Efnahagsaðgerðir vegna Covid-19

Stjórnvöld hafa kynnt til sögunnar fjölda efnahagsúrræða vegna heimsfaraldursins sem nýtast heimilum og fyrirtækjum með beinum hætti.
FYRIRTÆKI
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins.
Hægt er að sækja um styrkina á þjónustuvef Skattsins.
Lög um styrkina hafa verið samþykkt á Alþingi. Þar kemur fram að rekstraraðilar sem hafa vegna heimsfaraldursins orðið fyrir a.m.k. 60% tekjufalli í almanaksmánuði á tímabilinu frá 1. nóvember 2020 til og með 31. maí 2021, samanborið við sama almanaksmánuð árið 2019, geta fengið styrk.
Tvö viðmið eru sett fram í lögunum:
60–80% tekjufall: 400 þúsund króna hámarksstyrkur fyrir hvert stöðugildi, að hámarki 2 milljónir króna.
80–100% tekjufall: 500 þúsund króna hámarksstyrkur fyrir hvert stöðugildi, að hámarki 2,5 milljónir króna.
Heimilt er að miða við fjölda stöðugilda við fjölda þeirra í sama mánuði 2019.
Upplýsingar vegna ríkisaðstoðar
Viðspyrnustyrkir fela í sér ríkisaðstoð. Hámarksstuðningur er 120 m.kr. að meðtöldum lokunarstyrkjum fyrir lokunartímabil eftir 17. september 2020, tekjufallsstyrkjum og ferðagjöf. Sé um fyrirtæki í erfiðleikum að ræða takmarkast heildarfjárhæð til viðkomandi rekstraraðila við 25 millj.kr. í samræmi við reglur um minniháttaraðstoð.
Frekari upplýsingar er að finna á Ísland.is
Tekjufallsstyrkir eru hugsaðir til að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins frá vori til nóvembermánaðar (1. apríl - 31. október). Úrræðið nýtist fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum sem m.a. hafa þurft að sæta takmörkunum vegna sóttvarnaráðstafana án þess að hafa verið gert að loka.
Styrkir eru veittir fyrir allt að fimm stöðugildi á hvern rekstraraðila og tekur styrkfjárhæð mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli. Rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði. Hámarksstyrkur verður 17,5 m.kr. á rekstraraðila.
Sækja um tekjufallsstyrk hjá Skattinum
Úrræðið nær til þeirra sem er gert að loka eða stöðva starfsemi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaði, spilasali, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, og sundlaugar.
Styrkirnir taka við af lokunarstyrkjum sem veittir voru í fyrstu bylgju farsóttarinnar. Framhaldslokunarstyrkirnir miðast ekki lengur aðeins við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.
Upplýsingar vegna ríkisaðstoðar
Lokunarstyrkir fyrir lokunartímabil eftir 17. september 2020 fela í sér ríkisaðstoð. Hámarksstuðningur er 120 m.kr. að meðtöldum viðspyrnustyrkjum, tekjufallsstyrkjum og ferðagjöf. Sé um fyrirtæki í erfiðleikum að ræða takmarkast heildarfjárhæð til viðkomandi rekstraraðila við 25 millj.kr. í samræmi við reglur um minniháttaraðstoð
Sótt er um styrkinn á vef Skattsins
Framlengdur umsóknarfrestur
Almennur umsóknarfrestur um lokunarstyrki sem veittir voru vegna fyrri hluta ársins 2020 var til og með 1. september 2020 og um viðbótarlokunarstyrki til og með 1. október 2020. Skattinum hefur verið heimilað að taka til afgreiðslu umsóknir sem berast eftir þann tíma allt til 30. júní 2021. Hafi rekstraraðili ekki sótt um innan almenns frests en telur sig geta átt rétt á lokunarstyrk vegna lokana í mars til maí 2020 er hægt að senda erindi til Skattsins þar um en slíkar umsóknir er ekki unnt að senda rafrænt.
Lokunarstyrkir sem veittir voru á fyrri hluta ársins eru ætlaðir fyrirtækjum sem skylt var að loka eða stöðva starfsemi vegna samkomubanns á tímabilinu 24. mars til 3.maí 2020. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna. Stjórnvöld veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra.
Viðbótarlokunarstyrkir eru ætlaðir þeim sem var gert að hafa lokað lengur eða á tímabilinu 4. maí til 25. maí 2020.
Í desember 2020 var samþykkt framhald lokunarstyrkja og um þá styrki er hægt að sækja á vef Skattsins
Nánar:
- Upplýsingar um lokunarstyrki á vef Ísland.is
- Lokunarstyrkir voru lögfestir með lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru frá Alþingi
- Viðbótarlokunarstyrkir voru lögfestir með breytingu á þeim lögum
Ráðningarstyrkir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Nú er auðveldara fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að ráða fólk og búa sig undir bjartari framtíð en fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur með ríflegum stuðningi. Hverjum nýjum starfsmanni fylgir allt að 472 þúsund króna stuðningur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð, í allt að sex mánuði og getur fyrirtækið ráðið eins marga starfsmenn og það þarf þangað til heildarfjöldi starfsfólks er orðinn70. Ráðningartímabilið er sex mánuðir á tímabilinu frá apríl til desember 2021.
Frekari upplýsingar má finna á hefjumstorf.is
Ráðningarstyrkir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum
Þá geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðningarstyrki sem auðvelda atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðningarstyrk getur atvinnurekandi fengið fullar grunnatvinnuleysisbætur með hverjum atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að sex mánuði með hverjum nýjum starfsmanni, eða 307.430 krónur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ekkert þak er á fjölda starfsmanna sem fyrirtæki geta ráðið með þessu úrræði.
Frekari upplýsingar má finna á hefjumstorf.is
Ráðningarstyrkir fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir
Til að koma til móts við þann hóp sem er við það að fullnýta bótarétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur ekki fengið atvinnu við lok bótatímabilsins verður farið í sérstakar aðgerðir til að aðstoða einstaklinga í þessum hópi við að komast aftur inn á vinnumarkað. Þannig greiðir Vinnumálastofnun ráðningastyrk í allt að sex mánuði, og er heimilt að lengja um aðra sex fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu, vegna ráðningar einstaklinga sem eru við það að ljúka bótarétti. Er stofnuninni heimilt að greiða ráðningarstyrki sem nema fullum launum samkvæmt kjarasamningum að hámarki kr. 472.835 á mánuði sem er hámark tekjutengdra bóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð. Skilyrði er að ráðinn sé einstaklingur sem á sex mánuði eða minna eftir af bótarétti.
Þá er sveitarfélögum einnig heimilt að ráða til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan atvinnuleysistryggingarkerfisins á tímabilinu 1. október. til 31. desember 2020.
Frekari upplýsingar má finna á hefjumstorf.is
Ráðningarstyrkir fyrir félagasamtök
Félagasamtökum, sem rekin eru til almannaheilla og án hagnaðarsjónarmiða, er gert kleift að stofna til tímabundinna átaksverkefna í vor og sumar með ráðningarstyrk sem nemur fullum launum samkvæmt kjarasamningum að hámarki kr. 472.835 á mánuði sem er hámark tekjutengdra bóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð. Þá verður greitt 25% álag til þess að standa straum af kostnaði við verkefnin, svo sem við landvernd, viðhald göngustíga, landhreinsun, gróðursetningu, íþróttir og afþreyingu fyrir börn og unglinga og svo framvegis. Skilyrði fyrir ráðningarstyrk er að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur.
Frekari upplýsingar má finna á hefjumstorf.is
Markmiðið er að styðja við fyrirtæki sem verða fyrir tímabundnu tekjufalli og lausafjárvanda vegna útbreiðslu kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda vegna faraldursins. Ábyrgðirnar eru liður í því að viðhalda sem hæstu atvinnustigi og halda fjölbreytni í atvinnulífi. Lán til einstaks fyrirtækis geta að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði árið 2019. Launakostnaður fyrirtækis verður að lágmarki hafa verið 25% af heildarrekstrarkostnaði þess árið 2019. Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið 1,2 milljörðum króna.
Sótt er um lánin hjá lánastofnunum
Nánar:
- Aðgerðin var lögfest með lögum um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
Markmið stuðningslána er að vinna gegn lausafjárvanda sem leitt gæti til uppsagna og enn frekari efnahagssamdráttar. Lánin nýtast minni aðilum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti, ekki síst í ferðaþjónustu. Heimilt er að veita lánin til og með 31. maí.
Nánar:
- Stuðningslán voru lögfest með lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
- Lögunum var breytt í júlí 2020 og í desember 2020.
- Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð um framkvæmd stuðningslána. Reglugerðinni hefur verið breytt fjórum sinnum.
- Reglugerðin með innfærðum breytingum
Markmið aðgerðarinnar er að gera launagreiðendum kleift að fresta skilum á staðgreiðslu skatts og tryggingagjaldi á árunum 2020 og 2021.
Aðgerðin var lögfest með lögum nr. 17/2020 og 25/2020, er breyttu lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald. Fyrrnefndu lögin heimiluðu frestun á skilum helmings fjárhæðar sem var á gjalddaga 1. mars um mánuð. Síðarnefndu lögin heimiluðu frestun á allt að þremur gjalddögum á tímabilinu 1. apríl-1. desember 2020 fram til 15. janúar 2021. Í desember 2020 var tveimur gjalddögum bætt við sem heimila frestun og skulu þeir vera á tímabilinu 1. janúar 2021-1. desember 2021 og skal nýr gjalddagi og eindagi þeirra vera 15. janúar 2022, sbr. lög nr 141/2020.
Sótt er um úrræðið hjá Skattinum.
Umsókn launagreiðanda um frestun skal hafa borist í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils skv. 1. mgr. 20. gr. á því formi sem Skatturinn ákveður.
