við viljum að nemendur í öllum landshlutum hafi aðgengi að fjölbreyttu starfsnámi, ekki síður en bóknámi, sem uppfyllir kröfur næsta skólastigs og atvinnulífsins. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 224 milljóna kr. hækkun til reksturs framhaldsskóla og er lögð sérstök áhersla á að hækka verð reikniflokka starfs- og verknáms. Einnig eru framlög tryggð til að efla kennsluinnviði fyrir verk- og starfsnám, t.d. bætta verknámsaðstöðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Borgarholtsskóla. Enn fremur er unnið að þróun rafrænna ferilbóka fyrir nemendur í starfnámi og einföldun í skipulagi námsins. <br /> <br /> Það er mikilvægt að hver og einn nemandi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki aðeins ánægju nemenda heldur dregur einnig úr líkum á brotthvarfi. Umfangsmikil verkefni sem við vinnum að á framhaldsskólastiginu eru meðal annars að sporna gegn brotthvarfi, stuðla að bættri líðan nemenda og styðja betur við nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. <br /> <br /> <strong>Á réttri leið</strong><br /> <br /> Á undanförnum mánuðum höfum við séð jákvæð teikn á lofti í menntamálum. Nemendum sem innritast á ákveðnar verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgaði umtalsvert í haust, eða hlutfallslega um 33% á milli ára. Við viljum halda áfram á þessari vegferð og sækja fram fyrir allt menntakerfið okkar. Það mun skila sér í ánægðri nemendum og samkeppnishæfara hagkerfi.
24. september 2018Blá ör til hægriFjárfest í háskólastiginu<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 24. september 2018.</h5> Hagvöxtur hér á landi verður í framtíðinni fremur drifinn áfram af hugviti en auðlindum. Með því fæst meira jafnvægi í þjóðarbúskapinn og minni líkur eru á sveiflukenndum vexti í efnahagslífinu. Til þess að stuðla að slíku jafnvægi og umhverfi þar sem nýsköpun blómstrar og verkvit þróast er mikilvægt að fjárfesta í háskólastiginu og hvetja til öflugs samstarfs þess við atvinnulífið. Fjárlög ársins 2019 sem kynnt voru á dögunum bera þessari áherslu stjórnvalda glöggt vitni. Heildarfjárframlög háskólastigsins munu nema tæpum 47 milljörðum kr. á næsta ári en að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum er það hækkun um 2,2 milljarða eða um 5% milli ára. Þetta eru háar fjárhæðir en sýnt er að hver króna sem fer í fjárfestingu á háskólastiginu skilar sér áttfalt til baka til samfélagsins.<br /> <br /> Sem dæmi um hækkanir innan málefnasviðs háskólastigsins eru fjárveitingar til reksturs háskóla og rannsóknastofnana sem hækka um 245 milljónir kr. milli ára og framlög til fræða- og þekkingarsetra sem hækka um 50 milljónir kr. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig fylgt eftir áherslum um nýliðun kennara með sérstöku 50 milljóna kr. framlagi til endurskoðunar á kennaranámi.<br /> <br /> Stuðningur við námsmenn eykst um 3,5% milli ára, heildarfjárheimild þess málaflokks fyrir árið 2019 er áætluð 8,2 milljarðar kr. og hækkar um tæpar 282 milljónir kr. frá fjárlögum þessa árs vegna aukins framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Vinnu við endurskoðun á LÍN miðar vel áfram og er stefnt að því að frumvarp þess efnis fari í opið samráð á fyrri hluta ársins 2019.<br /> <br /> Markmiðið með auknum framlögum til kennslu og rannsókna á háskólastigi er fyrst og fremst að auka gæði náms. Sé miðað við nýjasta meðaltal Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) um framlag á hvern háskólanemanda stefnir í að árið 2020 hafi Ísland náð því markmiði eins og ráðgert er í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Menntun er forsenda samkeppnishæfni okkar til framtíðar og því þurfa fjárfestingar okkar að taka mið af.
17. september 2018Blá ör til hægriBókaþjóðin les og skrifar<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 17. september 2018.</h5> <br /> „Ein bók, einn penni, eitt barn eða einn kennari geta breytt heiminum.“ Orð þessi eru höfð eftir Malölu Yousafzai, ungri pakistanskri konu sem barist hefur fyrir réttindum barna og þá ekki síst stúlkna til þess að fá að ganga í skóla. Bækur breyta heiminum á hverjum degi; þær eru einn farvegur hugsana okkar, ímyndunarafls, skoðana og sagna og í fjölbreytileika sínum auðga þær tilveru okkar, fræða og skemmta.<br /> <br /> Staðreyndin er þó sú að læsi barnanna okkar hefur hrakað í alþjóðlegum samanburði. Að auki hefur bóksala í landinu dregist verulega saman eða um 36% á síðustu 10 árum. Ástæður þess má einna helst rekja til breyttrar samfélagsgerðar og örrar tækniþróunar því aukið framboð lesefnis og myndefnis á netinu hefur leitt til þess að lestur bóka á íslensku hefur minnkað verulega. Þessi þróun skapar ógn við tungumálið.<br /> <br /> Á dögunum var kynnt heildstæð aðgerðaráætlun til stuðnings íslenskunni og þar á meðal eru aðgerðir til stuðnings íslenskri bókaútgáfu. Með nýju frumvarpi, sem lagt verður fram nú á haustþingi, verður sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi sem felur í sér 25% endurgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka. Áætluð framlög eru um 400 milljónir kr. frá og með árinu 2019. Að auki verður stofnaður sérstakur barna- og unglingabókasjóður en yngri kynslóðin hefur bent ötullega á að auka þurfi framboð af slíkum bókum.<br /> <br /> Mikilvægi bókaútgáfu er óumdeilt fyrir varðveislu íslenskunnar. Það er ekki síst á herðum íslenskrar bókaútgáfu að bregðast við þessum breyttum aðstæðum. Rithöfundar hafa sannarlega fundið fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í sölu íslenskra bóka og þeirra hagsmunir eru samofnir árangri útgefenda.<br /> <br /> Markmiðið með þessum aðgerðum er að auka lestur og efla bókaútgáfu í landinu. Ég er sannfærð um að þessar aðgerðir séu til þess fallnar að auka framboð, fjölbreytni og sölu á íslenskum bókum til framtíðar. Þær munu stuðla að lækkun á framleiðslukostnaði bóka og auka þannig svigrúm til kaupa á vinnu og þjónustu. Þessar aðgerðir eiga fyrirmynd í endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar hér á landi en þær hafa reynst vel á þeim vettvangi og haft jákvæða keðjuverkun í för með sér.
14. september 2018Blá ör til hægriEflum íslenskt mál<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 14. september 2018.</h5> Á dögunum voru kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Þær snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Heildstæð nálgun okkar til stuðnings íslenskunni tengist meðal annars íslenskum fjölmiðlum og þeirra hlutverki í framþróun tungumálsins okkar; þeir spegla sögu okkar og sjálfsmynd.<br /> <br /> Aðgerðir stjórnvalda til styrktar einkareknum fjölmiðlum á Íslandi marka ákveðin vatnaskil en við ráðgerum að verja um 400 milljónum í beinar aðgerðir þeim til stuðnings frá og með næsta ári. Þar mun mestu muna um ritstjórnarsjóð sem veita mun endurgreiðslur vegna hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Skilyrði fyrir slíkum endurgreiðslum verða skýr og einföld og styrkveitingar hans fyrirsjáanlegar og óháðar tæknilegum útfærslum. Frumvarp þess efnis mun fara í opið samráð síðar í vetur og verður síðan lagt fyrir í ársbyrjun 2019.<br /> <br /> Annað brýnt efni sem við höfum kynnt til þess að jafna hlut íslenskra fjölmiðla er að samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi jafnfætis erlendum netmiðlum. Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Í þessu horfum við til nágrannalanda okkar og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar.<br /> <br /> Aukinheldur munum við styðja betur við textun, talsetningu og táknmálstúlkun í myndmiðlum þar sem einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar og talsetningar. Sérstök áhersla verður þar lögð á efni sem ætlað er börnum og ungmennum.<br /> <br /> Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla en slíkt hefur þekkst á Norðurlöndunum um áratuga skeið. Það er von mín og vissa að þessar aðgerðir muni breyta miklu fyrir rekstrarumhverfi þeirra strax á næsta ári.<br />
13. september 2018Blá ör til hægriEflum íslenskt mál til framtíðar – heildstæð nálgun<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 13. september 2018.</h5> <br /> <br /> „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vigdísar Finnbogadóttur eru orð að sönnu og eiga erindi við okkar samfélag. Það er óumdeilt að tungumálið okkar stendur frammi fyrir áskorunum úr ýmsum áttum. Það er veruleikinn sem við búum við og veruleikinn sem við þurfum að vinna með. Verkefni sem þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup sem krefst elju, staðfestu og góðrar samvinnu.<br /> <br /> <strong>Eflum íslenska bókaútgáfu</strong><br /> Strax á upphafsdögum þingsins verður lagt fram frumvarp til laga um stuðning við bókaútgáfu. Markmiðin eru skýr; við ætlum að stuðla að blómlegri bókaútgáfu á íslensku, auknum lestri og bættu læsi – ekki síst hjá börnum og ungmennum. Staðreyndirnar eru að læsi barna og ungmenna hefur hrakað og bóksala hefur dregist saman um 36% á síðustu tíu árum. Við það verður ekki unað hjá bókaþjóðinni sjálfri.<br /> <br /> Með samþykkt frumvarpsins verður nýju stuðningskerfi fyrir íslenska bókaútgáfu komið á fót sem felur í sér endurgreiðslu allt að 25% útgáfukostnaðar íslenskra bóka. Þetta þýðir að íslensk bókaútgáfa mun njóta um 400 milljóna króna stuðnings á komandi ári. Þessi leið er betur til þess fallin að efla útgáfu bóka á íslensku en afnám virðisaukaskatts og gengur raunar skrefinu lengra með beinum framlögum sem nýtast munu öllum sem koma að útgáfu hér á landi. Þess utan munum við bæta við nýjum styrkjaflokki fyrir barna- og unglingabækur en yngri kynslóðin hefur bent ötullega á að auka þurfi framboð af slíkum bókum. Þessar aðgerðir marka tímamót og er ég sannfærð um að þær skili sér í öflugri bókaútgáfu og lægra verði á bókum.<br /> <br /> <strong>Jafnvægi á íslenskum fjölmiðlamarkaði</strong><br /> Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga og sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Þeir spegla sögu okkar og styðja við og viðhalda íslenskri tungu. Að því sögðu liggur fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi er erfitt, meðal annars vegna samkeppni á innlendum og alþjóðlegum auglýsingamarkaði og örrar tækniþróunar. Til þessa hafa einkareknir fjölmiðlar á Íslandi verið þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki njóta opinbers stuðnings.<br /> <br /> Þessu munum við breyta og nú hafa verið kynntar aðgerðir í þá veru. Þessar aðgerðir snúa meðal annars að endurgreiðslu hluta ritstjórnarkostnaðar rit- og ljósvakamiðla, styrkjum vegna textunar og talsetningar, samræmingu skattlagningar á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi jafnfætis erlendum netmiðlum og minni umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Við viljum öflugt Ríkisútvarp í almannaeigu og eitt af meginmarkmiðum þess samkvæmt útvarpslögum er að stuðla að varðveislu íslenskunnar. Við viljum ekki skerða þjónustuna en ég tel sanngjarnt að við horfum til þess að jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði.<br /> <br /> Við viljum skapa frjóan jarðveg fyrir fjölbreytta flóru fjölmiðla hér á landi. Fjölmiðla sem miðla vönduðu fréttaefni á íslensku og efla þannig lýðræðislega umræðu. Þessar aðgerðir eru löngu tímabærar og til þess fallnar að bæta mjög rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla, lesendum, áhorfendum og hlustendum til hagsbóta.<br /> <br /> <strong>Tunga og tækni fylgist að</strong><br /> Til að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsingavinnslu sem byggist á tölvu- og fjarskiptatækni er nú unnið eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. Í því felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til þess að brúa bil milli talmáls og búnaðar, s.s. talgreini, talgervil, þýðingarvél og málrýni/leiðréttingarforrit. Verkáætlunin er að fullu fjármögnuð í núverandi fjármálaáætlun, en áætlaður heildarkostnaður ríkisins við hana er 2,2 milljarðar króna á tímabilinu.<br /> <br /> <strong>Íslenskan og framtíðin</strong><br /> Nú í haust mun ég enn fremur leggja fram þingsályktun er varðar íslenska tungu og hlutverk hennar sem opinbers máls hér á landi. Þar eru aðgerðir í 22 liðum sem snerta flest svið þjóðlífsins en helsta markmið þeirra er að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Meðal aðgerða þar eru að settar verði viðmiðunarreglur um notkun íslensku og annarra tungumála í upplýsinga- og kynningarefni og fjölþættar aðgerðir sem tengjast íslenskunni og menntakerfinu.<br /> <br /> Við ætlum að sækja fram og styrkja stöðu íslenskunnar til framtíðar. Það er viðeigandi að það skref sé stigið nú á aldarafmæli fullveldisins. Saga þjóðar okkar verður áfram skrifuð og hana ætlum við að skrifa á íslensku.
07. september 2018Blá ör til hægriMenntun er tækifæri fyrir alla<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 7. september 2018.</h5> Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við viljum tryggja öllum börnum og ungmennum slík tækifæri og er það leiðarljósið við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Markmiðið er einfalt; íslenskt menntakerfi á að vera framúrskarandi og byggja undir samkeppnishæfni hagkerfisins til langrar framtíðar. Liður í því er að halda áfram með þróa menntun fyrir alla eða menntun án aðgreiningar sem reynst hefur vel að mörgu leyti.<br /> <br /> Íslenskir skólar mæta fjölbreyttum þörfum nemenda sinna og innan þeirra er unnið frábært starf. Við vitum hins vegar að hægt er að gera betur þegar kemur að samþættingu skólastiga. Þannig er raunin að fötluðum ungmennum sem útskrifast af starfsbrautum framhaldsskóla bjóðast fáir mennta- eða starfskostir að því námi loknu. Þessi staða var rædd á nýlegum fundi Þroskahjálpar með aðstandendum fatlaðra ungmenna á opinskáan og uppbyggilegan hátt og komu þar margar athyglisverðar hugmyndir fram. <br /> <br /> Árið 2016 fullgiltu stjórnvöld samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var það mikið framfaraskref. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skuli fötluðum mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra en í 24. grein hans er sérstaklega fjallað um menntun. Það er mikilvægt að við leitum allra færra leiða til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist í þessum efnum. <br /> <br /> Það er miður að útskrifuðum nemendum af starfsbrautum framhaldsskóla bjóðist ekki fjölbreyttari atvinnu- eða menntatækifæri að námi loknu og að því munum við keppa. Þegar hefur verið hrint af stað vinnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem fram munu koma tillögur til úrbóta um aðgengi fatlaðs fólks að námi og/eða störfum að loknum framhaldsskóla. Mikilvægt verður að stilla saman strengi þeirra sem að þurfa að spila saman í þessum efnum m.a. með velferðarráðuneytinu, sveitarfélögum sem og öðrum hagsmunaaðilum. Ljóst er að bætt yfirsýn, upplýsingagjöf og aukin áhersla á samstarf og samfellu í skóla- og velferðarmálum mun hjálpa okkur að mæta þeim áskorunum sem að bíða okkar og stuðla að betra samfélagi og tækifærum fyrir okkur öll. <br /> <br />
29. ágúst 2018Blá ör til hægriGaldur orðaforðans<p><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 29. ágúst 2018.</strong></p> <p> Við leggjum mikla áherslu á að auka og bæta læsi, sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Lestrarfærni er lykill að lífsgæðum og raunar grundvöllur að flestu öðru námi. Við vitum líka að lestur er ein flóknasta hugræna aðgerðin sem börn þurfa að ná tökum á í skólanum. Þekking á grunnþáttum læsis og hvaða viðfangsefni eru best til þess að efla lestrarfærni hefur aukist mjög og hafa rannsóknir á því sviði leitt til framfara í lestrarkennslu, ekki síst fyrir börn sem glíma við lestrarerfiðleika.</p> <p>Á dögunum var haldin fróðleg ráðstefna á vegum Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi sem skipulögð var til heiðurs dr. Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem er einn merkasti fræðimaður okkar og kennari á sviði þroska- og málvísinda. Annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar var Vibeke Gröver, prófessor og fyrrum forseti Menntavísindasviðs Oslóar-háskóla en hún kynnti meðal annars merkilega rannsókn sína á tengslum orðaforða og lesskilnings. Að sögn Gröver er hægt að sjá marktækar framfarir í orðaforða, frásagnarhæfni og skilningi á sjónarhornum annarra með ákveðnum aðferðum og inngripi. Allt eru þetta algerir undirstöðuþættir lesskilnings. Þessar niðurstöður eiga erindi við alla foreldra barna sem vinna að því að auka lestrarfærni sína. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna, ekki síst þegar kemur að tungumálinu og hvernig við notum það. Góður orðaforði gagnast vel í námi og hann er auðvelt að auka. Það er gömul saga og ný að orð eru til alls fyrst.</p> <p>Hinn aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var dr. Catherine Snow, prófessor við Harvard háskóla. Hún er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði málþroska og læsis og hefur stýrt tímamótarannsóknum á læsi og lesskilningi barna og ungmenna sem orðið hafa leiðarljós í stefnumótun á öllum skólastigum í Bandaríkjunum. Í sínu erindi ræddi hún mikilvægi samræðunnar fyrir þróun lesskilnings og orðaforða og nefndi að ein árangursríkasta leiðin til þess að auka þá færni væri að virkja nemendur í umræðum um alvöru málefni í skólastofunni.</p> <p>Menntarannsóknir á borð við þær sem kynntar voru á fyrrgreindri ráðstefnu eru samfélaginu afar mikilvægar. Í sínu stóra samhengi styðja þær við stefnumótun og áherslur við mótun menntakerfa og þar með samfélaga. Við stöndum frammi fyrir mörgum áskorunum um þessar mundir og ég tel mikilvægt að íslenskt menntakerfi sé hreyfiafl breytinga og framfara til framtíðar. Forsenda þess að verða virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi er góð lestrarfærni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyrir skoðunum sínum með hjálp ólíkra miðla. Það er samfélagslegt verkefni að bæta læsi og lestrarfærni á Íslandi, þar höfum við allt að vinna.</p>
20. ágúst 2018Blá ör til hægriSókn í rannsóknum og nýsköpun<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst 2018</h5> Nýsköpun og hagnýting hugvits er forsenda fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð rík áhersla á mikilvægi rannsókna og viljann til þess að efla þær með fjölbreyttum hætti. Mikilvægur liður í því fyrir okkur Íslendinga er samstarf við vísindamenn, fyrirtæki og stofnanir erlendis.<br /> <br /> Á grundvelli EES-samningsins hefur Ísland meðal annars átt gott samstarf við önnur ríki í gegnum rannsóknar- og nýsköpunaráætlunum ESB og hefur árangur af sókn íslenskra aðila í evrópskar samkeppnisáætlanir verið góður í samanburði við önnur Evrópulönd. Það hefur skapað grunn að víðtæku og farsælu samstarfi íslenskra stofnana og fyrirtækja við erlenda aðila til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Sem dæmi um slíkt má nefna styrk sem Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild HÍ, hlaut ásamt sínu samstarfsfólki til þess skoða þátt erfða í heilsufari og sjúkdómsáhættu í kjölfar áfalla, og styrk sem Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið HR, hlaut ásamt sínu samstarfsfólki til þess að rannsaka áhrif umhverfis á andlega líðan, heilsu og hegðun barna og unglinga.<br /> <br /> Fjárfesting þátttökuríkja í verkefnum styrktum af Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun, nemur um 79 milljörðum króna. Þar af námu beinir styrkir til íslenskra aðila um 7,6 milljörðum kr., eða um 10% á tímabilinu frá ársbyrjun 2014 fram í mars á þessu ári. Nú er vinna hafin við níundu rannsóknar- og nýsköpunaráætlunina, 2021-2027, en meðal nýjunga í þeirri áætlun er aukið fjármagn til nýsköpunar, áhersla á stór þverfagleg verkefni, opinn aðgang að þekkingu og einföldun regluverks. Mikilvægt er að Ísland haldi áfram að vinna á grundvelli EES-samningsins á þessu sviði og að Íslendingar geti sótt enn frekar fram í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Ísland og Noregur vinna nú að því í sameiningu að tryggja að nýja rannsóknaráætlunin taki tillit til sérstöðu EES/EFTA-ríkjanna í þessu samhengi líkt og fyrri áætlanir hafa gert.<br /> <br /> Ég lít björtum augum til framtíðar vitandi af þeim öfluga mannauði sem við eigum. Við viljum halda áfram að skapa þekkingarsamfélag þar sem rannsóknir og nýsköpun skila sér út í samfélagið með betri menntun, betri heilsu og betri efnahag. Þannig gerum við okkur gildandi í tæknibyltingu framtíðarinnar og höldum Íslandi í fremstu röð.
20. ágúst 2018Blá ör til hægriMenntastefna og færniþörf efnahagslífsins<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 20. ágúst 2018.</h5> Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar.<br /> <br /> Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma.<br /> <br /> Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar.<br /> <br /> Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild.
10. ágúst 2018Blá ör til hægriRannsóknir og vísindi eru hreyfiafl<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 10. ágúst 2018.</h5> Hver er besta leiðin til þess að stuðla að framförum og uppbyggingu? Svarið er einfalt. Með menntun, áreiðanlegum upplýsingum og gögnum. Þar skipta rannsóknir og samvinna okkur lykilmáli. Að þekking geti ferðast og fái hafa áhrif til góðs. <br /> <br /> Alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna og vísinda er íslensku fræðasamfélagi afar dýrmætt. Í vikunni fengum við góða gesti þegar ráðherra mennta- og vísindamála Japana, hr. Toshiei Mizuochi, sótti Ísland heim. Aðalefni okkar fundar var aukið samstarf á sviði menntunar og rannsókna. Við ræddum meðal annars mikilvægi skiptináms og menningartengsla, jafnrétti og möguleika þess að koma á formlegum samstarfssamningi ríkjanna á sviði tækni og vísinda líkt og Norðmenn, Svíar og Danir hafa gert. Það er gaman að segja frá því að þegar eru í gildi 34 samstarfssamningar milli íslenskra háskóla og háskóla í Japan og hafa fræðimenn landanna birt liðlega 300 sameiginlegar vísindagreinar, m.a. á sviði jarðfræði, stærðfræði, erfðafræði og stjörnufræði. <br /> <br /> Japanir sýna því áhuga að við aukum samstarf okkar á sviði rannsókna, vísinda og tækni, ekki síst er varðar norðurslóðir. Þau málefni eru forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu en einn mikilvægasti vettvangur slíks samstarfs er hjá Norðurskautsráðinu, þar sem Ísland mun taka við formennsku næsta vor en Japan er áheyrnarríki. Íslendingar leggja sérstaka áherslu á loftslagsmál, málefni hafsins og þátttöku og velferð íbúa á svæðunum á vettvangi ráðsins. Aukin alþjóðasamvinna á sviði rannsókna og vöktunar á norðurslóðum er okkur mjög mikilvæg svo stjórnvöld sem hlut eiga að málum geti brugðist sem best við þeim áskorunum sem blasa við þar.<br /> <br />
31. júlí 2018Blá ör til hægriKennarinn Auður Laxness<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2018.</h5> <br /> „Kennari hefur áhrif að eilífu, ómögulegt er að segja til um hvenær áhrifa hans hættir að gæta.“ Þessi tilvitnun er eignuð sagnfræðingnum og rithöfundinum Henry Adams og hún lýsir einna mikilvægasta ábyrgðarhlutverki okkar allra, áhrifunum sem við getum haft á annað fólk. Á því sviði hafa kennarar sannarlega ákveðna sérstöðu.<br /> <br /> Í gær var opnuð sýning á Gljúfrasteini helguð Auði Laxness, en í ár er öld frá fæðingu hennar. Sýningin varpar ljósi á lífshlaup og listsköpun þeirrar merku konu sem oftar sinnti sínu bak við tjöldin. Auður var ein þeirra sem kallaði fram það allra besta í fólkinu í kringum sig. Það er aðdáunarverður eiginleiki og dýrmætur, eins og við þekkjum öll. Auður sinnti ótal verkefnum og gegndi afar fjölbreyttu hlutverki á Gljúfrasteini, eins og glöggt má sjá á sýningunni. Hún starfaði um stutta hríð sem handavinnukennari en hafði af heimildum að dæma til að bera margt sem við tengjum við framúrskarandi kennara. <br /> <br /> Þar vil ég fyrst nefna djúpstæða virðingu fyrir fólki og viljann til að koma fram við alla, óháð stöðu þeirra, af umhyggju. Það er ljóst af sögum af Auði að hún lagði sig fram við að liðsinna öðrum, hún skapaði samfélag í kringum sig og var einkar lagin við að láta fólki líða vel. Menningarsetrið á Gljúfrasteini ber þess vott hversu skapandi og úrræðagóð Auður var, og framsýn. Þegar saga hennar er ígrunduð skynjum við vel að hún gerði kröfur og fann leiðir að lausnum, en þeir eiginleikar einkenna einmitt góða kennara. Í hennar eigin sköpun og handverki finnum við alúð, frumleika og metnað. Fróðleiksfýsi hennar er líka öllum ljós sem um hana lesa. Hún var réttnefndur fjölfræðingur, fljót að tileinka sér nýja hluti og þekkingu. Framlag Auðar til íslenskt handverks er lofsvert. Hún skrifaði fjölda greina um vefnað, prjón og handverk auk þess að vinna að hannyrðum og hönnun. Hún hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar menningar árið 2002. <br /> <br /> Það verður seint metið hversu mikil gæfa það var fyrir bókmenntirnar og menninguna í okkar litla landi að heiðursfólkið frú Auður og Halldór Laxness fundu hvort annað og sköpuðu sér sitt líf á Gljúfrasteini. Ég hvet alla sem tækifæri hafa til þess að kynna sér líf og starf Auðar Laxness. Áhrifa hennar gætir á ótal stöðum, sem við erum þakklát fyrir í dag.<br /> <br />
24. júlí 2018Blá ör til hægriBarnamenningarsjóður Íslands<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 21. júlí 2018.</h5> <br /> Menn­ing geym­ir sjálfs­mynd þjóðar og flétt­ar sam­an fortíð, nútíð og framtíð. Þannig eru list­ir og menn­ing mik­il­væg­ir þætt­ir í burðar­virki sam­fé­lags­ins, afl sem bind­ur okk­ur sam­an. Á síðustu árum hef­ur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing í verk­efn­um tengd­um barna­menn­ingu, meðal ann­ars með til­komu menn­ing­ar­stefnu sem samþykkt var á Alþingi. Þátt­taka barna og ung­menna í menn­ing­ar­líf­inu er einn af fjór­um meg­inþátt­um henn­ar, en þar kem­ur til að mynda fram að aðgengi að menn­ing­ar- og list­a­lífi er mik­il­væg­ur þátt­ur þess að lifa í frjálsu sam­fé­lagi.<br /> <br /> Við höf­um séð já­kvæð áhrif þess að auka aðgengi barna og ung­menna að list­um og menn­ingu, meðal ann­ars í gegn­um verk­efnið List fyr­ir alla. Þar er lögð áhersla á að tryggja aðgang yngri kyn­slóðar­inn­ar að menn­ingu í hæsta gæðaflokki óháð bú­setu og efna­hag. Verk­efnið hef­ur aukið fjöl­breytni í skóla­starfi og styrkt list­fræðslu í skól­um. Við vilj­um gera enn bet­ur í því að styrkja vit­und barna og ung­menna um menn­ing­ar­arf okk­ar og auka læsi þeirra á menn­ingu.<br /> <br /> Það er því sér­stak­lega ánægju­legt að í til­efni af 100 ára full­veldisaf­mæli Íslands hef­ur Alþingi samþykkt að stofnaður verði öfl­ug­ur barna­menn­ing­ar­sjóður, Barna­menn­ing­ar­sjóður Íslands, sem njóti fram­laga af fjár­lög­um næstu fimm ár. Heild­ar­fram­lög til sjóðsins verða hálf­ur millj­arður á tíma­bil­inu. Meg­in­mark­mið hins nýja sjóðs er að styrkja börn til virkr­ar þátt­töku í menn­ing­ar­lífi, list­sköp­un, hönn­un og ný­sköp­un. Þannig er lagt til að sér­stök áhersla verði lögð á að styrkja verk­efni sem efla sköp­un­ar­kraft barna og ung­menna sem og hæfni þeirra til þess að verða þátt­tak­end­ur í þeirri þróun sem nú á sér stað í aðdrag­anda hinn­ar svo­nefndu fjórðu iðnbylt­ing­ar. Sjóður­inn mun einnig leggja áherslu á verk­efni sem efla sam­fé­lags­vit­und í takt við Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.<br /> <br /> Gott sam­fé­lag er barn­vænt sam­fé­lag. Það var því vel til fundið að all­ir stjórn­mála­flokk­ar á Alþingi hafi sam­mælst um að leggja áherslu á menn­ing­ar­starf barna og ung­menna í til­efni af full­veldisaf­mæl­inu. Börn og ung­menni munu móta ís­lenskt sam­fé­lag í framtíðinni – næstu 100 ár full­veld­is Íslend­inga eru þeirra. Hvetj­um þau áfram og styðjum við menn­ing­ar­starf þeirra.
18. júlí 2018Blá ör til hægriÞakklæti á 100 ára fullveldisafmæli og áskoranir framtíðarinnar<span></span> <p><strong>Þakklæti á 100 ára fullveldisafmæli og áskoranir framtíðarinnar<br /> </strong>Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru frá því að samningnum um fullveldi Íslands var lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. Sjálfstæðisbaráttan einkenndi 19. öldina og markaði endurreisn Alþingis Íslendinga. Frelsisþráin var mikil og snerist stjórnmálaumræðan einkum um hvernig Íslendingar myndu ráða sínum málum sjálfir.</p> <p><strong>Sjálfstæðisbaráttan færði okkur betri lífskjör<br /> </strong>Fullveldisárið 1918 var krefjandi og stóð íslenska þjóðin frammi fyrir áskorunum af náttúrunnar hendi sem settu svip á þjóðlífið. Þá var frostaveturinn mikli og hafís torveldaði siglingar víða um landið. Spánska veikin tók sinn toll af þjóðinni og Katla hóf upp raust sína. Fullveldinu var fagnað hóflega í ljósi þess sem undan hafði gengið en árið 1918 færði íslensku þjóðinni aukinn rétt og varðaði mikilvægan áfanga á leið okkar til sjálfstæðis. Á þeim hundrað árum sem liðin eru höfum við sem frjálst og fullvalda ríki náð að bylta lífskjörum í landinu. Okkur hefur borið gæfa til að nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og styðja við öflugt velferðarsamfélag, þar sem allir eiga að fá tækifæri til að lifa gæfuríku lífi óháð efnahag. Hins vegar er það svo að þrátt fyrir að íslensku samfélagi hafi vegnað vel á fullveldistímanum þá er ekki sjálfgefið að svo verði næstu 100 árin. Því verðum við að vera meðvituð um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og takast á við þær af festu. Mig langar til að fjalla um þrjú grundvallaratriði sem oft eru nefnd sem forsendur fullveldis, en þau eru fólk, land og lögbundið skipulag. Öll þessi atriði skipta máli í fortíð, nútíð og framtíð.</p> <p><strong>Fólkið og tungumálið<br /> </strong>Ein af þeim áskorunum sem ég vil sérstaklega nefna er staða íslenskunnar. Tungan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra samfélags- og tæknibreytinga sem hafa breytt daglegu lífi okkar. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Þá getur fólk getur talað við tækin sín á ensku. Við viljum bregðast við þessu og liður í því er framkvæmd á máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu og gera tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Það er hins vegar ekki nóg að snara öllum snjalltækjum yfir á íslenska tungu. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Því vil ég vil brýna alla til þess að leggja sitt af mörkum við að rækta það.</p> <p><strong>Landið okkar og eignarhald<br /> </strong>Önnur áskorun sem ég vil nefna snýr að landi og eignarhaldi á því. Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna kveða á um að enginn megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi nema að viðkomandi aðili sé íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Hins vegar getur ráðherra vikið frá þessu skilyrði samkvæmt umsókn frá áhugasömum aðilum, sem gerir núverandi löggjöf fremur ógagnsæja. Heimildir og takmarkanir erlendra aðila utan EES-svæðisins er lúta að fasteignum hér á landi eru einnig óskýrar. Það verður að koma í veg fyrir að landið hverfi smám saman úr eigu þjóðarinnar og að náttúruauðlindir glatist. Staðreyndin er sú að landfræðileg lega Íslands er afar dýrmæt og mikilvægi hennar mun aukast í framtíðinni. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að skoðaðar verði leiðir til að setja skilyrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórnvalda um þróun byggða, landnýtingu og umgengni um auðlindir. Það er nauðsynlegt að marka skýrari stefnu í þessu máli.</p> <p><strong>Mikilvæg þrískiptingar valdsins<br /> </strong>Í þriðja lagi langar mig að nefna lögbundið skipulag. Það sem felst í því að verða frjálst og fullvalda ríki er einkaréttur þjóðarinnar til þess að fara með æðstu stjórn dómsvalds, löggjafar- og framkvæmdavalds. Það stjórnarfar sem reynst hefur farsælast er lýðræðið. Þess vegna er brýnt að efla Alþingi til að styðja við stjórnskipan landsins. Umboðið sem kjörnir fulltrúar hljóta í kosningum er afar þýðingarmikið og mikilvægt að styðja við það. Alþingismönnum ber að varðveita þetta umboð af mikilli kostgæfni og það er okkar hlutverk að tryggja að opinber stefnumótun taki ávallt mið af því. Alþingismenn er kjörnir til að framfylgja málum sem þeir fá umboð til í kosningum. Pólitískt eignarhald á stefnumótun er lykilatriði í því að hún sé farsæl og sjálfbær. Ef kjörnir fulltrúar framkvæmdavaldsins missa sjónar af sínu umboði og hlutverki gagnvart kjósendum er lýðræðið sjálft í hættu..</p> <p>Fullveldið og sá réttur sem því fylgir hefur gert okkur kleift að stýra okkar málum ásamt því að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Á dögum sem þessum, þegar við horfum 100 ár aftur í tímann fyllumst við flest þakklæti fyrir þær ákvarðanir sem tryggðu okkur þessi réttindi. Hugurinn leitar síðan óneitanlega til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða okkar, það er okkar að tryggja þá farsæld.&nbsp; </p> <p>Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir</p> <p><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;"></span></p>
18. júlí 2018Blá ör til hægriÞakklæti á fullveldisafmæli og áskoranir framtíðar<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 18. júlí 2018.</h5> Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru frá því að samn­ingn­um um full­veldi Íslands var lokið með und­ir­rit­un sam­bands­lag­anna sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918. Sjálf­stæðis­bar­átt­an ein­kenndi 19. öld­ina og markaði end­ur­reisn Alþing­is Íslend­inga. Frels­isþráin var mik­il og sner­ist stjórn­má­laum­ræðan einkum um það hvernig Íslend­ing­ar myndu ráða sín­um mál­um sjálf­ir.<br /> <br /> <strong>Sjálf­stæðis­bar­átt­an færði okk­ur betri lífs­kjör</strong><br /> Full­veld­is­árið 1918 var krefj­andi og stóð ís­lenska þjóðin frammi fyr­ir áskor­un­um af nátt­úr­unn­ar hendi sem settu svip á þjóðlífið. Þá var frosta­vet­ur­inn mikli og haf­ís tor­veldaði sigl­ing­ar víða um landið. Spánska veik­in tók sinn toll af þjóðinni og Katla hóf upp raust sína. Full­veld­inu var fagnað hóf­lega í ljósi þess sem á und­an hafði gengið en árið 1918 færði ís­lensku þjóðinni auk­inn rétt og varðaði mik­il­væg­an áfanga á leið okk­ar til sjálf­stæðis. Á þeim hundrað árum sem liðin eru höf­um við sem frjálst og full­valda ríki náð að bylta lífs­kjör­um í land­inu. Við höf­um borið gæfu til að nýta auðlind­ir lands­ins á sjálf­bær­an hátt og styðja við öfl­ugt vel­ferðarsam­fé­lag, þar sem all­ir eiga að fá tæki­færi til að lifa gæfu­ríku lífi óháð efna­hag. Hins veg­ar er það svo að þrátt fyr­ir að ís­lensku sam­fé­lagi hafi vegnað vel á full­veld­is­tím­an­um er ekki sjálf­gefið að svo verði næstu 100 árin. Því verðum við að vera meðvituð um þær áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir og tak­ast á við þær af festu. Mig lang­ar til að fjalla um þrjú grund­vall­ar­atriði sem oft eru nefnd sem for­send­ur full­veld­is, en þau eru fólk, land og lög­bundið skipu­lag. Öll þessi atriði skipta máli í fortíð, nútíð og framtíð.<br /> <br /> <strong>Fólkið og tungu­málið</strong><br /> Ein af þeim áskor­un­um sem ég vil sér­stak­lega nefna er staða ís­lensk­unn­ar. Tung­an hef­ur átt und­ir högg að sækja í kjöl­far örra sam­fé­lags- og tækni­breyt­inga sem hafa breytt dag­legu lífi okk­ar. Til að mynda hef­ur snjall­tækja­bylt­ing­in aukið aðgang að er­lendu afþrey­ing­ar­efni. Þá get­ur fólk talað við tæk­in sín á ensku. Við vilj­um bregðast við þessu og liður í því er fram­kvæmd á mál­tækni­áætl­un fyr­ir ís­lensku 2018-2022. Mark­mið henn­ar er að tryggja að hægt sé að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu og gera tungu­málið okk­ar gild­andi í sta­f­ræn­um heimi til framtíðar. Það er hins veg­ar ekki nóg að snara öll­um snjall­tækj­um yfir á ís­lenska tungu. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mik­il­vægi þess að leggja rækt við málið okk­ar og nota það. Það eru for­rétt­indi fyr­ir litla þjóð að tala eigið tungu­mál. Því vil ég brýna alla til þess að leggja sitt af mörk­um við að rækta það.