Úrræðið felur í sér fjárstuðning úr ríkissjóði til að standa undir greiðslu á hluta launakostnaðar atvinnurekenda á uppsagnarfresti launþega. Markmiðið er að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og styrkja réttindi launamanna sem sagt er upp störfum vegna verulegrar fjárhagslegrar röskunar á atvinnurekstri og orsakir þeirra eru raktar beint eða óbeint til ráðstafana sem gripið hefur verið til eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skapast vegna faraldurs kórónuveiru.Úrræðið tekur til þeirra atvinnurekenda sem hófu starfsemi fyrir 1. desember 2019 og bera ótakmarkaða skattskyldu hér á Íslandi. Það gildir ekki um stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að umsókn skuli skila mánaðarlega fyrir næstliðið launatímabil og eigi síðar en 20. hvers mánaðar.
Skatturinn sér um framkvæmd úrræðisins.
Nánar:
Spurt og svarað um stuðning við greiðslu hluta launakostnðar á uppsagnarfresti launþega
Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu hefur verið settur á fót Matvælasjóður.
Matvælasjóður hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum.
Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Til stofnunar sjóðsins er varið 500 m.kr. sem verður úthlutað á þessu ári. Við úthlutun þeirra fjármuna en einnig við frekari stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð verður þess gætt að skipting fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með sambærilegum hætti og verið hefur.
Nánar:
Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020. Nánar um sjóðinn á matvælasjóður.is
Úrræðið veitir fyrirtækjum í fjárhagslegum erfiðleikum vegna heimsfaraldursins heimild til greiðsluskjóls í allt að ár. Fyrirtæki í greiðsluskjóli geta meðan á greiðsluskjóli stendur samið við kröfuhafa með fulltingi sérstaks aðstoðarmanns, lögmanns eða löggilts endurskoðanda sem fyrirtækið tilnefnir sjálft sér til aðstoðar.
Helstu skilyrði
- Að lögaðilinn heyri undir lögsögu dómstóla hér á landi.
- Atvinnustarfsemi hans hafi byrjað ekki síðar en 1. desember 2019.
- Hann hafi greitt einum manni eða fleiri laun í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 sem svari hið minnsta til lágmarkslauna fyrir fullt starf í hverjum þessara mánaða.
- Samanlagður áætlaður rekstrarkostnaður og skuldir hans sem falla í gjalddaga á næstu tveimur árum séu meiri en heildarfjárhæð andvirðis peningaeignar hans, innstæðna, verðbréfa og krafna á hendur öðrum.
Beiðni um fjárhagslega endurskipulagningu skal beint til héraðsdóms þegar rekstraraðili hefur ráðið lögmann eða löggiltan endurskoðanda til aðstoðar.
Upplýsingar er um fjárhagslega endurskipulagningu á Ísland.is
Stafræn gjafabréf að fjárhæð 5.000 kr. til Íslendinga til að verja í ferðaþjónustu innanlands, eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, og einkum ferðaþjónustunni, viðspyrnu.
Ferðamálastofa og Stafrænt Ísland eru framkvæmdaaðilar og er hægt að sækja Ferðagjöfina á Ísland.is
Allt að 1.500 milljónum kr. verður varið í átakið. Fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Söfn og fyrirtæki sem bjóða sýningu gegn endurgjaldi þar sem áhersla er á íslenska menningu, sögu eða náttúru geta einnig skráð sig til þátttöku. Afmörkun fyrirtækja byggir að meginstefnu til á útgáfu nánar tilgreindra opinberra leyfa og að þau séu með starfsstöð á Íslandi.
Alþjóðlegt markaðsverkefni í þágu íslenskrar ferðaþjónustu er hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Verkefnið er starfrækt á völdum erlendum mörkuðum. Markmið þess er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Verkefnið er unnið í samræmi við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leiðandi í sjálfbærri þróun“ og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Verkefnið var boðið út í samræmi við ákvæði laga og reglna þar að lútandi. Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel urðu hlutskörpust og stýra stefnumörkun, hugmyndavinnu, almannatengslum, hönnun og framleiðslu markaðsefnis fyrir verkefnið en Íslandsstofa sér um framkvæmd þess.
Gistináttaskattur hefur verið afnuminn út árið 2021. Auk þess var gjalddagi gistináttaskatts sem búið var að innheimta í janúar til apríl 2020 færður til 5. febrúar 2022.
Sprota og nýsköpunarsjóðurinn Kría verður settur á laggirnar og framlögum í sjóðinn flýtt. Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, svokölluðum vísisjóðum eða venture capital sjóðum. Markmið með Kríu er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Framlag til Kríu sprota og nýsköpunarsjóðs verður allt að 650 milljónum króna á þessu ári, að því gefnu að fjárfestingasjóðir sæki um mótframlag til stjórnvalda.
Nánar:
Skipuð verður sérstök stjórn um Kríu sprota- og nýsköpunarsjóð.
Unnið er að reglugerð um sjóðinn sem og starfsreglur stjórnar.
Frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum var samþykkt á Alþingi sumarið 2020.
Mótframlag til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum undir nafninu Stuðnings-Kría. Um er að ræða fjárfestingu í formi láns með vöxtum og breytirétti í samvinnu við fjárfesta.
Þessari aðgerð er ætlað að vera tímabundinn stuðningur við bæði sprotafyrirtæki og fjárfesta í því ótrygga ástandi sem nú ríkir á árinu 2020 og að sama skapi nýtast sem upptaktur að þeirri auknu samvinnu stjórnvalda og fjárfesta sem stefnt er að með Kríu sprota- og nýsköpunarsjóði.
Nánar:
Frumvarp til laga um stuðnings- Kríu var samþykkt á Alþingi sumarið 2020.
Skipuð var sérstök nefnd um Stuðnings-Kríu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun hafa umsýslu með sjóðnum.
Af 31 umsókn sem barst um lán úr Stuðnings-Kríu voru 26 samþykktar, en alls verður 755 m.kr. varið í fjárfestingar í gegnum úrræðið.Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur um 700 m.kr og ferli umsókna flýtt. Fjárhæðin nemur 700 milljónum og verður nýtt til fjármögnunar nýrra verkefna á þessu ári. Þessi auknu framlög munu skila sér í fleiri styrkúthlutunum og þannig skila sér í fleiri atvinnutækifærum á sviði tækniþróunar og nýsköpunar.
Framkvæmdaraðili er Rannís
150 milljón króna framlag til átaksverkefnis sem komið er í framkvæmd.
Framkvæmdaraðili er Stafrænt Ísland
Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu verður settur á fót Matvælasjóður. Matvælasjóður mun hafa það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verður við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.
Til stofnunar sjóðsins verður varið 500 m.kr. sem verður úthlutað á þessu ári. Við úthlutun þeirra fjármuna en einnig við frekari stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð verður þess gætt að skipting fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með sambærilegum hætti og verið hefur.
Nánar:
Lög um Matvælasjóð voru sett í apríl og er nú unnið að stofnun sjóðsins.
EINSTAKLINGAR
Atvinnuleitendur geta hafið fullt nám og fengið fullar atvinnuleysisbætur í eina önn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Eftir fyrstu önnina tekur Menntasjóður námsmanna við.
Fjármögnun er tryggð fyrir allt að 3.000 atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og vilja skrá sig í nám á vorönn 2021, haustönn 2021 eða vorönn 2022.
Átakið „Nám er tækifæri“ afmarkast við starfs- og tækninám í framhaldsskólum eða háskólum en fyrirsjáanlegur skortur er í þeim geirum. Einnig er hægt að velja innan átaksins að fara í margskonar aðfararnám (brúarnám) eða nám í heilbrigðis- og kennslugreinum, en þar er einnig fyrirsjáanlegur skortur á starfsfólki í framtíðinni. Kjósi atvinnuleitendur að hefja nám undir formerkjum Náms er tækifæri mun það ekki hafa áhrif á bótarétt.
Frekari upplýsingar vef Vinnumálastofnunar – Nám er tækifæri
Vegna þeirra þrenginga sem blasa við hafa stjórnvöld komið til móts við fyrirtæki og launþega með hlutabótum. Fyrirtækjum í rekstrarvanda er þannig gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið og viðhalda þar með ráðningarsambandi á meðan erfiðustu mánuðirnir ganga yfir. Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfali vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda hefur verið lengdur til og með 31. maí 2021 með tilteknum breytingum og að undangengnum ákveðnum skilyrðum.
Þeir vinnuveitendur sem hyggjast nýta sér hlutabótaleiðina þurfa að staðfesta að á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2023 hafi þeir ekki í hyggju að meðal annars greiða út arð til hluthafa, lækka hlutafé með greiðslu til hluthafa, greiða óumsamda kaupauka eða kaupa eigin hlutabréf. Þá verður Vinnumálastofnun heimilt að birta opinberlega lista yfir vinnuveitendur launa¬fólks sem fær greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Launafólki er heimilt að óska eftir því að miðað verði við mánaðarleg meðallaun ársins 2019 í stað þess að miðað verði við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missir starf sitt. Heimilt er að taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem greiðslur úr Fæðingarorlofsjóði miðuðust við hafi launamaður fengið greiðslur úr sjóðnum á því tímabili sem horft er til þegar atvinnuleysisbætur eru reiknaðar.
Vinnumálastofnun hefur fengið auknar heimildir til gagnaöflunar og eftirlits og verður stofnuninni heimilt að krefja vinnuveitendur um endurgreiðslu atvinnuleysisbóta auk 15% álags, auk þess að beita fjársektum.
Frekari upplýsingar um hlutabótaleiðina og hvernig sótt er um er að finna á vef Vinnumálastofnunar
Tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví án þess að vera sýktir, samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, heimilaðar áfram á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021.
Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi greiði launþega laun en geti svo gert kröfu á ríkissjóð til endurgreiðslu upp að vissri hámarksfjárhæð. Það sama gildir um sjálfstætt starfandi einstaklinga hafi þeir þurft að leggja niður störf vegna sóttkvíar á framangreindu tímabili. Greiðslur taka mið af heildarlaunum í þeim almanaksmánuði eða almanaksmánuðum sem einstaklingur er í sóttkví. Greiðslurnar verða aldrei hærri en 633.000 kr. á mánuði, eða 21.100 kr. á dag.
Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi greiði launþega laun en geti svo gert kröfu á ríkissjóð til endurgreiðslu upp að vissri hámarksfjárhæð. Það sama gildir um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem þurftu að leggja niður störf vegna sóttkvíar á framangreindu tímabili.
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví og á vef stofnunarinnar er hægt að sækja um.
Nánar:
Göngudeildarþjónusta SÁÁ efld
Ákveðið hefur verið að efla göngudeildarþjónustu fyrir einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og hefur Sjúkratryggingum Íslands verið falið að ganga til samninga við SÁÁ í þessu skyni. Aukin framlög vegna þjónustunnar nema 30 milljónum króna.
Geðheilbrigðisþjónusta á vegum heilsugæslunnar
Markmiðið er að hvar sem er á landinu geti fólk fengið meðferð og stuðning sálfræðinga innan heilsugæslu vegna algengustu geðraskana, svo sem vegna þunglyndis og kvíða. Heilsugæslan fær einnig fá sérstakt framlag til að þróa og efla getu sína til að veita fjarheilbrigðisþjónustu á þessu sviði.
Geðheilsuteymi um land allt
Teymin eru ætluð þeim sem greindir eru með geðsjúkdóm og eru eldri en 18 ára. Eitt af markmiðunum með því að efla geðheilsuteymin er að auka getu þeirra til að sinna jaðarhópum eins og fólki með tvígreindan neyslu- og fíknivanda samhliða öðrum geðröskunum og einnig fólki sem er með þroskaröskun og glímir jafnframt við geðröskun.
Fræðsla og forvarnir á sviði geðheilbrigðisþjónustu
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu verður falið að útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda, innleiða skimun á því sviði og þróa meðferðarúrræði innan heilsugæslu og hjá geðheilsuteymunum. Þróunarmiðstöðinni verður einnig falið að útbúa fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila um geðheilbrigðismál og einnig fræðsluefni á sviði geðræktar í skólum.
Nánar:
Komið er til móts við fjölskyldur yfir 80 þúsund barna með sérstökum barnabótaauka sem greiddur er við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2020. Þeir framfærendur sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur samkvæmt niðurstöðu álagningarinnar fá til viðbótar greiddan sérstakan barnabótaauka að fjárhæð samtals 42.000 kr. á hvert barn. Þeir framfærendur sem ekki fá greiddar neinar tekjutengdar barnabætur vegna skerðingarákvæða miðað við tekjur viðkomandi fá greiddan sérstakan barnabótaauka að fjárhæð samtals 30.000 kr. á hvert barn. Sérstakur barnabótaauki er greiddur til þeirra sem teljast framfærendur barna samkvæmt skilgreiningu í A-lið 68. gr. tekjuskattslaga. Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna, og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga
Aðgerðin var lögfest með lögum um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru sem Alþingi samþykkti 30.03.2020.
Sérstaki barnabótaaukinn var greiddur út við álagningu skatta í lok maí 2020.
Gripið hefur verið til sértækra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa á tímum COVID-19, og í kjölfar faraldursins. Um er að ræða meðal annars aldraða, fatlað fólk, innflytjendur og flóttafólk, fanga, heimilislausa og börn og fjölskyldur þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að vinna gegn félagslegri einangrun með eflingu félagsmiðstöðva fyrir eldri borgara og öryrkja, aukinn félagslegan stuðning fyrir fjölskyldur á landsvísu með sérstakri áherslu á stuðning við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sem og börn af erlendum uppruna.
Skipað hefur verið tímabundið aðgerðateymi til að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða sem miða að verndun viðkvæmra hópa. Meðal aðgerða er áframhaldandi vitundarvakning um ofbeldi gegn börnum sem felst meðal annars í því að efla og vekja athygli á úrræðum eins og 112 , Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is. Stuðningur til þjónustuaðila sem sinna ráðgjöf fyrir bæði þolendur og gerendur ofbeldis hefur verið aukinn. Þá var starfsemi Barnahúss styrkt sérstaklega með það að markmiði að draga úr bið eftir þjónustu.
Sýnt hefur verið fram á að samfélagslegum áföllum fylgir oft aukin áfengis- og vímuefnaneysla, ofbeldi og fleiri neikvæð mynstur sem þarf að koma í veg fyrir eins og hægt er með forvörnum og frekari aðgerðum. Aðgerðirnar eru miðaðar sérstaklega að viðkvæmum hópum, þar með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðu fólki, sem reynslan hefur sýnt að eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðgerðateyminu er jafnframt falið að fylgja eftir öðrum almennum aðgerðum er lúta að fræðslu, þjónustu og stuðningi vegna ofbeldis í samræmi við tillögur í áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess fyrir árin 2019-2022, sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2019.
Í því skyni að auðvelda einstaklingum og heimilum að standa af sér þær aðstæður sem sköpuðust vegna heimsfaraldursins var m.a. ákveðið að gera fólki kleift að taka út séreignarsparnað til frjálsra nota. Er markmiðið annars vegar að gera fólki kleift að nýta eigin sparnað til að mæta djúpri en tímabundinni efnahagslægð. Einnig er hægt að nota sparnaðinn til að auka útgjöld sem eykur eftirspurn í efnahagslífinu. Umsóknarfrestur var til 1. janúar 2021.Sótt var um úttekt séreignar hjá þeim lífeyrissjóði eða banka sem heldur utan um séreignarsparnað umsækjanda. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil og útgreiðsla hvers mánaðar nemur að hámarki 800 þúsund krónum.
Nánar:
Spurt og svarað um úttekt séreignarsparnaðar
Úrræðið var lögfest frá Alþingi 31. mars 2020.
Þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi hefur mikið forvarnargildi og stuðlar að aukinni velferð þeirra. Þegar efnahagsþrengingar verða er mikil hætta á að fyrstu aðgerðir fjölskyldna verði að draga úr íþrótta- og tómstundastarfi barna. Miðað við núverandi tölur má ætla að börn sem eru í hættu á að detta úr tómstunda- og frístundastarfi séu um 8 þúsund börn. Með aukningu í fjölda þeirra sem munu mögulega þiggja atvinnuleysisbætur má ætla að þessi fjöldi hækki töluvert og nái jafnvel um 12 þúsund börnum. Strax í haust verður lagt fram viðbótarframlag vegna tómstundastarfs barna sem búa á tekjulágum heimilum. Aðgerðin jafnar tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu tómstundastarfi þrátt fyrir efnahagsþrengingar.
Á vefnum Ísland.is getur þú kannað hvort þú eigir rétt á styrk.
Réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fer úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Markmiðið með framlengingu á rétti til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex mánuði er að komið til móts við einstaklinga sem orðið hafa fyrir atvinnumissi vegna Covid-19 faraldursins og munu búa við skerta möguleika á atvinnu næstu misseri. Réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta í sex mánuði tekur gildi þegar lögin verða samþykkt og gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta réttinn fyrir 1. október 2021.
Hægt er að sækja um atvinnuleysisbætur á vef Vinnumálastofnunar
AÐGERÐIR FYRIR ÍÞRÓTTA- OG ÆSKULÝÐSFÉLÖG
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs. Markmið laganna er að stuðla að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim hefur verið gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili vegna opinberra sóttvarnaráðstafana. Með þessu er stefnt að því að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi til lengri tíma litið vegna faraldursins.
Lögin taka til greiðslna vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna hjá íþróttafélögum og öðrum samböndum sem starfa innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófu starfsemi fyrir 1. október 2020 og þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnarráðstafana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 30. júní 2021. Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 30. september 2021. Eftir þá dagsetningu fellur réttur til greiðslu niður.
Nánari upplýsingar eru á vef Vinnumálastofnunar
HAGKERFIÐ
Í því skyni að örva hagkerfið ákváðu stjórnvöld að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað vegna vinnu við byggingu, endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði úr 60% í 100% frá 1. mars til og með 31. desember 2021. Samhliða hækkun endurgreiðsluhlutfallsins var úrræðið útvíkkað og einnig látið ná til frístundahúsnæðis og hönnunar og eftirlits við framangreind húsnæði. Úrræðið var einnig á sama tímabili látið ná til annars húsnæðis í eigu sveitarfélaga, eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu þeirra vegna byggingar, endurbóta og viðhalds. Þá var jafnframt ákveðið að láta úrræðið á sama tímabili ná til heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis sem og bílaviðgerða, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Loks var ný heimild tekin upp fyrir mannúðar- og líknarfélög, íþróttafélög og björgunarsveitir og deildir þeirra til óska eftir endurgreiðslu á 100% virðisaukaskatti vegna vinnu manna á byggingarstað á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2021 við byggingu, endurbætur eða viðhald á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra.
Skatturinn sér um framkvæmd endurgreiðslna. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um ofangreind úrræði á vef Skattsins.
ÚRRÆÐI SEM ERU LIÐIN
Ríkisstjórnin kemur til móts við þá sem þurfa að sinna aukinni umönnun fatlaðra og langveikra barna þar sem ytri úrræði hafa legið niðri vegna COVID-19. Um er að ræða styrk til umönnunaraðila sem byggir á tímabundið aukinni umönnunarbyrði.
Heimilt er að greiða framfærendum barna, sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020, eingreiðslu sem nemur 25% af fullum umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna aukinnar umönnunar. Skilyrði fyrir auknum greiðslum er að Covid-19 faraldurinn hafi valdið því að þjónusta á borð við skóla eða dagvistun hafi legið niðri, eða að barn hafi ekki getað sótt skóla eða dagvistun vegna faraldursins. Hið sama gildir ef framfærandi hefur verið heima með barni vegna undirliggjandi vanda þess, sem landlæknir hefur skilgreint í áhættuhópi fyrir alvarlegri sýkingu vegna Covid-19.
Þá er það skilyrði eingreiðslunnar að slíkar aðstæður hafi varað í a.m.k. 15 virka daga á tímabilinu.
Sótt var um eingreiðsluna hjá Tryggingastofnun ríkisins og var umsóknarfrestur til 1. janúar 2021. Úrræðið er ekki tekjutengt. Greiðslan er undanþegin skattskyldu og hefur ekki áhrif á aðrar bætur.
Um aðgerðina: Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar, sem eiga rétt á orlofsuppbót á árinu 2020, fengu 20.000.kr eingreiðslu þann 1. júní til viðbótar vegna þeirra áhifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft. Greiðslan kemur til viðbótar við þá orlofsuppbót sem örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar eiga rétt á í ár og telst ekki til tekna þeirra. Hún mun þar af leiðandi ekki skerða aðrar greiðslur til hópsins en miðað er við að um það bil 20.000 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar uppfylli skilyrðið um rétt á orlofsuppbót á árinu 2020.