<br /> <br /> <strong>Landið okk­ar og eign­ar­hald</strong><br /> Önnur áskor­un sem ég vil nefna snýr að landi og eign­ar­haldi á því. Lög um eign­ar­rétt og af­nota­rétt fast­eigna kveða á um að eng­inn megi öðlast eign­ar­rétt eða af­nota­rétt yfir fast­eign­um á Íslandi nema viðkom­andi aðili sé ís­lensk­ur rík­is­borg­ari eða með lög­heim­ili á Íslandi. Hins veg­ar get­ur ráðherra vikið frá þessu skil­yrði sam­kvæmt um­sókn frá áhuga­söm­um aðilum, sem ger­ir nú­ver­andi lög­gjöf frem­ur ógagn­sæja. Heim­ild­ir og tak­mark­an­ir er­lendra aðila utan EES-svæðis­ins er lúta að fast­eign­um hér á landi eru einnig óskýr­ar. Það verður að koma í veg fyr­ir að landið hverfi smám sam­an úr eigu þjóðar­inn­ar og að nátt­úru­auðlind­ir glat­ist. Staðreynd­in er sú að land­fræðileg lega Íslands er afar dýr­mæt og mik­il­vægi henn­ar mun aukast í framtíðinni. Í rík­is­stjórn­arsátt­mál­an­um er kveðið á um að skoðaðar verði leiðir til að setja skil­yrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórn­valda um þróun byggða, land­nýt­ingu og um­gengni um auðlind­ir. Það er nauðsyn­legt að marka skýr­ari stefnu í þessu máli.<br /> <br /> <strong>Mik­il­væg þrískipt­ing valds­ins</strong><br /> Í þriðja lagi lang­ar mig að nefna lög­bundið skipu­lag. Það sem felst í því að verða frjálst og full­valda ríki er einka­rétt­ur þjóðar­inn­ar til þess að fara með æðstu stjórn dómsvalds, lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­valds. Það stjórn­ar­far sem reynst hef­ur far­sæl­ast er lýðræðið. Þess vegna er brýnt að efla Alþingi til að styðja við stjórn­skip­an lands­ins. Umboðið sem kjörn­ir full­trú­ar hljóta í kosn­ing­um er afar þýðing­ar­mikið og mik­il­vægt að styðja við það. Alþing­is­mönn­um ber að varðveita þetta umboð af mik­illi kost­gæfni og það er okk­ar hlut­verk að tryggja að op­in­ber stefnu­mót­un taki ávallt mið af því. Alþing­is­menn eru kjörn­ir til að fram­fylgja mál­um sem þeir fá umboð til í kosn­ing­um. Póli­tískt eign­ar­hald á stefnu­mót­un er lyk­il­atriði í því að hún sé far­sæl og sjálf­bær. Ef kjörn­ir full­trú­ar fram­kvæmda­valds­ins missa sjón­ar á umboði sínu og hlut­verki gagn­vart kjós­end­um er lýðræðið sjálft í hættu.<br /> <br /> Full­veldið og sá rétt­ur sem því fylg­ir hef­ur gert okk­ur kleift að stýra mál­um okk­ar ásamt því að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í alþjóðasam­fé­lag­inu. Á dög­um sem þess­um, þegar við horf­um 100 ár aft­ur í tím­ann, fyll­umst við flest þakk­læti fyr­ir þær ákv­arðanir sem tryggðu okk­ur þessi rétt­indi. Hug­ur­inn leit­ar síðan óneit­an­lega til framtíðar og þeirra verk­efna sem bíða okk­ar, það er okk­ar að tryggja þá far­sæld.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />
09. júlí 2018Blá ör til hægriLesum í allt sumar<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu 9. júlí 2018.</h5> <br /> Mikilvægi lesturs og lesskilnings er ótvírætt. Við höfum lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki síst hjá börnunum okkar. Sumarið er tími samverunnar, útivistar og leikja en það er mikilvægt að minna á lesturinn líka. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.<br /> <br /> Sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri höfum við skipulagt sumarlestrarleik með góðri hjálp, meðal annars frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og Menntamálastofnun. Það er framhald Söguboltans, samstarfsverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV sem skipulagt var í tengslum við þátttöku landsliðsins í heimsmeistaramótinu í júní en þar tvinnum við saman tvær ástríður landsmanna, fótbolta og bókmenntir. Söguboltaþættina má finna á vef KrakkaRÚV og lestrarleikurinn fór í loftið um helgina. Hann er einfaldur og til þess gerður að hvetja krakka til þess að lesa, á alla vegu og í allt sumar.<br /> <br /> Gleymum því ekki að bestu fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri eru foreldarnir. Það er vænlegra til árangurs ef fleiri taka sér bók í hönd á heimilinu en börnin. Sem fyrr læra þau það sem fyrir þeim er haft og þess vegna þurfum við öll að muna eftir því að lesa líka. Setjum lesturinn á dagskrá í sumar, leggjum frá okkur snjalltækin og finnum okkur tíma í sól eða regni til þess að njóta góðra bóka. Það eru kannski ekki verðlaun í boði fyrir okkur fullorðna fólkið önnur en lestraránægjan – en hún er líka heilmikils virði.
03. júlí 2018Blá ör til hægriJákvæð teikn á lofti í menntamálum<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 3. júlí 2018.</h5> Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á menntamál og uppbyggingu á því sviði. Þar hefur margt áunnist og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um árangur ýmissa verkefna sem hrundið var af stað í vetur.<br /> <br /> <strong>Iðn- og verknám</strong><br /> Fyrst má nefna það markmið okkar að efla iðn-, starfs- og verknám. Þar er stefna okkar að styrkja utanumhald með verk- og starfsþjálfun nemenda og einfalda aðgengi þeirra að náminu. Niðurfelling efnisgjalda var skref í þá átt. Mikilvægt er einnig að kynna betur þá náms- og starfskosti sem eru í boði. Sú vinna fer einkar vel af stað og sem dæmi hefur innrituðum nemendum á verk- og starfsnámsbrautum framhaldsskóla fjölgað um 33% frá fyrra ári. Kostir verk- og starfsmenntunar eru ótvíræðir og mikil eftirspurn er eftir fólki með slíka menntun á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þessi þróun er því mjög ánægjuleg.<br /> <br /> <strong>Kennarastarfið</strong><br /> Annað brýnt verkefni okkar er styrkja alla umgjörð í kringum kennara og auka nýliðun í stéttinni. Við tókum í vor við tillögum um aðgerðir þar að lútandi. Verið er að kostnaðarmeta þær þessa dagana og ráðgert að í haust muni liggja fyrir tímasett aðgerðaáætlun um nýliðun kennara á öllum skólastigum. Í því samhengi er gleðilegt að fá fréttir um aukna aðsókn í kennaranám, bæði í Háskólanum á Akureyri, þar sem aukningin er 53% í grunnnám í kennaradeild, og við Háskóla Íslands, þar sem umsóknum um grunnskólakennaranám fjölgaði um 6% og leikskólakennaranám um 60%. Við höfum unnið ötullega í góðu samstarfi við hagaðila að því að kynna kennaranámið og það er að skila árangri.<br /> <br /> <strong>Brotthvarf</strong><br /> Aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum er þriðja stóra verkefnið sem ég vil tæpa á hér. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að stöðuskýrslu í sérstöku brotthvarfsverkefni þar sem verið er að greina gögn og koma með tillögur að áherslum sem nýta má til frekari stefnumótunar. Reiknað er með að hún verði tilbúin um miðjan júlí. Niðurstöður útreikninga á árlegu nýnemabrotthvarfi sýna að það hefur minnkað miðað við gögn síðustu þriggja ára og er það vel. Fjölmargar aðgerðir hafa þegar verið settar af stað til að sporna við brotthvarfi, m.a. aukin framlög til framhaldsskólastigsins, betri kortlagning á brotthvarfsvandanum og verkefni er tengist eflingu geðheilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> Það eru því ýmis jákvæð teikn á lofti þegar við skoðum stöðuna í íslenskum menntamálum. Eitt það mikilvægasta tel ég þann áhuga og samvinnuvilja sem ég skynja á ferðum mínum og fundum – ég hef engan hitt enn sem ekki hefur skoðun á skóla- og menntamálum. Enda snerta menntamál okkur öll og ekki síst þegar horft er til þess samfélags sem við viljum skapa okkur til framtíðar.
23. júní 2018Blá ör til hægriJákvæð þróun í íþróttamálum<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 23. júní 2018.</h5> Nú fylgist þjóðin með heimsmeistaramótinu í Rússlandi og fylkir sér á bak við landsliðið sitt. Á sama tíma eru þúsundir fjölskyldna að undirbúa sig fyrir fótboltamót barna sinna í sumar og hjá mörgum ríkir sérstök eftirvænting. Það fer mikil vinna og alúð í að skipuleggja mót sem þessi, og oft er sú vinna unnin í sjálfboðastarfi. Öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum og mótshöldurum verður seint fullþakkað fyrir að gera upplifun þátttakenda sem besta.<br /> <br /> Gott aðgengi og jafnrétti eru að mínu mati lykilbreytur þegar kemur að árangri í íþróttum. Með tilkomu frístundakorta og fjölgun iðkenda hafa fleiri börn tækifæri til þess að spreyta sig í mismunandi íþróttagreinum. Stúlkum sem stunda íþróttir hefur fjölgað verulega að undanförnu og er það mjög jákvæð þróun. Ég tel að sú fjölgun hafi einnig aukið til muna virkni foreldra í íþróttastarfi, sem hefur afar jákvæð áhrif á árangur og stemningu í kringum íþróttaþátttökuna.<br /> <br /> Í grein í ritinu <em>Stjórnmál og stjórnsýsla</em> er fjallað um niðurstöður rannsóknar á kynjajafnrétti í íþróttum. Þar kemur fram að stjórnvöld hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja kynjajafnrétti en ekki hafi verið horft til kynjasjónarmiða við undirbúning gildandi íþróttalaga. Ennfremur að stefnumótun í málaflokknum hafi ekki tekið mið af þeim og stjórnvöld ekki lagt þau til grundvallar í fjárveitingum sínum til íþróttahreyfingarinnar.<br /> <br /> Rannsóknir sem þessar eru mikilvægar opinberri stefnumótun. Ég fagna þeim og tel brýnt að gera grein fyrir þeirri vinnu sem þegar er hafin til umbóta á þessu sviði. Aðgerðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt markmiði um að efla stuðning við afreksíþróttafólk. Íþróttastefnan er í endurskoðun og þar er lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynjanna. Þá er unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga en hlutfall þeirra nú er 36%. Jafnréttisstofu hefur einnig verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra. Verið er að gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða áhrif hennar á jafnrétti og einnig verður að nefna að KSÍ steig mjög mikilvægt skref í byrjun árs þegar árangurstengdar greiðslur A-landsliða karla og kvenna voru jafnaðar.<br /> <br /> Þessi skref sem stjórnvöld og íþróttahreyfingin stíga skipta miklu. Við vitum að það má gera betur á sumum sviðum þegar rætt er um jafnrétti og íþróttir en stefna okkar er skýr og við erum á réttri vegferð. Árangur Íslands í íþróttamálum vekur athygli út fyrir landsteinana og við höfum þar mörgu að miðla.
14. júní 2018Blá ör til hægriÆvintýrið í Rússlandi að hefjast<h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu, 14. júní 2018.</h5> <p>Velgengni íslensku landsliðanna í knattspyrnu hefur fyllt okkur stolti, gleði og tilhlökkun. Árangurinn blæs líka baráttuanda og krafti í fjölda barna og unglinga sem fylgjast spennt með sínum fyrirmyndum. Vegna þessa er hlaupið hraðar, sparkað fastar og stefnt hærra. Íþróttafólkið okkar býr yfir metnaði, dugnaði og vinnusemi. Það hefur sett sér markmið, keppt að þeim sama hvað dynur á og haldið í gleðina yfir stórum sem smáum sigrum.<br /> <br /> Að baki góðum árangri íslensks íþróttafólks er þrotlaus vinna þess og samfélagsins í gegnum áratugina. Í þessu samhengi langar mig að nefna þrennt sem skiptir máli til að styrkja umgjörðina í kringum við íþróttirnar. Í fyrsta lagi fjárfesting í innviðum en það er sú aðstaða sem við búum íþróttafólkinu okkar. Í öðru lagi baklandið, en það er fólkið sem leggur sitt af mörkum með stuðningi sínum, elju og ástríðu. Þetta eru fjölskyldurnar, starfsfólkið í íþróttahúsunum, sjálfboðaliðarnir og aðrir velunnarar. Þau eru að uppskera ríkulega þessa dagana. Í þriðja lagi jafn aðgangur að íþróttastarfi, óháð aðstæðum og efnahag. Það skiptir sköpum að öll börn njóti jafnra tækifæra til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, en rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að taka þátt í slíku starfi.<br /> <br /> Framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar. Ævintýrið í Rússlandi er rétt að byrja. Við fylgjumst spennt með framgangi karlalandsliðsins sem brátt spilar sinn fyrsta heimsmeistaramótsleik gegn Argentínu. Ísland er fámennasta ríki veraldar til að vinna sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu og vegna þessa beinast augu margra hingað í undrun og forvitni yfir þessum árangri. Í tengslum við fyrsta leikinn í Moskvu er skipulögð menningarkynning á vegum íslenskra stjórnvalda þar í borg. Sérstök áhersla er lögð á barnabókmenntir og tónlist. Með því viljum við tengja saman íþróttir og menningu og kynna þá miklu grósku sem á sér stað á báðum þessum sviðum.<br /> <br /> <br /> Íþróttir eru samofnar þjóðarsálinni. Það er því engin tilviljun að sameiningarmáttur íþróttanna er mikill. Íþróttafólkið okkar veitir innblástur og tækifæri til þess að efna til mannamóta og gleðjast. Sem ráðherra íþróttamála sendi ég baráttukveðjur og bestu óskir til Rússlands og óska öllum landsmönnum gleðilegrar fótboltahátíðar næstu vikurnar þar sem slagorðið verður tvímælalaust: Áfram Ísland!</p> <br />
12. júní 2018Blá ör til hægriMenntastefna Íslands til ársins 2030<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu, 12. júní 2018.</h5> Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030.<br /> <br /> Til að bæta lífkjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggða á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við.<br /> <br /> Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. <br /> <br /> Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut.<br /> <br /> Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.<br /> <br />
11. júní 2018Blá ör til hægriRétt skal vera rétt<span style="font-weight: 600; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist &nbsp;í Morgunblaðinu 9. júní 2018.</span><br /> <br /> Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 liggur til grundvallar fjárheimildum mismunandi málaflokka. Nú þegar hún er til umræðu finnst mér mikilvægt að staldra við og skoða þróun framlaga á mikilvægum málefnasviðum sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Fjárheimildir framhaldsskólastigsins voru auknar verulega á þessu ári, um rúma 1,2 milljarða frá fyrra ári, þær munu halda áfram að hækka miðað við ríkisfjármálaáætlun, eða um 4,3% að raunvirði frá árinu 2017 til 2023. Framlög á hvern ársnema á framhaldsskólastigi halda líka áfram að hækka, þau hækkuðu um 6,5% frá fyrra ári og gert er ráð fyrir 8% hækkun á næsta ári, miðað við að hækkun á málefnasviðinu fari í rekstur framhaldsskólanna. Áætlanir gera alls ráð fyrir 18,5% hækkun að raunvirði á hvern ársnemanda á tímabilinu 2017-2023, úr 1.338.000 kr. í 1.586.000 kr.<br /> <br /> Undanfarin ár hafa framlög til háskólastigsins verið aukin töluvert. Framlögin jukust um 15,2% að nafnvirði milli áranna 2016 og 2018 en vísbendingar eru um að sú aukning sé umfram það sem gerst hefur í öðrum Evrópuríkjum. Ráðgert er að fjárveitingar til háskólastigsins muni halda áfram að aukast og hækki upp í 47,2 milljarða kr. árið 2023, sem þá er vöxtur upp á tæp 12% á tímabilinu.<br /> <br /> Heildarframlög til málaflokks menningar-, lista-, æskulýðs- og íþróttamála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni haldast í því horfi út tímabilið. Að auki gefur ríkið eftir umtalsverðar skatttekjur þegar virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn í byrjun árs 2019. Ekki liggur fyrir ennþá hversu mikil tekjuminnkun ríkissjóðs verður vegna þessa og margar breytur geta haft áhrif á þá endanlegu fjárhæð. Vonir standa til þess að þessi aðgerð muni hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér fyrir bæði íslenska útgáfu og aðra menningarneyslu.<br /> <br /> Sem ráðherra fagna ég áhuga allra á þróun mennta- og menningarmála í landinu og einnig þeim ríka samvinnuvilja sem ég skynja á vettvangi minna starfa. Hvoru tveggja er okkur mikilvægt til að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem við höfum sett okkur.
05. júní 2018Blá ör til hægriTil hamingju útskriftarnemar!<p><span style="box-sizing: border-box; font-weight: 600; line-height: 25px; background-color: #ffffff; font-family: 'Open Sans', sans-serif; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist &nbsp;í Morgunblaðinu 5. júní 2018.</span></p> <p>Undanfarið hafa framhaldsskólar víða um land útskrifað nemendur af hinum ýmsu námsbrautum. Útskriftardagurinn er gleðidagur sem staðfestir farsæl verklok á námi sem unnið hefur verið að með þrautseigju og dugnaði. Það er fátt eins gefandi og það að hafa lagt á sig við nám og uppskorið eftir því. Sú þekking og reynsla sem nemendur hafa viðað að sér á skólagöngunni verður ekki tekin af þeim. Þetta er fjárfesting sem hver og einn mun búa að alla ævi.</p> <p>Tímamót sem þessi opna líka nýja og spennandi kafla, blása okkur byr í seglin til þess að setja ný markmið og ná enn lengra á lífsins leið. Foreldrar fyllast stolti og kennararnir líka, þeir eiga sitt í árangri og sigrum nemendanna. <br /> <br /> Á dögum sem þessum verður mér hugsað til baka. Sem barn hafði ég mikið dálæti á bíómyndinni um ofurhetjuna Súperman. Leikarinn Christopher Reeve fór með aðalhlutverkið og sveif skikkjuklæddur yfir New York borg, tilbúinn að bjarga deginum. Það væri ekki frásögu færandi nema að árum síðar útskrifaðist ég úr meistaranámi frá Columbia-háskóla í New York og hátíðarræðuna þá hélt sjálfur Christopher Reeve. Hann mætti á sviðið í hjólastól, þar sem hann hafði lamast í hestaslysi nokkrum árum áður. Ræða hans var mjög áhrifamikil og ég man hana enn því boðskapurinn er mér dýrmætur. <br /> <br /> Í fyrsta lagi, fjallaði hann um mikilvægi þess að nýta þau tækifæri sem lífið býður upp á og gera alltaf það besta úr þeirri stöðu sem við erum í. Í öðru lagi, lagði hann áherslu á að sýna þakklæti og samkennd gagnvart ástvinum okkar, kennurum og þeim sem við hittum á lífsins leið. Í þriðja lagi talaði hann um þrautseigjuna og hvernig hún er oft forsenda þess að við getum náð árangri. <br /> Ég hugsa oft til þessara orða hans. Eftir slysið varð Reeve ötull talsmaður fólks með mænuskaða og hafði mikil áhrif sem slíkur. Mér finnst hugvekja hans alltaf eiga við. Hún er hvatning til allra, og sér í lagi þeirra glæsilegu útskriftarnema sem munu takast á við nýjar áskoranir að afloknu námi í framhaldsskóla. Þeir hefja næstu vegferð vel nestaðir af þekkingu, reynslu og vináttu sem hefur áunnist í framhaldsskólum landsins. <br /> <br /> Ég óska öllum útskriftarnemum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga. Megi framhaldið verða gæfuríkt hvert sem ferðinni kann að vera er heitið. Framtíðin er full af tækifærum.</p> <br />
16. maí 2018Blá ör til hægri„Af djörfung og alvöru“ <p><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí 2018.</strong></p> „Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og alvöru. “ <br /> <br /> Svo orti Sigurður Nordal og bendir á með skýrum hætti hvernig listin og lífið eru samofin og hversu mikilvæg menningin er okkur mannfólkinu. Menningarstarfsemi er í senn aðdráttarafl, sameiningarafl og farvegur fyrir sköpun sem nærir og auðgar þá fjölmörgu sem skapa og þá sem njóta. <br /> <br /> Aðgengi að menningu óháð búsetu er lykilatriði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hlutverk stjórnvalda skilgreint á þann veg að þeirra sé að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista og menningararfs. Á því sviði hafa nýverið verið stigin mikilvæg skref því á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði og í byrjun þessarar viku endurnýjaði Akureyrarbær menningarsamning sinn við mennta- og menningarmálaráðuneyti. Á döfunni er einnig að ganga frá samkomulagi um menningarhús á Fljótsdalshéraði. <br /> <br /> Þessar leiðir stjórnvalda til þess að styðja við menningarstarf í landinu hafa sannað sig í gegnum árin. Stefnu um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni má rekja til ársins 1999 og fyrsti menningarsamningurinn milli ríkis og sveitarfélaga var gerður árið 1996. Segja má að ákvarðanir á þessum sviðum beri síðan ávöxt á hverjum degi því aðstaða og fagleg umgjörð um menningarstarf er nauðsynleg þegar tryggja á aðgengi almennings að menningarstarfsemi.<br /> <br /> Á ferðum mínum um landið undanfarið hef ég orðið enn sannfærðari um mikilvægi þess að byggja upp og treysta þessa innviði. Það styður ekki aðeins við skapandi greinar heldur skapar það einnig ný sóknarfæri í ferðaþjónustu. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Íslands hefur orðið vitundarvakning um þau tækifæri sem felast í að gera menningu og þekkingu okkar aðgengilegri. Það að tengja ferðamennsku við sögu, menningu og þekkingu á frjóan hátt mun ekki aðeins gleðja erlenda gesti, heldur einnig gera börnunum okkar kleift að kynnast landinu sínu á nýjan og fræðandi hátt.<br /> <br /> Sem mennta- og menningarmálaráðherra lít ég björtum augum til framtíðar vitandi af þeim mikla krafti sem býr í menningarlífi landsins. Við ætlum að halda áfram að skapa hagfelld skilyrði fyrir þá fjölbreyttu og skapandi flóru. Og nú þegar líður að ferðasumri hvet ég landsmenn einnig til þess að sækja heim, njóta og hugsa af djörfung til að upplifa menningu vítt og breitt um landið sitt. <br />
07. maí 2018Blá ör til hægriGerum það sem virkar<span></span> <h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. maí 2018.</h5> Miklar félags- og efnahagslegar framfarir hafa átt sér stað á Norðurlöndum á liðinni öld. Félagslegur hreyfanleiki þessara samfélaga hefur verið mikill meðal annars vegna góðs aðgengis að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efnahagslegri stöðu. Samanlagt mynda Norðurlöndin tólfta stærsta efnahagskerfi veraldar og framtíðarhorfurnar eru góðar. Menntamálaráðherrar Norðurlandanna funduðu nýverið um þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan í menntamálum. Fundurinn var lærdómsríkur en það vakti sérstaka athygli mína hvernig Noregur hefur annars vegar náð að fjölga nýskráðum kennaranemum og hins vegar hversu hátt hlutfall grunnskólanema innritast í verk-, iðn-, starfs- og tækninám þar í landi. Þetta eru einmitt tvær stórar áskoranir sem íslenskt samfélag glímir við og þarf að takast á við. <br /> <br /> Umtalsverður kennaraskortur blasir við á Íslandi ef ekki verður ráðist í róttækar aðgerðir. Þessa dagana er unnið að tillögum sem miða að því að bæta þessa stöðu. Þær snúa til dæmis að launuðu starfsnámi, námsstyrkjum, markvissri leiðsögn fyrir starfsnema og nýliða ásamt þjóðarsátt um starfskjör kennara og skólastjórnenda. Í Noregi hefur svipuð staða verið uppi en hins vegar eru jákvæð teikn á lofti þar í landi. Í ár hefur umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgað um 25% og um 15% í leikskólakennaranám. Þessi árangur hefur náðst með mikilli samvinnu milli kennara og menntamálayfirvalda. Þess má geta að kennaranámið í Noregi var nýverið lengt í fimm ár, samt sem áður er aukin aðsókn í það.<br /> <br /> Aðsókn á Íslandi í verk-, iðn-, starfs- og tækninám endurspeglar ekki eftirspurnina eftir slíkri menntun á vinnumarkaðnum. Ákveðin verkþekking getur glatast ef ekki verður farið í markvissar aðgerðir á næstu árum. Staðreyndin er sú að mun færri eru í starfsnámi á Íslandi eða um 32 prósent meðan þetta hlutfall er um 50 prósent í Noregi og öðrum ríkjum í Evrópu. Íslenskt starfsmenntakerfi er öflugt en það hefur skort hvatningu til að sækja námið, þrátt fyrir góðar atvinnuhorfur og tekjumöguleika.<br /> <br /> Við erum að vinna að því að einfalda aðgengi að náminu, auka skilvirkni þess og lækka kostnað nemenda við að sækja námið. Atvinnulífið er fullt af tækifærum fyrir einstaklinga með þessa menntun. Betur má ef duga skal í þessum efnum. Allar þjóðir sem vilja vera leiðandi eru að fjárfesta í fjölbreyttri menntun, rannsóknum og þróun til að takast á við þær áskoranir sem felast í tæknibyltingunni. Við Íslendingar stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum og þurfum að auka samstöðu og samvinnu til að ná árangri. Við verðum í auknum mæli að horfa til ríkja sem ná árangri og leita lausna sem eru raunhæfar.<br />
30. apríl 2018Blá ör til hægriNorðurlöndin mæta samfélagslegum áskorunum með þekkingu og samvinnu<h5>Grein eftir mennta- og vísindaráðherra Norðurlandanna sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. apríl 2018.</h5> Við getum verið stolt af mörgu á Norðurlöndum. Samfélagslegar áskoranir aukast ekki bara í öðrum heimshlutum heldur einnig í nærumhverfi okkar og þörf er á meiri samvinnu og þekkingu til að takast á við þær. Á fundi norrænna mennta- og vísindaráðherra í Stokkhólmi á dögunum var lagður mikilvægur grunnur að áframhaldandi samvinnu á sviði menntamála á Norðurlöndunum. <br /> <br /> Tengsl okkar hvíla á sterkri menningu lýðræðis og grasrótarafla; gildum jafnræðis, jafnréttis og samvinnu. Á óróleikatímum þurfum við að treysta þau og jafnframt efla það sem gerir Norðurlöndin og sjálfstjórnarsvæðin bæði sterk og skapandi. Við sjáum neikvæð teikn á lofti, ekki einungis í fjarlægum heimshlutum heldur einnig hér heima, til dæmis með hatursorðræðu og dreifingu falsfrétta. Á slíkum tímum er mikilvægt að standa vörð um hlutverk þekkingar og vísinda. Háskóla- og vísindakerfi Norðurlanda byggja á sterkum grunngildum þar sem akademískt frelsi er tryggt. Háskólarnir eru gangverkið í þróun samfélagsins að betri framtíð, aukinni velsæld og sterku lýðræði. <br /> <br /> Þekking veitir fólki öryggi. Við munum vinna áfram að því að styrkja menntun og rannsóknir þannig að þeir sem búa á Norðurlöndunum geti menntað sig alla ævi. Norðurlandasamningur um aðgengi að háskólum hefur verið framlengdur til næstu þriggja ára og umsækjendur um háskólavist í öðru norrænu landi geta áfram fengið skólavist á sömu forsendum og íbúar viðkomandi lands. Fyrr á þessu ári var einnig settur af stað hópur sem vinnur að samræmdri viðurkenningu háskólagráða á Norðurlöndum. Með þessum tveimur aðgerðum getum við tryggt aðgengi að háskólamenntun fyrir alla á Norðurlöndum og aukið hreyfanleika innan landanna, sem aftur leiðir að bættum sameiginlegum vinnumarkaði og betri menntun á svæðinu. Jafnframt þurfum við að sjá til þess að háskólar geti tekist á við áskoranir samtímans og halda í það sem hefur tryggt árangursríkan framgang norrænna samfélaga. Við eigum að varðveita það sem gerir okkur einstök án þess að hræðast framþróun. Þróttmikið og skapandi vísindastarf getur svarað þeim miklu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, s.s. örri stafrænni þróun, breyttum þörfum innan heilbrigðisgeirans og loftslagsbreytingum svo fátt eitt sé nefnt.<br /> <br /> Kunnátta í tungumálum verður æ mikilvægari í hnattvæddu samfélagi og flest Norðurlönd eiga það sameiginlegt að vera með marga nemendur sem fleiri en eitt tungumál. Tungumálakunnátta er auðlind sem ætti að nýta betur. Þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjöltyngdu samfélagi nútímans eru okkur sameiginlegar og við getum lært margt hvert af öðru, ekki síst um hvernig þróa megi það fjöltyngi sem er til staðar. <br /> <br /> Markmið samvinnu okkar er að styrkja norrænt rannsóknarstarf og sameiginlega stefnu. Til að halda stöðu okkar sem leiðandi þekkingarsvæði þurfum við meta og þróa þá samvinnu í takt við tíðarandann. Markmið okkar er að Norðurlöndin verði áfram leiðandi á sviði þekkingar og hæfni. Til að ná því markmiði þurfum við að vinna saman þvert á landamæri. Í sameiningu geta Norðurlöndin, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar haldið áfram að vera hnattræn fyrirmynd þekkingar og velferðar.<br /> <br /> <em>Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Íslands<br /> Helene Hellmark Knutsson, ráðherra háskólamenntunar og rannsókna í Svíþjóð<br /> Sanni Grahn-Laasonen, menntamálaráðherra Finnlands<br /> Søren Pind, Danmarks ráðherra háskólamenntunar og rannsókna í Danmörku<br /> Iselin Nybø, ráðherra háskólamenntunar og rannsókna í Noregi<br /> Jan Tore Sanner, ráðherra menntamála og aðlögunar í Noregi <br /> </em> <br /> <br /> <br /> <br />
27. apríl 2018Blá ör til hægriFjölgum fjársjóðum<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. apríl 2018.</h5> <br /> Ein af þeim áskorunum sem við tökumst á við um þessar mundir er að almennu læsi ungmenna hefur hrakað í alþjóðlegum samanburði. Það er skoðun mín að framboð barna- og unglingabóka á íslensku skipti máli í þessu samhengi. Það eru sóknarfæri til að gera betur í þeim efnum.<br /> Á verðlaunahátíð barnanna, Sögum, um liðna helgi kynnti ég aðgerðir til umbóta. Það var ánægjulegt að geta þar greint frá nýjum styrkjaflokki fyrir barna- og unglingabækur sem verður bætt við bókmenntasjóð Miðstöðvar íslenskra bókmennta á næsta ári. Markmið hans er að styðja við ritun barna- og unglingabóka á íslensku og auka framboð af vönduðum bókmenntum fyrir þessa aldurshópa. <br /> <br /> Það er vitundarvakning um þessi mál samhliða aukinni þjóðfélagsumræðu um menntamál. Það er ljóst að það er vilji til að gera betur í þessum efnum. Til að mynda efndu nemendur í Hagaskóla til málþings í vetur undir yfirskriftinni „Barnið vex en bókin ekki“. Þar kom fram að þau teldu áhuga barna og ungmenna á bókmenntum vera til staðar. Skólafólk, foreldrar og rithöfundar hafa einnig kallað eftir aðgerðum til þess að efla megi útgáfu barna- og unglingabóka hér á landi. Í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu var meðal annars bent á að efla þyrfti útgáfu barna- og unglingabóka með sérstöku tilliti til myndskreyttra bóka og léttlestrarbóka. Það slær í takt við stefnu mína sem mennta- og menningarmálaráðherra. <br /> Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til þess að efla læsi í landinu er að tryggja gott aðgengi barna og ungmenna að bókum.<br /> <br /> Læsi barna er samvinnuverkefni samfélagsins alls. Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi og nauðsynleg til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína til fulls. Bókmenntir er samofnar sögu okkar og við ætlum í sameiningu að tryggja að svo verði áfram. Nýju barna- og unglingabókastyrkirnir eru liður í því að fjölga þeim fjársjóðum sem íslenskar bókmenntir hafa að geyma. <br /> <br /> <br /> <br />
18. apríl 2018Blá ör til hægriMetnaðarfull markmið fyrir frístundaheimili<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2018.</h5> Frístundaheimili gegna mikilvægu hlutverki í lífi flestra fjölskyldna barna á grunnskólaaldri. Þar fer fram frábært starf og á dögunum urðu ákveðin tímamót í faglegri umgjörð þeirra þegar í fyrsta sinn voru gefin út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Starfsemi frístundaheimila hefur þróast mikið frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði um þau var sett grunnskólalög. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Lögð er áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. <br /> <br /> Þessi nýju markmið og viðmið sem kynnt voru á dögunum eru í senn metnaðarfull og skýr varðandi hlutverk, öryggi, velferð, inntak starfsins, jafnræði og fagmennsku starfsfólks frístundaheimila. Gætt var að því að þau væru ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélögin, ættu frekar að vera leiðbeinandi en þó með það að markmiði að aðbúnaður barna á grunnskólaaldri sem dvelja á frístundaheimilum og skóladagvistum sé góður og að tryggt sé að faglega verði staðið að rekstri slíkrar þjónustu. Mikið og gott samráð hefur átt sér stað í þessari vinnu við sveitarfélögin sem reka frístundaheimilin og aðra helstu hagsmunaaðila starfseminnar. Alls staðar komu fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða og rætt um þýðingarmikið skref til að efla faglegt starf frístundaheimila og auka þróunarstarf í heimabyggð.<br /> <br /> Nú er mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum. Ég bind vonir við að sú góða vinna muni gagnast öllum þeim sem starfa að málaflokknum og verða til þess að efla starf frístundaheimilanna – nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki til hagsbóta. <br />
16. apríl 2018Blá ör til hægriMenntun fyrir alla á Íslandi<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu, 14. apríl 2018.</h5> Til grundvallar þeirri menntastefnu sem lögfest er á Íslandi er það mannréttindasjónarmið að allir fái jöfn tækifæri til náms. Frá árinu 2008 hefur menntalöggjöf á Íslandi miðað að því að stuðlað sé að þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi. Víðtækt samstarf hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila skólasamfélagsins um þessa stefnu. Í framhaldi af viðamikilli úttekt á framkvæmd stefnunnar árið 2015 er nú komið að næstu skrefum er styðja munu við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi. <br /> <br /> Stofnaður var stýrihópur verkefnisins undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytis með þátttöku allra samstarfsaðila úttektarinnar og hefur hann unnið að sjö skilgreindum markmiðum um áframhaldandi þróun menntastefnunnar. Í stýrihópnum sitja fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Skólameistarafélags Íslands og Heimilis og skóla. Í gær, föstudaginn 13. apríl, var undirrituð endurnýjun samstarfsyfirlýsingar þessara aðila en auk þess bættust í hópinn; fulltrúi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og fulltrúi frá Háskóla Íslands, fyrir hönd kennaramenntunarstofnana landsins. Þá var einnig opnaður nýr vefur fyrir þetta verkefni en á síðunni <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=583fc0e9-c9f6-11e7-941e-005056bc4d74" target="_blank">www.menntunfyriralla.is</a>&nbsp;geta allir áhugasamir kynnt sér málið betur og fylgst með þróun þess. <br /> <br /> Meðal helstu styrkleika íslenska menntakerfisins samkvæmt fyrrgreindri úttekt er að það hvílir á sterkum grunni laga og stefnumótunar er varða réttindi nemenda. Mörg verkefni eru þó enn óunnin en besti árangurinn mun nást með góðri samvinnu.&nbsp;Vitað er að skólastjórnendur og starfsfólk skólanna telja margir að standa þurfi betur að framkvæmd stefnunnar og verja til hennar meira fé; tryggja faglegan stuðning og efla rannsóknarstarf. Það sjónarmið kennara að stefnunni fylgi meira vinnuálag og þeir hafi ekki fengið nægan undirbúning til að bregðast við álagi vegna fjölbreyttari nemendahópa er einnig þekkt og mikilvægt að brugðist sé við því. Við vitum að stuðningur við kennara skilar sér margfalt út í skólastarfið og mikilvægi stoðþjónustunnar, ekki síst á fyrstu stigum skólagöngunnar er ótvírætt. <br /> <br /> Það er mikil og jákvæð umræða um menntamál á Íslandi og það er vel. Núverandi ríkisstjórn hefur sett menntamálin á oddinn og þær áherslur má til að mynda vel sjá í nýsamþykktri fjármálaáætlun. Öflugt skólastarf mun skila okkur farsæld til framtíðar. Gott samstarf, upplýstar ákvarðanir og þrek til að framkvæma og vinna sameiginlega að breytingum er leiðarljós okkar sem viljum þróa íslenska menntastefnu til framtíðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />
09. apríl 2018Blá ör til hægriVirðisaukaskattur á bækur verður afnuminn 2019<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist fyrst í Morgunblaðinu mánudaginn 9. apríl.</h5> <br /> Bókmenntir eru samofnar íslenskri sögu og menningu. Í samanburði við aðrar þjóðir Norður-Evrópu reis íslensk bókagerð hátt á miðöldum og afreksverk þeirra tíma eru enn ríkur þáttur í sjálfsvitund Íslendinga. Lestur bóka er snar þáttur í mótun málþroska barna og þær gegna lykilhlutverki í menntakerfinu. Ein af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð er að svo virðist sem almennu læsi fari hrakandi. Sem mennta- og menningarmálaráðherra hef ég lagt ríka áherslu á að snúa vörn í sókn í þeim efnum en mikil vinna hefur þegar átt sér stað til þess að bregðast þessari þróun. <br /> <br /> Einn af þeim þáttum sem horfa þarf til eru rekstrarskilyrði bókaútgefanda, enda óumdeilt að íslensk bókaútgáfa leggur mikið af mörkum til menningar og læsis í landinu. <br /> Bókaútgefendur eru fjölbreyttur hópur og á ári hverju gefa um 500 mismunandi útgefendur út bækur hér á landi. Flestir gefa aðeins út eina bók, eða 70% þeirra, um 20% útgefenda gefa út 2−5 bækur árlega, en um 50 útgefendur gefa fleiri en 5 bækur út árlega. Langflest bókaforlögin eru því smá í sniðum og hafa ekki haft tækifæri til að byggja upp sterka eiginfjárstöðu. Að auki hefur bóksala dregist verulega saman undanfarin ár. Þegar slíkar aðstæður eru komnar upp á viðkvæmum vettvangi íslenskrar tungu ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. <br /> <br /> Það ætlar ríkisstjórnin að gera með því að afnema virðisaukaskatt á bækur frá og með ársbyrjun 2019, líkt og fram kemur í ríkisfjármálaáætlun 2019-2023. Með þeirri aðgerð fylgjum við í fótspor Noregs, Færeyja, Bretlands, Írlands og Úkraínu sem hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og styðja við menningu sína og tungu. Í þessari aðgerð felast tækifæri fyrir íslenska bókaútgefendur til að sækja fram að nýju og taka vaxandi þátt í að auka áhuga á lestri þannig að Ísland verði áfram bókaþjóð í fremstu röð, þá ekki síst með aukinni útgáfu vandaðra barna- og unglingabóka sem höfða til upprennandi lestrarhesta framtíðarinnar.&nbsp;<br /> <br /> Læsi og lesskilningur eru lykilþættir þegar kemur að öflugum og skapandi mannauði sem drífur áfram samkeppnisfærni þjóða til framtíðar. Þar ætlum við Íslendingar að skipa okkur á fremsta bekk og vera í fararbroddi þegar kemur að góðum lífsgæðum og blómlegri menningu. Afnám virðisaukaskatts á bækur er mikilvægur áfangi á þeirri leið.<br />
05. apríl 2018Blá ör til hægriMikilvægasta auðlind þjóðarinnar <span></span> <h5>Grein&nbsp;eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist&nbsp;fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl 2018.</h5> Öflugt menntakerfi er ein af undirstöðum kraftmikils og fjölbreytts efnahagslífs og stöðugleika. Sýnt er að menntun og rannsóknir styðja við lýðræði, gagnrýna og skapandi hugsun, sjálfbærni og þar með velferð. Háskólastigið gegnir lykilhlutverki í að efla rannsóknir og þróun í góðu samstarfi við atvinnulífið. Rannsóknir sýna að einni krónu sem fjárfest er í háskólastiginu skilar sér áttfalt til baka.<br /> <br /> Starfsemi íslenskra háskóla hefur eflst á undanförnum árum, með auknu framboði náms á öllum skólastigum, aukinni rannsóknarstarfsemi og virku erlendu samstarfi. Auk kennslu og rannsókna innan skólanna styðja þeir við þekkingarstarfsemi af ýmsu tagi, tryggja menntun fagfólks fyrir íslenskt atvinnulíf, styðja við menningu og listir og stuðla að upplýstri samfélagsumræðu og nýsköpun.<br /> <br /> Undanfarin ár hafa framlög til háskólastigsins verið aukin töluvert. Framlögin jukust til að mynda um 4,6% milli áranna 2017 og 2018. Nú þegar ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 liggur fyrir má sjá að fjárveitingar til háskólastigins munu halda áfram að aukast. Heildarfjárheimildir til háskólastigsins hafa vaxið úr rúmlega 42,3 milljörðum kr. árið 2017 í 44,2 milljarða kr. á þessu ári. Áætlað er að fjárheimildirnar verði 47,2 milljarða kr. árið 2023, það er vöxtur upp á tæp 12% á tímabilinu.<br /> <br /> Markmiðið með þessum auknu fjármunum er m.a. að við færumst nær fjármögnun háskóla í nágrannalöndunum. Innan skólanna fer hluti þessa fjár í að efla rannsóknir og þróun. Öflugt rannsóknarstarf er lykilþáttur í þekkingarsköpun í nútímasamfélagi; með því að ýta undir tengsl rannsókna í háskólum við nýsköpunarstarf og atvinnulíf má auka efnahagsleg áhrif háskólastarfs. Hvetjandi námsumhverfi og fjölbreyttir valkostir í starfs- og verknámi eru einnig mikilvægir.<br /> <br /> Annað brýnt verkefni sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir nú er að endurskoða og efla kennaramenntun. Öflugt kennaranám í takt við þarfir samfélagsins stuðlar að þróun á öllum skólastigum en tryggja þarf að fjármagn sé til staðar til þess að hægt sé að snúa þar vörn í sókn. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan í náms- og starfsþróun kennara, því þeir eru fólkið sem mun móta framtíð okkar. <br /> <br />
28. mars 2018Blá ör til hægriVísinda- og rannsóknastarf eflt á landsbyggðinni<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. mars 2018.</h5> <p>Ný námsleið á meistarastigi, sjávarbyggðafræði, verður í boði fyrir nemendur á vegum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði frá og með næsta hausti. Það er fagnaðarefni en fjármögnun til þess að hefja þetta verkefni er tryggð og ráðgert að um 20 nemendur innritist í námið árlega.</p> <p>Háskólasetur Vestfjarða hefur sannað sig gildi sitt fyrir samfélögin á norðanverðum Vestfjörðum og hafa nemendur og kennarar auðgað samfélagið með þekkingu sinni, nærveru og rannsóknum en yfir 100 nemendur hafa útskrifast með meistaragráðu í haf- og strandsvæðastjórnun frá árinu 2008. Bæði haf- og strandsvæðastjórnun og nýja námsleiðin í sjávarbyggðafræði eru alþjóðlegar og kenndar á ensku, en áhersla er lögð á að nýta sérstöðu Vestfjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar. Það er því mjög gleðilegt að hafa tryggt þennan áfanga og þar með festa Háskólasetur Vestfjarða enn betur í sessi sem öfluga menntastofnun.&nbsp;</p> <p>Sjávarbyggðafræði er þverfræðilegt nám sem byggir á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði, landfræði og skipulagsfræði. Námsleiðin var ein af tillögum starfshóps forsætisráðherra um aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var árið 2016 og samþykkt af þáverandi ríkisstjórn. Öll kennsla fer fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði en nemendur eru formlega skráðir í Háskólann á Akureyri og útskrifast þaðan.</p> <p>Stuðningur við menntun, vísinda- og rannsóknarstarf um allt land er gífurlega mikilvægur. Það eru sóknartækifæri í að byggja upp þekkingarstarfsemi vítt og breitt um landið sem tekur mið af sérstöðu hvers landsvæðis fyrir sig. Þessi nýja námsleið er gott dæmi um hvernig staðhættir geta nýst í kennslu til þess að byggja upp verðmæta þekkingarstarfsemi á svæðinu. Það skilar árangri að efla svæðisbundna rannsókna- og þekkingarkjarna og stuðla að faglegum tengslum bæði þeirra á milli og við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Með auknu samstarfi má nýta mannauð og aðstöðu betur og stórauka aðgengi nemenda og fræðimanna að auðlindum menningar og náttúru landsins. Slíkt stuðlar að fleiri starfstækifærum á landsbyggðinni og að fjölbreyttari og sterkari samfélögum.</p> <p>Ég óska forráðamönnum Háskólaseturs Vestfjarða og íbúum á svæðinu til hamingju með áfangann og hlakka til að fylgjast með starfseminni eflast og dafna.</p>
22. mars 2018Blá ör til hægriEinföldum regluverk – afnemum „25 ára regluna“<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.<br /> Birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars 2018</h5> <br /> Ég vil afnema hina svokölluðu 25 ára „reglu“ við innritun nemenda í framhaldsskóla. Frá árinu 2012 hefur framhaldsskólum verið heimilt að forgangsraða umsóknum um skólavist eftir tiltekinni flokkun á umsækjendum. Einn liður í reglugerðinni sem liggur til grundvallar kveður á um að umsækjendum 25 ára og eldri, og njóta ekki forgangs af öðrum ástæðum, er raðað næstsíðast við flokkun umsókna. Margir túlkuðu þetta sem svo að framhaldsskólar landsins séu lokaðir fólki eldra en 25 ára sem hefur áhuga á bóknámi. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa ekki borist umkvartanir vegna synjunar um skólavist sökum aldurs og líkur á að það reyni á slíkt eru hverfandi. Sérstaklega í ljósi þess að framlög til framhaldsskólastigsins voru aukin um 1.290 milljónir milli 2017 og 2018 og í ofanálag eru framlög á nemanda hærri í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs, en framhaldsskólarnir halda þeim fjármunum sem sparast vegna styttingarinnar. <br /> <br /> Ég er þeirrar skoðunar að einfalda eigi regluverk ef ekki er þörf fyrir það. Þessi aðgerð er skref í þá átt. Nú eru drög að breytingum á fyrrgreindri reglugerð komin í opið samráð á vef samráðsgáttarinnar. Öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingar um drögin í gegnum samráðsgáttina en markmið hennar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. <br /> <br /> Þess má geta að umsækjendum 25 ára og eldri bjóðast einnig fjölmörg önnur námsúrræði en nám í framhaldsskóla. Þar er helst að geta framhaldsfræðslu, sem boðin er um allt land og lögð hefur verið áhersla á að efla og styrkja með auknum fjárframlögum á síðustu árum. Þá geta nemendur á þessum aldri sótt aðfaranám í staðnámi eða fjarnámi. <br /> <br /> Við lofuðum stórsókn í menntamálum og við ætlum að standa við það. Það eiga því allir að komast að í framhaldsskólunum sem sækja um, uppfylli þeir þau inntökuskilyrði sem skólarnir setja hverju sinni. Það að vera yngri en 25 ára er ekki inntökuskilyrði.<br />
19. mars 2018Blá ör til hægriHagsmunir nemenda verða hafðir að leiðarljósi<p><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 19. mars 2018. </strong></p> <p> Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður fyrr í mánuðinum. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð en þeir nemendur sem luku prófunum fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju í vor eða haust enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni.</p> <p>En þýðir þetta endalok rafrænna prófa? Það kom ótvírætt fram á samráðsfundi í liðinni viku með fulltrúum frá nemendum, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi grunnskólakennara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagi fræðslustjóra, samtökunum Heimili og skóla, umboðsmanni barna, Menntamálastofnun og sérfræðingahópi um framkvæmd samræmdra könnunarprófa að rafrænar lausnir í skólastarfi séu komnar til að vera þar sem þær bjóða upp á marga kosti til að þróa skólastarf. Því er ég sammála.&nbsp;</p> <p>Það er hins vegar eðlilegt í kjölfar mislukkaðrar framkvæmdar líkt og um daginn, að staldra við og spyrja hvað betur megi fara og hvað þarf að laga í stóra samhenginu. Það er til dæmis ljóst aðskiptar skoðanir eru um samræmd könnunarpróf, markmið þeirra og tilgang.&nbsp;</p> <p>Það er því sjálfsagt að ræða um hugmyndafræðina sem liggur að baki lagaskyldunni um samræmd próf, þótt hún tengist ekki framkvæmd prófanna nú. Á fyrrnefndum samráðsfundi var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Leitað verður eftir tilnefningum í hópinn í vikunni og óskað verður eftir tillögum fyrir árslok.&nbsp;</p> <p>Við eigum á hverjum tíma að rýna grunnskólalögin og raunar skólakerfið allt, og velta því fyrir okkur hvernig við búum nemendur sem best undir framtíðina. Samfélagið er að breytast og það er fullkomlega eðlilegt að skólakerfið breytist samhliða. Það er von mín að aðkoma allra ofangreindra aðila verði til þess að fundin verði farsæl lausn sem mun gera menntakerfið betra til framtíðar.&nbsp;</p> <p>Það er ríkur vilji í samfélagi okkar að bæta menntakerfið og það er löng hefð fyrir því að leggja áherslu á gildi læsis og menntunar á Íslandi. Tækifærið til að efla umgjörð menntakerfisins er núna, nýtum það til framfara og höfum að leiðarljósi að menntun er fyrir alla.</p>
19. mars 2018Blá ör til hægriHagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi<img alt="" src="/library/08-Myndir-fra-Hara/menntamal%20-%20Copy%20(1).jpg?amp%3bproc=Myndir1920" /> <p>&nbsp;</p> <h4><span><strong>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. mars 2018.</strong></span></h4> <p> Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður fyrr í mánuðinum. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð en þeir nemendur sem luku prófunum fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju í vor eða haust enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni. <br /> <br /> En þýðir þetta endalok rafrænna prófa? Það kom ótvírætt fram á samráðsfundi í liðinni viku með fulltrúum frá nemendum, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi grunnskólakennara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagi fræðslustjóra, samtökunum Heimili og skóla, umboðsmanni barna, Menntamálastofnun og sérfræðingahópi um framkvæmd samræmdra könnunarprófa að rafrænar lausnir í skólastarfi séu komnar til að vera þar sem þær bjóða upp á marga kosti til að þróa skólastarf. Því er ég sammála. <br /> <br /> Það er hins vegar eðlilegt í kjölfar mislukkaðrar framkvæmdar líkt og um daginn, að staldra við og spyrja hvað betur megi fara og hvað þarf að laga í stóra samhenginu. Það er til dæmis ljóst aðskiptar skoðanir eru um samræmd könnunarpróf, markmið þeirra og tilgang. <br /> <br /> Það er því sjálfsagt að ræða um hugmyndafræðina sem liggur að baki lagaskyldunni um samræmd próf, þótt hún tengist ekki framkvæmd prófanna nú. Á fyrrnefndum samráðsfundi var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Leitað verður eftir tilnefningum í hópinn í vikunni og óskað verður eftir tillögum fyrir árslok. <br /> <br /> Við eigum á hverjum tíma að rýna grunnskólalögin og raunar skólakerfið allt, og velta því fyrir okkur hvernig við búum nemendur sem best undir framtíðina. Samfélagið er að breytast og það er fullkomlega eðlilegt að skólakerfið breytist samhliða. Það er von mín að aðkoma allra ofangreindra aðila verði til þess að fundin verði farsæl lausn sem mun gera menntakerfið betra til framtíðar. <br /> <br /> Það er ríkur vilji í samfélagi okkar að bæta menntakerfið og það er löng hefð fyrir því að leggja áherslu á gildi læsis og menntunar á Íslandi. Tækifærið til að efla umgjörð menntakerfisins er núna, nýtum það til framfara og höfum að leiðarljósi að menntun er fyrir alla. </p>
22. febrúar 2018Blá ör til hægriMyndlist er skapandi afl<span></span> <h5 style="box-sizing: border-box; font-family: 'Open Sans', sans-serif; line-height: 25px; color: #4a4a4a; margin-top: 30px; margin-bottom: 20px; font-size: 16px; background-color: #ffffff;">Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. febrúar 2018.</h5> <p>Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar.</p> <p>Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. <br /> <br /> Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafni Íslands lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera.<br /> <br /> Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra <br /> Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug síðan, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. <br /> <br /> Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.<br /> <br /> </p>