Markmið aðgerðarinnar var að gera fyrirtækjum sem sáu fram á tap árið 2020 en skiluðu hagnaði árið 2019 kleift að jafna saman hagnaði og tapi þessara tveggja ára, til að auka laust fé fyrirtækja. Hámark þess skatts sem heimilt verður að fresta greiðslu á er 20 m.kr. en það samsvarar 100 m.kr. skattskyldum hagnaði lögaðila (skattstofni).
Frestur til að tilkynna Skattinum um þá fjárhæð sem fyrirtæki kýs að fresta þegar álagning árið 2020 lá fyrir rann út 10. nóvember 2020.
Nánar:
Aðgerðin var lögfest með lögum um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru sem samþykkt voru 11.05.2020
Þær breytingar voru gerðar á tollögum að gjalddagi aðflutningsgjalda hjá þeim fyrirtækjum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember, á árinu 2020 var lengdur um 20 daga og er því nú fimmti dagur annars mánaðar eftir lok hvers tveggja mánaða uppgjörstímabils í stað 15. dag næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Á sama tíma var gerð breyting á lögum um virðisaukaskatt þannig að heimilt er að færa virðisaukaskatt viðkomandi uppgjörstímabila vegna tollafgreiðslu til innskatts eftir almennum reglum virðisaukaskattslaga þrátt fyrir að gjaldföllnum virðisaukaskatti sem legst á við tollafgreiðslu hafi á þeim tíma ekki verið skilað. Af breytingunni leiðir að gjalddagi virðisaukaskatts í tolli vegna innflutnings og gjalddagi virðisaukaskatts af viðskiptum innan lands vegna sama uppgjörstímabils mætast.
Sé innskattur hærri en útskattur þannig að gjaldandi eigi rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts verður unnt að skuldajafna henni á móti gjaldföllnum virðisaukaskatti í tolli vegna innflutnings. Þó skal áréttað að breytingunni er ekki ætlað að breyta forgangsröðun skatta og gjalda, sbr. reglur nr. 797/2016, um greiðsluforgang og skuldajöfnun skatta og gjalda.
Komið er til móts við fjölskyldur yfir 80 þúsund barna með sérstökum barnabótaauka sem greiddur er við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2020. Þeir framfærendur sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur samkvæmt niðurstöðu álagningarinnar fá til viðbótar greiddan sérstakan barnabótaauka að fjárhæð samtals 42.000 kr. á hvert barn. Þeir framfærendur sem ekki fá greiddar neinar tekjutengdar barnabætur vegna skerðingarákvæða miðað við tekjur viðkomandi fá greiddan sérstakan barnabótaauka að fjárhæð samtals 30.000 kr. á hvert barn. Sérstakur barnabótaauki er greiddur til þeirra sem teljast framfærendur barna samkvæmt skilgreiningu í A-lið 68. gr. tekjuskattslaga. Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna, og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga
Aðgerðin var lögfest með lögum um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru sem Alþingi samþykkti 30.03.2020.
Sérstaki barnabótaaukinn var greiddur út við álagningu skatta í lok maí 2020.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna COVID-19, 20. nóvember 2020
Spornað gegn útbreiðslu Covid-19
Aðgerðir sem miða að því að hefta útbreiðslu Covid-19 á Íslandi.
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Ísland þátttakandi í innleiðingu samræmdra vottorða á Evrópska efnahagssvæðinu09.04.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spurt og svarað um sóttvarnaráðstafanir á landamærum frá og með 9. apríl09.04.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spánn tekinn af lista yfir lönd sem skilgreind eru sem áhættusvæði31.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Breyttar reglur á landamærum um sýnatöku og sóttkví 1. apríl30.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19 Aukin framleiðslugeta og hraðari afhending bóluefna í Evrópu26.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Heimild fyrir 100 viðskiptavinum í lyfja- og matvöruverslunum25.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Undanþágur fyrir þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki halda gildi sínu25.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Ákvörðun ESB um útflutning bóluefna raskar ekki afhendingu þeirra til Íslands24.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns24.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu tekin gild á landamærum óháð uppruna16.03.2021
- Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðSkýrsla um árangursmat mismunandi aðgerða á landamærum12.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19 Tafir á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca – bólusetningardagatal uppfært12.03.2021
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðCOVID-19: Létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar23.02.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spornað gegn útbreiðslu smita með hertum aðgerðum á landamærum16.02.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðBeint frá málþingi Vísindasiðanefndar í dag um rannsóknir á tímum COVID 13.01.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðÍ ljósi umræðu síðustu daga um samninga um bóluefni og afhendingu efnanna vill heilbrigðisráðuneytið árétta eftirfarandi:31.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðUndirritun samnings Íslands um bóluefni Moderna og viðbótarsamnings um bóluefni frá Pfizer30.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Bóluefni Pfizer komið til landsins – bólusetning hefst á morgun28.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Undirritun samnings við Janssen um bóluefni fyrir 235.000 manns22.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Fáum hlutfallslega sama magn bóluefna og önnur ríki í Evrópusamstarfi21.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Forgangsröðun við bólusetningu þegar fyrstu skammtar bóluefnis berast17.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðVottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19 tekin gild á landamærum10.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðFrumvarp til breytinga á sóttvarnalögum lagt fyrir Alþingi á næstunni20.11.2020
- Forsætisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðÓbreytt fyrirkomulag á landamærum til 1. febrúar 20.11.2020
- Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðTryggja þolendum ofbeldis aðstoð 06.11.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Reglugerðarbreyting varðandi fjölda viðskiptavina í verslunum03.11.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október18.10.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Unnið að gagnkvæmri viðurkenningu vottorða milli Norðurlandaþjóða25.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Heilbrigðisráðherra veitir 200 milljónir króna í aukna endurhæfingu22.09.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðCOVID-19: Ísland og Noregur fjármagna kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni22.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið18.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÞættir sem sóttvarnalæknir leggur til grundvallar tillögum til ráðherra vegna COVID-1915.09.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið12 verkefni fjármögnuð í fjárfestingarátaki um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 02.09.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðBreyttar reglur um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum18.08.2020
- Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðAllir komufarþegar fari í tvöfalda skimun og 5-6 daga sóttkví14.08.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðAuglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum 30.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðHertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí nk.30.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÓbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 til 18. ágúst28.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÓbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 til 4. ágúst21.07.2020
- Utanríkisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðFerðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví15.07.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðGjald vegna skimunar á landamærum verður lægra en áformað var26.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðUngmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundar með ráðherrum09.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðBreytingar á reglum um komur ferðamanna til Íslands08.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðRýmri reglur um komur ferðamanna02.06.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðNetspjall við hjúkrunarfræðinga verði í boði alla daga frá kl. 8.00 – 22.0028.05.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðStafrænt heilbrigðismót: Stefnumót heilbrigðisþjónustu og frumkvöðla27.05.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðHeimilt að opna sundlaugar og baðstaði 18. maí, með ákveðnum skilyrðum15.05.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðVerkefnisstjórn falinn undirbúningur að sýnatöku hjá komufarþegum15.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSýnataka á Keflavíkurflugvelli12.05.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHakkaþon um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 29.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðBreyttar reglur um sóttkví og upptaka landamæraeftirlits á innri landamærum22.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÁlagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og efling geðheilbrigðisþjónustu21.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðLíðan þjóðarinnar á tímum COVID-19 verður rannsökuð14.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, ForsætisráðuneytiðDregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá 4. maí14.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga á Landspítala tryggður 03.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðYfir 1.000 skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og 116 komnir til starfa02.04.2020
- Félagsmálaráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðGefa út góð ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins02.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÞjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem starfa samkvæmt undanþágu frá samkomubanni31.03.2020
- Utanríkisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðÍsland aðili að samningi um sameiginleg innkaup Evrópuríkja á aðföngum fyrir heilbrigðisþjónustuna31.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðSektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna COVID-1927.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðMilljarður króna til innviðauppbyggingar í heilbrigðiskerfinu á þessu ári26.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðSamkomubann: Aðeins fáar undanþágur með ströngum skilyrðum ef almannahagsmunir eru í húfi24.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðAuglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum23.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðLeiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf í ljósi takmörkunar á skólastarfi og samkomum20.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðBeiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra17.03.2020
- Utanríkisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðRáðleggingar íslenskra stjórnvalda til Íslendinga vegna ferðalaga14.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðTakmarkanir á samkomu- og skólahaldi til að hægja á útbreiðslu Covid – 1913.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðBakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar - óskað eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista11.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðBreyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja (skriflegt umboð) frestað til 30. mars09.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðViðbragðsáætlun almannavarna: Heimsfaraldur – Landsáætlun06.03.2020
Fréttir sem tengjast Covid-19
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Ísland þátttakandi í innleiðingu samræmdra vottorða á Evrópska efnahagssvæðinu09.04.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spurt og svarað um sóttvarnaráðstafanir á landamærum frá og með 9. apríl09.04.2021
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðSókn fyrir námsmenn: Sumarnám og sumarstörf 202109.04.2021
- FélagsmálaráðuneytiðÁhrif COVID-19 á norrænan vinnumarkað – Samanburður á viðbrögðum og áhrifum í löndunum.07.04.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðÁnægja með aðgerðir stjórnvalda og batnandi fjárhagsstaða fyrirtækja01.04.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spánn tekinn af lista yfir lönd sem skilgreind eru sem áhættusvæði31.03.2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðBreytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-1931.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Breyttar reglur á landamærum um sýnatöku og sóttkví 1. apríl30.03.2021
- UtanríkisráðuneytiðGuðlaugur Þór beitti sér gegn reglugerð ESB um hömlur á bóluefnisútflutningi26.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19 Aukin framleiðslugeta og hraðari afhending bóluefna í Evrópu26.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Heimild fyrir 100 viðskiptavinum í lyfja- og matvöruverslunum25.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Undanþágur fyrir þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki halda gildi sínu25.03.2021
- Forsætisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðVegna frétta um bann framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um útflutning á bóluefni24.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Ákvörðun ESB um útflutning bóluefna raskar ekki afhendingu þeirra til Íslands24.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns24.03.2021