19. febrúar 2018Blá ör til hægriFjármálalæsi er grunnfærni<h5>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. febrúar 2018.</h5> <h4>Fjármálalæsi er grunnfærni</h4> <p>Fjármálalæsi er grunnfærni sem er mikilvæg samfélagi okkar. Ljóst er að gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjármálum og stuðlar að fjármálastöðugleika. Markmiðið er að efla fjármálalæsi til þess að einstaklingar séu í betri aðstöðu að meta fjárhagslega stöðu sína og taka upplýstar ákvarðanir í kjölfarið. Lífsgæði verða meiri og því er mikilvægt að auka veg fjármálalæsis í íslenska menntakerfinu.<br /> <br /> Nýverið tók ég því þá ákvörðun að Íslandi yrði með í valkvæðum hluta PISA-könnunarinnar árið 2021 sem snýr að fjármálalæsi. PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtímarannsókn á vegum Efnahags- og framfærastofnunarinnar á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúrufræði og læsi á stærðfræði. Auk þessara kjarnagreina geta löndin valið um að taka þátt í nokkrum viðbótarkönnunum sem eru annað hvort í formi spurningalista eða prófs. Fjármálalæsi er eitt af þessum valkvæðu sviðum og hefur verið í boði síðan árið 2012. 15-18 lönd hafa tekið þátt í þeim hluta PISA-könnunarinnar. Tilgangur þessa hluta PISA er að meta hæfni nemenda til að beita fjármálalegri þekkingu sinni og leikni í raunverulegum aðstæðum, þar með talið að taka fjármálalegar ákvarðanir. <br /> <br /> Það er mikilvægt að búa börnin okkar undir þátttöku í sífellt flóknari heimi, þar sem örar tæknibreytingar og breytileg neyslumynstur eru hluti af daglegi lífi fólks. Við höfum séð hraða þróun í verslun og fjármálaþjónustu þar sem neytendum býðst að greiða fyrir vörur og þjónustu á fjölbreyttari máta en áður hefur þekkst. Með nokkrum aðgerðum í snjallsímanum geta neytendur til dæmis hækkað yfirdráttarheimildina, skipt greiðslukortareikningnum og keypt varning með mismunandi greiðslumiðlunum. Það eru óneitanlega margvísleg þægindi sem fylgja þjónustu sem þessum en áskoranirnar eru sömuleiðis af ýmsum toga. Þægindin geta verið skammvinn ef greitt aðgengi að lánsfé verður til þess að fólk steypir sér í óhóflegar skuldir umfram greiðslugetu. Ungt fólk þarf að læra að stjórna áhættu, vera í stakk búið til að gera áætlanir til framtíðar og geta greint mismunandi valkosti í fjármálum. Skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum á fyrri árum æviskeiðsins geta skilað sér margfalt til baka inn í efri árin. </p> <p>Það er þess vegna sem ég legg ríka áherslu á að prófa fjármálalæsi ungs fólks með jafn viðamiklum hætti og PISA prófin eru. Þannig fáum við líka samanburð á hvar æska okkar stendur í fjármálalæsi miðað við önnur ríki. Fjármálalæsi er mikilvæg grunnfærni í hverju þjóðfélagi og við ætlum okkur að efla þá grunnfærni.</p>
09. febrúar 2018Blá ör til hægriSögulegir Vetrarólympíuleikar 2018<h4><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Grein.jpg" target="_blank">Grein</a> eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra<br /> Birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. febrúar 2018</h4> <p>Vetrarólympíuleikarnir hefjast í dag í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Þetta er í tuttugasta og þriðja sinn sem leikarnir eru haldnir en þeir fyrstu voru í Chamonix í Frakklandi árið 1924. Mikil eftirvænting er í loftinu vegna leikanna um allan heim. Máttur íþrótta er mikill og þær eru mikið sameiningarafl. Mikilvægi Ólympíuleikanna er ótvírætt og má segja að merki leikanna, hringirnir fimm, lýsi tilgangi þeirra nokkuð vel. Hringir tákna samband þeirra fimm heimsálfa sem taka þátt í starfi Ólympíuhreyfingarinnar og það mikla mannamót íþróttafólks frá öllum heimsins hornum á leikunum sjálfum. Allur heimurinn sameinast til þess að fylgjast með leikunum og hvetja áfram sína keppendur með ráðum og dáð. Marga dreymir að komast á leikana sem þátttakendur. </p> <p>Við Íslendingar munum ekki láta okkar eftir liggja á þessari miklu íþróttahátíð. Að þessu sinni taka fimm keppendur þátt fyrir hönd Íslands en það eru þau Elsa Guðrún Jónsdóttir, Snorri Einarsson og Isak S. Pedersen, keppendur í skíðagöngu, Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason keppa bæði í svigi og stórsvigi. Að baki þátttöku þeirra á Ólympíuleikunum liggja þrotlausar æfingar, oft fjarri fjölskyldu og vinum. Við ykkur vil ég segja til hamingju með þennan mikla árangur að hafa náð inn á Ólympíuleikana, þið eruð fyrirmyndir fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk.</p> <p>Að þessu sinni eru Vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang sögulegir, þar sem að ríkin tvö á Kóreuskaga munu mynda sameiginlegt lið í íshokkí kvenna en það er í fyrsta sinn síðan Kóreustríðið var háð. Að auki er þátttaka Norður-Kóreu í leikjunum mun meiri en í fyrstu var ráðgert. Vegna þessa er að skapast ákveðin von í hugum margra í Suður-Kóreu að þetta sé upphafið að þýðu í samskiptum ríkjanna. Ólympíuleikar hafa í sögunni oft haft jákvæð áhrif á þjóðríki, sem dæmi má nefna að sumarólympíuleikarnir í Séul í Suður-Kóreu árið 1988 urðu til þess efla lýðræði og efnahagslega framþróun í landinu. Íbúar Suður-Kóreu minnast því leikanna með miklum hlýhug vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem þeir leiddu af sér. Sumarólympíuleikarnir 1964 voru haldnir í Japan. Stjórnvöld lögðu mikinn metnað í leikana og í kjölfarið komst á betra jafnvægi í samskiptum þeirra og annarra lykilaðila í alþjóðlegum samskiptum.</p> <p>Íbúar Suður-Kóreu eru hóflega bjartsýnir á jákvæða framvindu í samskiptum ríkjanna í kjölfar Ólympíuleikanna en hins vegar er það svo að ákveðin von hefur skapast í anda leikanna. Enn á ný sannast mikilvægi íþróttanna í alþjóðasamvinnu og vonandi verður þetta vísirinn að hverju góðu. <br /> <br /> </p> <h4></h4> <p>&nbsp;</p>
31. janúar 2018Blá ör til hægriVatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá<h4>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra<br /> Birtist í Morgunblaðinu 31.01.2018</h4> <p>Íslensk stjórnvöld vinna að því að Vatnajökulsþjóðgarður fari á heimsminjaskrá UNESCO og verður tilnefning þess efnis send inn þann 31. janúar. Heimsminjasamningur UNESCO var samþykktur árið 1972 og þykir hafa heppnast vel. Af 195 ríkjum sem eiga aðild að UNESCO hafa 193 fullgilt hann sem er mjög hátt hlutfall.&nbsp;</p> <p> <br /> Það sem er sérstakt við heimsminjasamninginn er að í honum er fjallað um verndun náttúru- og menningarminja í einum samningi. Þó svo heimsminjaskráin sé sá hluti samningsins sem hvað mestrar athygli nýtur meðal almennings, þá fjallar hann um margt annað, m.a. skuldbindingar ríkja til að gæta vel að menningar- og náttúruarfi sínum í hvívetna, hvort sem minjarnar eru þýðingarmiklar fyrir nánasta umhverfið, landið allt eða heiminn.</p> <h4>Krefjandi ferli</h4> Það eru mörg atriði sem þarf að huga að til að komast á heimsminjaskrána. Skila þarf tilnefningu til heimsminjaskrifstofu UNESCO í París fyrir tiltekna dagsetningu og er tilnefningunni ætlað að sannfæra heimsminjanefndina um að viðkomandi staður sé einstakur á heimsvísu. Alþjóðleg samtök sérfræðinga á sviði menningarminja eða náttúruminja meta síðan staðina og skila um þá skýrslu til heimsminjanefndarinnar. Allt það ferli tekur minnst hálft annað ár en þá vonandi tekur nefndin jákvæða ákvörðun. Þess vegna bindum við vonir við sumarið 2019. <br /> Ísland fullgilti heimsminjasamninginn í desember 1995. Frá upphafi hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem bera ábyrgð á samningnum hér á landi unnið náið saman að innleiðingu hans og hefur það vakið athygli í alþjóðasamfélaginu. Nú þegar eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskrá UNESCO, annars vegar Þingvellir (2004) og hins vegar Surtsey (2008).<br /> <h4>Tækifæri samfélagsins</h4> <p> Það eru mörg tækifæri fólgin í því að efla þjóðgarðinn með þessum hætti, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna í þjóðgarðinum og umhverfi hans. Að hafa stað á heimsminjaskrá UNESCO innan sinna vébanda er um allan heim talin óskastaða fyrir sérhvert sveitarfélag og komast færri að en vilja. Ég efa ekki að byggðirnar í nágrenni garðsins og umhverfis hann munu styrkjast komist þjóðgarðurinn á heimsminjaskrána.<br /> <br /> Ég vil þakka þáverandi ráðherrum Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að setja af þessa vinnu árið 2016. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllu því fólki sem vann á metnaðarfullan hátt að gerð tilnefningarinnar. Ég er full bjartsýni á að Vatnajökulsþjóðgarður bætist við heimsminjaskránna árið 2019 og verði þar að leiðandi þriðji staðurinn á Íslandi sem fer á heimsminjaskrá UNESCO. </p> <p>&nbsp;</p> <br />
30. janúar 2018Blá ör til hægriÁvarp ráðherra við setningu Menningararfsárs Evrópu 2018Ágætu gestir,<br /> <br /> allt frá 1983 hefur á vettvangi Evrópusamvinnu sérstök áhersla verið lögð á ákveðinn málaflokk, til að vekja athygli á mikilvægi hans í samfélagi manna. Svo dæmi séu tekin var 1985 helgað tónlistinni, 1990 var helgað ferðamennsku, 2001 tungumálum og 2011 mikilvægi sjálfboðaliðastarfs. <br /> <br /> Árið 2018 hefur verið útnefnt „Menningararfsár Evrópu.“ Á menningararfsárinu fer fram fjöldi viðburða sem einblína á evrópsk tengsl og sameiginlegan menningararf okkar. Meginþemað er gildi menningararfsins fyrir einstaklinga og samfélög. Á Íslandi hefur verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á strandmenningu. Undir hana geta fallið handverk, fornleifar, hús og mannvirki, gripir, bátar, sögur og ótal margt fleira. <br /> <br /> Orðið menningararfur er okkur tungutamt í dag, en það er ekki gamalt í málinu. Mér er sagt að það hafi fyrst birst á prenti árið 1923. Það er skemmtilegt og lýsandi að það var blaðið Lögberg, sem Vestur-Íslendingar gáfu út í Kanada – og gefa reyndar enn út, sem færði okkur þetta orð. Á þeim tíma var það Íslendingum, sem flust höfðu búferlum til Vesturheims og niðjum þeirra, mjög ofarlega í huga hverjir þeir væru í raun og veru, hvernig arfinum að heiman, tungu, bókmenntum og sögu, mundi vegna í nýja heiminum.<br /> <br /> Menningararfurinn var ríkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, þó orðið væri ekki notað, en forystumenn okkar í þeirri baráttu sóttu rök fyrir rétti þjóðarinnar til að standa á eigin fótum til tungumálsins, sem væri sér á báti, og sagnaritunar, sem ætti sér ekki hliðstæðu. Aðrar þjóðir hafa einnig sótt rök fyrir fullveldi sínu og sjálfstæði til tungu sinnar og menningar.<br /> <br /> Enn í dag má það heita ríkjandi skoðun að tungumálið, sem hér hefur verið talað frá upphafi byggðar, og þau menningarlegu afrek, sem óumdeilt er að forfeður okkar unnu á blómaskeiði sagnaritunar á miðöldum, séu kjölfestan í menningararfi okkar. Og að um leið sé þetta eitt merkasta framlag okkar til að auðga heimsmenninguna.<br /> <br /> Með tímanum hefur hugtakið menningararfur orðið miklu víðtækara en áður. Það nær til allra greina menningarlífsins og listanna, en það nær einnig til gömlu húsanna okkar, til manngerðs umhverfis af ýmsu tagi, til verkfæra og verkmenningar fyrri tíðar, til örnefna, þjóðsagna, þjóðsiða og þjóðtrúar svo nokkuð sé nefnt. <br /> <br /> Það er mikilvægt verkefni að rannsaka menningararf okkar, en ekki síðra verkefni að varðveita hann fyrir komandi kynslóðir og varðveita heimildir um hann og minjar. Og loks þarf að miðla upplýsingum um menningararfinn, um rannsóknir á honum og um varðveislu hans fyrir komandi kynslóðir. Miðlunin er forsenda þess að hægt sé að skapa skilning á gildi menningararfsins og afla aukins fjár til að sinna verkefnum, og því skiptir miklu máli hvernig til tekst á þessu sviði.<br /> <br /> Það er ekki hægt að fjalla um miðlun menningararfs hér á landi án þess að ræða tengsl þeirrar starfsemi við einn mesta vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi, þ.e. ferðaþjónustuna. Ferðaþjónusta er blómleg atvinnugrein á Íslandi eins og í öðrum löndum, þar sem menningartengd ferðaþjónusta er einnig ofarlega á dagskrá. Og hér á landi hefur ferðaþjónustan sýnt ræktun menningararfsins vaxandi áhuga, enda er menningararfurinn eitt af því sem dregur erlenda ferðamenn til landsins, og dýpkar áhuga innlendra ferðamanna á að kynna sér eigið land og sögu. Ég fagna þessum áhuga og tel að við höfum gagnkvæmra hagsmuna að gæta.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Minjastofnun Íslands að sjá um skipulagningu menningararfsársins fyrir hönd stjórnvalda, og sér Minjastofnun því um að veita upplýsingar um árið, halda utan um og samhæfa dagskrá. Ákveðið hefur verið að hér á landi skuli sérstök áhersla lögð á strandmenningu í dagskrá ársins.<br /> <br /> Ég hlakka til að kynnast betur þeirri dagskrá sem verður boðið upp á af þessu tilefni, og lýsi Menningararfsár Evrópu 2018 hér á Íslandi nú formlega hafið.<br /> <br /> Takk fyrir. <br />
22. janúar 2018Blá ör til hægriSigrar fatlaðs fólks<h2>Sigrar fatlaðs fólks</h2> Vitnisburður þjóða á 21. öldinni ræðst meðal annars af hvernig búið er að fötluðu fólki. Eitt af því sem gerir Ísland og hin Norðurlöndin að öflugum þjóðum er sá samfélagslegi sáttmáli um að veita einstaklingum jöfn tækifæri til menntunar og að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Góður árangur Norðurlandanna er ótvíræður. Þjóðartekjur á mann eru með því hæsta í veröldinni og félagslegur hreyfanleiki er einnig sá mesti. Þetta er mikill og lofsverður árangur sem náðst hefur enda er mjög eftirsóknarvert að búa í þessum ríkjum. <h2>Menntun eykur lífsgæði</h2> Menntun fatlaðs fólks er mikilvæg og eykur lífsgæði og tækifæri til muna. Aðgengi og fjölbreytt námsúrval hefur verið að aukast á Íslandi á síðustu árum. Mjög gott dæmi um slíka framþróun er sérnámsbraut við Fjölbrautarskólann í Ármúla sem er fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla. Þannig viðhalda þeir og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheildinni. Í heimsókn minni í skólann var ánægjulegt að sjá nemendur og fagfólk vinna vel saman. Það er ríkur vilji hjá stjórnvöldum að halda áfram á þessari braut og auka tækifæri til menntunar þannig að allir einstaklingar fái notið sín.<br /> <h2>Öflugt íþróttastarf til fyrirmyndar</h2> <p>Mikil gróska hefur einkennt íþróttastarf fatlaðra á Íslandi og mikill metnaður er lagður í umgjörð þess. Okkar fatlaða íþróttafólk hefur unnið hvert afrekið á fætur öðru á alþjóðlegum stórmótum. Ég varð þeirrar ánægju að njótandi á fyrstu dögum ársins að vera gestur á Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra. Öll umgjörð og aðbúnaður á mótinu var til fyrirmyndir og gleðin skein úr andlitum þátttakenda. Það starf sem Íþróttasamband fatlaðra hefur unnið í gegnum árin er lofsvert. Með því að leggja kapp á fagmennsku og sterka umgjörð er gott aðgengi tryggt og skilyrði fyrir afreksfólk gerð betri.&nbsp;<br /> <br /> Margir áfangasigrar hafa orðið er varðar réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Haustið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í 24. grein sáttmálans er lögð áhersla á að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar á öllum skólastigum án aðgreiningar. Það er von mín og vilji að stjórnvöld nái að vinna enn frekar að framgangi þessa mikilvæga málaflokks enda höfum við undirgengist skuldbindingar þessa efnis.</p> <p><em>Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 22. janúar, 2018.</em></p>
18. janúar 2018Blá ör til hægriEfling háskólasamfélagsins og tækniþróun<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="text-align: left;">Samfélög sem eru drifin&nbsp; áfram af hugviti og nýsköpun verða leiðandi á meðal þjóða á komandi &nbsp;árum. Þjóðir hafa fjárfest í sífellt auknum mæli&nbsp; í menntun, rannsóknum og þróun til að auka samkeppnishæfni sína og velsæld. Öflugir háskólar eru forsenda þess að styrkja samkeppnishæfni þjóðarinnar ásamt því að stuðla að stöðugu og fyrirsjáanlegu&nbsp; starfsumhverfi fyrirtækja.&nbsp;</span></p> <p>Ríkisstjórnin setur menntamálin í öndvegi á kjörtímabilinu og hefur boðað að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna er varðar fjármögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlanda árið 2025 í samræmi við áætlanir Vísinda- og tækniráðs. Þessi vilji sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum&nbsp; endurspeglast í fjárlögum ársins 2018. Framlög til háskólastigsins eru aukin um tæpa 2,9 milljarða eða 6,9% miðað við fjárlög 2017.&nbsp; Ljóst er að kennsla og rannsóknir munu eflast með þessari stefnumótun ásamt því að alþjóðlegt samstarf mun styrkjast. &nbsp;Einnig er lögð rík áhersla&nbsp; á að efla gæði í starfsemi háskólanna. Við &nbsp;horfum fram á bjartari tíma í menntamálum og því er brýnt að nýta tækifærið vel og huga að því sem betur má fara í stefnumótun og hvernig við náum meiri árangri. Framundan eru áhugaverðir tímar &nbsp;í háskólasamfélaginu á Íslandi, þar sem þeir vinna að því að undirbúa&nbsp; nemendur sína enn frekar &nbsp;fyrir þær áskoranir sem &nbsp;fylgja tæknibyltingunni og&nbsp; breytingum þeim tengdum&nbsp; í atvinnulífinu. &nbsp;Eitt af því sem verður lögð mun meiri áhersla á í framtíðinni er &nbsp;þverfaglegt samstarf&nbsp; á milli háskóla og&nbsp; atvinnulífs. </p> <p>Öflugt rannsóknarstarf er forsenda framfara og nýsköpunar, og því leggur ríkisstjórnin&nbsp; áherslu á að skapa góð skilyrði til að efla rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi. Framlög til rannsókna voru aukin í fjárlögunum 2018 ásamt því að hækka framlög til Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands en aukningin nemur tæpum 12%. &nbsp;Þetta mun skila sér í öflugra&nbsp; atvinnulífi og &nbsp;meiri verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Stefnumótun á Íslandi þarf að taka mið af þeim tækniframförum sem eru að eiga sér stað og &nbsp;hefur verið nefnd „fjórða iðnbyltingin“. Hugtakið vísar meðal annars til þróunar sem er að eiga sér stað á sviði erfðavísinda, gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og líftækni. Þessi þróun mun hafa mikil áhrif á lífshætti fólks og kalla fram umtalsverðar breytingar á atvinnulífinu. Vegna þessa er mikilvægt að byggja brú á milli rannsókna og atvinnulífsins til að samfélagið allt sé betur undirbúið fyrir þessa þróun. </p> <p> Það felast mörg tækifæri&nbsp; í tæknibyltingunni fyrir fámenna en vel menntaða þjóð ef rétt er haldið á málum. Við þurfum að einblína á menntun og efla öll skólastigin til að geta tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér.</p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: right;">Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu og er eftir <br /> Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra</p>