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðTakmarkanir á íþrótta- og menningarstarfi til og með 15. apríl24.03.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármálaáætlun 2022-2026: Réttar ráðstafanir skiluðu árangri og björtum horfum22.03.2021
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðRúmlega 350 milljónir kr. í menningartengda tekjufallsstyrki17.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu tekin gild á landamærum óháð uppruna16.03.2021
- FélagsmálaráðuneytiðHefjum störf – umfangsmiklar vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnuleitendur og atvinnulífið15.03.2021
- Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðSkýrsla um árangursmat mismunandi aðgerða á landamærum12.03.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19 Tafir á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca – bólusetningardagatal uppfært12.03.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið970 milljónir til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum COVID-19 12.03.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðKynningarfundur í dag: Ráðherrar kynna úthlutun ársins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða09.03.2021
- Félagsmálaráðuneytið125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna 04.03.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðVisit Iceland – upplýsingamiðlun til ferðamanna stórefld03.03.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðÁnægja með aðgerðir stjórnvalda og batnandi fjárhagsstaða fyrirtækja01.03.2021
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðStuðningur við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra24.02.2021
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðRýmkun á skólastarfi, háskólar geta hafið staðnám að nýju23.02.2021
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðCOVID-19: Létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar23.02.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið5,6 milljarðar króna í auknar endurgreiðslur vegna framkvæmda23.02.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Spornað gegn útbreiðslu smita með hertum aðgerðum á landamærum16.02.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðNýir nýsköpunarstyrkir: 100 milljónir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina11.02.2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðMikilvægt að standa vörð um norrænt samstarf á tímum faraldurs11.02.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið12 milljarðar í lán með ríkisábyrgð til fyrirtækja í rekstrarvanda vegna Covid-1911.02.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSmærri fyrirtæki 82% þeirra sem nýta úrræði vegna heimsfaraldurs 05.02.2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðMælt fyrir frumvarpi til að auka svigrúm sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs05.02.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðEndurskoðaður rammasamningur ríkis og bænda undirritaður 04.02.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið15 milljónir til að styrkja nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu03.02.2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNorrænir samgönguráðherrar ræddu stöðuna í heimsfaraldrinum02.02.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðÍsland hefur lagt um 550 milljónir króna í bóluefni til þróunarríkja01.02.2021
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðBreyting á greiðslufyrirkomulagi styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna áhrifa COVID-1927.01.2021
- FélagsmálaráðuneytiðSigrún Sjöfn hefur umsjón með sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrkjum25.01.2021
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stærsta úthlutun Rannsóknasjóðs frá upphafi21.01.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðNýsköpun í starfsemi hins opinbera á tímum Covid rædd á Nýsköpunardeginum 19.01.2021
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSóttvarnaaðgerðir innanlands minna íþyngjandi fyrir efnahagslífið en í flestum samanburðarlöndum15.01.2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFramlög til að tryggja lágmarksflug til og frá landinu vegna Covid-19 námu 350 milljónum króna árið 202015.01.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðBeint frá málþingi Vísindasiðanefndar í dag um rannsóknir á tímum COVID 13.01.2021
- HeilbrigðisráðuneytiðÍ ljósi umræðu síðustu daga um samninga um bóluefni og afhendingu efnanna vill heilbrigðisráðuneytið árétta eftirfarandi:31.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðÚthlutun viðbótarframlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga 31.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðUndirritun samnings Íslands um bóluefni Moderna og viðbótarsamnings um bóluefni frá Pfizer30.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Bóluefni Pfizer komið til landsins – bólusetning hefst á morgun28.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Undirritun samnings við Janssen um bóluefni fyrir 235.000 manns22.12.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðÍþrótta- og æskulýðsstarfi komið í gegnum COVID-1921.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Fáum hlutfallslega sama magn bóluefna og önnur ríki í Evrópusamstarfi21.12.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðESA samþykkir fjórar aðgerðir sem tengjast áhrifum Covid-19 18.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Forgangsröðun við bólusetningu þegar fyrstu skammtar bóluefnis berast17.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNorræn ráðstefna um sjálfbæra ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs17.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamið um lágmarksflugsamgöngur til Vestmannaeyja fram á vor16.12.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðMatvælasjóður úthlutar í fyrsta sinn: 62 verkefni hljóta styrk16.12.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðFyrsta úthlutun Matvælasjóðs: Beint streymi í dag kl 9:3016.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðMinni samdráttur í tekjum sveitarfélaga en í fyrri spám15.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSigurður Ingi ávarpaði alþjóðlegan fund samgönguráðherra um áhrif Covid-19 á samgöngur10.12.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðVottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19 tekin gild á landamærum10.12.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkýrsla um efnahagsmál Norðurlanda: Spá aukinni landsframleiðslu á næsta ári 08.12.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðGjaldfrjáls landamæraskimun kynnt á fundi norrænna samgönguráðherra01.12.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðNáttúruminjasafn Íslands fær aðstöðu á Seltjarnarnesi27.11.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFjallað um Covid-19 og Norðurlönd á opnum fjarfundi samstarfsráðherra27.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána 25.11.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðSamstarfsráðherrar samþykktu aðgerðaáætlun um framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar23.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðNýsköpunardagur hins opinbera: Áhrif Covid-19 á þjónustu – hvað má læra til framtíðar?23.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðViðspyrna fyrir Ísland: Viðspyrnustyrkir og stuðningur við atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa20.11.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðFrumvarp til breytinga á sóttvarnalögum lagt fyrir Alþingi á næstunni20.11.2020
- Forsætisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðÓbreytt fyrirkomulag á landamærum til 1. febrúar 20.11.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðJöfnunarsjóður varinn með sértækum aðgerðum ríkisstjórnar18.11.2020
- FélagsmálaráðuneytiðOpnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-1918.11.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðTilslakanir í leik- og grunnskólastarfi: Minni grímuskylda og óheft útivist17.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFerðakostnaður ríkisins lækkaði um 1,8 milljarða króna milli ára 13.11.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSveitarstjórnir fá áfram svigrúm til að bregðast við aðstæðum í samfélaginu11.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðBreytt fyrirkomulag skimunar á landamærum forsenda umtalsverðs efnahagsbata11.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHægt að sækja um tekjufallsstyrki og framhald lokunarstyrkja innan skamms09.11.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðVestnorrænu löndin skilgreini sameiginlegt grænt svæði06.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkýrsla um nýtingu úrræða í heimsfaraldri: Hátt í 40 milljarðar í beinan stuðning til heimila og fyrirtækja06.11.2020
- Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðTryggja þolendum ofbeldis aðstoð 06.11.2020
- FélagsmálaráðuneytiðMinnt á umsóknarfrest um styrki til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála05.11.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFundur fjármálaráðherra í ríkjum ESB, Ecofin og EFTA: Samhæfðar aðgerðir forsenda árangurs gegn kórónuveiru 04.11.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Reglugerðarbreyting varðandi fjölda viðskiptavina í verslunum03.11.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðRáðherrar úthluta styrkjum til aðgerða gegn ofbeldi03.11.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðNý reglugerð um skólastarf tekur gildi 3. nóvember: Skólar áfram opnir01.11.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðÍþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð31.10.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðRíkisstjórnin samþykkir enn frekari efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins30.10.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðKomið til móts við stúdenta: Frekari aðgerðir Menntasjóðs námsmanna30.10.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðAðgerðir sex sveitarfélaga vegna hruns í ferðaþjónustu28.10.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðTekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir allt að 3,5 milljarðar króna28.10.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðUm fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda fer til almannatrygginga 27.10.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðErlendir sérfræðingar geti unnið í fjarvinnu á Íslandi27.10.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFitch Ratings staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum23.10.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðRáðherra á fundi viðskiptaráðherra innan EES: „Samkeppni er hvati nýsköpunar“ 23.10.2020
- FélagsmálaráðuneytiðSamningur við SÁÁ gerir sálfræðiþjónustu samtakanna fyrir börn mögulega19.10.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID 19: Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október18.10.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÍslenskt gler, snjallhringur og stafrænt strokhljóðfæri meðal styrkþega úr Hönnunarsjóði16.10.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFyrsti fundur samráðsteymis ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum15.10.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðSEGÐU FRÁ - Sameiginleg rafræn gátt vegna ofbeldis 15.10.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFrekari frestun aðalfunda húsfélaga samkvæmt fjöleignarhúsalögum, nr. 26/1994, vegna Covid-1914.10.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðAðgerðarteymi gegn ofbeldi skilar annarri áfangaskýrslunni14.10.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFundaði með alþjóðlegum vettvangi fjármálaráðherra um loftslagsmál 12.10.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFélagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála 09.10.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðStyrkur til Barnahúss eflir starfsemi og styttir biðlista 08.10.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSaman í tónlistarsókn05.10.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðKönnun á starfsaðstæðum og áhrifum COVID-19 á skólastarf05.10.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSóttvarnir í framhalds- og háskólum: Tímabundnar hertar aðgerðir04.10.2020
- ForsætisráðuneytiðForsætisráðherra ávarpar afmælisfund fjórðu ráðstefnu SÞ um málefni kvenna01.10.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir 2021-202501.10.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðJöfnunarsjóður bætir við 200 milljónum vegna þjónustu við fatlað fólk30.09.2020
- Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðHeimurinn eftir COVID-1930.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Unnið að gagnkvæmri viðurkenningu vottorða milli Norðurlandaþjóða25.09.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamningur undirritaður við Skútustaðahrepp um stuðning vegna hruns ferðaþjónustu23.09.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðVestnorrænt samstarf aldrei mikilvægara23.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Heilbrigðisráðherra veitir 200 milljónir króna í aukna endurhæfingu22.09.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðCOVID-19: Ísland og Noregur fjármagna kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni22.09.2020
- FélagsmálaráðuneytiðÓskað eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á skrá í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar (in English and Polish)21.09.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðUppfærðar leiðbeiningar fyrir framhalds- og háskóla: Grímunotkun í staðnámi20.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðCOVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið18.09.2020
- FélagsmálaráðuneytiðReglugerðarbreyting auðveldar atvinnurekendum að ráða til sín starfsfólk17.09.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðVegna frétta um meinta ágalla á ákvörðun ESA varðandi ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group 17.09.2020
- Forsætisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðForsætisráðherra, kvenleiðtogar og aðgerðasinnar ræða hlut kvenna í forystu17.09.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðAuknar endurbætur og viðhald fasteigna í samræmi við sérstakt fjárfestingarátak 15.09.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÞættir sem sóttvarnalæknir leggur til grundvallar tillögum til ráðherra vegna COVID-1915.09.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKristján Þór gerði grein fyrir horfum í fiskeldi í ríkisstjórn11.09.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNorrænt samstarf mikilvægara en nokkru sinni fyrr að mati samstarfsráðherra10.09.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið50 milljón kr. viðbótarstuðningur við starf æskulýðsfélaga04.09.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað 03.09.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðLögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær styrk til að taka betur utan um börn og unglinga í viðkvæmri stöðu 03.09.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið12 verkefni fjármögnuð í fjárfestingarátaki um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 02.09.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðRáðherrar ræða öryggi og vellíðan í skólum á tímum COVID-1902.09.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSveitarfélög mjög misjafnlega í stakk búin til að takast á við efnahagsleg áhrif Covid-1928.08.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHelstu skilmálar mögulegrar ríkisábyrgðar á lánsfjármögnun Icelandair Group27.08.2020
- FélagsmálaráðuneytiðAtvinnuleitendum gert mögulegt að fara í nám án þess að greiðslur falli niður25.08.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðEndurskoðuð fjármálastefna: ríkissjóði beitt til að auka viðnámsþrótt heimila og fyrirtækja25.08.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFerðakostnaður ríkisins lækkaði um 1,1 milljarð króna milli ára21.08.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSamstaðan skilar árangri - grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu 20.08.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðLeiðbeiningar fyrir framhalds- og háskóla tryggi sameiginlegan skilning19.08.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðUmhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja verði leiðarljós í skólastarfi19.08.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðBreyttar reglur um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum18.08.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSex sveitarfélög fá stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu18.08.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðEfnahagsleg sjónarmið við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærum14.08.2020
- Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðAllir komufarþegar fari í tvöfalda skimun og 5-6 daga sóttkví14.08.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSveitarstjórnir fá að nýju svigrúm til að bregðast við aðstæðum í samfélaginu12.08.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðStyrkir til sveitarfélaga vegna áskorana í félagsþjónustu í tengslum við Covid-1905.08.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðAuglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum 30.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðHertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí nk.30.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÓbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 til 18. ágúst28.07.2020
- FélagsmálaráðuneytiðStyrkja félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa og kortleggja fyrirkomulag matarúthlutana23.07.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÓbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 til 4. ágúst21.07.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðFerðaábyrgðasjóður – endurgreiðslur til neytenda vegna pakkaferða17.07.2020
- Utanríkisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðUppfærður listi yfir ríki - íbúum tólf ríkja utan EES og Schengen heimilt að heimsækja Ísland16.07.2020
- Utanríkisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðFerðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví15.07.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðInspired by Iceland: Bjóða fólki um allan heim að losa um streitu á Íslandi15.07.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamningar um viðbótarfjárveitingu til landshlutasamtaka undirritaðir09.07.2020
- FélagsmálaráðuneytiðStöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-1906.07.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðStuðnings - Kría hefur sig til flugs: Stefnt að mótframlagslánum í sumar03.07.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSkrifað undir samning um 250 milljóna kr. viðbótarfjármagn til sóknaráætlunar Suðurnesja01.07.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðGjald vegna skimunar á landamærum verður lægra en áformað var26.06.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðNær allar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs komnar til framkvæmda26.06.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðAfgreiðsla lokunarstyrkja gengur vel - ánægja með úrræði stjórnvalda 24.06.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga24.06.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðMetaðsókn í sumarnám: 5.100 nemar í háskólum, 330 í framhaldsskólum24.06.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðSamstarfsráðherrar ræddu jafnréttismál og þátttöku ungmenna að framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar23.06.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðFjármagn tryggt til framhalds- og háskóla til að mæta aukinni aðsókn 22.06.2020
- Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðDregið úr losun með orkuskiptum í Akureyrarhöfn 11.06.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðAuka þarf alþjóðlega samvinnu til að stuðla að efnahagsbata í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru 10.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðUngmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundar með ráðherrum09.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðBreytingar á reglum um komur ferðamanna til Íslands08.06.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs05.06.2020
- UtanríkisráðuneytiðÁhersla verði lögð á jafnréttismál og aðkomu einkageirans í viðbrögðum Alþjóðabankans við COVID-1902.06.2020
- Félagsmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðTeymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 sett á laggirnar02.06.2020
- Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðRýmri reglur um komur ferðamanna02.06.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðStarfshópur tryggir eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru 29.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSviðsmyndir um mögulegar afkomu- og skuldahorfur ríkissjóðs og hins opinbera28.05.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðNetspjall við hjúkrunarfræðinga verði í boði alla daga frá kl. 8.00 – 22.0028.05.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðStafrænt heilbrigðismót: Stefnumót heilbrigðisþjónustu og frumkvöðla27.05.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðOrkumálaráðherrar: Græn orka á að knýja endurreisn eftir COVID-1927.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFjármálastefna, -áætlun og -frumvarp lögð fram samhliða í haust 26.05.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðAukaúthlutun styrkja til atvinnuleikhópa: 30 fjölbreytt verkefni 26.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHægt að áætla fjárhæðir stuðningslána og lokunarstyrkja í reiknivél á Ísland.is 22.05.2020
- UtanríkisráðuneytiðCOVID-19 faraldurinn efst á baugi á fundum utanríkisráðherra með kollegum sínum20.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSautján aðgerðir kynntar til að efla sveitarfélög á Suðurnesjum20.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKynntu áherslur ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og vísindum 20.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMótvægisráðstafanir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru kynntar í ríkisstjórn 20.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÚt úr kófinu - vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar20.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðStarfshópi falið að meta stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19 faraldursins19.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNý samantekt Byggðastofnunar: Mörg sveitarfélög illa stödd vegna hruns ferðaþjónustu18.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðS&P Global Ratings staðfestir A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs - horfur eru áfram stöðugar15.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðLágmarks millilandaflug tryggt í sumar með nýjum samningi við Icelandair15.05.2020
- DómsmálaráðuneytiðFjárhagsleg endurskipulagning atvinnufyrirtækja og aðgerðir gegn kennitöluflakki15.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðStuðningur vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti 15.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðFrumvörp um framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðning við fyrirtæki samþykkt í ríkisstjórn15.05.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðHeimilt að opna sundlaugar og baðstaði 18. maí, með ákveðnum skilyrðum15.05.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðVerkefnisstjórn falinn undirbúningur að sýnatöku hjá komufarþegum15.05.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatnavellíðan meðal styrkþega Hönnunarsjóðs14.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMikill kippur í kortanotkun og vegaumferð eykst eftir rýmkun samkomubanns 14.05.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðTækifæri fyrir námsmenn: Aðgerðir stjórnvalda vegna sumarstarfa og sumarnáms13.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSýnataka á Keflavíkurflugvelli12.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðBúið að semja við alla viðskiptabankana um veitingu viðbótarlána 12.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamið að nýju til að tryggja lágmarks millilandaflug og innanlandsflug11.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðNorrænir samgönguráðherrar vilja auka samvinnu á sviði samgöngumála08.05.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðÖllum leigubifreiðastjórum gert kleift að leggja inn atvinnuleyfi sitt08.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðGreining á mögulegri stærðargráðu áfalls vegna heimsfaraldurs kórónuveiru07.05.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðKönnun á nýjum lausnum stofnana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru 05.05.2020
- Félagsmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðAukinn kraftur í aðgerðir og vitundarvakningu gegn ofbeldi05.05.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðFramhaldsskólar opna að nýju: Ráðherra heimsækir Menntaskólann við Hamrahlíð04.05.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSnertihlustun, trefjaleir, sjóveikihermir og framtíðarskógar: Úthlutað úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 01.05.2020
- Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðStaða Icelandair30.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðEvrópuríki hvött til að aðlaga tímabundið reglur um endurgreiðslu vegna flugs sökum Covid-1929.04.2020
- DómsmálaráðuneytiðBreyting vegna Covid-19 getur haft áhrif á um 225 umsækjendur um alþjóðlega vernd29.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHakkaþon um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 29.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðFramkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins hefjast í sumar 29.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðÁlagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju28.04.2020
- Forsætisráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðFramhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki28.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðBregðast við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta28.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÍslenskt- gjörið svo vel: Sameiginlegt átak stjórnvalda og atvinnulífsins24.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKristján Þór undirritar reglugerð um strandveiðar 202024.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðBreyttar reglur um sóttkví og upptaka landamæraeftirlits á innri landamærum22.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÖflugar aðgerðir í þágu nýsköpunar í aðgerðarpakka tvö21.04.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSkóla-, frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí 21.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðKynningarefni vegna framhaldsaðgerða stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónaveiru 21.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÁlagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og efling geðheilbrigðisþjónustu21.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFélagslegar aðgerðir fyrir tæpa 5,7 milljarða króna vegna áhrifa af COVID-1921.04.2020
- Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðVarnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum21.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðVinnumálastofnun fær allt að 100 milljóna króna aukafjárveitingu vegna COVID-1921.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðOpnað á endurgreiðslu á milliuppgjörum vegna kvikmyndaframleiðslu20.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið ESA: Veiting ábyrgða á viðbótarlánum lánastofnana til fyrirtækja vegna COVID-19 samrýmist framkvæmd EES-samningsins 20.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSamningur um framkvæmd á veitingu ábyrgða gagnvart lánastofnunum vegna viðbótarlána þeirra til fyrirtækja17.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðAukið norrænt fjármagn til að mæta Covid-1917.04.2020
- Félagsmálaráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSamtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna17.04.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðMenntamál í brennidepli: fundur evrópskra menntamálaráðherra um COVID-1916.04.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðRáðherra flýtir greiðslum til sauðfjárbænda vegna COVID-1916.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSamið um áframhaldandi millilandaflug til Boston, London og Stokkhólms15.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFlugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar tryggðar til og með 5. maí15.04.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðRúmlega milljarður kr. til menningar-, æskulýðs- og íþróttastarfs: Stuðningur vegna COVID-19 14.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðLíðan þjóðarinnar á tímum COVID-19 verður rannsökuð14.04.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, ForsætisráðuneytiðDregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá 4. maí14.04.2020
- UtanríkisráðuneytiðNáin samvinna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vegna COVID-19 heldur áfram 08.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFélagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styðja við úrræði fyrir fólk í húsnæðisvanda vegna Covid-1908.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðVegna umræðu um launakjör þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins 08.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFélagsmálaráðuneytið leggur til að aðalfundum húsfélaga verði frestað um allt að sex mánuði vegna samkomubanns 07.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðRáðherra beinir tilmælum til Vinnumálastofnunar um að víkja frá aldursskilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar07.04.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið, FélagsmálaráðuneytiðAtvinnumál, menntaúrræði og aðgerðir fyrir atvinnuleitendur og námsmenn06.04.2020
- ForsætisráðuneytiðFjarfundur forsætisráðherra og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins06.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga á Landspítala tryggður 03.04.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðLágmarks flugsamgöngur tryggðar með samningi við Icelandair03.04.2020
- UtanríkisráðuneytiðMikil ánægja með samstarf og samráð vegna COVID-19 á fundi norrænna utanríkisráðherra03.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðFélags- og barnamálaráðherra styrkir félagasamtök um 55 milljónir í baráttunni við COVID-1903.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðYfir 1.000 skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og 116 komnir til starfa02.04.2020
- Félagsmálaráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðGefa út góð ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins02.04.2020
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra ræðir Covid-19 faraldurinn við starfsbróður sinn í Singapore01.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkatturinn með framkvæmd ýmissa úrræða sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru 01.04.2020
- FélagsmálaráðuneytiðSamkomulag um fjárstuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem fá COVID-1901.04.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðHorft verði fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020 01.04.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðÞjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem starfa samkvæmt undanþágu frá samkomubanni31.03.2020
- Utanríkisráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðÍsland aðili að samningi um sameiginleg innkaup Evrópuríkja á aðföngum fyrir heilbrigðisþjónustuna31.03.2020
- FélagsmálaráðuneytiðÖrorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá 20.000 króna eingreiðslu vegna COVID-1931.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðMiklar fjárfestingar í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti31.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkatturinn felli tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti á gjalddaga í apríl 31.03.2020
- FélagsmálaráðuneytiðHvatt til skráningar í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar (in English and Polish)31.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið Laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna fryst til áramóta 27.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðSektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna COVID-1927.03.2020
- FélagsmálaráðuneytiðHjálparsími og netspjall Rauða krossins eflt með stuðningi félagsmálaráðuneytis 27.03.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðAðgerðir til að mæta áhrifum COVID-19 á landbúnað og sjávarútveg27.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðRáðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í bankaráði NIB óska aðgerða til að draga úr efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru27.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðMilljarður króna til innviðauppbyggingar í heilbrigðiskerfinu á þessu ári26.03.2020
- Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðTveir milljarðar aukalega í loftslagsmál, snjóflóðavarnir, fráveitumál og uppbyggingu þjóðgarða26.03.2020
- FélagsmálaráðuneytiðTryggja nægjanlegt framboð af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk25.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðÁlagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað um mánuð25.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFramkvæmdum á flugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum flýtt25.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðSamkomubann: Aðeins fáar undanþágur með ströngum skilyrðum ef almannahagsmunir eru í húfi24.03.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðHorfur í landbúnaði og sjávarútvegi ræddar í ríkisstjórn24.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðAuglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum23.03.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið4,6 milljarðar til ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða21.03.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir 21.03.2020
- Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðViðspyrna fyrir Ísland - efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-1921.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSameiginleg yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands, Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða um viðbrögð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru21.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðLeiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf í ljósi takmörkunar á skólastarfi og samkomum20.03.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðLín hækkar tekjuviðmið, eykur ívilnanir og framlengir umsóknarfrest vegna COVID-1920.03.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÁhrif COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg rædd í ríkisstjórn20.03.2020
- Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra átti símafund með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins19.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSvigrúm sveitarstjórna til að bregðast við neyðarástandi tryggt19.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðSamstarfsráðherrar vilja nýta styrkleika norræns samstarfs18.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytiðBeiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra17.03.2020
- Félagsmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðVíðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 1917.03.2020
- FélagsmálaráðuneytiðBakvarðasveit velferðarþjónustu – óskað eftir starfsfólki á útkallslista17.03.2020
- UtanríkisráðuneytiðUpplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið16.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðSkipting gjalddaga á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds16.03.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðMenningarstarf á tímum samkomubanns: Samráðshópur ráðherra fundar16.03.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðSameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf15.03.2020
- Utanríkisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðRáðleggingar íslenskra stjórnvalda til Íslendinga vegna ferðalaga14.03.2020
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðIsavia fellir tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli13.03.2020
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðRíkisstofnanir vel í stakk búnar fyrir fjarvinnu starfsfólks 13.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðTakmarkanir á samkomu- og skólahaldi til að hægja á útbreiðslu Covid – 1913.03.2020
- Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðMálþingi um samspil náttúruverndar, samfélags og atvinnulífs frestað 13.03.2020
- Mennta- og menningarmálaráðuneytiðLÍN kemur til móts við námsmenn vegna kórónaveirunnar COVID-1912.03.2020
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðFrumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand12.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðBakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar - óskað eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista11.03.2020
- Forsætisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðViðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf10.03.2020
- HeilbrigðisráðuneytiðBreyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja (skriflegt umboð) frestað til 30. mars09.03.2020
- Heilbrigðisráðuneytið, DómsmálaráðuneytiðViðbragðsáætlun almannavarna: Heimsfaraldur – Landsáætlun06.03.2020
- ForsætisráðuneytiðSérstakur stýrihópur um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni28.02.2020
Áhrif á jafnrétti
Á þessu svæði er annars vegar farið yfir áhrif ákveðinna mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna COVID-19 á stöðu kynjanna á Íslandi og hins vegar greint frá þeim aðgerðum sem sérstaklega var ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna.
Spornað gegn útbreiðslu Covid-19 á Íslandi
Viðbrögð vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum
Það er þekkt staðreynd að heimilisofbeldi, og þá sérstaklega ofbeldi karla gegn konum og börnum, eykst í tíð heimsfaraldra á borð við COVID-19. Innilokun á heimilum eykur líkurnar á heimilisofbeldi enn frekar þegar konur og börn einangrast með ofbeldisfullum maka. Samkvæmt nýjustu tölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 14% í kjölfar COVID-19 faraldursins á Íslandi. Vísbendingar frá sveitarfélögum og þeim aðilum sem koma að heimilisofbeldismálum benda þó til að aukningin sé meiri í raun, enda er ekki gefið að þolendur heimilisofbeldis leiti sér aðstoðar strax. Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot á fyrstu átta mánuðum ársins hefur hins vegar fækkað um 48% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára.
Ein mikilvægasta aðgerð stjórnvalda gegn ofbeldi hefur verið að leitast við að lágmarka samfélagsleg áhrif sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19. Þannig hefur leik- og grunnskólum ekki verið lokað og ekki hefur verið gripið til útgöngubanns líkt og víða um heim. Þjónustuúrræði gegn ofbeldi lokuðu ekki og aðlöguðu starfsemi sína að sóttvarnarreglum.
Aðgerðir gegn ofbeldi
- Skipað var aðgerðateymi gegn ofbeldi í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi.Neyðarnúmerið 112 hefur verið eflt og þróað með þeim hætti að þangað verði hægt að leita vegna heimilisofbeldis og ofbeldis gegn börnum. Vefsvæði 112 verður allsherjar upplýsingatorg um ofbeldi fyrir upplýsingar um þjóðnustu og úrræði á vegum opinberra aðila, félagasamtaka og einkaaðila.
- Boðið er upp á beint netspjall við neyðarverði og það tengt við netspjall Heilsuveru og Hjálparsímanum 1717.
- Opnað var kvennaathvarf á Akureyri í tilraunaskyni.
- Stuðningur var aukinn við börn í viðkvæmri stöðu sem eru líklegt til að beita ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var styrkt, þannig að teymi lögreglumanna starfaði með ungum gerendum og fræðsluefni um ofbeldi var dreift til ungs fólks.
- Farið var í markvissa vitundarvakningu gegn heimilisofbeldi, úrræði voru gerð sýnilegri á samfélagsmiðlum, fræðsla aukin og upplýsingum dreift víða.
- Unnið er að frekari tillögum á vegum aðgerðateymisins er m.a. snúa að gerendum, húsnæði fyrir þolendur, forvörnum og fræðslu til foreldra og barna og ungmenna og aðgerðir vegna ofbeldis gegn fötluðu fólki. Lögð er áhersla á þróun tæknilausna í tíð COVID-19 til að vinna gegn ofbeldi og að þær lausnir nýtist áfram að loknum heimsfaraldrinum.
Styrkir til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga
- Samtök um kvennaathvarf voru styrkt um 100 m.kr. til að bæta húsakost félagsins svo þjónusta Kvennaathvarfsins væri aðgengileg öllum konum og börnum.
- Stígamót, ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, var styrkt um 20 m.kr. til þess að bregðast við auknu álagi í þjónustu samtakanna og draga þar með úr biðtíma eftir þjónustu.
- Félagasamtök sem sinna viðkvæmum hópum voru styrkt um 55 milljónir króna til að bregðast við auknu álagi og styðja við skjólstæðinga sína almennt vegna COVID-19.
- Reykjavíkurborg var styrkt um 85 mkr. til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda, þ.m.t. húsnæði fyrir konur sem sætt hafa ofbeldi.
- Veittar voru 25 mkr. í styrki til verkefna sem fela í sér aðgerðir gegn ofbeldi með áherslu á samstarf frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila.
- Unnið að þróun tæknilausnra til að vinna gegn ofbeldi með það fyrir augum að þær nýtist áfram að faraldrinum loknum.
Áhrif á heilsu
Heilsa karla og kvenna er ólík og karlar eru líklegri til að veikjast alvarlega vegna COVID-19. Konur eru að jafnaði undir meira álagi vegna aukinnar umönnunar- og heimilisábyrgðar vegna COVID-19, auk þess að vera líklegri til að skipa framlínuna sem eru álagsstörf tengd faraldrinum. Oft eru þessi álagsstörf, láglaunastörf og umbun því ekki í samræmi við áhættuna.
Konur sinna frekar þeim störfum sem teljast til grunnþjónustu á tímum COVID-19 faraldursins og eru því útsettari fyrir smiti. Konur sem vinna í heilbrigðisgeiranum vinna að jafnaði í meira návígi við sjúklinga en karlar sem starfa innan sama geira. Slík kynjaskipting innan heilbrigðisgeirans er þekkt og sama mynstur er til staðar í flestum ríkjum Evrópu. Konur sem starfa í heilbrigðisgeiranum á Spáni eru til að mynda tvisvar sinnum líklegri en karlar að smitast af COVID-19 í störfum sínum vegna návígis við sjúklinga. Gert er ráð fyrir því að staðan sé sambærileg í öðrum löndum Evrópu. Álag á heilbrigðiskerfið og aðrar takmarkanir hafa víðtæk áhrif og þá meiri áhrif á konur en karla vegna fæðingar- og mæðraeftirlits.
Hlífðarbúnaður og álagsgreiðslur tryggðar
- Hlífðarbúnaður hefur verið tryggður fyrir starfsfólk spítala og aukið eftirlit er með heilsu starfsfólks Landspítalans.
- Einn milljarður króna var settur í sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks sjúkrahúsa- og heilbrigðisstofnana sem starfa undir miklu álagi. Greiðslurnar voru í formi eingreiðslna til starfsfólks í framlínunni á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og hjá heilsugæslunni.
Áhersla á mæðra- og fæðingarþjónustu
- Á Íslandi hefur verið hugað sérstaklega að stöðu kvenna hvað varðar heilbrigðisþjónustu og gætt að því að halda mæðra- og fæðingarþjónustu gangandi.
- Tekin var ákvörðun um að kortleggja heilsufar landsmanna út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum og gera mat á því hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna.
Áhrif á atvinnuþáttöku og ólaunaða vinnu
Vinnumarkaður á Íslandi er kynskiptur og eru konur líklegri til að vera frá vinnu vegna umönnunar barna þegar þjónusta skerðist. Álagið er sérstaklega mikið hjá einstæðum foreldrum. Þá hafa afar og ömmur ekki í sama mæli tök á að aðstoða fjölskyldur á tímum COVID-19 vegna smithættu sem eykur álagið enn frekar. Á landsvísu er atvinnuleysi örlítið hærra meðal karla en kvenna en nokkur munur er eftir landssvæðum og er atvinnuleysi hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er ívið hærra meðal karla. Mestur er munurinn á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er mun meira meðal kvenna en karla.
Skólum haldið opnum
- Framlínustörf sem teljast til grunnþjónustu í COVID-19 eru þess eðlis að fólk hefur ekki kost á að sinna þeim í fjarvinnu. Það gerir fólki erfitt fyrir að bregðast við lokunum skóla, leikskóla o.s.frv.
- Skólum og leikskólum hefur því verið haldið opnum með ákveðnum takmörkunum og fólki í framlínu og samfélagslega mikilvægum störfum gefinn rýmri aðgangur að skólum og leikskólum fyrir börn sín.
Umönnunarstyrkir
- Styrkjum hefur verið úthlutað vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna. Félagslegur og fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur getur dregið úr álagi vegna ólaunaðra umönnunarstarfa sem konur eru mun líklegri til að sinna.
Efnahagsaðgerðir
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda hafa ólík áhrif á kynin þar sem þau búa við ólíka efnahagslega stöðu. Á Íslandi er kynskiptur vinnumarkaður og konur að jafnaði með lægri tekjur en karlar. Þá sýna rannsóknir og greiningar að konur fá síður úthlutað úr opinberum sjóðum og þá að jafnaði lægri fjárhæðir en karlar.
Einstaklingar og fjölskyldur
Hlutastarfaleiðin
- Kynjaskipting umsækjenda um hlutabætur hefur verið í samræmi við hlut karla og kvenna á vinnumarkaði.
- Eldri greiningar hafa þó sýnt að karlar fá hærra hlutfall tekjutengdra atvinnuleysibóta en konur að teknu tilliti til kynjahlutfalls þeirra sem fá greiddar atvinnuleysisbætur.
- Það að greiðslur allt að 400.000 kr. á mánuði skerðist ekki gagnast sérstaklega þeim lægst launuðu og sú ráðstöfun er því líkleg til að stuðla að jafnrétti. Mikilvægt er þó að fylgjast áfram með þróun nýtingar úrræðisins og áhrifum útfærslu þess á konur og karla.
Sérstakur barnabótaauki
- Allir foreldrar með börn á framfæri hafa fengið greiddan barnabótaauka. Þeir sem fengu greiddar tekjutengdar barnabætur fengu 42.000 kr. en aðrir 30.000 kr.
- Konur voru 56% þeirra sem fengu greiddan barnabótaauka en 59% af upphæðinni sem greidd var fór til kvenna. Konur voru þannig líklegri til að eiga rétt á greiðslunni.
- Þessi munur skýrist að miklu leyti af kynjaskiptingu í hópi einstæðra foreldra. 90% einstæðra foreldra sem fengu greiddan barnabótaauka eru konur og fengu 96% þeirra greidda hærri upphæðina en 86% einstæðra feðra.
Úttekt séreignarsparnaðar
- Þar sem iðgjöld karla eru töluvert hærri en kvenna eru karlar líklegri en konur til að geta nýtt sér úrræðið og tekið út hærri upphæðir.
- Úrræðið er því ekki líklegt til að stuðla að jafnrétti og gæti aukið efnahagslega mismunun milli karla og kvenna.
Virkni í atvinnuleit og sumarúrræði fyrir námsmenn
- Viðbótarfjármagni var veitt í Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna COVID-19 þar sem 426 sumarstörf urðu til fyrir námsmenn. Störfin skiptust jafnt á milli karla og kvenna.
- Atvinnuleitendum verður gert kleift að hefja nám og fá fullar atvinnu¬leysisbætur í eina önn frá og með vorönn 2021. Átakið afmarkast við starfs- og tækninám í framhaldsskóla eða háskóla, brúarnám eða flýtileiðir til annarrar prófgráðu, til dæmis í heilbrigðis- og kennslugreinum. Þessar námsleiðir virðast ekki höfða jafnt til karla og kvenna og því mögulegt að þessi afmörkun verði til þess að úrræðið nýtist kynjunum ekki með jöfnum hætti og gæti leitt til ólíkra tekjumöguleika karla og kvenna að námi loknu.
Fyrirtæki
Sókn í nýsköpun
- Færri konur en karlar sækja um fjármagn í samkeppnissjóði og auk þess sækja konur gjarnan um lægri upphæðir. Árangurshlutfall kynjanna er þó svipað í flestum sjóðum.
- Aukin framlög í samkeppnissjóði eru því líkleg til þess að gagnast körlum betur en konum, sé ekki höfðað betur til kvenfrumkvöðla og sérstaða þeirra og þarfir teknar betur til greina.
- Settir hafa verið á laggirnar nýir samkeppnissjóðir sem hluti af aðgerðum til að bregðast við áhrifum COVID-19. Stjórnir sjóðanna hafa sett sér jafnréttismarkmið fyrir úthlutanir úr sjóðunum sem líkleg eru til þess að stuðla að því að jafna áhrif styrkjanna á milli kynjanna.
- Sumarúthlutun úr Tækniþróunarsjóði 2020 var á þann veg að karlar fengu 180 m.kr. (75%) og konur 60 m.kr. (25%).
Lokunarstyrkir
Við mótun skilyrða fyrir lokunarstyrk var gætt að því að útiloka ekki sjálfstætt starfandi í hlutastarfi en konur eru mun líklegri en karlar til að vera í hlutastarfi.
Hagkerfið
Fjárfestingarátak
- Ef miðað er við kynjahlutfall starfandi í þeim atvinnugreinum sem fjárfestingarátakið tekur til má gera ráð fyrir að um 85% þeirra starfa sem skapast á framkvæmdatímanum verði unnin af körlum.
- Fyrirhugaðar nýbyggingar eða endurbætur á opinberum byggingum hafa í fæstum tilfellum mikil áhrif á fjölda þeirra sem þar starfa. Verkefnin eru því ýmist ekki talin hafa áhrif eða líkleg til að stuðla að jafnrétti, m.a. vegna mögulegrar fjölgunar starfa sem konur sinna í auknum mæli og bættrar þjónustu sem kann að draga úr ólaunuðum umönnunarstörfum.
Útvíkkun á allir vinna
- Gera má ráð fyrir að langflest þeirra starfa sem skapast vegna hækkunar endurgreiðsluhlutfalls VSK vegna bygginga, endurbóta eða viðhalds íbúðarhúsnæðis auk bílaviðgerða verði unnin af körlum enda eru ríflega 95% þeirra sem starfa við bílaviðgerðir, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð karlar.
- Heimild til endurgreiðslu VSK vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis er aftur á móti líklegri til að skapa fleiri störf fyrir konur þar sem fleiri konur en karlar starfa á þessu sviði. Þá kann hún einnig að bæta réttarstöðu þeirra sem vinna þessi störf auk þess að draga úr ólaunuðum störfum við þrif og umhirðu íbúðarhúsnæðis sem er í auknum mæli sinnt af konum.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.