16. janúar 2018Blá ör til hægriEfling iðnnáms<p>Tæknibyltingin er í senn mikið tækifæri fyrir samfélög en um leið áskorun. Þess er krafist af okkur að við tileinkum okkur ákveðna færni til að leysa vandamál á nýjan hátt og með skilvirkari leiðum en við þekkjum fyrir. Þess vegna er brýnt að menntakerfið okkar sé í fremstu röð til að geta sýnt þá framsýni sem nauðsynlegt er til að styrkja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla eigi iðn-, verk- og starfsnám í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags og til að takast á við þær breytingar sem eru fram undan á vinnumarkaðnum. Stefna hefur verið mörkuð í þessum tilgangi og má skipta henni upp í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi er horft til uppbyggingar náms og hvernig megi efla það. Í öðru lagi á að styrkja allt utanumhald með verk- og starfsþjálfun. Í þriðja lagi á að bæta og einfalda aðgengi nemenda að verk- og starfsnámi.</p> <p> Rafræn ferilbók er mikilvægur liður í því að einfalda utanumhald og auka gæði í verk- og starfsþjálfun. Rafræn ferilbók er hugbúnaður sem leysir af hólmi ferilbækur í pappírsformi. Ávinningurinn af því að innleiða rafræna ferilbók er mikill. Fyrir nemendur, þá mun hún auka fjölbreytni náms og námsmats í starfsþjálfun. Ferilbókin á að tryggja að nemandinn fái þjálfun í þeim verkþáttum sem hæfnikröfur gera ráð fyrir. Að auki mun þetta styrkja réttindi starfsnámsnemenda, þar sem ætlunin er að nemasamningar verði vistaðir í ferilbókinni. Fyrir atvinnulífið, er ábatinn sá að samskiptin við skólakerfið verða skilvirkari og einfaldari. Þetta mun auka gæði námsins, þar sem nemandinn fær viðeigandi þjálfun í öllum hæfniþáttum. Útkoman verður öflugra nám, sem styrkir atvinnulífið og fjölgar iðnmenntuðum í landinu.<br /> <br /> Til að innleiðing rafrænnar ferilbókar takist sem best þarf að koma til samstillt átak atvinnulífs, ráðuneytis og skóla. Þessi aðgerð endurspeglar tækniþróun og nýsköpun hjá hinu opinbera. Það er ánægjulegt að veita þessu máli brautargengi, þar sem þetta er í samræmi við það markmið stjórnvalda að efla iðnnám í landinu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Greinin er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningar-<br /> málaráðherra og birtist á fyrst visir.is 12. janúar sl.</p>
08. janúar 2018Blá ör til hægriMenntun í öndvegi<p>Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og leggur grunninn að áframhaldandi velsæld þjóðarinnar. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er boðað til stórsóknar í menntamálum þar sem skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verður áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Í fjárlögum þessa árs má sjá skýr merki þess að sóknin sé hafin og munu nemendur og starfsfólk skólanna verða vör við það á komandi misserum. </p> <h4>Yfir 4 milljarða hækkun milli ára</h4> <p>Fjárveitingar til framhalds- og háskólastigsins hækka um tæpa 4,2 milljarða króna miðað við fjárlög 2017 eða um 5,8%. Það er veruleg og kærkomin innspýting inn í báða málaflokka. Aukin framlög til menntamála bæta samkeppnishæfni þjóðarinnar til lengri tíma litið og styðja við uppbyggingu fjölbreyttara hagkerfis. Ísland er auðlindadrifið hagkerfi og því er mikilvægt að skjóta fleiri stoðum undir það, stoðum sem byggja á hugviti og nýsköpun. Nýsköpun á sér stað í öllum atvinnugreinum og er drifin áfram af færni, þekkingu og getu til þess að þróa nýjar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Skólakerfið þarf að taka mið af þessu og undirbúa nemendur undir að leysa flókin viðfangsefni. Þannig gerum við Ísland að gildandi þátttakanda í þeirri tækniþróun sem á sér stað um heim allan og hefur áhrif á daglegt líf fólks.&nbsp;</p> <h4>Tökum á brotthvarfi</h4> <p>Um 18.000 nemendur stunda nám við rúmlega 30 framhaldsskóla um land allt. Ríkisstjórnin vill tryggja framhaldsskólum frelsi og fjármagn til eigin stefnumótunar innan ramma framhaldsskólalaga. Framlög til þessara stofnana hækka um 1.290 milljónir króna miðað við fjárlög 2017, eða 4,4%. Okkur er full alvara með því að efla framhaldsskólastigið og með auknum fjárveitingum er lögð meiri áhersla á að ná markmiðum um fjármögnun framhaldsskólastigins og takast á við þær áskoranir sem helst er við að etja eins og brotthvarf úr námi. Þannig rennur aukningin að stórum hluta í að auka þjónustu við nemendur sem búa yfir lítilli hæfni í íslensku og stærðfræði við lok grunnskóla og til þess að hækka hlutfall þeirra sem ljúka námi til stúdentsprófs á tilsettum tíma í 60% á árinu 2018. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er þegar hafin vinna við kortlagningu framhaldsskólakerfisins og ítarlega greiningu á stöðu og þróun framhaldsskólanna. Þá verður unnin aðgerðaráætlun til að sporna enn frekar gegn brotthvarfi. </p> <h4>Öflugra háskólastig </h4> <p>Hver króna sem sett er í háskólastigið skilar sér áttfalt til baka. Því leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á að efla háskólastigið og að fjármögnun þess nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 og Norðurlandanna árið 2025 í samræmi við áætlanir Vísinda- og tækniráðs. Mikilvægt skref í þessa átt er stigið í fjárlögum ársins 2018 þar sem framlög til háskólastigsins eru aukin um tæpa 2,9 milljarða eða 6,9% miðað við fjárlög 2017. Með þessari hækkun er ætlunin að efla bæði kennslu og rannsóknir svo bæta megi þjónustu við nemendur og styrkja alþjóðlegt samstarf. Ég get glöð tekið undir það sem kom fram í bókun háskólaráðs Háskóla Íslands um að hér sé stigið áþreifanlegt skref í átt að sambærilegri fjármögnun Háskóla Íslands og háskóla á Norðurlöndum. Þannig er stuðlað að því að háskólar á Íslandi standi jafnfætis nágrannaríkjunum að gæðum háskólamenntunar og rannsókna. Framlög til rannsókna eru einmitt aukin með 136 m.kr hækkun til rannsóknarstofnana á háskólastigi eða 11,8%, með 390 m.kr aukningu í Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands en það jafngildir tæplega 56% hækkun. Markmið með þeim sjóði er að efla rannsóknir og nýsköpun sem munu efla atvinnulífið og auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. </p> <h4>Listaháskólinn kominn á dagskrá </h4> <p>Liður í því að styðja við hugverkadrifið og skapandi hagkerfi er að hlúa að listum og öðrum skapandi greinum. Listaháskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í að varða þá leið og mennta nemendur í listskapandi greinum. Á þessu ári munu framlög til skólans hækka um tæpar 73 m.kr eða 6,7%. Er hækkuninni m.a. ætlað að efla rannsóknarstarf við skólann og koma til móts við bráðavanda skólans í húsnæðismálum. Að auki verður verður 30 m.kr varið til þarfagreiningar og hönnunarsamkeppni um nýtt hús fyrir Listaháskólann. Í dag er skólinn í fimm mismunandi byggingum í borginni og er ástand þeirra misgott. Það er því ánægjulegt en ekki síður mikilvægt að unnið sé að varanlegri lausn sem mun efla skólann til framtíðar. </p> <h4>Stórsókn í menntamálum</h4> <p>Ríkisstjórnin hefur hafið stórsókn í menntamálum líkt og ofangreind yfirferð sýnir svart á hvítu. Á yfirstandandi kjörtímabili verða fleiri skref stigin til þess að efla menntun í landinu. Þessi vinna mun skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina. Ég hlakka því til að leiða þá vinnu í samstarfi við hagsmunaaðila menntakerfisins. Tækifærin eru fjölmörg, það er okkar að nýta þau. </p> <p><em><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntun%20%c3%ad%20%c3%b6ndvegi%20-%20pdf.pdf">Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 6. janúar 2018</a>.</em></p>
03. janúar 2018Blá ör til hægriMenntun, menning og vísindi í kjölfar Brexit<p>Breska þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári að ganga úr Evrópusambandinu og því mun framtíðarskipulag Evrópu taka breytingum. Til að tryggja vandaðan undirbúning af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir viðræður um framtíðarsamskipti Íslands og Bretlands skipaði utanríkisráðherra fimm vinnuhópa um Brexit sl. sumar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur þátt í þremur þessara vinnuhópa. Hér verður farið yfir nokkur af þeim brýnu málum eins og gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, samstarfsáætlanir á sviði mennta- og menningarmála og vísinda ásamt hugverka- og höfundaréttindum.</p> <p>EES-samningurinn tryggir gagnkvæma viðurkenningu á menntun og hæfi á sameiginlega vinnumarkaðnum. Einstaklingi sem hefur aflað sér faglegrar menntunar og hæfis til starfs í einu af aðildarríkjum EES-samningsins er heimilt að starfa hvar sem er innan evrópska efnahagssvæðisins með sömu réttindum og skyldum og heimamenn. Við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verða bresk stjórnvöld ekki skuldbundin til að viðurkenna menntun sem aflað er á Íslandi til að gegna þeim lögvernduðu störfum. Á sama hátt verður íslenskum stjórnvöldum ekki skylt til að viðurkenna menntun sem aflað hefur verið í Bretlandi. Eitt meginmarkið íslenskra stjórnvalda er að tryggja að áfram verði hægt að viðhalda skilvirkni núverandi viðurkenningarkerfis og komast að gagnkvæmu samkomulagi.</p> <p>Bókun 31 við EES-samninginn um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins gerir Íslandi kleift að taka þátt í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á sviði mennta-, menningar- og vísindamála. Þátttakan hefur skilað miklu fyrir bæði einstaklinga og mennta-, menningar- og vísindakerfið í landinu. Hinn 8. desember sl. náðist samkomulag um þátttöku Breta í samstarfsáætlunum ESB á sviði mennta-, menningar- og vísindamála til ársins 2020. Íslensk stjórnvöld telja að mikill ávinningur hafi náðst í þessu samstarfi og leggja ríka áherslu á að svo verði áfram í framtíðinni.</p> <p>EES-samningurinn hefur að geyma reglur um hugverkaréttindi og óskráð réttindi á borð við höfundarétt. EES-samningurinn felur í sumum tilfellum í sér aukna vernd hugverka- og höfundaréttinda umfram alþjóðasamninga á því sviði og á öðrum sviðum auðveldar samningurinn skráningu og skilvirka vernd slíkra réttinda á Evrópska efnahagssvæðinu. Íslenskir höfundar njóta þannig aukinnar verndar á verkum sínum umfram það sem gengur og gerist í ýmsum alþjóðlegum samningum. Brýnt er að tryggja hagsmuni þessu tengdu í framtíðinni.</p> <p>Íslensk stjórnvöld munu halda áfram að sinna hagsmunagæslu vegna Brexit og fylgjast náið með framvindu úrsagnarferlisins. Það er mikilvægt að viðhalda góðum og nánum samskiptum við Bretland, sem er okkar helsta viðskiptaþjóð, og efla þau til framtíðar.</p> <p><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntun,%20menning%20og%20v%c3%adsindi%20%c3%ad%20kj%c3%b6lfar%20Brexit%20(birt%20%c3%ad%20MBL%2003.01.18).jpg" target="_blank">Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 3. janúar 2018</a></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
28. desember 2017Blá ör til hægriStjörnurnar vísa veginn<p>Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum.<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar.<br /> <br /> Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir [1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi.<br /> <br /> Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð.<br /> <br /> [1] Trudeau og Shepard, 2008.</p> <p><em><a href="http://www.visir.is/g/2017171229160/stjornurnar-visa-veginn" target="_blank">Greinin birtist í Fréttablaðinu 28.12.2017</a></em></p>
28. desember 2017Blá ör til hægriÍþróttir skipa mikilvægan sess í íslensku þjóðlífi <h3>Íþróttir skipa mikilvægan sess í íslensku þjóðlífi </h3> Allt frá upphafi byggðar á Íslandi hefur íþróttaiðkun fylgt þjóðinni og verið mikilvæg bæði fyrir sýn Íslendinga á heilbrigði og hreysti en ekki síður gefið þjóðinni gleðistundir þegar att hefur verið kappi við aðrar þjóðir í hinum ýmsu greinum íþrótta. <h3>Sterk umgjörð íþróttastarfs skilar árangri</h3> Umgjörð íþróttastarfs á Íslandi þróaðist að mestu frá miðri 19. öld og fram að miðja 20. öldina. Stofnun íþrótta- og ungmennafélaga í byrjun 20. aldar leiddi fljótlega til stofnunar heildarsamtaka Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) árið 1907 og síðan Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) árið 1912. Íþrótta- og ungmennafélögin höfðu mikil áhrif á útbreiðslu og fjölda íþróttagreina á hér á landi. Það er merkilegt að elstu íþróttafélög landsins hafa starfað lengur en stjórnmálaflokkarnir og hefur grunnskipulag í kringum þau verið að mestu óbreytt og starfsemin gegnir nú sem fyrr mikilvægu og fjölbreyttu samfélagslegu hlutverki. Vissulega hefur orðið breyting á hvernig horft er á þetta hlutverk og má segja að í dag sé hlutverk íþrótta margþættara en áður. Hinir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar eiga mikið lof skilið fyrir framlagi sitt í þágu íþróttahreyfingarinnar. <h3>Íþróttir gera samfélagið öflugra</h3> Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að íþróttir eru mikilvægar í uppeldi barna okkar og unglinga. Þjóðin er einhuga um að hlúa vel að íþróttastarfi og efla það enn frekar. Stuðningur ríkis, sveitarfélaga, og atvinnulífs við uppbyggingu aðstöðu og grasrótarstarfs íþróttahreyfingarinnar leggja grunninn að því að öflugt íþróttastarf haldi áfram að vaxna og dafna. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf þar sem aðstaða er góð og unnið er undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda hefur meira forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Því skiptir miklu máli að áfram verði haldið á þeirri braut að efla umgjörð og gæði í starfi skipulagðs íþróttastarfs.<br /> <h3>Jafnt aðgengi að íþróttastarfi mikilvægt</h3> Íþrótta- og tómstundastarf er oft á tíðum dýrt. Brýnt er að aðgengi að slíku starfi sé öllum börnum fært, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið lífsgæði barna aukast. Sveitarfélög hafa stigið mikilvægt skref í þá átt að gera börnum og unglingum kleift að stunda íþróttir með frístundakortum. Þetta virkar sem ákveðið jöfnunartæki þegar kemur að aðgengi að skipulögðu íþróttastarfi. Á sama tíma er mikilvægt að íþróttahreyfingin efli enn frekar áherslur sínar á faglega umsjón með iðkendum með vel menntuðum og hæfum þjálfurum og öruggri umgjörð að öðru leyti. <h3>Afreksíþróttir og stórmót framundan </h3> Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar Íslendinga náð einstökum árangri. Fyrst og fremst er það afreksfólkið sjálft sem hefur lagt á sig þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt við besta íþróttafólk veraldar. En hitt skiptir einnig miklu að sköpuð séu skilyrði fyrir afreksfólk til þess að hægt sé að ná langt. Þátttaka Íslands í stórum íþróttamótum hefur ávallt verið talin mikilvæg og gríðarlegur metnaður er til staðar hjá íþróttafólki að standa sig vel í alþjóðlegum samanburði. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt til aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Mörg stórmót eru framundan á árinu. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik heldur í byrjun næsta árs til Króatíu og tekur þátt í Evrópukeppninni. Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu eru í febrúar og svo er heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla næsta sumar. Án efa munu margir Íslendingar leggja leið sína á þessi mót til þess að styðja okkar fólk. <br /> <h3>Íþróttamaður ársins</h3> <p>Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna til þess að vinna að betri aðstöðu fyrir störf sín á vettvangi. Aðalhvatamenn voru þeir Atli Steinarsson, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson. <br /> <br /> Síðan þá hafa samtökin staðið fyrir þessu kjöri sem orðið er að mikilvægri hefð í íslensku íþróttalífi þar sem hvert ár er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Íþróttamaður ársins er kjörinn úr hópi sem að mati íþróttafréttamanna eru taldir hafa skarað framúr á árinu. Eftir að samtökin tóku upp samstarf við ÍSÍ, þar sem öllum íþróttagreinum eru gerð skil áður en íþróttamaður ársins er kjörinn úr hópi 10 efstu íþróttamanna, hefur viðburðurinn stækkað talsvert. <br /> <br /> Kjöri íþróttamanns ársins hefur í áranna rás verið lýst í beinni útsendingu í sjónvarpi og þannig öðlast fastan sess í jólahaldi landsmanna. Sitt sýnist þó hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um þá ástríðu sem Íslendingar hafa fyrir íþróttum. Að lokum óska ég öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. </p> <p><em><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Grein%20Lilju%20Alfre%c3%b0sd%c3%b3ttur%20%c3%ad%20Morgunbl%2028.12.2017.pdf">Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 28.12.2017</a></em></p> Nánar má lesa um íþróttamann ársins á <a href="http://isi.is/frettir/frett/2017/12/26/Ithrottamadur-arsins-2017/" target="_blank">vef ÍSÍ</a>&nbsp;og á <a href="http://sportpress.is/ithrottamenn-arsins/" target="_blank">vef Samtaka íþróttafréttamanna</a>
20. desember 2017Blá ör til hægriTalaðu við mig íslensku - Morgunblaðið, 20. desember 2017Fjórða iðnbyltingin er ekki lengur handan við hornið, hún er þegar hafin. Birtingamyndir hennar eru sjáanlegar á öllum sviðum þjóðlífsins, hvort sem litið er til aukinnar sjálfvirknivæðingar í atvinnulífinu eða snjallsímanotkunar almennings. Mörg tækifæri felast í breytingum sem þessum, en jafnframt miklar og krefjandi áskoranir. Ein stærsta áskorunin snýr að tungumálinu okkar, íslenskunni, og stöðu hennar í hinum stafræna heimi. Eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar er ný og fullfjármögnuð máltækniáætlun fyrir íslensku 2018 – 2022, sem er svarið við þessari áskorun. Markmiðið hennar að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu, og um leið varðveita dýrmæta tungumálið okkar til framtíðar. En hvað felst í þessari framandi og viðamiklu áætlun? <br /> <br /> Í grunninn má skipta verkefnunum í fimm þætti. Sá fyrsti er talgreining, en í henni felst að þegar þú talar við tækið þitt á íslensku, umbreytir tækið talmálinu í ritmál. Þannig verður fólki auðveldað að eiga samskipti við tölvur og tæki með þeim hætti sem flestum þykir eðlilegast: með því að tala. <br /> <br /> Annar þátturinn er talgerving. Talgervlar eru notaðir til þess að lesa texta, til dæmis úr greinum, af vefsíðum eða jafnvel heilu bækurnar, og breyta þeim í talað mál. Þetta mun auka lífsgæði fólks með lestrarörðugleika, og gera því kleift að njóta þeirrar fjölbreyttu flóru upplýsinga sem ritmálið geymir. Fólk mun meðal annars geta valið um mismunandi karl- og kvennraddir til að hlýða á. <br /> <br /> Þriðji þátturinn er vélþýðingar, sem eru sjálfvirkar þýðingar milli tungumála. Það er vöntun á þýðingahugbúnaði sem skilar þýðingum nálægt fullnægjandi gæðum. Eitt af markmiðum máltækniverkefnisins er að smíða opna þýðingavél sem þýðir mili íslensku og ensku. Það mun auka aðgengi að heiminum fyrir fólk sem stendur höllum fæti í enskri tungu, og sömuleiðis fyrir þá fjölmörgu sem sýna landinu okkar áhuga og vilja eiga samskipti við okkur.<br /> <br /> Fjórði þátturinn er málrýni, opinn og aðgengilegur villupúki sem nemur textavillur af ýmsum gerðum, og aðstoðar við að leiðrétta þær. Í krefjandi náms- og starfsumhverfi, þar sem tímapressa er meiri, getur hugbúnaður sem þessi nýst til hægðarauka við að skila af sér vel unnum textum sem standast gæðakröfur. <br /> <br /> Að lokum er það fimmti þátturinn, málgögnin, mikið magn texta sem mynda munu gagnagrunninn. Með slíkum gögnum verða ofangreind kerfi mötuð og tækjunum þannig kennt það sem skiptir máli. <br /> <br /> Það verður virkilega ánægjulegt þegar að þessi metnaðarfulla áætlun verður að fullu framkvæmd. Slíkt breytir verulegu máli fyrir framtíð íslenskunnar og málþroska barnanna okkar. Í stað þess að segja ,,Talk to me in English’’ við símann sinn, munu þau geta sagt ,,talaðu við mig íslensku’’. Það er fagnaðarefni. <br /> <br /> <br />
15. desember 2017Blá ör til hægriFramsaga mennta- og menningarmálaráðherra um stefnuræðu forsætisráðherra<p>Menntun, menning og íþróttir eru lykilstoðir í okkar samfélagi. Þetta er allt í senn; uppspretta velsældar, hornsteinn framfara og rót aukinna lífsgæða. Framundan er stórsókn í menntamálum. Við ætlum að búa börnin okkar og samfélagið allt undir þær viðamiklu og öru tæknibreytingar sem eru að verða, og hafa nú þegar sýnileg samfélagsleg áhrif. Við viljum að Ísland verði fyrsti valkostur ungs fólks til búsetu, að menntakerfið sé í fremstu röð og leggi grunninn að hagsæld og vellíðan. Menntakerfið á að búa nemendur undir nýjar áskoranir og fjölbreytt störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa flókin vandamál, enda á Ísland framtíðarinnar í auknum mæli að vera hugverkadrifið.</p> <p>Framlög til menntamála eru fjárfesting, en ekki útgjöld. Hver króna sem við leggjum inn í háskólastigið skilar sér áttfalt út í hagkerfið og strax á næsta ári mun ríkisstjórnin auka fjárfestingu í háskólastiginu um 2.800 milljónir króna. Fjárfestingin mun skila sér í fjölbreyttara atvinnulífi, betri áhættudreifingu hagkerfisins og auknum lífsgæðum.</p> <p>Framhaldsskólar landsins verða einnig efldir strax á næsta ári. Sá sparnaður sem stytting náms til stúdentsprófs skilar, mun skila sér inn í rekstur skólanna ásamt rúmlega eins milljarðs aukningu. Við ætlum að tryggja, að skólakerfið verði bæði fjölbreytt og framsýnt. Með þessari styrkingu erum við raunverulega að efla iðn- og verknám í landinu. Auk þess verður meiri áhersla á raun- og tæknigreinar á framhaldsskólastigi.</p> <p>Góðir landsmenn!<br /> Yfirvofandi fækkun í kennarastéttinni er ein stærsta áskorun samfélagsins. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa utan menntakerfisins. Samfélagið allt þarf að taka saman höndum, svo kennarastarfið öðlist að nýju þann sess og virðingu sem það á skilið. Við þurfum í sameiningu að leysa þann vanda sem blasir við okkur, og nálgast hann með opnum huga – mögulega hugsa hlutina upp á nýtt, en ekki eingöngu út frá kerfinu eins og við þekkjum það.</p> <p>Kerfisbreytingar geta verið af ýmsum toga. Ein slík er fyrirhuguð breyting á námslánakerfinu, þar sem ætlunin er að auka hvata til góðrar ástundunar og breyta lánareglum LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – svo hluti lána breytist í námsstyrk, klári nemandi nám sitt á tilsettum tíma.</p> <p>Virðulegi forseti.<br /> Ég vil ræða um mál sem okkur öllum er kært. Þetta mál er íslenskan, tungumálið okkar og staða hennar til framtíðar. Það er virkilega ánægjulegt að greina frá því að strax á næsta ári verða settar 450 milljónir í máltækniverkefni fyrir íslensku, sem miðar að því gera hana gildandi í þeirri tæknibyltingu sem á sér stað. Við eigum að halda íslenskunni að börnunum okkar - hvetja þau til að lesa, skrifa og skapa meira – við eigum að auðvelda útgáfu á íslenskum bókmenntum fyrir börn og fullorðna.</p> <p>Þess vegna ætlum við að breyta skattlagningu á íslensku ritmáli, tónlist og bókum, eins og stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrsta skrefið verður að afnema virðisaukaskatt á bókum, svo rithöfundar og útgefendur hafi meira svigrúm til að bregðast við krefjandi aðstæðum. Auk þessa verður farið í að efla rekstrarumhverfi fjölmiðla til að þeir geti haldið áfram að miðla vönduðu efni til okkar.</p> <p> Við höldum áfram að styðja við íslenska kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð sem er ekki aðeins mikilvæg fyrir íslenska málþróun, heldur hefur einnig skapað gríðarleg verðmæti fyrir samfélagið allt.</p> <p>Menning, listir og íþróttir eru sameiningaröfl. Þau eru ófá skiptin sem við höfum glaðst yfir afrekum okkar frábæru lista- og íþróttamanna á erlendri grundu, hvort sem það eru stelpurnar okkar eða strákarnir okkar. Reglulega tekst þessu fólki að veita okkur innblástur og að gera okkur stolt. Árangur strákanna okkar í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu er nýjasta dæmið af mörgum. Eitthvað segir mér að allir landsmenn bíði með eftirvæntingu eftir því að upplifa þá miklu þjóðhátíð sem mun ríkja í kringum HM í Rússlandi næsta sumar. Því ber að fagna. <br /> <br /> Að því sögðu vil ég óska öllum þeim flokkum og þingmönnum sem hér sitja, velfarnaðar á komandi þingi og hlakka ég mikið til að vinna með ykkur í að auka veg og virðingu Alþingis og sækja fram fyrir land og þjóð. </p> <p>Góðar stundir og njótið aðventunnar.<br /> <br /> </p> <br />
14. desember 2017Blá ör til hægriÁvarp ráðherra á málþingi um náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslu<h4>Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins "Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL)</h4> <p>14. desember 2017</p> <p>Ágætu gestir. <br /> Það er mér ánægja að taka til máls hér í dag á vettvangi framhaldsfræðslu. <br /> <br /> Þekkingarvefur um nám og menntun byggist ekki síst upp í samstarfi og samvinnu. Samvinnu einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, bæði innanlands og í erlendu samstarfi líkt og þessi ráðstefna sem hér hefur verið skipulögð ber vitni um. Í GOAL-verkefninu, ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (Guidance and Orientation for Adult Learners), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók að sér að stýra fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins, hefur einmitt verið unnið að því að efla samstarf margra stofnana í þróunarverkefni sem tengist innihaldi námsráðgjafar fyrir þá einstaklinga sem hvað síst sækja í nám. <br /> <br /> Gildi verkefnis eins og GOAL er ótvírætt. Í því koma verðmæti samstarfs einkar vel fram, bæði samstarfs aðila innanlands og milli þeirra aðildarríkja sem taka þátt í verkefninu. <br /> <br /> Grunnþjónusta framhaldsfræðslu skiptist samkvæmt lögum í þrjá meginþætti; náms- og starfsráðgjöf, sem er undanfari hinna tveggja grunnþjónustuþáttanna, raunfærnimat og skipulagt nám. Bæði raunfærni¬matið og vottuðu námsleiðirnar hafa að markmiði að staðfesta og auka hæfni í starfi og opna leiðir inn í framhaldsskóla, aðfaranám að háskólum eða á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf innan framhaldsfræðslu hefur vaxið og eflst á undanförnum árum og markað sér skýrari sess innan menntakerfisins. Viðleitni stjórnvalda til þess að auka veg náms- og starfsráðgjafar hefur m.a. falist í því að sett voru lög um náms- og starfsráðgjafa árið 2009 í þeim tilgangi að styrkja stöðu greinarinnar með lögverndun hennar. <br /> <br /> Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrk sínum, færni og áhuga til að eiga auðveldara með að ákveða stefnu í námi og starfi. <br /> <br /> Breytingar á vinnumarkaði og þróun síðustu ára hefur gert það að verkum að fullorðið fólk – sem hyggst hefja nám að nýju – stendur frammi fyrir mun fjölbreyttara vali um nám og störf en áður. Náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum þar sem mikilvægt er að taka vel ígrundaðar ákvarðanir og fyrir fólk á vinnumarkaði að geta leitað að upplýsingum um nám og störf hvar og hvenær sem er. <br /> <br /> Fólk með litla formlega menntun stendur oft höllum fæti í námi og starfi. Ýmiss vandi, s.s. námserfiðleikar, veikindi og persónulegar aðstæður getur haft þau áhrif að fólk festist í láglaunastörfum eða verður óvirkt á vinnumarkaði. Mikilvægt er að stofnanir vinni saman að því að greina vanda einstaklings og vísa honum áfram til þeirra aðila sem helst geta sinnt þörfum hans hverju sinni – að styðja þróun einstaklingsins til að gera honum kleift að huga að námi og starfsþróun.<br /> <br /> Frumvarp til laga um framhaldsfræðslu var fyrst lagt fram í desember 2008. Nú, níu árum síðar, er hafin vinna við endurskoðun þessara laga og mun nýtt frumvarp væntanlega verða lagt fram á næsta ári. Á sama tíma gefst gott tækifæri til að ræða saman, vega og meta starf sem unnið hefur verið á vegum framhaldsfræðslunnar, meðal annars náms- og starfsráðgjöf. Í því sambandi langar mig að minna á skýrslu sem kom út í lok maí 2015. Skýrslan ber heitið Grunnur að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. Mikilvægt er að tekið sé mið af þeirri skýrslu og öðrum sambærilegum gögnum þegar rætt er um stefnumótun og þróun heildstæðrar náms- og starfsráðgjafar. <br /> <br /> Ég vil enda ávarp mitt með því að óska ykkur ánægjulegs og árangursríks dags, bæði núna fyrir hádegi þar sem fjallað verður um helstu niðurstöður GOAL-verkefnisins og einnig eftir hádegi á vinnufundi þar sem unnið verður áfram með viðfangsefnið.</p>
11. desember 2017Blá ör til hægriBesta áhættuvörn hagkerfisins<h3>Besta áhættuvörn hagkerfisins</h3> <h4>Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra</h4> <p>Það er ánægjulegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands hafi hækkað hjá Fitch Ratings í A flokk. Batnandi lánshæfi þýðir að traust á íslensku efnahagslífi er að aukast og að vaxtakostnaður fer lækkandi á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkunin kemur á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og er til marks um traust á núverandi stöðu. Það eru einkum fjórir þættir sem matsfyrirtækið bendir á að hafi styrkt lánshæfið. Í fyrsta lagi hefur viðskiptajöfnuður verið umtalsverður. Í öðru lagi hefur raunhagvöxtur verið mikill á Íslandi eða að meðaltali 4,4% á árunum 2013-2017. Í þriðja lagi hefur verðbólga verið stöðug og undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í fjórða lagi hafa skuldir hins opinbera lækkað mikið og er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 45% af landsframleiðslu en þetta hlutfall var um 94% árið 2011.</p> <p>Þess ber þó að geta að vaxtakostnaður ríkissjóðs er enn of mikill eða um 60 milljarðar. Hagþróunin hefur vissulega verið hagfelld á síðustu misserum. Þrátt fyrir þessi góðu skilyrði stendur hagkerfið líka frammi fyrir stórum áskorunum. Einkum þrennt stendur þar uppúr. Í fyrsta lagi þarf þróunin á vinnumarkaði að vera með þeim hætti að stöðugleiki ríki áfram. Mikill verðbólguþrýstingur mun skaða allt hagkerfið og verður erfitt að vinda ofan af þróun sem mun leiða af sér víxlhækkun launa og verðlags. Í öðru lagi þurfa ríkisfjármálin að vera framsýn og ábyrg. Áframhaldandi skuldalækkun mun skila sér í auknu svigrúmi til handa samfélagslega mikilvægum verkefnum. Í þriðja lagi er útflutningur á Íslandi viðkvæmur fyrir breytingum á viðskiptakjörum vegna skorts á fjölbreytni. </p> <p>Það er mikilvægt að opinber stefnumótun hafi það að markmiði sínu að skapa skilyrði til þess að auka fjölbreytileika útflutnings og draga þannig úr áhættu. Sóknartækifæri framtíðarinnar verða í nýsköpun og þróun, þar sem áhersla verður lögð á að auka virði íslenskrar framleiðslu. Til þess að auka hagsæld og velsæld á Íslandi þurfum við að fjárfesta í fjölbreyttu menntakerfi, sem undirbýr samfélagið okkar fyrir áskoranir tæknibyltingarinnar, ásamt því að vera besta áhættuvörn hagkerfisins. Eitt meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar er að efla menntakerfið með hagsmuni alls samfélagsins að leiðarljósi.</p> <span>Greinin birtist í Morgunblaðinu, 11. desember 2017.</span><br />
05. desember 2017Blá ör til hægriTækifæri og áskoranir í menntamálum - Fréttablaðið 5. desember 2017<p>Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.&nbsp;&nbsp;Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar.</p> <p>Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svounnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum.</p> <p>Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þessvegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt að að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.</p> <p>Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra</p> <p>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p>
01. desember 2017Blá ör til hægriSpennandi tímar í menntamálum - Morgunblaðið, 1. desember 2017<ul> <li><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Spennandi%20t%c3%admar%20%c3%ad%20menntam%c3%a1lum.pdf">Spennandi tímar í menntamálum</a> - Morgunblaðið, 1. desember 2017 (PDF)</li> </ul> <p><img src="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Lilja_Alfredsdottir2.jpg?amp%3bproc=SmallImage" alt="Lilja Alfreðsdóttir" style="float: right;" />Í upphafi síðustu aldar lögðu íslensk stjórnvöld mikla áherslu á menntamál í aðdraganda fullveldisins, þrátt fyrir að vera eitt fátækasta ríki Evrópu. Árið 1907 samþykkti Alþingi ný fræðslulög en fram að þeim tíma var fræðsla á ábyrgð heimilanna. Kennaraskólinn var svo í framhaldinu stofnaður árið 1908 til að tryggja að börn fengju leiðsögn menntaðra kennara og 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Ljóst er að þessi framfaraskref í menntamálum þjóðarinnar lögðu grunninn að þeim framförum sem íslenskt samfélag og hagkerfi tók næstu áratugina. Enda er það svo að fá ríki hafa aukið lífsgæði og lífskjör á jafn skömmum tíma og Ísland. Þessi þróun er þó ekki sjálfgefin og framsýni þeirra sem lögðu grunninn að menntun þjóðarinnar skiptir hér miklu máli. Þegar menntastefnan er mótuð, þarf að huga sérstaklega að framtíðinni og ákveða hvernig við sem þjóð ætlum að tryggja velsæld í krafti framfara. </p> <p>Nýja ríkisstjórnin boðar stórsókn í menntamálum með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Meginmarkmiðið í þeirri vinnu er að tryggja að allir geti stundað nám við hæfi, óháð efnahag eða búsetu. Ætlunin er að efla iðnnám, verk- og starfsnám í þágu fjölbreyttara og öflugra samfélags. Við viljum auka tækniþekkingu til að gera íslenskt samfélag samkeppnishæfara á alþjóðavísu. Lögð verður áherslu á að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum. Skapandi greinum verður gert hátt undir höfði. Liður í því er að tryggja framhaldsskólunum frelsi og fjármagn til eigin stefnumótunar. Annað mikilvægt markmið þessarar ríkisstjórnar varðar auknar fjárveitingar til háskólastigsins. Í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs ætlar ríkisstjórnin að tryggja að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 er varðar fjárframlög á hvern nemanda. Þetta mun skipta sköpum fyrir kennslu og rannsóknir í íslenskum háskólum. Farið verður í stefnumótun sem miðar að því að bæta samkeppnishæfni há- skólastigsins. </p> <p>Á 100 ára fullveldisafmælinu er kjörið tækifæri til að horfa yfir farinn veg. Meta þarf hvar vel hefur tekist hjá þjóðinni og hvað megi gera betur. Þrátt fyrir að íslenskt menntakerfi sé öflugt hefur þróun síðustu ár því miður verið sú að frammistaða íslenska skólakerfisins í hinni alþjóðlegu PISA-könnun hefur versnað. Ég er þó sannfærð um það að í framsækinni stefnumótun munum við skipa okkur aftur í fremstu röð. Við lifum í heimi örra breytinga og tæknibyltingin mun breyta vinnumarkaði mikið. Þau störf sem verða til í framtíðinni munu í æ ríkari mæli byggjast á hugviti og sköpun. Þess vegna er brýnt að skólakerfið taki mið af þessari þróun og að við sem þjóð búum okkur undir þá spennandi tíma sem framundan eru. Til að vel takist í þróun menntamála þarf allt samfélagið að taka þátt í þeirri vegferð. </p> <p>Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.&nbsp;</p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum